Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.10.2019 20:03

Braggabíóið heppnaðist vonum framar

 

 

 

 

Hallskot ofan Eyrarbakka

 

 

Braggabíóið heppnaðist vonum framar


 

 - þann 4. október  2019 -

 


Dagskráin miðvikudaginn 16. október 2019.
 Skráð af Menninagr-Bakki.


 

16.10.2019 06:51

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

 

Pétur Pétursson (1918 - 2007)

 

 

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

 

Pétur Pétursson fæddist á Eyrarbakka 16. október 1918 en ólst upp á Bráðræðisholtinu og á Framnesveginum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka, og k.h., Elísabet Jónsdóttir húsfreyja.

 

Pétur skólastjóri var sonur Guðmundar, bónda í Langholtsparti í Flóa Sigurðssonar, bróður Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, föður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups.

 

Móðurbróðir Péturs var Bergsteinn, langafi Atla Heimis Sveinssonar, en móðursystir Péturs var Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar sagnfræðiprófessors.

 

Elísabet var dóttir Jóns, alþm. á Eyvindarmúla Þórðarsonar.

 

Meðal systkina Péturs var Jón Axel bankastjóri.
 

 

Eiginkona Péturs var Ingibjörg Birna Jónsdóttir húsfreyja en dóttir þeirra, Ragnheiður Ásta, var útvarpsþulur um áratuga skeið, móðir Eyþórs Gunnarssonar tónlistarmanns og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, faðir hennar Jón Múli Árnason, útvarpsþulur, seinni maður Ragnheiðar Ástu. 
 

 

Pétur stundaði nám við lýðháskólann í Tarna og í skólum sænska alþýðusambandsins og samvinnusambandsins í Svíþjóð og Pitman's College í London 1937-38. Hann var sendill og síðar bankaritari í Útvegsbankanum í Reykjavík, 1931-42, og þulur hjá Ríkisútvarpinu 1941-55 og 1970-88. Auk þess var Pétur kaupmaður í Reykjavík og umboðsmaður skemmtikrafta 1955-70, var leiðsögumaður hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1950-60 og auglýsingastjóri Alþýðublaðsins 1958-59.
 

 

Pétur sá um útgáfu og ritaði formála að bókinni Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni, útg. í Reykjavík 1986. Hann sinnti dagskrárgerð í fjölda ára, stýrði m.a. barnatíma á árunum 1943-44, og sá um útvarpsþættina Lög og létt hjal og Sitt af hverju tagi. Þá tók hann saman fjölda þátta um mannlífið í Reykjavík fyrri tíma. Hann stóð fyrir fyrstu dægurlagasamkeppninni hér á landi á Hótel Íslandi árið 1939.

 

Pétur var vinsæll útvarpsþulur, hafði hljómþýða rödd og listilega framsögn. Hann lést 23. apríl 2007.Skráð af Menningar-Bakki.

15.10.2019 06:39

Gunnar Björnsson, prestur og tónlistarmaður - 75 ára

 

 

 

Gunnar Björnsson,

prestur og tónlistarmaður – 75 ára

 

Heldur þrenna afmælistónleika

 

Gunn­ar Björns­son fædd­ist 15. októ­ber 1944 á Frakka­stíg 6a í Reykja­vík og ólst upp í miðbæn­um. Hann gekk í Laug­ar­nesskóla, varð stúd­ent frá Versl­un­ar­skóla Íslands 1965, lærði á pí­anó hjá Carli Bill­ich og Helgu Lax­ness, og í Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík. Hann nam celló­leik hjá dr. Heinz Edel­stein og Ein­ari Vig­fús­syni og lauk ein­leiks­prófi 1967. Nam celló­leik í Weim­ar sumr­in 1981-87 og 1989 og hef­ur sótt fleiri nám­skeið. Gunn­ar varð cand.theol. frá HÍ 1972.

 

Gunn­ar var celló­leik­ari í Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands 1960-70, kenn­ari við Barnamús­íkskóla Reykja­vík­ur 1963-72, tón­list­ar­gagn­rýn­andi Vís­is 1969-72, aðstoðarmaður Æsku­lýðsfull­trúa þjóðkirkj­unn­ar 1970, og garðpró­fast­ur á Nýja-Garði frá 1970-1972. Gunn­ar vígðist prest­ur til Bol­ung­ar­vík­ur 1972, var prest­ur Frí­kirkju­safnaðar­ins 1982-1989, sókn­ar­prest­ur í Holti í Önund­arf­irði 1989-2000 og sókn­ar­prest­ur á Sel­fossi 2002-2009.

 

Önnur störf: Gunn­ar var stunda­kenn­ari við Grunn­skóla Bol­ung­ar­vík­ur og Tón­list­ar­skól­ann þar 1972-82, kenn­ari við Tón­list­ar­skóla Ísa­fjarðar 1973-82 og Tón­list­ar­skóla Flat­eyr­ar 1991-94, og kenn­ari á org­an­istanám­skeiðum í Skál­holti. Gunn­ar var í Kammer­sveit Vest­fjarða frá stofn­un 1974, í Tríói Suður­lands frá stofn­un 1999, söng­stjóri Karla­kórs­ins Ægis í Bol­ung­ar­vík 1979-82 og Karla­kórs Vest­ur-Ísfirðinga 1990, org­an­isti og söng­stjóri Flat­eyr­ar­kirkju frá 1991-2000 og stjórn­andi og und­ir­leik­ari kórs fanga á Litla-Hrauni 2003-2008m en Gunn­ar sinnti prestsþjón­ustu á rétt­ar­geðdeild­inni Sogni árum sam­an. Gunn­ar var ein­leik­ari á celló með Sin­fón­íu­hljóm­sveit áhuga­manna 1997, hef­ur leikið á celló við kirkju­leg­ar at­hafn­ir, haldið tón­leika hér á landi og komið fram er­lend­is. Hann var leiðsögumaður ferðamanna um Njálu­slóðir sumr­in 2001 og 2002.

 

Gunn­ar var formaður Fé­lags guðfræðinema og rit­stjóri Orðsins, tíma­rits Fé­lags guðfræðinema, á náms­ár­um. Hann var formaður skóla­nefnd­ar Bol­ung­ar­vík­ur frá 1973 í mörg ár og sat í Fræðsluráði Vest­fjarða 1974-82, formaður 1980-82, var­a­full­trúi í bæj­ar­stjórn Bol­ung­ar­vík­ur fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn 1974-78, varaþingmaður Borg­ara­flokks­ins í Reykja­vík, var fyrsti formaður Styrkt­ar­fé­lags vangef­inna á Vest­fjörðum 1976-80, sat í fyrstu stjórn Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar og var formaður Presta­fé­lags Suður­lands 2005-2012.

 

Gunn­ar skrifaði 1988 bók­ina Svarti sauður­inn og hef­ur samið grein­ar, smá­sög­ur og ljóð. Hann hef­ur þýtt fjöl­marg­ar bæk­ur m.a. Dauðabúðirn­ar við Kwaífljót, eft­ir Er­nest Gor­don og skýr­ing­ar við öll 66 rit Biblí­unn­ar.

 

Gunn­ar lék Svít­ur nr. I og II fyr­ir ein­leikscelló eft­ir J.S. Bach á hljóm­plötu 1988 og lék á pí­anó und­ir söng eig­in­konu sinn­ar á hljómdisk­in­um Ljóðasöng­ur og óperuarí­ur 2012.

 

Gunn­ar hlaut fjölda verðlauna á stúd­ents­prófi 1965 og starfs­laun lista­manna 1989. Hann var kjör­inn Mel­vin Jo­nes fé­lagi Li­ons­hreyf­ing­ar­inn­ar 2005, fékk viður­kenn­ingu Styrkt­ar­fé­lags fatlaðra á Vest­fjörðum 2006 og um­hverf­is­verðlaun Árborg­ar 2008.

 

Í til­efni af­mæl­is­ins verða haldn­ir þrenn­ir tón­leik­ar, af­mæl­is­barnið leik­ur á selló, en meðleik­ar­ar á pí­anó verða Agnes Löve og Hauk­ur Guðlaugs­son. Hinir fyrstu verða í For­sæti í Flóa­hreppi í kvöld kl. 21.00. Aðrir verða í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík 20.10. kl. 17.00 og hinir þriðju á Grund í Reykja­vík 22.10. kl. 16.30. Aðgang­ur er ókeyp­is.

 

Fjöl­skylda

 

Maki I:

Veronica Marga­ret Jarosz, f. 24.5. 1944, iðjuþjálfi og mynd­list­armaður. Þau skildu. For­eldr­ar Veronicu voru hjón­in Wlodzi­meirz Ant­oni Jarosz, flug­stjóri í breska hern­um og Marga­ret Joan Shacklet­on, f. Aikm­an.

Börn þeirra:

1) Ingi­björg, f. 31.3. 1968, master í lög­fræði frá HÍ og starfar við Lands­rétt. Maki: Högni Pét­ur Sig­urðsson, birg­ir. Börn þeirra eru Högni Gunn­ar, f. 2002 og Ásbjörn Thor, f. 2007.

2) Björn Ólaf­ur, f. 12.2. 1970, tón­list­ar­kenn­ari við Tón­mennta­skól­ann í Reykja­vík, deild­ar­stjóri í Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs og leiðsögumaður er­lendra stang­veiðimanna á sumr­in. Maki: Hall­fríður Sól­veig Þor­geirs­dótt­ir, teikn­ari. Börn þeirra eru Sól­veig Blær, f. 2001, Þor­geir Logi, f. 2005, Unn­ur Elísa­bet, f. 2005.

 

Maki II:

Ágústa Aðal­heiður Ágústs­dótt­ir, f. 20.6. 1937, söng­kona, mynd­list­armaður og hús­freyja. For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Ágúst Aðal­steinn Jóns­son, sjó­maður á Þing­eyri, f. 1897, d. 1937, og Guðmunda Ágústa Jóns­dótt­ir, hús­freyja og verka­kona, f. 1901, d. 1990. Stjúp­börn Gunn­ars: Árni Sveins­son, húsa­smíðameist­ari og fv. landsliðsmaður í knatt­spyrnu , f. 1956; Halla Sveins­dótt­ir, hús­móðir og versl­un­ar­maður, f. 1959, d. 2003, og Unn­ur Sveins­dótt­ir, hús­móðir og versl­un­ar­maður, f. 1964.

 

Systkini Gunn­ars:

Björn tón­list­armaður, f. 26.1. 1948, Ragn­ar veit­ingamaður, f. 3.1.1949, d. 12.12. 2004, Ragn­heiður gler­augna­fræðing­ur f. 26.12. 1952 og Odd­ur bás­únu­leik­ari í Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands, f. 15.9. 1959. Hálf­bróðir sam­feðra er Jón Björns­son, húsa­smíðameist­ari, f. 7.9. 1941.

 

For­eldr­ar Gunn­ars voru hjón­in Björn Ró­senkr­anz Ein­ars­son, hljóm­sveit­ar­stjóri í Reykja­vík og 1. bás­únu­leik­ari í Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands, f. 16.5. 1923, 19.5. 2014, og Ingi­björg Gunn­ars­dótt­ir, hár­greiðslu­meist­ari í Reykja­vík, f. 28.3. 1925, d. 14.11. 1999.

 

 

. 


Séra Gunnar og frú Ágústa í Selfosskirkju. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. 

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 15. október 2019.Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

 

 

 

 

 

13.10.2019 10:02

13. okt. 2019 - Skandali á Selfossi! Bókakaffið 13 ára!

 

 

 

 

 - 13. okt. 2019 -

Skandali á Selfossi! Bókakaffið 13 ára!

 

 

Í dag, sunnudaginn 13. október 2019, blæs Bókakaffið við Austurveg á Selfossi til afmælisfögnuðar, í tilefni 13 farsælla ára í rekstri.


Þar sem við erum nú komin á skandalaaldur er vel við hæfi að fá skáldahópinn Skandala til að fagna með okkur.Fjölmörg ung og efnileg skáld tóku þátt í útgáfu fyrsta tímarits Skandala nú á vordögum.
 


Fram koma:


Ægir Þór Jähnke
Aldís Dagmar Erlingsdóttir
Tanja Rasmussen
Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson
Harpa Rún Kristjánsdóttir

 


Við hefjum leika klukkan 17. og bjóðum kaffi og sæti meðan húsrúm leyfir.
 

Táningar á öllum aldri eru hvattir til að mæta!Skráð af Menningar-Bakki.

13.10.2019 08:44

13. október 1987 - Kýr synti yfir Önundarfjörð

 

 

Séð frá Valþjófsdal og yfir til Flateyrar. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

 - 13. október 1987 -

Kýr synti yfir Önundarfjörð

 

 

Kýr synti yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal þann 13. október 1987.
 

 

Hún hafði verið leidd til slátrunar en reif sig lausa og lagðist til sunds. Kýrin hét Harpa en eftir afrekið var hún kölluð Sæunn.
 

 

Á sjómannadaginn árið eftir eignaðist hún kálf sem nefndur var Hafdís. 

 

Sæunnarhaugur í Valþjófsdal hvar sundkýrin Sæunn er heygð.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 Skráð af Menningar-Bakki

13.10.2019 08:38

Merkir Íslendingar - Hannes Stephensen

 


Hann­es Stephen­sen (1799 - 1856).

 

 

Merkir Íslendingar - Hannes Stephensen

 

 

Hann­es Stephen­sen fædd­ist 12. októ­ber 1799 á Hvann­eyri. For­eldr­ar hans voru Stefán Stephen­sen amt­maður og f.k.h., Marta María Hölter.

 

Hann­es varð stúd­ent frá Bessastaðaskóla 1818 og lauk guðfræðiprófi í Kaup­manna­höfn 1824. Hann varð prest­ur í Görðum á Akra­nesi 1825 og gegndi því embætti til æviloka. Hann bjó á Innra-Hólmi og síðar Ytra-Hólmi á Akra­nesi. Hann var pró­fast­ur í Borg­ar­f­irði frá 1832.

 

Hann­es var alþing­ismaður Borg­f­irðinga 1845-1856 og var for­seti Alþing­is 1855 og vara­for­seti 1849 og 1853. Hann var full­trúi á Þjóðfund­in­um 1851 og lét þar mikið til sín taka; þær sög­ur gengu að dönsku her­mönn­un­um sem Tram­pe greifi hafði til taks hefði verið sagt að ef fund­in­um yrði hleypt upp ætti að skjóta þrjá þing­menn fyrst: „Den hvi­de“ (þ.e. Jón Sig­urðsson), „Den halte“ (Jón Guðmunds­son) Og „Den tykke“ (séra Hann­es), og voru það mestu skör­ung­ar fund­ar­ins.

 

Kona Hann­es­ar var Þór­unn Magnús­dótt­ir, dótt­ir Magnús­ar Stephen­sen, og voru þau bræðrabörn. Þau áttu þrjú börn.

 

Hann­es lést 29. september 1856.Skráð af Menningar-Bakki.

12.10.2019 20:05

12. október 1962 var kvikmyndin "79 af stöðinni" frumsýnd

 

 

 

 

 - 12. október 1962  - 

var kvikmyndin "79 af stöðinni" frumsýnd

 

Kvikmyndin 79 af stöðinni var frumsýnd í Háskólabíói og Austurbæjarbíói í Reykjavík þann 12. október 1962.

Hún var gerð eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar. Kvikmyndahandritið skrifaði Guðlaugur Rósinkrans, þjóðleikhússtjóri, frá Tröð í Önundarfirði.

 

Titillag kvikmyndarinnar var "Vegir liggja til allra átta"  eftir Sigfús Halldórsson við texta Indriða G. Þorsteinssonar. Hin glæsilega útsetning lagsins er verk Dýrfirðingsins Jóns Sigurðssonar -bassa- fæddur að Söndum í Dýrafirði 14. mars 1932 og dáinn þann 30. apríl 2007.

 

Hér á slóðinni má heyra hina frábæru útsetningu Jóns Sigurðssonar á

Vegir liggja til allra átta.

https://www.youtube.com/watch?v=W6nEjeVz29M&list=RDW6nEjeVz29M


Vegir liggja til allra átta
enginn ræður för
hugur leitar hljóðra nátta
er hlógu orð á vör
og laufsins græna á garðsins trjám
og gleðiþyts í blænum.
Þá voru hjörtun heit og ör
og hamingja í okkar bænum.

Vegir liggja til allra átta
á þeim verða skil
margra er þrautin þungra nátta
að þjást og finna til
og bíða þess að byrti á ný
og bleikur morgun rísi.
Nú strýkur blærinn stafn og þil
stynjandi í garðsins hrisi. „Vegir liggja til allra átta (upphaflega „79 af stöðinni) er íslenskt dægurlag eftir Sigfús Halldórsson við texta eftir Indriða G. Þorsteinsson. Lagið var samið fyrir kvikmyndina 79 af stöðinni eftir samnefndri skáldsögu Indriða sem kom út 1955 og hafði notið mikilla vinsælda. Guðlaugur Rósinkranz Þjóðleikhússtjóri tók fljótlega að skrifa kvikmyndahandrit eftir sögunni og íslenska fyrirtækið Edda Film stóð að gerð myndarinnar sem var leikstýrt af danska leikstjóranum Erik Balling. Guðlaugur fékk Sigfús og Indriða til að semja lagið fyrir myndina. Samkvæmt Indriða hafði Guðlaugur fengið þá hugmynd að myndin yrði að hafa eftirminnilegt lag, líkt og myndirnar Casablanca og Brúin yfir Kwai. Jón Sigurðsson, tónlistarmaður, útsetti lagið og í einu atriði hennar sést Ellý Vilhjálms syngja það á balli á Hótel Borg. Í laginu er langt gítarmillispil sem Ólafur Gaukur Þórhallsson lék og sumir segja vera fyrsta gítarsóló íslenskrar tónlistarsögu.

Lagið varð umsvifalaust gríðarlega vinsælt. Það kom út á smáskífu ásamt laginu „Lítill fugl 1963, ári eftir að kvikmyndin var frumsýnd, undir heitinu „79 af stöðinni, en í síðari útgáfum var nafninu breytt í „Vegir liggja til allra átta. Þetta var önnur plata Ellýjar.Skráð af Menningar-Bakki.

12.10.2019 08:32

Merkir Íslendingar - Páll Ísólfsson

 


Páll Ísólfsson (1893 - 1974).

 

 

Merkir Íslendingar - Páll Ísólfsson

 

 

Páll Ísólfsson (f. 12. október 1893 – d. 23. nóvember 1974) var íslenskt tónskáld, orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á 20. öld.


Páll fæddist í Símonarhúsi á Stokkseyri.

 

Til Reykjavíkur kom hann árið 1908 og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni frá Eyrarbakka.

 

Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í Leipzig (1913-18). Páll fór síðan til Parísar til frekara náms árið 1925 og nam þar hjá Joseph Bonnet.

 

Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á Íslandi. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur.

 

Páll var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur frá 1924-1936 og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til 1957.

 

Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.

 Listaverkið -Brennið þið vitar- í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

 

 
 
 Skráð af Menningar-Bakki.

11.10.2019 20:53

Anna Guðrún Bjarnardóttir - Fædd 14. apríl 1933 - Dáin 29. sept. 2019 - Minning

 

 

Anna Guðrún Bjarnardóttir (1933 - 2019).

 

 

-Anna Guðrún Bjarnardóttir -

 

Fædd  14. apríl 1933 - Dáin 29. sept. 2019 - Minning

 

 

Anna Guðrún Bjarn­ar­dótt­ir fædd­ist í Fag­ur­gerði á Sel­fossi 14. apríl 1933. Hún lést á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands 29. sept­em­ber 2019. For­eldr­ar henn­ar voru Anna Ei­ríks­dótt­ir frá Sand­haug­um í Bárðar­dal, f. 28.3. 1904, d. 22.9. 1980, og Björn Sig­ur­bjarn­ar­son frá Hring­veri á Tjör­nesi, f. 8.5. 1891, d. 3.3. 1969. Systkini Önnu Guðrún­ar eru Björn, Al­dís, Sturla,Valtýr og Bald­ur, eru þau öll lát­in.

 

Anna Guðrún gift­ist 27.11. 1954 Herði Sig­ur­gríms­syni frá Holti í Stokks­eyr­ar­hreppi, f. 29.6. 1924, d. 9.6. 2011, for­eldr­ar hans voru Unn­ur Jóns­dótt­ir, f. á Íshóli í Bárðar­dal 6.1. 1895, d. 4.4. 1973, og Sig­ur­grím­ur Jóns­son, f. í Holti 5.6. 1896, d. 17.1. 1981.

 

Börn Önnu Guðrún­ar og Harðar eru:
 1) Jó­hanna Sig­ríður, f. 1.11. 1955, m. Már Ólafs­son, f. 11.1. 1953, börn þeirra a) Magnús, f. 1977, m.Vig­dís Unn­ur Páls­dótt­ir, f. 1975, dæt­ur þeirra Ásdís María og Iðunn Freyja, b) Ólaf­ur Árni, f. 1979, barn­s­móðir hans Erna Björk Bald­urs­dótt­ir, f. 1979, son­ur þeirra er Árni Már, sam­býl­is­kona Ólafs er Jón­ína Ósk Ing­ólfs­dótt­ir, f. 1979, henn­ar dótt­ir Hjör­dís Inga Atla­dótt­ir, f. 1997, c) Þór­anna, f. 1983, d) Hörður, f. 1989, m. Ey­dís Helga Garðars­dótt­ir, f. 1989, þeirra börn Máni Snær og Sunna Dís.

2) Unn­ur, f. 26.7. 1957, d. 16.7. 1986, sam­býl­ismaður Sig­urður Jóns­son, f. 28.2. 1954, þeirra dæt­ur a) Anna Guðrún, f. 1983, sam­býl­ismaður Sig­urður Svan­ur Páls­son, f. 1982, þeirra dæt­ur Unn­ur Birna og Harpa Krist­ín, b) Sig­ríður, f. 1985, sam­býl­ismaður Robert Randall, f. 1969, þeirra dótt­ir Freyja Björk.

3) Björn, f. 1.10. 1959, m. Elín María Karls­dótt­ir, f. 17.9. 1958, þau slitu sam­vist­um 2016. Þeirra börn a) Hörður Gunn­ar, f. 1981, m. Eyrún Guðmunds­dótt­ir, f. 1987, þeirra börn Hekla Björg og Kári Björn, b) Hanna Siv, f. 1984, sam­býl­ismaður Ólaf­ur Már Ólafs­son, f. 1980, þeirra börn Thelma Eir, Alm­ar Elí og Elín Eik. c) Karl Magnús, f. 1987, sam­býl­is­kona Elísa­bet Heiður Jó­hann­es­dótt­ir, f. 1986, þeirra börn Valey María og Hörður Flóki, d) Unn­ar Freyr, f. 1998, unn­usta Anna Schlechter, f. 1997, e) Bald­ur Þór, f. 1998.

4) Anna Harðardótt­ir, f. 3.2. 1964, m. Sig­urður Krist­ins­son, f. 17.12. 1964, þeirra börn a) Elín, f. 1984, sam­býl­ismaður Omar Khaled Hamed, f. 1984, b) Lára, f. 1988, sam­býl­ismaður Roberto Luigi Pagani, f. 1990, c) Atli, f. 1992, sam­býl­is­kona Hulda María Gunn­ars­dótt­ir, f. 1988. 5) Sig­urður, f. 26.9. 1967, m. Manon Lamér­is, f. 11.1. 1973, þeirra son­ur er Nik, barn­s­móðir Sig­urðar er Viðja Hrund Hreggviðsdótt­ir, f. 1976, þeirra dótt­ir er Hjör­dís Björg, f. 1996, unnusti Hrafn­kell Úlfur Úlfars­son, f. 1994.

 

Anna Guðrún var alin upp hjá móður­syst­ur sinni, Jó­hönnu Sig­ríði Ei­ríks­dótt­ur ljós­móður, og manni henn­ar Sig­urði I. Sig­urðssyni í Dverga­stein­um á Stokks­eyri. Hún hlaut sína barna­skóla­mennt­un á Stokks­eyri, stundaði nám við Héraðsskól­ann á Laug­ar­vatni og út­skrifaðist úr Hús­mæðraskóla Reykja­vík­ur 1953. Á yngri árum sín­um vann Anna Guðrún í Kaup­fé­lagi Árnes­inga á Stokks­eyri. Árið 1955 stofnuðu Anna Guðrún og Hörður fé­lags­bú í Holti ásamt for­eldr­um Harðar og bræðrum hans Jóni og Vern­h­arði og þeirra mök­um.

 

Anna Guðrún var í Kirkju­kór Stokks­eyr­ar­kirkju, Búnaðarfé­lagi Stokks­eyr­ar­hrepps, Kven­fé­lagi Stokks­eyr­ar og tók virk­an þátt í starfi eldri borg­ara fram á síðasta ár. Anna Guðrún bjó í Holti til æviloka.

 

Anna Guðrún var jarðsung­in frá Stokks­eyr­ar­kirkju í dag, 11. októ­ber 2019.


_____________________________________________________________________________Minningarorð Jónu ÁsmundsdóttirÞað var árið 1960 sem við Didda urðum svil­kon­ur og ég flutti niður að Holti inn í stóra húsið. Þar bjuggu þá fyr­ir Didda og Haddi með þrjú elstu börn­in og tengda­for­eldr­ar okk­ar, þau Sig­ur­grím­ur og Unn­ur.

 

Í ný­byggðu húsi við hliðina bjuggu svo Gyða og Venni. Það var vel tekið á móti mér og mér leið vel í fé­lags­skap kvenn­anna í Holti. Viðmót Diddu var hlý­legt og glaðlegt, en hún var ein­stak­lega vel gerð mann­eskja. Geðgóð svo ekki man ég eft­ir að heyra hana hvessa sig við börn eða dýr og aldrei lét hún orð falla í reiði. Hún gat þó verið föst fyr­ir ef því var að skipta og lét ekki vaða yfir sig.

 

Fyrstu sex árin bjugg­um við hvor á sinni hæðinni í stóra hús­inu. Ég hafði stofu og eld­hús uppi til yf­ir­ráða en Didda bjó á neðri hæðinni. Það var ósjald­an sem þær kölluðu í mig, að koma niður í kaffi, Didda og Unn­ur tengda­móðir okk­ar, og þannig hófst mín kaffi­drykkja, með mola­sykri og mik­illi mjólk í eld­hús­inu hjá Diddu.

 

Í 35 ár bjugg­um við í fé­lags­búi þess­ar þrjár fjöl­skyld­ur og féll sjald­an skuggi á sam­starfið. Sam­an ólum við upp 16 börn sem fædd­ust á næst­um 20 ára tíma­bili. Við stóðum í hús- og fjós­bygg­ing­um sam­an og sum­ar eft­ir sum­ar voru smiðir eða vinnu­menn í fæði hjá okk­ur til skipt­is. Þó við tækj­um ekki þátt í úti­verk­um að ráði fyrr en börn­in voru öll far­in að heim­an, var nóg að gera á stór­um heim­il­um.

 

Eft­ir að við Nonni flutt­um upp á Sel­foss komu þau Didda og Haddi oft við og eft­ir að bræðurn­ir voru falln­ir frá héld­um við Didda og Gyða miklu sam­bandi og höf­um stutt hvor aðra til þessa dags. Frá­fall Diddu er því stórt skarð og miss­ir fyr­ir okk­ur hinar og er henn­ar sárt saknað.

 

Jóna Ásmunds­dótt­ir.
 Morgunblaðið föstudagurinn 11. október 2019.


 


Holtshjónin Anna Guðrún Bjarnardóttir  og Hörður Sigurgrímsson á Brygghuhátíð

á Stokkseyri. Ljósm.: BIB

 

 


 

 
 

Skráð af Menningar-Bakki.

10.10.2019 19:54

10. október 1899 - Þrír menn farast á Dýrafirði

 

 

Minnisvarði á Bessastöðum í Dýrafirði um þennan atburð

og mennina sem fórust. Ljósm.: BIB

 

 

-10. október 1899 -

Þrír menn farast á Dýrafirði

 

 

Þrír Vestfirðingar/Dýrfirðingar fórust en sýslumaður Ísfirðinga, Hannes Hafstein, og tveir aðrir björguðust þegar bátur þeirra lagðist á hliðina fram af Haukadal í Dýrafirði.Þeir voru að reyna að komast um borð í enskan togara sem var að ólöglegum veiðum á Dýrafirði. 
 Skráð af Menningar-Bakki