Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.03.2020 11:53

Hátt í eitt hundrað úr FSu í sótt­kví

 

 

Fjöl­brauta­skóli Suður­lands. Ljósm.:mbl.is//?Hari

 

Hátt í eitt hundrað úr FSu í sótt­kví

 

Alls eru níu­tíu nem­end­ur og sex starfs­menn Fjöl­brauta­skól­ans á Suður­landi í sótt­kví vegna kór­ónu­veirunn­ar.

 

Þetta kem­ur fram í tölvu­pósti sem skóla­stjór­inn Olga Lísa Garðars­dótt­ir sendi nem­end­um og for­eldr­um.

 

„Í ljósi þess að 90 nem­end­ur og sex starfs­menn FSu eru nú í sótt­kví vil ég ít­reka að það er mjög mik­il­vægt að ef þið verðið vör við ein­kenni kór­ónu­smits er eina ráðið að hafa strax sam­band við næstu heilsu­gæslu­stöð eða að hringja í síma­núm­erið 1700 til að fá leiðbein­ing­ar um sýna­töku og næstu skref,“ skrif­ar Olga Lísa og bend­ir á vef land­lækn­is upp á frek­ari upp­lýs­ing­ar.

„Ég vona inni­lega að þið öll sleppið við þessi veik­indi og óska ykk­ur alls hins besta.“Skráð af Menningar-Bakki.

14.03.2020 11:15

Lokað fyrir heimsóknir á Sólvöllum

 

 

 

Lokað fyrir heimsóknir á Sólvöllum

 

Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka, hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, Lundi á Hellu  og dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík hefur öllum verið lokað fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta þar til annað verður formlega tilkynnt.
 

Er þetta gert að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir í gær vegna COVID-19. Hjúkrunarheimilin eru hér fylgja eindregnum tilmælum þessara aðila sem eru í framvarðasveit Almannavarna Íslands. 

 

Tilkynningar heimilanna eru nokkuð samhljóða en í þeim kemur fram að stjórnum og stjórnendum þykir mjög leitt að þurfa að taka svo stóra ákvörðun en þetta er gert með velferð íbúanna í húfi og eru fólk beðið um að sýna þessari ákvörðun virðingu og skilning. 

 

„Það er ljóst að það getur reynst íbúa mjög erfitt að fá ekki heimsóknir frá ættingjum sínum og á sama hátt getur það reynst ættingjum íbúans mjög erfitt að heimsækja hann ekki. Það er samt nauðsynlegt að grípa til þessarra ráðstafana til að koma í veg fyrir að íbúi veikist af veirunni og eins geta smit borist frá ættingjum eins íbúa til annars íbúa,“ segir meðal annars í tilkynningum hjúkrunarheimilanna.


Skráð af Menningar-Bakki.

12.03.2020 17:40

Þuríður Pálsdóttir söngkona - 93 ára

 

 

Þuríður Pálsdóttir.

 

Þuríður Pálsdóttir söngkona – 93 ára

 

 

Þuríður Pálsdóttir fæddist í Reykjavík að Bergstaðastræti 50 þann 12. mars 1927, yngsta barn foreldra sinna Kristínar Norðmann og Páls Ísólfssonar. „Ég er alin upp fyrir austan læk, að undanskildum nokkrum misserum í Skerjafirði,“ segir Þuríður í ævisögu sinni, Líf mitt og gleði, sem Jónína Michaelsdóttir skráði og kom út 1986.

 

Þuríður var í sveit sem unglingur á Arnbjargarlæk. „Þessi tvö sumur eru einhver yndislegasti tími sem ég hef lifað,“ segir Þuríður.

Eiginmaður hennar var Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur. Móðir Þuríðar, sem var þekktur bridsspilari, sagði henni fyrst frá tilvist hans: „Ég tapaði af því að Árni Matt var með nýjan makker mjög efnilegan.“ Hún gat ekki vitað að einkadóttir hennar ætti eftir að fá þennan efnilega spilamann fyrir „makker í öðru spili og mikilvægara“, segir Þuríður. Hún missti móður sína sextán ára gömul. Mjög kært var með Níní, eins og Þuríður er jafnan kölluð af nákomnu fólki, og bræðrum hennar Nonna (Jóni) og Nenna (Einari) enda á líkum aldri.

 

Þuríður fékk snemma áhuga á söng. „Amma mín og nafna hafði snemma orð á því að ég hefði fallega rödd,“ segir hún. „„Alltaf vill þessi Níní vera að syngja,“ sagði æskuvinkona mín.“

 

Þuríður hefur verið einsöngvari frá 1948. Hún stundaði söng- og tónlistarnám á Ítalíu á sjötta áratugnum hjá Luigi Algergoni og Linu Pagliughi. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1967 og stundaði nám í píanóleik og óperuleik. Þuríður var í hópi frumkvöðla í söngkvennastétt hér og söng fjölmörg óperuhlutverk, hélt fjölda einsöngstónleika, stjórnaði Árnesingakórnum í Reykjavík og var yfirkennari Söngskólans frá stofnun hans 1973 þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.

 

Þuríður var formaður Félags íslenskra einsöngvara um árabil og sat í Þjóðleikhúsráði frá 1978 og varð formaður þess 1983. Hún var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1991 til 1995. Þuríður var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar 1982, Cavalieri dell Ordine Al Merito della Repubblica Italiana 1987; Silfurmerki Félags íslenskra leikara og hlaut einnig viðurkenningu frá Íslensku óperunni fyrir þrjátíu ára starf á óperusviði 1983.

 

 

Fjölskylda

 

Þuríður giftist í janúarlok 1946 Erni Guðmundssyni, f. 1921, d. 1987 framkvæmdastjóra. Hann var sonur Guðmundar Finnbogasonar landsbókavarðar, f. 1873, d. 1944 og k.h. Laufeyjar Vilhjálmsdóttur, kennara og húsmóður, f. 1879, d. 1960.

 

Börn Þuríðar og Arnar eru: 1) Kristín, f. 1946, fyrrverandi starfsmaður á Biskupsstofu, gift Hermanni Tönsberg, fyrrverandi framkvæmdastjóra. Þau eiga börnin Einar tónlistarmann, Þuríði lögfræðing, Ingibjörgu, Ernu alþjóðastjórnmálafræðing og Örn myndlistarmann. 2) Guðmundur Páll Arnarson f. 1954, bridskennari. Hann er kvæntur Guðrúnu Guðlaugsdóttur blaðamanni. Hann á soninn Jónas, óperusöngvara í Þýskalandi, og stjúpbörnin Ragnheiði háskólakennara, Ásgerði óperusöngkonu, Móeiði kennara, Kristin og Guðlaug tónlistarmenn og Sigríði Elísabetu, nema í tölvunarfræði. 3) Laufey, f. 1962, kennari. Hún er gift Birni Kristinssyni efnafræðingi. Þau eiga börnin Kristin Örn, mastersnema í verkfræði, og Helgu Sóleyju framhaldsskólanema.

 

Systkini Þuríðar: Jón Norðmann, f. 1923, d. 1993, yfirskoðunarmaður hjá Flugleiðum; Einar, f. 1925, d. 1996, leikari, skólastjóri og fræðimaður; Anna Sigríður, prestur og ráðgjafi, f. 1946, dóttir Páls og síðari konu hans, Sigrúnar Eiríksdóttur, f. 1911, d. 1990. Dætur Sigrúnar og Heinrichs Durr og stjúpsystur Þuríðar: Hjördís, f. 1934, Erla, f. 1935 og Hildegard, f. 1938, d. 2012.

 

Foreldrar Þuríðar voru Páll Ísólfsson, tónskáld og organisti, f. 1893, d. 1974 og Kristín Norðmann píanókennari, f. 1898, d. 1944.Skráð af Menningar-Bakki.

11.03.2020 20:18

Merkir Íslendingar - Ísólfur Pálsson

 Ísólfur Pálsson (1871 - 1941).

 

Merkir Íslendingar - Ísólfur Pálsson

 

Ísólfur Pálsson fæddist á Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi 11. mars 1871.

Foreldrar hans voru Páll Jónsson, f. 1832, drukknaði 1887, bóndi og hreppstjóri á Syðra-Seli, og k.h. Margrét Gísladóttir, f. 1830, d. 1914, húsfreyja, en þau voru bæði komin af Bergsætt.

 

Foreldrar Páls voru hjónin Ólöf Magnúsdóttir og Jón Sturlaugsson, bóndi á Syðsta-Kekki í Stokkseyrarhr..Faðir Jóns var Sturlaugur Jónsson bóndi og forsöngvari í Grjótlæk, sonur Jóns Bergssonar b. í Grjótlæk. Annar sonur Jóns Bergssonar var Grímur, langafi Sigfúsar Einarssonar tónskálds. Jón var sonur Bergs Sturlaugssonar sem Bergsætt er komin af en Bergur var fyrsti nafnkenndi forsöngvari Stokkseyrarkirkju.

 

Foreldrar Margrétar voru hjónin Sesselja Grímsdóttir og Gísli Þorgilsson, bóndi og formaður á Kaðlastöðum í Stokkseyrarhr., einnig nefndir Kalastaðir. Gísli var lengi forsöngvari á Stokkseyri.

 

Meðal systkina Ísólfs var Bjarni, organisti í Götu, faðir Friðriks tónskálds.

 

Ísólfur kvæntist Þuríði Bjarnadóttur, f. 4.7. 1872, d. 22.3. 1957. Þau eignuðust tólf börn, þar á meðal Pál, tónskáld og organista, Sigurð úrsmið og organista, og Pálmar hljóðfærasmið.

 

Ísólfur og Þuríður bjuggu í 20 ár á Stokkseyri og síðan í Reykjavík. Stundaði Ísólfur fyrst formennsku og var hann organisti við Stokkseyrarkirkju og stjórnaði kór og söngkvartett. Var orgelleikur hans annálaður, en hann virðist hafa verið sjálfmenntaður að flestu leyti.

 

Ísólfur fékkst nokkuð við hljóðfæraviðgerðir og svo fór að hann fór utan 1912 og lærði hljóðfærasmíði og -stillingar í Danmörku og Þýskalandi, og starfaði við það eftir að heim kom. Hann gerði m.a. upp orgelin í Fríkirkjunni og Dómkirkjunni og smíðaði orgel fyrir kapellu Háskóla Íslands.

 

Ísólfur samdi fjölda sönglaga og er þekktast þeirra  Í birkilaut  (Draumur hjarðsveinsins).

 

Ísólfur Pálsson lést 17. febrúar 1941.

 


Skráð af Menningar-Bakki.

10.03.2020 17:48

Merkir Íslendingar - Árni Oddsson

 

 

Kópavogsfundurinn. -

Úr málverki eftir Halldór Pétursson.

 

Merkir Íslendingar - Árni Oddsson

 

Árni Oddsson lögmaður fæddist í Skálholti árið 1592. Foreldrar hans voru Oddur Einarsson biskup og fyrri kona hans, Margrét Helgadóttir. Oddur var sonur Einars Sigurðssonar í Heydölum, helsta sálmaskálds þjóðarinnar.
 

Árni fór til náms í Kaupmannahöfn 1609, kom aftur 1612 og var þegar gerður að skólameistara Skálholtsskóla og gegndi því embætti til 1615. Árið 1617 sigldi hann til Kaupmannahafnar til að reka erindi fyrir föður sinn, sem átti í útistöðum við Herluf Daa höfuðsmann, og kom aftur til landsins árið eftir og unnu þeir feðgar svo málið.
 

Árni varð Skálholtsráðsmaður 1620 og árið 1632 varð hann svo lögmaður sunnan og vestan og hélt því embætti í 32 ár. Einnig var hann sýslumaður í Árnesþingi og umboðsmaður Reynistaðarklaustursjarða. Hann þótti sinna embættum sínum vel og af dugnaði og bera hag landsmanna fyrir brjósti, enda var hann vinsæll. Hann bjó lengst á Leirá í Leirársveit.
 

Árni undirritaði erfðahyllinguna við konung á Kópavogsfundinum 1662. Sögur segja að Íslendingar hafi verið tregir til, en Hinrik Bjelke, höfuðsmaður á Íslandi, hafi hótað að beita hervaldi og þá hafi Árni undirritað yfirlýsinguna og tárfellt um leið. Samtímaheimildir staðfesta ekki þessa frásögn en sögunni um tárvota vanga Árna var hins vegar mjög haldið á lofti í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld.
 

Hins vegar greina annálar frá því að eftir undirskriftina hafi verið haldin mikil og vegleg veisla með flugeldasýningu og fallbyssuskotum. Mun það vera í fyrsta sinn sem getið er um flugelda á Íslandi.
 

Fyrri kona Árna var Helga, dóttir Jóns Vigfússonar sýslumanns á Galtalæk, en hún dó úr bólusótt eftir fárra ára hjónaband. Síðari kona hans, sem hann kvæntist 1617, var Þórdís Jónsdóttir, f. 1600, d. 1.9. 1670, frá Sjávarborg í Borgarsveit. Á meðal barna þeirra voru Sigurður Árnason, lögréttumaður í Leirárgörðum, og Helga, kona Þórðar Jónssonar prests og fræðimanns í Hítardal.
 

Árni drukknaði eða varð bráðkvaddur í laug á Leirá 10. mars 1665.Skráð af Menningar-Bakki.

09.03.2020 20:50

Engin sérstök breyting

 

 

 

Engin sérstök breyting

 

Guðjón Friðriksson fagnar 75 ára afmæli sínu í dag.

Hann er enn við störf, á áttræðisaldri skrifar hann um

suðurhluta Íslands og ferðast til norðurhluta Indlands.

 

Þetta leggst bara ágætlega í mig, segir Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur sem segist hvergi nærri sestur í helgan stein. „Ég vinn á fullu enn þá svo mér finnst þetta engin sérstök breyting. Afmælisdaginn ber bara að eins og þeir hafa alltaf gert. Ég er enn heilsuhraustur þótt maður sé náttúrulega orðinn aðeins stirðari með aldrinum.“

 

Síðasta bók Guðjóns var ævisaga Halldórs Ásgrímssonar en á þessu ári kemur út heljarmikið verk eftir hann sem ber heitið Samvinna á Suðurlandi. „Það er reyndar svolítið síðan ég lauk við það, en þetta er fjögurra binda verk sem er saga allra samvinnufélaga í þremur sýslum og Vestmannaeyjum að auki,“ segir Guðjón.

 

Þar verða ekki einungis tekin fyrir kaupfélögin heldur mörg samvinnufélög undir ýmsum pólitískum merkjum. „Þetta er eiginlega héraðssaga Suðurlands lengst af á tuttugustu öld, þar sem félögin stóðu fyrir flestu sem til framfara horfði.“ Guðjón á sjálfur ættir að rekja til Eyrarbakka, en móðir hans var fædd í svokölluðu Hraunshverfi á Eyrarbakka. „Hverfið er nú að mestu horfið en ég á enn þá frændfólk á Eyrarbakka og Stokkseyri.“

 

Áhugamálin tvinnast þægilega við störf Guðjóns. „Ég er svo heppinn að geta unnið við helstu áhugamál mín“ , segir hann en bætir við að þau hjónin hafi f leiri áhugamál, sem einkum tengjast listum. „Við förum meðal annars mikið á tónleika, fórum t.d. á sjötíu ára afmælistónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir helgi og vorum alveg bergnumin. Hljómsveitin er afbragðsgóð og sinfónía Mahlers stóð upp úr að þessu sinni“.

 

En leiðir hjónanna liggja einnig lengra en niður í Hörpu, þau hafa gaman af að ferðast og voru nú síðast á Norður-Indlandi „Við vorum lengst af í Varanasí sem er helgasta borg Hindúa. Hún er alveg þrælmögnuð, eiginlega hryllileg og heillandi í senn. Indland er ótrúlegur hrærigrautur af margs konar menningu, trúarbrögðum og tungumálum, auk hins mikla mannhafs,“ segir Guðjón og bætir við að þetta sé einhver eftirminnilegasta og skemmtilegasta ferð sem þau hafa farið.

 

Guðjón fagnar afmælisdeginum í rólegum faðmi fjölskyldunnar. „Við ætlum bara að vera með smá kaffiboð fyrir börn okkar og barnabörn.Fréttablaðið 9. mars 2020Skráð af Menningar-Bakki.

09.03.2020 20:12

Gamla góða fréttin - 9. mars 2007

 

 

Hljómsveitin NilFisk við húsfyllir á Draugabarnum á Stokkseyri.
F.v.: Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Víðir Björnsson, Sveinn Ásgeir Jónsson

og Jóhann Vignir Vilbergsson.

 

 

Gamla góða fréttin - 9. mars 2007

 

 

09. Mars 2007


NilFisk tónleikar nr. 112 frá upphafi

 

verða á Draugabarnum í kvöld

 

 

Vegna 4 ára afmælis NilFisk og tónleikaferðar til Danmerkur nú í apríl boðar hljómsveitin til afmælis- og styrktartónleika á Draugabarnum á Stokkseyri í kvöld föstudagskvöldið 9. mars 2007 kl. 22:00 þar sem fjöldi hljómsveita mun koma fram með NilFisk.

Allir hjartanlega velkomnir og styðjið þannig við bak NilFisk-drengja sem svo sannarlega hafa borið hróður Suðurlands víða með starfi sínu.

Á meðfylgjandi tónleikalista má sjá hversu hljómsveitin er gríðarlega afkastamikil í tónleikahaldi sem nær nánast um allt Ísland og marga staði í Danmörku þar sem þeir voru hálft síðasta ár í tónlistar- og hljóðtækninámi. Tónleikarnir á Draugabarnum á morgun föstudaginn 9. mars eru númer 112 á ferli sveitarinnar frá því hún var formlega stofnuð 10. mars 2003.Tónleikaskrá Hljómsveitarinnar NilFisk:
 


2007

Draugabarinn á Stokkseyri 9. mars kl. 22:00

· Brodway - Framsóknarþing ásamt Kalla í Holti
· Tony´s County Ölfushöll - ásamt - von estenberg and the heartbeaters, íslenzka, pind, Beat master C-lows and the 7 dwarfs, Rocking chilren, Maja og Niki
· Þorrablót Stokkseyri - ásamt Kalla í Holti (von estenberg and the heartbeaters)
· Draugabarinn Stokkseyri


2006

· Hoptrup Efterskole –DK  (Danmörk)
· Skanderup Ungd. Sk –DK
· Balle –DK
· Ådalen – DK
· Brøruphus –DK
· Studenterhuset Århus –DK
· Teaterhuset i Toftlund –DK
· Teaterhúsið "old students night" –DK
· Toflund í teaterhúsinu- DK
· Toftlund by night – DK
· Kveðjupartý í Íþróttahúsinu á Stokkseyri
· Draugabarnum Stokkseyri
· Bryggjuhátíð á Stokkseyri
· Tryggvaskáli Selfossi ásamt Sign
· Tatto festival á Gauknum
· Bar 11
· Skarv - Kaupmannahöfn - DK
· Salonen Kaupmannahöfn - DK
· Pakkhúsið með Brain Police
· Gaukurinn með Brain Police
· Bar 11 ásamt Weapons
· Hádegistónleikar FÁ
· Vaxtarbroddur Hitt húsið
· Dillon
· Bar 11
· Hitt húsið
· TÞM - Rokk.is tónleikar
· Kastljósið
· Hitt húsið


2005

· Vestmannaeyjar - 2 tónleikar á Prófastinum.
· Þorláksmessu í Hljóðhúsinu
· Gaukur á Stöng
· Unplugged á Bar 11
· Útgáfutónleikar á Draugabarnum Stokkseyri
· Bar 11
· Kaffibarnum Selfossi
· Grand Rokk ásamt Touch og Diagon
· Tónleikar í Tónabæ ásamt Lokbrá og Pan.
· Styrktartónleikar UNICEF á Höfn í Hornarfirði
· Kvöldvaka í FSU
· TÞM Landwaves (who need air).
· Bar 11.
· Airwaves Gaukur á Stöng.
· Bar 11 ásamt Weapons og Coral.
· Grand Rokk ásamt Foghorns,Touch og Noise.
· Bar 11 Pepsi rock ásamt CC and skítur.
· Bar 11 ásamt Weapons
· Dalvík á "Fiskidagurinn mikli"
· Akureyri "Ein með öllu"
· Þjóðhátíð Vestmannaeyjum
· Bryggjuhátíð Stokkseyri ásamt Valgeiri Guðjónssyni
· Draugabarnum þegar Foo Fighters og Queens of the stoneage komu...
· Smekkleysa
· Sirkus ásamt Big Kahuna
· Cafe Judas Selfoss
· Gamla bókasafnið HFJ ásamt Bertel
· Aldrei fór ég suður - Ísafjörður
· Bar 11 ásamt Pind
· Gaukur á Stöng ásamt Brain police, Mínus og Dr. Spoc
· Grand Rokk NilFisk 2 ára afmælispartý ásamt Benny crespos gangog The Telepathetics
· Draugabarinn Stokkseyri
· Hitt húsið ásamt Viðusrstyggð og fl.
· Palace ásamt Touch
· Hljómsveitakeppni á Draugabarnum
· Palace (5 sinnum)
· Hitt húsið
· Stokkseyri Tónleikar á þakinu á Hólmaröst


2004

· Eyarbakki – íþróttahúsinu á 17. júni hátíð
· Sauðarkrókur - UMFÍ - unglingalandsmót
· Bryggjuhátíð Stokkseyri
· Draugabarinn Stokkseyri unplugged ásamt Hera
· Flúðaballinu ásamt Botnleðju
· Draugabarstónleikar NilFisk
· Fsu ásamt Hölt Hóra
· Selfoss ásamt Týr (Færeyjum) og Freak kitchen frá Svíðþjóð
· Hveragerði á Snúllabar mini rockfest ásamt Hölt Hóra Coral og fl...
· Hveragerði - Féló
· Selfossi - Féló.
· HM - café ásamt Coral og Benny Crespo´s Gang
· Skólaballi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
· Palace (3 sinnum)
· Grandrokk ásamt Benny Crespo´s og Coral
· Airwaves á Grandrokk
· Hitt húsið
· Laugardalshöll - Samfés með Rebekku
· Vor í Árborg


2003


· Sólbakkahátíð á Flateyri
· Grænlenskum nóttum á Flateyri
· Draugabarinn Stokkseyri
· Fsu ásamt Brain Police
· Laugardalshöll – NilFisk, Foo Fighters My Morning Jacket og Vynil
· Iðnó Reykjavík - 50 ára afmæli RT
· Selfoss Hvíta húsinu
· Stokkseyri - 50 ára afmæli BIB
· Rauða Húsinu á Eyrarbakka - Jónsmessunótt
· Palace
· Airwaves á Grandrokk
· Hitt Húsið
· Sjónvarpsþátturinn Ísland í bítið á Stöð 2
· Þorlákshöfn Féló
· Páskahátíð Hrútavina. Fyrsta gigg NilFisk
Skráð af Menningar-Bakki.

08.03.2020 08:56

51. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2002-2006 - haldinn föstudaginn 13. janúar 2006

 

.

.

 

 

 

51. fundur bæjarstjórnar Árborgar,

 

- kjörtímabilið 2002-2006 –

 

haldinn föstudaginn 13. janúar 2006 kl. 17:00

 

í Ráðhúsinu, Austurvegi 2, Selfossi.

 

 

 

Mætt:

Ásmundur Sverrir Pálsson

Þorvaldur Guðmundsson

Páll Leó Jónsson

Gylfi Þorkelsson

Ragnheiður Hergeirsdóttir

Margrét K. Erlingsdóttir

Einar Pálsson

Halldór Valur Pálsson

Torfi Áskelsson

Einar Njálsson, bæjarstjóri

Helgi Helgason, bæjarritari, ritaði fundargerð.

 

Fundargerð:

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20070903071727/http://stokkseyri.is/web/news.php?view=one&nid=998

 

Björn Ingi Bjarnason færði fundinn til myndar og fjölmarga Eyrbekkinga sem fylgdust með fundinum.

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Myndir á þessari slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/293129/

 


Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

07.03.2020 11:46

Munum ekki spara okkur

 

 

 

 

Munum ekki spara okkur

 

 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og Guðjón Ragnar Jónasson

rithöfundur ætla að skemmta gestum á Kaffi Kú í Eyjafjarðarsveit

í kvöld með kveðskap, gríni og kindasögum.

 

 

F erðafélagarnir Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson skemmta Norðlendingum með orðsins list um helgina. Kindur munu koma mjög við sögu í dagskránni. Þeir voru staddir í Staðarskála um kaffileytið í gær þegar ég náði sambandi við Guðna í síma. Hann lýsti áætlunum þeirra fúslega.

 

„Við byrjum á að fara á Hótel KEA í kvöld (föstudag 6. mars) og þar held ég ræðu yfir kótelettukörlum. Mun að sjálfsögðu ræða sauðkindina, þann eilífa bjargvætt Íslendinga og dásama hana í bak og fyrir. Síðan verðum við annað kvöld (laugardagskvöld 7. mars) að Garði í Eyjafjarðarsveit og spörum okkur ekki.

 

Guðjón er annar höfundur bókarinnar Kindasögur, hann les nokkrar góðar sögur úr henni og ég mun færa bændunum í Garði, Einari og Sesselju, að gjöf myndina af mér að kyssa kúna. Það er mynd allra tíma og á náttúrlega að hanga í þeirra glæsilega ferðamannafjósi.

 

Ég mun láta setja á hana vísuna góðu eftir hann Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum:

Allt sem vonum okkar brást,

allt sem mátti klaga,

allt sem Drottni yfirsást

ætlar Guðni að laga.


-og minna á að eitt sinn áttu Íslendingar ærlegan landbúnaðarráðherra sem lét sér ekki detta í hug að fella niður tolla eða flytja inn nýsjálenskt lamb.“

 

En er ekki visst stílleysi að vera með kindasögur á Kaffi Kú?

 

„Nei, hvorar tveggja tegundirnar eru klaufdýr og allir sem elska sauðfé koma að fá sér bjór og gleðjast. Kaffi Kú er mikill samverustaður í þessari glæsilegu sveit.

 

Ólst þú upp við sauðfé Guðni?

„Já, já, við áttum kindur, kýr og hross á Brúnastöðum. Ég kynntist sauðfénu ungur að árum og var sauðglöggur, þekkti ær á 100 metra færi og greindi af svipnum undan hvaða ám lömb voru. Svo var náttúrlega forystukind í hópnum. Það eru vitrar skepnur og fráar. Ég hitti 30 sauðfjárbændur í Bandaríkjunum sem voru með íslenskt forystufé, þeir sögðu að það væri vitrara en allir stjórnmálamenn Bandaríkjanna og prófessorar. Það heyrði í úlfinum á sléttunni og þegar það áttaði sig á að hann væri kominn þá safnaði það öllum hópnum saman og leiddi hann heim. Það var eins hér á landi, í óveðrum fóru forystukindur á undan hjörðinni og hringinn í kringum hana og komu henni í hús. Svo má ekki gleyma því að sauðþrjóskan hefur bjargað þessari þjóð og við höfum étið íslensku kindina upp til agna og nýtt allt af henni. Það eigum við að gera áfram.“

 

Jæja, Guðni, ég ætla ekki að tefja ykkur félaga lengur, svo þetta verður að duga. Þakka þér fyrir spjallið.

 

„Sömuleiðis. Gerðu mig sem frægastan. Kolla á Fréttablaðinu segir að ég sé athyglissjúkur fíkill!“


Fréttablaðið helgina 7. - 8. mars 2010

 


Skráð af Menninagr-Bakki.

07.03.2020 09:38

Vöfflukaffi Framsóknar 28. febrúar 2020

 

 

F.v.: Vilhjálmur Sörli Pétursson, Guðni Ágústsson og Björn Harðarson.

 

 

 Vöfflukaffi Framsóknar 28. febrúar 2020

 

 

Átjánda vöfflukaffi Framsóknar þessa vetrar var haldið föstudaginn 28. febrúar 2020 - kl. 17 - 18:30 í sal félagsins við Eyraveg á Selfossi.

 

Gestur vöfflukaffisins var Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra og f.v. formaður Framsóknarflokksins.

 

Húsfyllir og létt stemmning.

 

Björn Ingi Bjarnason færði til myndar.

Myndaalbúm á þesari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/293122/


Nokkrar myndir: 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.

 

 

 


Skráð af Menningar-Bakki.