Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

03.03.2018 08:23

Góugleði á Eyrarbakka 10. mars 2018

 

 

 

Góugleði á Eyrarbakka 10. mars 2018

 

 

 

02.03.2018 20:12

Merkir Íslendingar- Guðmundur Jónsson

 

 

Guðmundur Jónsson (1902 - 2002).

 

 

Merkir Íslendingar- Guðmundur Jónsson

 

Guðmund­ur Jóns­son fædd­ist á Tor­fa­læk í Húna­vatns­sýslu 2. mars 1902. For­eldr­ar hans voru Jón Guðmunds­son, bóndi á Tor­fa­læk, og Ingi­björg Björns­dótt­ir hús­freyja, frá Marðarnúpi.

 

Bræður Guðmund­ar voru Björn Leví, veður­fræðing­ur og lækn­ir, Jó­hann Frí­mann um­sjón­ar­maður, Jón­as, fræðslu­stjóri í Reykja­vík, faðir Ögmund­ar, fyrrv. alþing­is­manns og ráðherra, Ingi­mund­ur, og Torfi, bóndi á Tor­fa­læk.

 

Eig­in­kona Guðmund­ar var María Ragn­hild­ur Ólafs­dótt­ir, frá Brim­nes­gerði í Fá­skrúðsfirði.

 

Syn­ir Guðmund­ar og Ragn­hild­ar:

Jón Ólaf­ur, var deild­ar­stjóri Bú­tækni­deild­ar land­búnaðar­ins á Hvann­eyri;

Sig­urður Reyn­ir, fyrrv. skóla­stjóri við Heiðarskóla í Borg­ar­f­irði og kennari áður að Núpi í Dýrafirði;

og Ásgeir, fyrrv. for­stjóri Náms­gagna­stofn­un­ar, en kjör­dótt­ir Sól­veig Gyða blóma­skreyt­inga­kona.

 

Guðmund­ur varð bú­fræðing­ur frá Hól­um 1921, bú­fræðikandí­dat frá Búnaðar­há­skól­an­um í Kaup­manna­höfn 1925, skóla­stjóri á Hól­um í Hjalta­dal, var kenn­ari við Bænda­skól­ann á Hvann­eyri 1928-47 og skóla­stjóri þar 1944-45 og 1947-72..

 

Guðmund­ur var formaður Búnaðarráðs, fyrsti formaður Búnaðar- og garðyrkju­kenn­ara­fé­lags Íslands, meðal stofn­enda Rot­ary og Odd­fellowa í Borg­ar­f­irði, einn af stofn­end­um Fé­lags sjálf­stæðismanna á Vest­ur­landi 1960 og formaður til 1964 og formaður kjör­dæm­aráðs 1963-68, heiðurs­fé­lagi Búnaðarfé­lags Íslands 1972, Búnaðar- og garðyrkju­kenn­ara­fé­lags Íslands 1974 og Fé­lags ís­lenskra bú­fræðik­andi­data 1981. Hann var sæmd­ur ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar 1964.

 

Guðmund­ur var stofn­andi og rit­stjóri Bú­fræðings­ins 1934-1954, samdi kennslu­bæk­ur fyr­ir bænda­skól­ana og rit­stýrði bók­un­um Til­raun­aniður­stöður í land­búnaði; Íslensk­ir bú­fræðik­andi­dat­ar 1974 og 1985, Bóka­tal 1978 og bóka­flokkn­um Bóndi er bú­stólpi í 7 bind­um sem kom út 1980-86.

 

Guðmund­ur lést 28. nóvember 2002.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

02.03.2018 06:48

Hádegisfundur Atorku í dag

 

 

 

     Hádegisfundur Atorku í dag

                    2. mars 2018Skráð af Menningar-Staður

01.03.2018 07:18

Kvöldstund með Valgeiri og Ástu

 

 

 

Kvöldstund með Valgeiri og Ástu

 

Eyrarbakkahjón­in Ásta Kristrún Ragn­ars­dótt­ir og Val­geir Guðjóns­son bjóða upp á kvöld­stund í Hann­es­ar­holti í Reykjavík í kvöld. fimmtudaginn 1. mars 2018, kl. 20.

 

Ásta seg­ir sög­ur af for­mæðrum sín­um sem lengi hafa búið með henni en sög­urn­ar komu út á bók fyr­ir skömmu.

 

Val­geir bjó til söngva og texta út frá sög­un­um sem hann mun leika fyr­ir gesti.


Skráð af Menningar-Staður

28.02.2018 18:15

Minningarstund á Litla-Hrauni

 


 Bænaljósastandurinn sem búinn var til á Litla-Hrauni.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. 

 

 

Minningarstund á Litla-Hrauni

 

Í gær, þriðjudaginn 27. febrúar 2018,  var minningarstund á Litla-Hrauni um fanga sem lést fyrir nokkru á Kvíabryggju.

 

Strákarnir á Hrauninu þekktu hann margir vel og komu þrjátíu fangar til stundarinnar.

 

Þá var bænaljósastandurinn sem búinn var til á Litla-Hrauni formlega tekinn í notkun og blessaður.

 

Fangarnir fóru í einfalda röð, kveiktu á kertum og settu á stjakann til minningar um hinn látna.

 

Þetta var falleg stund og áhrifarík.

 

Munum ætíð að fangar eru manneskjur hvað sem þeir kunna að hafa til saka unnið.


Séra Hreinn Hákonarson, fangaprestur þjóðkirkjunnar.


 

.

 Á myndinni má sjá söngmenn sem leiddu söng, organista og fangaprest.

.


Þrír fangaverðir og fangaprestur.


Skráð af Menningar-Staður

28.02.2018 07:07

Varpar ljósi á neyslu og efnismenningu á heimilum 19. aldar

 

 

 

Varpar ljósi á neyslu og efnismenningu

á heimilum 19. aldar

Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði

 

Neysla heim­il­anna á 19. öld: vitn­is­b­urður úr dán­ar­bú­um nefn­ist er­indi Ágústu Edwald Maxwell kl. 12 í dag, miðviku­dag­inn 28. fe­brú­ar 2018, í sal Þjóðminja­safns Íslands. Fyr­ir­lest­ur­inn er í fyr­ir­lestr­aröð Fé­lags forn­leifa­fræðinga, náms­braut­ar í forn­leifa­fræði við Há­skóla Íslands og Þjóðminja­safns Íslands.

 

Ágústa mun fjalla um rann­sókn­ir sín­ar á skag­firsk­um dán­ar­bú­um frá 19. öld og hvernig þau geta, ásamt grip­a­rann­sókn­um, varpað ljósi á neyslu og efn­is­menn­ingu á heim­il­um 19. ald­ar. Hún leit­ast við að sýna fram á hvernig borðbúnaður og búsáhöld breytt­ust þegar leið á öld­ina og velt­ir jafn­framt fyr­ir sér hver áhrif þeirr­ar þró­un­ar voru á verka­hring kvenna með til­urð nýrra hús­verka. Rann­sókn­in er hluti af doktor­s­verk­efni Ágústu við Há­skóla Íslands.


Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

27.02.2018 06:46

Skóga­safn leit­ar að for­stöðumanni

 

 

 

Skóga­safn leit­ar að for­stöðumanni

 

Eitt stærsta og vin­sæl­asta safn lands­ins, Skóga­safn, aug­lýs­ir nú eft­ir for­stöðumanni, en Sverr­ir Magnús­son, sem stýrt hef­ur safn­inu frá 1999, er að láta af störf­um.

 

Skóga­safn á sér næst­um sjö ára­tuga sögu. Það var stofnað 1. des­em­ber 1949 sem Byggðasafn Ran­gæ­inga og Vest­ur-Skaft­fell­inga, en hef­ur síðan vaxið hratt og er starf­sem­in orðin marg­brot­in. Hlut­verk safns­ins er söfn­un, varðveisla og sýn­ing á menn­ing­ar­minj­um úr sýsl­un­um tveim­ur í því skyni að varpa ljósi á líf og starf íbúa þeirra.

 

Nú til­heyr­ir Skóga­safni byggðasafn með fjór­um deild­um, um­fangs­mikið húsa­safn á stóru úti­sýn­ing­ar­svæði og sam­göngusafn ásamt minja­gripa­versl­un og veit­ingastað. Héraðsskjala­safn er einnig í um­sjá Skóga­safns. Gesta­fjöldi í fyrra var um 75 þúsund manns.

 

Frum­kvöðull að stofn­un safns­ins og lífið og sál­in í upp­bygg­ingu þess var Þórður Tóm­as­son. Stýrði hann Skóga­safni til 1999 er nú­ver­andi for­stöðumaður, Sverr­ir Magnús­son, tók við.

 

Auk há­skóla­mennt­un­ar og þekk­ing­ar á söfn­um þurfa um­sækj­end­ur m.a. að sýna fram á ár­ang­urs­ríka starfs­reynslu af stjórn­un, rekstri og markaðsstarfi og góða sam­skipta­hæfi­leika.

 

.
Byggðasafnið í Skóg­um á nokkr­ar bygg­ing­ar­sögu­leg­ar ger­sem­ar.
.

.

,
 

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars í Skógakirkju.
F.v.: Eyrbekkingarnir  Þórarinn Theódór Ólafsson, Guðmundur Magnússon

og Ingvar Magnússon.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

25.02.2018 19:29

Plata Kiriyama Family, Waiting for., er tilnefnd sem plata ársins

 

 

 

Plata Kiriyama Family, Waiting for…, er tilnefnd sem plata ársins

 

Tilnefndingar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru kynntar í gær og fengu Sunnlendingar nokkrar tilnefningar.

 

Plata Kiriyama Family, Waiting for, er tilnefnd sem plata ársins í flokki poppplatna ásamt Andra Ólafssyni og félögum í Moses Hightower með plötuna Fjallaloft.

 

Titillag plötu Moses Hightower er tilnefnt sem popplag ársins og hljómsveitin er einnig tilnefnd sem lagahöfundur ársins.

 

Daði Freyr & Gagnamagnið eru sömuleiðis tilnefnd í flokknum popplag ársins fyrir Hvað með það, sem Daði og félagar slógu í gegn með í Söngvakeppninni síðasta vetur.

 

Þá er Kammerkór Suðurlands tilnefndur fyrir plötu ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar en kórinn gaf út plötuna Kom skapari á árinu 2017.

 

Íslensku tónlistarverðlaunin verða haldin hátíðleg í Hörpu miðvikudaginn 14. mars 2018 og verða sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

 


Sunnlenska hljómsveitin Kiriyama Family. Efri röð f.v.: Bassi Ólafsson,

Víðir Björnsson, Bjarni Ævar Árnason og Guðmundur Geir Jónsson.

Neðri röð f.v.: Hulda Kristín Kolbrúnardóttir og Karl Magnús Bjarnarson.

Ljósm.: Hanna Siv Bjarnardóttir.  

 


Skráð af Menningar-Staður

25.02.2018 15:09

75 ár frá fæðingu George Harrison

 

 

 

75 ár frá fæðingu George Harrison

 

                   Fæddur 25. febrúar 1943


                  Dáinn 29. nóvember 2001

                               
Minning

 

 
 
 


Skráð af Menningar-Staður

25.02.2018 07:59

Erfðagóssið breyttist og varð að Kvennaráðum

 

 

Höfundurinn Sella Páls á Eyrarbakka

vill hafa sem flestar sýningar síðdegis á sunnudögum.

 

Erfðagóssið breyttist og varð að Kvennaráðum

 

Leikritið Kvennaráð eftir Sesselju Pálsdóttur á Eyrarbakka, Sellu Páls, var leiklesið í Hannesarholti á fimmtudagskvöld og verður aftur nú síðdegis í sunnudag, 25. febrúar 2018. Þar er glímt við  nokkrar nútímaspurningar.

 

„Verkið snýst um vel efnaða ekkju áhrifamikils manns. Hún á meðal annars listaverk sem hún ákveður að selja. Það hrindir af stað atburðarás og átökum milli mæðgna,“ segir Sesselja Pálsdóttir sem notar rithöfundarnafnið Sella Páls. Það er leikrit hennar, Kvennaráð, sem hún er að lýsa, það var leiklesið í Hannesarholti við Grundarstíg á fimmtudagskvöldið. „Ég hef tekið eftir því að þegar eldri konur vilja selja sína muni er látið eins og þær séu að gera rangt, erfingjar eigi allan réttinn. Viðbrögðin eru önnur þegar karlmenn taka ákvarðanirnar.  Ég vildi aðeins taka það fyrir,“ útskýrir Sella og nefnir fleiri kýli sem hún stingur á í Kvennaráðum.

 

„Ekkjan er með víetnamska heimilishjálp sem er orðin vinkona hennar en dóttirin og maður hennar gruna um græsku. Dóttirin er forstjóri í fyrirtæki og ætti að vera kvenréttindakona, enda þarf hún að takast á við ýmislegt í sinni vinnu.Það eru Leikhúslistakonur 50+ sem standa að viðburðinum í Hannesarholti. Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Lieu Thuy Ngo sjá um leiklesturinn á Kvennaráðum og hafa fengið til liðs við sig Svein Einarsson leikstjóra.Sella kveðst hafa skrifað leikritið fyrst undir heitinu Erfðagóssið sem hafi verið leiklesið. „Því var vel tekið og allt svoleiðis,“ rifjar hún upp. 

 

„Svo var ég með annað leikrit sem heitir Fyrirgefningin og Sveinn Einarsson skoðaði það og vildi sjá eitthvað meira. Ég sendi honum Erfðagóssið, hann las það yfir og leist vel á en gerði smá athugasemdir. Svo ég lagaði handritið til og breytti nafninu í Kvennaráð.

Nú ákváðum við að gera leiklestur úr því í Hannesarholti, annars vegar miðvikudagskvöldið 22. febrúar  og svo klukkan 16 á sunnudag, 25. febrúar. Ég skil ekki af hverju ekki eru fleiri leiksýningar um eftirmiðdaginn, þær henta svo vel fyrir eldra fólk. Þannig er það í nágrannalöndunum.“ 

 

Í lokin er Sella spurð hvort hún sitji mikið við skriftir. „Já, ég er alltaf að skrifa, svarar hún glaðlega. „Núna var ég að ljúka við að þýða bókina mína Girndarráð yfir á ensku. Ég skipti mér svolítið milli verkefna.“

 

 

Þátttakendur í viðburðinum, þau Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikari,

Sveinn Einarsson leikstjóri, Guðrún Þórðardóttir leikari,  Lieu Thuy Ngo leikari

og Helga Björnsson búningahönnuður.

 
 

Fréttablaðið.

 


Skráð af Menningar-Staður