Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.10.2019 21:22

25. október 1852 - Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn

 

 

 

 

25. október 1852 -

 

Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn

 

 

Þann 25. október árið 1852 var  Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn.

 

Hann er elsti barnaskólinn sem enn er starfræktur. 
 


 


Skráð af Menningar-Bakki

22.10.2019 20:42

Heiðursstund Geira á Stað 14. okt. 2019

 


F.v. Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, Ólafur Ragnarsson Ingólfur Hjálmarsson

og Siggeir Ingólfsson.
Heiðursstund Geira

 

   - á Stað 14. okt. 2019 -

 

 

Vinir alþýðunnar í Eyraþorpum  og Hrútavinir héldu kveðjuhóf fyrir Siggeir Ingólfsson f.v. staðarhaldara í Samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þann 14. október 2019. Þar hafa þessir aðilar undir forystu Geira haldið marga veisluna á þeim 7 árum sem hann rak Stað. Nú var boðið upp á svið og að venju lögðu margir í púkkið en sviðin komu frá Magnúsi Greirssyni á Fornusöndum.

 

Að venju var bókahappadrætti og nú bækur brá Bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi. Margar ræður voru  fluttar og Siggeir mærður í bak og fyrir og fékk hann gjafabréf frá Hótel Selfossi með mat og gistingu sem kveðjugjöf Vina alþýðunnar sem voru um 50 talsins á þessari hátíð.

 

Nýir aðilar þau; Elín Birna Bjarnfinnsdóttir og Ingólfur Hjálmarsson tóku við rekstri að Stað í sumar og er sami kraftur þar og fyrr enda mikið að gerast í mannlífi og fögnuðum á Stað.Siggeir Ingólfsson, yfirstrandvörður Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, er fluttur í Stykkishólm og mun þar sinna sérverkefnum Hrútavinafélagsins á nýjum stað enda hefur hann verið mjög virkur félagi í 20 ára farsælli sögu þess félags.Forseti Hrútavinafélagsins Örvars, Björn Ingi Bjarnason, skipaði Siggeir Ingólfsson sem yfir-eyjavörð Breiðafjarðareyja og Siggeir skipaði síðan Ingólf Hjálmarsson sem sinn eftirmann sem yfir-strandvörður á Suðurlandi.Samkoman var færð til myndar og er myndaalbúm á þessari slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/292429/


Nokkrar myndir:

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson og Siggeir Ingólfsson.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

21.10.2019 06:51

Merkir Íslendingar - Sigurjón Ólafsson

 Sigurjón Ólafsson (1908 - 1982).
 

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurjón Ólafsson 

 

 

Sigurjón Ólafsson myndhöggvari fæddist á Eyrarbakka 21. október 1908,

sonur Ólafs J. Árnasonar, verkamanns í Einarshöfn á Eyrarbakka, og Guðrúnar Gísladóttur. Hann var bróðir Guðna apótekara í Reykjavík og Gísla bakarameistara, föður Erlings leikara, föður Benedikts, leikara, leikstjóra og leikritahöfundar.

 

Fyrri kona Sigurjóns var Tove Ólafsson myndhöggvari en seinni og eftirlifandi kona hans er Inga Birgitta Spur sem hafði veg og vanda af listasafni hans í Laugarnesinu.

 

Sigurjón lauk sveinsprófi í málaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1927, stundaði nám hjá Ásgrími Jónssyni listmálara og síðar Einari Jónssyni myndhöggvara, nám í höggmyndalist hjá prófessor E. Utzon-Frank við Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928-35 og dvaldi við nám í Róm. Hann var búsettur í Kaupmannahöfn 1928-46 en síðan á Laugarnestanga við Reykjavík.

 

Sigurjón var í hópi brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi og er meðal virtustu myndhöggvara þjóðarinnar. Standmyndir og veggskreytingar eftir hann má víða sjá í Reykjavík, s.s. líkön af Friðriki Friðrikssyni, Héðni Valdimarssyni og Ólafi Thors. Þá gerði hann brjóstmyndir af séra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti og Tómasi Guðmundssyni skáldi. Af öðrum verkum hans sem prýða höfuðborgina má nefna Klyfjahest sem fyrst var fyrir ofan Hlemm og síðar milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar; Öndvegissúlurnar sem settar voru upp við Höfða, og minnismerki um stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 sem sett var upp við Hagatorg, að ógleymdri veggmynd á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar. Hann gerði auk þess um tvö hundruð mannamyndir af ýmsum þekktum Íslendingum.

 

Sigurjón var sæmdur heiðurspeningi úr gulli af Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og sæmdur hinum virta heiðurspeningi Eckersbergs. Verk hans er að finna á virtum listasöfnum víða um heim.

 

Sigurjón lést 20. desember 1982 og hvílir í kirkjugarðinum á Eyrarbakka.

 

 

Er 100 ár voru frá fæðingu Sigurjón Ólafssonar þann 21. október 2008 stóð Hrútavinafélagið Örvar, Litla-Hraun og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir blysför að listaverkinu Kríjunni austan við Eyrarbakka.

 

Myndaalbúm frá blysförinnu: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/245975/

 Skráð af Menningar-Bakki.

20.10.2019 20:50

Vanmetum ekki bein tengsl barna við list

 

 

Fót­bolta­menn.
Eitt verk­anna sem eru á sýn­ing­unni.

 

 

Vanmetum ekki bein tengsl barna við list

 

 

"Við ákváðum að setja upp þessa sýn­ingu til að vekja at­hygli á heild­ar­skrá verka Sig­ur­jóns á vefsíðu safns­ins en einnig til að minna á að til er fræðslupakki fyr­ir grunn­skóla­börn und­ir heit­inu Far­veg­ur mynd­list­ar til framtíðar. Þar eru verk­efni fyr­ir grunn­skóla­nema sem fjalla um mörg þeirra verka sem eru núna á sýn­ing­unni. Þessi fræðslupakki er aðgengi­leg­ur fyr­ir skóla, ekki aðeins í ná­grenni safns­ins hér í borg­inni held­ur fyr­ir kenn­ara út um allt land sem geta nálg­ast hann á net­síðu safns­ins,“ seg­ir Birgitta Spur, sýn­ing­ar­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar Sjón er sögu rík­ari, sem var opnuð í Lista­safni Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar á Laug­ar­nestanga í gær, laug­ar­daginn 19. október 2019.

 

Birgitta og dr. Alma­Dís Krist­ins­dótt­ir mynd­mennta­kenn­ari og mynd­menntamiðlari sömdu fyrr­nefnt fræðslu­efni fyr­ir nokkr­um árum.

 

„Við unn­um þetta sam­an og kynnt­um á net­inu á sín­um tíma, en með sýn­ing­unni núna er verið að fylgja þessu eft­ir, minna á að þetta fræðslu­efni er til. Á sýn­ing­unni eru val­in verk frá lista­manns­ferli Sig­ur­jóns allt frá náms­ár­un­um í Dan­mörku og fram til 1982, sem var árið sem hann lést,“ seg­ir Birgitta og legg­ur áherslu á að sýn­ing­in myndi heild og því sé til­valið fyr­ir kenn­ara sem hafa nýtt sér fræðslu­efnið á net­inu að koma með nem­end­ur á staðinn til að skoða verk­in í raun­heim­um.

 

Skipt­ir máli að standa frammi fyr­ir lista­verki

„Sýn­ing­in er mjög spenn­andi og fal­leg, á henni eru 26 verk eft­ir Sig­ur­jón og þar eru til dæm­is nokk­ur helstu lyk­il­verk hans frá fót­bolta­tíma­bil­inu svo­kallaða 1936 og 1937. Við sýn­um nokkr­ar frum­mynd­ir að verk­um sem hafa verið stækkuð og staðsett ut­an­dyra í op­in­beru rými, svo sem verkið Fót­bolta­menn sem stend­ur á Faxa­torgi á Akra­nesi, Grímu sem var reist við Borg­ar­leik­húsið í Reykja­vík og frumdrög að Vík­ingi sem Sig­ur­jón hjó í grá­stein og stend­ur fyr­ir utan Lista­safn Íslands á Frí­kirkju­vegi. Þessi sýn­ing veit­ir líka for­eldr­um kjörið tæki­færi til að koma með börn­in sín hingað og opna fyr­ir þeim heim mynd­mennta. Sýn­ing­in er ekki síður fyr­ir hinn al­menna sýn­ing­ar­gest; að skoða breitt úr­val verka Sig­ur­jóns frá öll­um hans ferli.“

 

Birgitta seg­ir að sér finn­ist skipta óhemju­miklu máli að mynd­list fyr­ir­finn­ist í um­hverfi barna.

 

„Ég hef heyrt hvaða áhrif það get­ur haft á fólk seinna meir að það hafi í bernsku verið í sjón­færi við góða mynd­list. Nem­end­ur í Laug­ar­nesskóla geta til dæm­is upp­lifað slíkt, því þar er heill sal­ur með verk­um Jó­hanns Briem. Það má ekki van­meta þessi beinu tengsl barna við list­ina; að þau geti staðið frammi fyr­ir lista­verk­um, sjái þau ekki ein­vörðungu í bók­um, því það er alls ekki sama upp­lif­un,“ seg­ir Birgitta og bæt­ir við að mynd­list sé afar ung list­grein á Íslandi.

 

„Í raun er mynd­list­in á bernsk­u­stigi hér á landi ef við ber­um sam­an við bók­mennt­irn­ar. Það hef­ur verið lif­andi umræða um bók­mennt­ir hér á landi al­veg frá því Rasmus Christian Rask stofnaði Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag árið 1816. Það er hefð fyr­ir því hér að fjalla um bók­mennt­ir og sú umræða á sér stöðugt stað. Bók­mennt­irn­ar eru tengd­ar tungu­mál­inu en mynd­list­in er allt ann­ar miðill, sem ger­ir þetta svo­lítið snúið. Hvernig á að nálg­ast lista­verk? Það þarf ein­hvern lyk­il til að opna skiln­ing fólks á mynd­list.“

 

Frek­ari upp­lýs­ing­ar um fræðslu- og viðburðadag­skrár á  www.listasafn.is.

 


Birgitta Spur,

ekkja myndhöggvarans Sigurjón Ólafssonar frá Eyrarbakka.

 Morgunblaðið
Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir
khk@mbl.is


Skráð af Menningar-Bakki.

19.10.2019 09:07

Leiðir gesti um sýningu safnsins

 

 

Inga Lára Baldvinsdóttir.

 

 

Leiðir gesti um sýningu safnsins

 

 

Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward í Þjóðminjasafni Íslands á morgun, sunnudaginn 20. október 2019 kl. 14:00. 

 

„Ward var kunnur maður á Íslandi um aldamótin 1900. Hann gerði út frá Hafnarfirði en ferðaðist einnig um landið og keypti fisk til útflutnings. Hann kenndi Íslendingum að nýta minni fisk og staðgreiddi með peningum sem var nýlunda hér á landi. Ward var áhugaljósmyndari og tók myndir af daglegu lífi og frá fáförnum slóðum áður en Íslendingar hófu að taka myndir af áhugamennsku,“ segir m.a. um sýninguna í tilkynningu. 


 

Skráð af Menningar-Bakki.
 

17.10.2019 20:03

Braggabíóið heppnaðist vonum framar

 

 

 

 

Hallskot ofan Eyrarbakka

 

 

Braggabíóið heppnaðist vonum framar


 

 - þann 4. október  2019 -

 


Dagskráin miðvikudaginn 16. október 2019.
 Skráð af Menninagr-Bakki.


 

16.10.2019 06:51

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

 

Pétur Pétursson (1918 - 2007)

 

 

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

 

 

Pétur Pétursson fæddist á Eyrarbakka 16. október 1918 en ólst upp á Bráðræðisholtinu og á Framnesveginum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka, og k.h., Elísabet Jónsdóttir húsfreyja.

 

Pétur skólastjóri var sonur Guðmundar, bónda í Langholtsparti í Flóa Sigurðssonar, bróður Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, föður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups.

 

Móðurbróðir Péturs var Bergsteinn, langafi Atla Heimis Sveinssonar, en móðursystir Péturs var Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar sagnfræðiprófessors.

 

Elísabet var dóttir Jóns, alþm. á Eyvindarmúla Þórðarsonar.

 

Meðal systkina Péturs var Jón Axel bankastjóri.
 

 

Eiginkona Péturs var Ingibjörg Birna Jónsdóttir húsfreyja en dóttir þeirra, Ragnheiður Ásta, var útvarpsþulur um áratuga skeið, móðir Eyþórs Gunnarssonar tónlistarmanns og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, faðir hennar Jón Múli Árnason, útvarpsþulur, seinni maður Ragnheiðar Ástu. 
 

 

Pétur stundaði nám við lýðháskólann í Tarna og í skólum sænska alþýðusambandsins og samvinnusambandsins í Svíþjóð og Pitman's College í London 1937-38. Hann var sendill og síðar bankaritari í Útvegsbankanum í Reykjavík, 1931-42, og þulur hjá Ríkisútvarpinu 1941-55 og 1970-88. Auk þess var Pétur kaupmaður í Reykjavík og umboðsmaður skemmtikrafta 1955-70, var leiðsögumaður hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1950-60 og auglýsingastjóri Alþýðublaðsins 1958-59.
 

 

Pétur sá um útgáfu og ritaði formála að bókinni Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni, útg. í Reykjavík 1986. Hann sinnti dagskrárgerð í fjölda ára, stýrði m.a. barnatíma á árunum 1943-44, og sá um útvarpsþættina Lög og létt hjal og Sitt af hverju tagi. Þá tók hann saman fjölda þátta um mannlífið í Reykjavík fyrri tíma. Hann stóð fyrir fyrstu dægurlagasamkeppninni hér á landi á Hótel Íslandi árið 1939.

 

Pétur var vinsæll útvarpsþulur, hafði hljómþýða rödd og listilega framsögn. Hann lést 23. apríl 2007.Skráð af Menningar-Bakki.

15.10.2019 06:39

Gunnar Björnsson, prestur og tónlistarmaður - 75 ára

 

 

 

Gunnar Björnsson,

prestur og tónlistarmaður – 75 ára

 

Heldur þrenna afmælistónleika

 

Gunn­ar Björns­son fædd­ist 15. októ­ber 1944 á Frakka­stíg 6a í Reykja­vík og ólst upp í miðbæn­um. Hann gekk í Laug­ar­nesskóla, varð stúd­ent frá Versl­un­ar­skóla Íslands 1965, lærði á pí­anó hjá Carli Bill­ich og Helgu Lax­ness, og í Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík. Hann nam celló­leik hjá dr. Heinz Edel­stein og Ein­ari Vig­fús­syni og lauk ein­leiks­prófi 1967. Nam celló­leik í Weim­ar sumr­in 1981-87 og 1989 og hef­ur sótt fleiri nám­skeið. Gunn­ar varð cand.theol. frá HÍ 1972.

 

Gunn­ar var celló­leik­ari í Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands 1960-70, kenn­ari við Barnamús­íkskóla Reykja­vík­ur 1963-72, tón­list­ar­gagn­rýn­andi Vís­is 1969-72, aðstoðarmaður Æsku­lýðsfull­trúa þjóðkirkj­unn­ar 1970, og garðpró­fast­ur á Nýja-Garði frá 1970-1972. Gunn­ar vígðist prest­ur til Bol­ung­ar­vík­ur 1972, var prest­ur Frí­kirkju­safnaðar­ins 1982-1989, sókn­ar­prest­ur í Holti í Önund­arf­irði 1989-2000 og sókn­ar­prest­ur á Sel­fossi 2002-2009.

 

Önnur störf: Gunn­ar var stunda­kenn­ari við Grunn­skóla Bol­ung­ar­vík­ur og Tón­list­ar­skól­ann þar 1972-82, kenn­ari við Tón­list­ar­skóla Ísa­fjarðar 1973-82 og Tón­list­ar­skóla Flat­eyr­ar 1991-94, og kenn­ari á org­an­istanám­skeiðum í Skál­holti. Gunn­ar var í Kammer­sveit Vest­fjarða frá stofn­un 1974, í Tríói Suður­lands frá stofn­un 1999, söng­stjóri Karla­kórs­ins Ægis í Bol­ung­ar­vík 1979-82 og Karla­kórs Vest­ur-Ísfirðinga 1990, org­an­isti og söng­stjóri Flat­eyr­ar­kirkju frá 1991-2000 og stjórn­andi og und­ir­leik­ari kórs fanga á Litla-Hrauni 2003-2008m en Gunn­ar sinnti prestsþjón­ustu á rétt­ar­geðdeild­inni Sogni árum sam­an. Gunn­ar var ein­leik­ari á celló með Sin­fón­íu­hljóm­sveit áhuga­manna 1997, hef­ur leikið á celló við kirkju­leg­ar at­hafn­ir, haldið tón­leika hér á landi og komið fram er­lend­is. Hann var leiðsögumaður ferðamanna um Njálu­slóðir sumr­in 2001 og 2002.

 

Gunn­ar var formaður Fé­lags guðfræðinema og rit­stjóri Orðsins, tíma­rits Fé­lags guðfræðinema, á náms­ár­um. Hann var formaður skóla­nefnd­ar Bol­ung­ar­vík­ur frá 1973 í mörg ár og sat í Fræðsluráði Vest­fjarða 1974-82, formaður 1980-82, var­a­full­trúi í bæj­ar­stjórn Bol­ung­ar­vík­ur fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn 1974-78, varaþingmaður Borg­ara­flokks­ins í Reykja­vík, var fyrsti formaður Styrkt­ar­fé­lags vangef­inna á Vest­fjörðum 1976-80, sat í fyrstu stjórn Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar og var formaður Presta­fé­lags Suður­lands 2005-2012.

 

Gunn­ar skrifaði 1988 bók­ina Svarti sauður­inn og hef­ur samið grein­ar, smá­sög­ur og ljóð. Hann hef­ur þýtt fjöl­marg­ar bæk­ur m.a. Dauðabúðirn­ar við Kwaífljót, eft­ir Er­nest Gor­don og skýr­ing­ar við öll 66 rit Biblí­unn­ar.

 

Gunn­ar lék Svít­ur nr. I og II fyr­ir ein­leikscelló eft­ir J.S. Bach á hljóm­plötu 1988 og lék á pí­anó und­ir söng eig­in­konu sinn­ar á hljómdisk­in­um Ljóðasöng­ur og óperuarí­ur 2012.

 

Gunn­ar hlaut fjölda verðlauna á stúd­ents­prófi 1965 og starfs­laun lista­manna 1989. Hann var kjör­inn Mel­vin Jo­nes fé­lagi Li­ons­hreyf­ing­ar­inn­ar 2005, fékk viður­kenn­ingu Styrkt­ar­fé­lags fatlaðra á Vest­fjörðum 2006 og um­hverf­is­verðlaun Árborg­ar 2008.

 

Í til­efni af­mæl­is­ins verða haldn­ir þrenn­ir tón­leik­ar, af­mæl­is­barnið leik­ur á selló, en meðleik­ar­ar á pí­anó verða Agnes Löve og Hauk­ur Guðlaugs­son. Hinir fyrstu verða í For­sæti í Flóa­hreppi í kvöld kl. 21.00. Aðrir verða í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík 20.10. kl. 17.00 og hinir þriðju á Grund í Reykja­vík 22.10. kl. 16.30. Aðgang­ur er ókeyp­is.

 

Fjöl­skylda

 

Maki I:

Veronica Marga­ret Jarosz, f. 24.5. 1944, iðjuþjálfi og mynd­list­armaður. Þau skildu. For­eldr­ar Veronicu voru hjón­in Wlodzi­meirz Ant­oni Jarosz, flug­stjóri í breska hern­um og Marga­ret Joan Shacklet­on, f. Aikm­an.

Börn þeirra:

1) Ingi­björg, f. 31.3. 1968, master í lög­fræði frá HÍ og starfar við Lands­rétt. Maki: Högni Pét­ur Sig­urðsson, birg­ir. Börn þeirra eru Högni Gunn­ar, f. 2002 og Ásbjörn Thor, f. 2007.

2) Björn Ólaf­ur, f. 12.2. 1970, tón­list­ar­kenn­ari við Tón­mennta­skól­ann í Reykja­vík, deild­ar­stjóri í Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs og leiðsögumaður er­lendra stang­veiðimanna á sumr­in. Maki: Hall­fríður Sól­veig Þor­geirs­dótt­ir, teikn­ari. Börn þeirra eru Sól­veig Blær, f. 2001, Þor­geir Logi, f. 2005, Unn­ur Elísa­bet, f. 2005.

 

Maki II:

Ágústa Aðal­heiður Ágústs­dótt­ir, f. 20.6. 1937, söng­kona, mynd­list­armaður og hús­freyja. For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Ágúst Aðal­steinn Jóns­son, sjó­maður á Þing­eyri, f. 1897, d. 1937, og Guðmunda Ágústa Jóns­dótt­ir, hús­freyja og verka­kona, f. 1901, d. 1990. Stjúp­börn Gunn­ars: Árni Sveins­son, húsa­smíðameist­ari og fv. landsliðsmaður í knatt­spyrnu , f. 1956; Halla Sveins­dótt­ir, hús­móðir og versl­un­ar­maður, f. 1959, d. 2003, og Unn­ur Sveins­dótt­ir, hús­móðir og versl­un­ar­maður, f. 1964.

 

Systkini Gunn­ars:

Björn tón­list­armaður, f. 26.1. 1948, Ragn­ar veit­ingamaður, f. 3.1.1949, d. 12.12. 2004, Ragn­heiður gler­augna­fræðing­ur f. 26.12. 1952 og Odd­ur bás­únu­leik­ari í Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands, f. 15.9. 1959. Hálf­bróðir sam­feðra er Jón Björns­son, húsa­smíðameist­ari, f. 7.9. 1941.

 

For­eldr­ar Gunn­ars voru hjón­in Björn Ró­senkr­anz Ein­ars­son, hljóm­sveit­ar­stjóri í Reykja­vík og 1. bás­únu­leik­ari í Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands, f. 16.5. 1923, 19.5. 2014, og Ingi­björg Gunn­ars­dótt­ir, hár­greiðslu­meist­ari í Reykja­vík, f. 28.3. 1925, d. 14.11. 1999.

 

 

. 


Séra Gunnar og frú Ágústa í Selfosskirkju. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. 

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 15. október 2019.Skráð af Menningar-Bakki.

 

 

 

 

 

 

 

13.10.2019 10:02

13. okt. 2019 - Skandali á Selfossi! Bókakaffið 13 ára!

 

 

 

 

 - 13. okt. 2019 -

Skandali á Selfossi! Bókakaffið 13 ára!

 

 

Í dag, sunnudaginn 13. október 2019, blæs Bókakaffið við Austurveg á Selfossi til afmælisfögnuðar, í tilefni 13 farsælla ára í rekstri.


Þar sem við erum nú komin á skandalaaldur er vel við hæfi að fá skáldahópinn Skandala til að fagna með okkur.Fjölmörg ung og efnileg skáld tóku þátt í útgáfu fyrsta tímarits Skandala nú á vordögum.
 


Fram koma:


Ægir Þór Jähnke
Aldís Dagmar Erlingsdóttir
Tanja Rasmussen
Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson
Harpa Rún Kristjánsdóttir

 


Við hefjum leika klukkan 17. og bjóðum kaffi og sæti meðan húsrúm leyfir.
 

Táningar á öllum aldri eru hvattir til að mæta!Skráð af Menningar-Bakki.

13.10.2019 08:44

13. október 1987 - Kýr synti yfir Önundarfjörð

 

 

Séð frá Valþjófsdal og yfir til Flateyrar. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

 - 13. október 1987 -

Kýr synti yfir Önundarfjörð

 

 

Kýr synti yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal þann 13. október 1987.
 

 

Hún hafði verið leidd til slátrunar en reif sig lausa og lagðist til sunds. Kýrin hét Harpa en eftir afrekið var hún kölluð Sæunn.
 

 

Á sjómannadaginn árið eftir eignaðist hún kálf sem nefndur var Hafdís. 

 

Sæunnarhaugur í Valþjófsdal hvar sundkýrin Sæunn er heygð.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 Skráð af Menningar-Bakki