Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

17.11.2016 20:52

17. nóv. 1940 - Akureyrarkirkja vígð

 

 

Akureyrarkirkja.
Eitt af meistaraverkum Guðjón Samúelssonar frá Eyrarbakka.

 

17. nóv. 1940 - Akureyrarkirkja vígð

 

Akureyrarkirkja var vígð sunnudaginn 17. nóvember árið 1940 og var stærsta guðshús íslensku þjóðkirkjunnar. Hún var kennd við sálmaskáldið Matthías Jochumsson og nefnd Matthíasarkirkja.

Vígsluathöfnin var hátíðleg. Sigurgeir Sigurðsson, biskup Íslands, framkvæmdi vígsluna. Viðstaddir voru Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, tíu prestar og um 1.400-1.500 kirkjugestir.

 

Kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni frá Eyrarbakka, þáverandi húsameistara ríkisins.

 

Í henni er meðal annars gluggi kominn úr kirkju í Coventry á Englandi sem var eyðilögð í síðari heimsstyrjöldinni.

Á svölum kirkjuskipsins eru lágmyndir eftir Ásmund Sveinsson og skírnarfontur kirkjunnar er gerður eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsen.

Altaristaflan í Akureyrarkirkju er úr fyrstu kirkjunni sem reist var á Akureyri árið 1863. Það var danski listamaðurinn Edvard Lehman sem málaði hana og var hún færð kirkjunni að gjöf árið 1867.


Fréttablaðið 17. nóvember 2016

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.11.2016 07:28

Merkir Íslendingar - Jóhann V. Daníelsson

 

 

Jóhann Vilhjálmur Daníelsson.

 

Merkir Íslendingar - Jóhann V. Daníelsson

 

Jóhann Vilhjálmur Daníelsson, kaupmaður á Eyrarbakka, fæddist í Kaldárholti í Holtum, Rang. 17. nóvember 1866. Foreldrar hans voru Daníel Þorsteinsson, bóndi þar, og k.h, Vilborg Jónsdóttir. Bræður Jóhanns voru: Sigurður, gestgjafi á Kolviðarhóli, og Daníel í Guttormshaga, faðir Guðmundar skálds.

Jóhann ólst upp við venjuleg sveitastörf og fékkst nokkuð við búskap framan af ævi, fyrst í Gljúfurholti en síðar í Starkarhúsum í Hraungerðishreppi.

Um aldamótin flutti Jóhann til Stokkseyrar. Þá rak Ólafur Árnason kaupmaður, stóra verslun þar. Honum var ljóst, er hann kynntist Jóhanni, að Jóhann var dugandi og áhugasamur um verslun, og sölumaður svo af bar.

Eftir það rak Jóhann lítið útibú á Eyrarbakka, fyrir verslun Ólafs, um nokkurra ára bil, en árið 1906, er Ólafur seldi Kaupfélaginu „Ingólfur“ húseignir sínar og verslun, varð Jóhann útibússtjóri félagsins á Eyrarbakka, þar til hann keypti eignir félagsins þar, nokkru seinna, með tilstyrk Ólafs. Verslunina rak hann til 1925, er hann fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann var lengst af síðan starfsmaður hjá Sigurði Þ. Skjaldberg kaupmanni.

„Jóhann var vinsæll maður, duglegur og áhugasamur verslunarmaður og athafnamaður, félagslyndur og vel viti borinn og lét mörg mál til sín taka: stjórnmál, bindindismál og kirkjumál. Hann hugsaði hvert mál vel og hafði skýr rök fyrir þeim. Hann var jafnan glaður í bragði og tók andstreymi lífsins með karlmennsku,“ segir í minningarorðum.

Kona Jóhanns var Sigríður Grímsdóttir frá Gljúfurholti, f. 7.5. 1869, d. 11.5. 1945. Sonur þeirra var Vilberg, bifreiðarstjóri á Eyrarbakka. Dóttir Sigríðar og kjördóttir Jóhanns var Lovísa, kona Ólafs Helgasonar, kaupmanns og hreppstjóra á Eyrarbakka.

 

Jóhann lést 11. ágúst 1946.Morgunblaðið 17. nóvember 2016


Skráð af Menningar-Staður

16.11.2016 06:34

16. nóvember 2016 - Dagur íslenskrar tungu

 

 

 

16. nóvember 2016 - Dagur íslenskrar tungu

 

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.
 

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996.

Fjölmargir aðilar lögðu hönd á plóg og efndu til viðburða af þessu tilefni. Má þar nefna fjölmiðla, skóla, stofnanir og félög. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hélt hátíðarsamkomu og veitti þar í fyrsta sinn Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskunnar. Íslandsbanki veitti verðlaunaféð og hefur gert síðan. Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur með svipuðu sniði og sífellt fleiri aðilar taka virkan þátt í honum með ýmsu móti.

 

Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur. Hinn 16. nóvember skal draga fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins, sbr. 2. gr. forsetaúrskurðar um fánadaga og fánatíma nr. 5/1991 . Einnig fer vel á því að aðrir dragi íslenska fánann að húni á degi íslenskrar tungu.


Frá Stjórnarráðinu


Skráð af Menningar-Staður

15.11.2016 14:27

Forsetavísa Kristjáns Runólfssonar

 

 

Kristján Runólfsson.

 

Forsetavísa Kristjáns Runólfssonar

 

Eins og við var að búast hreyfðu úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum við vísnasmiðum.Kristján Runólfsson orti:

Kosningar sigraði furðunnar fugl,

flest verður mönnum að tjóni,

hérna í veröld er ríkjandi rugl,

rétt eins og heima á Fróni.


Morgunblaðið 11. nóvember 2016


Skráða f Menningar-Staður

14.11.2016 17:12

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 14. nóv. 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 14. nóv. 2016

 

.

.

Sérstakir myndagestir voru heiðursmennirnir;
Óskar Magnússon úr Önundarfirði og Eiríkur Runólfsson
frá Fáskrúðsfirði en báðir hafa búið í áratugi á Eyrarbakka.

.

 


Skráð af Menningar-Staður

14.11.2016 17:03

Óbyggðasetrið hlýtur Nýsköpunarverðlaun SAF

 


Hægt er aðað gista í gam­alli bað­stofu.

 

Óbyggðasetrið hlýtur Nýsköpunarverðlaun SAF

 

Óbyggða­setrið í Fljóts­­dal hlaut ný­­sköp­un­­ar­verð­laun Sam­­taka ferða­þjón­ust­unn­ar árið 2016. Verð­launin voru afhent af Guðna Th. Jóhann­essyni for­seta Íslands á föstu­dag, 11. nóvember 2016, við hátíð­lega athöfn. Mark­mið verð­laun­anna er að hvetja fyr­ir­tæki og frum­­kvöðla til nýsköp­unar og vöru­þró­un­­ar.

 

Óbyggða­setrið er stað­sett í Norð­ur­dal í Fljóts­dal, við jaðar stærstu óbyggða Norð­ur­-­Evr­ópu, og er hug­ar­fóstur hjón­anna Stein­gríms Karls­son­ar, kvik­mynda­gerð­ar­manns, og Örnu Bjargar Bjarna­dótt­ur, sagn­fræð­ings. Ýmis afþrey­ing er í boði á Óbyggða­setr­inu, meðal ann­ars reið­túr­ar, göngu­ferðir með leið­sögn auk veit­inga­sölu og safns. Gisti­mögu­leik­arnir sem boðið er upp á eru ein­stakir, en hægt er að velja á milli þess að gista í gam­alli bað­stofu eða upp­gerðu íbúð­ar­húsi frá 1940. Að sögn hjón­anna var hug­myndin að baki Óbyggða­setr­inu fyrst og fremst sú að dvölin verði „upp­lifun og ævin­týri“ fyrir gest­ina. 
 

Í um­­sögn dóm­­nefnd­ar um Óbyggða­set­ur Íslands seg­ir að sterk upp­­lif­un gegni lyk­il­hlut­verki í ferða­þjón­­ustu sam­­tím­ans og að mik­il­vægt sé að skapa stemn­ingu sem fang­i athygli gest­s­ins.

 

Þetta er í þrett­ánda sinn sem nýsköp­un­ar­verð­laun SAF eru afhent, en verð­launa­hafar til þessa hafa meðal ann­ars verið Into the Glaci­er, Gesta­stofan Þor­valds­eyri, Pink Iceland, Kex hostel og Norð­ur­sigl­ing á Húsa­vík.

Af: www.gestur.is

 

Skráð af Menningar-Staður

13.11.2016 21:06

Myndir dagsins

 


Staðarfell á Fellsströnd.                                                             Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Myndir dagsins

 

Myndir dagsins eru frá Staðarfelli á Fellsströnd í Dölum.


Myndirnar eru teknar í september 2005.

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvar á Suðurlandi á ferð um Vesturland árið 2005.


 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

12.11.2016 06:37

Mynd dagsins

 


F.v.: Siggeir Ingólfsson og Elfar Guðni Þórðarson. Ljósm.: BIB
 

 

Mynd dagsins

 

Mynd dagsins er tekin á árinu 2006 í Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.


Skráð af Menningar-Staður

09.11.2016 10:55

Stokkseyrarturnarnir risu við Tivolí í Kaupannahöfn

 

 

Við Tivolí í Kaupmannahöfn.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Stokkseyrarturnarnir risu við Tivolí í Kaupannahöfn

 


Athugula Flóamenn af Suðurlandi rekur í rogastans þegar þeir koma að Tivolíinu í miðborg Kaupmannahafnar nú um stundir.

Þar eru risnir glæsilegir sívalir turnar sem eru augljós eftirlíking Turnanna þriggja sem hugmyndir voru uppi um á árunum 2005-2006 að reisa vestan við Stokkseyri sunnan Löngudælar.

MenningarStaður færði til myndar.


 

Stokkseyrarturnarnir frá árunum 2005 - 2006 sem ekki voru reistir.

 


Við Tivolí í Kaupmannahöfn.
 
 


Skráð af Menningar-Staður
 

08.11.2016 06:58

158 ÞÚSUND FERÐAMENN Í OKTÓBER 2016

 

 

 

158 ÞÚSUND FERÐAMENN Í OKTÓBER 2016

 

Um 158 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 59 þúsund fleiri en í október á síðasta ári. Aukningin nemur 59,7% milli ára.

Fjöldi ferðamanna hefur ríflega fjórfaldast frá árinu 2010 en mest hefur þó aukningin verið síðustu tvö ár en þá hefur fjöldinn meira en tvöfaldast. Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótun er um 1,5 milljón eða 36,2% fleiri miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til október árið 2015. 

Bandaríkjamenn og Bretar tveir af hverjum fimm ferðamönnum

10 fjölmennustu þjóðernin

Um 74% ferðamanna í nýliðnum október voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 21,9% af heildarfjölda og Bretar næst fjölmennastir eða 19,7% af heild. Þar á eftir fylgdu Kanadamenn (6,3%), Þjóðverjar (6,0%), Kínverjar (4,1%), Norðmenn (3,7%), Danir (3,4%), Frakkar (3,4%), Svíar (3,0%) og Hollendingar (2,2%).

Bandaríkjamönnum fjölgaði langmest milli ára í október eða um 18.600 manns og voru þeir meira en tvöfalt fleiri í ár en í fyrra. Bretum fjölgaði um sjö þúsund manns í október sem er um 20% aukning frá því í fyrra, Kanadamönnum um 6.400 sem er tæplega þreföldun frá því í fyrra og Þjóðverjum um 3.700 sem er um 63,9% aukning frá því í fyrra. Þessar fjórar þjóðir báru uppi 60,3% af aukningu ferðamanna milli ára í október.

Ferðamenn eftir markaðssvæðum

Fjöldi N-Ameríkana hefur meira enn áttfaldast

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum októbermánuði má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010 eða ríflega fjórfalda aukningu. Fjöldi ferðamanna frá N-Ameríku hefur meira en áttfaldast, fjöldi Breta nærri fimmfaldast, fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu meira en fjórfaldast og fjöldi ferðamanna sem lenda í hópnum ,,annað“ tæplega sexfaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna en þeir hafa nærri tvöfaldast á tímabilinu 2010-2016.

Hlutfall N-Ameríkana hækkar en Norðurlandabúa lækkar

Hlutfall ferðamanan eftir markaðssvæðum

Samsetning ferðamanna hefur breyst nokkuð frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í október síðastliðnum voru Norðurlandabúar 11,9% ferðamanna en hlutfall þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár. Hlutdeild N-Ameríkana hefur hins vegar farið vaxandi og hið sama má segja um hlutdeild þeirra sem lenda í hópnum ,,annað“. N-Ameríkanar voru 15,7% af heild árið 2010 en voru orðnir 28,2% árið 2016 og hlutdeild þeirra sem falla undir ,,annað“ voru 17,8% af heild árið 2010 en var komin í 24,5% árið 2016. Hlutdeild Breta og Mið- og S-Evrópubúa hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010 til 2016. 

Ferðir Íslendinga utan

Um 50 þúsund Íslendingar fóru utan í október eða 5.300 fleiri en í október árið 2015. Um er að ræða 11,9% fleiri brottfarir en árið 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn í október 2016

Af www.ferdamalastofa.is


Skráð af Menningar-Staður