Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.04.2018 09:02

Merkir Íslendingar - Kristín Ó Thoroddsen

 

 
(1894 - 1961)

 

 

 

Merkir Íslendingar - Kristín Ó Thoroddsen

 

Kristín Thoroddsen fæddist á Ísafirði. 29. apríl 1894, dóttir Skúla Thoroddsen, sýslumanns á Ísafirði, alþm. og ritstjóra, og Theodóru Thoroddsen skáldkonu. Skúli var bróðir Þorvalds Thoroddsen náttúrufræðings, Sigurðar landverkfræðings, föður Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra, og Þórðar, læknis og alþm., föður Emils tónskálds, en Theodóra var móðursystir Muggs og Péturs Thorsteinssonar sendiherra. Meðal systkina Kristínar voru Guðmundur yfirlæknir; Skúli alþm.; Katrín læknir og alþm.; Bolli borgarverkfræð- ingur og Sigurður, verkfræðingur og alþm. Kristín ólst upp á Bessastöðum frá sjö ára aldri, lauk gagnfræðaprófi frá MR, var við nám og störf á Dronning Louises barnaspítalanum í Kaupmannahöfn, stundaði hjúkrunarnám, og brautskráðist 24 ára frá hjúkrunarskóla Kommune-spítalans í Esbjerg. Hún vann síðan m.a. á röntgendeild Bispebjergs-spítalans, á Finsens Institut og við Röntgenstofnunina í Reykjavík, starfaði í Valpariso í Chile í þrjú ár, stundaði nám við Bedford College í London, var við einkahjúkrun í New York og fjögur ár Rauða kross systir vítt og breitt um Ísland. Kristín var ráðin fyrsta yfirhjúkrunarkona Landspítalans 1931, fyrsti skólastjóri Hjúkrunarkvennaskóla Íslands við stofnun 1931 og aðalkennari hans. Hún var einn stofnenda Félags íslenskra hjúkrunarkvenna og sat þar í fyrstu stjórn. Hún var, ásamt frú Sigríði Eiríksdóttur, móður Vigdísar Finnbogadóttur, brautryðjandi í hjúkrun hér á landi enda voru þær báðar sæmdar Florence Nightingale orðunni (heiðursmerki alþjóða Rauða krossins) og riddarakrossi Fálkaorðunnar.

Kristín lést 28. febrúar 1961.

 Skráð af Menningar-Staður

27.04.2018 20:45

Opnir fundir á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

 

 

Opnir fundir á Eyrarbakka og Stokkseyri


Laugardaginn 28. apríl 2018

 

Samfylkingin í Árborg heldur opna fundi um málefni sveitarfélagsins laugardaginn 28. apríl 2018

kl. 10 til 12 að Stað á Eyrarbakka 

og kl. 12 til 14 í vinnustofu Elfars Guðna í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri. 

 

Frambjóðendur flokksins til sveitarstjórnar verða á staðnum.

 


Allir hvattir til að mæta.Stjórn Samfylkingarfélagsins í Árborg og nágrenni.Skráð af Menningar-Staður

27.04.2018 07:19

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. apríl 2018

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. apríl 2018

 

Vinir Alþýðunnar.Ljósm.: Ólafur Ragnarsson.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

26.04.2018 21:44

Eyrarbakkafundur D-listans í Árborg

 

 

 

Eyrarbakkafundur D-listans í Árborg

 

Fimmtudaginn 26. apríl 2018 kl. 19:30 - 21:00Menningar-Staður færði til myndar.

Myndaalbúm: 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/285985/

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.
.

 

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

  

25.04.2018 22:18

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá 25. apríl 2018

 

 

Siggeir Ingólfsson.

 

 

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá  25. apríl 2018 

 

Menningar-Staður á Eyrarbakka fór í dag, miðvikudaginn 25. apríl  2018,  upp að Ölfusá við Selfoss.

 

Um var að ræða svokallaða  -sjálfumgleðiferð- en slikt hátterni er að færast í aukana síðustu; mánuði, misseri og ár.

 

Innihald slíkra ferða er að hitta mann og annan og hafa gaman af.

 

Komið var á þessa staði:

  1. Gjáin í Bókasafni Selfoss - ljósmyndasýning - Magnús Karel Hannesson
  2. Bókasafnið á Selfossi - kaffispjall.
  3. Sundlaugin á Selfossi - ljósmyndasýning - Magnús Hlynur Hreiðarsson.
  4. Gangstígarýni í Suðurbyggð á Selfossi.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/285976/

 

Nokkrar myndir hér:

 


F.v.: Sigurjón Erlingsson og Siggeir Ingólfsson.
 


 

 

F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Siggeir Ingólfsson.

 


Siggeir Ingólfsson.
 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Sævar Örn Arason.
 

F.v.: Björn Ingi Bjarnason Jóhann Páll Helgason og Siggeir Ingólfsson.
 


F.v.: Jóhann Páll Helgason og Jóna Björk Jónsdóttir.

 

 


Skráð af Menninagr-Staður


 

 

 

 

25.04.2018 17:44

Fundir á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi

 

 

 

Fundir á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi

Eyrarbakka - á Stað 26. apríl kl. 19:30


 

Nú stefnir í sex framboð til sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Árborg 26 maí nk. Það eru því 108 einstaklingar sem bjóða fram krafta sína í þágu okkar samfélags og er það fagnaðarefni.

 

Við sem skipum eitt þessara framboða D-listann erum að undirbúa okkur og okkar málefnaskrá og við leitum til ykkar íbúanna. 


Málefnin langar okkur að móta með ykkur íbúunum og hvetjum ykkur til þess að koma og taka þátt í málefnavinnunni og hafa áhrif á stefnuskránna.

 

Allir velkomnir.

Kjartan Björnsson skrifar á Facebook-síðu sinni.

 

 

 Skráð af Menningar-Staður

25.04.2018 08:21

Kjartan Björnsson í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 


F.v.: Kjartan Björnsson og Siggeir Ingólfsson.
 

 

Kjartan Björnsson í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 

Vinir alþýðunnar komu saman til morgunfundar samkvæmt venju í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka – Alþýðuhúsinu- í gærmorgun, - þriðjudaginn 24. apríl 2018.Gestur -Vina alþýðunnar- á fundinum í gær  var Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi í Árborg.

Vinir alþýðunnar eru fundavanir menn og fékk Kjartan Björnsson gott hljóð og mæltist vel að venju.Fært var til myndar:

Myndalabúm:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/285959/


Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

 

.

 
Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

24.04.2018 07:15

Kiriyama Family fékk samfélags-viðurkenningu Árborgar

 

 

Kiriyama Family ásamt Kjartani Björnssyni og Söndru Dís Hafþórsdóttur.

Ljósmynd/arborg.is

 

 

Kiriyama Family fékk samfélags-viðurkenningu Árborgar

 

Sveitarfélagið Árborg afhenti samfélagsviðurkenningu Árborgar 2018 á afmælistónleikunum í íþróttahúsi Vallaskóla 18. apríl sl.

 

Það var hljómsveitinni Kiriyama Family sem var veitt samfélagsviðurkenning fyrir þeirra störf með hvatningu um áframhaldandi velgengni enda ung hljómsveit sem er að gera það gott erlendis.Í hljómsveitinni Kiriyama Family eru:

Víðir Björnsson frá Eyrarbakka.
Karl Magnús Bjarnarson frá Stokkseyri.
Bassi Ólafsson frá Selfossi,
Guðmundur Geir Jónsson frá Selfossi,
Hulda Kristín Kolbrúnardóttir frá Stokkseyri
og Bjarni Ævar Árnason frá Selfossi.

 

 

 

F.v.:

Bjarni Ævar, Víðir, Bassi, Karl Magnús, Guðmundur Geir og Hulda Kristín.
 


Skráð af Menningar-Staður

 

23.04.2018 06:16

Menningarviðurkenning Árborgar 2018

 

 
 

Handhafar menningarviðurkenningarinnar ásamt Gunnari Egilssyni

og Kjartani Björnssyni.

Ljósmynd/arborg.is

 

 

 Menningarviðurkenning Árborgar 2018

 

Sveitarfélagið Árborg afhenti menningarviðurkenningu Árborgar 2018 og samfélagsviðurkenningu á afmælistónleikunum í íþróttahúsi Vallaskóla 18. apríl sl.

 

Þetta árið hlutu þrír einstaklingar menningarviðurkenninguna en það voru þau:

Sigurður Jónsson, kennari og listamaður á Selfossi,
Rannveig Anna Jónsdóttir í Konubókastofu á Eyrarbakka 
og Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri.
Skráð af Menningar-Staður

21.04.2018 20:24

Lokadagsgleði Hjallastefnunnar á Eyrarbakka

 

 

Björn Ingi Bjarnason að störfum í dag. Ljósm.: Siggeir Ingólfsson.

 

Lokadagsgleði Hjallastefnunnar á Eyrarbakka

 

Hjallastefnan hin nýja á Eyrarbakka er nú að undirbúa veislu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka – Alþýðuhúsinu um „lokadagninn hinn forna“ sem var um aldir þann 11. maí er vetrarvertíð lauk.

 

Á borðum verður þjóðlegt sjávarfang sem veitt var af -Vinum alþýðunnar og Hjallastefnunnar á Mána ÁR 70- frá Eyrarbakka og síðan verkað á athafnasvæðinu við Félagsheimilið Stað á síðustu mánuðum.

 

Um er að ræða siginn fisk sem hangið hefur néðan í útsýnispallinum á Stað við hinar bestu aðstæður ásamt fleiru og viðeigandi meðlæti.

 

Þessi verkun hefur notið gríðarlegara vinsælda þeirra tugþúsunda erlendu ferðamanna sem komið hafa að Stað á Eyrarbakka og myndað eins og hver önnur náttúru-undur á Suðurlandi.Í dag, laugardaginn 21. apríl 2018, voru Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason að skera til signa fiskinn sem lofar mjög góðu fyrir lokadagsveisluna.


 

 

Siggeir Ingólfsson að setja eina af fyrri hátíðum Hjallastefnunnar.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.

 

 Skráð af Menningar-Staður