Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.11.2018 09:05

Fasteignaskattur í Árborg lækkaður

 

 

 

 

Fasteignaskattur í Árborg lækkaður

 

 

Á fundi bæjarstjórnar Árborgar sem haldinn var 21. nóvember 2018 var lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 þar sem gert er ráð fyrir 505 milljóna króna afgangi. Helst ber til tíðinda að gert er ráð fyrir að A-hluti skili 48,5 milljóna króna afgangi og er það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem áætlun fyrir A-hluta er skilað með afgangi, utan þess að gert var ráð fyrir 4 m.kr. afgangi í þeirri áætlun sem lögð var fram fyrir ári síðan.

 

Samkvæmt áætluninni eru álagningarprósentur skatta á íbúðarhúsnæði lækkaðar umtalsvert til að mæta þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á fasteignamati í sveitarfélaginu. Þannig lækkar fasteignaskattur úr 0,325% í 0,275%, sem er 15,4% lækkun á skattinum.

 

Skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum, eins og það hefur verið reiknað á undanförnum árum, nær nýju lágmarki árið 2019 m.v. framlagða áætlun og verður 122,7%. Breyting hefur þó orðið á lögum um þetta viðmið og reiknast það 106,7% samkvæmt nýjum reglum.i gera kleift að bæta þjónustu við íbúa og auka þannig velsæld og ánægju í sveitarfélaginu. Myndarlegur rekstrarafgangur sé einnig nauðsynlegur svo sveitarfélagið hafi aukna getu til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum á borð við leikskóla, grunnskóla, íþróttahús og fráveitu – sem sé mikilvægt þegar fjölgun íbúa er eins hröð og nú gerist í Árborg.

 

Fjárfest í innviðum

 

Sveitarfélagið Árborg mun fjárfesta í innviðum fyrir rúmlega 10 milljarða á næstu fjórum árum. Uppbygging íbúabyggðar í Bjarkarstykki, með um 650 íbúðum og nýjum grunnskóla, uppbygging íþróttamannvirkja við Engjaveg, nýr leikskóli og hreinsistöð fráveitu, verða stærstu einstöku fjárfestingarnar á tímabilinu.

 

Aldrei áður í sögu sveitarfélagsins hefur verið fjárfest jafn mikið í samfélagslegum innviðum og gert verður á næstu fjórum árum. Til að mæta uppsafnaðri fjárfestingaþörf síðustu ára er mikil fjárfesting framundan á næstu tveimur árum en minnkar á síðari hluta tímabilsins. Meðal annars verður aukinn kraftur settur í orku- og vatnsöflun.


www.dfs.is


 Skráð af Menningar-Staður

 

 

25.11.2018 08:49

Útvörðurinn

 

Mynd frá Gunnar Sigurgeirsson.

 

 

Útvörðurinn 

 

 

Í tilefni aldarafmælis, sjálfstæðis og fullveldis Íslands er boðið á sýningar á heimildamyndina ÚTVÖRÐURINN í Bíóhúsinu Selfossi.

 

Útvörðurinn er mynd um SIGURÐUR PÁLSSON bónda, safn- og vitavörð á Baugsstöðum.

 

Sigurður er samofinn sögu staðarins, Rjómabúsins og Knarrarósvita. Hann er fróður á sagnaslóðum við ströndina frá Loftstaðarhól að Fornu-Baugsstöðum.


Í myndinni er sagt frá, sjósókn frá Loftstaðasandi, Þuríði-Formanni, Flóaáveitunni og sjávarflóðum á Eyrum. Þá er og sagt frá Landnámsmönnum, þjóðtrúnni og Galdra-Ögmundi. Einnig koma stríðsárin og Kaldaðarnesflugvöllur við sögu svo og Vormenn Íslands og mannlífið í Flóanum.

 

Kvikmyndin er eftir Gunnar Sigurgeirsson, tónlist Hilmar Örn Hilmarsson og kvæðamaður og þulur Steindór Andersen.

 

Sýningardagar eru 1., 2., og 3. des. 2018 kl. 17:00 alla sýningardaga.

 

Frítt inn!
 

 Skráð af Menningar-Staður.

24.11.2018 07:01

Aðsóknarmetið í Bókakaffinu á Selfossi bætt í fyrrakvöld

 

 

 

Aðsóknarmetið

 

í Bókakaffinu á Selfossi bætt í fyrrakvöld
 

 

Fimmtudagskvöldið 22. nóvember var aðsóknarmetið slegið á upplestrarkvökdi í Bókakaffinu á Selfossi þegar 77 manns mættu.

Meira síðar.

Nokkrar myndir frá metkvöldinu:


..

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason..

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.Skráð afg Menningar-Staður

21.11.2018 22:02

Jólaupplestur í Bókakaffinu 22. nóv. 2018

 

 

 

Jólaupplestur í Bókakaffinu 22. nóv. 2018

 

 

Dagskrá um Kambsmálið,

 

Gullhreppar, Svikarinn

 

og Gunnar í Hrútatungu

 

 

Fyrsta jólaupplestrarkvöld Bókakaffisins á Selfossi verður á morgun fimmtudagskvöldið 22. nóvember 2018.

 

Samkoman hefst með stuttri dagskrá um bókina Kambsmálið eftir Jón Hjartarson fyrrverandi fræðslustjóra.

Hér segir frá atburðum sem urðu á bænum Kambi í Árneshreppi árið 1953 þegar til stóð að sundra fátækri fjölskyldu í kjölfar andláts bóndans. Auk höfundarins koma að dagskránni heimildamenn hans, heimasæturnar á Kambi sem nú eru við aldur en voru aðeins unglingar þegar þær stóðu upp og ráku af höndum sér aldagamlar venjur sem ríktu við ráðstöfun fátæklinga. Hinar öldnu Kambssystur hafa eins og bókarheitið ber með sér engu gleymt og geyma með sér dýrmætan baráttuanda sem er vegvísir og fyrirmynd komandi tímum.

 

Eftir upplestur, fyrirspurnir og umræður um Kambsmálið lesa þrír höfundar úr verkum sínum.

 

Lilja Magnúsdóttir les úr bókinni Svikarinn sem ástarsaga og saga úr íslenskum samtíma.

 

Gunnar Sæmundsson frá Hrútatungu les úr sjálfsævisögu sinni, Genginn ævivegur en Gunnar var lengi í forystusveit bænda og kom að margvíslegum félagsmálum í heimahéraði og á landsvísu.

 

Bjarni Harðarson les úr 18. aldar skáldsögunni Í Gullhreppum þar sem segir frá Skálholtsstól og þjóðsagnapersónunni Þórði í Reykjadal.

 

Að vanda er Bókakaffið opnað kl. 20 svo gestir geti fengið sér sæti og sýnt af sér kæti.

Klukkan 20:30 hefst formleg dagskrá og stendur í klukkustund.

 

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Kakó og kaffi á tilboðsverði.
 

 

Skráð af Menningar Staður

21.11.2018 06:29

Aftur til 19. aldar

 

 

Bóka­stof­an.

Íbúðin er nú kom­in í sína upp­runa­legu liti og í bóka­stof­unni

er fjöldi rita um Jón for­seta og Ingi­björgu, sem marg­ir hafa skrifað um.

 

 

Aftur til 19. aldar

 

 

Heim­ili Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur og Jóns for­seta

í Kaup­manna­höfn end­ur­gert eft­ir heim­ild­um

í til­efni full­veldisaf­mæl­is. Var miðstöð sam­fé­lags

Íslend­inga og verður opnað 6. des­em­ber næst­kom­andi.

 

Ingi­björg var skör­ung­ur sem skóp og mótaði menn­ing­ar­heim­ili sem var miðstöð Íslend­inga í Kaup­manna­höfn. Okk­ur finnst mik­il­vægt að halda henn­ar þætti til haga á sýn­ing­unni í end­ur­gerðri íbúðinni,“ seg­ir Mar­grét Hall­gríms­dótt­ir þjóðminja­vörður. Þessa dag­ana er verið að leggja loka­hönd á end­ur­bæt­ur á íbúðinni í Jóns­húsi á Øster Vold­ga­de 12 í Kaup­manna­höfn, þar sem þau Jón Sig­urðsson for­seti og Ingi­björg Ein­ars­dótt­ir kona hans bjuggu frá 1852 til dán­ar­dæg­urs, en þau lét­ust bæði árið 1879.

 

Á þriðju hæð

Alþingi Íslend­inga fékk hús Jóns Sig­urðsson­ar við Aust­ur­vegg, eins og gat­an heit­ir upp á ís­lensku, að gjöf 1966. Þar hef­ur æ síðan verið marg­vís­legt fé­lags­starf og menn­ing­ar­líf á veg­um Íslend­inga í Kaup­manna­höfn, auk íbúða sem ís­lensk­ir fræðimenn hafa aðgang að. Þá hef­ur frá upp­hafi verið minn­ing­ar­stofa um Jón Sig­urðsson með sýn­ingu í bygg­ing­unni.

Í tím­ans rás hafa þó verið gerðar ýms­ar breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi sýn­ing­ar­inn­ar, sem hef­ur verið á þriðju hæð húss­ins þar sem íbúð þeirra Ingi­bjarg­ar og Jóns var. Síðast var þar uppi sýn­ing meðal ann­ars með mun­um úr inn­búi Jóns og Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur, sem Þjóðminja­safn Íslands varðveit­ir. Muna marg­ir vafa­lítið eft­ir mubl­um og fleiru úr bú­inu sem var á sýn­ing­um safns­ins, eins og það var forðum daga, og eins því að á nú­ver­andi grunn­sýn­ingu safns­ins er einnig fjallað um Ingi­björgu og Jón.

 

Heim­ili byggt á rann­sókn­um

Á síðasta ári, þegar und­ir­bún­ing­ur fyr­ir hátíðahöld í til­efni af 100 ára af­mæli full­veld­is Íslands hófst, vaknaði sú hug­mynd að end­ur­gera sýn­ing­una í Jóns­húsi. Fól Alþingi Þjóðminja­safn­inu að hanna og setja upp sýn­ingu. Þá var ákveðið að íbúðin skyldi gerð upp svo hún yrði sem lík­ust því sem var á tím­um Jóns og Ingi­bjarg­ar. Er heim­ilið end­ur­gert á grund­velli rann­sókna á íbúðinni sjálfri, sagn­fræðileg­um heim­ild­um og varðveitt­um mun­um heim­il­is­ins í safn­kosti Þjóðminja­safns.

„Okk­ur fannst þetta strax áhuga­vert verk­efni og þá ekki síst að end­ur­gera íbúðina út frá heim­ild­um og rök­studd­um til­gát­um,“ seg­ir Mar­grét Hall­gríms­dótt­ir.

Þjóðminja­safnið fól Láru Magnús­ar­dótt­ur sagn­fræðingi að kanna til­tæk­ar heim­ild­ir um hvernig heim­ili Jóns og Ingi­bjarg­ar hefði litið út og skilaði sú rann­sókn heil­miklu. Einnig var höfð hliðsjón af þekk­ingu og heim­ild­um um borg­ara­leg heim­ili í Dan­mörku á síðari hluta 19. ald­ar.

 

„Í þessu verk­efni hef­ur verið val­inn maður í hverju rúmi og sam­vinn­an afar gef­andi. Mjög munaði um að við feng­um eins og svo oft áður danska for­vörðinn Robert Lar­sen, sem starfað hef­ur hjá Þjóðminja­safni Dana, til liðs við okk­ur. Í Jóns­húsi tók hann sig til og skóf hvert máln­ing­ar­lagið ofan af öðru þannig að hinir upp­haf­legu lit­ir í íbúðinni sáust,“ seg­ir Mar­grét.

 

Thor­vald­sensgul­ur og Ítal­íurautt

Og það fer ekk­ert á milli mála; eld­húsið var gul­brúnt, gang­ur­inn Thor­vald­sensgul­ur eins og það er kallað, bóka­stof­an Ítal­íurauð, stáss­stofa og svefn­her­bergi græn og horn­stof­an í ljósgul­um lit. Hóp­ur iðnaðarmanna hef­ur sinnt þess­um end­ur­bót­um út frá sýn­ing­ar­hand­riti og hef­ur Halla Bene­dikts­dótt­ir, um­sjón­ar­maður Jóns­húss, haft um­sjón með fram­kvæmd­un­um. Þá hef­ur Jón Run­ólfs­son, fyrr­ver­andi um­sjón­ar­maður, komið að mál­um.

Halla hef­ur til að mynda fengið ís­lensk­ar kon­ur bú­sett­ar í Kaup­manna­höfn til að sauma í púða og tex­tíla eins og prýddu heim­ili hjón­anna um miðja 19. öld. Allt eru þetta forkunn­ar­fagr­ar hannyrðir. Þá hef­ur bóka­safni húss­ins sem til­heyr­ir arf­leifð Jóns verið komið fyr­ir í bóka­stofu heim­il­is Ingi­bjarg­ar og Jóns ásamt út­gefn­um bók­um um líf og starf Jóns for­seta. Bóka­stofa Jóns er mik­il­væg­ur hluti sýn­ing­ar­inn­ar.

 

Hús­búnaður frá forn­söl­um

Þegar kom svo að því að velja hús­búnað var ákveðið að sýna ekki viðkvæm­ar þjóðminj­ar held­ur kaupa hús­búnað frá miðri 18. öld á forn­söl­um í Kaup­manna­höfn og reynd­ist úr nægu að velja. „Við vild­um að fólk gæti sest niður við borð eða í sófa og um­hverfið væri þannig að fólk gæti notið, hand­leikið og skoðað. Gildi mun­anna úr hinu upp­haf­lega inn­búi Ingi­bjarg­ar og Jóns er meira en svo að áhætta sé tek­in. All­ir í sýn­ing­ar­hópn­um, hönnuðir, for­verðir, sér­fræðing­ar og starfs­menn húss­ins und­ir stjórn verk­efn­is­stjóra, hafa verið ótrú­lega út­sjón­ar­sam­ir við að finna muni á forn­söl­um og mér finnst út­kom­an mjög skemmti­leg,“ seg­ir Mar­grét.

Sem fyrr seg­ir hef­ur stjórn sýn­ing­ar­inn­ar verið í hönd­um þjóðminja­varðar í umboði Alþing­is. Heiti henn­ar er Heim­ili Ingi­bjarg­ar og Jóns. Miðstöð Íslend­inga í Kaup­manna­höfn 1851-1879. Heim­ilda­öfl­un vegna sýn­ing­ar­inn­ar hef­ur verið í hönd­um sýn­ing­ar­höf­und­ar og sér­fræðinga Þjóðminja­safns. Af nægu er að taka, enda margt til skráð um líf og starf Ingi­bjarg­ar og Jóns. Verður sá fróðleik­ur aðgengi­leg­ur í íbúðinni í Jóns­húsi á vegg­spjöld­um. Hönnuðir sýn­ing­ar­inn­ar eru þeir Þór­ar­inn Blön­dal og Finn­ur Arn­ar Arn­ars­son. Fjöl­marg­ir aðrir sér­fræðing­ar hafa komið að verk­efn­inu und­ir verk­efn­is­stjórn Evu Krist­ín­ar Dal hjá Þjóðminja­safni Íslands.

 

Fjöl­sótt­ur staður

Sýn­ing­in í Jóns­húsi verður opnuð 6. des­em­ber næst­kom­andi; á Nikulás­ar­messu og fæðing­ar­degi dr. Kristjáns Eld­járns þjóðminja­varðar og for­seta Íslands. Mar­grét seg­ir dag­setn­ing­una skemmti­lega en góða til­vilj­un, með vís­an til þess að fáum hafi tek­ist eins vel upp og Kristjáni í frá­sögn­um af þjóðmenn­ingu og sögu Íslend­inga og gert hana aðgengi­lega al­menn­ingi.

 

„Hér í Kaup­manna­höfn er ekki til neitt sem sýn­ir íbúð 19. ald­ar og að því leyti mun sýn­ing­in í íbúð þeirra Ingi­bjarg­ar hér í Jóns­húsi hafa mikið gildi,“ seg­ir Halla Bene­dikts­dótt­ir. Hún hef­ur búið í Kaup­manna­höfn í tæp­an ára­tug og síðastliðin þrjú ár verið um­sjón­ar­maður Jóns­húss. Þar er aðset­ur Íslend­inga­fé­lags­ins í Kaup­manna­höfn, fimm ís­lensk­ir kór­ar æfa í hús­inu, viku­lega er þar ís­lensku­skóli fyr­ir börn, stund­um sunnu­dagskaffi fyr­ir gesti og fleira skemmti­legt.

„Hingað koma senni­lega á bil­inu 1.200-1.300 manns á mánuði og verða sjálfsagt fleiri eft­ir að ný og áhuga­verð sýn­ing verður opnuð,“ seg­ir Halla í Jóns­húsi að síðustu.

 

 

 

Morgunblaðið
Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
sbs@mbl.is

 Skráð af Menningar-Staður

 

20.11.2018 21:25

Þrettán sækja um mannauðsstjórann í Árborg

 

 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á dögunum tillögu

Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um að ráðinn verði

mannauðsstjóri til sveitarfélagsins frá næstu áramótum.

 

 

Þrettán sækja um mannauðsstjórann í Árborg

 

 

Þrettán umsækjendur eru um nýtt starf mannauðsstjóra hjá Sveitarfélaginu Árborg sem auglýst var á dögunum. Mannauðsstjórinn á að hefja störf um áramótin.

 

Umsækjendurnir eru:

 

Baldur Þ. Guðmundsson, fv. útibússtjóri
Bergdís Linda Kjartansdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði
Elsa María Rögnvaldsdóttir, sviðsstjóri kjaramála
Emilia Christina Gylfadóttir, sérkennari
Hafdís Bjarnadóttir, samskiptafulltrúi
Hólmsteinn Jónasson, sérfræðngur í mannauðssmálum
Indriði Indriðason, fv. sveitarstjóri
Inga Jara Jónsdóttir, ráðgjafi
Linda Björk Hávarðardóttir, vendor manager
Ólöf Jóna Tryggvadóttir, verkefnastjóri í mannauðsdeild
Stefan Petursson, sjúkraflutningamaður
Thelma Sigurðardóttir, fv. leikskólastjóri
Valdimar Þór Svavarsson, fyrirlesari/ráðgjafi

 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á dögunum tillögu Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um að ráðinn verði mannauðsstjóri til sveitarfélagsins frá næstu áramótum.

 

Í greinargerð með tillögunni segir að mjög hafi komið fram í máli starfsmanna og kjörinna fulltrúa að þörf sé á ráðningu mannauðsstjóra til sveitarfélagsins. Almennt megi reikna með að mannauðsstjóra sé þörf þegar starfsmannafjöldi nær 80-120 en starfsmenn Árborgar eru fleiri en 700.Skráð af Menningar-Staður.

20.11.2018 06:46

Merkir Íslendingar - Stefán Valgeirsson

 

 

Stefán Valgeirsson (1918 - 1998).

 

 

Merkir Íslendingar - Stefán Valgeirsson

 

 

Stefán Val­geirs­son fædd­ist í Auðbrekku í Hörgár­dal 20. nóvember 1918

og ólst þar upp. For­eldr­ar hans voru Anna Marí Ein­ars­dótt­ir frá Borg­ar­f­irði eystri og Val­geir Sig­ur­jón Árna­son í Auðbrekku.

 

Meðal föður­systkina Stef­áns var Hilm­ar, faðir Gunn­ars sem var bæj­ar­stjóri á Raufar­höfn, og Þóris bruna­mála­stjóra. Val­geir var son­ur Árna Jónatans­son­ar, bónda í Auðbrekku, bróður Sig­urðar, föður Þóris náms­stjóra. Móður­syst­ir Stef­áns var Jóna Möller, amma Rík­arðs Páls­son­ar hljómlist­ar­manns. Anna var dótt­ir Ein­ars Pét­urs­son­ar, ráðsmanns á Há­reks­stöðum, og Þóreyj­ar Jóns­dótt­ur.

 

Stefán kvænt­ist 1948 Fjólu Guðmunds­dótt­ur hús­freyju og eignuðust þau sex börn, en misstu elsta son sinn tví­tug­an í flug­slysi.

 

Stefán lauk bú­fræðiprófi frá Bænda­skól­an­um á Hól­um í Hjalta­dal 1942, var síðan verk­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg og á Kefla­vík­ur­flug­velli og síðar for­stjóri Leigu­bif­reiðastöðvar Kefla­vík­ur vet­urna 1952-61, en sinnti bú­störf­um í Auðbrekku á sumr­in þar sem hann bjó fé­lags­búi með Þóri, bróður sín­um. Stefán var alþing­ismaður Norður­lands­kjör­dæm­is eystra fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn 1967-87. Hann stóð síðan fyr­ir fram­boði Sam­taka jafn­rétt­is og fé­lags­hyggju í Norður­landi eystra, í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga 1987. Sam­tök­in fengu 12,11% at­kvæða og Stefán náði kjöri. Eft­ir að rík­is­stjórn Þor­steins Páls­son­ar fór frá myndaði Stein­grím­ur Her­manns­son stjórn með Alþýðubanda­lagi og kröt­um sem Stefán studdi.

 

Hann var formaður Bind­ind­is­fé­lags­ins Vak­andi í Hörgár­dal um ára­bil, formaður FUF í Eyjaf­irði og Fram­sókn­ar­fé­lags Eyf­irðinga, sat lengi í bankaráði Búnaðarbank­ans og var formaður þess, sat í stjórn Stofn­lána­deild­ar land­búnaðar­ins í rúma tvo ára­tugi og formaður frá 1973 og sat í stjórn Byggðastofn­un­ar á ár­un­um 1987-90.

 

Stefán lést 14. mars 1998.


Morgunblaðið 20. nóvember 2018.Skráð af Menningar-Staður.

19.11.2018 20:30

Merkir Íslendingar - Jóhann Gunnar Ólafsson

 

 

Jóhann Gunnar Ólafsson (1902 - 1979).

 

 

Merkir Íslendingar - Jóhann Gunnar Ólafsson

 

 

Jóhann fæddist í Vík í Mýrdal 19. nóvember 1902,

sonur Ólafs Arinbjarnarsonar, verslunarstjóra í Vík og útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, og k.h., Sigríðar Eyþórsdóttur húsfreyju.


 

Foreldrar Ólafs voru Arinbjörn Ólafsson, bóndi og útgerðarmaður í Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, og Kristín Björnsdóttir, f. Beck. Sigríður var systir Ásgeirs, föður Ásgeirs forseta og Ragnars ráðunautar, föður Úlfs læknis. Systir Sigríðar var Jóhanna, móðir Eyþórs Gunnarssonar, háls-, nef- og eyrnalæknis, föður Gunnars fréttamanns, föður Eyþórs tónlistarmanns.

 

Sigríður var dóttir Eyþórs Felixsonar, kaupmanns í Reykjavík, og Kristínar Grímsdóttur húsfreyju.
 

 

Jóhann lauk stúdentsprófi frá MR 1923, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1927 og öðlaðist hrl.-réttindi 1968.
 

 

Eiginkona Jóhanns var Ragna Haraldsdóttir húsfreyja og eignuðust þau fimm börn.
 

 

Jóhann var lögfræðingur í Vestmannaeyjum, settur bæjarstjóri þar 1929 og kosinn bæjarstjóri 1930. Hann var settur sýslumaður í Skagafirði vegna forfalla 1939 og var bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður Ísafjarðarsýslu 1943-68. Hann flutti þá til Reykjavíkur og fékkst þar við lögmannsstörf og sagnfræði.
 

 

Jóhann var mikill bókamaður og feikilega fróður um margvísleg efni. Hann var sannkallaður menningarforkólfur í Eyjum og á Ísafirði, einn af stofnendum knattspyrnufélagsins Týs í Eyjum og fyrsti formaður þess, einn af stofnendum Tónlistarfélags Ísfirðinga og fyrsti formaður þess, hvatamaður að stofnun Héraðsskjalasafns Ísfirðinga og stjórnarformaður Byggðasafns Ísfirðinga og aðalhvatamaður að stofnun Sögufélags Ísfirðinga.
 

 

Eftir Jóhann liggur mikið safn af sagnfræðilegum þáttum og greinum í blöðum og tímaritum, margt býsna athyglisvert og skemmtilegt. Þar er ekki síst að finna söguþætti er lúta að Vestmannaeyjum og Ísafirði.
 

 

Jóhann lést 1. september 1979.
 Skráð af Menningar-Staður.

18.11.2018 06:56

Veisla -Sviðavina- á Eyrarbakka

 


-Sviðavinirnir- sem stóðu fyrir veislunni í gær á Stað.
F.v.: Guðmundur Emilsson, Ragnar Emilsson og Björn H. Hilmarsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


 

 

Veisla -Sviðavina- á Eyrarbakka

 

 

Í gær, laugardagskvöldið 17. nóvember 2018, héldu  -Sviðavinir- á Eyrarbakka veislu í Alþýðuhúsinu Stað á Eyrarbakka.Á borðum voru heit og köld við með öllu tilheyrarndi og var veislan vel sótt.

 

Sviðavinirnir sem stóðu fyrir veislunni voru; Björn H. Hilmarsson, Ragnar Emilsson og Guðmundur Emilsson.Menningar-Staður færði veisluna til myndar sem er á þessari slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/288795/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

17.11.2018 16:49

Hrútavinir og Flugfélagið Ernir á Reykjavíkurflugvelli 11. nóvember 2018

 


F.v.: Hörður Guðmundsson,  Jónína Guðmundsdóttir, Guðni Ágústsson

og Hörður Kristjánsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Hrútavinir og

 

Flugfélagið Ernir á Reykjavíkurflugvelli

 

11. nóvember 2018

 

 

Heimsatburður átti sér stað í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli  sunnudaginn 11. nóvember 2018.  Þar var tekið á móti norðlenskri forystukind sem kom fljúgandi frá Húsavík og henni gefið nafnið Flugfreyja með viðhöfn.

 

Eigandi kindarinnar er Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi. Hann var mættur á Reykjavíkurflugvöll ásamt fríðu förnueyti Hrútavina til að taka á móti kindinni.Þetta er enn eitt dæmi  um þjóðlegt og menningarlegt  -SAMAFL- Vestfirðinga og Sunnlendinga með forystuaðkomu Hrútavinafélagsins Örvars og félagsmanna víða um land.Menningar-Staður færði til myndar og eru á þessari slóð:
    http://menningarstadur.123.is/photoalbums/288793/

 

Nokkrar myndir:

 


F.v.: Hörður Guðmundsson, Jóhannes Kristjánsson, Guðni Ágústsson

og Jónína Guðmundsdóttir.

.

 

F.v.: Jóna Guðrún Haraldsdóttir og Jónína Guðmundsdóttir. 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.