Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.01.2020 20:43

NilFisk á flokksþingi Framsóknar

 

 

F.v.: Víðir Björnsson, Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Sveinn Ásgeir Jónsson,

Karl Magnús Bjarnarson og Jóhann Vignir Vilbergsson.

 

 

 NilFisk á flokksþingi Framsóknar
 


         Hljómsveitin NilFisk frá Eyrarbakka og Stokkseyri leikur á

 

         flokksþingi Framsóknarflokksins á Broadway í Reykjavík

   

         fyrir um 15 árum.
 

 

 

BIBarainn grúskar í myndasafninu.


 

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.

09.01.2020 17:20

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjartar

 

 

Hjörtur Hjartar (1917 - 1993).

 

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjartar

 

 

Hjörtur Hjartar fæddist 9. janúar 1917 á Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar hans voru Ólafur R. Hjartar járnsmiður þar, f. 1892, d. 1974, og k.h. Sigríður Egilsdóttir, f. 1893, d. 1980.
 

 

Hjörtur brautskráðist frá Samvinnuskólanum árið 1937 en áður hafði hann stundað verslunarstörf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á árunum 1931 til 1936. Hann varð kaupfélagsstjóri Kaupfélags Önfirðinga á Flateyri á árunum 1937 til 1945 og kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Siglfírðinga á árunum 1945 til 1952, er hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Skipadeildar Sambands íslenska samvinnufélaga. Því starfi gegndi hann til ársloka 1976.
 

 

Hjörtur átti sæti í stjórn Samvinnusparisjóðsins og síðar í bankaráði Samvinnubankans frá stofnun árið 1963. Hann sat í stjórn Áburðarverksmiðjunnar hf. og síðar í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins frá árinu 1964. Einnig var hann í stjórn Olíufélagsins hf. frá 1967 og var stjórnarformaður í mörg ár. Hann átti sæti í stjórn Vinnumálasambands Samvinnufélaga og samninganefndum fyrir það um margra ára skeið. Hann sat auk þess í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á vegum samvinnuhreyfmgarinnar.
 

 

Hjörtur var í stjórn Framsóknarfélaga í V.-Ísafjarðarsýslu, á Siglufirði og í Reykjavík í allmörg ár. Hann sat auk þess í ýmsum nefndum og ráðum, svo sem í hafnarnefnd á Siglufirði og sat eitt kjörtímabil í stjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur.

 

Greinasafn Hjartar, Á líðandi stund – nokkur rök samvinnumanna, kom út 1984.
 

 

Eiginkona Hjartar var Guðrún Jónsdóttir Hjartar kennari, f. 23.11. 1915, d. 14.12. 2009. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi og alþingismaður í Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu, og k.h. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir. Börn Hjartar og Guðrúnar eru Jóna Björg, Sigríður Kristín, Elín og Egill.
 

 

Hjörtur lést 14. janúar 1993.

 Skráð af Menningar-Bakki.

07.01.2020 22:02

Hrútavinir og forsætisráðherra í Hafnarborg

 

 

 

  Hrútavinir af Suður-

 

     landi og forsætis-

 

ráðherra í Hafnarborg

 

 

 
Skráð af Menningar-Bakki.
 

 

07.01.2020 17:18

Merkir Íslendingar - Egill G. Thorarensen

 

 
Egill G. Thorarensen (1897 - 1961)

 

 

Merkir Íslendingar - Egill G. Thorarensen

 

 

Egill G. Thorarensen fæddist í Kirkjubæ á Rangárvöllum 7. janúar 1897. Foreldrar hans voru Grímur S. Thorarensen, oddviti og hreppstjóri á Bjólu og í Kirkjubæ, og k.h., Jónína Guðrún Egilsdóttir.

 

Grímur var sonur Skúla Thorarensen, læknis á Móeiðarhvoli, bróður Bjarna, amtmanns og skálds. Bróðir Gríms var Þorsteinn, bóndi á Móeiðarhvoli, afi Þorsteins S. Thorarensen borgarfógeta.

 

Jónína var dóttir Egils Pálssonar frá Múla í Biskupstungum.

 

Eiginkona Egils var Kristín Daníelsdóttir og eignuðust þau fjögur börn, Grím kaupfélagsstjóra, Erlu húsfreyju, Benedikt framkvæmdastjóra og Jónínu húsfreyju.

 

Egill stundaði verslunarnám í Danmörku 1912-14 og verslunarstörf 1915 og var til sjós tvö ár, ásamt námi við Stýrimannaskólann.

 

Egill flutti að Sigtúnum við Ölfusárbrú 1918 og átti eftir að verða einn helsti áhrifamaður í atvinnumálum og pólitík Selfyssinga og Suðurlands á síðustu öld. Hann starfrækti verslun að Sigtúnum til 1930, beitti sér þá fyrir stofnun kaupfélags, seldi verslun sína nýstofnuðu Kaupfélagi Árnesinga, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga og stjórnarformaður Mjólkurbús Flóamanna í þrjá áratugi, sat í mjólkursölunefnd, mjólkurverðlagsnefnd, beitti sér fyrir kaupum kaupfélagsins á Laugardælum og kom þar upp stórbúskap, beitti sér fyrir hafnargerð og útgerð í Þorlákshöfn, var formaður Meitilsins og sat í stjórn Mjólkursamsölunnar og stjórn Osta- og smjörsölunnar, auk stjórnarsetu í öðrum fyrirtækjum og félögum.

 

Egill var bókmaður og bókmenntalega sinnaður. Um hann sextugan, sagði Ágúst, alþm. á Brúnastöðum, faðir Guðna: „Hann er maður fríður og vel á sig kominn að líkamsvexti. Bjartur á hörund, hárið hvítt; bláeygur og fagureygur, allharður undir brún að líta, en ef betur er að gætt, bros undir hvarmi og blik gáfna og góðmennsku í augum.“

 

Egill lést 15. janúar 1961
Skráð af Menningar-Bakki

06.01.2020 17:20

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 


Skúli Thoroddsen (1859 - 1916)
 

 

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

 

Skúli Thoroddsen sýslumaður og alþm. fæddist á Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, sonur Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns, og k.h., Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur húsfreyju.


 

Skúli var einn af fjórum Thoroddsenbræðrum sem misstu föður sinn ungir frá skuldugu búi hans en komust þó allir til mennta vegna seiglu móður sinnar og með góðri hjálp frá mági hennar, Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara. Hinir bræðurnir sem allir urðu þjóðþekktir, hver á sínu sviði og komust í góðar álnir, voru Þorvaldur, dr.phil. náttúrufræðingur í Reykjavík og Kaupmannahöfn; Þórður, læknir og alþm. í Keflavík og Reykjavík, faðir Emils tónskálds, og Sigurður, landsverkfræðingur og yfirkennari Menntaskólans, faðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra.


Skúli Thoroddsen er langafi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra.


 

Eiginkona Skúla var Theodóra Thoroddsen skáldkona og er frá þeim kominn fjöldi alþm. og annarra þjóðþekktra einstaklinga.

 

Skúli lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1879 og embættisprófi í lögfræði frá Hafnarháskóla 1884. Hann varð bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði 1884, var vikið frá um stundarsakir vegna Skúlamálsins svo kallaða 1892 sem að upphafi var vegna mannsláts á Klofningsheiði milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Skúli fékk lausn frá störfum á eftirlaunum þremur árum síðar.


 

Skúli rak verslun á Ísafirði 1895-1915, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ísfirðinga 1888-1901, stofnaði og var ritstjóri Þjóðviljans frá 1886, var sjálfseignarbóndi og starfrækti prentsmiðju á Bessastöðum á Álftanesi 1901-1908 en var búsettur í Reykjavík frá 1908.


 

Skúli var alþm. Eyfirðinga 1890-92, Ísafjarðarkaupstaðar 1892-1903 og Norður-Ísafjarðarsýslu 1903-1916 og forseti Sameinaðs Alþingis 1909-11. Hann var í hópi áhrifamestu stjórnmálamanna Heimastjórnartímabilsins, eindreginn málsvari Landvarnarmanna og sjálfstæðismanna eldri og sá fulltrúi Sambandslaganefndarinnar 1907 sem hafnaði Uppkastinu sem þjóðin síðan hafnaði í sögulegum kosningum 1908.


 

Skúli lést 21.maí 1916.

 Skráð af Menningar-Bakki.

05.01.2020 21:15

-Hrútavinir og forsætisráðherra í Hafnarborg-

 

 

 

 

-Hrútavinir og forsætisráðherra í Hafnarborg-

 

 

Boðið var upp á leiðsögn í dag, sunnudaginn 5. janúar 2020, um yfirlitssýningu Hafnarborgar í Hafnarfirði á verkum Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins á árunum 1920-1950.

Hana veitti Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og annar tveggja sýningarstjóra.

 

Meðal fjölmargra gesta voru Hrútavinir af Suðurlandi og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
.
Sjá:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/292750/


Skráð af Menningar-Bakki

05.01.2020 09:06

5. janúar 1874 - Stjórnarskrá Íslands

 


Kristján IX konungur Danmerkur og Íslands með

stjórnarskra Íslands frá 1874. Ljósm.: BIB

 

 

5. janúar 1874 - Stjórnarskrá Íslands

 

 

Stjórnarskrá „um hin sérstöku málefni Íslands“ var staðfest af konungi.Hún tók gildi 1. ágúst 1874. Alþingi fékk þá löggjafarvald og fjárveitingavald.Þetta var fyrsta stjórnarskrá landsins.Henni var breytt 18. maí 1920 og hún gilti að mestu óbreytt fram að lýðveldisstjórnarskránni 17. júní 1944.

 

 
 Skráð af Menningar-Bakki

05.01.2020 08:59

Merkir Íslendingar - Jón E. Guðmundsson

 

 

Jón E. Guðmundsson (1915 - 2004)

 

 

Merkir Íslendingar - Jón E. Guðmundsson

 

 

Jón Eyþór Guðmunds­son fædd­ist á Pat­reks­firði 5. janú­ar 1915. For­eldr­ar hans voru Guðmund­ur Jóns­son smiður, f. 1872, d. 1937, og Val­gerður Krist­ín Jóns­dótt­ir hús­móðir, f. 1876, d. 1968.

 

Jón var frum­kvöðull brúðuleik­húslist­ar hér á landi, lagði stund á nám í mynd­list, fyrst á Íslandi, en árið 1939 var Jóni veitt­ur náms­styrk­ur Dansk-ís­lenska fé­lags­ins og var hann við mynd­list­ar­nám í Kaup­manna­höfn í tvö ár.

 

Eft­ir að Jón sneri heim frá námi starfaði hann sem mynd­list­ar­kenn­ari, fyrst við Flens­borg­ar­skóla, Miðbæj­ar­skól­ann og loks við Barna­skóla Aust­ur­bæj­ar.

 

Jón kynnt­ist brúðuleik­húslist, þegar hann var við nám í Dan­mörku og ásetti sér að kynna lönd­um sín­um þessa list­grein. Skömmu eft­ir að hann sneri aft­ur til lands­ins stofnaði hann Íslenska brúðuleik­húsið. Um ára­bil ferðaðist hann um landið með brúðuleik­hús sitt. Síðar kom Jón á lagg­irn­ar brúðuleik­hús­bíl, sem hann ferðaðist einnig með vítt og breitt.

 

Jón var um tíma for­seti UNI­MA, alþjóðlegra sam­taka brúðuleik­hús­gerðarmanna.

 

Jón hélt fjöl­marg­ar sýn­ing­ar bæði á brúðum sín­um, högg­mynd­um og mál­verk­um. Jón sótti viðfangs­efni list­ar sinn­ar til ís­lenskra þjóðsagna og í líf ís­lenskr­ar alþýðu.

 

Jón var kvæntur Val­gerði M. Eyj­ólfs­dótt­ur, f. 6.10. 1917, d. 9.3. 2000, og eignuðust þau fjög­ur börn.

 

Jón lést 28. maí 2004.


Morgunblaðið.

Skráð af Menningar-Bakki

04.01.2020 08:35

Leiðsögn um sýningu á verkum Guðjóns

 

 

 

 

Leiðsögn um sýningu á verkum  -Guðjóns-

 

 

Boðið verður upp á leiðsögn á morg­un, sunnu­daginn 5. janúar 2020, kl. 14 um yf­ir­lits­sýn­ingu Hafn­ar­borg­ar í Hafnarfirði á verk­um Eyrbekkingsins Guðjóns Samú­els­son­ar, húsa­meist­ara rík­is­ins á ár­un­um 1920-1950. Hana veit­ir Ágústa Kristó­fers­dótt­ir, for­stöðumaður Hafn­ar­borg­ar og ann­ar tveggja sýn­ing­ar­stjóra.

 

Sýn­ing­in er sett upp í til­efni af því að öld er liðin frá því Guðjón lauk há­skóla­prófi í bygg­ing­ar­list, fyrst­ur Íslend­inga, árið 1919 og var skipaður húsa­meist­ari rík­is­ins ári síðar. Ágústa vann sýn­ing­una með Pétri H. Ármanns­syni.

 

 

Eitt af glæsihúsum Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar er Háskóli Íslands.

Skráð af Menningar-Bakki

03.01.2020 17:29

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

        BIBarinn grúskar í myndasafninu

    
         -  Eyrarbakkafundur  -

 Skráð af Menningar-Bakki.