Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.12.2019 17:40

Nýju lífi blásið í list Sigurjóns í Danmörku

 
Yfirlitssýningin Mangfoldige former eða Fjölbreytt form með verkum  Eyrbekkingsins Sigurjóns Ólafssonar  sem opnuð var í Listasafninu í Tønder í Danmörku nú um miðjan september hlýtur fimm stjörnur af sex mögulegum hjá Lars Svanholm, myndlistarrýni danska dagblaðsins Jyllands-Posten.

 

Svanholm segir um yfirgripsmikla sýningu að ræða sem blási nýju lífi í list listamanns sem fallið hafi í gleymskunnar dá í Danmörku. Rifjar hann upp að Sigurjón hafi búið, lært og starfað í Danmörku í 17 ár eða þar til hann fluttist alfarinn heim til Íslands 1945. Á Danmerkurárunum hafi Sigurjón starfað náið með listamönnum Cobra-hreyfingarinnar og listhópnum Linien. „Meðan hann starfaði í Danmörku var oft horft framhjá íslenskum bakgrunni hans. Þegar hann eftir seinna stríð flutti heim til Íslands virðist hann hafa verið sniðgenginn í dönsku listasögunni sem kom dönskum kollegum hans til góða,“ skrifar Svanholm í dómi sínum.

 

Bendir hann á að Sigurjón hafi haft fjölbreytni að leiðarljósi jafnt í efnisvali sem og mótífum. Svanholm hrósar Listasafninu í Tønder fyrir að beina kastljósi sínu að list Sigurjóns og tekur fram að sýningin gagntaki auðveldlega áhorfendur. Hrósar hann einnig 210 blaðsíðna sýningarskránni sem gefin var út samhliða sýningunni, þar sem hún veiti mikilvægar upplýsingar um listamanninn og list hans.

 

Sýningin stendur til 1. mars 2020.


Morgunblaðið mánudagurinn 2. desember 2019Dásemdin er degi hvers
Davíðs góði Moggi.
Læði hér í ljóða vers
listar væna bloggi.

 

 

 
 

Skráð af Menningar-Bakki.

03.12.2019 17:24

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

 

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

Halldór Halldórsson og handtökin við þorskhausana í góðu lagi.

 

Í Fiskvinnslu Hólmarastar á Grandanum í Reykjavík fyrir um 30 árum.

 

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

02.12.2019 19:49

Að umgangast vald með auðmýkt 

 

 

 

 ----Ég trúi að fólk geti betrast----

 

 

Í ald­ar­fjórðung hef­ur Páll Win­kel unnið við lög­gæslu og kann hann því vel. Sem for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar hef­ur hann látið til sín taka og breytt mörgu til batnaðar. Hann seg­ir inni­lok­un í lokuðu fang­elsi ekki bæta nokk­urn mann og þótt Páll telji vont fólk vera til seg­ir hann flest fólk gott. Eitt stærsta verk­efnið er glím­an við eit­ur­lyf­in, en um 70- 90% fanga eru í neyslu.

 

Páll tek­ur á móti blaðamanni á skrif­stofu sinni í Fang­els­is­mála­stofn­un rík­is­ins einn fal­leg­an vetr­armorg­un. Út um glugg­ann blas­ir hafið við og Esj­an sem lúr­ir enn í myrkri hand­an fjarðar­ins. Það er stafa­logn og frost og sól­in er að mjak­ast upp fyr­ir fjöll­in í austri. Smátt og smátt læt­ur húmið í minni pok­ann fyr­ir deg­in­um sem rís og þá stirn­ir á steina og strá hand­an göt­unn­ar.

 

Páll býður til sæt­is og nær í úr­valskaffi. Hann er reffi­leg­ur í eld­rauðri skyrtu og bros­ir breitt þannig að skín í skemmti­legt frekju­sk­arðið. Eft­ir skraf um dá­sam­legt út­sýnið og dag­inn og veg­inn vind­um við okk­ur í spjall um fang­els­is­mál, sem eru í stöðugri þróun. Vanda­mál­in eru mörg hjá þeim hópi fólks sem svipt­ur er frels­inu um stund; fólks sem Páll seg­ir flest í grunn­inn gott.

 

Svig­rúm fyr­ir góða fanga

Páll er lög­fræðing­ur að mennt en meðfram lög­fræðinám­inu vann hann í lög­regl­unni. Eft­ir út­skrift starfaði hann sem lög­fræðing­ur hjá Fang­els­is­mála­stofn­un og þaðan lá leiðin í Lands­sam­band lög­reglu­manna. Þá tók hann við embætti aðstoðarrík­is­lög­reglu­stjóra en var svo ráðinn for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar í árs­byrj­un 2008.

 

„Ég hef unnið í lög­gæslu­geir­an­um í 25 ár; hér í tæp tólf ár. Ég hóf að vinna við af­leys­ing­ar í lög­regl­unni um tví­tugt og síðan hef ég ekki átt út­leið. Ég kann vel við mig í þessu,“ seg­ir Páll og bros­ir.

 

„Til að byrja með, sem ung­ur maður, fannst mér þetta spenn­andi heim­ur og ég fékk að sjá hluti sem maður hafði ekki séð eða upp­lifað áður. Það kom mér á óvart hvað þetta var harka­leg­ur heim­ur. Mér fannst erfitt að horfa upp á erfiðar aðstæður og það kom mér á óvart hvað lífið er fjöl­breytt í svona litlu sam­fé­lagi eins og á Íslandi. Hér er mik­il stétta­skipt­ing og mis­jafnt hvernig fólk hef­ur það.“

 

Páll seg­ist hafa verið ákveðinn frá upp­hafi í að breyta ýmsu þegar hann tók við sem for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar.

 

„Ég áttaði mig á því mjög fljót­lega að það þyrfti að breyta um stefnu. Inni­lok­un í lokuðu fang­elsi bæt­ir ekki nokk­urn mann. Að loka mann­eskju inni í lokuðu fang­elsi all­an afplán­un­ar­tím­ann er slæm hug­mynd og ekki lík­leg til að betra ein­stak­ling­inn. Við fór­um því mark­visst í það að breyta fang­elsis­kerf­inu þannig að nú er ákveðinn tröppu­gang­ur í kerf­inu. Sá sem kem­ur inn til að afplána fer fyrst í lokað fang­elsi og ef allt geng­ur vel fer hann þaðan í opið fang­elsi. Ef allt geng­ur vel þar fer hann á áfanga­heim­ili og lýk­ur afplán­un heima hjá sér með ökkla­band og er þá und­ir ra­f­rænu eft­ir­liti. Þetta hef­ur verið mark­viss vinna lög­gjaf­ans, Fang­els­is­mála­stofn­un­ar og Dóms­málaráðuneyt­is­ins síðustu árin. Það hafði sýnt sig að það var ekki góð aðferð að loka mann inni á Litla Hrauni og af­henda hon­um svo stræ­tómiða í bæ­inn út í frelsið,“ seg­ir Páll.

 

Fleiru vildi Páll breyta því illa fór um fang­ana í göml­um og lé­leg­um húsa­kost­um fang­els­anna.

 

„Við vor­um með ónýt­an húsa­kost; bæði Hegn­ing­ar­húsið á Skóla­vörðustíg og Kvennafang­elsið á Kópa­vogs­braut. Það hafði staðið til í hálfa öld að byggja nýtt fang­elsi í Reykja­vík og það náðist á end­an­um að byggja sér­hannað fang­elsi á Hólms­heiði sem var svo tekið í notk­un árið 2016. Skömmu áður lokuðum við á Skóla­vörðustíg, en þar hafði verið fang­elsi síðan 1874,“ seg­ir Páll og út­skýr­ir að fang­elsi lands­ins séu fimm; Litla-Hraun, Kvía­bryggja, Hólms­heiði, Sogn og Ak­ur­eyri.

 

Páll er hvergi nærri hætt­ur að breyta og bæta kerfið því verk­efn­in er mörg.

 

„Við get­um gert mun bet­ur á marg­an hátt, sér­stak­lega hvað varðar fanga með fíkni­sjúk­dóma og and­lega sjúk­dóma.“

 

Snýst um frels­is­svipt­ingu

Oft heyr­ast í þjóðfé­lag­inu gagn­rýn­isradd­ir varðandi þá fanga sem fá að afplána utan fang­elsa eða í opn­um fang­els­um. Páll hef­ur sterk­ar skoðanir á refs­ing­um fanga.

 

„Þetta er sú aðferð sem reynst hef­ur best úti í hinum stóra heimi. Menn eru svipt­ir frelsi sínu í opn­um fang­els­um líka. En aðbúnaður­inn er ekki eins nei­kvæður og veld­ur ekki eins miklu tjóni á sál­inni og lokuðu fang­els­in gera. Við erum með þessu að búa ein­stak­ling­inn und­ir að fara aft­ur út í sam­fé­lagið. Meg­in­mark­mið okk­ar hér er að draga úr lík­um á því að þess­ir ein­stak­ling­ar brjóti af sér aft­ur og þessi leið er æski­leg til þess. En auðvitað bygg­ir það allt á trausti; fang­inn þarf að standa sig og sýna fram á að hann geti afplánað við frjáls­ar aðstæður,“ seg­ir hann.

 

„Sum­ir fara aldrei í fang­elsi held­ur vinna bara í sam­fé­lagsþjón­ustu og geta áfram tekið þátt í líf­inu,“ seg­ir Páll og út­skýr­ir að þeir fang­ar sem fái að taka út dóm sinn í sam­fé­lagsþjón­ustu þurfi að upp­fylla ýmis skil­yrði.

 

„Þetta er mjög góð þróun og kost­ar minna fyr­ir sam­fé­lagið.“

 

Ertu á móti hug­mynda­fræðinni sem rík­ir í Banda­ríkj­un­um þar sem fólk er oft dæmt harka­lega, jafn­vel í ævi­langt fang­elsi?

 

„Í viss­um til­vik­um þar sem menn eru mjög of­beld­is­hneigðir og veik­ir geta þeir tal­ist hættu­leg­ir sam­fé­lag­inu alltaf. En það er ákaf­lega sjald­gæft. Í sum­um ríkj­um Banda­ríkj­anna er dauðarefs­ing enn við lýði. Svo eru fanga­töl­ur þar svo ógn­vekj­andi að það tek­ur engu tali; þeir eru með fimmtán sinn­um fleiri fanga á hverja hundrað þúsund íbúa en við. Þeir eru mjög ref­siglaðir og ég held að við höf­um ekk­ert þangað að sækja. Við get­um horft til Norður­landa og höf­um gert það; og við erum með lága end­ur­komutíðni í sam­an­b­urði við önn­ur lönd. Er­lend­ir fjöl­miðlar og fræðimenn hafa sýnt okk­ar kerfi áhuga á síðustu árum, meðal ann­ars vegna tröppu­gangs­kerf­is­ins og menn­ing­ar opnu fang­els­anna.“

 

Stund­um heyr­ir maður fólk tala um að það sé lúx­us að vera á Kvía­bryggju; menn geti hangið í golfi og haft það gott. Hvað seg­ir þú við því?

 

„Já, ég heyri svona tal og fæ stund­um yfir mig hressi­leg­ar gus­ur þegar ég sit í heita pott­in­um. En það sem þetta snýst um er að svipta fólk frelsi sínu. Það er ekki okk­ar hlut­verk að gera frels­is­svipt­ing­una verri en nauðsyn­legt er og það er okk­ar verk­efni að fram­kvæma hana þannig að ein­stak­ling­ur­inn geti átt von þegar hann kem­ur úr afplán­un. Ég get sagt fyr­ir mína parta að ef ég væri lokaður inni í svít­unni á Hót­el Hilt­on í fimm ár, þá myndi mér ekki líða vel. Þeir sem eru á Kvía­bryggju mega ekki fara þaðan og ef þeir gera það er litið á það sem strok úr afplán­un, það er lýst eft­ir þeim og þeir svo send­ir í ein­angr­un á Litla-Hraun,“ seg­ir Páll.

 

„Við mynd­um vilja fjölga opnu rýmun­um á kostnað lokuðu rýmanna en til þess að það sé mögu­legt þurf­um við að bjóða upp á betri þjón­ustu vegna fíkni­sjúk­dóma, sem eru mjög al­var­legt vanda­mál í fang­els­um lands­ins.“

 

Níu­tíu pró­sent í neyslu

Talið vík­ur að einu stærsta vanda­máli fang­els­anna; eit­ur­lyfj­un­um. „Ég áætla að um 70-90% fanga glími við eit­ur­lyfjafíkn­ina. Í opnu fang­els­un­um eru menn komn­ir lengra í bata, en í lokuðu fang­els­un­um eru 90% fanga í virkri fíkn. Við erum að glíma við harðari og harðari efni og það er al­veg dag­ljóst að það þarf að skipta um aðferð í þeirri bar­áttu,“ seg­ir Páll.

 

Nýtt eit­ur­lyf, Spice, tröllríður nú fang­els­un­um, enda er afar erfitt að finna það á gest­um eða í vör­um sem koma inn í fang­els­in.

 

„Við höf­um oft verið gagn­rýnd fyr­ir það að fíkni­efni kom­ist inn í fang­elsi. Það er nú þannig að fang­ar eiga rétt á að fá heim­sókn­ir frá ætt­ingj­um og vin­um. Svo þarf að senda mat og vör­ur inn í fang­els­in. Við erum með fíkni­efna­hund og mjög öfl­ugt starfs­fólk sem leit­ar á öll­um og í þessu öllu sam­an, en þegar komið er efni sem er lykt­ar­laust, og þar sem eitt gramm verður að hundrað skömmt­um, þá get­urðu ímyndað þér hvað það er erfitt að koma í veg fyr­ir svona send­ing­ar. Við vit­um hvaða fang­ar eru að dreifa fíkni­efn­um inn­an fang­els­anna en efn­in koma hins veg­ar ekki inn með heim­sókn­ar­gest­um þeirra. Þvert á móti eru það heim­sókn­ar­gest­ir lágtsettra fanga sem eru þvingaðir til að koma með efni inn í fang­els­in.“

 

Ertu að segja að „hátt­sett­ir“ fang­ar láti gesti „lágtsettra“ fanga koma inn með efn­in með hót­un­um?

 

„Já, þannig geng­ur þetta fyr­ir sig.“

 

Páll seg­ir óhugn­an­legt að horfa á fanga sem neytt hafi Spice. Þeir verði al­gjör­lega út úr heim­in­um í um það bil fimmtán mín­út­ur og að því loknu taki við skelfi­leg­ur niðurtúr. Svo slæm­ur að það eina sem kom­ist að sé næsti skammt­ur. Að lok­inni vím­unni muni menn ekk­ert eft­ir henni né hvað þeir gerðu á meðan. Kem­ur fyr­ir að hóp­ur fanga sé í vímu á sama tíma, sem ger­ir starf fanga­varða afar erfitt og krefj­andi.

 

Páll seg­ir þau þurfa að gera bet­ur með því að draga úr eft­ir­spurn­inni.

 

„Við drög­um úr fram­boðinu með því að leita og vera vak­andi. En á meðan það er vilji, þá kom­ast menn í fíkni­efni. Því þurf­um við að bjóða betri og meiri meðferð fyr­ir þá ein­stak­linga sem eru á þess­ari braut,“ seg­ir hann og seg­ir að í dag sé vissu­lega ein­hver meðferð í boði en bet­ur má ef duga skal.

 

Vilja þeir meðferð?

 

„Sum­ir þeirra vilja það. Ef menn vinna í sín­um mál­um og verða edrú kom­ast þeir bet­ur í gegn­um afplán­un­ina,“ seg­ir Páll og seg­ir þau þurfa stað til afeitr­un­ar, auk fjöl­breytt­ari meðferðarúr­ræða en til eru í dag.

 

„Það er ákveðin vakn­ing í gangi núna og ég heyri að það er vilji til að gera eitt­hvað í þess­um mál­um. Margt af þessu fólki er ágæt­is fólk þegar það er ekki í neyslu. Og sum­ir þeirra eru jafn­vel aðallega dæmd­ir til fang­els­is­refs­ing­ar fyr­ir að fjár­magna neyslu sína. Ef neysl­an er sjúk­dóm­ur, þá velt­ir maður fyr­ir sér hvort við séum á réttri braut með þetta, að dæma þessa ein­stak­linga aft­ur og aft­ur í fang­elsi fyr­ir að vera veik­ir. Það er um­hugs­un­ar­efni.“

 

Páll seg­ir Litla-Hraun afar óhent­ugt fang­elsi að því leyti að þar sé eng­inn aðskilnaður á milli fanga. Því þyrfti að breyta því vissu­lega sé erfitt fyr­ir edrú fanga að halda sér edrú þegar allt flæði í efn­um. Þannig gætu þeir sem væru að vinna í sín­um mál­um verið á öðrum stað en þeir sem eru í bullandi neyslu.

 

„Þú held­ur ekki AA-fund á pöbbn­um.“

 

Fimm hundrað á biðlista

Fleiri fang­ar eru nú utan fang­elsa í sam­fé­lagsþjón­ustu en þeir sem lokaðir eru inni. Um 150-200 manns eru í dag í fang­els­um lands­ins, þar af eru 45 pláss í opn­um fang­els­um. Um tvö hundruð taka dóm­inn út í sam­fé­lagsþjón­ustu.

 

„Svo eru fimm hundruð manns á biðlista. Þetta er upp­safnaður vandi frá efna­hags­hrun­inu. Ef við vær­um ekki með biðlista mynd­um við vel anna dæmd­um refs­ing­um á Íslandi en við erum enn að vinna í list­an­um. Þegar verst lét var list­inn 620 manns,“ seg­ir Páll.

 

„Við for­gangs­röðum inn í fang­els­in og því standa þeir oft eft­ir sem hafa framið minni­hátt­ar brot og eru þeir stærst­ur hluti þeirra sem bíða,“ seg­ir hann.

 

Spurður hvort fang­elsið á Hólms­heiði hafi ekki hjálpað til við að stytta biðlist­anna svar­ar Páll: „Jú, það gerði það en það sem við sjá­um ekki fyr­ir er hvernig refs­ing­ar eru hjá dóm­stól­um. Refs­ing­ar milli þessa árs og síðasta hafa þyngst um 40%. Þegar það eru svona mikl­ar sveifl­ur í refs­ing­um er mjög erfitt að gera lang­tíma­plön. Við erum líka að sjá nýj­ar töl­ur í fjölda þeirra sem eru í gæslu­v­arðhaldi en það hafa aldrei verið fleiri í gæslu­v­arðhaldi frá upp­hafi en núna, um þrjá­tíu manns. Þannig að fram und­an eru álags­tím­ar.“

 

Flest­ir fang­ar eru karl­menn en kon­ur eru aðeins 7-10%. „Það er óskilj­an­legt, en karl­ar virðast vera verri upp til hópa.“

 

Spurður um töl­ur fanga af er­lend­um upp­runa seg­ir Páll það vera breyti­legt. „Þeir voru á tíma­bili einn af hverj­um fjór­um en eru nú 16-17% af föng­um. Þeir eru oft­ast mjög þægi­leg­ir fang­ar þótt til séu und­an­tekn­ing­ar.“

 

Ekki svart og hvítt

Páll seg­ist hafa allt aðra sýn á af­brota­mönn­um nú en í upp­hafi fer­ils­ins.

 

„Þegar ég byrjaði sem ung­ur maður í lög­regl­unni hafði ég ekki upp­lifað margt. Ég var fljót­ur að átta mig á því að það voru tvö lið; við sem vor­um að halda uppi lög­um og reglu og svo þeir sem voru að fremja af­brot­in. Mér fannst það al­gjör­lega svart og hvítt. Með tíð og tíma og eft­ir því sem ég eld­ist og þrosk­ast og læri meira um aðstæður og bak­grunn þess­ara ein­stak­linga sem lög­regl­an er að fást við hef ég áttað mig á því að þetta er ekki svart og hvítt. Marg­ir þeirra sem við erum að dæma í fang­elsi hafa átt hræðilega æsku; hafa búið við skelfi­leg­ar aðstæður sem ég og þú get­um ekki ímyndað okk­ur. Þeir hafa skilj­an­lega farið snemma að finna sér hug­breyt­andi efni til að deyfa sig og lifa af raun­veru­leik­ann. Þess­ir ein­stak­ling­ar hafa marg­ir upp­lifað hræðilega fram­komu í æsku; lík­am­leg­ar og and­leg­ar refs­ing­ar. Maður byrj­ar að skilja bet­ur af hverju þeir leidd­ust út á glæpa­braut­ina. Það var aldrei neinn sem tók utan um þá þegar illa gekk í líf­inu,“ seg­ir Páll.

 

„Ég fór að finna til meiri sam­kennd­ar með þess­um hópi og það er fullt af ágæt­um ein­stak­ling­um í fang­elsi; vel gefnu og góðu fólki þegar það er ekki langt leitt af neyslu. Afstaða mín til þessa hóps hef­ur breyst tölu­vert mikið,“ seg­ir hann.

 

„Svo bætt­ist eft­ir efna­hags­hrunið við ný teg­und af­brota­manna, sem áður höfðu ekki haft neina teng­ingu við fang­elsis­kerfið eða rétt­ar­kerfið yfir höfuð. Þess­ir ein­stak­ling­ar voru ekki lík­ir þeim ein­stak­ling­um sem við vor­um vön að þjón­usta. Fang­els­is­mál í dag hafa meiri teng­ingu út í allt sam­fé­lagið því það eru svo marg­ir sem þekkja ein­hverja sem hafa verið í fang­elsi. All­ar stétt­ir sam­fé­lags­ins eiga sína full­trúa í fang­els­un­um.“

 

Eng­in spill­ing eða klíku­skap­ur

Páll hef­ur kynnst und­ir­heim­un­um vel á þeim ald­ar­fjórðungi sem hann hef­ur feng­ist við lög­gæslu. Ekki eru all­ir þar sátt­ir við for­stjóra fang­els­is­mála.

 

„Ég fer mjög var­lega og fjöl­skylda mín einnig. Ég og aðrir starfs­menn hér verðum reglu­lega fyr­ir hót­un­um og áreitni úti í bæ en maður lag­ar sig að því og ég tek það ekki inn á mig. Það er kannski skondið þegar maður er far­inn að flokka hót­an­irn­ar í frum­leg­ar og ófrum­leg­ar,“ seg­ir Páll og bros­ir.

 

„Það var einn mjög frum­leg­ur sem hringdi í mig um dag­inn. Hann náði óvart í gegn og kynnti sig og sagði svo: „Ef það er eitt­hvert rétt­læti í heim­in­um færð þú krabba­mein og deyrð“,“ seg­ir Páll og bæt­ir við að eitt sinn hafi maður verið kom­inn inn á gafl heima hjá hon­um.

 

„Á venju­leg­um degi er maður ekki að hugsa út í þetta en við för­um var­lega.“

 

Ertu hrædd­ur við þessa menn?

 

„Nei. Ég er ekki hrædd­ur við þessa menn en ég geri mér grein fyr­ir því að þeir geta verið óút­reikn­an­leg­ir við viss­ar aðstæður og fer því var­lega. Lög­regl­an er mjög öfl­ug í þessu landi og sterk og hún sér um mig og mína þegar á þarf að halda,“ seg­ir hann.

Að von­um eru tekn­ar ákv­arðanir hjá Fang­els­is­mála­stofn­un sem ekki hugn­ast öll­um; síst þeim sem dæmd­ir eru.

„Ég hef passað að um­gang­ast það vald sem Fang­els­is­mála­stofn­un hef­ur með auðmýkt. Ég passa upp á að regl­ur og verklag sem við vinn­um eft­ir séu skýr­ar þannig að sem minnst svig­rúm sé fyr­ir geðþótta­ákv­arðanir. Vissu­lega ber ég sem for­stjóri ábyrgð á öllu sem gert er hérna en ég er bú­inn að ganga þannig um hnút­ana að eng­inn einn get­ur tekið veiga­mikl­ar ákv­arðanir. All­ar ákv­arðanir eru tekn­ar á fund­um og færðar til bók­ar. Ég get ekki einn ákveðið neitt; það er teym­is­vinna í gangi. Ég er bú­inn að tempra völd ein­stak­linga hérna inn­an stofn­un­ar­inn­ar og hef þar með dregið úr lík­um á spill­ingu og klíku­skap,“ seg­ir hann.

 

„Það eru ekki mörg ár síðan ýms­ir stjórn­mála­menn og áber­andi fólk í sam­fé­lag­inu hringdi í mig og vildi fá greiða. En það er al­veg búið.“

 

Nú hef­ur þú þrosk­ast í starfi með ár­un­um og séð ým­is­legt. Er til vont fólk?

 

„Já. Það er til vont fólk. Það hef­ur fólk farið hér í gegn­um kerfið sem ég hef trú á að verði brota­menn alla tíð. En það eru al­gjör­ar und­an­tekn­ing­ar. Ég hef trú á að flest­ir geti betr­ast, og fái þeir hlýju og vænt­umþykju og finni að öll­um sé ekki sama um þá, þá geti þeir kom­ist á fæt­ur. Það er virki­lega skemmti­legt að rek­ast á ein­stak­linga sem voru lengi inni í fang­elsi og ít­rekað, sem eru svo allt í einu bara í röðinni með þér á Serrano; eru að koma úr vinn­unni og í fín­um gír.“

 

Heilsa þeir þér?

 

„Já, já! Ég fæ líka bréf annað slagið frá göml­um skjól­stæðing­um sem segja mér að þeir séu á lífi og allt gangi vel og það er skemmti­legt.“

 

Myrk­ur í vinn­unni

Hvernig er týpísk­ur dag­ur fang­els­is­mála­stjóra?

 

„Það er allt í fínu lagi í fang­elsis­kerf­inu þegar ég hef ekk­ert að gera,“ seg­ir Páll og hlær.

 

„Ég fylg­ist auðvitað vel með öllu og fer yfir dag­bæk­urn­ar og skoða hvað hef­ur gerst síðasta sól­ar­hring í öll­um fang­els­un­um. Síðan er mjög mis­jafnt hvað ég geri. Það fer tals­verður tími í að svara fyr­ir­spurn­um fjöl­miðla og svo er ég mikið á fund­um í ráðuneyt­um vegna ým­issa stýri­hópa eða nefnda­vinnu. Svo held ég starfs­manna­fundi mánaðarlega í stóru fang­els­un­um og þvæl­ist á milli fang­elsa og fylg­ist með,“ seg­ir Páll og nefn­ir að í heild­ina vinni und­ir Fang­els­is­mála­stofn­un 140 manns, þar af nítj­án á skrif­stof­unni.

 

Hvað er það erfiðasta við starfið þitt?

 

„Það er að setja skýr skil og taka ekki vinn­una með mér heim. Þessi heim­ur get­ur verið grimm­ur og oft verið að fjalla um ljót mál og ég á það stund­um til að taka það með heim. Það vill svo vel til að ég á maka sem er bros­mild­ur og glaður. Það get­ur verið mikið myrk­ur í þess­ari vinnu og oft erfitt að kúpla sig út. Ég hefði ekki þraukað svona lengi ef ég væri ekki með svona sam­heldið og öfl­ugt sam­starfs­fólk.“

 

Páll er í sam­búð með frétta­stjór­an­um Mörtu Maríu Jón­as­dótt­ur og eiga þau sam­tals fjög­ur börn á aldr­in­um tíu til sautján.

 

„Við tók­um stóra skrefið og flutt­um sam­an í mars eft­ir að hafa verið sam­an í fjög­ur ár. Það geng­ur mjög vel og hún er búin að laga sig að því að búa með manni sem fer var­lega. Og ég er bú­inn að laga mig að því að búa með konu sem hef­ur gam­an af líf­inu,“ seg­ir hann og bros­ir breitt.

 

Eruð þið yin og yang?

 

„Al­veg hreint! Það er ótrú­legt hvernig svona ólík­ir aðilar geta laðast að hvor öðrum. Við erum eins ólík og mögu­legt er en það geng­ur prýðilega. Ég segi henni frá ljótu mál­un­um og hún seg­ir mér frá sam­kvæm­is­mál­un­um og þannig verður hið full­komna sam­tal,“ seg­ir Páll og hlær.

 

 

„Ég segi henni frá ljótu mál­un­um og hún seg­ir mér frá sam­kvæm­is­mál­un­um og

þannig verður hið full­komna sam­tal,“ seg­ir Páll, sem sést hér með sam­býl­is­konu

sinni, frétta­stjór­an­um Mörtu Maríu.Morgunblaðið, sunnudagurinn, 1. desember. 2019.

 

Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

 

 

 Skráð af Menninagr-Bakki.

 

01.12.2019 15:38

330.000 gestir á Menningar-Stað

 

 

 

 

330.000 gestir á Menningar-Stað


 


Rétt í þessu gerðist það að gestur nr. 330.000 heimsótti vefinn Menningar-Staður.

 

Þökkum mikla tryggð og ræktarsemi.

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

01.12.2019 09:24

101 ÁR FRÁ FULLVELDINU

 


Fólk safnaðist saman við Stjórnarráðið þann 1. desember 1918.

 

 

 

101 ÁR FRÁ FULLVELDINU

 

 

Þann 1. desember 1918, tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin, sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki.
Dagurinn varð smám saman að almennum þjóðhátíðardegi fram að lýðveldistíma og var Íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni þennan dag.

 

Þrátt fyrir að áralangri baráttu hafi verið lokið með fullveldi landsins var lítið um hátíðahöld þegar haldið var upp á fullveldisdaginn í fyrsta sinn árið 1918, enda veturinn með eindæmum harður og oftast kallaður frostaveturinn mikli. Katla gaus einnig frá 12. október til 4. nóvember og seint í október barst drepsótt sú sem kölluð var spánska veikin til landsins og létust hundruð manna. Loks brast á nýtt kuldakast þegar veikin stóð sem hæst og ekki þótti ráðlegt að hafa langa útisamkomu við þessar aðstæður.Skráð af Menningar-Bakki.

30.11.2019 09:08

Kveikt á jólatrjám á Stokkseyri og Eyrarbakka

 

 

 

Kveikt á jólatrjám á Stokkseyri og Eyrarbakka

 

 

Á morgun, sunnudaginn 1. desember 2019, verður kveikt á jólatrénu á Stokkseyri við Stjörnusteina kl. 16:00

 

og jólatrénu á Eyrarbakka við Álfsstétt kl. 18:00.

 

Dansað verður í kringum trén og jólasveinar kíkja á svæðið.

 

 

Allir velkomnir
Skráð af Menningar-Bakki.

30.11.2019 07:57

Jólasýning og skáldastund í Húsinu 1. des. 2019

 

 

 

 

Jólasýning

 

 

og skáldastund í Húsinu 1. des. 2019


 

Jólin koma brátt og byrjar jólagleðin ávallt með opnun jólasýningar og skáldastund í stássstofu Hússins.

 

Sunnudaginn 1. desember býður safnið gesti velkomna. Á jólasýningunni skarta gömlu jólatrén sínu fegursta í borðstofu og í stássstofu má hlýða á rithöfunda lesa úr nýjum verkum sínum.

 

Þetta árið koma fram:

Sjón les úr skáldsögu sinni Korngult hár, grá augu,

Einar Már Guðmundsson les úr ljóðabókinni Til þeirra sem málið varðar,

Margrét Sveinbjörnsdóttir kynnir og segir frá 100 ára afmælisriti Kvenfélags Grímsneshrepps,

Auður Hildur Hákonardóttir kynnir bók sína um biskupsfrúrnar í Skálholti,

Harpa Rún Kristjánsdóttir kynnir og les úr verðlaunaljóðabók sinni Eddu 

og Guðmundur Brynjólfsson les úr skáldsögunni Þögla barnið.

 

Þarna fá gestir brot af ólíkum ritsmíðum eftir fjölbreyttan hóp. Sjón og Einar Már eru meðal okkar fremstu skálda og jafnvígir á skáldsögur og ljóð, Margrét frá Heiðarbæ fjallar um hið aldargamla kvenfélag í Grímsnesi í veglegu afmælisriti en hún hefur víðar komið við á ritvellinum á þessu ári, Hildur spyr hvað sé svo merkilegt við að vera biskupsfrú, Harpa Rún er bóndi undir Heklurótum en hún hlaut fyrir skömmu verðlaun kennd við ljóðskáldið Tómas Guðmundsson og Guðmundur Brynjólfsson heldur áfram með trílógíu sína um Eyjólf Jónsson sýslumann.

 

Það verður enginn bókaunnandi svikinn af skáldastund í Húsinu.

Aðventukaffi er á boðstólum, allir velkomnir og frír aðgangur.

Jólasýningin er opin sem og safnið allt frá kl. 14-17 en upplestur rithöfunda hefst kl. 16.

 

Næstu tvær helgar verður opið á sama tíma, Björgvin orgelsmiður kemur 8. des. kl. 15 og spilar jólalög á lírukassann sinn og 15. des. kl. 15 kemur sönghópurinn Lóur og syngur jólalög.

 

 

Nánari dagskrá má sjá á Facebook „Húsið á Eyrarbakka – Byggðasafn Árnesinga“.  

 

Verið velkomin.
Skráð af Menningar-Bakki.

28.11.2019 20:42

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka 1. des. 2019

 

   

                    Jólabasar

 

       Kvenfélags Eyrarbakka

 

                1. des. 2019


 
Skráð af Menningar-Bakki.

27.11.2019 21:09

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

 

  -BIBarinn grúskar í myndasafninu-

 

 

Frá Keflavíkurhöfn fyrir um 30 árum

 

 

 

.

.


Skráð af Menningar-Bakki.

26.11.2019 19:59

Staða safnvarðar á Eyrarbakka

 

 

 

 

--Staða safnvarðar á Eyrarbakka--

 

 

Byggðasafn Árnesinga auglýsir stöðu safnvarðar lausa til umsóknar.

 

Áhugavert og fjölbreytt starf sem hentar bæði konum og körlum.

 

Sjá meðfylgjandi auglýsingu.
Skráð af Menningar-Bakki.