Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.11.2018 09:32

VAXTAVERKIR SVEITARFÉLAGA

 


Eggert Valur Guðmundsson á Eyrarbakka.
 

 


VAXTAVERKIR SVEITARFÉLAGA

 

Eggert Valur Guðmundsson,

formaður bæjarráðs Sfv. Árborgar skrifar: 

 

 

Það hefur ekki farið framhjá okkur íbúum í Svf. Árborg að mikill áhugi er hjá fólki að setjast að í sveitarfélaginu, og fólksfjölgun á undanförnum árum verið með því mesta sem gerist á Íslandi. Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára fjárfestingaráætlunar. Í þeirri vinnu verður að taka tillit þeirrar breyttu stöðu sem aukin íbúafjöldi kallar á. Sveitarfélag í örum vexti eins og Árborg er komið í þá stöðu að nauðsynlegt er að hugsa hlutina á annan og nýjan hátt. 

 

Óhjákvæmilegt verður að taka lán til þess að byggja upp innviði og þjónustu, sem laðar að nýja íbúa sem skila síðar sköttum og gjöldum í bæjarsjóð. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber sveitarfélögum að halda skuldbindingum sínum undir 150% af reglulegum tekjum. Þetta skuldaviðmið getur reynst sveitarfélögum á miklum vaxtarsvæðum eins og okkar erfitt að uppfylla þar sem byggja þarf upp margvíslega hluti eins og t.d ný íbúðarhverfi, nýja grunn- og leikskóla og annað sem nauðsynlega þarf að vera til staðar til þess að viðhalda góðu samfélagi. Ljóst er að fjárfestingarþörf Svf. Árborgar verður mikil á næstu árum og hæpið að tekjur standi að öllu leyti undir þeim fjárfestingum sem brýnt er að ráðast í. 

 

Við ætlum að leysa fráveitumálin Öll framboðin sem buðu fram fyrir kosningarnar í vor lofuðu að koma fráveitumálum sveitarfélagsins í gott horf. Þrettán ár eru síðan öll sveitarfélög áttu að vera komin með fullnægjandi skólphreinsun eins eða tveggja þrepa hreinsun. Lítið hefur gengið í þessum málaflokk hér í Árborg, aðallega vegna gríðarlegs kostnaðar og rangrar forgangsröðunar verkefna hjá fyrrum meirihluta bæjarstjórnar. Fólk sturtar niður úr klósettinu og hvað svo, er öllum sama? Nei fólki er það alls ekki.

 

Árið 1995 voru sett lög um stuðning við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga. Í því fólst að ríkisvaldið styrkti sveitarfélög um 20% af stofnkostnaði framkvæmda. Þessum stuðningi lauk árið 2008 og síðan hefur dregið verulega úr framkvæmdum vegna fráveitumála sveitarfélaga á landsvísu. Engu að síður verður að þrýsta á ríkisvaldið að koma myndarlega að þessum málaflokk sem er svo nauðsynlegur.Brýnt er að sveitarstjórnarfulltrúar standi saman í þessu máli og myndi alvöru þrýsting á ríkisvaldið um niðurfelllingu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum. 

 

Meirihluti bæjarstjórnar hefur nú þegar hrundið af stað vinnu varðandi stefnumótun í hreinsun fráveituvatns í sveitarfélaginu öllu, þar sem litið verður til nýjustu tækni við hreinsun, endurnýtingu og möguleika til verðmætasköpunar. Til að byrja með munu mestir fjármunir fara í hreinsimannvirki við Geitanesflúðir til hreinsunar skolps frá Selfossi, sem alllir vita að hefur verið stórt vandamál um langt árabil. Það verður síðan í framhaldinu verkefni bæjaryfirvalda , að fráveitumál á Eyrarbakka og Stokkseyri verði í lagi til framtíðar. Verkefni allra bæjarfulltrúa þvert á flokkslínur hlýtur að vera að koma þessum málum í lag svo að það gagnist best fyrir umhverfið, íbúana og samfélagið allt.

 

Eggert Valur Guðmundsson. formaður bæjarráðs Árborgar.


Suðri Héraðsfréttablað 1. október 2018.


Skráð af Menningar-Staður.

02.11.2018 06:38

Gaulverjabæjarhreppur sigraði í Útsvarinu

 

 

Keppnisliðin í Útsvarinu og stjórnendur á sviðinu í Þingborg.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Gaulverjabæjarhreppur sigraði í Útsvarinu

 

Á Kótelettukvöldinu fjölmenna í Þingborg á fysrta vetrardegi þann 27. október 2018 fór fram Útsvarskeppni milli gömlu hreppanna; Hraungerðis- Villingaholts- og Gaulverjabæjarhreppa.

 

Sigmundur Stefánsson stjórnaði með aðstoð Jóns M. Ívarssonar og tæknimaður var Baldur Gauti Tryggvason.

 

 Sigurliðið var Gaulverjabæjarhreppur og fengu titilinn „Flóafíflið 2018.“

 

.

Sigurlið Gaulverjabæjarhrepps.

.

.

Lið Hraungerðishrepps.

.

.

Lið Villingaholtshrepps.

.

 

Stjórnendur keppninnar.
F.v.:

Jón M. Ívarsson. Sigmundur Stefánsson og Baldur Gauti Tryggvason.

.


Skráð af Menningar-Staður.

01.11.2018 18:40

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 1. nóvember 2018

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 1. nóvember 2018


 

Vinir alþýðunnar

 Ljósm.: Ólafur Ragnarsson.

 

 

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.

31.10.2018 06:38

Kristján Þór Línberg Runólfsson - Fæddur 5. júlí 1956 - Dáinn 17. okt. 2018 - Minning

 


Kristján Runólfsson (1956 - 2018).
 

 

Kristján Þór Línberg Runólfsson

- Fæddur 5. júlí 1956 -

Dáinn 17. október 2018 - Minning

 

 

Kristján Þór Lín­berg Run­ólfs­son fædd­ist 5. júlí 1956 á Sauðár­króki. Hann lést á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands 17. októ­ber 2018.

 

For­eldr­ar hans voru Run­ólf­ur Marteins Jóns­son, f. 15. des­em­ber 1919, d. 4. nóv­em­ber 2007, og Halla Kol­brún Lín­berg Kristjáns­dótt­ir, f. 31. mars 1935, d. 29. októ­ber 2014.

 

Systkini Kristjáns eru:

1) Hólm­fríður, f. 12. ág­úst 1953, maki Steinn, f. 7. mars 1948, þau eiga tvo syni og fjög­ur barna­börn.

2) Inga, f. 5. ág­úst 1954, maki Ein­ar, f. 12. sept­em­ber 1956, hún á fjór­ar dæt­ur og sjö barna­börn.

3) Guðrún María, f. 10. apríl 1958, hún á tvö börn og tvö barna­börn.

4) Ásgeir, f. 30. ág­úst 1960, maki Belinda, f. 22. fe­brú­ar 1969, hann á átta börn og fimm barna­börn.

5) Sig­ríður, f. 31. des­em­ber 1962, maki Hall­dór, f. 4. júlí 1966, þau eiga tvo syni.

6) Birna, f. 16. fe­brú­ar 1964, hún á tvö börn.

7) Björg, f. 25. fe­brú­ar 1967, hún á eina dótt­ur.

8) Ró­bert, f. 6. janú­ar 1975, maki Frey­dís, f. 10. maí 1979, þau eiga þrjár dæt­ur.

 

Fyrri eig­in­kona Kristjáns er Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, þau eiga sam­an þrjá syni:

a) Jó­hann Þór, f. 1. nóv­em­ber 1974, maki Olga Lín­dal, f. 10. nóv­em­ber 1975. Hann á þrjú börn: Kára, f. 30. júlí 2000, Freyju, f. 16. janú­ar 2002, og Ólaf Örn, f. 21. apríl 2009.

b) Gunn­ar Páll, f. 27. sept­em­ber 1979, maki Lauf­ey, f. 16. janú­ar 1984. Hann á þrjú börn: Amel­íu Nótt, f. 7. janú­ar 2004, Tinnu Katrínu, f. 16. júlí 2007, og Adam Val, f. 31. októ­ber 2010.

c) Sig­urður Örn, f. 9. mars 1981.

 

Þann 15. júlí 2000 kvænt­ist Kristján Ragn­hildi Guðmunds­dótt­ur, f. 30. júlí 1953. For­eldr­ar Ragn­hild­ar eru Guðmund­ur Ein­ars­son, f. 19. fe­brú­ar 1929, d. 17. des­em­ber 2004, og Sig­fríð Valdi­mars­dótt­ir, f. 27. sept­em­ber 1933.

Systkini Ragn­hild­ar eru:

Lilja, f. 13. ág­úst 1951, Ásdís, f. 30. sept­em­ber 1951,

Hulda, f. 7. nóv­em­ber 1954, d. 16. mars 1999,

Ein­ar, f. 12. sept­em­ber 1956,

Ingi, f. 18. apríl 1960,

Hrefna, f. 9. fe­brú­ar 1965,

og Ásta María, f. 17. sept­em­ber 1969.

Börn Ragn­hild­ar eru:

1) Guðmund­ur Óli, f. 20. októ­ber 1973, maki Hrefna, f, 23. júlí 1974. Hann á þrjú börn; Gest Egil, f. 3. júní 1994, Grím Egil, f. 13. maí 2001, og Ragn­hildi Jó­hönnu, f. 23. maí 2005.

2) Hug­rún, f. 18. mars 1976, maki Sig­fús, f. 21. sept­em­ber 1976. Hún á þrjú börn; Elís Aron, f. 22. októ­ber 2003, Leon Mána, f. 22. júní 2013, og Noel Evan, f. 9. maí 2015.

3) Ei­rík­ur Ein­ar, f. 28. júní 1987, maki Guðrún Vil­borg, f. 3. sept­em­ber 1987. Hann á tvö börn; Elm­ar Elí, f. 6. októ­ber 2010, og Vict­oríu Köru, f. 4. des­em­ber 2012.

 

Kristján ólst upp í Skagaf­irði á Brú­ar­landi í Deild­ar­dal og eyddi unglings­ár­um á Eyr­ar­bakka. Meg­in­hluta æv­inn­ar bjó hann á Sauðár­króki en flutt­ist í Hvera­gerði árið 2004. Kristján var mik­ill grúsk­ari, safnaði m.a. ljós­mynd­um, skjöl­um og göml­um mun­um. Hann stofnaði Minja­safn Kristjáns Run­ólfs­son­ar á Sauðár­króki og rak í fjölda ára. Kristján hafði einnig mik­inn áhuga á ætt­fræði en fyrst og fremst var hann mik­ill hagyrðing­ur.

 

Útför Kristjáns fer fram frá Hvera­gerðis­kirkju í dag, 31. októ­ber 2018, klukk­an 14.

_____________________________________________________________________________________

 


Minningarorð - Ólöf Erla og Sig­urður dýra­lækn­ir Sel­fossi.

 

Kristján Run­ólfs­son, hagyrðing­ur­inn snjalli og safn­ar­inn iðni, er dá­inn eft­ir stutt­an en harðvítug­an loka­slag við ofjarl lækna­vís­ind­anna.

 

Það er þungt áfall fyr­ir fjöl­marga vini hans að missa hann svo ung­an. Þeirra á meðal vor­um við í litla Kvæðamanna­fé­lag­inu Árgala á Sel­fossi. Við sökn­um hans sárt.

 

Hann sótti vel fundi okk­ar og var lengst í stjórn fé­lags­ins. Hann var gleðivaki og áhuga­sam­ur um að kynna kvæðamennsk­una fyr­ir öðrum.

 

Hann kom með gesti á okk­ar fundi. Elís barna­barn hans drakk í sig áhuga afa síns og hafði fengið brenn­andi áhuga á kveðskap, en við veru hans í Svíþjóð var sam­bandið erfiðara. Hann spurði afa sinn fyrst af öllu þegar hann kom í heim­sókn­ir til Íslands: „Er ekki bráðum fund­ur í Árgala?“ Elís er vel­kom­inn á okk­ar fund þegar hann vill og get­ur og fund­irn­ir eru eins og áður á öðrum mánu­degi hvers mánaðar að vetr­in­um.

All­ir eru vel­komn­ir á okk­ar fundi.

 

Kristján var iðinn við að setja ljóðin sín á leir­inn og vís­ur hans og ljóð voru oft­ast þrung­in hlýju, gam­an­semi og speki­orðum.

Þess­ar vís­ur komu á netið fyr­ir nokkru:

 

Leik­um okk­ur var­lega á lífs­ins hálu braut,

því létt er gang­an oft­ast breiða veg­inn.

Synd­in leyn­ist víða og send­ir okk­ur þraut

og sum­ir fara út af báðum meg­in.

 

En þeim sem fara mjóa veg­inn gat­an sæk­ist seint

og sig­ur­laun­in oft í fjarska bíða.

Upp á tind­inn háa menn varla geta greint

göt­una, sem dyggðugt líf skal prýða.

 

Við bless­um minn­ingu Kristjáns og þökk­um hon­um fyr­ir skemmti­leg­ar sam­veru­stund­ir og ynd­is­leg kynni. Ragn­hildi konu hans, ætt­fólki hans og vin­um send­um við hlýj­ar samúðarkveðjur.

 

Ólöf Erla og Sig­urður

dýra­lækn­ir Sel­fossi.


Morgunblaðið miðvikudagurinn 31. október 2018.


 

 

Skráð af Menningar-Staður

30.10.2018 17:28

Menningar-Staður á toppinn

 

 

 

Menningar-Staður á toppinn

 

 

Vefurinn sívirki Menningar-Staður náði þeim áfanga, í gærdag í fyrsta sinn frá því hann hóf göngu sína í febrúar 2013, að verða mest skoðaði vefurinn í 123.is vefsafninu.

 

Takk fyrir þetta ágætu lesendur.
 Skráð af Menningar-Staður.

 

29.10.2018 06:40

Um Jónshús í Kaupmannahöfn

 

 

Jónshús í Kaupmannahöfn.

 

 

Um Jónshús í Kaupmannahöfn

 

Jónshús í Kaupmannahöfn hefur verið í eigu Alþingis frá árinu 1967 er Carl Sæmundsen stórkaupmaður gaf það í minningu Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Þau hjón bjuggu í húsinu frá árinu 1852 allt til dauðadags, 1879. Húsið er við Øster Voldgade 12.
 

Árið 1970 hófst rekstur í húsinu. Þar er nú félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn, minningarsafn um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu og bókasafn í kjallara hússins.
 

Einnig hafa Íslendingafélagið, íslenski söfnuðurinn, íslenski skólinn, kórar og margir fleiri aðstöðu í húsinu. Þá er íbúð umsjónarmanns í húsinu, en þar var áður íbúð sendiráðsprests sem gegndi þá jafnframt stöðu umsjónarmanns hússins.

Sýning um Jón Sigurðsson er opin sem hér segir: Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 11–17, laugardaga og sunnudaga kl. 10–16 og á öðrum tímum í samráði viðforstöðumann Jónshúss.
 

Í húsinu eru tvær íbúðir fyrir íslenska fræðimenn.Skráð af Mennihngar-Staður.

28.10.2018 09:54

Vann Strætóferð til Akureyrar

 

 

 


Í Þingborg í gærkvöldi.

F.v.: Bjarni Stefánsson, Guðni Ágústsson og Guðmundur Magnússon.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Vann Strætóferð til Akureyrar

 

 

Kótelettukvöld Flóamanna og gesta var haldið með glæsibrag í Þingborg í gærkvöldi, laugardaginn 27. október 2018 - fyrsta vetrardag.

 

Þar bar það m.a. til að Guðmundur Magnússon á Eyrarbakka fékk flottan vinning í happdrætti kvöldsins hvað var ferð fyrir tvo með -STRÆTÓ – til Akureyrar fram og til baka með gistingu á KEA-hóteli í tvær nætur.

 

Fetar hann þar í happdrættisfótspor svila síns; Sigurbjörns Tryggva Gunnarssonar að Ásamýri í Holtum er hann vann í sama happdrætti í fyrra –forystugimbur- frá Ytra-Álandi í Þistilfirði.  

 

Þeir svilarnir, ásamt eiginkonum sínum, sóttu svo á dögunm á Hrútadaginn á Raufarhöfn verðlaunin frá í fyrra, forystugimbrina að Ytra-Álandi.

 

Í nótt var ort eftir vinning gærkvöldsins:
 

Fer í Strætó ferð um land
flott er KEA-gisting.
Límonaði ljúft í bland
léttir rútu-hristing.


 

.

.
Skráð af Menningar-Staður
 

 

26.10.2018 06:50

Kótelettukvöld í Þingborg 27. okt. 2018

 

 

 

 

 

Kótelettukvöld í Þingborg

 

    27. október 2018

 

Hið árlega Kótelettukvöld verður haldið í Þingborg á morgun, laugardagskvöldið 27. október 2018, fyrsta vetrardag.

 

Uppskeruhátíð Flóamanna og styrktarhátíð Flóamannabókar.

 

Samkoman hefst klukkan 20.30 húsið opnar kl. 20.00.

 

Kótelettur í raspi ásamt tilheyrandi meðlæti og ostaterta frá MS í eftirrétt (gos, rauðvín og bjór selt af bar).

 

Veislustjórar: Bjarni Stefánsson og Guðni Ágústsson.

 

Skemmtiatriði:

Farfuglarnir. Þær systur Unnur Birna og Dagný Halla Bassadætur frá Glóru ásamt leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur sjá um dinnermúsik og syngja og leika á hljóðfæri lög sem þær hafa útsett fyrir þrjár raddir.

Fram fer árleg Útsvarskeppni milli gömlu hreppanna Hraungerðis-Villingaholts- og Gaulverjabæjarhreppa. Sigurliðið hlýtur gáfumannabikarinn: „Flóafíflið 2018.“

 

Happdrætti. Góðir vinningar samkvæmt venju og margar fleiri uppákomur.

 

Miðapantanir og borð:

Guðrún Tryggvadóttir í síma 894-4448 netf:grenigrund(hjá)islandia.is Sigmundur Stefánsson í síma 898-6476 netf:sigmundurstef(hjá) gmail.com

 

Húsið tekur 200 manns í sæti, gott að panta tímanlega, fullt hús í fyrra.

Miðaverð er 6.000 kr.

Tekið verður á móti greiðslu eða reiðufé og/eða af kortum við inngang.

 

Allur ágóði rennur til Flóamannabókar sem Jón M Ívarsson er að skrifa.

 

Allir Flóamenn, frændur og vinir fólksins í Flóanum velkomnir

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður

24.10.2018 17:36

Kristjáns Runólfssonar minnst

 


Kristján Runólfsson.
 

 

 

Kristjáns Runólfssonar minnst

 

 

Síðastliðinn miðviku­dag, 17. októ­ber, lést sá góðkunni hagyrðing­ur og Skag­f­irðing­ur Kristján Run­ólfs­son sem bjó í Hveragerði.Pét­ur Stef­áns­son minn­ist hans á Leirn­um:

 

Geng­inn er góður dreng­ur,

glett­inn og viðmót­slétt­ur.

Hraðkvæður, hnytt­inn maður,

hóg­vær með anda frjó­an.

Lengi hann stuðlastrengi

strauk við veg­semd aukna.

Skrif­in hans landsþekkt lifi

sem ljóðin í huga þjóðar.

 

 

Þessi er kveðja Ing­ólfs Ómars:

 

Vakti glóð með vísnaóð

visku fróður brunn­ur.

Orti ljóð af mikl­um móð,

mærð af góðu kunn­ur.

 

 

Jón Giss­ur­ar­son dreyp­ir penna í Boðnar­mjöð og verður því miður að stytta mál hans:

„Hinn kunni hagyrðing­ur Kristján Run­ólfs­son er lát­inn. Ég hygg að Kristján sé nú far­inn að yrkja bæði ljóð og stök­ur á öðrum og æðri vett­vangi en þeim er við höf­um yfir að ráða.

 

 

Ennþá hrina óðar­máls

yfir dyn­ur veg­inn.

Yrk­ir hlyn­ur stuðlastáls

stök­ur hinu­meg­in.

 

 

Vísna gling­ur víða bar

vart sem þving­ar funa.

Ærið slyng­ur oft hann var

orti hring­hend­una.“

 

Jón held­ur áfram:

„Kristján var einn af þekkt­ustu hagyrðing­um okk­ar Íslend­inga á síðari tím­um. Eft­ir Kristján ligg­ur mikið safn ljóða og lausa­vísna. Hann birti mikið af ljóðum og vís­um hér á net­inu og þótti einkar snjall að koma fyr­ir sig orði með þeim hætti. Kristján var einn af mín­um fyrstu vin­um hér á Fés­bók­inni og könkuðumst við oft á í vís­um. Ég ætla að sýna hér ör­litið brot af þeim sam­skipt­um okk­ar.

 

 

Kristján Run­ólfs­son:

 

Þegar lífs­ins leys­ast bönd,

og lúðrar dauðans kalla,

tek­ur úr um­ferð tím­ans hönd,

til­ver­una alla.

 

 

Jón Giss­ur­ar­son :

 

Þegið gæti það að gjöf

þegar lýk­ur vöku,

að þið mynduð mína á gröf

miðla einni stöku.

 

 

Kristján Run­ólfs­son:

 

Þegar dauðans lög­um lýt,

og líf í vind­inn fokið,

máttu hörðum hunda­skít,

henda á kistu­lokið.“
 


 

Morgunblaðið 23. október 2018.

Hall­dór Blön­dal

halldor­blon­dal@sim­net.is

 


Kristján Runólfsson á góðri stund á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum.
F.v.: Siggeir Ingólfsson, Linda Ásdísardóttir og Kristján Runólfsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður.
 

21.10.2018 21:44

Fangarnir fylgjast með fánunum

 

 

 


Fangarnir fylgjast með fánunum
 

 

Björn Ingi Bjarnason flaggar oftar en flestir aðrir eða um tvöhundruð sinnum á ári. Oftast er það íslenski fáninn sem fær að fara upp en hann á marga aðra líka fyrir hin ýmsu tilefni. Björn Ingi starfar sem fangavörður á Litla hrauni og býr í næsta húsi við fangelsið.

 

„Þegar strákarnir vakna á morgnana og opnað er fyrir þeim þá kíkja þeir hérna yfir og spá í hvort það sé fáni og svo spurja þeir „Af hverju er þessi fáni?“ og svona eitthvað í kringum þetta og ég náttúrulega verð að vera með skýringar á þessu,“ segir Björn Ingi. Einu sinni lenti hann reyndar í því að fangi stökk yfir öryggisgirðinguna og stal bæði fána hjá honum og nágranna hans

 

En fánadellan byrjaði á Flateyri fyrir fjörutíu árum. „Þarna var góð vélsmiðja, Vélsmiðja Steinars Guðmundssonar, og hann smíðaði fánastangir og við náttúrulega sem vorum að byggja þarna keyptum stangir og settum við húsin. Þannig að þetta byrjaði þá.“

 

.

.

.

.

 

.

 

.

.

 
 
 

Úr -Landanum- sunnudagskvöldið 21. október 2018.


Sjá þessa slóð:


http://www.ruv.is/frett/fangarnir-fylgjast-med-fanunum?fbclid=IwAR10rEPnk3qrhD-dcufdYEclDCXzpSsg-JW8khrwMFDXn_RhgAHaZpecsE8


Af www.ruv.is
 

 


Skráð af Menningar-Staður.