Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.09.2020 13:04

4. september 1845 - Jón forseti og Ingibjörg gefin saman

 

 

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.

 

   4. september 1845

- Jón forseti og Ingibjörg gefin saman

 

 

Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, 34 ára skjalavörður (síðar nefndur forseti), og Ingibjörg Einarsdóttir, 40 ára, voru gefin saman í hjónaband þann 4. september 1845, en þau höfðu verið í festum í tólf ár. 

 

Þau stofnuðu  heimili í Kaupmannahöfn. Hjónin bjuggu á þremur stöðum í Kaupmannahöfn, áður en þau fluttu í stóra og glæsilega íbúð við Øster Voldgade (Jónshús) árið 1852 en þar bjuggu þau síðan til æviloka og héldu uppi mikilli risnu.

Haustið 1859 tóku þau til sín fósturson, Sigurð Jónsson 8 ára, systurson Jóns vestan úr Arnarfirði, og ólu hann upp sem sinn eigin son en sjálf voru þau barnlaus.Jón og Ingibjörg létust bæði í desember 1879.

 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

06.09.2020 12:32

Merkir Íslendingar - Bessi Bjarnason

 Bessi Bjarnason (1930 - 2005).

 

 

Merkir Íslendingar - Bessi Bjarnason

 

 

Bessi Bjarnason fæddist í Reykjavík 5. september 1930. Foreldrar hans voru Bjarni Sigmundsson frá Rauðasandi á Barðaströnd og Guðrún Snorradóttir úr Skagafirði.

 

Bessi giftist tvisvar, Erlu Sigþórsdóttur sem hann átti með þrjú börn og síðar leikkonunni Margréti Guðmundsdóttur.

 

Bessi var einn ástsælasti leikari Íslands um áratuga skeið.Bessi var góður gamanleikari en tókst líka á við alvarleg hlutverk. Þekktastur er hann þó fyrir hlutverk sín í barnaleikritum, ekki síst leikritum Torbjörns Egners. Mikki refur í Dýrunum í Hálsaskógi er ógleymanlegur og ekki síður Jónatan í Kardimommubænum jafnvel áratugum síðar þegar þeir sem kynntust list hans sem börn eru komnir á miðjan aldur. Það var einhver tímalaus galdur og hlýja sem fylgdi Bessa og gerði það að verkum að hann var allra manna hugljúfi og fáir sem ekki eiga góðar minningar frá leik, söng eða skemmtun þar sem Bessi hefur verið í aðalhlutverki. Þótt Bessi sé horfinn af sviðinu lifir hann í sameiginlegu minni stórs hluta þjóðarinnar. Það er mikil gæfa að skilja eftir sig slík spor í þjóðarsálinni.

 

Bessi lést 12. september 2005.
 Morgunblaðið.

 Skráð af Menningar-Bakki

06.09.2020 08:49

Forsmekkurinn af flóðinu í Bókakaffinu

 

 

 

 

Forsmekkurinn af flóðinu í Bókakaffinu

 

 

Þrátt fyrir ýmiskonar mótlæti er Menningarsumrinu hvergi nærri lokið, en sunnudaginn 6. septemember verður upplestrur upplestur undir ufirskriftinni Áður en flóðið kemur.

 

Sama fyrirkomulag verð ur og á fyrri viðburðum menningarsumarsins, lesið tvisvar sinnum kl. 14 og 15. Í ljósi hertra samkomu tak markana verða fjöldatakmarkanir á lestrana strangari en áður. Einungis eru 12 miðar í boði á hvorn upplestur og nauðsynlegt að panta miða hjá Hörpu Rún í síma 868 5196 eða með pósti á netfangið harparunholum@gmail.com.

 

Aðgangur er eftir sem áður ókeypis og kaffi í boði

 

Upplesturinn er einskonar for smekkur á jólabókaflóðið og tilvalið að byrja snemma á að kynna sér hvað er þar í boði. Þeir kumpánar Bjarni Harðarson og Guðmundur Brynjólfsson munu fara á sínum hefðbundnu kost um og kynna síðustu bækur þríleikja sinna. Bjarni lokar gullhreppahringnum með Síðustu dögum Skálholts, en Guðmundur heldur sig nær ströndinni í Síðasta barninu. Sveinbjörg Svein björnsdóttir fer með lesendum sínum norð ur yfir heiðar í bókinni Aldrei nema kona sem notið hefur mik illa vinsælda.

 

Vilborg Davíðs dóttir efnir síðan heit sitt og kem ur aftur og les úr bókinni sem hún sýndi okkur brot úr í fyrra. Traustir upplestrargestir muna að Vilborg las þar í fyrsta sinn opinberlega úr verki í vinnslu og hét á Bókakaffið að ljúka bókinni innan árs. Bókin er væntanleg í lok október og eiga gestir vísast von á góðu að skyggn ast á ný í heim skáldsins.

 

Tónlistarflutningur verður að þessu sinni í höndum Gunnlaugs Bjarnasonar, bari tonsöngvara og við píanóið verður Hafsteinn Rúnar Jónsson. Þeir félagar munu flytja ljóðasöngva sem tengjast ám eftir bandarísku tónskáldin Aaron Copland og Charles Ives. Vegna fjöldatak markana verð ur hægt að fylgjast með seinni upp lestrinum í streymi á Facebook-síðu við burðarins, Menningar sumarið í Bóka kaffinu.

 

Fólk er hvatt til að tryggja sér miða tímanlega, því mjög tak mark aður sætafjöldi er í boði. 


 

Skráð af Menningar-Bakki.


 

30.08.2020 08:51

Skarfur VE 127

 

 

 

 

 

      Skarfur VE 127
 


           Við Holtsós undir Eyjafjöllum

 Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

.

.

.

.


Skráð af Menningar-Bakki.

30.08.2020 08:25

300 ár frá andláti Jóns Vídalín

 

 

 

 

300 ár frá andláti Jóns Vídalín

 

 

í dag, sunnudaginn 30. ágúst 2020 eru liðin 300 ár frá andláti herra Jóns Þorkelssonar Vídalín í Biskupsbrekku 1720. Af því tilefni verður vígður nýr kross og afhjúpað minnismerki í brekkunni sem Páll Guðmundsson á Húsafelli hefur gert að tilstuðlan Skálholtsfélagsins hins nýja.

 

Jón Vídalín er einn merkasti biskup seinni alda í Skálholti og kunnur af lærdómi sínum. Eitt þekktasta ritverkið hans er Vídalínspostilla.

 

Af þessu sama tilefni hefur verið gefið út nýtt og vandað ritverk um herra Jón Vídalín eftir Torfa K. Stefánsson og ritar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson formála að verkinu. Er það bæði ævisaga hans og valin ritverk sem hafa komið sjaldnar en nokkru sinni út á prenti. Verkið er gefið út af Skálholtsútgáfunni og verður fáanlegt í Kirkjuhúsinu og víðar. Útgáfudagurinn var föstudagurinn 28. ágúst og var stutt afhöfn í Vídalínskirkju í Garðabæ af því tilefni. Var streymt frá henni í ljósi Covic19 aðstæðna.

 

Athöfnin í Biskupsbrekku er öllum opin og eru allir beðnir að gæta að tilmælum almannavarna.

 

Dagskráin sunnudaginn 30. ágúst er í nokkrum liðum og á nokkrum stöðum.

Messur verða í Skálholtsdómkirkju kl. 11 þar sem Jón Vídalín er grafinn og á sama tíma kl. 11 verður tónlistarmessa í Garðakirkju á Álftanesi en þar er Jón Vídalín fæddur.

Í Þingvallakirkju verður helgistund kl. 15.30, bæði inni og fyrir utan. Þar verður kirkjuklukkunni hringt sem Jón Vídalín gaf þegar hann hafði verið vígður biskup í Skálholti 1698 og þar verður einnig lesið úr lagaræðunni sem Jón á að hafa flutt við upphaf prestastefnu á Þingvöllum.

Vígsluathöfnin og helgistundin í Biskupsbrekku hefst kl. 17.00. Til að ljúka þessum minnisverða degi um meistara Jón Vídalín er hægt að fylgja þeirri leið sem farið var með Jón til greftrunar í Skálholt og verður stutt bæn þar við legsteininn hans í kjallara kirkjunnar. Í Skálholti verður í boði að panta sér kvöldverð í Skálholtsskóla en nauðsynlegt verður að hringja áður vegna allra varúðarráðstafana sem gilda um veitingastaði.

 

Biskupsbrekka er á Uxahryggjaleið og um 20 km upp frá Skógarhólum. Farið er um malbikaðan veg langleiðina upp að Kaldadalsleið en beygt þar áður inná gamla veginn við vegtenginguna að norðan.


Skráð af Menningar-Bakki.

27.08.2020 09:04

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

Úr myndasafninu...


  Frá Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka.


 

 

 

 

.

.

 
 
 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

27.08.2020 07:11

Merkir Íslendingar- Finnur Magnússon

 


Finnur Magnússon (1781 - 1847).

 

 

Merkir Íslendingar- Finnur Magnússon

 

 

Finnur Magnússon fæddist 27. ágúst 1781 í Skálholti. Faðir Finns var Magnús Ólafsson lögmaður úr Svefneyjum og föðurbróðir Finns var Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld. Móðir Finns var Ragnheiður dóttir Finns Jónssonar biskups.
 

Finnur var í fóstri hjá Hannesi biskupi Finnssyni móðurbróður sínum og nam hjá honum skólavísindi og fór síðan til náms í Kaupmannahöfn. 

Finnur sneri til Íslands þegar faðir hans lést og árið 1806 var hann settur málafærslumaður við landsyfirréttinn í Reykjavík og var í því starfi þangað til Jörundur hundadagakonungur svipti hann embætti. Finnur fór þá til Kaupmannahafnar en þegar Jörundur var hrakinn frá völdum tók hann aftur við embætti sínu.

Árið 1812 fór hann aftur til Kaupmannahafnar.

 

Finnur varð prófessor og forstöðumaður leyndarskjalasafnsins í Kaupmannahöfn. Hann var etatsráð en það er tignarheiti án embættis. Finnur gegndi oft stöðu forseta eða varaforseta Kh. deildar Hins ísl. bókmenntafélags, hann var varaforseti Fornfræðafélagsins og fulltrúi Íslands á stéttaþingum. Hann var í miklu áliti meðal samtíðarmanna sinna og segir Benedikt Gröndal hann hafa verið frægan um öll lönd og hafa ekið með Alexander Humboldt og Jakob Grimm þegar þeir komu til Kaupmannahafnar.
 

Finnur rannsakaði það sem hann taldi rúnir í Runamo í Blekinge í Svíþjóð. Honum hugkvæmdist að lesa þær afturábak gegnum spegil og gat þannig lesið vísu. Hann skrifaði 750 blaðsíðna rit um rúnirnar í Runamo, en fékk mikla gagnrýni fyrir það verk og varð honum til aðhlátursefnis. Jarðvísindamenn telja að risturnar í Runamo séu jökulrákir.
 

Finnur kvæntist 6. nóvember 1821 Nikolínu Barböru Frydensberg, dóttur landfógeta en þau skildu 1836. Gröndal segir að Finni „létu betur vísindalegar rannsóknir og bókagrufl heldur en það praktíska líf“.
 

 

Finnur lést á aðfangadag 1847.

 

 

Skálholt, vatnslitamynd John Cleveley yngri frá 1772.

Meðal mynda frá ferðum hans með Joseph Banks um Ísland.

Skráð af Menningar-Bakki.

25.08.2020 20:05

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

Úr myndasafninu...

 Í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri
 

 Skráð af Menningar-Bakki

24.08.2020 20:11

Úr myndasafninu...

 

 

 

 

 

  Úr myndasafninu...
Í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.
 

 Skráð af Menningar-Bakki

23.08.2020 07:18

30 samvinnuhús í Hafnarfirði

 

 

 

 

30 samvinnuhús í Hafnarfirði

 

 

Byggingar sem hýstu mjólkurbúð, banka, olíustöð og fleira

 

Við Strand­götu í Hafnar­f­irði hef­ur verið sett upp ljós­mynda­sýn­ing­in 30 sam­vinnu­hús í Hafnar­f­irði. Sýnt er á auðri lóð vest­an við menn­ing­armiðstöðina Hafn­ar­borg, en þar stóð eitt sinn versl­un­ar­hús Kaup­fé­lags Hafn­f­irðinga.

 

Fjöl­breytt starf­semi og fimmtán sýn­ing­ar­spjöld

Mynd­irn­ar eru af bygg­ing­um sem á 20. öld­inni hýstu sam­vinnu­starf­semi, svo sem á veg­um kaup­fé­laga eða annarra al­manna­sam­taka. Þarna má nefna mjólk­ur­bú, leigu­bíla­stöð, kaup­fé­lags­búðir af ýms­um toga, mjólk­ur­búðir, ol­íu­stöð, mat­væla­vinnslu, sam­vinnu­út­gerð, pönt­un­ar­fé­lag og banka. Starf­semi þessi var í hús­um sem mörg hafa verið rif­in en öðrum hef­ur verið breytt.

Segja má að sam­vinnu­húsa­sýn­ing­in varpi fróðlegu og skemmti­legu ljósi á Hafn­ar­fjörð frá fyrri tíð og fram til dags­ins í dag. Kaup­fé­lag Hafn­f­irðinga var til dæm­is mik­ill frum­kvöðull í versl­un hér á landi. Þar sem ljós­mynda­sýn­ing­in stend­ur nú, var opnuð fyrsta kjör­búð lands­ins og litlu síðar rak Kaup­fé­lag Hafn­f­irðinga einnig fjóra kjör­búðarbíla, þá fyrstu á Íslandi.

Ljós­mynd­ir á sýn­ing­unni í Hafnar­f­irði eru á alls fimmtán spjöld­um, en á hverju þeirra seg­ir frá af­mörkuðum efn­isþátt­um. Sýn­ing­in stend­ur til sept­em­ber­loka.

„Í raun mætti setja upp svona sýn­ing­ar í flest­um bæj­um lands­ins. Sam­vinnu­hreyf­ing­in er veldi sem var og kaup­fé­lög­in voru burðarás­ar at­vinnu­lífs­ins víða úti um land. Því er stef­an sú að setja upp sam­bæri­leg­ar sýn­ing­ar víðar á næstu miss­er­um,“ seg­ir Reyn­ir Ingi­bjarts­son sem er í for­svari fyr­ir fé­lagið Fíf­il­brekku. Á þess veg­um hef­ur Reyn­ir farið víða um landið á síðustu árum og skráð og myndað hús sem tengd­ust sam­vinnu­hreyf­ing­unni og sögu henn­ar.

 

Bygg­ing­ar fá alltaf nýtt hlut­verk við hæfi

„Ljós­mynduð voru 1.625 hús sem í dag hýsa marg­vís­lega starf­semi. Í þeim eru nú meðal ann­ars söfn, veit­ingastaðir, hót­el, upp­lýs­inga­miðstöðvar og margt fleira. Æði margt af þessu teng­ist með öðrum orðum sagt ferðaþjón­ustu í ein­hverri mynd. Slíkt seg­ir okk­ur að góðar og vel staðsett­ar bygg­ing­ar fá alltaf nýtt hlut­verk við hæfi,“ seg­ir Reyn­ir sem er í mun að saga sam­vinnu­hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi varðveit­ist, þótt aðstæður og svip­mót tím­ans hafi breyst. 

 

 

Morgunblaðið - laugardagur, 22. ágúst 2020

sbs@mbl.isSkráð af Menningar-Bakki.