Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.09.2020 08:34

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

 

 

 

 

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

 

 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í seinni úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2020. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.

 

Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu. Í flokki  atvinnu og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi.

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands byggir á Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024 sem tók gildi um síðustu áramót. Umsækjendum er því bent á að kynna sér markmið og nýjar áherslur sjóðsins sem má finna hér.

 

Í upphafi er mikilvægt að kynna sér vel úthlutunarreglur sjóðsins og mat á umsóknum sem eru aðgengelgar hér.

 

Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn www.sass.is. Umsækjandi þarf að skrá sig inn á umsóknarformið með íslykli eða með rafrænum skilríkjum. Ef sótt er um í nafni lögaðila s.s. fyrirtækis, stofnunnar eða félagasamtaka þarf viðkomandi lögaðili að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum þess lögaðila en ekki einkaaðgangi verkefnastjóra. Ef umsóknin uppfyllir ekki þessi skilyrði, má búast við að hún verði ekki tekin til yfirferðar.

 

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að fá upplýsingar um ráðgjöfina á vefsíðu SASS, eða bóka tíma í ráðgjöf hér

 

Umsóknir skulu berast fyrir kl. 16.00 þann 6. október 2020.
 

 Skráð af Menningar-Bakki

24.09.2020 19:52

Merkir Íslendingar - Bergur Jónsson

 

 

Bergur Jónsson af forsetaættum frá Hrafnseyri.
 

 

Merkir Íslendingar - Bergur Jónsson

 

 

Bergur fæddist í Reykjavík 24. september 1898.

Foreldrar hans voru Jón Jensson háyfirdómari, og k.h., Sigríður Hjaltadóttir húsfreyja.
 

Jón var sonur Jens Sigurðssonar, rektors Lærða skólans í Reykjavík og fyrsta kennara við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, elsta barnaskóla landsins, bróður Jóns Sigurðssonar forseta frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Móðir Jóns var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stærðfræðings, stjörnufræðings og yfirkennara. Sigríður var dóttir Hjalta Ólafssonar Thorberg, bónda á Gunnsteinsstöðum í Langadal, bróður Bergs Thorberg landshöfðinga. Móðir Sigríðar var Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja.
 

Systir Bergs lögfræðings var Ólöf, móðir Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra, föður Ólafar Nordal f.v. innanríkisráðherra.
 

Fyrri kona Bergs var Guðbjörg Lilja Jónsdóttir og eignuðust þau þrjú börn, Sigríði Þórdísi húsfreyju, móður Bergs S. Oliverssonar lögmanns, Jón deildarstjóra og Þóri tryggingastærðfræðing.
 

Seinni kona Bergs var Ólafía Valdimarsdóttir.
 

Bergur lauk stúdentsprófi 1919, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1923, öðlaðist hdl.-réttindi 1947 og hrl.-réttindi 1953. Hann var fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík 1923-27, sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1927-28, var skipaður bæjarstjóri í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1935-45, var sakadómari í Reykjavík 1945-47 og starfrækti lögfræðiskrifstofu í Hafnarfirði og Reykjavík frá 1947 og til æviloka.
 

Bergur var alþingismaður Barðastrandarsýslu 1931-42, sat í milliþinganefnd í kjördæmaskipunarmálinu fræga 1931, var formaður lögfræðinganefndar um réttarfarslöggjöf 1934, átti sæti í milliþinganefnd til að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðar 1938, var formaður og gjaldkeri Eyrarsparisjóðs á Patreksfirði, sat í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1934, sat í landskjörstjórn frá 1943 og til æviloka og í stjórn Dómarafélags Íslands 1941-47.
 

Bergur lést 18. október 1953.Skráð af Menningar-Bakki.

23.09.2020 20:42

Merkir Íslendingar - Torfi Halldórsson

 

Torfi Halldórsson.

Fæddur 14. febrúar 1823 -

Dáinn 23. september 1906.

 

 

Merkir Íslendingar - Torfi Halldórsson

 

 

Torfi Halldórsson sem oft er nefndur faðir Flateyrar fæddist í Arnarnesi við Dýrafjörð þann 14. febrúar 1823 og ólst þar upp.

Foreldrar hans voru Halldór Torfason, bóndi í Arnarnesi, og k.h., Svanfríður Jónsdóttir húsfreyja. Torfi, afi Torfa var sonur Mála-Snæbjarnar.
 

Eiginkona Torfa var María Júlíana Össurardóttir úr Súgandafirði. Meðal barna þeirra voru Guðrún, húsfreyja í Hólmum, móðir Maríu Jóhannsdóttur, móður Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns. Sonur Torfa og Maríu var Ásgeir, faðir Haraldar sem var forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, Ragnars læknis og Önundar, fyrrv. forstjóra OLÍS, föður Ragnars, viðskiptafræðings og fyrrv. bankastjóra.
 

Torfi fór ungur til sjós og var orðinn skipstjóri á þilskipinu Boga og meðeigandi Magnúsar Einarssonar á Hvilft fyrir þrítugt. Hann sigldi til Danmerkur árið 1851 og nam skipstjórnarfræði í Flensborg. Vorið eftir sigldi hann heim á eigin skútu, Lovísu, og settist að á Ísafirði.
 

Ört vaxandi þilskipaútgerð upp úr miðri 19. öldinni, gat nú sótt mun dýpra en íslenskir sjómenn höfðu gert á opnum bátum um aldaraðir. Menntaðir skipstjórnarmenn urðu því bráðnauðsynlegir við þessar nýju aðstæður.
 

Að undirlagi annars ungs skipstjóra og athafnamanns, Ásgeirs Ásgeirssonar, og ýmissa þilskipaeigenda, var Torfi fenginn til að veita forstöðu sjómannaskóla haustið 1852. Skólinn var starfræktur á Ísafirði 1852-57 var fyrsti sjómannaskólinn á landinu og fyrsti starfsskóli landsins.
 

Torfi flutti til Flateyrar 1857, festi kaup á Flateyrareignum ári síðar, stundaði síðan útgerð, landbúskap og verslun á Flateyri um langt árabil, lengst af í samstarfi við Hjálmar Jónsson kaupmann. Eftir að Torfi flutti til Flateyrar tók hann til sín unga pilta á veturna og kenndi þeim skipstjórnarfræði.
 

Torfi Halldórsson lést 23. september 1906.


 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

22.09.2020 17:41

22. september 2020 - Haustjafndægur

 


Við haustjafndægur 2020 í Önundarfirði. Fjallið Breiðadalsstigi.


Ljósm.: Sólveig Bessa Magnúsdóttir.

 

 

22. september 2020 - Haustjafndægur

 

 

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september.

 

Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar. Þessi atburður er á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um haustjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og styttist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.
 

Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.
 

Ástæða þessa fráviks er af tvennum toga. Í fyrsta lagi miðast sólarupprás og sólarlag ekki við augnablikið þegar sólmiðjuna ber við sjónbaug (láréttan sjóndeildarhring), heldur er miðað við fyrstu og síðustu geisla sólar, þ.e. efri rönd sólkringlunnar. Í öðru lagi veldur ljósbrot í lofthjúpi jarðar því að við getum séð í sólina þar til sólmiðjan er komin um 1,1° niður fyrir sjónbaug.


 

 

Við haustjafndægur 2020 í Önundarfirði. F.v.: fjöllin; Mosvallahorn, Kaldbakur og Messuhorn.

Ljósm.: Sólveig Bessa Magnúsdóttir.
Skráð af Menningar-Bakki.

 

21.09.2020 14:54

TVEIR FYRIR EINN Á UPPBOÐI

 

 

 

 

TVEIR FYRIR EINN Á UPPBOÐI

 

 

Olíumálverk af íslensku sjávarþorpi "Þingeyri" er á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn.

 

Verkið er merkilegt fyrir þær sakir að tveir helstu myndlistarmenn íslensku þjóðarinnar frá upphafi, Þórarinn B. Þorláksson (fyrsti Íslendingurinn sem nam málaralist erlendis) og Muggur (höfundur Dimmalimm), árita myndina saman líkt og Lennon og McCartney gerðu með velflest Bítlalögin.

 

Myndin er í ramma, 40×56 cm.

 

Tilboðsfrestur er til 23. september  2020 kl. 01:55 og ásett verð 20-25 þúsund danskar krónur.
 


Guðmundur Thorsteinsson (b. Bíldudalur, Vestfirðir 1891, d. Søllerød 1924, called ‘Muggur’)

Thorarinn Benedikt Thorlakson (b. Vatnsdalur, Iceland 1867, d. Laugardalur, Iceland 1924)Skráð af Menningar-Bakki.

20.09.2020 13:26

MERKIR ÍSLENDINGAR - AÐALHEIÐUR HÓLM

 


Aðalheiður Hólm (1915 - 2006). 
 

 

 

MERKIR ÍSLENDINGAR – AÐALHEIÐUR HÓLM

 

 

Aðal­heiður Pálína Sig­ur­g­arðsdótt­ir Hólm Spans, oft­ast kölluð Heiða Hólm, fædd­ist á Ey­steins­eyri við Tálkna­fjörð 20. sept­em­ber árið 1915.

 

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Vikt­oría Bjarna­dótt­ir frá Tálknafirði, f. 25.2. 1888, d. 7.10. 1863, hús­freyja á Ey­steins­eyri og Bíldu­dal, síðar for­stöðukona og kaup­kona í Reykja­vík, og Sig­ur­g­arður Sturlu­son frá Vatns­dal, f. 14.5. 1867, d. 26.3. 1932, bóndi og kenn­ari á Ey­steins­eyri, síðar smiður á Bíldu­dal.

 

Aðal­heiður gift­ist árið 1944 Wug­bold Spans loft­skeyta­manni og seinna upp­lýs­inga­full­trúa við Há­skóla­sjúkra­húsið í Utrecht í Hollandi. Þau eignuðust þrjú börn, Vikt­oríu Spans óperu­söng­konu, Sturlu og Pieter.

 

Aðal­heiður ólst fyrstu árin upp á Tálknafirði en flutti til Reykja­vík­ur á unglings­ár­um. Átján ára göm­ul stofnaði hún ásamt öðrum kon­um Starfs­stúlkna­fé­lagið Sókn. Hún var fyrsti formaður fé­lags­ins. Meðal fyrstu embættis­verka henn­ar var að leiða Sókn í kjara­samn­ing­um starfs­stúlkna við rík­is­spít­al­ana, þeim fyrstu sinn­ar teg­und­ar, og voru þeir und­ir­ritaðir 2.11. 1935. Í þeim var m.a. af­mörkuð lengd vinnu­dags stúlkn­anna, samið um greiðslur fyr­ir yf­ir­vinnu og kveðið á um veik­inda­rétt­indi – sem var ný­lunda á þess­um tíma.

 

Árið 1946 flutti Aðal­heiður til Hol­lands með manni sín­um og Vikt­oríu dótt­ur þeirra, sem þá var fjög­urra ára. Heim­ili þeirra í Utrecht var alla tíð opið þeim Íslend­ing­um sem leið áttu um Hol­land vegna náms eða starfa og var þeim gjarn­an lagt lið við hvaðeina. Aðal­heiður var einn stofn­enda Vina­fé­lags Íslands og Hol­lands. Þor­vald­ur Krist­ins­son ritaði end­ur­minn­ing­ar henn­ar í bók­inni Veistu ef vin þú átt, og kom hún út árið 1994.

 

Aðal­heiði var veitt hin ís­lenska fálka­orða fyr­ir störf sín í þágu ís­lenskra verka­kvenna fyr­ir og eft­ir seinni heims­styrj­öld og aðstoð við Íslend­inga í Hollandi.

 

Aðal­heiður lést í Utrecht 27. ág­úst 2005.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

20.09.2020 09:30

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

 Úr myndasafninu...


 

Bryggjuhátíð á Stokkseyri árið 2005.Valgeir Guðjónsson og hljómsveitin NilFisk á sviðinu.Lengst til hægri er Jón Áskell Jónsson sem er 81 árs í dag, 20. september 2020Skráð af Menningar-Bakki

20.09.2020 09:13

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

 Úr myndasafninu...

 

 


Bókakaffið á Selfossi.


 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

19.09.2020 06:14

Inga Rún Björnsdóttir 40 ára

 

 

 

 

Inga Rún Björnsdóttir 40 áraInga Rún ólst upp á Flat­eyri, Reykja­vík og í Hafnar­f­irði. Hún stundaði nám og störf í Kaup­manna­höfn í rúm­an ára­tug. Nú býr hún í Reykja­vík og starfar sem tauga­sál­fræðing­ur á end­ur­hæf­ing­ar­deild Land­spít­al­ans. Inga Rún hef­ur áhuga á menn­ingu og manns­heil­an­um.

 

Maki: 

Bragi Ólafs­son, f. 1981, leik­skóla­kenn­ari á Miðborg.

 

Börn: 

Ólaf­ur, f. 2009, Björn Ingi, f. 2011 og Lilja, f. 2013.

 

For­eldr­ar: 

Björn Ingi Bjarna­son, f. 1953, fisk­verk­andi og fanga­vörður, og Jóna G. Har­alds­dótt­ir, f. 1956, snyrti­fræðing­ur. Þau búa á Eyr­ar­bakka.


 

 

Inga Rún Björnsdóttir og fjölskylda.
 Morgunblaðið laugardagurinn 19. september 2020.

 Skráð af Menningar-Bakki.

18.09.2020 21:14

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

 Úr myndasafninu...

      Frá fundi í Búnaðarfélagi Stokkseyrarhrepps.

 

.

.

 Skráð af Menningar-Bakki.