Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.08.2021 21:01

Sunnlenska bókakaffið á Selfossi 30. ágúst 2013

 
 

Margt var rætt og mikið spjallað,

menning greind á ýmsan hátt,

mjög var hlegið, meira brallað,

mest þó talað opinskátt.
 Sunnlenska bókakaffið á Selfossi 30. ágúst 2013
 

.

.

.

.
 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

29.08.2021 12:04

Hrútavinafélagið Örvar heiðrar

 

 

 

 

            Hrútavinafélagið Örvar heiðrar
 

                         fyrir um 20 árum


Skráð af Menningar-Bakki

 

27.08.2021 13:23

27. ágúst 2016 ·

 

 

 

 

    27. ágúst 2016

Bókakaffið á Selfossi 


 

Þarna voru lesin ljóð,

líka ort af krafti,

alltaf logar óðarglóð,

í ólmum vísnarafti.

 

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

 

22.08.2021 07:06

Guðrún Ingibjörg Kristmannsdóttir - Fædd 30. mars 1926 - Dáin 7. ágúst 2021 - Minning

 


Guðrún Kristmannsdóttir (1926 - 2021).

 

 

Guðrún Ingibjörg Kristmannsdóttir

 

- Fædd 30. mars 1926

 

- Dáin 7. ágúst 2021 - Minning

 

 

Guðrún Ingi­björg fædd­ist í Móa­koti á Stokks­eyri þann 30. mars 1926. Hún lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Foss­heim­um 7. ág­úst 2021.

 

For­eldr­ar henn­ar voru Krist­mann Gísla­son, f. 23.1. 1886, d. 14.10. 1959, og Guðrún Bjarna­dótt­ir, f. 12.5. 1887, d. 17.5. 1926. Guðríður Sæ­munds­dótt­ir, f. 14.7. 1900, d. 2.12. 1972, gekk móður­lausu barn­inu í móðurstað. Guðríður og Krist­mann eignuðust tvö börn, Ing­veldi Krist­manns­dótt­ur, f. 7.10. 1927, og Guðmund Krist­manns­son, f. 14.12. 1930, d. 16.7. 1998.

 

Þann 18. maí 1946 gift­ist Guðrún Guðfinni Guðna Ottós­syni, f. 25.8. 1920, d. 10.12. 2002. For­eldr­ar hans voru Odd­ný Guðna­dótt­ir, f. 2.10. 1888, d. 18.9. 1970, og Ottó Valdi­mar Guðmunds­son. Guðfinn­ur var einka­barn Odd­nýj­ar. Eig­inmaður henn­ar var Brynj­ólf­ur Bjarni Brynj­ólfs­son, f. 4.11. 1901, d. 18.9. 1993.

 

Guðrún og Guðfinn­ur eignuðust fimm börn:

 

1) Þor­gerður Lára, f. 14.12 1946, gift Ei­ríki Guðna­syni, f. 3.4. 1945, d. 31.10. 2011. Þau eiga fjög­ur börn, 11 barna­börn og þrjú barna­barna­börn.

 

2) Krist­mann, f. 12.3. 1950. Hann kvænt­ist Rut Sig­ur­gríms­dótt­ur, f. 26.8. 1950, d. 15.9. 2019. Þau eiga þrjú börn. Seinni kona Krist­manns er Katrín Guðmunds­dótt­ir, f. 21.4. 1957. Þau eiga einn son. Fyr­ir átti Katrín tvö börn. Barna­börn­in eru sam­tals 17.

 

3) Odd­geir Bjarni, f. 23.10. 1952. Hann kvænt­ist Fríðu Björgu Aðal­steins­dótt­ur, f. 7.3. 1954. Þau eiga tvö börn. Seinni kona Odd­geirs er Gíslína Björk Stef­áns­dótt­ir, f. 2.8. 1961. Þau eiga tvö börn. Gíslína Björk átti eina dótt­ur fyr­ir. Barna­börn­in eru sam­tals 12.

 

4) Guðríður, f. 6.11. 1958, gift Sig­urði Guðjóns­syni, f. 5.8. 1957. Þau eiga fjóra syni og tvo son­ar­syni.

 

5) Guðrún, f. 29.4. 1960. Hún eignaðist eina dótt­ur með Grét­ari Pétri Geirs­syni. Guðrún gift­ist Þor­valdi Ágústs­syni, f. 17.9. 1943. Þau eiga tvo syni. Hann átti einn son fyr­ir. Nú­ver­andi eig­inmaður Guðrún­ar er Guðmund­ur Guðlaugs­son, f. 14.2. 1959. Hann á fjög­ur börn. Barna­börn­in eru sam­tals 11.

 

Guðrún og Guðfinn­ur bjuggu all­an sinn bú­skap á Stokks­eyri. Hann vann ýmsa verka­manna­vinnu til sjós og lands meðan heils­an leyfði og Guðrún vann all­an sinn starfs­ald­ur, rúm fimm­tíu ár, í Hraðfrysti­húsi Stokks­eyr­ar.

 

Hún hafði yndi af söng og söng hún í kirkju­kór Stokks­eyr­ar í fimm­tíu ár. Fyr­ir fjór­um árum veikt­ist hún og bjó siðustu ár sín á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Foss­heim­um á Sel­fossi.

 

Útför­ Guðrúnar Kristmannsdóttur fór fram frá Stokks­eyr­ar­kirkju mánudaginn, 16. ág­úst 2021.

 

_________________________________________________________________________________________


Minningargreinar

 

Hún mamma mín hef­ur kvatt okk­ur, 95 ára göm­ul. Mikið er ég stolt af þess­ari konu sem var okk­ar stoð og stytta öll þessi ár. Orð eins og þakk­læti, virðing, traust, söknuður og ást koma upp og það var gott að geta launað henni þegar hún sjálf þurfti orðið á aðstoð að halda.

 

Í end­ur­minn­ing­unni er alltaf sól. Mamma er þar í for­grunni, alltaf að. Hún skokkaði létt­um fet­um frá Brekku­holti niður í frysti­hús þar sem hún vann alla daga, stund­um langt fram á kvöld. Í há­deg­is­hléi var hlaupið heim aft­ur, hafður til mat­ur fyr­ir fjöl­skyld­una og svo var farið aft­ur til vinnu. Þess á milli var bakað og stússað ým­is­legt heima. Auðvitað var þó ekki alltaf sól, það voru lang­ir vet­ur þar sem þyngra var að arka þessa leið með vör­ur og baslað var með barna­hóp­inn sinn.

 

Mamma hafði mikla trú á mennt­un. Skóla­ganga henn­ar sjálfr­ar var stutt og þau pabbi héldu lang­ar ræður yfir okk­ur systkin­un­um um gildi mennt­un­ar til fram­fara og vel­meg­un­ar. Það sem þau höfðu ekki haft tæki­færi til að gera skyld­um við geta gert.

 

Svo var sungið. Sungið í kórn­um í kirkj­unni heima, með mess­unni í út­varp­inu á sunnu­dög­um og með tón­list­arþátt­um í út­varp­inu. Þetta áhuga­mál hafði hún fram á síðasta dag og ekk­ert vissi hún skemmti­legra en að vera í góðum hópi þar sem tekið var lagið. Fjöl­skyldu­boðin voru ónýt ef vantaði söng­inn. Nokkr­um dög­um áður en hún dó horfði hún í tvo tíma á þátt Helga Björns­son­ar í sjón­varp­inu og naut hverr­ar mín­útu.

 

Mamma var fasti punkt­ur­inn og klett­ur­inn í til­ver­unni öll þessi ár og all­an tím­ann sýndi hún um­hyggju fyr­ir stór­um af­kom­enda­hópi sín­um. Hún hélt góðri heilsu lengi vel og áfram hélt hún að ganga um þorpið, þó ekki færi hún leng­ur í frysti­húsið. Fyr­ir fjór­um árum veikt­ist hún og flutti í kjöl­farið á hjúkr­un­ar­heim­ilið Foss­heima á Sel­fossi. Eft­ir að hún flutti þangað naut hún þess að fara í bíltúra til Stokks­eyr­ar þar sem hún hafði búið og starfað alla ævi. Þá rifjaði hún upp góðar minn­ing­ar um æsk­una og líf sitt með pabba og okk­ur á þess­um stað sem henni þótti svo vænt um.

 

Við systkin­in vor­um hepp­in með for­eldra, minn­ing þeirra er björt og fal­leg. Elsku mamma mín, takk fyr­ir allt og allt.

 

Guðríður Guðfinns­dótt­ir.

 

____________________________

 

Það er margt sem flýg­ur um hug­ann þegar ég minn­ist henn­ar mömmu minn­ar. Líf henn­ar var ekki alltaf auðvelt en þrátt fyr­ir allt var hún lán­söm mann­eskja. Hún missti móður sína ný­fædd en var svo hepp­in að afi réð til sín unga konu, Guðríði Sæ­munds­dótt­ur, og gekk hún henni í móðurstað. Mamma sagði oft að betri móður hefði hún ekki getað eign­ast. Þær voru alla tíð mjög nán­ar. Afi og Guðríður gift­ust og eignuðust tvö börn, Ing­veldi og Guðmund.

 

Mamma og pabbi byrjuðu að búa í Skála­vík á Stokks­eyri og þar fædd­ust ég og bræðurn­ir. Síðar flutt­um við að Vatns­dal og þar fædd­ust syst­urn­ar okk­ar. Húsa­kynn­in sem við bjugg­um við þættu ekki boðleg í dag. Ekki var renn­andi vatn og þurfti að bera allt vatn til og frá í Skála­vík en í Vatns­dal var hand­knú­in dæla. Kamr­ar voru á báðum stöðum. Þetta var ekk­ert eins­dæmi á þess­um tíma. Þetta var bara svona og ekki kvartaði mamma. Þegar við svo flutt­um í Brekku­holt þar sem var renn­andi vatn og allt sem okk­ur finnst sjálfsagt í dag, fannst mömmu hún ekk­ert hafa að gera því allt var svo auðvelt.

 

Mamma var mjög trúuð kona og kenndi hún okk­ur börn­un­um fjöld­ann all­an af bæn­um sem við fór­um sam­visku­sam­lega með á hverju kvöldi. Hún söng í kirkju­kórn­um í fimm­tíu ár og alltaf vor­um við lát­in fara til messu með henni.

 

Mamma var ákveðin og stjórnaði heim­il­inu af rögg­semi. Hún var klett­ur­inn í fjöl­skyld­unni og það var gott að eiga hana að og vita að alltaf var hægt að leita til henn­ar. Það var svo gott að finna að þó ekki væru mikl­ir pen­ing­ar til á heim­il­inu var alltaf nóg af hjarta­hlýju. Þar sem pabbi okk­ar var mik­ill sjúk­ling­ur þurfti mamma að vinna baki brotnu til að sjá fyr­ir stóru heim­ili. Hún var svo hepp­in að vera alltaf heilsu­hraust og kom varla fyr­ir að hún yrði veik.

 

Árið eft­ir að pabbi dó buðum við hjón henni með okk­ur til Kaup­manna­hafn­ar. Hún var orðin 77 ára og hafði aldrei farið til út­landa og aldrei farið í flug­vél. Þessi ferð varð mikið æv­in­týri fyr­ir okk­ur öll. Það var svo gam­an að upp­lifa Kaup­manna­höfn með henn­ar aug­um, heim­sækja hall­ir og skoða krúnu­djásn. Þetta varð henn­ar eina ut­an­lands­ferð. Eiki minn út­bjó handa henni al­búm með ferðasög­unni og mörg­um mynd­um úr ferðinni. Þetta al­búm skoðaði hún margoft, las ferðasög­una og upp­lifði ferðina aft­ur og aft­ur. Hún hló og skemmti sér yfir ýms­um kúnstug­um uppá­kom­um.

 

Eitt af því skemmti­leg­asta sem mamma gerði var að syngja. Við hjón höfðum það fyr­ir venju að bjóða henni með okk­ur á árs­hátíð kórs­ins okk­ar, Árnes­ingakórs­ins í Reykja­vík. Þar var alltaf mikið sungið og naut hún þess mjög. Hún naut þess líka að hlusta á alls kon­ar tónlist. Henn­ar upp­á­hald var þegar sjón­varpið sýndi frá tón­leik­um hinna ýmsu söngv­ara. Þætt­irn­ir hans Helga Björns voru í miklu upp­á­haldi hjá henni og viku áður en hún dó sat hún í tvo tíma og hlustaði á tón­leik­ana sem Helgi var með um versl­un­ar­manna­helg­ina.

 

Síðustu árin henn­ar höf­um við systkin reynt að gera okk­ar besta til að henni liði sem best því það átti hún svo sann­ar­lega skilið. Með trega kveð ég hana mömmu mína með þökk fyr­ir allt.

 

Þor­gerður Guðfinns­dótt­ir.

_________________________________

 

Það var bjart­ur og fag­ur dag­ur á Suður­landi laug­ar­dag­inn 7. ág­úst síðastliðinn þegar hún tengda­móðir mín, Guðrún Ingi­björg Krist­manns­dótt­ir, kvaddi þenn­an heim 95 ára göm­ul. Er það tákn­rænt fyr­ir minn­ingu henn­ar.

 

Ég hitti Unnu fyrst fyr­ir rúm­um fjöru­tíu árum þegar við Guðríður dótt­ir henn­ar fór­um að draga okk­ur sam­an. Ég sá að þarna fór dug­leg kona sem var hrein­skipt­in og lá ekki á skoðunum sín­um. Strax skapaðist traust á milli okk­ar sem varði alla tíð og vinátt­an bara óx með ár­un­um.

 

Guðrún eða Unna, eins og hún var jafn­an kölluð, ól all­an sinn ald­ur á Stokks­eyri utan síðustu ævi­ár sín er hún dvaldi á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Foss­heim­um á Sel­fossi. Eft­ir gott at­læti í æsku og stutta skóla­göngu tók lífið við. Hún gift­ist ung Guðfinni Guðna Ottós­syni og sam­an stofnuðu þau heim­ili á Stokks­eyri og bjuggu þar lengst af í Brekku­holti. Þau eignuðust fimm börn. Auk þess að sinna barn­mörgu heim­ili starfaði Unna í Hraðfrysti­húsi Stokks­eyr­ar sem þá var vinnu­hjartað í pláss­inu.

 

Sam­an héldu þau hjón­in vel utan um fjöl­skyld­una. Börn­in flugu úr hreiðri og stofnuðu sín heim­ili en áfram var vel fylgst með sís­tækk­andi hópn­um. Jóla­boðin þeirra á ann­an dag jóla með heitu súkkulaði og kræs­ing­um voru ómiss­andi fyr­ir fjöl­skyld­una. Eft­ir lát Guðfinns bjó Unna áfram ein í Brekku­holti fram yfir ní­rætt.

 

Þau hjón­in fóru í inn­an­lands­ferðir eldri borg­ara með verka­lýðsfé­lag­inu Bjarma í mörg sum­ur. Þess­ara ferða nutu þau og ósjald­an rifjaði hún upp góðar minn­ing­ar úr þess­um ferðum. Unna naut tón­list­ar og söngs. Hún söng í ár­araðir með kirkju­kór Stokks­eyr­ar­kirkju. Mest var gam­an hjá henni í fjöl­skyldu­boðum ef sungið var og spilað. Þar var hún yngst í anda og söng hvert lagið á fæt­ur öðru. Sýndi hún að ekki þarf áfengi til að skemmta sér, en hún var mik­il bind­ind­is­kona. Þegar mikið gekk á varð mér stund­um á orði: „Unna, nú verðum við að fá okk­ur einn sterk­an“ og hló hún þá dátt að rugl­inu í mér.

 

Unna var með allt á hreinu fram á síðasta dag og spurði um allt sitt fólk sem ekki var fátt en af­kom­end­urn­ir eru rúm­lega 60. Svo smá­dvínaði þrekið hjá þess­ari hörku­konu og þraut að lok­um. Ég kveð góða sam­ferðakonu og vin­konu og er þakk­lát­ur fyr­ir þann tíma sem við átt­um með henni.

 

Sig­urður Guðjóns­son.

___________________________


Morgunblaðið mánudaginn 16. ágúst 2021.


_______________________________________________________

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.
.

.
.

.

.

,

.

.

.

.

.

.
.
 
.
.

.

.

 Skráð af Menningar-Bakki.

21.08.2021 09:30

Vinir alþýðunnar 21. ágúst 2015

 

 

 

 

Vinir alþýðunnar 21. ágúst 2015

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

19.08.2021 20:18

Kristján Runólfsson

 

 

 

 

            Kristján Runólfsson
 

 

                     í Herdísarvík þann 19. ágúst 2015


 

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

17.08.2021 21:24

17. ágúst 2015

 

 

 

 

            17. ágúst 2015 

 

 

- Menn morgunsins í Alþýðuhúsinu að Stað á Eyrarbakka

   17. ágúst 2015.


F.v.: Atli Guðmundsson og Jóhann Jóhannsson.Skráð af Menningar-Bakki.

16.08.2021 22:19

MERKIR ÍSLENDINGAR - MARSELLÍUS S. G. BERNHARÐSSON

 

 

 

MERKIR ÍSLENDINGAR –

MARSELLÍUS S. G. BERNHARÐSSON

 

Marsellíus S. G. Bernharðsson skipasmíðameistari á Ísafirði var fæddur 16. ágúst 1897 að Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði.

Hann lést þann 2. febrúar 1977 á Ísafirði.

 

Hann flutti með fjölskyldu sinni að Hrauni á Ingjaldssandi, Önundarfirði þegar hann var 8 ára, en flutti á Ísafjörð innan við tvítugt og bjó þar upp frá því.

 

Hann kynntist þar Albertu Albertsdóttur, sem var ung ekkja með 3 börn. Þau gengu í hjónaband á Sjónarhæð þann 3. júní1927. Fyrstu 15 árin bjuggu þau að Aðalstræti 15, en reistu sér svo íbúðarhúsið að Austurvegi 7, sem þau fluttu í 16. september 1943. Þá höfðu þau eignast 10 börn, en missst tvö börn. Fjölskyldan sem flutti úr Miðkaupstað í Hæstakaupstað samanstóð þá af þeim hjónum og 11 börnum.

 

Hann hóf skipasmíðar sínar fyrir utan heimili þeirra í Miðkaupstað, en flutti stöðina sína niður í Neðstakaupstað í lok 4.áratugarins.

 

Á 7. áratugnum hóf M. Bernharðsson hf smíði stálskipa í Naustinu, neðar á Suðurtanganum, þar var einnig reist dráttarbraut og stálskemma sem hefur alltaf verið nefnd  Hveragerði  á meðal fjölskyldunnar. Það heiti tengist bróður hans Finni Guðna sem vann hjá bróður sínum, aðstoðaði við húsbygginguna á Austuveginum og bjó þar til dauðadags. Síðustu árin átti Finnur við veikindi að stríða og fór á Náttúrulækningastofnunina í Hveragerði, þar sem hann dvaldi um tíma. Honum líkaði dvölin vel og dásamaði staðinn.

 

Upplýsingar af Facebook síðu Áslaugar Helgudóttur.

 

 

.

.

 

Hér situr Marsellíus fyrir framan smiði sína sennilega sumarið 1943 í baksýnd sjást

böndin á báti sem ný byrjað er á. Mennirnir á myndinni eru talið frá vinstri:

Sigurður Bentsson, Guðmundur Marsellíusson, Skúli Þórðarson, Pétur Einarsson,

Gunnar Sigurðsson, Danfel Rögnvaldsson, Guðmundur E. Guðmundsson,

Óskar Sigurðsson, Finnur Bernharðsson, Ásgeir Sigurðsson, Ólafur Ólafsson,

Skúli Skúlason, Einar Garibaldason, Guðmundur J. Guðmundsson, Marinó Víborg

og Guðmundur Kristjánsson.

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

16.08.2021 17:20

-Alþýðuhúsið-

 

 

 

 

  - Alþýðuhúsið -

 

 í forsalnum í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka

 

að morgni 16. ágúst 2014.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

15.08.2021 07:37

MERKIR ÍSLENDINGAR - MATTHÍAS BJARNASON

 

 Matthías Bjarnason (1921 - 2014).

 

 

MERKIR ÍSLENDINGAR – MATTHÍAS BJARNASON

 

 

Matthías Bjarnason fæddist á Ísafirði þann 15. ágúst 1921.

Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason sjómaður, síðar vegaverkstjóri, og k.h. Auður Jóhannesdóttir húsfreyja.

 

Eiginkona Matthíasar var Kristín Ingimundardóttir húsfreyja sem lést 2003 og eru börn þeirra Auður félagsráðgjafi og Hinrik, ráðgjafi hjá SjóváAlmennum. Hin síðari ár átti Matthías góða samfylgd með Jónínu Margréti Pétursdóttur, skólasystur sinni úr VÍ, en hún lést 2012.

 

Matthías brautskráðist úr VÍ 1939. Hann var framkvæmdastjóri Vestfjarðabátsins hf. 1942-43, Djúpbátsins hf. 1943-68, framkvæmda­stjóri Vélbátaábyrgðarfélags Ísfirðinga 1960-74, rak verslun á Ísafirði 1944-73, var framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Kögurs 1959-66, bæjarfulltrúi á Ísafirði 1946-70, sat í bæjarráði og var forseti bæjarstjórnar.

 

Matthías var lands­kjörinn alþingismaður Sjálfstæðisflokksins 1963-67 og á Vestfjörðum 1967-95, sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingaráðherra 1974-78, heilbrigðis- og tryggingaráðherra 1983-85, samgönguráðherra 1983-87 og viðskiptaráðherra 1985-87.

 

Matthías var formaður FUS á Ísafirði, Sjálfstæðisfélags Ísfirðinga, Fjórðungssambands sjálfstæðismanna á Vestfjörðum, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Ísafirði og sat í miðstjórn flokksins. Hann var formaður Útgerðarfélagsins Ísfirðings, sat í stjórn Vinnuveitendafélags Vestfjarða, Vélbátaábyrgðarfélags Ísfirðinga, Útvegsmannafélags Ísfirðinga, Útvegsmannafélags Vestfirðinga, LÍÚ, í stjórn Fiskimálasjóðs, Atvinnujöfnunarsjóðs, Framkvæmdastofnunar ríkisins, Hollustuverndar ríkisins, var formaður Byggðastofnunar og ritstjóri Vesturlands.
Matthías var í Hrafnseyrarnefnd.

 

Æviminningar hans, Járnkarlinn, skráðar af Súgfirðingnum Örnólfi Árnasyni, komu út 1993.

 

Matthías gaf út ritið Ísland frjálst og fullvalda ríki, í tilefni 75 ára afmælis fullveldisins, 1993.

 

Matthías Bjarnason lést þann 28. febrúar 2014.

 

 


Vesturland  25. apríl 1963.

.

.

.

Morgunblaðið 15. október 1976
.
 

.
.
.
Morgunblaðið 15. júní 1985.
.
.
.
Alþýðublaðið 3. desember 1993.
.
.
.
DV 22. október 1988.
.
.
.
.
Framboðsfundur á Þingeyri árið 1979
 

https://www.youtube.com/watch?v=lI1gCMxbLHo&t=100s

.

Skráð af Menningar-Bakki.