Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.04.2021 07:00

Blíða og bræla á Flateyrarhöfn.

 

 

 

 

     ---- Blíða og bræla á Flateyrarhöfn ----

 

 

          Þytur ÍS 45 sem Aðalsteinn Guðmundsson átti.

 

                                                                  Árið er 1981


 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Bakki.

 

13.04.2021 08:23

Merkir Íslendingar - Rúnar Júlíusson

 

 

Hjónin Rúnar Júlíusson (1945 - 2008). og María Baldursdóttir á góðri stund.

 

 

Merkir Íslendingar - Rúnar Júlíusson

 

 

Guðmundur Rúnar Júlíusson, hljómlistarmaður og útgefandi, fæddist í Keflavík 13. apríl 1945 og átti þar heima alla tíð.

Hann hefði ekki viljað að hér stæði að hann hefði átt heima í Reykjanesbæ. Hann var Keflvíkingur og mjög mótfallinn því að fæðingarbær hans væri endurskírður af skrifstofublókum inni í Reykjavík.
 

Rúnar var sonur Júlíusar Eggertssonar málarameistara og Guðrúnar Bergmann Stefánsdóttur.

Guðrún var systir Jóhanns Bergmann, föður Árna Bergmann rithöfundar. Hún var dóttir Stefáns Bergmann ljósmyndara, bróður Jónínu, ömmu Guðlaugs Bergmann í Karnabæ.
 

Eftirlifandi eiginkona Rúnars er María Baldursdóttir söngkona og eignuðust þau tvo syni en María er systir Þóris Baldurssonar tónlistarmanns.
 

Rúnar var í hópi þekktustu popptónlistarmanna landsins á síðari helmingi síðustu aldar og í fjölmennum hópi popptónlistarmanna sem komu frá Bítlabænum Keflavík um og eftir 1963.
 

Rúnar lék með Hljómum 1963-69 og síðar, Trúbroti 1969-73, Ðe lónlí blú bojs 1976, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni, GCD og Bubba og Rúnari. Hann vann fjölda hljómplatna með þessum hljómsveitum, gaf út fjölda sólóplatna og var flytjandi og söngvari á fjölda hljómplatna með öðrum tónlistarmönnum. Auk þess samdi hann mikinn fjölda laga og starfrækti hljóðverið og útgáfufyrirtækið Geimstein sem gaf út fjölda hljómplatna.
 

Rúnar æfði og lék knattspyrnu með ÍBK um árabil, lék með meistaraflokki liðsins og varð Íslandsmeistari með ÍBK 1959 og 1964.
 

Rúnar sat í stjórn SFH og SHF, í stjórn FTT, sat í fulltrúaráði STEF, var formaður skólanefndar Tónlistarskóla Keflavíkur og var geysilega fróður um rokksöguna, hvort sem það var rokksaga Keflavíkur, eða annarra staða í veröldinni.
 

 

Rúnar lést 5. desember 2008.Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

13.04.2021 08:08

13. apríl 1844 - Jón Sigurðsson kosinn á Alþingi

 


Jón Sigurðsson (1811 - 1879)

 

 

13. apríl 1844 - Jón Sigurðsson kosinn á Alþingi

 

 

Jón Sigurðsson var kosinn á þing í fyrsta sinn, á kjörfundi sem haldinn var í kirkjunni á Ísafirði þann 13. apríl 1844.


Hann hlaut 50 atkvæði af 52 sem er 96.2%.

 

Alþingi kom saman 1. júlí 1845 og var Jón yngstur þingmanna, 34 ára. Hann sat á þingi til 1879 og var oft þingforseti.


Varaþingmaður Jón Sigurðssonar í kosningunum 1844 var kosinn Magnús Einarsson á Hvilft í Önundarfirði. Hann var helsti stuðningsmaður Jóns vestra og í raun fyrsti önfirski kosningasmalinn sem sögur fara af og sýndi með kjöri Jóns mikilvægi kosningasmalanna. Jón  Sigurðsson hafði búið í Kaupmannahöfn í rúman áratug þegar hann bauð sig fram til Alþingis og hafði ekki tök á kosningavinnu á vettvangi í Vestur-Ísafjarðarsýslu. 

Önfirðingar hafa margir fetað í fótspor Magnúsar Einarssonar sem dugmiklir kosningasmalar allt til þessa dags.


Foreldrar Jón Sigirðssonar voru Þórdís Jónsdóttir, prestsdóttir frá Holti í Önundarfirði og séra Sigurður Jónsson á Hrafnseyri. Jón var fæddur 17. júní árið 1811 og var 200 ára afmælis hans minnst með ýmsum hætti á Hrafnseyri árið 2011.

 

 


Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

12.04.2021 17:48

Ari Björn Thorarensen

 

 

 

 

     ---- Ari Björn Thorarensen ----
 Skráð af Menningar-Bakki.

 

11.04.2021 07:36

-Kaffihús- eldri borgara á Stokkseyri

 

 

 

 

    -Kaffihús- eldri borgara á Stokkseyri

 

 

Hér eru myndir frá -Kaffihúsi- eldri borgara á Stokkseyri í -Menningarverstöðinni Hólmaröst- á Stokkseyri.

 

Kaffihúsið var við lýði árin 1999 – 2006 hvað opið var frá kl. 07:30 – 11:30 á hverjum virkum degi allar vikur ársins og veitingar í boði húsráðenda.

 

Málverk á veggjum eru eftir Elfar G. Þórðarson

 

 

,

,

Skráð af Menningar-Bakki.

 

09.04.2021 17:24

9. apríl 2021 - Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins er 72 ára

 

 

 

 

 

- 9. apríl 2021 -

 

 

- - Guðni Ágústsson - -

 

heiðursforseti Hrútavinafélagsins er 72 ára

 

 

Æviágrip

 

Fæddur á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi 9. apríl 1949.

Foreldrar: Ágúst Þorvaldsson (fæddur 1. ágúst 1907, dáinn 12. nóvember 1986) alþingismaður og bóndi, móðurbróðir Guðjóns Guðmundssonar alþingismanns, og kona hans Ingveldur Ástgeirsdóttir (fædd 15. mars 1920, dáin 6. ágúst 1989) húsmóðir.

Maki (2. júní 1973): Margrét Hauksdóttir (fædd 3. apríl 1955) leiðbeinandi. Foreldrar: Haukur Gíslason og kona hans Sigurbjörg Geirsdóttir. Dætur: Brynja (1973), Agnes (1976), Sigurbjörg (1984).

 

Búfræðipróf Hvanneyri 1968.

 

Mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna 1976–1987. Skipaður 28. maí 1999 landbúnaðarráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 landbúnaðarráðherra, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí.

 

Formaður Umf. Baldurs í Hraungerðishreppi 1969–1974.

 

Formaður Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu 1972–1975. Formaður kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðurlandi 1979–1986.

 

Formaður Sambands ungra framsóknarmanna 1980–1982. Í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1982–1986.

 

Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands 1990–1998, formaður 1990–1993. Í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins 1990–1997, formaður 1990–1993.

Formaður stjórnar Lánasjóðs landbúnaðarins 1998–1999. Í fulltrúaráði Sólheima í Grímsnesi 1990–1994. Í Þingvallanefnd 1995–2008.

 

Varaformaður Framsóknarflokksins 2001–2007, formaður hans 2007–2008.

 

Alþingismaður Suðurlands 1987–2003, alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2008 (Framsóknarflokkur).

 

Varaþingmaður Suðurlands nóvember 1986.

 

Landbúnaðarráðherra 1999–2007.

 

2. varaforseti sameinaðs þings 1989–1990. 3. varaforseti Alþingis 1995–1999.

 

Samgöngunefnd 1991–1995 og 2007–2008, landbúnaðarnefnd 1991–1999 (formaður 1995–1999), heilbrigðis- og trygginganefnd 1995–1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995–1996, iðnaðarnefnd 2007–2008.

 

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007–2008.Heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi frá stofnun þess árið 1999.

 

 

.

.

 
 
 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

09.04.2021 15:28

Vinir alþýðunnar - Kleinudagur

 

 

 

 

--Vinir alþýðunnar - Kleinudagur--


 

         9. apríl 2019

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki

 

 

06.04.2021 21:14

--- Úr myndasafninu ---

 

 

 

 

 

--- Úr myndasafninu ---


 

 

   Flateyri við Önundarfjörð og árið er 1983
 
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

03.04.2021 08:08

Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar - 90 ára

 

 

 

Haukur Guðlaugsson,

 

fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

 

– 90 ára-

 

 

Hauk­ur Guðlaugs­son fædd­ist á Eyr­ar­bakka 5. apríl 1931 og verður því níræður á ann­an í pásk­um. „Ég fædd­ist að morgni páska­dags meðan móðir mín var að hlusta á út­varps­mess­una. Það var því strax byrjað að messa yfir mér,“ seg­ir Hauk­ur.

 

Hann hóf pí­anónám 13 ára og lauk burt­farar­prófi frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1951 und­ir hand­leiðslu Árna Kristjáns­son­ar. Hann stundaði org­el­nám við Sta­atliche Hochschule für Musik í Ham­borg 1955-1960 og var aðal­kenn­ari hans þar pró­fess­or Mart­in Günt­her För­stemann. „Ég sá 20 óper­ur á þess­um tíma og skoðaði helstu lista­söfn­in. Ég lærði mikið á því líka.“ Fram­halds­nám í org­ell­eik stundaði hann við Acca­dem­ia di Santa Cecilia í Róm hjá Maestro Fern­ando Ger­mani 1966, 1968 og 1972.

 

Hauk­ur var tón­list­ar­kenn­ari og kór­stjóri Karla­kórs­ins Vís­is á Sigluf­irði 1951-1955 og skóla­stjóri Tón­list­ar­skól­ans á Akra­nesi 1960-1974. Þá var hann einnig org­an­isti og kór­stjóri Akra­nes­kirkju 1960-1982 og kór­stjóri Karla­kórs­ins Svana. Hann var söng­mála­stjóri ís­lensku þjóðkirkj­unn­ar og skóla­stjóri Tón­skóla þjóðkirkj­unn­ar 1974-2001. Þá stóð hann ár­lega fyr­ir org­an­ista- og kór­a­nám­skeiðum á hinu forna bisk­ups­setri í Skál­holti í 27 ár.

 

Á starfs­ferli sín­um stóð Hauk­ur m.a. fyr­ir út­gáfu um 70 nótna- og fræðslu­bóka fyr­ir kóra og org­an­ista. Hann hef­ur haldið org­el­tón­leika víða á Íslandi, í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um og leikið ein­leik á org­el með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands. Einnig hafa kór­ar und­ir hans stjórn haldið tón­leika á Íslandi og víða í Evr­ópu og í Ísra­el. Þá hef­ur hann leikið á pí­anó í sam­leik á tón­leik­um, bæði með sellói, fiðlu og ýms­um blást­urs­hljóðfær­um og einnig með söngvur­um, á Íslandi og í Evr­ópu.

 

Hauk­ur og Gunn­ar Kvar­an selló­leik­ari hafa spilað mikið sam­an, m.a. á eft­ir­minni­leg­um minn­ing­ar­tón­leik­um á 125 ára fæðing­araf­mæli Pab­los Ca­sals árið 2001, í fæðing­ar­bæ hans Vendrell í Katalón­íu. Grím­hild­ur Braga­dótt­ir, eig­in­kona Hauks, hef­ur ein­mitt þýtt ævi­sögu Ca­sals á ís­lensku. Hauk­ur hef­ur gert upp­tök­ur fyr­ir út­varp, sjón­varp og á hljóm­plöt­ur og geisladiska. Hann gaf út tvo tvö­falda geisladiska (2011 og 2020) þar sem hann leik­ur á mörg org­el á Íslandi og í Ham­borg. Hann hef­ur samið og gefið út Kennslu­bók í org­an­leik í þrem­ur bind­um.

 

Hauk­ur hef­ur hlotið ýms­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf sín. Hann er heiðurs­fé­lagi bæði í Fé­lagi ís­lenskra org­an­leik­ara og í Fé­lagi ís­lenskra tón­list­ar­manna. Árið 1983 sæmdi Vig­dís Finn­boga­dótt­ir for­seti Íslands hann ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu og árið 2008 hlaut hann Lilj­una, sér­stök tón­list­ar­verðlaun ís­lensku þjóðkirkj­unn­ar.

 

Hauk­ur hef­ur alla tíð farið flestra sinna ferða á reiðhjóli, löngu áður en það komst í tísku. Á meðan aðrir keyrðu um borð í Akra­borg­ina, þá hjólaði Hauk­ur um borð. „Nú hjóla ég ekki leng­ur, því miður. En ég spila dag­lega á pí­anóið og er að fara að spila með Gunn­ari Kvar­an sumt af því sem við höf­um spilað í gegn­um árin. Við hjón­in hugs­um um okk­ur sjálf hér á Lauf­ás­vegi en fáum líka hjálp. Mér finnst ann­ars líf mitt hafa verið háð til­vilj­un­um en það hef­ur ræst svo vel úr öllu. Mér er gef­in mik­il lífs­gleði, þótt ým­is­legt hafi bjátað á eins og hjá öll­um í líf­inu.“

 

Fjöl­skylda

 

Eig­in­kona Hauks er Grím­hild­ur Braga­dótt­ir, f. 10.10. 1937, bóka­safns­fræðing­ur og kenn­ari. Þau bjuggu á Akra­nesi frá 1960-1995, en hafa síðan búið á Lauf­ás­vegi 47 í Reykja­vík. For­eldr­ar Grím­hild­ar voru hjón­in Bragi Matth­ías Stein­gríms­son, f. 3.8. 1907, d. 11.11. 1971, dýra­lækn­ir, og Sig­ur­björg Lár­us­dótt­ir, f. 12.1. 1909, d. 20.5. 1999, hús­móðir, skrif­stofumaður og lista­kona. Þau voru lengst bú­sett á Eg­ils­stöðum. Fyrri eig­in­kona Hauks er Svala Guðmunds Ein­ars­dótt­ir, f. 23.1. 1932.

 

Dótt­ir Hauks og Svölu er:

1) Svan­hild­ur Ingi­björg, f. 26.12. 1954, matráður, gift Guðmundi Sig­ur­jóns­syni, f. 27.9. 1946, verk­stjóra. Þau eru bú­sett á Sel­fossi.

Börn:

a) Heiðrún Hödd, f. 1972 (barn­s­móðir: Lín­ey Trausta­dótt­ir) í sam­búð með Pól Eg­holm. Barn: Nína Björk, f. 2011;

b) Sig­ur­jón Vídalín, f. 1974, kvænt­ur Helenu Sif Zoph­on­ías­dótt­ur. Börn: Telma Sif (barn­s­móðir: Marí­anna Rún­ars­dótt­ir), f. 1999, sam­býl­ismaður er Alex Orri Run­ólfs­son, f. 1997. Þeirra barn er Trist­an Sölvi, f. 2018; Henrika Sif, f. 2011, og Friðrika Sif, f. 2014;

c) Kar­en f. 1977, gift Ívari Grét­ars­syni, f. 1984. Börn: Guðmund­ur Bjarni, f. 2003 (barns­faðir: Brynj­ólf­ur Bjarna­son), og Rakel Ingi­björg, f. 2011;

d) Hauk­ur, f. 1981, kvænt­ur Sig­ríði El­ínu Sveins­dótt­ur, f. 1983. Börn: Sveinn Ísak, f. 2010, Óli­ver Aron, f. 2015, og Hild­ur Svava, f. 2017;

e) Guðlaug Ingi­björg, f. 1993, í sam­búð með Helga Má Guðmunds­syni, f. 1991.

Syn­ir Hauks og Grím­hild­ar eru:

2) Bragi Leif­ur, f. 24.2. 1959, tölv­un­ar­fræðing­ur, bú­sett­ur í Reykja­vík;

3) Guðlaug­ur Ingi, f. 12.7. 1965, for­rit­ari, kvænt­ur Sup­hap­hon Tangwairam, f. 27.10. 1979, her­berg­isþernu. Þau eru bú­sett á Sel­fossi. Börn: a) Eva, f. 1986 (barn­s­móðir: Katrín Guðlaugs­dótt­ir). Sam­býl­ismaður Evu er Pét­ur Óskar Pét­urs­son, f. 1986. Börn: Óli­ver Már, f. 2014 (barns­faðir: Torfi Már Jóns­son), og Katrín Ósk, f. 2020. b) Nína, f. 2001 (kjör­barn af fyrra sam­bandi eig­in­konu). c) Daní­el Ingi, f. 2008.

 

Systkini Hauks:

Guðrún, f. 15.8. 1924 (sam­feðra), skrif­stofumaður, bú­sett í Reykja­vík; Ing­veld­ur f. 31.1. 1928, d. 5.4. 2017, banka­starfsmaður, bú­sett í Reykja­vík; Jón­as, f. 22.7. 1929, d. 29.11. 2019 at­vinnu­rek­andi, bú­sett­ur í Reykja­vík; Páll, f. 28.8. 1939, at­vinnu­rek­andi í Svíþjóð; Stein­unn f. 9.5. 1942, versl­un­ar­maður, bú­sett í Reykja­vík; Guðleif, f. 26.6. 1945, versl­un­ar­maður, lengst af bú­sett í Reykja­vík.

 

For­eldr­ar Hauks voru hjón­in Guðlaug­ur Ingvar Páls­son f. 20.2. 1896, d. 16.12. 1993, kaupmaður á Eyr­ar­bakka og Ingi­björg Jón­as­dótt­ir f. 22.3. 1905, d. 4.11. 1984 hús­freyja og lista­kona á Eyr­ar­bakka.

 

 

 


Morgunblaðið 3. apríl 2021.


 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

02.04.2021 18:46

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins í Skálholti

 

.
.
 

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins í Skálholti

 

 

Guðsþjónusta var í dag, á föstudeginum langa 2. apríl 2021 klukkan 16:00.

 

Bein útsending var frá Skálholtsdómkirkju.

 

Vegna samkomutakmarkanna var þessi stund aðeins á netinu.

 

Skálholtskórinn söng tónlist tengda föstu og bænadögum.

 

Jón Bjarnason dómorganisti stjórnaði og leikur á orgel.

 

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup las úr píslasögunni, þjónaði fyrir altari, leiddi bæn og blessaði.

 

------------------------------------------------------------------------------------------Félagi Kirkjuráðs Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi var við minnigarstein Önfirðingsins frá Holti, Brynjólfs Sveinssonar biskups og fjölskyldu, þegar; biskup, kórstóri og Skálholtskórinn gengu til Skálholtsdómkirkju sem tengdafaðir Önundarfjarðar, Hörður Bjarnason, teiknaði. Bein útsending var frá Skálholtsdómkirkju og hér má sjá upptöku:

https://www.youtube.com/watch?fbclid=IwAR2l97hf6J-HPu4XQ9yDs88W8GAE1p6Vj7Bt5B8QRCDpTkMhy_uTedCgCS0&v=2wfOWsNEcOU&feature=youtu.be

Bendum sérstaklega á 11:00 mín -16:00 mín.


Þar er sálmurinn fallegi  =Ég kveiki á kertum mínum=


Ljóð; Eyfirðingsins -Davíðs Stefánssonar-


Lag; Arnfirðingsins frá Hrafnseyri -Guðrúnar Böðvarsdóttur-

 

 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.