Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.06.2020 20:40

Velkomin til Flateyrar í sumar

 

 
 

 

 

Velkomin til Flateyrar í sumar

 

 

Á Flateyri verður boðið upp á daglega viðburði í sumar (2020) frá 15. júní til 15. ágúst þar sem ferðamenn og heimamenn hittast og skemmta sér saman.Alla mándaga kl. 20:00
Harðfiskverkun
Breiðadalsfiskur kynnir harðfiskverkun skref fyrir skref. Allir fá harðfisk að smakka og lítinn gjafapakka ásamt kvöldkaffi hjá Kaffi Sól. - Kynningin fer fram í Breiðadal, í harðfiskiverkun á bakvið Kaffi Sól og kostar 2,000 kr á mann. (1,000 kr fyrir 16 ára og yngri) - Sími: 862 1841Alla þriðjudaga kl. 20:00
Kvöldstund í Gömlu Bókabúðinni
Langafasonur stofnanda verslunarinnar mun leiða fólk um húsið og segja sögu fjölskyldunnar og verslunarinnar. - Haldið í Gömlu Bókabúðinni og er aðgangur ókeypis. - Sími: 840 0600Alla miðvikudaga kl. 20:00
Snjóflóðaganga með Björgunarsveitarmanni
Björgunarsveitarmaður sem tók þátt í aðgerðum í snjóflóðinu 1995 eða 2020 leiðir göngu um Flateyri og segir frá björgunaraðgerðum og snjóflóðasögu Flateyrar. - Gangan byrjar fyrir framan Gömlu bókabúðina og kostar 2,000 kr fyrir 16 ára og eldri.- Sími: 840 0600Alla fimmtudaga kl. 20:00
Teflt við heimamenn
Skákáhugamenn á Flateyri taka vel á móti þér og eru tilbúnir að tefla við jafn byrjendur sem og atvinnumenn. - Teflt er á Bryggjukaffi og er ókeypis fyrir alla. - Sími: 863 7662Alla föstudaga kl. 22:00
Barsvar / Pub-Quiz
Mátaðu gáfur þínar við Flateyringa með því að etja kappi við þá á barsvari. - Spurt verður á Vagninum og er þátttaka ókeypis - Sími: 456 7751Alla laugardaga kl. 22:00
Listamaður stígur á Svið
Gamlar hetjur í bland við landsþekkta listamenn stíga á hið sögufræga svið Vagnisins öll laugardagskvöld í sumar. - Haldið á Vagninum og verð er breytilegt eftir viðburðum - Sími: 456 7751Alla Sunnudaga kl. 15:00
Önfirskur ljóðalestur
Lesin verða upp ljóð eftir Önfirðinga í bland við önnur merk ljóðskáld á meðan gestir gæða sér á kaffibolla. - Ljóðlesturinn er á SIMA hostel og er aðgangur ókeypis - Sími: 897 8700

---

Það er nóg að mæta bara á réttan stað, á réttum degi og tíma. Óþarfi að panta eða bóka mætingu, þó gæti húsrúm eða covid reglur stjórnað fjöldanum á einstaka viðburðum.Frekari upplýsingar má nálgast á:


www.VisitFlateyri.is

 


Sjáumst á Flateyri í sumar.


Skráð af Menningar-Bakki

14.06.2020 16:48

Jónshús í Kaupmannahöfn 50 ára

 

 

 

 

 Jónshús

 

 

í Kaupmannahöfn 50 ára

 

 

Hinn 12. september 2020 á Jónshús í Kaupmannahöfn 50 ára starfsafmæli. Af því tilefni verður ýmislegt gert í húsinu og meðal annars horft um farinn veg. Haldið verður upp á sjálfan afmælisdaginn í Jónshúsi, þegar þar að kemur, og meira um það síðar, en fram að því munum við meðal annars segja sögur og sýna myndir. 

 

Jónshús hefur aðgang að mörgum myndir og þekktar eru margar sögur. En einnig er margt sem við vitum ekki. Því væri gaman ef gamlir notendur hússins myndu senda okkur myndir eða segja okkur skemmtilegar sögur. Ef þú, kæri lesandi, lumar á slíku, máttu endilega láta í þér heyra. 

 

Húsið við Øster Voldgade númer 12, sem í dag heitir Jónshús, er þó töluvert eldra en 50 ára, því það var byggt árið 1852 og er því 168 ára. Sama ár og húsið var byggt fluttu hjónin Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir í húsið, í íbúðina á 3ju hæð. 

 

Árið 1966 var húsið í eigu Carls og Johanne Sæmundsen, en einmitt það ár gáfu þau Alþingi húsið í minningu Jóns og Ingibjargar. Við athöfn 12. september 1970 var húsið formlega tekið í notkun sem félagsmiðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn, innréttuð var fræðimannsíbúð á 2. hæð og jafnframt sett upp sýningu um Jón og Ingibjörgu á 3ju hæðinni. 

 

Við munum, hér deila sögum og myndum, allt eftir efnum og aðstæðum.

 

Af vef Jónshúss í Kaupmannahöfn.


 

 
Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

14.06.2020 11:51

Viðburðaröð í Bókakaffinu á Selfossi

 

 

 

 

Viðburðaröð í Bókakaffinu á Selfossi

 

 

Bókakaffið á Sel­fossi hef­ur í dag, sunnu­dag­inn 14. júní 2020, þema­tengda viðburðaröð sem ber yf­ir­skrift­ina Menn­ing­ar­sum­arið í Bókakaff­inu.

Viðburðirn­ir verða fjór­ir og munu taka mið af for­dæma­lausu ástandi með fjölda­tak­mörk­un­um og því mik­il­vægt að mæta tím­an­lega til að tryggja sér sæti, seg­ir í til­kynn­ingu.

Dag­skrá­in verður um 30 mín­út­ur að lengd og flutt tvisvar, kl. 14 og 15.

 

Fyrsta dag­skrá menn­ing­ar­sum­ars­ins ber yf­ir­skrift­ina Nú and­ar suðrið og er helguð þýðing­um.

Inn á milli lestra munu hljóma ís­lensk­ir og arg­entínsk­ir tón­ar.

Fram koma:

Árni Óskars­son sem les úr þýðingu sinni á spennu­sög­unni Ot­sjaj­aníje eft­ir verðlauna­höf­und­inn Vla­dimir Na­bo­kov en bók­in nefn­ist á ís­lensku Örvænt­ing og er vænt­an­leg seinna á ár­inu.

Pamela De Sensi flyt­ur verk­in Kveðju eft­ir El­ínu Gunn­laugs­dótt­ur og Tango Etu­de nr. 3 eft­ir Astor Piazzolla og les einnig úr ít­alskri þýðingu bók­ar­inn­ar Tvö­falt gler sem hef­ur farið sig­ur­för um heim­inn, auk þess sem höf­und­ur henn­ar, Hall­dóra Thorodd­sen, les brot úr bók­inni á ís­lensku.

Hall­grím­ur Helga­son, þýðandi og skáld, les úr þýðingu sinni á Óþelló eft­ir William Shakespeare

og Helga Soffía Ein­ars­dótt­ir fjall­ar um þýðingu sína á bók­inni Glæp­ur við fæðingu eft­ir grín­ist­ann og þátta­stjórn­and­ann Trevor Noah en í bók­inni seg­ir hann frá upp­vexti sín­um á tím­um aðskilnaðar­stefn­unn­ar í Suður-Afr­íku.


 

 

 Skráð af Menningar-Bakki.

13.06.2020 20:56

13. júní 1941 - Sigurður Jónasson afhenti íslenska ríkinu Bessastaði að gjöf

 

 

 

Bessastaðir. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

 

13. júní 1941 -

 

Sigurður Jónasson afhenti íslenska ríkinu

 

Bessastaði að gjöf

 

 

Sigurður Jónasson forstjóri afhenti íslenska ríkinu Bessastaði að gjöf þann 13. júní 1941.


 

Eftir einveldistöku Danakonungs urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.


 

Árið 1867 eignaðist þingmaðurinn og skáldið Grímur Thomsen Bessastaði og bjó þar í tæp tuttugu ár en við lát hans árið 1896 keypti Landsbanki Íslands staðinn af ekkju hans, Jakobínu Jónsdóttur.
 

 

Tveimur árum síðar keyptu Ísafjarðarhjónin Skúli Thoroddsen, ritstjóri og alþingismaður, og kona hans Theodóra Thoroddsen skáldkona Bessastaði og bjuggu þar með börnum sínum tólf til ársins 1908. Þegar Skúli lést árið 1916 keypti Jón H. Þorbergsson bóndi Bessastaði og bjó þar til ársins 1928 en eftir það bjó Björgúlfur Ólafsson læknir á staðnum 1928-1940.Sigurður Jónasson forstjóri keypti Bessastaði af Björgúlfi árið 1940 og afhenti ríkinu staðinn að gjöf ári síðar.
Skráð af Menningar-Bakki.

13.06.2020 08:32

13. júní 2020 - Bjarkar Snorrason 75 ára

 

 

 

 

13. júní 2020 -

 

Bjarkar Snorrason 75 ára
 Til hamingju með daginn.Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi.

 

 

.

.

 

.

.

 


 


Skráð af Menningar-Bakki.

10.06.2020 20:29

10. júní 1856 fæðingardagur Hans Ellefsen (1856-1918)

 


Sólbakkastöðin á Sólbakka í Önundarfirði á mynd í Félagsbæ á Flateyri.

 

 

10. júní 1856

 

fæðingardagur Hans Ellefsen (1856-1918)

 

 

Hans Ellefsen, født i Stokke - Vestfold, norsk hvalfangstreder. Drev først hvalfangst på Øst-Finnmark.  Flyttet 1889 til Island. Inntil 1901 hadde han stasjon på Solbakka i Önundarfjörður på den vestlige del av Island, de første årene sammen med broren Andreas Ellefsen (1848–1927).Hans stasjon på Asknes i Mjóifjörður, 1901–11, ble kalt verdens største, med mer enn 400 mann.Hans villa på Solbakka ble etter hans død flyttet til Reykjavík som statsminister- og representasjonsbolig.

 

STORE NORSKE LEKSIKONSkráð af Menningar-Bakki.

08.06.2020 19:48

Merkir Íslendingar - Hjálmar R. Bárðarson

 

 

Hjálmar R. Bárðarson (1918 - 2009).

 

 

Merkir Íslendingar - Hjálmar R. Bárðarson

 

 

Hjálmar fæddist á Ísafirði 8. júní 1918. Foreldrar hans voru Bárður Guðmundur Tómasson, fyrsti skipaverkfræðingur Íslendinga, og k.h., Filippía Hjálmarsdóttir húsfreyja.
 

 

Eiginkona Hjálmars var Else Sørensen húsfreyja.
 

 

Hjálmar lauk stúdentsprófi frá MR 1939, stundaði nám í tréskipasmíði við skipasmíðastöð BGT á Ísafirði 1940, nám í flugvélasmíði við Marinens Flyvevåben í Kaupmannahöfn 1940, stundaði verklegt nám í stálskipasmíði, rafsuðu, járnsteypu og rennismíði við Ørlogsværftet á námstíma í verkfræði í Kaupmannahöfn, lauk prófum í skipaverkfræði frá DTH 1947, lærði jafnframt flugvélaverkfræði sem aukagrein og sótti námskeið í tæknilegri ljósmyndun.
 

 

Hjálmar var skipaverkfræðingur hjá Helsingör Skibsværft og Maskinbyggeri A/S í Danmörku, hjá Cook, Welton & Gemmel Ltd og hjá Stálsmiðjunni hf. í Reykjavík 1948-54. Hann var skipaskoðunarstjóri og skipaskráningarstjóri 1954-70, siglingamálastjóri 1970-85 og forseti Alþjóðasiglingamálastofnunar SÞ í Lundúnum 1969-71.
 

 

Hjálmar sinnti viðamiklum rannsóknarstörfum vegna endurbóta á togurum og öðrum fiskiskipum er varða ísingu og stöðugleika þeirra. Auk þess vann hann að endurbótum gúmmíbjörgunarbáta og búnaði þeirra. Hann kom upp búnaði Stálsmiðjunnar við smíði stálskipa og hannaði og stjórnaði smíði Magna, fyrsta stálskipsins sem smíðað var hér á landi, og hannaði fjölda annarra skipa. Hann olli byltingu í gerð mastra með þrífótamastri í stað víravanta og hannaði fyrsta íslenska hringnótafiskiskipið með lokað milliþilfar frá bakka að brú.
 

 

Hjálmar gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir íslenska ríkið og IMO, Alþjóðasiglingamálastofnun SÞ og fór oft fyrir þeim samtökum í öryggismálefnum skipa og baráttu gegn mengun sjávar vegna skipaumferðar. Hann var auk þess einn dáðasti landslags- og náttúruljósmyndari þjóðarinnar.
 

 

Hjálmar lést 7. apríl 2009Skráð af Menningar-Bakki.

04.06.2020 21:34

Bryggjusýn

 

 

 

 

 Bryggjusýn

 


Jóhanna ÁR 206 við brygghu í Þorlákshöfn og árið er 2008 í júní.
 


Skráð af Menningar-Bakki.

02.06.2020 20:27

Einar Andrésson - Fæddur 18. apríl 1953 - Dáinn 15. maí 2020 - MinningMynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

 

 

 - Einar Andrésson -

 

 -Fæddur 18. apríl 1953 -

 

 - Dáinn 15. maí 2020 -

 

 - Minning -

 

 

Ein­ar Andrés­son fædd­ist í Reykja­vík 18. apríl 1953. Hann lést á heim­ili sínu í Reykja­vík 15. maí 2020.

 

For­eldr­ar hans voru hjón­in Andrés Ingi­bergs­son rak­ari og sjúkra­liði, f. 26.1. 1924, d. 30.6. 2000, og Guðrún Guðna­dótt­ir verka­kona og hús­móðir frá Eyj­um í Kjós, f. 31.5. 1917, d. 4.12. 1987.

 

Bræður Ein­ars eru Sig­urður Ingi Andrés­son, f. 1945, kona hans er Soffía Sig­urðardótt­ir, og Gunn­ar Guðni Andrés­son, f. 1947, maki Guðbjörg Aðal­heiður Stef­áns­dótt­ir.

 

Ein­ar kynnt­ist Hólm­fríði Grön­dal árið 1982 og þau giftu sig 1986, en þau slitu síðar sam­vist­um. Son­ur þeirra er Ingi­berg­ur, f. 14.4. 1989. Son­ur Ingi­bergs og Hrefnu Hilm­ars­dótt­ur er Ein­ar Þór, f. 14.12. 2015.

 

Ein­ar var einnig upp­eld­is­faðir dótt­ur Hólm­fríðar, Kol­brún­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur, f. 3.12. 1980, d. 11.7. 1998. Síðari sam­býl­is­kona Ein­ars frá 1987 til 2003 er Halla Halls­dótt­ir. Dótt­ir þeirra er Hróðný Rún, f. 18.1. 2001. Börn Höllu og stjúp­börn Ein­ars eru Fann­ar Þór, f. 1987, og Íris Ösp, f. 1990.

 

Ein­ar varð ung­ur virk­ur í fé­lags­störf­um, fyrst í skóla­fé­lög­um og æsku­lýðsstarfi og síðan í hreyf­ingu ungs og rót­tæks vinstri­fólks og virk­ur í starfi þeirra um ára­bil.

 

Ein­ar starfaði sem fanga­vörður í 40 ár og var formaður Fanga­varðafé­lags Íslands í nokk­ur ár og sat lengi í stjórn þess fé­lags og samn­inga­nefnd og einnig í stjórn Starfs­manna­fé­lags rík­is­stofn­ana og gegndi marg­vís­leg­um trúnaðar­störf­um fyr­ir stétt­ar­fé­lög­in.

 

Hann beitti sér fyr­ir um­bót­um í meðferð fanga og mennt­un þeirra.

 

Útför­in fór fram frá Grafar­vogs­kirkju í dag, þriðjudaginn  2. júní 2020.

_____________________________________________________________________________Minningarorð Guðmumdar Gíslasonar

 

Mig lang­ar til að kveðja með nokkr­um orðum Ein­ar Andrés­son, sam­starfs­fé­laga til margra ára, sem varð bráðkvadd­ur á heim­ili sínu 15. maí sl. Leiðir okk­ar Ein­ars lágu fyrst sam­an fyr­ir meira en 40 árum í Hegn­ing­ar­hús­inu Skóla­vörðustíg 9, þegar við störfuðum þar á vökt­um sem fanga­verðir í sum­araf­leys­ing­um. Síðar þróuðust mál þannig að við urðum báðir fa­stráðnir í fang­elsis­kerf­inu, ég sem for­stöðumaður fang­elsa á höfuðborg­ar­svæðinu og Ein­ar sem aðstoðar­varðstjóri og síðar varðstjóri. Ein­ar starfaði við öll fang­els­in á höfuðborg­ar­svæðinu, einnig á Litla-Hrauni um hríð, en lengst af var hann varðstjóri í Fang­els­inu Kópa­vogs­braut 17. Þegar hann lést vann hann í Fang­els­inu Hólms­heiði.

 

Ein­ar gegndi ýms­um trúnaðar­störf­um fyr­ir fanga­verði. Hann var um ára­bil formaður Fanga­varðafé­lags Íslands, var í fram­varðasveit kjara­bar­áttu fanga­varða og var virk­ur á sviði sam­starfs nor­rænna fanga­varðafé­laga. Við átt­um gott sam­starf á sviði mennt­un­ar fanga­varða í Fanga­varðaskól­an­um, en hann var áhuga­sam­ur um þau mál. Mér er sér­stak­lega minn­is­stætt varðandi Ein­ar hve fús­lega hann gaf sig að öllu sem að starf­inu laut. Hann var nán­ast alltaf til­bú­inn að mæta á auka­vakt ef með þurfti, var óþreyt­andi við að koma með ábend­ing­ar og að leggja sitt af mörk­um í fé­lags­mál­um og bar hag skjól­stæðinga sinna mjög fyr­ir brjósti.

 

Þrátt fyr­ir að heils­an væri ekki alltaf í topp­st­andi kvartaði Ein­ar ekki, hann bjó yfir miklu þolgæði og seiglu og fór sínu fram með hægð. Hann var góður fé­lagi, dag­far­sprúður og ljúf­ur í lund, lét ekki skapið hlaupa með sig í gön­ur en var fast­ur fyr­ir.

 

Sam­starfs­menn og skjól­stæðing­ar sakna Ein­ars Andrés­son­ar, hann var dreng­ur góður, blessuð sé minn­ing hans. Aðstand­end­um sendi ég inni­leg­ar samúðarkveðjur.

 

Guðmund­ur Gísla­son.

___________________________________________________

 

Minningarorð Árna Stefáns Jónssonar.Við kveðjum í dag kær­an fé­laga sem kvaddi allt of snemma. Ein­ar Andrés­son fanga­vörður var sterk stoð í starfi SFR stétt­ar­fé­lags og síðar Sam­eyk­is. Hann sinnti ótal trúnaðar­hlut­verk­um fyr­ir fé­lög­in. Hann sat meðal ann­ars í stjórn SFR, var formaður Fanga­varðafé­lags Íslands og í mörg ár trúnaðarmaður og full­trúi okk­ar á þingi BSRB, auk þess að vera fé­lags­leg­ur end­ur­skoðandi reikn­inga SFR og síðar Sam­eyk­is. Fer­ill Ein­ars inn­an fé­lags­ins er lang­ur, enda var hann traust­ur og úrræðagóður og góður liðsmaður í for­ystu þess í fjölda ára. Það var gott að leita til hans. Hann íhugaði mál­in í ró­leg­heit­um og anaði ekki að neinu. Hann lá þó ekki á skoðunum sín­um og var fast­ur fyr­ir þegar á þurfti að halda.

 

Ein­ari var afar um­hugað um Fanga­varðafé­lag Íslands og var vak­inn og sof­inn yfir stöðu fanga­varða og rétt­ind­um þeirra. Oft­ar en ekki sá ég hann koma þung­bú­inn inn gang­inn í átt að skrif­stof­unni minni þar sem hann sett­ist niður og við rædd­um sam­an um mál­efni fanga­varða og fé­lags­ins. Fé­lagið hef­ur látið til sín taka á mörg­um sviðum og er virkni þess ekki síst Ein­ari að þakka.

Ein­ar starfaði eins og kunn­ugt er sem fanga­vörður stór­an hluta ævi sinn­ar. Meðal starfs­fé­laga sinna eignaðist hann trausta vini. Ekki er langt síðan hann lét af því starfi en hann sinnti áfram fé­lags­störf­un­um og var í trúnaðar­störf­um fyr­ir fé­lagið fram til þess síðasta.

 

Við fé­lag­ar hans hjá Sam­eyki höfðum hvatt hann til þess að halda áfram að láta til sín taka inn­an fé­lags­ins, enda þekkt­um við sterk­an fé­lags­anda hans. Það er sann­ar­lega mik­ill miss­ir að hon­um í starfi okk­ar. Við kveðjum kær­an fé­laga með trega og send­um hug­heil­ar samúðarkveðjur til fjöl­skyldu hans og vina.

 

Árni Stefán Jóns­son,

formaður Sam­eyk­is stétt­ar­fé­lags í al­mannaþjón­ustu.Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.
.

.
Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.
.
.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 


Skráð af Menningar-Bakki. 

 

01.06.2020 09:00

1. júní 1936 - Ungmennafélag Selfoss

 

Ungmennafélag Selfoss - Home | Facebook

 

 -1. júní 1936 -

 

 

Ungmennafélag Selfoss 

 

 

Ungmennafélag Selfoss var stofnað á Selfossi annan dag hvítasunnu, þann 1. júní 1936.

 

Það voru tíu ungir Selfyssingar sem stóðu að stofnun þess.

 

Í dag eru átta deildir innan félagsins.

 

Þær eru:

 

fimleikadeild,

frjálsíþróttadeild,

handknattleiksdeild,

júdódeild,

knattspyrnudeild,

mótokrossdeild,

sunddeild

og taekwondodeild.


 Skráð af Menningar-Bakki.