Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

19.12.2019 19:54

Ingólfur Helgi Þorláksson - Fæddur 11. nóvember 1947 - Dáinn 4. desember 2019 - Minning

 


Ingólfur Helgi Þorláksson (1947 - 2019)
 

 

   Ingólfur Helgi Þorláksson

 

- Fæddur 11. nóvember 1947

 

- Dáinn 4. desember 2019 - Minning

 

 

Ingólf­ur Helgi Þor­láks­son fædd­ist í Eyj­ar­hól­um í Mýr­dal 11. nóv­em­ber 1947. Hann lést á Kana­ríeyj­um 4. des­em­ber 2019. Faðir Ing­ólfs Helga var Þor­lák­ur Björns­son, f. 1899, d. 1987, bóndi í Eyj­ar­hól­um í Mýr­dal. Móðir hans var Ingi­björg Emma Em­il­ía Indriðadótt­ir, f. 1910, d. 1995, frá Blönduósi.

Systkini Ing­ólfs Helga eru Gunn­ar Sæv­ar Gunn­ars­son, f. 1934, d. 1970, Anna Mar­grét Þor­láks­dótt­ir, f. 1938. d. 2019, Björn Ein­ar Þor­láks­son, f. 1939, d. 1994, Indriði Hauk­ur Þor­láks­son, f. 1940, Guðrún Steina Þor­láks­dótt­ir, f. 1942, d. 2001, Þórólf­ur Þor­láks­son, f. 1943, d. 1973, Nanna Þor­láks­dótt­ir, f. 1951, og Þór­ar­inn Þor­láks­son, f. 1953.

 

Ingólf­ur Helgi kvænt­ist 21. sept­em­ber 1968 Guðrúnu Ing­ólfs­dótt­ur, f. 5. sept­em­ber 1949. Þau skildu. For­eldr­ar Guðrún­ar voru Guðbjörg Ámunda­dótt­ir og Ingólf­ur Jóns­son.

 

Börn Ing­ólfs Helgs og Guðrún­ar eru:

1) Viðar, f. 26. apríl 1968, bú­sett­ur á Sel­fossi. Maki Nína Björg Borg­ars­dótt­ir. Þeirra börn eru a) Axel Ingi, unnusti Ein­ar Val­ur Ein­ars­son. b) Andrea Rún, unnusti Ingvar Þrast­ar­son, þau eiga tvo drengi. c) Kar­en Thelma, unnusti Brynj­ar Gylfa­son.

2) Guðbjörg Emma, f. 8. apríl 1969, bú­sett á Sel­fossi. Henn­ar maki var Ein­ar Rún­ar Ein­ars­son. Þau skildu. Dæt­ur þeirra eru a) Berg­lind Ósk, unnusti Garðar Ingvar Geirs­son, þau eiga tvo drengi. b) Guðrún Ósk, unnusti Ragn­ar Óskars­son. Sam­býl­ismaður Guðbjarg­ar Emmu er Gunn­laug­ur Ótt­ars­son.

 

Föru­naut­ur Ing­ólfs Helga síðustu 12 árin var Hjör­dís Björk Ásgeirs­dótt­ir, f. 16. janú­ar 1957.

 

Ingólf­ur Helgi var bak­ari að mennt og starfaði við þá iðn fram­an af og öðru hverju á æv­inni en lengst af starfaði hann sem mat­reiðslumaður á sjó og landi. Hann var um tíma for­stöðumaður Dval­ar­heim­il­is­ins í Gunn­ars­holti og starfsmaður við Rétt­ar­geðdeild­ina á Sogni í Ölfusi. Eft­ir að Ingólf­ur lét af launuðum störf­um hef­ur hann búið á Eyr­ar­bakka og sinnt hest­um sín­um og öðrum hugðarefn­um.

 

Útför Ing­ólfs Helga fór fram frá Sel­foss­kirkju í dag, fimmtudaginn 19. des­em­ber 2019.

 

___________________________________________________________________________


Minningarorð

 

Við skyndi­legt frá­fall Ing­ólfs bróður míns reik­ar hug­ur­inn til baka, til bernsk­unn­ar þegar ver­öld­in var græn og hlý og framtíðin óend­an­leg. Hann var þriðji yngsti í níu systkina hópi og sá 6. sem kveður þessa jarðvist. Segja má að hann hafi verið nokk­urs kon­ar for­ingi okk­ar tveggja yngstu, þar sem hann hafði nokk­ur ár fram yfir okk­ur.

 

Ingólf­ur varð snemma þrótt­mik­ill og snar í snún­ing­um. Ég reikna með að það hafi verið ærið verk­efni fyr­ir móður okk­ar að fylgj­ast með sjö­unda barn­inu, svona í viðbót við heim­il­is­störf­in, sem snemma sýndi til­b­urði til af­reka á lífs­ins leik­velli. Hann mun ekki hafa verið nema 10 til 11 mánaða þegar hann hljóp um tún. Hann var mjög ung­ur, þriggja til fjög­urra ára, þegar hann teymdi spaka klára, að hlöðnum garði, klifraði á bak klárn­um sem tölti af stað. Mamma hljóp nokkra sprett­ina á eft­ir hon­um á þess­um fyrstu knapaæf­ing­um hans.

 

Í minn­ing­unni var oft­ast gott veður og oft­ast sum­ar. Um­hverfið var vel fallið til leikja, enda var oft farið í „úti­legu­mann“, „fall­in spýta“ „yfir“ og aðra leiki. Leik­svæðið bæj­ar­hóll­inn, tún­in, brekk­urn­ar. Baslað við báta­smíð og stíflu­gerð í lækn­um. Farið í fjöru­ferðir. Bæ­irn­ir sem áttu land að fjör­unni áttu fjöru­daga. Ekki held ég nú samt að fjar­an hafi verið hugsuð sem leik­svið fyr­ir okk­ur börn­in. En brimið heillaði og ekki var alltaf spurt um leyfi þegar heim­ur­inn var kannaður. Með hækk­andi aldri urðu viðfangs­efni Ing­ólfs um­fangs­meiri. Ég man eft­ir hon­um snúa lambi inni í á og hjálpa því í heim­inn, lík­lega um ell­efu ára ald­ur. Þá var fýla­veiði ung­lings­strákanna í sveit­inni ótrú­lega spenn­andi. Mark­miðið var að koma með sem flesta fýla bundna í kippu við hnakk­inn. Ein­hvern tím­ann fór Ingólf­ur á bólakaf í Klif­anda, jök­ulsá sem oft er tölu­vert vatns­mik­il.

 

Mik­ill sam­gang­ur var á milli heim­ila okk­ar þegar hann og Gunna bjuggu ásamt Viðari og Emmu í ná­grenni við okk­ur.

 

Ingólf­ur hafði sér­lega gam­an af börn­um. Þess nutu krakk­arn­ir mín­ir, Silja og Þórólf­ur. Þau Gunna gættu Þórólfs stund­um þegar hann var um sex ára ald­ur. Ingólf­ur sagði hon­um enda­laus­ar sög­ur af stíg­vélaða kett­in­um. Það voru sög­ur af þess­um maka­lausa ketti sem ferðaðist um fjöll og firn­indi og brá sér í allra kvik­inda líki. Í huga 6 ára drengs voru all­ar þess­ar sög­ur sem frændi sagði sann­ar. Ég hef aldrei rek­ist á þær á prenti en kött­ur­inn sendi jóla­gjaf­ir!

 

Afa­hlut­verkið fór hon­um líka vel enda dáður og elskaður af barna­börn­un­um.

 

Oft hef ég verið ósam­mála bróður mín­um um mik­il­væg sam­fé­lags­mál. En þrátt fyr­ir karp um dæg­ur­mál er hug­ur minn þung­ur og full­ur eft­ir­sjár. Mér hefði fund­ist sann­gjarnt að hann hefði fengið lengri tíma. Tíma til að dansa og ferðast með Hjör­dísi sinni og tíma til að njóta þess að fylgj­ast með af­kom­end­um sín­um. Tíma til að klappa klár­un­um sín­um og finna gol­una strjúka um vanga. Ég kveð bróður minn með fyr­ir­bæn um góða heim­komu í sum­ar­landið og þökk fyr­ir allt. Við Össi send­um Hjör­dísi, Viðari og Emmu og þeirra fjöl­skyld­um okk­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur.

 

Nanna Þor­láks­dótt­ir.

 

___________________________

 

Ingólf­ur Helgi var þriðji yngst­ur níu systkina sem ólust upp í Eyj­ar­hól­um í Mýr­dal. Þrátt fyr­ir þrengsl­in lifa í minn­ing­unni glaðir æsku­dag­ar, sem ekk­ert set­ur blett á.

 

Ingólf­ur var táp­mik­ill og úrræðagóður. Þegar hann var á þriðja ári stóð mer­in Gláma, gæðablóð og fyrsti reiðskjóti okk­ar systkina, við hús­hliðina með ak­tygj­um á meðan heim­il­is­fólkið var í mat. Ingólf­ur teymdi mer­ina að hlöðnum vegg á bæj­ar­hlaðinu, klifraði á bak Glámu og sat þar hróðugur þegar út var komið. Öðru sinni átti hryssa erfiða fæðingu í tún­inu heima. Við fylgd­umst með pabba fjar­lægja and­vana fol­aldið. Hryss­an sætti sig illa við missinn en kom til okk­ar og sló eign sinni á Ingólf þá á fimmta ári. Varnaði hún okk­ur að koma ná­lægt hon­um. Tók hann þessu af ótta­leysi. Eft­ir nokk­urt stapp tókst þó að koma hon­um út fyr­ir túng­irðing­una.

 

Tengsl okk­ar bræðranna rofnuðu á náms­ár­um okk­ar. Ingólf­ur lærði til bak­ara en hneigðist einnig til annarr­ar mat­ar­gerðar og starfaði lengi sem mat­sveinn á sjó og í landi. Á þess­um árum kynnt­ist hann og kvænt­ist Guðrúnu Ing­ólfs­dótt­ur. Þau eignuðust og ólu upp tvö mann­væn­leg börn, Viðar og Guðbjörgu Emmu, sem ásamt fimm börn­um sjá nú á eft­ir um­hyggju­söm­um föður og afa. Sér­stak­lega sterk bönd voru milli Ing­ólfs og elsta barna­barns­ins Ax­els Inga sem misst hef­ur vin og fé­laga.

 

Ævi Ing­ólfs var ekki þrauta­laus. Ung­ur ánetjaðist hann Bakkusi og glímdi við hann alla tíð. Fór hann halloka fram­an af en gat svo snúið rimm­unni sér í hag og hafði lang­tím­um yf­ir­hönd­ina eft­ir það. Naut hann í því hins góða starfs SÁÁ og AA-sam­tak­anna og góðra aðstand­enda svo og þess sem átti hug hans flesta daga, hest­anna.

 

Bernsku­at­vik­in með hest­ana reynd­ust for­boði. Faðir okk­ar var hestamaður og þekkt­ur fyr­ir það að hafa gott auga fyr­ir hestefn­um. Þetta hafði Ingólf­ur tekið í arf. Hann átti jafn­an góða reiðhesta og suma af­bragðsgóða. Um­gengni hans við hesta ein­kennd­ist af um­hyggju og skiln­ingi á hátt­um þeirra og sterk tengsl við þá gerði Ingólf að góðum tamn­inga­manni sem þroskaði og bætti margt hestefnið fyr­ir sig og aðra.

 

Vegna hesta­mennsku glædd­ust sam­skipti okk­ar að nýju. Ingólf­ur hafði um ára­bil farið með hóp vina í hesta­ferðir á sumr­um. Taldi hann mig á að koma í eina slíka sem varð til þess að ég fór í ferðir þess­ar all­mörg ár. Ingólf­ur var góður far­ar­stjóri, hafði aga á liði sínu og sá til þess að um­gengni um nátt­úru og gistiskála væri góð.

 

Ferðir okk­ar lágu flest­ar að fjalla­baki en einnig víðar. Í síðustu sam­eig­in­legu ferðinni héld­um við á heima­slóðir, gist­um í Reynis­hverfi og riðum þaðan út m.a. inn í Heiðar­dal og á Reyn­is­fjall. Sannaðist þá að Ingólf­ur var veður­sæll far­ar­stjóri því við feng­um fimm sól­ar­daga í röð í Mýr­daln­um sem ég ætla að ekki hafi oft gerst á upp­vaxt­ar­ár­um okk­ar. Með í för síðari árin var Hjör­dís Björk Ásgeirs­dótt­ir sem verið hef­ur föru­naut­ur Ing­ólfs síðustu 12 ár og styrk stoð all­an þann tíma.

 

Við Rakel send­um börn­um Ing­ólfs og fjöl­skyld­um þeirra, Guðrúnu fyrr­ver­andi konu hans, Hjör­dísi Björk og systkin­um Ing­ólfs okk­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur.

 

Indriði H. Þor­láks­son.

 


Morgunblaðið, fimmtuudaginn 19. desember 2019.
 Skráð af Menninar- Bakki

19.12.2019 17:50

Merkir Íslendingar - Sigurður Bjarnason frá Vigur

 


Sigurður Bjarnason (1915 - 2012).
 

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Bjarnason frá Vigur

 

 

Sigurður fæddist í Vigur í Ísafjarðardjúpi 18. desember 1915 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðsson, hreppstjóri í Vigur, og k.h., Björg Björnsdóttir húsfreyja.
 

 

Bjarni var sonur Sigurðar, pr. og alþm. í Vigur, bróður Stefáns skólameistara og alþm., föður Valtýs, ritstjóra Morgunblaðsins. Móðir Bjarna var Þórunn, systir Brynjólfs, langafi Þorsteins Gunnarssonar, leikara og arkitekts.

 

Meðal systkina Bjargar voru Haraldur leikari; Sigurður, faðir Björns, læknis og forstöðumanns á Keldum; Björgvin, hrl. og framkvæmdastjóri VSÍ, og Jón, skólastjóri og heiðursborgari Sauðárkróks, afi Óskars Magnússonar, fyrrv. útgefanda Morgunblaðsins. Björg var dóttir Björns, dbrm. og ættföður Veðramótaættar Jónssonar, b. í Háagerði Jónssonar, á Finnastöðum Jónssonar, bróður Jónasar á Gili, föður Meingrundar Eyjólfs, langafa Jóns, föður Eyjólfs Konráðs, alþm. og ritstjóra Morgunblaðsins.


 

Sigurður kvæntist Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara og eignuðust þau tvö börn, Hildi Helgu, sagnfræðing og blaðamann, og Ólaf Pál bókmenntafræðing.


 

Sigurður lauk stúdentsprófi frá MA 1936, lögfræðiprófi frá HÍ 1941 og framhaldsnámi í lögfræði í Cambridge á Englandi. Hann var stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins frá 1947 og ritstjóri blaðsins 1956-69, var alþm. Norður-Ísafjarðarsýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1942-59 og alþm. Vestfjarðakjördæmis 1963-70.


 

Sigurður var sendiherra Íslands í Danmörku, fyrsti sendiherra Íslands í Kína, sendiherra í Bretlandi og víðar. Hann vann ötullega að heimkomu handritanna til Íslands, var forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar, formaður Blaðamannafélags Íslands og Norræna blaðamannasambandsins, var formaður Útvarpsráðs, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og einn af forsetum ráðsins, sat í Þingvallanefnd og var formaður Norræna félagsins.

 


Sigurður lést 5. janúar 2012.Skráð af Menningar-Bakki.

19.12.2019 07:01

Vestfirðingar til sjós og lands - 3.bók

 

 

 

 

Vestfirðingar til sjós og lands – 3.bók

 

 

Höfundur: Hallgrímur Sveinsson


Ritröð þessari er ætlað að vekja áhuga á Vestfjörðum og Vestfirðingum almennt fyrr og síðar, í gamni og alvöru. Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannski bara af einhverri hugsjón, en ekki til að græða peninga.Í bréfi til okkar frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir nokkrum árum, segir m. a. svo:


„Alúð þín við sögu fólks við Dýrafjörð og víðar á Vestfjörðum er mikil og merk. Við sem unnum þessum slóðum erum full þakklætis og virðingar.“Þessi fallegu orð mega hundruð höfunda og ýmsir aðrir sem lagt hafa hönd á plóg hjá Vestfirska forlaginu, einnig taka til sín.


 

 

Hallgrímur Sveinsson.

 

Skráð af Menningar-Bakki

18.12.2019 21:40

Jónas Guðlaugsson - Fæddur 22. júlí 1929 - Dáinn 29. nóvvember 2019 - Minning

 


Jónas Guðlaugsson (1929 - 2019)

 

 

Jónas Guðlaugsson - Fæddur 22. júlí 1929 -

 

Dáinn 29. nóvvember 2019 - Minning

 

 

Jón­as Guðlaugs­son fædd­ist á Eyr­ar­bakka 22. júlí 1929. Hann lést á heim­ili sínu 29. nóv­em­ber 2019.

 

For­eldr­ar Jónas­ar voru þau Ingi­björg Jón­as­dótt­ir, hús­móðir, f. 22.3. 1905, d. 4.11. 1984, og Guðlaug­ur Páls­son kaupmaður, f. 20.2. 1896, d. 16.12. 1993.

 

Systkini Jónas­ar eru:

Guðrún, Ing­veld­ur, lát­in, Hauk­ur, Páll, Stein­unn og Guðleif. Eig­in­kona Jónas­ar var Odd­ný Sig­ríður Nicolaidótt­ir, f. 2.12. 1930, d. 5.3. 2014.

 

Börn Jónas­ar og Odd­nýj­ar eru:
1) Ingi­björg, f. 1950, maki Gísli Ólafs­son, f. 1946, þeirra börn Lilja, Aðal­heiður og Ólaf­ur,

2) Garðar, f. 1951, d. 1955,

3) Nicolai, f. 1954, maki Ásta Bjarney Pét­urs­dótt­ir, f. 1955, þeirra börn Dagný Rós og Bjarni Garðar,

4) Jón­as Garðar, f. 1959, maki Jó­hanna V. Gísla­dótt­ir, f. 1962, þeirra börn Hanna Lilja og Matth­ías,

5) Guðlaug­ur, f. 1960, maki Guðrún Ax­els­dótt­ir, f. 1962, þeirra börn Jón­as, Þórir, Fann­ar og Sindri,

6) Sig­urður, f. 1966, maki Bjarnþóra María Páls­dótt­ir, f. 1971, börn Sig­urðar, Ísak Aron, Sig­ríður Agnes og Odd­ný Soffía. Börn Bjarnþóru, Páll Axel og Ásdís María.

 

Jón­as ólst upp á Eyr­ar­bakka og hóf nám í raf­virkj­un hjá móður­bróður sín­um Kristni og vann við raf­stöðina á Eyr­ar­bakka sem Krist­inn rak. Jón­as flutti til Reykja­vík­ur á 17. ári og hélt áfram námi hjá Segli, raf­véla­verk­stæði. Hann kvænt­ist eig­in­konu sinni, Odd­nýju Sig­ríði Nicolaidótt­ur, 19. apríl 1951.

 

Jón­as var um tíma á sjó sem vél­stjóri á dagróðrabát­um sem gerðir voru út frá Reykja­vík. Hann byrjaði eig­in rekst­ur í bíl­skúr á Lind­ar­göt­unni, stækkaði við sig með aðstöðu í Skip­holt­inu og flutti fyr­ir­tækið þaðan í Duggu­vog­inn. Árið 1964 flutti fjöl­skyld­an á Sauðár­krók þar sem hann rak fyr­ir­tækið í 4 ár. Hóf rekst­ur Vélsmiðju Jónas­ar Guðlaugs­son­ar að nýju í Reykja­vík og rak hana til dauðadags.

 

Útför Jónas­ar fór fram frá Fella- og Hóla­kirkju í dag, miðvikudaginn18. des­em­ber 2019.

________________________________________________________________________________________Minningarorð


Ein af fyrstu minn­ing­um okk­ar Jónas­ar var sú að við veikt­umst báðir af berkl­um. Kenn­ar­inn í barna­skól­an­um greind­ist með berkla og sömu­leiðis bak­ar­inn. Lúðvík lækn­ir kom næst­um dag­lega til okk­ar meðan reynt var að vinna bug á sjúk­dómn­um. Móðir okk­ar, Ingi­björg Jón­as­dótt­ir, sat oft við rúm­in okk­ar sem voru hlið við hlið og fór með bæn­ir með okk­ur á kvöld­in. Á end­an­um kom­umst við á fæt­ur, þökk sé Lúðvík lækni, mömmu og al­mætt­inu.

 

Jón­as taldi það ætíð skyldu sína að gæta mín fyr­ir kaup­fé­lags­bíl­un­um sem æddu fram­hjá heim­ili okk­ar dag­lega. Móður­bróðir okk­ar, Krist­inn Jónas­son, var org­an­isti í Eyr­ar­bakka­kirkju og átti einnig og rak raf­stöðina á Eyr­ar­bakka. Hann byrjaði að kenna mér á pí­anó og að kenna Jónasi raf­virkj­un. Krist­inn átti for­láta renni­bekk og þar fékk hin mikla smíðanátt­úra Jónas­ar út­rás. Hag­leik­ur­inn var mik­ill í ætt­inni, all­ir bræður mömmu smíðuðu og hún líka. Einn bræðra henn­ar, Gunn­ar Jónas­son, fór upp úr 1930 til Þýska­lands að læra flug­virkj­un og stóð sig vel. Ég spurði hann eitt sinn hvort Eyr­bekk­ing­ar hefðu ekki verið gáttaðir á því þegar hann í upp­hafi krepp­unn­ar fór að læra flug­virkj­un. Hann svaraði: Það þurfti ekki Eyr­bekk­inga til! Þótt Jón­as og Krist­inn frændi okk­ar hafi ekki alltaf átt skap sam­an, þá lofaði Krist­inn mjög verk Jónas­ar. Jón­as átti ein­stak­lega gott með að finna út úr flókn­um hlut­um og fann undireins út hvernig hægt var að lag­færa og betr­um­bæta.

 

Þegar hann hóf ævi­starf sitt lánaði Krist­inn hon­um renni­bekk­inn dýr­mæta. Jón­as hóf snemma sjálf­stæðan rekst­ur við að fram­leiða alls kon­ar hluti, svo sem grút­artýru og ýmsa aðra þjóðlega minja­gripi. Fyr­ir þessa fram­leiðslu smíðaði hann marg­vís­lega stansa. Hug­mynda­auðgi Jónas­ar voru lít­il tak­mörk sett og stöðugt komu frá hon­um nýj­ar og nýj­ar upp­finn­ing­ar, sem hafa verið ómet­an­leg­ar fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf og þróun þess. Þrátt fyr­ir mikla hæfi­leika og dygg­an stuðning eig­in­konu sinn­ar, Odd­nýj­ar Nicolaidótt­ur, var lífið hon­um oft erfitt. Þau Odd­ný eignuðust sex ein­stak­lega vel gerð börn, ákaf­lega hæfi­leika­rík. Stóra sorg­in var þegar son­ur þeirra, Garðar, lést á fjórða ári. Slíkt áfall get­ur eng­inn skilið, nema sá sem reynt hef­ur.

 

Ég man þegar ég kom eitt sinn að utan, þar sem ég stundaði nám, þá var Jón­as með verk­stæði sitt í bíl­skúr við íbúð þeirra á Lind­ar­göt­unni. Er ég kom inn á verk­stæðið til hans varð mér litið upp á einn vegg­inn og þar kom ég auga á mynd af fal­leg­um ung­um dreng og var hún af Garðari litla, sem var burt kallaður svo snemma. Nú trúi ég því að þau séu öll sam­an, ungi son­ur­inn og for­eldr­ar hans, um­vaf­in tónlist og björtu ljósi. Jón­as naut tón­list­ar á sinn hátt, hlustaði og naut þess að heyra dótt­ur sína, Ingi­björgu, leika Til Elísu eft­ir Beet­ho­ven. Svo man ég það, að áður en hann fór á þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um, þá 16 ára, söng hann með inn­lif­un Tondeleyo á meðan hann pressaði spari­föt­in sín.

 

Jónas­ar verður sárt saknað.

 

Hauk­ur og Grím­hild­ur.

___________________________________

 

Elsku Jón­as bróðir minn er dá­inn. Ég sakna hans mjög mikið. Hann var góður bróðir, ég held að við höf­um verið mjög lík.

 

Ég minn­ist bara gleði þegar við Magni vor­um að ferðast út um all­an heim með Jónasi bróður og Odd­nýju, hans góðu konu. Ég taldi mig svo ör­ugga með þeim og Magna. Það var alltaf gam­an hjá okk­ur. Við byrjuðum að ferðast sam­an 1962. Svo voru ótal sigl­ing­ar um Karíbahafið, Miðjarðar­hafið og Atlants­hafið. Við höfðum mikið yndi af að vera á sjó, enda fædd og alin upp á Eyr­ar­bakka. Hauk­ur, bróðir okk­ar, og Jón­as syntu þar í ís­köld­um sjón­um. Ég man að ég var svo hrædd um stóru bræður mína, en þeir vippuðu sér upp á bryggju, blóðrisa á lær­un­um, al­sæl­ir. En ég grét að sjá þá koma, svo feg­in var ég. Jón­as var mjög lík­ur móður­fjöl­skyldu okk­ar úr Garðhús­um á Eyr­ar­bakka. Þar voru mikl­ir snill­ing­ar og Jón­as bróðir erfði það, og heit­ir í höfuðið á afa okk­ar.

Mamma mín sagði einu sinni við mig: „Ef Hauk­ur er listamaður, þá er Jón­as ekki síðri.“ Jón­as var svo lík­ur mömmu, en hann mátti þola að missa son sem dó í hönd­um hans, tæpra fjög­urra ára gam­all. Jón­as var með göm­ul sár. Hann vann aldrei úr þeim, mjög til­finn­inga­næm­ur. En fal­leg tónlist var hon­um mjög kær. Hann vann fram á síðasta dag og allt varð að vera rétt upp á milli­metra.

Jón­as var svo mik­ill hugsuður eins og mamma okk­ar. Hann var upp­finn­ingamaður, smíðaði vél­ar og stansa. Það sem hann var bú­inn að hugsa sér að búa til – var ótrú­legt hvað hann gat látið sér detta í hug að láta þess­ar vél­ar gera, en all­ir þess­ir hlut­ir, bæði stór­ir og smá­ir, eru smíðaðir af mik­illi fag­mennsku.

Í okk­ar fyrstu sigl­ingu um Karíbahafið kom í ljós að skip­stjór­inn hafði einu sinni komið með þetta stóra skip til Íslands. Þegar við sögðum hon­um að Jón­as hefði á yngri árum verið vél­stjóri á bát­um á Íslandi var hann svo elsku­leg­ur að bjóða Jónasi og Magna mín­um að skoða vél­ar­rúm þessa 70 þúsund tonna skips. Vakti það undr­un skip­stjór­ans, og þeirra sem sýndu hon­um vél­ar­rýmið, hve þekk­ing Jónas­ar á vél­un­um var mik­il. Þessi skoðun­ar­ferð var Jónasi ógleym­an­leg.

Jón­as átti mjög dug­leg og góð börn, tengda­börn, barna­börn og langafa­börn, allt hið efni­leg­asta fólk. Við Magni vott­um þeim öll­um hjart­ans samúð. Ég kveð þig, elsku bróðir minn.

 

Þín syst­ir,

Stein­unn Guðlaugs­dótt­ir.


Morgunblaðið, miðvikudagurinn 18. desember 2019.Skráð af Menningar-Bakki.

17.12.2019 18:39

Hrútavinahittingur í Stykkishólmi

 

 
 
 

 

Hrútavinahittingur

 

í StykkishólmiF.v.: Víðir Björnsson og Siggeir Ingólfsson.
 

 Skráð af Menningar-Bakki

16.12.2019 17:09

Rakarastofa Björns og Kjartans opin 09 - 20

 

 

 

Rakarastofa Björns og Kjartans

      við Austurveg á Selfossi 


 

         Opið 09 - 20


 

    síðustu vikuna fyrir jól
 

 


Skráð af Menningar-Bakki

 

15.12.2019 09:10

Jól í Hallskoti 2019

 

 

 

 

Jól í Hallskoti 2019


 

Skráð af Menningar-Bakki

15.12.2019 08:44

Eyrarbakkaprestakall laust

 


Eyrarbakkakirkja. Ljósm.: Ingvar Magnússon.

 

 

Eyrarbakkaprestakall laust

 

 

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Eyrarbakkaprestakall, Suðurprófastsdæmi frá og með 1. febrúar 2020.Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir, Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsókn og kirkja er í hverri sókn. Íbúafjöldi í prestakallinu eru 1.443. Prestakallið er í tveimur sveitarfélögum og nær yfir þann hluta Árborgar sem næst er sjó og syðsta hluta Flóahrepps. Einn sóknarprestur starfar í prestakallinu, en umtalsvert samstarf er við presta Selfossprestakalls.Áskilinn er réttur til að skilgreina nánar viðbótarskyldur við prófastsdæmið og biskupsstofu eða önnur kirkjuleg stjórnvöld.Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings „um val og veitingu prestsembætta“ nr. 144/2016 og „um presta“ nr. 1011/2011, svo og „leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti“ frá 2017.Vakin er athygli á fyrirhuguðum breytingum á réttarstöðu starfsmanna kirkjunnar, þar með talið presta, sbr. viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar, dags. 6. september 2019 þar sem fram kemur að fyrirhugað sé að dómsmálaráðherra leggi fram frumvarp til laga á Alþingi, sem feli m.a. í sér breytingu á 22. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en í umræddri grein eru biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar tilgreindir sem embættismenn ríkisins. Fyrirhugað er að breytingin taki gildi frá og með 1. janúar 2020.Umsóknarfrestur er til miðnættis 18. desember 2019.

 Sjá nánar hér.

 Skráð af Menningar-Bakki

14.12.2019 08:36

Merkir Íslendingar - Ingibjörg H. Bjarnason

 


Ingibjörg H. Bjarnason (1867 - 1941).

 

 

Merkir Íslendingar - Ingibjörg H. Bjarnason

 

 

Ingi­björg H. Bjarna­son fædd­ist á Þing­eyri við Dýra­fjörð 14. desember 1867. Hún var dótt­ir Há­kon­ar Bjarna­son­ar, út­gerðar­manns og kaup­manns á Bíldu­dal og Þing­eyri, og k.h., Jó­hönnu Krist­ín­ar Þor­leifs­dótt­ur.
 

 

Há­kon var son­ur Bjarna Gísla­son­ar, pr. á Sönd­um, og k.h., Helgu Árna­dótt­ur, en Jó­hanna Krist­ín var dótt­ir Þor­leifs Jóns­son­ar, pró­fasts í Hvammi í Hvamms­sveit, og k.h., Þor­bjarg­ar Hálf­dán­ar­dótt­ur. Meðal bræðra Ingi­bjarg­ar voru Lár­us H. Bjarna­son, sýslumaður, bæj­ar­fóg­eti og hæsta­rétt­ar­dóm­ari, og Ágúst H. Bjarna­son, doktor í heim­speki, rektor HÍ og fyrsti for­seti Vís­inda­fé­lags Íslend­inga, faðir Há­kon­ar Bjarna­son skóg­rækt­ar­stjóra.
 

 

Ingi­björg var í námi hjá Þóru, konu dr. Þor­vald­ar Thorodd­sens nátt­úru­fræðings og dótt­ur Pét­urs Pét­urs­son­ar bisk­ups. Þá stundaði hún nám í Kaup­manna­höfn 1884-85 og 1886-93. Auk þess dvaldi hún er­lend­is 1901-1903 og kynnti sér þá m.a. skóla­hald í Þýskalandi og Sviss.
 

 

Ingi­björg var fyrsta kon­an sem kjör­in var á Alþingi. Hún sat á þingi 1922-30, fyrst fyr­ir Kvenna­list­ann eldri, þá fyr­ir Íhalds­flokk­inn og loks Sjálf­stæðis­flokk­inn frá stofn­un hans 1929. Hún var öfl­ug­ur mál­svari kvenna og kvenna­sam­taka á þingi, barðist öt­ul­lega fyr­ir vel­ferðar­mál­um og rétt­ind­um kvenna, barna og ekki síst þeirra sem höll­um fæti stóðu í sam­fé­lag­inu.

 

Högg­mynd af Ingi­björgu, eft­ir Ragn­hildi Stef­áns­dótt­ur mynd­höggv­ara, var af­hjúpuð við Skála Alþing­is á kvennadag­inn 19. júní árið 2015.

 

Ingi­björg kenndi við Kvenna­skól­ann í Reykja­vík frá 1903 en þá var hann enn til húsa hjá Þóru Mel­sted í Thor­valds­senstræti, í húsi sem síðar var nefnt Sjálf­stæðis­hús eða Sig­tún og loks Nasa. Er skól­inn flutti í nýtt hús­næði við Frí­kirkju­veg 1906 tók Ingi­björg við stjórn skól­ans og stýrði hon­um til æviloka.

 

 

Ingi­björg lést 30. október 1941.

 


Dýrfirðingurinn Ingibjörg H. Bjarnason (1867-1941) var fyrsta íslenska konan til

að taka sæti á Alþingi.

19. júní 2015 var afhjúpuð við Alþingishúsið höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason.

 


Skrað af Menningar-Bakki

13.12.2019 20:52

Hjólabókin - 6. bók: Skaftafellssýslur

 

 

 

Hjólabókin – 6. bók:


Skaftafellssýslur
 

Höfundur:

Sunnlendingurinn Ómar Smári Kristinsson

á Ísafirði

 

 

Hjólabækurnar þeirra Smára og Nínu eru löngu orðnar klassískar. Með Skaftafellssýslum er kominn liðlega helmingur af landinu í hjólabækur.

 

Í þeim er lýst hjólaleiðum, auðveldum og erfiðum, sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring. Loka má hringnum á einum degi.

 

Hagnýtar upplýsingar um hverja leið fylgja. Hjólabækurnar eru einsdæmi á Íslandi.

 

Gott ef ekki í öllum heimi!

 

 

 
 

 Skráð af Menningar-Bakki.