Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.04.2021 08:47

HELGIHALD OG MESSUR Í RÍKISÚTVARPINU

 

 

 

 

HELGIHALD OG MESSUR Í RÍKISÚTVARPINU

 

 

Vegna sóttvarna eru margar kirkjur lokaðar og ekki messað þar um bænadaga og páska. Vilji fólk hlýða á helgistundir þá bendir Þjóðkirkjan á að sumar kirkjur streyma guðsþjónustum. Eins er hægt að hlýða á útvarp og sjónvarp.

 

Dagskráin þar er á þessa leið:

 

Á skírdag, 1. apríl, var útvarpað á Rás 1 guðsþónustu frá Áskirkju kl. 11.00. Prestur var sr. Sigurður Jónsson.

 

Útvarpað verður á Rás 1 guðsþjónustu frá Laugarneskirkju 2. apríl, á föstudaginn langa, kl. 11.00. Prestur er sr. Davíð Þór Jónsson.

 

Þá verður á föstudaginn langa, 2. apríl, sjónvarpað á RÚV frá helgistund í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 17.00. Þar flytur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hugleiðingu.

 

Páskaguðsþjónustunni í Dómkirkjunni verður útvarpað á Rás 1 kl. 11.00, 4. apríl á páskadag, og sjónvarpað á RÚV þremur tímum síðar, kl. 14.00. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

02.04.2021 08:36

Eyrarbakkaljósmyndir Sigurðar kaupmanns

 

 

 

 

Eyrarbakkaljósmyndir Sigurðar kaupmanns

 

 

Þann 27. mars sl. opnaði sýning á Eyrarbakkaljósmyndum Sigurðar Kristjánssonar kaupmanns á Eyrarbakka. Sýningin er haldin í borðstofu Hússins á Eyrarbakka.

 

Sigurður Kristjánsson (1896-1977) kaupmaður á Eyrarbakka var áhugaljósmyndari sem tók myndir af sínu nánasta umhverfi hvort sem það var fjölskyldan, heimilið, þorpið eða hátíðarhöld. Athyglisverðar eru ljósmyndir hans af gömlum húsum og staðsetningu þeirra sem gefa einstakt sjónarhorn á Eyrarbakka um miðja 20. öld. Mörg húsanna sem Sigurður fangaði með ljósmyndavél sinni eru nú horfin.

 

Sýningin  er unnin í samvinnu við eiganda myndanna Jón Sigurðsson fangavörð son ljósmyndarans. Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkti sýninguna.

 

Sýningin stendur til maíloka.

Opið verður kl. 14-17 frá 27. mars til 5. apríl.

Sýningin verður einnig opin á menningarhátíðinni Vor í Árborg dagana 22. til 25. apríl.

 

Í maí verður opið kl. 14-17 laugardaga og sunnudaga. Utan þessara tíma verður hægt að skoða safnið og sýninguna eftir samkomulagi.

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

01.04.2021 07:48

Eru samtök eldri borgara ráðalaus?

 

 

 


Séra Halldór Gunnarsson,

formaður  kjararáðs félags eldri borgara í Rangárvallasýslu.

 

 

Eru samtök eldri borgara ráðalaus?

 

 

Forysta Landssambands eldri borgara virðist ráðalaus gagnvart skerðingarákvæðum á greiðslum almannatrygginga (TR) undanfarin mörg ár. Langur sjónvarpsþáttur nýverið um velferð aldraðra fjallaði ekkert um kjaramálin, en forsætisráðherra vék í ávarpi sínu þar að þeim lagfæringum sem ríkistjórn hennar hefði stuðlað að með sérstökum lögum um bætur til þeirra sem lítinn eða engan stuðning hefðu fengið, líklega um 800 manns.  Stuðningurinn hefði getað numið kr. 129. 310 til hjóna eða sambúðarfólks á mánuði og kr. 170. 784 til einstaklinga með heimilisuppbót eftir að hafa greitt skatt af greiðslunum. En hindranir og flækjustig laganna voru með þeim ólíkindum, að í upphafi árs höfðu aðeins 141 einstaklingur sótt um !

 

Leiðrétting á skerðingum greiðslna frá TR vegna vinnulauna

 

Talið hefur verið að það myndi kosta ríkissjóð um 2 milljarða króna ef 45% skerðing vegna vinnulauna umfram kr 100 þúsund á mánuði yrði afnumin. Ekki er reiknaður með í því dæmi virðisaukinn af aukinni veltu fólksins, sem myndi koma til vinnu og ekki heldur lífsbati þeirra sem hafa kosið að sitja heima fullfrísk, fremur en að láta hirða af sér um 80% af því sem unnið yrði umfram þau laun. Ef þetta væri reiknað með tel ég að afnám skerðinganna myndi ekki kosta ríkisjóð neitt. Heldur hitt, að ríkissjóður myndi hagnast vegna aukinna tekna sem yrðu skattlagðar, ásamt veltu af virðisauka.

 

Leiðrétting á greiðslum frá TR vegna lífeyrissjóðsgreiðslna

 

Skerðingarákvæði laga um almannatryggingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna eru taldar spara ríkissjóði um 26 milljarða króna.

Greiðslur sem eldri borgarar fá úr lífeyrissjóði eru af TR meðhöndlaðar sem fjármagnstekjur, og séu þær umfram kr 25 þúsund á mánuði, þá skerðast greiðslur frá TR um  45 %.

Ef lífeyrisgreiðslurnar væru hins vegar taldar launatekjur væru þær ekki skertar fyrr en við 100 þús króna markið. Í skattalaögum eru lífeyrigreiðslur þó skilgreindar sem laun og skattlagðar með miklu hærra hlutfalli en ef þær væru fjármagnstekjur . Í lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 er kveðið á um það í 2. gr., í 9. og 10. tl. að ekki sé mismunur á atvinnutekjum og atvinnutengdum lífeyrissjóðsgreiðslum.

Auk þessa eru lífeyrissjóðstekjur skattlagðar tvisvar, gagnvart þeim sem greiddu skatt af greiðslum í lífeyrissjóð frá 1969 til 1988, en eru nú skattlagðir á ný af sama stofni fjármagns.

 

Leiðrétting á árlegum hækkunum bóta almannatrygginga

 

Þessi hækkun er framkvæmd einu sinni á ári, fyrsta janúar. Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar er kveðið á um að bætur “skuli  breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.” Út frá þessari lagagrein kemst ríkistjórn árlega að þeirri niðurstöðu að miða við fjárlög, en ekki 69. greinina. Þannig lækkar í raun árlegt framlag ríkisjóðs til þessara greiðslna, miðað við verðlag og launaþróun í landinu.

 

Viðhorf þeirra sem ráða

 

Þeir segja: Aldrei hefur meira verið gert fyrir aldraða, eins og t.d. svar fjármálaráðherra við nýlegri fyrirspurn, sem birtist í Kjarnanum:  „Í fyrsta lagi hafa kjör þeirra sem minnst hafa milli hand¬anna af þeim sem fá bætur frá almanna¬trygg¬ingum batnað hrað¬ast á und¬an¬förnum árum. Kjör þeirra hafa batnað hraðar en þeirra sem hafa meira á milli hand¬anna en þiggja þó eitt¬hvað úr almanna¬trygg¬inga¬kerf¬inu.”

Hvernig skyldi ráðherrann svara þeirri einföldu spurningu, að íslenska ríkið greiði hlutfallslega lægst allra þjóða innan OECD til eldri borgara gegnum TR?

Síðan segir ráðherrann að Íslendingar eigi að vera stoltir af öflugu almannatryggingakerfi. Eigum við að vera stolt af því að ríkið hirði af eldri borgurum árlega um 26 milljarða vegna skerðinga á greiðslum TR til þeirra, vegna áunninna lífeyrissjóðsgreiðslna þeirra sjálfra?

 

Hvað gætu eldri borgarar gert til að ná fram leiðréttingu?

 

Forysta LEB gæti  lagt fram tillögur til ríkisstjórnar um lágmarkslagfæringu á kjörum eldri borgara, sem næðu til þeirra sem verst eru settir í samræmi við samþykkt landsfundar um kjaramál frá 30.6.2020. Ef engin viðbrögð yrðu við því fyrir  landsfund LEB á þessu ári, yrði að mínu áliti að leggja fyrir fundinn tillögu um að félög eldri borgara um land allt, stæðu saman að framboði undir nýrri forystu stjórnar LEB. Það gæti verið sjálfstætt framboð eða með samstarfi við annan flokk með skriflegum skuldbindingum stjórnar þess flokks um stefnu í þessum  málaflokki og þátttöku í framboði, skilyrt aðeins til þátttöku á næsta þingi. Ef sérstakur flokkur eldri borgara næði kjöri til alþingis, myndu þessi mál njóta forgangs hjá flokknum, ásamt því að styðja önnur góð mál til heilla fyrir land og þjóð.

 

 

   Séra Halldór Gunnarsson,

formaður  kjararáðs félags eldri borgara í Rangárvallasýslu.

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

24.03.2021 17:48

Hjallastefnufundur 24. mars 2015

 

 

 

 

--Hjallastefnufundur 24. mars 2015--
Skráð af Menningar-Bakki.

23.03.2021 20:50

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 

 

Sundhöllin í Reykjavík sem Eyrbekkingurinn

Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

 

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 

 

Sundhöllin í Reykjavík var vígð þann 23. mars 1937 að viðstöddu fjölmenni.

 

Hún hafði verið átta ár í byggingu.

 

Morgunblaðið sagði að þetta væri „dýrasta og veglegasta íþróttastofnun landsins“.
 

 

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði bygginguna.

 

 


Eyrbekkingurinn

Guðjón Samúelsson (1887 - 1950)Skráð af Menningar-Bakki.
 

23.03.2021 19:34

Einmánuður byrjar í dag - 23. mars 2021

 

 

 

 

---Einmánuður byrjar í dag - 23. mars 2021---

 

 

Einmánuður, síðasti mánuður vetrar, hefst nú á þriðjudegi  20. til 26. mars en 10. mars til 16. mars í gamla stíl fyrir 1700. 

Fyrsti dagur einmánaðar er nefndur í elstu heimildum í tengslum við hreppssamkomu þar sem meðal annars var skipt fátækratíund. Síðar varð þessi dagur að heitdegi í Skagafirði, Eyjafirði og að nokkru í Þingeyjarsýslum. Samkomur, heitgjafir og helgihald héldust fyrsta dag einmánaðar þar til konungur bannaði heittdaginn 1744. Urðu embættismenn að ítreka það bann fram á 19. öld. 

Einmánuður er helgaður piltum og harpa stúlkum á sama hátt og húsbændur og húsfreyjur áttu þorra og góu. Fyrsti dagur einmánaðar hefur verið kallaður  “yngismannadagur”  á síðustu öldum, og áttu stúlkur að fagna honum. Sagt er að votur einmánuður boði gott vor. 

Þessi kviðlingur um einmánuð var allkunnur á Vestfjörðum: 

Einmánuður minn, minn
gakk þú í bæinn.
Vertu ekki úti í vindinum
vorlangan daginn. 


Til þess að vorið yrði gott þótti þetta besta veðráttan á útmánuðum eins og segir í eftirfarandi kviðlingi: 

Þurr skyldi þorri
þeysin góa
votur einmánuður
þá mun vel vora.

 

Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson.


Skráð af Menningar-Bakki.

23.03.2021 17:55

Verndarsvæði í byggð | Kynningarfundur á Eyrarbakka

 

 

 

 

Verndarsvæði í byggð

 

 

 Kynningarfundur á Eyrarbakka

 

 

  • 29. mars 2021 kl. 20:00 - 22:00
  •  
  • Samkomuhúsið Staður á Eyrarbakka

 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur skv. lögum um Verndarsvæði í byggð, látið meta hvort lög um verndarsvæði í byggð eigi við um elsta hluta þorpsins á Eyrarbakka.

 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur skv. lögum um Verndarsvæði í byggð, látið meta hvort lög um verndarsvæði í byggð eigi við um elsta hluta þorpsins á Eyrarbakka. Á grundvelli þess mats, sem fram kemur í greinargerð verkefnisins, leggur bæjarstjórn til að sá hluti þorpsins á Eyrarbakka, sem samkvæmt aðalskipulagi Árborgar 2010 - 2030 fellur undir hverfisvernd, fái stöðu verndarsvæðis í byggð. Svæðið er um 28 ha að stærð og nær yfir elsta hluta Eyrarbakka þar sem flest hin svokölluðu aldamótahús standa og voru byggð út frá jörðunum Einarshöfn, Skúmsstöðum og Háeyri.

 

Markmið kynningarfundarins er að kynna fyrir íbúum og hagsmunaaðilum þá vinnu sem liggur orðið fyrir í formi greinargerðar og tillögu fyrir verkefnið ”Eyrarbakki - Verndarsvæði í byggð”

 

 

Minnt er á að skv. gildandi sóttvarnarreglum er hámarksfjöldi gesta á fundinum 50 manns. Fundinum verður einnig streymt í gegnum fésbókarsíðu sveitarfélagsins og þar verður jafnframt tekið á móti spurningum.

Nánar um Verndarsvæði í byggð

 

Áhugasamir eru hvattir til að mæta.


Sveitarfélagið Árborg

 


Skráð af Menningar-Bakki.

22.03.2021 17:47

Hjallastefnufundur fyrir 5 árum

 

 

 

 

--Hjallastefnufundur fyrir 5 árum--Skráð af Menningar-Bakki.

20.03.2021 07:26

Jafndægur að vori 20. mars 2021

 

 

 

 

Jafndægur að vori 20. mars 2021

 

 

Jafndægur að vori eru í dag 20. mars 2021 og er það nákvæmlega kl. 09:37

 

Þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar og um það leyti er dagurinn um það bil jafn langur nóttunni hvar sem er á jörðinni.

 

Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri að vori til fardaga, en þá taki við sumar til jafndægris á hausti.

 

Vorið nær því samkvæmt því frá 19. til 21 mars og fram að fardögum sem voru á fimmtudegi í 7. viku sumars eða á bilinu 31. maí til 6. júní.


 


Skráð af Menningar-Bakki.

19.03.2021 21:23

Verzl­un­ar­skól­inn sigraði í Gettu bet­ur

 

 

 

 

Verzl­un­ar­skól­inn sigraði í Gettu bet­ur

 

 

Verzl­un­ar­skóli Íslands bar sig­ur úr být­um gegn Kvenna­skól­an­um í Reykja­vík í úr­slitaviður­eign Gettu bet­ur nú í kvöld.

 

Sig­ur­inn var ör­ugg­ur en Verzló fékk 31 stigi á móti 17 stig­um Kvenna­skól­ans.

 

Ei­rík­ur Kúld Vikt­ors­son, Gabrí­el Máni Ómars­son og Sig­ur­björg Guðmunds­dótt­ir frá Eyrarbakka kepptu fyr­ir hönd Verzló.

 

Hild­ur Sig­ur­bergs­dótt­ir, Ari Borg Helga­son og Áróra Friðriks­dótt­ir skipuðu lið Kvennó.

 

.

.

.
.

 Skráð af Menningar-Bakki.