Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.03.2020 08:55

Kona forsetans - Ingibjörg Einarsdóttir

 


Úr jólablaði Ísfirðings í desember 1992.

Ingibjörg Einarsdóttir var fædd 9. október 1804,

dáin 16. desember 1879 í Kaupmannahöfn.

 

 

Kona forsetans - Ingibjörg Einarsdóttir

 

 

Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði:
 

 

Kona forsetans - Ingibjörg Einarsdóttir


 

Kvæði þetta var ort í júní 1992 fyrir áeggjan eða tilmæli Matthíasar Guðmundssonar vélsmíðameistara á Þingeyri. Það var síðan flutt á Hrafnseyrarhátíð 17. júní s.l. (1992).


 

Hann fór til Hafnar að finna sér frama og mennt.

Til frægðar og íslenskra stórræða var honum bent.

Hún sat í festum og unnustans elskandi beið,

einlæg og sterk meðan tólf ára biðtími leið.

 

Þá kom hann aftur og loksins var giftingin gerð.

Gafst henni sambúð og ævilöng Danmerkurferð.

Henni var falið að varðveita hamingju hans,

heimilisfegurð og rausn þessa vinsæla manns.

 

Hann sat í ljóma og hélt þar sín umræðuþing.

Hún stóð á bak við og verk hennar þögul í kring.

Samræmi hússins bar uppi sinn íslenska þátt,

örugga framsókn og hvatning í sjálfstæðisátt.

 

Ellin kom til hans og heilsunni hrakaði þá.

Hjúkrun og umsjá í verkahring konunnar lá.

Eftir hann látinn var auðveld hin síðasta ró.

Erindum lokið. Þá gekk hún til hvíldar og dó.

 

 

 


Blaðið Ísfirðingur í mars 1993

 Skráð af Menningar-Bakki.

26.03.2020 17:55

Áhugamálin eru félagsmálin

 

 

 

Áhugamálin eru félagsmálin
 


Þórður Grétar Árnason byggingameistari – 70 ára

 

Þórður Grétar Árnason er fæddur 26. mars 1950 í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík, Gnúpverjahreppi og á Stokkseyri. Hann var í sveit í tvö sumur, 1963 og 1964, í Miðfirði á bænum Fosskoti. „Þar var húsakosturinn torfbær og voru allir búskaparhætti fornir, allt slegið með orf og ljá. Þá var farið einu sinni á ári í kaupstað til að gera innkaup fyrir árið.“

 

Þórður gekk í grunnskóla Stokkseyrar en var síðan á sjó frá Stokkseyri þegar hann var 15 og 16 ára. Hann hóf nám í húsasmíði hjá Kaupfélagi Árnesinga (KÁ) haustið 1967 og var í Iðnskólanum á Selfossi. Hann fékk sveinsbréf 1970 og meistarabréf 1973.

 

Þórður og Vigdís kona hans hófu búskap á Selfossi 1970 og vann Þórður hjá KÁ þar til hann hóf eigin atvinnurekstur 1975. Hann rak einnig bílasölu og söluturn á árunum 1986 og 1987. Þórður hefur sinnt viðhaldsvinnu fyrir Selfosskaupstað sem síðar varð Sveitarfélagið Árborg í yfir 40 ár ásamt annarri vinnu fyrir fyrirtæki og einstaklinga. „Ég hef byggt nokkur hús á Selfossi og flutti hús sem var byggt 1934 frá Austurvegi í Hrísholt og gerði það síðan upp. Ég byggði einnig þrjú einbýlishús í Ólafsvík og skipti um þak á kirkjunni þar, en mestöll vinnan hefur verið viðhaldsvinna fyrir sveitarfélögin hér á Selfossi.“

 

Þórður var í Leikfélagi Selfoss á árunum 1982 til 1990, gjaldkeri og jafnframt starfandi formaður fyrir Knattspyrnudeild UMF Selfoss 1984 til 1986. Hann var í aðalstjórn UMF Selfoss frá 1986 til 1998, þar af formaður 1996 til 1998. Hann sat í stjórn Héraðssambands Skarphéðins frá 1986 til 1991 og var um tíma framkvæmdastjóri. Hann var í Lionsklúbbi Selfoss um tíma og gekk í Oddfellow-stúkuna Hástein nr. 17 árið 2010 og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum þar. Hann hefur setið í sóknarnefnd Selfosskirkju frá 2014.

Þórður er stjórnarmaður í Kirkjuráði Hrútavinafélagsins Örvars en það hefur m.a. það verkefni að heimsækja allar kirkjur á Suðurlandi. „Áhugamál mín eru félagsstörfin fyrst og fremst, ég er ekki í golfi eða neinu slíku.“

 

Fjölskylda

 

Eiginkona Þórðar er Vigdís Hjartardóttir, f. 2.3. 1951, húsmóðir og starfsmaður á leikskóla. Foreldrar hennar: Hjónin Hjörtur Leó Jónsson, f. 26.5. 1918, d. 24.4. 2007, hreppstjóri og garðyrkjubóndi á Eyrarbakka, og Sesselja Ásta Erlendsdóttir, f. 28.9. 1921, d. 2.4. 2017, húsfrú og verkakona á Eyrarbakka.

 

Börn Þórðar og Vigdísar eru:

 

1) Þórdís Erla Þórðardóttir, f. 15.10. 1970, snyrtifræðingur, búsett á Selfossi. Eiginmaður hennar var Guðjón Ægir Sigurjónsson, f. 4.1. 1971, d. 5.1. 2009. Sambýlismaður Þórdísar er Sigurlaugur Birgir Ólafsson, f. 14.10. 1968, prentsmiður og á hann tvær dætur. Börn Þórdísar og Guðjóns eru a) Hjörtur Leó Guðjónsson, f. 9.10. 1994, nemi í HÍ, en sambýliskona hans er Inga Þórs Yngvadóttir, f. 10.11. 1994, nemi í HÍ; og b) Harpa Hlíf Guðjónsdóttir, f. 4.7. 1997, nemi í HÍ;

2) Árni Leó Þórðarson, f. 7.11. 1973, smiður, búsettur í Reykjavík. Dóttir hans er Vigdís Halla Árnadóttir, f. 17.8. 2003, nemi í Tækniskólanum.

 

Systkini Þórðar eru:

Hinrik Ingi Árnason, f. 11.11. 1951, smiður, búsettur í Reykjavík;

Sigurður Þórarinn Árnason, f. 8.11. 1952, búsettur í Hveragerði.

 

Hálfsystkini Þórðar sammæðra eru:

Þórir Steindórsson, f. 10.6. 1955, búsettur í Svíþjóð;

Anna Brynhildur Steindórsdóttir, f. 27.2. 1959, búsett í Reykjavík,

og Steingerður Steindórsdóttir, f. 11.9. 1962, búsett í Reykjavík.

 

Foreldrar Þórðar:
Ágústa Anna Valdimarsdóttir, f. 19.12. 1931, fyrrverandi verkakona, búsett í Reykjavík, og Árni Theodórsson, f. 19.6. 1927, d. 29.7. 2014, verslunarmaður í Reykjavík, þau skildu. Stjúpfaðir Þórðar: Steindór Guðmundsson, f. 29.9. 1921, d. 10.11. 1993, fangavörður.

 

 Morgunblaðið fimmtudagurinn 26. mars 2020

 

Skráð af Menningar-Bakki.

25.03.2020 18:21

Krían

 

 

 

 

    ----Krían----

 

 

 
 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

25.03.2020 07:09

- BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

F.v.: Kristján Runólfsson (látinn), Björn Ingi Bjarnason og Jóhann Páll Helgason.

 

 

- BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 BIBarinn grúskar í myndasafninu sem telur í tugþúsundum.


Menningarkakó í Bókakaffinu á Selfossi hver dagurinn er 17. janúar 2014.


Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars. F.v.: Kristján Runólfsson (látinn), Björn Ingi Bjarnason og Jóhann Páll Helgason.
 Skráð af Menningar-Bakki.

23.03.2020 21:32

Já­kvæða hliðin á Kóróna veirunni

 

 

Gísli Halldór Halldórsson.

 

 

Já­kvæða hliðin á Kóróna veirunni

 

 

Síminn hringdi rétt fyrir hádegi, 18. mars. Sýnið frá deginum áður reyndist jákvætt og ég þar af leiðandi með Covid-19. Læknir á Landspítalanum ræddi við mig dágóða stund og lagði mat á stöðuna. Hann upplýsti svo að ég væri metinn í hæsta áhættuflokki, af þremur, vegna undirliggjandi þátta.

 

Guði sé lof – og góðu fólki – fyrir heilbrigðiskerfið

 

Verandi í mesta áhættuhópi fæ ég úrvals þjónustu. Hjúkrunarfræðingar hringja næstum daglega og kanna líðan. Svo má ég hringja ef heilsan versnar snögglega. Hver er ekki þakklátur fyrir að eiga gott heilbrigðiskerfi og dugmikið heilbrigðisstarfsfólk?

 

Ef allt færi á versta veg þá er ennþá nóg pláss á Landsspítalanum – og lausar öndunarvélar. Guði sé lof fyrir það! Vonandi tekst landlækni, sóttvarnalækni og almannavörnum að halda því þannig – með aðstoð almennings. Nú þarf nefnilega almenning til að halda heilbrigðiskerfinu í toppstandi.

 

Miðað við hraðann á útbreiðslu veirunnar víða um heim er ljóst að án skipulegra aðgerða yfirvalda getur farsóttin Covid-19 kafsiglt heilbrigðiskerfi. Ítalir hafa ekki verið aðgerðalausir en þeim hefur þó ekki tekist að gera nóg.

 

Hnitmiðaðar og úthugsaðar aðgerðir sem ákveðnar eru í samvinnu sérfræðinga landlæknis, almannavarna og ráðamanna þjóðarinnar mega sín lítils ef almenningur bregst ekki við og fer eftir þeim í þaula. Það er almenningur sem nú þarf að standa vörð um heilbrigðiskerfið okkar!

 

Saga frá München

 

Dagana 20. og 21. janúar síðastliðinn fundaði 33 ára gamall Þjóðverji með viðskiptakonu frá Shanghai. Hann veiktist 24. janúar, fékk yfir 39 stiga hita daginn eftir en hressist svo og fór til vinnu á ný 27. janúar. Hún veiktist í flugvélinni á leiðinni heim og greindist með Covid-19 þann 26. janúar. Hann var þá kallaður til rannsókna í München, þann 27. janúar, og greindist með Covid-19.

 

Þann 3. mars síðastliðinn var hægt að rekja, með erfðarannsóknum, megnið af öllum tilfellum í Evrópu til ofangreinds atburðar, þar á meðal þau 3000 tilfelli sem þá voru á Ítalíu – frá einu smiti! Þann 20. mars höfðu verið greind 47.021 smit á Ítalíu og 4.032 dauðsföll. Fólkið hér að ofan var algerlega grunlaust á fundum sínum og gat engan veginn varað sig, ekki verður sakast við þau.

 

Sá Íslendingur sem dreifir smiti, vitandi að hann ætti að vera í sóttkví, eða fer óvarlega og gegn fyrirmælum yfirvalda, hefur enga afsökun. Sá hinn sami gæti leitt af sér 1.000 smit – og e.t.v. 7 dauðsföll. Eitt þessara dauðsfalla gæti verið bróðir, afi eða móðir. Það er eins líklegt að hann muni aldrei heyra um sinn þátt í því.

 

Þetta lærist fljótt

 

Í sameiningu getum við kveðið niður þann faraldur sem nú geisar á Íslandi. Ef vel tækist til, með samstilltum viðbrögðum, gætum við aflétt samkomubanni og jafnvel, með ítrustu aðgát, strokið um frjálsara höfuð í nokkra mánuði. Okkar litla og nána samfélag hefur alla burði til þess að kveða niður í fæðingu frekari faraldra sem kunna að brjótast út, en þá þurfa allir Íslendingar að spila með.

 

Viðfangsefnið sem nýja Kóróna veiran hefur lagt okkur til mun verða heimsbyggðinni langvinn glíma. Gera má ráð fyrir að næstu 18 mánuði verði þjóðir heims á tánum, því að á meðan einhver er enn með veiruna getur faraldur brotist út. Væntanlega mun koma fram bóluefni einhvern tíma á næsta ári, þannig að sigur vinnist á Covid-19.

 

Allan þann tíma sem verkefnið tekur, hvort sem það verða 6 mánuðir eða 18, munu tilmæli landlæknis og almannavarna taka breytingum, í ljósi aðstæðna hverju sinni. Þá þurfum við að fylgja þeim tilmælum. Tilmælum sem byggja á vísindum og bestu þekkingu og munu hægt en örugglega sigla okkur á milli skers og báru – torsótta leiðina til hafnar.

 

Við lærum að lifa með höftum sem hverju sinni þarf að setja á samskipti, samkomur og ferðalög. Af æðruleysi finnum við upp nýja siði og venjur sem geta dugað okkur í langri baráttu. Við finnum nýjar leiðir í skólahaldi, heilsurækt, nýsköpun, fjarvinnu, fjarskiptum og mörgu öðru. Við lærum að lifa með ástandinu í öruggri handleiðslu heilbrigðisyfirvalda.

 

Breytumst til hins betra

 

Heimurinn verður aldrei aftur eins og hann var fyrir Covid-19. Það er kannski ágætt, hann hefur breyst til hins betra í margar aldir og getur haldið því áfram um langa tíð. Við erum í miklu betri stöðu í dag en nokkurn tíma áður til að takast á við slíka farsótt.

 

Við eigum enn eftir að útrýma fátækt á Ísland, minnka kolefnislosun, skapa ný störf, í stað annarra sem úreldast, og fleira og fleira. Það er nóg eftir að gera ennþá og ástæðulaust að örvænta þó tækniframfarir eða Covid-19 valdi því að störf breytist – eða jafnvel heilu atvinnugreinarnar. Við brettum upp ermar og tökumst á við ný verkefni, nýjar atvinnugreinar. Fólkið er fjársjóðurinn.

 

Á næstu mánuðum og árum verður það verkefni okkar allra að enduruppgötva tilveruna – sem hefur reyndar alltaf verið verkefni mannkyns. Við finnum upp nýjar leiðir til að koma að gagni en bíðum ekki þess að gamli tíminn komi aftur. Stjórnvöld geta lagst á árarnar með öllu því fólki sem þarf að finna sér nýja iðju og jafnvel vinna frá heimili í lengri eða skemmri tíma – við nýsköpun og í samhentu átaki að skapa nýja og bjarta framtíð. Stjórnvöld geta stuðlað að hvatningu og tekjumöguleikum fyrir allt þetta skapandi og iðjandi fólk. Fyrirtæki í rekstri geta líka leitað leiða til nýsköpunar og til að virkja mannauðinn með nýjum hætti.

 

Lífið heldur áfram

 

Það er allt gott að frétta úr mínum veikindum. Dagurinn í gær, sunnudagur, var reyndar erfiður og maður var örmagna að kvöldi. Í dag er 10. dagur í veikindum og ég er skárri. Annars hef ég verið nokkuð hress lengst af og getað setið við störf alla vikuna. Vegna faraldurs og aðgerða sem honum tengjast er lítill tími til að slaka á. Við erum öll að læra inn á nýjar aðstæður og óþarfi að örvænta þó það taki smá tíma að venjast.

 

Starfsfólk sveitarfélagsins hefur verið samstillt og tekist vel að vinna úr flóknum verkefnum. Skólafólkið okkar hefur sýnt ótrúlegt æðruleysi og hugmyndaauðgi. Eins og margir aðrir er ég búinn að endurskipuleggja heimaskrifstofuna mína og er bjartsýnn á framhaldið.

 

Ég reikna með að ganga aftur út úr húsi í apríl og þá vonandi sem ónæmur maður, ónæmur fyrir smiti af nýju Kóróna veirunni. Betur búinn til að takast á við stór verkefni og að búa til betri heim með ykkur hinum.

 

Gísli Halldór Halldórsson skrifar 

Höfundur er bæjarstjóri Árborgar.

www.visir.is

 

Skráð af Menningar-Bakki.

23.03.2020 07:13

23. mars 1663 - Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir lést

 


Brynjólfskirkja í Skálholti.

 

 

23. mars 1663 -

 

Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir lést

 

Ragnheiður Brynjólfsdóttir Sveinssonar frá Holti í Önundarfirði, biskupsdóttir, lést í Skálholti, 21 árs þann 23. mmars 1663.Við útför hennar var sálmur Hallgríms Péturssonar Um dauðans óvissa tíma (Allt eins og blómstrið eina) líklega fluttur í fyrsta sinn, en hann hefur verið sunginn við flestar jarðarfarir síðan.Skráð af Menningar-Bakki.

22.03.2020 13:47

Vitaleið - ný gönguleið frá Selvogsvita að Knarrarósvita

 

 

 

 

-Vitaleið –

 

ný gönguleið frá Selvogsvita að Knarrarósvita

 

 

Markaðsstofa Suðurlands í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg undirbýr nýja afþreyingu fyrir ferðamenn en verkefnið kallast „Vitaleið“. Það er ný ferðamannaleið í mótun sem beinir athygli ferðafólks að nýju svæði í umhverfi Sveitarfélagsins Ölfuss, Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Þessi leið dregur fram þá miklu sögu og menningu sem er til staðar á svæðinu sem og alla upplifunarmöguleikana í afþreyingu og náttúru.

 

Vitaleiðin er 45 km leið sem nær frá Selvogi að Knarrarósvita rétt við Stokkseyri í Árborg. Vitaleiðin býður upp á þá skemmtilegu fjölbreytni að ferðalangar geta ekið hana eða nýtt sér strandlengjuna og þá göngustíga, sem búið er að gera, meðfram sjónum til að ganga leiðina eða jafnvel hjólað. Á leiðinni eru þrír þéttbýliskjarnar heimsóttir, sem hver hefur sína sérstöðu, Þorlákshöfn, Eyrarbakki og Stokkseyri. 
 

 

MHH/Bændablaðið


 

 

 Skráð af Menningar-Bakki

22.03.2020 08:25

25 ár að baki

 


Bjarni Harðarson var í fararbroddi að stofnun Bændablaðsins.

 

 

25 ár að baki

 

Það er dálítið sérstakt að mitt í heimsfaraldri alvarlegs sjúkdóms skuli Bændablaðið standa á þeim tímamótum að eiga 25 ára afmæli. Eðli máls samkvæmt hafa hátíðahöld og lúðrablástur því orðið að víkja, líkt og fleiri merkisviðburðir sem slegið hefur verið á frest í þjóðfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. 

 

Bændablaðið kom fyrst út undir merkjum nýstofnaðra Bændasamtaka Íslands hinn 14. mars árið 1995. Síðan eru komin út 559 tölublöð og auk þess hafa verið gefin út 7 tölublöð af Tímariti Bændablaðsins sem gefið er út í tengslum við Búnaðarþing ár hvert.

 

Nafn Bændablaðsins á sér samt lengri forsögu. Það var snemmsumars 1987 að nokkrir bændasynir á mölinni með Bjarna Harðarson í fararbroddi komu sér saman um að stofna til blaðaútgáfu fyrir bændur landsins. Blaðið var nefnt Bændablaðið en á bak við það stóð félagið Bændasynir hf. Blað þetta kom út í tæplega 8 ár og skapaði þegar best var 2–3 störf á ritstjórn sem fyrst var til húsa á Skúlagötu í Reykjavík. Það flutti síðar austur að bænum Einarshöfn á Eyrarbakka. Síðasta árið var blaðið gefið út af Jóni Daníelssyni á Tannstöðum í Hrútafirði sem seldi Bændasamtökum Íslands nafnið í árslok 1994. 

 

Árið 2007 var vef Bændablaðsins, bbl. is, hleypt af stokkunum. Árið 2014 var enn bætt um betur og ný endurhönnuð vefsíða tekin í gagnið sem er í stöðugri þróun.

 

Tímarits Bændablaðsins kom út í fyrsta skiptið við setningu Búnaðarþings þann 1. mars 2015 þegar Bændablaðið var nýbúið að eiga 20 ára afmæli. Síðan hefur það komið út á hverju ári í tengslum við Búnaðarþing eða ársfundi Bændasamtaka Íslands. Á árinu 2018 kom ritið reyndar út tvisvar og var seinna tölublaðið þess árs tileinkað landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll í október 2018.

 

Í byrjun árs 2020 urðu þau tímamót að hleypt var af stokkunum hlaðvarpi Bændablaðsins sem nefnt hefur verið Hlaðan. Þar láta þáttastjórnendur úr ólíkum áttum ljós sitt skína og hægt er að hlusta á þá þætti þegar fólki hentar í gegnum tengil á vefsíðu Bændablaðsins bbl.is.

 

Markmið Bændasamtakanna með Bændablaðinu var í upphafi að gefa út blað sem skyldi sent út til allra bænda og vera upplýsandi um málefni stéttarinnar. Því var líka ætlað að kynna fyrir öðrum stefnu Bændasamtakanna og veita gagnlegar upplýsingar um stöðu landbúnaðarins. Eða eins og Jón Helgason, þáverandi formaður Búnaðarfélags Íslands, sagði í fyrsta leiðaranum þann 14. mars árið 1995. 

 

„Með slíku kynningarstarfi sköpuðust auknir möguleikar á að hafa áhrif á umræðu um landbúnað og gera hana jákvæðari.“

 

Til að tryggja þetta markmið hafa efnistök blaðsins verið með þeim hætti að ólíkir þjóðfélagshópar finni þar eitthvað við sitt hæfi. Til að staðreyna áhrifamátt blaðsins var á árinu 2012 ákveðið að blaðið tæki þátt í lestrarkönnun Capacent Gallup með stærstu prentmiðlum landsins. Þær kannanir hafa síðan ár eftir ár sýnt það svart á hvítu að markmið útgáfunnar hafa náðst býsna vel. Blaðið hefur náð til breiðs hóps lesenda bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og um allt land. Samkvæmt könnunum Gallup hefur Bændablaðið verið öflugasti prentmiðillinn á landsbyggðinni árum saman og er í öðru sæti í heild á landsvísu. Auglýsendur hafa greinilega kunnað að meta þetta. Með liðstyrk þeirra hefur síðan tekist að skapa öflugan tekjugrunn sem tryggt hefur rekstur útgáfunnar. Fyrir þetta og mikla tryggð lesenda við blaðið, erum við öll sem vinnum að útgáfu Bændablaðsins, afar þakklát.

 

Hörður Kristjánsson 

ritstjóri Bændablaðsins.


 

 Bændablaðið fimmtudaginn 19. mars 2020.
 Skráð af Menningar-Bakki.

21.03.2020 08:27

Jón Ingi Sigurjónsson - Fæddur 23. feb. 1936 - Dáinn 7. mars 2020 - Minning

 


Jón Ingi Sigurjónsson (1936 - 2020)
 

 

Jón Ingi Sigurjónsson

 

- Fæddur 23. feb. 1936 - Dáinn 7. mars 2020 - Minning


Jón Ingi Sig­ur­jóns­son, Jonni, fædd­ist í Norður­koti á Eyr­ar­bakka 23. fe­brú­ar 1936. Hann andaðist á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 7. mars 2020.

 

For­eldr­ar hans voru Guðbjörg Lilja Böðvars­dótt­ir frá Skálm­holts­hrauni í Flóa, f. 9.4. 1914, d. 9.9. 2006, og Sig­ur­jón Valdi­mars­son frá Norður­koti, f. 22.10. 1910, d. 25.8. 1952. Systkini Jóns Inga eru Guðný Erna, f. 14.1. 1937, bú­sett í Kópa­vogi, Böðvar, f. 6.12. 1938, d. 30.9. 2018, Valdi­mar, f. 18.10. 1951, bú­sett­ur á Sel­fossi. Upp­eld­is­bróðir Jóns Inga er Er­lend­ur Ómar, f. 14.1. 1950, bú­sett­ur í Þor­láks­höfn.

 

Þann 26. nóv­em­ber 1966 gift­ist Jón Ingi Mar­gréti Ólafs­dótt­ur f. 4.2.1943, d. 10.5. 1995, frá Götu­hús­um á Eyr­ar­bakka. For­eldr­ar Mar­grét­ar voru Guðbjörg Magnea Þór­ar­ins­dótt­ir, f. 25.8. 1917, d. 8.2. 1951, og Ólaf­ur Ólafs­son húsa­smiður, frá Þor­valds­eyri á Eyr­ar­bakka, f. 26.2. 1922, d. 16.4. 2001. Þau skildu.

 

Jón Ingi var bú­sett­ur á Túngötu 63 á Eyr­ar­bakka alla tíð. Hann fór snemma til sjós, vann hjá Raf­magnsveit­um rík­is­ins og síðar við fisk­vinnslu og í pönnu­verk­smiðjunni Alp­an á Eyr­ar­bakka. Jonni söng í kirkju­kór Eyr­ar­bakka­kirkju í 54 ár og með Karla­kór Sel­foss.

 

Útför Jóns Inga fer fram frá Eyr­ar­bakka­kirkju í dag, 21. mars 2020, klukk­an 13. Vegna aðstæðna í sam­fé­lag­inu fer at­höfn­in fram í kyrrþey.

_________________________________________________________________________________________


 

Minningarorð Svanhildar Guðmundsdóttur

 

Deyr fé,

deyja frænd­ur,

deyr sjálf­ur ið sama;

en orðstír

deyr al­dregi,

hveim er sér góðan get­ur.

(Úr Há­va­mál­um)

 

Það varð brátt um hann Jonna, hann veikt­ist al­var­lega og var dá­inn eft­ir nokkra daga. Það er mér ljúft og skylt að minn­ast hans með nokkr­um orðum.

 

Ég man eft­ir hon­um frá æsku­ár­um mín­um á Eyr­ar­bakka, það voru sjö ár á milli okk­ar, hann var eldri.

 

Þegar hann og Magga frænka mín urðu par þá kynnt­ist ég mann­in­um Jonna frá Norður­koti. Hann var mikið prúðmenni og reglumaður að öllu leyti. Hann var vel að sér í ætt­fræði og grúskaði mikið í þeim fræðum og ekki kom maður að tóm­um kof­un­um þegar maður spurði um menn og mál­efni sem tengd­ust Eyr­ar­bakka.

 

Jonni átti mikið bóka­safn, hann var vel les­inn og gam­an var að ræða við hann um það áhuga­mál okk­ar beggja.

 

Kon­an hans Jonna var Mar­grét Ólafs­dótt­ir frænka mín og jafn­aldra. Hún ólst upp hjá ömmu sinni og afa á Þor­valds­eyri en ég hjá ömmu okk­ar og móður­bróður í Götu­hús­um.

 

Magga og Jonni bjuggu alltaf á Eyr­ar­bakka í hús­inu sem þeir bræður Böðvar og hann byggðu sam­an. Í mörg ár komu þau alltaf til okk­ar hjóna á Strand­ir þar sem við vor­um á hverju sumri í gamla hús­inu á Eyri í Ing­ólfs­firði. Það var mikið gleðiefni að fá þau þangað í fás­innið. Þar var margt brallað, báts­ferðir á Norður-Strand­ir, rekaviðarferðir, berja­ferðir voru vin­sæl­ar og eft­ir­minni­leg­ar. Ekki má gleyma að minn­ast á veiðiferðirn­ar á bátn­um okk­ar „Þyt St-14“. Jonni vakti þá al­menna at­hygli á bryggj­unni í Norðurf­irði þegar hann dró á sig klof­stíg­vél­in sín, en sá út­búnaður hafði þá ekki sést á Strönd­um í mörg ár.

 

Við rifjuðum upp ánægju­stund­ir við eld­hús­borðið á Eyri. Mat­ar­veisl­urn­ar og söng­stund­irn­ar, þar var Jonni liðtæk­ur, hann var góður söngmaður og söng lengi í kirkju­kór Eyr­ar­bakka­kirkju og um tíma með Karla­kór Sel­foss.

 

Jonni missti kon­una sína hana Möggu fyr­ir 25 árum, hún var hon­um allt í öllu og söknuður hans mik­ill og okk­ar allra. Nú eru þau von­andi sam­einuð í Sum­ar­land­inu.

 

Það eru erfiðir tím­ar í heims­byggðinni, ekki sér fyr­ir end­ann á þess­um hræðilega far­aldri. Maður von­ar og biður að brátt sjái til sól­ar, að sum­arið komi og sól­in skíni á okk­ur á ný. Með þess­um orðum þakka ég Jonna vini mín­um sam­fylgd­ina og sendi öll­um ást­vin­um hans inni­leg­ar samúðarkveðjur.

 

Svan­hild­ur Guðmunds­dótt­ir.

_____________________________________________________________Minningarorð Írisar Böðvarsdóttur

 

Það er í meira lagi ein­kenni­legt þegar ein­hver sem hef­ur fylgt manni alla tíð hverf­ur burt svo skyndi­lega eins og nú hef­ur gerst. Jón Ingi, eða Jonni eins og hann var alltaf kallaður, var föður­bróðir minn og bjó ásamt konu sinni Mar­gréti Ólafs­dótt­ur eða Möggu á efri hæðinni á æsku­heim­ili mínu, Túngötu 63 á Eyr­ar­bakka.

 

Alla mína æsku fór ég reglu­lega upp á efri hæðina þar sem ég tefldi við Jonna eða horfði á sjón­varpið með þeim Möggu. Svo var drukkið kaffi og spjallað. Þegar ég flutt­ust svo aft­ur á bakk­ann árið 2003 tók við nýr kafli í líf­inu hjá okk­ur Jonna. Hann hafði þá verið ekk­ill í átta ár og árið áður hafði móðir mín lát­ist og bræðurn­ir, pabbi og Jonni orðnir ein­ir á Túngöt­unni. Ein þeir voru al­deil­is ekki ein­ir.

 

Í á ann­an ára­tug voru þeir heima­gang­ar á heim­ili mínu og fylgdu okk­ur í ferðalög, á ýmsa viðburði og sam­kom­ur. Jonni var mjög hæg­lát­ur og regluf­ast­ur maður. Hann hafði yndi af því að hitt­ast og ekki var verra ef góður mat­ur og gott rauðvín var í boði.

 

Hann var söng­elsk­ur og söng lengi með Karla­kór Sel­foss og yfir 50 ár með kór Eyr­ar­bakka­kirkju. Bók­hneigður var hann með ein­dæm­um og byrjaði barn­ung­ur að liggja með nefið í bók­um og las þá allt sem hann komst yfir. Í seinni tíð má segja að nán­asta fjöl­skylda hafi verið hon­um allt. Hann fylgd­ist ein­stak­lega vel með ætt­ingj­um sín­um, hann var svo stolt­ur þegar þeim gekk vel og fylgd­ist vel með börn­um mín­um og fór á tón­leika, leik­rit og flesta viðburði sem tengd­ust þeim.

 

Í tutt­ugu ár hef­ur þú haldið jól með okk­ur og við verið sam­an flest ára­mót. En nú er bleik brugðið, kallið kom óvænt því þrátt fyr­ir háan ald­ur varstu ein­stak­lega hress og hugsaðir um þig sjálf­ur á all­an hátt. Þú varst eini maður­inn sem opnaðir dyrn­ar hjá mér án þess að banka. Það þykir mér vænt um og lýs­ir hversu vel kom á með okk­ur. Í síðustu Vest­mann­eyja­ferð okk­ar í sum­ar sem var ein­stak­lega vel heppnuð í frá­bæru veðri varstu svo glaður þegar þú kvadd­ir okk­ur að kvöldi að þú sagðir „mikið er gott að eiga góða vini og þekkja gott fólk“. Þrátt fyr­ir að mér finn­ist að þú hljót­ir að vera á leiðinni og dyrn­ar opn­ist þá er það ekki svo.

 

Nú hafa aðrar dyr opn­ast. Þú varst mjög trúaður maður og ég óska þess að dyrn­ar hafi opn­ast til Möggu þinn­ar sem þú misst­ir allt of snemma. Ég mun setja Ilmskúf­inn á leiði ykk­ar og í beðið fyr­ir fram­an eld­hús­glugg­ann og kart­öfl­urn­ar munu fara niður.

 

Elsku kæri frændi minn, blessuð sé minn­ing þín góði dreng­ur.

 

 

Sástu suð´r í Flóa

sum­arskrúðið glóa,

þegar græn­ust gróa

grös um Ísa­fold?

Sástu vítt um vengi

vagga stör á engi?

Sástu djarfa drengi

dökka rækta mold?

(Frey­steinn Gunn­ars­son)

 

Þín frænka og vin­ur,

 

Íris.
 Morgunblaðið laugardagurinn 21. mars 2020


Skráð af Meningar-Bakki

20.03.2020 19:26

Vorjafndægur 2020

 

 

 

   Vorjafndægur 2020
 

 

               Forsíða Morgunblaðsins 20. mars 2020Skráð af Menningar-Bakki.