Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.01.2019 17:47

Merkir Íslendingar - Þórhallur Ásgeirsson

 

 

Þórhallur Ásgeirsson (1919 - 2005).

 

 

Merkir Íslendingar - Þórhallur Ásgeirsson

 

 

Þór­hall­ur Ásgeirs­son fædd­ist í Lauf­ási í Reykja­vík 1. janú­ar 1919. For­eldr­ar hans voru hjón­in Ásgeir Ásgeirs­son, for­seti Íslands, f. 1894, d. 1972, og Dóra Þór­halls­dótt­ir, f. 1893, d. 1964, syst­ir Tryggva for­sæt­is­ráðherra Þór­halls­son­ar bisk­ups Bjarn­ar­son­ar.

 

Þór­hall­ur varð stúd­ent frá MR 1937 og stundaði nám í hag­fræði og stjórn­mála­fræði við Stokk­hólms­háskóla 1937-1939 og á stríðsár­un­um við Há­skól­ann í Minnesota, BNA, þar sem hann lauk BA-prófi 1941 og masters­prófi 1942.

 

Að námi loknu hóf Þór­hall­ur störf sem viðskipta­full­trúi við sendi­ráð Íslands í Banda­ríkj­un­um og starfaði þar til stríðsloka. Árið 1947 tók Þór­hall­ur við starfi ráðuneyt­is­stjóra í viðskiptaráðuneyt­inu og starfaði þar sam­fleytt til sjö­tugs, að frá­dregn­um fjór­um árum sem full­trúi Norður­landa við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn í Washingt­on.

 

Á starfs­ferli sín­um vann Þór­hall­ur að mik­il­væg­um viðskipta­mál­um Íslands í fjóra ára­tugi og mótaði viðskiptaráðuneytið á um­brota­tím­um. Hann tók þátt í að skipu­leggja viðtöku Mars­hallaðstoðar­inn­ar, leiddi gerð tví­hliða viðskipta­samn­inga við Rúss­land og önn­ur ríki Aust­ur-Evr­ópu. Þór­hall­ur var aðal­samn­ingamaður við inn­göngu Íslands í EFTA 1970 og annaðist samn­inga fyr­ir Íslands hönd við Efna­hags­banda­lag Evr­ópu 1972. Þór­hall­ur sat í stjórn Nor­ræna fjár­fest­inga­bank­ans (NIB) um ára­bil, var m.a. formaður Verðlags­ráðs, sam­starfs­nefnd­ar um gjald­eyr­is­mál og lang­lána­nefnd­ar og var formaður Hrafns­eyr­ar­nefnd­ar í tutt­ugu ár.

 

Þór­hall­ur var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1956, stór­ridd­ara­krossi 1969 og stjörnu stór­ridd­ara 1980, Dann­e­brogs­or­d­en, sænska Nord­stjärn­or­d­en, Fin­lands Lejon Or­d­en og Den Kong­elige Nor­ske Sankt Olavs Or­d­en.

 

Eig­in­kona Þór­halls var Lilly Knudsen, f. 2.6. 1919, d. 23.1. 2016, frá Nor­egi. Börn þeirra eru Sverr­ir, Dóra, Ragna og Sól­veig.

 

Þór­hall­ur lést 12. nóv­em­ber 2005.Morgunblaðið 2. janúar 2019.


Þórhallur Ásgeirsson á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 3. ágúst 1980.

 

 
 

 


Skráð af Menningar-Staðu
 

01.01.2019 16:52

Orðuveiting á Bessastöðum 1. jan. 2019

 

 

Fjór­tán ein­stak­ling­ar hlutu heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu. 

Ljósm.: Morgunblaðið / Árni Sæberg.

 

 

 

Orðuveiting á Bessastöðum 1. jan. 2019

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.


 
 

 

 

01.01.2019 08:21

Gleðilegt nýtt ár

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

31.12.2018 12:14

Áramótabrennur í Árborg 2018

 

 

 

Áramótabrennur í Árborg 2018

 

Kveikt verðu í áramótabrennum á eftirfarandi stöðum í Sveitarfélaginu Árborg þann 31.desember nk. ef veður leyfir. Sveitarfélagið hvetur alla til að fara varlega kringum brennurnar og minnir á mikilvægi þess að allir hafi öryggisgleraugu sem eru að skjóta upp flugeldum.

 

Brennur eru á eftirfarandi stöðum:

 

–          Á gámasvæðinu, Víkurheiði á Selfossi kl. 16:30

–          Við Hafnarbrú á Eyrarbakka kl. 20:00

–          Við Arnhólma á Stokkseyri kl. 20:00
 Skráð af Menningar-Staður

28.12.2018 17:33

Flugeldasýning og flugeldasala

 

 

 

Flugeldasýning og flugeldasala

 

Minnum á flugeldasýninguna kl. 20:00 á bryggjunni á Eyrarbakka í kvöld, 28. desember 2018. 

Flugeldasalan byrjar í dag á slaginu 13:00.Opnunartími flugeldarsölu er eftirfarandi:


28.desember…… 13:00-22:00
29.desember…… 13:00-22:00
30.desember…… 10:00-22:00
31.desember…… 10:00-16:00Vonumst til að sjá sem flesta styrkja gott starf.Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

27.12.2018 07:52

Hljómsveitin ÆFING frá Flateyri - 50 ára

 

 

Hljómsveitin ÆFING þann 6. október 1990 á Önfirsku Bítlavökunni að

Efstalandi í Ölfusi. F.v.: Árni Benediktsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Siggi Björns,

Kristján J. Jóhannesson og Ásbjörn Björgvinsson.
Ljósm.: Spessi.

 

 

Hljómsveitin ÆFING frá Flateyri

 

- 50 ára

 

 

„Það bar til rétt fyrir jól árið 1968 að boð kom frá stjórn Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri um almennan félagsfund, fimmtudaginn þann 27. desember, í Samkomuhúsinu. 


Hin nýstofnaða Hljómsveit Æfing (sem í upphafi hét Víkingar) hafði verið vikum og mánuðum saman við æfingar í Samkomuhúsinu. Gerðu þér hlé á æfingum þessa stund meðan fundurinn í Skildi fór fram.


Í lok fundarins gerðist það að félagsmálafrömuðurinn Hendrik Ole Tausen, sem var að hasla sér völl í félagsmálum í þorpinu, bauð hljómsveitinni að stíga á svið og taka lagið sem og þeir þáðu með þökkum og kvíðagleði. Fluttu þeir svo lagið -Simon says- við undrun og ánægju viðstaddra.

 

Þar voru m.a. Lilja Guðmundsdóttir -skó-, Kristján V. Jóhannesson, Hermann Björn Kristjánsson, Jóhannes Ívar Guðmundsson, Siguður Helgason, Kolbeinn Guðmundsson, Bjarni Alexandersson, Hendrik Tausen og fleiri og var mikið klappað. 


Yngstur á þessum fundi var 15 ára skólastrákur úr Héraðsskólanum að Núpi í jólafríi heima á Flateyri. Það var Björn Ingi Bjarnason hvar æskuheimilið var næsta hús við Samkomuhúsið og hann hafði fylgst manna best með æfingum um sumarið og fram að skóla. Hefur hann lýst breytingunni sem varð á meðlimum í hljómsveitinni þessa haustmánuði við breytingarnar á rólegum stúdentum í Frakklandi í róttæka hugsjónamenn sem urðu þarna fyrr um árið 1968 og frægt er í sögunni. - Hljómsveit var orðin til á Flateyri.“


45 árum síðar (árið 2013) er Æfing búin að gefa út geisladisk með 12 lögum þar sem mannlíf- menning þessa tíma í firðinum og víðar vestra hefur verið sett í glæsilega umgjörð tóna og texta. Þessi diskur Hljómsveitarinnar Æfingar er meistaraverk.

 

Í hljómsveitinni Æfingu í upphafi vor: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur MikkaelssonIngólfur R. Björnsson, sem gert hafði garðin frægan með hljómsveitinni Geislum á Akureyri, kom síðann til liðs við ÆFINGU.


Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. tímabilið á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð. 


Seinna tímabilið er frá 1990 og þá eingöngu á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík hafði skipulag á eða kom að með einum eða öðrum hætti. 


Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið:


Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson (látinn), Siggi BjörnsJón Ingiberg GudmundssonÁsbjörn BjörgvinssonHalldór Gunnar Pálsson Fjallabróðir og Önundur Hafsteinn Pálsson.

 

Skráð af:
Björn Ingi Bjarnason og Hendrik Óli Tausen.

 Skráð af Menningar-Staður.

 

 

24.12.2018 12:18

Gleðilega jólahátíð

 

 

 

 

 

 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

23.12.2018 17:53

Helgihald í Eyrarbakkaprestakalli um jól 2018

 

 

 

Helgihald í Eyrarbakkaprestakalli um jól 2018

 

 

Stokkseyrarkirkja 


24. desember. Aðfangadagur jóla.

Aftansöngur kl. 18.00.

Kór Stokkseyrarkirkju syngur.

Organisti er Haukur Arnarr Gíslason. Prestur sr. Arnaldur Bárðarson

 

Eyrarbakkakirkja


24. desember. Aðfangadagur jóla.

Aftansöngur kl. 23.30. Kór Eyrarbakkakirkju syngur. Organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

Prestur sr. Arnaldur Bárðarson

 

Gaulverjabæjarkirkja


25. desember. Jóladagur.

Hátíðarmessa kl. 14.00. Kór Gaulverjabæjarkirkju syngur. Organisti er Haukur Arnarr Gíslason.

Prestur sr. Arnaldur Bárðarson

 Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

23.12.2018 06:37

Skötuveisla á Stokkseyri

 

 

 

Skötuveisla á Stokkseyri

 

  23. desember 2018

 

 

Þ var Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem leiðbeindi

Ungmennafélaginu í byrjun við skötuveislurnar og er gott dæmi

um hina gjörfu hönd Hrútavina hvar markar fingraför

blessunarlega í samfélaginu á Suðurlandi.

.

 

 
Skráð af Menningar-Staður

22.12.2018 20:08

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

 

 
 

 

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

 

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka verður haldið fimmtudaginn 27. desember 2018 klukkan 17:00 að Stað á Eyrarbakka.

 

Jólasveinar mæta á ballið og taka þátt í dansinum. Jón Bjarnason sér um tónlistina.

 

Kaffiveitingar verða fyrir gesti. 

 

Frítt inn og allir velkomnir.
 


Kvenfélag Eyrarbakka.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður.