Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.11.2019 07:39

Gæfumanneskja í lífinu

 

 

 

Gæfumanneskja í lífinu

 

Halldóra J. Þorvarðardóttir,

prófastur Suðurprófastsdæmis – 60 ára í gær

 

 

Hall­dóra Jó­hanna Þor­varðardótt­ir fædd­ist 23. nóv­em­ber 1959 í Reykja­vík og ólst þar upp til 13 ára ald­urs. Hún gekk í Hlíðaskóla og var í sveit á hverju sumri frá því hún var sex ára í Efra-Nesi í Staf­holtstung­um og eitt sum­ar á Stóru- Borg í Vest­ur-Húna­vatns­sýslu.

 

„Æsku­ár­in liðu áhyggju­laus og þegar sex ára aldri var náð feng­um við syst­ur að taka þátt í hesta­mennsku föður okk­ar, en hann var með hross á húsi hjá Fáki í Víðidal og lífið gekk tölu­vert út á það. Árið 1973 flutti ég með for­eldr­um mín­um til Ísa­fjarðar þar sem við átt­um heima næstu 10 árin.“

 

Hall­dóra gekk í Gagn­fræðaskól­ann á Ísaf­irði og fór síðan í Mennta­skól­ann á Ísaf­irði og út­skrifaðist þaðan sem stúd­ent. Eft­ir stúd­ents­próf var hún í nokkra mánuði í Kaup­manna­höfn og vann á hót­eli þar í borg. Að því loknu sett­ist hún á skóla­bekk í bænda­skól­an­um á Hvann­eyri og út­skrifaðist sem bú­fræðing­ur. Þaðan lá síðan leiðin upp í Há­skóla Íslands þar sem hún stundaði guðfræðinám og út­skrifaðist sem cand. theol. árið 1986.

 

„Á náms­ár­un­um var unnið við ým­is­legt á sumr­in. Ég vann í mörg sum­ur á sýslu­skrif­stof­unni á Ísaf­irði og um jól og páska. Eft­ir að há­skóla­ár­in tóku við starfaði ég bæði á geðdeild Land­spít­al­ans og Búnaðarbank­an­um. Eft­ir guðfræðinámið réðum við hjón okk­ur í kennslu í Brú­ar­ás­skóla í Jök­uls­ár­hlíð þar sem maður­inn minn var skóla­stjóri og ég kenndi í tvö ár.“ Árið 1988 vígðist Hall­dóra sókn­ar­prest­ur í Fells­múla­prestakall í Rangár­valla­sýslu og hef­ur verið það æ síðan. Árið 1999 var hún skipuð pró­fast­ur í Rangár­valla­pró­fasts­dæmi og 2010 pró­fast­ur í Suður­pró­fasts­dæmi. „Við hjón vor­um svo hepp­in að fá náms­leyfi á sama tíma og bjugg­um með tveim­ur yngri son­un­um í Lundi í Svíþjóð vet­ur­inn 2004-2005 sem var bæði gef­andi og lær­dóms­ríkt fyr­ir alla fjöl­skyld­una.

 

Ég hef verið gæfu­mann­eskja í líf­inu og þakk­lát fyr­ir hvern dag og hvert ár sem bæt­ist við í lífi mínu. Helstu áhuga­mál­in eru fjöl­skyld­an og bú­skap­ur­inn í Fells­múla, hesta­mennska, út­reiðar og ekki síst hesta­ferðir að sum­ar­lagi. Við hjón höf­um verið svo lán­söm að hafa átt góð reiðhross í gegn­um árin og njót­um þess bæði að rækta og sinna hest­un­um okk­ar og einnig eig­um við nokkr­ar kind­ur sem við höf­um mikla ánægju af. Við erum stofn­end­ur og eig­end­ur Eld­hesta ásamt fleir­um og það hef­ur verið mjög ánægju­legt og gef­andi að vera þátt­tak­andi í þeirri upp­bygg­ingu sem hef­ur átt sér stað í fyr­ir­tæk­inu.“

 

Fjöl­skylda

Eig­inmaður Hall­dóru er Sig­ur­jón Bjarna­son, f. 17.9. 1959, skóla­stjóri Lauga­lands­skóla. Þau eru bú­sett í Fells­múla í Landsveit. For­eldr­ar Sig­ur­jóns eru Bjarni E. Sig­urðsson, f. 27.6. 1935, fyrr­ver­andi kenn­ari, skóla­stjóri og bóndi á Hvoli í Ölfusi, og Krist­ín Björg Jóns­dótt­ir, f. 22.11. 1936, hús­móðir og fyrr­ver­andi starfsmaður Pósts og síma.

 

Börn Hall­dóru og Sig­ur­jóns eru: 

1). Þor­varður Kjer­úlf, f. 4.12. 1982, viðskipta­stjóri hjá Trackwell í Reykja­vík. Maki: Krist­ín Lena Þor­valds­dótt­ir, for­stöðumaður sam­skiptamiðstöðvar heyrn­ar­lausra og heyrn­ar­skertra. Börn þeirra eru Óttar Kjer­úlf, f. 12.6. 2011, og Kári Kjer­úlf, f. 19.12. 2017;

2) Sig­ur­jón Bjarni, f. 30.7. 1988, stund­ar meist­ara­nám í Den Danske Scenek­unst­skole í Kaup­manna­höfn. Maki: Sara Ragn­ars­dótt­ir dans­ari; 3) Vé­steinn, f. 4.1. 1994, verk­fræðing­ur, bú­sett­ur í Hollandi. Maki: Marieke Huurenkamp, nemi í Hollandi.

 

Al­syst­ir Hall­dóru er Ólína, f. 8.9. 1958, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og skóla­meist­ari.

 

Hálf­systkini Hall­dóru sam­feðra, eru:
Ein­ar, f. 16.3. 1944, verk­fræðing­ur; Sig­ríður Dýrfinna, f. 9.2. 1947, skólaliði; Sig­ríður, f. 3.8. 1948, versl­un­ar­maður; Mar­grét, f. 22.11. 1949, hjúkr­un­ar­fræðing­ur; Guðbjörg Anna, f. 30.3. 1951, dýra­lækn­ir; Þór­unn, f. 18.8. 1955, versl­un­ar­maður, Þor­steinn, f. 10.8. 1956, bú­fræðiráðunaut­ur; Dag­björt Þyri, f. 19.3. 1958, hjúkr­un­ar­fræðing­ur.

 

For­eldr­ar Hall­dóru voru hjón­in Þor­varður Kjer­úlf Þor­steins­son, f. 24.11. 1917, d. 31.8. 1983, sýslumaður og bæj­ar­fóg­eti á Ísaf­irði, og Magda­lena Ólafs­dótt­ir Thorodd­sen, f. 7.2. 1926, d. 3.5. 2018, hús­freyja og blaðamaður.

 

 Morgunblaðið laugardagurinn 23. nóvember 2019.Skráð af Menningar-Bakki.

24.11.2019 07:22

Vestfirska forlagið hefur gefið út yfir 400 bækur á 25 árum

 

 

 

 

-Vestfirska forlagið- 

 

hefur gefið út yfir 400 bækur á 25 árum

 

 

Vestfirska forlagið, sem stofnað var á Hrafnseyri fyrir 25 árum, hefur nú gefið út yfir 400 bækur án þess að nokkur maður hafi tekið eftir því! Flestar fjalla þær um Vestfirði og það merkilega fólk sem þar hefur búið í tímans rás. Kennir þar margra grasa. Sumir myndu nú telja að nóg væri komið. Forlagið við yzta haf lýsti því yfir fyrir nokkru að það væri hætt að gefa út bækur. Samt eru sex Vestfjarðabækur að renna út úr prentvélunum hjá Leturprenti og Ísafoldarprentsmiðju þessa dagana. Þetta er náttúrlega bilun!

Jæja, hvað sem því líður, eru nýju bækurnar þessar:

 

 

Þorp verður til á Flateyri 3. bók

Höfundur: Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir

Myndskreytingar: Freydís Kristjánsdóttir og Ómar Smári Kristinsson

Með 3. bókinni um Flateyri hefur Jóhanna Guðrún lokið frásögn sinni af mönnum og málefnum á heimaslóð í árdaga byggðar þar og fram á 20. öld. Eins og í öðrum þorpum við sjávarsíðuna allt í kringum landið, var grundvöllur byggðar á Flateyri fiskveiðar, vinnsla aflans og þjónusta við sveitirnar. Hér er saman komið mikið og gott efni úr þeirri sögu.

 

 

Þegar afi hætti við að deyjaTóti og töfratúkallinn

Höfundur: Ásgeir Hvítaskáld

Myndskreyting: Nina Ivanova

Sagan af Tóta litla er skrifuð til að vekja fólk til umhugsunar um líf okkar á jörðinni sem er ekki lengur sjálfgefið. Þetta er svokölluð barnabók. Hún er fyrir alla, unga sem gamla, líkt og allar góðar barnabækur!Ásgeir Hvítaskáld er rithöfundur, kvikmyndaleikstjóri og leikskáld. Hann hefur gefið út ljóðabækur, smásögur og þrjár skáldsögur. Ásgeir bjó í tuttugu ár erlendis en fékk heimþrá. Saknaði móðurmálsins.

 

 

Hjólabókin 6. bók Skaftafellssýslur - Dagleiðir í hring á hjóli

Höfundur: Ómar Smári Kristinsson

Hjólabækurnar þeirra Smára og Nínu eru löngu orðnarklassískar. Með Skaftafellssýslum er kominn liðlegahelmingur af landinu í hjólabækur.Í þeim er lýst hjólaleiðum, auðveldum og erfiðum,sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring. Lokamá hringnum á einum degi. Hagnýtar upplýsingar umhverja leið fylgja. Hjólabækurnar eru einsdæmi á Íslandi. Gott ef ekki í öllum heimi!

 

 

Er það hafið eða fjöllin? - Um Flateyri og fólkið þar

Höfundur: Sæbjörg Freyja Gísladóttir

Hvers vegna tengir fólk sig við ákveðna staði og heldurtryggð við þá? Hvers vegna flokkum við okkur og aðra eftir stöðum? Og hvers vegna býr fólk á Flateyri? Í meistararitgerð sinni í þjóðfræði ákvað Sæbjörg Freyja að velja Flateyri og líf fólks þar sem viðfangsefni. Umfjöllun hennar er mjög athyglisverð og sérlega skemmtileg með mörgum myndum. Vestfirska forlagið gerir það ekki endasleppt við Flateyri núna!

 

 

Gamanmál að vestan - Auðkúluhreppur

Hallgrímur Sveinsson tók saman.

Nú vendum við okkar kvæði í kross og komum meðgamanmál eftir hreppum hér vestra. Byrjum auðvitað íAuðkúluhreppi, sem er að verða aðal hreppurinn hérna vestra eins og margir vita. Margt hefur þetta birst einhverntímaáður í bókum forlagsins eða fjölmiðlum. En það er ekkertverra fyrir það!Mörgum finnst léttleiki tilverunnar nauðsynlegurmeð allri alvörunni sem nóg er af. Gamansemi er lífsnauðsynlegöðru hvoru.

 

 

Vestfirðingar til sjós og lands 3. bók - Gaman og alvara að vestan

Hallgrímur Sveinsson tók saman.

Ritröð þessari er ætlað að vekja áhuga á Vestfjörðum ogVestfirðingum almennt fyrr og síðar, í gamni og alvöru.Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannskibara af hugsjón, en ekki til að græða peninga.

 

Vestfirska forlagiðSkráð af Menningar-Bakki.

23.11.2019 18:02

BIBarinn grúskar í myndasafninu

 

 

 

 

 -BIBarinn grúskar í myndasafninu-

 

 

Árið er 2009

 

og Aldamótahátíð við Slippinn á Eyrarbakka


 

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.

23.11.2019 08:10

Jólahlaðborð Félags eldri borgara

 

 

 

Jólahlaðborð

 

Félags eldri borgara á Eyrarbakka30. nóvember 2019Skráð af Menningar-Bakki.

21.11.2019 06:44

Æska, elli og ævi með Vatnajökli - Skáldaspjall í Bókakaffinu

 

 

 

 

 -Æska, elli og ævi með Vatnajökli -

 

- Skáldaspjall í Bókakaffinu -


- 21. nóvember 2019 -

 

 

Í Kvöld, fimmtudagskvöldið 21. nóvember 2019, kl. 20-21 bjóða skáldin Steinunn Sigurðardóttir og Harpa Rún Kristjánsdóttir í spjall og léttar veigar í Bókakaffinu á Selfossi.


 
Þær stöllur munu lesa úr glænýjum ljóðabókum sínum, en einnig lesa þær ljóð hvor annarrar auk þess að ræða skáldskapinn, skriffærið, innblásturinn og ljóðið.Steinunn fagnar um þessar mundir 50 ára höfundarafmæli sínu, ásamt útkomu ljóðabókarinnar Dimmumót.Harpa Rún er rétt að hefja sinn feril, en hún hlaut á dögunum Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Eddu.Í umsögn dómnefndar um Eddu segir meðal annars: „Gleðin og sorgin takast á …” og „Edda er heillandi verk þar sem hugsanir um æsku og elli fléttast saman …”Dimmumót Steinunnar er jöklabálkur, með sjálfsævisöguívafi, um breytta ásýnd jökulsins “hennar”, Vatnajökuls og nýja heimsmynd á nýjum tímum. Einnig heyrast raddir úr sveitunum undir jökli en návígi íbúanna þar við jökulinn er einstakt í heiminum.Harpa býr í Hólum á Rangárvöllum og er þar búandkerling hjá foreldrum sínum. Þá hefur hún MA próf í bókmenntum og starfar við ritstjórn, útgáfu og tilfallandi. Hún hefur sent frá sér tvær ljóðmyndabækur í samstarfi við ljósmyndara.Steinunn hefur búið í Frakklandi og Þýskalandi, en hún á sitt annað heimili á Selfossi. Hún gegnir nú í haust starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands.Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir og eru gestir eru hvattir til að spyrja krefjandi spurninga.

 Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

17.11.2019 07:11

BINGO á Eyrarbakka

 

 

 

 

  - -BINGO á Eyrarbakka--

 

            20. nóv. 2019

 Skráð af Menningar-Bakki
 

17.11.2019 06:58

Steinunn Sigurðardóttir með nýja bók

 

 

Rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir.

 

Steinunn Sigurðardóttir með nýja bók

 

Steinunn Sigurðardóttir skáld hefur sent frá sér jöklabálk sem nefnist Dimmumót. Hann fjallar um breytta ásýnd jökulsins “hennar”, Vatnajökuls, í ljósi hamfarahlýnunar. Bálkurinn hefur sjálfsæviögulegt ívaf, og einnig heimildaívaf, það heyrast raddir úr sveitunum við Vatnajökul, en návígi íbúanna þar við jökulinn er einstakt í heiminum.

 

Sérstakur viðburður helgaður nýju bókinni, Dimmumótum, og jöklaskrifum Steinunnar SIgurðardóttur í fyrri bókum var haldinn í Nýheimum þekkingarsetri á Höfn í Hornafirði 15. nóvember 2019. Þar töluðu auk Steinunnar Þorvarður Árnason forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði og Soffía Auður Birgisdóttir, fræðimaður við setrið.

 

Steinunn er eitt af höfuðskáldum okkar. Hún á fimmtíu ára rithöfundarafmæli á þessu ári, og mun vera nánast einsdæmi um feril skrifandi konu á Íslandi. Hún sendi frá sér fyrstu ljóðabók, Sífellur, þegar hún var nítján ára. Sautján árum síðar kom svo fyrsta skáldsaga hennar, Tímaþjófurinn, sem er ein mest umrædda skáldsaga síðustu áratuga á Íslandi og var sett á svið Þjóðleikhúss 2017 með Nínu Dögg Filippusdóttur í titilhlutverkinu, Öldu Ívarsen.

 

Steinunn sendir jöfnum höndum frá sér skáldsögur og ljóð, og verk hennar hafa síðasta aldarfjórðung komið út í þýðingum jafnt og þétt, ekki síst í Þýskalandi og Frakklandi.

 

Steinunn gegnir nú á haustönn starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands, en meðal viðurkenninga sem hún hefur unnið til eru verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Steinunn lætur íslenst mál til sín taka víðar en á eigin ritvelli og hún fjallaði nýverið í hátíðarfyrirlestri Jónasar Hallgrímssonar um nýyrðasmíð íslenskra ljóðaskálda, um leið og hún gagnrýndi ofnoktun orða, sem hún telur að geti stuðlað að orðafátækt.

 

Þá hefur Steinunn nú í nokkur ár stjórnað námskeiðum á Heilsustofnun Nlfí í Hveragerði, sem miða að uppbyggingu sálarlífs gegnum skapandi skrif.

 

Steinunn Sigurðardóttir er Sunnlendingur í húð og hár. Hún dvaldist í æsku sinni á sumrin hjá móðurfólki sínu í Eyvík í Grímsnesi, svo og hjá föðurfólki sínu á Seljalandi í Fljótshverfi – en þaðan sér hún jökulinn í nýja ljóðabálknum, Dimmumót.

 

Hún les úr Dimmumótum á viðburði Listasafns Árnesinga í Hveragerði 2. desember 2019 – og þar koma fram fleiri höfundar.

 

Steinunn hefur verið búsett í Þýskalandi og Frakklandi, en hún hefur átt sitt annað heimili á Selfossi síðan 1997 þegar hún og maður hennar, Þorsteinn Hauksson, tónskáld, festu kaup á einbýlishúsi miðsvæðis í bænum.Skráð af Menningar-Bakki.

16.11.2019 19:34

Merkir Íslendingar - Jón Sveinsson

 


Jón Sveinsson - Nonni - (1857 - 1944).

 

 

Merkir Íslendingar - Jón Sveinsson

 

 

Jón Sveinsson (Nonni) fæddist að Möðruvöllum í Hörgárdal 16. nóvember 1857.

Hann var sonur Sveins Þórarinssonar, amtskrifara á Möðruvöllum i Hörgárdal, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur húsfreyju. Foreldrar hans eignuðust átta börn en þrjú þeirra létust haustið 1860 úr barnaveiki.

 

Árið 1865 flutti fjölskyldan til Akureyrar og settist að í svokölluðu Pálshúsi. Faðir Nonna lést 1869 úr sullaveiki. Þá var búið tekið til gjaldþrotaskipta og varð Sigríður að láta öll börnin frá sér nema Ármann. Hún flutti síðar til Kanada og giftist þar aftur.

 

Nonna var hins vegar boðin námsdvöl í Frakklandi og fór utan 1870. Hann dvaldi fyrst í Kaupmannahöfn en lauk síðan stúdentsprófi frá Collége de la Providence, Jesúítaskóla í Amiens í Frakklandi, 1878. Þá lærði hann heimspeki og nam guðfræði í Ditton-Hall í Lancashire á Englandi.

 

Nonni vígðist prestur í Jesúítareglunni 1891 og var kennari við St. Andreas Collegium í Ordrup í Danmörku til 1912. Þá gerðist hann rithöfundur og flutti fyrirlestra víða um heim, mest um Ísland, sögu þess og bókmenntir.

 

Barnabækur Nonna um hann og Manna, bróður hans, og um bernskuár þeirra við Eyjafjörðinn urðu mjög vinsælar í Þýskalandi og víðar í Evrópu og voru þýddar á þriðja tug tungumála.

 

Nonni kom til Íslands 1894 og ári síðar átti hann samstarf við kaþólska biskupinn í Danmörku, Johannes von Euch, um fjársöfnun fyrir holdsveikraspítala á Íslandi. Danskir Oddfellow-bræður stofnuðu slíkan spítala í Laugarnesi 1898 en söfnunarfé Nonna rann til stofnunar Landakotsspítala. Hann kom aftur til Íslands á Alþingishátíðina 1930 í boði ríkisstjórnarinnar.

 

Nonnasafn á Akureyri er bernskuheimili Nonna og á þjóðdeild Þjóðarbókhlöðunnar í Reykjavík er sérsafn Nonna þar sem sjá má bréf hans, skjöl og rit á hinum ýmsu tungumálum.

 

Nonni lést 16. október 1944.Skráð af Menningar-Bakki.

16.11.2019 19:16

Jónas Hallgrímsson 1807 - 1845

 

 

Minningarskjöldur efst til vinstri að St. Pederstræde 140 í Kaupmannahöfn.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Jónas Hallgrímsson 1807 - 1845

 

 

Jónas Hallgrímsson fæddist þann 16. nóvember árið 1807 að Hrauni í Öxnadal.

Skoða fæðingarvottorð

 

Hann var sonur hjónanna Hallgríms Þorsteinssonar aðstoðarprests og Rannveigar Jónasdóttur.

 

Jónas átti þrjú systkini. Þorsteinn var elstur, fæddur árið 1800, næst í röðinni var Rannveig, fædd árið 1802, þriðji í röðinni var Jónas og yngst var Anna Margrét, fædd árið 1815.

 

Árið 1808 fluttist Jónas með fjölskyldu sinni að Steinsstöðum í Öxnadal. Þar ólst hann upp til níu ára aldurs en þá missti hann föður sinn sem drukknaði í Hraunsvatni. Eftir föðurmissinn var Jónas sendur í fóstur til móðursystur sinnar að Hvassafelli í Eyjafirði og er talið að þar hafi hann dvalið til ársins 1820.

 

Jónas fermdist þann 27. maí árið 1821 heima í Öxnadal en veturna 1821-1823 dvaldi hann í Skagafirði þar sem hann var í heimaskóla hjá séra Einari H. Thorlacius.

 

Jónas stundaði almennt nám í Bessastaðaskóla í sex vetur frá 1823 til 1829 og naut til þess skólastyrks. Eftir útskrift frá Bessastaðaskóla flutti Jónas til Reykjavíkur og gerðist skrifari hjá Ulstrup bæjar- og landfógeta og bjó á heimili fógetans. Jafnframt því að vera skrifari fógeta var Jónas skipaður verjandi í nokkrum málum fyrir landsrétti.

 

Sagt er að veturinn 1831-1832 hafi Jónas beðið Christiane Knudsen en hún hafi hafnað bónorði hans.

 

Í ágúst árið 1832 sigldi Jónas frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Eftir að hafa staðist inntökupróf hóf hann nám lögfræði í Hafnarháskóla og bjó á Garði fyrstu fjögur árin í náminu á meðan hann naut Garðstyrks. Jónas flutti af Garði vorið 1836 og hafði þá snúið sér að námi í náttúruvísindum og fékk styrk úr Sjóðnum til almennra þarfa til að stunda rannsóknir og nám í náttúruvísindum. Náttúruvísindanáminu lauk Jónas svo vorið 1838.

 

Á námsárunum í Kaupmannahöfn stofnaði Jónas tímaritið Fjölni ásamt þeim Brynjólfi Péturssyni, Konráði Gíslasyni og Tómasi Sæmundssyni. Einnig orti hann kvæði, skrifaði sögur, samdi og flutti erindi og vann að ýmsum þýðingum.

 

Vorið 1837 fór Jónas til Íslands. Hann ferðaðist um landið um sumarið og stundaði rannsóknir í náttúruvísindum og sneri til baka til Kaupmannahafnar um haustið.

 

Í ágúst 1838 hlaut tillaga Jónasar um að Hið íslenska bókmenntafélag réðist í ritun Íslandslýsingar samþykki og var Jónas valinn í nefnd sem átti að sjá um framkvæmd verksins.

 

Vorið 1839 hélt Jónas aftur til Íslands til að stunda vísindarannsóknir og vinna við fyrirhugaða Íslandslýsingu. Á ferð sinni um landið þetta sumar ofkældist hann og þjáðist upp frá því af lungnameini. Hann dvaldi í Reykjavík veturinn 1839-1840 og var mikinn hluta vetrar rúmliggjandi.

 

Vorið 1840 vann Jónas að Íslandslýsingunni en jafnframt lagði hann til við Reykjavíkurdeild Hins íslenska bókmenntafélags að haldnar yrðu veðurdagbækur víðsvegar um Ísland. Tillagan var samþykkt og var Jónas skipaður í þriggja manna nefnd um verkið.

 

Sumarið 1840 ferðaðist Jónas um Ísland og vann að ýmsum rannsóknum. Hann dvaldi í Reykjavík veturinn 1840-1841.

 

Sumarið 1841 fór Jónas í fjórðu rannsóknarferð sína um Ísland og dvaldi svo í Reykjavík veturinn 1841-1842 við ýmis vísindastörf og skýrsluskrif og kom m.a. á fót vísi að náttúrugripasafni. Einnig vann hann að þýðingu bókarinnar Stjörnufræði eftir G. F. Ursin sem kom út í íslenskri þýðingu í maí árið 1842.

 

Sumarið 1842 fór Jónas í fimmtu rannsóknarferð sína um Ísland. Um haustið, eftir að hafa ferðast sumarlangt um Austurland veiktist hann, og lá veikur þangað til hann hélt til Kaupmannahafnar frá Eskifirði.

 

Þegar til Kaupmannahafnar kom var hann ráðinn, ásamt Jóni Sigurðssyni, sem fastur starfsmaður Hins íslenska bókmenntafélags til að rita Íslandslýsingar.

 

Jónas dvaldi sumarið 1843 á Sóreyju á Sjálandi og vann að skýrslum frá Íslandsferðum en einnig að ritum um eldgos og jarðskjálfta á Íslandi.

 

Jónas sneri aftur til Kaupmannahafnar frá Sórey í maí árið 1844 og dvaldi þar það sem eftir var ævinnar.

 

Að kvöldi þess 21. maí 1845 hrasaði Jónas í stiga á leið upp í herbergið sitt, í St. Pederstræde 140 í Kaupmannahöfn, og fótbrotnaði. Daginn eftir var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést að morgni 26. maí 1845, aðeins 37 ára gamall.

 

Útför Jónasar var gerð 31. maí 1845 og var lík hans grafið í Assistentskirkjugarði í Kaupmannahöfn. Hið íslenska bókmenntafélag kostaði jarðarförina.
Skráð af Menningar-Bakki.

16.11.2019 18:32

Merkir Íslendingar - Ásthildur Thorsteinsson

 

Ásthildur Thorsteinsson (1857 - 1938).

 

Merkir Íslendingar - Ásthildur Thorsteinsson

 

 

Ásthild­ur Jó­hanna Thor­steins­son fædd­ist 16. nóv­em­ber 1857 á Kvenna­brekku í Döl­um.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Guðmund­ur Ein­ars­son, pró­fast­ur og alþing­ismaður, og Katrín Ölafs­dótt­ir frá Flat­ey. Ásthild­ur var meðal tíu fyrstu nem­end­anna í Kvenna­skól­an­um í Reykja­vík og varð efst í bekkn­um.

 

Eig­inmaður Ásthild­ar var Pét­ur J. Thor­steins­son stór­kaupmaður. Þau bjuggu á Bíldu­dal, í Hell­erup í Dan­mörku, Reykja­vík og Hafnar­f­irði, og byggðu húsið Galta­fell á Lauf­ás­vegi. Þau eignuðust ell­efu börn og komust tíu þeirra á legg.

 

Höfðings­skap­ur og gjaf­mildi Ásthild­ar urðu land­fleyg og á Bíldu­dal var hún sögð „sól­skinið sjálft fyr­ir all­an þann mann­fjölda“ og heim­ili þeirra í Hell­erup var sam­komu­hús ís­lenskra mennta­manna. Þegar hallaði und­an fæti hjá Pétri sagði Ásthild­ur að sér hefði þótt verst við það hvað hún hafði þá lítið til að gefa.

 

Ásthild­ur stofn­setti leir- og glervöru­versl­un í Kola­sundi og sá sjálf um rekst­ur búðar­inn­ar og þótti góður yf­ir­maður. Hún þótti hag­mælt og samdi sög­ur og ljóð.

 

Ásthild­ur lést 1. apríl 1938.Morgunblaðið laugardagurinn 16. nóvember 2019.


 Minnismerki Ásthildar og Péturs á Bíldudal var reist árið 1951.


 

 


Skráð af Menningar-Bakki.