Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.06.2019 06:35

21. júní 2019 - þjóðhátíðardagur Grænlendinga

 

.

 

Fáni Grænlands við Fánasetur Suðurlands á Eyrarbakka.

 

 

21. júní 2019 - þjóðhátíðardagur Grænlendinga

 

 

Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna:

 

Álandseyjar      

9. júní  

Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.

 

Danmörk            

16. apríl eða 5. júní        

16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.

 

 Finnland            

6. desember     

Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917.

 

Færeyjar            

29. júlí  

Ólafsvaka.

 

Grænland          

21. júní

Lengsti dagur ársins.

 

Ísland   

17. júní

Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.

 

Noregur             

17. maí

Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.

 

Svíþjóð

6. júní  

Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523.

 Skráð af Menningar-Bakki.

20.06.2019 21:16

Jónsmessuhátíð Eyrarbakka 2019

 

 

Jónsmessu-skreytingar í fullum gangi á Eyrarbakka þetta kvöldið (20. júní).

 

 

Jónsmessuhátíð Eyrarbakka 2019

 

 

Hin árlega Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka verður haldin hátíðlega þann 22.júní 2019~Föstudagur 21. júní


Jónsmessubolti hverfa-litanna kl. 18:00~

Mæting á fótboltavöll Eyrbekkinga Merkisteinsvöllum. Veitingar í boði og forlátur farandbikar fyrir vinningsliðið.Laugardagur 22. júní

Kl. 08:30 Fánar dregnir að húni

Kl. 09:00–11:00 Morgunverður í Hallskoti

Skógræktarfélag Eyrarbakka býður til morgunverðar og samverustundar í skógræktinni, sem félagið annast um í Hallskoti. Ekið um Sólvangs- og Flóagaflsveg.

Kl. 09:00 Jóga í Hallskoti

Helga Guðný Jónsdóttir verður með rólega jógastund í rjóðri í Hallskoti.

Kl. 09:00–22:00 Verslunin Bakkinn

Verslunin verður opin til kl. 22:00. Frír ís fyrir börnin um miðjan daginn.

Kl. 10:30–17:00 Hundrað ár í Sjónarhól

Í ár eru 100 ár liðin síðan Guðlaugur Pálsson kaupmaður flutti verslun sína úr Kirkjuhúsi í Sjónarhól. Verslunin verður opin af því tilefni og kl. 11 og 15 verður saga hússins Sjónarhóls og Laugabúðar rakin í stuttu máli á tröppunum við verslunina.

Kl. 11.00 -18.00 Söfnin á Eyrarbakka

Opið í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafninu og Kirkjubæ. Í borðstofu Hússins er ljósmyndasýningin Rófubóndinn þar sem Vigdís Sigurðardóttir sýnir eitt ár í lífi rófubóndans Guðmundar Sæmundssonar á Sandi sem hefur ræktað gulrófur á Eyrarbakka í 53 ár. Gamli slökkviliðsbíllinn verður til sýnist úti á túni og ókeypis aðgangur í öll safnhúsin.

Ókeypis aðgangur.

Kl. 12:00 Leikhópurinn Vinir við Sjóminjasafnið

Leikhópurinn Vinir skemmtir ungum sem öldnum með leiksýningunni Karíus og Baktus.

Kl. 12:30 Þrautabraut á Garðstúninu
Þrautabrautir fyrir 2-5 ára, 6 -10 ára og 11-14 ára.

Kl. 13:00-14:00 Hestar á Garðstúninu
Teymt verður undir börnum.

Kl. 13:00–15:00 Andlitsmálun í safninu
Andlitsmálun fyrir börn verður í fjárhúsinu á Garðtúni bak við Húsið. Ókeypis.

Kl. 13:00-15:00 Brunavarnir Árnessýslu á bílastæðinu við Stað
Brunavarnir Árnessýslu mæta á bílastæðið við samkomu húsið Stað með brunabíl til sýnis.

Kl. 13:00–16:00 Sölubásar á bílastæði Rauða hússins og byggðasafnsins
Þrír sölubásar verða staðsettir við bílastæði Rauða hússins og Hússins.

Kl. 14.00 Dansað við safnið
Þjóðdansafélag Reykjavíkur gleður gesti með dansi í garðinum fyrir framan Húsið.

Kl. 14:00-16:00 Boðið upp á kjötsúpu hjá Rauða Húsinu
Rauðahúsið mun matreiða íslenska kjötsúpu. Frítt fyrir þá sem mæta með eigin ílát!

Kl. 14:00-16:00 Sætaferðir bjóðast á hestvagni
Sætaferðir á hestvagni stuttan spöl um Eyrarbakka bjóðast frá Sjóminjasafninu.

kl. 14:00-16:00 Opið hlað
Skessan Ólöf Lilja mun skarta sínu fegursta við Mangaskúra vestast á Túngötunni, einnig verða traktorar til sýnis á hlaðinu fyrir áhugasama.

Kl. 14:00–16:00 Heimboð á þrjá staði
Guðrún og Ólafur taka á móti gestum í Kirkjuhúsi sem stendur við Eyrargötu beint á móti byggðasafninu.

Jóna Björg og Júlli í Björgvin á Hjallavegi 3 verða með opið hús og markað úti í garði.

Júlía Laufey og Hjörtur á Háeyrarvegi 5 bjóða gestum heim.

Kl. 14:00–16:00 Sólvangur – Miðstöð íslenska hestsins
Opið hús á Sólvangi.

Kl. 15:00 Sprite Zero Klan
Sprite Zero Klan flytja tónlist við Sjóminjasafnið

Kl. 20:00-21.20 Samsöngur í Húsinu
Heimir Guðmundsson leikur undir söng á elsta píanó á Suðurlandi. Sungið verður úr skólaljóðunum og hver syngur með sínu nefi.

Kl. 22:00 Jónsmessubrenna
Að venju verður Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakka. Að þessu sinni ávarpar Íris Böðvarsdóttir samkomugesti. Söngur, glens og gaman að hætti Eyrbekkinga.

Kl. 22:00–04:00 Kjallarinn á Rauða Húsinu
Fjörið heldur áfram að venju fram eftir kvöldi í Kjallaranum á Rauða. Aldurstakmark 18 ára.Björgunarsveitin Björg býður ungum og öldnum að veiða frítt í Ölfusárósi fyrir landi Eyrarbakka dagana 22. til 24. júní 2019.Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg, Björgunarsveitinni Björg, Ungmennafélagi Eyrarbakka, Slysavarnadeildinni Björg á Eyrarbakka, Rauða húsinu, Versluninni Bakkanum, Mjólkursamsölunni og Southdoor.
 

 

.

 


Skráð af Menningar-Bakki

20.06.2019 06:45

FÁLKAORÐAN 17. júní 2019

 

 

 

 

FÁLKAORÐAN 17. júní 2019

 

 

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní 2019, sæmdi forseti Íslands sextán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. 

 

Þeir eru
 

Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir

ljósmóðir og hjúkrunarstjóri, Kirkjubæjarklaustri, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heimabyggð


Bára Grímsdóttir

tónskáld og formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar, Reykjavík, riddarakross fyrir varðveislu og endurnýjun á íslenskum tónlistararfi


Bogi Ágústsson

fréttamaður og formaður Norræna félagsins, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi fjölmiðlunar og norrænnar samvinnu


Guðrún Ögmundsdóttir

félagsráðgjafi og fyrrverandi þingkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag í þágu mannúðar og jafnréttisbaráttu hinsegin fólks


Halldóra Geirharðsdóttir

leikkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar


Helgi Árnason skólastjóri,

Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi skóla og skáklistar ungmenna


Hildur Kristjánsdóttir

ljósmóðir og dósent við Háskóla Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu ljósmæðra og skjólstæðinga þeirra


Hjálmar Waag Árnason

fyrrverandi skólameistari, þingmaður og framkvæmdastjóri Keilis, Reykjanesbæ, riddarakross fyrir forystu á vettvangi skólastarfs og menntunar


Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskar tónlistar


Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur, Álftanesi, riddarakross fyrir framlag til eflingar heilbrigðis og íþrótta eldri borgara


Jóhanna Erla Pálmadóttir

verkefnastjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands, Blönduósi, riddarakross fyrir störf í þágu safna og menningar í heimabyggð


Jón Ólafsson fyrrverandi

prófessor, Kópavogi, riddarakross fyrir rannsóknir, fræðistörf og kennslu á sviði haffræði


Skúli Eggert Þórðarson

ríkisendurskoðandi, Reykjavík, riddarakross fyrir nýjungar í stjórnun og mannauðsmálum hjá hinu opinbera


Tatjana Latinovic

deildarstjóri, formaður Kvenréttindafélags Íslands og formaður Innflytjendaráðs, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til atvinnulífs, jafnréttis og málefna innflytjenda


Þórður Guðlaugsson

vélstjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir lífsstarf á vettvangi sjávarútvegs og björgunarafrek í mannskaðaveðri


Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

sagnfræðingur og rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til sagnfræða og íslenskra bókmennta.
 Skráð af Menningar-Bakki.

19.06.2019 06:52

19. júní 1915 - kon­ungs­úrsk­urður um gerð ís­lenska fán­ans

 

 

 

 

19. júní 1915

 

- kon­ungs­úrsk­urður um gerð ís­lenska fán­ans

 

 

Þann 19. júní árið 1915 var gef­inn var út kon­ungs­úrsk­urður um gerð ís­lenska fán­ans.

 

Hann átti að vera þrílit­ur:

„Heiðblár (ultram­ar­in­eblár) með hvít­um krossi og hárauðum krossi inn­an í hvíta kross­in­um.“

 

Litirnir áttu að tákna fjallablámann, ísinn og eldinn. 
Skráð af Menningar-Bakki

 

 

19.06.2019 06:48

19. júní 1915 - Kvenréttindadagurinn

 

 

 

 

19. júní 1915 - Kvenréttindadagurinn

 

 

Kristján konungur X staðfesti breytingar á stjórnarskránni þann 19. júní árið 1915. Konur fengu þá kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, en fyrst í stað var miðað við 40 ára og eldri. Réttindunum var fagnað á Austurvelli 7. júlí, við setningu Alþingis.
Skráð af Menningar-Bakki.

18.06.2019 06:47

Jónsmessuhátíð Eyrarbakka 2019

 

 

 

Jónsmessuhátíð Eyrarbakka 2019

 

 

Hin árlega Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka verður haldin hátíðlega þann 22.júní 2019~Föstudagur 21. júní


Jónsmessubolti hverfa-litanna kl. 18:00~

Mæting á fótboltavöll Eyrbekkinga Merkisteinsvöllum. Veitingar í boði og forlátur farandbikar fyrir vinningsliðið.Laugardagur 22. júní

Kl. 08:30 Fánar dregnir að húni

Kl. 09:00–11:00 Morgunverður í Hallskoti

Skógræktarfélag Eyrarbakka býður til morgunverðar og samverustundar í skógræktinni, sem félagið annast um í Hallskoti. Ekið um Sólvangs- og Flóagaflsveg.

Kl. 09:00 Jóga í Hallskoti

Helga Guðný Jónsdóttir verður með rólega jógastund í rjóðri í Hallskoti.

Kl. 09:00–22:00 Verslunin Bakkinn

Verslunin verður opin til kl. 22:00. Frír ís fyrir börnin um miðjan daginn.

Kl. 10:30–17:00 Hundrað ár í Sjónarhól

Í ár eru 100 ár liðin síðan Guðlaugur Pálsson kaupmaður flutti verslun sína úr Kirkjuhúsi í Sjónarhól. Verslunin verður opin af því tilefni og kl. 11 og 15 verður saga hússins Sjónarhóls og Laugabúðar rakin í stuttu máli á tröppunum við verslunina.

Kl. 11.00 -18.00 Söfnin á Eyrarbakka

Opið í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafninu og Kirkjubæ. Í borðstofu Hússins er ljósmyndasýningin Rófubóndinn þar sem Vigdís Sigurðardóttir sýnir eitt ár í lífi rófubóndans Guðmundar Sæmundssonar á Sandi sem hefur ræktað gulrófur á Eyrarbakka í 53 ár. Gamli slökkviliðsbíllinn verður til sýnist úti á túni og ókeypis aðgangur í öll safnhúsin.

Ókeypis aðgangur.

Kl. 12:00 Leikhópurinn Vinir við Sjóminjasafnið

Leikhópurinn Vinir skemmtir ungum sem öldnum með leiksýningunni Karíus og Baktus.

Kl. 12:30 Þrautabraut á Garðstúninu
Þrautabrautir fyrir 2-5 ára, 6 -10 ára og 11-14 ára.

Kl. 13:00-14:00 Hestar á Garðstúninu
Teymt verður undir börnum.

Kl. 13:00–15:00 Andlitsmálun í safninu
Andlitsmálun fyrir börn verður í fjárhúsinu á Garðtúni bak við Húsið. Ókeypis.

Kl. 13:00-15:00 Brunavarnir Árnessýslu á bílastæðinu við Stað
Brunavarnir Árnessýslu mæta á bílastæðið við samkomu húsið Stað með brunabíl til sýnis.

Kl. 13:00–16:00 Sölubásar á bílastæði Rauða hússins og byggðasafnsins
Þrír sölubásar verða staðsettir við bílastæði Rauða hússins og Hússins.

Kl. 14.00 Dansað við safnið
Þjóðdansafélag Reykjavíkur gleður gesti með dansi í garðinum fyrir framan Húsið.

Kl. 14:00-16:00 Boðið upp á kjötsúpu hjá Rauða Húsinu
Rauðahúsið mun matreiða íslenska kjötsúpu. Frítt fyrir þá sem mæta með eigin ílát!

Kl. 14:00-16:00 Sætaferðir bjóðast á hestvagni
Sætaferðir á hestvagni stuttan spöl um Eyrarbakka bjóðast frá Sjóminjasafninu.

kl. 14:00-16:00 Opið hlað
Skessan Ólöf Lilja mun skarta sínu fegursta við Mangaskúra vestast á Túngötunni, einnig verða traktorar til sýnis á hlaðinu fyrir áhugasama.

Kl. 14:00–16:00 Heimboð á þrjá staði
Guðrún og Ólafur taka á móti gestum í Kirkjuhúsi sem stendur við Eyrargötu beint á móti byggðasafninu.

Jóna Björg og Júlli í Björgvin á Hjallavegi 3 verða með opið hús og markað úti í garði.

Júlía Laufey og Hjörtur á Háeyrarvegi 5 bjóða gestum heim.

Kl. 14:00–16:00 Sólvangur – Miðstöð íslenska hestsins
Opið hús á Sólvangi.

Kl. 15:00 Sprite Zero Klan
Sprite Zero Klan flytja tónlist við Sjóminjasafnið

Kl. 20:00-21.20 Samsöngur í Húsinu
Heimir Guðmundsson leikur undir söng á elsta píanó á Suðurlandi. Sungið verður úr skólaljóðunum og hver syngur með sínu nefi.

Kl. 22:00 Jónsmessubrenna
Að venju verður Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakka. Að þessu sinni ávarpar Íris Böðvarsdóttir samkomugesti. Söngur, glens og gaman að hætti Eyrbekkinga.

Kl. 22:00–04:00 Kjallarinn á Rauða Húsinu
Fjörið heldur áfram að venju fram eftir kvöldi í Kjallaranum á Rauða. Aldurstakmark 18 ára.Björgunarsveitin Björg býður ungum og öldnum að veiða frítt í Ölfusárósi fyrir landi Eyrarbakka dagana 22. til 24. júní 2019.Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg, Björgunarsveitinni Björg, Ungmennafélagi Eyrarbakka, Slysavarnadeildinni Björg á Eyrarbakka, Rauða húsinu, Versluninni Bakkanum, Mjólkursamsölunni og Southdoor.

 

 
Skráð af Menningar-Bakki.

17.06.2019 11:05

17. júní - Merkisatburðir

 


Styttan af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í Reykjavík.

Hann var fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 17. júní 1811.
Ljósm.: Sigurður Kjartansson.

 

 

17. júní - Merkisatburðir

 

 

1397  Eiríkur af Pommern er krýndur konungur allra Norðurlanda.

 

1449  Danmörk og England gera með sér samning sem heimilar enskum sjómönnum siglingar til Íslands með sérstöku leyfi Danakonungs.

 

1596  Willem Barents finnur Svalbarða.

 

1900  Fyrsta póstferð með farþega, vörur og póst, er farin á fjórhjóla hestvagni frá Reykjavík austur fyrir fjall.

 

1907  Stúdentafélagið gengst fyrir því að víða um land er flaggað íslenskum fána, bláum með hvítum krossi. 65 fánar eru við hún í Reykjavík.

 

1911  Háskóli Íslands er stofnaður og settur í fyrsta sinn. Hann tekur yfir rekstur Prestaskólans, Læknaskólans og Lagaskólans sem um leið eru lagðir niður.

 

1915  Fyrsta bílprófið er tekið í Reykjavík. Handhafi skírteinis númer 1 er Hafliði Hjartarson trésmiður, 28 ára.

 

1917  Nokkur félagasamtök halda samsæti í Reykjavík til heiðurs Stephani G. Stephanssyni skáldi, sem staddur er á Íslandi í fyrsta sinn frá því að hann kvaddi landið tvítugur að aldri 1873.

 

1925  Á Ísafirði er tekið í notkun nýtt sjúkrahús sem talið er hið fullkomnasta á Íslandi.

 

1926  Björg Karítas Þorláksdóttir verður fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi er hún ver doktorsritgerð sína við Sorbonne-háskóla í París.

 

1926  Melavöllurinn í Reykjavík er vígður eftir flutning.

 

1940  Þrír bátar koma frá Noregi til Austfjarða með 59 norska flóttamenn um borð.

 

1941  Sveinn Björnsson er kjörinn ríkisstjóri Íslands af Alþingi, en hann hafði verið sendiherra landsins í Kaupmannahöfn í tvo áratugi.

 

1944 

Íslenska lýðveldið er stofnað á Þingvöllum og jafnframt er fyrsta stjórnarskrá lýðveldisins staðfest. Einnig er Sveinn Björnsson ríkisstjóri kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Síðan þá hefur dagurinn verið þjóðhátíðardagur Íslands.

 

1945  Minningarskjöldur er afhjúpaður á húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.

 

1947  Fyrsta millilandaflugvél í íslenskri eigu kemur til landsins. Það er Skymaster-flugvélin Hekla í eigu Loftleiða.

 

1959  Íþróttavöllurinn í Laugardal er formlega vígður en hafði verið í notkun í tvö ár.

 

1959  Menn sleppa naumlega er varnargarður brestur á virkjunarsvæðinu við Sog.

 

1969  Aldarfjórðungsafmæli lýðveldisins er fagnað í mikilli rigningu.

 

1974  Á Kirkjubæjarklaustri er vígð kapella til minningar um Jón Steingrímsson eldklerk.

 

1975  Sumar á Sýrlandi, fyrsta plata Stuðmanna, kemur út.

 

1977  Höggmyndin Alda aldanna eftir Einar Jónsson myndhöggvara frá Galtafelli í Hrunamannahreppi er afhjúpuð á Flúðum.

 

1980  Ísbjarnarblús, fyrsta plata Bubba Morthens, kemur út.

 

1982  Þriðja skipið með nafnið Akraborg kemur til landsins til siglinga á milli Reykjavíkur og Akraness.

 

1985  Í Vestmannaeyjum er afhjúpuð höggmynd til minningar um Guðríði Símonardóttur, Tyrkja-Guddu.

 

1994  50 ára afmæli Lýðveldisins Íslands er fagnað á Þingvöllum af miklu fjölmenni.

 

1994  Jóhanna Sigurðardóttir leggur grunn að stjórnmálaflokknum Þjóðvaka með orðunum „Minn tími mun koma.“

 

2000  Jarðskjálfti, 6,5 stig á Richter, skekur Suðurland.

 

2004  Sundlaugin á Hólmavík er tekin í notkun.

 

2006  Íslenska landsliðið í handbolta vinnur sér þátttökurétt á HM í Þýskalandi 2007 með því að sigra Svía í Laugardalshöllinni með samanlagt þriggja marka mun.


2019  75 ára afmæli Lýðveldisins Íslands.

 

.

.

.

.

.

.

 


 

Fréttablaðið 17. júní 2019  -  myndir af RUV.is  og fleira.
 Skráð af Menningar-Bakki

 

 

17.06.2019 07:52

17. júní 2019 á Eyrarbakka

 

 

 

     17. júní 2019

 

    á Eyrarbakka


     Gleðilegan þjóðhátíðardag

 

 

 

 
 

 

 Jón Sigurðsson (1811 - 1879) og Ingibjörg Einarsdóttir (1804 - 1879)

 

 

Skráð af Menningar-Bakki

16.06.2019 08:44

Hver var Jón forseti?

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

 

Hver var Jón forseti?

 

 

 Jón Sigurðsson forseti, sem var eftirminnilegasti tímamótamaður íslenskrar sögu, fæddist á Hrafnseyri í Arnarfirði þann 17. júní 1811 og ólst þar upp til 18 ára aldurs.

Foreldrar hans voru prestshjónin Þórdís Jónsdóttir frá Holti í Önundarfirði og séra Sigurður Jónsson á Hrafnseyri. Systkini Jóns voru Margrét, húsfreyja og bóndi á Steinanesi í Arnarfirði og Jens, kennari á Eyrarbakka og síðan kennari og rektor Lærða skólans í Reykjavík. Þau voru alin upp við iðjusemi, nákvæmni og hirðusemi í heimahúsum og kennt að bjarga sér sjálf.
 

   Samtímamaður þeirra hjóna, séra Oddur Sveinsson, sem tók við Hrafnseyrarstað þegar þau fluttust að Steinanesi með Margréti dóttur sinni 1851, lýsir þeim svo:

   "Þórdís var í meðallagi há, vel vaxin, andlitið frítt og gáfulegt, augun móleit og fjörmikil, kona var hún hæglát og geðgóð, en stjórnsöm á heimili. Góðhjörtuð var frú Þórdís talin og örlát við fátæka."

   "Þú vilt gefa allt, Þórdís", er mælt að séra Sigurður hafi eitt sinn sagt við konu sína er hún var að gefa fátækum.

   "Séra Sigurður var hár maður vexti, þrekinn vel og að öllu hinn karlmannlegasti, iðjumaður mikill. Hann var að vísu ekki sérlega fljótgáfaður eða bráðskarpur, sem menn kalla, en hafði einkar gott minni og greindargáfu og kunni yfir höfuð vel að nota gáfur sínar."
 

   Lengi framan af starfsárum sínum stundaði séra Sigurður sjóróðra á vorin. Fór hann þá heim um helgar til embættisgjörða. Var hann talinn ágætur sjómaður og aflasæll.
 

   Faðir Jóns kenndi honum allan skólalærdóm sem numinn skyldi í Bessastaðaskóla. Stúdentspróf tók hann svo í Reykjavík 1829 með afburðalofi. Verslunarstörf stundaði hann um skeið í höfuðstaðnum hjá Einari föðurbróður sínum. Þar kynntist hann frænku sinni, Ingibjörgu, dóttur Einars og felldu þau hugi saman.
 

   Hann gerðist svo skrifari hjá Steingrími biskupi Jónssyni í Laugarnesi í þrjú ár. Dvöl hans hjá honum hafði mikil áhrif á lífsstarf hans síðar. Jón sigldi svo til Kaupmannahafnar til náms við háskólann þar í málfræði, sögu, hagfræði og stjórnfræði, en lauk aldrei embættisprófi. Fljótlega eftir að hann kom til náms hlóðust á hann alls konar aukastörf, enda þurfti hann að sjá fyrir sér sjálfur fjárhagslega og íslensk þjóðmál tóku fljótlega hug hans allan.
 

   Í tólf ár kom hann ekki til Íslands og hafði konuefnið setið í festum allan þennan tíma. 1845 fór Jón heim til að sitja á hinu fyrsta endurreista Alþingi og þá gengu þau Ingibjörg í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík 4. september. Þá var hún 41 árs en hann 34 ára.
 

   Þau Ingibjörg bjuggu í Kaupmannahöfn allan sinn búskap og þaðan stjórnaði hann sjálfstæðisbaráttunni við Dani hátt í 40 ár. Á þeim tíma hafði enginn Íslendingur samband við jafn fjölmennan hóp landsmanna og má nefna að á söfnum landsins eru til yfir 6000 sendibréf til Jóns, sem hann varðveitti, frá um 870 bréfriturum.
 

   Lifibrauð sitt hafði hann af ýmsum vísindastörfum og vinnu við Árnasafn, þar sem hin fornu íslensku handrit voru varðveitt. Fræðistörf hans ein mega heita fullkomið ævistarf, enda kunni hann að skipuleggja störf sín.
 

   Jón var forseti Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins og hlaut af því viðurnefnið forseti. Forseti íslenska lýðveldisins var hann aldrei af skiljanlegum ástæðum.
 

    Þá var hann potturinn og pannan í öllum störfum Alþingis allt frá endurreisn þess og til æviloka. Forseti Alþingis var hann alls á 10 þingum, eða lengur en nokkur annar fyrr og síðar. Það voru skoðanir Jóns Sigurðssonar sem mest mótuðu störf þingsins fyrstu áratugina og má segja að andi hans hafi svifið þar yfir vötnum allt til þessa dags.
 

   Jón sigldi 29 sinnum yfir Íslandsála á misjöfnum farkostum, m. a. til að stjórna fundum Alþingis. Oftast var eiginkonan með í för.
 

   Þekking Jóns Sigurðssonar á sögu og bókmenntum Íslendinga og ást hans á íslensku fólki, máli þess og menningu, auðveldaði honum að verða sá foringi sem hann varð. Hann var bardagamaður, einarður og ósérhlífinn, fylginn sér og harðsnúinn. En hann barðist hvorki með byssu né sverði heldur var orðsins brandur og söguleg rök helstu vopn hans.

   Ný félagsrit voru málgagn hans. Þar barðist hann fyrir stjórnfrelsi, kjörfrelsi, málfrelsi, verslunarfrelsi og atvinnufrelsi til handa Íslendingum og birti ótal hvatningargreinar til Íslendinga um hvaðeina sem verða mátti landinu til viðreisnar.
 

   Fullt löggjafarvald, aðskilinn fjárhagur, jafnrétti og innlend stjórn. Þetta var stefnuskrá Jóns Sigurðssonar og samherja hans í sjálfstæðisbaráttunni við Dani, sem hann birti í ritgerðinni Hugvekju til Íslendinga 1848.
 

   Á þjóðfundi 1851 ætluðu Danir að setja Íslendingum nýja stjórnskipun, þar sem lítið tillit var tekið til óska Íslendinga. Fundinum lauk með því að flestir fundarmenn risu úr sætum og sögðu: "Vér mótmælum allir."

   Á þjóðfundinum urðu tímamót á stjórnmálaferli Jóns Sigurðssonar. Eftir fundinn var enginn vafi á því hver var óumdeildur fyrirliði þjóðarinnar.
 

   Jón Sigurðsson taldi, að ætti líf og fjör að færast í Íslendinga, þyrftu þeir að vera fjár síns ráðandi og fá að versla við þá sem þeir vildu sjálfir. Öflug forysta hans hafði úrslitaáhrif á að verslun við Ísland var gefin öllum þjóðum frjáls 1. apríl 1855.

   Jón forseti var mjög vinsæll maður heima á Íslandi og má ætla að alls konar erindrekstur og endalaus fyrirgreiðsla fyrir landa hans í höfuðborginni, Kaupmannahöfn, hafi átt mikinn þátt í þeim vinsældum.
 

   Jón Guðmundsson, ritstjóri, var nánasti fylgismaður Jón Sigurðssonar í þjóðmálabaráttunni og sá sem mest mæddi á hér heima. Hann var kallaður "skuggi" Jóns Sigurðssonar. En fjöldi manna um allt land voru óhvikulir stuðningsmenn hans, bæði leynt og ljóst. Þetta voru menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins: Bændur, prestar, vinnumenn, vinnukonur, verkamenn, búðarþjónar, embættismenn, húsfreyjur og námsmenn.
 

   Jón Sigurðsson taldi að frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi, heldur agaleysi og óstjórn.
 

   Hann var höfðingi í sjón og reynd, glæsilegur gáfumaður sem varð oft að sætta sig við þá reynslu brautryðjandans að falla en halda þó velli.
 

   Jón andaðist í Kaupmannahöfn 7. desember 1879 og Ingibjörg níu dögum síðar. Þau eru jarðsett í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Þau voru barnlaus, en Sigurður, sonur Margrétar á Steinanesi, ólst upp hjá þeim. Einn samtímamaður Jóns og Ingibjargar sagði um þau:

"Allir Íslendingar voru börn þeirra."

 

   "Það getur enginn gert sér grein fyrir því, hvernig nú væri ástatt um hag þjóðar vorrar, ef hún hefði ekki eignast Jón Sigurðsson, þegar mest lá við. Það verður ekki stungið svo skóflu i jarðveg og sögu íslenskrar viðreisnar að ekki komi niður á æfistörf Jóns Sigurðssonar. Jón Sigurðsson er ímynd Íslendingsins eins og hann getur verið mestur og bestur."

(Ásgeir Ásgeirsson forseti á Hrafnseyrarhátíð 17. júní 1961)


 

 

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.Skráð af Menningar-Bakki.

16.06.2019 08:27

HÁTÍÐAHÖLDIN Á HRAFNSEYRI 17. JÚNÍ 2019 -HEILBRIGÐISRÁÐHERRA MEÐ HÁTÍÐARRÆÐU

 

 

Frá hátíðinni í fyrra. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig

að minnisvarða um Jón Sigurðsson.

 

 

HÁTÍÐAHÖLDIN Á HRAFNSEYRI 17. JÚNÍ 2019

 

- HEILBRIGÐISRÁÐHERRA MEÐ HÁTÍÐARRÆÐU

 

 

Að venju verða hátíðahöld á Hrafnseri þann 17. júní.

 

Dagskráin er þannig:

 

13:00 – 13:45 Hátíðarguðþjónusta: sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir Þingeyrarprestakalli þjónar fyrir altari og sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti prédikar.

Undirspil: Jóngunnar Biering Margeirsson.

Kaffiveitingar á meðan hátíð stendur

 

14:15 Setning Þjóðhátíðar.

Tónlist: Jóngunnar Biering Margeirsson

Hátíðarræða: Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra

Vefsíðan Sagnabrunnur Vestfjarða verður kynnt: Kjartan Ólafsson

 

15:00 Háskólahátíð í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda.

Kynnir á hátíðinni er prófessor Guðmundur Hálfdanarson.

 

Opnun myndlistarsýningar sumarsins eftir Harald Inga Haraldsson.

 

Börn geta farið á hestbak undir leiðsögn.

 

Rútuferð, Ísafjörður – Hrafnseyri, fólki að kostnaðarlausu.

Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði kl. 11:30

Rútan fer frá Hrafnseyri kl. 16:45

 

Vinsamlegast hafið samband við reception@uwestfjords.is eða í síma 450 3040 til að skrá ykkur í rútu.

 

Kaffi og afmælisterta í boði Hrafnseyrar verður á meðan á dagskrá stendur fram til kl. 17:00.

 

Einnig verður hægt að kaupa súpu með brauði.

 

 

Hrafnseyri við Arnarfjörð.
 

.

.

 Skráð af Menningar-Bakki