Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

01.01.2017 11:05

Hallgrímskirkja í Saurbæ

 

 

 

 

Hallgrímskirkja í Saurbæ

 

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var í sumar í Hvalfirði.

Kirkjan í Saurbæ var m.a mynduð.

 

 

Saga kirkjunnar

 

Kirkjan á Hvalfjarðarströnd er í Saurbæjarprestakalli í prófastsdæmi Borgarfjarðar.

 

Kirkjan í Saurbæ, sem var vígð 1957, er helguð minningu Hallgríms Péturssonar, sem var þar sóknarprestur á árunum 1651-69. 

Árið 1934 var efnt til samkeppni um teikningu að kirkjunni en engin þeirra hlaut náð fyrir augum dómnefndar.  Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins var falið að teikna hana.  Undirstöður voru steyptar en verkinu var frestað vegna síðari heimsstyrjaldarinnar.

Að Guðjóni látnum var Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Einarssyni, arkitektum, falið að teikna nýja kirkju árið 1953.  Hún var minni og einfaldari en hin fyrri en reist á hinum tilbúna grunni.  Kirkjan er 21,35 m löng, kirkjuskipið 9,4 m breitt og kórinn 11,4 m.  Hún er úr steinsteypu og prýdd dönskum múrsteini að innan.  Þakið er koparklætt og turninn er 20 m hár.  Byggingarstíll hennar er samspil klassískra forma og nútíma efnisnotkunar.

Staðurinn er kunnastur fyrir setu séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) þar á árunum 1651-1669. Hann er meðal mestu trúarskáldum þjóðarinnar og þekktasta verk hans er Passíusálmarnir, sem hann orti í Saurbæ.

Gerður Helgadóttir skreytti gler kirkjunnar og sótti efnið í Passíusálmana, s.s. „Um dauðans óvissa tíma" og „Allt eins og blómstrið eina.

Finnski listamaðurinn Lennart Segerstråle gerði freskómynd í stað altaristöflu.

Róðukross á altari er líklega frá því um 1500. Hann var í kirkju Hallgríms á 17. öld.

 

Hin minningarkirkjan um séra Hallgrím, hin stærsta á landinu, er vitaskuld Hallgrímskirkja í Reykjavík

 

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

01.01.2017 07:07

Gleðilegt nýtt ár

 

Hallgrímskirkja í Reykjavík

sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

Ljósm.: Morgunblaðið Árni Sæberg.

 

 

Gleðilegt nýtt ár

Þökkum liðin ár
                            

                   Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka
                                       
                                  Menningar-Staður

 

                                  Alþýðuhúsið á Eyrarbakka
                                 Vinir alþýðunnar


 
Skráð af Menningar-Staður


 

31.12.2016 13:41

Jón Daði er Sunnlendingur ársins 2016

 

 

Jón Daði eftir sigurinn gegn Englendingum á Evrópumótinu.

Ljósmynd: Hafliði Breiðfjörð - fotbolti.net

 

Jón Daði er Sunnlendingur ársins 2016

 

Lesendur sunnlenska.is kusu knattspyrnumanninn Jón Daða Böðvarsson frá Selfossi Sunnlending ársins 2016.

Jón Daði var lykilmaður í landsliði Íslands í knattspyrnu sem komst í átta liða úrslit á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í sumar. Jón Daði var byrjunarliðsmaður í öllum leikjum Íslands og skoraði meðal annars í leiknum eftirminnilega gegn Austurríki þar sem liðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum.

Árið var viðburðaríkt hjá Jóni Daða en hann flutti til Þýskalands í ársbyrjun og lék með Kaiserslautern í 2. Bundesligunni þangað til hann var seldur til Úlfanna í Championship-deildinni á Englandi í ágúst. Þar sló hann strax í gegn með því að skora mark í sínum fyrsta leik en Jón Daði er í uppáhaldi hjá mörgum stuðningsmönnum liðsins.

Þetta er sjöunda árið í röð sem lesendur sunnlenska.is kjósa Sunnlending ársins og þátttakan hefur aldrei verið meiri. Alls fékk 31 Sunnlendingur atkvæði í kjörinu að þessu sinni.

Annað árið í röð varð Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, í 2. sæti í kjörinu en hann hefur verið í topp þremur í kosningunni í fjögur skipti á síðustu fimm árum. Þriðja varð svo Ágústa Arna Sigurdórsdóttir, sem lamaðist í alvarlegu slysi á Selfossi í sumar.

Af www.sunnlenska.isSkráð af Menningar-Staður

31.12.2016 13:29

Gleðilegt nýtt ár

 


Hér eru nokkrir Vestfirðingar úr áhöfn Vestfirska forlagsins

á Bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember 2012. Ljósm.: BIB

 

Gleðilegt nýtt ár

Vestfirska forlagið óskar Vestfirðingum heima og heiman sem og öllum vinum og velunnurum farsældar á nýja árinu með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem liðið er.
Á árinu 2016 komu út 6 bækur hjá Vestfirska forlaginu. Þökkum öllum í þeim stóra hópi fólks sem skipa metnaðarfulla áhöfn forlagsins og öllum hinum fjölmörgu sem komu að mannlífs- og menningarlegri starfseminni forlagsins með einum eða öðrum hætti á árinu 2016 sem og fyrri árum.

Vestfirska forlagið að Brekku á Þingeyri.


Skráð af Menningar-Staður.

31.12.2016 11:08

Merkir Íslendingar - Gils Guðmundsson

 

 

Gils Guðmundsson (1914 - 2005)

 

Merkir Íslendingar - Gils Guðmundsson

 

Gils Guðmundsson fæddist í Hjarðardal innri í Önundarfirði 31. desember 1914, sonur Guðmundar Gilssonar, útvegsb. í Hjarðardal, og k.h., Sigríðar Hagalínsdóttur.

 

Foreldrar Guðmundar: Gils Bjarnason á Mosvöllum og Guðmundína Jónsdóttir, systir Guðnýjar, ömmu Jónu, ömmu Ólafs Þ. Þórðarsonar og Kjartans Ólafssonar alþm. Foreldrar Sigríðar: Hagalín Þorkelsson og Sólveig Pálsdóttir.

Kona Gils var Guðný Jóhannesdóttir en dóttir þeirra er Erna Sigríður Gilsdóttir, kennari í Danmörku. Stjúpsonur Gils er Úlfur Árnason, doktor í Lundi.
 

Gils lauk kennaraprófi frá KÍ 1938, var sjómaður 1934-40, kennari við Íþróttaskólann í Haukadal og við unglingaskóla í Garði og Sandgerði, rithöfundur frá 1942, blaðamaður og ritstjóri 1943-56 og framkvæmdastjóri Menntamálaráðs og Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1956-75.
 

Gils var alþingismaður Reykjavíkur fyrir Þjóðvarnarflokk Íslands 1953-56 og þingmaður Reykjaneskjördæmis fyrir Alþýðubandalagið 1963-79. Hann var formaður Þjóðvarnarfélags Reykjavíkur 1953-54 og varaformaður Þjóðvarnarflokksins 1960-62, formaður Rithöfundasambands Íslands 1957-58 og formaður félagsins Ísland – Færeyjar.
 

Gils sat í Rannsóknaráði ríkisins, var skipaður í endurskoðunarnefnd laga um friðun Þingvalla og náttúruvernd, var formaður fiskveiðilaganefndar frá 1971, sat í Norðurlandaráði 1971-74, í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar og í Þingvallanefnd. Hann sat á Allsherjarþingi SÞ 1970 og á hafréttarráðstefnu SÞ 1974-75.
 

Gils samdi fjölda sagnfræðilegra rita og skrifaði sögu ýmissa stéttarfélaga. Má þar helst nefna Skútuöldina, Togaraöldina og Vestfirska sagnaþætti. Þá ritstýrði hann tímaritum og bókum, s.s. bókunum Öldin sem leið 1800-1900 og Öldin okkar, frá 1900-1980.
 

Gils lést 29. apríl 2005.

 

Morgunblaðið 31. desember 2016.

 

 

Séð yfir Önundarfjörð að Holtsodda og Hjarðardal. Ljósm.: BIB

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

31.12.2016 09:54

Áramótabrennur á Suðurlandi

 

 

 

Áramótabrennur á Suðurlandi

 

Fjöldi áramótabrenna verða á Suðurlandi á gamlársdag, eða gamlárskvöld. Sunnlenska.is hefur frétt af að minnsta kosti fjórtán brennum.

 

Í Vík verður brenna á eystri bakka við Víkurá kl. 21:00 og á sama tíma verður verður brenna við gámasvæðið á Stjórnarsandi í Skaftárhreppi.

 

Í Rangárþingi ytra verður brenna á Gaddstaðaflötum vði Hellu kl. 17:00 og á sama tíma verður brenna í Þykkvabænum.

 

Á Flúðum verður brenna við tjaldsvæðið kl. 20:30 og á sama tíma verður brenna við Brautarhól í Reykholti kl. 20:30 og við Höfðaveg í Laugarási. Þá verður brenna við við Hrísholt á Laugarvatni kl. 21:30, 

 

Við Borg í Grímsnesi verður brenna kl. 20:30.

 

Í Árborg verður brenna á gámasvæðinu Víkurheiði kl. 16:30

og kl. 20:00 við Hafnarbrú á Eyrarbakka og við Arnhólma á Stokkseyri.

 

Í Ölfusi verður brenna við enda Óseyrarbrautar kl. 17:00 og í Hveragerði verður brenna við Þverbrekku kl. 20:30.Af www.sunnlenska.isSkráð af Menningar-Staður

30.12.2016 12:57

2 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 

.

 

 

2 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 

Nú á næstu klukkutímum mun það gerast að  -Vefurinn Menningar-Staður-  fari yfir 2.000.000 flettingar

(tvær milljónir flettinga).

 

Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar og sýnir enn frekar að vefurinn er einn af kjölfestu netmiðlum á Suðurlandi.

 
Skráð af Menningar-Staður

30.12.2016 09:33

Kosningu lokið á Sunnlendingi ársins 2016

 

Siggeir Ingólfsson - Sunnlendingur ársins 2013

 

 

Kosningu lokið á Sunnlendingi ársins 2016
 

Kosningu er lokið á Sunnlendingi ársins 2016. Árið er senn á enda og á síðustu mánuðum hafa margir Sunnlendingar unnið stór og smá afrek sem vakið hafa athygli og aðdáun.

Í fyrra var það Björgvin Karl Guðmundsson, crossfit- og lyftingamaður frá Stokkseyri, sem sigraði í kosningunni en hann sló í gegn á heimsleikunum í crossfit sumarið 2015 og var þá þriðji hraustasti maður í heimi.

Kosningunni lauk kl. 12 á hádegi í gær, fimmtudaginn 29. desember en niðurstaða kosningarinnar verður tilkynnt í áramótaþætti Suðurland FM á gamlársdag.

KOSNINGUNNI ER LOKIÐ

 

Fyrri Sunnlendingar ársins:


2015 Björgvin Karl Guðmundsson, crossfit-kappi frá Stokkseyri Valinn af lesendum sunnlenska.is
2014 Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrnukona á Hellu Valin af lesendum sunnlenska.is

2013 Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari á Eyrarbakka Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2012 Jóhanna Bríet Helgadóttir, móðir á Selfossi Valin af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2011 Olga Bjarnadóttir, fimleikaþjálfari og kennari á Selfossi Valin af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2010 Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2009 Hrönn Arnardóttir og Stefán Pétursson, sjúkraflutningamenn Valin af hlustendum Suðurland FM
2008 Jón Eiríksson, bóndi og fræðimaður í Vorsabæ Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins
2007 Ekki valinn
2006 Ekki valinn
2005 Gunnar Egilsson, Suðurpólfari á Selfossi 
Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sudurland.is


Af www,sunnlenska.isSkráð af Menningar-Staður

30.12.2016 08:33

Flugeldasala á Eyrarbakka


 

 


Flugeldasala á Eyrarbakka
 


Þá er komið að þessu árlega Flugeldasölunni hjá okkur og verður hún opin:

28. des frá 12:00 til 22:00 . 
29. des frá 12:00 til 22:00 
30. des frá 12:00 til 22:00
31. des frá 10:00 til 16:00.


Erum við staðsett á Búðarstíg 21 vestast í þorpinu við bryggjuna.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

30.12.2016 08:15

Best skreyttu húsin í Árborg 2016 verðlaunuð

 

 

Verðlaunahafarnir tóku á móti verðlaununum í Bókasafni Árborgar á Selfossi fyrir jól.

Ljósmynd/Árborg

 

Best skreyttu húsin í Árborg 2016 verðlaunuð

 

Fimmtudaginn 22. desember voru afhent verðlaun fyrir þrjú best skreyttu húsin í Sveitarfélaginu Árborg og best skreytta fyrirtækið.

Að þessu sinni voru mörg íbúðarhús sem komu til greina en á endanum voru það Stjörnusteinar 18 á Stokkseyri, Lóurimi 1 á Selfossi og Engjavegur 6 á Selfossi sem voru valin bestu skreyttu íbúðarhúsin 2016.

 

Húsráðendur tóku við veglegum verðlaunum en þeir eru;
 

á Stjörnusteinum 18 á Stokkseyri - Jóhann H. Jónsson og Evlalía Sigr. Kristjánsdóttir,

í Lóurima 1 á Selfoss -Ingvar Sigurðsson og Birna Kristinsdóttir 

og á Engjavegi 6 eru það Íris Anna Steinarrsdóttir og Ólafur Guðmundsson.

 

Nokkur fyrirtæki voru tilnefnd og stóð Lindin tískuvöruverslun á Selfossi uppi sem sigurvegari annað árið í röð en skreytingar fyrirtækisins vekja verðskuldaða athygli á Eyraveginum. Bryndís Brynjólfsdóttir og Kristín Hafsteinsdóttir tóku við verðlaunum Lindarinnar.

Sveitarfélagið Árborg heldur skreytingasamkeppnina árlega í samstarfi við nokkur fyrirtæki í sveitarfélaginu sem gefa bæði vinnu sína og verðlaun. Fyrirtækin eru Dagskráin, Sunnlenska fréttablaðið, HS Veitur HF, Guðmundur Tyrfingsson ehf., Sjafnarblóm, Krónan, Byko, Húsasmiðjan, Blómaval, Rúmfatalagerinn, Motivo, Tiger og Selfossbíó.

 


Lóurimi 1 á Selfossi.

 

Engjavegur 6 á Selfossi.

 

Stjörnusteinar 18 á Stokkseyri.

 

Lindin við Eyraveg  á Selfossi.


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður