Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.01.2021 09:39

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjartar

 

 

Hjörtur Hjartar (1917 - 1993)

 

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjartar 

 

 

Hjörtur Hjartar fæddist 9. janúar 1917 á Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar hans voru Ólafur R. Hjartar járnsmiður þar, f. 1892, d. 1974, og k.h. Sigríður Egilsdóttir, f. 1893, d. 1980.
 

Hjörtur brautskráðist frá Samvinnuskólanum árið 1937 en áður hafði hann stundað verslunarstörf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á árunum 1931 til 1936. Hann varð kaupfélagsstjóri Kaupfélags Önfirðinga á Flateyri á árunum 1937 til 1945 og kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Siglfírðinga á árunum 1945 til 1952, er hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Skipadeildar Sambands íslenska samvinnufélaga. Því starfi gegndi hann til ársloka 1976.
 

Hjörtur átti sæti í stjórn Samvinnusparisjóðsins og síðar í bankaráði Samvinnubankans frá stofnun árið 1963. Hann sat í stjórn Áburðarverksmiðjunnar hf. og síðar í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins frá árinu 1964. Einnig var hann í stjórn Olíufélagsins hf. frá 1967 og var stjórnarformaður í mörg ár. Hann átti sæti í stjórn Vinnumálasambands Samvinnufélaga og samninganefndum fyrir það um margra ára skeið. Hann sat auk þess í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á vegum samvinnuhreyfmgarinnar.
 

Hjörtur var í stjórn Framsóknarfélaga í V.-Ísafjarðarsýslu, á Siglufirði og í Reykjavík í allmörg ár. Hann sat auk þess í ýmsum nefndum og ráðum, svo sem í hafnarnefnd á Siglufirði og sat eitt kjörtímabil í stjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur.

Greinasafn Hjartar, Á líðandi stund – nokkur rök samvinnumanna, kom út 1984.
 

Eiginkona Hjartar var Guðrún Jónsdóttir Hjartar kennari, f. 23.11. 1915, d. 14.12. 2009. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi og alþingismaður í Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu, og k.h. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir. Börn Hjartar og Guðrúnar eru Jóna Björg, Sigríður Kristín, Elín og Egill.
 

Hjörtur lést 14. janúar 1993.Skráð af Menningar-Bakki.

09.01.2021 09:09

Merkir Íslendingar - Hólmfríður Sigurðardóttir

 

 

 

 

Merkir Íslendingar - Hólmfríður Sigurðardóttir

 

 

Hólmfríður Sigurðardóttir fæddist 9. janúar 1617 og var prófastsfrú í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp.

Foreldrar hennar voru Sigurður Oddsson í Hróarsholti í Flóa, sonur Odds biskups Einarssonar, og kona hans Þórunn ríka Jónsdóttir, f. 1594, d. 1673. Sigurður drukknaði sama ár og Hólmfríður fæddist en móðir hennar giftist aftur Magnúsi Arasyni sýslumanni á Reykhólum og ólst Hólmfríður þar upp.

 

Hólmfríður giftist 1636 Jóni Arasyni prófasti í Vatnsfirði, sem var yngri bróðir Magnúsar stjúpföður hennar, og bjuggu þau í Vatnsfirði þar til Jón lést árið 1673. Þá flutti hún í Hóla í Hjaltadal til Ragnheiðar dóttur sinnar sem var biskupsfrú og síðar í Laufás til Helgu dóttur sinnar. Hólmfríður og Jón áttu níu börn.

 

Málverkið hér að ofan af Hólmfríði er eftir séra Jón Guðmundsson á Felli í Sléttuhlíð. Útskorni ramminn er eftir Illuga Jónsson í Nesi í Höfðahverfi. Talið er að Helga hafi látið mála málverkið í minningu móður sinnar.

 

Hólmfríður lést 25. apríl 1692. 
 Morgunblaðið laugardaginn 9. janúar 2021.

 

Sá enn frekar: Tíminn 21. janúar 1962
 

https://timarit.is/page/1048771#page/n8/mode/2up

 Skráð af Menningar-Bakki.

08.01.2021 06:58

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórarinsson

 


Sigurður Þórarinsson (1912 - 1983).

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórarinsson

 

 

Sig­urður fædd­ist á Hofi í Vopnafirði 8. janúar 1912 en ólst upp á Teigi, son­ur Þór­ar­ins Stef­áns­son­ar, bónda þar, og Snjó­laug­ar Sig­urðardótt­ur.
 

Eig­in­kona Sig­urðar var Inga Backlund frá Svíþjóð og eignuðust þau tvö börn, Snjó­laugu og Sven.
 

Sig­urður lauk stúd­ents­prófi frá MA 1931, cand.phil.-prófi frá Hafn­ar­há­skóla, fil.kand.-prófi í al­mennri jarðfræði, berg­fræði, landa­fræði og grasa­fræði frá Stokk­hólms­háskóla, og fil.lic.-prófi í landa­fræði og doktors­prófi þaðan 1944.

Þór­ar­inn var dós­ent í landa­fræði við Stokk­hólms­háskóla 1944, vann að rann­sókn­um á Vatna­jökli sumr­in 1936-38 og í Þjórsár­dal 1939, sinnti rann­sókn­ar­störf­um í Svíþjóð og vann við rit­stjórn Bonniers Kon­versati­ons­l­ex­i­kon 1939-45, var kenn­ari við MR 1945-65, pró­fess­or í landa­fræði og for­stöðumaður landa­fræðideild­ar há­skól­ans í Stokk­hólmi 1950-51 og 1953 og pró­fess­or í jarðfræði og landa­fræði við HÍ frá 1968, vann við jökla- og eld­fjall­a­rann­sókn­ir hér á landi frá 1945 og flutti fjölda fyr­ir­lestra víða um heim.
 

Sig­urður var einn virt­asti vís­indamaður Íslend­inga. Hann gerði gjósku­lag­a­rann­sókn­ir að mik­il­væg­um þætti í forn­leifa­fræði. Skömmu eft­ir lát hans ákváðu Alþjóðasam­tök um eld­fjalla­fræði (IA­VCEI) að heiðra minn­ingu hans með því að kenna æðstu viður­kenn­ingu sína við hann. Hann var virk­ur nátt­úru­vernd­armaður, formaður Hins ís­lenska nátt­úru­fræðifé­lags, rit­stjóri Nátt­úru­fræðings­ins, starfaði í Jökla­rann­sókn­ar­fé­lag­inu, sat í stjórn Nor­rænu eld­fjalla­stöðvar­inn­ar, Nátt­úru­vernd­ar­ráði, formaður Jarðfræðafé­lags­ins og for­seti Ferðafé­lags Íslands.

 

Sigurður var glaðsinna og prýðilega hag­mælt­ur, samdi fjölda vin­sælla söng­texta, svo sem;

Þórs­merk­ur­ljóð, Vor­kvöld í Reykja­vík og Að lífið sé skjálf­andi lítið gras.

Þá þýddi hann texta eft­ir Bellm­an, gaf út bók um hann og tók þátt í starf­semi Vísna­vina.
 

Sig­urður lést 8. febrúar 1983.
 Skráð af Menningar-Bakki.

 

07.01.2021 06:46

Merkir Íslendingar - Binni í Gröf

 

 

Benóný Friðriksson (1904 - 1972).

 

 

Merkir Íslendingar – Binni í Gröf

 

 

Benóný Friðriksson, betur þekktur sem Binni í Gröf, fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1904. Hann var sonur Friðriks Benónýssonar formanns og Oddnýjar Benediktsdóttur húsfreyju en þau bjuggu í Gröf í Vestmannaeyjum.

 

Kona Binna var Sigríður Katrín Sigurðardóttir frá Þinghól í Hvolhreppi og eignuðust þau átta börn.

 

Binni hóf að sækja sjó 12 ára að aldri, var formaður á sexæringi 15 ára gamall er hann reri með þremur félögum sínum, en var fyrstu vertíðar sínar á mb. Nansen og var þar formaður í forföllum formannsins, Jóhanns á Brekku. Hann var síðan formaður á mb. Gullu í þrjár vertíðir, formaður á bátnum Newcastle og var með mb. Gottu, mb. Heklu, mb. Gulltopp, es. Sævar, mb. Þór og mb. Andvara.

 

Eftir það á árinu 1954  keypti Binni mb. Gullborgu, ásamt Einari Sigurðssyni frá Heiði, og var með hana til 1970 og varð brátt landsþekktur fyrir formennsku sína á þeim báti.

 

Binni var afburðasjómaður og einhver mesta aflakló sem fiskað hefur frá Vestmannaeyjum. Hann varð aflakóngur í Vestmannaeyjum 1954, hélt þeim titli samfellt í sex vertíðir og náði síðan titlinum margoft eftir það. Á þessum árum fylgdist öll þjóðin með tíðum fréttum af aflabrögðum og aflaklóm.

 

Binni þótti góður skipstjórnarmaður en var kröfuharður við sjálfan sig og skipshöfn sína, enda hafði hann ávallt á að skipa samhentri og harðduglegri skipshöfn.

 

Binni þótti auk þess lipur knattspyrnumaður á sínum yngri árum, var einn stofnenda Týs, afburðafimleikamaður og hafði mikinn áhuga á lundaveiðum. Hann var auk þess áhugamaður um kveðskap, kunni ógrynni af lausavísum og kvaðst gjarnan á við félagana. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1971 fyrir störf sín.

 

Binni féll í höfnina í Vestmannaeyjum á leið í bátinn sinn og lést rúmri viku síðar á sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 12. maí 1972.

 

Heimildarmyndin Hafið gaf og hafið tók var gerð um ævi og feril Binna.

 


Skráð af Menningar-Bakki.
 

06.01.2021 06:49

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 Skúli THoroddsen ( 1859 - 1916).

 

 

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

 

Skúli Thoroddsen sýslumaður og alþm.fæddist á Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, sonur Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns, og k.h., Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur húsfreyju.

 

Skúli var einn af fjórum Thoroddsenbræðrum sem misstu föður sinn ungir frá skuldugu búi hans en komust þó allir til mennta vegna seiglu móður sinnar og með góðri hjálp frá mági hennar, Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara. Hinir bræðurnir sem allir urðu þjóðþekktir, hver á sínu sviði og komust í góðar álnir, voru Þorvaldur, dr.phil. náttúrufræðingur í Reykjavík og Kaupmannahöfn; Þórður, læknir og alþm. í Keflavík og Reykjavík, faðir Emils tónskálds, og Sigurður, landsverkfræðingur og yfirkennari Menntaskólans, faðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra.

 

Eiginkona Skúla var Theodóra Thoroddsen skáldkona og er frá þeim kominn fjöldi alþm. og annarra þjóðþekktra einstaklinga.  

Börn þeirra: Unnur (1885), Guðmundur (1887), Þorvaldur (1888), Skúli (1890), Þorvaldur (1892), Kristín Ólína (1894), Katrín (1896), Jón (1898), Ragnhildur (1899), Bolli (1901), Sigurður (1902), Sverrir (1904), María Kristín (1906)

 

Skúli lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1879 og embættisprófi í lögfræði frá Hafnarháskóla 1884. Hann varð bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði 1884, var vikið frá um stundarsakir vegna Skúlamálsins svo kallaða 1892 sem að upphafi var vegna mannsláts á Klofningsheiði milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Skúli fékk lausn frá störfum á eftirlaunum þremur árum síðar.

 

Skúli rak verslun á Ísafirði 1895-1915, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ísfirðinga 1888-1901, stofnaði og var ritstjóri Þjóðviljans frá 1886, var sjálfseignarbóndi og starfrækti prentsmiðju á Bessastöðum á Álftanesi 1901-1908 en var búsettur í Reykjavík frá 1908.

 

Skúli var alþm. Eyfirðinga 1890-92, Ísafjarðarkaupstaðar 1892-1903 og Norður-Ísafjarðarsýslu 1903-1916 og forseti Sameinaðs Alþingis 1909-11. Hann var í hópi áhrifamestu stjórnmálamanna Heimastjórnartímabilsins, eindreginn málsvari Landvarnarmanna og sjálfstæðismanna eldri og sá fulltrúi Sambandslaganefndarinnar 1907 sem hafnaði Uppkastinu sem þjóðin síðan hafnaði í sögulegum kosningum 1908.

 

Skúli lést 21. maí 1916.

 

 

.

.

 

Skráð af Menningar-Bakki.

05.01.2021 17:48

Úr myndasafninu

 

 

 

 

---Úr myndasafninu---

 

 

        F.v.: Þórður Grétar Árnason, Rúnar Eiríksson,


         Siggeir Ingólfsson, Halldór Páll Kjartansson,


      Ásmundur Friðriksson og Björn Ingi Bjarnason.
 

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

04.01.2021 19:05

Úr myndasafninu

 

 

 

 

 

---Úr myndasafninu---         Siggeir Ingólfsson og Ari Björn Thorarensen Skráð af Menningar-Bakki

03.01.2021 21:54

Úr myndasafninu

 

Úr myndasafninu

 

 

 ---Úr myndasafninu---
 


 

      Rúnar Eiríksson og Siggeir Ingólfsson
 

 

  
Skráð af Menningar-Bakki

 

03.01.2021 07:35

Merkir Íslendingar - Ágúst Böðvarsson

 


Ágúst Böðvarsson ( 1906 - 1997).

 

 

Merkir Íslendingar - Ágúst Böðvarsson

 

 

Ágúst Böðvarsson fæddist að Hrafnseyri við Arnarfjörð 3. janúar 1906 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Böðvar Bjarnason, prófastur á Hrafnseyri við Arnarfjörð, og fyrri kona hans, Ragnhildur Teitsdóttir húsfreyja. Böðvar var hálfbróðir Ragnheiðar, móður Jóns Leifs tónskálds, en bróðir Böðvars var Þórður kaupmaður, faðir Regínu leikkonu.

 

Séra Böðvar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragnhildur Teitsdóttir gullsmiðs og veitingamanns á Ísafirði. Þau slitu samvistir 1913. Börn þeirra voru fjögur: Bjarni (faðir Ragga Bjarna), Guðrún (höfundur lagsins/sálmsins; Ég kveiki á kertum mínum), Þórey og Ágúst. — Seinni kona séra Böðvars er frú Margrét Jónsdóttir frá Hrauni í Keldudal, Dýrafirði. Börn þeirra voru þrjú: Baldur, Bryndís, Baldur.

 

Eiginkona Ágústar Böðvarssonar var Sigríður Sveinbjörnsdóttir húsfreyja og sonur þeirra Gunnar Hrafn byggingaverkfræðingur.
 

Ágúst lauk námi frá VÍ 1925, var bóndi að Hrafnseyri 1926-29 en hóf störf hjá dönsku landmælingastofnuninni Geodætisk Institut, árið 1930, sem þá vann að kortlagningu Íslands og stundaði hann síðan nám í landmælingum hjá stofnuninni í Kaupmannahöfn 1935-37.
 

Ágúst vann síðan við landmælingar Íslands á árunum 1930-76 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann tók við gríðarlega yfirgripsmiklu og mikilvægu starfi við íslenskar landmælingar og kortagerð er Íslendingar tóku við íslenskri kortagerð af Dönum árið 1955, varð fyrsti forstjóri Landmælinga Íslands 1959-76, fór í margra mánaða ferðir um landið þvert og endilangt og var m.a. frumkvöðull við gerð loftljósmynda hér á landi.
 

Ágúst samdi texta við ýmis þekkt dægurlög fyrri tíma, s.s. Skautapolka og Ljósbrá. Hann sat í stjórn Byggingasamvinnufélags starfsmanna ríkisstofnana um árabil frá 1948, í örnefnanefnd og Hrafnseyrarnefnd.
 

Árið 1996 kom út eftir Ágúst ritið Saga landmælinga Dana á Íslandi og ljóðabók, Ljóðmæli.
 

Ágúst var heiðurfélagi Ferðafélags Íslands, var virkur félagi í Oddfellow-reglunni, stúku nr. 11., Þorgeiri, og var heiðursfélagi hennar. Hann var sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu.

 

Ágúst lést 27. janúar 1997.

 

 

Á Hrafnseyri við Arnarfjörð 3. ágúst 1980.
Þann dag og þar voru fyrstu embættisverk
frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands.
.

 

.

.

 

Skráð af Menningar-Bakki.

02.01.2021 12:13

Merkir Íslendingar - Kristján Bersi Ólafsson

 


Krisstján Bersi Ólafsson (1938 - 2013). 
 

 

Merkir Íslendingar - Kristján Bersi Ólafsson

 

 

Kristján Bersi fæddist í Reykjavík 2. janúar 1938. Foreldrar hans voru Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði og Ragnhildur G. Gísladóttir húsfreyja.

 

Bræður Ólafs voru Halldór frá Kirkjubóli og Guðmundur Ingi, skáld á Kirkjubóli og systirin Jóhanna á Kirkjubóli.

 

Ólafur var sonur Kristjáns, bónda þar, bróður Guðrúnar, ömmu Gests arkitekts sem er faðir Guðrúnar Sóleyjar í menningunni á RUV og Valdimars flugumferðarstjóra, föður Þórunnar, sagnfræðings og rithöfundar.

Móðir Ólafs skólastjóra var Bessa, systir Friðriku, ömmu Einars Odds Kristjánssonar alþm.

 

Ragnhildur var dóttir Gísla Árnasonar og Ragnhildar Jensdóttur, systur Ástríðar, ömmu Davíðs Gunnarssonar.

 

Systur Kristjáns Bersa:

Ásthildur skólaritari, móðir Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálafræðings og Tryggva Harðarsonar, fyrrv. bæjarstjóra, og Ingileif Steinunn hjúkrunarfræðingur, móðir lögfræðinganna Gunnars og Margrétar Viðar.

 

Eiginkona Kristjáns Bersa er Sigríður Bjarnadóttir og eignuðust þau fjögur börn:

Freydísi, Ólaf Þ., Jóhönnu sem lést 1973, og Bjarna Kristófer.

 

Kristján Bersi lauk stúdentsprófi frá MR 1957, fil. kand.-prófi frá Stokkhólmsháskóla 1962 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum í HÍ 1971.

 

Kristján Bersi var blaðamaður á Tímanum 1962-64, blaðamaður og ritstjóri á Alþýðublaðinu 1965-70, kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1970-72, skólastjóri þar 1972-75 og skólameistari þar 1975-99, er hann lét af störfum.

 

Kristján Bersi var formaður Blaðamannafélags Íslands 1967-68, sat í stjórn Félags háskólamenntaðra kennara og stjórn Hins íslenska kennarafélags og var formaður Félags áfangaskóla í nokkur ár. Þá var hann varaformaður Bandalags kennarafélaga 1983-87.

 

Kristján Bersi ritaði sögu Flensborgarskólans í 100 ár, útg. 1982. Hann skrifaði fjölda ritgerða og greina í blöð og tímarit auk þess sem hann var afkastamikill þýðandi og prýðilegur hagyrðingur.Kristján Bersi Ólafsson var í sigurliði Önfirðingafélagsins í fyrstu spurningakeppni átthagafélaganna árið 1998. Í liðinu með honum voru Rakel Brynjólfsdóttir á Þingeyri sem er frá Vöðlum í Önundarfirði og Gísli Rúnar Gíslason frá Flateyri en hans rætur í föðurætt liggja að Höfða í Dýrafirði.


 

Kristján Bersi lést 5. maí 2013.


 

 

Sigurlið Önfirðingafélagsins í fyrstu Spurningakeppni átthagafélaga árið 1998

ásamt stjórnanda.

F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir frá Vöðlum, Gísli Rúnar Gíslason frá Flateyri,

Ragnheiður Erla Bjarnadóttir stjórnandi keppninnar

og Kristján Bersi Ólafsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal.

 Skráð af Menningar-Bakki.