Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.10.2020 12:47

Merkir Íslendingar - Kristinn Snæland

 Kristinn Snæland (1935 - 2017).

 

 


Merkir Íslendingar – Kristinn Snæland

 

 

 

Kristinn Snæland fæddist í Reykjavík 24. október 1935.

Foreldrar hans voru Þórhildur Hafliðadóttir, f. 20.9. 1912, d. 1.11. 1993, og Baldur Snæland, f. 25.2. 1910, d. 11.1. 1996.

 

Systkini Kristins eru:
 Hafsteinn, f. 1934, Njörður, f. 1944, Jón Andrés, f. 1946, og Pétur, f. 1950.

 

Þann 3. febrúar 1956 kvæntist hann Jónu A.G. Jónsdóttur Snæland, f. 3.2. 1936.

Börn þeirra eru:
 1) Jón Garðar,  2) Soffía, f. 3.8. 1963  3) Sólveig, f. 24.7. 1970.

 

Kristinn ólst upp í Vesturbænum til 12 ára aldurs en síðan í Blesugróf. Hann lauk barna- og fullnaðarprófi frá Laugarnesskóla. Hann var víða í sveit fram til 15 ára aldurs.

 

Kristinn stundaði nám í rafvirkjun í Iðnskóla Reykjavíkur, lauk sveinsprófi 1957 og öðlaðist síðan meistararéttindi 1961. Hann vann við rafvirkjun meðal annars á Selfossi, Borgarnesi og Reykjavík til 1969. Þá flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Malmö í Svíþjóð þar sem hann starfaði hjá skipasmíðastöðinni Kockums sem rafvirki, ásamt því að túlka og aðstoða íslenska starfsmenn, hann varð síðar verkstjóri og umsjónamaður allra vinnurafmagnslagna.

 

 Fjölskyldan flutti heim 1971 og starfaði Kristinn sem erindreki Framsóknarflokksins til 1974.

 

Kristinn var síðan sveitarstjóri á Flateyri 1974-77 og verslunarstjóri Kaupfélags Önfirðinga 1977-78 og hann var fréttaritari Tímanns á Flateyri og í Önundarfirði.

 

Hann starfaði um skeið hjá Tímanum, stundaði akstur, ritstörf og sjómennsku.

 

Kristinn ók áætlunarbíl fyrir Ólaf Ketilsson og sinnti síðar vörubílaakstri fyrir Ístak. Hann var mikill bílaáhugamaður og skrifaði bókina Bílar á Íslandi í máli og myndum 1904-1922 en hún kom út 1983. Hann ók síðan leigubíl þar til hann lét af störfum árið 2011. Hann vann síðustu ár við að sendast fyrir vini sína hjá Prentlausnum.

 

Kristinn sat m.a. í stjórn Rafnemafélags Reykjavíkur, var stofnandi ÍMON, Íslendingafélags í Malmö, sat í stjórn Framsóknarfélags Önfirðinga og var formaður Fornbílaklúbbs Íslands 1990-1993.

 

Kristinn skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, sat í ritnefnd Sjómannsins, sá um útgáfu á blöðunum Taxa, Fellsmúlapóstinum og Landanum, blaði Íslendinga í Malmö.

 

Kristinn lést á Landakoti í Reykjavík 21. janúar 2017.

 


 Skráð af Meningar-Bakki.

24.10.2020 10:40

Merkir Íslendingar - Árni Böðvarsson

 

 

 

 

Merkir Íslendingar - Árni Böðvarsson

 

 

Árni Böðvarsson fæddist á Görðum í Önundarfirði 24. október 1818.

Foreldrar hans voru Böðvar Þorvaldsson, f. 16.6. 1787, d. 12.12. 1862, prófastur á Mel í Miðfirði og fyrri kona hans, Þóra Björnsdóttir, f. 2.10. 1787, d. 2.8. 1839, húsfreyja. Bróðir Árna var Þórarinn Böðvarsson alþingismaður.

 

Afi séra Árna Böðvarssonar var séra Þorvaldur Böðvarsson (1758 - 1836) prestur í Holti í Önundarfirði og Holti undir Eyjafjöllum; gáfumaður, kennimaður góður og sálmaskáld. 

 

Árni kvæntist Helgu Arnórsdóttur, f. 11.9. 1834, d. 22.9. 1915, og áttu þau átta börn:

Helga, f. 1857, Böðvar Þórarin, f. 1858, Ólaf, f. 1860, Elísabetu Sigríði, f. 1861, Kristínu, f. 1858, Árna H., f. 1865, Árna Ólaf, f. 1866, og Arnór, f. 1868. 

 

Árni lauk stúdentsprófi frá Bessastöðum 1843 og var síðar biskupsritari 1845-1849 þar til hann var vígður til Nesþinga 1849 og var prestur á Sveinsstöðum.

Síðar fékk hann Setberg 1861 og Eyri í Skutulsfirði 1866.

Árni var prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi 1856-1866 og í Norður-Ísafjarðarsýslu 1868-1881.

Árni sat Þjóðfundinn 1851 fyrir Snæfellinga ásamt Páli Melsteð sýslumanni. Einróma mótmæli þjóðkjörinna fulltrúa Þjóðfundarins „Vér mótmælum allir“ eru oft kennd við Jón Sigurðsson. Tilefnið var þegar Trampe greifi sleit fundi þegar hann sá fram á að frumvarp um innlimun Íslands í Danaveldi yrði fellt á fundinum.

 

Árni lést 25. apríl 1889 á Ísafirði. Morgunblaðið laugardagurinn 24. október 2020

 
Skráð af Menningar-Staður.

 

 

24.10.2020 09:30

15 verk­efni styrkt á Flat­eyri

 


Séð út Önundarfjörð yfir Holtsodda og út til Flateyrar.

 

 

15 verk­efni styrkt á Flat­eyri

 

 

Verk­efna­stjórn á Flat­eyri hef­ur út­hlutað styrkj­um til 15 verk­efna sem sótt var um í Þró­un­ar­verk­efna­sjóð til ný­sköp­un­ar- og þró­un­ar­verk­efna á Flat­eyri.Til út­hlut­un­ar voru 9 millj­ón­ir. Alls barst 21 um­sókn. Heild­ar­um­fang verk­efna er um­sókn­ir lúta að er um 41,4 millj­ón­ir en sótt var um styrki að upp­hæð um rúm­lega 19,4 millj­ón­ir. Úthlutað var styrkj­um til 15 verk­efna tengd­um at­vinnu­upp­bygg­ingu, ný­sköp­un og sam­fé­lagsþróun að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu. Í rök­stuðningi verk­efna­stjórn­ar kem­ur fram að flest­ar um­sókn­ir hafi fallið vel að mark­miðum verk­efn­is­ins en eins og gef­ur að skilja hafi ekki verið til fjár­magn til að út­hluta til allra verk­efn­anna í þess­ari um­ferð. Reynt var að velja sem fjöl­breytt­ust verk­efni og m.a. var stuðst við stiga­gjöf eft­ir mat á til­tekn­um þátt­um í takt við mark­mið og áhersl­ur verk­efn­is­ins.Allt eru þetta verk­efni sem verk­efna­stjórn tel­ur lík­leg til ár­ang­urs og að þau muni hafa já­kvæð áhrif á at­vinnu­líf og sam­fé­lagið á Flat­eyri.Helena Jóns­dótt­ir, verk­efna­stjóri á Flat­eyri, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu:
„Það hef­ur verið ótrú­lega gam­an að fylgja þessu verk­efni úr hlaði og finna þann kraft og þá ein­ingu sem hér á Flat­eyri hef­ur ríkt. Áræðni og þor munu skila styrk­höf­um langt og Flat­eyri ennþá lengra.“Birg­ir Gunn­ars­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar, seg­ir í til­kynn­ingu:
"Það kom skemmti­lega á óvart hversu marg­ar um­sókn­ir bár­ust og verk­efn­in fjöl­breytt og hvert öðru áhuga­verðara. Það verður spenn­andi að fylgj­ast með þróun þeirra og mín trú er að þetta verði mik­il lyfti­stöng fyr­ir sam­fé­lagið á Flat­eyri".Hrefna Valdemars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fisk­vinnsl­unn­ar Hrefnu, seg­ir í til­kynn­ingu:
„Ég er afar ánægð og þakk­lát fyr­ir að fá þenn­an styrk. Hann kem­ur sér vel í þeirri vinnu sem framund­an er í erfiðu ár­ferði í mínu litla fyr­ir­tæki. Ég er mjög spennt að halda áfram og þessi styrk­ur ger­ir mér kleift að vinna fag­lega viðskipta­áætl­un sem er lyk­ilþátt­ur í ár­angri fyr­ir­tæk­is­ins til næstu ára.“

 

 • Fé­lag ferðaþjóna í Önund­arf­irði - Flat­eyri allt árið – 500.000 krón­ur.
 •  
 • Fisk­vinnsl­an Hrefna ehf. - Gerð viðskipta­áætl­un­ar 2020-2022 –500.000 krón­ur.
 •  
 • Litla­býli ehf.- Gerð viðskipta­áætl­un­ar 2020-2023 – 500.000 krón­ur.
 •  
 • Sjöfimm ehf. - Glamp­ing Flat­eyri: lúx­us tjaldgist­ing – 800.000 krón­ur.
 •  
 • Birk­ir Þór Guðmunds­son - Nám­skeið í báta­smíði – 235.000 krón­ur.
 •  
 • Sæ­björg Freyja Gísla­dótt­ir – Rækt­un í bala – 234.000 krón­ur.
 •  
 • Ráðgjöf og verk­efna­stjórn­un (RRV ehf.) og Óttar Guðjóns­son - Sjó­böð í Holti, fýsi­leika­könn­un – 1.000.000 krón­ur.
 •  
 • Guðrún Páls­dótt­ir – Steinn­inn - minn­is­varði – 250.000 krón­ur.
 •  
 • Sig­urður J. Haf­berg – Skauta­svell – 500.000 krón­ur.
 •  
 • Lýðskól­inn á Flat­eyri – Sum­arskóli Lýðskól­ans á Flat­eyri – 800.000 krón­ur.
 •  
 • Litla­býli ehf. – Teikn­ing og hönn­un vegna stækk­un­ar Litla­býl­is – 500.000 krón­ur.
 •  
 • Mar­geir Har­alds­son – Trimbl­ur á trombl­un­um 1 & 2 – 200.000 krón­ur.
 •  
 • Ön ehf. – Gerð viðskipta­áætl­un­ar 2020-2022 – 500.000 krón­ur.
 •  
 • Skúr­in sam­fé­lags­miðstöð ehf. - Skúr­in suðupott­ur – 500.000 krón­ur.
 •  
 • Hús og fólk - Sög­ur úr sjáv­ar­byggð: Ra­f­ræn leiðsögn um Flat­eyri og Önund­ar­fjörð – 500.000.  Skráð af Menningar-Bakki.

24.10.2020 07:45

24. október 2020 - Fyrsti vetrardagur

 

.

 
 

 

24. október 2020 – Fyrsti vetrardagur

 

 

Fyrsti vetrardagur er laugardagurinn að lokinni 26. viku sumars (eða 27. viku sumars sé um sumarauka að ræða).

 

Hann er fyrsti dagur fyrsta vetrarmánaðarins Gormánaðar, í gamla norræna tímatalinu.

 

Fyrsta vetrardag ber upp á 21.-27. október, nema í rímspillisárum, þá 28. október.
 


Skráð af Menningar-Bakki.

22.10.2020 17:24

Menningar-Staður enn við toppinn

 

 

______________________________________________________________________________________________________________________

 

 

Menningar-Staður enn við toppinn

 

 

Vefurinn sívirki Menningar-Staður var í gær, 21. október 2020 í öðru sæti yfir mest skoðuðu vefina í 123.is vefsafninu. Fylgir hann því  ágætlega eftir að hafa verið þrjá daga í röð: 17. 18. og 19. okt. 2020 í efsta sætinu.
 

 

Takk fyrir þetta ágætu lesendur.


 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

20.10.2020 19:50

Menningar-Staður með "topp þrennu"

 

 

______________________________________________________________________________________________________________________
 

 

Menningar-Staður með "topp þrennu"

 

 

Vefurinn sívirki Menningar-Staður náði þeim áfanga, í gærdag 19. okt. 2020, í fimmta sinn  frá því hann hóf göngu sína í febrúar 2013, að verða mest skoðaði vefurinn í 123.is vefsafninu (og þrjá daga í röð: 17. 18. og 19. okt. 2020).

 

Takk fyrir þetta ágætu lesendur. 
Skráð af Menningar-Bakki.

19.10.2020 18:02

Menningar-Staður enn á toppinn

 

 

___________________________________________________________________________________________________________________

 

 

Menningar-Staður enn á toppinn

 

 

Vefurinn sívirki Menningar-Staður náði þeim áfanga, í gærdag 18. okt. 2020, í fjórða sinn  frá því hann hóf göngu sína í febrúar 2013, að verða mest skoðaði vefurinn í 123.is vefsafninu.

 

Takk fyrir þetta ágætu lesendur. 
Skráð af Menningar-Bakki.

18.10.2020 10:12

Menningar-Staður á toppinn

 

 

_________________________________________________________________________________________

 

 

Menningar-Staður á toppinn

 

 

 

Vefurinn sívirki Menningar-Staður náði þeim áfanga, í gærdag 17. okt. 2020, í þriðja sinn  frá því hann hóf göngu sína í febrúar 2013, að verða mest skoðaði vefurinn í 123.is vefsafninu.

 

Takk fyrir þetta ágætu lesendur.


 

 

 Skráð af Menningar-Bakki.

17.10.2020 09:07

Elfar Guðni Þórðarson er afmælisbarn dagsins

 

 

                            Elfar Guðni Þórðarson og Siggeir Ingólfsson

                      í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

 

 


    17. október 2020

 

 

              Elfar Guðni Þórðarson er afmælisbarn dagsins

 

                                   Hamingjuóskir

 Skráð af Menningar-Bakki

16.10.2020 17:49

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

 

Pétur Pétursson (1918 - 2007)

 

 

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

 

Pétur Pétursson fæddist á Eyrarbakka 16. október 1918 en ólst upp á Bráðræðisholtinu og á Framnesveginum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka, og k.h., Elísabet Jónsdóttir húsfreyja.

 

Pétur skólastjóri var sonur Guðmundar, bónda í Langholtsparti í Flóa Sigurðssonar, bróður Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, föður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups.

 

Móðurbróðir Péturs var Bergsteinn, langafi Atla Heimis Sveinssonar, en móðursystir Péturs var Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar sagnfræðiprófessors.

 

Elísabet var dóttir Jóns, alþm. á Eyvindarmúla Þórðarsonar.

 

Meðal systkina Péturs var Jón Axel bankastjóri.
 

 

Eiginkona Péturs var Ingibjörg Birna Jónsdóttir húsfreyja en dóttir þeirra, Ragnheiður Ásta, var útvarpsþulur um áratuga skeið, móðir Eyþórs Gunnarssonar tónlistarmanns og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, faðir hennar Jón Múli Árnason, útvarpsþulur, seinni maður Ragnheiðar Ástu. 
 

 

Pétur stundaði nám við lýðháskólann í Tarna og í skólum sænska alþýðusambandsins og samvinnusambandsins í Svíþjóð og Pitman's College í London 1937-38. Hann var sendill og síðar bankaritari í Útvegsbankanum í Reykjavík, 1931-42, og þulur hjá Ríkisútvarpinu 1941-55 og 1970-88. Auk þess var Pétur kaupmaður í Reykjavík og umboðsmaður skemmtikrafta 1955-70, var leiðsögumaður hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1950-60 og auglýsingastjóri Alþýðublaðsins 1958-59.
 

 

Pétur sá um útgáfu og ritaði formála að bókinni Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni, útg. í Reykjavík 1986. Hann sinnti dagskrárgerð í fjölda ára, stýrði m.a. barnatíma á árunum 1943-44, og sá um útvarpsþættina Lög og létt hjal og Sitt af hverju tagi. Þá tók hann saman fjölda þátta um mannlífið í Reykjavík fyrri tíma. Hann stóð fyrir fyrstu dægurlagasamkeppninni hér á landi á Hótel Íslandi árið 1939.

 

Pétur var vinsæll útvarpsþulur, hafði hljómþýða rödd og listilega framsögn. Hann lést 23. apríl 2007.Skráð af Menningar-Bakki.