![]() |
|
---Úr myndasafninu---
Siggeir Ingólfsson og Ari Björn Thorarensen
Skráð af Menningar-Bakki
Úr myndasafninu
![]() |
Rúnar Eiríksson og Siggeir Ingólfsson
|
![]() |
Ágúst Böðvarsson ( 1906 - 1997). |
Ágúst Böðvarsson fæddist að Hrafnseyri við Arnarfjörð 3. janúar 1906 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Böðvar Bjarnason, prófastur á Hrafnseyri við Arnarfjörð, og fyrri kona hans, Ragnhildur Teitsdóttir húsfreyja. Böðvar var hálfbróðir Ragnheiðar, móður Jóns Leifs tónskálds, en bróðir Böðvars var Þórður kaupmaður, faðir Regínu leikkonu.
Séra Böðvar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragnhildur Teitsdóttir gullsmiðs og veitingamanns á Ísafirði. Þau slitu samvistir 1913. Börn þeirra voru fjögur: Bjarni (faðir Ragga Bjarna), Guðrún (höfundur lagsins/sálmsins; Ég kveiki á kertum mínum), Þórey og Ágúst. — Seinni kona séra Böðvars er frú Margrét Jónsdóttir frá Hrauni í Keldudal, Dýrafirði. Börn þeirra voru þrjú: Baldur, Bryndís, Baldur.
Eiginkona Ágústar Böðvarssonar var Sigríður Sveinbjörnsdóttir húsfreyja og sonur þeirra Gunnar Hrafn byggingaverkfræðingur.
Ágúst lauk námi frá VÍ 1925, var bóndi að Hrafnseyri 1926-29 en hóf störf hjá dönsku landmælingastofnuninni Geodætisk Institut, árið 1930, sem þá vann að kortlagningu Íslands og stundaði hann síðan nám í landmælingum hjá stofnuninni í Kaupmannahöfn 1935-37.
Ágúst vann síðan við landmælingar Íslands á árunum 1930-76 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann tók við gríðarlega yfirgripsmiklu og mikilvægu starfi við íslenskar landmælingar og kortagerð er Íslendingar tóku við íslenskri kortagerð af Dönum árið 1955, varð fyrsti forstjóri Landmælinga Íslands 1959-76, fór í margra mánaða ferðir um landið þvert og endilangt og var m.a. frumkvöðull við gerð loftljósmynda hér á landi.
Ágúst samdi texta við ýmis þekkt dægurlög fyrri tíma, s.s. Skautapolka og Ljósbrá. Hann sat í stjórn Byggingasamvinnufélags starfsmanna ríkisstofnana um árabil frá 1948, í örnefnanefnd og Hrafnseyrarnefnd.
Árið 1996 kom út eftir Ágúst ritið Saga landmælinga Dana á Íslandi og ljóðabók, Ljóðmæli.
Ágúst var heiðurfélagi Ferðafélags Íslands, var virkur félagi í Oddfellow-reglunni, stúku nr. 11., Þorgeiri, og var heiðursfélagi hennar. Hann var sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu.
Ágúst lést 27. janúar 1997.
![]() |
Á Hrafnseyri við Arnarfjörð 3. ágúst 1980.
Þann dag og þar voru fyrstu embættisverk
frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands.
.
![]() |
||||
.
|
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Krisstján Bersi Ólafsson (1938 - 2013). |
Kristján Bersi fæddist í Reykjavík 2. janúar 1938. Foreldrar hans voru Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði og Ragnhildur G. Gísladóttir húsfreyja.
Bræður Ólafs voru Halldór frá Kirkjubóli og Guðmundur Ingi, skáld á Kirkjubóli og systirin Jóhanna á Kirkjubóli.
Ólafur var sonur Kristjáns, bónda þar, bróður Guðrúnar, ömmu Gests arkitekts sem er faðir Guðrúnar Sóleyjar í menningunni á RUV og Valdimars flugumferðarstjóra, föður Þórunnar, sagnfræðings og rithöfundar.
Móðir Ólafs skólastjóra var Bessa, systir Friðriku, ömmu Einars Odds Kristjánssonar alþm.
Ragnhildur var dóttir Gísla Árnasonar og Ragnhildar Jensdóttur, systur Ástríðar, ömmu Davíðs Gunnarssonar.
Systur Kristjáns Bersa:
Ásthildur skólaritari, móðir Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálafræðings og Tryggva Harðarsonar, fyrrv. bæjarstjóra, og Ingileif Steinunn hjúkrunarfræðingur, móðir lögfræðinganna Gunnars og Margrétar Viðar.
Eiginkona Kristjáns Bersa er Sigríður Bjarnadóttir og eignuðust þau fjögur börn:
Freydísi, Ólaf Þ., Jóhönnu sem lést 1973, og Bjarna Kristófer.
Kristján Bersi lauk stúdentsprófi frá MR 1957, fil. kand.-prófi frá Stokkhólmsháskóla 1962 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum í HÍ 1971.
Kristján Bersi var blaðamaður á Tímanum 1962-64, blaðamaður og ritstjóri á Alþýðublaðinu 1965-70, kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1970-72, skólastjóri þar 1972-75 og skólameistari þar 1975-99, er hann lét af störfum.
Kristján Bersi var formaður Blaðamannafélags Íslands 1967-68, sat í stjórn Félags háskólamenntaðra kennara og stjórn Hins íslenska kennarafélags og var formaður Félags áfangaskóla í nokkur ár. Þá var hann varaformaður Bandalags kennarafélaga 1983-87.
Kristján Bersi ritaði sögu Flensborgarskólans í 100 ár, útg. 1982. Hann skrifaði fjölda ritgerða og greina í blöð og tímarit auk þess sem hann var afkastamikill þýðandi og prýðilegur hagyrðingur.
Kristján Bersi Ólafsson var í sigurliði Önfirðingafélagsins í fyrstu spurningakeppni átthagafélaganna árið 1998. Í liðinu með honum voru Rakel Brynjólfsdóttir á Þingeyri sem er frá Vöðlum í Önundarfirði og Gísli Rúnar Gíslason frá Flateyri en hans rætur í föðurætt liggja að Höfða í Dýrafirði.
Kristján Bersi lést 5. maí 2013.
![]() |
Sigurlið Önfirðingafélagsins í fyrstu Spurningakeppni átthagafélaga árið 1998
ásamt stjórnanda.
F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir frá Vöðlum, Gísli Rúnar Gíslason frá Flateyri,
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir stjórnandi keppninnar
og Kristján Bersi Ólafsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Á Hrafnseyri við Arnarfjörð. |
Merkir Íslendingar - Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson fæddist 2. janúar 1777 á Stað á Snæfjallaströnd þar sem faðir hans var þá prestur.
Foreldrar hans voru séra Jón Sigurðsson prestur og Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja. Faðir Sigurðar, Jón Sigurðsson eldri, tók við Hrafnseyrarsókn árið 1786 og Sigurður var vígður aðstoðarprestur hans árið 1802.
Þegar faðir Sigurðar lést árið 1821 tók Sigurður við prestsembættinu á Hrafnseyri. Sigurður var síðar gerður prófastur Ísafjarðarprófastsdæmis árið 1836. Sigurður kvæntist Þórdísi Jónsdóttur, sem einnig var komin af prestum, en faðir hennar var séra Jón Ásgeirsson prestur á Mýrum í Dýrafirði og síðar að Holti í Önundarfirði.
Sigurður og Þórdís eru foreldrar Jóns Sigurðssonar forseta, en hann var skírður í höfuðið á móðurafa sínum, Jóni Ásgeirssyni, sem hafði látist ári áður en hann fæddist, en með nafngiftinni varð hann þó alnafni föðurafa síns.
Hjónin Þórdís og Sigurður hættu búskap árið 1851 og settust að hjá dóttur sinni Margréti í Steinanesi.
Sigurður Jónsson lést 31. október 1855 og voru hann og Þórdís kona hans bæði jarðsett í Otradalskirkjugarði í VesturBarðastrandarsýslu.
Morgunblaðið laugardagurinn 2. janúar 2021.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Gils Guðmundsson (1914 - 2005).
Gils Guðmundsson fæddist í Hjarðardal innri í Önundarfirði 31. desember 1914, sonur Guðmundar Gilssonar, útvegsb. í Hjarðardal, og k.h., Sigríðar Hagalínsdóttur.
Foreldrar Guðmundar: Gils Bjarnason á Mosvöllum og Guðmundína Jónsdóttir, systir Guðnýjar, ömmu Jónu, ömmu Ólafs Þ. Þórðarsonar og Kjartans Ólafssonar alþm. Foreldrar Sigríðar: Hagalín Þorkelsson og Sólveig Pálsdóttir.
Kona Gils var Guðný Jóhannesdóttir en dóttir þeirra er Erna Sigríður Gilsdóttir, kennari í Danmörku. Stjúpsonur Gils er Úlfur Árnason, doktor í Lundi.
Gils lauk kennaraprófi frá KÍ 1938, var sjómaður 1934-40, kennari við Íþróttaskólann í Haukadal og við unglingaskóla í Garði og Sandgerði, rithöfundur frá 1942, blaðamaður og ritstjóri 1943-56 og framkvæmdastjóri Menntamálaráðs og Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1956-75.
Gils var alþingismaður Reykjavíkur fyrir Þjóðvarnarflokk Íslands 1953-56 og þingmaður Reykjaneskjördæmis fyrir Alþýðubandalagið 1963-79. Hann var formaður Þjóðvarnarfélags Reykjavíkur 1953-54 og varaformaður Þjóðvarnarflokksins 1960-62, formaður Rithöfundasambands Íslands 1957-58 og formaður félagsins Ísland – Færeyjar.
Gils sat í Rannsóknaráði ríkisins, var skipaður í endurskoðunarnefnd laga um friðun Þingvalla og náttúruvernd, var formaður fiskveiðilaganefndar frá 1971, sat í Norðurlandaráði 1971-74, í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar og í Þingvallanefnd. Hann sat á Allsherjarþingi SÞ 1970 og á hafréttarráðstefnu SÞ 1974-75.
Gils samdi fjölda sagnfræðilegra rita og skrifaði sögu ýmissa stéttarfélaga. Má þar helst nefna Skútuöldina, Togaraöldina og Vestfirska sagnaþætti. Þá ritstýrði hann tímaritum og bókum, s.s. bókunum Öldin sem leið 1800-1900 og Öldin okkar, frá 1900-1980.
Gils lést 29. apríl 2005.
![]() |
Séð yfir Vöðin í Önundarfirði; að Holtsodda og Hjarðardal. Ljósm.: BIB |
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Efri röð frá vinstri: Sara Vilbergsdóttir (látin), Ólafur Ragnarsson,
Björn E. Hafberg (látinn), Guðbjarni Jóhannsson (látinn) og Ólafur R. Jónsson.
Neðri röð frá vinstri: Guðbergur Guðnason, Magnús Th. Benediktsson,
Gunnar Ásg. Benediktsson, Guðbjartur Jónsson
og Guðmundur Björn Haraldsson (látinn).
30 ár frá hópheiðrun Önfirðinga
Fjölmenn Bítlavaka var haldin þann 6. október 1990 að Efstalandi í Ölfusi. Þá var fyrsta samkoman í seinna tímaskeiði á glæsilegum ferli Hljómsveitarinnar ÆFINGAR frá Flateyri sem stendur enn... Hljómsveitin er 52 ára í dag sunnudaginn 27. desember 2020. ÆFING kom fram fyrsta sinni í Samkomuhúsinu á Flateyri á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi þann 27. desember 1968.
Á mynd eru Önfirðingarnir tíu sem voru heiðraðir að Efstalandi í Ölfusi fyrir framlög sín til mannlífs og menningar á Bítlatímanum í Önundarfirði og víðar vestra.
Efri röð frá vinstri: Sara Vilbergsdóttir (látin), Ólafur Ragnarsson, Björn E. Hafberg (látinn), Guðbjarni Jóhannsson (látinn) og Ólafur R. Jónsson. Neðri röð frá vinstri: Guðbergur Guðnason, Magnús Th. Benediktsson, Gunnar Ásg. Benediktsson, Guðbjartur Jónsson og Guðmundur Björn Haraldsson (látinn).
Ljósm.: Spessi.
![]() |
||
.
|
|
||
Merkir Íslendingar - Einar Oddur Kristjánsson
Einar Oddur Kristjánsson fæddist á Flateyri 26. desember 1942. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Ebenezersson skipstjóri, f. 1897, d. 1947, og María Jóhannsdóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma á Flateyri, f. 1907, d. 2003.
Einar Oddur stundaði nám í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði og í Menntaskólanum á Akureyri. Frá árinu 1968 starfaði Einar Oddur við sjávarútveg, fyrst sem einn af stofnendum og framkvæmdastjóri hlutafélagsins Fiskiðjunnar Hjálms. Hann var síðar stjórnarformaður hlutafélaganna Hjálms, Vestfirsks skelfisks og Kambs.
Einar Oddur sat í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1970-1982, var formaður Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar 1968-1979, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1979-1990 og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum 1990-1992.
Einar Oddur sat í stjórn Vinnuveitendafélags Vestfjarða frá árinu 1974. Hann var í aðalstjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1989-1994, stjórnarformaður Vélbátaútgerðarfélags Ísfirðinga frá árinu 1984 og sat í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva 1981-1996. Hann var formaður efnahagsnefndar ríkisstjórnarinnar 1988. Formaður Vinnuveitendasambands Íslands var hann 1989-1992 og sat í stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs 1995.
Einar Oddur var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1995 til dánardags. Á Alþingi átti hann sæti í mörgum nefndum en lengst og mest starfaði hann í fjárlaganefnd, var varaformaður hennar 1999-2007 og jafnframt aðaltalsmaður síns flokks í ríkisfjármálum.
Þann 7. október 1971 kvæntist Einar Oddur Sigrúnu Gerðu Gísladóttur hjúkrunarfræðingi, f. 20. nóvember 1943 - d. 22. maí 2018.
Börn Einars Odds og Sigrúnar Gerðu eru:
Brynhildur, Kristján Torfi og Teitur Björn.
Einar Oddur Kristjánsson lést þann 14. júlí 2007.
![]() |
Skráð af Menningar-Bakki.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is