Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.12.2019 20:20

Vestfjarðabækurnar 2019

 

 

 

 

 

 -Vestfjarðabækurnar 2019- 

 
 


Skráð af Menningar-Bakki

 

 

 

12.12.2019 06:56

Merkir Íslendingar - Skúli Magnússon

 


Skúli Magnússon (1711 - 1794)

 

 

Merkir Íslendingar - Skúli Magnússon

 

 

Skúli Magnússon landfógeti fæddist að Keldunesi í Kelduhverfi, N-Þing., 12. desember 1711. Foreldrar hans voru Magnús Einarsson, prestur á Húsavík, og k.h., Oddný Jónsdóttir húsfreyja.
 

Kona Skúla var Steinunn Björnsdóttir en meðal barna þeirra voru Jón aðstoðarlandfógeti og Rannveig, kona Bjarna Pálssonar landlæknis.
 

Skúli hóf skólanám hjá Þorleifi Skaftasyni, prófasti í Múla í Aðaldal, 1727. Faðir Skúla drukknaði 1728 en móðir hans giftist þá Þorleifi sem útskrifaði Skúla með stúdentspróf. Hann stundaði nám við Hafnarháskóla í tvö ár án þess að ljúka prófi, sneri aftur til Íslands 1734, varð sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu og landskrifari fyrir Odd Magnússon, var skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1737 og bjó þá lengst af á Stóru-Ökrum. Skúli hafði forsjá Hólastóls 1739-46, lenti þá í útstöðum við Bjarna Halldórsson, sýslumann á Þingeyrum, sem samdi úttekt staðarins og kærði Skúla fyrir vanskil. Á endanum var Skúli þó hreinsaður af sök.
 

Í Skagafirði tókst Skúli á við einokunarkaupmenn, hafði andúð á viðurlögum fyrir brot á lögum um einokunarverslun, kærði danskan kaupmann á Hofsósi fyrir viðskiptasvik, lenti því í málaferlum þar sem Bjarni Halldórsson var málsvari kaupmanns en Skúli vann málið og hlaut af vinsældir almennings.
 

Skúli var skipaður landfógeti, fyrstur Íslendinga, árið 1749, settist að á Bessastöðum 1750, barðist fyrir umbótum í landbúnaðarmálum og iðnaði og var áhugamaður um þilskipaútgerð. Hann stofnaði Innréttingarnar ásamt íslenskum embættismönnum á Þingvöllum 1751. Verksmiðjunum var valinn staður í Reykjavík og er Skúli því oft nefndur „faðir Reykjavíkur“.
 

Viðeyjarstofa var reist sem bústaður hans 1753-55 og hann lét reisa þar Viðeyjarkirkju, enda trúrækinn.


 

Skúli Magnússon lést 9. nóvember 1794 og hvílir í Viðey.Skráð af Menningar-Bakki.

11.12.2019 22:19

Sex sóttu um í Þorlákshöfn

 


Þorlákskirkja í Þorlákshöfn. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Sex sóttu um í Þorlákshöfn

 

Sex umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Þorlákshafnarprestakalli en umsóknarfrestur rann út þann 9. desember 2019.

 

Umsækjendurnir eru:


Erna Kristín Stefánsdóttir, mag. theol.
Sr. Gunnar Jóhannesson
Sr. Haraldur Örn Gunnarsson
Sr. Jónína Ólafsdóttir
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir
Ægir Örn Sveinsson, mag. theol.

 

Í Þorlákshafnarprestakalli, eru tvær sóknir, Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn, með tæplega 1.800 íbúa og þrjár kirkjur: Þorlákskirkja í Þorlákshöfn, Hjallakirkja að Hjalla í Ölfusi og Strandarkirkja að Strönd í Selvogi.

 

Biskup Íslands mun veita starfið frá og með 1. febrúar 2020.

Skráð af Menningar-Bakki.

10.12.2019 17:06

Merkir Íslendingar - Jón Guðmundsson

 


Jón Guðmundsson (1807 - 1875)
 

 

Merkir Íslendingar - Jón Guðmundsson

 

Jón Guðmundsson fæddist í Melshúsum í Reykjavík 10. desember 1807, sonur Guðmundar Bernharðssonar og Ingunnar Guðmundsdóttur.

 

Eiginkona Jóns var Hólmfríður, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur, og Önnu, móður Matthíasar Johannessen skálds.
 

Jón lærði fyrst hjá séra Þorvaldi Böðvarssyni, prófasti og skáldi í Holti í Önundarfirði og Holti undir Eyjafjöllum er síðar varð tengdafaðir hans. Hann fór í Bessastaðaskóla 1824 en missti tvö ár úr skóla vegna veikinda og var haltur síðan. Hann lauk stúdentsprófi 1832.
 

Jón var skrifari hjá landfógeta og settur til að gegna embætti hans um hríð 1836, var umboðsmaður Kirkjubæjarklaustursjarða 1837-47 og bjó þar, var settur sýslumaður í Skaftafellssýslu 1849 en fór utan til laganáms 1850 og lauk því ári síðar.
 

Jón hafði verið fulltrúi Íslands á stjórnlagaþingi Dana 1848-49. Hann var fulltrúi á Þjóðfundinum í Reykjavík 1851 og var þar í forystu, ásamt Jóni Sigurðssyni, þar sem barist var fyrir landsréttindum Íslendinga. Hann fór utan það ár, ásamt nafna sínum, í erindum Þjóðfundarins, en í banni stiftamtmanns. Við það missti hann sýslumannsembættið og von um frekari embættisveitingar.
 

Jón var ásamt nafna sínum, Jóni Sigurðssyni, einn helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar um og eftir þjóðfundinn 1851.
 

Hann eignaðist blaðið Þjóðólf í Reykjavík 1852 og ritstýrði því til 1874 en blaðið kallaði hann „blað lýðsins og þjóðernisflokksins – oppositionsblað“. Hann var alþm. Skaftfellinga 1845-58, Vestur-Skaftfellinga 1858-69 og kosinn alþm. Vestmannaeyja 1874 og bæjarfulltrúi í Reykjavík 1856-68. Þá var hann málflutningsmaður við landsyfirréttinn frá 1858 til æviloka.
 

Einar Laxness ritaði ævisögu Jóns Guðmundssonar, útg. af Sögufélagi og Ísafold 1960, og annaðist útgáfu bréfa Jóns ritstjóra til Jóns forseta 1845-1855.
 

Jón lést 31. maí 1875.


Skráð af Menningar-Bakki.

 

09.12.2019 06:41

Fanga­verðir björguðu Kín­verj­um

 


Jóhann Páll Helgason.

 

 

Fanga­verðir björguðu Kín­verj­um

 

 

Giftu­sam­lega tókst til með björg­un þegar tvær ung­ar kon­ur frá Kína voru í reiðileysi eft­ir að hafa misst smá­bíl út af veg­in­um í Gríms­nesi í fyrrinótt. Þæf­ing­ur var á veg­in­um sem bíll­inn rann út af en skemmd­ist ekki.

 

En þegar neyðin er stærst er hjálp­in næst, seg­ir mál­tækið, því nú bar að rútu þar sem voru fanga­verðir frá Litla-Hrauni, sem með mök­um voru að koma af jóla­hlaðborði á Hót­el Geysi.

 

„Kon­urn­ar hlupu í veg fyr­ir rút­una og veifuðu öll­um öng­um,“ seg­ir Jó­hann Páll Helga­son. Hann var einn tólf fílefldra fanga­varða sem fóru út til aðstoðar, ýttu hraust­lega á smá­bíl­inn og komu hon­um upp á veg­inn.

 

„Kín­versku kon­urn­ar voru í áfalli, grétu all­an tím­ann sem við stóðum hjá þeim. Senni­lega skildu þær ekk­ert af því sem við sögðum þeim. Von­andi verður þetta ferðalag þeirra þó þegar frá líður að ljúfri minn­ingu um ís­lenska vík­inga,“ seg­ir Jó­hann Páll.
 Morgunblaðið
sbs@mbl.is

 

 

-Víkingar- sem veittu björg
veröld núna dáir.
Fangavarða fótspor mörg
fetað geta fáir.


 Skráð af Menningar-Bakki

08.12.2019 08:20

Segir frá sýningu um Guðjón Samúelsson

 


Guðjón Samúelsson (1887 - 1950)

 

 

Segir frá sýningu um

Guðjón Samúelsson

 

 

Um þess­ar mund­ir stend­ur yfir í Hafn­ar­borg í Hafnar­f­irði yf­ir­lits­sýn­ing á verk­um Eyrbekkingsins Guðjóns Samú­els­son­ar, húsa­meist­ara rík­is­ins 1920-1950.

 

Í dag, sunnu­daginn 8. desember 2019  kl. 14:00  mun Ágústa Kristó­fers­dótt­ir, for­stöðumaður Hafn­ar­borg­ar og ann­ar sýn­ing­ar­stjóra, vera með leiðsögn um sýn­ing­una.

 

Öld er nú liðin frá því að Guðjón lauk há­skóla­prófi í bygg­ing­ar­list og varð húsa­meist­ari rík­is­ins ári síðar.


 

 


 Skráð af Menningar-Bakki.

08.12.2019 08:15

Merkir Íslendingar - Jórunn Viðar

 


Jórunn VIðar (1918 - 2017).

 

 

Merkir Íslendingar - Jórunn Viðar

 

 

Jór­unn Viðar fædd­ist 7. des­em­ber 1918 í Reykja­vík.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Ein­ar Viðar (1887-1923) og Katrín Viðar (1895-1989).

 

Jór­unn hóf pí­anónám korn­ung hjá móður sinni og eft­ir burt­farar­próf frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1937 og stúd­ents­próf sama ár nam hún næstu tvö ár við Hochs­hule für Musik í Berlín. Hún dvaldi í New York í stríðinu og nam tón­smíðar við Juilli­ard-há­skóla í tvö ár.

 

Að stríði loknu flutti Jór­unn til Íslands og hófst þá fer­ill henn­ar sem ein­leik­ara og jafn­framt tók hún til við tón­smíðar. Hún samdi fyrst ís­lenskra tón­skálda ball­ett­tónlist, Eld og Ólaf Liljurós, og tónlist við kvik­mynd, Síðasta bæ­inn í daln­um, auk þess sem hún samdi fjölda söngverka, meðal ann­ars Það á að gefa börn­um brauð og Jól, og radd­setti þjóðlög og þulur; hún kom oft fram sem ein­leik­ari. Þá samdi Jór­unn pí­anókonsert­inn Sláttu. Í tutt­ugu ár var Jór­unn eina kon­an í Tón­skálda­fé­lagi Íslands. Hún starfaði lengi við Söng­skól­ann í Reykja­vík.

 

Eig­inmaður Jór­unn­ar var Lár­us Fjeld­sted (1918-1985), þau eignuðust þrjú börn.

 

Jór­unn hlaut fálka­orðuna og heiður­sverðlaun Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna.

 

Jór­unn lést 27. fe­brú­ar 2017.
 Morgunblaðið laugardagurinn 7. desember 2019.
 Skráð af Menningar-Bakki.

08.12.2019 07:32

Jólalög spiluð á lírukassa í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

 

 

Jólalög spiluð á lírukassa í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður opin helgina 7.-8. desember 2019 kl. 14-17.

 

Kaffi og konfekt í boði og ókeypis aðgangur.

 

Sunnudaginn 8. desember kl. 15 kemur Björgvin Tómasson orgelsmiður með lírukassa sinn og spilar á hann jólalög. Mega allir taka undir.
Skráð af Menningar-Bakki.

08.12.2019 06:58

Átta sóttu um embætti fangaprests

 

 

 

 

 

Átta sóttu um embætti fangaprests

 

 

Umsóknarfrestur um embætti fangaprests þjóðkirkjunnar rann út á miðnæti 6. nóvember s.l.Þessi sóttu um embættið:

Sr. Bjarni Karlsson
Sr. Eysteinn Orri Gunnarsson
Sr. Hannes Björnsson
Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson
Randver Þorvaldur Randversson, cand. theol.
Sr. Sigrún Óskarsdóttir
Sveinbjörn Dagnýjarson, cand. theol.
Ægir Örn Sveinsson, mag. theol. 

 

Biskup mun skipa í embættið þegar matsnefnd hefur lokið störfum.Embættið er veitt frá og með 1. desember 2019
Skráð af Menningar-Bakki.

07.12.2019 06:52

7. desember 1879 - Jón Sigurðsson forseti lést

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879)

 

 

7. desember 1879 -

 

Jón Sigurðsson forseti lést

 

 
 

Jón Sigurðsson forseti lést í Kaupmannahöfn, 68 ára. 

Hann var jarðsettur í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur konu sinni, sem lést 16. desember 1879.

 

Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.


 

Kona Jóns var Ingibjörg Einarsdóttir fædd 9. október 1804, látin 16. desember 1879 í Kaupmannahöfn, húsmóðir. Þau voru gefin saman 4. september 1845. Foreldrar Imbu eru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir.


 

Í bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi 5. hefti, sem kom út árið 2012, er ítarleg frásögn eftir Einar Sigurbjörnsson af útför Jóns Sigurðsson og Ingibjargar Einarsdóttir í Reykjavík 4. maí 1890.

 

 

 

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.

 


Skráð af Menningar-Bakki.