Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.05.2020 17:34

18. maí 1897

 

 
 

 

 

18. maí 1897 
 


Stokkseyrarhreppi -

 

var skipt í Eyrarbakkahrepp og Stokkseyrarhrepp.


 

 Skráð af Menningar-Bakki.

15.05.2020 08:12

Múrar brotnir á alþjóðlegum degi safna

 

 

Litla-Hraun. Mynd: Gunnar Páll Pálsson.

 

 

Múrar brotnir á alþjóðlegum degi safna

 

 

Alþjóðlegur dagur safna verður þann 18. maí nk. Þann dag verður kynning á verkefninu Múrar Brotnir á Listasafni Árnesinga. Verkefnið Múrar brotnir er samstarfsverkefni listakvennanna Hrefnu Lindar Lárusdóttur og Heru Fjord, fangelsisins á Litla Hrauni og Listasafns Árnesinga.

 

Afsprengi gjöfullar vinnu sem átti sér stað innan veggja fangelsisins

 

Innan veggja fangelsisins á Litla Hrauni var lagt upp í mikla og góða vinnu að þróa 6 vikna listavinnustofu í samstarfi við fangelsismálastofnun þar sem fangarnir fá að koma sinni rödd og tilfinningum í listrænan farveg. Almenningur fær svo að njóta afraksturs þeirrar vinnu og heyra hvað fangarnir hafa að segja. Í samtali við Kristínu Scheving, safnstjóra LÁ kemur fram að þetta verkefni hljómi vel saman við yfirskrift alþjóðlegs dags safna þetta árið. „Þema dagsins í ár er „Söfn eru jöfn“. Markmiðið er að ýta undir fjölbreytni og þátttöku allra í menningarstofnunum samfélagsins. Okkur fannst þetta tilvalið verkefni til þess að kynna á deginum, en vegna framkvæmda verður kynningunni varpað út á nýrri vefsíðu safnsins og á Facebook síðu safnsins,“ segir Kristín.

 

Mikilvægt að fangar njóti menningar og lista

 

Aðspurðar hvernig samstarfið væri með fangelsinu segja Hera og Hrefna: „Samstarfið við fangelsismálastofnun gengur mjög vel. Í febrúar fórum við inn með tveggja klukkustunda vinnustofu á vegum Saga listavinnusetur sem er starfandi á Eyrarbakka og þá sáum við þörfina á verkefni sem þessu.“ Þá segja Hera og Hrefna það skipta máli fyrir fanga að hafa aðgang að list. „Það er löngu kominn tími á ný úrræði og leiðir til betrunar innan fangelsismálastofnunar. Um 50 vistmenn tóku virkan þátt og höfðu mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri listsköpun sem boðið var upp á. Áhrif listar til heilunar og betrunar eru margsönnuð auk þess sem list á að vera aðgengileg öllum, grunnskólabörnum jafnt sem vistmönnum fangelsa og öðrum landsmönnum. Það er líka afar mikilvægt fyrir samfélagið að fangar fái úrvinnslu á sínum málum.“ Verkefnið er fjármagnað af Uppbyggingarsjóði Suðurlands og þær stöllur eru að vinna í frekari fjármögnun.  „Eins og er þá erum við að fjármagna verkefnið og höfum fengið styrk frá Uppbyggingarsjóði en þörfnumst frekara fjármagns til að sinna verkefninu af heilindum,“ segja Hera og Hrefna að lokum.


Dagskráin.


Skráð af Menningar-Staður

14.05.2020 20:04

Ólafur Ragnar Grímsson er 77 ára í dag - 14. maí 2020

 

 

Ólafur Ragnar Grímsson,

f.v. forseti Íslands.

 

 

Ólafur Ragnar Grímsson

 

er 77 ára í dag -

 

14. maí 2020

 

 

Fimmti forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, er fæddur á Ísafirði 14. maí 1943. Hann var forseti 1996 - 2016. Foreldrar hans voru Grímur Kristgeirsson og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar.

 

Ólafur Ragnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962, lauk BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester árið 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 1970, fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í þeirri fræðigrein.

 

Ólafur Ragnar Grímsson var skipaður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1970 og lagði grunn að kennslu í stjórnmálafræði, þá nýrri námsbraut við Háskóla Íslands. Árið 1973 var hann skipaður fyrsti prófessor við Háskóla Íslands í stjórnmálafræði. Á árunum 1970-1988 mótaði hann kennslu og stundaði rannsóknir í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, einkum á íslenska stjórnkerfinu og tók þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi stjórnmálafræðinga.

 

Ólafur Ragnar Grímsson lét snemma að sér kveða á vettvangi íslenskra þjóðmála. Var hann m.a. stjórnandi útvarpsþátta og sjónvarpsþátta á árunum 1966-1971 sem vöktu þjóðarathygli og ruddu nýjar brautir í fjölmiðlun. Hann sat í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1966-1973 og í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1971-1973.

 

Árið 1974 var Ólafur Ragnar Grímsson í framboði til Alþingis fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna og sat á Alþingi sem varaþingmaður 1974 og 1975. Þá var hann formaður framkvæmdastjórnar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974-1975.

 

Á árunum 1978-1983 var Ólafur Ragnar Grímsson þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið og svo þingmaður Reyknesinga 1991-1995, varaþingmaður 1983-1991. Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins var hann 1980-1983 og formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins 1983-1987. Hann starfaði sem ritstjóri Þjóðviljans 1983-1985 og var árið 1987 kjörinn formaður Alþýðubandalagsins og gegndi því embætti til ársins 1995. Á árunum 1988-1991 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar.

 

Ólafur Ragnar hefur sinnt ýmsum öðrum félags- og nefndarstörfum. Hann sat í hagráði 1966-1968, í útvarpsráði 1971-1975, var formaður milliþinganefndar um staðarval ríkisstofnana 1972-1975, formaður Félagsvísindafélags Íslands 1975, varaformaður Öryggismálanefndar 1979-1990, sat í stjórn Landsvirkjunar 1983-1988, sat þing Evrópuráðsins 1981-1984 og aftur 1995-1996, var formaður skipulagsnefndar þingmannaráðstefnu Evrópuráðsins um ráðstefnuna Norður-Suður: Hlutverk Evrópu 1982-1984 og var formaður og síðar forseti alþjóðlegu þingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Action 1984-1990 og sat í stjórn samtakanna til ársins 1996. Fyrir störf sín á þessum vettvangi tók hann við Friðarverðlaunum Indiru Gandhi árið 1987 en auk þeirra hefur hann hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga, svo sem The Robert O. Anderson Sustainable Arctic Award frá Institute of the North í Alaska 2007, Jawaharlal Nehru Award for International Understanding sem forseti Indlands afhenti árið 2010, gullmerki American-Scandinavian Foundation 2014 og Walter J. Hickel orðuna 2015. Hann var í stjórn friðarfrumkvæðis sex þjóðarleiðtoga 1984-1989. Ólafur Ragnar var kjörinn heiðursdoktor frá háskólanum í Ås í Noregi 1997, háskólanum í Manchester 2001, Ríkisháskólanum í Ohio árið 2009, Laval háskólanum í Québec árið 2015 og Kookmin háskólanum í Seoul einnig árið 2015.

 

Ólafur Ragnar Grímsson er höfundur fjölda fræðigreina og ritgerða sem birst hafa bæði í íslenskum og erlendum tímaritum.

 

Ólafur Ragnar kvæntist hinn 14. nóvember 1974 Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur framkvæmdastjóra. Hún var fædd 14. ágúst 1934 og lést 12. október 1998. Foreldrar hennar voru Þorbergur Friðriksson skipstjóri og Guðrún Bech. Tvíburadætur Ólafs og Guðrúnar eru Guðrún Tinna viðskiptafræðingur og Svanhildur Dalla stjórnmálafræðingur og lögfræðingur, fæddar 1975.

 

Hinn 14. maí 2003 kvæntist Ólafur Ragnar Dorrit Moussaieff skartgripahönnuði. Hún er fædd 12. janúar 1950. Foreldrar hennar eru Shlomo Moussaieff og Alisa Moussaieff.Skráð af Menningar-Bakki.

14.05.2020 18:08

Skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

 

 

 

Skólastjóri Barnaskólans

 

á Eyrarbakka og Stokkseyri
Skráð af Menningar-Bakki.

13.05.2020 17:48

Merkir Íslendingar - Ásgeir Ásgeirsson

 


Ásgeir Ásgeirsson ( 1894 - 1972)

 

 

Merkir Íslendingar -

 

Ásgeir Ásgeirsson

 

 

Ásgeir Ásgeirsson var fæddur í Kóranesi á Mýrum 13. maí 1894, dáinn 15. september 1972.

Foreldrar: Ásgeir Eyþórsson (fæddur 3. júlí 1869, dáinn 20. janúar 1942) kaupmaður þar, síðar bókhaldari í Reykjavík og kona hans Jensína Björg Matthíasdóttir (fædd 1. október 1864, dáin 25. október 1928) húsmóðir. Tengdafaðir Gunnars Thoroddsens alþingismanns og ráðherra.

Maki (3. október 1917): Dóra Þórhallsdóttir (fædd 23. febrúar 1893, dáin 10. september 1964), systir Tryggva Þórhallssonar alþingismanns og ráðherra. Foreldrar: Þórhallur Bjarnarson alþingismaður og kona hans Valgerður Jónsdóttir, fósturdóttir Tryggva Gunnarssonar alþingismanns. Börn:

Þórhallur (1919), Vala (1921), Björg (1925).

 

Stúdentspróf MR 1912. Guðfræðipróf HÍ 1915. Framhaldsnám við háskólana í Kaupmannahöfn og Uppsölum 1916–1917. Heiðursdoktor við Manitobaháskóla 18. september 1961 og við Edinborgarháskóla 18. febrúar 1967.

 

Kenndi sund í Vestmannaeyjum sumurin 1914 og 1915. Biskupsritari 1915–1916. Bankaritari við Landsbankann í Reykjavík 1917–1918. Kennari við Kennaraskólann 1918–1927. Fræðslumálastjóri 1926–1931 og 1934–1938. Skipaður 20. ágúst 1931 fjármálaráðherra, lausn 28. maí 1932, en gegndi störfum til 3. júní. Skipaður þann dag forsætis- og fjármálaráðherra, lausn 16. nóvember l933, en gegndi störfum til 28. júlí 1934. Bankastjóri Útvegsbankans í Reykjavík 1938–1952. Kjörinn forseti Íslands 29. júní 1952 og tók við embætti 1. ágúst, endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1956, 1960 og 1964 og gegndi forsetaembætti til 1. ágúst 1968, sat á Bessastöðum.

 

Kosinn 1925 í bankamálanefnd og 1937 í milliþinganefnd í bankamálum. Í stjórn Þingmannasambands Norðurlanda um langt skeið, formaður þess 1930. Í alþingishátíðarnefnd 1926–1930 og í gengisnefnd (formaður) 1927–1935. Formaður Framsóknarflokksins 1932–1933. Skipaður 1937 formaður stúdentagarðsnefndar (til 1952). Í gjaldeyriskaupanefnd 1941–1944. Skipaður 1941 í viðskiptanefnd við Bandaríkin, 1942 í samninganefnd utanríkisviðskipta, 1945 og að nýju 1948 í viðskiptanefnd við Bretland. Í lýðveldishátíðarnefnd 1943–1944. Skipaður 1945 í Hrafnseyrarnefnd, formaður, og átti sæti í henni til æviloka. Fulltrúi í sendinefnd Íslands á fjármálaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bretton Woods 1944. Fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1946–1952. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1947 og 1948.

 

Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1923–1934 (Framsóknarflokkur), 1934–1937 (utan flokka), 1937–1952 (Alþýðuflokkur).

 

Fjármálaráðherra 1931–1932, forsætis- og fjármálaráðherra 1932–1934.

 

Forseti sameinaðs þings 1930–1931. Varaforseti sameinaðs þings 1928–1929.

 

Ævisaga: Gylfi Gröndal: Ásgeir Ásgeirsson (1992).

 

Ritstjóri:

Unga Ísland (1921–1925). Skólablaðið. Mánaðarrit um uppeldi og menntamál (1921–1922). Menntamál. Mánaðarrit um uppeldis- og fræðslumál (1924–1931). Vaka (1927–1929).
 

Af vef Alþingis

 

Skráð af Menningar-Bakki.

12.05.2020 20:47

11. maí 1921 - Vöku­lög­in voru samþykkt á Alþingi

 

 

Togarinn Jón forseti. Fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga.

 

 

11. maí 1921 -

 

Vöku­lög­in voru samþykkt á Alþingi

 

 

Vöku­lög­in voru samþykkt á Alþingi þann 11. maí 1921.Sam­kvæmt þeim áttu há­set­ar á tog­ur­um að hafa „að minnsta kosti 6 klst. óslitna hvíld í sól­ar­hring hverj­um,“ en áður höfðu sjó­menn þurft að standa vakt­ir í tvo til þrjá sól­ar­hringa.Hvíld­ar­tím­inn var lengd­ur í 8 klst. árið 1928 og í 12 klst. árið 1955.


 

 
Skráð af Menningar-Bakki.

11.05.2020 21:32

Merkir Íslendingar - Gunnlaugur Finnsson á Hvilft

 


Gunnlaugur Finnsson (1928 - 2010).

 

 

Merkir Íslendingar -

 

Gunnlaugur Finnsson á Hvilft

 

 

Gunnlaugur Finnsson fæddist á Hvilft í Önundarfirði 11. maí 1928.

Foreldrar hans voru Finnur Finnsson, bóndi þar, og kona hans, Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja. Gunnlaugur stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og brautskráðist þaðan með stúdentsprófi árið 1949. Hann var bóndi á Hvilft frá árinu 1950 fram til 2007. Samhliða bústörfum kenndi hann lengstum við Héraðsskólann á Núpi og síðar við barna- og unglingaskóla á Flateyri þar til hann var kjörinn á þing. Árið 1980 varð hann kaupfélagsstjóri á Flateyri og gegndi því starfi í átta ár.


 

Gunnlaugur Finnsson tók virkan þátt í félagsmálum sveitar sinnar og héraðs. Hann sat um aldarfjórðung í hreppsnefnd Flateyrarhrepps og var oddviti tvö kjörtímabil. Þá var hann formaður Fjórðungssambands Vestfjarða í fjögur ár á þessum tíma. Drjúgum tíma af starfsævi sinni varði Gunnlaugur í þágu þjóðkirkjunnar, sat á kirkjuþingi og í kirkjuráði hálfan þriðja áratug og var jafnframt um tíma í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar. Auk þeirra starfa sem nú hafa verið talin átti hann sæti í ýmsum opinberum og stjórnskipuðum nefndum.


 

Í alþingiskosningunum 1974 var Gunnlaugur í framboði í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Vestfjarðakjördæmi og hlaut kosningu. Sat hann á þingi til 1978. Í kosningunum 1978 var hann á ný í framboði en náði ekki kjöri í þeim sviptingum sem þá voru í íslenskum stjórnmálum. Hann tók þó sæti sem varamaður á útmánuðum 1979 og sat samtals á sex þingum. Á Alþingi var hann formaður félagsmálanefndar neðri deildar og lét sér einkum annt um mennta-, atvinnu-, samgöngu- og byggðamál.


 

Gunnlaugur Finnsson var gegnheill samvinnu- og félagshyggjumaður. Hann var sannfærður um að bæði einstaklingum og samfélagi vegnaði best þegar menn ynnu af einlægni saman að sameiginlegu markmiði. Þannig vann hann hin fjölmörgu störf sem hann sinnti fyrir byggðarlag sitt, samvinnuhreyfinguna, kirkjuna og fyrir þjóðina sem alþingismaður. 

 

 

Gunnlaugur Finnsson, bóndi á Hvilft í Önundarfirði og fyrrverandi alþingismaður, lést 13. janúar 2010

 

 

Af vef Alþingis.

 

 

Gunnlaugur Finnsson heldur ræðu í Íþróttahúsinu á Flateyri í 70 ára

afmælisfagnaði Flateyrarhrepps í júní 1992.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 


Skráð af Menningar-Bakki

10.05.2020 07:09

Bikarmeistarar á Eyrarbakkavelli

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Bikarmeistarar á Eyrarbakkavelli

 

 

Kvennalið bikarmeistara Ungmennafélags Selfoss í knattspyrnu var við æfingar

á Eyrarbakkavelli í gær, laugardaginn 9. maí 2020.

 

Velkomnar og gangi ykkur vel í sumar.


Mynd frá Björn Ingi Bjarnason..

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason..

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

09.05.2020 08:14

Merkir Íslendingar - Sigurður B. Haraldsson

 

 

Mynd gæti innihaldið: 1 einstaklingur, nærmynd

Sigurður B. Haraldsson (1930 - 2002).

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurður B. Haraldsson

 


Sigurður Bjarni Haraldsson fæddist á Syðra-Rauðamel í Hnappadalssýslu 9. maí 1930.

 

Foreldrar hans voru Úlfhildur Hannesdóttir, f. 1897, d. 1982, og Haraldur Lífgjarnsson, f. 1896, d. 1959, en Sigurður ólst upp hjá móðursystur sinni, Helgu Hannesdóttur, og eiginmanni hennar, Sigurði Haraldssyni, í Reykjavík.

 

Sigurður lauk efnaverkfræðiprófi frá Háskólanum í Glasgow árið 1958. Hann starfaði hjá Fiskifélagi Íslands í tvö ár og var framkvæmdastjóri Ferskfiskeftirlitsins í tíu ár. Hann vann að undirbúningi stofnunar Fiskvinnsluskólans, sem tók inn fyrstu nemendur sína árið 1970. Sigurður var skólastjóri þess skóla þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests árið 1995.

 

Sigurður var einn af stofnfélögum Rótarýklúbbs Seltjarnarness og var forseti klúbbsins 1989-1990. Hann tók virkan þátt í byggingu Seltjarnarneskirkju ásamt konu sinni, en hún var fyrsti formaður sóknarnefndar kirkjunnar.

 

Eiginkona Sigurðar er Kristín Friðbjarnardóttir, f. 9.4. 1929, búsett á Seltjarnarnesi. Synir þeirra eru Friðbjörn og Haraldur Hlynur.

 

Sigurður lést 13. apríl 2002.

 Morgunblaðið laugardagurinn 9. maí 2020.
 Skráð af Menningar-Bakki.

07.05.2020 17:45

6. maí 1981 - Friðlýsing Dynjanda

 

 
 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Dynjandi í Arnarfirði.

Á myndinni er Hafliði Magnússon frá Bíldudal (1935 - 2011). Ljósm,; BIB

 

 

6. maí 1981 - Friðlýsing Dynjanda

 

 

Mennta­málaráðuneytið samþykkti þann 6. maí 1981 að friðlýsa Dynj­anda

 

(Fjall­foss) og aðra fossa í Dynj­and­isá í Arnar­f­irði.Skráð af Menningar-Bakki.