![]() |
Sigurður Steindórsson í -Landanum- |
-Landinn- á Litla-Hrauni 23. september 2019
Sigurður Steindórsson deildarstjóri á Litla Hrauni segir Eddu Sif Pálsdóttur meðal annars hvernig skólakrakkar í útskriftarferðum á vorin komi stundum að hliðinu, sem skilur að fangelsið og umheiminn, í þeim tilgangi að glensa.
Þegar Edda Sif Pálsdóttir heimsótti Litla hraun um hádegisbil, eftir að hafa verið í beinni útsendingu og á ferðalagi um landið síðan átta í gærkvöldi, varð hún að viðurkenna að hún væri orðin aðeins rugluð eftir svefnleysið. „Ég veit ekki hvaða dagur er og hvort það er dagur eða nótt,“ sagði hún þar sem hún skrifaði nafn og dagsetningu undir heimsóknarplagg við komuna.
Hún hitti þar fyrir Sigurð Steindórsson deildarstjóra sem aðspurður sagði henni að vinnan væri að mörgu leyti erfið. „Hér erum við að passa menn og stráka sem vilja ekki vera hér og það er óeðlilegt ástand að vera að passa fólk eins og fé í rétt,“ segir hann en bætir því við að þetta sé þó ágætis starf að mörgu leyti.
Sigurður hefur óteljandi sinnum fylgst með umferðinni inn og út úr fangelsinu sem fer í gegnum geigvænlegt hlið fyrir framan. Hann segir að almennt séð reyni enginn að brjótast inn eða út um þetta volduga hlið. „Það er samt allskonar fígúrugangur í kringum hliðið. Skólakrakkar í útskriftarferðum koma stundum og búa til grín,“ segir hann og brosir. „Maður verður að hafa húmor fyrir því.“
Innslagið má sjá á þessari slóð:
![]() |
Litla-Hraun þann 23. september 2010 kl. 14:25 Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. |
![]() |
Sólaruppkoma séð frá Eyrarbakka nokkrum dögum fyrir haustjafndægur 2019.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
- 23. september 2019 - Haustjafndægur -
Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar. Þessi atburður er á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um haustjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og styttist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.
Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.
Ástæða þessa fráviks er af tvennum toga. Í fyrsta lagi miðast sólarupprás og sólarlag ekki við augnablikið þegar sólmiðjuna ber við sjónbaug (láréttan sjóndeildarhring), heldur er miðað við fyrstu og síðustu geisla sólar, þ.e. efri rönd sólkringlunnar. Í öðru lagi veldur ljósbrot í lofthjúpi jarðar því að við getum séð í sólina þar til sólmiðjan er komin um 1,1° niður fyrir sjónbaug.
Skráð af Menningar-Bakki
![]() |
Í gær var haldin stærsti Bíllausi dagur sem haldinn hefur verið á Íslandi. mbl.is/?Hari |
Fjöldi fólks hélt
-bíllausa daginn- hátíðlegan 22. sept. 2019
Bíllausi dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær, sunnudaginn 22. september 2019. Þátttakendur gengu og hjóluðu á Miklubraut að Lækjartorgi, auk þess sem frítt er í strætó í tilefni dagsins. Lækjargata var lokuð til klukkan 17 í gær og dagskrá á vegum Bíllausa dagsins.
„Við eigum ekki bíl og hjólum það sem við þurfum að fara. Lifum bíllausum lífsstíl og viljum að fleiri geri það,“ segir Júlía Björnsdóttir í samtali við mbl.is. Hún tók þátt með Þóri Ingvarssyni og segjast þau ekki láta rigninguna aftra sér. „Hún er bara hressandi.“
„Það er mjög mikilvægt að sýna samstöðu og tengja sig við fleiri borgir, þetta er alþjóðleg hreyfing,“ segir Júlía, en bíllausi dagurinn gengur í garð um leið og evrópsku samgönguvikunni lýkur. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í fleiri borgum í gær.
![]() |
||
Eyrarbakkahjónin Júlía Björnsdóttir og Þórir Ingvarsson. mbl.is/Gunnlaugur
|
Af: mbl.is og víðar
Skráð af Menningar-Bakki
|
||||
Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 18. júlí 2019 að sveitarfélagið myndi verja allt að 10 milljónum króna í kynningar- og ímyndarherferð.
Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að megininntak átaksins sé að draga athygli að jákvæðum breytingum sem eru að eiga sér stað.
Áhersluatriði verkefnisins eru mannlíf, vöxtur og náttúra. Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur verða kynntir sem áhugaverðir staðir til heimsókna, búsetu og atvinnureksturs.
Í samtali við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra kemur fram að sveitarfélagið hafi staðið fyrir íbúafundum á Stokkseyri og Eyrarbakka varðandi málið. „Við óskuðum eftir áherslum sem íbúar vilja leggja á þegar kemur að ímyndarsköpun fyrir Árborg, með sérstakri áherslu á byggðirnar við ströndina. Sambærileg vinna fór fram með íbúum á Selfossi um síðustu áramót. Gert er ráð fyrir að herferðin hefjist í lok september,“ segir Gísli. Skýrar línur komu fram á íbúafundinum um hvað gerði ströndina að þeirri paradís sem íbúar og gestir upplifa. Meðal þess sem stóð upp úr eru þættir eins og náttúran og vatnið við sjó og strönd, með fjölbreyttu fuglalífi og útivistartækifærum. Ríkuleg saga mannlífs og húsbygginga sem nær aftur um aldir. Kyrrð og friðsæld, þótt stutt sé í alla þjónustu.
Aðspurður um markmið verkefnisins segir Gísli: „Með þessu er ætlunin að vekja athygli hins almenna Íslendings, sem og íslenskra fyrirtækja, á þeim tækifærum sem til staðar eru í Árborg. Jafnframt getur slík ímyndarsköpun nýst til að styrkja sjálfsmynd samfélagsins og færa framtakssömum einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum sameiginlegan grunn til að byggja á.
Björn Ingi Bjarnason færði Eyrarbakkafundinn þann 4. sept. 2019 til myndar eins og hér má sjá:
![]() |
||||||||||||
. .
|
![]() |
-Kvikmyndahátíð-
á Eyrarbakka 28. sept. 2019
Brim kvikmyndahátíð hefst á Eyrarbakka þann 28. september 2019 og fjallar hún um plast og áhrif þess á umhverfið. Guðmundur Ármann er umsjónarmaður hátíðarinnar og segir í samtali við Suðra að hann hafi fengið þá hugmynd að hrinda í framkvæmd kvikmyndahátíð á Eyrarbakka, þar sem fjallað verður um plast og áhrif þess á umhverfið og okkur. „Við verðum með með 3 erlendar kvikmyndir, fræðsluerindi og er að reyna að draga samfélagið sem mest inn í verkefnið, s.s. með kvikmyndasýningum í heimahúsum, samstarfið við Barnaskólann, Litla-Hraun og fleira, segir Guðmundur.
Kvikmyndasýningar verða haldnar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka og eru þær opnar og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram aðeins að mæta og njóta. Það er ókeypis á allar sýningar og viðburði.
Kvikmyndasýningar verða einnig haldnar á heimilum íbúa og á þær er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram. Þannig getur fólk notið fræðslu og samveru á nýjum stað með forvitnilegu og skemmtilegu fólki. Á einu heimili eru mögulega tveir gestir og á öðru tuttugu gestir.
Unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri mun sýna stuttmyndir og annað miðlunartengt efni er varðar plastmengun sjávar. Verkefni nemenda verða unnin með samþættingu námsgreina, þ.e. náttúrufræði, ensku og upplýsingatækni. Verkefni nemenda eru hluti þeirra kvikmynda og fræðsluefnis sem sýnt verður á BRIM kvikmyndahátíð.
Fangelsið Litla-Hrauni tekur þátt í verkefninu og verður kvikmyndasýning fyrir fanga hluti af hátíðinni. Litla Hraun er eitt þeirra „heimila“ sem mun bjóða almenning að koma og horfa á eina af myndum hátíðarinnar. Að lokinni sýningu á Litla Hrauni verður fræðsluerindi en þá mun aðili frá fangelsinu segja frá því hvernig fangelsið vinnur að umhverfismálum.
Fræðsluerindi verða í boði á hátíðinni og er ekki nauðsynlegt að skrá sig á þau. Markmiðið er að fræða um þann vanda sem plastnotkun og plastmengun er bæði á heimsvísu og í okkar nærumhverfi. Einnig er horft til lausna og verður sagt frá því starfi sem verið er að vinna á því sviði.
Sjá: https://brimkvikmyndahatid.is/
Skráð af Menningar-Bakki
![]() |
-FYNDNASTA-
KVIKMYNDAHÁTÍÐ ÍSLANDS Á FLATEYRI
Iceland Comedy Film Festival hefur göngu sína í dag, í fjórða sinn. Dagsrá hátíðarinnar hefur aldrei verið eins vegleg og nú og stendur hátíðin yfir í fimm daga. Hátíðin hefur göngu sína á 48 stunda gamanmyndakeppni, þar sem fjöldi þátttakanda hefur skráð sig til leiks og fær það verkefni að fullklára gamanmynd á 48 klst undir handleiðslu Arnórs Pálma, sem hefur meðal annars leikstýrt áramótaskaupinu undanfarin tvö ár.
Á hátíðinni í ár verða sýnda á fjórða tug íslenskra og erlenda gamanmynda. Hátíðin leggur áherslu á að sýna skemmtilegar og fyndnar kvikmyndir, bæði stuttar og í fullri lengd. Fyrir vikið hefur hátíðin vaxið gríðalega undanfarin ár og er orðin ein mest sótta kvikmyndahátíð landsins, enda fátt skemmtilegra en að hlæja saman yfir góðri gamanmynd.
Heiðursgestur ársins í ár er Edda Björgvinsdóttir og verður hún heiðruð fyrir framlag sitt til gamanmyndagerðar á Flateyri, með sérstakri hátíðarsýningu á Stellu í Orlofi.
Fyrir utan gamanmyndasýningar eru er dagskrá hliðarviðburða mjög fjölbreytt, þar má til að mynda nefna yfirtöku Jómfrúnnar á Vagninum, kvöldvöku Tvíhöfða, Laxaveislu Arctic Fish, setningu Lýðskóla Flateyrar, Flugeldasýning, að ógleymdu fyrsta sveitaballi Á móti sól á Vagninum.
Í ár verður einnig lögð mikil áhersla á dagskrá fyrir börn, þökk sé Barnamenningarsjóði Íslands. Meðal annars mun Leiklistarskóli Borgarleikhússins bruna vestur og halda námskeið í persónusköpun fyrir börn auk þess sem Steypustöðin mun bjóða börnum upp á 10 ára afmælissýningu á Algjör Sveppi og leitin að Villa, þar sem Sveppi sjáfur mun mæta og sprella með krökkunum á undan sýningunni.
Þá hefur Tónlistarskóli Ísafjarðar verið með vinnusmiðjur fyrir nemendur sína í sumar þar sem þeir hafa æft tónlist við Buster Keaton myndina The Boat. Verður myndin sýnd á hátíðinni þar sem nemendur munu leika undir.
![]() |
||||
Tankurinn á Flateyri.
|
Vagninn á Flateyri.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
-Brim kvikmyndahátíð-
á Eyrarbakka lau. 28. september 2019
Kvikmyndahátíðin BRIM mun fara fram á Eyrarbakka laugardaginn 28. september 2019 en sýndar verða verðlaunakvikmyndir um plast og áhrif þess.
Ókeypis er á alla viðburði tengda hátíðinni en dagskráin samanstefndur af kvikmyndum og fyrirlestrum.
Nánari upplýsingar um viðburði og dagskrá er að finna inn á heimasíðu hátíðarinnar
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
-Sólaruppkoma 15. september 2019-
Hekla og Kría Sigurjóns Ólafssonar.
![]() |
Skráð af Menninagr-Bakki.
![]() |
Kristján Runólfsson við eitt af verkum Sigurjóns Ólafssonar í ferð -Menningarráðs- "Hrútavinafélagsins Örvars" til Reykjavíkur þann 14. september 2014. Kristján er nú látinn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. |
Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars
var að störfum í Reykjavík - 14. sepember 2014
Í þeirri ferð var heiðruð minning Eyrbekkingsins og myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar (1908 - 1982) í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg í Reykjavík.
Eftir þá ferð skrifaði Kristján Runólfsson í óbundnu- og bundnu máli:
"Mér finnst eins og megi lyfta upp minningu um Sigurjón Ólafsson myndhöggvara á hans fæðingarslóðum.
En enginn er spámaður í sínu heimalandi, segir einhversstaðar."
Segja má af Sigurjóni,
sögu, þó að nýtt við prjóni.
Enginn hefur fyrr á Fróni,
fetað slíka glæsislóð.
Listin var hans líf og blóð.
Nú skal lista þörfum þjóni,
þökkuð æviverkin,
víða sjást um landið minnismerkin.
Skráð af Menningar-Bakki.
![]() |
Hér með er óskað eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi.
Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) mun veita formlega á ársfundi sínum í október 2019. Hvatningarverðlaunin í ár eru þau fyrstu sem veitt verða á sviði menningar fyrir landshlutann Suðurland.
Tilnefningar skulu hafa borist á netfangið menningarverdlaun@sass.is eigi síðar en 30. september 2019. Einnig má senda tilnefningar til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56, Selfossi.
Markmið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undanfarin ár sem vert er að fagna og verðlauna gott starf.
Verðlaunin má veita einstaklingi, fyrirtæki, stofnun, söfnum, sýningum, hópi og/eða verkefni. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning á sviði menningar en menning er víða hornsteinn hvers samfélags og skiptir íbúa og gesti á Suðurlandi miklu máli.
Tilnefningunni skal fylgja rökstuðningur þar sem eitthvað af eftirfarandi er haft til hliðsjónar:
Veitt verður viðkurkenning og peningarverðlaun sem nýtt verði í áframhaldandi menningarstarfi á Suðurlandi.
![]() |
Skráð af Menningar-Bakki |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is