Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.08.2018 18:14

Þetta gerðist - 10. ágúst 1907 - Friðrik VIII kemur til Flateyrar við Önundarfjörð

 


Konungsskipið Birma á Flateyrarhöfn þann 10. ágúst 1907.

Ljósm.: Hermann Wendel á Þingeyri.

 

 

Þetta gerðist - 10. ágúst 1907
 

Friðrik VIII kemur til Flateyrar við Önundarfjörð

 

Friðrik VIII. konungur Danmerkur og Íslands kom siglandi hingað til lands frá Færeyjum á konungsskipinu Birma ásamt fríðu föruneyti. Þar á meðal var forsætisráðherra Dana, embættismenn og foringjar úr danska hernum. Auk þess var gufuskipið Atlanta með í för, en innanborðs voru 40 ríkis- þingmenn á danska þinginu, blaðamenn og fleiri gestir. Auk þess fylgdu skipunum tvö beitiskip danska hersins, Geysir og Hekla.

 

Eftir nokkurra daga dvöl í Reykjavík og ferðalag austur á Þingvöll, að Geysi og Gullfossi, var siglt út Faxaflóa, fyrir Snæfellsnes og til Vestfjarða.

 

Það var laugardaginn 10. ágúst 1907. Að kvöldi þess dags kasta skipin akkerum inni við Flateyri á Önundarfirði og höfðust þar við um nóttina.

 

Tveir danskir ritstjórar gáfu út bók um Íslandsferð konungs 1907 og þar segir: „Auðn og fásinni réðu ríkjum á þessum stað. Gróðurlaus fjöll og þungbúin risu á allar hliðar, svo að ekki sást í neinar áttir nema út á Íshaf, úfið og grátt. Undiraldan drundi í síðasta ljósgliti sólar, og timburhúsin á grýttum tanganum sýndust óhugnanleg og veðurbitin. Enginn trjágróður eða graslendi fjörgaði hjóstrugt umhverfi. Þarna ólu menn aldur frá vöggu til grafar, við fjöll og sæ, sanda og grjót ...“.

 

Og lifðu á þorskinum sem þeir drógu á seglskútum og árabátum og verkuðu í saltfisk. Auk þess höfðu Norðmenn reist hvalveiðistöð á Sólbakka, en nú var hún farin og fátt að sjá nema stór hvalbein sem minntu á þau miklu umsvif sem hvalstöðinni fylgdu.

 

Friðrik konungur og Hannes Hafstein ráðherra Íslands, sem slóst í för með konungi frá Reykjavík, gengu á land á Flateyri. Var það eini viðkomustaður konungs hér á landi sem ekki ver beinlínis á dagskrá. Gengu þeir saman um þorpið og heilsuðu heimafólki, enda Hannes kunnugur á Flateyri, þar sem hann hafði verið sýslumaður Ísfirðinga nokkru áður.

 

Flateyringar stóðu fyrir utan hús sín, karlmenn, konur og börn og heilsuðu aðkomufólki blátt áfram og hjartanlega. Það var ekki á hverjum degi sem konungurinn og ráðherrann spásseruðu um fiskiþorp á Vestfjörðum.

 

Síðar í kvöldkyrrðinni á Önundarfirði gerðist nokkuð óvænt: „Þegar gengið var út á þilfar að máltíð lokinni, sáust allt í einu oss til mikillar undrunar stórir logar blossa við himin, uppi á háum fjallstindi. Þótti það stórfengleg sjón.“ Héldu menn í fyrstu að um eldgos væri að ræða, en slíkt gerist nú ekki á Vestfjörðum.

 

Hér voru á ferðinni ungir Flateyringar sem tóku sig til um kvöldið og drógu saman eldiviðarköst uppi á Klofningsheiði og kveiktu bál til heiðurs konungi og fylgdarliði hans. Vakti þetta óskipta athygli.

 

 

Blaðið Skutull á ísafirði í janúar 2008.Skráð af Menningar-Staður.

10.08.2018 17:51

Merkir Íslendingar - Jón Benediktsson

 

 

Jón Benediktsson

(1916 - 2003).

 

Merkir Íslendingar - Jón Benediktsson

 

 

Jón Benediktsson myndhöggvari fæddist á Ísafirði 10. ágúst 1916. 

Foreldrar hans voru Benedikt Guðmundsson, húsgagnasmíðameistari í Reykjavík, f. 22.4. 1892 á Litlu-Þverá í Fremri-Torfustaðahreppi, V-Hún., d. 1.11. 1971, og k.h. Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 30.3. 1885 á Mið-Hvoli í Mýrdal, V-Skaft., d. 4.2. 1978.

 

Jón lærði húsgagnasmíði hjá Björgvin Hermannssyni og rak húsgagnaverslun og verkstæði að Laufásvegi 18a í Reykjavík um tíma ásamt bróður sínum, Guðmundi Benediktssyni. Húsgagnasmíði þeirra bræðra, sem byggðist að mestu á þeirra eigin hönnun, þótti nýstárleg á þeim tíma
.

Jón starfaði um árabil sem formlistamaður Þjóðleikhússins og minnast margir leikmuna hans úr leikritum Þjóðleikhússins. Fyrir framlag sitt að leikhúsmálum hlaut hann menningarverðlaun Þjóðleikhússins.
 

Jón fékk ungur áhuga á myndlist og lærði teikningu hjá Finni Jónssyni og Marteini Guðmundssyni og höggmyndalist hjá Ásmundi Sveinssyni. Hann hélt nokkrar einkasýningar, þá fyrstu árið 1957, og einnig tók hann þátt í fjölda samsýninga, bæði hérlendis og erlendis. Verk Jóns þróuðust á sjötta áratugnum frá hálffígúratífum formum í óhlutlæga list. Þá gerði hann margvíslegar tilraunir með form og efni. Jón vann verk sín í tré, stein, ýmsa málma og jafnvel einstök verk í plastefni.

Jón var heiðursfélagi í Félagi íslenskra myndlistarmanna.
 

Hinn 21.11. 1942 kvæntist Jón Jóhönnu Hannesdóttur húsfreyju og starfsmanni Blóðbankans, f. 22.10. 1915 á Hellissandi, d. 26.5. 2001. Foreldrar hennar: Hannes Benediktsson sjómaður og k.h., Steinunn Jóhannesdóttir húsfreyja.

Börn Jóns og Jóhönnu:
Ólafur lögfræðingur, Benedikt verkfræðingur, Gunnar Steinn líffræðingur og Margrét myndlistarmaður.

 

Jón Benediktsson lést 29. maí 2003.

 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

10.08.2018 06:53

Merkir Íslendingar - Eyjólfur Guðsteinsson

 

 

Eyjólfur Guðsteinsson  (1918 - 2004).

 

 

 

Merkir Íslendingar - Eyjólfur Guðsteinsson

 

 

Eyj­ólf­ur Guðsteins­son fædd­ist í Reykja­vík 10. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðsteinn Eyj­ólfs­son klæðskera­meist­ari og kaupmaður í Reykja­vík, og Guðrún Jóns­dótt­ir, hús­freyja og hannyrðakona.

 

For­eldr­ar Guðsteins voru Eyj­ólf­ur Björns­son, bóndi í Kross­hús­um í Grinda­vík, og k.h., Vil­borg Þor­steins­dótt­ir hús­freyja, en for­eldr­ar Guðrún­ar voru Jón Tóm­as­son, bóndi í Miðhús­um í Hvolhreppi, og k.h., Hólm­fríður Árna­dótt­ir hús­freyja.

 

Guðsteinn, faðir Eyj­ólfs, lærði klæðask­urð í Reykja­vík og Kaup­manna­höfn, stofnaði versl­un sína við Grett­is­götu 1918 en flutti hana að Lauga­vegi 1922. Guðrún móðir Eyj­ólfs hafði flutt með for­eldr­um sín­um til Reykja­vík­ur eft­ir að bær þeirra hafði brotnað í Suður­land­skjálfta. Hún þótti af­burða hannyrðakona en lést ung, 1942.

 

Systkini Eyj­ólfs:

Hólm­fríður María háls­binda­gerðar­kona; Jón Óskar vélsmiður; Krist­inn, garðyrkju­meist­ari og list­mál­ari; Sig­ur­steinn, fram­kvæmda­stjóri hjá BM Vallá; Vil­borg hús­freyja; Ársæll, raf­virki og kaupmaður, og Mál­fríður hús­freyja. Þau eru öll lát­in.

 

Eig­in­kona Eyj­ólfs var Þóra Hjaltalín, dótt­ir Svövu Hav­steen og Stein­dórs Hjaltalín út­gerðar­manns frá Ak­ur­eyri. Börn Eyj­ólfs og Þóru:
Svava versl­un­ar­stjóri, Erna fast­eigna­sali og Guðsteinn spari­sjóðsstarfsmaður.

 

Eyj­ólf­ur fetaði í fót­spor föður síns, nam klæðskeraiðn og starfaði síðan alla tíð við versl­un föður síns við Lauga­veg, við inn­kaup og sölu herrafatnaðar, fyrst við hlið föður síns, síðar ásamt Hólm­fríði, syst­ur sinni, og loks í fé­lagi við börn henn­ar. Hann starfaði því við þetta vin­sæla og virðulega fyr­ir­tæki, Versl­un Guðsteins Eyj­ólfs­son­ar, í rúm 70 ár.

 

Fyr­ir­tækið var hon­um ávallt of­ar­lega í huga, af­koma þess og hag­ur starfs­fólks­ins, sem margt hafði fylgt hon­um og fyr­ir­tæk­inu um ára­tuga skeið

 

Eyj­ólf­ur lést 22. september 2004.


Morgunblaðið 10. ágúst 2018.


Skráð af Menningar-Staður.

09.08.2018 21:07

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 9. ágúst 2018

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 9. ágúst 2018

 

 

Vinir alþýðunnar

 


"Góðir gestir að sunnan komu með vínarbrauð og jólaköku sem við gæddum okkur á í Alþýðuhúsinu að Stað í morgun"

segir Ólafur Ragnarsson sem einnig færði til myndar.
 

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður.
 

09.08.2018 19:58

Sumar á Selfossi dagana 9. til 12. ágúst 2018

 

 

 

Sumar á Selfossi dagana 9. til 12. ágúst 2018

 

 

Fjögurra daga bæjar- og fjölskylduhátíð þar sem íbúar taka virkan þátt og skreyta hverfin í litum en bærinn er í einstökum búning þessa helgi.

 


Fjölbreitt dagskrá fyrir alla bæjarbúa!


Tónleikar á fimmtudags- og föstudagskvöldi í stóru tjaldi í Sigtúnsgarðinum Selfossi.

 

Morgunverður á laugardegi ásamt fjölskyldudagskrá, sléttusöng og flugeldasýningu.
 

 

Dagskrá hátíðarinnar: 
https://issuu.com/ellijod/docs/dagskra_1Skráð af Menningar-Staður

 

09.08.2018 06:51

Þetta gerðist - 9. ágúst 1851 - "Vér mótmælum allir"

 

 

Í Alþingishúsinu er málverk Gunnlaugs Blöndal frá Þjóðfundinum.

 

 

  Þetta gerðist - 9. ágúst 1851

   

 "Vér mótmælum allir"

 

Þegar fulltrúi konungs sleit Þjóðfundinum þann 9. ágúst 1851, sem staðið hafði í Reykjavík í rúman mánuð, reis Jón Sigurðsson upp og mótmælti því „í nafni konungsins og þjóðarinnar.“ Þá risu þingmenn upp og sögðu flestir í einu hljóði:  „Vér mótmælum allir!“ Einni öld síðar var afhjúpuð minningartafla um fundinn í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík, þar sem fundurinn var haldinn.

 

Morgunblaðið.

 

 
Hrafnseyri við Arnarfjörð - fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar. Ljósm.: BIB.

Skráð af Menningar-Staður.

08.08.2018 06:57

Act alone 9. - 11. ágúst 2018

 

 

Einu sinni á ári bjóðum við

landsmönnum öllum í leikhús heila helgi.

 

 

Act alone 9. – 11. ágúst 2018

 

 

Hin einstaka Act alone leiklistarhátíð verður haldin 9. - 11. ágúst 2018 á Suðureyri.

 

Þetta er í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin sem er náttúrulega alveg einleikið. Enda er Act alone helguð einleikjum og á engan sinn líkan hér á landi.

 

Aðgangur að öllum viðburðum Act alone er ókeypis einsog verið hefur frá upphafi.

 

Þökk sé okkar einstöku styrktaraðilum.

 

Á Act alone er boðið uppá það besta í heimi einleiksins hverju sinni. Sértu velkomin á Act alone því það kostar ekkert.

 

Kynntu þér dagskrá ársins hér á síðunni og sjáumst svo á Actinu.

Sjá: https://www.actalone.net/dagskra/

 

 
 

Siggi Björns verður á Act alone.Skráð af Menningar-Staður.

07.08.2018 20:52

Útimessa í Arnarbæli 12. ágúst 2018

 

 

Arnarbæli í ágústbyrjun 1907. Íslandsferð Friðriks konungs Vlll.

 

 

Útimessa í Arnarbæli 12. ágúst 2018

 

 

Næstkomandi sunnudag, þann 12. ágúst 2018 kl. 14:00 verður útimessa í Arnarbæli í Ölfusi. Séra Jón Ragnarson sóknarprestur messar.

 

Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar og boðið verður upp á kirkjukaffi eftir messu.

 

Arnarbæli er við Ölfusá, fornfrægur kirkjustaður og prestssetur frá því um 1200 og til 1909.

 

Til að komast þangað er ekið um Arnarbælisveg, nr. 375, sem er fyrsti afleggjari af þjóðvegi nr. 1, skammt fyrir austan Kotstrandarkirkju (greinilega merktur: Arnarbæli).

 

Messað verður í Kotstrandarkirkju í óhagstæðu veðri.Skráð af Menningar-Staður

07.08.2018 06:41

Merkir Íslendingar - Magnús Jónsson

 

 

Magnús Jónsson (1916 - 2012).

 

 

Merkir Íslendingar - Magnús Jónsson 

 

 

Magnús Jónsson fæddist í Bolungarvík 7. ágúst 1916.

Hann var sonur hjónanna Jóns Bjarnasonar lögregluþjóns á Ísafirði, f. 1886 og Margrétar Maríu Pálsdóttur, f. 1984.
 

Eiginkona Magnúsar var Sigrún Jónsdóttir, f. 12.2. 1918, d. 14.5. 2013. Foreldrar hennar voru Jón Ívarsson, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði og alþingismaður, og k.h. Guðríður Jónsdóttir.

Börn Magnúsar og Sigrúnar eru;
Gyða, f. 5.11. 1942, hjúkrunarfræðingur og Jón, f. 23.3. 1946, hæstaréttarlögmaður og fv. alþingismaður.

 

Magnús missti móður sína ungur og var sendur í fóstur í Æðey og ólst þar upp hjá þeim Æðeyjarsystkinum, Ásgeiri, Bjarna og Sigríði.
 

Magnús lauk kennaranámi við Kennaraskóla Íslands og var kennari í Vestmannaeyjum 1942-1945. Skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akranesi 1945 og Iðnskólans á Akranesi 1946-1951.
 

Veturinn 1947-1948 fór Magnús um Norðurlönd að ráði þáverandi fræðslustjóra, Jónasar B. Jónssonar, til að kynna sér verknám unglinga og skipulagningu verktækni og bóknáms á Norðurlöndum. Síðar fór Magnús til Bandaríkjanna sömu erinda. Nýjar hugmyndir skólamanna á þeim tíma voru um að tengja betur saman bóknám og verknám á grundvelli þeirrar hugsjónar að koma sem flestum til þess náms sem hentaði hverjum og einum og vinna að auknum skilningi á milli þeirra sem stunduðu handverk og háskólamanna. Magnús skipulagði verknámskennslu á Íslandi á þeim grundvelli, sem var undanfari hugmynda og stofnunar fjölbrautaskóla.
 

Magnús varð skólastjóri Gagnfræðaskóla verknáms við stofnun hans 1951, en sá skóli varð síðar Ármúlaskóli, því starfi gegndi Magnús til starfsloka. Starf með ungu fólki og að koma því til þroska var lífsstarf Magnúsar og hugsjón.
 

Magnús gegndi ýmsum forustustörfum í félagsstörfum kennara og skólastjóra og var m.a. formaður Félags skólastjóra um skeið.
 

Magnús Jónsson lést 6. júní 2012.


Skráð af Menningar-Staðu
r.

06.08.2018 19:33

6. ágúst 2018 - 117 ár frá bruna Hvalveiðistöðvarinnar á Sólbakka þann 6. ágúst 1901

 

 

 

.

Hvalveiðistöðin að Sólbakka í Önundarfirði.
.

 

 

 

6. ágúst 2018 - 117 ár frá bruna

 

Hvalveiðistöðvarinnar á Sólbakka

þann 6. ágúst 1901


5. apríl s.l. voru rétt 129 ár frá því Hans Ellefsen frá Stokke í Vestfold í Noregi og fylgdarlið komu til Sólbakka í Önundarfirði þann 5. apríl 1889 til uppsetningar hvalveiðistöðvar og útgerðar til hvalveiða frá Önundarfirði.


Strax var hafist handa við uppsetningu stöðvarinnar og annarar aðstöðu á Sólbakka. Á næstu árum var risin þar framleislumesta hvalveiðistöð fyrr og síðar í Norðurhöfum og var Sólbakka-stöðin stærsta atvinnufyrurtækið á Íslandi á sinni tíð með allt að 200 manns við störf.


Fyrsti hvalurinn kom síðan á land þann 24. apríl 1889 og stóðu veiðarnar og vinnslan til 6. ágúst 1901 að stöðin brann. Þá hafði Ellefsen reist aðra stöð að Asknesi í Mjóafirði eystra og eftir brunann á Sólbakka starfrækti hann bara stöðin á Asknesi en Sólbakki var næstu árin selstöð starfseminnar í Mjóafirði.


Stöðin á Sólbakka átti 17.3% af allri framleiðslu hvalaafurða á Íslandi á tímabilinu 1883-1915 og stöðin á Asknesi kom næst með 15.0% þannig að stöðvar Ellefsen áttu um þriðjung alls á landinu þetta tímabil.


 

.

Ráðherrabústaðurinn að Tjarnargötu 32 í Reykjavík.

Áður íbúðarhús Hans Ellefsen að Sólbakka í Önundarfirði.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

.

 

.

Skráð af Menningar-Staður.