Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.04.2020 17:32

Jón Sturlaugsson hafnsögumaður á Stokkseyriður á Stokkseyri

 


Í Stokkseyrarkirkjugarði. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

     Jón Sturlaugsson

 

 

hafnsögumaður á Stokkseyri

 

 

Jón Sturlaugsson hét maður. Hann var enginn meðalmaður eða veifiskati. Hann var sjómaður og útgerðarmaður á Stokkseyri, forustumaður í félagsmálum sveitunga sinna, hreppstjóri um tíma, hafnsögumaður mjög lengi, en slíkur starfi á þeim stað og þeim tíma var ekki á færi annarra en afburðamanna. Hann henti aldrei neitt óhapp við það starf. Jón Sturlaugsson var landsfrægur maður fyrir að hafa bjargað fleiri mönnum úr sjávarháska og oftar en dæmi er um frá hans dögum.Um Jón Sturlaugsson.

 

Hver var Jón Sturlaugsson? Hann fæddist 13. nóvember 1868 í Starkaðarhúsum við Stokkseyri, lést 5. ágúst 1938. Foreldrar hans voru Sturlaugur bóndi Jónsson og kona hans Anna Gísladóttir, bónda á Ásgautsstöðum.

Jón missti móður sína átta ára en ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður.

Kona Jóns (10. sept. 1898) var Vilborg Hannesdóttir (1873-1949), dugnaðarkona, frá Skipum við Stokkseyri. Árið 1898 byggði Jón húsið Vinaminni.

Jón og Vilborg áttu tíu börn, elstur var Sturlaugur Jónsson sem síðar varð þekktur sem umsvifamikill heildsali og í miklum viðskiptum við útgerðarmenn um áratuga skeið (vélasali t.d.). Fyrr á þessu ári lést Anna, dóttir þeirra, sem síðust kvaddi af börnum þeirra.

 

Til sjós í 45 ár.

 

Jón Sturlaugsson byrjaði að róa á vorvertíð á tólfta ári og var sjómaður óslitið í 57 ár (1880-1937). Hann var formaður á opnum skipum og vélbátum í 45 ár (1893-1937) og hafnsögumaður í 46 ár, frá 1893 til dauðadags, 1938.

 

Jón hóf formennsku á opnum bát 24 ára og þótti aflasæll. Þá er mótorbátarnir komu var hann meðal þeirra fyrstu til að eignast vélbát. Fyrsti vélbátur á Stokkseyri var „Ingólfur", 6 smál., smíðaður í Friðrikssundi 1904. Jón sá um smíði næstu tveggja bátanna og var meðeigandi annars þeirra. Vélbátum fjölgaði ört. Vertíðina 1916 gengu 17 bátar frá Stokkseyri.  Vertíðina 1916 gengu 17 bátar frá Stokkseyri. Ástgeir Guðmundsson í Litla-Bæ smíðaði nokkra vélbáta Stokkseyringa.

 

Árið 1908 bættust við tveir vélbátar, báðir 7 tonna, smíðaðir í Danmörku, Vonin og Þorri. Jón keypti Þorra. Hann kostaði 4359,84 kr. með dragnót og spili. Sama ár fór Jón utan til að læra veiðiaðferð og meðhöndlun dragnóta. Var hann brautryðjandi í þeirri grein. Reyndi hann þessa veiðiaðferð vorið 1909, veiddi m.a. kola en varð að hætta því þar sem markað skorti.

 

Jón eignaðist mb. Vilborgu, 9,45 lesta vélbát (með 12 hestafla Tuxham-vél) árið 1915. Hann var smíðaður á Stokkseyri af Ástgeir í Litla-Bæ. Vilborg gekk aðeins tvær vertíðir. Báturinn fórst á Stokkseyrarsundi 3. september 1917, var að koma frá Reykjavík.

 

Jón og Sturlaugur sonur hans eignuðust 1917 Þorra II., 12 tonn bát, smíðaðan á Stokkseyri það ár af Jens Andersen, bróður Danska-Péturs, og var Sturlaugur formaður. Báturinn var svo seldur til Eyja haustið 1918 Stefáni í Gerði og fleirum (Halkion; annar með því nafni).

 

Árið 1917 keypti Jón líka mb. Syllu, 11,5 tonna bát með 15 hestafla Alfa-vél. Guðmundur Jónsson á Háeyri smíðaði bátinn. Jón var formaður með hann til dauðadags, 1938.

 

 

Bjargvættur.

 

Svo var Jón nefndur. Sjö sinnum lék gæfan við hann:

 

Hinn 15. apríl 1898 kom leki að franskri skútu, og var hún við það að sökkva. Jón sigldi skútunni á land og bjargaðist skipshöfnin, 24 menn.

 

Stokkseyrarhöfn 1920

Hinn 4. desember 1899 fórst bátur Þorkels Magnússonar á Stokkseyrarsundi. Jóni tókst að bjarga þremur mönnum, tveir fórust. Sjór var ófær.

 

Hinn 14. mars 1906 strandaði gufuskip, togari frá Hull, austan við Stokkseyri. Brimið gekk óbrotið yfir skipið og allt upp í siglutré. Í áhöfn voru 12 menn. Þeir björguðust allir í skip Jóns, en togarann tók út af skerinu 5 mínútum síðar og sökk hann.

 

Þann 2. apríl 1908 fórst skip Ingvars Karelssonar á sundinu við Stokkseyri, en það lagði á sundið eitt skipa. Þá er Jón kom voru tveir menn í skipinu sem veltist um í briminu; annar maðurinn fór þó fyrir borð. Jón sætti lagi og lagði inn á sundið. Hann náði eina manninum sem eftir var í skipinu og þremur mönnum örendum. Enginn bátur annar reyndi að lenda, en sneru til Þorlákshafnar.

 

Hinn 19. mars 1913 reri eitt skip úr Loftstaðasandi í vondum sjó. Reyndi það lendingu á Stokkseyri en þar var stórbrim. Jón fór út á vélbát og bjargaði áhöfninni, 12 manns.

 

Hinn 16. apríl 1913 bjargaði Jón og menn hans 13 mönnum sem voru í áhöfn áraskips sem ekki gat lent í stórsjó. Lenti Jón við illan leik á Eyrarbakka.

 

Hinn 14. febrúar 1919 lagði Jón línu langt undan Stokkseyri. Kom þá vélbátur á reki með neyðarflagg uppi og var að hverfa sjónum. Jón brá hnífi á línuna, náði bátnum og dró hann til Þorlákshafnar. Skipverjar voru 8 að tölu.

 

Jón Sturlaugsson bjargaði því alls 73 mönnum úr sjávarháska, 37 íslenskum og 36 útlendum. Fyrir þau afrek hlaut hann vandaðan sjónauka og heiðursskjal frá bresku stjórninni og skipverjum á togaranum frá Hull. Enn fremur fékk hann heiðursgjöf frá Alþingi 1918 og riddarakross l. des. 1926.

 

Heiðursmaður.

 

Jón var forustumaður um margt er að sjávarútvegi og sjómennsku laut í byggðarlaginu, var einn helsti hvatamaður að stofnun Ísfélagsins á Stokkseyri, einnig slysavarnadeildarinnar þar, og beitti sér fyrir lendingar- og hafnarbótum.

 

Jón Sturlaugsson var fátækur maður þegar hann byrjaði búskap, en efnaðist ágætlega þegar á ævina leið. Hann var stakur reglumaður og kom börnum sín vel til manns. Í tímaritinu Óðni 1927 er honum svo lýst að hann þyki gervilegur, stilltur og ekkert fyrir að trana sér fram, vinsæll og mikils metinn í sínu héraði, fáskiptinn um annarra hagi og enginn smjaðrari!

 

Páll á Hjálmsstöðum, skáld og bóndi, segir um Jón Sturlaugsson í minningabók sinni (Tak hnakk þinn og hest, sem Vilhjálmur S. Vilhjálmsson skráði 1954) að hann hafi verið „hin mesta kempa, nokkuð dulur og kaldur viðkomu til að byrja með, en það var aðeins para utan um eldinn, því að innra logaði hann. Hann minnti mig stundum á eldfjall, sofandi eldfjall með snæ á kolli."

 

Páll orti mikinn brag um Jón og þar er þetta m.a.:

 

Stýrði Jón að storðu,

stundum þó væru sundin

lokuð og lögin hvikul,

löðrið skaut hvítum blöðrum.

Skimaði ei bát þó skúmið

skæfi við himinglæfu.

Heill með hölda snjalla

heim í vör rann knörinn.

---

Enginn Íslendingur,

eg veit þótt sé leitað,

barg úr bylgjum körgum

brögnum fleiri að sögnum.

Erlendum úthafsknörrum,

enskum, þýskum, frakklenskum,

kom til liðs þegar lima

og líftjón engu hlífir.
 


Sjómannadagsblað Vestamannaeyja 2002.


 

 

Jón Sturlaugsson. Hann fæddist 13. nóvember 1868 í Starkaðarhúsum við Stokkseyri,

lést 5. ágúst 1938. Foreldrar hans voru Sturlaugur bóndi Jónsson og kona hans

Anna Gísladóttir, bónda á Ásgautsstöðum. Jón missti móður sína átta ára en ólst upp

hjá föður sínum og stjúpmóður.

Kona Jóns (10. sept. 1898) var Vilborg Hannesdóttir (1873-1949), dugnaðarkona,

frá Skipum við Stokkseyri.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

21.04.2020 08:57

Spánverjavígin: Eina fjöldamorð Íslandssögunnar

 

 

Fjallaskagi við norðanverðan Dýrafjörð. Ljósm.: Bergþór Gunnlaugsson.

 

Spánverjavígin:

 

Eina fjöldamorð Íslandssögunnar

 

Sögulegur fróðleikur eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson

Árið 1615 urðu skuggalegir atburðir á Vestfjörðum sem kallaðir hafa verið Spánverjavígin. Þá réðist lið heimamanna undir stjórn sýslumanns  gegn hópum spænskra skipbrotsmanna og drápu alls 32 menn í tveimur tilvikum.
Atburðir þessir gerðust annars vegar á Fjallaskaga í Dýrafirði og hins vegar á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi.

 

Spánverjavígin eru oft kölluð fjöldamorð í umfjöllun sagnfræðinga og eru eini atburðurinn í sögu Íslands sem hugsanlega getur verðskuldað þá dapurlegu nafnbót.

Raunar voru það ekki Spánverjar sem í hlut áttu heldur Baskar. Baskar voru rómaðir sægarpar um aldir og gáfu víkingum ekkert eftir í skipasmíði. Þeir smíðuðu betri skip en aðrir, sigldu um öll heimsins höf og sóttu gull í greipar þeirrar náttúru sem hvert svæði bjó yfir. Svo dæmi sé tekið var stór hluti nafngreindra áhafnarmeðlima Kristófers Kólumbusar  Baskar og þeir áttu þannig sinn þátt í að stækka heiminn með landafundum 15. aldar.

Upphaflega voru hvalir veiddir vegna kjötsins en við lok miðalda var lýsið orðið verðmætasta afurðin og þótti besta ljósmeti sem völ var á. Þessi aukna eftirspurn leiddi til ofveiði og síðan þess að hvalveiðimenn leituðu nýrra miða utan sinna heimahafa.

Baskar stunduðu hvalveiðar í stórum stíl við Nýfundnaland frá því um 1530 og fram yfir 1600. Þar veiddu þeir gríðarlegt magn af sléttbak og var afraksturinn stórbrotinn en hvert skip gat borið 250 þúsund lítra af lýsi. Veiðarnar við Nýfundnaland lögðust af vegna ofveiði.
Um 1610 urðu menn þess áskynja að fjöldi hvala hélt til norður við Svalbarða og fóru Baskar og Hollendingar að sækja hvalveiðar þangað og kenna enskum sjómönnum aðferðir við hvalveiðar. Sagnfræðingar telja að um svipað leyti hafi hvalveiðar Baska við Ísland hafist.

Haustið 1615 voru Baskar að búast til heimsiglingar á þunglestuðum skipum eftir ágætt hvalveiðisumar. Þá gerði mikið vonskuveður á Ströndum og rak þrjú skipanna upp í Reykjarfirði á Ströndum og brotnuðu þau í spón. Áhafnir þeirra komust að mestu af og tóku þann kost að sigla á léttbátum vestur fyrir Horn í leit að haffæru skipi. Þetta voru alls 80 manns. Þeir komust klakklaust fyrir Horn á árabátunum en á Dynjanda í Jökulfjörðum tóku þeir stærra skip ófrjálsri hendi og skiptu liði.
Um leið og tíðindi bárust af þessu lét Ari Magnússon sýslumaður í Ögri efna til dómþings í Súðavík þar sem skipbrotsmenn voru dæmdir réttdræpir þar sem til þeirra næðist.  Samkvæmt sama dómi var bændum gert skylt að fylgja sýslumanni í herför gegn Böskunum að viðlagðri sekt ef þeir neituðu. Aukinheldur var dæmt að þeir sem ekki fylgdu sýslumanni væru þar með ábyrgir fyrir tjóni sem skipbrotsmenn kynnu að valda. Þetta var gert á grundvelli tilskipunar frá Danakonungi frá því um sumarið þar sem konungur sagði að þeir sem færu með ránskap um landið skyldu  „réttilega teknir og skaðaðir.“
Vilji menn skilja snörp viðbrögð sýslumanns mætti  rifja upp að árið 1579 réðust útlendir ofbeldismenn að Eggert Hannessyni lögmanni í Haga á Barðaströnd, rændu hann og heimili hans og misþyrmdu á margan veg. Eggert var afi Ara sýslumanns í Ögri svo óttinn við útlenda sjóræningja var hluti af menningararfi fjölskyldu hans.

Skipbrotsmenn baskneskir sem sigldu skipinu þjófstolna frá Dynjanda í Jökulfjörðum nýttu sér kunnáttu sína og skutluðu hval undan Snæfjallaströnd og gerðu sér bækistöð á Sandeyri. Þar voru þeir að gera að hvalnum þegar Ari og menn hans fóru gegn þeim og drápu átján menn þar og í Æðey sem er þar skammt undan landi. Þrettán að auki voru drepnir á Fjallaskaga í Dýrafirði eftir að þeir höfðu brotið upp dönsku verslunarhúsin á Þingeyri.

Hinir 50 úr hópi skipbrotsmanna komust til Patreksfjarðar og höfðust við í verslunarhúsum þar vetrarlangt uns þeim tókst að ræna ensku fiskiskipi og flýja á því.

 

Sögulegur fróðleikur eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson.Sjá enn frekar:
 

http://heimur.is/2014/11/08/spanverjavigin-eina-fjoldamord-islandssogunnar
 

.

Á Fjallaskaga í Dýrafirði.

.

.

 
 

Skráð af Menningar-Bakki.

20.04.2020 09:37

Þjóðleikhúsið 70 ára

 

 

 

      Þjóðleikhúsið 70 ára


Í dag. 20. apríl 2020 eru 70 ár frá vígslu Þjóðleikhússins

þann 20.  apríl 1950 á sumardeginum fyrsta.

 

Þjóðleikhúsið teiknaði Eyrbekkingurnn Guðjón Samúelsson.

 

Fyrsti þjóðleikhússtjórinn var Önfirðingurinn Guðlaugur Rósinkranz.

 

 
 


Skráð af Menningar-Bakki

19.04.2020 11:09

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 


F.v.: Sigurlína Eiríksdóttir, Steindór Hjartarson og Magnús Karel Hannesson.

Ljósm.: BIB

 

     BIBarinn grúskar í myndasafninu


Skötuveisla í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri 

á Þorláksmessu að sumri þann 20. júlí 2005.

 

.

F.v.: Ólafur Helgi Kjartansson, Inga Lára Baldvinsdóittir, Sigurður Steindórsson,

Sigurlína Eiríksdóttir, Steindór Hjartarson og Magnús Karel Hannesson.

.

 Skráð af Menningar-Bakki.

18.04.2020 11:01

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

           BIBarinn grúskar í myndasafninu


Ljósmyndasýning við Skálann á Stokkseyri

og árið er 2008.F.v.: Siggeir Ingólfsson, Elfar Guðni Þórðarson og Elías Baldursson.
 


Skráð af Menningar-Bakki.

18.04.2020 09:41

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

     BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

Elfar Guðni Þórðarson og Siggeir Ingólfsson


við listaverkið -Brennið þið vitar-

 

í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.


 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki,

18.04.2020 09:01

Merkir Íslendingar - Ólafur Halldórsson

 

 

Ólafur Halldórsson (1920 - 2013).

 

Merkir Íslendingar - Ólafur Halldórsson

 

 

Ólaf­ur Hall­dórs­son fædd­ist 18. apríl 1920 í Króki í Flóa. For­eldr­ar hans voru hjón­in Hall­dór Bjarna­son, bóndi þar, f. 1888, d. 1988 og Lilja Ólafs­dótt­ir, f. 1892, d. 1974.

 

Ólaf­ur ólst upp í Króki, lauk stúd­ents­prófi frá MA árið 1946, cand.mag.-prófi í ís­lensk­um fræðum frá Há­skóla Íslands árið 1952. Í Kaup­manna­höfn sér­menntaði hann sig í hand­rita­lestri hjá Jóni Helga­syni pró­fess­or auk þess að starfa sem lektor við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla. Árið 1963 bauðst Ólafi starf við Hand­rita­stofn­un Íslands, nú Stofn­un Árna Magnús­son­ar, við hand­rit­a­rann­sókn­ir og flutt­ist heim með fjöl­skyldu sína.

 

Ólaf­ur starfaði við Stofn­un Árna Magnús­son­ar til starfs­loka við sjö­tugt en sjálf­stætt eft­ir það. Ólaf­ur vann um ára­tuga­skeið að rann­sókn­um á hand­rit­um, textum og út­gáf­um á forn­sög­um. Helstu verk­efni hans voru m.a. Ólafs saga Tryggva­son­ar, Fær­ey­inga­saga, Græn­land í miðalda­rit­um, Jóms­vík­inga­saga og Miðalda­rím­ur. Hann var kjör­inn fé­lagi í Vís­inda­fé­lagi Íslend­inga árið 1975.

 

Kona Ólafs var Aðal­björg Vilfríður Karls­dótt­ir, f. 1925, d. 1998. Börn þeirra eru þrjú.

 

Ólaf­ur lést 4. apríl 2013.Morgunblaðð laugardagurinn 18. apríl 2020.
 Skráð af Menninagr-Bakki.

17.04.2020 17:53

Merkir Íslendingar - Gylfi Gröndal

 

 

Gylfi Gröndal (1936 - 2006).

 

Merkir Íslendingar - Gylfi Gröndal

 

Gylfi fæddist í Reykjavík 17. apríl 1936. Foreldrar hans voru Sigurður B. Gröndal, veitingamaður og rithöfundur, og Mikkelína Sveinsdóttir Gröndal húsfreyja frá Hvilft í Önundarfirði. Systir Mikkelínu var Áslaug kona Sigurðar Þórðarsonar tónskálds sem fæddur var að Gerðhömrum í Dýrafirði. 


Meðal systkina Gylfa eru Benedikt, fyrrv. forsætisráðherra, Halldór, fyrrv. sóknarprestur, og Ragnar Þórir, framkvæmdastjóri.


Gylfi var kvæntur Þórönnu Tómasdóttur Gröndal, íslenskufræðingi og framhaldsskólakennara og eignuðust þau fjögur börn.


Gylfi lauk stúdentsprófi frá MR 1957 og stundaði nám í íslenskum fræðum við HÍ. Hann starfaði við blaðamennsku í rúm þrjátíu ár, lengst af ritstjóri og sinnti ritstörfum. Gylfi átti ljóð í Ljóðum ungra skálda sem Magnús Ásgeirsson gaf út og Árbók skálda sem Kristján Karlsson annaðist. Hann gaf út alls sjö ljóðabækur og ljóð eftir hann hafa verið valin í kvæðasöfn.

 

Ljóðabækur hans:

Náttfiðrildi;

Draumljóð um vetur;

Döggslóð;

Hernámsljóð;

Eilíft andartak;

Undir hælinn lagt,

og Eitt vor enn?


Gylfi skrifaði 30 ævisögur og viðtalsbækur. Sjö af bókum hans fjalla um ævi kvenna, ekki síst þeirra sem voru á undan samtíð sinni í jafnréttismálum, eins og Ástu Árnadóttur málara, Helgu M. Níelsdóttur ljósmóður og Jóhönnu Egilsdóttur verkalýðsforingja. Hann ritaði sögu þriggja fyrstu forseta lýðveldisins, Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns auk fjölda annarra merkra Íslendinga.


Gylfi var virkur í Rótarýklúbbi Kópavogs um árabil og forseti klúbbsins 2005-2006. Hann átti sæti í stjórn Bókasafns Kópavogs 1978-86 og Héraðsskjalasafns Kópavogs 2001-2005.
 

Gylfi var m.a. tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2001 fyrir bók sína um Stein Steinar, kjörinn eldhugi Rótarýklúbbs Kópavogs 2001, valinn heiðurslistamaður Kópavogs 2003 og hlaut Steininn, viðurkenningu Ritlistarhóps Kópavogs, árið 2005.
 

Gylfi lést 29. október 2006.

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

16.04.2020 18:18

"Í Dan­mörku er ég fædd"

 

 

Drottn­ing­in fylgd­ist með af svöl­um inni

í Fredens­borg­ar­höll í náttslopp.

 

 

„Í Dan­mörku er ég fædd“

 

Mar­grét Þór­hild­ur Dana­drottn­ing fagn­ar átt­ræðisaf­mæli í dag, 16. apríl. Hatíðar­höld­um var af­lýst en drottn­ing­in vaknaði þó við morg­un­söng á af­mæl­is­dag­inn og er sögð ætla að borða með son­um og tengda­dætr­um í til­efni af­mæl­is­ins.  

 

„Í Dan­mörku er ég fædd,“ söng hóp­ur fólks fyr­ir drottn­ing­una strax í morg­un. Drottn­ing­in fylgd­ist með af svöl­um inni í Fredens­borg­ar­höll í náttslopp. Text­inn er eft­ir H.C. And­er­sen og á vel við á af­mæl­is­degi drottn­ing­ar­inn­ar. Seinna sungu Dan­ir af­mæl­is­söng­in fyr­ir hana en af­mæl­is­dag­skrá er í danska sjón­varp­inu.   

 

Mar­grét Al­ex­andrine Þór­hild­ur Ingrid, eins og hún heit­ir fullu nafni, fædd­ist árið 1940. Nafnið Þór­hild­ur kem­ur frá Íslandi en afi henn­ar var kóng­ur yfir Íslandi þegar hún fædd­ist. Þegar Mar­grét Þór­hild­ur fædd­ist leit ekki út fyr­ir að hún yrði drottn­ing þar sem lög gerðu ráð fyr­ir að rík­is­arf­inn væri karl­maður. Mar­grét Þór­hild­ur eignaðist tvær syst­ur og allt leit út fyr­ir að Knút­ur frændi henn­ar myndi erfa krún­una. Þegar Mar­grét Þór­hild­ur var 13 ára var lög­un­um breytt og ör­lög Mar­grét­ar voru ljós. 

 

Mar­grét Þór­hild­ur hlaut góða mennt­un, gekk í mennta­skóla, fór í heima­vist­ar­skóla til Eng­lands og stundaði há­skóla­nám. List er hins veg­ar hin stóra ástríða Dana­drottn­ing­ar. Teikn­ing­ar henn­ar voru vald­ar fyr­ir út­gáfu út­gáfu Hringa­drott­ins­sögu á dönsku og var það höf­und­ur­inn sjálf­ur J.R.R. Tolkien sem valdi mynd­irn­ar sem voru send­ar inn und­ir dul­nefni. Hún hef­ur einnig hannað bún­inga fyr­ir Kon­ung­lega danska ball­ett­inn. Þrátt fyr­ir list­fengi sitt er Mar­grét Þór­hild­ur ekki síst þekkt fyr­ir keðjureyk­ing­ar sín­ar en þó hef­ur dregið úr þeim síðastliðin ár, að minnsta kosti á op­in­ber­um viðburðum. 

 

Mar­grét Þór­hild­ur gekk að eiga Hinrik eig­in­mann sinn 10. júní árið 1967. Hinrik lést árið 2018. Ell­efu mánuðum eft­ir að þau giftu sig fædd­ist svo Friðrik prins. Ári síðar kom Jóakim prins í heim­inn. Litla fjöl­skyld­an sett­ist að í Amal­íu­borg.

 

Friðrik kon­ung­ur, faðir Mar­grét­ar, lést árið 1972 og þá var hún gerð að drottn­ingu.

mbl.is

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

15.04.2020 07:03

Vigdís Finnbogadóttir 90 ára

 

   Vigdís Finnbogadóttir 90 ára

 

 

 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.