Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.09.2019 20:51

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars var að störfum í Reykjavík - 14. sepember 2014

 


Kristján Runólfsson við eitt af verkum Sigurjóns Ólafssonar
í ferð  -Menningarráðs-  "Hrútavinafélagsins Örvars" til
Reykjavíkur þann 14. september 2014. Kristján er nú látinn.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars

 

var að störfum í Reykjavík - 14. sepember 2014


Í þeirri ferð var heiðruð minning Eyrbekkingsins og myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar (1908 - 1982)  í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg í Reykjavík. 
 

 

Eftir þá ferð skrifaði Kristján Runólfsson í óbundnu- og bundnu máli: 

 

"Mér finnst eins og megi lyfta upp minningu um Sigurjón Ólafsson myndhöggvara á hans fæðingarslóðum.


En enginn er spámaður í sínu heimalandi, segir einhversstaðar."
 


Segja má af Sigurjóni,
sögu, þó að nýtt við prjóni.
Enginn hefur fyrr á Fróni,
fetað slíka glæsislóð.
Listin var hans líf og blóð.
Nú skal lista þörfum þjóni,
þökkuð æviverkin,
víða sjást um landið minnismerkin.


 Skráð af Menningar-Bakki.

14.09.2019 17:15

HVATNINGARVERÐLAUN Á SVIÐI MENNINGARMÁLA Á SUÐURLANDI

 

 

 

 

HVATNINGARVERÐLAUN

 

Á SVIÐI MENNINGARMÁLA Á SUÐURLANDI

 

 

Hér með er óskað eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi.

 

Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) mun veita formlega á ársfundi sínum í október 2019. Hvatningarverðlaunin í ár eru þau fyrstu sem veitt verða á sviði menningar fyrir landshlutann Suðurland.

 

Tilnefningar skulu hafa borist á netfangið menningarverdlaun@sass.is eigi síðar en 30. september 2019. Einnig má senda tilnefningar til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56, Selfossi.

 

Markmið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undanfarin ár sem vert er að fagna og verðlauna gott starf.

 

Verðlaunin má veita einstaklingi, fyrirtæki, stofnun, söfnum, sýningum, hópi og/eða verkefni. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning á sviði menningar en menning er víða hornsteinn hvers samfélags og skiptir íbúa og gesti á Suðurlandi miklu máli.

 

Tilnefningunni skal fylgja rökstuðningur þar sem eitthvað af eftirfarandi er haft til hliðsjónar:

  • Hefur tilnefndi gefið jákvæða mynd af Suðurlandi og/eða ákveðnu svæði á Suðurlandi?
  • Hefur tilnefndi stuðlað að þátttöku íbúa og/eða gesta á menningarviðburðum á Suðurlandi?
  • Hefur tilnefndi vakið sérstaka athygli á menningararfi Sunnlendinga?
  • Hefur tilnefndi aukið samstöðu og virkni í tengslum við menningu meðal íbúa?
  • Hefur tilnefndi skapað nýtt menningartengt verkefni sem vakið hefur eftirtekt?
  • Hefur tilnefndi stuðlað að aukinni menningu með einhverjum hætti hjá börnum og ungmennum?

Veitt verður viðkurkenning og peningarverðlaun sem nýtt verði í áframhaldandi menningarstarfi á Suðurlandi.

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki

 

 

14.09.2019 12:39

Haustupplestur í Bókakaffinu á Selfossi

 

 

Bókakaffið við Austurveg á Selfossi.

 

 

Haustupplestur í Bókakaffinu á Selfossi

 

 

Í dag,  laugardaginn 14. september 2019, standa Bókakaffið við Austurveg á Selfossi og Bókabæirnir fyrir óreglulegum upplestri í Bókakaffinu.Sigurður Ingólfsson kynnir nýútkomna bók sína Í orðamó.Svikaskáldin Þóra Hjörleifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Melkorka Ólafsdóttir lesa ljóð eins og þeim einum er lagið.Vilborg Davíðsdóttir, höfundur þríleiksins um Auði djúpúðgu les úr verkum sínum, gömlum og nýjum.Dagskráin hefst kl. 17:00.Kaffi á könnunni og aðgangur ókeypis uns út á götu flæðir.

 Skráð af Menningar-Bakki.

14.09.2019 08:53

"Endurheimta réttmætan sess Sigurjóns"

 

 

 

„Endurheimta réttmætan sess Sigurjóns“

 

• Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar opnuð

 

í Danmörku í dag, 14. september 2019

 

 

Birgitta Spur, ekkja mynd­höggv­ar­ans Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar, opn­ar í dag yf­ir­grips­mikla yf­ir­lits­sýn­ingu á verk­um lista­manns­ins í Lista­safn­inu í Tønd­er í Dan­mörku.

Sýn­ing­unni, sem nefn­ist  -Mang­foldige for­mer - eða -Fjöl­breytt form-, er ætlað að gefa yf­ir­lit yfir lang­an og fjöl­breytt­an fer­il lista­manns­ins sem vann í ýms­um stíl­um og ólík­um form­um.

 

„Sig­ur­jón hef­ur árum sam­an verið sniðgeng­inn listamaður í dönsku sam­hengi. Þessu vill Lista­safnið í Tønd­er ráða bót á með sýn­ing­unni og út­gáfu bók­ar sam­hliða,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Lista­safn­inu í Tønd­er. Þar kem­ur fram að safnið líti á það sem ábyrgð sína að beina kast­ljós­inu að mik­il­vægri nor­rænni list.

 

„Sig­ur­jón var nor­rænn listamaður sem deildi lífi sínu milli Íslands og Dan­merk­ur. Verk hans eru greini­lega inn­blás­in af listaum­hverf­inu og þeirri list­rænu þróun sem átti sér stað í báðum lönd­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu og rifjað upp að þrátt fyr­ir að Sig­ur­jón hafi verið áber­andi í dönsku list­a­lífi hafi hann fallið í gleymsk­unn­ar dá í Dan­mörku þegar hann flutti al­farið heim til Íslands eft­ir seinna stríð.

 

„Með sýn­ing­unni er ætl­un­in að end­ur­heimta rétt­mæt­an sess Sig­ur­jóns í dönsku lista­sög­unni,“ seg­ir í til­kynn­ingu og bent á að Sig­ur­jón hafi átt mik­il­væg­an sess í ís­lensku lista­sög­unni enda „leiddu hæfi­leik­ar hans til þess að hann var beðinn að þjóna þjóð, sem ný­verið hafði end­ur­heimt sjálf­stæði sitt, og skapa fjölda op­in­berra verka“.

 

Bent er á að stofn­un Lista­safn Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar í árs­lok 1984 sem opnað var al­menn­ingi 1988 hafi átt mik­il­væg­an þátt í að halda orðspori lista­manns­ins á lofti í ís­lenskri lista­sögu.

 

Sýn­ing­in stend­ur til 1. mars 2020.
 

 

Sjá þessa slóð:

https://msj.dk/sigurjon-olafsson-mangfoldige-former/Morgunblaðið laugardagurinn 14. sepetmber 2019.

 

 

Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson ( 1908 - 1982).
Skráð af Menninga-Bakki.

12.09.2019 20:08

Félagsstarf veturinn 2019 - 2020

 

 

 

 

Félagsstarf veturinn 2019 - 2020

 


Félag eldri borgara á Eyrarbakka
 Skráð af Menningar-Bakki

12.09.2019 06:50

Merkir Íslendingar - 12. september - Freymóður Jóhannsson

 

 

 

Freymóður Jóhannsson (1895 - 1973).

 

 

Merkir Íslendingar

 

- 12. september - Freymóður Jóhannsson

 

 

 

Freymóður Jóhannsson, málarameistari, listmálari og tónskáld, fæddist 12. september 1895, enda notaði hann höfundarnafnið -Tólfti september- á lög sín.

 

Freymóður fæddist í Stærra-Árskógi, sonur Jóhanns T. Þorvaldssonar og Hallfríðar Jóhannsdóttur.

 

Freymóður lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, stundaði málaranám hjá Ástu málara, framhaldsnám í Kaupmannahöfn, nám við Teknisk Selskabs Skole og í Kunstakademiet, listmálaranám á Ítalíu og í Danmörku og nám í leiktjaldagerð við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn. Hann var málarameistari á Akureyri, listmálari í Óðinsvéum 1936-39 og vann síðan við Hagstofuna í Reykjavík.

 

Málverk Freymóðs voru yfirleitt landslagsmyndir í súper-realískum stíl enda var honum meinilla við aðrar stefnur, einkum abstraktverk. Sem fyrsti sérmenntaði leiktjaldamálari Leikfélags Reykjavíkur vann hann mjög raunsæjar útimyndir á sviði. Margir lofuðu Freymóð fyrir vikið, en aðrir gagnrýndu hann fyrir glansmyndir sem drægju athygli frá leiknum. Deilur um leiktjöld LR hörðnuðu síðan er Lárus Ingólfsson kom heim frá leiktjaldanámi með nýjar hugmyndir árið 1933.

 

Freymóður var bindindismaður  (límonaðidrengur)  og frumkvöðull að hinum frægu dægurlagakeppnum SKT sem haldnar voru í Gúttó og Austurbæjarbíói á sjötta áratugnum.

 

Freymóður samdi texta og melódísk og grípandi dægurlög sem sum hver urðu afar vinsæl. Meðal þekktustu laga hans eru Frostrósir; Draumur fangans; Litla stúlkan við hliðið og Litli tónlistarmaðurinn.

 

Freymóður og Kristján Albertsson gagnrýndu harkalega sænsku kynlífsfræðslumyndina Táknmál ástarinnar, sem sýnd var í Hafnarbíói um 1970. 68-kynslóðin kunni ekki að meta þessa siðvendni og hafði skoðanir þessara öldnu menningarforkólfa í flimtingum. En þeir voru hins vegar ýmsu vanir á langri og stormasamri ævi.

 

Freymóður lést 6. mars 1973.

 

 

Draumur fangans eftir Freymóð Jóhannsson -  http://www.youtube.com/watch?v=z899zGn_R1c

Litli tónlistarmaðurin eftir FreymóðJóhannsson - http://www.youtube.com/watch?v=R-zi21ibN0g

 Skráð af Menningar-Bakki.

09.09.2019 20:39

Stokks-Eyrarbakkastígurinn

 


Stokks-Eyrarbakkastígurinn austast á Eyrarbakka.   Ljósm.: Ingvar Magnússon.
 

 

Stokks-Eyrarbakkastígurinn

 

 

Síðdegis fimmtudaginn þann 5. september 2019 var lokið við að leggja malbik á göngustíginn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka.Fyrir nokkrum árum var malbikað frá Stokkseyri að Hraunsá en nú var malbikað frá Hraunsá alla leið til Eyrarbakka og tók sú lagning tvo daga.Gríðarleg umferð gangandi og hjólandi hefur verið um stíginn þessa daga síðan malbikað var alla leiðina.Allir sem um stíginn fara lofa þessa glæsilegu framkvæmd sem þráð hefur verið um árabil.Bestu þakkir til allra sem hlut eiga að þessu góða máli og vísa með:
 


Nú þorpin okkar hönd í hönd
hjóla, ganga saman.
Tengjast frekar bræðra-bönd
bara verður gaman. 

 

Stokks-Eyrarbakkastígurinn heitir reyndar -Fjörustígur- Ljósm.: Elín Birna.
 Skráð af Menningar-Bakki.

09.09.2019 06:48

Bækur og bakkelsi

 

 

Ingileif Jónsdóttir í Steinskoti á Eyrarbakka að steikja pönnukökur.

Ljósmyndari: Jóhann Þór Sigurbergsson.

 

 

Bækur og bakkelsi

 

 

Sýningaropnun sýningarinnar  Bækur og bakkelsi  var í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 7. september 2019

 

 Sýningin er unnin af Héraðsskjalasafni Árnesinga og er útgangspunktur hennar handskrifaðar uppskriftabækur sem varðveittar eru á skjalasafninu.

 

Uppskriftirnar í bókunum segja ótal margt um tíðaranda, tísku, aðgang að hráefni, nýtni og hagsýni. Á sýningunni er saga baksturs jafnframt rakin auk þess sem húsmæðrafræðsla á Suðurlandi verður skoðuð. 

 

Uppskriftirnar voru valdar með það að leiðarljósi að kynna gesti fyrir gömlum aðferðum gegn matarsóun enda málefnið tíðrætt í fjölmiðlum þessa dagana.

 

Vert er að geta þess að á sýningunni mun liggja frammi auð stílabók þar sem gestum og gangandi gefst tækifæri til þess að skrifa sínar eigin uppskriftir. Sú bók mun í framhaldinu verða varðveitt á Héraðsskjalasafni Árnesinga og verða þar heimild til framtíðar um bakstursvenjur ársins 2019.

 

Sýningin -Bækur og bakkelsi- mun standa uppi út september á opnunartíma Byggðasafnsins kl. 11-18 alla daga.


 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

07.09.2019 07:08

Merkir Íslendingar - Árelíus Níelsson

 

 

Árelíus Níelsson (1910 - 1992).

 

 

Merkir Íslendingar - Árelíus Níelsson

 

 

Árel­íus Ní­els­son fædd­ist í Flat­ey á Breiðafirði 7. sept­em­ber 1910. For­eldr­ar hans voru Ní­els Árna­son og Ein­ara Ingi­leif Jens­ína Pét­urs­dótt­ir, en Árel­íus ólst upp hjá fóst­ur­for­eldr­um sín­um í Kvíg­ind­is­firði í Múla­sveit.

 

Árel­íus tók kenn­ara­próf árið 1932, stúd­ents­próf árið 1937 og loka­próf í guðfræði árið 1940. Ung­ur stundaði hann kennslu­störf en var sett­ur sókn­ar­prest­ur í Hálsprestakalli og þjónaði þar sum­arið1940. Þá losnaði Staðarprestakall í heima­byggð hans og varð hann prest­ur þar í þrjú ár, síðan á Eyr­ar­bakka og Stokks­eyri í níu ár, og þegar nýtt prestakall í Reykja­vík var stofnað 1952, Lang­holtsprestakall, sótti hann um það og fékk. Þar var hann allt í öllu við mót­un Lang­holts­safnaðar, inn­blás­inn af ung­menna­fé­lags­anda ekki síður en trú­ar­leg­um.

 

Eft­ir Árel­íus ligg­ur fjöldi fræðirita og kennslu­bóka. Má þar nefna Les­bók handa fram­halds­skól­um, Sögu barna­skól­ans á Eyr­ar­bakka og Leiðarljós við kristi­legt upp­eldi.

 

Eig­in­kona Árelíus­ar var Ingi­björg Þórðardótt­ir, f. 1918, d. 1978. Þau áttu fimm börn en eitt þeirra dó ungt. Þá áttu þau einn upp­eld­is­son.

 

Árel­íus lést 7. fe­brú­ar 1992.
 Morgunblaðið laugardagurinn 7. september 2019.

 

 

Eyrarbakkakirkja. Maður í predikunarstól. Full kirkja af fólki. Árelíus Níelsson prestur.

100 ára afmæli Barnaskólans á Eyrarbakka 1952.

Skráð af Menningar-Bakki.

07.09.2019 06:48

Opnir íbúafundur um kynningarmál á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

 

 

 

Opnir íbúafundur

 

um kynningarmál á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

 

Opnir íbúafundur um kynningarmál á Eyrarbakka og Stokkseyri.


Sveitarfélagið Árborg boðaði til íbúafunda á Stokkseyri og Eyrarbakka miðvikudaginn 4. september 2019.

Klukkan. 19:00 (BES Stokkseyri) og klukkan.20:30 ( Stað , Eyrarbakka) til að ræða hugmyndir að kynningarherferð á Sveitarfélaginu Árborg.


Samþykkt var af bæjarstjórn Árborgar fyrr í sumar að framleitt yrði kynningarefni til að sýna þá þjónustu og þau tækifæri sem eru í boði í samfélaginu.


Með þessum íbúafundum vill sveitarfélagið leita til íbúa um hugmyndir að kynningarefni og voru allir áhugasamir hvattir til að mæta.

 


Hvað fyllir þig stolti úr samfélaginu?


Hvaða sögu ætti að segja af svæðinu?


Hvaða áhugaverðu staðir ættu að koma fram?

 

 

Björn Ingi Bjarnason færði fundinn að Stað á Eyrarbakka til myndar.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.