Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.04.2018 06:50

Sigurjón Vídalín leiðir Á-listann í Árborg

 

 

Sex efstu frambjóðendur á Á-listanum í Árborg. Ljósmynd/piratar.is

 

 

Sigurjón Vídalín leiðir Á-listann í Árborg

 

Píratar og Viðreisn, ásamt óháðum, hafa kynnt sameiginlegt framboð til sveitarstjórnarkosninga 2018 í Árborg undir nafninu Áfram Árborg og verður listabókstafur framboðsins Á.

 

Efstu sæti listans skipa:

 

  1. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur
  2. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur
  3. Sigurður Á. Hreggviðsson, öryrki
  4. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari
  5. Gunnar E. Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnarfulltrúi
  6. Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur

Frá þessu er greint á heimasíðu Pírata.Skráð af Menningar-Staður

08.04.2018 18:11

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórðarson

 


Sigurður Þórðarson (1895 - 1968)

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórðarson

 

Sigurður fæddist að Gerðhömrum í Dýrafirði 8. apríl 1895, sonur hjónanna Þórðar Ólafssonar, prófasts á Söndum, og Maríu Ísaksdóttur húsfreyju.
 

Eiginkona Sigurðar var Áslaug Sveinsdóttir frá Hvilft í Önundarfirði og eignuðust þau tvö börn, sem bæði dóu ung.
 

Sigurður lauk prófi frá Verzlunarskólanum í Reykjavík 1915, var verslunarmaður á Akureyri um skeið, starfaði í Landsbankanum í Reykjavík en lærði á orgel, píanó og fiðlu og stundaði nám í tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni, frú Önnu Pétursson, móður dr. Helga Pjeturss, Oscar Johansen og Páli Ísólfssyni, sem hvatti hann til að fara utan til frekara náms.

Hann lagði stund á píanó- og fiðlunám og hljómfræði í Tónlistarskólanum í Leipzig 1916-18 en hvarf þá heim vegna fjárskorts, var skrifstofumaður hjá G. Copland & Co og síðan skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins frá stofnun þess 1930 og þar til hann fór á eftirlaun. Auk þess gegndi hann oft útvarpsstjórastarfinu í fjarveru útvarpsstjóra.

 

Þó að Sigurður sinnti tónlistinni í hjáverkum varð hann einn þekktasti kórstjóri landsins og var auk þess prýðilegt tónskáld. Hann stjórnaði karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði 1923-26, stofnaði Karlakór Reykjavíkur 1926 og stjórnaði honum til 1966. Á þeim árum gerði kórinn víðreist til Norðurlandanna, Mið-Evrópu, Bandaríkjanna, Kanada og Miðjarðarhafslanda.
 

Sigurður samdi óperettu, kantötur, tónsmíðar fyrir píanó, orgel, hljómsveit og fjölda sönglaga.
 

Eitt þekktasta tónverk hans er Alþingishátíðarkantata frá 1930, en þar er alkunnur kaflinn „Sjá, dagar koma.“ Hann var ljóðrænt sönglagatónskáld og átti hægt með að semja eftir ljóðforminu.
 

Sigurður var sæmdur fálkaorðunni, Buffalo-orðunni, æðsta heiðursmerki Manitobafylkis, sæmdur medalíu af páfanum og var heiðursfélagi Winnipeg-borgar, Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og fjölda söngfélaga.
 

Sigurður lést 28. október 1968.

 


Gerðhamrar í Dýrafirði. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 
 Skráð af Menningar-Staður

08.04.2018 09:53

Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018

 

 

 

Lýðháskólinn á Flateyri

 

tekur til starfa haustið 2018

 

Kennsla og starfsemi við nýjan skóla, Lýðháskólann á Flateyri, mun hefjast haustið 2018. Undirbúningur starfsins hefur staðið yfir seinustu tvö ár. Starfsemi skólans fyrsta árið verður að mestu leyti fjármagnað af styrkjum frá Ísafjarðarbæ. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Vinnumálastofnun og sveitarfélögum, ráðuneytum, fyrirtækjum og einstaklingum. 

Á félagsfundi sem haldin var á skírdag var samþykkt að auglýsa og kynna starfsemi skólans þann 15.apríl næstkomandi Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

 

Lýðháskólinn á Flateyri mun vera samfélag kennara og nemenda sem býður fólki tækifæri til að mennta sig og þroskast í samstarfi við íbúa í bæjarfélaginu. 

Einkunnarorð skólans eru frelsi, þekking og þroski. Lögð verður áhersla á samveru, sjálfsskoðun, sjálfsrækt og lífsleikni. Helena Jónsdóttir sálfræðingur er framkvæmdastjóri skólans.


Skráð af Menningar-Staður

04.04.2018 07:01

Kiriyama Family til Danmerkur og Noregs

 

 

 

 

Kiriyama Family til Danmerkur og Noregs

 

Draumur hljómsveitarmeðlima í Kiriyama Family um að komast út að kynna tónlistina er að verða að veruleika.

 

Breska umboðsskriftofan ITB sem þau skrifuðum undir hjá fyrir stuttu er nú þegar búin að bóka Kiriyama Family á festivöl í Evrópu í sumar.


HEARTLAND FESTIVAL - Danmörk 31. maí - 2. júní 2018

BERGENFEST - Noregur 12. júní - 16. júní 2018


 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

03.04.2018 06:51

Koma fram á Iceland Airwaves

 


Hljómsveitin Kiriyama Family.
Ljósm.: Hanna Siv Bjarnardóttir.

 

 

Koma fram á Iceland Airwaves

 

Iceland Airwaves-hátíðin 2018 verður haldin dagana 7. til 10. nóvember 2018 á ýmsum tónleikastöðum í Reykjavík.

 

Aðstandendur hátíð- arinnar hafa gefið út fyrsta listann yfir þá listamenn og hljómsveitir sem koma fram og meðal erlendu gestanna verða sveitir víða að, frá Norðurlöndum, fleiri Evrópulöndum og Bandaríkjunum, svo sem:

Fontaines D.C., Girlhood, Girl Ray, Jade Bird, Jockstrap, Mavi Phoenix, Naaz, The Orielles, Sassy 009, Scarlet Pleasure, Soccer Mommy, Superorganism og Tommy Cash.

Þá var greint frá því að eftirfarandi íslenskir flytjendur træðu upp: Agent Fresco, Auður, Between Mountains, Bríet, Cyber, Hugar, Júníus Meyvant, Kiriyama Family, Rythmatik, Snorri Helgason, Sykur, Úlfur úlfur, Una Stef, Valdimar og Warmland.

 

Í tilkynningu frá Iceland Airwaves segir að á næstu mánuðum verði allt að 100 aðrir flytjendur og hljómsveitir kynnt til leiks.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.04.2018 15:53

Vorkoma við Vöðin í Önundarfirði þann 1. apríl 2018

 

 

 

Vorkoma við Vöðin í Önundarfirði

 

þann 1. apríl 2018


Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

.

.

.

.

 

.

.

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

02.04.2018 06:55

Metaðsókn á Aldrei fór ég suður 2018

 

 

 

Metaðsókn á Aldrei fór ég suður 2018

 

Tónlistarhátíðin -Aldrei fór ég suður- var haldin á Ísafirði nú um páskana; föstudags- og laugardagskvöld.

 

Mikill mannfjöldi var í Ísafjarðarbæ og nutu bæði heimamenn og aðkomufólk skemmtilegra viðburða og þjónustu í veðurblíðunni á Ísafirði sem og í öðrum nálægum bæjum.

 

Tónlistarhátíðin er líkt og fyrri ár fjölskylduhátíð og veitto frían aðgang öllum sem vildu njóta tónlistarinar, en hátíðin hefur unnið sér sess sem mikilvægur þáttur í menningar- og tónlistarlífi landsins. 

 

Talið er að metfjöldi gesta hafi haldið páskana hátíðlega á - Aldrei fór ég suður-. Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri hátíðarinnar segir að hátt í fimm þúsund tónleikagestir hafi komið vestur og íbúafjöldi Ísafjarðar hafi því rúmlega tvöfaldast. „Í fyrra þá slógum við öll met en núna held ég að við séum að toppa okkur. Sem ég hélt að væri hreinlega ekki hægt.

 

 Skráð af Menningar-Staður

01.04.2018 22:53

Polskie Swieta Wielkiej Nocy - Pólskir páskar í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

 

Polskie Swieta Wielkiej Nocy

– Pólskir páskar í Húsinu á Eyrarbakka

 

Páskasýning safnsins er tileinkuð pólskum páskum.  Í borðstofu Hússins verður dregið fram það helsta sem fylgir páskahefðum í Póllandi en þar fagna flestir samkvæmt kaþólskum sið.

 

Á sýningunni má sjá myndskreytt egg sem kallast pisanki, matarkörfu með páskamat sem er blessaður í kirkjunni á páskadagsmorgun, litríka handgerðir vendi sem eru tákn fyrir pálmagreinar og ýmislegt fleira.  Á páskum er föstunni að ljúka og tákn um vorkomu er víða sjáanlegur í páskasiðunum. Sýningin verður svo sannarlega í þeim anda.  Monika Figlarska hefur aðstoðað safnið við gerð sýningarinnar.

 

Sýningin opnaði laugardaginn 24. mars og verður opin alla daga kl. 13-17  fram yfir páska.

 

Síðasti sýningardagur verður sem sagt annar í páskum.

 

Frítt verður í safnið á meðan á sýningu stendur.

 

Allir velkomnir. Zapraszamy wszystkich serdecznie.Skráð af Menningar-Staður

27.03.2018 20:54

Vilja kosn­ing­ar um miðbæj­ar­mál á Sel­fossi

 

 

 

Vilja kosn­ing­ar um miðbæj­ar­mál á Sel­fossi

 

Haf­in er í Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg und­ir­skrifta­söfn­un sem miðar að því að til­laga til breyt­inga á aðal­skipu­lagi miðbæj­ar­ins á Sel­fossi, sem ger­ir ráð fyr­ir því að þar verði reist­ar bygg­ing­ar í göml­um stíl, sbr. áform Sig­túns þró­un­ar­fé­lags, fari í at­kvæðagreiðslu meðal íbúa.

 

Bæj­ar­stjórn samþykkti til­lög­una í síðasta mánuði og bíður hún nú staðfest­ing­ar Skipu­lags­stofn­un­ar.

 

Að und­ir­skrifta­söfn­un­inni standa Davíð Kristjáns­son, Gísli Ragn­ar Kristjáns­son og Al­dís Sig­fús­dótt­ir. Þurfa þau að hafa safnað 1.900 und­ir­skrift­um 29% at­kvæðis­bærra íbúa fyr­ir 20. apríl eigi efni til­lög­unn­ar að öðlast líf, það er kosn­ing­ar sem sveit­ar­fé­lagið þarf þá að efna til inn­an eins árs.Morgunblaðið 26. mars 2018.
 Skráð af Menningar-Staður

27.03.2018 18:10

Páska "Fuglatónleikar Valgeirs" fyrir alla fjölskylduna

 

 

Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaðurinn ástsæli.

 

Páska „Fuglatónleikar Valgeirs“ fyrir alla fjölskylduna

 

Valgeir Guðjónsson heldur árlega Fuglatónleika sína um páskana í Eyrarbakkakirkju. Ásta Kristrún í Bakkastofu segir að hugmyndin að þessari hefð, Fuglatónleikum um páska, hefði kviknað þegar þau Valgeir fluttust á Eyrarbakka. Þau hefðu verið hugfangin af sögu þorpsins og ekki síður af náttúrunni og Fuglafriðlandinu allt um kring.

 

„Eggjaskúrinn við Byggðasafnið, vestan við Húsið, á sér magnaða sögu. Hann er tákn snemmbærra náttúruvísinda sem skiluðu sér síðar inn í Náttúrugripasafn Íslands. Á blómaskeiði Eyrarbakka gerðust undur og stórmerki á mörgum sviðum. Hvort sem það var joð sem unnið var úr þangi í lækingaskyni eða það að elsti barnaskóli landsins var stofnaður á þessum stað,“ segir Ásta. Hún bætir við að margt megi telja markvert tengt náttúrufræði frá fyrri tíð svo sem merkt steinasafn fólksins í Húsinu. Það hafi verið gefið safni fyrrum Lærða skólans, sem nú heitir Menntaskólinn í Reykjavík.

 

„Á Eyrarbakka var ekki aðeins ein stærsta verslun landsins, heldur hélt tónlistin á Suðurlandi innreið sína hér á Eyrarabakka. Fyrsta píanóið kom til landsins með frú Sylvíu Thorgrimsen sem var orðin stórpíanisti í Kaupmannahöfn en flutti heim á ný með eiginmanni sínum verlsunarstjóra Lefolii verslunarinnar.“

 

Valgeir hefur samið gullfalleg grípandi lög um íslenska fugla við kvæði skáldsins góða, Jóhannesar úr Kötlum. Í gegnum lög og texta geta gestir í Eyrarbakkakirkju kynnst þekktum íslenskum fuglum um páskana og læra örlítið um líf þeirra og kúnstir. Líf fugla höfðar til allra aldurshópa enda eru þeir um margt mannlegir í hegðun. Þannig er upplagt að tengja kynslóðir saman með tónlist og fuglum nú í páskfríinu, með vorið handan við hornið.

 

Tónleikarnir verða á Skírdag og laugardaginn 31. mars og hefjast báða dagana kl. 15. Miðsala er á tix.is og við innganginn.

 

Sérstakt fjölskylduverð fullorðnir kr. 1.500 börn eldri en fjögurra ára kr. 500
 Skráð af Menninagr-Staður