Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.10.2018 17:23

Söl eru sælgæti

 


Magnús Karel kann vel við sig við hafið, enda alinn upp í návist þess.

Hér slakar hann á í fjöruborðinu.

 

 

Söl eru sælgæti

 

„Mér virðist það annars vera skortur á réttu uppeldi að kunna ekki að borða söl,“ sagði kona við Hannes Thorsteinsson bankastjóra er hún bar söl á borð fyrir hann 1917. Þar í húsi voru söl borðuð jafnaðarlega; heimilisfólkinu þótti þau sælgæti. Sölvatekja var búgrein sem jafn sjálfsagt var að sinna og heyskap og fiskveiðum, á þeim býlum sem land áttu að sölvafjöru. Hundrað árum síðar eru söl sjaldséð á diskum Íslendinga. Magnús Karel grúskaði í heimildum um sögu sölvatekju og rifjaði upp bragðið af heimsins bestu sölvum sem hann fékk hjá Imbu Lauga. 

 

Ég hef borðað söl frá barnæsku, ólst upp við það þó ekki hafi verið farið til sölvafjöru á mínu heimili. Yfir sumarið rak alltaf eitthvað af sölvum á land sem þornuðu í fjörusandinum og þá tíndum við krakkarnir þetta upp í okkur. Seinna fór móðir mín að fara sjálf út á sker, þegar við fluttum til í þorpinu og sölin urðu aðgengilegri. Hún þurrkaði söl og bar á borð á mínu heimili. Mér fannst þetta mikið sælgæti og finnst enn. Maður fær ekki betra snakk, sérstaklega með smjöri og harðfiski. Bestu söl sem ég hef bragðað voru frá henni Imbu Lauga hér á Eyrarbakka, sem kennd var við manninn sinn, Guðlaug Pálsson kaupmann. Ég man eftir að hafa fengið söl hjá henni og þau voru óskaplega vel verkuð hjá henni,“ segir Magnús Karel Hannesson sem var með Sölvaspjall um liðna helgi á Listasafni Árnesinga á Eyrarbakka í tengslum við sýninguna Marþræðir.

 

Eyrbekkingar í sölvafjöru einvörðungu fyrir sjálfa sig, en áður hafði það verið hluti af búskap allra sem bjuggu við ströndina. Verulega dró úr sölvatekju upp úr fyrra stríði því þá urðu svo miklar breytingar, fólk hafði meiri aðgang að fjölbreyttari fæðu en áður fyrr. En á sautjándu, átjándu og nítjándu öld, sem og miklu fyrr, þá er vitað að sölvatekja var mikil búgrein til dæmis á Eyrarbakka. Þá var jafn eðlilegt að fara í sölvafjöru eins og að heyja. Árnessýsla og strandlengjan milli Þjórsár og Ölfusár var gríðarlega gjöfult sölvasvæði og hjá þeim sem áttu aðgang að fjörunni varð þetta á þeim tíma aukabúgrein samhliða búskap. Þá nytja menn það sem fjaran gefur og þörfin var virkilega mikil, því fólk lifði á óskaplega einhæfu fæði og þurfti öll þau snefilefni sem sölin geyma. Sölin voru fæðubótarefni þess tíma og bændur höfðu vöruskipti. Bændur af öllu Suðurlandi áttu verslunarsókn til Eyrarbakka og þá voru söl sú vara sem þeir sem bjuggu við sjóinn höfðu til að láta á móti vörum sem bændur komu með úr Rangárvallasýslu, VesturSkaftafellssýslu og uppsveitum Árnessýslu, sem voru mör, tólg, kjöt, smjör og ull.“ 

 

Mestu sælustundirnar

 

Magnús segir að fólk hafi tínt söl hér áður fyrr allt sumarið, í hvert sinn sem var stórstraumsfjara, en í Stokkseyrarhreppi hafi mest verið farið í sölvafjöru um strauminn næstan eftir Jónsmessu og um höfuðdagsstrauminn, sem er með stærstu straumum ársins.

 

„Fólk tíndi gífurlegt magn af sölvum hér áður fyrr. Til eru heimildir frá 1775 um að á jörðinni StóruHáeyri á Eyrarbakka hafi verið safnað á einum stórstraumi um 4 tonnum af þurrkuðum sölvum. Og þar sem sölin rýrna um 80 prósent við þurrkun, má sjá hversu mikið magn þetta hefur verið. Áður fyrr þegar um var að ræða mikið magn af sölvum þá var þeim snúið eins og heyi með hrífum, því var dreift í flekki. Mjög fáir gera þetta enn hér á Eyrarbakka, að fara í sölvafjöru, ég veit um einn mann hér sem tínir söl í atvinnuskyni og sumir fara og tína fyrir sjálfa sig til að eiga fram á veturinn. En þar fyrir utan er þetta nánast að leggjast af, yngri kynslóðir virðast ekki hafa sama smekk og við eldra fólkið fyrir þessu. Í sumar var ekki mikill þurrkur og fólk fór því síður í sölvafjöru, því það skiptir miklu máli að þurrka sölin strax, helst í sandi og sól.“

 

Magnús segir að það fólk sem ólst upp við að sölvatínsla væri stór hluti af lífinu eigi góðar minningar frá þeim stundum. „Gísli í Mundakoti var fæddur árið 1906 á Eyrarbakka og hann segist hafa átt sínar mestu sælustundir á sölvafjöru. Hann segir líka frá því að faðir hans hafi einnig gefið lömbunum mikið af sölvum og að þau hafi verið alveg kolvitlaus í þau.“ 

 

Eftir þeim heimildum sem Magnús gluggaði í eru tvær kenningar á lofti um það hvernig kunnáttan við sölvatekju barst til Íslands. 

 

„Því er annars vegar haldið fram að norskir landnámsmenn hafi þekkt sölvatekju frá sinni heimaslóð og komið með kunnáttuna hingað til lands, en hins vegar er sagt að Norðmenn hafi ekki þekkt sölvatekju, því á þessum tíma hafi Norðmenn ekki nýtt söl til manneldis, einvörðungu fyrir skepnur. Því hafi sölvatekjukunnátta komið með fólki frá Skotlandi og Írlandi, en þar var þetta þekkt frá alda öðli og þar nýtir fólk enn þennan sjávargróður.“

 

Lúðvík Kristjánsson segir í riti sínu Íslenskir sjávarhættir, sem kom út árið 1980: „Líklega hefur sölvafjara hvergi verið jafn víðáttumikil og arðgæf sem í Árnessýslu, að Saurbæjarfjöru undanskilinni. Allar líkur eru til þess að í Árnessýslu hafi sölvatekja til manneldis verið umtalsverð búgrein í átta til níu aldir […] og eru þess engin dæmi annars staðar á landinu, að sölvatekja hafi verið ástunduð svo lengi.“ 


Morgunblaðið föstudagurinn 5. október 2018.
Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

____________________________________________________________________


 


Sölvakógur Eyrarbakka er Siggeir Ingólfsson á Sölvabakka.
 

Hann hefur stundað sölvatekju í Eyrarbakkafjörum og verkað

að Sölvabakka í miðbæ Eyrarbakka.


Söl Siggeirs eru sérlaga góð og tekur hann við pöntunum

í síma  898 4240 -
 

 


Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

07.10.2018 07:07

Fjallkonan sýnd í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

 

Fjallkonan sýnd í Húsinu á Eyrarbakka

 

Einleikurinn Fjallkonan var sýnd í Húsinu á Eyrarbakka í gær, laugardaginn 6. okt. 2018.

 

Sýningin hefur ferðast víða um land. Hún var sýnd í Tjarnarbíó á síðasta leikári og á Suðureyri á hátíðinni Act Alone.

 

Höfundur og leikkona sýningarinnar Hera Fjord fluttist fyrir stuttu til Eyrarbakka ásamt manni sínum Guðmundi Þór Gunnarssyni sem er hljóðmaður leiksýningarinnar.

 

Fjallkonan er leiksýning byggð á ævi dýrfirsku langalangömmu Heru, veitingakonunnar Kristínar Dahlstedt sem rak um árabil veitingahúsið Fjallkonuna í Reykjavík eftir að hafa numið slík fræði í Kaupmannahöfn. 

 

Sumir þekkja Kristínu Dahlstedt sem ástkonu ljósvíkingsins sem Laxness gerði frægan í Heimsljósi.

 

Frítt var  inn í tilefni Menningardaga í Sveitarfélaginu Árborg sem standa allan októbermánuð.Menningar-Staður færði sýninguna til myndar sem hér má sjá:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/287473/

 

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Guðmundur Þór Gunnarsson og Hera Fjord.
.
Skráð af Menningar-Staður

 

 

06.10.2018 07:31

Böðvar Sigurjónsson - Fæddur 6. des. 1938 - Dáinn 30. sept. 2018 - Minning

 

 

Böðvar Sigurjónsson (1938 - 2018).

 

 

Böðvar Sigurjónsson - Fæddur 6. des. 1938 -

 

Dáinn 30. sept. 2018 - Minning

 

 

Böðvar Sig­ur­jóns­son fædd­ist í Norður­koti á Eyr­ar­bakka 6. des­em­ber 1938. Hann andaðist á dval­ar­heim­il­inu Sól­völl­um á Eyr­ar­bakka 30. sept­em­ber 2018.

 

For­eldr­ar hans voru Guðbjörg Lilja Böðvars­dótt­ir frá Lang­stöðum í Flóa, f. 9.4. 1914, d. 9.9. 2006, og Sig­ur­jón Valdi­mars­son frá Norður­koti, f. 22.10. 1910, d. 25.8. 1952. Systkini Böðvars eru Jón Ingi, f. 23.2. 1936, bú­sett­ur á Eyr­ar­bakka, Guðný Erna, f. 14.1. 1937, bú­sett í Kópa­vogi, Valdi­mar, f. 8.10. 1951, bú­sett­ur á Sel­fossi. Upp­eld­is­bróðir Böðvars er Er­lend­ur Ómar, f. 14.1. 1950, bú­sett­ur í Þor­láks­höfn.

 

Þann 25. sept­em­ber 1965 kvæntist Böðvar Val­gerði Hönnu Guðmunds­dótt­ur, f. 2.10. 1941, d. 20.11. 2002, frá Stekk­um í Sand­vík­ur­hreppi hinum forna. Hún var dótt­ir Önnu Krist­ín­ar Valdi­mars­dótt­ur, f. 11.4. 1917, d. 13.10. 2005, frá Gul­ar­ás­hjá­leigu í Aust­ur-Land­eyj­um og Guðmund­ar Hann­es­son­ar, f. 10.11. 1899, d. 9.10. 1948, frá Stóru-Sand­vík í Sand­vík­ur­hreppi hinum forna.

 

Böðvar og Hanna eignuðust þrjár dæt­ur.

Þær eru:

Anna Lára, f. 9.4. 1966, maki Ein­ar Magnús­son, þau eru bú­sett á Sel­fossi. Börn þeirra eru Böðvar, Magnús, Andri og Aron;

Lilja f. 30.9. 1967, maki Ein­ar Helgi Har­alds­son, þau eru bú­sett á Urriðafossi. Börn þeirra eru Har­ald­ur, Hanna, Arn­ar, Dag­ur Fann­ar og Daði Kolviður. Íris, f. 15.6. 1973, maki Karl Þór Hreggviðsson. Þau eru bú­sett á Óseyri við Eyr­ar­bakka, börn þeirra eru Elín og Hreim­ur. Fyr­ir átti Karl Birki og Theó­dóru.

 

Böðvar vann ýmis störf, var til sjós, hjá Raf­magnsveit­um rík­is­ins og við fisk­vinnslu og beitn­ingu á Bakk­an­um. Lengst af starfaði hann þó við garðrækt með eig­in­konu sinni. Hann var einnig með smá­bú­skap, sauðfé og hross.

 

Útför Böðvars fer fram frá Eyr­ar­bakka­kirkju í dag, laugardaginn 6. októ­ber 2018, og hefst at­höfn­in klukk­an 14.

__________________________________________________________________________________

 


Minningarorð Einars H. HaraldssonarLát­inn er tengdafaðir minn, Böðvar Sig­ur­jóns­son á Eyr­ar­bakka. Ég kynnt­ist hon­um fyrst 1986 þegar ég varð heima­gang­ur hjá þeim Böðvari og Hönnu. Mér varð fljótt ljóst að þetta var úr­vals­fólk af gamla skól­an­um, heiðarleg og harðdug­leg. Bæði höfðu unnið lang­an vinnu­dag í fiski og voru að auki með smá kart­öflu­rækt og gul­róf­ur sem síðan urðu þeirra aðallifi­brauð. Það eru minn­is­stæðir tím­ar þegar við fór­um að hjálpa til við upp­tök­una. Hanna sá um fullt af bakk­elsi og Böðvar lék á als oddi. Róf­urn­ar voru tekn­ar upp með hönd­um, kálið snúið af og þær sett­ar í poka, þeim síðan lyft upp í vagn og síðan raðað í skemm­una til geymslu. Þetta var erfiðis­vinna og hreint ótrú­legt að fylgj­ast með kapp­semi Böðvars. Þegar vel gekk í róf­un­um minnkuðu þau við sig aðra vinnu en Böðvar tók samt oft tíma­bil í beitn­ingu og það var sko ekk­ert elsku mamma, upp klukk­an fjög­ur að nóttu í myrkri og kulda og beitt af kappi, enda greitt eft­ir af­köst­um. Þá var hann með hesta og kind­ur sem hann hafði mikla ánægju af. Kunni hann vel að slátra kind­um og var oft feng­inn til að aðstoða við slíkt.

 

Hanna féll frá langt fyr­ir ald­ur fram árið 2002 og varð það Böðvari áfall. Árið 2011 varð hann síðan fyr­ir öðru áfalli sem skerti starfs­getu hans. Fyrst í stað eft­ir þetta bjó hann heima en dvaldi síðast á Sól­völl­um, heim­ili aldraða á Eyr­ar­bakka.

 

Áður sagði ég Böðvar hafa verið af gamla skól­an­um. Aldrei gat hann hugsað sér að skulda nein­um neitt. Alla sína ævi eignaðist hann aldrei greiðslu­kort af neinu tagi svo að allt sem hann keypti greiddi hann með reiðufé. Einu sinni fór ég með hon­um til Reykja­vík­ur til að kaupa glæ­nýj­an bíl. Það var ógleym­an­legt upp­litið á sölu­mann­in­um þegar Böðvar rétti hon­um um­slag með seðlum fyr­ir bíl­verðinu. Hann var full­kom­lega sann­færður um að Ford-trak­tor­ar væru best­ir og keyrði ætíð um á blá­um Ford. Svo fékk hann sér pall­bíl til að keyra róf­urn­ar í Fjarðar­kaup, auðvitað Ford.

 

Böðvar var alls staðar vel liðinn, bæði til vinnu og í fé­lags­skap.

 

Eitt skýr­asta dæmið birt­ist á dán­ar­degi hans. Skömmu eft­ir að hann lést kom einn dval­armaður á Sól­völl­um inn til hans, langaði að kveðja Böðvar, var það auðsótt. Þegar hann var kom­inn aft­ur fram sagðist hann sakna hans svo mikið, þeir voru svo góðir vin­ir. Ég sagði að það kæmi áreiðan­lega maður í manns stað. Hann leit á mig og sagði skýrt: Það kem­ur eng­inn ann­ar eins og Böðvar.

 

Hvíl í friði Guðs.

 

Ein­ar H. Har­alds­son.


Morgunblaðið laugardagurinn 6. október 2018.

 

 Skráð af Menningar-Staður

05.10.2018 21:15

Fjallkonan sýnd í Húsinu á laugardag 6. okt. 2018

 

 

Úr sýningunni Fjallkonan. Mynd: Gústi.

 

 

Fjallkonan sýnd í Húsinu

 

á morgun -  laugardag 6. okt. 2018

 

 

Leiksýningin Fjallkonan verður sýnd í Húsinu á Eyrarbakka á morgun, laugardaginn 6. okt. 2018 kl. 20.

 

Sýningin hefur ferðast víða um land. Hún var sýnd í Tjarnarbíó á síðasta leikári en höfundur og leikkona sýningarinnar Hera Fjord fluttist fyrir stuttu til Eyrarbakka.

 

Fjallkonan er leiksýning byggð á ævi dýrfirsku langalangömmu Heru, veitingakonunnar Kristínar Dahlstedt, sem sumir þekkja sem ástkonu ljósvíkingsins sem Laxness gerði frægan í Heimsljósi.

 

Frítt er inn í tilefni Menningardaga í Árborg.

 

Framboð sæta er takmarkað.

 

 
Skráð af Menningar-Staður

05.10.2018 06:47

Merkir Íslendingar - Jón Thoroddsen

 

 

Jón Thoroddsen (1818 - 1868).

 

 

Merkir Íslendingar - Jón Thoroddsen

 

 

Jón Thorodd­sen fædd­ist á Reyk­hól­um í Reyk­hóla­sveit fyr­ir 200 árum.

Hann var son­ur Þórðar Þórodds­son­ar, bónda og beyk­is á Reyk­hól­um og ætt­föður Thorodd­senætt­ar, og Þóreyj­ar Gunn­laugs­dótt­ur.

 

Eig­in­kona Jóns var Krist­ín Ó. Þor­valds­dótt­ir, f. Sívertsen. Með elju­semi kom hún son­um sín­um til mennta eft­ir lát Jóns sem skildi eft­ir sig skuldugt dán­ar­bú.

 

Syn­irn­ir voru Þor­vald­ur, einn virt­asti nátt­úru­fræðing­ur Íslend­inga; Þórður, lækn­ir og alþm, faðir Em­ils tón­skálds; Skúli, sýslumaður, rit­stjóri og alþm., en meðal barna hans var Unn­ur, móðir Skúla Hall­dórs­son­ar tón­skálds; Guðmund­ur lækna­pró­fess­or, Krist­ín yf­ir­hjúkr­un­ar­kona; Katrín, yf­ir­lækn­ir og alþm., Bolli borg­ar­verk­fræðing­ur og Sig­urður, verk­fræðing­ur og alþm., afi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, og loks Sig­urður, lands­verk­fræðing­ur og yfir­kenn­ari MR, faðir Gunn­ars for­sæt­is­ráðherra.

 

Jón lauk stúd­ents­prófi frá Bessastaðaskóla 1840, laga­prófi frá Hafn­ar­há­skóla 1854, og var sjálf­boðaliði í Slés­vík­ur­stríðinu 1848. Hann varð sýslumaður Barðastrand­ar­sýslu 1850 og bjó þá lengst af í Haga á Barðaströnd, og sýslumaður Borg­ar­fjarðar­sýslu og bjó á Lei­rá frá 1863 til dauðadags.

 

Sum kvæða Jóns hafa lifað með þjóðinni, s.s. Hlíðin mín fríða, Vor­vísa (Vorið er komið og grund­irn­ar gróa) og ætt­j­arðarljóðið Ísland (Ó, fög­ur er vor fóst­ur­jörð).

Hann á þó fyrst og fremst sess í bók­mennta­sög­unni fyr­ir fyrstu ís­lensku nú­tíma­skáld­sög­urn­ar, Pilt og stúlku, 1850, og Mann og konu sem kom út ókláruð eft­ir and­lát hans.

 

Thorodd­sen­ar hafa verið áber­andi á sviði stjórn­mála og í stjórn­sýslu­embætt­um, en í stjórn­mál­um hafa þeir nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust fylgt Sjálf­stæðis­flokki eða rót­tæk­um vinstri­mönn­um, enda blund­ar í þeim margræð, viðkvæm og stund­um breysk lista­manna­sál.

 

Jón lést 8. mars 1868.


Morgunblaðið 5. október 2018.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

04.10.2018 17:27

Siggeir í sölvafjöru

 

 
 

 

Siggeir í sölvafjöru


 

Í gær. 3. október 2018.

 

Kæru vinir.

Það eur komin góð söl í hús. Hafið samband 8984240

Kveðja

Geiri

 

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður

04.10.2018 06:41

Merkir Íslendingar - Guðmundur Daníelsson

 


Guðmundur Daníelsson (1910 - 1990). 

 

 

Merkir Íslendingar - Guðmundur Daníelsson

 

 

Guðmund­ur Daní­els­son fædd­ist að Gutt­orms­haga í Holt­um 4. október 1910, son­ur Daní­els Daní­els­son­ar, bónda þar, og Guðrún­ar Sig­ríðar Guðmunds­dótt­ur hús­freyju.

 

Daní­el var son­ur Daní­els, bónda á Kaldár­holti á Rangár­völl­um Þor­steins­son­ar, og Guðrún­ar Sig­urðardótt­ur, bónda á Gadda­stöðum á Rangár­völl­um Guðbrands­son­ar, bróður Sæ­mund­ar, ætt­föður Lækj­ar­botna­ætt­ar þeirra Bubba og Hauks Mort­hens.

 

Eig­in­kona Guðmund­ar var Sig­ríður Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir og eignuðust þau þrjú börn sem öll hafa stundað kennslu, Iðunni, Heimi og Arn­heiði.

 

Guðmund­ur var í Héraðsskól­an­um á Laug­ar­vatni, lauk kenn­ara­prófi 1934, og stundaði fram­halds­nám við Lær­er­höjsko­len í Kaup­manna­höfn 1948-49. Hann var skóla­stjóri á Suður­eyri 1938-43, kenndi á Eyr­ar­bakka 1943-44, skóla­stjóri þar 1945-68 og kenn­ari Gagn­fræðaskól­ans á Sel­fossi 1968-73.

 

Guðmund­ur stundaði ritstörf með kennslu og skóla­stjórn­un og síðan ein­göngu frá 1973.

 

Meðal skáld­sagna hans má nefna;


ræðurna í Grashaga, 1935; Á bökk­um Bolafljóts, I. og II. bindi, 1940; Blind­ings­leik, 1955; Húsið, 1963; Járn­blómið, 1972, og Vatnið, 1987. Hann samdi sögu­legu skáld­sög­urn­ar Son­ur minn, Sin­fjötli, 1961, og Bróðir minn, Húni, 1976, samdi smá­sög­ur, leik­rit, ljóð, ferðalýs­ing­ar, end­ur­minn­ing­ar og viðtals­bæk­ur, og naut heiðurs­launa lista­manna frá 1974.

 

Guðmund­ur var rit­stjóri Suður­lands 1953-73 og ná­inn vin­ur Ing­ólfs Jóns­son­ar á Hellu. Hann sat í hrepps­nefnd Sel­foss, í yfir­kjör­stjórn Suður­lands­kjör­dæm­is 1959-74, var formaður skóla­nefnd­ar Héraðsskól­ans á Laug­ar­vatni 1960-72, sat í hrepps­nefnd Sel­foss 1970-74, formaður stjórn­ar Héraðsbóka­safns Árnes­inga 1970-80, formaður Fé­lags ís­lenskra rit­höf­unda 1970-72 og sat í rit­höf­undaráði 1974-78.

 

Guðmund­ur lést 6. febrúar 1990.


Morgunblaðið fimmtudagurinn 4. október 2018.


 

 
Skráð af Menningar-Staður.

03.10.2018 22:32

Útgáfuhóf í Skálholti - Elín syngur

 

 

Bjarni Harðarson mun lesa úr bókinni í útgáfuhófinu.

 

 

Útgáfuhóf í Skálholti – Elín syngur

 

Bókaútgáfan Sæmundur boðar til útgáfuhófs í Skálholtsskóla laugardaginn 6. október klukkan 16 í tilefni af útgáfu bókarinnar „Í Gullhreppum“ eftir Bjarna Harðarson.

 

Elín Gunnlaugsdóttir, bóksali og tónskáld, syngur nokkur þjóðlög við gamlar vísur um enn eldri tíma. Höfundur les úr bókinni. Kaffi og kleinur í boði útgefanda. 

 

Í Gullhreppum  segir frá þjóðsagnapersónunni séra Þórði í Reykjadal og hinu mikla veldi Skálholtsstaðar á 18. öld. 

 

Sagan hefst í Kaupmannahöfn þar sem prestsefnið kemst í kærleika við okurlánara og verður síðar valdur að dauða hans. Þegar heim er komið opnar Reykjadalsprestur hús sín fyrir farandi lýð flækinga og nýtur góðs af á engjaslætti. Hann er sjálfur frábitinn allri vinnu en skoðar veröldina með kátlegu kæruleysi þess sem lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. 

 

Inni fyrir berst Þórður við trúarlegar efasemdir og forboðnar kenndir sínar til karlmanna. Í kararlegu sinni í Skálholti dreymir hann um að sjá Skálholtsstað í logum en hefur hvorki vilja né nennu til að kveikja þá elda. 

 

Heimur samkynhneigðra, saumakerlingar drottningar, dreissugir skólapiltar, iðrandi syndarar og göldróttur staðarsmiður spila saman í lifandi og skemmtilegri frásögn. Íslandssagan og þjóð hennar birtist okkur með kröm sinni og skemmtan.

 

Í Gullhreppum  er sjálfstætt framhald bókarinnar  Í skugga drottins  sem hlaut afburða viðtökur lesenda.


Skráð af Menningar-Staður.

 

02.10.2018 21:16

Merkir Íslendingar - HALLDÓR KRISTJÁNSSON

 

 

Halldór Kristjánsson (1910 - 2000)

 

 

Merkir Íslendingar - HALLDÓR KRISTJÁNSSON

 

 

Halldór Kristjánsson fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði þann 2. október 1910.

Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson bóndi og Bessabe Halldórsdóttir.
 

Halldór lauk héraðsskólaprófi árið 1930 frá unglingaskóla á Núpi í Dýrafirði. Hann ólst upp á Kirkjubóli og gerðist þar bóndi.

Halldór starfaði sem blaðamaður við Tímann á árunum 1945-1952 en bjó þó áfram á Kirkjubóli.
 

Á árunum 1938-1945 var Halldór formaður Félags ungra framsóknarmanna í Vestur-Ísafjarðarsýslu og sat hann í miðstjórn Framsóknarflokksins frá árinu 1956.
 

Halldór átti sæti í stjórnarskrárnefnd 1945-1951 og í úthlutunarnefnd listamannalauna árið 1961. Hann gerðist yfirskoðunarmaður ríkisreikninga árið 1971. Hann var skipaður í Hrafnseyrarnefnd árið 1973. 

Halldór var varaþingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á árunum 1964-1974.

 

Halldór var ötull talsmaður gegn áfengi og öðrum vímuefnum. Hann var félagi í Góðtemplarareglunni og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á hennar vegum.
 

Árið 1973 settist Halldór að í Reykjavík ásamt konu sinni, Rebekku Eiríksdóttur. Þau hjónin ólu upp þrjú fósturbörn, Ósk Elínu Jóhannesdóttur, Sigríði Eyrúnu Guðjónsdóttur og Sævar Björn Gunnarsson.

 

Halldór lést 26. ágúst árið 2000 og Rebekka lést 28. janúar 1995.
 Skráð af Menningar-Staður.

01.10.2018 20:04

Paul McCartney með tónleika í Winnipeg 28. sept. 2018

 

.

 

.

 

 

 

Paul McCartney með tónleika í Winnipeg 28. sept. 2018

 

Paul McCartney og hljómsveit hans voru með magnaða tónleika í Winnipeg í Kanada föstudagskvöldið 28. september 2018.Tónleikarnir fóru fram í troðfullri íshokkihöll Bell MTS Place  í miðborg Winnipeg eða nær því 14.000 manns.Lagalisti tónleikanna voru þessi 39 lög frá öllum ferli Paul McCartney.

 

 

PAUL MCCARTNEY'S SET LIST

A Hard Day's Night  https://www.youtube.com/watch?v=kA13FNCsAWU

Hi, Hi, Hi

Can't Buy Me Love  https://www.youtube.com/watch?v=CLTU7pLb720

Letting Go https://www.youtube.com/watch?v=1m59zfx3000

Who Cares

Come On to Me   https://www.youtube.com/watch?v=Wsa2qZF_NU0

Let Me Roll It

I've Got a Feeling

Let 'Em In

My Valentine

Nineteen Hundred and Eighty-Five

Maybe I'm Amazed

I've Just Seen a Face

In Spite of All the Danger

From Me to You  https://www.youtube.com/watch?v=G2ZlnlfaWzI

Michelle

Love Me Do

Blackbird

Here Today

Queenie Eye

Lady Madonna  https://www.youtube.com/watch?v=ik-k3CVKIIw

FourFiveSeconds

Eleanor Rigby

Fuh You

Being for the Benefit of Mr. Kite!

Something

Ob-La-Di, Ob-La-Da  https://www.youtube.com/watch?v=Z-VgPLulG_A

Band on the Run

Back in the U.S.S.R.

Let It Be  https://www.youtube.com/watch?v=eyaJQrY0LDc

Live and Let Die  https://www.youtube.com/watch?v=0vneYN3zTUo

Hey Jude

Encore:

Yesterday  https://www.youtube.com/watch?v=49dudvv1vhY

I Saw Her Standing There  https://www.youtube.com/watch?v=JbppIxWbMJc

Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band (Reprise)

Helter Skelter

Golden Slumbers

Carry That Weight

The End

 


Meðal tónleikagesta voru tveir af vinum alþýðunnar af Eyrarbakka,

feðgarnir Björn Ingi Bjarnason (t.h.) og Víðir Björnsson (t.v.).

 

 


Skráð af Menningar-Staður.