Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

27.10.2016 14:22

Stokkseyrar - Dísa og sögur af Stokkseyringum fim. 27. okt. 2016 í Menningarverstöðinni Hólmaröst

 


Menningarverstöðin Hólmaröst á Stokkseyri.
 

 

Stokkseyrar – Dísa og sögur af Stokkseyringum

fim. 27. okt. 2016 í Menningarverstöðinni Hólmaröst

 

Í kvöld, fimmtudaginn 27. október 2016, verður menningarkvöld í Menningarverstöðinni Hólamröst á Stokkseyri.

 

Um er að ræða kvöld sem er hluti af menningarmánuðinum október en það er tileinkað sögum af Stokkseyrar – Dísu og öðrum Stokkseyringum.

 

Kvöldið hefst kl. 19:30 og er frítt inn fyrir alla.

 

Guðbrandur Stígur Ágústsson mun stýra kvöldinu af sinni alkunnu snilld en einnig koma fram Þórður Guðmundsson (Tóti), Bjarki V. Sveinbjörnsson, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og fleiri.

 

Nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga flytja nokkur lög og í hléi verður boðið upp á kaffi og með því.

 

Í vændum er skemmtileg kvöldstund með skemmtilegum sögum, tónlist, myndum og gömlu myndbandi frá Stokkseyri.

Af www.arborg.isSkráð af Menningar-Staður

 

 

27.10.2016 11:05

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. október 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. október 2016
 

Tveir dagar í alþingiskosningar og ekkert bólar á frambjóðendum í morgunstundir

-Vina alþýðunnar- í Alþýðuhúsinu að Stað á Eyrarbakka.

 

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

 

26.10.2016 21:05

Aðalsafnaðarfundur Eyrarbakkasóknar var í kvöld - 26. okt. 2016

 

.

 

 

Aðalsafnaðarfundur Eyrarbakkasóknar var í kvöld - 26. okt. 2016


Menningar-Staður færði fundinn til myndar:

 

.

 

.

.

 


Skráð af Menningar-Staður
 

26.10.2016 17:31

Vígsla göngu- og hjólreiðastígsins milli Eyrarbakka og Stokkeyrar, fim. 27. okt. kl. 10:30

 

 

 

Vígsla göngu- og hjólreiðastígsins milli Eyrarbakka og Stokkeyrar,

fimmmtudaginn 27. október 2016 kl. 10:30

 

Ákveðið hefur verið að vígja formlega göngu- og hjólreiðastíginn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar á morgun. fimmtudaginn 27. október 2016 kl. 10:30 á miðjum stígnum c.a .1 km vestan við hraunsá.

Nemendur úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri munu ganga frá sitt hvorum endanum og hittast á miðjum stígnum þar sem skilti með nafni stígsins verður afhjúpað.

Öllum er velkomið að ganga með börnunum en lagt verður af stað um kl.10:00 frá sitt hvorum enda stígsins.

Áhugasamir sem ætla að mæta eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast með veðurspá en eins og staðan er í dag er spáin fín og ætti ekki að raska dagskrá vígslunnar.

Af www.arborg.isSkráð af Menningar-Staður

26.10.2016 08:42

Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar 30 milljónum

 

 

Hrafnkell Guðnason stýrir hér kynningarfundi sem haldinn var í Fjölheimum á Selfossi

þann 12. september 2016 vegna úthlutunarinnar að þessu sinni.

 

 

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar 30 milljónum

 

Uppbyggingarsjóði Suðurlands, sem er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands, bárust nú í síðari úthlutun ársins 86 umsóknir og var 52 verkefnum veittur styrkur. Heildarfjárhæð styrkveitinganna nam um 30 milljónum. Úthlutað var um 17 mkr. til 39 menningarverkefna og um 13 mkr. til 13 nýsköpunarverkefna.

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni í landshlutanum. Við mat á umsóknum vísast til úthlutunarreglna og viðmiða um mat á umsóknum sem finna má á heimasíðu SASS. Verkefnastjórn Sóknaráætlunar á Suðurlandi fer með hlutverk úthlutunarnefndar en fagráð á sviði menningarmála annars vegar og nýsköpunar hins vegar, skila tillögum til verkefnastjórnar.

 

Umsjón og ábyrgð Uppbyggingarsjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

 

Sjá meðfylgjandi yfirlit yfir styrkt verkefni :

Menningarverkefni

Nýsköpunarverkefni

 

Nánari upplýsingar um úthlutunina veitir Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, í síma 480-8200 eða með tölvupósti á netfanginu thordur@sudurland.is

Uppbyggingarsjóður Suðurlands er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. 

 


Verkefni og styrkþegar að þessu sinni:

...

 

Frá kynningarfundinum 12. september 2016.

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

 

 

26.10.2016 07:24

26. október 1986 - Hallgrímskirkja vígð við sögulega athöfn

 

 

 

26. október 1986 - Hallgrímskirkja vígð við sögulega athöfn

 

Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var Hallgrímskirkja vígð og við það tækifæri gengu 2.000 kirkjugestir til altaris, sem var þá met. Kirkjan var að mestu leyti fjármögnuð af einstaklingum og einstaklega mikil sjálfboðavinna fór í að undirbúa vígsluathöfnina.

 

Bygging Hallgrímskirkju hófst árið 1941 og stóð yfir allt til ársins 1986 þegar hún var vígð og er þessi 41 árs byggingarsaga sú lengsta nokkurrar byggingar hérlendis.


Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins var arkitekt Hallgrímskirkju en hann var fenginn til að teikna kirkju í Skólavörðuholtinu árið 1937.

 

„Það var mikill spenningur síðustu vikurnar hvort þetta hefðist í tæka tíð sem og það gerði með miklum glæsibrag. Þarna voru flestir prestar landsins viðstaddir og Vigdís forseti, Jón Helgason kirkjumálaráðherra líka og svo biskupar frá Norðurlöndunum. Messunni var sjónvarpað sem var mikil nýbreytni, ég held að kirkjuvígslu hafi ekki verið sjónvarpað áður.

Það var mikið lagt í söng – Mótettukórinn og sálmar eftir Hallgrím Pétursson, útsetningar eftir Þorkel Sigurbjörnsson – mjög glæsilegar. Þetta var einhver allra fjölmennasta messa sem hafði verið fram að þessu og fjölmennasta altarisganga Íslandssögunnar var fullyrt – sumir sögðu að þarna hefðu verið fimmtán hundruð manns,“ segir Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem á þessum tíma var sóknarprestur í Hallgrímssókn og viðstaddur vígsluna.

Árið 1948 var fyrsti áfangi kirkjunnar tilbúinn en það var kapellan undir núverandi kór kirkjunnar. Árið 1974 voru turninn og kirkjuvængirnir með nýrri kapellu fullgerðir og síðan að lokum árið 1986 var kirkjuskipið vígt og var það gert á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar.

„Það átti að ljúka kirkjunni árið 1974 en þá voru 300 ár liðin frá andláti Hallgríms Péturssonar, en hann dó árið 1674 – en það tókst nú ekki og þá var stefnt á 200 ára afmæli Reykjavíkur,“ segir Karl.

Árið 1992 var orgelið vígt. Það var smíðað af þýskum orgelsmiðum og er 15 metra hátt, 25 tonn að þyngd og er stærsta kirkjuorgel á landinu. Fjármögnun orgelsins fór meðal annars þannig fram að einstaklingar og fyrirtæki gátu keypt pípur í orgelinu sem svo voru merktar kaupendum.

„Það sem er sérstakt við bygginguna og það sem ég held að sé einsdæmi við byggingu opinberrar byggingar á Íslandi var að hún var meira og minna fjármögnuð af einstaklingum og sjálfboðavinna var gríðarmikil. Þegar verið var að undirbúa vígsluna kom fjöldi fólks að því að undirbúa hana – hreinsa útbyggingar eftir iðnaðarmennina og gera klárt fyrir vígsluathöfnina, bera inn stóla og bekki. Þetta voru allt sjálfboðaliðar sem unnu myrkranna á milli og miklu meira en það,“ segir Karl en hann tók að sjálfsögðu sjálfur þátt í að vinna við að koma öllu þarna í stand fyrir stóru stundina ásamt föður sínum og syni.

Fréttablaðið miðvikudagurinn 26. október 2016.


Image result for guðjón samúelsson verkfræðingur

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson.


Skráð af Menningar-Staður

26.10.2016 06:05

26. október 1995 - Snjóflóð féll á Flateyri

 

 

Flateyri nokkrum árum fyir snjóflóðið.

 

26. október 1995 - Snjóflóð féll á Flateyri

 

Tuttugu manns fórust þegar snjóflóð féll úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri við Önundarfjörð kl. 4.07 að nóttu þann 26. október 1995. Strax eftir að flóðið féll tókst að bjarga sex mönnum á lífi og fjórum um hádegi. Hundruð manna tóku þátt í leit og björgun, en erfitt var að komast á staðinn vegna veðurs. 

„Mannskæðustu náttúruhamfarir á landinu í manna minnum,“ sagði Tíminn.

 

Morgunblaðið - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 Flateyri við Önundarfjörð.
 Skráð af Menningar-Staður

 


 

25.10.2016 20:30

25. október 1852 - Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn

 

 

Barnaskólahúsið byggt 1913.

 

 

25. október 1852

- Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn

 

Þann 25. október árið 1852 var  Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn.

 

Hann er elsti barnaskólinn sem enn er starfræktur.
 


Af www.mbl.is.
Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.


Skráð af Menningar-Staður

 

25.10.2016 07:03

Aðalsafnaðarfundur Eyrarbakkasóknar - 26. okt. 2016

 

 

 

 

Aðalsafnaðarfundur Eyrarbakkasóknar - 26. okt. 2016

 

 


Skráð af Menningar-Staður

24.10.2016 07:36

Jóhann Gíslason - Fæddur 14. apríl 1949 - Dáinn 8. október 2016 - Minning

 Jóhann Gíslason.

 

Jóhann Gíslason - Fæddur 14. apríl 1949

- Dáinn 8. október 2016 - Minning

 

Jóhann Gíslason fæddist í Mundakoti á Eyrarbakka 14. apríl 1949. Hann lést á heimili sínu, í Kirkjuhúsi, Eyrarbakka, 8. október 2016.

Foreldrar hans voru Guðríður Vigfúsdóttir frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f. 3. desember 1912, d. 1. apríl 1989, og Gísli Jónsson frá Mundakoti á Eyrarbakka, f. 27. febrúar 1906, d. 22. september 1965.

Systkini Jóhanns eru Ósk, f. 17. mars 1935, búsett í Hveragerði, Jón Gunnar, f. 14. maí 1939, búsettur á Eyrarbakka, Helgi, f. 28. janúar 1943, búsettur í Kópavogi, og Gísli Ragnar, f. 18. ágúst 1952, búsettur í Reykjavík.

 

Þann 15. maí 1971 kvæntist Jóhann Helgu Hørslev Sørensen, f. 5. janúar 1944, d. 5. nóvember 2000. Foreldrar hennar voru Valgerður Þ. Sørensen frá Gerðhömrum í Dýrafirði, f. 16. júní 1918, d. 29. nóvember 1998, og Thorvald Sørensen, f. í Árósum í Danmörku 1. júní 1914, d. 18. apríl 1970.

Jóhann og Helga eignuðust þrjú börn:

1) Guðrún, f. 8. febrúar 1971, maki Ólafur Einarsson, f. 27. júlí 1967. Þau eiga Hans Jörgen, f. 17. febrúar 2004. Guðrún á Jóhann, f. 25. febrúar 1993, og Ólafur Aðalheiði, f. 23. júlí 1996.

2) Gísli Ragnar, f. 11. febrúar 1974, maki Tenna Hørby, f. 4. maí 1973. Þau eiga Maira Alejandra, f. 12. nóvember 2004, og Paula Andrea, f. 28. nóvember 2006.

3) Kristinn Karel, f. 9. september 1984. Kristinn Karel á óskírða dóttur, f. 11. júlí 2016.

Helga átti soninn Hinrik Sævar, f. 9. nóvember 1966, maki Inger Cesilie Brendehaug, f. 17. apríl 1961, þau eiga Fransisku Björk, f. 4. júlí 1992, fyrir átti Hinrik soninn Hinrik Frey, f. 12. apríl 1989. Jóhann gekk Hinriki Sævari í föðurstað. Helga eignaðist Hafstein Ingimundarson, f. 3. júní 1969. Hafsteinn var ættleiddur og er í góðum samskiptum við fjölskylduna. Helga og Jóhann slitu samvistum árið 1998.

 

Jóhann ólst upp í Mundakoti á Eyrarbakka og gekk í öll störf allt frá því hann hafði aldur til. Hann fór snemma til sjós og stundaði sjómennsku í nokkur ár.

Jóhann lærði vélvirkjun við Iðnskólann á Selfossi og í Vélsmiðju Guðjóns Öfjörð og varð síðar meistari í greininni. Öll smíðavinna lá einkar vel fyrir honum sem og almenn heimilisstörf. Jóhann vann til fjölda ára hjá Bjarna og Jóhanni Jóhannssonum í Fiskiveri á Eyrarbakka og hætti þar þegar fyrirtækinu var lokað. Frá þeim tíma og fram til dauðadags vann Jóhann hjá Héðni í Hafnarfirði við stálsmíði. Í tengslum við starfið hjá Héðni fékk hann tækifæri til þess að vinna og dveljast á Austfjörðum, í Færeyjum og Noregi. Færeyjar heilluðu hann allra mest.

Jóhann bjó alla sína ævi á Eyrarbakka. Lestri bóka hafði hann hreina unun af. Hann var hafsjór fróðleiks, stálminnugur og gat þulið vísur og ljóð sem hann hafði lesið einu sinni.

 

Útför Jóhanns fór fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 22. október 2016.

___________________________________________________________________Minningarorð Óskar Gísladóttur

 

Elsku Jói bróðir.

 

Ég á eftir að sakna þín.

Mér er það minnisstætt þegar ég hélt á þér undir skírn á fermingardaginn minn. Ég hafði ekki hugmynd um hvað þú ættir að heita. Þegar kom að stóru stundinni reis ég upp af bekknum og fékk loks að vita hvert nafnið væri. Jóhann var það. Ekki hafði ég hugmynd um það þá hve náin við yrðum og hversu ljúfan og glaðan dreng ég hafði í fanginu. Frá því þú varst bara barn varstu uppfullur af fjöri. Uppátækjasemin hjá ykkur strákunum var mikil og risu heilu bátarnir og bílarnir upp frá grunni heima í Mundakoti. Frá því þú varst barn hefur þú litið lífið öðrum augum en við hin. Jákvæðnin og gleðin einkenndi þig og smitaðir þú okkur hin af lífsgleði þinni. Ég hafði unun af því að spjalla við þig og fá þig í heimsókn.

Það er skrítið að hugsa til þess að næstu jól og páska komir þú ekki færandi hendi með konfekt og stórsteikur. Mér þótti nú kannski ekki vænst um kræsingarnar heldur að njóta hugulseminnar. Ég hugsa hlýlega til þín, bróðir kær. Traustari vin eða bróður er vart hægt að hugsa sér. Ég geymi því minningarnar okkar eins og verðmætustu perlur.

 

Þín systir,

Ósk.

Morgunblaðið laugardagurinn 22. október 2016.

 

.
Jóhann Gíslason var einn af -Vinum alþýðunnar- sem hittast reglulega í morgunkaffi og spjall í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.
Þessar myndir voru teknar að morgni föstudagsins 7. október 2016.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður