Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.12.2020 07:01

Merkir Íslendingar - Ingibjörg Einarsdóttir

 


Ingibjörg Einarsdóttir (1804 - 1879)

 

 

Merkir Íslendingar – Ingibjörg Einarsdóttir

 

 

Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar forseta, lést í Kaupmannahöfn, 75 ára gömul þann 16. desember 1879.

 

Ingibjörg Einarsdóttir var fædd 9. október 1804 og var frumburður foreldra sinna og átti eftir að eignast þrjá bræður. Foreldrar Ingibjargar voru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns Sigurðssonar, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir.Þegar Ingibjörg var um ársgömul fluttist fjölskylda hennar að Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi og síðar keypti faðir hennar Þerney þar sem þau bjuggu uns þau fluttu alfarið til Reykjavíkur en þar var faðir hennar verslunarstjóri og síðar kaupmaður. Eftir að móðir hennar lést árið 1837 sá Ingibjörg um heimilið fyrir föður sinn allt þar til hann dó 1839.

 


Haustið 1845 voru  Ingibjörg  Einarsdóttir og Jón Sigurðsson gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík og höfðu þau setið í festum í 12 ár; hún í Reykjavík og Jón í Kaupammahöfn. Á brúðkaupsárinu var hann 34 ára en hún 41 árs. Sama ár stofnuðu þau heimili í Kaupmannahöfn þar sem Jón hafði búið frá 1833. Hjónin bjuggu á þremur stöðum í Kaupmannahöfn áður en þau fluttu í íbúðina við Øster Voldgade (Jónshús) árið 1852, en þar bjuggu þau til æviloka.

 

Íslendingar búsettir í Kaupmannahöfn söfnuðust reglulega saman á heimili Ingibjargar og Jóns til að ræða málin og njóta gestrisni þeirra.

 

Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri við Arnarfjörð og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.

 

Ingibjörg Einarsdóttir var jarðsett í Reykjavík þann 4. maí 1880 ásamt Jóni Sigurðssyni forseta, manni sinum, sem lést 7. desember 1879 í Kaupmannahöfn.Jón og Ingibjörg voru hin lukkulegustu hjón og jafnræði með þeim í flestu eða þau bættu hvort annað upp. Ingibjörg hefur verið ákveðin og skapheit kona, bóngóð og gestrisin, með  hlýtt hjarta sem sló fyrir Jón og föðurlandið alla tíð. Eftir að Jón dó þann 7. desember 1879 reis Ingibjörg ekki úr rekkju og lést 9 dögum síðar. Hennar síðasta verk var að gera erfðaskrá þar sem hún gaf íslensku þjóðinni muni og eignir þeirra hjóna og óskaði jafnframt eftir því að hvíla við hlið Jóns í íslenskri mold, dygg og trú allt til dauðans.

 

Í bók Vestfirska forlagsins Frá Bjargtöngum að Djúpi 5. hefti, sem kom út árið 2012, er ítarleg frásögn eftir Einar Sigurbjörnsson af útför Jóns Sigurðsson og Ingibjargar Einarsdóttir frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 4. maí 1890.


 


Hjónin Jón Sigurðsson (1811 - 1879)

og Ingibjörg Einarsdóttir (1804 - 1879).


 


Skráð af Menningar-Bakki.
 

 

14.12.2020 06:45

Merkir Íslendingar - Ingibjörg H. Bjarnason

 


Ingibjörg H. Bjarnason (1867 - 1941).
 

 

Merkir Íslendingar – Ingibjörg H. Bjarnason

 

 

Ingibjörg H. Bjarnason, alþingiskona og forstöðumaður Kvennaskólans í Reykjavík, fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 14. desember 1867. Hún var dóttir Hákonar Bjarnasonar, útgerðarmanns og kaupmanns á Bíldudal og Þingeyri, og k.h., Jóhönnu Kristínar Þorleifsdóttur húsmóður. Hákon var sonur Bjarna Gíslasonar, pr. á Söndum í Dýrafirði, og k.h., Helgu Árnadóttur húsfreyju. Jóhanna Kristín var dóttir Þorleifs Jónssonar, prófasts í Hvammi í Hvammssveit, og k.h., Þorbjargar Hálfdánardóttur húsfreyju.

 

Foreldrar Ingibjargar eignuðust 12 börn en einungis fimm þeirra komust upp. Meðal bræðra Ingibjargar voru Lárus H. Bjarnason, sýslumaður, bæjarfógeti og hæstaréttardómari, og Ágúst H. Bjarnason, doktor í heimspeki, rektor Háskóla Íslands og fyrsti forseti Vísindafélags Íslendinga, faðir Jóns Ólafs Ágústssonar Bjarnasonar verkfræðings, föður Halldórs Jónssonar, verkfræðings og fyrrv. forstjóra Steypustöðvarinnar. Annar sonur Ágústs var Hákon Bjarnason skógræktarstjóri.

 

Ingibjörg þótti vel menntuð á þeirra tíma mælikvarða. Hún var í námi hjá Þóru, konu dr. Þorvaldar Thoroddsens náttúrufræðings og dóttur Péturs Péturssonar biskups.

 

Ingibjörg stundaði hún nám í Kaupmannahöfn 1884-1885 og aftur 1886-1893 auk þess sem hún dvaldi erlendis 1901-1903 og kynnti sér þá m.a. skólahald í Þýskalandi og Sviss.

 

Ingibjörg var fyrsta konan sem kjörin var á Alþingi. Hún sat á þingi 1922-1930, fyrst fyrir Kvennalistann eldri, þá fyrir Íhaldsflokkinn og loks Sjálfstæðisflokkinn frá stofnun hans 1929.


Ingibjörg lagði mikla áherslu á byggingu Landspítalans og hennar fyrsta verk þegar hún settist á Alþingi var að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að bygging spítalans yrði sett í algjöran forgang. Á næsta þingi flutti hún aðra tillögu til þingsályktunar með nánari tillögum um tilhögun byggingar Landspítala. Árið 1925 var gerður samningur um byggingu spítalans og lagði Landspítalasjóðurinn þá fram helming áætlaðs byggingarkostnaðar. Hún var formaður Landspítalasjóðsins frá upphafi til dauðadags. Þetta var mikið velferðarmál sem komst í höfn skömmu eftir að Ingibjörg kvaddi þingið en spítalinn tók til starfa í lok árs 1930.

 

Ingibjörg kenndi við Kvennaskólann i Reykjavík frá 1903 en þá var hann enn til húsa hjá Þóru Melsted í Thorvaldssenstræti, í húsi sem síðar var nefnt Sjálfstæðishús eða Sigtún og loks Nasa. Er skólinn flutti í nýtt húsnæði við Fríkirkjuveg 1906 tók Ingibjörg við stjórn skólans og stýrði honum til æviloka. Ingibjörg lést þann 30. október 1941.
 


Hátíðleg athöfn þann 19. júní 2015 fyrir framan Alþingi Íslands,

þar sem afhjúpuð var stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason.
 Skráð af Menningar-Bakki.

13.12.2020 08:55

- Úr myndaafninu -

 

 

 

 

 

 - Úr myndaafninu - 

 

 

Sólbakkastund með Hljómsveitinni ÆFINGU frá Flateyri. Hún kom fram fyrsta sinni þann 27. desember 1968 í Félagsheimilinu á Flateyri á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi.

 

ÆFING starfar enn; auðgandi mannlíf og menningu.


 

.

.

 

Hljómsveitin ÆFING frá Flateyri. 


F.v.: Ásbjörn Björgvinsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Árni Benediktsson

og Siggi Björns. Einnig er Halldór Gunnar Pálsson í Hljómsveitunni ÆFINGU.

 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

12.12.2020 07:51

Flóamannabók I og II

 

 

 

 

 Flóamannabók I og IISkráð af Menningar-Bakki.

11.12.2020 16:37

- Úr myndasafninu -

 

 

 

 

 

  - Úr myndasafninu -
 

 


Landhelgisgæslan á Bryggjuhátíð á Stokkseyri.

 

 

.
.
.
.


Skráð af Menningar-Bakki.

11.12.2020 14:02

Merkir Íslendingar - Jón Guðmundsson

 

 

 


Jón Guðmundsson (1807- 1875).
 

 

Merkir Íslendingar - Jón Guðmundsson

 

 

Jón Guðmundsson fæddist í Melshúsum í Reykjavík 10. desember 1807, sonur Guðmundar Bernharðssonar og Ingunnar Guðmundsdóttur.

 

Eiginkona Jóns var Hólmfríður, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur, og Önnu, móður Matthíasar Johannessen skálds.
 

Jón lærði fyrst hjá séra Þorvaldi Böðvarssyni, prófasti og skáldi í Holti í Önundarfirði og Holti undir Eyjafjöllum er síðar varð tengdafaðir hans. Hann fór í Bessastaðaskóla 1824 en missti tvö ár úr skóla vegna veikinda og var haltur síðan. Hann lauk stúdentsprófi 1832.
 

Jón var skrifari hjá landfógeta og settur til að gegna embætti hans um hríð 1836, var umboðsmaður Kirkjubæjarklaustursjarða 1837-47 og bjó þar, var settur sýslumaður í Skaftafellssýslu 1849 en fór utan til laganáms 1850 og lauk því ári síðar.
 

Jón hafði verið fulltrúi Íslands á stjórnlagaþingi Dana 1848-49. Hann var fulltrúi á Þjóðfundinum í Reykjavík 1851 og var þar í forystu, ásamt Jóni Sigurðssyni, þar sem barist var fyrir landsréttindum Íslendinga. Hann fór utan það ár, ásamt nafna sínum, í erindum Þjóðfundarins, en í banni stiftamtmanns. Við það missti hann sýslumannsembættið og von um frekari embættisveitingar.
 

Jón var ásamt nafna sínum, Jóni Sigurðssyni, einn helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar um og eftir þjóðfundinn 1851.
 

Hann eignaðist blaðið Þjóðólf í Reykjavík 1852 og ritstýrði því til 1874 en blaðið kallaði hann „blað lýðsins og þjóðernisflokksins – oppositionsblað“. Hann var alþm. Skaftfellinga 1845-58, Vestur-Skaftfellinga 1858-69 og kosinn alþm. Vestmannaeyja 1874 og bæjarfulltrúi í Reykjavík 1856-68. Þá var hann málflutningsmaður við landsyfirréttinn frá 1858 til æviloka.
 

Einar Laxness ritaði ævisögu Jóns Guðmundssonar, útg. af Sögufélagi og Ísafold 1960, og annaðist útgáfu bréfa Jóns ritstjóra til Jóns forseta 1845-1855.
 

Jón lést 31. maí 1875.


Skráð af Menningar-Bakki.

11.12.2020 06:56

Merkir Íslendingar - Fríða Á. Sigurðardóttir

 


Fríða Á Sigurðardóttir (1940 - 2010).
 

 

 

Merkir Íslendingar – Fríða Á. Sigurðardóttir

 

 

Fríða Áslaug Sigurðardóttir fæddist á Hesteyri í Sléttuhreppi í N-Ísafjarðarsýslu 11. desember 1940.

 

Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson, bóndi í Hælavík og síðar símstöðvarstjóri á Hesteyri, og kona hans, Stefanía Halldóra Guðnadóttir húsfreyja. Fríða átti 12 systkini, meðal annarra Jakobínu Sigurðardóttur rithöfund.

 

Fríða var gift Gunnari Ásgeirssyni og eru synir þeirra Ásgeir og Björn Sigurður. Hún lauk cand.mag.-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1979. Hún starfaði sem bókavörður á Háskólabókasafni og Ameríska bókasafninu frá 1964 til 1970, var deildarfulltrúi við heimspekideild Háskóla Íslands frá 1971 til 1973 og stundakennari við Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands frá 1973 til 1975.

 

Frá 1978 starfaði Fríða alfarið við ritstörf. Fyrsta bók Fríðu, smásagnasafnið Þetta er ekkert alvarlegt, kom út árið 1980. Hún sendi síðan frá sér tvö önnur smásagnasöfn, Við gluggann (1984) og Sumarblús (2000).

 

Þriðja skáldsaga Fríðu, Meðan nóttin líður (1990), hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1991 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1992. Í umsögn dómnefndar Norðurlandaráðs segir: „Fríða lýsir í ljóðrænum texta þessarar bókar þörf okkar fyrir sögu og frásögn um leið og bókin lýsir hve erfitt það er að komast að eingildum sannleika um líf og list.“ Meðan nóttin líður hefur verið þýdd á Norðurlandamál og ensku.

 

Skáldsaga Fríðu, Í luktum heimi, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 1994. Aðrar skáldsögur Fríðu eru Sólin og skugginn (1981), Eins og hafið (1986), Maríuglugginn (1998) og síðasta verk hennar, Í húsi Júlíu, sem kom út í október 2006. Einnig ritaði Fríða greinar um bókmenntir í blöðum og tímaritum og sendi frá sér ritgerð um leikrit Jökuls Jakobssonar auk þýðinga á erlendum ritum.

 

Fríða Á. Sigurðardóttir lést í Reykjavík 7. maí 2010.
 Skráð af Menningar-Bakki.

09.12.2020 17:34

Merkir Íslendingar - Þröstur Sigtryggsson

 Þröstur Sigtryggsson (1929 - 2017).

 

 

Merkir Íslendingar - Þröstur Sigtryggsson

 

 

Þröst­ur Sig­tryggs­son skip­herra lést 9. des­em­ber 2017. Hann var fædd­ur 7. júlí 1929. 

Son­ur hjón­anna Hjaltlínu Mar­grét­ar Guðjóns­dótt­ur, kenn­ara og hús­freyju frá Brekku á Ingj­aldssandi, og séra Sig­tryggs Guðlaugs­son­ar, prests og skóla­stjóra á Núpi í Dýraf­irði. Bróðir Þrast­ar var Hlyn­ur Sig­tryggs­son veður­stofu­stjóri.
 

Þröst­ur ákvað snemma að gera sjó­mennsku að ævi­starfi. Hann tók inn­töku­próf í 2. bekk far­manna í Stýri­manna­skól­an­um haustið 1952 og út­skrifaðist frá Stýri­manna­skól­an­um 1954 og lauk prófi í varðskipa­deild í sama skóla 1954. Hann réðst þá sem stýri­maður hjá Land­helg­is­gæsl­unni og varð skip­herra 1960 og starfaði þar uns hann lét af störf­um árið 1990, og hafði þá tekið þátt í þrem­ur þorska­stríðum.
 

Þröst­ur kenndi vet­urna 1990-1992 við grunn­skól­ann á Þing­eyri og stundaði sjó­sókn þaðan. Þá var hann skóla­stjóri barna­skól­ans á Núpi 1981 til 1983 og kenndi einnig við héraðsskól­ann þar.
 

Þröst­ur var mik­ill áhugamaður um golf á þess­um árum og stofnaði golf­fé­lagið Glámu á Þing­eyri og stóð að og hannaði 9 holu golf­völl þar vestra. Æsku­slóðirn­ar voru hon­um hug­leikn­ar og gerði hann æsku­heim­ili sitt, Hlíð í Dýraf­irði, að menn­ing­ar­minja­safni. Átti hann hug­mynd að rit­un sögu Núps­skóla. Sú hug­mynd varð að veru­leika og kom bók­in sem Aðal­steinn Ei­ríks­son ritaði út í sum­ar þegar 110 ár voru frá stofn­un skól­ans. Minn­inga­bók Þrast­ar, Spaug­sami spör­fugl­inn, kom út 1987. Þröst­ur var sæmd­ur ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar 17. júní 1976.
 

Vorið 1954 kvænt­ist Þröst­ur Guðrúnu Páls­dótt­ur sjúkra­liða (f. 1933, d. 2013).

Börn þeirra eru;

Mar­grét Hrönn, Bjarn­heiður Dröfn og Sig­trygg­ur Hjalti. Fyr­ir átti Þröst­ur dótt­ur­ina Kol­brúnu Sig­ríði. 

Eft­ir lát eig­in­konu sinn­ar eignaðist Þröst­ur góðan fé­laga og vin, Hall­fríði Skúla­dótt­ur.


 


Hlíð rétt við Núp í Dýrafirði. Heimili séra Sygtryggs og Hjaltlínu. Ljósm.: BIB
 

Skráð af Menningar-Bakki.

08.12.2020 13:34

Merkir Íslendingar- Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

 

Ragnheiður Guðmundsdóttir (1925 -2014)

 

 

Merkir Íslendingar- Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

 

Ragnheiður Guðmundsdóttir, Heiða, fæddist í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði hinn 8. desember 1925. 

 

Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Hagalínsdóttur og Guðmundar Gilssonar og var áttunda í röð tíu barna þeirra.

 

Systkinin frá Innri-Hjarðardal eru:


Gils, f. 1914, Ingibjörg, f. 1916, Helga Guðrún, f. 1918, Þórunn, f. 1920, Hagalín, f. 1921, Kristján, f. 1923, Magnús, f. 1924, Ragnheiður, f.1925, Páll, f. 1927, og Bjarni Oddur, f. 1930.

 

Ragnheiður ólst upp í foreldrahúsum í Hjarðardal ásamt systkinum sínum og tók þátt í þeim störfum sem þar voru unnin sín bernsku- og æskuár.

 

Veturinn 1944-1945 stundaði hún nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni og á Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1947-1948.

 

Ragnheiður giftist Einari Guðna Tómassyni frá Auðsholti, þá í Biskupstungum, hinn 8. desember 1950. Þau byggðu sér hús í Auðsholti og bjuggu þar fyrst félagsbúi með Tómasi bróður Einars og konu hans Helgu Þórðardóttur og síðan með syni sínum og tengdadóttur, Guðmundi Gils og Jarþrúði Jónsdóttur. Heiða gekk til allra starfa í sveitinni bæði úti og inni.

 

Um áratuga skeið tóku Heiða og Einar börn í sumardvöl og skiptir fjöldi þeirra tugum.

 

Heiða og Einar eignuðust fimm börn en misstu einn son á öðru ári.

 

Börn þeirra eru:

1) Sigríður Ása, f. 1951, sambýlismaður Gunnar Gunnarsson. Börn hennar eru: a) Einar Jón Kjartansson, maki Valdileia Martins de Oliveira, hans börn eru Atli Jakob og Anna Luiza, b) Soffía Guðrún Kjartansdóttir, maki Sigurgeir Guðmundsson, börn þeirra eru Konráð Elí, Marteinn Hugi og Ástríður Erna, c) Davíð Ernir Harðarson, d) Snorri Harðarson.

2) Guðmundur Gils, f. 1954, maki Jarþrúður Jónsdóttir. Börn þeirra eru: a) Guðrún Ragnheiður, maki Víglundur Sverrisson, börn: Jana Eir, Emil Tumi og Fura Lív, b) Guðni Reynir, c) Auður Ösp.

3) Unnsteinn, f. 1958, hans dóttir er Kristín.

4)Vilhjálmur Borgar fæddur 1960 látinn 1961.

5)Vilborg fædd 1962, maki Magnús Karlsson. Börn þeirra eru Einar og Sigríður.
 

 

Ragnheiður Guðmundsdóttir lést 28. febrúar 2014.Skráð af aMenningar-Bakki.

07.12.2020 17:35

MERKIR ÍSLENDINGAR - JÓN SIGURÐSSON

 


Jón Sigurðsson (1811 - 1879)

 

 

MERKIR ÍSLENDINGAR – JÓN SIGURÐSSON

 

 

Jón Sigurðsson var fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811, dáinn 7. desember 1879.
 

Foreldrar:
Sigurður Jónsson (fæddur 2. janúar 1777, dáinn 31. október 1855) prestur þar og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestsdóttir frá Holti í Önundarfirði (fædd 1772, dáin 28. ágúst 1862) húsmóðir.

 

Bróðir Jens Sigurðssonar þjóðfundarmanns.

 

Maki (4. september 1845): Ingibjörg Einarsdóttir (fædd 9. október 1804, dáin 16. desember 1879) húsmóðir.

Foreldrar hennar: Einar Jónsson og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir. Systir Ólafs Johnsens þjóðfundarmanns.

 

Stúdent 1829 úr heimaskóla hjá séra Gunnlaugi Oddssyni. Lagði stund á málfræði og sögu, síðar stjórnfræði og hagfræði við Hafnarháskóla en lauk ekki prófi. Við verslunarstörf í Reykjavík 1829–1830. Skrifari hjá Steingrími biskupi Jónssyni í Laugarnesi 1830–1833. Varð 1835 styrkþegi Árnasafns, skrifari í stjórnarnefnd þess frá 1848 til æviloka. Vann samtímis hjá Bókmenntafélaginu, Vísindafélagi Dana (Det kgl. danske Videnskabernes Selskab), Fornfræðafélaginu (Det kgl. nordiske Oldskriftselskab), var skjalavörður þess félags 1845–1849, er staðan var lögð niður, naut síðan biðlauna um hríð og styrks úr sjóði J. L. Smidts, uns hann fékk fastan styrk úr ríkissjóði Dana til þess að gefa út fornbréfasafn.

 

Stofnaði Ný félagsrit og gaf út 1841–1873.

 

Forseti Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins frá 1851 til æviloka, hlaut af því forsetanafnið. Forseti Þjóðvinafélagsins frá stofnun þess 1871 til æviloka. Átti sæti í fornritanefnd Fornfræðafélagsins frá 1847 til æviloka, skrifari í stjórn þess 1863–1864. Erindreki í fjárkláðamálinu 1859.

 

Var í fjárhagsnefnd Íslendinga og Dana 1861–1862 og í póstmálanefnd 1871. Hafði laun frá Þjóðvinafélaginu 1873–1874, en síðan heiðurslaun frá Alþingi. Átti heima í Kaupmannahöfn alla tíð frá 1833.

 

Alþingismaður Ísfirðinga 1845–1879. Þjóðfundarmaður 1851. Sat ekki þing 1855, 1861, 1863 og sagði af sér fyrir þing 1879.

 

Konungkjörinn fulltrúi Íslands á stjórnlagaþinginu í Danmörku 1848–1849. Forseti Alþingis 1849, 1853, 1857 og 1865–1873, forseti sameinaðs þings 1875–1877, forseti neðri deildar 1875–1877.

 

Samdi rit og greinar um réttarstöðu Íslands og framfaramál. Gaf út íslensk fornrit og fornbréf. — Stærst margra rita um ævi hans er í fimm bindum: Jón Sigurðsson, eftir Pál Eggert Ólason (1929–1933).

 

Ritstjóri:

Ný félagsrit (1841–1873).

Tíðindi frá Alþingi Íslendinga (1845–1847).


 

 

Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.