Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

19.12.2019 07:01

Vestfirðingar til sjós og lands - 3.bók

 

 

 

 

Vestfirðingar til sjós og lands – 3.bók

 

 

Höfundur: Hallgrímur Sveinsson


Ritröð þessari er ætlað að vekja áhuga á Vestfjörðum og Vestfirðingum almennt fyrr og síðar, í gamni og alvöru. Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannski bara af einhverri hugsjón, en ekki til að græða peninga.Í bréfi til okkar frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir nokkrum árum, segir m. a. svo:


„Alúð þín við sögu fólks við Dýrafjörð og víðar á Vestfjörðum er mikil og merk. Við sem unnum þessum slóðum erum full þakklætis og virðingar.“Þessi fallegu orð mega hundruð höfunda og ýmsir aðrir sem lagt hafa hönd á plóg hjá Vestfirska forlaginu, einnig taka til sín.


 

 

Hallgrímur Sveinsson.

 

Skráð af Menningar-Bakki

18.12.2019 21:40

Jónas Guðlaugsson - Fæddur 22. júlí 1929 - Dáinn 29. nóvvember 2019 - Minning

 


Jónas Guðlaugsson (1929 - 2019)

 

 

Jónas Guðlaugsson - Fæddur 22. júlí 1929 -

 

Dáinn 29. nóvvember 2019 - Minning

 

 

Jón­as Guðlaugs­son fædd­ist á Eyr­ar­bakka 22. júlí 1929. Hann lést á heim­ili sínu 29. nóv­em­ber 2019.

 

For­eldr­ar Jónas­ar voru þau Ingi­björg Jón­as­dótt­ir, hús­móðir, f. 22.3. 1905, d. 4.11. 1984, og Guðlaug­ur Páls­son kaupmaður, f. 20.2. 1896, d. 16.12. 1993.

 

Systkini Jónas­ar eru:

Guðrún, Ing­veld­ur, lát­in, Hauk­ur, Páll, Stein­unn og Guðleif. Eig­in­kona Jónas­ar var Odd­ný Sig­ríður Nicolaidótt­ir, f. 2.12. 1930, d. 5.3. 2014.

 

Börn Jónas­ar og Odd­nýj­ar eru:
1) Ingi­björg, f. 1950, maki Gísli Ólafs­son, f. 1946, þeirra börn Lilja, Aðal­heiður og Ólaf­ur,

2) Garðar, f. 1951, d. 1955,

3) Nicolai, f. 1954, maki Ásta Bjarney Pét­urs­dótt­ir, f. 1955, þeirra börn Dagný Rós og Bjarni Garðar,

4) Jón­as Garðar, f. 1959, maki Jó­hanna V. Gísla­dótt­ir, f. 1962, þeirra börn Hanna Lilja og Matth­ías,

5) Guðlaug­ur, f. 1960, maki Guðrún Ax­els­dótt­ir, f. 1962, þeirra börn Jón­as, Þórir, Fann­ar og Sindri,

6) Sig­urður, f. 1966, maki Bjarnþóra María Páls­dótt­ir, f. 1971, börn Sig­urðar, Ísak Aron, Sig­ríður Agnes og Odd­ný Soffía. Börn Bjarnþóru, Páll Axel og Ásdís María.

 

Jón­as ólst upp á Eyr­ar­bakka og hóf nám í raf­virkj­un hjá móður­bróður sín­um Kristni og vann við raf­stöðina á Eyr­ar­bakka sem Krist­inn rak. Jón­as flutti til Reykja­vík­ur á 17. ári og hélt áfram námi hjá Segli, raf­véla­verk­stæði. Hann kvænt­ist eig­in­konu sinni, Odd­nýju Sig­ríði Nicolaidótt­ur, 19. apríl 1951.

 

Jón­as var um tíma á sjó sem vél­stjóri á dagróðrabát­um sem gerðir voru út frá Reykja­vík. Hann byrjaði eig­in rekst­ur í bíl­skúr á Lind­ar­göt­unni, stækkaði við sig með aðstöðu í Skip­holt­inu og flutti fyr­ir­tækið þaðan í Duggu­vog­inn. Árið 1964 flutti fjöl­skyld­an á Sauðár­krók þar sem hann rak fyr­ir­tækið í 4 ár. Hóf rekst­ur Vélsmiðju Jónas­ar Guðlaugs­son­ar að nýju í Reykja­vík og rak hana til dauðadags.

 

Útför Jónas­ar fór fram frá Fella- og Hóla­kirkju í dag, miðvikudaginn18. des­em­ber 2019.

________________________________________________________________________________________Minningarorð


Ein af fyrstu minn­ing­um okk­ar Jónas­ar var sú að við veikt­umst báðir af berkl­um. Kenn­ar­inn í barna­skól­an­um greind­ist með berkla og sömu­leiðis bak­ar­inn. Lúðvík lækn­ir kom næst­um dag­lega til okk­ar meðan reynt var að vinna bug á sjúk­dómn­um. Móðir okk­ar, Ingi­björg Jón­as­dótt­ir, sat oft við rúm­in okk­ar sem voru hlið við hlið og fór með bæn­ir með okk­ur á kvöld­in. Á end­an­um kom­umst við á fæt­ur, þökk sé Lúðvík lækni, mömmu og al­mætt­inu.

 

Jón­as taldi það ætíð skyldu sína að gæta mín fyr­ir kaup­fé­lags­bíl­un­um sem æddu fram­hjá heim­ili okk­ar dag­lega. Móður­bróðir okk­ar, Krist­inn Jónas­son, var org­an­isti í Eyr­ar­bakka­kirkju og átti einnig og rak raf­stöðina á Eyr­ar­bakka. Hann byrjaði að kenna mér á pí­anó og að kenna Jónasi raf­virkj­un. Krist­inn átti for­láta renni­bekk og þar fékk hin mikla smíðanátt­úra Jónas­ar út­rás. Hag­leik­ur­inn var mik­ill í ætt­inni, all­ir bræður mömmu smíðuðu og hún líka. Einn bræðra henn­ar, Gunn­ar Jónas­son, fór upp úr 1930 til Þýska­lands að læra flug­virkj­un og stóð sig vel. Ég spurði hann eitt sinn hvort Eyr­bekk­ing­ar hefðu ekki verið gáttaðir á því þegar hann í upp­hafi krepp­unn­ar fór að læra flug­virkj­un. Hann svaraði: Það þurfti ekki Eyr­bekk­inga til! Þótt Jón­as og Krist­inn frændi okk­ar hafi ekki alltaf átt skap sam­an, þá lofaði Krist­inn mjög verk Jónas­ar. Jón­as átti ein­stak­lega gott með að finna út úr flókn­um hlut­um og fann undireins út hvernig hægt var að lag­færa og betr­um­bæta.

 

Þegar hann hóf ævi­starf sitt lánaði Krist­inn hon­um renni­bekk­inn dýr­mæta. Jón­as hóf snemma sjálf­stæðan rekst­ur við að fram­leiða alls kon­ar hluti, svo sem grút­artýru og ýmsa aðra þjóðlega minja­gripi. Fyr­ir þessa fram­leiðslu smíðaði hann marg­vís­lega stansa. Hug­mynda­auðgi Jónas­ar voru lít­il tak­mörk sett og stöðugt komu frá hon­um nýj­ar og nýj­ar upp­finn­ing­ar, sem hafa verið ómet­an­leg­ar fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf og þróun þess. Þrátt fyr­ir mikla hæfi­leika og dygg­an stuðning eig­in­konu sinn­ar, Odd­nýj­ar Nicolaidótt­ur, var lífið hon­um oft erfitt. Þau Odd­ný eignuðust sex ein­stak­lega vel gerð börn, ákaf­lega hæfi­leika­rík. Stóra sorg­in var þegar son­ur þeirra, Garðar, lést á fjórða ári. Slíkt áfall get­ur eng­inn skilið, nema sá sem reynt hef­ur.

 

Ég man þegar ég kom eitt sinn að utan, þar sem ég stundaði nám, þá var Jón­as með verk­stæði sitt í bíl­skúr við íbúð þeirra á Lind­ar­göt­unni. Er ég kom inn á verk­stæðið til hans varð mér litið upp á einn vegg­inn og þar kom ég auga á mynd af fal­leg­um ung­um dreng og var hún af Garðari litla, sem var burt kallaður svo snemma. Nú trúi ég því að þau séu öll sam­an, ungi son­ur­inn og for­eldr­ar hans, um­vaf­in tónlist og björtu ljósi. Jón­as naut tón­list­ar á sinn hátt, hlustaði og naut þess að heyra dótt­ur sína, Ingi­björgu, leika Til Elísu eft­ir Beet­ho­ven. Svo man ég það, að áður en hann fór á þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um, þá 16 ára, söng hann með inn­lif­un Tondeleyo á meðan hann pressaði spari­föt­in sín.

 

Jónas­ar verður sárt saknað.

 

Hauk­ur og Grím­hild­ur.

___________________________________

 

Elsku Jón­as bróðir minn er dá­inn. Ég sakna hans mjög mikið. Hann var góður bróðir, ég held að við höf­um verið mjög lík.

 

Ég minn­ist bara gleði þegar við Magni vor­um að ferðast út um all­an heim með Jónasi bróður og Odd­nýju, hans góðu konu. Ég taldi mig svo ör­ugga með þeim og Magna. Það var alltaf gam­an hjá okk­ur. Við byrjuðum að ferðast sam­an 1962. Svo voru ótal sigl­ing­ar um Karíbahafið, Miðjarðar­hafið og Atlants­hafið. Við höfðum mikið yndi af að vera á sjó, enda fædd og alin upp á Eyr­ar­bakka. Hauk­ur, bróðir okk­ar, og Jón­as syntu þar í ís­köld­um sjón­um. Ég man að ég var svo hrædd um stóru bræður mína, en þeir vippuðu sér upp á bryggju, blóðrisa á lær­un­um, al­sæl­ir. En ég grét að sjá þá koma, svo feg­in var ég. Jón­as var mjög lík­ur móður­fjöl­skyldu okk­ar úr Garðhús­um á Eyr­ar­bakka. Þar voru mikl­ir snill­ing­ar og Jón­as bróðir erfði það, og heit­ir í höfuðið á afa okk­ar.

Mamma mín sagði einu sinni við mig: „Ef Hauk­ur er listamaður, þá er Jón­as ekki síðri.“ Jón­as var svo lík­ur mömmu, en hann mátti þola að missa son sem dó í hönd­um hans, tæpra fjög­urra ára gam­all. Jón­as var með göm­ul sár. Hann vann aldrei úr þeim, mjög til­finn­inga­næm­ur. En fal­leg tónlist var hon­um mjög kær. Hann vann fram á síðasta dag og allt varð að vera rétt upp á milli­metra.

Jón­as var svo mik­ill hugsuður eins og mamma okk­ar. Hann var upp­finn­ingamaður, smíðaði vél­ar og stansa. Það sem hann var bú­inn að hugsa sér að búa til – var ótrú­legt hvað hann gat látið sér detta í hug að láta þess­ar vél­ar gera, en all­ir þess­ir hlut­ir, bæði stór­ir og smá­ir, eru smíðaðir af mik­illi fag­mennsku.

Í okk­ar fyrstu sigl­ingu um Karíbahafið kom í ljós að skip­stjór­inn hafði einu sinni komið með þetta stóra skip til Íslands. Þegar við sögðum hon­um að Jón­as hefði á yngri árum verið vél­stjóri á bát­um á Íslandi var hann svo elsku­leg­ur að bjóða Jónasi og Magna mín­um að skoða vél­ar­rúm þessa 70 þúsund tonna skips. Vakti það undr­un skip­stjór­ans, og þeirra sem sýndu hon­um vél­ar­rýmið, hve þekk­ing Jónas­ar á vél­un­um var mik­il. Þessi skoðun­ar­ferð var Jónasi ógleym­an­leg.

Jón­as átti mjög dug­leg og góð börn, tengda­börn, barna­börn og langafa­börn, allt hið efni­leg­asta fólk. Við Magni vott­um þeim öll­um hjart­ans samúð. Ég kveð þig, elsku bróðir minn.

 

Þín syst­ir,

Stein­unn Guðlaugs­dótt­ir.


Morgunblaðið, miðvikudagurinn 18. desember 2019.Skráð af Menningar-Bakki.

17.12.2019 18:39

Hrútavinahittingur í Stykkishólmi

 

 
 
 

 

Hrútavinahittingur

 

í StykkishólmiF.v.: Víðir Björnsson og Siggeir Ingólfsson.
 

 Skráð af Menningar-Bakki

16.12.2019 17:09

Rakarastofa Björns og Kjartans opin 09 - 20

 

 

 

Rakarastofa Björns og Kjartans

      við Austurveg á Selfossi 


 

         Opið 09 - 20


 

    síðustu vikuna fyrir jól
 

 


Skráð af Menningar-Bakki

 

15.12.2019 09:10

Jól í Hallskoti 2019

 

 

 

 

Jól í Hallskoti 2019


 

Skráð af Menningar-Bakki

15.12.2019 08:44

Eyrarbakkaprestakall laust

 


Eyrarbakkakirkja. Ljósm.: Ingvar Magnússon.

 

 

Eyrarbakkaprestakall laust

 

 

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Eyrarbakkaprestakall, Suðurprófastsdæmi frá og með 1. febrúar 2020.Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir, Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsókn og kirkja er í hverri sókn. Íbúafjöldi í prestakallinu eru 1.443. Prestakallið er í tveimur sveitarfélögum og nær yfir þann hluta Árborgar sem næst er sjó og syðsta hluta Flóahrepps. Einn sóknarprestur starfar í prestakallinu, en umtalsvert samstarf er við presta Selfossprestakalls.Áskilinn er réttur til að skilgreina nánar viðbótarskyldur við prófastsdæmið og biskupsstofu eða önnur kirkjuleg stjórnvöld.Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings „um val og veitingu prestsembætta“ nr. 144/2016 og „um presta“ nr. 1011/2011, svo og „leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti“ frá 2017.Vakin er athygli á fyrirhuguðum breytingum á réttarstöðu starfsmanna kirkjunnar, þar með talið presta, sbr. viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar, dags. 6. september 2019 þar sem fram kemur að fyrirhugað sé að dómsmálaráðherra leggi fram frumvarp til laga á Alþingi, sem feli m.a. í sér breytingu á 22. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en í umræddri grein eru biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar tilgreindir sem embættismenn ríkisins. Fyrirhugað er að breytingin taki gildi frá og með 1. janúar 2020.Umsóknarfrestur er til miðnættis 18. desember 2019.

 Sjá nánar hér.

 Skráð af Menningar-Bakki

14.12.2019 08:36

Merkir Íslendingar - Ingibjörg H. Bjarnason

 


Ingibjörg H. Bjarnason (1867 - 1941).

 

 

Merkir Íslendingar - Ingibjörg H. Bjarnason

 

 

Ingi­björg H. Bjarna­son fædd­ist á Þing­eyri við Dýra­fjörð 14. desember 1867. Hún var dótt­ir Há­kon­ar Bjarna­son­ar, út­gerðar­manns og kaup­manns á Bíldu­dal og Þing­eyri, og k.h., Jó­hönnu Krist­ín­ar Þor­leifs­dótt­ur.
 

 

Há­kon var son­ur Bjarna Gísla­son­ar, pr. á Sönd­um, og k.h., Helgu Árna­dótt­ur, en Jó­hanna Krist­ín var dótt­ir Þor­leifs Jóns­son­ar, pró­fasts í Hvammi í Hvamms­sveit, og k.h., Þor­bjarg­ar Hálf­dán­ar­dótt­ur. Meðal bræðra Ingi­bjarg­ar voru Lár­us H. Bjarna­son, sýslumaður, bæj­ar­fóg­eti og hæsta­rétt­ar­dóm­ari, og Ágúst H. Bjarna­son, doktor í heim­speki, rektor HÍ og fyrsti for­seti Vís­inda­fé­lags Íslend­inga, faðir Há­kon­ar Bjarna­son skóg­rækt­ar­stjóra.
 

 

Ingi­björg var í námi hjá Þóru, konu dr. Þor­vald­ar Thorodd­sens nátt­úru­fræðings og dótt­ur Pét­urs Pét­urs­son­ar bisk­ups. Þá stundaði hún nám í Kaup­manna­höfn 1884-85 og 1886-93. Auk þess dvaldi hún er­lend­is 1901-1903 og kynnti sér þá m.a. skóla­hald í Þýskalandi og Sviss.
 

 

Ingi­björg var fyrsta kon­an sem kjör­in var á Alþingi. Hún sat á þingi 1922-30, fyrst fyr­ir Kvenna­list­ann eldri, þá fyr­ir Íhalds­flokk­inn og loks Sjálf­stæðis­flokk­inn frá stofn­un hans 1929. Hún var öfl­ug­ur mál­svari kvenna og kvenna­sam­taka á þingi, barðist öt­ul­lega fyr­ir vel­ferðar­mál­um og rétt­ind­um kvenna, barna og ekki síst þeirra sem höll­um fæti stóðu í sam­fé­lag­inu.

 

Högg­mynd af Ingi­björgu, eft­ir Ragn­hildi Stef­áns­dótt­ur mynd­höggv­ara, var af­hjúpuð við Skála Alþing­is á kvennadag­inn 19. júní árið 2015.

 

Ingi­björg kenndi við Kvenna­skól­ann í Reykja­vík frá 1903 en þá var hann enn til húsa hjá Þóru Mel­sted í Thor­valds­senstræti, í húsi sem síðar var nefnt Sjálf­stæðis­hús eða Sig­tún og loks Nasa. Er skól­inn flutti í nýtt hús­næði við Frí­kirkju­veg 1906 tók Ingi­björg við stjórn skól­ans og stýrði hon­um til æviloka.

 

 

Ingi­björg lést 30. október 1941.

 


Dýrfirðingurinn Ingibjörg H. Bjarnason (1867-1941) var fyrsta íslenska konan til

að taka sæti á Alþingi.

19. júní 2015 var afhjúpuð við Alþingishúsið höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason.

 


Skrað af Menningar-Bakki

13.12.2019 20:52

Hjólabókin - 6. bók: Skaftafellssýslur

 

 

 

Hjólabókin – 6. bók:


Skaftafellssýslur
 

Höfundur:

Sunnlendingurinn Ómar Smári Kristinsson

á Ísafirði

 

 

Hjólabækurnar þeirra Smára og Nínu eru löngu orðnar klassískar. Með Skaftafellssýslum er kominn liðlega helmingur af landinu í hjólabækur.

 

Í þeim er lýst hjólaleiðum, auðveldum og erfiðum, sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring. Loka má hringnum á einum degi.

 

Hagnýtar upplýsingar um hverja leið fylgja. Hjólabækurnar eru einsdæmi á Íslandi.

 

Gott ef ekki í öllum heimi!

 

 

 
 

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

12.12.2019 20:20

Vestfjarðabækurnar 2019

 

 

 

 

 

 -Vestfjarðabækurnar 2019- 

 
 


Skráð af Menningar-Bakki

 

 

 

12.12.2019 06:56

Merkir Íslendingar - Skúli Magnússon

 


Skúli Magnússon (1711 - 1794)

 

 

Merkir Íslendingar - Skúli Magnússon

 

 

Skúli Magnússon landfógeti fæddist að Keldunesi í Kelduhverfi, N-Þing., 12. desember 1711. Foreldrar hans voru Magnús Einarsson, prestur á Húsavík, og k.h., Oddný Jónsdóttir húsfreyja.
 

Kona Skúla var Steinunn Björnsdóttir en meðal barna þeirra voru Jón aðstoðarlandfógeti og Rannveig, kona Bjarna Pálssonar landlæknis.
 

Skúli hóf skólanám hjá Þorleifi Skaftasyni, prófasti í Múla í Aðaldal, 1727. Faðir Skúla drukknaði 1728 en móðir hans giftist þá Þorleifi sem útskrifaði Skúla með stúdentspróf. Hann stundaði nám við Hafnarháskóla í tvö ár án þess að ljúka prófi, sneri aftur til Íslands 1734, varð sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu og landskrifari fyrir Odd Magnússon, var skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1737 og bjó þá lengst af á Stóru-Ökrum. Skúli hafði forsjá Hólastóls 1739-46, lenti þá í útstöðum við Bjarna Halldórsson, sýslumann á Þingeyrum, sem samdi úttekt staðarins og kærði Skúla fyrir vanskil. Á endanum var Skúli þó hreinsaður af sök.
 

Í Skagafirði tókst Skúli á við einokunarkaupmenn, hafði andúð á viðurlögum fyrir brot á lögum um einokunarverslun, kærði danskan kaupmann á Hofsósi fyrir viðskiptasvik, lenti því í málaferlum þar sem Bjarni Halldórsson var málsvari kaupmanns en Skúli vann málið og hlaut af vinsældir almennings.
 

Skúli var skipaður landfógeti, fyrstur Íslendinga, árið 1749, settist að á Bessastöðum 1750, barðist fyrir umbótum í landbúnaðarmálum og iðnaði og var áhugamaður um þilskipaútgerð. Hann stofnaði Innréttingarnar ásamt íslenskum embættismönnum á Þingvöllum 1751. Verksmiðjunum var valinn staður í Reykjavík og er Skúli því oft nefndur „faðir Reykjavíkur“.
 

Viðeyjarstofa var reist sem bústaður hans 1753-55 og hann lét reisa þar Viðeyjarkirkju, enda trúrækinn.


 

Skúli Magnússon lést 9. nóvember 1794 og hvílir í Viðey.Skráð af Menningar-Bakki.