Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.06.2020 08:37

1. júní 1996 - Ísafjarðarbær verður til

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

1. júní 1996 -

 

Ísafjarðarbær verður til

 

 

Sex sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum sameinuðust undir nafninu Ísafjarðarbær þann 1. júní 1999

 

Þau eru:

 

Þingeyrarhreppur

Mýrahreppur

Mosvallahreppur

Flateyrarhreppur

Suðureyrarhreppur

ÍsafjarðarkaupstaðurSkráð af Menningar-Bakki.

31.05.2020 11:53

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson verður forseti

 

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson (1811 - 1879)


 

 - 30. maí 1851 - 

 

Jón Sigurðsson verður forseti

 

 

Þann 30. maí 1851 var Jón Sigurðsson kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og gegnir þeirri stöðu til dauðadags.Af því var hann jafnan nefndur Jón forseti.Um skeið var hann einnig forseti Alþingis.
 

 Skráð af Menningar-Bakki.

29.05.2020 07:11

Nói Síríus fagnar aldarafmæli í ár

 

 

 

 

Nói Síríus fagnar aldarafmæli í ár

 

 

Spennandi nýjungar í tilefni afmælisins 

 

 

Í tilefni aldarafmælis Nóa-Síríusar var ákveðið að bjóða upp á sérlegar afmælisvörur sem fanga margt af því besta sem fyrirtækið hefur boðið upp á í gegnum árin.

 

Helga Beck, markaðsstjóri Nóa-Síríusar, segir það hafa verið krefjandi og skemmtilegt verkefni að ætla að velja úr þeim fjöldamörgu vörum sem Nói-Síríus hefur framleitt í gegnum tíðina. „Við ákváðum eftir miklar vangaveltur að reyna að koma með breitt úrval vara sem ættu að höfða til allra landsmanna, en þær vörur sem boðið verður upp á í takmarkaðan tíma eru:

 

-Síríus-súkkulaði –

við munum bjóða upp á tvær týpur af Síríus-súkkulaði á sérstöku afmælisverði, hið klassíska rjómasúkkulaði og svo dekkra 56% súkkulaði. Þessar vörur koma í fallegri pakkningu sem skartar Síríus-innsiglinu sem flestir ættu að muna eftir frá síðustu öld. Nóa-töflur

 

– Nóa-töflurnar-

voru fyrst framleiddar um miðja síðustu öld og voru afar vinsælar en þær voru seldar alveg fram á 9. áratuginn. Bragðið mun sennilega koma skemmtilega á óvart og fara með marga í ferðalag áratugi aftur í tímann.

 

-Partí-Trítlar – þessi vara er í öllu nútímalegri búningi en það eru kannski ekki allir sem átta sig á því að Trítla-vörumerkið er næstum þrjátíu ára gamalt! Þetta er æðislegur poki fyrir sumarið en í honum eru þrjár tegundir af Trítlum – frábær til að deila með fjölskyldu og vinum.

 

-Opal-brjóstsykur með peru- og kóngabragði –

þessar tvær tegundir af brjóstsykri voru seldar í mörg ár undir merkjum bæði Opal og Nóa-mola en það kannast sennilega flestir landsmenn við þær. Í upphafi framleiddi Nói brjóstsykur og karamellur og þess vegna fannst okkur við hæfi að ein af afmælisvörunum væri brjóstsykur. Peru- og kóngabrjóstsykur hefur verið framleiddur með hléum síðan snemma á 20. öld og á því hug og hjarta margra Íslendinga. Þessi vara er fyrir mörgum ómissandi í bílinn á ferðalögum sumarsins.Skráð af Menningar-Bakki

28.05.2020 07:07

Merkir Íslendingar - Vilmundur Jónsson

 

 
 

Stjórnmálaþátttaka íslenskra lækna

Vilmundur Jónsson (1889 - 1972).
 

 

Merkir Íslendingar - Vilmundur Jónsson

 

 

Vilmundur fæddist á Fornustekkum í Nesjahreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 28. maí 1889. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, bóndi á Fornustekkum, og k.h., Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja.


 

Eiginkona Vilmundar var Kristín Ólafsdóttir læknir og voru börn þeirra Guðrún, húsfreyja, stúdent og prófarkalesari, móðir Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds prófessors Gylfasona; Ólöf, tannsmiður í Reykjavík, móðir Ólafs viðskipafræðings og Kristínar, ritstjóra Fréttablaðsins Þorsteinsbarna, og Þórhallur, prófessor, faðir Guðrúnar dósents,Torfa verkfræðings og Helgu verkfræðings.

 


Vilmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1911, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1916 og stundaði framhaldsnám m.a. við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og Ullevål Sykehus í Ósló.

 


Vilmundur var héraðslæknir í Ísafjarðarhéraði 1917-31 og var jafnframt sjúkrahúslæknir á Ísafirði og var landlæknir 1931-59.

 

Vilmundur sat í bæjarstjórn Ísafjarðar 1922-31 og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir bæjarfélagið, var skólalæknir MR 1931-38, alþingismaður Ísafjarðarkaupstaðar fyrir Alþýðuflokkinn 1931-33 og í Norður-Ísfjarðarsýslu 1933-34 og frá 1937-41 er hann sagði af sér þingmennsku.


 

Vilmundur var stjórnarformaður Landspítalans 1931-33 og síðar Ríkisspítalanna 1933-59, sat í landskjörstjórn 1933-56, var formaður Manneldisráðs frá stofnun 1939-59, formaður skólanefndar Hjúkrunarskóla Íslands 1945-59 og forseti Læknaráðs frá stofnun 1942-59.


 

Vilmundur var mikill vinur Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar og kemur Vilmundur víða við sögu hjá Þórbergi. Vilmundur var auk þess með áhrifamestu jafnaðarmönnum á sinni tíð og átti m.a. stóran þátt í því að þeir höfnuðu Jónasi frá Hriflu sem ráðherraefni í Stjórn hinna vinnandi stétta 1934.


 

Vilmundur var víðlesinn, þótti afburðagreindur og skemmtilegur í viðkynningu. Hann lést 28. mars 1972.

 Skráð af Menningar-Bakki.

26.05.2020 17:42

26. maí 1845 - 175. ártíð Jónasar Hallgrímssonar

 

 

Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845).

 

 

  - 26. maí 1845 -

 

 

175. ártíð Jónasar Hallgrímssonar

 

 

Jónas Hallgrímsson fæddist á Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807. Foreldrar hans voru séra Hallgrímur Þorsteinsson, astoðarprestur séra Jóns Þorlákssonar, skálds á Bægisá, og Rannveig Jónsdóttir af Hvassafellsætt. Er Jónas var á níunda árinu drukknaði faðir hans í Hraunsvatni.


 

Jónas hóf nám við Bessastaðaskóla 1823, lauk stúdentsprófum 1829 og sigldi síðan til Kaupmannahafnar 1832 og hugðist stunda laganám en söðlaði fljótlega um, hóf nám í náttúrufræði við Hafnarháskóla.


 

Árið 1835 stofnuðu Jónas og félagar hans, þeir Brynjólfur Pétursson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson, ársritið Fjölni. Fjölnir setti sér það markmið að vekja þjóðina af pólitískum dvala, blása í þjóðfrelsisglóðina og upplýsa hana um það besta í skáldskap og vísindum álfunnar. Jónas varð fljótlega helsta skáld íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn og í meira en hundrað ár hefur hann almennt verið talinn ástsælasta skáld þjóðarinnar. Dagur íslenskrar tungu er haldinn á fæðingardegi Jónasar til minningar um framlag hans til íslenskunnar. Hann bjó til ýmis nýyrði, m.a. aðdráttarafl, fjaðurmagnaður, hitabelti, ljósvaki, sjónarhorn, sólmyrkvi og sporbaugur.


 

Jónas lauk prófum í náttúrufræði (steinafræði og jarðfræði) við Kaupmannahafnarháskóla 1838. Hann fékk styrk úr ríkissjóði til rannsókna á náttúrufari Íslands, vann að því verki árin 1839-1842 og fór í rannsóknaferðir um landið. Jónas lenti í hrakningum í aftakaveðri síðsumars 1839 og hafði þá næstum orðið úti, fékk slæma brjósthimnubólgu og náði sér aldrei eftir það. Hann lá rúmfastur í Reykjavík nánast allan næsta vetur. Hann hélt til Kaupmannahafnar 1842 og var búsettur í Danmörku þrjú síðustu æviárin.
 

 

Jónas var á leiðinni heim til sín, seint um kvöld, 20. maí 1845, er hann datt í stiganum og fékk slæmt opið fótbrot fyrir ofan ökkla og var fluttur á Friðriksspítala daginn eftir.


 

Jónas lést 26. maí 1845 og eru því í dag nákvæmlega 175 ár frá dauða hans.

 

 

 

Framan við heimili Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Ljósm.: BIB
Skráð af Menningar-Bakki.

25.05.2020 17:27

25. maí 1920 - Guðjón Samúelsson skipaður húsameistari ríkisins

 


Guðjón Samúelsson (1887 - 1950)
 

 

 

  - 25. maí 1920 - 

 

Eyrbekkingurinn  Guðjón Samúelsson

 

skipaður húsameistari ríkisins

 

 

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson (16. apríl 1887 – 25. apríl 1950) var íslenskur arkitekt og húsameistari ríkisins frá 25. maí 1920 til dauðadags.

Hann teiknaði margar af þekktustu byggingum landsins. Hann var mikill áhugamaður um skipulagsmál og sat í fyrstu skipulagsnefnd ríkisins sem sett var á fót árið 1921 og var höfundur Aðalskipulags Ísafjarðar, fyrsta aðalskipulags sem samþykkt var á Íslandi 1927, og einn af aðalhöfundum fyrsta Aðalskipulags Akureyrarkaupstaðar.

Hugmyndir Guðjóns um skipulag bæja gerðu ráð fyrir aðgreiningu atvinnusvæða og íbúðarsvæða sem þá var nýmæli.


 

Helstu byggingar Guðjóns Samúelssonar:
 

 
  • Safnahúsið á Ísafirði (gamla sjúkrahúsið).
     

 

 

Skráð af Menningar-Bakki

24.05.2020 09:55

Bryggjusýn í Þorlákshöfn

 

 

 

 

        Bryggjusýn í Þorlákshöfn

                og árið er 2005

 

 

.

.

 Skráð af Mennigar-Bakki.

24.05.2020 09:16

ØSTER VOLDGADE 12 Í KAUPMANNAHÖFN

 

 

 

ØSTER VOLDGADE 12 Í KAUPMANNAHÖFN

 

 

Heimili Ingibjargar og Jóns - Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852-1879

 

er nafn á sýningu sem Þjóðminjasafnið stendur fyrir í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

 

Jón var leiðtogi Íslendinga í baráttunni fyrir sjálfstæðu sambandi Íslands við Danakonung og fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu síðari tíma.

 

Heimilið var oft á tíðum líflegt og mannmargt og þar voru haldnir mikilvægustu stjórnmálafundir Íslendinga í Kaupmannahöfn.

 

Á sýningunni er gefin innsýn í daglegt líf á heimili hjónanna Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar.

 

Íbúðin þeirra við Øster Voldgade 12 hefur verið endurgerð svo hún endurspegli búsetu þeirra hér á árunum 1852–1879.

 

Rannsóknir á veggjum íbúðarinnar leiddu í ljós liti frá búskaparárum hjónanna og stuðst var við heimildir um húsbúnað og innréttingar.

 

Heimilið var eins og hvert annað danskt borgaraheimili en heimildum ber saman um að á því hafi verið íslenskur bragur.


 

 

ØSTER VOLDGADE 12 Í KAUPMANNAHÖFN

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

23.05.2020 17:40

Merkir Íslendingar - Oliver Steinn Jóhannesson

 

Oliver Steinn Jóhannesson (1920 - 1985).

 

 

 

Merkir Íslendingar - Oliver Steinn Jóhannesson

 

 

Oli­ver Steinn fædd­ist 23. maí 1920 í Ólafs­vík. For­eldr­ar hans voru hjón­in Jó­hann­es Magnús­son, f. 1887, d. 1936, og Guðbjörg Oli­vers­dótt­ir, f. 1890, d. 1962.

 

Oli­ver ólst upp í Ólafs­vík og frá 1933 í Hafnar­f­irði. Hann lauk gagn­fræðaskóla­prófi frá Flens­borg­ar­skóla, var versl­un­ar­maður hjá KRON og versl­un­ar­stjóri Bóka­versl­un­ar Ísa­fold­ar­prent­smiðju. Hann rak eig­in bóka­versl­un í Hafnar­f­irði 1957-1978 og jafn­framt sitt eigið bóka­for­lag, Skugg­sjá.

 

Oli­ver var í stjórn Fé­lags ís­lenskra bóka­versl­ana 1953-1955, var formaður Bók­sala­fé­lags Íslands sem nú heit­ir Fé­lag ís­lenska bóka­út­gef­enda 1964-1969 og 1980-1984. Hann sat í stjórn Styrkt­ar­fé­lags aldraðra í Hafnar­f­irði frá stofn­un þess 1968, sat í stjórn FH um ára­bil og sat í fyrstu stjórn Frjálsíþrótta­sam­bands Íslands. Hann var bæj­ar­full­trúi í Hafnar­f­irði 1974-1978.

 

Oli­ver var marg­fald­ur Íslands­meist­ari og met­hafi í frjáls­um íþrótt­um 1939-1947, en sér­grein hans var lang­stökk.

 

Eig­in­kona Oli­vers var Sig­ríður Þór­dís Bergs­dótt­ir, f. 1924, d. 1998. Börn þeirra eru þrjú.

 

Oli­ver lést 15. apríl 1985.
 Morgunblaðið laugardagurinn 23. maí 2020.Skráð af Menningar-Bakki.

22.05.2020 07:13

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka slegin af

 

 

 

 

Jónsmessuhátíðin

 

á Eyrarbakka slegin af

 

 

Jónsmessunefnd hefur ákveðið að halda ekki árlega Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka í ár vegna COVID-19 faraldursins.

 

„Við verðum öll að sýna samfélagslega ábyrgð og leggjast á eitt í þessari baráttu sem við stöndum í. Við viljum þó hvetja Eyrbekkinga til þess að gera sér glaðan dag um Jónsmessuna og skreyta húsin sín í hverfalitunum,“ segir í tilkynningu frá Jónsmessunefnd sem hvetur Íslendinga til þess að kíkja í heimsókn á Eyrarbakka í sumar – bara ekki alla á sama tíma.Skráð af Menningar-Bakki.