Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.04.2020 07:03

Vigdís Finnbogadóttir 90 ára

 

   Vigdís Finnbogadóttir 90 ára

 

 

 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

14.04.2020 16:58

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

BIBarinn grúskar í myndasafninu         Á Bryggjuhátíð á Stokkseyri árið 2008, á 120 ára afmæli 

Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps, heiðraði Hrútavinafélagið Örvar

   þau Hörð Sigurgrímsson og Önnu Guðrúnu Bjarnardóttur í Holti.


             
                                         Þau eru nú bæði látin.

 

                Í dag, 14. apríl, er afmælisdagur Önnu Guðrúnar.

                                   Blessuð sé minning þeirra.

 

  .

.

 

 
Skráð af Menningar-Bakki 

13.04.2020 12:10

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

   BIBarinn grúskar í myndasafninu
 

 

Fundur í Hrútavinafélaginu Örvari á Suðurlandi haldinn í Svartakletti hjá Elfari Guðna

og árið er 2006.

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Elfar Guðni Þórðarson og Pétur Guðmundsson (látinn).Skráð af Menningar-Bakki.

 

13.04.2020 09:56

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Hrútavina-Sviðið á Stokkseyrarbryggju.

 

   BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 Hvað telur í tugum þúsunda.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

13.04.2020 08:38

Prestsembætti endurvakið í Danmörku

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Skt. Pauls kirkja í Kaupmannahöfn.

 

Prestsembætti endurvakið í Danmörku

 

Embætti sendi­ráðsprests í Kaup­manna­höfn hef­ur verið end­ur­vakið, en það var lagt niður í kjöl­far banka­hruns­ins 2008.

 

Aug­lýst var eft­ir presti til að gegna embætt­inu og bár­ust fjór­ar um­sókn­ir.

 

Þau sóttu um:

Séra Hann­es Björns­son,

sr. Jó­hanna Magnús­dótt­ir,

sr. Krist­inn Jens Sig­urþórs­son

og sr. Sig­fús Kristjáns­son.

 

Um­sókn­ir fara nú til þriggja manna mats­nefnd­ar sem met­ur hæfni um­sækj­enda sam­kvæmt starfs­regl­um um val og veit­ingu prest­sembætta.

 

Bisk­up ræður í embætti sérþjón­ustuprests að feng­inni niður­stöðu mats­nefnd­ar og tek­ur prest­ur­inn við 1. ág­úst 2020. Embættið er eitt af störf­um sérþjón­ustupresta þjóðkirkj­unn­ar og lýt­ur til­sjón pró­fasts Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæm­is vestra.

 

Sr. Jón­as Gísla­son (1926-1998), síðast vígslu­bisk­up í Skál­holti, var fyrsti prest­ur Íslend­inga í Kaup­manna­höfn á veg­um ís­lenska rík­is­ins/?síðar kirkj­unn­ar en það var árið 1964.

 

Séra Þórir Jök­ull Þor­steins­son var síðast form­leg­ur prest­ur Íslend­inga með aðset­ur í Kaup­manna­höfn en hann er nú prest­ur í Nor­egi (hjá norsku kirkj­unni). Séra Ágúst Ein­ars­son, prest­ur Íslend­inga í Gauta­borg í Svíþjóð, hef­ur sinnt söfnuðinum í Dan­mörku eft­ir að embættið þar var lagt niður.

 

Prest­ur­inn hef­ur aðset­ur í sendi­ráði Íslands í Kaup­manna­höfn. Íslensk­ar guðsþjón­ust­ur eru að jafnaði einu sinni í mánuði í Skt. Pauls kirkju og kirkjukaffi í Jóns­húsi á eft­ir. Kirkju­starfið ligg­ur nú niðri vegna veirufar­ald­urs­ins.

 

Eft­ir banka­hrunið var prest­sembættið í London einnig lagt af. Söfnuðinum þar hef­ur verið sinnt af prest­um á Íslandi. Eng­in ákvörðun ligg­ur fyr­ir um það hvort og þá hvenær embættið í London verður end­ur­vakið.Skráð af Menningar-Bakki.

12.04.2020 10:33

Gleðilega páska.

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Gleðilega páska

 

 

Að morgni páskadags á Eyrarbakka

 

Ljósm.: Ingvar Magnússon
 Skráð af Menningar-Bakki.

12.04.2020 08:08

Konan sem ruddi brautina

 

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

Anna Stephensen

Önfirðingurinn Anna Stephensen (1905 - 1989).

 

 

Konan sem ruddi brautina

 

• Utanríkisþjónusta Íslands á 80 ára afmæli 

 

• Karlar lengst af í helstu áhrifastöðum 

 

• Hér segir frá Önfirðingnum Önnu Stephensen

sem fyrst kvenna hlaut diplómatísk réttindi

en fékk aldrei sendiherrastöðu

 

Þess er nú minnst að 80 ár eru liðin frá því að Ísland tók meðferð ut­an­rík­is­mála í eig­in hend­ur og ut­an­rík­is­mála­deild Stjórn­ar­ráðsins var gerð að ut­an­rík­is­ráðuneyti. Þetta var 10. apríl 1940 og mark­ar upp­haf ís­lenskr­ar ut­an­rík­isþjón­ustu. Í ár verður þess einnig minnst að 100 ár eru liðin frá því að sendi­ráð Íslands í Kaup­manna­höfn, fyrsta sendi­ráð Íslands var opnað.

Af þessu til­efni hef­ur ut­an­rík­is­ráðuneytið sett upp sér­stak­an af­mæl­isvef þar sem sag­an er rifjuð upp. Þar er að finna sögu­legt yf­ir­lit þar sem stiklað er á stóru um helstu þætti í starf­semi ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar á þess­um árum.

 

43 ár í sendi­ráðinu

 

All­ar æðstu stöður í ut­an­rík­isþjón­ust­unni voru lengst af skipaðar körl­um. Hér verður hins veg­ar staldrað við frá­sögn af fyrstu kon­unni sem öðlaðist diplóma­tísk rétt­indi, Önnu Stephen­sen. Hún varð þó aldrei sendi­herra þótt hún hefði sómt sér vel í slíku hlut­verki. Það var ekki fyrr en 1991 sem kona komst í hóp sendi­herra. Það var Sig­ríður Snæv­arr.

 

Anna hóf störf í ís­lenska sendi­ráðinu í Kaup­manna­höfn 1. des­em­ber 1929 og lét af störf­um að eig­in ósk 1. júní 1972. Hún átti eft­ir að verða einn reynd­asti starfsmaður ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar en hún starfaði sam­fleytt í sendi­ráðinu í Kaup­manna­höfn í 43 ár, í tíð sjö sendi­herra. Hún var oft staðgeng­ill í fjar­veru þeirra og sat einnig fjöl­marga nor­ræna fundi.

 

Í minn­ing­ar­orðum Önnu S. Snorra­dótt­ur út­varps­konu um nöfnu sína og vin­konu í Morg­un­blaðinu haustið 1989 seg­ir að Anna hafi notið mik­ils trausts í ut­an­rík­isþjón­ust­unni. „Ég sagði stund­um við þessa góðu nöfnu mína, að það hlyti að koma að því, að hún yrði gerð að sendi­herra og sann­ar­lega hefði hún sómt sér vel í slíkri stöðu.“

 

Þegar Anna var spurð að því við starfs­lok­in hvað væri eft­ir­minni­leg­ast á ferli henn­ar voru erfiðleik­arn­ir á stríðsár­un­um of­ar­lega í huga henn­ar. „Þá var oft þröngt í búi hjá lönd­um hér, ekki síst stúd­ent­un­um. Hafði sendi­ráðið þá fyr­ir­mæli um það að heim­an að greiða götu þeirra. En það hef­ur verið ánægju­legt að vera með í að byggja upp fyrsta sendi­ráð Íslands. Ég hefi aldrei þjáðst af heimþrá nema á stríðsár­un­um.“

 

Glæsi­leg kona og tígu­leg

 

Anna fædd­ist 14. októ­ber 1905 og lést 30. janú­ar 1989. Hún stundaði nám við versl­un­ar­skóla í Kaup­manna­höfn árin 1923-24 og vann á skrif­stofu þar í borg, aðallega við hraðrit­un, áður en hún hóf störf hjá sendi­ráðinu. Hún fór snemma úr for­eldra­hús­um. Faðir henn­ar var séra Páll Stephen­sen, prest­ur í Holti í Önund­arf­irði, og móðir henn­ar var Helga Þor­valds­dótt­ir, dótt­ir Þor­valds Jóns­son­ar, lækn­is á Ísaf­irði.

 

Anna Stephen­sen var sögð glæsi­leg kona, grann­vax­in, há og svaraði sér vel. Hún átti fal­legt heim­ili þar sem gest­um þótti gott að koma, og hún naut þess að vera með fólki, bæði heima hjá sér og að heim­an, meðan heilsa leyfði. Hún var ágæt­lega gef­in, átti gott safn bóka og las mikið. „Hún lánaði mér oft bæk­ur og henni á ég að þakka, hve snemma ég kynnt­ist verk­um ým­issa danskra höf­unda, þ.á m. Kar­en­ar Blix­en, sem hún hafði mikl­ar mæt­ur á. Anna var mjög mús­íkölsk, spilaði vel á pí­anó og oft var sungið með glöðum vin­um á heim­ili henn­ar, einkum fyrr á árum. Hún sótti leik­hús og tón­leika, og aldrei gleymi ég safni henn­ar af pró­grömm­um, sem hún hélt til haga lengi vel. Þar mátti sjá, að hún lét ekki listviðburði fram­hjá sér fara,“ skrifaði Anna Snorra­dótt­ir.

 

Sig­urður Nor­dal, sem um tíma var sendi­herra í Kaup­manna­höfn, skrifaði um Önnu 1969: „Hún hef­ur ein­stöku sinn­um í fjar­veru sendi­herra, að því er eg hygg fyrst ís­lenzkra kvenna gegnt starfi sendi­full­trúa (chargé d'affaires). Hún hef­ur vissu­lega notið sín þar eigi síður en í dag­legu starfi í skrif­stof­unni, því að hún er fram­ar öllu dama, glæsi­leg kona og tígu­leg í fram­göngu. Eg vona, að þær kon­ur, sem að lík­ind­um eiga eft­ir að verða sendi­herr­ar Íslands í framtíðinni, gleymi ekki for­göngu henn­ar.“

 

 

Morgunblaðið laugardagurinn 11. apríl 2020.

Guðmund­ur Magnús­son

gudmund­ur@mbl.isSkráð af Menningar-Bakki.

11.04.2020 08:57

Umsóknir uræðimanm dvöl í íbúð fns í Kaupmannahöfn 2020-21

 

 

 Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns

 

 í Kaupmannahöfn 2020-21

 

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2020-21

 

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota frá ágústlokum 2020 til sama tíma að ári. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 14. apríl næstkomandi.

 

Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúðinni, sem er á 2. hæð Jónshúss. Íbúðin er tveggja herbergja og fylgir henni allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Afnotin eru endurgjaldslaus en þeim sem fá úthlutað ber þó að greiða fyrir þrif íbúðarinnar og rekstrarkostnað, alls kr. 60.000. Nánari upplýsingar um fræðimannsíbúðir er að finna á vef Jónshúss.

 

Dvalartími í íbúðinni fer eftir umfangi verkefnis og öðrum atvikum en er þó venjulega ekki lengri en tveir mánuðir. Úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Danmörku.

 

Við úthlutun íbúðarinnar er höfð hliðsjón af eftirfarandi atriðum:

 

1. Að verkefnið hafi fræðilegt eða hagnýtt gildi og þyki áhugavert.

 

2. Að umsókn sé vandlega unnin.

 

3. Að sem eðlilegust skipting sé milli kynja og fræðigreina.

 

4. Að verkefnið verði ekki unnið annars staðar en í Kaupmannahöfn eða nágrenni.

 

Þeir sem eru í námi, þar á meðal doktorsnámi, eiga að jafnaði litla möguleika á úthlutun. Þá er höfð hliðsjón af því hvort sótt er um dvöl í fyrsta skipti en þegar umsækjendur eru jafnsettir skulu þeir ganga fyrir sem sækja um dvöl í fyrsta skipti.

 

Úthlutunarnefnd ráðgerir að ljúka störfum í maí.

 

Umsóknir um íbúðina skulu vera á sérstöku eyðublaði sem nálgast má á vef Jónshúss 

og sendist:

Jörundur Kristjánsson

„Umsókn um fræðimannsíbúð“

Skrifstofu Alþingis

101 Reykjavík

 

Eða sem viðhengi á netfangið jorundurk@althingi.isSkráð af Menningar-Bakki

11.04.2020 07:39

Bítlarnir hættu fyrir hálfri öld

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.


 

 Bítlarnir hættu fyrir hálfri öld

 

Hálf öld var í gær liðin frá því bresku Bítlarnir, The Beatles, liðu endanlega undir lok sem hljómsveit. Olli það aðdáendum sveitarinnar um heim allan miklu hugarangri.

 

Losarabragur var kominn á samstarf sveitarinnar sem gjörbreytti popptónlistinni. Paul McCartney rak svo smiðshöggið á það með fréttatilkynningu sem fylgdi útgáfu fyrstu plötu sólóferils hans. Birti götublaðið Daily Mirror hana 10. apríl 1970, um viku fyrir plötuútkomu McCartneys. Eins og þruma úr heiðskíru lofti kom sú yfirlýsing hans að hann sæi ekki fyrir sér að þeir John Lennon myndu semja fleiri lög saman og eins að Bítlarnir væru ekki lengur til sem starfandi sjálfstæð hljómsveit

 

Mörgum virtist ljóst hvert stefndi. Um mitt árið 1968 strunsaði Ringo Starr út úr hljóðverum þegar Bítlarnir unnu að Hvíta albúminu svonefnda. George Harrison hætti um skeið í janúar 1969 og John Lennon staðfesti í september 1969 að hann hygðist hætta í Bítlunum.

Sjá:
https://www.youtube.com/watch?v=rblYSKz_VnI
 Skráð af Menningar-Bakki.

09.04.2020 21:09

9. apríl - Afmæli Þingeyrarkirkju

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Þingeyrarkirkja.
 

 9. apríl - 

 

Afmæli Þingeyrarkirkju

 

Þingeyrarkirkja var byggð á árunum 1909 - 1911 og vígð 9. apríl 1911.

 

Áður stóðu kirkja og prestsetur á Söndum í Þingeyrarhreppi og höfðu staðið þar frá því snemma á 13. öld. Árið 1907, þegar ljóst var að byggja þurfti nýja kirkju, var ákveðið að færa kirkjuna inn á Þingeyri, því að kauptúnið var þá að byggjast upp og íbúar í Sandasókn voru 618.Prestsetrið var flutt til Þingeyrar árið 1915. Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson (1874 - 1917), arkitekt og fyrsti húsameistari ríkisins, teiknaði Þingeyrarkirkju og er hún úr steini í gotneskum stíl en að innan er hún prýdd fögru tréverki.

Rögnvaldur Ólafsson réð hann útliti og staðsetningu kirkjunnar á kirkjulóðinni, sem Gramsverslun á Þingeyri gaf undir kirkjubygginguna. Kirkjuna lét arkitektinn snúa í norður og suður en ekki í austur og vestur eins og viðtekin venja er og var hún látin snúa svo sem hún gerir til að bera vel við þeim sem koma af hafi til Þingeyrar.

 

Þingeyrarkirkja er vel búin gripum.Altaristöfluna málaði Þórarinn B. Þorláksson, listmálari og sýnir hún Krist sem situr úti í íslenskri náttúru og hjá honum standa þrjár telpur.

Myndefnið er:

Jesús blessar börnin. Fyrirmyndirnar að telpunum eru dætur málarans. Skírnarfontur er útskorinn af Ríkharði Jónssyni, myndskera.

 

Hjónin Gréta Björnsson listmálari og Jón Björnsson málarameistari máluðu og skreyttu kirkjuna með ýmsum trúarlegum táknum árið 1961.

 

Sandakirkja var á kaþólskum tíma helguð heilögum Nikulási og hefur listmálarinn málað mynd hans hér í Þingeyrarkirkju vinstra megin við altarið og Pétur postula hægra megin.

 

Þrír steindir gluggar eru á korgafli eftir glerlistakonuna Höllu Haraldsdóttur.

 

Tvær ljósastikur fornar á kirkjan frá árinu 1656 úr Sandakirkju og fleiri gripi þaðan.

 

Þá á Þingeyrarkirkja gripi úr Hraunskirkju í Keldudal.

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

Í Þingeyrarkirkju í Dýrafirði.

Kirkjan er verk Dýrfirðingsins Rögnvaldar Ólafssonar.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.
Í Stóra-Núpskirkju í Hrunaprestakalli á Suðurlandi.

KIrkjan er verk Dýrfirðingsins Rögnvaldar Ólafssonar.


Skráð af Menningar-Bakki.