Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.12.2019 06:41

Fanga­verðir björguðu Kín­verj­um

 


Jóhann Páll Helgason.

 

 

Fanga­verðir björguðu Kín­verj­um

 

 

Giftu­sam­lega tókst til með björg­un þegar tvær ung­ar kon­ur frá Kína voru í reiðileysi eft­ir að hafa misst smá­bíl út af veg­in­um í Gríms­nesi í fyrrinótt. Þæf­ing­ur var á veg­in­um sem bíll­inn rann út af en skemmd­ist ekki.

 

En þegar neyðin er stærst er hjálp­in næst, seg­ir mál­tækið, því nú bar að rútu þar sem voru fanga­verðir frá Litla-Hrauni, sem með mök­um voru að koma af jóla­hlaðborði á Hót­el Geysi.

 

„Kon­urn­ar hlupu í veg fyr­ir rút­una og veifuðu öll­um öng­um,“ seg­ir Jó­hann Páll Helga­son. Hann var einn tólf fílefldra fanga­varða sem fóru út til aðstoðar, ýttu hraust­lega á smá­bíl­inn og komu hon­um upp á veg­inn.

 

„Kín­versku kon­urn­ar voru í áfalli, grétu all­an tím­ann sem við stóðum hjá þeim. Senni­lega skildu þær ekk­ert af því sem við sögðum þeim. Von­andi verður þetta ferðalag þeirra þó þegar frá líður að ljúfri minn­ingu um ís­lenska vík­inga,“ seg­ir Jó­hann Páll.
 Morgunblaðið
sbs@mbl.is

 

 

-Víkingar- sem veittu björg
veröld núna dáir.
Fangavarða fótspor mörg
fetað geta fáir.


 Skráð af Menningar-Bakki

08.12.2019 08:20

Segir frá sýningu um Guðjón Samúelsson

 


Guðjón Samúelsson (1887 - 1950)

 

 

Segir frá sýningu um

Guðjón Samúelsson

 

 

Um þess­ar mund­ir stend­ur yfir í Hafn­ar­borg í Hafnar­f­irði yf­ir­lits­sýn­ing á verk­um Eyrbekkingsins Guðjóns Samú­els­son­ar, húsa­meist­ara rík­is­ins 1920-1950.

 

Í dag, sunnu­daginn 8. desember 2019  kl. 14:00  mun Ágústa Kristó­fers­dótt­ir, for­stöðumaður Hafn­ar­borg­ar og ann­ar sýn­ing­ar­stjóra, vera með leiðsögn um sýn­ing­una.

 

Öld er nú liðin frá því að Guðjón lauk há­skóla­prófi í bygg­ing­ar­list og varð húsa­meist­ari rík­is­ins ári síðar.


 

 


 Skráð af Menningar-Bakki.

08.12.2019 08:15

Merkir Íslendingar - Jórunn Viðar

 


Jórunn VIðar (1918 - 2017).

 

 

Merkir Íslendingar - Jórunn Viðar

 

 

Jór­unn Viðar fædd­ist 7. des­em­ber 1918 í Reykja­vík.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Ein­ar Viðar (1887-1923) og Katrín Viðar (1895-1989).

 

Jór­unn hóf pí­anónám korn­ung hjá móður sinni og eft­ir burt­farar­próf frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1937 og stúd­ents­próf sama ár nam hún næstu tvö ár við Hochs­hule für Musik í Berlín. Hún dvaldi í New York í stríðinu og nam tón­smíðar við Juilli­ard-há­skóla í tvö ár.

 

Að stríði loknu flutti Jór­unn til Íslands og hófst þá fer­ill henn­ar sem ein­leik­ara og jafn­framt tók hún til við tón­smíðar. Hún samdi fyrst ís­lenskra tón­skálda ball­ett­tónlist, Eld og Ólaf Liljurós, og tónlist við kvik­mynd, Síðasta bæ­inn í daln­um, auk þess sem hún samdi fjölda söngverka, meðal ann­ars Það á að gefa börn­um brauð og Jól, og radd­setti þjóðlög og þulur; hún kom oft fram sem ein­leik­ari. Þá samdi Jór­unn pí­anókonsert­inn Sláttu. Í tutt­ugu ár var Jór­unn eina kon­an í Tón­skálda­fé­lagi Íslands. Hún starfaði lengi við Söng­skól­ann í Reykja­vík.

 

Eig­inmaður Jór­unn­ar var Lár­us Fjeld­sted (1918-1985), þau eignuðust þrjú börn.

 

Jór­unn hlaut fálka­orðuna og heiður­sverðlaun Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna.

 

Jór­unn lést 27. fe­brú­ar 2017.
 Morgunblaðið laugardagurinn 7. desember 2019.
 Skráð af Menningar-Bakki.

08.12.2019 07:32

Jólalög spiluð á lírukassa í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

 

 

Jólalög spiluð á lírukassa í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður opin helgina 7.-8. desember 2019 kl. 14-17.

 

Kaffi og konfekt í boði og ókeypis aðgangur.

 

Sunnudaginn 8. desember kl. 15 kemur Björgvin Tómasson orgelsmiður með lírukassa sinn og spilar á hann jólalög. Mega allir taka undir.
Skráð af Menningar-Bakki.

08.12.2019 06:58

Átta sóttu um embætti fangaprests

 

 

 

 

 

Átta sóttu um embætti fangaprests

 

 

Umsóknarfrestur um embætti fangaprests þjóðkirkjunnar rann út á miðnæti 6. nóvember s.l.Þessi sóttu um embættið:

Sr. Bjarni Karlsson
Sr. Eysteinn Orri Gunnarsson
Sr. Hannes Björnsson
Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson
Randver Þorvaldur Randversson, cand. theol.
Sr. Sigrún Óskarsdóttir
Sveinbjörn Dagnýjarson, cand. theol.
Ægir Örn Sveinsson, mag. theol. 

 

Biskup mun skipa í embættið þegar matsnefnd hefur lokið störfum.Embættið er veitt frá og með 1. desember 2019
Skráð af Menningar-Bakki.

07.12.2019 06:52

7. desember 1879 - Jón Sigurðsson forseti lést

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879)

 

 

7. desember 1879 -

 

Jón Sigurðsson forseti lést

 

 
 

Jón Sigurðsson forseti lést í Kaupmannahöfn, 68 ára. 

Hann var jarðsettur í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur konu sinni, sem lést 16. desember 1879.

 

Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.


 

Kona Jóns var Ingibjörg Einarsdóttir fædd 9. október 1804, látin 16. desember 1879 í Kaupmannahöfn, húsmóðir. Þau voru gefin saman 4. september 1845. Foreldrar Imbu eru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir.


 

Í bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi 5. hefti, sem kom út árið 2012, er ítarleg frásögn eftir Einar Sigurbjörnsson af útför Jóns Sigurðsson og Ingibjargar Einarsdóttir í Reykjavík 4. maí 1890.

 

 

 

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.

 


Skráð af Menningar-Bakki.

06.12.2019 21:18

Merkir Íslendingar - Kristján Eldjárn

 


Kristján Eldjárn (1916 - 1982)

 

 

Merkir Íslendingar - Kristján Eldjárn

 

 

Kristján Eldjárn fæddist á Tjörn í Svarfaðardal 6. desember 1916. Foreldrar hans voru Þórarinn Kristjánsson Eldjárn, bóndi og kennari á Tjörn, og k.h., Sigrún Sigurhjartardóttir húsfreyja.

 

Eiginkona Kristjáns var Halldóra Eldjárn, f. 24.11. 1923, d. 21.12. 2008, húsfreyja og forsetafrú.

 

Börn þeirra eru:

Ólöf Eldjárn, ritstjóri og þýðandi,

Þórarinn Eldjárn, skáld og rithöfundur,

Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarmaður,

og Ingólfur Árni Eldjárn, tannlæknir.

 

Kristján lauk stúdentsprófi frá MA 1936, stundaði nám í fornleifafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1936-39, lauk meistaraprófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1944 og doktorspróf þaðan 1957 en doktorsritgerð hans fjallaði um kuml og haugfé í fornum sið á Íslandi.

 

Kristján var afkastamikill höfundur um fornleifar og fornleifarannsóknir á Íslandi. Meðal rita hans eru Gengið á reka, 1948; Stakir steinar, 1959; Hundrað ár í Þjóðminjasafni, 1962, og Hagleiksverk Hjálmars í Bólu, 1975. Auk þess hafði hann umsjón með vinsælum sjónvarpsþáttum, Munir og minjar, á upphafsárum ríkissjónvarpsins.

 

Kristján var kennari við MA og Stýrimannaskólann um skeið, varð safnvörður við Þjóðminjasafn Íslands 1945, var skipaður þjóðminjavörður 1947 og gegndi því embætti þar til hann var kjörinn þriðji forseti íslenska lýðveldisins 30.6. 1968. Hann var endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1972 og 1976 en lét af embætti árið 1980.

 

Kristján var merkur fræðimaður, virtur og vinsæll forseti, alþýðlegur í fasi og einstakt prúðmenni. Hann sýndi festu og stillingu á erfiðum stjórnarkrepputímum sem mæddu mjög á embætti hans um skeið, var skemmtilegur í viðkynningu og prýðilega hagmæltur eins og sonur hans og þeir frændur ýmsir úr Svarfaðardalnum. Hann var heiðursdoktor við háskólana í Aberdeen, Lundi, Odense, Bergen, Leningrad og Leeds.

 

Kristján lést 14. september 1982.Skráð af Menningar-Bakki.

05.12.2019 17:36

Ný bók frá Vestfirska forlaginu: Er það hafið eða fjöllin? Um Flateyri og fólkið þar

 

 

 

Ný bók frá Vestfirska forlaginu:  

 

Er það hafið eða fjöllin? 

 

Um Flateyri og fólkið þar

 

 

Vestfirska forlagið gefur út fyrir jólin verkið Er það hafið eða fjöllin?  Um Flateyri og fólkið þar eftir Sæbjörgu Freyju Gísladóttur. Þar leitast höfurndur við að svara spurningunni: Hvers vegna fólk býr á Flateyri. 


„Þetta er að vísu ekki skýrsla um byggðamál. Og þó. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá jafn skemmtilega frásögn um það sem fyrr féll undir hugtakið jafnvægi í byggð landsins. Hún er prýðileg. Hún er sönn og hún er gefandi lestur. Og vesfirskur húmor er allt um kring! Í ótal viðtölum lætur höfundur fólkið sjálft, núverandi íbúa og brottflutta, segja hispurslaust frá lífi sínu, amstri, áhyggjum, draumum og lífsgleði. Skjaldan, eins og sagt var upp á vestfirsku í gamla daga, hefur svo hispurslaus frásögn um lífið í krummaskuðunum sést á prenti.“Skráð af Menningar-Bakki.

04.12.2019 18:13

4. desmber 2019 - 158 ár frá fæðingu Hannesar Hafstein

 

 

Hannes Hafstein (1861 - 1922).

 

 

4. desmber 2019 -

 

 

158 ár frá fæðingu Hannesar Hafstein

 

 

Hannes Hafstein (Hannes Þórður)
 

Fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 4. des. 1861, d. 13. des. 1922.
 

For.:
Pétur Havstein (f. 17. febr. 1812, d. 24. júní 1875) alþm. og amtmaður þar og 3. k. h. Kristjana Gunnarsdóttir Havstein (f. 20. sept. 1836, d. 24. febr. 1927) húsmóðir.


Kona.

(15. okt. 1889) Ragnheiður Stefánsdóttir Hafstein (f. 3. apríl 1871, d. 18. júlí 1913) húsmóðir. For.: Stefán Thordersen alþm. og k. h. Sigríður Ólafsdóttir Stephensen, sem áður var 2. kona Péturs föður Hannesar.
Börn:
Sigurður (1891), Kristjana (1892), Ástríður (1893), Þórunn (1895), Sigríður (1896), Sofía Lára (1899), Elín Jóhanna Guðrún (1900), Ragnheiður (1903), Kristjana (1911), Sigurður Tryggvi (1913).

      Stúdentspróf Lsk. 1880. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1886.

      Settur sýslumaður í Dalasýslu 1886, sat að Staðarfelli. Málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1887. Sinnti síðan lögfræðistörfum um hríð. Landshöfðingjaritari frá 1889 og jafnframt að nýju málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1890—1893. Sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1896—1904. Skip. 31. jan. 1904 ráðherra Íslands frá 1. febr. að telja, lausn 31. mars 1909. Bankastjóri við Íslandsbanka 1909—1912. Skip. 24. júlí 1912 ráðherra Íslands að nýju frá 25. júlí, lausn 21. júlí 1914. Varð aftur bankastjóri við Íslandsbanka 1914 og gegndi því starfi til 1917, er hann varð að láta af því vegna vanheilsu.

      Endurskoðandi Landsbankans 1890—1896. Átti sæti í millilandanefndinni 1907, varaformaður hennar og formaður íslenska hlutans. Skip. 1911 í mþn. um rannsókn á fjármálum landsins og í aðra um skattamál, skip. 1914 í velferðarnefnd. Foringi Heimastjórnarflokksins 1901—1912.

      Alþm. Ísf. 1900—1901, alþm. Eyf. 1903—1915, landsk. alþm. 1916—1922, sat síðast á þingi 1917 (Heimastjfl., Sambfl., Heimastjfl.).
      Ráðherra Íslands 1904—1909 og 1912—1914.
      Forseti Sþ. 1912.

      Kvæði hans hafa birst í mörgum útgáfum.       

Ritstjóri: Verðandi (1882).

 

 


Hannes Hafstein við Stjórnarráðið í Reykjavik. Ljósm.: BIB

Skráð af Menningar-Bakki.

04.12.2019 06:59

Standa vörð um arfleifðina

 

 

 

Styrktarsjóður Listasafns Sigurjóns Ólafssonar hefur gefið út heimildaritið Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – tilurð og saga, sem Birgitta Spur, ekkja listamannsins, sem var fæddur og uppalinn á Eyrarbakka, ritstýrði. Af því tilefni býður styrktarsjóðurinn til fagnaðar í safninu á Laugarnesi í dag, 4. desember 2019 kl. 17.

 

Dagskráin endurspeglar breiddina í starfsemi safnsins, sem frá upphafi hefur fjallað um myndlist, tónlist, bókmenntir og náttúru- og menningarminjar á Laugarnesi.

 

Birgitta tileinkar ritið afkomendum sínum og velunnurum safnsins sem studdu hana þegar staðið var að uppbyggingu þess. „Mér er mikið í mun að til séu aðgengilegar heimildir um safnið og starfsemi þess,“ segir Birgitta um verkið.

Í bókinni rekur Birgitta 35 ára sögu safnsins og styðst við dagbækur, sendibréf, blaðaúrklippur, ljósmyndir og ársskýrslur safnsins. Margar blaðagreinar, einkum úr Morgunblaðinu, eru birtar sem myndir eins og þær komu fyrir í upphafi, og með skýringum Birgittu er um að ræða ítarlega samantekt um mikilvæga menningarstarfsemi.

 

Erfiður rekstur

 

Eftir lát Sigurjóns 20. desember 1982 var Birgittu mikill vandi á höndum og 1. desember 1984 stofnaði hún einkasafnið Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í þeim tilgangi að halda utan um hátt í tvö hundruð listaverk Sigurjóns og varðveita þau á þeim stað sem þau voru sköpuð. Hún segir að þegar Sigurjón féll frá hafi húsnæðið verið gamalt og úr sér gengið og miklar endurbætur nauðsynlegar. Stofnun einkasafns hafi verið byrjunin á uppbyggingunni en síðan hafi þurft að afla fjármagns til að gera við vinnustofuna, svo hún gæti þjónað til sýninga.

 

Haustið 1988 var safnið opnað almenningi og ári síðar gert að sjálfseignarstofnun og rekið með sjálfsaflatekjum og styrkjum frá ríki og borg fram til ársins 2012, þegar Listasafn Íslands tók við rekstrinum.

 

Birgitta segir að rekstrarfjármagn hafi ekki verið sjálfgefið. Framlag borgarinnar hafi alltaf verið minna en framlag frá ríkinu. „Á árunum eftir bankahrunið 2008 var staðan svo alvarleg að við blasti að hætta þyrfti rekstri safnsins,“ segir hún.

 

Birgitta segist vera ánægð með það sem tókst að gera: að breyta fátæku listamannaheimili í menningarstofnun þar sem menningararfurinn, verk Sigurjóns Ólafssonar, er þungamiðjan.

 

„Við höfum staðið vörð um arfleifð Sigurjóns með þeim árangri að fjallað hefur verið um list hans erlendis og verkin farið á sýningar þar, og til dæmis hefur hann aftur verið dreginn fram í sviðsljósið í Danmörku,“ segir Birgitta. „List hans er alþjóðleg.“ Morgunblaðið þriðjudagurinn 3. desember 2019.


Skráð af Menningar-Bakki.