Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

19.03.2020 21:40

Jafndægur að vori 20. mars 2020

 

 
 
 
 

 

 

Jafndægur að vori 20. mars 2020

 

 

Jafndægur að vori eru á morgun, 20. mars 2020.

 

Þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar og um það leyti er dagurinn um það bil jafn langur nóttunni hvar sem er á jörðinni.

 

Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri að vori til fardaga, en þá taki við sumar til jafndægris á hausti.

 

Vorið nær því samkvæmt því frá 19. til 21 mars og fram að fardögum sem voru á fimmtudegi í 7. viku sumars eða á bilinu 31. maí til 6. júní.


 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

19.03.2020 17:47

BIBarinn grúskar í myndasafninu


 

 

F.v.: Anna Guðrún Bjarnardóttir (1933 - 2019), Holti við Stokkseyri,

Hafliði Magnússon (1935 - 2011), frá Bíldudal en bjó á Selfossi nokkur ár,

og Hörður Sigurgrímsson (1924 - 2011), Holti við Stokkseyri
BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

BIBarinn grúskar í myndasafninu sem telur í tugþúsundum.

 


Ein af mínum uppáhaldsmyndum. Manngæskuþrenna framan við Sunnlenska bókakaffið á Selfossi þann 4. september 2008.

 

F.v.: Anna Guðrún Bjarnardóttir (1933 - 2019), Holti við Stokkseyri, Hafliði Magnússon (1935 - 2011), frá Bíldudal en bjó á Selfossi nokkur ár, og Hörður Sigurgrímsson (1924 - 2011), Holti við Stokkseyri. Blessuð sé minnig þeirra.Skráð af Menningar-Bakki.

18.03.2020 09:47

Draga línuna á Dritvíkurgrunni

 

 

 

Draga línuna á Dritvíkurgrunni 

 

 

Páll Jónsson GK, nýi Vísisbáturinn, reynist vel og veiðin er ágæt. Með 40.000 króka á sjó sagði Gísli Jónsson sína sögu en hann hefur verið til sjós í alls 54 ár. Starfið segir hann hafa breyst mikið.

 

„Þorskurinn bítur ekki á agnið eins og við vildum, því nú er loðna um allan sjó,“ segir Gísli Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK 7. Landað var úr bátnum í Grindavík í gærmorgun og var aflinn um 70 tonn; þorskur sem fékkst á Skerjadýpi suður af Reykjanesi, á Eldeyjarbanka en að stærstum hluta á Dritvíkurgrunni úti af Snæfellsnesi.

 

„Þó að loðnan finnist ekki í veiðanlegum mæli er nóg af henni samt, og hún þá mikilvægt æti fyrir þann gula og annan fisk sem er ofar í fæðukeðjunni. Sama var uppi á teningnum í fyrra en þegar loðnan hvarf var líka fínt fiskirí. Sama býst ég við að gerist á næstunni.“

 

Alltaf á þriðjudögum

 

Hinn nýi Vísisbátur, Páll Jónsson GK, er 45 metra langur, 10,5 metra breiður og fyrsta nýsmíðin af þessari stærð sem Vísir hf. fær í rúmlega 50 ára sögu fyrirtækisins. Báturinn kom til landsins 21. janúar. Róðrarnir síðan þá eru orðnir fjórir. Aflinn sem fékkst á línuna í þremur fyrstu túrunum var um 100 tonn, en hver bátur í útgerð Vísis hefur sinn fasta löndunardag. Er þriðjudagurinn jafnan merktur Páli Jónssyni, sem kemur inn í bítið og fer út aftur um kvöldið. Miðað er við að á bátnum séu fiskuð um 4.000 tonn á ári, en sú tala þarf að haldast og hráefni að berast í réttum skömmtum svo að jafnvægi haldist í vinnslu og sölu afurða.

 

„Báturinn hefur nú í upphafinu reynst vel í alla staði og reynslan er góð. Reyndar er eftir að fínstilla nokkur smáatriði og koma einstaka tækjum og búnaði fyrir á sínum rétta stað; nokkuð sem ég vil kalla að setja þurfi sálina í skipið, sem er alveg bráðnauðsynlegt,“ segir Gísli og heldur áfram:  

 

24 eru í hópnum

 

„Aðbúnaður í bátnum er allur eins og best verður á kosið, svo sem á dekki, vinnslurými, í vél, vistarverum skipverja og borðsal. Allt íburðarlaust en flott. Svo erum við líka með allan nýjasta og besta skipstjórnarbúnaðinn sem býðst, en hvernig honum var komið fyrir í brúnni var nokkuð sem ég fékk að vera með í ráðum um við og hönnun smíði bátsins. Annað sáu sérfræðingarnir um. “

 

Alls eru fjórtán í áhöfn á Páli Jónssyni GK, en menn róa til skiptis svo í hópnum öllum eru alls 24 karlar. Allt dugnaðarforkar, rétt eins og þarf til sjós og á línunni – en sú sem skipverjarnir á Páli settu í sjó og drógu á Dritvíkurgrunni í vikunni var 54 kílómetrar og krókarnir um 40.000 talsins.

 

Gísli segir góða og skemmtilega tilfinningu fylgja því að vera skipstjóri á nýjum bát. Einn af hápunktum á ferlinum sem spannar 54 ár, þar af skipstjóri síðan 1973. Fyrst var Gísli á bátum frá Stokkseyri og byrjaði fimmtán ára. Var seinna austur á landi. Bjó þrjátíu ár í Þorlákshöfn og var á bátum sem gerðir voru þaðan út. Árið 1996 réði hann sig síðan til Vísis hf. í Grindavík og munstraðist svo þegar fram liðu stundir á bátinn Pál Jónsson GK – hinn fyrri.

 

Dagur sem markaði skil í söguni

 

„Við héldum út í fínu veðri og settum út fyrstu lögnina og þetta var 11. september 2001, dagur sem átti eftir að marka skil í sögunni,“ segir Gísli, en á sínum 19 árum á Páli Jónssyni fyrri fiskuðust alls 60 þúsund tonn, sem hlýtur að teljast ansi gott þegar allt er saman lagt eftir tvo áratugi. „Ég var og er vissulega ekki einn í þessu harki og alltaf með góðan mannskap með mér. Við Ingibergur Magnússon, jafnaldri minn og æskufélagi frá Stokkseyri, erum búnir að vera saman til sjós nánast alla tíð og þá hefur Valgeir Sveinsson frá Eyrarbakka verið með mér síðan 1996. Á nýjum Páli Jónssyni og fimm síðustu ár á þeim fyrri hefur Benedikt Páll Jónsson verið stýrimaður og skipstjóri á móti mér. Á þessum bát ætlum við að hafa fyrirkomulagið þannig að ég tek tvo túra og hann aðra tvo. Það kemur ágætlega út. Orðinn sjötugur finnst mér allt í lagi að slá aðeins af og taka mér lengri frí. Yngri menn sem leggja sjómennskuna fyrir sig gera slíkt raunar líka og kjósa að eiga líf utan vinnunnar, sem ég skil vel,“ segir Gísli að síðustu. Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.isSkráð af Menningar-Bakki.

17.03.2020 16:21

Leikskólinn Brimver 45 ára

 

 

 


Leikskólinn Brimver á Eyrarbakka.
 

 

Leikskólinn Brimver 45 ára

 

 

LIÐIN eru 45 ár síðan efnt var til leikskólastarfs á Eyrarbakka. Um nokkurt skeið hafði verið rætt um mögulega stofnun leikskóla í sveitarstjórn, hjá Verkalýðsfélaginu Bárunni, Kvenfélagi Eyrarbakka og ekki síst í stjórn Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka, sem þurfti mjög á vinnuafli húsmæðranna að halda.

 

Í upphafi árs 1975 var síðan ákveðið að gera tilraun til að reka leikskóla um vertíðina og fram yfir humarvertíð. Haustið var jafnan daprasti tíminn í atvinnulífinu á Bakkanum og því óttuðust menn að engin börn fengjust þann tíma í leikskólann.

 

Það varð svo úr að tilraun þessi varð til þess að frá 17. mars 1975 hefur leikskólinn starfað með miklum sóma. Aðstaða fékkst í húsi sem Ungmennafélag Eyrarbakka og Verkalýðs- og sjómannafélagið Báran áttu saman, gegn vægri leigu.

 

Ráðnar voru tvær konur til skólans, Gyðríður Sigurðardóttir og Auður Hjálmarsdóttir, og síðan var leitað eftir aðstoð Heiðdísar Gunnarsdóttur, leikskólastjóra á Selfossi, til að þjálfa þær til starfans, svona tvo til þrjá daga í upphafi. Nafnið fékk leikskólinn af fyrsta húsnæðinu, sem hafði verið nefnt Brimver.

 

Húsnæðið reyndist fljótlega ófullnægjandi, en fyrst var byggt hús yfir starfið 1982 og það síðan stækkað og endurbætt 1995 og er nú 281 fermetri að grunnfleti, allvel búið tækjum.Skráð af Menningar-Bakki.

17.03.2020 15:34

BIBarinn grúskar í myndasafnini

 

 

 

BIBarinn grúskar í myndasafnini 

 

 

 Hvað sem telur í tugþúsundum


17. maí 2006 í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn.


 

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.

17.03.2020 08:42

Nýr prestur á Selfoss

 

 


Séra Gunnar Jóhannesson.

 

Nýr prestur á Selfoss

 

Umsóknarfrestur um starf prests í Selfossprestakalli, Suðurprófastsdæmi rann út á miðnætti þann 6. febrúar. 

 

Alls sóttu sex um starfið.

 

Þau sóttu um starfið:

Sr. Anna Eiríksdóttir
Sr. Bára Friðriksdóttir
Erna Kristín Stefánsdóttir mag. theol.
Sr. Gunnar Jóhannesson
Guðrún Eggertsdóttir mag. theol.
Sr. Sveinn Alfreðsson

 

 

Kjörnefnd kaus sr. Gunnar Jóhannesson til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hans.

 

Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er sr. Gunnar ráðinn ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.

 

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

 

 

Hver er presturinn? 

 

Sr. Gunnar er fæddur á Akranesi árið 1977. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1997 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2002. Hann lauk framhaldsnámi í guðfræði frá sama skóla árið 2012.

Sr. Gunnar tók við embætti sóknarprests í Hofsóss – og Hólaprestakalli árið 2004 og gegndi því til ársins 2013. Þá þjónaði hann sem héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi frá september 2013 fram í maí 2014.

Árið 2014 fluttist hann með fjölskyldu sinni til Noregs og þjónaði þar sem sóknarprestur í Ringebu í Hamarbiskupsdæmi fram til loka ágúst 2018.

Frá september 2018 til 31. nóvember 2019 þjónaði hann sem settur prestur í Hveragerðisprestakalli og frá 1. desember 2019 hefur hann þjónað sem settur prestur í Selfossprestakalli. Sr. Gunnar er kvæntur Védísi Árnadóttur, kennara, og eiga þau fjögur börn.

 

Í Selfossprestakalli, eru fjórar sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Selfosssókn, Laugardælasókn, Hraungerðissókn og Villingaholtssókn. Selfossprestakall tilheyrir tveimur sveitafélögum, Árborg og Flóahreppi, með tæplega 10.800 íbúa, þar af 9.246 sóknarbörn. Í prestakallinu starfa sóknarprestur og prestur, auk þess sem héraðsprestur hefur starfað við prestakallið. Sóknarprestur og prestur skulu, undir forystu prófasts, skipta formlega með sér verkum.


Selfosskirkja.Skráð af Menningar-Bakki.

 

17.03.2020 08:24

17. mars 1917 - Tíminn kom út í fyrsta sinn

 

 

Tíminn 17. mars 1917.
 

 

17. mars 1917 -

 

Tíminn kom út í fyrsta sinn

 

 

Tíminn, blað Framsóknarflokksins, kom út í fyrsta sinn þann 17. mars 1917.„Þetta blað mun eftir föngum beitast fyrir heilbrigðri framfarastefnu í landsmálum,“ sagði í inngangsorðum.Tíminn varð dagblað árið 1947, var sameinaður Degi 1996 en hætti að koma út haustið 1997.
Skráð af Menningar-Bakki.

16.03.2020 07:30

Gvendardagur er 16. mars

 


Gyllir ÍS 261 við bryggju á Flateyri. Skipið er 44 ára í dag.

Í fjörunni stendur Flateyringurinn/Eyrbekkingurinn Júlía B. Björnsdóttir.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Gvendardagur er 16. mars

 

 

Gvendardagur er 16. mars. Þá lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup árið 1237. Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi ári 1315 þegar bein hans voru tekin upp.


 

Mikil helgi var á Guðmundi meðan katólska entist þótt hann væri aldrei lýstur helgur maður opinberlega, og eimdi lengi eftir af dýrkun hans, einkum á norðanverðum Vestfjörðum þar sem heimildir eru um nokkurt tilhald á messudegi Guðmundar allt fram á 20. öld.Sunnanlands var gert ráð fyrir veðrabrigðum til hins verra þennan dag eða Geirþrúðardag daginn eftir, og jafnvel talið ills viti ef það brást.


 

Á síðasta fjórðungi 20. aldar var á Flateyri horft til Gvendardags sem mikils happadags í Önundarfirði eftir að skuttogarinn Gyllir ÍS 261 kom í fyrsta sinn til Flateyrar á Gvendardegi 16. mars 1976. Það var Útgerðarfélag Flateyrar hf. sem átti Gylli en það félag var dótturfélag Hjálms hf. á Flateyri sem var stofnaður þann 22. september 1968.Gyllir heitir nú Stefnir ÍS- 28 og er gerður út frá Ísafirði og er 44 ára í dag - 16. mars 2020.


 

Nafnið Hjálmur var samþykkt á stofnfundi Hjálms hf. eftir tillögu Eysteins G. Gíslasonar fyrrum kennara á Flateyri. Í greinargerð með tillögu sinni benti Eysteinn á að “Hjálmur” væri vörn mikilvægasta líkamshlutarins og fyrirtæki sem þetta væri slíkt hið sama fyrir byggðarlag eins og Flateyri og Önundarfjörð. Fyrir væru nöfn félaga á Flateyri í sama dúr svo sem “Verkalýðsfélagið Skjöldur” og “Kvenfélagið Brynja.” Þessi tillaga var samþykkt með lófaklappi þó ágæt tillaga að öðru nafn hafi legið fyrir stofnfundinum í upphafi frá fundarboðendum.
 Skráð af Menningar-Bakki.

15.03.2020 20:14

Dagsetningar á næstu árum

 
Dagsetningar á næstu árum
Skráð af Menningar-Bakki

15.03.2020 11:08

Merkir Íslendingar - Ágúst M. Sigurðsson

 

 
Ágúst M. Sigurðsson (1938 - 2010).

 

Merkir Íslendingar - Ágúst M. Sigurðsson

 

Ágúst fæddist á Akureyri 15. mars 1938, sonur Sigurðar Stefánssonar, prófasts og síðar vígslubiskus á Möðruvöllum í Hörgárdal, og Maríu Júlíönu Kristjönu Ágústsdóttur cand.phil.
 

Sigurður var sonur Stefáns Hannessonar, bónda á Þrándarstöðum í Kjós, og Guðrúnar Matthíasdóttur, húsfreyju og veitingakonu í Reykjavík, en María var dóttir Ágústs Jósefssonar, bæjarfulltrúa og heilbrigðisfulltrúa í Reykjavík, sem skrifaði fróðlegar endurminningar um mannlíf í Reykjavík, og Pauline Charlotte Andreasdóttur, f. Sæby.
 

Eftirlifandi eiginkona Ágústar er Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, kennari og prestsfrú, dóttir Kirstínar Láru Sigurbjörnsdóttur, kennara í Ási í Reykjavík og Ásgeirs Einarssonar, héraðsdýralæknis í Gullbringu- og Kjósarsýslu.

 

Börn Guðrúnar Láru og Ágústs eru:

Lárus Sigurbjörn, umferðarverkfræðingur á Sjálandi, og María, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
 

Ágúst lauk stúdentsprófi frá MA 1959, embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1965, stundaði framhaldsnám í Den nske Folkekirke við Árósarháskóla, lauk þaðan prófum og fór fjölda námsferða til Danmerkur, Noregs, Þýskalands og Ísraels.
 

Ágúst var símstöðvarstjóri á Möðruvöllum 1964-66, aðstoðarmaður föður síns þar og sóknarprestur frá 1965, sóknarprestur í Vallanesi á Völlum frá 1966, í Ólafsvík frá 1970, á Mælifelli í Skagafirði frá 1972 og talsímavörður þar, sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn frá 1983 og umsjónarmaður Húss Jóns Sigurðssonar, sóknarprestur á Prestbakka í Hrútafirði frá 1989 og prófastur Húnavatnsprófastsdæmis frá 1999 og til 2000.
 

Ágúst kenndi við fjölda skóla, var afkastamikill rithöfundur og margfróður fræðimaður, formaður Tónlistarfélags Skagafjarðar og Sálarrannsóknafélags Skagafjarðar og sat í sýslunefnd Skagafjarðarsýslu, auk annarra trúnaðarstarfa.
 

 

Vestfirska forlagið gaf út nokkrar af bókum hans.

 

Ágúst lést 22. ágúst 2010.
 Skráð af Menningar-Bakki.