Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

02.12.2016 18:40

Vöfflukaffi Framsóknar 2. des. 2016

 

.
Vilhjálmur Sörli Pétursson.
.

 

 

Vöfflukaffi Framsóknar 2. des. 2016

 

Framsóknarmenn í Árborg voru með sitt níunda vöfflukaffi á þessu hausti/vetri í Framsóknarsalnum við Eyraveg  á Selfossi í dag, 2. desember 2016.

Sérstakur gestur var 1. þingmaður Suðurkjördæmis, Páll Magnússon frá Sjálfstæðisflokknum.

Góð mæting var og líflegar umræður og fyrispurnir eftir framsögu Páls.

Vöfflumeistari og stjórnandi samkomunnar var Vilhjálmur Sörli Pétursson.

Menningar-Staður var á fundinum og færði til myndar.
Myndalabúm komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/281202/


Nokkrar myndir hér.

 

.

.

.

.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður

02.12.2016 12:01

2. desember 1950 - Öldin okkar kom út

 

 

.

 

 

 

2. desember 1950 - Öldin okkar kom út

 

Öldin okkar kom út hjá Iðunni.

Hún flutti „minnisverð tíðindi 1901-1930“ og var „samin eins og dagblað,“ eins og sagði í auglýsingu.

Ritstjóri var Gils Guðmundsson frá Hjarðardal í Önundarfirði.

Síðar komu út fleiri bækur um árin eftir 1930 í sama dúr sem og fyrri aldir.


Morgunblaðið 2. desember 2016.


 

 

Gils Guðmundsson 

 Fæddur í Hjarðardal innri í Önundarfirði 31. desember 1914,

dáinn 29. apríl 2005.Skráð af Menningar-Staður 

02.12.2016 10:49

Aðventuhátíð í Eyrarbakkakirkju 4. des. 2016

 

 

 

Aðventuhátíð í Eyrarbakkakirkju

sunnudaginn 4. desember 2016 kl.17:00

 

 

Image result for eyrarbakkakirkja

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.12.2016 02:46

Jólatré og músastigar, skáld og skautar

 

jolatre-og-musastigar

 

Jólatré og músastigar, skáld og skautar

 

Jólin á Byggðasafninu hefjast laugardaginn, 3. desember 2016, með opnun jólasýningar, skáldastund og músastigagerð.

Á sýningunni þetta árið má sjá  skauta og sleða í eigu safnsins í sambland við jólatré gömul og ný. Sýningin er tileinkuð skautum og sleðum en sú var tíðin að hvert einasta barn á Eyrarbakka og nágrenni renndi sér á skautum. Ungir sem gamlir fóru yfir frosin vötn, dælur og skurðir og hægt var skauta æði langt.

Á opnunardaginn 3. desember geta gestir komið í Kirkjubæ frá 13.00 til 15.00 og gert músastiga sem við munum hengja upp í þessu fallega alþýðuhúsi. Skáldstund hefst svo í stássstofunni kl. 16.00 og eru það Auður Ava Ólafsdóttir, Árni Þórarinsson, Guðrún Eva Minervudóttir, Vigdís Grímsdóttir og Þórarinn Eldjárn sem heimsækja okkur. Í eldhúsinu verður heitt á könnunni og jólasveinabrúður gleðja augað.

Ávallt er hægt að panta séropnun fyrir hópa en sú nýjung verður þetta árið að almenn opnun verður á jólasýninguna þrjá sunnudaga í desember 4., 11., og 18. kl. 13.00 – 17.00 og enginn aðgangseyrir. Kirkjubæ verður opinn á sama tíma.Af: www.husid.com

 

 
Skráð af Menningar-Staður

 

01.12.2016 20:54

Fullveldisdagurinn í dag

 

 

Frá fullveldishátíð.

 

Fullveldisdagurinn í dag

 

Í dag 1. desember er fullveldisdagur Íslendinga. En þá fagna Íslendingar því að hafa hlotið fullveldi frá Dönum þann 1. desember 1918.

Í orðinu fullveldi felst að hafa einkarétt til þess að fara með æðstu stjórn, það er dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald, yfir landsvæði eða hópi fólks. Að vera fullvaldur er ekki það sama og að vera sjálfstæður en í stjórnmálum er oft litið svo á að heimastjórn sé stærsta og mikilvægasta skref í átt að sjálfstæði landa. Íslendingar voru fullvalda 1918, en danski konungurinn var áfram þjóðhöfðingi okkar og utanríkisstefna landsins var áfram í höndum Dana þar til Íslendingar fengu sjálfstæði sitt 1944. 

Dæmi um lönd sem í dag eru fullvalda væri til dæmis Skotland. Landið hefur verið með eigið þing og heimastjórn frá því 1999, en skoska þingið hefur ekki völd í utanríkismálum, rétt eins og Íslendingar eftir að þeir urðu fullvalda frá Dönum. Skotland er undir Bretlandi og bresku krúnunni, en undanfarin ár hafa flokkar eins og Skoski þjóðarflokkurinn barist fyrir sjálfstæðu Skotlandi. 


Af: www.bb.is


Skráð af Menningar-Staður

01.12.2016 07:12

Merkir Íslendingar - Eggert Ólafsson

 

 

 

Merkir Íslendingar - Eggert Ólafsson

 

Eggert Ólafsson fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði 1. desember 1726, sonur Ólafs Gunnlaugssonar bónda og Ragnhildar Sigurðardóttur.
 

Eggert lærði hjá móðurbróður sínum, Sigurði presti í Flatey, og var í fóstri hjá öðrum móðurbróður, Guðmundi, sýslumanni á Ingjaldshóli. Hann lauk stúdentsprófi í Skálholti, stundaði nám í heimspeki og náttúrufræði við Hafnarháskóla, þótti frábær námsmaður, las m.a. forn, þjóðleg fræði, málfræði, lögfræði og búfræði, var lærður í latínu og grísku og talaði dönsku, sænsku, ensku, þýsku og frönsku.
 

Á árunum 1752-57 fóru Eggert og Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, rannsóknarferð um Ísland. Afraksturinn er Ferðabók Eggerts og Bjarna Pálssonar sem Eggert samdi á dönsku og að mestu leyti einn. Ritið er viðamikil lýsing á náttúru landsins og gæðum, og greinargerð um íslenskt þjóðlíf og landshagi.
 

Eggert var skipaður varalögmaður sunnan og austan 1767. Hann lét þá byggja upp jörð sína, Hofsstaði í Eyjahreppi, og ákvað að setjast þar að. Sama haust kvæntist hann Ingibjörgu, dóttur Guðmundar, móðurbróður síns. Þau héldu veglega brúðkaupsveislu að fornum sið í Reykholti, dvöldu um veturinn í Sauðlauksdal, héldu um vorið áleiðis að Hofsstöðum en fórust í aftakaveðri á Breiðafirði 1768.
 

Þjóðin öll syrgði Eggert enda mikils af honum vænst. Hann var framfarasinni og upplýsingarmaður en jafnframt þjóðernissinnaður. Eggert trúði á land, þjóð og framtíð og var mikilvægur fyrirrennari Baldvins Einarssonar og Fjölnismanna sem höfðu hann í ýmsu að fyrirmynd. Af skáldskap Eggerts er hins vegar Búnaðarbálkur hans þekktastur sem ber fyrst og fremst að skoða sem boðskap í bundnu máli. En önnur skáld hafa ort um hann fögur ljóð, s.s. Matthías Jochumsson, Matthías Johannessen og Jónas Hallgrímsson.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

29.11.2016 19:54

Jóla-Bingó Kvenfélags Eyrarbakka verður 30. nóv. 2016

 

 

 

Jóla-Bingó Kvenfélags Eyrarbakka verður 30. nóv. 2016

 

Árlegt  „Jóla-Bingó“  Kvenfélags Eyrarbakka verður haldið miðvikudaginn  30. nóvember 2016 kl. 20:00 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.
Húsið opnar kl. 19:30.

 

Bingóið hefur lengi verið ein helsta fjáröflun Kvenfélags Eyrarbakka og afar vel sótt og hin besta skemmtun.

 

Mörg fyrirtæki á svæðinu hafa að venju stutt félagið með góðum gjöfum.

 

Ágóðanum verður varið til stuðnings við stofnanir og einstaklinga í sveitarfélaginu.

 

 

Allir hjartanlega velkomnir Skráð af Menningar-Staður

29.11.2016 11:29

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 29. nóv. 2016

 


-Vinir alþýðunnar- og lengst til hægri er Rúnar Eiríksson -afmælishrútur-

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 29. nóv. 2016


Afmælishrútur dagsins, 29. nóv. 2016 

í hjörð -Vina alþýðunnar- er Rúnar Eiríksson

 

.
F.v.: Rúnar Eríksson, -afmælishrútur dagsins- Siggeir Ingólfsson, Jóhann Jóhannsson,

Björn H. Hilmarsson og Birgir Sigurfinnsson. 
.

.

Guðmundur Sæmundsson segir sögur.

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

28.11.2016 10:15

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 28. nóv. 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 28. nóv. 2016

 

.

.

.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

28.11.2016 08:01

Bækurnar að vestan: - Gamlar glefsur og nýjar

 

 

 

Bækurnar að vestan: - Gamlar glefsur og nýjar

 

Gamlar glefsur og nýjar

Vegprestar vísa veginn

Eftir Gunnar B. Eydal
 

Gunnar B. Eydal er Akureyringur, alinn upp undir fána KEA og SÍS. En ekki staðnæmdist hann undir þeim merkjum.

Í árafjöld starfaði Gunnar sem skrifstofustjóri borgarstjórnar í Reykjavík. Skipti þá ekki máli hverjir sátu þar við stjórnvölinn. Er það nokkur mannlýsing. Þessi bók er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu segir höfundur. Framsetningin er svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu í annað segir hann. Það kemur þó ekki í veg fyrir að glefsur þessar eru bæði vel skrifaðar, gagnorðar og lifandi. Húmorinn skín svo alls staðar í gegn! Margir karakterar koma við sögu, háir sem lágir, landskunnir sem óþekktir.

Frásagnir Gunnars og þættir munu vekja áhuga margra.

 

 

.

 

Gunnar B. Eydal.


Skráð af Menningar-Staður