|
||
|
Gils Guðmundsson fæddist í Hjarðardal innri í Önundarfirði 31. desember 1914, sonur Guðmundar Gilssonar, útvegsb. í Hjarðardal, og k.h., Sigríðar Hagalínsdóttur.
Foreldrar Guðmundar: Gils Bjarnason á Mosvöllum og Guðmundína Jónsdóttir, systir Guðnýjar, ömmu Jónu, ömmu Ólafs Þ. Þórðarsonar og Kjartans Ólafssonar alþm. Foreldrar Sigríðar: Hagalín Þorkelsson og Sólveig Pálsdóttir.
Kona Gils var Guðný Jóhannesdóttir en dóttir þeirra er Erna Sigríður Gilsdóttir, kennari í Danmörku. Stjúpsonur Gils er Úlfur Árnason, doktor í Lundi.
Gils lauk kennaraprófi frá KÍ 1938, var sjómaður 1934-40, kennari við Íþróttaskólann í Haukadal og við unglingaskóla í Garði og Sandgerði, rithöfundur frá 1942, blaðamaður og ritstjóri 1943-56 og framkvæmdastjóri Menntamálaráðs og Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1956-75.
Gils var alþingismaður Reykjavíkur fyrir Þjóðvarnarflokk Íslands 1953-56 og þingmaður Reykjaneskjördæmis fyrir Alþýðubandalagið 1963-79. Hann var formaður Þjóðvarnarfélags Reykjavíkur 1953-54 og varaformaður Þjóðvarnarflokksins 1960-62, formaður Rithöfundasambands Íslands 1957-58 og formaður félagsins Ísland – Færeyjar.
Gils sat í Rannsóknaráði ríkisins, var skipaður í endurskoðunarnefnd laga um friðun Þingvalla og náttúruvernd, var formaður fiskveiðilaganefndar frá 1971, sat í Norðurlandaráði 1971-74, í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar og í Þingvallanefnd. Hann sat á Allsherjarþingi SÞ 1970 og á hafréttarráðstefnu SÞ 1974-75.
Gils samdi fjölda sagnfræðilegra rita og skrifaði sögu ýmissa stéttarfélaga. Má þar helst nefna Skútuöldina, Togaraöldina og Vestfirska sagnaþætti. Þá ritstýrði hann tímaritum og bókum, s.s. bókunum Öldin sem leið 1800-1900 og Öldin okkar, frá 1900-1980.
Gils lést 29. apríl 2005.
|
||
Séð yfir Önundarfjörð að Holtsodda og Hjarðardal. Ljósm.: BIB |
Skráð af Menningar-Bakki
|
Flugeldasala BJARGAR á Eyrarbakka
Flugeldasalan okkar er opin eftirfarandi timasetningar.
28.12. Kl 10-22
29.12. Kl 10-22
30.12. Kl 10-22
31.12. Kl 10-16
![]() |
||
|
![]() |
Sigurður Eiríksson (1928 - 2019) |
Sigurður Eiríksson - Fæddur 22. mars 1928
- Dáinn 14. desember 2019 - Minning
Sigurður Eiríksson fæddist 22. mars 1928 í Fíflholts-Vesturhjáleigu í Vestur-Landeyjum. Hann lést 14. desember 2019 á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi.
Foreldrar Sigurðar voru Eiríkur Björnsson bóndi, f. 1887, d. 1943, og Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1888, d. 1972.
Alsystir Sigurðar var Vilborg, f. 1923, d. 2015, hálfbróðir samfeðra var Ársæll Eiríksson, f. 1915, d. 2007, og hálfbróðir sammæðra var Markús Hjálmarsson, f. 1918, d 2010.
Þann 26. desember 1953 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðfinnu Sveinsdóttur, f. 15.6. 1928, frá Efri-Kvíhólma, Vestur-Eyjafjöllum. Foreldrar hennar voru Sveinn Jónasson, f. 1902, d. 1981, verkamaður og síðar bóndi að Rotum undir Vestur-Eyjaföllum og Ragnhildur Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 1904, d. 1972.
Sigurður og Guðfinna eignuðust fimm börn:
Trausti, f. 12.12. 1950.
Viðar, f. 30.4. 1952,
Einar Bragi, f. 18.7. 1953, d. 15.7. 2018,
Svandís Ragna, f. 5.9. 1954,
og Eygló Alda, f. 17.11. 1964.
Trausti er kvæntur Sigríði Sæmundsdóttur, sonur þeirra er Sigmundur Unnar, f. 28.9. 1971. Unnusta Anna Sólmundsdóttir. Barnabörnin eru þrjú.
Viðar, sambýliskona hans er Guðbjörg Bjarnadóttir, börn Viðars eru Sigurður Grétar, f. 7.9. 1978, sambýliskona Britta Magdalena. Viðar Þór, f. 7.10. 1981, og Ólöf Valborg, f. 26.6. 1996, sambýlismaður Arnar Freyr. Barnabörnin eru sjö.
Einar Bragi kvæntist Soffíu A. Jóhannsdóttur, börn þeirra eru Guðfinna Kristín, f. 18.6. 1975, sambýlismaður Eggert Bergmann, Jóhanna Sigrún, f. 24.12. 1979, sambýlismaður Kristinn Helgason, Jóhann Freyr, f. 19.2. 1983, og Þórunn Ósk, f. 25.7. 1988. Barnabörnin eru níu.
Svandís Ragna, sambýlismaður hennar var Árni Alexandersson en hann er látinn.
Eygló Alda, sambýlismaður hennar er Sigvard A. Sigurðsson Hammer, börn þeirra eru Berglind Ósk, f. 11.12. 1985, eiginmaður Eiríkur Ingvi Jónsson, Bjarki Þór, f. 16.9. 1989, sambýliskona Linzi Trosh og Sandra Sif, f. 2.6. 1992, sambýlismaður Guðmundur H. Björgvinsson. Barnabörnin eru sex.
Sigurður ólst upp í Fíflholts-Vesturhjáleigu. Á uppvaxtarárunum hjálpaði hann til við bústörfin heima við. Seinna sem ungur maður vann hann við hin ýmsu störf, m.a. í vélsmiðju í Reykjavík og hélt hann þá til hjá Vilborgu systur sinni. Eftir það vann hann lengi á skurðgröfu víða um sveitir í Rangárvalla- og Skaftafellssýslu. Árið 1946 kynntist Sigurður Guðfinnu en þá voru þau við störf í Sláturhúsinu á Hellu. Þau felldu strax hugi saman. Leið þeirra lá síðar til Vestmannaeyja þar sem hann starfaði hjá Ísfélaginu. Árið 1950 fluttu þau að Indriðakoti undir V-Eyjafjöllum og hófu þar búskap, bjuggu þar í tíu ár en þá fluttust þau að Ormskoti í sömu sveit. Árið 1965 brugðu þau búi og fluttust á Eyrarbakka. Þar vann hann m.a. við hafnargerð, smíðar o.fl. Síðar keypti hann vörubíl og starfaði sjálfstætt í mörg ár.
Útför Sigurðar fór fram frá Eyrarbakkakirkju í gær, 28. desember 2019.
__________________________________________________________________________
Minningarorð
Í dag er sorg og mikill söknuður í hjarta mínu er ég kveð elsku besta pabba minn. En jafnframt er mér þakklæti ofarlega í huga því það er ekki sjálfgefið að fá að hafa pabba sinn svona lengi hjá sér. Pabbi minn var jafn fallegur að utan sem innan. Góður, skemmtilegur og fróður. Hann vildi öllum vel jafnt mönnum sem dýrum. Alla tíð var hann stoltur af sinni konu og hennar dugnaði, mátti hann það svo sannarlega.
Nú er bara að ylja sér við allar góðu minningarnar um besta pabba í heimi. Við vorum alla tíð mjög náin og ekki hvað síst nú í seinni tíð. Þegar ég var barn taldi ég að ekki mætti tala eftir kvöldbænirnar, er mér minnisstætt atvik frá því að ég var lítil stelpa, ég var að festa svefn en þá heyrði ég í pabba frammi í eldhúsi, hann var þá kominn heim eftir nokkurra daga fjarveru vegna vinnu. Ég þaut fram til að hitta hann og knúsa, áttaði mig svo á að ég var búin að fara með bænirnar svo ég varð að að fara með þær aftur.
Pabbi minn var einstakur dýravinur. Kindur voru í miklu uppáhaldi hjá honum og talaði hann alltaf um fé eða kindur, alls ekki rollur. Eftir að pabbi fór á hjúkrunarheimilið Ljósheima fékk hann nokkrum sinnum kiðling í heimsókn, sem hann kunni svo sannarlega að meta, en það var yndislegri starfsstúlku að þakka. Það var einstakt samband á milli pabba og kisunnar Uno sem varð tæplega 18 ára og var mikið dekurdýr hjá foreldrum mínum. Þeir spjölluðu saman, fóru í göngutúra saman, lögðu sig saman, fóru í útilegu saman og svona mætti lengi telja. Þrátt fyrir hversu dekraður Uno var fékk hann ekki að fara í bílskúrinn ef þar voru mýs. Nei minn veiddi mýsnar lifandi og sleppti þeim síðan vestur á sandi. Músagildrur voru pyntingartæki sem átti ekki að líða. Margar svipaðar sögur rifjast upp, en þær lýsa vel hans fallega hjartalagi.
Þá eru ófáar minningarnar tengdar útilegum, bústaðaferðum og ferðalögum um landið, bæði frá barnæsku minni og eftir að ég eignaðist sjálf fjölskyldu. Hann þekkti landið okkar vel og var mikið gaman að ferðast með þeim mömmu. Hann var einstaklega minnugur allt fram á síðustu stundu og það ber að þakka. Kennitala segir nefnilega ekki allt eins og margur heldur.
Margar vísur og ljóð hef ég skrifað eftir honum síðustu ár ásamt ýmsum fróðleik sem annars væri líklega gleymdur. Það verður skrýtið fyrst um sinn að geta ekki bara spurt pabba. Ég trúi að elsku Einar minn hafi tekið á móti pabba okkar og nú séu þeir sameinaðir. Ég lofa að hugsa eins vel og ég get um elsku mömmu. En þangað til næst Guð geymi þig elsku besti minn.
Þín dóttir,
Eygló Alda.
Morgunblaðið.
Skráð af Menningar-Bakki
![]() |
- ÆFING 51 árs -
Meðal afmæla dagsins - 27. desember 2019 – er 51 árs afmæli
Hljómsveitarinnar ÆFINGAR frá Flateyri.
Afmæliskveðjur með myndum frá 50 ára afmælistónleikum
ÆFINGAR í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
![]() |
||||
. .
|
|
||
Einar Oddur Kristjánsson fæddist á Flateyri 26. desember 1942. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Ebenezersson skipstjóri, f. 1897, d. 1947, og María Jóhannsdóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma á Flateyri, f. 1907, d. 2003.
Einar Oddur stundaði nám í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði og í Menntaskólanum á Akureyri. Frá árinu 1968 starfaði Einar Oddur við sjávarútveg, fyrst sem einn af stofnendum og framkvæmdastjóri hlutafélagsins Fiskiðjunnar Hjálms. Hann var síðar stjórnarformaður hlutafélaganna Hjálms, Vestfirsks skelfisks og Kambs.
Einar Oddur sat í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1970-1982, var formaður Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar 1968-1979, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1979-1990 og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum 1990-1992.
Einar Oddur sat í stjórn Vinnuveitendafélags Vestfjarða frá árinu 1974. Hann var í aðalstjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1989-1994, stjórnarformaður Vélbátaútgerðarfélags Ísfirðinga frá árinu 1984 og sat í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva 1981-1996. Hann var formaður efnahagsnefndar ríkisstjórnarinnar 1988. Formaður Vinnuveitendasambands Íslands var hann 1989-1992 og sat í stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs 1995.
Einar Oddur var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1995 til dánardags. Á Alþingi átti hann sæti í mörgum nefndum en lengst og mest starfaði hann í fjárlaganefnd, var varaformaður hennar 1999-2007 og jafnframt aðaltalsmaður síns flokks í ríkisfjármálum.
Hinn 7. október 1971 kvæntist Einar Oddur Sigrúnu Gerðu Gísladóttur hjúkrunarfræðingi, f. 20.11 1943 - d. 22. maí 2018.
Börn Einars Odds og Sigrúnar Gerðu eru:
Brynhildur, Kristján Torfi og Teitur Björn.
Einar Oddur lést 14. júlí 2007.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Magnús Erlingsson, prestur á Ísafirði. |
Á jólum minnumst við þess að Jesús var fæddur í Betlehem. Orðið Betlehem merkir hús brauðanna. Það er vel við hæfi að Jesús sé fæddur þar, enda sagði Jesús að hann væri brauð lífsins og sá, sem til sín kæmi, myndi hvorki hungra né þyrsta.
Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness virðist hafa þekkt þessa merkingu orðins Betlehem því hann birtir í smásagnakveri sínu Sjöstafakverinu, sem út kom árið 1964, smásöguna um Jón í Brauðhúsum. Jón þessi er dáinn þegar tveir lærisveinar hans hittast og taka tal saman. Lærisveinarnir eru látnir heita Filippus og Andrés líkt og tveir af lærisveinum Jesú. Af smásögunni er augljóst að Kiljan er að fjalla um Jesú og það hvernig fólk túlkaði hann og minntist hans. Líkt og greina má af fleiri bókum Kiljans þá er eins og þarna sé hann farinn að hugsa um næstu skáldsögu sína en það var verkið Kristnihald undir Jökli, sem kom út fjórum árum seinna.
Í Kristnihaldinu er sagt frá Jóni prímusi, sérkennilegum presti, sem virðist lítið gefa fyrir helgisiði en helgar sig í staðinn því að hjálpa fólki, hann járnar hesta og gerir við prímusa. Jón prímus er nauðalíkur þeim Jóni í Brauðhúsum, sem Filippus man eftir. Jón prímus er í raun Kristsgervingur þegar nánar er að gáð. Skáldið lætur hann líkjast Kristi á vissan hátt. Báðir lifa þeir á brauði og fiski, sem þeim er gefið. En þrátt fyrir fátækt sína og allsleysi þá geta þeir Kristur og Jón prímus ávallt gefið fólki með sér af fisknum og brauðinu. Báðir tilheyra þeir þeim fámenna hópi manna, sem eru svo „ríkir að þeir hafa efni á því að vera fátækir,“ – eins og skáldið orðar það. Líkt og Jeús var upp á kant við faríseana og fylgdi ekki þeirra venjum þá virðist Jón prímus lítið gefa fyrir formsatriði og valdakerfi íslensku kirkjunnar.
Þessi samanburður á Jesú Kristi og tveimur sögupersónum í skáldverkum Halldórs Kiljans Laxness kann einhverjum að finnast óviðeigandi á helgri jólahátíð. En þegar betur er að gáð þá hæfir hann. Við höfum flest búið okkur til í huganum mjög fallega mynd af fæðingu Jesú Krists, með skrautklæddum englum, vitringum í glitklæðum og fleiru. En sé texti Lúkasar lesinn þá blasir það við að Jesús var fæddur við hinar fátæklegustu aðstæður. Það var ekkert pláss fyrir hann híbýlum manna eða því gistiskýli, sem ætlað var að hýsa ferðafólkið í Betlehem. Í staðinn voru þau María og Jósef í litlum fjárhúshelli og þegar Jesúbarnið var fætt þá var það lagt í jötu, sem notuð hefur verið undir fóður handa skepnunum. Umgjörðin gat vart verið fátæklegri. Þess vegna má segja að sú ofgnótt, sem einkennir jólahald margra vestrænna þjóða sé í nokkru ósamræmi við frásögn jólaguðspjallsins.
Boðskapur jólaguðspjallsins er sá að Guð vitjar mannkyns og birtist því í litlu barni, sem fætt er af fátækri móður. Guð varð maður í Kristi, sögðu hinir fornu kirkjufeður. Hann gerðist einn af okkur. Þess vegna var það ekki alveg úr lausu lofti gripið hjá Nóbelsskáldinu góða að líkja þessum Jónum tveimur við Krist. Karlmannsnafnið Jón er stundum notað sem samheiti yfir allar manneskjur. Og boðsakpur jólanna er sá að Jesús sé bróðir og frelsari allra mann. Öll séum við börn Guðs. Þess vegna erum við líka öll bræður og systur. Jólin boða fólki samkennd og kærleika.
Kæri lesandi, ég hvet þig til að opna Biblíuna þína og lesa annan kaflann í Lúkasarguðspjalli. Lestu hann með opnum huga. Hlustaður svo á fallega tónlist og vittu til hvort þú skynjir ekki hinn sanna anda jólanna, anda auðmýkar og kærleika.
Megi Guð gefa þér og þínum gleðileg jól.
Magnús Erlingsson,
prestur á Ísafirði.
![]() |
Af vefnum: www.bb.is á Ísafirði
|
![]() |
- Gleðileg jól -
![]() |
||
Hallgrímskirkja í Reykjavík. Ein af glæsikirkjum Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar.
|
![]() |
Eyrarbakkakirkja. Ljósm.: Ingvar Magnússon. |
Eyrarbakkaprestakall
- Helgihald um jól 2019
Stokkseyrarkirkja
Aðfangadagur jóla 24. desember.
Aftansöngur kl. 18.00.
Kór Stokkseyrarkirkju syngur.
Organisti Haukur Arnarr Gíslason.
Prestur sr. Arnaldur A. Bárðarson
Eyrarbakkakirkja
Aðfangadagur jóla 24. desember.
Aftansöngur kl. 23.30.
Kór Eyrarbakkakirkju syngur.
Organisti Haukur Arnarr Gíslason.
Prestur sr. Arnaldur A. Bárðarson
Gaulverjabæjarkirkja
Jóladagur 25. desember.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00.
Kór Gaulverjabæjarkirku syngur.
Organisti Haukur Arnarr Gíslason.
Prestur sr. Arnaldur A. Bárðarson
Skráð af Menningar-Bakki
![]() |
Vetrarsólstöður
(sólhvörf) eru í dag 22. desember 2019
Vetrarsólstöður eru í dag 22. desember 2019.
Þá er skemmstur sólargangur og sól fer að hækka á himninum.
Vetrarskammdegið er nú í hámarki en stysti dagur ársins er á tímabilinu 20.-23. desember.
Á þessari öld ber vetrarsólhvörf oftast upp á þann 21.
Í dag er sólargangur stystur; sólris seint og sólarlag snemma. Um leið verður áberandi hve seint náttúrulegt hádegi er á ferðinni á Íslandi.
Í Reykjavík voru vetrarsólstöður kl. 04:19 í morgun, sólin rís kl. 11:22 og verður hæst á lofti 2,7 gráður yfir sjóndeildarhring kl. 13:26. Sólin sest svo kl. 15:31 og ekki löngu síðar er orðið myrkt.
Ljóð Einars Benediktssonar,
Vetrarsólhvörf:
Stynur jörð við stormsins óð
og stráin kveða dauð,
hlíðin er hljóð,
heiðin er auð.
- Blómgröf, blundandi kraftur,
við bíðum, það vorar þó aftur.
Kemur skær í skýjunum sólin,
skín í draumum um jólin.
Leiðir fuglinn í för
og fleyið úr vör.
Arni sofa hugir hjá, -
þeir hvíldu dag og ár.
Stofan er lág,
ljórinn er smár.
- Fortíð, fram líða stundir,
senn fríkkar, því þróttur býr undir.
Hækka ris og birtir í búðum,
brosir dagur í rúðum.
Lítur dafnandi dug
og djarfari hug.
Vakna lindir, viknar ís
og verður meira ljós.
Einhuga rís
rekkur og drós.
- Æska, ellinnar samtíð,
við eigum öll samleið - og framtíð.
Aftni svipur sólar er yfir,
sumrið í hjörtunum lifir.
Blikar blóms yfir gröf,
slær brú yfir höf.
Skráð af Menningar-Bakki.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is