Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.12.2018 06:51

Merkir Íslendingar - Pétur Sigurðsson

 

 

Pétur Sigurðsson (1931 - 2018).

 


Merkir Íslendingar - Pétur Sigurðsson

 

 

Pét­ur Sig­urðsson fædd­ist á Ísaf­irði 18. desember 1931.

For­eldr­ar hans voru Sig­urður Pét­urs­son, vél­stjóri á Ísaf­irði, og Gróa Bjarney Salómons­dótt­ir hús­freyja.

 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Pét­urs er Hjör­dís, fv. trygg­inga­full­trúi hjá sýslu­mann­sembætt­inu á Ísaf­irði, dótt­ir Hjart­ar Stur­laugs­son­ar og Arn­dís­ar Jón­as­dótt­ur, bænda í Fagra­hvammi við Skutuls­fjörð.

 

Börn Pét­urs og Hjör­dís­ar: Sig­urður, sagn­fræðing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari, og Edda barna­kenn­ari.

 

Pét­ur ólst upp á Ísaf­irði, stundaði sjó­mennsku frá unglings­ár­um og lauk prófi frá Vél­skóla Íslands 1960. Að því loknu starfaði hann hjá Raf­magnsveit­um rík­is­ins á Vest­fjörðum. Frá 1970 var hann starfsmaður verka­lýðsfé­lag­anna á Ísaf­irði og Alþýðusam­bands Vest­fjarða og fram­kvæmda­stjóri Alþýðuhúss­ins og Ísa­fjarðarbíós 1970-87.

 

Pét­ur var for­ystumaður í ís­lenskri verka­lýðshreyf­ingu um hálfr­ar ald­ar skeið, formaður Fé­lags járniðnaðarmanna á Ísaf­irði 1962-66 og 1968-69, vara­formaður verka­lýðsfé­lags­ins Bald­urs 1969-72 og síðan formaður þess 1974-2002, sat í stjórn Alþýðusam­bands Vest­fjarða (ASV) frá 1964 og var for­seti þess frá 1970. Með stofn­un Verka­lýðsfé­lags Vest­f­irðinga árið 2002 leysti fé­lagið af hólmi hlut­verk ASV og var Pét­ur formaður þess fé­lags til 2007.

 

Pét­ur sat í stjórn Verka­manna­sam­bands Íslands, síðar Starfs­greina­sam­bands­ins og í miðstjórn ASÍ um skeið og var formaður stjórn­ar at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs. Hann starfaði í Fé­lagi ungra jafnaðarmanna á Ísaf­irði og síðar Alþýðuflokkn­um, sat í bæj­ar­stjórn Ísa­fjarðar og var varaþingmaður Alþýðuflokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi 1991-95.

 

Pét­ur var formaður knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vestra á Ísaf­irði 1954-77 og lék knatt­spyrnu með fé­lag­inu og úr­valsliði ÍBÍ í mörg ár.

 

Pét­ur lést 14. október 2018.Morgunblaðið 18. desember 2018.


Skráð af Menningar-Staður.

17.12.2018 17:47

Merkir Íslendingar - Ingibjörg Einarsdóttir

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879) og Ingibjörg Einarsdóttir (1804 - 1879).

 

 

Merkir Íslendingar – Ingibjörg Einarsdóttir

 

Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar forseta, var fædd þann 9. október 1804. 

Þau voru gefin saman 4. september 1845. 

Ingibjörg Einarsdóttir lést í Kaupmannahöfn 16. desember 1879.Foreldrar Imbu voru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.


 

Ingibjörg Einarsdóttir lést í Kaupmannahöfn 16. desember 1879, 75 ára og var jarðsett í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Jóni Sigurðsinsi manni sinum, sem lést þann 7. desember 1879 í Kaupmannahöfn en Jón var fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 17. júní 1811.


 

Í bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi 5. hefti, sem kom út árð 2012, er ítarleg frásögn eftir Einar Sigurbjörnsson af útför Jóns Sigurðsson og Ingibjargar Einarsdóttir frá Dómkirkjunni í Reykjavík 4. maí 1890.
 

 
Skráð af Menningar-Staður.

17.12.2018 06:52

Hvað sagði Jón Sigurðsson?

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

 

Hvað sagði Jón Sigurðsson?

 

 

Eins og allir vita, sendir Jón forseti Sigurðsson alþingismönnum og þjóðinni allri óbein, táknræn skilaboð með einni saman nærveru sinni í standmynd sem steypt er í eir á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Og á dögunum var rædd á fundi hreppsnefndar Auðkúluhrepps eftirfarandi bein hugvekja frá forsetanum. Sendist hún alþjóð hér með á öldum ljósvakans:

 

Virðing Alþingis

 

“Það er skylda þingmanna, bæði við landið og þjóðina, við þingið og við sjálfa sig, að þola enga ósiðsemi á þeim stað, eða neitt, sem getur rýrt tign eða álit þingsins meðal alþýðu, og þetta ætla ég muni vera hægt, eins á Íslandi og annars staðar.” (1845).


 
Fréttaritari vor í Auðkúluhreppi símar.


Skráð af Menningar-Staður.

16.12.2018 07:37

Jól í Hallskoti 16. des. 2018

 

 

 

Jól í Hallskoti 16. des. 2018

 

 

Skógræktarfélag Eyrarbakka vill bjóða ykkur að koma og taka þátt í yndislegri aðventustemmningu í dag, sunnudaginn 16. desember 2018 milli klukkan 13-17.

 

Við bjóðum uppá fjölskylduvæna dagskrá með ýmsum uppákomum ætluð öllum aldurshópum en börn eru sérstaklega velkomin!

 

Heitt kakó, jólagluggi Árborgar, handverk frá ströndinni, heimalagað gjafagúmmelaði, bræðurnir og rithöfundarnir Guðni Líndal og Ævar Þór koma og lesa uppúr nýjustu bókum sínum, vinnustofur í snjókarlagerð ef veður leyfir, jólatónar og 83% líkur á jólasveinum.

 


Hallskot er skógræktarsvæði Eyrarbakka staðstett 6 km frá Eyrarbakka.


 

 

Eyrarbakkasól 16. desember 2018. Ljósm.: Elín Birna.Skráð af Menningar-Staður.

16.12.2018 06:56

16. desember 1879 - Ingibjörg Einarsdóttir lést

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879) og Ingibjörg Einarsdóttir (1804 - 1879).

 

 

16. desember 1879 - Ingibjörg Einarsdóttir lést

 

 

Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar forseta, lést í Kaupmannahöfn, 75 ára þann 16. desember 1879.


 
Ingibjörg Einarsdóttir var fædd 9. október 1804.  Þau voru gefin saman 4. september 1845. Foreldrar Imbu voru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.Ingibjörg var jarðsett í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Jóni Sigurðsinsi manni sinum, sem lést 7. desember 1879.Í bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi 5. hefti, sem kom út árið 2012, er ítarleg frásögn eftir Einar Sigurbjörnsson af útför Jóns Sigurðsson og Ingibjargar Einarsdóttir frá Dómkirkjunni í Reykjavík 4. maí 1890.

 

 
Skráð af Menningar-Staður.

15.12.2018 09:07

Lóurnar syngja jólalög í Húsinu

 

 

 

 

Lóurnar syngja jólalög í Húsinu

 

 

Sönghópurinn Lóurnar syngur nokkur falleg jólalög í dag, laugardaginn 15. desember 2018 kl. 15:00 í Húsinu á Eyrarbakka.

 

Söngkonurnar sem skipa Sönghópinn eru:

Halla Dröfn Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Halla Marínósdóttir, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Halldóra Steindórsdóttir og Elísabet Hermundardóttir og munu þær sannarlega fylla Húsið af fögrum jólatónum.

 

Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og aðventukaffi í boði Hússins.

 

 

 Skráð af Menningar-Staður.

15.12.2018 08:53

Merkir Íslendingar - Ragnar Ásgeirsson

 


Ragnar Ásgeirsson (1911 - 1981).

 

 

Merkir Íslendingar - Ragnar Ásgeirsson

 

 

Ragn­ar Ásgeirs­son fædd­ist á Sól­bakka á Flat­eyri við Önund­ar­fjörð hinn 14. desember 1911.

For­eldr­ar hans voru Ásgeir Torfa­son, skip­stjóri og verk­smiðju­stjóri á Sól­bakka, og k.h., Ragn­heiður Ei­ríks­dótt­ir hús­freyja.

 

Ásgeir var bróðir Guðrún­ar, ömmu Ein­ars Odds Kristjáns­son­ar, alþing­is­manns og for­stjóra á Flat­eyri. Ásgeir var einnig bróðir Sig­ríðar, móður Esra Pét­urs­son­ar geðlækn­is og Maríu Pét­urs­dótt­ur sem var formaður Hjúkr­un­ar­kvenna­fé­lags Íslands. Ásgeir var son­ur Torfa Hall­dórs­son­ar, skip­stjóra, út­gerðar­manns og skóla­stjóra fyrsta stýri­manna­skól­ans á Íslandi, sem oft hef­ur verið nefnd­ur faðir Flat­eyr­ar, og Maríu Öss­ur­ar­dótt­ur, en Ragn­heiður var dótt­ir Ei­ríks Sig­munds­son­ar, bónda á Hrauni á Ingj­aldssandi, og Sig­ríðar Jóns­dótt­ur hús­freyju.

 

Bróðir Ragn­ars lækn­is var Önund­ur Ásgeirs­son, for­stjóri Olíu­versl­un­ar Íslands, faðir Páls Torfa Önund­ar­son­ar yf­ir­lækn­is en son­ur hans er Ragn­ar lækn­ir, og faðir Ragn­ars, fv. banka­stjóra. Ann­ar bróðir Ragn­ars lækn­is var Har­ald­ur Ásgeirs­son, for­stjóri Rann­sókn­ar­stofn­un­ar bygg­ing­ariðnaðar­ins.

 

Eig­in­kona Ragn­ars lækn­is var Lauf­ey Marías­dótt­ir en börn þeirra Ragn­heiður Ása, hús­freyja í Texas; María, sjúkra­liði í Reykja­vík; Ei­rík­ur Guðjón fé­lags­ráðgjafi og Þórir Sturla lækn­ir.

 

Ragn­ar lauk stúd­ents­prófi frá MA 1933, embætt­is­prófi í lækn­is­fræði frá HÍ 1940 og fékk al­mennt lækn­inga­leyfi 1942.

 

Ragn­ar var héraðslækn­ir í Reykjar­fjarðar­héraði til 1943, í Flat­eyr­ar­héraði 1943-50, á Ísaf­irði 1950-66, í Hafnar­f­irði skamma hríð en.var aft­ur héraðslækn­ir á Ísaf­irði 1966-76. Þá þjónaði hann ýms­um öðrum lækn­is­héruðum í af­leys­ing­um.

 

Ragn­ar sat í hrepps­nefnd Flat­eyr­ar­hrepps 1946-50, var odd­viti á Flat­eyri á sama tíma og sat í stjórn Kaup­fé­lags Ísfirðinga.

 

Ragn­ar lést 16. maí 1981


Morgunblaði.


Skráð af menningar-Staður.

14.12.2018 06:54

Merkir Íslendingar - Ingibjörg H. Bjarnason

 

 

Ingibjörg H. Bjarnason (1867 - 1941).

 

 

Merkir Íslendingar - Ingibjörg H. Bjarnason

 

 

Ingi­björg H. Bjarna­son fædd­ist á Þing­eyri við Dýra­fjörð 14. desember 1867.

Hún var dótt­ir Há­kon­ar Bjarna­son­ar, út­gerðar­manns og kaup­manns á Bíldu­dal og Þing­eyri, og k.h., Jó­hönnu Krist­ín­ar Þor­leifs­dótt­ur.


 

Há­kon var son­ur Bjarna Gísla­son­ar, pr. á Sönd­um, og k.h., Helgu Árna­dótt­ur, en Jó­hanna Krist­ín var dótt­ir Þor­leifs Jóns­son­ar, pró­fasts í Hvammi í Hvamms­sveit, og k.h., Þor­bjarg­ar Hálf­dán­ar­dótt­ur. Meðal bræðra Ingi­bjarg­ar voru Lár­us H. Bjarna­son, sýslumaður, bæj­ar­fóg­eti og hæsta­rétt­ar­dóm­ari, og Ágúst H. Bjarna­son, doktor í heim­speki, rektor HÍ og fyrsti for­seti Vís­inda­fé­lags Íslend­inga, faðir Há­kon­ar Bjarna­son skóg­rækt­ar­stjóra.


 

Ingi­björg var í námi hjá Þóru, konu dr. Þor­vald­ar Thorodd­sens nátt­úru­fræðings og dótt­ur Pét­urs Pét­urs­son­ar bisk­ups. Þá stundaði hún nám í Kaup­manna­höfn 1884-85 og 1886-93. Auk þess dvaldi hún er­lend­is 1901-1903 og kynnti sér þá m.a. skóla­hald í Þýskalandi og Sviss.


 

Ingi­björg var fyrsta kon­an sem kjör­in var á Alþingi. Hún sat á þingi 1922-30, fyrst fyr­ir Kvenna­list­ann eldri, þá fyr­ir Íhalds­flokk­inn og loks Sjálf­stæðis­flokk­inn frá stofn­un hans 1929. Hún var öfl­ug­ur mál­svari kvenna og kvenna­sam­taka á þingi, barðist öt­ul­lega fyr­ir vel­ferðar­mál­um og rétt­ind­um kvenna, barna og ekki síst þeirra sem höll­um fæti stóðu í sam­fé­lag­inu.

 

Högg­mynd af Ingi­björgu, eft­ir Ragn­hildi Stef­áns­dótt­ur mynd­höggv­ara, var af­hjúpuð við Skála Alþing­is á kvennadag­inn 19. júní árið 2015.


 

Ingi­björg kenndi við Kvenna­skól­ann í Reykja­vík frá 1903 en þá var hann enn til húsa hjá Þóru Mel­sted í Thor­valds­senstræti, í húsi sem síðar var nefnt Sjálf­stæðis­hús eða Sig­tún og loks Nasa. Er skól­inn flutti í nýtt hús­næði við Frí­kirkju­veg 1906 tók Ingi­björg við stjórn skól­ans og stýrði hon­um til æviloka.

 

 

Ingi­björg lést 30. október 1941.

 

 

Morgunblaðið.

 

 

Dýrfirðingurinn Ingibjörg H. Bjarnason (1867-1941) var fyrsta íslenska konan til

að taka sæti á Alþingi.

19. júní 2015 var afhjúpuð við Alþingishúsið höggmynd Ingibjörgu H. Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður.

13.12.2018 06:15

Aðsóknarmet í Bókakaffinu

 

 

 

Aðsóknarmet í Bókakaffinu

 

 

Aðsóknarmet var slegið á upplestrarvöku fimmtudaginn 22. nóvember sl. í Bókakaffinu á Selfossi þegar 76 manns mættu. Fyrra metið var frá 24. nóvember 2016 þegar 73 mættu og þar áður frá 3. desember 2014 þegar 70 mættu.

 

Bókakaffið hefur verið með upplestrarkvöld frá árinu 2007 og mætingametin fyrstu árin voru 2008 og 2009 þegar rúmlega 60 manns mættu á svokölluð og margfræg Vestfirðingakvöld.

 

Eftirtalin lásu upp í Bókakaffinu þann 22. nóvember sl.:

 

Jón Hjartarson og Áslaug Ólafsdóttir úr bókinni Kambsmálið er segir frá atburðum sem urðu á bænum Kambi í Árneshreppi árið 1953 þegar til stóð að sundra fátækri fjölskyldu í kjölfar andláts bóndans,

Lilja Magnúsdóttir las úr bókinni Svikarinn sem ástarsaga og saga úr íslenskum samtíma,

Gunnar Sæmundsson frá Hrútatungu las úr sjálfsævisögu sinni, Genginn ævivegur en Gunnar var lengi í forystusveit bænda og kom að margvíslegum félagsmálum í heimahéraði og á landsvísu

og Bjarni Harðarson las úr 18. aldar skáldsögunni Í Gullhreppum þar sem segir frá Skálholtsstól og þjóðsagnapersónunni Þórði í Reykjadal.Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi

var á upplestrarkvöldinu nú þann 22. nóv. eins og svo oft áður. Fyrir upplesturinn áttu þeir í ráðinu minnigarspjall um Kristján Runólfsson í Hveragerði sem lést þann  17. október sl. Hann var í Menningarráðinu og mætti manna best á upplestrarkvöldin í Bókakaffinu alla tíð.


Þetta fært til ljóðs í minningu Kristjáns:


Minning Kristjáns mýkir stund
margt er þar af góðu.
Menningarráðið mætt á fund
mærum hann í ljóðu.

 


Björn Ingi Bjarnason færði aðsóknarmetið í Bókakaffinu til myndar.Héraðsfréttablaðið Suðri fimmtudaginn 13. desember 2018.

 
 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður.

12.12.2018 19:27

Merkir Íslendingar - Skúli Magnússon

 


Skúli Magnússon (1711 - 1794).

 

Merkir Íslendingar - Skúli Magnússon

 

 

Skúli Magnússon landfógeti fæddist að Keldunesi í Kelduhverfi, N-Þing., 12. desember 1711. Foreldrar hans voru Magnús Einarsson, prestur á Húsavík, og k.h., Oddný Jónsdóttir húsfreyja.


 

Kona Skúla var Steinunn Björnsdóttir en meðal barna þeirra voru Jón aðstoðarlandfógeti og Rannveig, kona Bjarna Pálssonar landlæknis.


 

Skúli hóf skólanám hjá Þorleifi Skaftasyni, prófasti í Múla í Aðaldal, 1727. Faðir Skúla drukknaði 1728 en móðir hans giftist þá Þorleifi sem útskrifaði Skúla með stúdentspróf. Hann stundaði nám við Hafnarháskóla í tvö ár án þess að ljúka prófi, sneri aftur til Íslands 1734, varð sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu og landskrifari fyrir Odd Magnússon, var skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1737 og bjó þá lengst af á Stóru-Ökrum. Skúli hafði forsjá Hólastóls 1739-46, lenti þá í útstöðum við Bjarna Halldórsson, sýslumann á Þingeyrum, sem samdi úttekt staðarins og kærði Skúla fyrir vanskil. Á endanum var Skúli þó hreinsaður af sök.


 

Í Skagafirði tókst Skúli á við einokunarkaupmenn, hafði andúð á viðurlögum fyrir brot á lögum um einokunarverslun, kærði danskan kaupmann á Hofsósi fyrir viðskiptasvik, lenti því í málaferlum þar sem Bjarni Halldórsson var málsvari kaupmanns en Skúli vann málið og hlaut af vinsældir almennings.


 

Skúli var skipaður landfógeti, fyrstur Íslendinga, árið 1749, settist að á Bessastöðum 1750, barðist fyrir umbótum í landbúnaðarmálum og iðnaði og var áhugamaður um þilskipaútgerð. Hann stofnaði Innréttingarnar ásamt íslenskum embættismönnum á Þingvöllum 1751. Verksmiðjunum var valinn staður í Reykjavík og er Skúli því oft nefndur „faðir Reykjavíkur“.


 

Viðeyjarstofa var reist sem bústaður hans 1753-55 og hann lét reisa þar Viðeyjarkirkju, enda trúrækinn.


 

Skúli Magnússon lést 9. nóvember 1794 og hvílir í Viðey.Morgunblaðið.
 Skráð af Menningar-Staður.