Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.05.2018 06:45

Fjör í Flóa - Félagslundur 26. maí 2018

 

 

 

Fjör í Flóa  - Félagslundur 26. maí 2018

 

Fjör í Flóa -Fjölskyldu- og menningarhátíð í Flóahreppi 25. maí - 26. maí 2018


Félagslundur 26. maí kl. 20:30

 

Tónahátíð/Kvöldvaka/Kosningakvöld/

 

Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms. Tónleikar með þeim Guðrúnu Gunnarsdóttur, Jogvan Hansen og Pálma Sigurhjartarsyni. Þau fluttu vinsælustu lög hinna ástsælu systkina. Allar perlurnar sem þú elskar, hver konfektmolinn á fætur öðrum.

 

Tónlistaviðurður sem enginn vildi missa af. Frítt inn. Hægt var að kaupa sér létta veitingar. Meðal annars var boðið uppá Köku ársins frá Guðna Bakara. 

 

Veislustjóri var Guðni Ágústsson f.v. landbúnaðaráðherra frá Brúnastöðum.Myndaalbúm með 26 myndum komið á Menningar-Stað:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286250/

Ljísm.: Björn Ingi Bjarnason

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.


Fyrstu tölur úr Árborg að koma.Skráð af Menningar-Staður
 

27.05.2018 07:08

Lokatölur í Árborg: Meirihluti D-listans fallinn

 

 

 

Lokatölur í Árborg: Meirihluti D-listans fallinn

 

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Árborg er fallinn en lokatölur birtust kl. 01:08. D-listinn fær fjóra bæjarfulltrúa.

 

Á kjörskrá eru 6.594 einstaklingar og talin hafa verið 4.636 atkvæði. Kjörsókn var 70,31%.

 

D-listinn fær 38,3% atkvæða og fjóra bæjarfulltúa og tapar tæpum 13% atkvæða frá árinu 2014.

 

Samfylkingin heldur sínum tveimur bæjarfulltrúum með 20% atkvæða, Framsókn og óháðir fá 15,5% atkvæða og halda sínum fulltrúa, Miðflokkurinn fær 10,7% atkvæða og einn fulltrúa og Áfram Árborg fær 8,5% og einn fulltrúa.

 

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn:

 

1. Gunnar Egilsson, D-lista
2. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
3. Brynhildur Jónsdóttir, D-lista
4. Helgi S. Haraldsson, B-lista
5. Kjartan Björnsson, D-lista
6. Tómas Ellert Tómasson, M-lista
7. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
8. Ari Björn Thorarensen, D-lista
9. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista

 

Næsti maður inn er Sólveig Þorvaldsdóttir, B-lista, sem vantaði 66 atkvæði til að fella Sigurjón Vídalín.

 

 

 

Áfram Árborg hlaut 376 atkvæði eða 8,5 prósent.

Framsóknarflokkur hlaut 687 atkvæði eða 15,5 prósent. 

Sjálfstæðisflokkur hlaut 1698 atkvæði eða 38,3 prósent.

Miðflokkurinn hlaut 476 atkvæði eða 10,7 prósent.

Samfylkingin hlaut 891 atkvæði eða 20,1 prósent.

Vinstri græn hlutu 309 atkvæði eða 7 prósent.
Skráð af Menningar-Staður


 

 

26.05.2018 19:02

2.5 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 

.
 

 

2.5 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 

Nú í 21. viku ársins 2018 gerðist það að  -Vefurinn Menningar-Staður-  fór yfir 2.500.000 flettinga alls

(tvær komma fimm milljónir flettinga og gestirnir yfir 257.000 talsins).

 

Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar og sýnir enn frekar að vefurinn er einn af kjölfestu netmiðlum á Suðurlandi.Skráð af Menningar-Staður

26.05.2018 15:08

Sveitastjórnakosningar 26. maí 2018

 


Sitjandi eru aðalmenn í kjörstjórn í deild 5 á Eyrarbakka.
F.v.: Lýður Pálsson, Birgir Edwald og María Gestsdóttir.
Standandi eru f.v: Arnar Ólafsson, varamaður í kjörstjórn
og Siggeir Ingólfsson, dyravörður.

 

Sveitastjórnakosningar 26. maí 2018

 

Kjörstaðir voru opnaðir klukk­an níu, en kosið verður til sveit­ar­stjórna í 71 sveit­ar­fé­lagi.

 

Á kjör­skrá til sveit­a­stjórna­kosn­inga eru liðlega 248 þúsund manns og eru það um 8.200 fleiri en í kosn­ing­un­um fyr­ir fjór­um árum. 12 þúsund er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar eru á kjör­skrá fyr­ir.


Á Eyrarbakka í Sveitarfélaginu Árborg er Kjördeild 5 í Félagsheimilinu Stað og er kjörfundur opinn til kl. 22:00


Menningar-Staður myndaði kjörstjórn á Eyrarbakka.

 

.

Yfirdyravörður í kjördeild 5 á Eyrarbakka er Siggeir Ingólfsson.

.

 

6 listar eru í kjöri í Sveitarfélagini Árborg.Skráð af Menningar-Staður

 

23.05.2018 22:33

Fiskiveisla að Stað 23. maí 2018

 


Hjallastefnumeistarnir Halldór Páll Kjartansson og Siggeir Ingólfsson.
 

 

Fiskiveisla að Stað 23. maí 2018

 

Vinir Alþýðunnar, undir forystu Siggeirs Ingólfssonar útvegsbónda á Sölvabakka, buðu til fiskiveislu að Stað á Eyrarbakka í köld, miðvikudaginn 23. maí 2018, og var fjölmenni.  Þar var verið að fagna lokum  vetrarvertíðar sem voru á fyrri tíð þann 11. maí.

 

Á borðum var siginn fiskur; veitt og verkað í vor af Vinum Alþýðunnar í anda Hjallastefnunnar.

 

Vestfirska forlagið á Þingeyri sendi kveðjur á hátíðina og gaf bækur í bókaslottóið þar sem Vigdís Hjartardóttir drá út vinningashafa.

 

Menningar-Staður færði til myndar og myndaalbúm komið á Menningar-Stað

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286230/


Nokkrar myndir:


 

 

.

,

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 
 

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

23.05.2018 06:32

Fimm flokkar inni í Árborg en Ásta úti

 

 

 

Fimm flokkar inni í Árborg en Ásta úti

 

Ef marka má niðurstöðu síma- og netkönnunar sem Gallup gerði meðal íbúa Árborgar dagana 11.–16. maí sl. munu fimm flokkar ná inn fulltrúum í bæjarstjórn í kosningunum á laugardag. Sjálfstæðisflokkur fengi samkvæmt könnuninni fjóra menn og Samfylkingin tvo. Framsókn og óháðir, Miðflokkur og Áfram Árborg fengju einn mann hvert framboð.

 

Verði þetta niðurstaðan á laugardag myndu aðeins tvær konur ná inn í bæjarstjórn en sjö karlar.

 

Í könnuninni lýstu 40% stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, 19,1% við Samfylkinguna, 11,9% við Framsókn og óháða, 10,2% við Miðflokkinn, 10% við Áfram Árborg og 8% við Vinstri græna. Aðrir fengu 0,8%.

 

Úrtakið var 1.382 manns í Árborg, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá. Vert er að taka fram að þegar könnunin fór fram átti u.þ.b. þriðjungur svarenda eftir að gera upp hug sinn. 56,7% svarenda tóku afstöðu til framboðanna en 9,2% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa.


Skráð af Menningar-Staður

22.05.2018 20:16

Merkir Íslendingar - Sæmundur fróði

 

 

Sæmund­ur á seln­um Högg­mynd Ásmund­ar Sveins­son­ar

við Háskóla Íslands sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

 

Merkir Íslendingar - Sæmundur fróði

 

Sæmund­ur fróði Sig­fús­son fædd­ist árið 1056. Faðir Sæ­mund­ar var Sig­fús Loðmund­ar­son, prest­ur í Odda, Loðmunds­son­ar, Svarts­son­ar, Úlfs­son­ar aurgoða. Móðir hans var Þórey dótt­ir Eyj­ólfs halta, son­ar Guðmund­ar ríka Eyj­ólfs­son­ar.

 

Sæmund­ur fór ung­ur utan til náms. Ekki er vitað ná­kvæm­lega hvar það var, en eng­inn eig­in­leg­ur há­skóli var til í Evr­ópu á þess­um tíma. Sæmund­ur hef­ur því stundað nám við klaust­ur­skóla eða á ein­hverju bisk­ups- eða fræðasetri. Hann kom lík­lega heim ein­hvern tíma á ár­un­um 1076-1078.

 

Sæmund­ur sett­ist að í Odda eft­ir heim­kom­una, vígðist til prests og lét reisa kirkju helgaða heil­ög­um Nikulási. Hann hélt skóla í Odda og var tal­inn einn lærðasti maður síns tíma. Hann skrifaði um sögu­leg efni, svo sem Nor­egs­kon­unga. Rit hans eru öll glötuð en lík­lega voru þau rituð á lat­ínu. Þá var hann einnig einn rit­beiðenda að Íslend­inga­bók Ara fróða og Ari bar bók­ina und­ir hann þegar hann var bú­inn að skrifa hana. Odd­ur Snorra­son munk­ur vitn­ar einnig til rita Sæ­mund­ar í Ólafs sögu Tryggva­son­ar og einnig er vitnað í hann í Land­náma­bók.

 

Sæmund­ur stóð að lög­töku tí­und­ar á Íslandi á ár­un­um 1096 til 1097 ásamt Giss­uri Ísleifs­syni bisk­upi og Markúsi Skeggja­syni lög­sögu­manni og að hans ráði settu bisk­up­arn­ir Þor­lák­ur Run­ólfs­son og Ketill Þor­steins­son kristnirétt hinn eldri 1123.

 

Það orð fór af Sæ­mundi að hann væri fjöl­kunn­ug­ur. Ýmsar þjóðsög­ur eru til um galdrak­unn­áttu hans og viðskipti við Kölska, eins og sag­an af því þegar Sæmund­ur kom heim úr námi og fór yfir hafið á baki Kölska, sem var í sels­líki.

 

Kona Sæ­mund­ar var Guðrún Kol­beins­dótt­ir. Börn þeirra voru Eyj­ólf­ur prest­ur í Odda, Loðmund­ur, Þórey og Loft­ur, prest­ur í Stóra-Dal und­ir Eyja­fjöll­um og í Odda. Son­ur Lofts var Jón Lofts­son, höfðingi í Odda og fóstri Snorra Sturlu­son­ar.

 

Sæmund­ur fróði lést 22. maí 1133.

 

 
 Skráð af Menningar-Staður.

22.05.2018 07:02

Frá aðalfundi Eyrarbakkakirkju

 

 

 

 

Frá aðalfundi Eyrarbakkakirkju


sem haldinn var miðvikudaginn 16. maí 2018

 


Ljósm.: Vilbergur Prebensson

 
Skráð af Menningar-Staður

21.05.2018 10:27

21. maí 2018 - 102 ára ártíð Skúla Thoroddsen

 


Skúli Thoroddsen (1859-1916).
 

 

21. maí 2018 - 102 ára ártíð Skúla Thoroddsen

 

Skúli Thoroddsenb var fæddur í Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, dáinn 21. maí 1916. Foreldrar: Jón Thoroddsen (fæddur 5. október 1818, dáinn 8. mars 1868) sýslumaður og skáld og kona hans Kristín Ólína Þorvaldsdóttir, fædd Sívertsen (fædd 24. júní 1833, dáin 27. nóvember 1879) húsmóðir, dóttir Þorvalds Sívertsens alþingismanns. (Ættarskrá XV.) Bróðir Þórðar Thoroddsens alþingismanns, faðir Skúla, Katrínar og Sigurðar alþingismanna Thoroddsens og Ragnhildar konu Pálma Hannessonar alþingismanns.Maki (11. október 1884): Theodora Friðrika Guðmundsdóttir Thoroddsen (fædd 1. júlí 1863, dáin 23. febrúar 1954) húsmóðir og skáld. Foreldrar: Guðmundur Einarsson alþingismaður og kona hans Katrín Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Sívertsens alþingismanns. Börn: Unnur (1885), Guðmundur (1887), Þorvaldur (1888), Skúli (1890), Þorvaldur (1892), Kristín Ólína (1894), Katrín (1896), Jón (1898), Ragnhildur (1899), Bolli (1901), Sigurður (1902), Sverrir (1904), María Kristín (1906).


 

Stúdentspróf Lsk. 1879. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1884.
 

Settur málaflutningsmaður við landsyfirdóminn 1. ágúst 1884. 
Sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1884–1892. Vikið frá 1892. Lausn með eftirlaunum 1895. 
Stjórnaði kaupfélagi á Ísafirði 1888–1901, það annaðist m.a. saltfisksölu til Miðjarðarhafslanda. 
Rak verslun á Ísafirði 1895–1915. 
Ritstjóri og bóndi á Bessastöðum á Álftanesi 1901–1908 og rak þar prentsmiðju. 
Fluttist til Reykjavíkur 1908 og átti þar heima síðan.


 

Skipaður í milliþinganefndina 1907. Yfirskoðunarmaður landsreikninga 1908–1913. Í milliþinganefnd í launamálum 1914. Í velferðarnefnd 1915.


 

Alþingismaður Eyfirðinga 1890–1892, alþingismaður Ísfirðinga 1892–1902, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1903–1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

 

Forseti sameinaðs þings 1909–1911. Varaforseti neðri deildar 1901, varaforseti sameinaðs þings 1909.


Skúli Thoroddsen er lagafi Katrínar Jakobsdóttur forsæisráðherra.


 

Ævisögu hans hefur ritað Jón Guðnason: Skúli Thoroddsen, tvö bindi (1968 og 1974).


 

Ritstjóri: Þjóðviljinn (1887–1891). Þjóðviljinn ungi (1892–1899). Þjóðviljinn (1901–1915). Fram (1898). Sköfnungur (1902). Norður-Ísfirðingur (1911).

 

 

Alþingismannatal - www.alþingi.isSkráð af Menningar-Staður

20.05.2018 08:59

Merkir Íslendingar - Steingrímur Thorsteinsson

 

 

Steingrímur Thorsteinsson.

 

Merkir Íslendingar - Steingrímur Thorsteinsson

 

Steingrímur fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi 19. maí 1831, sonur Bjarna Thorsteinsonar amtmanns og Þórunnar Hannesdóttur.Bjarni var amtmaður í Vesturamti og síðar í Suðuramti, stiftamtmaður og alþingisforseti, sonur Þorsteins Steingrímssonar í Kerlingadal, bróður Jóns eldklerks, en Þórunn var dóttir Hannesar Finnssonar, eins mesta lærdómsmanns á biskupsstóli í Skálholti, og Valgerðar Jónsdóttur, sýslumanns á Móeiðarhvoli Jónssonar. Hannes var sonur Finns Jónssonar, biskups í Skálholti. Eftir lát Hannesar varð Valgerður kona Steingríms Jónssonar, biskups í Laugarnesi.

 

Bróðir Þórunnar var Ólafur Finsen yfirdómari, afi Niels Ryberg Finsen, ljóslæknis og Nóbelsverðlaunahafa. Bróðir Steingríms var Árni Thorsteinsson landfógeti.


 

Fyrri kona Steingríms var Lydia Wilstrup sem lést 1882 og eignuðust þau einn son, en seinni kona hans var Guðríður Eiriksdóttir og eignuðust þau fimm börn. Yngst þeirra var Axel Thorsteinsson fréttamaður.


 

Steingrímur lauk stúdentsprófum 1851, embættisprófi í málfræði við Hafnarháskóla 1863 en var þar við ritstörf og kennslu til 1872. Þá kom hann heim, bjó lengst af í húsi sínu við Austurvöllinn, kenndi við Latínuskólann og var þar rektor frá 1904.

 

Steingrímur var, líkt og Hannes, afi hans, mikill menningarfrömuður. Hann var háklassískur að mennt, málfræðingur og grísku- og latínumaður og þýddi m.a. Þúsund og eina nótt og Ævintýri H.C. Andersens.


 

Steingrímur er líklega merkastur íslenskra, síðrómantískra skálda, var feikilega vinsæll af samtíð sinni, dæmigerður rómantíkus og sjálfur sérfræðingur í rómantískum bókmenntum. Ljóð hans loga af ástarþrá, frelsisþrá og óði til íslenskrar náttúru, sem var mikilvægt framlag til þjóðfrelsisbaráttunnar, enSteingrímur var mjög handgenginn Jóni Sigurðssyni forseta.

 

 

Nefna má ljóð hans Smaladrengurinn og við það er fallegt og vinsælt lag eftir Önfirðinginn Skúla Halldórsson.Hannes Pétursson skáld skrifaði ágæta bók um ævi Steingríms og skáldskap.

 

 

Frá Arnarstapa þann 12. maí 2018.   Ljósm.: BJörn Ingi Bjarnason.
 

 

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður