Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.09.2019 20:41

Merkir Íslendingar - Sigtryggur Guðlaugsson

 


Sigtryggur Guðlaugsson (1862 - 1959).
 

 

Merkir Íslendingar - Sigtryggur Guðlaugsson

 

 

Sigtryggur fæddist á Þröm í Garðsárdal 27. september 1862, sonur Guðlaugs Jóhannessonar, bónda á Þröm, og k.h., Guðnýjar Jónasdóttur.
 

 

Guðlaugur var sonur Jóhannesar Bjarnasonar, bónda í Meðalheimi á Svalbarðsströnd, og k.h., Halldóru Bjarnadóttur, en Guðný var dóttir Jónasar Bjarnasonar, bónda á Veturliðastöðum í Fnjóskadal, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur.
 

Fyrri kona Sigtryggs var Ólöf Júlíana Sigtryggsdóttir en hún lést 1902. Seinni kona Sigtryggs var Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir kennari og urðu synir þeirra þjóðþekktir, Hlynur veðurstofustjóri og Þröstur, skipherra í þorskastríðunum á áttunda áratugnum.
 

 

Sigtryggur lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1894 og embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum í Reykjavík 1897. Hann kenndi börnum og unglingum í Eyjafirði og í Hálshreppi 1878-87 sem og á námsárum sínum, var barnakennari í Reykjavík og víðar 1897-1905, stofnaði og stjórnaði Lýðháskóla á Ljósavatni 1903-1905, stofnaði ungmennaskólann á Núpi (síðan nefndur Héraðsskólinn á Núpi) árið 1906 og var skólastjóri hans frá stofnun og til 1929.
 

 

Sigtryggur var settur sóknarprestur í Svalbarðs- og Presthólaprestaköllum 1898, veittur Þóroddsstaður í Köldukinn og Lundarbrekka í Bárðardal, var veitt Dýrafjarðarþing 1904 og var skipaður prófastur Vestur-Ísafjarðarprófastsdæmis 1926.
 

 

Sigtryggur hélt í heiðri hugsjónir ungmennafélaganna um ræktun lýðs og lands. Hann starfaði lengi í góðtemplarareglunni og kom upp, ásamt seinni konu sinni, blóma- ogtrjágarðinum Skrúði á Núpi. Þau hófu að rækta garðinn 1905 en hann var formlega opnaður haustið 1909.
 

 

Sigtryggi var sýndur margvíslegur heiður og Halldór Kristjánsson skrifaði ævisögu hans 1964.
 

 

Sigtryggur lést 3. ágúst 1959. Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 
 Skráð af Menningar-Bakki.

26.09.2019 20:04

Það blundar í mér húsmóðir

 

 
 
 
 
 
 

Sunnlendingur vikunnar:

 

Það blundar í mér húsmóðir

 

 

Næstkomandi laugardag 28. september 2019, verður kvikmyndahátíðin BRIM haldin á Eyrarbakka. 

Kvikmyndirnar á hátíðinni eiga það allar sameiginlegt að fjalla um plastmengun og áhrif plasts á fólk og náttúruna. Guðmundur Ármann Pétursson fékk hugmyndina að hátíðinni í kollinn og losnaði ekki almennilega við hana, þannig að hann hrinti hátíðinni í framkvæmd.

 

Fullt nafn: Guðmundur Ármann Pétursson.
 

Fæðingardagur, ár og staður:  9. maí 1969 í Reykjavík.
 

Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Birnu Ásbjörnsdóttur. Börnin eru Auðbjörg Helga, Embla Líf og Nói Sær.
 

Menntun: Rekstrarfræðingur, biodynamískur landbúnaður og umhverfisfræðingur.
 

Atvinna: Nýsköpun og verkefnavinna.
 

Besta bók sem þú hefur lesið: Ég geri mér far um að lesa reglulega bækur sem eru í mótsögn við skoðanir mínar. Þær bækur enda oft með því að verða mjög eftirminnilegar.   En svo á ég mína uppáhalds höfunda frekar en uppáhalds bækur.
 

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ég er með “soft spot” fyrir bresku krúnunni. Þættirnir The Crown á Netflix eru frábærir og ég er að bíða eftir næstu þáttaröð.
 

Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Ég get horft aftur og aftur á góða grínmynd. Kostulegur aulahúmor er alveg dásamlegur, t.d. Bleiki PardusinnPure Luck, breskur húmor eins og Johnny English og fleiri góðar.
 

Te eða kaffi: Kaffi, þannig byrjar einfaldlega dagurinn.
 

Uppáhalds árstími: Ég elska árstíðir, að finna hvert tímabil ársins og að upplifa breytinguna, upphafið og endalokin.
 

Besta líkamsræktin: Eitt sinn var það skokk en með hækkandi aldri hefur það þróast meira í göngutúra…
 

Hvaða rétt ertu bestur að elda: Konan mín er algjörlega frábær kokkur, þannig að ég stíg ávallt til hliðar ef nokkur kostur. Ég á þó góða spretti á grillinu og gef það ekki eftir.
 

Við hvað ertu hræddur: Ég er enginn sérstakur áhugamaður um mýs, en hef þó róast nokkuð gagnvart þeim með árunum.
 

Klukkan hvað ferðu á fætur: Á fætur kl. 7.
 

Hvað gerir þú til að slaka á: Fara í göngutúr, lesa góða bók, hlusta á hafið og að vera úti í náttúrunni.
 

Hvað finnst þér vanmetið: Ástin, ég held að það sé ekkert mikilvægara en að elska. Lífið, fólkið, dýrin, náttúruna og það sem er þessa heims. Ef við elskum þá tökum við réttar ákvarðanir.
 

En ofmetið: Arðsemi.
 

Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Ég hef alltaf verið veikur fyrir Springsteen og hans lögum, svo kemur Cohen mér alltaf í gott skap. Klassík tónlist, s.s. Pavarotti og aðrir góðir tenórar á góðum styrk gera daginn betri, Mozart og Vivaldi færa mig á dásamlegan stað…
 

Besta lyktin: Lyktin af vorinu, þegar allt er að opnast og fæðast á ný.
 

Bað eða sturta: Oftar er það sturtan, en baðið er betra.
 

Leiðinlegasta húsverkið: Það blundar í mér húsmóðir, ég hef lúmskt gaman af húsverkum.
 

Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að sjá samhengi hlutanna í náttúrunni.
 

Nátthrafn eða morgunhani: Ég er að reyna að laga þetta, sem gengur ekki vel. En mér finnst svakalega gott að vinna á kvöldin.
 

Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Elskulegur Eyrarbakki á sér fáa líka.
 

Hvað fer mest í taugarnar á þér: Hroki og óheiðaleiki, því það er ávallt val.
 

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Þegar ég var á nærbuxum einum fata á klósettinu á Broadway um árið á meðan farið var með fötin mín út, þannig að félagi minn sem ekki hafði komist inn út af reglum um klæðaburð fór í fötin mín til að sleppa inn. Á meðan beið ég á klósettinu í nærbuxum og skóm einum fata á meðan tíminn leið (sem mér fannst endalaus). Hræddist það mjög að það stefndi í mjög neyðarlega uppákomu, en þetta rétt slapp!
 

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Bakari, kokkur, bóndi og bisness-maður.
 

Fyndnasta manneskja þú veist um: Sonur minn, hann getur fengið mig til að gráta af hlátri. Ég held reyndar að hann geti það með hvern sem er.
 

Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég myndi vilja vera Donald Trump. Myndi nota tækifærið og segja af mér embætti. Ég held að fátt sé mikilvægara í dag en að koma honum frá.
 

Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook og Instagram nýti ég, reyndar meira en ég ætla mér, en er sem er.
 

Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég gefa það út að öll „kerfi“ eigi að hugsa og þróa upp á nýtt og óbundið af því sem er í dag. Menntakerfi, heilbrigðiskerfi, stjórnmálakerfi, skattakerfi, fjármálakerfi o.fl. Kerfin okkar þarf að þróa upp á nýtt, þau batna ekki með plástrum.
 

Eitthvað sem fæstir vita um þig: Að ég æfði og keppti í amerísku wrestling þegar ég bjó í USA og var bara asskoti góður.
 

Mesta afrek í lífinu: Að hafa náð í konuna mína. Hún er grundvöllur þess besta sem ég hef afrekað.
 

Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég er óskaplega sáttur í nútíðinni, en ég myndi nú samt nýta tækifærið til að svala forvitni minni. Ég hef alltaf verið forvitinn um Ísland fyrir landnám. Tíma papa og annara sem dvöldu á Íslandi áður en land byggðist. Það væri geggjað að geta kíkt yfir landið og séð hverjir voru hér og við hvað þeir voru að fást.


Lífsmottó: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að sé komið fram við þig.


Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: BRIM kvikmyndahátíð verður haldin á Eyrarbakka á laugardag. Þar verð ég og vona að sem flestir komi og taki þátt í þeirri dagskrá sem verður í boði og frítt á alla viðburði.Af www.sunnlenska.is

 Skra´ð af Menningar-Bakki.

26.09.2019 06:43

26. september 1915 - Minnisvarði af Kristjáni konungi níunda var afhjúpaður

 

 

 

 

26. september 1915 -

 

Minnisvarði af Kristjáni konungi níunda var afhjúpaður

 

 

Fyrir sléttum 104 árum þann 26. september 1915 var minnisvarði af Kristjáni konungi níunda afhjúpaður við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík (á afmælisdegi Kristjáns tíunda).
 

Með hægri hendi réttir konungur fram skjal sem á að tákna stjórnarskrána 1874.Kristján níundi var konungur 1863 - 1906

 

Blaðið Lögrétta sagði 31. janúar 1906:

Kristján konungur IX. hefur verið íslandi allra konunga bestur, enda ástsælastur konungur hjer á landi. Tvisvar hefur ísland fengið stjórnarbót á ríkisstjórnarárum hans, fyrst 1874 og síðar 1903, og oft hefur hann sýnt það, að hann var velviljaður íslandi, einkum eftir að hann kom hingað, á þúsundárahátíðinni 1874. Hann er hinn eini rikjandi konungur er stigið hefur hjer fæti á land.  

 

 

 
 Skráð af Menningar-Bakki

25.09.2019 14:57

Merkir Íslendingar - Bergur Jónsson

 

 

Bergur Jónsson (1898 - 1953)

af forsetaættum frá Hrafnseyri.

 

 

Merkir Íslendingar - Bergur Jónsson

 

 

Bergur fæddist í Reykjavík 24. september 1898. Foreldrar hans voru Jón Jensson háyfirdómari, og k.h., Sigríður Hjaltadóttir húsfreyja.
 

Jón var sonur Jens Sigurðssonar, rektors Lærða skólans í Reykjavík og fyrsta kennara við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, elsta barnaskóla landsins, bróður Jóns Sigurðssonar forseta frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Móðir Jóns var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stærðfræðings, stjörnufræðings og yfirkennara. Sigríður var dóttir Hjalta Ólafssonar Thorberg, bónda á Gunnsteinsstöðum í Langadal, bróður Bergs Thorberg landshöfðinga. Móðir Sigríðar var Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja.
 

Systir Bergs lögfræðings var Ólöf, móðir Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra, föður Ólafar Nordal f.v. innanríkisráðherra.
 

Fyrri kona Bergs var Guðbjörg Lilja Jónsdóttir og eignuðust þau þrjú börn, Sigríði Þórdísi húsfreyju, móður Bergs S. Oliverssonar lögmanns, Jón deildarstjóra og Þóri tryggingastærðfræðing.
 

Seinni kona Bergs var Ólafía Valdimarsdóttir.
 

Bergur lauk stúdentsprófi 1919, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1923, öðlaðist hdl.-réttindi 1947 og hrl.-réttindi 1953. Hann var fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík 1923-27, sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1927-28, var skipaður bæjarstjóri í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1935-45, var sakadómari í Reykjavík 1945-47 og starfrækti lögfræðiskrifstofu í Hafnarfirði og Reykjavík frá 1947 og til æviloka.
 

Bergur var alþingismaður Barðastrandarsýslu 1931-42, sat í milliþinganefnd í kjördæmaskipunarmálinu fræga 1931, var formaður lögfræðinganefndar um réttarfarslöggjöf 1934, átti sæti í milliþinganefnd til að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðar 1938, var formaður og gjaldkeri Eyrarsparisjóðs á Patreksfirði, sat í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1934, sat í landskjörstjórn frá 1943 og til æviloka og í stjórn Dómarafélags Íslands 1941-47.
 

Bergur lést 18. október 1953.Skráð af Menningar-Bakki.  

 

23.09.2019 19:38

Landinn á Litla-Hrauni 23. september 2019

 

 

Sigurður Steindórsson í -Landanum-

 

 

 -Landinn- á Litla-Hrauni 23. september 2019

 

 

Sigurður Steindórsson deildarstjóri á Litla Hrauni segir Eddu Sif Pálsdóttur meðal annars hvernig skólakrakkar í útskriftarferðum á vorin komi stundum að hliðinu, sem skilur að fangelsið og umheiminn, í þeim tilgangi að glensa.

 

Þegar Edda Sif Pálsdóttir heimsótti Litla hraun um hádegisbil, eftir að hafa verið í beinni útsendingu og á ferðalagi um landið síðan átta í gærkvöldi, varð hún að viðurkenna að hún væri orðin aðeins rugluð eftir svefnleysið. „Ég veit ekki hvaða dagur er og hvort það er dagur eða nótt,“ sagði hún þar sem hún skrifaði nafn og dagsetningu undir heimsóknarplagg við komuna.

 

Hún hitti þar fyrir Sigurð Steindórsson deildarstjóra sem aðspurður sagði henni að vinnan væri að mörgu leyti erfið. „Hér erum við að passa menn og stráka sem vilja ekki vera hér og það er óeðlilegt ástand að vera að passa fólk eins og fé í rétt,“ segir hann en bætir því við að þetta sé þó ágætis starf að mörgu leyti.

 

Sigurður hefur óteljandi sinnum fylgst með umferðinni inn og út úr fangelsinu sem fer í gegnum geigvænlegt hlið fyrir framan. Hann segir að almennt séð reyni enginn að brjótast inn eða út um þetta volduga hlið. „Það er samt allskonar fígúrugangur í kringum hliðið. Skólakrakkar í útskriftarferðum koma stundum og búa til grín,“ segir hann og brosir. „Maður verður að hafa húmor fyrir því.“

 

Innslagið má sjá á þessari slóð:

https://www.ruv.is/frett/oedlilegt-ad-passa-menn-eins-og-fe-i-rett?fbclid=IwAR03QIXnijb-GdHVRbBxllf5ux9jGTrFV56lsu1W-RrtPJtrQS-ss7AO0pM


 

 

Litla-Hraun þann 23. september 2010 kl. 14:25  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menninga-Bakki

23.09.2019 17:49

23. september 2019 - Haustjafndægur

 

 

Sólaruppkoma séð frá Eyrarbakka nokkrum dögum fyrir haustjafndægur 2019.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

  -  23. september 2019 - Haustjafndægur  -

 

 

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar. Þessi atburður er á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um haustjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og styttist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.

 

Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.

 

Ástæða þessa fráviks er af tvennum toga. Í fyrsta lagi miðast sólarupprás og sólarlag ekki við augnablikið þegar sólmiðjuna ber við sjónbaug (láréttan sjóndeildarhring), heldur er miðað við fyrstu og síðustu geisla sólar, þ.e. efri rönd sólkringlunnar. Í öðru lagi veldur ljósbrot í lofthjúpi jarðar því að við getum séð í sólina þar til sólmiðjan er komin um 1,1° niður fyrir sjónbaug.Skráð af Menningar-Bakki

23.09.2019 17:29

Fjöldi fólks hélt bíl­lausa dag­inn hátíðleg­an 22. sept. 2019

 

 

Í gær var hald­in stærsti Bíl­lausi dag­ur sem hald­inn hef­ur verið á Íslandi. mbl.is/?Hari

 

 

Fjöldi fólks hélt

 

-bíl­lausa dag­inn- hátíðleg­an 22. sept. 2019

 

 

Bíl­lausi dag­ur­inn var hald­inn hátíðleg­ur í gær, sunnudaginn 22. september 2019. Þátt­tak­end­ur gengu og hjóluðu á Miklu­braut  að Lækj­ar­torgi, auk þess sem frítt er í strætó í til­efni dags­ins. Lækj­ar­gata var lokuð til klukk­an 17 í gær og dag­skrá á veg­um Bíl­lausa dags­ins.

 

„Við eig­um ekki bíl og hjól­um það sem við þurf­um að fara. Lif­um bíl­laus­um lífs­stíl og vilj­um að fleiri geri það,“ seg­ir Júlía Björns­dótt­ir í sam­tali við mbl.is. Hún tók þátt með Þóri Ingvars­syni og segj­ast þau ekki láta rign­ing­una aftra sér. „Hún er bara hress­andi.“

 

„Það er mjög mik­il­vægt að sýna sam­stöðu og tengja sig við fleiri borg­ir, þetta er alþjóðleg hreyf­ing,“ seg­ir Júlía, en bíl­lausi dag­ur­inn geng­ur í garð um leið og evr­ópsku sam­göngu­vik­unni lýk­ur. Dag­ur­inn var hald­inn hátíðleg­ur í fleiri borg­um í gær.

 


Eyrarbakkahjónin Júlía Björns­dótt­ir og Þórir Ingvars­son. mbl.is/Gunn­laug­ur

 
 

 Af: mbl.is og víðar
 Skráð af Menningar-Bakki

 

 

21.09.2019 09:13

Ímyndarherferð Árborgar í fullum undirbúningi

 

 
Gísli Halldór Halldórsson lengst til hægri á Eyrarbakkafundinum þann 4. sept. 2019.
 

 

 

  -Ímyndarherferð- 

 

Árborgar í fullum undirbúningi

 

 

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 18. júlí 2019 að sveitarfélagið myndi verja allt að 10 milljónum króna í kynningar- og ímyndarherferð.

Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að megininntak átaksins sé að draga athygli að jákvæðum breytingum sem eru að eiga sér stað.

Áhersluatriði verkefnisins eru mannlíf, vöxtur og náttúra. Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur verða kynntir sem áhugaverðir staðir til heimsókna, búsetu og atvinnureksturs.

 

Óskað eftir áherslum íbúa með íbúafundum

 

Í samtali við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra kemur fram að sveitarfélagið hafi staðið fyrir íbúafundum á Stokkseyri og Eyrarbakka varðandi málið. „Við óskuðum eftir áherslum sem íbúar vilja leggja á þegar kemur að ímyndarsköpun fyrir Árborg, með sérstakri áherslu á byggðirnar við ströndina. Sambærileg vinna fór fram með íbúum á Selfossi um síðustu áramót. Gert er ráð fyrir að herferðin hefjist í lok september,“ segir Gísli. Skýrar línur komu fram á íbúafundinum um hvað gerði ströndina að þeirri paradís sem íbúar og gestir upplifa. Meðal þess sem stóð upp úr eru þættir eins og náttúran og vatnið við sjó og strönd, með fjölbreyttu fuglalífi og útivistartækifærum. Ríkuleg saga mannlífs og húsbygginga sem nær aftur um aldir. Kyrrð og friðsæld, þótt stutt sé í alla þjónustu.

 

Markmiðið að sýna öflugt samfélag í réttu ljósi

 

Aðspurður um markmið verkefnisins segir Gísli: „Með þessu er ætlunin að vekja athygli hins almenna Íslendings, sem og íslenskra fyrirtækja, á þeim tækifærum sem til staðar eru í Árborg. Jafnframt getur slík ímyndarsköpun nýst til að styrkja sjálfsmynd samfélagsins og færa framtakssömum einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum sameiginlegan grunn til að byggja á.Björn Ingi Bjarnason færði Eyrarbakkafundinn þann 4. sept. 2019 til myndar eins og hér má sjá:

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.


Skráð af Menningar-Bakki. 

 

 

 

21.09.2019 08:58

Kvikmyndahátíð á Eyrarbakka 28. sept. 2019

 

 

 

 

  -Kvikmyndahátíð- 

 

á Eyrarbakka 28. sept. 2019

 

 

Brim kvikmyndahátíð hefst á Eyrarbakka þann 28. september 2019 og fjallar hún um plast og áhrif þess á umhverfið. Guðmundur Ármann er umsjónarmaður hátíðarinnar og segir í samtali við Suðra að hann hafi fengið þá hugmynd að hrinda í framkvæmd kvikmyndahátíð á Eyrarbakka, þar sem fjallað verður um plast og áhrif þess á umhverfið og okkur. „Við verðum með með 3 erlendar kvikmyndir, fræðsluerindi og er að reyna að draga samfélagið sem mest inn í verkefnið, s.s. með kvikmyndasýningum í heimahúsum, samstarfið við Barnaskólann, Litla-Hraun og fleira, segir Guðmundur.

 

Kvikmyndasýningar verða haldnar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka og eru þær opnar og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram aðeins að mæta og njóta. Það er ókeypis á allar sýningar og viðburði.

 

Kvikmyndasýningar verða einnig haldnar á heimilum íbúa og á þær er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram. Þannig getur fólk notið fræðslu og samveru á nýjum stað með forvitnilegu og skemmtilegu fólki. Á einu heimili eru mögulega tveir gestir og á öðru tuttugu gestir.

 

Unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri mun sýna stuttmyndir og annað miðlunartengt efni er varðar plastmengun sjávar. Verkefni nemenda verða unnin með samþættingu námsgreina, þ.e. náttúrufræði, ensku og upplýsingatækni. Verkefni nemenda eru hluti þeirra kvikmynda og fræðsluefnis sem sýnt verður á BRIM kvikmyndahátíð.

 

Fangelsið Litla-Hrauni tekur   þátt í verkefninu og verður kvikmyndasýning fyrir fanga hluti af hátíðinni. Litla Hraun er eitt þeirra „heimila“ sem mun bjóða almenning að koma og horfa á eina af myndum hátíðarinnar. Að lokinni sýningu á Litla Hrauni verður fræðsluerindi en þá mun aðili frá fangelsinu segja frá því hvernig fangelsið vinnur að umhverfismálum.

 

Fræðsluerindi  verða í boði á hátíðinni og er ekki nauðsynlegt að skrá sig á þau.  Markmiðið er að fræða um þann vanda sem plastnotkun og plastmengun er bæði á heimsvísu og í okkar nærumhverfi. Einnig er horft til lausna og verður sagt frá því starfi sem verið er að vinna á því sviði.


 

Sjá: https://brimkvikmyndahatid.is/Skráð af Menningar-Bakki

 

19.09.2019 17:15

FYNDNASTA KVIKMYNDAHÁTÍÐ ÍSLANDS Á FLATEYRI

 
 
 

 

 

  -FYNDNASTA- 

 

KVIKMYNDAHÁTÍÐ ÍSLANDS Á FLATEYRI

 

 

Iceland Comedy Film Festival hefur göngu sína í dag, í fjórða sinn. Dagsrá hátíðarinnar hefur aldrei verið eins vegleg og nú og stendur hátíðin yfir í fimm daga. Hátíðin hefur göngu sína á 48 stunda gamanmyndakeppni, þar sem fjöldi þátttakanda hefur skráð sig til leiks og fær það verkefni að fullklára gamanmynd á 48 klst undir handleiðslu Arnórs Pálma, sem hefur meðal annars leikstýrt áramótaskaupinu undanfarin tvö ár.

 

Á hátíðinni í ár verða sýnda á fjórða tug íslenskra og erlenda gamanmynda. Hátíðin leggur áherslu á að sýna skemmtilegar og fyndnar kvikmyndir, bæði stuttar og í fullri lengd. Fyrir vikið hefur hátíðin vaxið gríðalega undanfarin ár og er orðin ein mest sótta kvikmyndahátíð landsins, enda fátt skemmtilegra en að hlæja saman yfir góðri gamanmynd.

 

Heiðursgestur ársins í ár er Edda Björgvinsdóttir og verður hún heiðruð fyrir framlag sitt til gamanmyndagerðar á Flateyri, með sérstakri hátíðarsýningu á Stellu í Orlofi.

 

Fyrir utan gamanmyndasýningar eru er dagskrá hliðarviðburða mjög fjölbreytt, þar má til að mynda nefna yfirtöku Jómfrúnnar á Vagninum, kvöldvöku Tvíhöfða, Laxaveislu Arctic Fish, setningu Lýðskóla Flateyrar, Flugeldasýning, að ógleymdu fyrsta sveitaballi Á móti sól á Vagninum.

 

Í ár verður einnig lögð mikil áhersla á dagskrá fyrir börn, þökk sé Barnamenningarsjóði Íslands. Meðal annars mun Leiklistarskóli Borgarleikhússins bruna vestur og halda námskeið í persónusköpun fyrir börn auk þess sem Steypustöðin mun bjóða börnum upp á 10 ára afmælissýningu á Algjör Sveppi og leitin að Villa, þar sem Sveppi sjáfur mun mæta og sprella með krökkunum á undan sýningunni.

 

Þá hefur Tónlistarskóli Ísafjarðar verið með vinnusmiðjur fyrir nemendur sína í sumar þar sem þeir hafa æft tónlist við Buster Keaton myndina The Boat. Verður myndin sýnd á hátíðinni þar sem nemendur munu leika undir.


 

 

Tankurinn á Flateyri.
 

 
 
 

Vagninn á Flateyri.Skráð af Menningar-Bakki.