![]() |
Kristján konungur X staðfesti breytingar á stjórnarskránni þann 19. júní árið 1915.
Konur fengu þá kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, en fyrst í stað var miðað við 40 ára og eldri.
Réttindunum var fagnað á Austurvelli 7. júlí, við setningu Alþingis.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
-Humar við Hafið-
Afhjúpun við -Hafið bláa- við Óseyrarbrúna í gær
„Ég þekki humarinn vel eftir að hafa verið á slíkum veiðum í níu vertíðir,“ segir Kjartan Brynjar Sigurðsson, sjómaður í Þorlákshöfn. Í gær, 17. jíní 2020, var við veitingastaðinn Hafið bláa , sem er við vestursporð Óseyrarbrúar, afhjúpað listaverkið Humar við hafið . Kjartan er höfundur þess; stórs stykkis sem er unnið úr plasti og lagt á járngrind. Þetta er eftirlíking af humri, en veiðar og vinnsla á honum skiptu löngum miklu fyrir byggðarlögin á þessum slóðum, Þorlákshöfn og Eyrarbakka.
Veitingastaðinn eiga þau Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir að Hrauni í Ölfusi. Listaverk er við fiskverkunarstöð þeirra í Þorlákshöfn og nú er bætt um betur. Kúnstgripurinn er á áberandi stað við fjölfarna leið og má gera ráð fyrir að margir hafi þar viðkomu í framtíðinni.
![]() |
Morgunblaðið 18. júní 2020
sbs@mbl.is
Skráð af Menningar-Bakki.
Jón Sigurðsson (1811 - 1879)
Merkir Íslendingar - Jón Sigurðsson forseti
Jón Sigurðsson var fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811, dáinn 7. desember 1879.
Foreldrar:
Sigurður Jónsson á Hrafnseyri (fæddur 2. janúar 1777, dáinn 31. október 1855) prestur þar og kona hans Þórdís Jónsdóttir frá Holti í Önundarfgirði (fædd 1772, dáin 28. ágúst 1862) húsmóðir. Bróðir Jens Sigurðssonar þjóðfundarmanns. Maki (4. september 1845): Ingibjörg Einarsdóttir (fædd 9. október 1804, dáin 16. desember 1879) húsmóðir. Foreldrar: Einar Jónsson og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir. Systir Ólafs Johnsens þjóðfundarmanns.
Stúdent 1829 úr heimaskóla hjá séra Gunnlaugi Oddssyni. Lagði stund á málfræði og sögu, síðar stjórnfræði og hagfræði við Hafnarháskóla en lauk ekki prófi.
Við verslunarstörf í Reykjavík 1829–1830. Skrifari hjá Steingrími biskupi Jónssyni í Laugarnesi 1830–1833. Varð 1835 styrkþegi Árnasafns, skrifari í stjórnarnefnd þess frá 1848 til æviloka. Vann samtímis hjá Bókmenntafélaginu, Vísindafélagi Dana (Det kgl. danske Videnskabernes Selskab), Fornfræðafélaginu (Det kgl. nordiske Oldskriftselskab), var skjalavörður þess félags 1845–1849, er staðan var lögð niður, naut síðan biðlauna um hríð og styrks úr sjóði J. L. Smidts, uns hann fékk fastan styrk úr ríkissjóði Dana til þess að gefa út fornbréfasafn.
Stofnaði Ný félagsrit og gaf út 1841–1873. Forseti Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins frá 1851 til æviloka, hlaut af því forsetanafnið. Forseti Þjóðvinafélagsins frá stofnun þess 1871 til æviloka. Átti sæti í fornritanefnd Fornfræðafélagsins frá 1847 til æviloka, skrifari í stjórn þess 1863–1864. Erindreki í fjárkláðamálinu 1859. Var í fjárhagsnefnd Íslendinga og Dana 1861–1862 og í póstmálanefnd 1871. Hafði laun frá Þjóðvinafélaginu 1873–1874, en síðan heiðurslaun frá Alþingi. Átti heima í Kaupmannahöfn alla tíð frá 1833.
Alþingismaður Ísfirðinga 1845–1879. Þjóðfundarmaður 1851. Sat ekki þing 1855, 1861, 1863 og sagði af sér fyrir þing 1879. Konungkjörinn fulltrúi Íslands á stjórnlagaþinginu í Danmörku 1848–1849.
Forseti Alþingis 1849, 1853, 1857 og 1865–1873, forseti sameinaðs þings 1875–1877, forseti neðri deildar 1875–1877.
Samdi rit og greinar um réttarstöðu Íslands og framfaramál. Gaf út íslensk fornrit og fornbréf. — Stærst margra rita um ævi hans er í fimm bindum: Jón Sigurðsson, eftir Pál Eggert Ólason (1929–1933).
Ritstjóri:
Ný félagsrit (1841–1873). Tíðindi frá Alþingi Íslendinga (1845–1847).
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
||
|
Á Flateyri verður boðið upp á daglega viðburði í sumar (2020) frá 15. júní til 15. ágúst þar sem ferðamenn og heimamenn hittast og skemmta sér saman.
Alla mándaga kl. 20:00
Harðfiskverkun
Breiðadalsfiskur kynnir harðfiskverkun skref fyrir skref. Allir fá harðfisk að smakka og lítinn gjafapakka ásamt kvöldkaffi hjá Kaffi Sól. - Kynningin fer fram í Breiðadal, í harðfiskiverkun á bakvið Kaffi Sól og kostar 2,000 kr á mann. (1,000 kr fyrir 16 ára og yngri) - Sími: 862 1841
Alla þriðjudaga kl. 20:00
Kvöldstund í Gömlu Bókabúðinni
Langafasonur stofnanda verslunarinnar mun leiða fólk um húsið og segja sögu fjölskyldunnar og verslunarinnar. - Haldið í Gömlu Bókabúðinni og er aðgangur ókeypis. - Sími: 840 0600
Alla miðvikudaga kl. 20:00
Snjóflóðaganga með Björgunarsveitarmanni
Björgunarsveitarmaður sem tók þátt í aðgerðum í snjóflóðinu 1995 eða 2020 leiðir göngu um Flateyri og segir frá björgunaraðgerðum og snjóflóðasögu Flateyrar. - Gangan byrjar fyrir framan Gömlu bókabúðina og kostar 2,000 kr fyrir 16 ára og eldri.- Sími: 840 0600
Alla fimmtudaga kl. 20:00
Teflt við heimamenn
Skákáhugamenn á Flateyri taka vel á móti þér og eru tilbúnir að tefla við jafn byrjendur sem og atvinnumenn. - Teflt er á Bryggjukaffi og er ókeypis fyrir alla. - Sími: 863 7662
Alla föstudaga kl. 22:00
Barsvar / Pub-Quiz
Mátaðu gáfur þínar við Flateyringa með því að etja kappi við þá á barsvari. - Spurt verður á Vagninum og er þátttaka ókeypis - Sími: 456 7751
Alla laugardaga kl. 22:00
Listamaður stígur á Svið
Gamlar hetjur í bland við landsþekkta listamenn stíga á hið sögufræga svið Vagnisins öll laugardagskvöld í sumar. - Haldið á Vagninum og verð er breytilegt eftir viðburðum - Sími: 456 7751
Alla Sunnudaga kl. 15:00
Önfirskur ljóðalestur
Lesin verða upp ljóð eftir Önfirðinga í bland við önnur merk ljóðskáld á meðan gestir gæða sér á kaffibolla. - Ljóðlesturinn er á SIMA hostel og er aðgangur ókeypis - Sími: 897 8700
---
Það er nóg að mæta bara á réttan stað, á réttum degi og tíma. Óþarfi að panta eða bóka mætingu, þó gæti húsrúm eða covid reglur stjórnað fjöldanum á einstaka viðburðum.
Frekari upplýsingar má nálgast á:
Sjáumst á Flateyri í sumar.
Skráð af Menningar-Bakki
![]() |
Jónshús
í Kaupmannahöfn 50 ára
Hinn 12. september 2020 á Jónshús í Kaupmannahöfn 50 ára starfsafmæli. Af því tilefni verður ýmislegt gert í húsinu og meðal annars horft um farinn veg. Haldið verður upp á sjálfan afmælisdaginn í Jónshúsi, þegar þar að kemur, og meira um það síðar, en fram að því munum við meðal annars segja sögur og sýna myndir.
Jónshús hefur aðgang að mörgum myndir og þekktar eru margar sögur. En einnig er margt sem við vitum ekki. Því væri gaman ef gamlir notendur hússins myndu senda okkur myndir eða segja okkur skemmtilegar sögur. Ef þú, kæri lesandi, lumar á slíku, máttu endilega láta í þér heyra.
Húsið við Øster Voldgade númer 12, sem í dag heitir Jónshús, er þó töluvert eldra en 50 ára, því það var byggt árið 1852 og er því 168 ára. Sama ár og húsið var byggt fluttu hjónin Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir í húsið, í íbúðina á 3ju hæð.
Árið 1966 var húsið í eigu Carls og Johanne Sæmundsen, en einmitt það ár gáfu þau Alþingi húsið í minningu Jóns og Ingibjargar. Við athöfn 12. september 1970 var húsið formlega tekið í notkun sem félagsmiðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn, innréttuð var fræðimannsíbúð á 2. hæð og jafnframt sett upp sýningu um Jón og Ingibjörgu á 3ju hæðinni.
Við munum, hér deila sögum og myndum, allt eftir efnum og aðstæðum.
Af vef Jónshúss í Kaupmannahöfn.
![]() |
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Viðburðaröð í Bókakaffinu á Selfossi
Bókakaffið á Selfossi hefur í dag, sunnudaginn 14. júní 2020, þematengda viðburðaröð sem ber yfirskriftina Menningarsumarið í Bókakaffinu.
Viðburðirnir verða fjórir og munu taka mið af fordæmalausu ástandi með fjöldatakmörkunum og því mikilvægt að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti, segir í tilkynningu.
Dagskráin verður um 30 mínútur að lengd og flutt tvisvar, kl. 14 og 15.
Fyrsta dagskrá menningarsumarsins ber yfirskriftina Nú andar suðrið og er helguð þýðingum.
Inn á milli lestra munu hljóma íslenskir og argentínskir tónar.
Fram koma:
Árni Óskarsson sem les úr þýðingu sinni á spennusögunni Otsjajaníje eftir verðlaunahöfundinn Vladimir Nabokov en bókin nefnist á íslensku Örvænting og er væntanleg seinna á árinu.
Pamela De Sensi flytur verkin Kveðju eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Tango Etude nr. 3 eftir Astor Piazzolla og les einnig úr ítalskri þýðingu bókarinnar Tvöfalt gler sem hefur farið sigurför um heiminn, auk þess sem höfundur hennar, Halldóra Thoroddsen, les brot úr bókinni á íslensku.
Hallgrímur Helgason, þýðandi og skáld, les úr þýðingu sinni á Óþelló eftir William Shakespeare
og Helga Soffía Einarsdóttir fjallar um þýðingu sína á bókinni Glæpur við fæðingu eftir grínistann og þáttastjórnandann Trevor Noah en í bókinni segir hann frá uppvexti sínum á tímum aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku.
![]() |
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Bessastaðir. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Sigurður Jónasson forstjóri afhenti íslenska ríkinu Bessastaði að gjöf þann 13. júní 1941.
Eftir einveldistöku Danakonungs urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.
Árið 1867 eignaðist þingmaðurinn og skáldið Grímur Thomsen Bessastaði og bjó þar í tæp tuttugu ár en við lát hans árið 1896 keypti Landsbanki Íslands staðinn af ekkju hans, Jakobínu Jónsdóttur.
Tveimur árum síðar keyptu Ísafjarðarhjónin Skúli Thoroddsen, ritstjóri og alþingismaður, og kona hans Theodóra Thoroddsen skáldkona Bessastaði og bjuggu þar með börnum sínum tólf til ársins 1908. Þegar Skúli lést árið 1916 keypti Jón H. Þorbergsson bóndi Bessastaði og bjó þar til ársins 1928 en eftir það bjó Björgúlfur Ólafsson læknir á staðnum 1928-1940.
Sigurður Jónasson forstjóri keypti Bessastaði af Björgúlfi árið 1940 og afhenti ríkinu staðinn að gjöf ári síðar.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
13. júní 2020 -
Bjarkar Snorrason 75 ára
Til hamingju með daginn.
Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi.
![]() |
||||
. .
|
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Sólbakkastöðin á Sólbakka í Önundarfirði á mynd í Félagsbæ á Flateyri. |
Hans Ellefsen, født i Stokke - Vestfold, norsk hvalfangstreder. Drev først hvalfangst på Øst-Finnmark.
Flyttet 1889 til Island. Inntil 1901 hadde han stasjon på Solbakka i Önundarfjörður på den vestlige del av Island, de første årene sammen med broren Andreas Ellefsen (1848–1927).
Hans stasjon på Asknes i Mjóifjörður, 1901–11, ble kalt verdens største, med mer enn 400 mann.
Hans villa på Solbakka ble etter hans død flyttet til Reykjavík som statsminister- og representasjonsbolig.
STORE NORSKE LEKSIKON
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Hjálmar R. Bárðarson (1918 - 2009). |
Hjálmar fæddist á Ísafirði 8. júní 1918. Foreldrar hans voru Bárður Guðmundur Tómasson, fyrsti skipaverkfræðingur Íslendinga, og k.h., Filippía Hjálmarsdóttir húsfreyja.
Eiginkona Hjálmars var Else Sørensen húsfreyja.
Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MR 1939, stundaði nám í tréskipasmíði við skipasmíðastöð BGT á Ísafirði 1940, nám í flugvélasmíði við Marinens Flyvevåben í Kaupmannahöfn 1940, stundaði verklegt nám í stálskipasmíði, rafsuðu, járnsteypu og rennismíði við Ørlogsværftet á námstíma í verkfræði í Kaupmannahöfn, lauk prófum í skipaverkfræði frá DTH 1947, lærði jafnframt flugvélaverkfræði sem aukagrein og sótti námskeið í tæknilegri ljósmyndun.
Hjálmar var skipaverkfræðingur hjá Helsingör Skibsværft og Maskinbyggeri A/S í Danmörku, hjá Cook, Welton & Gemmel Ltd og hjá Stálsmiðjunni hf. í Reykjavík 1948-54. Hann var skipaskoðunarstjóri og skipaskráningarstjóri 1954-70, siglingamálastjóri 1970-85 og forseti Alþjóðasiglingamálastofnunar SÞ í Lundúnum 1969-71.
Hjálmar sinnti viðamiklum rannsóknarstörfum vegna endurbóta á togurum og öðrum fiskiskipum er varða ísingu og stöðugleika þeirra. Auk þess vann hann að endurbótum gúmmíbjörgunarbáta og búnaði þeirra. Hann kom upp búnaði Stálsmiðjunnar við smíði stálskipa og hannaði og stjórnaði smíði Magna, fyrsta stálskipsins sem smíðað var hér á landi, og hannaði fjölda annarra skipa. Hann olli byltingu í gerð mastra með þrífótamastri í stað víravanta og hannaði fyrsta íslenska hringnótafiskiskipið með lokað milliþilfar frá bakka að brú.
Hjálmar gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir íslenska ríkið og IMO, Alþjóðasiglingamálastofnun SÞ og fór oft fyrir þeim samtökum í öryggismálefnum skipa og baráttu gegn mengun sjávar vegna skipaumferðar. Hann var auk þess einn dáðasti landslags- og náttúruljósmyndari þjóðarinnar.
Hjálmar lést 7. apríl 2009
Skráð af Menningar-Bakki.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is