Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.09.2021 09:02

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

 

                  BIBarinn grúskar í myndasafninu


Eyrbekkingar á Bryggjuhátíð á Stokkseyri.


 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

10.09.2021 07:02

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

 

       BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

Framan við Sunnlenska bókakaffið við Austurveg 22

á Selfossi í september 2008.


F.v.: Anna Guðrún Bjarnardóttir í Holti,

Hafliði Magnússon á Selfossi og frá Bíldudal

og Hörður Sigurgrímsson í Holti.Skráð af Menningar-Bakki.

 

07.09.2021 10:08

Merkir Íslendingar - Árelíus Níelsson

 

 

 

 

Merkir Íslendingar - Árelíus Níelsson

 

 

Árelíus Níelsson fæddist í Flatey á Breiðafirði þann 7. september 1910.

 

Foreldrar Árelíusar voru; Níels Árnason, tómthúsmaður í Flatey, og kona hans, Einara Ingileif Pétursdóttir, vinnukona í Flatey.

Fósturforeldrar Árelíusar voru; Sæmundur Guðmundsson, b. á Svínanesi, síðar í Kvígindisfirði, Múlasveit við Breiðafjörð,  Austur-Barðastrandarsýslu, og kona hans, María Einarsdóttir.

 

Árelíus kvæntist 2. maí 1940 Ingibjörgu Þórðardóttur, f. 24. nóvember 1918, d. 13. nóvember 1978. Ingibjörg var dóttir Þórðar, bónda og hreppstjóra í Firði í Múlasveit við Breiðafjörð Jónssonar og konu hans, Guðbjargar Þórðardóttur.

 

Árelíus og Ingibjörg áttu fimm börn en eitt þeirra dó ungt. Þá áttu þau einn uppeldisson:
 

Þórður Bjarkar, f. 4. september 1940,

Ingvar Níels Bjarkar, f. 15. ágúst 1942,

 María Ingibjörg Bjarkar, f. 5. nóvember 1943,

 Rögnvaldur Bjarkar, f. 8. apríl 1945,

 Sæmundur Bjarkar, f. 21. febrúar 1946.

Uppeldissonur Árelíusar og Ingibjargar, Ingvar Heimir Bjarkar, f. 4. apríl 1953.

 

 

Árelíus lauk kennaraprófi í Kennaraskóla íslands 1932 og var kennari í Unglingaskólanum í Gerðum í Garði 1932. Árelíus var farskólakennari í Múlasveit 1933 og kennari í Barnaskóla Stykkishólms 1933- 1937. Hann var við einkakennslu í Reykjavík 1937-1940.

 

Árelíus lauk guðfræðiprófi fráHáskóla Íslands 1940.

Árelíus var prestur á Hálsi í Fnjóskadal 1940, á Stað á Reykjanesi í Austur-Barðastrandarsýslu 1940-1943 og við unglingakennslu í Reykhólasveit 1940-1943.  

 

Árelíus var prestur 1943 - 1952 á Eyrarbakka og Stokkseyri og bjó að Hvoli á Eyrarbakka.

 

Hann var kennari á Stokkseyri, Eyrarbakka og á Selfossi 1943-1952.

 

Þegar nýtt prestakall í Reykjavík var stofnað 1952, Langholtsprestakall, sótti Árelíus um það og fékk eftir örugga prestkosningu. Þar var hann allt í öllu við mótun Langholtssafnaðar, innblásinn af ungmennafélagsanda ekki síður en trúarlegum og var helsta driffjöður í kirkjubyggingarmálum Langholtssafnaðar.

Árelíus var prestur í Langholtsprestakalli í Reykjavík 1952-1980 og eftir það fangaprestur í nokkra mánuði

 

Hann kenndi við ýmsa gagnfræðaskóla í Reykjavík. Hann var kennari í Kennaraskóla Íslands í tíu ár og við smábarnakennslu í sjö ár.

 

Árelíus var stofnandi og formaður Ungmennafélags Múlasveitar 1929 og starfaði við ungmennafélög og barnastúkur 1932-1970.

 

Hann var formaður Breiðfirðingafélagsins og ritstjóri Breiðfirðings 1953 - 1978 og í srjórn Verndar frá 1955.

 

 Árelíus var stofhandi Ungtemplarafélagsins Hálogalands 1958, einn af stofnendum íslenskra ungtemplara og formaður félagsins í tíu ár. Hann var einn af stofnendum Æskulýðssambands Íslands og formaður Bandalags æskulýðsfélaga í Reykjavík nær tíu ár. Árelíus var einn stofnenda og formaður Bindindisráðs íslenskra safnaða í tólf ár.

 

Rit eftir Árelíus eru:

Kristin fræði, lesbók handa framhaldsskólum, 1951;

Saga Barnaskólans á Eyrarbakka 1852-1952,1952;

Leiðarljós við kristilegt uppeldi á heimilum, í skólum og til fermingarundirbúnings, 1957;

Félagsstörf og leikir, 1968;

Um Frans frá Assisi; Á bjargi aldanna armenska kirkjan, 1976; Stofnandi Rauða krossins, Henry Durant, Sögusafn barnanna, 1971,

Gleymd ljóð, 1980,

og Horft um öxl á Hálogalandshæð, Æviminningar 1988.

 

Árelíus var ritstjóri Kirkjublaðs Langholtssafnaðar 1953-1980 og

Breiðfirðings, tímarits Breiðfirðinga, 1954-1979.

 

Árelíus sá um Kirkjuþátt í Tímanum í tuttugu og þrjú ár og Við gluggann í Morgunblaðinu í tólf ár og var í ritstjórn jólablaðs Hálogalands í tuttugu og

fimm ár.

 

 

Árelíus Níelsson lést þann  7. febrúar 1992.
     Kveðja Breiðfirðingafélagsins í Breiðfirðingi 1992.
 

 

.

.

 

.

.

.

Séra Árelíus Níelsson í prédikurarstól Eyrarbakkakirkju.

100 ára afmæli Barnaskólans á Eyrarbakka 1952.

,

.

.

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

06.09.2021 14:52

Alþýðuhúsið

 

 

 

 

    Alþýðuhúsið

 

 

á Eyrarbakka 6. september 2016Skráð af Menningar-Bakki.

 

05.09.2021 18:22

MERKIR ÍSLENDINGAR - MUGGUR

 


Guðmundur Thorsteinsson - Muggur - (1891 - 1924).
 

 

MERKIR ÍSLENDINGAR – MUGGUR

 

 

Listamaðurinn Guðmundur Thorsteinsson, eða Muggur eins og hann er venjulega kallaður, fæddist þann 5. september 1891 á Bíldudal.

 

Hann var af efnuðum ættum en Pétur J. Thorsteinsson, faðir hans, var mikill athafnamaður á Bíldudal og móðir hans var Ásthildur Guðmundsdóttir.

 

Fjölskyldan flutti til Kaupmannahafnar þegar Muggur var tólf ára gamall. Þar gafst honum færi á að læra myndlist; fyrst í Teknísk Selskabs Skole og síðar við Konunglega listaháskólann.

 

Muggur lést aðeins 32 ára gamall úr berklum, en þrátt fyrir að vera ungur að árum skildi hann eftir sig einstakan myndheim sem hann vann með fjölbreyttum aðferðum. Hann notaði vatnsliti, kol og klippti út myndir svo eitthvað sé nefnt.

 

Meðal þekktustu verka Muggs eru skreytingar hans úr barnabókinni Sagan af Dimmalimm, en í inngangi bókarinnar í útgáfu Helgafells segir:

 

„Muggur var skáld, söngvari og málari, listamaður af guðs náð. Ef hann hefði náð hærri aldri er mjög erfitt að spá um það, hvaða stefnu list hans hefði tekið, en snilligáfa hans var ótvíræð.“

 

Muggi var ýmislegt til lista lagt, en hann lék einnig í fyrstu leiknu kvikmyndinni sem gerð var á Íslandi, Sögu Borgarættarinnar í janúar 1921. Þar fór hann með hlutverk Orms Örlygssonar.Muggur, Guðmundur Thorsteinsson lést þann 27. júlí 1924 í Danmörku.

 

Sýning á verkum Muggs verður opnuð í Listasafni Íslands 2. október næstkomandi.

 

 

-Muggur-  Guðmundur Thorsteinsson.

.

 

 

Lágmynd af Muggi á Bíldudal eftir Guðmund Elíasson myndhöggvara.

Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal sagði í viðtali í Bautasteini  árið 2018.  „Það var árið 1981, þegar sveitungi minn hann Muggur hefði orðið 90 ára, sem ég ásamt Magnúsi Björnssyni, fyrrverandi oddvita og Guðmundi Hermannssyni, þáverandi sveitarstjóra, hafði forgöngu um að reisa Muggi minnisvarða í fæðingarbænum hans. Björn Th. Björnsson, sá ágæti maður, var eins og menn vita sérfræðingur í Muggi og hjálpaði okkur við að koma málinu í höfn. Við fengum Guðmund Elíasson myndhöggvara til að vinna lágmynd af listamanninum sem settur var á drang sem við fengum hjá Steiniðju Sigurðar Helgasonar. Minnisvarðinn var afhjúpaður 5. september 1981 og flutti Björn Th. þar blaðlaust ræðu sem lengi verður í minnum höfð. Sá snillingur var engum líkur.“
.

 


Við minningamark Muggs í Hólavallagarði í Reykjavíksem gerður var af Elof Christian Ris­bye og hann sendi frá Kaupmannahöfn til Íslands með skipi. 

Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal hefur sýnt minningu þess sveitunga síns margháttaða virðingu í gegnum tíðina.

Frá vinstri;  Ásgeir Nikulás Ásgeirsson, Jón Kr. Ólafsson og  Brjánn Guðjónsson.
 Skráð af Menningar-Bakki.


 

04.09.2021 09:07

4. september 1845 - Jón forseti og Ingibjörg gefin saman


 


Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.
        4. september 1845 -

 

Jón forseti og Ingibjörg gefin saman

 

 

Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, 34 ára skjalavörður (síðar nefndur forseti), og Ingibjörg Einarsdóttir, 40 ára, voru gefin saman í hjónaband þann 4. september 1845, en þau höfðu verið í festum í tólf ár. 

 

Þau stofnuðu  heimili í Kaupmannahöfn. Hjónin bjuggu á þremur stöðum í Kaupmannahöfn, áður en þau fluttu í stóra og glæsilega íbúð við Øster Voldgade (Jónshús) árið 1852 en þar bjuggu þau síðan til æviloka og héldu uppi mikilli risnu.

Haustið 1859 tóku þau til sín fósturson, Sigurð Jónsson 8 ára, systurson Jóns vestan úr Arnarfirði, og ólu hann upp sem sinn eigin son en sjálf voru þau barnlaus.


 

Jón og Ingibjörg létust bæði í desember 1879.

 


Øster Voldgade (Jónshús) í Kaupmannahöfn.
 

.


Jóhann Páll Helgason framan við Jónshús í Kaupmannahöfn á dögunum.
 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

04.09.2021 08:00

Eyrarbakki

 

 

 

 

Eyrarbakki

 

 

 

Allt er gott á Eyrarbakka,

ungum þar mér veittist skjól,

ljúfust árin þar ég þakka,

þar mitt snérist lukkuhjól.Kristján Runólfsson 
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

03.09.2021 13:25

Merkir Íslendingar - Lúðvík Kristjánsson

 


Lúðvík Kristjánsson (1911 - 2000)

 

 

Merkir Íslendingar - Lúðvík Kristjánsson

 

 

Lúðvík Kristjánsson fæddist þann 2. september 1911 í Stykkishólmi.

Foreldrar hans voru Kristján Bjarni Árnason sjómaður, f. 4.9. 1886, d. 3.7. 1921, og k.h. Súsanna Einarsdóttir Þorkelssonar skrifstofustjóra Alþingis, f. 4.12. 1890, d. 26.8. 1961.

Eiginkona Lúðvíks var Helga Proppé, f. 17.5. 1910, d. 1.4. 1989, dóttir Jóns Proppé og k.h. Guðrúnar Bjarnadóttur.

Börn Lúðvíks og Helgu eru Véný kennari og Vésteinn rithöfundur.
 

Lúðvík ólst upp í Stykkishólmi, en fór suður til náms og lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla 1929 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1932. Lúðvík var kennari í Fróðárhreppi 1929-30, við Miðbæjarbarnaskólann í Reykjavík 1934-1944 og á vélstjóranámskeiðum Fiskifélags Íslands 1937-1954.

Lúðvík var ritstjóri Ægis, tímarits Fiskifélags Íslands 1937-1954, Fálkans 1939 og Sjómannadagsblaðsins 1941 og 1943.
 

Eftir 1954 sneri Lúðvík sér alfarið að rannsóknum og ritstörfum en þá höfðu þegar komið út eftir hann bækurnar;
Við fjörð og vík (1948), Bíldudalsminning Ásthildar og Péturs Thorsteinssonar (1951) og fyrsta bindi Vestlendinga (1953).

Þar næst komu annað og þriðja bindi Vestlendinga (1955 og 1960), Úr bæ í borg (1957), Á slóðum Jóns Sigurðssonar (1961) og Úr heimsborg í Grjótaþorp I-II (1962-63).
 

Frá 1964 helguðu Lúðvík og Helga sig efnisöflun og samningu Íslenskra sjávarhátta sem út komu í fimm bindum 1980-86.

Afmælisrit Lúðvíks, Vestræna, kom út árið 1981 en það hefur að geyma ritgerðir eftir hann. Árið 1991 kom út bókin Jón Sigurðsson og Geirungar en þar fyrir utan liggur eftir Lúðvík fjöldi blaðagreina og ritgerða í tímaritum .
 

Lúðvík hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar og var m.a. gerður heiðursdoktor við Háskóla Íslands 1981 og hlaut silfurverðlaun Hins konunglega norska vísindafélags 1984.
 

Lúðvík Kristjánsson lést 1. febrúar 2000.
 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

02.09.2021 21:24

Hrútavinaferð síðsumars 2009

 

 

 

 

  Hrútavinaferð síðsumars 2009

 

 

Hér við Tjarnarlund í Saurbæ, Dölum.


Minnisvarði eftir Jón Sigurpálsson á Ísafirði

 

um skáldin þrjú:


Stefán frá Hvítadal - Steinn Steinarr - Sturla Þórðarson.
 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

31.08.2021 17:45

Merkir Íslendingar - Jóhann Bjarnason

 

 

Jóhann Bjarnason (1936 - 2013). 

 

Merkir Íslendingar - Jóhann Bjarnason
 

Jóhann Bjarnason fæddist á Suðureyri 19. október 1938. 

Foreldrar hans voru Bjarni Benedikt Bjarnason, f. á Kvíanesi í Súgandafirði 21. mars 1894, d. 11. nóvember 1982, og Matthildur Jónsdóttir, f. á Mölum í Bolungarvík 11. júní 1902, d. 30. janúar 1970.

Systkini hans eru:

Kristján Albert Bjarnason, f. 21. júní 1930 og Sigríður Bjarnadóttir, f. 28. desember 1934.

 

Jóhann kvæntist 25. desember 1959 Olgu Ásbergsdóttur, f. á Ísafirði 23. janúar 1937, d. 7. júlí 2004.

Börn Jóhanns og Olgu eru:

1) Kristín Björk, f. 20. ágúst 1959. 

2) Bjarni, f. 13. júlí 1963, .

3) Örvar Ásberg, f. 8. júní 1970.

 

Jóhann hóf ungur að vinna en að lokinni skólagöngu starfaði hann í frystihúsinu Ísveri á Suðureyri og við beitingu þar til að hann hóf sjómennsku árið 1956. Tveimur árum síðar stundaði Jóhann nám við Stýrimannaskólann á Ísafirði og eftir útskrift var hann stýrimaður á Friðberti Guðmundsyni ÍS 403, í tíu ár. Hann hætti til sjós 1971 og vann eftir það sem útiverkstjóri hjá Fiskiðjunni Freyju.

 

Árið 1995 stofnaði Jóhann eigin fiskverkun sem hann starfrækti til dauðadags. Jóhann var formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda á árunum 1972-1978 og stjórnarmaður 1993-2003, auk þess sem hann gegndi öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið.

 

Jóhann var í sveitarstjórn Suðureyrarhrepps 1982-1986 fyrir Alþýðuflokkinn og átti sæti í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar fyrir Samfylkinguna og Í-listann. Jóhann var virkur í starfi Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ og sat síðustu ár í stjórninni sem fulltrúi eldri borgara.

 

Jóhann var félagi í Lionsklúbbi Súgandafjarðar frá upphafi og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið.

 

Jóhann var formaður Slysavarnafélagsins Bjargar á Suðureyri 1985-1997 og var sæmdur gullmerki Slysavarnafélags Íslands fyrir störf í þágu félagsins.Jóhann Bjarnason lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þann 21. ágúst 2013.

 

Útför Jóhanns fór fram frá Suðureyrarkirkju 31. ágúst 2013.


 


Fyrrverandi verkalýðsleiðtogar á Vestfjörðum í vinaspjalli framan við Bónus

á Ísafirði þann 17. maí 2013.

F.v.: Björn Ingi Bajrnason frá Flateyri, Jóhann Bjarnason, Suðureyri

og Hendrik Tausen frá Flateyri.


Skráð af Menningar-Bakki.