Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.12.2019 15:38

330.000 gestir á Menningar-Stað

 

 

 

 

330.000 gestir á Menningar-Stað


 


Rétt í þessu gerðist það að gestur nr. 330.000 heimsótti vefinn Menningar-Staður.

 

Þökkum mikla tryggð og ræktarsemi.

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

01.12.2019 09:24

101 ÁR FRÁ FULLVELDINU

 


Fólk safnaðist saman við Stjórnarráðið þann 1. desember 1918.

 

 

 

101 ÁR FRÁ FULLVELDINU

 

 

Þann 1. desember 1918, tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin, sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki.
Dagurinn varð smám saman að almennum þjóðhátíðardegi fram að lýðveldistíma og var Íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni þennan dag.

 

Þrátt fyrir að áralangri baráttu hafi verið lokið með fullveldi landsins var lítið um hátíðahöld þegar haldið var upp á fullveldisdaginn í fyrsta sinn árið 1918, enda veturinn með eindæmum harður og oftast kallaður frostaveturinn mikli. Katla gaus einnig frá 12. október til 4. nóvember og seint í október barst drepsótt sú sem kölluð var spánska veikin til landsins og létust hundruð manna. Loks brast á nýtt kuldakast þegar veikin stóð sem hæst og ekki þótti ráðlegt að hafa langa útisamkomu við þessar aðstæður.Skráð af Menningar-Bakki.

30.11.2019 09:08

Kveikt á jólatrjám á Stokkseyri og Eyrarbakka

 

 

 

Kveikt á jólatrjám á Stokkseyri og Eyrarbakka

 

 

Á morgun, sunnudaginn 1. desember 2019, verður kveikt á jólatrénu á Stokkseyri við Stjörnusteina kl. 16:00

 

og jólatrénu á Eyrarbakka við Álfsstétt kl. 18:00.

 

Dansað verður í kringum trén og jólasveinar kíkja á svæðið.

 

 

Allir velkomnir
Skráð af Menningar-Bakki.

30.11.2019 07:57

Jólasýning og skáldastund í Húsinu 1. des. 2019

 

 

 

 

Jólasýning

 

 

og skáldastund í Húsinu 1. des. 2019


 

Jólin koma brátt og byrjar jólagleðin ávallt með opnun jólasýningar og skáldastund í stássstofu Hússins.

 

Sunnudaginn 1. desember býður safnið gesti velkomna. Á jólasýningunni skarta gömlu jólatrén sínu fegursta í borðstofu og í stássstofu má hlýða á rithöfunda lesa úr nýjum verkum sínum.

 

Þetta árið koma fram:

Sjón les úr skáldsögu sinni Korngult hár, grá augu,

Einar Már Guðmundsson les úr ljóðabókinni Til þeirra sem málið varðar,

Margrét Sveinbjörnsdóttir kynnir og segir frá 100 ára afmælisriti Kvenfélags Grímsneshrepps,

Auður Hildur Hákonardóttir kynnir bók sína um biskupsfrúrnar í Skálholti,

Harpa Rún Kristjánsdóttir kynnir og les úr verðlaunaljóðabók sinni Eddu 

og Guðmundur Brynjólfsson les úr skáldsögunni Þögla barnið.

 

Þarna fá gestir brot af ólíkum ritsmíðum eftir fjölbreyttan hóp. Sjón og Einar Már eru meðal okkar fremstu skálda og jafnvígir á skáldsögur og ljóð, Margrét frá Heiðarbæ fjallar um hið aldargamla kvenfélag í Grímsnesi í veglegu afmælisriti en hún hefur víðar komið við á ritvellinum á þessu ári, Hildur spyr hvað sé svo merkilegt við að vera biskupsfrú, Harpa Rún er bóndi undir Heklurótum en hún hlaut fyrir skömmu verðlaun kennd við ljóðskáldið Tómas Guðmundsson og Guðmundur Brynjólfsson heldur áfram með trílógíu sína um Eyjólf Jónsson sýslumann.

 

Það verður enginn bókaunnandi svikinn af skáldastund í Húsinu.

Aðventukaffi er á boðstólum, allir velkomnir og frír aðgangur.

Jólasýningin er opin sem og safnið allt frá kl. 14-17 en upplestur rithöfunda hefst kl. 16.

 

Næstu tvær helgar verður opið á sama tíma, Björgvin orgelsmiður kemur 8. des. kl. 15 og spilar jólalög á lírukassann sinn og 15. des. kl. 15 kemur sönghópurinn Lóur og syngur jólalög.

 

 

Nánari dagskrá má sjá á Facebook „Húsið á Eyrarbakka – Byggðasafn Árnesinga“.  

 

Verið velkomin.
Skráð af Menningar-Bakki.

28.11.2019 20:42

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka 1. des. 2019

 

   

                    Jólabasar

 

       Kvenfélags Eyrarbakka

 

                1. des. 2019


 
Skráð af Menningar-Bakki.

27.11.2019 21:09

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

 

  -BIBarinn grúskar í myndasafninu-

 

 

Frá Keflavíkurhöfn fyrir um 30 árum

 

 

 

.

.


Skráð af Menningar-Bakki.

26.11.2019 19:59

Staða safnvarðar á Eyrarbakka

 

 

 

 

--Staða safnvarðar á Eyrarbakka--

 

 

Byggðasafn Árnesinga auglýsir stöðu safnvarðar lausa til umsóknar.

 

Áhugavert og fjölbreytt starf sem hentar bæði konum og körlum.

 

Sjá meðfylgjandi auglýsingu.
Skráð af Menningar-Bakki.

26.11.2019 19:45

Íbúar í Árborg orðnir 10.000

 

 

 

 

-- Íbúar í Árborg orðnir 10.000 --
 Skráð af Menningar-Bakki.

24.11.2019 08:15

Til sölu á Eyrarbakka

 

 

 

 

 - - Til sölu á Eyrarbakka - -


 http://www.fasteignasalan.is/soluskra/eign/465511#Skráð af Menningar-Bakki

 

24.11.2019 07:47

Merkir Íslendingar - Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson

 

 

Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson (1917 - 1983).

 

 

Merkir Íslendingar

 

- Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson

 

 

Þor­varður Kjer­úlf Þor­steins­son fædd­ist á Eg­ils­stöðum 24. nóvember 1917. For­eldr­ar hans voru Þor­steinn Jóns­son, kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Héraðsbúa í Her­mes á Reyðarf­irði, og Sig­ríður Þor­varðardótt­ir Kjer­úlf, hús­freyja í Her­mes.

 

Þor­steinn var son­ur Jóns Bergs­son­ar, bónda, kaup­manns, pósts- og sím­stöðvar­stjóra og loks kaup­fé­lags­stjóra á Eg­ils­stöðum, og k.h., Mar­grét­ar Pét­urs­dótt­ur hús­freyju.
 

 

Sig­ríður var dótt­ir Þor­varðar Andrés­son­ar Kjer­úlf, lækn­is og alþing­is­manns á Ormars­stöðum í Fell­um, og s.k.h., Guðríðar Ólafs­dótt­ur Hjaltested hús­freyju. Seinni maður henn­ar og stjúp­faðir Sig­ríðar var Magnús Blön­dal Jóns­son, prest­ur í Valla­nesi.

 

Þor­varður var bróðir Þor­geirs, lög­reglu­stjóra á Kefla­vík­ur­flug­velli, föður Her­dís­ar fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðanda, og bróðir Jóns, föður Ei­ríks Jóns­son­ar fjöl­miðlamanns.
 

Börn hans og Önnu Einarsdóttur, fyrri eiginkonu hans, eru:

Einar - fv. umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi.

Sigríður - verslunamaður (rak og átti um árabil verslunina Pipar og salt á Klapparstíg).

Margrét - hjúkrunarfræðingur.

Guðbörg Anna - dýralæknir (Dýralæknastofa Dagfinns)

Þorsteinn - búnaðarráðunautur.

Með Ólafíu Þorvaldsdóttur, fv. sambýliskonu átti hann tvær dætur, þær eru

Dagbjört Þyri - hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri

Þórunn - verslunarmaður

 

Með seinni eiginkonu sinni, Magdalenu Thoroddsen átti hann tvær dætur, þær eru:

Ólína Kjerúlf - þjóðfræðingur, fv. alþingismaður og skólameistari

Halldóra Jóhanna - prófastur í Suðurprófastdæmi.

Þá eignaðist hann ungur að aldri dótturina Dýrfinnu sem skrifuð er Jónsdóttir og búsett á Selfossi.

 

Þor­varður lauk stúd­ents­prófi frá MA 1938, embætt­is­prófi í lög­fræði frá HÍ 1944 og fékk hdl-rétt­indi 1950. Hann hóf störf í at­vinnu- og sam­göngu­málaráðuneyt­inu 1944, varð full­trúi þar 1946 og deild­ar­stjóri 1971 og starf­rækti lög­manns­stofu í Reykja­vík um skeið sam­hliða störf­um í ráðuneyt­inu.Þor­varður var bæj­ar­fóg­eti og sýslumaður á Ísaf­irði 1973-83 er hann baðst lausn­ar af heilsu­fars­ástæðum.
 


Um Þor­varð seg­ir Ármann Snæv­arr í minn­ing­ar­grein: „Hann var að eðlis­fari og öllu geðslagi friðsam­ur maður, ró­lynd­ur og æðru­laus, þótt á móti blési, maður með ríka rétt­lætis­kennd, trygg­ur og góður fé­lagi, hrein­lynd­ur og hrein­skipt­inn.“

 


Þor­varður lést 31. ágúst 1983.Skráð af Menningar-Bakki.