![]() |
Erling Edwald (1921 - 2011). |
Erling Edwald fæddist 16. janúar 1921 á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jón Samúelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður, og Sigrún Edwald (f. Aspelund).
Erling varð stúdent frá MA 1940 og lauk lyfjafræðinámi, cand.pharm., í Kaupmannahöfn 1947.
Að loknu prófi starfaði Erling sem lyfjafræðingur í Lyfjaverslun ríkisins 1947-1967, en varð Lyfsölustjóri ríkisins 1967 og gegndi því starfi til 1986. Hann var fyrsti lyfjafræðingur lyfjabúrs Landspítalans í hlutastarfi, 1954-58.
Erling var prófdómari í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands 1957-1970. Hann sat í lyfjaverðlagsnefnd 1968-1983, og eiturefnanefnd 1969-1987. Hann gegndi stjórnarstörfum í Lyfjafræðingafélagi Íslands 1944-1945 og Lyfjafræðisafni frá 1991 til dauðadags.
Erling var sæmdur gullmerki Lyfjafræðingafélags Íslands 1992. Eftir starfslok tók Erling próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík, með 30 rúmlesta réttindi, 1987.
Erling kvæntist 31. desember 1958 Jóhönnu Hjálmfríði Jónsdóttur Edwald f. 1935. Foreldrar hennar voru Helga Sigurðardóttir og Jón St. Guðjónsson, þá loftskeytamaður á Hesteyri.
Börn þeirra eru;
1) Tryggvi, f. 1959,
2) Sigrún, f. 1962,
3) Ari, f. 1964,
4) Þórdís, f. 1966
Erling lést 13. maí 2011.
Morgunblaðið.
Skráð af Menningar-Bakki
![]() |
Hjálmar Finnsson (1915 - 2004). |
Merkir Íslendingar - Hjálmar Finnsson
Hjálmar fæddist á Hvilft í Önundarfirði 15. janúar 1915.
Foreldrar hans voru Finnur Finnsson, bóndi á Hvilft, og Guðlaug J. Sveinsdóttir.
Finnur var sonur Finns, bónda þar Magnússonar, b. þar Einarssonar (og helsta stuðningsmanns Jóns Sigurðssonar við kosningarnar til hins endurreista Alþingis 1845), bróður Ásgeirs, alþm. á Þingeyrum, og Torfa, alþm. á Kleifum, en systir Magnúsar var Ragnheiður, amma Torfa tollstjóra og Snorra skálds Hjartarsona.
Guðlaug Jakobína var dóttir Sveins Rósinkranzsonar, skipstjóra á Hvilft, bróður Rósinkranz, föður Guðlaugs þjóðleikhússstjóra, en systir Sveins var Kristín, amma Kristjáns Ragnarssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra LÍÚ.
Meðal systkina Hjálmars voru Ragnheiður skólastjóri; Sveinn, framkvæmdastjóri Fiskimálasjóðs; og Gunnlaugur, alþm. á Hvilft.
Eiginkona Hjálmars var Doris Finnsson, f. Walker, sem lést 1992, hjúkrunarfræðingur, og eignuðust þau þrjú börn.
Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MA 1938, viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1941 og stundaði framhaldsnám í fyrirtækjastjórnun við University of Southern California 1941-42.
Hjálmar stofnaði viðskiptafyrirtæki í New York 1942, var umboðsmaður íslenskra verslunar- og iðnfyrirtækja við innkaup í Bandaríkjunum 1942-48, var framkvæmdastjóri fyrirtækis í New York 1945-48 og umboðsmaður Loftleiða hf. í Bandaríkjunum, m.a. við öflun varanlegs lendingarleyfis 1947-48.
Hjálmar var framkvæmdastjóri Loftleiða hf. í Reykjavík 1949-52. Þá kom mjög til álita að sameina Loftleiðir og Flugfélag Íslands og að Hjálmar yrði forstjóri hins nýja flugfélags. Hann var forstjóri Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi 1952-85, sat í Flugráði, í samninganefnd um flugleyfi til Evrópulanda og var m.a. formaður Félags viðskiptafræðinga.
Hjálmar var fróður maður, hressilegur í viðmóti og skemmtilegur viðmælandi. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.
Hjálmar lést 10. júlí 2004.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Guðmundur Ingi Kristjánsson (1907 - 2002).
|
Guðmundur Ingi fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði 15. janúar 1907.
Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli, og k.h., Bessabe Halldórsdóttir.
Systir Kristjáns var Guðrún, amma Gests Ólafssonar skipulagsfræðings og langamma Þórunnar Valdimarsdóttur, rithöfundar og sagnfræðings. Kristján var sonur Guðmundar Pálssonar, bónda á Kirkjubóli, bróður Hákonar, langafa Sigurjóns Péturssonar heitins, sem var forseti borgarstjórnar.
Systir Bessabe var Friðrikka, amma Einars Odds Kristjánssonar alþm. f. 1942 - d. 2007.
Systkini Guðmundar Inga voru Ólafur, skólastjóri í Hafnarfirði, faðir Kristjáns Bersa skólameistara og afi Ólafs Harðarsonar stjórnmálafræðings, Jóhanna á Kirkjubóli, og Halldór, rithöfundur og alþm.
Eiginkona Guðmundar Inga var Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði og stjúpsonur hans Sigurleifur Ágústsson. Þuríður var fædd þann 6. júlí 1925 og hún lést þann 30. október 2016.
Guðmundur Ingi ólst upp á Kirkjubóli, var þar heimilisfastur alla tíð og bóndi þar frá 1944. Hann stundaði nám við eldri deild Alþýðuskólans á Laugum og eldri deild Samvinnuskólans í Reykjavík. Guðmundur Ingi var kennari í Mosvallahreppi af og til um langt árabil og auk þess skólastjóri heimavistarskólans í Holti 1955-74.
Guðmundur Ingi sat í stjórn ungmennafélagsins Bifröst, Héraðssambands ungmennafélaga Vestfjarða, stjórn Kaupfélags Önfirðinga, Búnaðarfélags Mosvallahrepps, var formaður Búnaðarsambands Vestfjarða, oddviti Mosvallahrepps um langt árabil og sýslunefndarmaður, sat í skólanefnd hreppsins og Héraðsskólans á Núpi og var þrisvar í framboði til Alþingis fyrir Framsóknarflokkinn.
Ljóðabækur Guðmundar Inga eru:
Sólstafir 1938,
Sólbráð 1945,
Sóldögg 1958,
Sólborgir 1963
og Sólfar 1981.
Síðan heildarljóðasafn Sóldagar 1993 og 2007 með viðauka.
Hann var sæmdur riddarakrossi 1984 og var heiðursborgari Mosvallahrepps og Ísafjarðarbæjar.
Guðmundur Ingi lést 30. ágúst 2002.
Skráð af Menningar-Bakki
![]() |
---Úr myndasafninu---
Bryggju-Sviðið
á Stokkseyrarbryggju
Skráð af Menningar-Bakki
![]() |
Hannibal Valdimarsson (1903 - 1991).
|
Hannibal fæddist í Fremri-Arnardal í Skutulsfirði 13. janúar 1903.
Foreldrar hans voru Valdimar Jónsson, bóndi þar, og k.h. Elín Hannibalsdóttir.
Bróðir Hannibals var Finnbogi Rútur, alþm. og bankastjóri.
Eiginkona Hannibals var Sólveig Ólafsdóttir og urðu synir þeirra landsþekktir, þeir Arnór heimspekiprófessor, Ólafur, rithöfundur og fyrrv. vþm., og Jón Baldvin, fyrrv. alþm. ráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendiherra.
Hannibal lauk prófi frá kennaraskólanum í Jonstrup 1927. Hann var skólastjóri í Súðavík 1929-31, stundaði skrifstofustörf hjá Samvinnufélagi Ísfirðinga, kenndi 1931-38 og var skólastjóri Gagnfræðaskólans á Ísafirði 1938-54. Hann hóf afskipti af verkalýðsbaráttu um 1930, var formaður Verkalýðsfélags Álftfirðinga í tvö ár og Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði 1932-39, forseti Alþýðusambands Vestfjarða 1934-54 og forseti ASÍ 1954-71, bæjarfulltrúi á Ísafirði 1933-49, alþm. 1946-73 og ráðherra í tveimur vinstristjórnum, Hermanns Jónassonar 1956-58 og Ólafs Jóhannessonar 1971-73.
Hannibal fór á þing fyrir Alþýðuflokkinn 1946, var formaður flokksins 1952-54, klauf flokkinn 1956 og gekk til kosningasamstarfs við Sósíalista sem forsvarsmaður Málfundafélags jafnaðarmanna undir nafni Alþýðubandalags og var formaður þess 1956-68, skildi þá við Alþýðubandalagið og stofnaði Samtök frjálslyndra og vinstrimanna 1969 og var formaður þeirra er þau unnu stórsigur í þingkosningum 1971 og felldu Viðreisnarstjórnina. Samtök Hannibals tóku þá þátt í nýrri vinstristjórn sem Hannibal rakst illa í enda bendir ýmislegt til að hann hefði fremur kosið að framlengja Viðreisnarstjórn með Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki en að mynda nýja vinstristjórn. Hann lauk síðan stjórnmálaferlinum í gamla góða Alþýðuflokknum sem hann hafði ungur gefið hjarta sitt.
Hannibal lést 1. september 1991.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Sigvaldi Kaldalóns (1881 - 1946). |
Sigvaldi Kaldalóns fæddist í Vaktarabænum í Grjótaþorpinu 13. janúar 1881,
sonur Stefáns Egilssonar múrara og k.h., Sesselju Sigvaldadóttur, ljósmóður Reykjavíkur um árabil.
Stefán var hálfbróðir Jóns í Litlabæ, föður Guðmundar Kamban rithöfundar og Gísla Jónssonar alþingismanns. Í móðurætt var Sigvaldi þremenningur við séra Bjarna Þorsteinsson á Siglufirði. Bróðir Sigvalda var Eggert söngvari.
Sigvaldi lauk stúdentsprófum frá Lærða skólanum 1902, embættisprófi í læknisfræði frá Læknaskólanum í Reykjavík 1908 og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Þar kynntist hann danskri og evrópskri tónlist og einnig eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen hjúkrunarkonu.
Sigvaldi varð héraðslæknir í Nauteyrarhéraði 1910, sem náði yfir innri hluta Ísafjarðardjúps. Hann bjó í Ármúla, örskammt sunnan við hið ægifagra Kaldalón þar sem skriðjökull úr Drangajökli skríður niður í lónið. Svo hugfanginn varð hann af þessu svæði að hann tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns.
Sigvaldi veiktist alvarlega af taugaveiki 1917 og náði sér aldrei að fullu. Hann dvaldist á Vífilsstöðum og á heilsuhæli í Kaupmannahöfn, var síðan héraðslæknir í Flateyjarhéraði 1926-29 og í Keflavíkurhéraði með aðsetur í Grindavík 1929-41. Hann var læknir í Grindavík til 1945 en flutti þá til Reykjavíkur.
Sigvaldi var sannkallað söngvatónskáld og er eitt vinsælasta tónskáld þjóðarinnar, fyrr og síðar.
Hann lærði nótur og fékk aðra tónlistartilsögn hjá dómorganistunum Jónasi Helgasyni og Brynjólfi Þorlákssyni og varð fyrir áhrifum af vini sínum Sigfúsi Einarssyni tónskáldi frá Eyrarbakka.
Meðal þekktustu laga Sigvalda eru t.d. Ísland ögrum skorið; Á Sprengisandi; Suðurnesjamenn; Svanasöngur á heiði; Erla, góða Erla; Ave María; Draumur hjarðsveinsins og Ég lít í anda liðna tíð.
Sigvaldi lést 28. júlí 1946.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
---Úr myndasafninu---
Félagsgleði hjá Hrútavinafélaginu Örvari
í Íþróttahúsinu á Stokkseyri
og árið er 2011
![]() |
Skráð af Menningar-Bakki
|
||
---Úr myndasafninu---
Bítlafundur var hjá Vitringunum í Vesturbúðinni á Eyrarbakka
þann 10. janúar 2013.
Rúnar Eiríksson sagði m.a. frá ferð til Liverpool á Bítlaslóðir.
Fundargerðin er þessi:
Bítlakarl á Búðar-fund
blessar gamla tíma.
Liverpool um ljúfa stund
lífs míns besta víma.
![]() |
||||
. .
|
![]() |
---Úr myndasafninu---
F.v.: Haukur Jónsson, Guðni Ágústsson
og Siggeir Ingólfsson.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Hjörtur Hjartar (1917 - 1993) |
Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjartar
Hjörtur Hjartar fæddist 9. janúar 1917 á Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar hans voru Ólafur R. Hjartar járnsmiður þar, f. 1892, d. 1974, og k.h. Sigríður Egilsdóttir, f. 1893, d. 1980.
Hjörtur brautskráðist frá Samvinnuskólanum árið 1937 en áður hafði hann stundað verslunarstörf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á árunum 1931 til 1936. Hann varð kaupfélagsstjóri Kaupfélags Önfirðinga á Flateyri á árunum 1937 til 1945 og kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Siglfírðinga á árunum 1945 til 1952, er hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Skipadeildar Sambands íslenska samvinnufélaga. Því starfi gegndi hann til ársloka 1976.
Hjörtur átti sæti í stjórn Samvinnusparisjóðsins og síðar í bankaráði Samvinnubankans frá stofnun árið 1963. Hann sat í stjórn Áburðarverksmiðjunnar hf. og síðar í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins frá árinu 1964. Einnig var hann í stjórn Olíufélagsins hf. frá 1967 og var stjórnarformaður í mörg ár. Hann átti sæti í stjórn Vinnumálasambands Samvinnufélaga og samninganefndum fyrir það um margra ára skeið. Hann sat auk þess í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á vegum samvinnuhreyfmgarinnar.
Hjörtur var í stjórn Framsóknarfélaga í V.-Ísafjarðarsýslu, á Siglufirði og í Reykjavík í allmörg ár. Hann sat auk þess í ýmsum nefndum og ráðum, svo sem í hafnarnefnd á Siglufirði og sat eitt kjörtímabil í stjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
Greinasafn Hjartar, Á líðandi stund – nokkur rök samvinnumanna, kom út 1984.
Eiginkona Hjartar var Guðrún Jónsdóttir Hjartar kennari, f. 23.11. 1915, d. 14.12. 2009. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi og alþingismaður í Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu, og k.h. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir. Börn Hjartar og Guðrúnar eru Jóna Björg, Sigríður Kristín, Elín og Egill.
Hjörtur lést 14. janúar 1993.
Skráð af Menningar-Bakki.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is