Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.11.2018 06:50

Akstur Ásmundar ekki brot á reglum

 

 

Ásmundur Friðriksson.

 

Akstur Ásmundar ekki brot á reglum

 

For­sæt­is­nefnd Alþing­is tel­ur ekk­ert gefa til kynna að hátt­erni Ásmund­ar Friðriks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, í tengsl­um við end­ur­greidd­an akst­urs­kostnað hafi verið and­stætt siðaregl­um alþing­is­manna. Þá tel­ur nefnd­in ekki til­efni til þess að hefja al­menna rann­sókn á end­ur­greidd­um akst­urs­kostnaði þing­manna.

 

Þetta kem­ur fram í svari for­sæt­is­nefnd­ar við er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata.

 

For­sæt­is­nefnd tel­ur ekki að fram hafi komið upp­lýs­ing­ar eða gögn sem sýni að til staðar sé grun­ur um refsi­verða hátt­semi sem kæra beri til lög­reglu sem meint brot á regl­um for­sæt­is­nefnd­ar um end­ur­greiðslu akst­urs­kostnaðar.

 

Björn Leví óskaði eft­ir því að for­sæt­is­nefnd kannaði sér­stak­lega hvert og eitt ferðatil­efni þar sem þingmaður hefði fengið end­ur­greidd­an akst­urs­kostnað og hvort ástæða væri til þess að höfða gegn þeim siðareglu­mál. Til vara, féll­ist for­sæt­is­nefnd ekki á þá kröfu, óskaði Björn eft­ir því að at­hugað yrði hvort Ásmund­ur hefði brotið siðaregl­ur vegna end­ur­greiðslna sem hann fékk fyr­ir akst­urs­kostnað.

 

Hafnaði öll­um ásök­un­um

 

Vegna þessa máls ritaði Ásmund­ur bréf til for­sæt­is­nefnd­ar. Þar hafn­ar hann því með öllu að hafa mis­notað aðstöðu sína og lagt fram mis­vís­andi reikn­inga eða reikn­inga vegna per­sónu­legs akst­urs. Ásak­an­ir um fjár­svik séu rang­ar.

 

„Ég hef gert grein fyr­ir ferðum mín­um í hvert sinn og fylgt þar í einu og öllu regl­um um þing­far­ar­kostnað, vinnu­regl­um skrif­stofu Alþing­is og leiðbein­ing­um um end­ur­greiðslu ferðakostnaðar,“ rit­ar Ásmund­ur.

 

Hann upp­lýs­ir jafn­framt að hafa í fe­brú­ar á þessu ári end­ur­greitt 178 þúsund krón­ur vegna ferðakostnaðar í tengsl­um við þátta­gerð fyr­ir ÍNN. Seg­ist hann ekki hafa þegið laun sem þátta­stjórn­andi hjá ÍNN en tekið viðtöl við áhuga­vert fólk í kjör­dæm­inu. Ásmund­ur seg­ir þetta hafa orkað tví­mæl­is og því hafi hann end­ur­greitt ferðakostnaðinn.Morgunblaðið 27. nóvember 2018.

 

 

Ásmundur Friðriksson er hér í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka þangað sem

hann hefur oft komið á liðnum árum.

Aðdáunarverð er ræktarsemi Ásmundar við fólk i öllu Suðurkjördæmi. 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður.

27.11.2018 06:42

Merkir Íslendingar - Edda Heiðrún Backman

 

 

Edda Heiðrún Backman (1957 - 2016).

 

Merkir Íslendingar - Edda Heiðrún Backman

 

 

Edda Heiðrún Backm­an fædd­ist á Akra­nesi 27. nóvember 1957.

For­eldr­ar henn­ar voru Jó­hanna Dag­fríður Arn­munds­dótt­ir og Hall­dór Sig­urður Backm­an.

 

Börn Eddu Heiðrún­ar eru Arn­mund­ur Ernst leik­ari og Unn­ur Birna nemi.

 

Edda Heiðrún lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um við Sund 1978 og leik­ara­prófi frá Leik­list­ar­skóla Íslands 1983.

 

Edda Heiðrún var mik­il­virk og vin­sæl leikk­kona til árs­ins 2004. Þá hafði hún greinst með MND-sjúk­dóm­inn, hætti að leika, sneri sér að leik­stjórn og leik­stýrði fjölda sýn­inga í Borg­ar­leik­hús­inu og Þjóðleik­hús­inu. Árið 2007 opnaði hún blóma­búðina Súkkulaði og rós­ir, þar sem hún bauð upp á heims­ins besta súkkulaði og fal­leg­ustu rós­ir. Hún fann sköp­un­ar­krafti sín­um nýj­an far­veg, 2008, er hún hóf að mála með munn­in­um, vatns­lita- og ol­íu­mynd­ir af fugl­um og fólk­inu sem var henni kært. Hún hélt fjölda sýn­inga í Reykja­vík og út um land, auk þess sem hún átti mynd­ir á sýn­ing­um er­lend­is.

 

Edda Heiðrún barðist fyr­ir rétt­ind­um fatlaðs fólks og lagði mikið af mörk­um þegar hún, ásamt Holl­vina­sam­tök­um Grens­ás, stóð fyr­ir lands­söfn­un til upp­bygg­ing­ar og end­ur­bóta á Grens­ás­deild und­ir yf­ir­skrift­inni Á rás fyr­ir Grens­ás. Þar söfnuðust á annað hundrað millj­ón­ir króna.

 

Edda var mik­ill talsmaður um­hverf­is­vernd­ar og ís­lenskr­ar nátt­úru, barðist fyr­ir stofn­un há­lend­isþjóðgarðs á miðhá­lendi Íslands og stofnaði fé­lags­skap­inn Rödd nátt­úr­unn­ar árið 2016.

 

Edda Heiðrún var þris­var sæmd Íslensku sviðslista­verðlaun­un­um, þ.ám. heiður­sverðlaun­um Grím­unn­ar 2015, hlaut Íslensku kvik­mynda­verðlaun­in, Edd­una, 2003, var borg­ar­listamaður Reykja­vík­ur 2006 og var samþykkt af Alþingi í hóp heiðurslista­manna árið 2008.

 

Edda Heiðrún lést 1.október 2016.Morgunblaðið.

 Skráð af Menningar-Staður.

26.11.2018 18:13

Fullveldishátíðinni víða fagnað með viðburðum á Suðurlandi

 

 

 

 

Fullveldishátíðinni víða fagnað

með viðburðum á Suðurlandi
 

1. desember 2018

 

Ríkisstjórn Íslands efnir til fullveldishátíðar í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan Ísland öðlaðist fullveldi. Fjölbreyttir viðburðir ætlaðir almenningi verða í helstu menningarstofnunum þjóðarinnar auk þess sem boðið verður til veislu víða um landið. Á Suðurlandi eru ýmsir viðburðir tengdir fullveldishátíðinni sem hægt er að sækja. Hér að neðan gefur að líta einhverja þeirra.

 

100 ára fullveldi í hugum barna

 er yfirskrift sýningar á verkum nemenda Grunnskólans í Hveragerði. Sýningin var opnuð föstudaginn 16. nóvember sl. á Bókasafninu í Hveragerði og Listasafni Árnesinga. Laugardaginn 1. des. frá kl. 14-16 verður afhending viðurkenninga sem hluti af menningardagskrá barna í Listasafni Árnesinga. Sýningin verður opin út árið.

 

Halldór Einarsson í ljósi samtímans

 er myndlistarsýning í Listasafni Árnesinga. Sýningin er á verkum Halldórs auk fjögurra annarra listamanna; Anna Hallin (1965), Birgir Snæbjörn Birgisson (1966), Guðjón Ketilsson (1956) og Rósa Sigrún Jónsdóttir (1962). Sýningin er opin til 16. desember.

 

Þingvellir, friðun og fullveldi. 

Á fullveldisdaginn verður ókeypis inn á nýja sýningu í gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum. Gestum gefst færi á að spyrja starfsfólk út í sýninguna og Þingvelli. Klukkan 11 verða afhjúpuð fræðsluskilti á nýju sýningunni sem lýsa hvernig friðunarhugmyndir Þingvalla mótast um líkt leyti og Ísland verður fullvalda þjóð 1918. Klukkan 14 er hátíðarguðsþjónusta í Þingvallakirkju og mun sr. Kristján Valur Ingólfsson þjóna fyrir altari.  Organisti er Guðmundur Vilhjálmsson.

 

Fullveldi í kjölfar Kötlugoss 

verður haldin á Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Kl. 11:00 munu nemendur Tónlistarskóla Skaftárhrepps flytja tónlist. Frumsýnd stuttmynd um Kötlugos og önnur gos. Opnuð vefsíða um Kötlugos, Katla100.is  Guðrún Gísladóttir, prófessor í landafræði við HÍ segir frá Kötlugosinu 1918. Zbigniew and Teresa Zuchowicz flytja tónlist. Veitingar í Kirkjubæjarskóla í boði Skaftárhrepps. Kl. 12:00 -14:00 Sögusýning sem nemendur Kirkjubæjarskóla hafa sett upp. Þar á meðal er annáll frá árinu 1918, fróðleikur um frostaveturinn mikla, Kötlugos, spænsku veikina, Fullveldi Íslands og fleira.

 

Menningardagskrá barna 1. desember 2018 

Um árabil hafa Bókasafnið í Hveragerði og Listasafn Árnesinga í Hveragerði efnt til menningardagskrár að kvöldi fullveldisdagsins 1. desember, þar sem myndlist, orðlist og tónlist er teflt saman eina kvöldstund. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldisdagsins sem árið 2018 ber upp á laugardag verður efnt til menningardagskrár með börnum og fyrir börn um miðjan dag og Grunnskólinn í Hveragerði bætist við sem samstarfsaðili. Efnt verður til ritunarsamkeppni og samkeppni í myndmennt út frá fullveldishugtakinu innan skólans á haustmisseri. Óháðar dómnefndir verða fengnar til að velja nokkur verk sem verða verðlaunuð út frá mismunandi forsendum til þess að leggja áherslu á fjölbreytta nálgun viðfangsefnisins. Úrval myndverka verður til sýnis í Listasafni Árnesinga og úrval ritverka í Bókasafninu frá og með 16. nóvember og út árið. Á Menningardagskrá barna – 1. des. 2018 verða niðurstöður dómnefnda kynntar og viðurkenningar veittar. Þá munu börn kynna og lesa úr nokkrum völdum ritverkum og kynna nokkur valin myndverk. Tónlistarflutningur á menningardagskránni 1. des. verður í höndum barna sem stunda nám við Tónlistarskóla Árnesinga. Um leið og aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands er minnst gefst börnunum tækifæri til að setja fullveldishugtakið í mismunandi samhengi og tengja nútímanum – og börnum og fjölskyldum þeirra, ásamt öðrum íbúum svæðisins, gefst kostur á að eiga samverustund sem auðgar andann með áhugaverðri dagskrá.

 

Fjallkonurnar okkar

Viðburðurinn Fjallkonurnar okkar verður haldinn í Versölum, ráðhúsi Ölfuss laugardaginn 1. desember kl. 15:30 í tilefni 100 ára afmælis Fullveldisins Íslands. Nokkrar af þeim sem hafa verið fjallkonur í Þorlákshöfn á 17. júní í gegnum tíðina koma og flytja það ljóð sem þær fluttu þegar þær voru fjallkonur.
Samhliða þessum viðburði verður ljósmyndasýning um fjallkonur opnuð í Galleríinu undir stiganum á Bæjarbókasafni Ölfuss. Allir velkomnir! Kaffi og smákökur í boði.Viðburðurinn er unnin í samstarfi við Kvenfélag Þorlákshafnar. Kvenfélagið hefur séð um að tilnefna fjallkonuna á ári hverju og félagið á skautbúninginn sem fjallkonurnar klæðast.

 

Hátíðartónleikar í Skálholtsdómkirkju 100 ára fullveld 

Hátíðartónleikar í Skálholtsdómkirkju í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga og upphafs aðventu.Flutt verður fjölbreytta tónlist sem tengist á einhvern hátt tilefninu og kemur tónleikagestum einnig í rétta stemmningu fyrir komandi aðventu og jól svo ekki sé minnst á þessi merku tímamót okkar Íslendinga. Fram koma Kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls ásamt söngfólki úr Landeyjum, Kirkjukórar Stóra-Núps og Ólafsvallakirkna, Skálholtskórinn, Karlakór Selfoss og Öðlingarnir. Kórarnir mynda hátt í 100 manna blandaðan kór og einnig 100 manna karlakór. Einsöngvari á tónleikunum er Oddur Arnþór Jónsson bassi. Jóhann I. Stefánsson leikur á trompet og Matthías Nardeau leikur á Óbó. Orgel og píanó meðleik annast Jón Bjarnason og Guðjón Halldór Óskarsson. Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti flytur ávarp og stjórnendur eru Guðjón Halldór Óskarsson, Jón Bjarnason og Þorbjörg Jóhannsdóttir.


Tónleikarnir hefjast klukkan 16:00
Miðaverð 2500 krónur
frítt fyrir börn yngri en 12 ára
öryrkja og eldri borgara.
Skráð af Menningar-Staður

26.11.2018 06:44

Útvörðurinn á Baugsstöðum

 

 

 

Útvörðurinn á Baugsstöðum

 

 

Frum­sýnd verður í Bíó­hús­inu á Sel­fossi nú í vik­unni heim­ild­ar­mynd­in Útvörður­inn sem er um Sig­urð Páls­son, bónda og vita- og safn­vörð á Baugs­stöðum í Flóa.

 

Það var Gunn­ar Sig­ur­geirs­son á Sel­fossi sem gerði mynd­ina í sam­starfi við Byggðasafn Árnes­inga og Menn­ing­ar­ráð Suður­lands. Sig­urður er fróður um sagna­slóðir við strönd­ina frá Loftsstaðahól að Fornu-Baugs­stöðum, sem eru skammt aust­an við Stokks­eyri.

 

Í mynd­inni er fléttað sam­an dag­legt líf Sig­urðar og saga Fló­ans frá land­náms­öld og til dags­ins í dag. Í mynd­inni fylg­ir Sig­urður áhorf­end­um á sögu­slóðir við strönd­ina frá Knarr­arós­vita að Loftsstaðahól þar sem Galdra-Ögmund­ur varðist land­töku Tyrkja. Sagt er frá sjó­sókn á Loftsstaðas­andi, Þuríði for­manni og sjáv­ar­flóðum á Eyr­um. Rjóma­búið á Baugs­stöðum og Flóa­á­veit­an koma við sögu.

 

Einnig er sagt frá stríðsár­un­um og mann­líf­inu í sveit­inni. Saga staðar­ins er í hnot­skurn sunn­lenskr­ar bænda­menn­ing­ar og þeirr­ar tækni­bylt­ing­ar er átti sér stað með virkj­un vatns­afls­ins er vatns­hjól Baugs­staðar­jóma­bús­ins fór að snú­ast árið 1905. Þá seg­ir Sig­urður frá Knarr­arós­vita, sem er ein hæsta bygg­ing á Suður­landi.

 

Mynd­in er sýnd í Bíó­hús­inu í Hót­el Sel­fossi 1., 2. og 3. des­em­ber 2018, klukk­an 17 alla þessa daga.

 

Aðgang­ur er ókeyp­is.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

25.11.2018 20:49

Merkir Íslendingar - Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson

 

 

Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson (1917 - 1983).

 

 

Merkir Íslendingar - Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson

 

 

Þor­varður Kjer­úlf Þor­steins­son fædd­ist á Eg­ils­stöðum 24. nóvember 1917.

For­eldr­ar hans voru Þor­steinn Jóns­son, kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Héraðsbúa í Her­mes á Reyðarf­irði, og Sig­ríður Þor­varðardótt­ir Kjer­úlf, hús­freyja í Her­mes.

 

Þor­steinn var son­ur Jóns Bergs­son­ar, bónda, kaup­manns, pósts- og sím­stöðvar­stjóra og loks kaup­fé­lags­stjóra á Eg­ils­stöðum, og k.h., Mar­grét­ar Pét­urs­dótt­ur hús­freyju.
 

 

Sig­ríður var dótt­ir Þor­varðar Andrés­son­ar Kjer­úlf, lækn­is og alþing­is­manns á Ormars­stöðum í Fell­um, og s.k.h., Guðríðar Ólafs­dótt­ur Hjaltested hús­freyju. Seinni maður henn­ar og stjúp­faðir Sig­ríðar var Magnús Blön­dal Jóns­son, prest­ur í Valla­nesi.

 

Þor­varður var bróðir Þor­geirs, lög­reglu­stjóra á Kefla­vík­ur­flug­velli, föður Her­dís­ar fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðanda, og bróðir Jóns, föður Ei­ríks Jóns­son­ar fjöl­miðlamanns.


 

Börn hans og Önnu Einarsdóttur, fyrri eiginkonu hans, eru:

Einar - fv. umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi.

Sigríður - verslunamaður (rak og átti um árabil verslunina Pipar og salt á Klapparstíg).

Margrét - hjúkrunarfræðingur.

Guðbörg Anna - dýralæknir (Dýralæknastofa Dagfinns)

Þorsteinn - búnaðarráðunautur.

Með Ólafíu Þorvaldsdóttur, fv. sambýliskonu átti hann tvær dætur, þær eru:

Dagbjört Þyri - hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri

Þórunn - verslunarmaður

Með seinni eiginkonu sinni, Magdalenu Thoroddsen átti hann tvær dætur, þær eru:

Ólína Kjerúlf - þjóðfræðingur, fv. alþingismaður og skólameistari

Halldóra Jóhanna - prófastur í Suðurprófastdæmi.

Þá eignaðist hann ungur að aldri dótturina Dýrfinnu sem skrifuð er Jónsdóttir og búsett á Selfossi.

 

Þor­varður lauk stúd­ents­prófi frá MA 1938, embætt­is­prófi í lög­fræði frá HÍ 1944 og fékk hdl-rétt­indi 1950. Hann hóf störf í at­vinnu- og sam­göngu­málaráðuneyt­inu 1944, varð full­trúi þar 1946 og deild­ar­stjóri 1971 og starf­rækti lög­manns­stofu í Reykja­vík um skeið sam­hliða störf­um í ráðuneyt­inu. Þor­varður var bæj­ar­fóg­eti og sýslumaður á Ísaf­irði 1973-83 er hann baðst lausn­ar af heilsu­fars­ástæðum. Um Þor­varð seg­ir Ármann Snæv­arr í minn­ing­ar­grein: „Hann var að eðlis­fari og öllu geðslagi friðsam­ur maður, ró­lynd­ur og æðru­laus, þótt á móti blési, maður með ríka rétt­lætis­kennd, trygg­ur og góður fé­lagi, hrein­lynd­ur og hrein­skipt­inn.“

 


Þor­varður lést 31. ágúst 1983.
 Skráð af menningar-Staður.

25.11.2018 09:05

Fasteignaskattur í Árborg lækkaður

 

 

 

 

Fasteignaskattur í Árborg lækkaður

 

 

Á fundi bæjarstjórnar Árborgar sem haldinn var 21. nóvember 2018 var lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 þar sem gert er ráð fyrir 505 milljóna króna afgangi. Helst ber til tíðinda að gert er ráð fyrir að A-hluti skili 48,5 milljóna króna afgangi og er það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem áætlun fyrir A-hluta er skilað með afgangi, utan þess að gert var ráð fyrir 4 m.kr. afgangi í þeirri áætlun sem lögð var fram fyrir ári síðan.

 

Samkvæmt áætluninni eru álagningarprósentur skatta á íbúðarhúsnæði lækkaðar umtalsvert til að mæta þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á fasteignamati í sveitarfélaginu. Þannig lækkar fasteignaskattur úr 0,325% í 0,275%, sem er 15,4% lækkun á skattinum.

 

Skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum, eins og það hefur verið reiknað á undanförnum árum, nær nýju lágmarki árið 2019 m.v. framlagða áætlun og verður 122,7%. Breyting hefur þó orðið á lögum um þetta viðmið og reiknast það 106,7% samkvæmt nýjum reglum.i gera kleift að bæta þjónustu við íbúa og auka þannig velsæld og ánægju í sveitarfélaginu. Myndarlegur rekstrarafgangur sé einnig nauðsynlegur svo sveitarfélagið hafi aukna getu til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum á borð við leikskóla, grunnskóla, íþróttahús og fráveitu – sem sé mikilvægt þegar fjölgun íbúa er eins hröð og nú gerist í Árborg.

 

Fjárfest í innviðum

 

Sveitarfélagið Árborg mun fjárfesta í innviðum fyrir rúmlega 10 milljarða á næstu fjórum árum. Uppbygging íbúabyggðar í Bjarkarstykki, með um 650 íbúðum og nýjum grunnskóla, uppbygging íþróttamannvirkja við Engjaveg, nýr leikskóli og hreinsistöð fráveitu, verða stærstu einstöku fjárfestingarnar á tímabilinu.

 

Aldrei áður í sögu sveitarfélagsins hefur verið fjárfest jafn mikið í samfélagslegum innviðum og gert verður á næstu fjórum árum. Til að mæta uppsafnaðri fjárfestingaþörf síðustu ára er mikil fjárfesting framundan á næstu tveimur árum en minnkar á síðari hluta tímabilsins. Meðal annars verður aukinn kraftur settur í orku- og vatnsöflun.


www.dfs.is


 Skráð af Menningar-Staður

 

 

25.11.2018 08:49

Útvörðurinn

 

Mynd frá Gunnar Sigurgeirsson.

 

 

Útvörðurinn 

 

 

Í tilefni aldarafmælis, sjálfstæðis og fullveldis Íslands er boðið á sýningar á heimildamyndina ÚTVÖRÐURINN í Bíóhúsinu Selfossi.

 

Útvörðurinn er mynd um SIGURÐUR PÁLSSON bónda, safn- og vitavörð á Baugsstöðum.

 

Sigurður er samofinn sögu staðarins, Rjómabúsins og Knarrarósvita. Hann er fróður á sagnaslóðum við ströndina frá Loftstaðarhól að Fornu-Baugsstöðum.


Í myndinni er sagt frá, sjósókn frá Loftstaðasandi, Þuríði-Formanni, Flóaáveitunni og sjávarflóðum á Eyrum. Þá er og sagt frá Landnámsmönnum, þjóðtrúnni og Galdra-Ögmundi. Einnig koma stríðsárin og Kaldaðarnesflugvöllur við sögu svo og Vormenn Íslands og mannlífið í Flóanum.

 

Kvikmyndin er eftir Gunnar Sigurgeirsson, tónlist Hilmar Örn Hilmarsson og kvæðamaður og þulur Steindór Andersen.

 

Sýningardagar eru 1., 2., og 3. des. 2018 kl. 17:00 alla sýningardaga.

 

Frítt inn!
 

 Skráð af Menningar-Staður.

24.11.2018 07:01

Aðsóknarmetið í Bókakaffinu á Selfossi bætt í fyrrakvöld

 

 

 

Aðsóknarmetið

 

í Bókakaffinu á Selfossi bætt í fyrrakvöld
 

 

Fimmtudagskvöldið 22. nóvember var aðsóknarmetið slegið á upplestrarkvökdi í Bókakaffinu á Selfossi þegar 77 manns mættu.

Meira síðar.

Nokkrar myndir frá metkvöldinu:


..

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason..

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

.

.Skráð afg Menningar-Staður

21.11.2018 22:02

Jólaupplestur í Bókakaffinu 22. nóv. 2018

 

 

 

Jólaupplestur í Bókakaffinu 22. nóv. 2018

 

 

Dagskrá um Kambsmálið,

 

Gullhreppar, Svikarinn

 

og Gunnar í Hrútatungu

 

 

Fyrsta jólaupplestrarkvöld Bókakaffisins á Selfossi verður á morgun fimmtudagskvöldið 22. nóvember 2018.

 

Samkoman hefst með stuttri dagskrá um bókina Kambsmálið eftir Jón Hjartarson fyrrverandi fræðslustjóra.

Hér segir frá atburðum sem urðu á bænum Kambi í Árneshreppi árið 1953 þegar til stóð að sundra fátækri fjölskyldu í kjölfar andláts bóndans. Auk höfundarins koma að dagskránni heimildamenn hans, heimasæturnar á Kambi sem nú eru við aldur en voru aðeins unglingar þegar þær stóðu upp og ráku af höndum sér aldagamlar venjur sem ríktu við ráðstöfun fátæklinga. Hinar öldnu Kambssystur hafa eins og bókarheitið ber með sér engu gleymt og geyma með sér dýrmætan baráttuanda sem er vegvísir og fyrirmynd komandi tímum.

 

Eftir upplestur, fyrirspurnir og umræður um Kambsmálið lesa þrír höfundar úr verkum sínum.

 

Lilja Magnúsdóttir les úr bókinni Svikarinn sem ástarsaga og saga úr íslenskum samtíma.

 

Gunnar Sæmundsson frá Hrútatungu les úr sjálfsævisögu sinni, Genginn ævivegur en Gunnar var lengi í forystusveit bænda og kom að margvíslegum félagsmálum í heimahéraði og á landsvísu.

 

Bjarni Harðarson les úr 18. aldar skáldsögunni Í Gullhreppum þar sem segir frá Skálholtsstól og þjóðsagnapersónunni Þórði í Reykjadal.

 

Að vanda er Bókakaffið opnað kl. 20 svo gestir geti fengið sér sæti og sýnt af sér kæti.

Klukkan 20:30 hefst formleg dagskrá og stendur í klukkustund.

 

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Kakó og kaffi á tilboðsverði.
 

 

Skráð af Menningar Staður

21.11.2018 06:29

Aftur til 19. aldar

 

 

Bóka­stof­an.

Íbúðin er nú kom­in í sína upp­runa­legu liti og í bóka­stof­unni

er fjöldi rita um Jón for­seta og Ingi­björgu, sem marg­ir hafa skrifað um.

 

 

Aftur til 19. aldar

 

 

Heim­ili Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur og Jóns for­seta

í Kaup­manna­höfn end­ur­gert eft­ir heim­ild­um

í til­efni full­veldisaf­mæl­is. Var miðstöð sam­fé­lags

Íslend­inga og verður opnað 6. des­em­ber næst­kom­andi.

 

Ingi­björg var skör­ung­ur sem skóp og mótaði menn­ing­ar­heim­ili sem var miðstöð Íslend­inga í Kaup­manna­höfn. Okk­ur finnst mik­il­vægt að halda henn­ar þætti til haga á sýn­ing­unni í end­ur­gerðri íbúðinni,“ seg­ir Mar­grét Hall­gríms­dótt­ir þjóðminja­vörður. Þessa dag­ana er verið að leggja loka­hönd á end­ur­bæt­ur á íbúðinni í Jóns­húsi á Øster Vold­ga­de 12 í Kaup­manna­höfn, þar sem þau Jón Sig­urðsson for­seti og Ingi­björg Ein­ars­dótt­ir kona hans bjuggu frá 1852 til dán­ar­dæg­urs, en þau lét­ust bæði árið 1879.

 

Á þriðju hæð

Alþingi Íslend­inga fékk hús Jóns Sig­urðsson­ar við Aust­ur­vegg, eins og gat­an heit­ir upp á ís­lensku, að gjöf 1966. Þar hef­ur æ síðan verið marg­vís­legt fé­lags­starf og menn­ing­ar­líf á veg­um Íslend­inga í Kaup­manna­höfn, auk íbúða sem ís­lensk­ir fræðimenn hafa aðgang að. Þá hef­ur frá upp­hafi verið minn­ing­ar­stofa um Jón Sig­urðsson með sýn­ingu í bygg­ing­unni.

Í tím­ans rás hafa þó verið gerðar ýms­ar breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi sýn­ing­ar­inn­ar, sem hef­ur verið á þriðju hæð húss­ins þar sem íbúð þeirra Ingi­bjarg­ar og Jóns var. Síðast var þar uppi sýn­ing meðal ann­ars með mun­um úr inn­búi Jóns og Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur, sem Þjóðminja­safn Íslands varðveit­ir. Muna marg­ir vafa­lítið eft­ir mubl­um og fleiru úr bú­inu sem var á sýn­ing­um safns­ins, eins og það var forðum daga, og eins því að á nú­ver­andi grunn­sýn­ingu safns­ins er einnig fjallað um Ingi­björgu og Jón.

 

Heim­ili byggt á rann­sókn­um

Á síðasta ári, þegar und­ir­bún­ing­ur fyr­ir hátíðahöld í til­efni af 100 ára af­mæli full­veld­is Íslands hófst, vaknaði sú hug­mynd að end­ur­gera sýn­ing­una í Jóns­húsi. Fól Alþingi Þjóðminja­safn­inu að hanna og setja upp sýn­ingu. Þá var ákveðið að íbúðin skyldi gerð upp svo hún yrði sem lík­ust því sem var á tím­um Jóns og Ingi­bjarg­ar. Er heim­ilið end­ur­gert á grund­velli rann­sókna á íbúðinni sjálfri, sagn­fræðileg­um heim­ild­um og varðveitt­um mun­um heim­il­is­ins í safn­kosti Þjóðminja­safns.

„Okk­ur fannst þetta strax áhuga­vert verk­efni og þá ekki síst að end­ur­gera íbúðina út frá heim­ild­um og rök­studd­um til­gát­um,“ seg­ir Mar­grét Hall­gríms­dótt­ir.

Þjóðminja­safnið fól Láru Magnús­ar­dótt­ur sagn­fræðingi að kanna til­tæk­ar heim­ild­ir um hvernig heim­ili Jóns og Ingi­bjarg­ar hefði litið út og skilaði sú rann­sókn heil­miklu. Einnig var höfð hliðsjón af þekk­ingu og heim­ild­um um borg­ara­leg heim­ili í Dan­mörku á síðari hluta 19. ald­ar.

 

„Í þessu verk­efni hef­ur verið val­inn maður í hverju rúmi og sam­vinn­an afar gef­andi. Mjög munaði um að við feng­um eins og svo oft áður danska for­vörðinn Robert Lar­sen, sem starfað hef­ur hjá Þjóðminja­safni Dana, til liðs við okk­ur. Í Jóns­húsi tók hann sig til og skóf hvert máln­ing­ar­lagið ofan af öðru þannig að hinir upp­haf­legu lit­ir í íbúðinni sáust,“ seg­ir Mar­grét.

 

Thor­vald­sensgul­ur og Ítal­íurautt

Og það fer ekk­ert á milli mála; eld­húsið var gul­brúnt, gang­ur­inn Thor­vald­sensgul­ur eins og það er kallað, bóka­stof­an Ítal­íurauð, stáss­stofa og svefn­her­bergi græn og horn­stof­an í ljósgul­um lit. Hóp­ur iðnaðarmanna hef­ur sinnt þess­um end­ur­bót­um út frá sýn­ing­ar­hand­riti og hef­ur Halla Bene­dikts­dótt­ir, um­sjón­ar­maður Jóns­húss, haft um­sjón með fram­kvæmd­un­um. Þá hef­ur Jón Run­ólfs­son, fyrr­ver­andi um­sjón­ar­maður, komið að mál­um.

Halla hef­ur til að mynda fengið ís­lensk­ar kon­ur bú­sett­ar í Kaup­manna­höfn til að sauma í púða og tex­tíla eins og prýddu heim­ili hjón­anna um miðja 19. öld. Allt eru þetta forkunn­ar­fagr­ar hannyrðir. Þá hef­ur bóka­safni húss­ins sem til­heyr­ir arf­leifð Jóns verið komið fyr­ir í bóka­stofu heim­il­is Ingi­bjarg­ar og Jóns ásamt út­gefn­um bók­um um líf og starf Jóns for­seta. Bóka­stofa Jóns er mik­il­væg­ur hluti sýn­ing­ar­inn­ar.

 

Hús­búnaður frá forn­söl­um

Þegar kom svo að því að velja hús­búnað var ákveðið að sýna ekki viðkvæm­ar þjóðminj­ar held­ur kaupa hús­búnað frá miðri 18. öld á forn­söl­um í Kaup­manna­höfn og reynd­ist úr nægu að velja. „Við vild­um að fólk gæti sest niður við borð eða í sófa og um­hverfið væri þannig að fólk gæti notið, hand­leikið og skoðað. Gildi mun­anna úr hinu upp­haf­lega inn­búi Ingi­bjarg­ar og Jóns er meira en svo að áhætta sé tek­in. All­ir í sýn­ing­ar­hópn­um, hönnuðir, for­verðir, sér­fræðing­ar og starfs­menn húss­ins und­ir stjórn verk­efn­is­stjóra, hafa verið ótrú­lega út­sjón­ar­sam­ir við að finna muni á forn­söl­um og mér finnst út­kom­an mjög skemmti­leg,“ seg­ir Mar­grét.

Sem fyrr seg­ir hef­ur stjórn sýn­ing­ar­inn­ar verið í hönd­um þjóðminja­varðar í umboði Alþing­is. Heiti henn­ar er Heim­ili Ingi­bjarg­ar og Jóns. Miðstöð Íslend­inga í Kaup­manna­höfn 1851-1879. Heim­ilda­öfl­un vegna sýn­ing­ar­inn­ar hef­ur verið í hönd­um sýn­ing­ar­höf­und­ar og sér­fræðinga Þjóðminja­safns. Af nægu er að taka, enda margt til skráð um líf og starf Ingi­bjarg­ar og Jóns. Verður sá fróðleik­ur aðgengi­leg­ur í íbúðinni í Jóns­húsi á vegg­spjöld­um. Hönnuðir sýn­ing­ar­inn­ar eru þeir Þór­ar­inn Blön­dal og Finn­ur Arn­ar Arn­ars­son. Fjöl­marg­ir aðrir sér­fræðing­ar hafa komið að verk­efn­inu und­ir verk­efn­is­stjórn Evu Krist­ín­ar Dal hjá Þjóðminja­safni Íslands.

 

Fjöl­sótt­ur staður

Sýn­ing­in í Jóns­húsi verður opnuð 6. des­em­ber næst­kom­andi; á Nikulás­ar­messu og fæðing­ar­degi dr. Kristjáns Eld­járns þjóðminja­varðar og for­seta Íslands. Mar­grét seg­ir dag­setn­ing­una skemmti­lega en góða til­vilj­un, með vís­an til þess að fáum hafi tek­ist eins vel upp og Kristjáni í frá­sögn­um af þjóðmenn­ingu og sögu Íslend­inga og gert hana aðgengi­lega al­menn­ingi.

 

„Hér í Kaup­manna­höfn er ekki til neitt sem sýn­ir íbúð 19. ald­ar og að því leyti mun sýn­ing­in í íbúð þeirra Ingi­bjarg­ar hér í Jóns­húsi hafa mikið gildi,“ seg­ir Halla Bene­dikts­dótt­ir. Hún hef­ur búið í Kaup­manna­höfn í tæp­an ára­tug og síðastliðin þrjú ár verið um­sjón­ar­maður Jóns­húss. Þar er aðset­ur Íslend­inga­fé­lags­ins í Kaup­manna­höfn, fimm ís­lensk­ir kór­ar æfa í hús­inu, viku­lega er þar ís­lensku­skóli fyr­ir börn, stund­um sunnu­dagskaffi fyr­ir gesti og fleira skemmti­legt.

„Hingað koma senni­lega á bil­inu 1.200-1.300 manns á mánuði og verða sjálfsagt fleiri eft­ir að ný og áhuga­verð sýn­ing verður opnuð,“ seg­ir Halla í Jóns­húsi að síðustu.

 

 

 

Morgunblaðið
Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
sbs@mbl.is

 Skráð af Menningar-Staður