Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.08.2021 17:20

Merkir Íslendingar - Rafn A. Pétursson


 

 

Rafn A. Pétursson (1918 – 1997).Merkir Íslendingar - Rafn A. Pétursson

 

 

Rafn Alexander Pétursson fæddist í Bakkakoti í Skagafirði þann 3. ágúst 1918.

Foreldrar hans voru Pétur Jónsson, verkstjóri á Sauðárkróki, og k.h., Ólafía Sigurðardóttir. Pétur var sonur Jóns Jónssonar, bónda á Kimbastöðum, og Guðrúnar Eggertsdóttur, en Ólafía var dóttir Sigurðar Ólafssonar frá Ketilseyri í Dýrafirði og Dagbjartar Helgu Jónsdóttur.

 

Rafn kvæntist þann 3. ágúst 1946  Karólínu Júlíusdóttur sem fædd var 30. maí 1926 en hún lést þann 6. desmber 1994.

 

Sonur Karólínu er: Árni Júlíusson. Dóttir Rafns er: Bergljót.

 

Börn Rafns og Karólínu eru:
 Júlíus framkvæmdastjóri;  Pétur Ólafur verkefnastjóri; Kjartan tæknifræðingur; Auður skrifstofumaður og Dröfn, kennsluráðgjafi.

 

Rafn lærði skipasmíði á Akureyri, stundaði nám við Iðnskólann á Akureyri og lauk sveinsprófi 1942. Hann lauk námi í fiskvinnslu hjá Fiskmati ríkisins, var síldar- og fiskmatsmaður frá 1950, stundaði skipasmíði á Akureyri 1937-45, var yfirsmiður við skipasmíðastöð Eggerts Jónssonar í Innri-Njarðvík 1945-54 og frystihússtjóri þar 1950-54.

 

Frystihússtjóri var hann hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. á Akranesi 1954-60.Rafn var framkvæmdastjóri og eigandi Fiskiðju Flateyrar hf. 1960-68.

 

 Hann var verkstjóri hjá Fosskrafti við byggingu Búrfellsvirkjunar 1968-69, fulltrúi Landsbanka Íslands við Útgerðarstöð Guðm. Jónssonar í Sandgerði 1969-70.


Þá stofnaði Rafn og rak frystihúsið R.A. Pétursson hf. í Njarðvík 1970-88 og var þá brautryðjandi í útflutningi á ferskum fiski með flugi.

 

Rafn sat í prófnefnd skipasmiða á Suðurnesjum 1945-54, í stjórn FUS á Suðurnesjum, í hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1946-50 og 1954.


Hann sat í bæjarstjórn Akraness fyrir Sjálfstæðisflokkinn og í útgerðarráði 1958-60.


Rafn  var formaður Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar 1961-67, í hreppsnefnd og oddviti Flateyrarhrepps 1962-66, í stjórn Iðnaðarmannafélags Flateyrar.


Hann var í stjórn félags fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum, í stjórn SH 1962-68.

 

Rafn var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1963-67.

 

Rafn Alexander Pétursson lést 6. desember 1997.

 

 

 7. maí  1959 - Sjötugsafmæli Haraldar Böðvarssonar á Akranesi.

“Verkafólk og sjómenn” færðu Haraldi málverkið á veggnum með heillaóskum og þökkum og báðu hann þiggja gjöfina “sem vináttu- og virðingarvott” frá þeim. Undir árnaðaróskirnar rituðu 253 gefendur.

Listmálarinn var Örlygur Sigurðsson.

F.v. er Ingunn Sveinsdóttir og því næst kemur Rafn A. Pétursson, sem hafði orð fyrir gefendum. - Hulda Jónsdóttir sést vel hægra megin við Rafn og síðan Haraldur Sturlaugsson og Haraldur Böðvarsson.

.

 


Rafn var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1963-67.
.

 

 

Rafn rak fyrirtækið  R. A. Pétursson hf.  í Njarðvikum.  

Kona hans, Karolína Júlíusdóttir og  sonur þeirra, Júlís Rafnsson voru einnig eigendur.

Var fyrirtækið brautryðjandi í útflutningi á ferskum fiski með flugi til Ameríku og Evrópu.
 


Skráð af Menningar-Bakki..

02.08.2021 18:13

Alþýðhúsið á Eyrarbakka að morgni 2. ágúst 2014

 

 

 

 

Alþýðhúsið á Eyrarbakka

 

 

að morgni 2. ágúst 2014
 Skráð af Menningar-Bakki

 

02.08.2021 08:46

--- Heyannir ---

 

 

 

 

         --- Heyannir ---

 

 

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Bakki

 

01.08.2021 10:14

Merkir Íslendingar -Sigurveig Georgsdóttir

 


Sigurveig Georgsdóttir (1930 - 2018).

 

 

Merkir Íslendingar -Sigurveig  Georgsdóttir

 

 

Sigurveig Georgsdóttir fæddist í Reykjavík þann 31. júlí 1930.

Foreldrar Sigurveigar voru Georg Júlíus Guðmundsson skipstjóri frá Görðum í Önundarfirði, f. 11.1. 1898, d. 28.2. 1977, og Jónína Ingibjörg Magnúsdóttir húsmóðir, f. 8.11. 1907, d. 28.6. 1955.

Bræður Sigurveigar voru; dr. Guðmundur, læknir, forstöðumaður, kennari og háskólaprófessor, f. 11.1. 1932, d. 13.6. 2010, og Magnús Jónsson, rennismiður, forstöðumaður og framkvæmdastjóri, f. 24.12. 1930, d. 18.1. 2000.

 

Sigurveig gekk í hjónaband 8.11. 1957 og eftirlifandi eiginmaður hennar er sr. Lárus Þorvaldur Guðmundsson, prestur og prófastur, f. 16.5. 1933.

Foreldrar hans voru Guðmundur Guðni Kristjánsson frá Ísafirði, verkstjóri og skrifstofumaður, f. 23.1. 1893, d. 4.11. 1975, og Lára Ingibjörg Magnúsdóttir húsmóðir, f. 19.7. 1894, d. 15.7. 1990.

 

Börn Sigurveigar og Lárusar eru:

1) Georg Kristinn, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, f. 21.3. 1959.

2) Ragnheiður, ljóðskáld og kennari við Menntaskólann í Kópavogi, f. 29.5. 1961.

3) Özur, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, f. 1.6. 1965.

 

Sigurveig ólst upp á Sólvallagötunni í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún gekk í Landakotsskóla og Kvennaskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist með gagnfræðapróf 1948. Hún stundaði hjúkrunarnám við Hjúkrunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1954. Eftir útskrift vann hún sem hjúkrunarfræðingur á skurðstofum Landspítalans þar til hún fluttist að Holti í Önundarfirði ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu.

 

Árið 1969 hóf Sigurveig störf á Heilsugæslustöðinni á Flateyri og starfaði þar til ársins 1987. Árið 1976 var henni veitt sérleyfi í skurðhjúkrun og árið 1981 lauk hún framhaldsnámi í heilsugæsluhjúkrun við Háskóla Íslands. Það sama ár var hún skipuð hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Flateyri.

 

Sigurveig var virk í félagsmálum Hjúkrunarfélags Íslands, hún var formaður Vestfjarðadeildar félagsins og sat í samninganefnd þess um árabil.

 

Árið 1987 fluttist Sigurveig ásamt eiginmanni sínum til Kaupmannahafnar þar sem hún var honum til aðstoðar í starfi hans sem sendiráðsprestur. Þau bjuggu í Jónshúsi í Kaupmannahöfn; húsi Jóns Sigurðssonar frá Hrafnseyri við Arnarfjörð og konu hans Ingibjargar Einarsdóttur. Þórdís Jónsdóttir, móðir Jóns Sigurðssonar var prestsdóttir frá Holti í Önundarfirði.

 

Árið 1998 fluttust Sigurveig og sr. Lárus aftur til Íslands og settust að í Grafarvogi.

 

Sigurveig Georgsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eir 4. mars 2018.

 


Úr Tímariti Hjúkrunarfélags Íslands árið 1976.

.
 


Úr Tímariti Hjúkrunarfélags Íslands árið 1987.
.
.


Eldri borgarar í Önundarfirði eftir guðsþjónustu í Holtskirkju fyrir rúmlega 40 árum

hjá sr. Lárusi Þ. Guðmundssyni og Sigurveigu Georgsdóttur.

.
 


Efst á tröppum Holtskirkju í Önundarfirði. 
F.v: Lárus Þ. Guðmundsson,
Guðmundur Ingi Kristjánsson, Jóhanna Kristjánsdóttir,

Sigurveig Georgsdóttir og Brynjólfur Árnason.Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

01.08.2021 08:26

Bornholmblíða

 

 

 

 

         ---- Bornholmblíða ----


 

Skráð af Menningar-Bakki

 

 

31.07.2021 07:31

MERKIR ÍSLENDINGAR - ÁSGEIR GUÐBJARTSSON

 


Ásgeir Guðbjartsson (1928 - 2017)
 

MERKIR ÍSLENDINGAR – ÁSGEIR GUÐBJARTSSON

 

Ásgeir Guðbjartur Guðbjartsson fæddist í Kjós í Grunnavíkurhreppi þann 31. júlí 1928 .

Foreldrar hans voru Jónína Þ. Guðbjartsdóttir húsfreyja, og Guðbjartur Ásgeirsson, formaður og útgerðarmaður.

Systkini Ásgeirs: Margrét Elísabet, f. 1926,  Guðbjartur Kristján, f. 1930,   Hörður, f. 1932, Ragnheiður Ingibjörg f. 1937.

 

Eiginkona Ásgeirs var Sigríður Guðmunda Brynjólfsdóttir. Hún fæddist í Hörgshlíð í Ísafjarðardjúpi þann 29. maí 1931. Hún lést á Ísafirði 21. maí 2009.  Foreldrar hennar voru Guðný Kristín Halldórsdóttir frá Bolungarvík og Brynjólfur Ágúst Albertsson sjómaður frá Ísafirði.

 

Ásgeir og Sigríður eignuðust fjög­ur börn;

Guðbjart, f. 1949, Guðbjörgu, f. 1950, Kristínu Hjördísi, f. 1952 og Jónínu Brynju, f. 1953.

 

Ásgeir flutti ungur með foreldrum sínum til Hnífsdals og síðan til Ísafjarðar þar sem hann ólst upp. Hann hóf sinn sjómannsferil nýfermdur og var þá á dragnót upp á hálfan hlut. Ásgeir vann um tíma hjá Norðurtanganum og við beitingu. Sextán ára fór hann að róa upp á heilan hlut á línu-, troll- og síldarbátum.

 

Ásgeir tók hið minna fiskimannapróf á Ísaf­rði 1948 og hið meira fiskimannapróf í Stýrimannaskólanum í Reykja­vík árið 1965.

 

Hann var skipstjóri á Valdísi ÍS 72, 1948, Bryndísi ÍS 69, 1949, Jódísi ÍS 73 sama ár, Pólstjörnunni ÍS 85 í fjórar vertíðir, Ásbirni ÍS 12 1956, en tók þá við Guðbjörgu ÍS 47 og hafa þeir bátar og skip sem hann síðan var með verið nefnd Guðbjörg, en hann var á skuttogaranum Guðbjörgu ÍS 46.

 

Ásgeir stofnaði útgerðarfélagið Hrönn hf. á Ísafirði árið 1956. Stofnfélagar, auk Ásgeirs; voru faðir hans Guðbjartur, Guðmundur og Marías Guðmundssynir og Kristinn Arnbjörnsson. Hrönn hf. gerði út sjö báta og togara sem báru nafnið Guðbjörg ÍS. Útgerðin lét m.a. smíða fyrir sig frystitogara 1994 sem þá var talinn eitt fullkomnasta fiskiskip í heiminum.

 

Guðbjargirnar eða Guggurnar hans Geira, sem útgerðarfélagið Hrönn hf. gerði út, voru sjö talsins í þessari röð:

 

Árið 1956, 48 brúttórúmlestir;

árið 1959, 75 brl.;

árið 1963, 115 brl.;

árið 1967, 250 brl.;

árið 1974, 500 brl.;

árið 1981, 628 brl.;

árið 1994, 1.200 brl.

 

Ásgeir hætti til sjós árið 1995, 67 ára að aldri. Þá hafði hann verið skipstjóri í meira en 45 ár.

 

Ásgeir var afburða aflamaður og harðsækinn. Hann var aflakóngur á Ísafirði á sextán vetrarvertíðum samfleytt og auk þess var hann oft aflakóngur á Vestfjörðum.

 

Ásgeir var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 17. júní 1991.

 

Ásgeir Guðbjartsson lést þann 22. febrúar 2017.

 

 
 

Ásgeir Guðbjartsson ásamt eiginkonu sinni Sigríði Brynjólfsdóttur.

.

.

.

.

.

.

.

Á þessari slóð að néðan má sjá ítarlegt viðtal Hlyns Þórs Magnússonar

við Ásgeir Guðbjartsson í -Bæjarins besta- frá 29. júlí 2010.

Sjá:

 

https://timarit.is/page/6236109#page/n9/mode/2up

.

.

Skráð af Menningar Bakki.

 

 

30.07.2021 15:25

MERKIR ÍSLENDINGAR - ÓSKAR KRISTJÁNSSON

 


Óskar Kristjánsson (1921 - 2005).
 

 

MERKIR ÍSLENDINGAR – ÓSKAR KRISTJÁNSSON

 

 

Óskar Kristjánsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð þann 30. júlí 1921.

Foreldrar hans voru Kristján Albert Kristjánsson kaupmaður, f. 28. janúar 1885, d. 2. ágúst 1961, og Sigríður H. Jóhannesdóttir ljósmóðir, f. 20. júní 1879, d. 8. júlí 1946.

 

Systkini Óskars voru;
 Guðrún, f. 1909 (látin), Þórdís, f. 1911, lést í æsku, Kristján Arnór, f. 1912 (látinn), Jóhannes, f. 1914 (látinn), Þórður, f. 1915 (látinn), Jón, f. 1917 (látinn), Þórdís, f. 1918 (látin), Finnborg Jóhanna, f. 1922, lést í æsku, og uppeldissystir, Jósíana Magnúsdóttir, f. 1919 (látin).Þann  4. desember 1948 kvæntist Óskar Aðalheiði Friðbertsdóttur, húsmóður, fædd þann 28. júní 1927 á Suðureyri við Súgandafjörð, d. 22. september 2016. Foreldrar hennar voru hjónin Jóna Magnúsdóttir, húsfreyja og verkakona, og Friðbert G. Guðmundsson, sjómaður og verkamaður.

 

 Óskar og Aðalheiður eignuðust fjögur börn:
1) Erlingur, f. 16. júní 1948, 2) Sigríður, f. 24. maí 1950, 3) Kristján Albert, f. 28. maí 1955, 4) Aðalheiður Ósk, f. 6. október 1961.

 

Óskar Kristjánsson ólst upp á Suðureyri og lauk þar barna- og unglingaprófi. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands og brautskráðist þaðan sem stúdent árið 1945 ásamt sex öðrum og var það fyrsta árið sem stúdentar brautskráðust frá Verzlunarskóla Íslands.

 

Eftir nám við Verzlunarskólann settist Óskar að á Suðureyri, gerðist þar skrifstofumaður og síðar framkvæmdastjóri Ísvers, sem rak frystihús og útgerð. Samhliða starfi sínu sem framkvæmdastjóri Ísvers fékkst Óskar við útgerð minni og stærri fiskibáta um árabil.

 

Óskar var framkvæmdastjóri útgerðar FiskiðjunnarFreyju hf, Súgandafirði, eftir sameiningu Ísvers og Freyju, 1971-1981.

 

Snemma tók Óskar þátt í sveitarstjórnarmálum, var t.d. hreppsnefndarmaður í 30 ár, þar af oddviti í átta ár. Í sýslunefnd Vestur-Ísafjarðarsýslu í tíu ár. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

 

Óskar sat í stjórn Sparisjóðs Súgfirðinga í 36 ár og þar af sparisjóðsstjóri í 18 ár eða allt þar til hann fluttist búferlum til Reykjavíkur árið 1984.

 

Óskar starfaði í Lionshreyfingunni fyrir vestan og var meðlimur Oddfellowreglunnar í stúkunni Nr. 1, Ingólfi í Reykjavík.

 

Aðaláhugamál Óskars voru bridds og laxveiðar. Laxveiðar voru hans líf og yndi og var Krossá í Bitrufirði eftirlætisá hans, þar sem hann veiddi á hverju ári í alls 35 ár. Bridds spilaði hann hvar sem honum bauðst það og spilaði sér til ánægju á tölvu heima síðustu árin. Þá naut hann sín vel við snokerborðið með félögunum þegar stund gafst til á allra síðustu árum heima í Eiðismýri 30 á Seltjarnarnesi.


Óskar Kristjánsson lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut þann  29. október  2005.

 

 Aðalheiður Friðbertsdóttir og Óskar Kristjánsson.

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

30.07.2021 10:15

Heyannir

 

 

 

 

       --- Heyannir ---


 
Skráð af Menningar-Bakki

 

30.07.2021 09:18

Merkir Íslendingar - Auður Sveinsdóttir Laxness

 

 

Auður Sveinsdóttir Laxness (1918 - 2012).

 

Merkir Íslendingar - Auður Sveinsdóttir Laxness

 

 

Auður fæddist á Eyrarbakka 30. júlí 1918 og ólst þar upp til sjö ára aldurs.

Foreldrar hennar voru Sveinn Guðmundsson járnsmiður og k.h., Halldóra Kristín Jónsdóttir.

 

Sveinn var sonur Guðmundar, b. á Nýjabæ Gíslasonar, og Margrétar, systur Hafliða, afa Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara. Margrét var dóttir Jóns, b. á Álfsstöðum á Skeiðum, bróður Einars, afa Einars Magnússonar, rektors MR. Móðir Margrétar var Margrét Dóróthea, systir Guðmundar í Miðdal, langafa Vigdísar Finnbogadóttur og Errós.

 

Halldóra Kristín var systir Steinunnar Guðrúnar, móður Baldvins Halldórssonar leikara frá Arngerðareyri við Djúp, föður Páls bókmenntagagnrýnanda og Ingu Láru á Eyrarbakka, f.v. deildarstjóra Ljósmyndadeildar Þjóðminjasafns Íslands. Halldóra var dóttir Jóns, hreppstjóra á Skálmarnesmúla Þórðarsonar, b. á Þórisstöðum, bróður Þorsteins í Æðey, föður Péturs Thorsteinssonar útgerðarmanns. Móðir Jóns hreppstjóra var Guðrún, systir Jóns, föður Björns ráðherra og ritstjóra, föður Sveins forseta.

 

Auður lauk gagnfræðaprófi og prófum frá Handíða- og myndlistarskólanum 1946. Hún starfaði við röntgendeild Landspítalans í tólf ár, kenndi í Varmárskóla og starfaði við Þjóðminjasafnið í einn vetur.

 

Auður giftist á aðfangadag 1945, Halldóri Kiljan Laxness, rithöfundi og Nóbelsverðlaunahafa. Eftir það aðstoðaði hún eiginmann sinn heima og á ferðalögum, og stundaði húsmóðurstörf á hinu gestkvæma heimili þeirra að Gljúfrasteini. Hún var þar lengst af húsfreyja en flutti að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ 2004.

 

Dætur Auðar og Halldórs eru Sigríður, kennari og húsfreyja, og Guðný, kvikmyndagerðarmaður.

 

Auður lést þann 29. október 2012

 

 

 

Auður Sveinsdóttir Laxness og Halldór Kiljan Laxness,

tengdasonur Eyrarbakka. 

.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki


 

 

 

29.07.2021 09:01

29. júlí 2021 - þjóðhátíðardagur Færeyja

 

 

 

 

29. júlí 2021 - þjóðhátíðardagur Færeyja

 

 

Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna:

 

Álandseyjar 

9. júní   Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.

 

Danmörk            

16. apríl eða 5. júní     16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.

 

Finnland             

6. desember      Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917. 

 

Færeyjar            

29. júlí   Ólafsvaka.

 

Grænland          

21. júní  Lengsti dagur ársins.

 

Ísland   

17. júní Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.

 

Noregur             

17. maí  Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.

 

Svíþjóð

6. júní   Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523
 

.

.

.

.

 

.

Skráð af Menningar-Bakki.