Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.02.2021 08:36

Merkir Íslendingar - Torfi Halldórsson

 

 

Torfi Halldórsson (1823 - 1906).

 

 

Merkir Íslendingar - Torfi Halldórsson

 

 

Torfi Halldórsson sem oft er nefndur faðir Flateyrar fæddist á Arnarnesi við Dýrafjörð þann 14. febrúar 1823 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Halldór Torfason, bóndi á Arnarnesi, og k.h., Svanfríður Jónsdóttir húsfreyja. Torfi, afi Torfa var sonur Mála-Snæbjarnar.
 

Eiginkona Torfa var María Júlíana Össurardóttir úr Súgandafirði. Meðal barna þeirra voru Guðrún, húsfreyja í Hólmum, móðir Maríu Jóhannsdóttur, móður Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns. Sonur Torfa og Maríu var Ásgeir, faðir Haraldar sem var forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, Ragnars læknis og Önundar, fyrrv. forstjóra OLÍS, föður Ragnars, viðskiptafræðings og fyrrv. bankastjóra.
 

Torfi fór ungur til sjós og var orðinn skipstjóri á þilskipinu Boga og meðeigandi Magnúsar Einarssonar á Hvilft fyrir þrítugt. Hann sigldi til Danmerkur árið 1851 og nam skipstjórnarfræði í Flensborg. Vorið eftir sigldi hann heim á eigin skútu, Lovísu, og settist að á Ísafirði.
 

Ört vaxandi þilskipaútgerð upp úr miðri 19. öldinni, gat nú sótt mun dýpra en íslenskir sjómenn höfðu gert á opnum bátum um aldaraðir. Menntaðir skipstjórnarmenn urðu því bráðnauðsynlegir við þessar nýju aðstæður.

Að undirlagi annars ungs skipstjóra og athafnamanns, Ásgeirs Ásgeirssonar, og ýmissa þilskipaeigenda, var Torfi fenginn til að veita forstöðu sjómannaskóla haustið 1852. Skólinn var starfræktur á Ísafirði 1852-57 var fyrsti sjómannaskólinn á landinu og fyrsti starfsskóli landsins.
 

Torfi flutti til Flateyrar 1857, festi kaup á Flateyrareignum ári síðar, stundaði síðan útgerð, landbúskap og verslun á Flateyri um langt árabil, lengst af í samstarfi við Hjálmar Jónsson kaupmann. Eftir að Torfi flutti til Flateyrar tók hann til sín unga pilta á veturna og kenndi þeim skipstjórnarfræði.
 

Torfi Halldórsson lést 23. september 1906.

 

 
Skráð af Menningar-Bakki.

13.02.2021 09:07

-- Úr myndasafninu--

 

 

 

 

 

-- Úr myndasafninu--

 

 

              Ólafur Auðunsson 60 ára


F.v.: Ólafur Auðunsson, Einar Helgason, Þorvaldur Ágústsson,

Gylfi Pétursson og Birkir Pétursson.

 

 Skráð af Menningar-Bakki.

12.02.2021 06:52

Merkir Íslendingar - Jón Trausti

 

 

 Jón Trausti
Guðmundur Magnússon (1873 - 1918).

 

 

Merkir Íslendingar - Jón Trausti

 

 

Guðmund­ur Magnús­son, þekkt­ast­ur und­ir höf­und­ar­nafn­inu Jón Trausti, fædd­ist 12. fe­brú­ar 1873 á Rifi á Mel­rakka­sléttu.

 

For­eldr­ar hans voru í hús­mennsku þegar hann fædd­ist en þau voru Magnús Magnús­son, f. 1837, d. 1877, frá Daðastöðum í Núpa­sveit, og Guðbjörg Guðmunds­dótt­ir, f. 1834, d. 1913, frá Sig­urðar­stöðum á Sléttu. Þau fluttu vorið 1873 að heiðarbýl­inu Hraun­tanga í Öxar­fjarðar­heiði.

 

Þegar faðir Jóns Trausta lést var Jóni komið fyr­ir á bæn­um Skinnalóni þar sem hann dvald­ist í fimm ár. Móðir hans gift­ist aft­ur og hóf bú­skap á jörðinni Núpskötlu við Rauðanúp. Þangað fór Jón Trausti 10 ára gam­all og var þar fram yfir ferm­ingu.

 

Eft­ir það var hann fyrst í vinnu­mennsku en hóf svo prent­nám hjá Skafta Jós­efs­syni, rit­stjóra blaðsins Austra á Seyðis­firði. Sum­arið 1895 fór hann til Reykja­vík­ur og var við prentstörf í Ísa­fold­ar­prent­smiðju. Jón Trausti fór svo til Kaup­manna­hafn­ar haustið 1896 og var þar í tvö ár í prent­námi.

 

Árið 1899 kom út fyrsta kvæðasafn hans, Heima og er­lend­is, með ljóðum sem flest voru ort á Kaup­manna­hafn­ar­ár­um hans og árið 1903 kom út önn­ur ljóðabók hans, Íslands­vís­ur, sem prýdd er mynd­um eft­ir hann sjálf­an og Þór­ar­in B. Þor­láks­son list­mál­ara. Í þeirri bók eru ljóðin Íslands­vís­ur sem hefjast á ljóðlín­unni  -Ég vil elska mitt land- og -Draumalandið- (lagið Draumalandið eftir Eyrbekkinginn Sigfús Einarsson) en þau ljóð hafa orðið vin­sæl söng­lög.

 

Hann sneri sér síðan að skáld­sagna­gerð og eru þekkt­ustu skáld­sög­ur hans Heiðarbýlið, Anna frá Stóru­borg og Halla, en auk þeirra skrifaði hann fjöl­marg­ar smá­sög­ur og styttri skáld­sög­ur. Með þessu vann Jón Trausti fulla vinnu sem prent­ari. Sum verka hans voru þýdd á er­lend tungu­mál.

 

Eig­in­kona Jóns Trausta var Guðrún Sig­urðardótt­ir, 6.4. 1868, d. 9.10. 1941, hús­freyja. Þau bjuggu á Grund­ar­stíg 15 sem þau byggðu. Þau voru barn­laus.

 

Jón Trausti lést úr spænsku veik­inni 18. nóv­em­ber 1918.


 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

08.02.2021 19:46

-- Úr myndasafninu--

 

 

 

 

  -- Úr myndasafninu--

 

 

                           =Vinir alþýðunnar=

 

                  í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

 

                          þann 20. mars 2013

 

 

.

.

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

07.02.2021 08:46

Merkir Íslendingar - Gylfi Þ. Gíslason

 


Gylfi Þ. Gíslason (1917 - 2004)
 

 

 

Merkir Íslendingar - Gylfi Þ. Gíslason

 

 

Gylfi Þ. Gíslason, fæddist í Reykjavík þann 7. febrúar 1917.  Gylfi var sonur hjónanna Þorsteins Gíslasonar skálds og ritstjóra og Þórunnar Pálsdóttur konu hans. Systkini Gylfa voru Vilhjálmur útvarpsstjóri, Ingi kennari, Nanna verslunarmaður, Baldur verslunarmaður og Freyr verslunarmaður, og var Gylfi þeirra yngstur.

 

Eiginkona Gylfa var Guðrún Vilmundardóttir fædd 7. desember 1918, dáin 15. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru Vilmundur Jónsson (1889 - 1972)  læknir á Ísafirði og alþingismaður og kona hans Kristín Ólafsdóttir (1889 - 1971) , læknir. Gylfi og Guðrún gengu í hjónaband 1939 og bjuggu í Garðastræti 13a í Reykjavík til 1948 og fluttu þá á Aragötu 11. Þau eignuðust þrjá syni, Þorstein, Vilmund og Þorvald. 

 

Gylfi ólst upp í foreldrahúsum í Þingholtsstræti 17 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936, kandidatsprófi í rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Frankfurt 1939 og doktorsprófi í þjóðhagfræði frá sama skóla 1954. Hann stundaði einnig háskólanám í Vín 1937-38, Danmörku, Sviss og Bretlandi 1946, Bandaríkjunum 1952 og loks í Þýskalandi 1954.

 

Gylfi var hagfræðingur í Landsbanka Íslands 1939-40, hafði verið sumarstarfsmaður þar á námsárunum, og hann var einnig stundakennari í Viðskiptaháskóla Íslands þennan sama vetur og dósent þar 1940-41. Hann var stundakennari í Menntaskólanum í Reykjavík 1939-56 að einu ári undanskildu. Hann var dósent í Háskóla Íslands 1941-46 og prófessor í sama skóla 1946-56 og 1972-87.

 

Gylfi var þingmaður Alþýðuflokksins 1946-78, menntamálaráðherra 1956-71, iðnaðarráðherra 1956-58 og viðskiptaráðherra 1958-71. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn og var formaður hans 1968-74. Hann var forseti sameinaðs Alþingis 1974.

 

Gylfi var formaður Hagfræðingafélags Íslands 1951-59 og sat í Þjóðleikhúsráði 1954-87. Hann sat einnig í stjórn Tjarnarbíós, síðar Háskólabíós, 1949-70 og í stjórn Almenna bókafélagsins 1961-92. Þá var hann fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1956-65 og Alþjóðabankans 1965-71. Hann var formaður Rannsóknarráðs ríkisins 1965-71 og sat í Norðurlandaráði 1971-78 og var formaður menningarmálanefndar ráðsins þau ár. Hann var einnig formaður Norræna félagsins 1984-91 og sat í stjórn Norræna hússins 1984-93.

 

Gylfi skrifaði mikið um hagfræðileg efni og stjórnmál, og eftir hann liggja margar bækur um þau efni, þar á meðal kennslubækur um rekstrarhagfræði, fiskihagfræði, bókfærslu og þjóðhagfræði. Meðal annarra bóka hans eru Marshalláætlunin (1948), Jafnaðarstefnan (1977), Viðreisnarárin (1997) og Vegsemd þess og vandi að vera Íslendingur (1994), og hefur sú bók einnig birst á ensku og þýsku. Hann skrifaði einnig fjölda ritgerða og greina, sem birst hafa í tímaritum og bókum innan lands og utan, og hélt ýmsar tækifærisræður, og birtist úrval þeirra í ritgerðasafninu Hagsæld, tími og hamingja (1987) og í ræðusafninu Minni um nokkra íslenska listamenn (2003).

 

Gylfi samdi sönglög frá unglingsárum fram yfir miðjan aldur, og hafa mörg þeirra birst á hljómplötum og diskum í flutningi ýmissa listamanna og einnig verið gefin út á prenti.

 

Gylfi Þ. Gíslason lést þann 18. ágúst 2004.
 Skráð af Menningar-Bakki.

06.02.2021 13:30

-- Úr myndasafninu--

 

 

                                                                                                                                        Ljósm.: Kjartan Björnsson.

 

 -- Úr myndasafninu-- 

                                  Við Kríuna

 

                              og árið er 2020 
Skráð af Menningar-Bakki.

 

06.02.2021 13:08

-- Úr myndasafninu--

 

 

 

 

 -- Úr myndasafninu--
 

 

                             Við Kríuna

 

                         og árið er 2009Skráð af Menningar-Bakki

05.02.2021 14:20

-- Úr myndasafninu--

 

 

 

F.v.: Kristján Runólfsson (1956 - 2018) og Siggeir Ingólfsson.

 

 

-- Úr myndasafninu--

 

 

 

Séð og Jarmað. Sýnist mér,

sæma að mynda gripinn,

Þeir sem góna hafa hér,

hrútavinasvipinn.

 

Séð og Jarmað sæma ber,

sést hér flotti gripurinn,

hér á fési hölda er,

hrútavinasvipurinn.
 

 Skráð af Menningar-Bakki.

 
 

04.02.2021 21:18

--Úr myndasafninu--


 

 


 

  --Úr myndasafninu--
  

 

 

                    Tónleikar í Menningarverstöðinni


                              Hólmaröst á StokkseyriSkráð af Menningar-Bakki

 

02.02.2021 20:26

-- Úr myndasafninu --

 

 

 

 

--Úr myndasafninu--

 

 

               Maðurinn með hattinn

                    Siggeir Ingólfsson

 Slkráð af Menningar-Bakki.