Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.03.2020 08:56

51. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 - haldinn föstudaginn 13. janúar 2006

 

.

.

 

 

 

51. fundur bæjarstjórnar Árborgar,

 

- kjörtímabilið 2002-2006 –

 

haldinn föstudaginn 13. janúar 2006 kl. 17:00

 

í Ráðhúsinu, Austurvegi 2, Selfossi.

 

 

 

Mætt:

Ásmundur Sverrir Pálsson

Þorvaldur Guðmundsson

Páll Leó Jónsson

Gylfi Þorkelsson

Ragnheiður Hergeirsdóttir

Margrét K. Erlingsdóttir

Einar Pálsson

Halldór Valur Pálsson

Torfi Áskelsson

Einar Njálsson, bæjarstjóri

Helgi Helgason, bæjarritari, ritaði fundargerð.

 

Fundargerð:

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20070903071727/http://stokkseyri.is/web/news.php?view=one&nid=998

 

Björn Ingi Bjarnason færði fundinn til myndar og fjölmarga Eyrbekkinga sem fylgdust með fundinum.

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Myndir á þessari slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/293129/

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

07.03.2020 11:46

Munum ekki spara okkur

 

 

 

 

Munum ekki spara okkur

 

 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og Guðjón Ragnar Jónasson

rithöfundur ætla að skemmta gestum á Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit

í kvöld með kveðskap, gríni og kindasögum.

 

 

F erðafélagarnir Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson skemmta Norðlendingum með orðsins list um helgina. Kindur munu koma mjög við sögu í dagskránni. Þeir voru staddir í Staðarskála um kaffileytið í gær þegar ég náði sambandi við Guðna í síma. Hann lýsti áætlunum þeirra fúslega.

 

„Við byrjum á að fara á Hótel KEA í kvöld (föstudag 6. mars) og þar held ég ræðu yfir kótelettukörlum. Mun að sjálfsögðu ræða sauðkindina, þann eilífa bjargvætt Íslendinga og dásama hana í bak og fyrir. Síðan verðum við annað kvöld (laugardagskvöld 7. mars) að Garði í Eyjafjarðarsveit og spörum okkur ekki.

 

Guðjón er annar höfundur bókarinnar Kindasögur, hann les nokkrar góðar sögur úr henni og ég mun færa bændunum í Garði, Einari og Sesselju, að gjöf myndina af mér að kyssa kúna. Það er mynd allra tíma og á náttúrlega að hanga í þeirra glæsilega ferðamannafjósi.

 

Ég mun láta setja á hana vísuna góðu eftir hann Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum:

Allt sem vonum okkar brást,

allt sem mátti klaga,

allt sem Drottni yfirsást

ætlar Guðni að laga.


-og minna á að eitt sinn áttu Íslendingar ærlegan landbúnaðarráðherra sem lét sér ekki detta í hug að fella niður tolla eða flytja inn nýsjálenskt lamb.“

 

En er ekki visst stílleysi að vera með kindasögur á Kaffi Kú?

 

„Nei, hvorar tveggja tegundirnar eru klaufdýr og allir sem elska sauðfé koma að fá sér bjór og gleðjast. Kaffi Kú er mikill samverustaður í þessari glæsilegu sveit.

 

Ólst þú upp við sauðfé Guðni?

„Já, já, við áttum kindur, kýr og hross á Brúnastöðum. Ég kynntist sauðfénu ungur að árum og var sauðglöggur, þekkti ær á 100 metra færi og greindi af svipnum undan hvaða ám lömb voru. Svo var náttúrlega forystukind í hópnum. Það eru vitrar skepnur og fráar. Ég hitti 30 sauðfjárbændur í Bandaríkjunum sem voru með íslenskt forystufé, þeir sögðu að það væri vitrara en allir stjórnmálamenn Bandaríkjanna og prófessorar. Það heyrði í úlfinum á sléttunni og þegar það áttaði sig á að hann væri kominn þá safnaði það öllum hópnum saman og leiddi hann heim. Það var eins hér á landi, í óveðrum fóru forystukindur á undan hjörðinni og hringinn í kringum hana og komu henni í hús. Svo má ekki gleyma því að sauðþrjóskan hefur bjargað þessari þjóð og við höfum étið íslensku kindina upp til agna og nýtt allt af henni. Það eigum við að gera áfram.“

 

Jæja, Guðni, ég ætla ekki að tefja ykkur félaga lengur, svo þetta verður að duga. Þakka þér fyrir spjallið.

 

„Sömuleiðis. Gerðu mig sem frægastan. Kolla á Fréttablaðinu segir að ég sé athyglissjúkur fíkill!“


Fréttablaðið helgina 7. - 8. mars 2010

 


Skráð af Menninagr-Bakki.

07.03.2020 09:38

Vöfflukaffi Framsóknar 28. febrúar 2020

 

 

F.v.: Vilhjálmur Sörli Pétursson, Guðni Ágústsson og Björn Harðarson.

 

 

 Vöfflukaffi Framsóknar 28. febrúar 2020

 

 

Átjánda vöfflukaffi Framsóknar þessa vetrar var haldið föstudaginn 28. febrúar 2020 - kl. 17 - 18:30 í sal félagsins við Eyraveg á Selfossi.

 

Gestur vöfflukaffisins var Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra og f.v. formaður Framsóknarflokksins.

 

Húsfyllir og létt stemmning.

 

Björn Ingi Bjarnason færði til myndar.

Myndaalbúm á þesari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/293122/


Nokkrar myndir: 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.

 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

07.03.2020 09:00

Samfylkingarfundur á Selfossi 3. mars 2020

 

 

Logi Einarsson, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar talar.
 

 

Samfylkingarfundur á Selfossi 3. mars 2020

 

 

Samfylkingarfundur var á Hótel Selfossi þriðjudaginn 3. mars 2020.

 

Frummælendur voru;

alþingsimenninrnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir og Guðjín S. Brjánsson. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í; Árborg, Ölfusi og Hveragerði ávörpuðu einnig fundarmenn.

 

Líflegar og áherslufullar umræður.

 

Björn Ingi Bjarnason færði til myndar.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Bakki.

04.03.2020 17:59

Samvera til styrktar Hlöðveri og fjölskyldu

 

 

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka. Ljósmynd/BIB

 

 

Samvera

 

til styrktar Hlöðveri og fjölskyldu

 

 

Sunnudaginn 8. mars 2020 kl. 14:30 verður samvera í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka til styrktar Hlöðveri Þorsteinssyni og fjölskyldu.

 

Það hefur gengið á ýmsu hjá fjölskyldunni undanfarna mánuði en í byrjun febrúar slasaðist Hlöðver illa þegar hann féll úr stiga og er nú kominn í endurhæfingu á Grensás.

 

Á samverunni á sunnudaginn verða seldar vöfflur, kaffi og gos. Börn úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri verða með tónlistaratriði og einnig verður uppboð á góðum hlutum sem fyrirtæki hafa gefið til samkomunnar. Má þar nefna ýmiskonar gjafabréf, í gistingu, mat og ýmsa afþreyingu, listaverk, bækur og skartgripi.

 

Þeir sem vilja hjálpa til geta haft samband við Elínu Birnu í síma 860 7774 eða Sædísi Ósk í síma 862 1868. Það á líka við ef einhver fyrirtæki vilja gefa hluti á uppboðið.

 

Þeir sem sjá sér fært að að­stoð­a Hlöð­ver og fjöl­skyld­u geta einnig lagt inn á reikn­ing 0123-15-100291, kt. 131273-5419.Skráð af Menninagr-Bakki.

04.03.2020 17:40

Merkir Íslendingar - Jón Þorláksson

 

 

Jón Þorláksson (1877 - 1935).

 

Merkir Íslendingar - Jón Þorláksson

 

Jón Þorláksson forsætisráðherra fæddist í Vesturhópshólum 3. mars 1877. Foreldrar hans voru Þorlákur Þorláksson, hreppstjóri þar, og k.h., Margrét Jónsdóttir húsfreyja.
 

Föðurbróðir Jóns var Þórarinn Þorláksson listmálari, en systir Jóns var dr. Björg Þorláksson, fyrsti íslenski kvendoktorinn.

Kona Jóns var Ingibjörg, dóttir Jean Valgard vann Deurs Claessen, landsféhirðis, og Kristín Eggertsdóttur Briem. Þau Jón og Ingibjörg áttu tvær kjördætur.
 

Jón lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1897, með hæstu einkunn í sögu skólans, og prófi í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1903, þriðji Íslendingurinn sem lauk verkfræðiprófi.
 

Jón rannsakaði byggingarefni og brúargerð hér á landi 1903-1905, var skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík frá stofnun 1904-1911, landsverkfræðingur 1905-1917, rak sjálfstæða verkfræðistofu og byggingavöruverslun í Reykjavík 1917-1923 og síðan verslunina í samvinnu við Óskar Norðmann til æviloka, var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1906-1908 og 1910-22, alþingismaður 1921-33, fjármálaráðherra 1924-27, forsætisráðherra 1926-27 og borgarstjóri í Reykjavík frá 1933 og til dauðadags. Hann var formaður Verkfræðingafélags Íslands, einn helsti stofnandi og seinni formaður Íhaldsflokksins 1926-29 og fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins.
 

Jón var einn merkasti framfarasinni Íslandssögunnar. Hann hafði mikil áhrif á upphaf steinsteyptra húsa hér á landi, skipulagði og vann að brúa- og vegagerð, stofnaði pípugerð fyrir holræsi, stóð fyrir stofnun almenningsbaðhúss í Reykjavík 1907, rannsakaði og vann að fyrstu almenningshitaveitu í heiminum og skrifaði rit um vatnsorku landsins.
 

Jón var hægur í framgöngu, yfirvegaður og um fram allt rökfastur.
 

Ævisaga Jóns, eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, kom út 1992.
 

Jón lést 20. mars 1935.Skráð af Menningar-Bakki.

03.03.2020 17:43

35 ÁR FRÁ STOFNUN LEIKFANGASMIÐJUNNAR ÖLDU HF

 

 

 

35 ÁR FRÁ

 

STOFNUN LEIKFANGASMIÐJUNNAR ÖLDU HF

 

Í gær, 2. marz 2020, voru liðin 35 ár síðan Leikfangasmiðjan Alda hf á Þingeyri var stofnuð af nokkrum bjartsýnismönnum.

 

Þessir kallar voru:

Þorkell Þórðarson, Líni Hannes Sigurðsson, Guðmundur Valgeirsson, Kristján Gunnarsson, Ólafur V. Þórðarson, Elís Kjaran Friðfinnsson allir búsettir á Þingeyri og Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri. Hlutaféð var samkv. stofnsamningi 120 þús. kr.

 

Stjórn félagsins skipuðu:

Hallgr. Sveinsson, formaður, Ólafur V. Þórðarson fundaritari og Elís Kjaran Friðfinnsson, meðstjórnandi. Kristín Lýðsdóttir frá Þingeyri sá um bókhald í sjálfboðavinnu. Endurskoðendur voru þeir Tómas Jónsson og Guðmundur Friðgeir Magnússon á Þingeyri. Að sjálfsögðu einnig í sjálfboðavinnu! Reikningsuppgjör annaðist Ingimundur T. Magnússon, viðskiptafræðingur Rvk.

 

Alls voru haldnir 36 stjórnarfundir samkv. fundargerðabók, sá fyrsti 2. marz 1985 og sá síðasti 17. marz 1991.

 

Upphaf þessa ævintýris var að Hallgrímur Sveinsson hóaði saman hópi af áhugamönnum um atvinnumál á Þingeyri og nágrenni. Héldu þeir nokkra fundi á heimili hans og komu þar ýmsir aðrir við sögu en hér eru nafngreindir. Þá var auðvitað mikið talað og spekúlerað. Var meðal annars talað um að athuga með stofnun og starfrækslu eftirtalinna fyrirtækja:

Fiskréttaverksmiðja, bakarí, kexverksmiðja, samlokuframleiðsla, sælgætisverksmiðja, samsetningarverksmiðja fyrir alls konar tæki, sultugerð, fiskeldi, gjafavöruframleiðsla, skóiðnaður, ullariðnaður, teppaverksmiðja, búsáhaldaframleiðsla, tölvuframleiðsla og ýmislegt skylt henni, fatagerð, lífefnaiðnaður, einkum innyfli fiska, umbúðaframleiðsla og leikfangaframleiðsla. Margt fleira var skoðað og þar á meðal að kaupa fyrirtæki í rekstri. Leikföngin voru svo niðurstaðan.

 

Í bréfi frá Hallgr. Sveinssyni til félaga hans, sem þá var trúnaðarmál, en er það ekki lengur, segir m. a. svo:

„—–    Fyrst í stað skulu aðeins framleidd tvenns konar leikföng, nefnilega:

Vörubílar úr timbri. Hverjum bíl skal fylgja skráningarnúmer, t. d. Í-432, A-300 o.s.frv. Þá skulu fylgja hverjum bíl skoðunarvottorð. Enginn bíll skal vera eins málaður.

Fólksbílar úr timbri. Um þetta leikfang skulu gilda sömu lögmál og um vörubílinn. Ef til vill gæti þetta líka verið jeppi.

 

Auðvitað skiptir miklu máli að hönnun þessara leiktækja verði góð. Þetta verði sterkir og eigulegir bílar sem allir strákar vilja eignast. (Svo. Hvar voru stelpurnar þá?) Jafnframt verður þetta að vera auðvelt í framleiðslu. Erum við menn til að hanna þetta sjálfir?

 

Setjum svo að við klárum okkur af þessu. Þá mundi næsta skrefið vera útvegun húsnæðis hér á Þingeyri ásamt kaupum á „kombineraðri“ smíðavél og mönnum í vinnu. Reiknum með að þetta gangi líka upp. Þá er lokaskrefið eftir og það er sölumennskan.

Mín hugmynd er sú, að hver bíll verði pakkaður inn í sérstakan kassa, helst laglegan með einhverjum áletrunu

m. Þetta má þó ekki vera of dýrt. Nú. Síðan „köstum“ við þessu inn á markaðinn í vor með samræmdri auglýsingaherferð, til dæmis undir mottóinu:

Hvort er betra fyrir barnið þitt að glápa á videó eða fara út í bílaleik?

Er ekki liklegt að allir strákar vilji eignast bíl með númerinu hans pabba?

„—- Nú geri ég ráð fyrir að þið teljið þetta all svæsna loftkastalabyggingu hjá mér. Ef svo er,

þá er ekkert við því að gera. En eftir því sem ég hugsa þetta mál lengur þess betur líst mér á það. Hér er um að ræða lágmarksstofnkostnað, sem við ráðum alveg við sjálfir. Engin „hengingarlán“ eða opinber fyrirgreiðsla. Föllum eða stöndum sjálfir með okkar fyrirtæki eins og kallinn í Stykkishólmi.

Jæja drengir. Fimm þúsund vörubílar á segjum eitt þúsund krónur stykkið gerir fimm milljónir brúttó. Ég nefni þetta svona til umhugsunar.“

Svo mörg voru þau orð og fleiri. Segja má að þetta bréf hafi verið sá útgangspunktur sem leikfangasmiðirnir á Þingeyri horfðu til.

Kristján Gunnarsson frá Hofi hannaði svo vörubílinn og gerði vinnuteikningar. Var þar byggt á gamalli vörubílahefð sem hafði viðgengist hjá strákum hér vestra og víðar í áratugi. Konan hans Kristjáns, hún Alda Sigurðardóttir, gaf svo bílnum nafn og þar var kominn dýrfirski vörubíllinn Dúi. Það var auðvitað af því hann dúaði. Var með gúmmífjöðrum og alls konar öðrum útbúnaði sem var nýjung hjá Kristjáni.

Starfsmannafjöldi var breytilegur eftir árstímum fyrstu sex árin sem félagið starfaði. Vanalega 3-4 í fullu starfi.

Meðal þeirra voru: Róbert Daníel Kristjánsson, sem átti sennilega lengstan starfstíma, bráðungur þá, Elís Kjaran, Þorkell Þórðarson frá Auðkúlu, sem báðir höfðu titilinn verkstæðisformenn, Ólafur V. Þórðarson frá Auðkúli,  Björn Henrý Kristjánsson frá Múla, Magnús Helgi Guðmundsson frá Brekku, Sigurður Guðmundsson frá Hjarðardal,  Kristján Þórarinsson frá Þingeyri og Þórður J. Sigurðsson frá Ketilseyri. Hallgrímur Sveinsson var framkvæmdastjóri í hjáverkum og sendisveinn öll sex árin. Fjármál Öldunnar voru alla tíð erfið umrætt tímabil. Sum árin var þó hagnaður. Ekki var það óalgengt að sendisveinninn lánaði fyrirtækinu fjármuni þegar svo bar við.

Þegar upp var staðið og fyrirtækið selt Kaupfélagi Dýrfirðinga, fengu allir sitt.

 

Einn bíll á hverja 100 Íslendinga

Þann 1. nóv. 1987 símar Hulda Sigmundsdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins á Þingeyri, frétt til blaðsins .

Þar segir hún m. a. svo:

„Leikfangasmiðjan Alda hf. á Þingeyri hefur nú starfað í tvö og hálft ár. Þar hafa starfað að meðaltali 4 starfsmenn í fullu starfi þetta tímabil. Aðal framleiðsluvara fyrirtækisins hefur verið dýrfirski vörubíllinn Dúi, sem nú er framleiddur í þremur gerðum. Tvö þúsund og fjögur hundruð stykki hafa verið smíðuð af leikfangabílnum Dúa, eða um einn bíll á hverja hundrað Íslendinga.

Þá hefur Leikfangasmiðjan Alda framleitt dúkkuvagna með gamla laginu, rugguhesta, kúluspil og nýja spilið Einmenning. Öll þessi leikföng eru úr tré sem og vörubíllinn Dúi.“

 

Kaupfélag Dýrfirðinga keypti Ölduna 1991 af eigendum hennar og rak hana í nokkur ár. Þá keypti Sófus heitinn Guðmundsson trésmíðameistari fyrirtækið. Síðan hefur Úlfar sonur hans framleitt Dúa bíla og selur þá á Netinu.

Nánar verður sagt frá rekstri Leikfangasmiðjunnar Öldu hf síðar á öðrum vettvangi.

Rúsínan í pylsuendanum: Þann 30. apríl n. k. (2015) mun Dúi litli koma á Evrópufrímerki sem verður dreift um allan heim!

 

Hallgrímur Sveinsson skráði fréttina upphaflega fyrir fimm árum og birti á Þingeyrarvefnum.

Skráð af Menningar-Bakki.

02.03.2020 17:39

Merkir Íslendingar - Sigurður Eggerz

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Sigurður Eggerz (1875 - 1945).

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Eggerz

 

 

Sigurður Eggerz ráðherra fæddist á Borðeyri 1. mars 1875. Foreldrar hans voru Pétur Friðriksson Eggerz, kaupstjóri þar, og Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja.
 

Í ættum Sigurðar og fjölskyldu eru óvenju margir alþingismenn og ráðherrar, s.s. bróðir hans, Guðmundur, alþingismaður og sýslumaður, og tveir mágar hans, Páll Ólafsson, ritstjóri og alþingismaður, og Ólafur Thorlacius alþingismaður, faðir Kristjáns Thorlacius sem var formanns BSRB og varaþingmaður.
 

Þá var Sigurður kvæntur Solveigu, dóttur Kristjáns Jónssonar ráðherra, bróður Péturs ráðherra og Steingríms, alþingismanns og bæjarfógeta á Akureyri, en þeir voru synir Jóns Sigurðssonar, alþingismanns og héraðshöfðingja á Gautlöndum, og eru því af Gautlandsætt og Reykjahlíðarætt, fjölmennustu ráðherraætt landsins.
 

Tengdamóðir Sigurðar var hins vegar Anna Þórarinsdóttir, dóttir Þórarins Böðvarssonar alþingismanns sem átti ræturnar að Holti í Önundarfirði.
 

Sigurður lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1895 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1903. Hann var sýslumaður á nokkrum stöðum, lengst af i Vík í Mýrdal, var alþingismaður 1911-1915, 1916-1926 og 1927-1931. Hann varð ráðherra Íslands 1915 en sagði af sér ári síðar er konungur vildi ekki fallast á fyrirvarann um uppburð íslenskra mála í Ríkisráði Dana. Þá var Sigurður fjármálaráðherra 1917-20 og forsætisráðherra 1922-24.
 

Sigurður var síðan bankastjóri Íslandsbanka frá 1924 þar til bankinn var lagður niður 1930. Hann sinnti lögmannsstörfum í Reykjavík, var bæjarfógeti á Ísafirði 1932-34 og á Akureyri 1934-1945.
 

Sigurður var fyrirmannlegur og höfðinglegur á velli, þótti flekklaus, ljúfur og alþýðlegur, og umtalsverður áhugamaður um skáldskap eins og fleiri stjórnmálamenn þá.  
 

Sigurður lést 16. nóvember 1945.Skráð af Menniongar-Bakki.

01.03.2020 17:48

Alþjóðlegi hrósdagurinn 1. mars

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Alþjóðlegi hrósdagurinn 1. mars

 

 

Ingrid Kuhlman hvetur fólk til að halda upp á alþjóðlega hrósdaginn, sem er í dag, með því að hrósa að minnsta kosti þremur einstaklingum.

 

Alþjóð­legi hrós­dag­ur­inn er hald­inn hátíð­legur í dag um heim all­an. Hrós­dag­ur­inn var fyrst hald­inn í Hollandi fyrir 17 árum, en breidd­ist fljótt út og er nú haldið upp á hrós­dag­inn víða um heim, meðal ann­ars hér á landi.

 

Á vef­síðu alþjóð­lega hrós­dags­ins www.worldcompli­ment­da­y.com kemur fram að aðstand­endur hans stefni á að dag­ur­inn verði „já­kvæð­asti dagur heims­ins.“ Þeir benda jafn­framt á að engin mark­aðs­öfl teng­ist þessum degi eins og verða vilji með suma aðra daga. Verið sé að höfða til einnar af grunn­þörfum manns­ins sem er að vera met­inn að verð­leik­um.

 

Hrós­dag­ur­inn snýst um að íhuga með­vitað það jákvæða í fari fólks og segja því með fal­legum orðum að þú kunnir að meta fram­lag þess. Ein­lægt og per­sónu­legt hrós kostar ekki krónu en getur gert krafta­verk. Það er ekk­ert sem hvetur meira, gefur meiri orku og eykur vellíðan fólks en ein­lægt hrós. Hrós ýtir undir jákvæð mann­leg sam­skipti og felur í sér umhyggju og kær­leika. Það er ein­föld leið til að sýna vel­vild og þakk­læti í ys og þys hvers­dags­ins. Við getum öll horft oftar á jákvæðu hlið­arnar og hrósað hvert öðru fyrir það sem vel er gert. Hlut­irnir þurfa nefni­lega ekki að vera full­komnir til að vera góð­ir.

 

Það er ekki aðeins list að kunna að hrósa heldur einnig að kunna að þiggja hrós. Mik­il­vægt er að gang­ast við hrósi og sýna þakk­læti. Orðin „Takk fyrir fal­leg orð í minn garð“ eða „Virki­lega gaman að heyra“ skipta miklu máli og gefa þeim sem hrósar til­finn­ing­una að þú hafir tekið við hrós­inu og kunnir að meta það. Ekki er gott að skipta um umræðu­efnið þegar þú færð hrós; það gæti virkað sem ókurt­eisi. Heldur er ekki ráð­lagt að gera lítið úr sjálfum sér, fara undan í flæm­ingi eða slá hrós­inu upp í fífla­gang. Segjum ein­fald­lega „Takk“ og með­tökum gjöf­ina sem hrós svo sann­ar­lega er.

 

Höldum upp á hrós­dag­inn með því að hrósa a.m.k. þremur ein­stak­ling­um, ann­að­hvort á sam­fé­lags­miðlum eða augliti til augliti, og stuðlum þannig að auk­inni jákvæðni og vellíðan í sam­fé­lag­inu.

 

 

Ingrid Kuhlman hrinti hrós­deg­inum á Íslandi af stað árið 2013 og stofn­aði Face­book síð­una Hrós dags­ins

Þar setja um 3.000 manns reglu­lega inn hrós.

 

Forsíðumynd sem Ingrid Kuhlman notar

Ingrid Kuhlman 
 Skráð af Menningar-Bakki.

01.03.2020 15:00

Leiklistarskóli BÍL 2020

 

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Reykjaskóli í Hrútafirði sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

 

Leiklistarskóli BÍL 2020

 

 

Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga verður settur í tuttugasta og fjórða sinn að Reykjaskóla í Hrútafirði í sumar. Starfstími skólans er frá 13. – 21. júní 2020. 

 

Að þessu sinni verður boðið upp á 4 námskeið: 

 

Leiklist II – kennari Hannes Óli Ágústsson,

 

Leikstjórn I – kennari Árni Kristjánsson,

 

Leikarinn sem skapandi listamaður – kennari Rúnar Guðbrandsson

 

og Tjöldin frá – kennarar Eva Björg Harðardóttir og Ingvar Guðni Brynjólfsson.

 

Síðastnefnda námskeiðið er framhald á námskeiðinu Bak við tjöldin sem haldið var sumarið 2018. 

 

Nánari upplýsingar um skráningu í skólann og námskeiðin hér

 Skráð af Menningar-Bakki.