Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.11.2020 06:56

Merkir Íslendingar - Jón Ólafsson Indíafari

 

 

 

 

Merkir Íslendingar - Jón Ólafsson Indíafari

 

 

Jón Ólafs­son fædd­ist 4. nóv­em­ber 1593 á Svart­hamri í Álftaf­irði, Ísafjarðardjúpi.

 For­eldr­ar hans voru Ólaf­ur Jóns­son, bóndi á Svart­hamri og k.h. Ólöf Þor­steins­dótt­ir. Faðir hans dó úr blóðsótt þegar Jón var að verða 7 ára, eft­ir því sem hann sjálf­ur seg­ir.

 

Jón er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir reisu­bók sína um dvöl sína í Kaup­manna­höfn og ferð sína til Ind­lands, sem hann skrifaði um 1661. Frá­sögn­in skipt­ist í tvo meg­in­hluta og grein­ir sá fyrri frá dvöl hans í Dan­mörku og ferðinni til Sval­b­arða, en hinn síðari lýs­ir Ind­lands­ferð hans. Þriðja hlut­an­um er bætt við eft­ir dauða Jóns og grein­ir hann frá ævi Jóns eft­ir heim­kom­una til Íslands.
 

Árið 1615 kom Jón sér um borð í enskt skip og samdi við skip­stjór­ann um far til Eng­lands. Þaðan lá leið hans til Dan­merk­ur þar sem hann gerðist byssu­skytta á her­skip­um Kristjáns IV. Dana­kon­ungs. Fljót­lega lá leið hans norður í Hvíta­haf, til Sval­b­arða og árið 1622 sigldi hann suður fyr­ir Góðrar­von­ar­höfða til Srí Lanka. Síðar dvald­ist hann í virki í dönsku ný­lend­unni Tranqu­eb­ar á Indlandi. Í sept­em­ber árið 1624 slasaðist hann illa í spreng­ingu í fall­byssu og var flutt­ur til Dan­merk­ur og kom þangað eft­ir mikla hrakn­inga sum­arið árið eft­ir. Hafði hann þá haft viðkomu á Írlandi.
 

Jón kom aft­ur til Íslands árið 1626. Hann kvænt­ist Ingi­björgu Ólafs­dótt­ur og bjuggu þau fyrst að Tröð og hugs­an­lega í Eyr­ar­dal í Álftaf­irði. Þaðan héldu þau hjón­in til Vest­manna­eyja 1639 þar sem Jón tók við sem stjórn­andi heima­varn­ar­liðs og bys­sumaður á Skans­in­um. Konu hans líkaði illa í Vest­manna­eyj­um og þau fluttu aft­ur vest­ur 1640 og sama haust drukknaði Ingi­björg í Álftaf­irði. Son­ur Jóns sem hét Kristó­fer Bogi lést skömmu síðar. Aft­ur kvænt­ist Jón Þor­björgu Ein­ars­dótt­ur og eignuðust þau Ólaf sem síðar bjó á Kambs­nesi og nokk­ur ætt er frá kom­in. Með Þor­björgu bjó Jón á Upp­söl­um í Seyðis­firði í 5 ár frá 1644 og loks í 30 ár frá 1649 til æviloka í Eyr­ar­dal við Álfta­fjörð.
 

Jón Indíafari lést 2. maí 1679.

 

 

 


 Skráð af Menningar-Bakki.

03.11.2020 20:09

-Úr myndasafninu-

 

 

 

 

 

   -Úr myndasafninu-


             

                    Hrútasýning að Tóftum

                            og árið er 2001


 

 


Skráð af menningar-Bakki

 

02.11.2020 19:59

-Úr myndasafninu-

 

 

 

 

  -Úr myndasafninu-


 

            Framsóknarkaffi á Selfossi

 

                   og árið er 2006

 Skráð af Menningar-Bakki.

01.11.2020 08:55

-Úr myndasafninu-

 

 

 


 

   -Úr myndasafninu-

 

 

 

                  -Siggeir Ingólfsson -

 

yfirstrandvörður Hrútavinafélagsins Örvars


 
Skráð af Menningar-Bakki

 

31.10.2020 08:26

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 Einar Benediktsson (1865 - 1940).

 

 

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 

 

Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður, fæddist að Elliðavatni 31. október 1865.

 

Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður, og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir og var húsmóðir. Einar gekk í Lærða skólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist árið 1884. Því næst nam hann lögfræði og útskrifaðist úr Hafnarháskóla 1892.

 

Einar var athafnasamur maður alla tíð. Stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn. Hann átti þátt í að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1906 og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð.

 

Á árunum 1907-21 ferðaðist Einar mikið erlendis, meðal annars til Noregs, Skotlands og Danmerkur auk þess að eyða sjö árum í London. Hann sneri endanlega aftur heim til Íslands árið 1921 og bjó í Reykjavík næstu árin, þó svo að hann hafi oft verið langdvölum erlendis, meðal annars í Þýskalandi, á Spáni og í Norður-Afríku. Þá lét hann fara fram rannsóknir á námum í Miðdal, til þess að skoða möguleikana á málmvinnslu og sementsframleiðslu. Síðustu átta árum ævi sinnar eyddi Einar í Herdísarvík í Selvogi í Árnessýslu.

 

Um Einar varð snemma til fjöldi sagna, um stórlyndi hans, höfðingsskap og tröllaukna drauma um stóriðju og verksmiðjuframkvæmdir. Ljóð hans eru þess eðlis að aðdáendur hans nánast dýrkuðu hann og töluðu þá gjarnan um Skáldið með stóru essi. Þórbergur Þórðarson var á tímabili ritari hans og undir miklum áhrifum frá honum og til eru sagnir af fundum hans með ungum skáldum, s.s. Tómasi Guðmundssyni, Halldóri Laxness og Steini Steinarr. Ýmsir hafa skrifað um Einar en ítarleg og stórskemmtileg ævisaga hans, eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing, kom út í þremur bindum á árunum 1997-2000.

Einar lést 21. janúar 1940 í Herdísarvík og var jarðsettur, fyrstur Íslendinga, í heiðursgrafreit á Þingvöllum.

 

 

Opna úr bók Önfirðingsins / Súgfirðingsins Gunnars M. Magúss um
Barðstrendinginn Eirík Kristófersson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni.
Á þessum síðum segir Eiríkur frá yfirnáttúrulegu sambandi við Einar
Benediktsson. 

.

.Í Herdísarvík. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 Skráð af Menningar-Bakki.

27.10.2020 21:02

25. október 1852 - Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn

 

 

 

 

  - 25. október 1852 - 

 

Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn

 

 

Þann 25. október árið 1852 var  Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn.

 

Hann er elsti barnaskólinn á Íslandi sem enn er starfræktur. 
 


 


Skráð af Menningar-Bakki

26.10.2020 18:09

ALDARFJÓRÐUNGUR FRÁ MANNSKÆÐU SNJÓFLÓÐI Á FLATEYRI

 


Flateyri og séð inn Önundarfjörð. Ljósm.: Mats Wibe Lund

 

 

ALDARFJÓRÐUNGUR

 

FRÁ MANNSKÆÐU SNJÓFLÓÐI Á FLATEYRI

 

 

Í dag, 26. október 2020, eru rétt 25 ár síðan mikið snjóflóð féll á byggðina á Flateyri úr Skollahvilft og og gjöreyðilagði sautján hús en einungis þrjú þeirra voru innan hættusvæðis þess tíma. Flóðið féll að nóttu til þegar klukkan var sjö mínútur yfir fjögur.

 

Fjörtíu og fimm manns lentu í flóðinu, tuttugu og einn komust úr flóðinu af eigin rammleik, fjórum var bjargað og tuttugu létu lífið. Margir misstu ástvini sína og heimili.

 

Flateyringar sinnu björgunarstörfum einir fyrstu klukkustundirnar en eftir sex klukkustundir komu björgunarsveitarmenn og hjúkrunarfólk frá Ísafirði. Skömmu síðar voru um 110 leitarmenn komnir til Flateyrar. Þeim fjölgaði svo þegar leið á daginn og síðdegis voru um 220 manns með sex leitarhunda við leit af fólkinu.

 

Miklir varnargarðar voru reistir í kjölfarið til varnar byggðinni fyrir frekari flóðum. Nýlega hefur verið ákveðið að gera breytingar á leiðigörðum til þess að koma í veg fyrir að flóð fari í höfnina  eins og gerðist í janúar síðarliðinn. Þá eyðilögðust sex bátar sem í höfninni voru.
 

.

.

 
Skráð af Menningar-Bakki.

25.10.2020 09:50

Dýrafjarðargöng opnuð á sunnudag 25. okt. 2020

 

 

 

Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng Arnarfjarðarmegin. Mynd/Haukur Sigurðsson

 

 

Dýrafjarðargöng opnuð 25. okt. 2020

 

 

Í dag, sunnudaginn 25. október 2020 kl. 14:00 verða Dýrafjarðargöng opnuð með óhefðbundnum hætti sökum kórónuveirufaraldursins.

Samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannson og forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir verða stödd í húsakynnum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Að loknum stuttum ávörpum mun ráðherra biðja vaktstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði að lyfta slánum við gangamunnana og þannig opna göngin fyrir umferð. 

 

Ávörpunum verður útvarpað við báða munna ganganna á FM-tíðninni 106,1. Viðburðinum verður streymt á Facebook síðu Vegagerðarinnar: www.facebook.com/Vegagerdin, streymt verður á slóðinni https://livestream.com/accounts/5108236/events/9367337

 

Vestfirðingum er boðið að safnast saman í bílum sínum við báða munna ganganna og fá þannig tækifæri til að aka í gegnum göngin um leið og þau hafa verið opnuð. Nemendur Grunnskólans á Þingeyri munu fyrstir aka í gegn Dýrafjarðarmegin ásamt Gunnari Gísla Sigurðssyni sem hefur mokað Hrafnseyrarheiði síðan árið 1974. Skólabörnin hafa þrýst á um samgöngubætur og óskuðu strax eftir því við samgönguráðherra í janúar að fá að aka fyrst í gegnum göngin. Ljúft var að verða við þeirri ósk. Fólk er hvatt til að halda sig í bílunum og tryggja þannig að öllum reglum um sóttvarnir sé fylgt til hins ítrasta.

 

Dynjandisheiðin verður mokuð á sunnudag ef reynist þörf fyrir það. Þeir sem bíða eftir því að aka í gegn eru beðnir um að safnast í einfalda bílaröð á hægri kanti vegarins og að aka viðstöðulaust í gegn eftir að opnað hefur verið. Fyrir þá sem koma að norðan þá eru góðar tengingar til að snúa við eftir ferð í gegnum göngin vestan við brú á Mjólká. Þeir sem koma að vestan og hafa ekið í gegn geta snúið við nærri Kjaransstöðum þar sem eru góðar tengingar.

 

Aðalverktaki við gerð Dýrafjarðarganga var Metrostav a.s. og Suðurverk hf. en umsjón og eftirlit var í höndum GeoTek ehf. og Eflu hf. Vestfirskir verktakar ehf. byggðu brýrnar. Rafskaut ehf. sá um raflagnir, Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. sá um malbikun og Rafeyri sá um stjórnkerfi ganganna. Framkvæmdir hófust í júlí 2017.

 

Með tilkomu Dýrafjarðarganga styttist Vestfjarðarvegur um 27,4 km þar sem leiðin yfir Hrafnseyrarheiði sem lengi hefur verið helsti farartálminn leggst af yfir vetrarmánuðina en þar eru mikil snjóþyngsli og mikil snjóflóðahætta efst á heiðinni. Með þessu er hægt að tryggja góðar samgöngur á Vestfjarðavegi (60) milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem er stór þáttur í að ná aðalmarkmiðinu um heilsárs vegasamband milli vestfirskra byggða.

 

Nú þegar hefur Vegagerðin hafist handa við næsta áfanga sem er nýr og endurbættur vegur yfir Dynjandisheiði og má ætla að þessu meginmarkmiði um heilsárs vegasamgöngur á Vestfjörðum verði náð innan fárra ára.

 

Með fylgir ítarlegri lýsing á verkinu.

 

 

.

 

Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng Dýrafjarðarmegin.

 Skráð af Menningar-Bakki.

25.10.2020 08:49

Merkir Íslendingar - Sigurjón Ólafsson

 Sigurjón Ólafsson (1908 - 1982).

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurjón Ólafsson 

 

 

Sigurjón Ólafsson myndhöggvari fæddist á Eyrarbakka 21. október 1908,

sonur Ólafs J. Árnasonar, verkamanns í Einarshöfn á Eyrarbakka, og Guðrúnar Gísladóttur. Hann var bróðir Guðna apótekara í Reykjavík og Gísla bakarameistara, föður Erlings leikara, föður Benedikts, leikara, leikstjóra og leikritahöfundar.

 

Fyrri kona Sigurjóns var Tove Ólafsson myndhöggvari en seinni og eftirlifandi kona hans er Inga Birgitta Spur sem hafði veg og vanda af listasafni hans í Laugarnesinu.

 

Sigurjón lauk sveinsprófi í málaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1927, stundaði nám hjá Ásgrími Jónssyni listmálara og síðar Einari Jónssyni myndhöggvara, nám í höggmyndalist hjá prófessor E. Utzon-Frank við Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928-35 og dvaldi við nám í Róm. Hann var búsettur í Kaupmannahöfn 1928-46 en síðan á Laugarnestanga við Reykjavík.

 

Sigurjón var í hópi brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi og er meðal virtustu myndhöggvara þjóðarinnar. Standmyndir og veggskreytingar eftir hann má víða sjá í Reykjavík, s.s. líkön af Friðriki Friðrikssyni, Héðni Valdimarssyni og Ólafi Thors. Þá gerði hann brjóstmyndir af séra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti og Tómasi Guðmundssyni skáldi. Af öðrum verkum hans sem prýða höfuðborgina má nefna Klyfjahest sem fyrst var fyrir ofan Hlemm og síðar milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar; Öndvegissúlurnar sem settar voru upp við Höfða, og minnismerki um stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 sem sett var upp við Hagatorg, að ógleymdri veggmynd á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar. Hann gerði auk þess um tvö hundruð mannamyndir af ýmsum þekktum Íslendingum.

 

Sigurjón var sæmdur heiðurspeningi úr gulli af Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og sæmdur hinum virta heiðurspeningi Eckersbergs. Verk hans er að finna á virtum listasöfnum víða um heim.

 

Sigurjón lést 20. desember 1982 og hvílir í kirkjugarðinum á Eyrarbakka.

 

 

Er 100 ár voru frá fæðingu Sigurjón Ólafssonar þann 21. október 2008 stóð Hrútavinafélagið Örvar, Litla-Hraun og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir blysför að listaverkinu Kríjunni austan við Eyrarbakka.

 

Myndaalbúm frá blysförinnu: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/245975/


 

 


 Skráð af Menningar-Bakki.

24.10.2020 13:57

Tvö smit á Sólvöllum á Eyrarbakka

 

 

 

 

Tvö smit á Sólvöllum á Eyrarbakka

 

 

Kór­ónu­veiru­smit kom upp á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sól­völl­um á Eyr­ar­bakka í gær­kvöldi. Tveir heim­il­is­menn greind­ust með já­kvætt smit, en ann­ar þeirra var ný­kom­inn af Landa­koti.

 

Morgunblaðið greinir frá þessu.

 

All­ir heim­il­is­menn á Sól­völl­um fara nú í ein­angr­un og starfs­fólk heim­il­is­ins fer í skimun. Á Sól­völl­um eru 17 heim­il­is­menn og 24 starfs­menn. Aðstand­end­ur voru einnig látn­ir vita.

 

Jó­hanna Harðardótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur á heim­il­inu, seg­ir í samtali við mbl.is að eng­inn grun­ur hafi verið á smiti þegar viðkom­andi kom inn á heim­ilið, og hafi hann því ekki verið í sótt­kví.

 

Frétt mbl.is

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.