Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.11.2019 17:41

Merkir Íslendingar - Ólafur Hannibalsson

 

 

Ólafur Hannibalsson (1935 - 2015).

 

 

Merkir Íslendingar - Ólafur Hannibalsson

 

 

Ólaf­ur Hanni­bals­son fædd­ist á Ísaf­irði 6. nóv­em­ber 1935.

For­eldr­ar hans voru Sól­veig Sig­ríður Ólafs­dótt­ir hús­freyja, f. 1904 á Strand­selj­um í Ögur­sveit, d. 1997, og Hanni­bal Gísli Valdi­mars­son, alþing­ismaður og ráðherra, f. 1903 í Fremri-Arn­ar­dal við Skutuls­fjörð, d. 1991.


 

Ólaf­ur lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Laug­ar­vatni árið 1956 og stundaði nám við há­skól­ann í Delaware í Banda­ríkj­un­um og við hag­fræðihá­skól­ann í Prag í Tékklandi á ár­un­um 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loft­leiðum í New York, var rit­stjóri Frjálsr­ar þjóðar 1964-1970, með árs­hléi 1968 þegar hann vann að haf­rann­sókn­um. Hann var skrif­stofu­stjóri ASÍ 1971-1977. Ólaf­ur var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi 1995-1999.
 

 

Um tíu ára skeið til árs­ins 1987 var Ólaf­ur bóndi í Selár­dal og síðan blaðamaður, rit­höf­und­ur og rit­stjóri. Ásamt Jóni Hjalta­syni og Hjalta Ein­ars­syni skrifaði hann 50 ára sögu Sölu­miðstöðvar hraðfrysti­hús­anna, sem út kom 1997. Hann þýddi Sögu þorsks­ins eft­ir Mark Kurlan­sky og skráði ásamt konu sinni Sól­ar­meg­in, end­ur­minn­ing­ar Her­dís­ar Eg­ils­dótt­ur kenn­ara. Síðustu árin vann Ólaf­ur að Djúp­manna­tali, skrá ábú­enda við Ísa­fjarðar­djúp frá 1801 til 2011 og er ritið komið út.


 

Ólaf­ur lét sig þjóðmál miklu varða, tók virk­an þátt í ýms­um aðgerðum, ritaði ótal grein­ar og hélt út­varps­er­indi um inn­lend og er­lend mál­efni.


 

Eig­in­kona Ólafs er Guðrún Pét­urs­dótt­ir lífeðlis­fræðing­ur, f. 1950. For­eldr­ar henn­ar voru Pét­ur Bene­dikts­s­son, alþing­ismaður og banka­stjóri, og Guðrún Eggerts­dótt­ir Briem. Dæt­ur Ólafs og Guðrún­ar eru Ásdís og Marta. Börn Ólafs með fyrri eig­in­konu sinni, Önnu G. Kristjáns­dótt­ur kenn­ara, f. 1935, eru Hugi, Sól­veig og Krist­ín.
Skráð af Menningar-Bakki.

03.11.2019 09:46

Sviðaveisla Björns Hilmarssonar og félaga

 

 

 

 

Sviðaveisla Björns Hilmarssonar og félaga

 

 

Sviðaveisla Björns Hilmarssonar og félaga var haldin að Stað á Eyrarbakka í gærkvöldi,  2. nóv. 2019.

 

Fjölmenni var í sviðaveislunni eins og sjá má á myndum sem Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi færði til filmu.

 

Á þessari slóð eru 32 myndir:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/292474/


 

Nokkrar myndir hér:

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.

02.11.2019 09:09

"Áfram um að gera umhverfið hér á landi betra"

 

 

 

"Áfram um að gera umhverfið hér á landi betra“

 

 Yfirlitssýning um Guðjón Samúelsson opnuð í Hafnarborg 

 

 

Yfirlitssýningin  Eyrbekkingsins Guðjón Samúelsson  húsameistari verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag, laugardaginn 2. nóvember 2019 kl. 17, í tilefni þess að öld er liðin frá því að Guðjón lauk háskólaprófi í byggingarlist árið 1919 og var í framhaldinu skipaður húsameistari ríkisins árið 1920. „Það er ekki hægt að ala upp góða menn nema í fallegu umhverfi,“ er haft eftir Guðjóni á boðskorti sýningarinnar. Aðspurð segir Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og sýningarstjóri ásamt Pétri H. Ármannssyni arkitekt, sýningartextana að stærstum hluta byggjast á frásögn Guðjóns sjálfs um eigin byggingar.

 

„Á sýningunni er lögð áhersla á sýn Guðjóns sjálfs á eigin verk, stílþróun í byggingarlist hans og líklega áhrifavalda. Þar verða til sýnis teikningar, ljósmyndir og líkön af byggingum Guðjóns, ásamt ýmsum tillögum sem ekki urðu að veruleika,“ segir Ágústa og bendir á að sýningin sé unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands sem veittu ómetanlegt aðgengi að safnkosti sínum. 

 

Spurð um tilurð sýningarinnar rifjar Ágústa upp að Pétur hafi um margra ára skeið rannsakað Guðjón. „Fyrir fjórum árum ákváðum við Pétur að um það bil þegar rannsókn hans væri tilbúin til útgáfu í bókarformi myndum við gera saman sýningu á verkum Guðjóns,“ segir Ágústa og bendir á að bók Péturs sé væntanleg á næsta ári, en sýningin stendur til 12. janúar 2020.

 

„Guðjón starfaði hérlendis sem arkitekt frá því rétt fyrir 1920 og fram til 1950. Lengst af gegndi hann embætti húsameistara ríkisins og var sem slíkur mjög mikilvirkur í því að teikna allar helstu byggingar landsins sem hið nýfullvalda ríki og síðan nýstofnaða lýðveldi þurfti á að halda til að staðfesta stöðu sína sem þjóð meðal þjóða,“ segir Ágústa, en meðal bygginga sem Guðjón teiknaði eru Þjóðleikhúsið, aðalbyggingar Háskóla Íslands og Landspítalans, Hallgrímskirkja, Flensborg, verkamannabústaðirnir við Hringbraut og apótekið við Strandgötu í Hafnarfirði, sem í dag er einkennandi hluti af sýningarrými Hafnarborgar.

 

„Guðjón var mjög áfram um það að reyna að gera umhverfið hér á landi betra, en umhverfið sem hann kom inn í þegar hann var að stíga sín fyrstu skref var Reykjavík strax í kjölfar Reykjavíkurbrunans þar sem miðbærinn var að stórum hluta í rúst. Hans beið því mikið og stórt hlutverk,“ segir Ágústa og bendir á að Guðjón hafi verið frumkvöðull á mörgum sviðum og átt veigamikinn þátt í nútímavæðingu íslensks samfélags.

 

„Opinber staða Guðjóns gaf honum einstakt tækifæri til áhrifa á byggingar- og skipulagsmál heillar þjóðar sem fáum arkitektum hefur hlotnast fyrr né síðar,“ segir Ágústa sem verður með sýningarstjóraspjall á morgun, sunnudaginn 3. nóvember 2019 kl. 14, en Pétur leiðir slíkt spjall 24. nóvember kl. 14.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 2. nóvember 2019.

 

 
Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson  (1887 - 1950)

 

 Eyrarbakkaaustrið 2. nóvember 2019. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

02.11.2019 07:49

D-listinn í Árborg - Hádegisfundur 2. nóv. 2019

 

 

Ásmundur Friðriksson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

 - D-listinn í Árborg  -

 

Hádegisfundur 2. nóv. 2019

 

 

Hádegisfundur verður haldinn í sal Tryggvaskála á Selfossi í dag,  laugardaginn 2. nóvember 2019 kl. 11:30.


Ásmundur Friðriksson alþingismaður ræðir stjórnmálin.
 

Súpa dagsins fyrir fundarmenn gegn vægu gjaldi.
 

 

Allir velkomnir.
 

 

Sjálfstæðisfélagið Óðinn


 

 
 

Eyrarbakkaaustrið 2. nóvember 2019.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 Skráð af Menningar-Bakki.

31.10.2019 22:02

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 

 

Einar Benediktsson (1865 - 1940).

 

 

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 

 

Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður, fæddist að Elliðavatni 31. október 1865.

 

Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður, og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir og var húsmóðir. Einar gekk í Lærða skólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist árið 1884. Því næst nam hann lögfræði og útskrifaðist úr Hafnarháskóla 1892.

 

Einar var athafnasamur maður alla tíð. Stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn. Hann átti þátt í að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1906 og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð.

 

Á árunum 1907-21 ferðaðist Einar mikið erlendis, meðal annars til Noregs, Skotlands og Danmerkur auk þess að eyða sjö árum í London. Hann sneri endanlega aftur heim til Íslands árið 1921 og bjó í Reykjavík næstu árin, þó svo að hann hafi oft verið langdvölum erlendis, meðal annars í Þýskalandi, á Spáni og í Norður-Afríku. Þá lét hann fara fram rannsóknir á námum í Miðdal, til þess að skoða möguleikana á málmvinnslu og sementsframleiðslu. Síðustu átta árum ævi sinnar eyddi Einar í Herdísarvík í Selvogi í Árnessýslu.

 

Um Einar varð snemma til fjöldi sagna, um stórlyndi hans, höfðingsskap og tröllaukna drauma um stóriðju og verksmiðjuframkvæmdir. Ljóð hans eru þess eðlis að aðdáendur hans nánast dýrkuðu hann og töluðu þá gjarnan um Skáldið með stóru essi. Þórbergur Þórðarson var á tímabili ritari hans og undir miklum áhrifum frá honum og til eru sagnir af fundum hans með ungum skáldum, s.s. Tómasi Guðmundssyni, Halldóri Laxness og Steini Steinarr. Ýmsir hafa skrifað um Einar en ítarleg og stórskemmtileg ævisaga hans, eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing, kom út í þremur bindum á árunum 1997-2000.

Einar lést 21. janúar 1940 í Herdísarvík og var jarðsettur, fyrstur Íslendinga, í heiðursgrafreit á Þingvöllum.Skráð af Menningar-Bakki.

28.10.2019 06:40

Þögla barnið er sjálfstætt framhald Eitraða barnsins

 

 

 

 

-Þögla barnið- 

 

er sjálfstætt framhald

 

-Eitraða barnsins-

 

 

Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur á Eyrarbakka, sendir frá nú sér sakamálasöguna Þögla barnið sem er sjálfstætt framhald Eitraða barnsins sem út kom í fyrra og hlaut afbragðs móttökur lesenda og gagnrýnenda.

 

Laust fyrir aldamótin 1900 er maður drepinn á Vatnsleysuströnd. Líkið er hræðilega útleikið. En þótt Strandaringar láti sem þeir viti allt um morð þetta er enginn handtekinn. Engar sannanir liggja fyrir en heimamönnum stendur á sama.
Yfirvöld úti í kóngsins Kaupmannahöfn heimta rannsókn.

 

Eyjólfur Jónsson, sýslumaður Árnesinga, og rannsóknardómari í þessu einstaka máli fær inni í Landakoti á Vatnsleysuströnd og hefur eiginkonu sína, valkyrjuna Önnu Bjarnadóttur, með sér til halds og trausts. Smám saman fara þeim hjónum að birtast þegjandalegir draugar þessarar harðbalalegu sveitar þar sem menn eru drepnir, ekki bara einu sinni heldur jafnvel oft.

 

Saga Eyjólfs sýslumanns fléttast saman við atburði í Lundúnum þar sem sýsluskrifarinn Kár Ketilsson þvælist um og lætur ekkert gott af sér leiða. Yfir um og allt um kring er óslökkvandi brennivínsþorsti, breyskleiki fátækra manna og ást á réttlæti smælingjanna.Skráð af Menningar-Bakki.

27.10.2019 10:52

Merkir Íslendingar - Geir Vídalín

 


Aðalstræti 10 í Reykjavík.

Geir bjó í hús­inu frá 1807 til dauðadags.

Morg­un­blaðið/?Krist­inn Magnús­son

 

 

Merkir Íslendingar - Geir Vídalín

 

 

Geir Vídalín, fyrsti bisk­up­inn yfir öllu Íslandi síðan í ár­daga, fædd­ist 27. októ­ber 1761.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Jón Vídalín, prest­ur í Lauf­ási, og Sig­ríður Magnús­dótt­ir, syst­ir Skúla fógeta.

 

Geir lauk prófi frá Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla 1789 og varð dóm­kirkjuprest­ur í Reykja­vík 1791 og bjó á Lamba­stöðum á Seltjarn­ar­nesi, sem þá var prests­set­ur Reyk­vík­inga. Hann flutti í Aðalstræti 10 árið 1807 og bjó þar til dauðadags.

 

Skúli var vígður Skál­holts­bisk­up 1797, en sat áfram á Lamba­stöðum enda stóð til að flytja bisk­ups­dæmið til Reykja­vík­ur. Þegar það dróst að skipa eft­ir­mann Hóla­bisk­ups sem lést 1798 var ákveðið að sam­eina bisk­ups­dæm­in og varð Geir því bisk­up yfir öllu Íslandi 1801. Allt frá því að Hóla­stóll var stofnaður 1106 höfðu verið tveir bisk­up­ar í land­inu.

 

Geir var prýðilega vel gef­inn, orðhepp­inn og hag­mælt­ur, frjáls­lynd­ur í trú­ar­efn­um og allra manna ör­lát­ast­ur. Hann sást ekki fyr­ir í greiðasemi sinni og varð gjaldþrota, svo að skipuð var nefnd sem sá um fjár­mál hans.

 

Eig­in­kona Geirs var Sig­ríður Hall­dórs­dótt­ir. Þau eignuðust fjóra syni en aðeins einn þeirra komst upp.

 

Geir Vídalín lést 20. september 1823.
 Morgunblaðið.

 


Skráð af Menningar-Bakki.

27.10.2019 09:06

Afmælistónleikar í Tré og list

 


Séra Gunnar Björnsson og sitjandi er Haukur Guðlaugsson.

 

 

Afmælistónleikar í Tré og list

 

 

Í glæsilegri orgelstofu gallerísins Tré og list í Flóahreppi fóru fram 75 ára afmælistónleikar sr. Gunnars Björnssonar.

Tónleikarnir voru á afmælisdegi Gunnars, þriðjudaginn 15. október 2019. Þar lék Gunnar ýmis klassísk verk á celló við undirleik Hauks Guðlaugssonar fyrrverandi söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og Agnes Löve. Tónleikarnir þóttu heppnast með ágætum. Agnesi Löve þekkja Rangæingar vel en hún var stundakennari við Tónlistarskóla Rangæinga 1988-1992 og skólastjóri við sama skóla 1992-99.

 

Haukur leikur enn af fingrum fram

 

Haukur Guðlaugsson er Sunnlendingur í húð og hár en hann er sonur Guðlaugs Pálssonar eða Lauga í Laugabúð á Eyrarbakka.

Það virðist ganga í ættir að vera ern og hress langt fram eftir aldri en eins og kunnugt er rak Guðlaugur verslun sína í 76 ár, frá desember 1917 fram í desember 1993, þar til hann lést 98 ára að aldri.  Haukur lék undir á fyrri hluta tónleikanna og mat þeirra sem á hlýddu að hann hefði engu gleymt. Haukur hefur víða komið við í tónlistinni á löngum ferli en hann var söngmálastjóri þjóðkirkjunnar um árabil og fyrrverandi skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

 Skráð af Menningar-Bakki.

27.10.2019 08:58

Líf mitt hefur verið samofið bókum

 


Inga Lára Baldvinsdóttir.
 

 

Líf mitt hefur verið samofið bókum

 

Inga Lára Baldvinsdóttir hefur búið á Eyrarbakka frá 1982 og látið sig hag og veg þorpsins varða. Ljósmyndir urðu hennar helsta viðfang en hún hefur sýslað með þær lengi á Þjóðminjasafni Íslands.

 

 Hvaða bók ertu að lesa núna?

Bækur berast til manns úr ýmsum áttum. Sumum frétti ég af í blöðum, því ég les blöð mikið. Sumir vilja meina að það sé mitt helsta tómstundagaman. Stundum gaukar einhver að mér bók sem viðkomandi hefur hrifist af af einhverjum ástæðum. Það á við um bókina sem ég er að lesa núna Why We Sleep heitir hún og er eftir Matthew Walker. Ég er í eins konar tveggja kvenna bókaklúbbi með samstarfskonu minni og hún hefur annan og breiðari bókaáhuga en ég með fræðilegra og samfélagslegra efni. Það er stundum áskorun að lesa það sem hún mælir með og ég hefði ekki lesið þær bækur annars. Efni bókarinnar er vekjandi. Eins og um sumt af því mikilvægasta í heiminum þá hefur vitneskjan um svefninn og gildi hans verið takmörkuð. Þýðing hans fyrir alla þætti heilsu fólks er að verða lýðum ljósari.

 

Hvers konar bækur höfða til þín?

Ætli skáldsögur hafi ekki vinninginn þegar ég vel bækur til lestrar. Ég hef samt ekki þanþol í mjög langar skáldsögur. En ég les frekar fjölbreytt efni. Ljóð, sagnfræði og hitt og þetta. Þar kemur sú mikla menningarstofnun bókasafnið á Selfossi sterkt inn. Ég vel oft eitthvað sem er nýlega skráð í safnið. Vegna vinnu í Reykjavík hefur Selfossdeild bókasafns Árborgar frekar orðið fyrir valinu í seinni tíð en deildin á Eyrarbakka, þar sem ég bý, vegna rýmri opnunartíma. Áskrift af bókaklúbbi Angustúru færir svo skáldskap frá öllum heiminum heim að dyrum.

 

Hvernig var lestraruppeldi þínu háttað?

Líf mitt hefur verið samofið bókum. Gæti ekki hugsað mér það án þeirra. Þær hafa stækkað heiminn og víkkað sjóndeildarhringinn auk þess að fræða og næra. Í ritgerð sem ég skrifaði 11 ára gömul lýsti ég framtíðarheimili mínu svona: „Um alla veggi eiga að vera bókahillur.“ Það hefur ekki allt ræst sem þar var skrifað en þetta hefur ræst. Mamma las fyrir okkur systkinin. Lét sig heldur ekki muna um að snara bókum um leið og hún las ef þær voru á öðrum tungumálum. Við fengum bækur á jólunum. Norrænu barnabókahöfundarnir voru þar mikilvægir, bæði Astrid Lindgren með sinn Ólátagarð og Ólátagötu, en ekki síður Anne Cath. Vestly með Óla Alexander8 börn og ömmu þeirra í skóginum og fleira. Seinna kom svo Tove Janson með múmínálfana þó að Gunna systir mín sem er yngri hafi kynnst þeim betur. Síðan var það eins og hjá minni kynslóð að öll framleiðslan frá Enid Blyton var lesin. Sorglegar bækur höfðuðu sérstaklega til mín eins og Bláskjár.

 

En hvernig myndir þú lýsa lestrarvenjum þínum?

Lesturinn kemur í skorpum. Ég skrifa niður nöfn höfunda og bóka sem ég les og hef gert í nokkur ár. Gef stundum stjörnur eða skrifa eitthvað örlítið um hvað mér fannst um bókina. Það hefur komið sér vel til að rifja upp nöfn höfunda og lesefnið. Það hefur dregið úr sjónvarpsáhorfi hjá mér og bóklestur komið í staðinn. Les orðið sjaldan í rúmi nema kannski ljóð. Opna þá bók af hendingu og les eitt ljóð fyrir svefninn. Síðan á ég samfélag með konum á Eyrarbakka um bóklestur með meiru.

 

Áttu þér uppáhaldshöfund?

Það eru nokkrir höfundar sem ég fylgist með. Líklega eru þeir þá í uppáhaldi. Anne Enright er írsk, Ali Smith frá skosku eyjunum, Elisabeth Strout frá Main í Ameríku. Allt kvenrithöfundar. Ég reyni að lesa öðru hvoru bækur á ensku og dönsku til að reyna að halda við færni í þeim málum. Sú bók sem snerti mig mest fyrir síðustu jól af íslenskum bókum var bók Ragnars Helga Ólafssonar Bókasafn föður míns. Uppgjör um stöðu bókarinnar hjá bókaþjóðinni, en jafnframt mikið meira en það.

 

Hefur bók rænt þig svefni?

Ef ég er tendruð af bók virkar það þannig að ég byrja að lesa um leið og ég vakna. Bækur ræna mig ekki lengur svefni. 

 

En að lokum Inga, hvernig bækur myndir þú skrifa ef þú værir rithöfundur?

Mig skortir skáldlega taug þannig að það yrði að vera miðlun á einhvers konar fróðleik.
 Skráð af Menningar-Bakki.

27.10.2019 08:28

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2020

 


Jónshús í Kaupmannahöfn.
 

 

Umsóknir um dvöl í íbúð

 

fræðimanns í Kaupmannahöfn 2020

 

 

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2020. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 29. október 2019. Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss.

 

Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúðinni, sem er á 4. hæð Jónshúss. Íbúðin er tveggja herbergja og fylgir henni allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Afnotin eru endurgjaldslaus en þeim sem fá úthlutað ber þó að greiða fyrir þrif íbúðarinnar og rekstrarkostnað, alls kr. 60.000.

 

Dvalartími í íbúðinni fer eftir umfangi verkefnis og öðrum atvikum en er þó venjulega ekki lengri en tveir mánuðir. Úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn.

 

Við úthlutun íbúðarinnar er höfð hliðsjón af eftirfarandi atriðum:

  1. Að verkefnið hafi fræðilegt eða hagnýtt gildi og þyki áhugavert.
  2. Að umsókn sé vandlega unnin.
  3. Að sem eðlilegust skipting sé milli kynja og fræðigreina.
  4. Að verkefnið verði ekki unnið annars staðar en í Kaupmannahöfn eða nágrenni.

 

Þeir sem eru í námi, þar á meðal doktorsnámi, eiga að jafnaði litla möguleika á úthlutun. Þá er höfð hliðsjón af því hvort sótt er um dvöl í fyrsta skipti en þegar umsækjendur eru jafnsettir skulu þeir ganga fyrir sem sækja um dvöl í fyrsta skipti.

 

Úthlutunarnefnd ráðgerir að ljúka störfum í nóvember.

 

Umsóknir um íbúðina skulu vera á sérstöku eyðublaði sem nálgast má á vef Jónshúss og merkist:

Umsókn um fræðimannsíbúð
b.t. Jörundur Kristjánsson
Skrifstofu Alþingis
101 Reykjavík.
Skráð af Menningar-Bakki.