Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.05.2020 07:09

Bikarmeistarar á Eyrarbakkavelli

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Bikarmeistarar á Eyrarbakkavelli

 

 

Kvennalið bikarmeistara Ungmennafélags Selfoss í knattspyrnu var við æfingar

á Eyrarbakkavelli í gær, laugardaginn 9. maí 2020.

 

Velkomnar og gangi ykkur vel í sumar.


Mynd frá Björn Ingi Bjarnason..

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason..

.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

09.05.2020 08:14

Merkir Íslendingar - Sigurður B. Haraldsson

 

 

Mynd gæti innihaldið: 1 einstaklingur, nærmynd

Sigurður B. Haraldsson (1930 - 2002).

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurður B. Haraldsson

 


Sigurður Bjarni Haraldsson fæddist á Syðra-Rauðamel í Hnappadalssýslu 9. maí 1930.

 

Foreldrar hans voru Úlfhildur Hannesdóttir, f. 1897, d. 1982, og Haraldur Lífgjarnsson, f. 1896, d. 1959, en Sigurður ólst upp hjá móðursystur sinni, Helgu Hannesdóttur, og eiginmanni hennar, Sigurði Haraldssyni, í Reykjavík.

 

Sigurður lauk efnaverkfræðiprófi frá Háskólanum í Glasgow árið 1958. Hann starfaði hjá Fiskifélagi Íslands í tvö ár og var framkvæmdastjóri Ferskfiskeftirlitsins í tíu ár. Hann vann að undirbúningi stofnunar Fiskvinnsluskólans, sem tók inn fyrstu nemendur sína árið 1970. Sigurður var skólastjóri þess skóla þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests árið 1995.

 

Sigurður var einn af stofnfélögum Rótarýklúbbs Seltjarnarness og var forseti klúbbsins 1989-1990. Hann tók virkan þátt í byggingu Seltjarnarneskirkju ásamt konu sinni, en hún var fyrsti formaður sóknarnefndar kirkjunnar.

 

Eiginkona Sigurðar er Kristín Friðbjarnardóttir, f. 9.4. 1929, búsett á Seltjarnarnesi. Synir þeirra eru Friðbjörn og Haraldur Hlynur.

 

Sigurður lést 13. apríl 2002.

 Morgunblaðið laugardagurinn 9. maí 2020.
 Skráð af Menningar-Bakki.

07.05.2020 17:45

6. maí 1981 - Friðlýsing Dynjanda

 

 
 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Dynjandi í Arnarfirði.

Á myndinni er Hafliði Magnússon frá Bíldudal (1935 - 2011). Ljósm,; BIB

 

 

6. maí 1981 - Friðlýsing Dynjanda

 

 

Mennta­málaráðuneytið samþykkti þann 6. maí 1981 að friðlýsa Dynj­anda

 

(Fjall­foss) og aðra fossa í Dynj­and­isá í Arnar­f­irði.Skráð af Menningar-Bakki.

06.05.2020 07:15

Fiskverkandinn í Ölfusinu

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Fiskverkandinn í Ölfusinu

 

Hannes Sigurðsson,

útvegsbóndi og fiskverkandi – 70 ára

 

Hann­es Sig­urðsson fædd­ist laug­ar­dag­inn 6. maí 1950 í Stóru-Sand­vík í Sand­vík­ur­hreppi, hinum forna, nú Árborg. Hann ólst upp í Stóru-Sand­vík ásamt systkin­um sín­um og fjöl­mörg­um frænd­systkin­um, en þar var á þess­um árum fjór­býlt. Þar bjuggu þrír bræður Sig­urðar ásamt fjöl­skyld­um sín­um. „Þar var því margt um mann­inn á þess­um árum og við bætt­ist tals­vert af su­mar­krökk­um úr þétt­býl­inu, því það þurfti marg­ar hend­ur í heyskap á þess­um tíma, rétt áður en vél­ar yf­ir­tóku nán­ast alla vinnu við heyskap­inn.“

 

Hann­es gekk í barna- og gagn­fræðaskóla á Sel­fossi og þá lá leiðin í Versl­un­ar­skóla Íslands. „En sjó­mennsk­an heillaði og ég fór fyrst í sigl­ing­ar, fékk pláss á Lag­ar­fossi og fyrsta landið sem komið var til var Rúss­land og borg­in var Múrm­ansk. Þar kom ung­um Íslend­ingi margt ný­stár­legt fyr­ir sjón­ir.“ Hann­es var eitt ár í sigl­ing­um en eft­ir þann kafla réði hann sig á fiski­báta. Byrjaði á bát frá Þor­láks­höfn en var einnig á bát­um frá Eyr­ar­bakka og Stokks­eyri. Hann fór síðan í Stýri­manna­skól­ann í Reykja­vík haustið 1971 og lauk fiski­manna­prófi vorið 1973.

 

Hann­es var stýri­maður og skip­stjóri á nokkr­um bát­um í Þor­láks­höfn. Hann hóf eig­in út­gerð haustið 1976 með kaup­um á 50 tonna bát frá Hell­is­sandi sem hann var skip­stjóri á. Sam­hliða út­gerðinni byggðu hann og Þór­hild­ur kona hans versl­un­ar­hús í Þor­láks­höfn, þar sem þau ráku mat­vöru­versl­un í sjö ár, en síðan var húsið og rekst­ur­inn seld­ur öðrum. Fiskiðjan Ver var sett á lagg­irn­ar 1983 og byggt hús að Unu­bakka 48 í Þor­láks­höfn, var þar unn­inn salt­fisk­ur. „Sú starf­semi vatt upp á sig og var flutt í stærra hús­næði í Þor­láks­höfn að Óseyr­ar­braut 20 þar sem salt­fisk­fram­leiðslan er enn í dag.“

 

Þau hjón­in byggðu svo veit­ingastaðinn Hafið bláa árið 2003 og ráku staðinn til 2009, en hann hef­ur verið í út­leigu síðan. Árið 2006 keypti Hann­es Hafn­ar­nes hf. og sam­einaði fiskiðjunni VER og úr varð Hafn­ar­nes VER hf. sem hann á og rek­ur í dag með fjöl­skyldu sinni. „Útgerðin og fisk­vinnsl­an hafa verið mín­ar ær og kýr. Í gegn­um fram­leiðsluna hef ég kynnst fjöl­mörg­um, bæði hér­lend­is og er­lend­is, einkum salt­fisk­kaup­end­um í Portúgal og sæ­bjúgna­kaup­end­um í Kína.“

 

Hann­es sat í hrepps­nefnd Ölfus­hrepps 1992-1998 og er formaður veiðifé­lags­ins Varmár í Ölfusi. „Ég hef mik­inn áhuga á laxveiði, bæði í net og á stöng. Ég veiði fyrst og fremst í Sogi og Ölfusi en svo hef ég líka gam­an af því að veiða í Laxá í Kjós.“

 

Fjöl­skylda

Eig­in­kona Hann­es­ar er Þór­hild­ur Ólafs­dótt­ir, f. 11.4. 1953, bú­fræðing­ur og skóg­rækt­ar­bóndi. Þau eru bú­sett á Hrauni í Ölfusi. For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Ólaf­ur Þor­láks­son, f. 18.2. 1913, d. 23.11. 2006, bóndi á Hrauni, og Helga Sig­ríður Ey­steins­dótt­ir f. 2.7. 1916, d. 9.9. 2009, hús­freyja á Hrauni.

 

Börn Hann­es­ar og Þór­hild­ar eru:


1) Hild­ur, f. 17.9. 1978, d. 18.12. 1978;

2) Katrín Ósk, f. 11.7. 1980, fjár­mála­stjóri. Maki: Smári Birn­ir Smára­son, f. 7.3. 1981, fram­kvæmda­stjóri. Dæt­ur þeirra eru Hild­ur Ósk, f. 4.12. 2007; Hanna Birna, f. 20.9. 2011, og Helga Katrín, f. 27.5. 2014. Þau eru bú­sett í Þor­láks­höfn;

3) Ólaf­ur, f. 23.7. 1985, fram­kvæmda­stjóri, bú­sett­ur í Kópa­vogi.

 

Systkini Hann­es­ar eru Þórður Sig­urðsson f. 16.4. 1949, bif­reiðar­stjóri, bú­sett­ur á Sel­fossi; Jens Sig­urðsson, f. 2.3.1954, iðnfræðing­ur hjá Sel­fossveit­um; Árún Krist­ín Sig­urðardótt­ir, f. 10.2. 1957, pró­fess­or í hjúkr­un­ar­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, og Mar­grét Sig­urðardótt­ir, f. 4.10. 1958, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, bú­sett í Reykja­vík.

 

For­eldr­ar Hann­es­ar voru hjón­in Sig­urður Hann­es­son, f. 4.4. 1916, d. 11.12. 1981, bóndi í Stóru-Sand­vík og Hólm­fríður Þórðardótt­ir, f. 15.6. 1922, d. 6.3. 2003, hús­móðir í Stóru-Sand­vík.


Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.


Morgunblaðið 6. maí 2020.Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

06.05.2020 06:46

5. maí 1639 - Brynj­ólf­ur Sveins­son var vígður Skál­holts­bisk­up

 

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

5. maí 1639 -

 

Brynj­ólf­ur Sveins­son var vígður Skál­holts­bisk­up

 

Þann 5. maí 1639 var Brynj­ólf­ur Sveins­son frá Holti í Önundarfirði vígður Skál­holts­bisk­up.

Hann lét m.a. reisa veg­lega kirkju í Skál­holti og var einn helsti talsmaður Íslend­inga við erfðahyll­ing­una í Kópa­vogi.


Skráð af Menningar-Bakki.

05.05.2020 21:19

5. maí - Karl Marx fæddist þennan dag árið 1818

 

Karl Marx - Karl Marx Photos - Anne Frank Wax Figure at Madame ...

Karl Marx (1818 - 1883).

 

5. maí -

 

Karl Marx fæddist þennan dag árið 1818

 

 

Karl Heinrich Marx var áhrifamikill þýskur hagfræðingur, heimspekingur, byltingarleiðtogi og stjórnmálaspekingur. Hann er frægastur fyrir greiningu sína á mannkynssögunni í anda þráttarhyggju Hegels sem röð átaka milli stétta. Hann greindi samfélag kapítalismans og taldi meðal annars að reglulegar og sívaxandi efnahagskreppur væru innbyggðar í hagkerfi og myndu á endanum leiða til hruns þar sem stéttlaust samfélag tæki við.

 

Marx tók virkan þátt í stjórnmálahræringum um og eftir miðja 19. öld. Hann skrifaði Kommúnistaávarpið ásamt Friedrich Engels 1848 og var leiðandi við stofnun Fyrstu alþjóðasamtaka verkalýðsins í London 1864. Höfuðrit hans Auðmagnið (Das Kapital) kom út 1867, en hann vann við rannsóknir meira eða minna til dauðadags 1883.

 

Útfærslur á jafnaðarstefnunni sem byggja á verkum Marx eru oft kallaðar marxismi. Marxismi hafði gríðarleg áhrif á stjórnmál og vísindi á 19. og 20. öld.

 

Karl Marx lést þann 14. mars 1883.
 

 

 

Heimild: WikipediaSkráð af Menningar-Bakki.

03.05.2020 08:11

-Hátíðarstund verkalýðsleiðtoga-

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Á Ingólfstorgi í Reykjavík þann 1. maí 2020.

F.v.: Björn Ingi Bjarnason, f.v. formaður Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri,

Drífa Snædal, forseti ASÍ, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags

Reykjavíkur og Jóna Guðrún Haraldsdóttir frá Flateyri.

 

 

   -Hátíðarstund verkalýðsleiðtoga-

 

 

-Hátíðarstund verkalýðsleiðtoga- fyrrverandi og núverandi, á Ingólfstorgi í Reykjavík þann 1. maí 2020.

 

Drífa Snædal, forseti ASÍ, bauð þar stjórn Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri árið 1981 í heimsókn til ASÍ fyrir 1. maí 2021 . Þar skal m.a. minnast 40 ára tímamótasamkomulags aðila á Flateyri um innborgun og ávöxtun orlofsfjár launafólks í peningastofnun í heimabyggð.

 

Þessi háttur var síðan tekinn upp hjá öllu launafólki landsins og er í farsælli framkvæmd enn í dag.

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Forgöngumenn. Myndin var tekin í stofunni heima hjá Ægi sparisjóðsstjóra

þegar skrifað var undir hið merka tímamótasamkomulag fyrir 39 árum

síðan um innborgun og ávöxtun orlofsfjár.

Frá vinstri, Björn Ingi Bjarnason formarður Verkalýðsfélagsins Skjaldar,

Ægir E. Hafberg sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Önundarfjarðar

og Einar Oddur Kristjánsson forstjóri Hjálms HF. á Flateyri

langstærsta atvinnurekenda þorpsins.

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

Stjórn Verkalýðsfélagsins Skjaldar fyrir 39 árum þegar lausn fékkst

í áralöngu baráttumáli um ávöxtun orlofsfjár í heimabyggð.

Aftari röð frá vinstri.: Hendrik Tausen, ritari, Hálfdán Kristjánsson, gjaldkeri

og Sigurður Sigurdórsson, meðstjórnandi.

Fremri röð frá vinstri, Björn Ingi Bjarnason, formaður

og Pétur G. Þorkelsson, varaformaður
 Skráð af Menningar-Bakki.

 

01.05.2020 08:55

1. maí 2020

 

 

 

  1. maí 2020

 
Skráð af Menningar-Bakki.

30.04.2020 07:27

Nýtt starf við Lýðskólann

 

 

 

 Nýtt starf við Lýðskólann

 

Viltu flytja til Flateyrar? -

 

Nýtt starf við Lýðskólann

 

 

Lýðskólinn á Flateyri auglýsir eftir starfsmanni.

Við bjóðum sveigjanlegan vinnutíma og krefjandi starfsumhverfi sem reynir á félagsfærni og áhuga á fólki. Meðal verkefna er þróun nýrrar alþjóðabrautar skólans og þátttaka í stjórnun og skipulagningu daglegs skólastarfs í samvinnu við aðra starfsmenn skólans. Mögulegt er að kennsla einstakra námskeiða verði hluti starfsins. Á litlum vinnustað göngum við öll störf eins og að aðstoða nemendur, bera stóla, raða í uppþvottavél og semja námsskrá.

 

Við leitum að dugmiklum einstaklingi sem státar af skipulags- og samskiptahæfni og hefur getu til að hugsa út fyrir boxið. Við viljum ráða ábyrgðarfulla manneskju sem brennur fyrir sköpun og hefur vilja til þess að gera betur og ná lengra. Reynsla af því að vinna með ungu fólki á öllum aldri er kostur. Þekking á skólastarfi og reynsla af skipulagningu og þróun námskeiða er æskileg.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 699 7535 eða í netfanginu skolastjori@lydflat.is

 

Umsóknir sendist á skolastjori@lydflat.is fyrir 15. maí. Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst.Skráð af Menningar-Bakki.

29.04.2020 10:30

Besta afmælisgjöfin að vera heilbrigð

 

 

 

Besta afmælisgjöfin að vera heilbrigð

 

Sigríður Jensdóttir,

fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Selfossi – 70 ára

 

 

Sig­ríður Ingi­björg Jens­dótt­ir fædd­ist í Hnífs­dal 29. apríl 1950 og ólst þar upp á Ísa­fjarðar­vegi 4. Eft­ir grunn­skóla fór hún í Héraðsskól­ann á Núpi í Dýraf­irði og svo einn vet­ur í Versl­un­ar­skóla Íslands. Eft­ir það gekk hún í Hús­mæðraskól­ann Ósk á Ísaf­irði og út­skrifaðist hún þaðan vorið 1969.

 

Sama ár eignaðist hún sitt fyrsta barn og ekki varð úr frek­ara námi en hug­ur­inn hafði stefnt á hjúkr­un­ar­nám. Sig­ríður gift­ist Bárði Guðmunds­syni 27.12. 1970. Hann stundaði nám við Tækni­skóla Íslands frá 1969-1974 og þann tíma starfaði Sig­ríður við ýmis störf en lengst af sem dag­móðir, einkum þó á vet­urna, en fór flest sum­ur til Ísa­fjarðar og vann í fiski í hraðfrysti­hús­inu í Hnífs­dal. Árið 1978 flytja þau hjón í Hvera­gerði og á Sel­foss 1982 og hafa búið þar síðan. Árið 1981 hóf Sig­ríður störf sem lækna­rit­ari ásamt fleiri störf­um hjá SÁÁ að Sogni í Ölfusi og var þar í sjö ár.

 

Árið 1986 ákvað Kvenna­list­inn á Sel­fossi að bjóða fram lista í bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um og var Sig­ríður þar í efsta sæti og fékk Kvenna­list­inn einn mann kjör­inn. Sig­ríður var svo kjör­in for­seti bæj­ar­stjórn­ar fyrsta árið henn­ar í bæj­ar­stjórn og svo formaður bæj­ar­ráðs árið eft­ir og var hún í þess­um embætt­um sitt hvert árið þau 12 ár sem hún var í bæj­ar­stjórn. Hún kom að því að stofna Héraðsnefnd Árnes­inga árið 1988 og var kjör­in odd­viti og formaður héraðsráðs á fyrsta fundi Héraðsnefnd­ar­inn­ar og gegndi þeim embætt­um þar til hún hætti sem bæj­ar­full­trúi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 1998.

 

Sig­ríður tók þátt í hinum ýmsu nefnd­um og ráðum og var meðal ann­ars í full­trúaráði Bruna­bóta­fé­lags Íslands, eini kvenmaður­inn þá. Árið 1989 var hún feng­in til að koma til starfa hjá Bruna­bóta­fé­lagi Íslands sem þá var búið að ákveða að sam­einaðist Sam­vinnu­trygg­ing­um Íslands og til varð Vá­trygg­inga­fé­lag Íslands, hún starfaði þar svo í rúm 28 ár eða þar til í októ­ber 2017 þegar hún var 67 ára og varð að hætta vegna ald­urs. Sig­ríður var í hópi fólks sem stofnaði Klúbb­inn Strók á Suður­landi sem ætlaður er fyr­ir fólk sem á eða hef­ur átt við geðræn vanda­mál að stríða og var hún fyrsti formaður hans og gegndi því starfi í fjölda ára. Erfiðasta verk­efnið sem hún seg­ist hafa tek­ist á við er að elsti son­ur þeirra hjóna, sem var bráðvel gef­inn og gekk vel í námi og íþrótt­um, ánetjaðist fíkni­efn­um og sú bar­átta tók á alla fjöl­skyld­una, ömmu hans og afa og alla í kring­um þau. Hann lést svo í bruna ásamt vin­konu sinni í októ­ber 2018.

 

„Áhuga­mál mín eru núm­er eitt fjöl­skyld­an. Lík­ams­rækt á og hef­ur átt stór­an sess hjá mér und­an­far­in ár. Ég og vin­kona mín, Þór­unn Þór­halls­dótt­ir, tók­um okk­ur til í sept­em­ber 1993 og fór­um út í göngu kl. 6 að morgni þris­var í viku og höf­um gert það síðan með fáum und­an­tekn­ing­um fram til þessa skrýtna ástands sem er þessa dag­ana. Þá hef ég stundað jóga í 15 ár og hef­ur eig­inmaður minn komið með und­an­far­in ár bæði í göng­una og jóga.

 

Okk­ur þykir gam­an að ferðast og höf­um gert mikið af því og höf­um gengið West High­land Way og Great Glen Way í Skotlandi. Ekki má gleyma mín­um heil­ögu stund­um á laug­ar­dags­morgn­um þegar ég fæ sunnu­dagskross­gátu Morg­un­blaðsins, þær stund­ir er ég búin að eiga í fjölda ára. Í dag, 70 ára, er ég heil­brigð, í jafn­vægi og mér líður vel. Ég gæti ekki fengið betri af­mæl­is­gjöf.“

 

Fjöl­skylda

 

Eig­inmaður Sig­ríðar er Bárður Guðmunds­son, f. 27.10. 1950, fv. bygg­ing­ar- og skipu­lags­full­trúi Árborg­ar, en hann hætti störf­um 1.4. sl. eft­ir 35 ára starf. For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðmund­ur Bárðar­son, f. 9.2. 2018, d. 27.6. 1977, vél­stjóri og öku­kenn­ari, og Mar­grét Ingi­björg Bjarna­dótt­ir, f. 8.8. 1915, d. 3.3. 1963, vefnaðar­kenn­ari.

 

Börn Sig­ríðar og Bárðar eru:

1) Guðmund­ur, f. 29.11. 1969, d. 31.10. 2018;

2) Kristjana Hrund, f. 16.11. 1972, ensku­kenn­ari við Fjöl­brauta­skóla Suður­lands. Eig­inmaður: Guðjón Öfjörð Ein­ars­son. Börn þeirra eru a) Jó­hann Bragi, sam­býl­is­kona: Rakel Sunna Pét­urs­dótt­ir; b) Anna Sig­ríður, sam­býl­ismaður: Marinó Marinós­son; c) Bárður Ingi og d) Jenný Arna;

3) Jens Hjör­leif­ur, f. 20.8. 1979, dr. í eðlis­fræði, pró­fess­or við Kon­ung­lega tækni­há­skól­ann í Stokk­hólmi. Sam­býl­is­kona: Maria-Th­eresa Ri­der;

4) Helgi, f. 20.12. 1982, verk­fræðing­ur hjá Verkís. Eig­in­kona: Anní Gerða Jóns­dótt­ir. Börn þeirra eru Jón Trausti, Ingi­björg Lilja og Sigrún Sara;

5) Hlyn­ur, f. 20.12. 1982, dr. í líf­fræði og starfar hjá Haf­rann­sókna­stofn­un. Eig­in­kona: Helga Ýr Erl­ings­dótt­ir. Börn þeirra eru Krist­ín Edda, Mar­grét Una og Örn Kári.

 

Systkini Sig­ríðar eru Elísa­bet, f. 16.9. 1952, Hjör­leif­ur Krist­inn, f. 7.8. 1955 og Aðal­heiður, f. 20.11. 1964.

 

For­eldr­ar Sig­ríðar: hjón­in Kristjana Kristjáns­dótt­ir, f. 11.12. 1929, d. 19.12. 2016, hús­móðir og verka­kona í Hnífs­dal, og Jens Guðmund­ur Hjör­leifs­son, f. 13.11. 1927, fyrr­ver­andi fisk­matsmaður, nú bú­sett­ur á Sel­fossi.

 

 


Morgunblaðið miðvikudagurinn 29. apríl 2020.


Skráð af Menningar-Bakki.