Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.12.2019 09:53

Flugeldasala BJARGAR á Eyrarbakka

 

 
 

 

 

Flugeldasala BJARGAR á Eyrarbakka

 

 

Flugeldasalan okkar er opin eftirfarandi timasetningar.

 

 

28.12. Kl 10-22
 

29.12. Kl 10-22
 

30.12. Kl 10-22
 

31.12. Kl 10-16 

Skráð af Menningar-Bakki

29.12.2019 09:13

Sigurður Eiríksson - Fæddur 22. mars 1928 - Dáinn 14. desember 2019 - Minning

 

Sigurður Eiríksson (1928 - 2019)

 

Sigurður Eiríksson - Fæddur 22. mars 1928

 

- Dáinn  14. desember 2019 - Minning

 

 

Sig­urður Ei­ríks­son fædd­ist 22. mars 1928 í Fífl­holts-Vest­ur­hjá­leigu í Vest­ur-Land­eyj­um. Hann lést 14. des­em­ber 2019 á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Ljós­heim­um, Sel­fossi.

 

For­eldr­ar Sig­urðar voru Ei­rík­ur Björns­son bóndi, f. 1887, d. 1943, og Þór­unn Guðmunds­dótt­ir hús­freyja, f. 1888, d. 1972.

Al­syst­ir Sig­urðar var Vil­borg, f. 1923, d. 2015, hálf­bróðir sam­feðra var Ársæll Ei­ríks­son, f. 1915, d. 2007, og hálf­bróðir sam­mæðra var Markús Hjálm­ars­son, f. 1918, d 2010.

 

Þann 26. des­em­ber 1953 kvænt­ist Sig­urður eft­ir­lif­andi eig­in­konu sinni, Guðfinnu Sveins­dótt­ur, f. 15.6. 1928, frá Efri-Kví­hólma, Vest­ur-Eyja­fjöll­um. For­eldr­ar henn­ar voru Sveinn Jónas­son, f. 1902, d. 1981, verkamaður og síðar bóndi að Rot­um und­ir Vest­ur-Eyja­föll­um og Ragn­hild­ur Jó­hanns­dótt­ir hús­freyja, f. 1904, d. 1972.

 

Sig­urður og Guðfinna eignuðust fimm börn:


Trausti, f. 12.12. 1950.

Viðar, f. 30.4. 1952,

Ein­ar Bragi, f. 18.7. 1953, d. 15.7. 2018,

Svandís Ragna, f. 5.9. 1954,

og Eygló Alda, f. 17.11. 1964.

 

Trausti er kvænt­ur Sig­ríði Sæ­munds­dótt­ur, son­ur þeirra er Sig­mund­ur Unn­ar, f. 28.9. 1971. Unn­usta Anna Sól­munds­dótt­ir. Barna­börn­in eru þrjú.

 

Viðar, sam­býl­is­kona hans er Guðbjörg Bjarna­dótt­ir, börn Viðars eru Sig­urður Grét­ar, f. 7.9. 1978, sam­býl­is­kona Britta Magda­lena. Viðar Þór, f. 7.10. 1981, og Ólöf Val­borg, f. 26.6. 1996, sam­býl­ismaður Arn­ar Freyr. Barna­börn­in eru sjö.

 

Ein­ar Bragi kvænt­ist Soffíu A. Jó­hanns­dótt­ur, börn þeirra eru Guðfinna Krist­ín, f. 18.6. 1975, sam­býl­ismaður Eggert Berg­mann, Jó­hanna Sigrún, f. 24.12. 1979, sam­býl­ismaður Krist­inn Helga­son, Jó­hann Freyr, f. 19.2. 1983, og Þór­unn Ósk, f. 25.7. 1988. Barna­börn­in eru níu.

 

Svandís Ragna, sam­býl­ismaður henn­ar var Árni Al­ex­and­ers­son en hann er lát­inn.

 

Eygló Alda, sam­býl­ismaður henn­ar er Sigv­ard A. Sig­urðsson Hammer, börn þeirra eru Berg­lind Ósk, f. 11.12. 1985, eig­inmaður Ei­rík­ur Ingvi Jóns­son, Bjarki Þór, f. 16.9. 1989, sam­býl­is­kona Linzi Trosh og Sandra Sif, f. 2.6. 1992, sam­býl­ismaður Guðmund­ur H. Björg­vins­son. Barna­börn­in eru sex.

 

Sig­urður ólst upp í Fífl­holts-Vest­ur­hjá­leigu. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um hjálpaði hann til við bú­störf­in heima við. Seinna sem ung­ur maður vann hann við hin ýmsu störf, m.a. í vélsmiðju í Reykja­vík og hélt hann þá til hjá Vil­borgu syst­ur sinni. Eft­ir það vann hann lengi á skurðgröfu víða um sveit­ir í Rangár­valla- og Skafta­fells­sýslu. Árið 1946 kynnt­ist Sig­urður Guðfinnu en þá voru þau við störf í Slát­ur­hús­inu á Hellu. Þau felldu strax hugi sam­an. Leið þeirra lá síðar til Vest­manna­eyja þar sem hann starfaði hjá Ísfé­lag­inu. Árið 1950 fluttu þau að Indriðakoti und­ir V-Eyja­fjöll­um og hófu þar bú­skap, bjuggu þar í tíu ár en þá flutt­ust þau að Orm­skoti í sömu sveit. Árið 1965 brugðu þau búi og flutt­ust á Eyr­ar­bakka. Þar vann hann m.a. við hafn­ar­gerð, smíðar o.fl. Síðar keypti hann vöru­bíl og starfaði sjálf­stætt í mörg ár.

 

Útför Sig­urðar fór fram frá Eyr­ar­bakka­kirkju í gær, 28. des­em­ber 2019.

__________________________________________________________________________


 

Minningarorð

 

Í dag er sorg og mik­ill söknuður í hjarta mínu er ég kveð elsku besta pabba minn. En jafn­framt er mér þakk­læti of­ar­lega í huga því það er ekki sjálf­gefið að fá að hafa pabba sinn svona lengi hjá sér. Pabbi minn var jafn fal­leg­ur að utan sem inn­an. Góður, skemmti­leg­ur og fróður. Hann vildi öll­um vel jafnt mönn­um sem dýr­um. Alla tíð var hann stolt­ur af sinni konu og henn­ar dugnaði, mátti hann það svo sann­ar­lega.

 

Nú er bara að ylja sér við all­ar góðu minn­ing­arn­ar um besta pabba í heimi. Við vor­um alla tíð mjög náin og ekki hvað síst nú í seinni tíð. Þegar ég var barn taldi ég að ekki mætti tala eft­ir kvöld­bæn­irn­ar, er mér minn­is­stætt at­vik frá því að ég var lít­il stelpa, ég var að festa svefn en þá heyrði ég í pabba frammi í eld­húsi, hann var þá kom­inn heim eft­ir nokk­urra daga fjar­veru vegna vinnu. Ég þaut fram til að hitta hann og knúsa, áttaði mig svo á að ég var búin að fara með bæn­irn­ar svo ég varð að að fara með þær aft­ur.

 

Pabbi minn var ein­stak­ur dýra­vin­ur. Kind­ur voru í miklu upp­á­haldi hjá hon­um og talaði hann alltaf um fé eða kind­ur, alls ekki roll­ur. Eft­ir að pabbi fór á hjúkr­un­ar­heim­ilið Ljós­heima fékk hann nokkr­um sinn­um kiðling í heim­sókn, sem hann kunni svo sann­ar­lega að meta, en það var ynd­is­legri starfs­stúlku að þakka. Það var ein­stakt sam­band á milli pabba og kis­unn­ar Uno sem varð tæp­lega 18 ára og var mikið dek­ur­dýr hjá for­eldr­um mín­um. Þeir spjölluðu sam­an, fóru í göngu­túra sam­an, lögðu sig sam­an, fóru í úti­legu sam­an og svona mætti lengi telja. Þrátt fyr­ir hversu dekraður Uno var fékk hann ekki að fara í bíl­skúr­inn ef þar voru mýs. Nei minn veiddi mýsn­ar lif­andi og sleppti þeim síðan vest­ur á sandi. Músa­gildr­ur voru pynt­ing­ar­tæki sem átti ekki að líða. Marg­ar svipaðar sög­ur rifjast upp, en þær lýsa vel hans fal­lega hjarta­lagi.

 

Þá eru ófá­ar minn­ing­arn­ar tengd­ar úti­leg­um, bú­staðaferðum og ferðalög­um um landið, bæði frá barnæsku minni og eft­ir að ég eignaðist sjálf fjöl­skyldu. Hann þekkti landið okk­ar vel og var mikið gam­an að ferðast með þeim mömmu. Hann var ein­stak­lega minn­ug­ur allt fram á síðustu stundu og það ber að þakka. Kennitala seg­ir nefni­lega ekki allt eins og marg­ur held­ur.

 

Marg­ar vís­ur og ljóð hef ég skrifað eft­ir hon­um síðustu ár ásamt ýms­um fróðleik sem ann­ars væri lík­lega gleymd­ur. Það verður skrýtið fyrst um sinn að geta ekki bara spurt pabba. Ég trúi að elsku Ein­ar minn hafi tekið á móti pabba okk­ar og nú séu þeir sam­einaðir. Ég lofa að hugsa eins vel og ég get um elsku mömmu. En þangað til næst Guð geymi þig elsku besti minn.

 

Þín dótt­ir,

 

Eygló Alda.
Morgunblaðið.

 Skráð af Menningar-Bakki

27.12.2019 18:12

ÆFING 51 árs

 

 

 

 

    -  ÆFING 51 árs  -
 

 

Meðal afmæla dagsins - 27. desember 2019 – er 51 árs afmæli

 

Hljómsveitarinnar ÆFINGAR frá Flateyri.

 


Afmæliskveðjur með myndum frá 50 ára afmælistónleikum

 

ÆFINGAR í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

 

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Bakki.


 

26.12.2019 14:52

Merkir Íslendingar - Einar Oddur Kristjánsson

 


Einar Oddur Kristjánsson (1942 - 2007).
 

 

Merkir Íslendingar - Einar Oddur Kristjánsson

 

 

Ein­ar Odd­ur Kristjáns­son fædd­ist á Flat­eyri 26. des­em­ber 1942. For­eldr­ar hans voru hjón­in Kristján Ebenezers­son skip­stjóri, f. 1897, d. 1947, og María Jó­hanns­dótt­ir, stöðvar­stjóri Pósts og síma á Flat­eyri, f. 1907, d. 2003.


 

Ein­ar Odd­ur stundaði nám í Héraðsskól­an­um á Núpi í Dýraf­irði og í Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Frá ár­inu 1968 starfaði Ein­ar Odd­ur við sjáv­ar­út­veg, fyrst sem einn af stofn­end­um og fram­kvæmda­stjóri hluta­fé­lags­ins Fiskiðjunn­ar Hjálms. Hann var síðar stjórn­ar­formaður hluta­fé­lag­anna Hjálms, Vest­firsks skel­fisks og Kambs.


 

Ein­ar Odd­ur sat í hrepps­nefnd Flat­eyr­ar­hrepps 1970-1982, var formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Önund­ar­fjarðar 1968-1979, formaður full­trúaráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­ur-Ísa­fjarðar­sýslu 1979-1990 og formaður kjör­dæm­is­ráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins á Vest­fjörðum 1990-1992.


 

Ein­ar Odd­ur sat í stjórn Vinnu­veit­enda­fé­lags Vest­fjarða frá ár­inu 1974. Hann var í aðal­stjórn Sölu­miðstöðvar hraðfrysti­hús­anna 1989-1994, stjórn­ar­formaður Vél­báta­út­gerðarfé­lags Ísfirðinga frá ár­inu 1984 og sat í stjórn Sam­taka fisk­vinnslu­stöðva 1981-1996. Hann var formaður efna­hags­nefnd­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar 1988. Formaður Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands var hann 1989-1992 og sat í stjórn at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs 1995.


 

Ein­ar Odd­ur var alþing­ismaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn frá 1995 til dán­ar­dags. Á Alþingi átti hann sæti í mörg­um nefnd­um en lengst og mest starfaði hann í fjár­laga­nefnd, var vara­formaður henn­ar 1999-2007 og jafn­framt aðaltalsmaður síns flokks í rík­is­fjár­mál­um.


 

Hinn 7. október 1971 kvænt­ist Ein­ar Odd­ur Sigrúnu Gerðu Gísla­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræðingi, f. 20.11 1943 - d. 22. maí 2018.


Börn Ein­ars Odds og Sigrún­ar Gerðu eru:

Bryn­hild­ur, Kristján Torfi og Teit­ur Björn.


 

Ein­ar Odd­ur lést 14. júlí 2007.
 
Skráð af Menningar-Bakki.

25.12.2019 15:08

JESÚS OG JÓNAR TVEIR

 

 

Magnús Erlingsson, prestur á Ísafirði.

Hér í Staðarkirkju í Grunnavík í Jökulfjörðum.

 

 

 

  -  JESÚS  - 

 

OG JÓNAR TVEIR

 

 

Á jólum minnumst við þess að Jesús var fæddur í Betlehem.  Orðið Betlehem merkir hús brauðanna.  Það er vel við hæfi að Jesús sé fæddur þar, enda sagði Jesús að hann væri brauð lífsins og sá, sem til sín kæmi, myndi hvorki hungra né þyrsta.

 

Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness virðist hafa þekkt þessa merkingu orðins Betlehem því hann birtir í smásagnakveri sínu Sjöstafakverinu, sem út kom árið 1964, smásöguna um Jón í Brauðhúsum.  Jón þessi er dáinn þegar tveir lærisveinar hans hittast og taka tal saman.  Lærisveinarnir eru látnir heita Filippus og Andrés líkt og tveir af lærisveinum Jesú.  Af smásögunni er augljóst að Kiljan er að fjalla um Jesú og það hvernig fólk túlkaði hann og minntist hans.  Líkt og greina má af fleiri bókum Kiljans þá er eins og þarna sé hann farinn að hugsa um næstu skáldsögu sína en það var verkið Kristnihald undir Jökli, sem kom út fjórum árum seinna.

 

Í Kristnihaldinu er sagt frá Jóni prímusi, sérkennilegum presti, sem virðist lítið gefa fyrir helgisiði en helgar sig í staðinn því að hjálpa fólki, hann járnar hesta og gerir við prímusa.  Jón prímus er nauðalíkur þeim Jóni í Brauðhúsum, sem Filippus man eftir.  Jón prímus er í raun Kristsgervingur þegar nánar er að gáð.  Skáldið lætur hann líkjast Kristi á vissan hátt.  Báðir lifa þeir á brauði og fiski, sem þeim er gefið.  En þrátt fyrir fátækt sína og allsleysi þá geta þeir Kristur og Jón prímus ávallt gefið fólki með sér af fisknum og brauðinu.  Báðir tilheyra þeir þeim fámenna hópi manna, sem eru svo „ríkir að þeir hafa efni á því að vera fátækir,“ – eins og skáldið orðar það.  Líkt og Jeús var upp á kant við faríseana og fylgdi ekki þeirra venjum þá virðist Jón prímus lítið gefa fyrir formsatriði og valdakerfi íslensku kirkjunnar.

 

Þessi samanburður á Jesú Kristi og tveimur sögupersónum í skáldverkum Halldórs Kiljans Laxness kann einhverjum að finnast óviðeigandi á helgri jólahátíð.  En þegar betur er að gáð þá hæfir hann.  Við höfum flest búið okkur til í huganum mjög fallega mynd af fæðingu Jesú Krists, með skrautklæddum englum, vitringum í glitklæðum og fleiru.  En sé texti Lúkasar lesinn þá blasir það við að Jesús var fæddur við hinar fátæklegustu aðstæður.  Það var ekkert pláss fyrir hann híbýlum manna eða því gistiskýli, sem ætlað var að hýsa ferðafólkið í Betlehem.  Í staðinn voru þau María og Jósef í litlum fjárhúshelli og þegar Jesúbarnið var fætt þá var það lagt í jötu, sem notuð hefur verið undir fóður handa skepnunum.  Umgjörðin gat vart verið fátæklegri.  Þess vegna má segja að sú ofgnótt, sem einkennir jólahald margra vestrænna þjóða sé í nokkru ósamræmi við frásögn jólaguðspjallsins.

 

Boðskapur jólaguðspjallsins er sá að Guð vitjar mannkyns og birtist því í litlu barni, sem fætt er af fátækri móður.  Guð varð maður í Kristi, sögðu hinir fornu kirkjufeður.  Hann gerðist einn af okkur.  Þess vegna var það ekki alveg úr lausu lofti gripið hjá Nóbelsskáldinu góða að líkja þessum Jónum tveimur við Krist.  Karlmannsnafnið Jón er stundum notað sem samheiti yfir allar manneskjur.  Og boðsakpur jólanna er sá að Jesús sé bróðir og frelsari allra mann.  Öll séum við börn Guðs.  Þess vegna erum við líka öll bræður og systur.  Jólin boða fólki samkennd og kærleika.

 

Kæri lesandi, ég hvet þig til að opna Biblíuna þína og lesa annan kaflann í Lúkasarguðspjalli.  Lestu hann með opnum huga.  Hlustaður svo á fallega tónlist og vittu til hvort þú skynjir ekki hinn sanna anda jólanna, anda auðmýkar og kærleika. 

 

Megi Guð gefa þér og þínum gleðileg jól.

 

 

Magnús Erlingsson,

prestur á Ísafirði.


 


Safnahúsið á Ísafirði.

Eitt af glæsihúsum Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar.
 

Af vefnum: www.bb.is á Ísafirði

 


Skráð af Menningar-Bakki

25.12.2019 09:19

Gleðileg jól

 

 

 

 

      - Gleðileg jól - 

 

Hallgrímskirkja í Reykjavík.
 

Ein af glæsikirkjum Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar.

 


Akureyrarkirkja.

Ein af glæsikirkjum Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar.


 
Skráð af Menningar-Bakki 

24.12.2019 06:51

Eyrarbakkaprestakall - Helgihald um jól 2019

 


Eyrarbakkakirkja. Ljósm.: Ingvar Magnússon.

 

 

Eyrarbakkaprestakall

 

 

- Helgihald um jól 2019

 

 

Stokkseyrarkirkja


Aðfangadagur jóla 24. desember.

Aftansöngur kl. 18.00.

Kór Stokkseyrarkirkju syngur.

Organisti Haukur Arnarr Gíslason.

Prestur sr. Arnaldur A. Bárðarson

 

 

Eyrarbakkakirkja


Aðfangadagur jóla 24. desember.

Aftansöngur kl. 23.30.

Kór Eyrarbakkakirkju syngur.

Organisti Haukur Arnarr Gíslason.

Prestur sr. Arnaldur A. Bárðarson

 

 

Gaulverjabæjarkirkja


Jóladagur 25. desember.

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00.

Kór Gaulverjabæjarkirku syngur.

Organisti Haukur Arnarr Gíslason.

Prestur sr. Arnaldur A. Bárðarson

Skráð af Menningar-Bakki

22.12.2019 07:46

Vetrarsólstöður (sólhvörf) eru í dag 22. desember 2019

 

 

 

 

Vetrarsólstöður

 

(sólhvörf) eru í dag 22. desember 2019

 

 

Vetrarsólstöður eru í dag 22. desember 2019.

 

Þá er skemmstur sólargangur og sól fer að hækka á himninum.

 

Vetrarskammdegið er nú í hámarki en stysti dagur ársins er á tímabilinu 20.-23. desember.

Á þessari öld ber vetrarsólhvörf oftast upp á þann 21. 

 

Í dag er sólargangur stystur; sólris seint og sólarlag snemma. Um leið verður áberandi hve seint náttúrulegt hádegi er á ferðinni á Íslandi.

 

Í Reykja­vík voru vetr­ar­sól­stöður kl. 04:19 í morgun, sól­in rís kl. 11:22 og verður hæst á lofti 2,7 gráður yfir sjón­deild­ar­hring kl. 13:26. Sól­in sest svo kl. 15:31 og ekki löngu síðar er orðið myrkt.

 

 

Ljóð Einars Benediktssonar, Vetrarsólhvörf:Stynur jörð við stormsins óð

og stráin kveða dauð,

hlíðin er hljóð,

heiðin er auð.

- Blómgröf, blundandi kraftur,

við bíðum, það vorar þó aftur.

Kemur skær í skýjunum sólin,

skín í draumum um jólin.

Leiðir fuglinn í för

og fleyið úr vör. 

 

Arni sofa hugir hjá, -

þeir hvíldu dag og ár.

Stofan er lág,

ljórinn er smár.

- Fortíð, fram líða stundir,

senn fríkkar, því þróttur býr undir.

Hækka ris og birtir í búðum,

brosir dagur í rúðum.

Lítur dafnandi dug

og djarfari hug.

 

Vakna lindir, viknar ís

og verður meira ljós.

Einhuga rís

rekkur og drós.

- Æska, ellinnar samtíð,

við eigum öll samleið - og framtíð.

Aftni svipur sólar er yfir,

sumrið í hjörtunum lifir.

Blikar blóms yfir gröf,

slær brú yfir höf.
 Skráð af Menningar-Bakki.

19.12.2019 20:14

Skötuveisla á Stokkseyri 23. desember 2019

 

 

 

 

  Skötuveisla á Stokkseyri

 

     23. desember 2019


 

.

.

 

,

.

  

.

.

.

.


   Fyrsta Skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar var árið 1999.
 

    Leiðbeinandi aðili við veisluhaldið var Hrútavinafélagið Örvar.

 


Skráð af Menningar-Bakki

19.12.2019 19:54

Ingólfur Helgi Þorláksson - Fæddur 11. nóvember 1947 - Dáinn 4. desember 2019 - Minning

 


Ingólfur Helgi Þorláksson (1947 - 2019)
 

 

   Ingólfur Helgi Þorláksson

 

- Fæddur 11. nóvember 1947

 

- Dáinn 4. desember 2019 - Minning

 

 

Ingólf­ur Helgi Þor­láks­son fædd­ist í Eyj­ar­hól­um í Mýr­dal 11. nóv­em­ber 1947. Hann lést á Kana­ríeyj­um 4. des­em­ber 2019. Faðir Ing­ólfs Helga var Þor­lák­ur Björns­son, f. 1899, d. 1987, bóndi í Eyj­ar­hól­um í Mýr­dal. Móðir hans var Ingi­björg Emma Em­il­ía Indriðadótt­ir, f. 1910, d. 1995, frá Blönduósi.

Systkini Ing­ólfs Helga eru Gunn­ar Sæv­ar Gunn­ars­son, f. 1934, d. 1970, Anna Mar­grét Þor­láks­dótt­ir, f. 1938. d. 2019, Björn Ein­ar Þor­láks­son, f. 1939, d. 1994, Indriði Hauk­ur Þor­láks­son, f. 1940, Guðrún Steina Þor­láks­dótt­ir, f. 1942, d. 2001, Þórólf­ur Þor­láks­son, f. 1943, d. 1973, Nanna Þor­láks­dótt­ir, f. 1951, og Þór­ar­inn Þor­láks­son, f. 1953.

 

Ingólf­ur Helgi kvænt­ist 21. sept­em­ber 1968 Guðrúnu Ing­ólfs­dótt­ur, f. 5. sept­em­ber 1949. Þau skildu. For­eldr­ar Guðrún­ar voru Guðbjörg Ámunda­dótt­ir og Ingólf­ur Jóns­son.

 

Börn Ing­ólfs Helgs og Guðrún­ar eru:

1) Viðar, f. 26. apríl 1968, bú­sett­ur á Sel­fossi. Maki Nína Björg Borg­ars­dótt­ir. Þeirra börn eru a) Axel Ingi, unnusti Ein­ar Val­ur Ein­ars­son. b) Andrea Rún, unnusti Ingvar Þrast­ar­son, þau eiga tvo drengi. c) Kar­en Thelma, unnusti Brynj­ar Gylfa­son.

2) Guðbjörg Emma, f. 8. apríl 1969, bú­sett á Sel­fossi. Henn­ar maki var Ein­ar Rún­ar Ein­ars­son. Þau skildu. Dæt­ur þeirra eru a) Berg­lind Ósk, unnusti Garðar Ingvar Geirs­son, þau eiga tvo drengi. b) Guðrún Ósk, unnusti Ragn­ar Óskars­son. Sam­býl­ismaður Guðbjarg­ar Emmu er Gunn­laug­ur Ótt­ars­son.

 

Föru­naut­ur Ing­ólfs Helga síðustu 12 árin var Hjör­dís Björk Ásgeirs­dótt­ir, f. 16. janú­ar 1957.

 

Ingólf­ur Helgi var bak­ari að mennt og starfaði við þá iðn fram­an af og öðru hverju á æv­inni en lengst af starfaði hann sem mat­reiðslumaður á sjó og landi. Hann var um tíma for­stöðumaður Dval­ar­heim­il­is­ins í Gunn­ars­holti og starfsmaður við Rétt­ar­geðdeild­ina á Sogni í Ölfusi. Eft­ir að Ingólf­ur lét af launuðum störf­um hef­ur hann búið á Eyr­ar­bakka og sinnt hest­um sín­um og öðrum hugðarefn­um.

 

Útför Ing­ólfs Helga fór fram frá Sel­foss­kirkju í dag, fimmtudaginn 19. des­em­ber 2019.

 

___________________________________________________________________________


Minningarorð

 

Við skyndi­legt frá­fall Ing­ólfs bróður míns reik­ar hug­ur­inn til baka, til bernsk­unn­ar þegar ver­öld­in var græn og hlý og framtíðin óend­an­leg. Hann var þriðji yngsti í níu systkina hópi og sá 6. sem kveður þessa jarðvist. Segja má að hann hafi verið nokk­urs kon­ar for­ingi okk­ar tveggja yngstu, þar sem hann hafði nokk­ur ár fram yfir okk­ur.

 

Ingólf­ur varð snemma þrótt­mik­ill og snar í snún­ing­um. Ég reikna með að það hafi verið ærið verk­efni fyr­ir móður okk­ar að fylgj­ast með sjö­unda barn­inu, svona í viðbót við heim­il­is­störf­in, sem snemma sýndi til­b­urði til af­reka á lífs­ins leik­velli. Hann mun ekki hafa verið nema 10 til 11 mánaða þegar hann hljóp um tún. Hann var mjög ung­ur, þriggja til fjög­urra ára, þegar hann teymdi spaka klára, að hlöðnum garði, klifraði á bak klárn­um sem tölti af stað. Mamma hljóp nokkra sprett­ina á eft­ir hon­um á þess­um fyrstu knapaæf­ing­um hans.

 

Í minn­ing­unni var oft­ast gott veður og oft­ast sum­ar. Um­hverfið var vel fallið til leikja, enda var oft farið í „úti­legu­mann“, „fall­in spýta“ „yfir“ og aðra leiki. Leik­svæðið bæj­ar­hóll­inn, tún­in, brekk­urn­ar. Baslað við báta­smíð og stíflu­gerð í lækn­um. Farið í fjöru­ferðir. Bæ­irn­ir sem áttu land að fjör­unni áttu fjöru­daga. Ekki held ég nú samt að fjar­an hafi verið hugsuð sem leik­svið fyr­ir okk­ur börn­in. En brimið heillaði og ekki var alltaf spurt um leyfi þegar heim­ur­inn var kannaður. Með hækk­andi aldri urðu viðfangs­efni Ing­ólfs um­fangs­meiri. Ég man eft­ir hon­um snúa lambi inni í á og hjálpa því í heim­inn, lík­lega um ell­efu ára ald­ur. Þá var fýla­veiði ung­lings­strákanna í sveit­inni ótrú­lega spenn­andi. Mark­miðið var að koma með sem flesta fýla bundna í kippu við hnakk­inn. Ein­hvern tím­ann fór Ingólf­ur á bólakaf í Klif­anda, jök­ulsá sem oft er tölu­vert vatns­mik­il.

 

Mik­ill sam­gang­ur var á milli heim­ila okk­ar þegar hann og Gunna bjuggu ásamt Viðari og Emmu í ná­grenni við okk­ur.

 

Ingólf­ur hafði sér­lega gam­an af börn­um. Þess nutu krakk­arn­ir mín­ir, Silja og Þórólf­ur. Þau Gunna gættu Þórólfs stund­um þegar hann var um sex ára ald­ur. Ingólf­ur sagði hon­um enda­laus­ar sög­ur af stíg­vélaða kett­in­um. Það voru sög­ur af þess­um maka­lausa ketti sem ferðaðist um fjöll og firn­indi og brá sér í allra kvik­inda líki. Í huga 6 ára drengs voru all­ar þess­ar sög­ur sem frændi sagði sann­ar. Ég hef aldrei rek­ist á þær á prenti en kött­ur­inn sendi jóla­gjaf­ir!

 

Afa­hlut­verkið fór hon­um líka vel enda dáður og elskaður af barna­börn­un­um.

 

Oft hef ég verið ósam­mála bróður mín­um um mik­il­væg sam­fé­lags­mál. En þrátt fyr­ir karp um dæg­ur­mál er hug­ur minn þung­ur og full­ur eft­ir­sjár. Mér hefði fund­ist sann­gjarnt að hann hefði fengið lengri tíma. Tíma til að dansa og ferðast með Hjör­dísi sinni og tíma til að njóta þess að fylgj­ast með af­kom­end­um sín­um. Tíma til að klappa klár­un­um sín­um og finna gol­una strjúka um vanga. Ég kveð bróður minn með fyr­ir­bæn um góða heim­komu í sum­ar­landið og þökk fyr­ir allt. Við Össi send­um Hjör­dísi, Viðari og Emmu og þeirra fjöl­skyld­um okk­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur.

 

Nanna Þor­láks­dótt­ir.

 

___________________________

 

Ingólf­ur Helgi var þriðji yngst­ur níu systkina sem ólust upp í Eyj­ar­hól­um í Mýr­dal. Þrátt fyr­ir þrengsl­in lifa í minn­ing­unni glaðir æsku­dag­ar, sem ekk­ert set­ur blett á.

 

Ingólf­ur var táp­mik­ill og úrræðagóður. Þegar hann var á þriðja ári stóð mer­in Gláma, gæðablóð og fyrsti reiðskjóti okk­ar systkina, við hús­hliðina með ak­tygj­um á meðan heim­il­is­fólkið var í mat. Ingólf­ur teymdi mer­ina að hlöðnum vegg á bæj­ar­hlaðinu, klifraði á bak Glámu og sat þar hróðugur þegar út var komið. Öðru sinni átti hryssa erfiða fæðingu í tún­inu heima. Við fylgd­umst með pabba fjar­lægja and­vana fol­aldið. Hryss­an sætti sig illa við missinn en kom til okk­ar og sló eign sinni á Ingólf þá á fimmta ári. Varnaði hún okk­ur að koma ná­lægt hon­um. Tók hann þessu af ótta­leysi. Eft­ir nokk­urt stapp tókst þó að koma hon­um út fyr­ir túng­irðing­una.

 

Tengsl okk­ar bræðranna rofnuðu á náms­ár­um okk­ar. Ingólf­ur lærði til bak­ara en hneigðist einnig til annarr­ar mat­ar­gerðar og starfaði lengi sem mat­sveinn á sjó og í landi. Á þess­um árum kynnt­ist hann og kvænt­ist Guðrúnu Ing­ólfs­dótt­ur. Þau eignuðust og ólu upp tvö mann­væn­leg börn, Viðar og Guðbjörgu Emmu, sem ásamt fimm börn­um sjá nú á eft­ir um­hyggju­söm­um föður og afa. Sér­stak­lega sterk bönd voru milli Ing­ólfs og elsta barna­barns­ins Ax­els Inga sem misst hef­ur vin og fé­laga.

 

Ævi Ing­ólfs var ekki þrauta­laus. Ung­ur ánetjaðist hann Bakkusi og glímdi við hann alla tíð. Fór hann halloka fram­an af en gat svo snúið rimm­unni sér í hag og hafði lang­tím­um yf­ir­hönd­ina eft­ir það. Naut hann í því hins góða starfs SÁÁ og AA-sam­tak­anna og góðra aðstand­enda svo og þess sem átti hug hans flesta daga, hest­anna.

 

Bernsku­at­vik­in með hest­ana reynd­ust for­boði. Faðir okk­ar var hestamaður og þekkt­ur fyr­ir það að hafa gott auga fyr­ir hestefn­um. Þetta hafði Ingólf­ur tekið í arf. Hann átti jafn­an góða reiðhesta og suma af­bragðsgóða. Um­gengni hans við hesta ein­kennd­ist af um­hyggju og skiln­ingi á hátt­um þeirra og sterk tengsl við þá gerði Ingólf að góðum tamn­inga­manni sem þroskaði og bætti margt hestefnið fyr­ir sig og aðra.

 

Vegna hesta­mennsku glædd­ust sam­skipti okk­ar að nýju. Ingólf­ur hafði um ára­bil farið með hóp vina í hesta­ferðir á sumr­um. Taldi hann mig á að koma í eina slíka sem varð til þess að ég fór í ferðir þess­ar all­mörg ár. Ingólf­ur var góður far­ar­stjóri, hafði aga á liði sínu og sá til þess að um­gengni um nátt­úru og gistiskála væri góð.

 

Ferðir okk­ar lágu flest­ar að fjalla­baki en einnig víðar. Í síðustu sam­eig­in­legu ferðinni héld­um við á heima­slóðir, gist­um í Reynis­hverfi og riðum þaðan út m.a. inn í Heiðar­dal og á Reyn­is­fjall. Sannaðist þá að Ingólf­ur var veður­sæll far­ar­stjóri því við feng­um fimm sól­ar­daga í röð í Mýr­daln­um sem ég ætla að ekki hafi oft gerst á upp­vaxt­ar­ár­um okk­ar. Með í för síðari árin var Hjör­dís Björk Ásgeirs­dótt­ir sem verið hef­ur föru­naut­ur Ing­ólfs síðustu 12 ár og styrk stoð all­an þann tíma.

 

Við Rakel send­um börn­um Ing­ólfs og fjöl­skyld­um þeirra, Guðrúnu fyrr­ver­andi konu hans, Hjör­dísi Björk og systkin­um Ing­ólfs okk­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur.

 

Indriði H. Þor­láks­son.

 


Morgunblaðið, fimmtuudaginn 19. desember 2019.
 Skráð af Menninar- Bakki