Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

12.12.2016 15:41

Aðventustund Vina alþýðunnar 12. des. 2016

 


Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka.

 

Aðventustund Vina alþýðunnar 12. des. 2016

 

Vinir alþýðunnar buðu til aðventustundar í hádeginu í dag, mánudaginn 12. desember,  í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka hvar er í Félagsheimilinu Stað þar í bæ. Veislustjóri var Siggeir Ingólfsson, staðarhaldar á Stað.


Á borðum voru afurðir Hjallastefnurnar sem Vinir alþýðunnar hafa verkað á þjóðlegan máta úr hráefni sem veitt hefur verið af Eyrarbakkabátnum Mána ÁR. Þetta var ; kæst skata – nætursaltaður þorskur og siginn fiskur sem verkaður hefur verið í útsýnispallinum við Alþýðuhúsið á síðustu vikum. Þúsundir erlendra ferðamanna hafa myndað verkunina á fiskinum og þannig vottað þessa þjóðlegu verkunaraðferð Hjallastefnunnar.


Sérstakur gestur aðventustundarinnar var Ásmundur Friðriksson, alþingismaður í Suðurkjördæmi, en hann á mjög sterkt bakland hjá Vinum alþýðunnar.


Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins, flutti blandaða þjóðlega hugvekju í menningarlegu samspili Vestfirðinga og Sunnlendinga fyrr og nú.

Þá var í lokin Bókalottó þar sem dregnar voru út bækur frá Vestfirska forlaginu.Mennigar-Staður færði aðventustundina til myndar.
Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/281300/Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

12.12.2016 07:31

Bækurnar að vestan 2016

 

 

 

Bækurnar að vestan 2016

 

Bækurnar að vestan eru hvorki stórkostlegar, æðislegar, einstakar, meistarverk, ógleymanlegar né töfrandi. En við teljum af vestfirskri hógværð að þær leyni á sér!
 

   Við höfum nú gefið út á fjórða hundrað bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Sumir fræðimenn telja að þetta sé einhver umsvifamesta bókaútgáfa hjá einu forlagi utan höfuðborgarsvæðisins frá upphafi byggðar í landinu!

Hvað heldur þú?

 

Vestfjarðabækurnar fást í bókaverslunum um land allt!

 

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

11.12.2016 07:12

131.700 FERÐAMENN Í NÓVEMBER 2016

 

 

 

131.700 FERÐAMENN Í NÓVEMBER 2016

 

Ferðamenn í nóvember 2010-2016

Tæplega 132 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nóvember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 50 þúsund fleiri en í nóvember á síðasta ári. Aukningin nemur 61,4% milli ára.

Fjöldi ferðamanna hefur ríflega sexfaldast frá árinu 2010. Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótun er um 1,64 milljónir eða 37,9% fleiri miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til nóvember árið 2015.

Bandaríkjamenn og Bretar um helmingur ferðamanna

10 fjölmennustu þjóðernin

Um 74% ferðamanna í nýliðnum nóvember voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 27,8% af heildarfjölda en fast á eftir fylgdu Bandaríkjamenn sem voru 23,2% af heildarfjölda. Þar á eftir komu Þjóðverjar (4,5%), Kanadamenn (4,1%), Frakkar (2,9%), Svíar (2,7%), Kínverjar (2,2%), Pólverjar (2,2%), Norðmenn (2,1%) og Danir (2,0%).

Bandaríkjamönnum fjölgaði langmest milli ára í nóvember eða um 15.260 manns og voru þeir tvöfalt fleiri í ár en í fyrra. Bretum fjölgaði um 7.651 ferðamann í nóvember sem er 26,4% aukning frá því í fyrra, Kanadamönnum um 3.211 sem var 142,5% aukning frá því í fyrra og Þjóðverjum um 2.745 ferðamenn sem er nærri tvöföldun frá því í fyrra. Þessar fjórar þjóðir báru uppi 54,6% af aukningu ferðamanna milli ára í nóvember.

Ferðamenn eftir markaðssvæðum

Fjöldi N-Ameríkana hefur ríflega ellefu-faldast og fjöldi Breta nærri nífaldast frá 2010

Sexföld aukning ferðamanna hefur verið frá 2010. Þegar litið er til fjölda ferðamanna eftir markaðssvæðum á tímabilinu 2010 til 2016 má sjá verulega aukningu frá flestum markaðssvæðum. Þannig hefur fjöldi ferðamanna frá N-Ameríku meira en ellefu-faldast á tímabilinu, fjöldi Breta nærri nífaldast, fjöldi ferðamanna frá löndum sem lenda í hópnum ,,annað“ meira en áttfaldast og fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu nærri fimmfaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 53,1% á tímabilinu 2010-2016.

Hlutfall ferðamanan eftir markaðssvæðum

Hlutfall N-Ameríkana hækkar en Norðurlandabúa lækkar

Hlutfallsleg samsetning ferðamanna hefur breyst nokkuð frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í nýliðnum nóvember voru Norðurlandabúar 7,4% ferðamanna. Hlutfall þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár en það var 30,2% árið 2010. Hlutdeild Breta var hins vegar 27,8% og hlutfall N-Ameríkana 27,4% í nóvember síðastliðnum og hefur hún farið vaxandi frá 2010. Hlutdeild Mið- og S-Evrópubúa hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010 til 2016 en hlutdeild þeirra sem falla undir annað hefur vaxið á síðasta ári.

Ferðir Íslendinga utan

Um 45 þúsund Íslendingar fóru utan í nóvember eða 9.450 fleiri en í nóvember árið 2015. Um er að ræða 26,5% fleiri brottfarir en árið 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn í nóvember - tafla


Af www.ferdamalastofa.is


Skráð af Menningar-Staður

10.12.2016 21:58

Sæmundargleði í Gunnarshúsi

 

 

 

Sæmundargleði í Gunnarshúsi
 
Morgunblaðið 10. desember 2016


Skráð af Menningar-Staður

10.12.2016 06:37

Merkir Íslendingar - Jón Guðmundsson

 

 

Jón Guðmundsson (1807 - 1875)

 

Merkir Íslendingar - Jón Guðmundsson

 

Jón Guðmundsson fæddist í Melshúsum í Reykjavík 10. desember 1807, sonur Guðmundar Bernharðssonar og Ingunnar Guðmundsdóttur.

Eiginkona Jóns var Hólmfríður, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur, og Önnu, móður Matthíasar Johannessen skálds.
 

Jón lærði fyrst hjá séra Þorvaldi Böðvarssyni, prófasti og skáldi í Holti í Önundarfirði og Holti undir Eyjafjöllum er síðar varð tengdafaðir hans. Hann fór í Bessastaðaskóla 1824 en missti tvö ár úr skóla vegna veikinda og var haltur síðan. Hann lauk stúdentsprófi 1832.
 

Jón var skrifari hjá landfógeta og settur til að gegna embætti hans um hríð 1836, var umboðsmaður Kirkjubæjarklaustursjarða 1837-47 og bjó þar, var settur sýslumaður í Skaftafellssýslu 1849 en fór utan til laganáms 1850 og lauk því ári síðar.
 

Jón hafði verið fulltrúi Íslands á stjórnlagaþingi Dana 1848-49. Hann var fulltrúi á Þjóðfundinum í Reykjavík 1851 og var þar í forystu, ásamt Jóni Sigurðssyni, þar sem barist var fyrir landsréttindum Íslendinga. Hann fór utan það ár, ásamt nafna sínum, í erindum Þjóðfundarins, en í banni stiftamtmanns. Við það missti hann sýslumannsembættið og von um frekari embættisveitingar.
 

Jón var ásamt nafna sínum, Jóni Sigurðssyni, einn helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar um og eftir þjóðfundinn 1851.
 

Hann eignaðist blaðið Þjóðólf í Reykjavík 1852 og ritstýrði því til 1874 en blaðið kallaði hann „blað lýðsins og þjóðernisflokksins – oppositionsblað“. Hann var alþm. Skaftfellinga 1845-58, Vestur-Skaftfellinga 1858-69 og kosinn alþm. Vestmannaeyja 1874 og bæjarfulltrúi í Reykjavík 1856-68. Þá var hann málflutningsmaður við landsyfirréttinn frá 1858 til æviloka.
 

Einar Laxness ritaði ævisögu Jóns Guðmundssonar, útg. af Sögufélagi og Ísafold 1960, og annaðist útgáfu bréfa Jóns ritstjóra til Jóns forseta 1845-1855.
 

Jón lést 31. maí 1875.

 

Morgunblaðið 10. desember 2016.

 


Þjóðfundurinn 1851.


Skráð af Menningar-Staður

10.12.2016 06:11

Gamla myndin

 


Hljómsveitin NilFisk.
F.v.: Víðir Björnsson, Jóhann Vignir Vilbergsson, Sveinn Ásgeir Jónsson

og Sigurjón Dan Vilhjálmsson.

 

Gamla myndin

 

Draugabarinn á Stokkseyri í júlí 2006

 

- Hljómsveitin NilFisk af Stokkseyrarbakka og aðdáendur.

 

.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.12.2016 06:35

Sæmundargleði í Gunnarshúsi

 

 

Bjarni Harðarson, forleggjari hjá Sæmundi.

 

Sæmundargleði í Gunnarshúsi

 

Í dag, föstudaginn 9. desember 2016, koma forleggjarar Sæmundar til Reykjavíkur og efna til lítillar bókamessu í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8. Húsið opnar klukkan 18 en áætluð samkomuslit eru um 21.

 

Höfundar segja frá bókum sínum í spjalli við gesti og bækur verða seldar á kjarapöllum. Þá stígur sönghópur Listaháskóla Íslands á stokk og í boði verða léttar veitingar, fastar og fljótandi. 

 

Bókaforlagið Sæmundur á Selfossi hefur fært verulega út kvíarnar á síðustu árum og gaf út 20 titla á þessu ári en frá því félagið hóf útgáfu 2001 hafa komið út liðlega 70 titlar.

 

Sæmundur fagnar þessum umsvifum í húsi Gunnars Gunnarssonar skálds og býður öllum velunnurum og bókavinum að gleðjast og njóta meðan húsrúm leyfir.

 

Image result for gunnarshús dyngjuvegi

Gunnarshús við Dyngjuveg 8 í Reykjavík.


af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

 

 

08.12.2016 16:27

Aðsóknarmet í Bókakaffinu á Selfossi 24. nóv. 2016

 

 

Héraðsfréttablaðið -SUÐRI- fimmtudagurinn 8. desember 20016

 

Aðsóknarmet í Bókakaffinu á Selfossi 24. nóv. 2016

 

Aðsóknarmet var slegið á upplestrarvöku  fimmtudaginn 24. nóvember sl.  í Bókakaffinu á Selfossi.

Fyrra metið var frá desember 2014 þegar 70 manns mættu en nú voru 72 gestir.

 

„Hér var hið svokallaða vestfirska met slegið öðru sinni, en það met var sett á Vestfirðingakvöldi í desember 2012  þar sem 67 gestir mættu,“ sagði Bjarni Harðarson.

 

Þau sem lásu á metkvöldinu 24. nóv. sl. voru;

Steinunn Sigurðardóttir úr bókinni  Heiða - fjalldalabóndinn  sem skrifuð er í orðastað Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á Ljótarstöðum í Skaftártungu,

Guðmundur Sæmundsson úr ljóðabók sinni:  Í sjöunda himni býr sólin,

Kristian Guttesen las úr nýútkominni ljóðabók sinni: Hendur morðingjans,

Hermann Stefánsson las úr bókinni Bjargræði

 og Sigurður Sigurðarson var leynigestur kvöldsins og las úr bók sinni: Sigurðar sögur dýralæknis.

Bjarni Harðarson  hjá Bókaútgáfunni Sæmundi  stjórnaði kvöldinu af röggsemi.

 

Tíu ára hefð er nú komin á upplestarkvöldin í Bókakaffinu sem hafa verið vel sótt og skapað reglulega jólastemmningu með heitum kakódrykk, smákökum og skemmtilegu skáldaspjalli.

Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka færði metkvöldið til myndar.

_____________________________________________________________________

 


Upplestrarkvöld í Bókakaffinu 8. des. 2016:

-Kona kemur við sögu-

 

Að vanda verður upplestur í Bókakaffinu á Selfossi fimmtudagskvöldið 8. desember 2016.

 

Húsið verður opnað klukkan 20 en lestur stendur frá 20:30 til 21:30.

Tilboð á kakói og notaleg jólastemning.

Þeir sem lesa að þessu sinni eru:

Hjörtur Pálsson ljóðskáld sem sendi frá sér heildarsafn ljóða á árinu,

Heiðrún Ólafsdóttir rithöfundur sem þýtt hefur bókina Zombíland sem lýsir grænlenskum samtíma,

Guðmundur Óli Sigurgeirsson sem les úr bernskuminningum sínum af Rangárvöllum

og síðast en ekki síst,
Gísli Sigurðsson sem kynnir fræðiritið  -Kona kemur við sögu- sem hann hefur unnið með Svanhildi Maríu Gunnarsdóttur og fleirum. Hér skyggnast sérfræðingar Árnastofnunar í handrit og aðrar heimildir um þátt kvenna í menningu þjóðarinnar.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.Nokkrar myndir frá metkvöldinu 24. nóvember sl. 

.

.

.

.

.

.


.

 


Skráð af Menningar-Staður

08.12.2016 16:03

Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur - 75 ára

 

 

Gestur Ólafsson við Unuhús í Reykjavík.
 

 

 

Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur – 75 ára

Vill vandaðri, ódýrari og tæknilega betri íbúðirGestur Ólafsson fæddist á Mosvöllum í Önundarfirði 8. desember 1941

og ólst þar upp til sex ára aldurs en flutti þá með fjölskyldunni til Reykjavíkur.

 

Gestur lauk stúdentsprófi frá MR 1961, lauk prófi í arkitektúr í Leicester í Bretlandi 1966, stundaði framhaldsnám í skipulagsfræðum í Liverpool 1966-68 og síðar framhaldsnám og rannsóknir í skipulagsfræðum við University of Pennsylvania í Fíladelfíu í Bandaríkjunum 1973. Hann hlaut rannsóknarstyrk frá Rannsóknarráði 1968 til að rannsaka skipulag verslunarhverfa víða í Evrópu, hlaut styrk frá Independence Foundation til að kynna sér skipulag í Bandaríkjunum 1972 og sótti námskeið í umhverfismati við University of Aberdeen 1982.

 

Gestur rak Teiknistofuna Garðastræti 17, 1968-80, og skipulagði þá marga bæi hér á landi, m.a. Selfoss, Hveragerði, Hellu og Akureyri, auk þess sem hann og samstarfsmenn hans breyttu Lækjartorgi og Austurstræti í göngusvæði og hönnuðu byggingar víða um land.

 

Gestur var stundakennari í skipulagsfræðum við Verkfræðideild HÍ frá 1974 og hlutadósent til 1988.

 

Gestur var forstöðumaður Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 1980-88, en þá unnu hann og Skipulagsstofan m.a. svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Hann rekur nú Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofuna ehf. í Reykjavík.

Gestur hefur haldið fyrirlestra um skipulagsm

ál og byggingarlist hér á landi og erlendis, hefur ritað fjölmargar greinar um þessi mál í blöð og tímarit, var ritstjóri Stefnis um skeið og var útgefandi og ritstjóri tímaritsins Arkitektúr og skipulag (AVS) í tvo áratugi.

 

Gestur stofnaði Útimarkaðinn á Lækjartorgi með Kristni Ragnarssyni arkitekt árið 1978 og starfræktu þeir hann þar til Reykjavíkurborg hóf rekstur útimarkaðar á þessu svæði.

 

Hann hefur átt sæti í stjórn Arkitektafélags Íslands, Kvenréttindafélags Íslands og félagsins Verkefnastjórnun. Hann var einn af stofnendum umhverfissamtakanna Lífs og lands og síðar formaður þess. Þá var hann formaður Skipulagsfræðingafélags Íslands um skeið og forseti Rotaryklúbbsins Reykjavík miðborg. Þá hefur hann setið í ýmsum nefndum, m.a. á vegum Reykjavíkurborgar og ríkisins.

 

Gestur er fyrsti háskólakennari í skipulagsfræðum hér á landi og hefur um árabil rætt og ritað um mikilvægi skipulags á umhverfismótun, samspil mannlífs og umhverfis og gæði, hagkvæmni og tækni í gerð íbúðabygginga: „Við erum því miður enn að byggja allt of dýrt íbúðarhúsnæði fyrir ungt fólk. Í þokkabót er svo þetta húsnæði oft illa unnið, of oft með myglusveppi og tæknilega illa gert. Okkur skortir því enn upplýsta umræðu og gagnrýni á gerð, kostnað og gæði íbúðarhúsnæðis.“

 

Þá hafa Gestur og Árni Gunnarsson, fyrrv. alþm. og framkvæmdastjóri NLFÍ í Hveragerði, unnið að sínu sameiginlega áhugamáli um heilsuþorp fyrir Íslendinga, með augastað á Flúðum og á Spáni.

 

Fjölskylda

Kona Gests er Guðbjörg Garðarsdóttir, f. 23.9. 1952, bókasafns- og upplýsingafræðingur. Hún er dóttir Garðars Ingimarssonar bifvélavirkja og Magneu Jónsdóttur húsmóður, sem er látin.

 

Dóttir Gests og Guðbjargar er Guðrún Sóley, f. 4.9. 1987, bókmenntafræðingur sem sér með fleirum um Morgunútgáfuna á Rás 2.

 

Synir Gests og f.k.h., Ernu Ragnarsdóttur, Jónssonar í Smára af Eyrarbakka, eru Ragnar Kristján, f. 4.8. 1964, kennari á Eyrarbakka, kvæntur Hildi Jónsdóttur og eiga þau níu börn, og Ólafur Hrólfur, f. 4.12. 1969, forritari í Reykjavík, en kona hans er Jódís Bjarnadóttir og á hann tvær dætur auk þess sem Jódís á tvo syni frá fyrra hjónabandi.

 

Stjúpsonur Gests og sonur Guðbjargar er Sveinn Björnsson, f. 17.12. 1970, verkfræðingur í Reykjavík, en kona hans er Sveinbjörg Þórhallsdóttir og eiga þau saman einn son auk þess sem Sveinn á dóttur frá fyrra hjónabandi og Sveinbjörg á tvær dætur frá fyrra hjónabandi.

 

Systkini Gests: Valdimar, f. 13.8. 1926, d. 2.4. 2008, yfirflugumferðarstjóri í Reykjavík; Ingileif Steinunn, f. 8.8. 1931, húsfreyja á Bólstað í Bárðardal; Kristján Guðmundur Ólafsson, f. 15.6. 1937, d. 28.10. 1963, menntaskólanemi.

 

Foreldrar Gests: Ólafur Bergþór Hjálmarsson, f. 26.8. 1903, d. 30.8. 1986, bóndi og síðar efnisvörður hjá Olíuverslun Íslands, og k.h., Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 25.10. 1902, d. 7.4. 1991, húsfreyja.

 

 

 Morgunblaðið 8. desember 2016


Skráð af Menningar-Staður


 

08.12.2016 11:50

Opið hjá Elfari Guðna um helgar til jóla

 

 

 

Opið hjá Elfari Guðna um helgar til jóla

 

Opið verður í Svartakletti, vinnustofu og sýningarsal Elfars Guðna Þórðarsonar,

í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri, allar helgar til jóla kl. 14:00 - 18:00

(lokað laugardaginn 17. desember)

 

Allir hjartanlega velkomnir
 Skráð af Menningar-Staður