Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.05.2020 09:16

ØSTER VOLDGADE 12 Í KAUPMANNAHÖFN

 

 

 

ØSTER VOLDGADE 12 Í KAUPMANNAHÖFN

 

 

Heimili Ingibjargar og Jóns - Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852-1879

 

er nafn á sýningu sem Þjóðminjasafnið stendur fyrir í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

 

Jón var leiðtogi Íslendinga í baráttunni fyrir sjálfstæðu sambandi Íslands við Danakonung og fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu síðari tíma.

 

Heimilið var oft á tíðum líflegt og mannmargt og þar voru haldnir mikilvægustu stjórnmálafundir Íslendinga í Kaupmannahöfn.

 

Á sýningunni er gefin innsýn í daglegt líf á heimili hjónanna Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar.

 

Íbúðin þeirra við Øster Voldgade 12 hefur verið endurgerð svo hún endurspegli búsetu þeirra hér á árunum 1852–1879.

 

Rannsóknir á veggjum íbúðarinnar leiddu í ljós liti frá búskaparárum hjónanna og stuðst var við heimildir um húsbúnað og innréttingar.

 

Heimilið var eins og hvert annað danskt borgaraheimili en heimildum ber saman um að á því hafi verið íslenskur bragur.


 

 

ØSTER VOLDGADE 12 Í KAUPMANNAHÖFN

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

23.05.2020 17:40

Merkir Íslendingar - Oliver Steinn Jóhannesson

 

Oliver Steinn Jóhannesson (1920 - 1985).

 

 

 

Merkir Íslendingar - Oliver Steinn Jóhannesson

 

 

Oli­ver Steinn fædd­ist 23. maí 1920 í Ólafs­vík. For­eldr­ar hans voru hjón­in Jó­hann­es Magnús­son, f. 1887, d. 1936, og Guðbjörg Oli­vers­dótt­ir, f. 1890, d. 1962.

 

Oli­ver ólst upp í Ólafs­vík og frá 1933 í Hafnar­f­irði. Hann lauk gagn­fræðaskóla­prófi frá Flens­borg­ar­skóla, var versl­un­ar­maður hjá KRON og versl­un­ar­stjóri Bóka­versl­un­ar Ísa­fold­ar­prent­smiðju. Hann rak eig­in bóka­versl­un í Hafnar­f­irði 1957-1978 og jafn­framt sitt eigið bóka­for­lag, Skugg­sjá.

 

Oli­ver var í stjórn Fé­lags ís­lenskra bóka­versl­ana 1953-1955, var formaður Bók­sala­fé­lags Íslands sem nú heit­ir Fé­lag ís­lenska bóka­út­gef­enda 1964-1969 og 1980-1984. Hann sat í stjórn Styrkt­ar­fé­lags aldraðra í Hafnar­f­irði frá stofn­un þess 1968, sat í stjórn FH um ára­bil og sat í fyrstu stjórn Frjálsíþrótta­sam­bands Íslands. Hann var bæj­ar­full­trúi í Hafnar­f­irði 1974-1978.

 

Oli­ver var marg­fald­ur Íslands­meist­ari og met­hafi í frjáls­um íþrótt­um 1939-1947, en sér­grein hans var lang­stökk.

 

Eig­in­kona Oli­vers var Sig­ríður Þór­dís Bergs­dótt­ir, f. 1924, d. 1998. Börn þeirra eru þrjú.

 

Oli­ver lést 15. apríl 1985.
 Morgunblaðið laugardagurinn 23. maí 2020.Skráð af Menningar-Bakki.

22.05.2020 07:13

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka slegin af

 

 

 

 

Jónsmessuhátíðin

 

á Eyrarbakka slegin af

 

 

Jónsmessunefnd hefur ákveðið að halda ekki árlega Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka í ár vegna COVID-19 faraldursins.

 

„Við verðum öll að sýna samfélagslega ábyrgð og leggjast á eitt í þessari baráttu sem við stöndum í. Við viljum þó hvetja Eyrbekkinga til þess að gera sér glaðan dag um Jónsmessuna og skreyta húsin sín í hverfalitunum,“ segir í tilkynningu frá Jónsmessunefnd sem hvetur Íslendinga til þess að kíkja í heimsókn á Eyrarbakka í sumar – bara ekki alla á sama tíma.Skráð af Menningar-Bakki.

21.05.2020 06:54

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

 

Skúli Thoroddsen (1859 - 1916).

 

 

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

 

Skúli Thoroddsen sýslumaður og alþm. fæddist á Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, sonur Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns, og k.h., Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur húsfreyju.


 

Skúli var einn af fjórum Thoroddsenbræðrum sem misstu föður sinn ungir frá skuldugu búi hans en komust þó allir til mennta vegna seiglu móður sinnar og með góðri hjálp frá mági hennar, Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara. Hinir bræðurnir sem allir urðu þjóðþekktir, hver á sínu sviði og komust í góðar álnir, voru Þorvaldur, dr.phil. náttúrufræðingur í Reykjavík og Kaupmannahöfn; Þórður, læknir og alþm. í Keflavík og Reykjavík, faðir Emils tónskálds, og Sigurður, landsverkfræðingur og yfirkennari Menntaskólans, faðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra.


 

Eiginkona Skúla var Theodóra Thoroddsen skáldkona og er frá þeim kominn fjöldi alþm. og annarra þjóðþekktra einstaklinga.


 

Skúli lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1879 og embættisprófi í lögfræði frá Hafnarháskóla 1884. Hann varð bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði 1884, var vikið frá um stundarsakir vegna Skúlamálsins svo kallaða 1892 sem að upphafi var vegna mannsláts á Klofningsheiði milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Skúli fékk lausn frá störfum á eftirlaunum þremur árum síðar.


 

Skúli rak verslun á Ísafirði 1895-1915, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ísfirðinga 1888-1901, stofnaði og var ritstjóri Þjóðviljans frá 1886, var sjálfseignarbóndi og starfrækti prentsmiðju á Bessastöðum á Álftanesi 1901-1908 en var búsettur í Reykjavík frá 1908.


 

Skúli var alþm. Eyfirðinga 1890-92, Ísafjarðarkaupstaðar 1892-1903 og Norður-Ísafjarðarsýslu 1903-1916 og forseti Sameinaðs Alþingis 1909-11. Hann var í hópi áhrifamestu stjórnmálamanna Heimastjórnartímabilsins, eindreginn málsvari Landvarnarmanna og sjálfstæðismanna eldri og sá fulltrúi Sambandslaganefndarinnar 1907 sem hafnaði Uppkastinu sem þjóðin síðan hafnaði í sögulegum kosningum 1908.


 

Meðal afkomenda Skúla THoroddsen er Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra Íslands.


 

Skúli lést 21.maí 1916.

 Skráð af Menningar-Bakki.

20.05.2020 07:11

175 ár frá fótbroti Jónasar Hallgrímssonar

 

 

Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845).

 

 

175 ár frá

 

fótbroti Jónasar Hallgrímssonar

 

 

Jónas Hallgrímsson fæddist á Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807. Foreldrar hans voru séra Hallgrímur Þorsteinsson, astoðarprestur séra Jóns Þorlákssonar, skálds á Bægisá, og Rannveig Jónsdóttir af Hvassafellsætt. Er Jónas var á níunda árinu drukknaði faðir hans í Hraunsvatni.


 

Jónas hóf nám við Bessastaðaskóla 1823, lauk stúdentsprófum 1829 og sigldi síðan til Kaupmannahafnar 1832 og hugðist stunda laganám en söðlaði fljótlega um, hóf nám í náttúrufræði við Hafnarháskóla.


 

Árið 1835 stofnuðu Jónas og félagar hans, þeir Brynjólfur Pétursson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson, ársritið Fjölni. Fjölnir setti sér það markmið að vekja þjóðina af pólitískum dvala, blása í þjóðfrelsisglóðina og upplýsa hana um það besta í skáldskap og vísindum álfunnar. Jónas varð fljótlega helsta skáld íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn og í meira en hundrað ár hefur hann almennt verið talinn ástsælasta skáld þjóðarinnar. Dagur íslenskrar tungu er haldinn á fæðingardegi Jónasar til minningar um framlag hans til íslenskunnar. Hann bjó til ýmis nýyrði, m.a. aðdráttarafl, fjaðurmagnaður, hitabelti, ljósvaki, sjónarhorn, sólmyrkvi og sporbaugur.


 

Jónas lauk prófum í náttúrufræði (steinafræði og jarðfræði) við Kaupmannahafnarháskóla 1838. Hann fékk styrk úr ríkissjóði til rannsókna á náttúrufari Íslands, vann að því verki árin 1839-1842 og fór í rannsóknaferðir um landið. Jónas lenti í hrakningum í aftakaveðri síðsumars 1839 og hafði þá næstum orðið úti, fékk slæma brjósthimnubólgu og náði sér aldrei eftir það. Hann lá rúmfastur í Reykjavík nánast allan næsta vetur. Hann hélt til Kaupmannahafnar 1842 og var búsettur í Danmörku þrjú síðustu æviárin.
 

 

Jónas var á leiðinni heim til sín, seint um kvöld, 20. maí 1845, er hann datt í stiganum og fékk slæmt opið fótbrot fyrir ofan ökkla og var fluttur á Friðriksspítala daginn eftir.


 

Jónas lést 26. maí 1845.


 

 

Framan við heimili Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Ljósm.: BIB
Skráð af Menningar-Bakki.

19.05.2020 17:43

Merkir Íslendingar - Steingrímur Thorsteinsson

 

 

Steingrímur Thorsteinsson (1831 - 1913).

 

 

Merkir Íslendingar - Steingrímur Thorsteinsson

 

 

Steingrímur fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi 19. maí 1831, sonur Bjarna Thorsteinsonar amtmanns og Þórunnar Hannesdóttur.Bjarni var amtmaður í Vesturamti og síðar í Suðuramti, stiftamtmaður og alþingisforseti, sonur Þorsteins Steingrímssonar í Kerlingadal, bróður Jóns eldklerks, en Þórunn var dóttir Hannesar Finnssonar, eins mesta lærdómsmanns á biskupsstóli í Skálholti, og Valgerðar Jónsdóttur, sýslumanns á Móeiðarhvoli Jónssonar. Hannes var sonur Finns Jónssonar, biskups í Skálholti. Eftir lát Hannesar varð Valgerður kona Steingríms Jónssonar, biskups í Laugarnesi.

Bróðir Þórunnar var Ólafur Finsen yfirdómari, afi Niels Ryberg Finsen, ljóslæknis og Nóbelsverðlaunahafa. Bróðir Steingríms var Árni Thorsteinsson landfógeti.


 

Fyrri kona Steingríms var Lydia Wilstrup sem lést 1882 og eignuðust þau einn son, en seinni kona hans var Guðríður Eiriksdóttir og eignuðust þau fimm börn. Yngst þeirra var Axel Thorsteinsson fréttamaður.


 

Steingrímur lauk stúdentsprófum 1851, embættisprófi í málfræði við Hafnarháskóla 1863 en var þar við ritstörf og kennslu til 1872. Þá kom hann heim, bjó lengst af í húsi sínu við Austurvöllinn, kenndi við Latínuskólann og var þar rektor frá 1904.

 

Steingrímur var, líkt og Hannes, afi hans, mikill menningarfrömuður. Hann var háklassískur að mennt, málfræðingur og grísku- og latínumaður og þýddi m.a. Þúsund og eina nótt og Ævintýri H.C. Andersens.


 

Steingrímur er líklega merkastur íslenskra, síðrómantískra skálda, var feikilega vinsæll af samtíð sinni, dæmigerður rómantíkus og sjálfur sérfræðingur í rómantískum bókmenntum. Ljóð hans loga af ástarþrá, frelsisþrá og óði til íslenskrar náttúru, sem var mikilvægt framlag til þjóðfrelsisbaráttunnar, en Steingrímur var mjög handgenginn Jóni Sigurðssyni forseta.

 

 

Nefna má ljóð hans Smaladrengurinn og við það er fallegt og vinsælt lag eftir Önfirðinginn Skúla Halldórsson.Hannes Pétursson skáld skrifaði ágæta bók um ævi Steingríms og skáldskap.


 

Steingrímur lést 21. ágúst 1913.
 Skráð af Menningar-Bakki.

18.05.2020 17:34

18. maí 1897

 

 
 

 

 

18. maí 1897 
 


Stokkseyrarhreppi -

 

var skipt í Eyrarbakkahrepp og Stokkseyrarhrepp.


 

 Skráð af Menningar-Bakki.

15.05.2020 08:12

Múrar brotnir á alþjóðlegum degi safna

 

 

Litla-Hraun. Mynd: Gunnar Páll Pálsson.

 

 

Múrar brotnir á alþjóðlegum degi safna

 

 

Alþjóðlegur dagur safna verður þann 18. maí nk. Þann dag verður kynning á verkefninu Múrar Brotnir á Listasafni Árnesinga. Verkefnið Múrar brotnir er samstarfsverkefni listakvennanna Hrefnu Lindar Lárusdóttur og Heru Fjord, fangelsisins á Litla Hrauni og Listasafns Árnesinga.

 

Afsprengi gjöfullar vinnu sem átti sér stað innan veggja fangelsisins

 

Innan veggja fangelsisins á Litla Hrauni var lagt upp í mikla og góða vinnu að þróa 6 vikna listavinnustofu í samstarfi við fangelsismálastofnun þar sem fangarnir fá að koma sinni rödd og tilfinningum í listrænan farveg. Almenningur fær svo að njóta afraksturs þeirrar vinnu og heyra hvað fangarnir hafa að segja. Í samtali við Kristínu Scheving, safnstjóra LÁ kemur fram að þetta verkefni hljómi vel saman við yfirskrift alþjóðlegs dags safna þetta árið. „Þema dagsins í ár er „Söfn eru jöfn“. Markmiðið er að ýta undir fjölbreytni og þátttöku allra í menningarstofnunum samfélagsins. Okkur fannst þetta tilvalið verkefni til þess að kynna á deginum, en vegna framkvæmda verður kynningunni varpað út á nýrri vefsíðu safnsins og á Facebook síðu safnsins,“ segir Kristín.

 

Mikilvægt að fangar njóti menningar og lista

 

Aðspurðar hvernig samstarfið væri með fangelsinu segja Hera og Hrefna: „Samstarfið við fangelsismálastofnun gengur mjög vel. Í febrúar fórum við inn með tveggja klukkustunda vinnustofu á vegum Saga listavinnusetur sem er starfandi á Eyrarbakka og þá sáum við þörfina á verkefni sem þessu.“ Þá segja Hera og Hrefna það skipta máli fyrir fanga að hafa aðgang að list. „Það er löngu kominn tími á ný úrræði og leiðir til betrunar innan fangelsismálastofnunar. Um 50 vistmenn tóku virkan þátt og höfðu mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri listsköpun sem boðið var upp á. Áhrif listar til heilunar og betrunar eru margsönnuð auk þess sem list á að vera aðgengileg öllum, grunnskólabörnum jafnt sem vistmönnum fangelsa og öðrum landsmönnum. Það er líka afar mikilvægt fyrir samfélagið að fangar fái úrvinnslu á sínum málum.“ Verkefnið er fjármagnað af Uppbyggingarsjóði Suðurlands og þær stöllur eru að vinna í frekari fjármögnun.  „Eins og er þá erum við að fjármagna verkefnið og höfum fengið styrk frá Uppbyggingarsjóði en þörfnumst frekara fjármagns til að sinna verkefninu af heilindum,“ segja Hera og Hrefna að lokum.


Dagskráin.


Skráð af Menningar-Staður

14.05.2020 20:04

Ólafur Ragnar Grímsson er 77 ára í dag - 14. maí 2020

 

 

Ólafur Ragnar Grímsson,

f.v. forseti Íslands.

 

 

Ólafur Ragnar Grímsson

 

er 77 ára í dag -

 

14. maí 2020

 

 

Fimmti forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, er fæddur á Ísafirði 14. maí 1943. Hann var forseti 1996 - 2016. Foreldrar hans voru Grímur Kristgeirsson og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar.

 

Ólafur Ragnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962, lauk BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester árið 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 1970, fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í þeirri fræðigrein.

 

Ólafur Ragnar Grímsson var skipaður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1970 og lagði grunn að kennslu í stjórnmálafræði, þá nýrri námsbraut við Háskóla Íslands. Árið 1973 var hann skipaður fyrsti prófessor við Háskóla Íslands í stjórnmálafræði. Á árunum 1970-1988 mótaði hann kennslu og stundaði rannsóknir í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, einkum á íslenska stjórnkerfinu og tók þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi stjórnmálafræðinga.

 

Ólafur Ragnar Grímsson lét snemma að sér kveða á vettvangi íslenskra þjóðmála. Var hann m.a. stjórnandi útvarpsþátta og sjónvarpsþátta á árunum 1966-1971 sem vöktu þjóðarathygli og ruddu nýjar brautir í fjölmiðlun. Hann sat í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1966-1973 og í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1971-1973.

 

Árið 1974 var Ólafur Ragnar Grímsson í framboði til Alþingis fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna og sat á Alþingi sem varaþingmaður 1974 og 1975. Þá var hann formaður framkvæmdastjórnar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974-1975.

 

Á árunum 1978-1983 var Ólafur Ragnar Grímsson þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið og svo þingmaður Reyknesinga 1991-1995, varaþingmaður 1983-1991. Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins var hann 1980-1983 og formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins 1983-1987. Hann starfaði sem ritstjóri Þjóðviljans 1983-1985 og var árið 1987 kjörinn formaður Alþýðubandalagsins og gegndi því embætti til ársins 1995. Á árunum 1988-1991 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar.

 

Ólafur Ragnar hefur sinnt ýmsum öðrum félags- og nefndarstörfum. Hann sat í hagráði 1966-1968, í útvarpsráði 1971-1975, var formaður milliþinganefndar um staðarval ríkisstofnana 1972-1975, formaður Félagsvísindafélags Íslands 1975, varaformaður Öryggismálanefndar 1979-1990, sat í stjórn Landsvirkjunar 1983-1988, sat þing Evrópuráðsins 1981-1984 og aftur 1995-1996, var formaður skipulagsnefndar þingmannaráðstefnu Evrópuráðsins um ráðstefnuna Norður-Suður: Hlutverk Evrópu 1982-1984 og var formaður og síðar forseti alþjóðlegu þingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Action 1984-1990 og sat í stjórn samtakanna til ársins 1996. Fyrir störf sín á þessum vettvangi tók hann við Friðarverðlaunum Indiru Gandhi árið 1987 en auk þeirra hefur hann hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga, svo sem The Robert O. Anderson Sustainable Arctic Award frá Institute of the North í Alaska 2007, Jawaharlal Nehru Award for International Understanding sem forseti Indlands afhenti árið 2010, gullmerki American-Scandinavian Foundation 2014 og Walter J. Hickel orðuna 2015. Hann var í stjórn friðarfrumkvæðis sex þjóðarleiðtoga 1984-1989. Ólafur Ragnar var kjörinn heiðursdoktor frá háskólanum í Ås í Noregi 1997, háskólanum í Manchester 2001, Ríkisháskólanum í Ohio árið 2009, Laval háskólanum í Québec árið 2015 og Kookmin háskólanum í Seoul einnig árið 2015.

 

Ólafur Ragnar Grímsson er höfundur fjölda fræðigreina og ritgerða sem birst hafa bæði í íslenskum og erlendum tímaritum.

 

Ólafur Ragnar kvæntist hinn 14. nóvember 1974 Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur framkvæmdastjóra. Hún var fædd 14. ágúst 1934 og lést 12. október 1998. Foreldrar hennar voru Þorbergur Friðriksson skipstjóri og Guðrún Bech. Tvíburadætur Ólafs og Guðrúnar eru Guðrún Tinna viðskiptafræðingur og Svanhildur Dalla stjórnmálafræðingur og lögfræðingur, fæddar 1975.

 

Hinn 14. maí 2003 kvæntist Ólafur Ragnar Dorrit Moussaieff skartgripahönnuði. Hún er fædd 12. janúar 1950. Foreldrar hennar eru Shlomo Moussaieff og Alisa Moussaieff.Skráð af Menningar-Bakki.

14.05.2020 18:08

Skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

 

 

 

Skólastjóri Barnaskólans

 

á Eyrarbakka og Stokkseyri
Skráð af Menningar-Bakki.