Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

24.06.2018 21:50

Sýning Fangelsisminjasafns Íslands að Stað á Eyrarbakka 23. og 24. júní 2018

 


Séra Hreinn S. Hákonarson við opnun sýningarinnar að Stað á Eyrarbakka. 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Sýning Fangelsisminjasafns Íslands

 

að Stað á Eyrarbakka 23. og 24. júní 2018

 

 

Mikill fjöldi fólks kom á sýningu Fangelsisminjasafn Íslands sem var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka nú um Jónsmessuhelgina 23. og 24. júní 2018.Séra Hreinn S. Hákonarson, sem verið hefur fangaprestur Þjóðkirkjunnar í 25 ár, á veg og vanda af þessari sýningu sem fékk lof þeirra hundruðu gesta sem komu á sýninguna.Séra Hreinn opnaði sýninguna formlega  kl. 13 á laugardeginum og kom skýrt fram í máli hans að framtíðarsýnin er að þetta safni verði staðsett á Eyrarbakka.Menningar-Staður færði til myndar á laugardeginum og eru 59 myndir í þessu albúmi:


http://menningarstadur.123.is/photoalbums/

 

 

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.

 

.

.

 
 

Skráð af Menningar-Staður

23.06.2018 08:19

Fangelsisminjasafn Íslands sýnir á Jónsmessudögum á Eyrarbakka

 

 

 

Fangelsisminjasafn Íslands sýnir

 

á Jónsmessudögum á Eyrarbakka

 

 

Dagana 23. júní  til 24. júní verður að segja má einstök sýning í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Þar verða ýmsir munir til sýnis sem snerta fangelsissögu landsins. Um nokkurt skeið hefur verið safnað munum og gögnum sem tengjast þessari sögu og í þeim tilgangi hefur Fangelsisminjasafn Íslands verið sett á laggirnar.

 

Í byrjun maímánaðar s.l. var opnuð sýning Fangelsisminjasafns Íslands í Grensáskirku í Reykjavík og lauk henni nú fyrir nokkru. Fjöldi fólks heimsótti sýninguna og höfðu margir á orði að hún sýndi inn í heim sem þeim væri með öllu ókunnur og þeir hefðu ekki leitt hugann að því hvernig hlutir gengju fyrir sig hversdagslega innan þeirra húsa sem fangelsi kallast.

 

Á Eyrarbakka er elsta starfandi fangelsi landsins og er því við hæfi að sýna þar þá muni og þau gögn  sem nú þegar hefur verið safnað. Litla-Hraun tók til starfa árið 1929 og verður níutíu ára afmælis þess minnst á næsta ári. Mjög margir munir í Fangelsisminjasafninu er komnir þaðan og von er á fleirum – og úr sem flestum fangelsum!

 

Mannlíf bak við lás og slá

 

Fangelsin geyma sögu sem er merkileg og fáum kunn. Það er helst sem ýmsir þættir hennar birtist í fréttum af margvíslegum afbrotum og ógæfu fólks. Vissulega er það neikvæð saga og oft hörmuleg. En sjaldnast er því velt fyrir sér hvernig lífið gangi fyrir sig bak við luktar dyr fangelsa. Lítið hefur verið hirt um að halda til haga ýmsum munum, gögnum og frásögum sem tilheyra þeirri sögu og varpa ljósi á hana. Nú hefur verið hafist handa við að safna þeim á skipulegan hátt með tilkomu Fangelsisminjasafns Íslands. Þetta safn er í mótun og um er að ræða í raun og veru drög að safni. Vonast er til að sem flestir gripir sem enduróma sögu fangelsa fari á safnið. Fangaverðir og aðrir áhugasamir um þessa sögu hafa lagt málinu lið. Safnið hefur ekki fengið neinn samastað enn sem komið er og vonandi rætist úr því síðar – en framtíð þess er með öllu óljós. Öll rök hníga  að því að heppilegasti staðurinn fyrir Fangelsisminjasafn Íslands í ljósi sögunnar sé Eyrarbakki. Auk þess er mörg söfn að finna á Eyrarbakka og staðurinn sannkallaður safnastaður. En kjarni málsins í þessu sambandi er sá að hafist hefur verið handa við söfnun og varðveislu fangelsissögunnar. Það er mikill áfangi.

 

Saga sem má ekki gleymast  

 

Vonast er til að sýning á munum Fangelsisminjasafnsins nú á Jónsmessudögum á Eyrarbakka verði til þess að vekja fólk til vitundar um mikilvægi fangelsissögunnar. Þetta er saga þeirra er starfa í fangelsum, fanganna og annarra er að koma að málum þeirra og þar með talið aðstandendum. Saga af fólki sem hefur ratað bak við lás og slá og allra þeirra sem gæta þess og veita því margháttaða þjónustu. Þetta er hluti af sögu þjóðarinnar sem ekki má gleyma: sagan af því hvernig samfélagið hefur tekið á móti brotamönnum. Þessi saga sviptir líka hulunni af aðstæðum frelsissviptra manna innan fangelsa sem og þeirra er starfa með hinu dæmda fólki. Allir vita svosem að fangelsi eru til og margt fer fram innan þeirra – til dæmis skólahald, vinna og tómstundir. Þau eru heimur út af fyrir sig og hafa ætíð verið svo. Munir og myndir segja þessa sögu út frá ýmsum sjónarhornum. Sýningin á á Jónsmessudögum á Eyrarbakka mun eflaust vekja forvitni margra og umræðu.

 

Allir hafa sögu að segja

 

Hluti af þessari minjasögu fangelsa eru líka sögur sem fólk hefur að segja af fangelsum, starfsfólki fangelsa og fanga. Þar leynast margar merkar sögur og sumar hverjar bráðskemmtilegar. Þau sem kynnu að eiga í fórum sínum frásagnir, muni eða myndir sem tilheyra þessari sögu gerðu vel í því að koma öllu því til skila til safnsins í rituðu máli – og  svo er hægt að skrá niður frásagnir. Einnig rúmast innan þessa ramma frásagnir af viðhorfi Eyrbekkinga gagnvart fangelsinu á Litla-Hrauni sem er svo að segja í túnfæti þorpsins – það er sjónarhorn sem ekki má gleyma.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir á sýningu Fangelsisminjasafns Íslands í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka nú á Jónsmessuhátíðinni til að njóta hennar sem og koma eftir atvikum einhverju á framfæri sem þeir telja að eigi þar heima.

 

 


Séra Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur Þjóðkirkjunnar.


Grein séra Hreins S. Hákonarsonar

í Dagskráinni 20. júní 2018.Skráð af Menningar-Staður

 

21.06.2018 20:59

Jónsmessuhátíðin 2018

 


Frá Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka.
F.v.: Inga Lára Baldvinsdóttir og Margrét Steinunn Kristinsdóttir.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Jónsmessuhátíðin 2018

 

 

20. Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka verður haldin


laugardaginn 23. júní 2018.

 


Dagskráin er fjölbreytt að vanda:

 

Kl. 08:30
Fánar dregnir að húni


Kl. 09:00–11:00
Morgunverður í Hallskoti

Skógræktarfélag Eyrarbakka býður til morgunverðar og samverustundar í skógræktinni, sem félagið annast um í Hallskoti. Ekið um Sólvangs- og Flóagaflsveg.


Kl. 09:00–22:00
Verslunin Bakkinn

Verslunin verður opin til kl. 22:00. Frír ís fyrir börnin um miðjan daginn.


Kl. 10:00–16:00
Drög að Fangelsisminjasafni Íslands á Stað

Á Eyrarbakka er elsta starfandi fangelsi landsins og undanfarin ár hefur ýmsum munum og skjölum sem tengjast sögu fangelsa á Íslandi verið safnað. Saga fangelsa er merk saga sem ekki má gleymast. Sýningin einnig opin á sama tíma sunnudaginn 24. júní.


Kl. 11:00–13:00
Eldsmíðafélag Suðurlands

Félagar í Eldsmíðafélaginu bjóða gestum að kíkja við í húsi félagsins við Túngötu og skoða afl og steðja. Valinkunnir eldsmiðir verða á staðnum og segja frá.


Kl. 11:00–17:00
Laugabúð

Búðin opin og þar verður ýmislegt rifjað upp frá 100 ára sögu hennar. Hinn sívinsæli bókamarkaður verður í kjallaranum. Óvænt tilboð í tilefni dagsins.


Kl. 11:00–18:00
Söfnin á Eyrarbakka

Opið í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafninu og Kirkjubæ. Í borðstofu Hússins og í Hjallinum er sýning Ástu Vilhelmínu Guðmundsdóttur Marþræðir. Ratleikur er í boði allan daginn. Í hjallinum norðan við Húsið er seinni hluti sýningarinnar Marþræðir og þar býður listamaðurinn Ásta uppá seyði og söl kl. 14.    Ókeypis aðgangur.


Kl. 11:00
Leikhópurinn Lotta við Sjóminjasafnið

Leikhópurinn Lotta skemmtir ungum sem öldnum með söngvasyrpu.


Kl. 11:30–13:00
Hestar og hressing á Garðstúninu

Teymt verður undir börnum og þau fá hressingu að venju.


Kl. 12:00–14:00
Bogfimi á Garðstúninu

Að hætti Hróa hattar fá þátttakendur boga og örvar og berjast við fógetann í Skírisskógi í stuttum leikjum í líkingu við skotbolta. Aldurstakmark 10 til 98 ára.


Kl. 12:00-21:00
Rauða húsið

Á veitingastaðnum Rauða húsinu er tveggja rétta Jónsmessutilboð með humarsúpu eða nautacarpaccio í forrétt og hægeldað lambaprime með gulrótum, sellerírót, kartöflum og rauðvínssósu á 6.150 kr. Tveir fyrir einn eftirréttir.

Kjallarinn er opinn frá kl. 12. Eldhúsið er opið til kl. 21. Pizza með þremur áleggstegundum á 2.000 kr.

Leikirnir á HM á breiðtjaldi og gleðistund kl. 16–18.


Kl. 13:30
Dansgjörningur á lóðinni við Húsið

Japanski hreyfilistamaðurinn og butoh-meistarinn Mushimaru Fujieda er þekktur víða um heim og í dansi sínum leggur hann áherslu á slökun huga og líkama.


Kl. 14:00–16:00
Heimboð á þrjá staði

Íris og Karl á Óseyri bjóða gestum að líta inn á heimili sitt við Flóagaflsveg.

Vigdís í Bræðraborg, Eyrargötu 40, býr í húsi frá 1939 og hlakkar til að fá gesti.

Sigurlaug í Norðurkoti heldur upp á 120 ára afmæli hússins á hátíðinni.


Kl. 14:00–16:00
Sólvangur – Miðstöð íslenska hestsins

Opið hús á Sólvangi. Þar verður boðið uppá kaffi, kleinur og djús og hesthúsið opið fyrir þá sem hafa áhuga á íslenska hestinum.


Kl. 17:00–18:00
Eyrarbakki fullveldisárið 1918

Stutt söguganga um hluta Eyrarbakka, þar sem horft verður aftur í tímann um 100 ár. Magnús Karel Hannesson leiðir gönguna sem hefst við samkomuhúsið Stað.


Kl. 20:00–21:21
Samsöngur í Húsinu

Heimir Guðmundsson leikur undir söng á elsta píanó á Suðurlandi. Sungið verður úr skólaljóðunum og hver syngur með sínu nefi.


Kl. 22:00
Jónsmessubrenna

Að venju verður Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakka. Að þessu sinni ávarpar Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur samkomugesti. Bakkabandið heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.


Kl. 22:00–04:00
Kjallarinn á Rauða

Grétar á Sólvangi spilar fyrir okkur fram á kvöldið. Aldurstakmark 18 ára.


Björgunarsveitin Björg býður ungum og öldnum að veiða frítt í Ölfusárósi fyrir landi Eyrarbakka dagana 22. til 24. júní 2018.


Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg, Björgunarsveitinni Björg, Ungmennafélagi Eyrarbakka, Slysavarnadeildinni Björg á Eyrarbakka, Rauða húsinu og Versluninni Bakkanum.Skráð af Menningar-Staður

 

21.06.2018 06:24

21. júní 2018 - Þjóðhátíðardagur Grænlendinga

 

 

 

         21. júní 2018

 

- Þjóðhátíðardagur Grænlendinga
 

 

Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna:

 

Álandseyjar      

9. júní  

Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.

 

Danmörk            

16. apríl eða 5. júní        

16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.

 

 Finnland            

6. desember     

Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917.

 

Færeyjar            

29. júlí  

Ólafsvaka.

 

Grænland          

21. júní

Lengsti dagur ársins.

 

Ísland   

17. júní

Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.

 

Noregur             

17. maí

Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.

 

Svíþjóð

6. júní  

Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523.Skráð af Menningar-Staður

19.06.2018 21:41

Nýtt safn sýnt á Stað á Eyrarbakka

 


Séra Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur Þjóðkirkjunnar í 25 ár,

við opnum sýningarinnar í Grensáskirku þan 12. maí sl.

 

 

Nýtt safn sýnt á Stað á Eyrarbakka

 

Á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka 2018 er margt um að vera eins og venjulega. Í Félagsheimilnu Stað verður opnuð athyglisverð sýning og sú eina sinnar tegundar hér á landi:

 

Drög að Fangelsisminjasafni Íslands

Það er við hæfi að hún sé sett upp á Eyrarbakka en þar er elsta starfandi fangelsi landsins, Litla-Hraun. Á næsta ári stendur svo til að minnast 90 ára afmælis Litla-Hrauns með tilheyrandi hætti.

 

Safn í mótun

Um nokkurt skeið hefur ýmsum munum sem tengjast sögu fangelsa verið safnað. Þar hafa komið við sögu ýmsir áhugasamir einstaklingar eins og fangaprestur, fangaverðir og aðrir er að fangelsismálum koma. Vonast er til að fleiri leggi málinu lið og með því fáist fleiri munir til safnsins

 

Minjasaga fangelsi er merkileg saga og verður að halda henni til haga. Henni hefur lítið verið sinnt en þó eru til ýmsir gamlir munir sem  tengjast henni og eru m.a. í vörslu Þjóðminjasafns. Byggðasafn Árnesinga geymir og nokkra muni.

 

En eins og í allri safnasögu hafa margir munir farið forgörðum því menn hafa ekki áttað sig á safngildi þeirra. Það er til dæmis miður að öllum rimlum sem voru fyrir gluggum Litla-Hrauns hafi verið fargað á sínum tíma. Margir eru þeir er muna þungbúinn rimlasvip á elsta húsi Litla-Hrauns og nú eru það aðeins ljósmyndir sem geyma þann svip.

 

Sagan í ljósmyndum

Ljósmyndir hafa líka sögu að segja eins og öllum er kunnugt um. Margar myndir eru til af fangelsishúsunum að utan og hafa þær birst í blöðum og tímaritum á undanförnum áratugum. Það eru merkar heimildir sem segja sína sögu. Frumgerðir þeirra mynda eru margar hverjar til en aðrar ekki. Prentgæði voru misjöfn á árum áður og myndirnar margar hverjar býsna dökkar og stórkornóttar. Þau sem hugsanlega kynnu að hafa í fórum sínum myndir af til dæmis Litla-Hrauni og Kvíabryggju – svo dæmi séu nefnd – og vettvangi þeirra frá því hér á árum áður myndu gera Fangelsisminjasafninu mikinn greiða með því að hafa samband við það svo hægt væri að taka afrit af myndunum. Þarflaust er að taka það fram á farsímamyndatíma líðandi stundar að myndavélar voru svosem ekki á hverju strái hér fyrrum og meira mál að taka myndir en nú. En mikil vinna bíður við að kemba tímarit og dagblöð í leit að myndum með aðstoð timarit.is, ljósmyndadeildar Þjóðminjasafnsins og fleiri aðila.

 

Saga fangelsa gerð sýnileg

Með fangelsisminjasafni er stefnt að því að gera minjasögu fangelsa hátt undir höfði. Hversdagslegir gripir úr fangelsislífinu segja sögu hvort sem það er nú lyklaspjald, klefanúmer eða gömul fangavarðahúfa. Eins munir sem fangar hafa búið til í afplánun. Allt segir sína sögu. Endurspeglar hversdagslegt líf innan veggja fangelsanna og gefur til kynna hvað fangar hafa haft fyrir stafni og verið að hugsa. Sömuleiðis varpar þessi saga ljósi á störf fangavarða og aðbúnað allan. Einnig segir fangelsissagan frá tengslum byggðarlaga við fanga og fangelsi þar sem fangelsi voru sett niður eins og á Kvíabryggju, Sogni – og á á sínum tíma á Bitru. Svo ekki sé talað um Litla-Hraun á Eyrarbakka sem er nú einn stærsti einstaki vinnustaðurinn í sveitarfélaginu Árborg. Á sínum tíma voru allir ekki sáttir við að fangelsi væri sett niður í túnfót byggðarinnar. En það hefur nú breyst.

 

Fangelsisminjasagan segir og  frá því hvaða aðstæður hið opinbera bauð föngum upp á sem og starfsmönnum fangelsa. Þær aðstæður voru auðvitað misjafnar frá einu tímabili til annars. Í þessum aðstæðum speglaðist og viðhorf samfélagsins til brotamanna og þeirra kjara sem það taldi þeim rétt mátuleg á hverri tíð.

 

Hellusteypuvél og fleiri gripir

Þeir gripir sem safnað hefur verið eru flestir litlir um sig en engu að síður merkir. Fangelsisminjasafnið kallar nú eftir gripum og öllu því sem tengist minjasögu fangelsa og ætti heima í safninu. Margt leynist víða, það vita allir. Fólk er hvatt til að leggja safninu lið í söfnun á munum og hafa samband. Hver gripur, smár sem stór, er kærkominn.

 

Í fangelsunum sjálfum er að finna ýmsa gripi sem þurfa að koma í safnið þá fram líða stundir.

 

Dæmi um safngrip sem enn er til og væri kjörinn í safnið enda þótt fyrirferðamikill sé og fer seint í glerskáp (!), er hellusteypuvél sem keypt var fyrir Litla-Hraun í forstjóratíð Helga Gunnarssonar á áttunda áratug síðustu aldar – hann var forstjóri Litla-Hraun 1974-1982. Hún segir merka sögu – eldri vélar eru týndar og úr sér gengnar. Í nokkra áratugi var steypuvinna aðalvinnan á Litla-Hrauni. Steyptar voru gangstéttarhellur, holsteinar, millisteinar og netasteinar. Þetta var erfiðisvinna og fangarnir reyndu á sig sem var gott en nýja hellusteypuvélin létti undir með þeim. Í tengslum við netasteinana voru smíðaðir auðkennisjárnstimplar með auðkennum (skráningarnúmerum) báta og þrykkt ofan í blauta steypuna. Safnið á slíka stimpla.

 

En gripi vantar til dæmis úr Kópavogsfangelsinu og fleiri úr Hegningarhúsinu og Akureyrarfangelsinu. Eins frá Kvíabryggju. Söfnun er á byrjunarstigi eins og sjá má.

 

Drög að fangelsisminjasafni sýnd í Reykjavík

Drög að fangelsisminjasafni voru fyrst sýnd opinberlega í Grensáskirkju í Reykjavík einfaldlega  vegna þess að fangaprestur er þar með skrifstofuaðstöðu. Fordyri kirkjunnar er ágætur sýningarsalur og þar hafa ýmsar sýningar verið uppi við á umliðnum árum. Sýningin stóð yfir þar frá 12. maí og allt til 19. júní. Fjöldi fólks fer um kirkjuna á degi hverjum í ýmsum erindagjörðum og skoðaði meðal annars sýninguna. Hún vakti töluverða athygli og fólk hafði iðulega á orði að hún væri athyglisverð og það hefði ekki leitt hugann að þessum ramma fangelsa sem munir og myndir safnsins reyna að varpa ljósi á. Það er enda skiljanlegt þar sem veröld fangelsi er flestu fólki ókunn (sem betur fer má segja!) þrátt fyrir að vera þó nokkuð oft í fréttum. Afbrotamál er efnisflokkur sem fjölmiðlar eru býsna duglegir við að segja frá og sérstaklega  ef afbrotin eru alvarleg og átakanleg.

 

Hvar á Fangelsisminjasafn Íslands heima?

Sumir hafa sagt að fangelsisminjasafn eigi heima í Hegningarhúsinu í Reykjavík sem stendur við Skólavörðustíg 9. Svo sannarlega er það sögufrægt hús og byggt sem fangelsi og dómhús, þinghús og ráðhús á sínum tíma; bæjarþingsalurinn var á efri hæðinni og þar voru reyndar bæjarstjórnarfundir haldnir frá 1873-1903. Það var reist í Skólavörðuholtinu og þó undarlega hljómi þá var kvartað undan því á sínum tíma að það væri alltof langt frá miðbænum, eða kvosinni! Önnur er nú raunin í dag – þetta kallast í raun á við Hólmsheiðarfangelsi sem er að sönnu all langt frá miðbæ Reykjavíkur svo ekki sé meira sagt. En Hegningarhúsið stendur nú á einni dýrustu lóð borgarinnar og óbyggt svæði bakatil við húsið er verðmætt á húsþéttingartímum sem og kannski endranær. Dómssalurinn í húsinu er friðaður. Ólíklegt verður að teljast að svo dýrt húsnæði verði lagt undir safn – af hvaða tagi svo sem það væri. Því hefur reyndar verið fleygt að þar væri heppilegt að opna svokallað refsivörslusafn sem tæki til allra þeirra þátta hins opinbera kerfis sem hafa með refsimál og viðurlög að gera. Hætt er við að fangelsissagan myndi bera þar skarðan hlut frá því borði þar sem svo umfangsmikil saga yrði rakin.

 

Á Eyrarbakka er að finna nokkur söfn af ólíkum toga. Þar er náttúrlega fyrst að nefna Byggðsafn Árnesinga, sjálft Húsið er safn út af fyrir sig, Sjóminjasafn, Konubókasafn, stofnað var félagið Prentsögusetur og hefur verið rætt um að koma því fyrir á Eyrarbakka, Þuríðarbúð á Stokkseyri og Rjómabúið á Baugsstöðum er svo ekki langt undan. Eyrarbakki er því sannarlega safnastaður og ætti að efla þann þátt staðarins og vekja athygli á honum. Sjálfur er svo Eyrarbakki mikill og merkur sögustaður eins og menn vita.

 

Litla-Hraun á Eyrarbakka er elsta starfandi fangelsi landsins. Hér ber allt að einum og sama brunninum. Eyrarbakki væri því kjörinn staður fyrir safnið. Allar hugmyndir um húsnæði undir safnið eru vel þegnar.

 

Tímamót

Stundum er sagt að orð séu til alls fyrst. Það er rétt út af fyrir sig. Fyrir nokkrum árum var vakin athygli á nauðsyn þess að koma á fót fangelsisminjasafni. En orðum verða líka að fylgja athafnir. Þessi drög að fangelsisminjasafni eru því mikilvæg og sýna hvað hægt er að gera. Á stuttum tíma hafa furðu margir munir safnast og margvísleg gögn. Það hefur verið mikil hvatning og fyrir það er þakkað af alhug. Auk þess hefur áhugi á málinu vaknað hjá mörgum.

 

Safnhugmyndin er í raun grasrótarstarfsemi nú um stundir og eru allir áhugasamir boðnir velkomnir til starfa í því óslegna grasi!

 

Það eru tímamót þegar drögum að Fangelsisminjasafni Íslands er ýtt úr vör með formlegum hætti. Vonandi tekst vel til með safnið og því auðnist með styrk góðra manna og síðar meir með fulltingi opinberra aðila að varðveita menningarverðmæti sem lítill gaumur hefur verið gefinn. Fangelsissaga er nefnilega hluti af sögu lands og lýðs.
 


Séra Hreinn S. Hákonarson,

fangaprestur Þjóðkirkjunnar.

 

 

Séra Hreinn og nokkrir fangaverðir af Litla-Hrauni sem voru við opnun

sýningarinnar í Grensáskirkju þann 12. maí sl.

Talið frá vinstri: Ingvar Magnússon, séra Hreinn S. Hákonarson,

Björn Ingi Bjarnason, Friðrik Sigurjónsson, Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson,

Jóhann Páll Helgason, Guðmundur Magnússon og Hafsteinn Jónsson.   Héraðsfréttablaðið Suðri

fimmtudaginn 14. júní 2018Skráð af Menningar-Staður
 

 

19.06.2018 21:12

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka laugardaginn 23. júní 2018

 

 

 

 

 

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka

 

    laugardaginn 23. júní 2018


Skráð af Menningar-Staður

 

 

19.06.2018 07:02

19. júní 1915 - Kvenréttindadagurinn

 

 

 

19. júní 1915 - Kvenréttindadagurinn

 

Kristján konungur X staðfesti breytingar á stjórnarskránni þann 19. júní árið 1915. Konur fengu þá kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, en fyrst í stað var miðað við 40 ára og eldri. Réttindunum var fagnað á Austurvelli 7. júlí, við setningu Alþingis.

 

 

Morgunblaðið- Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.
 

 Skráð af Menningar-Staður

17.06.2018 20:33

Frá 17. júní að Stað á Eyrarbakka

 

.

 

Fjallkonan var Eva Guðbjartsdóttir.

 

 

Frá 17. júní

 

að Stað á EyrarbakkaVerðlaun fyrir Hópshlaupin 2018:

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

17.06.2018 18:45

Fjór­tán hlutu fálka­orðuna 17. júní 2018

 

 

Fálka­orðuhaf­arn­ir á Bessa­stöðum í dag ásamt for­seta Íslands. 

Ljós­mynd/?Gunn­ar G. Vig­fús­son

 

 

Fjór­tán hlutu fálka­orðuna 17. júní 2018

 

Fjór­tán manns hlutu heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum í dag, 17. júní.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá for­seta­embætt­inu:

 

Þeir sem hlutu fálka­orðuna eru:

 

  1. Aðal­björg Jóns­dótt­ir prjóna­lista­kona, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar prjóna­hefðar og hönn­un­ar

  2. Andrea Sig­ríður Jóns­dótt­ir út­varps­maður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til kynn­ing­ar á ís­lenskri og er­lendri dæg­ur­tónlist

  3. Árni Björns­son þjóðfræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi ís­lenskra þjóðfræða og menn­ing­ar

  4. Edda Björg­vins­dótt­ir leik­kona, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar

  5. Erna Magnús­dótt­ir for­stöðumaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf í þágu krabba­meins­sjúkra

  6. Friðrik Skúla­son tölv­un­ar­fræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag á sviði upp­lýs­inga­tækni

  7. Hilm­ar Örn Hilm­ars­son tón­skáld, Álfta­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lensk­ar tón­list­ar og trú­ar­hefðar

  8. Krist­ín G. Gunn­laugs­dótt­ir mynd­list­armaður, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar mynd­list­ar

  9. Nanna V. Rögn­vald­ar­dótt­ir rit­höf­und­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir ritstörf á sviði mat­ar­menn­ing­ar

10. Sig­urður Stein­ar Ket­ils­son fyrr­ver­andi skip­herra, Hafnar­f­irði, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til land­helg­is­gæslu og björg­un­ar­starfa

11. Stefán Karl Stef­áns­son leik­ari, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar og sam­fé­lags

12. Stein­ar J. Lúðvíks­son rit­höf­und­ur, Garðabæ, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til sagna­rit­un­ar og blaðamennsku

13. Sæv­ar Pét­urs­son bif­véla­virki, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til varðveislu og end­ur­gerðar gam­alla bif­reiða

14. Val­gerður Jóns­dótt­ir skóla­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi tón­list­ar­kennslu fatlaðra.

 

Frá forseta Íslands.
 

 


Skráð af Menningar-Staður

17.06.2018 07:34

17. júní 2018 á Eyrarbakka

 

 

 

 

17. júní 2018 á Eyrarbakka

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður