Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

01.07.2017 14:08

1. júlí 1875 - Alþingi tók til starfa sem lög­gjaf­arþing

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

1. júlí 1875 - Alþingi tók til starfa sem lög­gjaf­arþing

 

Þann 1. júlí 1875 tók Alþingi til starfa sem lög­gjaf­arþing, í sam­ræmi við nýja stjórn­ar­skrá frá 1874. 

Jón Sig­urðsson var for­seti neðri deild­ar og sam­einaðs þings en Pét­ur Pét­urs­son bisk­up for­seti efri deild­ar. 

Deilda­skipt­ing var af­num­in í lok maí 1991.

 

Morgunblaði - 1. júlí 2017 - Dagar íslands Jónas Ragnarsson.


Skráð af Menningar-Staður

01.07.2017 13:52

Merkir Íslendingar - Theódóra Thoroddsen

 

 

Theódóra Thoroddsen (1863 - 1954).

 

Merkir Íslendingar - Theódóra Thoroddsen

 

Theó­dóra Thorodd­sen skáld­kona fædd­ist að Kvenna­brekku í Döl­um 1. júlí 1863.

For­eldr­ar henn­ar voru Katrín Ólafs­dótt­ir og Guðmund­ur Ein­ars­son, prest­ur og alþing­ismaður, en hann var móður­bróðir Matth­ías­ar Jochumsson­ar skálds.

 

Theó­dóra stundaði nám í Kvenna­skól­an­um í Reykja­vík og út­skrifaðist 1879. Hún gift­ist Skúla Thorodd­sen; lög­fræðingi, sýslumanni og alþingismanni og eignuðust þau þrett­án börn. Þau bjuggu um skeið á Ísaf­irði og ráku þar versl­un, flutt­ust að Bessa­stöðum og síðar að Von­ar­stræti 8, sem nú hef­ur verið flutt í Kirkju­stræti.
 

Þulur Theó­dóru komu fyrst út 1916. Syst­ur­son­ur henn­ar, Guðmund­ur Thor­steins­son, Mugg­ur, myndskreytti. Þær hafa reglu­lega verið end­urút­gefn­ar síðan enda fag­ur­lega myndskreytt­ar. Rit­safn Theó­dóru kom út 1960 og sá Sig­urður Nor­dal um út­gáf­una. 

Smá­sög­ur henn­ar, Eins og geng­ur, litu dags­ins ljós 1920. Kvæði, stök­ur og sagn­ir birt­ust víða, meðal ann­ars í Mánaðarriti Lestr­ar­fé­lags kvenna í Reykja­vík. Hún þýddi tölu­vert úr öðrum mál­um og safnaði einnig þjóðsög­um. Hún leitaði fanga víða í saga­nefni sín­um.

 

Theó­dóra var list­feng og mik­il hannyrðakona. Þó nokkr­ar sýn­ing­ar hafa verið haldn­ar á verk­um henn­ar.
 

Af­kom­andi Theó­dóru, Ármann Jak­obs­son, skrifaði sögu­legu skáld­sög­una Von­ar­stræti 8, sem byggð er á ævi þeirra hjóna.

Sag­an ger­ist að mestu leyti í Kaup­manna­höfn árið 1908, þegar þau sigldu til Hafn­ar og Skúli átti sæti í milli­landa­nefnd og gegndi því hlut­verki að semja frum­varp um stöðu Íslands í danska rík­inu, en Theó­dóra fór með manni sín­um og studdi við bakið á hon­um. Skúli var sá eini sem ekki samþykkti Upp­kastið fræga sem samið var af þessu til­efni. Ágrein­ing­ur­inn varð síðan helsta deilu­efnið í Upp­kasts­kosn­ing­un­um 1908, er and­stæðing­ar Upp­kasts­ins unnu af­ger­andi sig­ur.
 

Theó­dóra lést 23. febrúar 1954.

 

Morgunblaðið 1. júlí 2017.

 


Skráð af Menningar-Staður.

30.06.2017 09:08

Guðni Ágústsson góður prestur

 

.


Guðni Ágústsson að Stað á dögunum. F.v.: Birgir Jensson, Haukur Jónsson,

Siggeir Ingólfsson og Guðni Ágústsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Guðni Ágústsson góður prestur
 

 

Guðni  Ágústsson, f.v. landbúnaðarráðherra og heiðursforseti Hrútavinanfélagsins Örvars á Suðurlandi, prédikaði við messu hjá séra Hjálmari Jónssyni í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 25. maí sl.

Það var á uppstigningardegi sem jafnframt var dagur aldraðra.

Séra Hjálmar Jónsson hefur eftir messuna sett í góða vísu hvað Guðni hefði orðið frábær prestur ef hann hefði lagt það fyrir sig.

Guðni leit við að Stað á Eyrarbakka á dögunum og flutti viðstöddum þessa góðu vísu séra Hjálmars.


Það sem Guðni gerir best
gleður allan múginn

en þar fór afbragsefni í prest
algjörlega í súginn.

 

.
Séra Hjálmar Jónsson og Guðni Ágústsson í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 25. maí sl.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

27.06.2017 12:34

Upplýsingamiðstöð opnuð að Stað

 

 

Siggeir Ingóllfsson að Stað á Eyrarbakka.

 

 

Upplýsingamiðstöð opnuð að Stað
 

 

Í gær, mánudaginn 26. júní 2017, var opnuð upplýsingamiðstöð

í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Opið er virka daga.

 

Það er Siggeir Ingófsson, staðarhaldari að Stað sem stendur fyrir þessari opnun.

 

.

.


Meðal gesta fyrsta daginn var Birgir Jensson á Stokkseyri.Skráð af Menningar-Staður


 

27.06.2017 11:59

Waiting For... plata vikunnar á RÁS 2

 

 

 

Waiting For... plata vikunnar á RÁS 2

 

Kiriyama Family gaf nú á dögunum út sína aðra breiðskífu sem ber nafnið - Waiting For… -

Aðdragandi plötunnar var langur og strangur en smáskífur hennar hafa fengið að hljóma á öldum ljósvakans í þó nokkurn tíma við góðar undirtektir.

 

Kiriyama Family samanstendur af 6 Sunnlendingum;

þeim Karli Magnúsi Bjarnarsyni, Guðmundi Geir Jónssyni, Víði Björnssyni og Bassa Ólafssyni en þau Bjarni Ævar Árnason og Hulda Krístin Kolbrúnardóttir komu ný inn í bandið þegar upptökur stóðu sem hæst.

Platan er samansafn af lögum sem samin voru árin 2012 – 2015 en upptökur fóru fram í upptökuverinu Tónverk í Hveragerði sem er í eigu Bassa Ólafssonar og föður hans Labba í Mánum.

 

Mikið var lagt í plötuna bæði hvað varðar hljóðgæði og grafík og nostrað við hvert smáatriði. Hljómsveitarmeðlimir sáu alfarið um upptökur, hljóðblöndun og hönnun plötumslags. Mastering var í höndum Grammy verðlaunahafans Brian Lucey sem hefur meðal annars masterað plötur bresku hlómsveitarinnar Arctic Monkeys.

 

Textar plötunnar eru flestir með þungum undirtón þó svo að lögin séu létt og hress en það er þessi blanda sem einkennir hljómsveitina ásamt 80´s hljóðheim og silkimjúku samspil bassa og tromma.

 

 

Af www.ruv.is

 

.

Frá útgáfutónleikum Kiriyama Family í troðfullu Tjarnarbíói

í Reykjavík þann 24. júní sl.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 
Skráð af Menningar-Staður

27.06.2017 07:33

Fögnuður um borð í Rogalandi þegar skipsbjallan kom heim

 


Gleðistund Jón All­ans­son hring­ir skips­bjöll­unni í m/?s Roga­landi eft­ir meira

en 50 ára fjar­veru. Per Øhmann skip­stjóri var í skýj­un­um yfir að fá hana aft­ur. 

— Ljós­mynd/?Jon­as Haarr Friestad.

 

Fögnuður um borð í Rogalandi

þegar skipsbjallan kom heim

 

• Í 40 ár á Íslandi 

• Lukkugripur í Akraborginni og síðan á safninu í Görðum

 

Gamla Stavan­ger­ferj­an m/?s Roga­land hef­ur end­ur­heimt skips­bjöllu sína. Hún reynd­ist hafa verið á Íslandi í meira en 40 ár og upp­götvaðist fyr­ir til­vilj­un á Byggðasafn­inu í Görðum á Akra­nesi. Það var auðsótt mál að fá hana til baka enda þekkja Íslend­ing­ar það manna best hve sögu­leg­ar minj­ar geta verið fólki hjart­fólgn­ar.

 

Bjall­an var af­hent við hátíðlega at­höfn um borð í Roga­landi í höfn­inni í Stavan­ger á föstu­dag­inn. Jón All­ans­son, safn­vörður á byggðasafn­inu, kom fær­andi hendi með hana og fékk það hlut­verk að hringja henni um borð í fyrsta sinn frá 1965. Skip­stjór­inn Per Øhmann var í skýj­un­um yfir þess­ari end­ur­heimt, en und­an­far­in ár hef­ur ferj­an, sem smíðuð var 1929, verið gerð upp og er nú í skemmtisigl­ing­um. Hún er eitt helsta stolt Stavan­ger­hafn­ar og var friðlýst af Norsku minja­stofn­un­inni árið 1989.

 

Jón All­ans­son seg­ir að fyr­ir­spurn um bjöll­una hefði borist safn­inu fyr­ir um tveim­ur árum. Höfðu norsk­ir ferðamenn veitt henni at­hygli og látið Sjó­minja­safnið í Stavan­ger vita. Þegar heim var komið mundu þeir hins veg­ar ekki hvað safnið á Íslandi hét og tók nokk­urn tíma að finna út úr því. Jón seg­ir að m/?s Roga­land hafi verið í ferju­sigl­ing­um milli Stavan­ger og ná­lægra hafna á ár­un­um 1929 til 1965 á veg­um Det Stavan­ger­ske Dampski­bs­s­elskab AS. Þegar fé­lagið tók nýja ferju, Tungenes, í notk­un árið 1966 fylgdi skips­bjall­an með.

 

Árið 1974 keypti Skalla­grím­ur hf. á Akra­nesi Tungenes, gaf skip­inu nafnið Akra­borg og hafði í sigl­ing­um milli Reykja­vík­ur og Akra­ness fram til um 1984. Gamla skips­bjall­an var áfram um borð en var ein­göngu notuð sem lukkugrip­ur að sögn Jóns. Þegar ný Akra­borg kom til sög­unn­ar fylgdi bjall­an enn með og var um borð til 1998 þegar skipið hætti sigl­ing­um. Var hún þá sett í geymslu, en Skalla­grím­ur hf. færði byggðasafn­inu hana að gjöf árið 2010.

 

„Þessi skips­bjalla hef­ur enga skír­skot­un til Íslands, en við hana eru bundn­ar sögu­leg­ar minn­ing­ar í Stavenger,“ sagði Jón All­ans­son, og kvað safnið á Akra­nesi strax hafa tekið vel í að færa hana norska skip­inu að gjöf.

 


Morgunblaðið þriðjudagurinn 27. júní 2017.


Skráð af Menningar-Staður

26.06.2017 08:46

26. júní 1 9 6 8 - Guðni Jóhannesson fæddist

 

 

Guðni Th. Jóhannesson og kona hans Elza Reid á Þingeyrarbryggju.

Með þeim er Gunnhildur B. Elíasdóttir.

 

26. júní 1 9 6 8 - Guðni Jóhannesson fæddist

 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fæddist í Reykjavík 26. júní árið 1968 og er því 49 ára í dag. 

Hann er sonur hjónanna Margrétar Thorlacius, kennara og blaðamanns, og Jóhannesar Sæmundssonar, íþróttakennara og landsliðsþjálfara, sem lést árið 1983. Guðni ólst upp í Garðabæ og á tvo bræður, Patrek, íþróttafræðing og handboltaþjálfara, og Jóhannes kerfisfræðing. 

Á vef embættis forseta Íslands kemur fram að Guðni útskrifaðist árið 1987 með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. 

Hann stundaði nám í sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan með BAgráðu árið 1991. 

Eftir það lærði hann þýsku við háskólann í Bonn í Þýskalandi. 

Hann nam rússnesku á árunum 1993-1994 við Háskóla Íslands. Guðni útskrifaðist með meistaragráðu í sagnfræði frá HÍ árið 1997. 

Hann nam sagnfræði á árunum 1998-1999 við Oxfordháskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan árið 1999 með MSt-gráðu í sögu.

Árið 2003 lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá Queen Mary, University of London. 

Um starfsferil Guðna segir á vef forsetaembættisins að árin 2013-2016 var Guðni kennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, lektor, dósent og síðast prófessor. 

Áður var hann lektor við Háskólann í Reykjavík og stundakennari við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og University of London. 

Jafnframt vann hann um árabil við afleysingar á fréttastofu Ríkisútvarpsins.

 

Guðni er kvæntur Elizu Reid og kynntust þau á námsárum sínum við Oxford-háskóla á Englandi. 

Eliza er frá Kanada og lauk prófgráðum í nútímasögu í Oxford og í alþjóðasamskiptum við Torontoháskóla. Guðni og Eliza hafa verið búsett hérlendis frá árinu 2003. 

Börn þeirra eru:

Duncan Tindur (f. 2007), Donald Gunnar (f. 2009), Sæþór Peter (f. 2011) og Edda Margrét (f. 2013). 

Guðni á dótturina Rut (f. 1994) með fyrri eiginkonu sinni, Elínu Haraldsdóttur, viðskiptafræðingi og listakonu.Fréttablaðið mánudagnn 26. júní 2017.

 

 
 

Í Húsasmiðjunni á Selfossi 31. maí 2016. —
F.v.: Hrafnkell GuðnasonSverrir EinarssonGuðniTh Jóhannesson og Eliza Reid.
Skráð af Menningar-Staður

24.06.2017 21:33

24. júní 1000 - Kristnitakan. Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum við Öxará

 


Þingvellir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

24. júní 1000

- Kristnitakan. Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum við Öxará

Kristnitakan. Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum við Öxará þann 24. júní árið 1000. 

Þar hafði skorist í odda með kristnum mönnum og heiðnum en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði úrskurðaði að „allir menn skyldu kristnir vera“ og sagði: 

„Höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“

Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

Skráð af Menningar-Staður

 

24.06.2017 07:08

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 24. júní 2017

 

 

 

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 24. júní 2017

 

09:00               Fánar dregnir að húni við upphaf 19. Jónsmessuhátíðarinnar

Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitum og bjóða gesti velkomna. Björgunarsv. Björg býður upp á ókeypis veiði í Ölfusá fyrir landi Eyrarbakka.

 

09:00-21:00   Verslunin Bakki við Eyrargötu

Verslunin opin allan daginn og fram á kvöld. Börnin fá ís um miðbik dagsins. Óvænt uppákoma um miðjan dag.

 

09:30-11:00    Morgunstund í Hallskoti

Skógræktarfélag Eyrarbakka tekur á móti gestum og býður upp á hressingu í skóginum.

 

10:00-11:30    Kjólakaffi með Aubý í Húsinu

Gestir mæta í kjólum eða kjólfötum og þiggja frúarkaffi í stássstofu með fyrrum húsfreyju Hússins, Auðbjörgu Guðmundsdóttur.

 

10:30-17:00   Laugabúð við Eyrargötu

Einstakur bókamarkaður í kjallaranum – mikið úrval nýrra og gamalla bóka á frábæru tilboðsverði. Spjall í búðinni allan daginn.

 

11:00-22:00   Rauða húsið á Eyrarbakka

Rauða húsið er opið allan daginn og þar er boðið upp á ókeypis eftirrétt með öllum aðalréttum á matseðli.

 

11:00-18:00   Söfnin á Eyrarbakka

Opið í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafninu og Kirkjubæ. Í borðstofu Hússins er sýningin KjólarÓkeypis aðgangur.

 

11:00                Unga kynslóðin skemmtir sér

Brúðubíllinn kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu og Lilli litli heilsar upp á alla gömlu góðu vinina sína á Eyrarbakka. Boðið upp á hressingu.

Hestar teymdir undir börnum á Garðstúninu í boði Bakkahesta.

 

12:00               BMX BRÓS

BMX BRÓS sýna listir sínar á BMX hjólum við Sjóminjasafnið.

 

12:00-14:00  Bubbluboltar

Björgunarsveitin Björg verður með bubblubolta á Garðstúninu.

 

12:00-14:00   Heimboð í Garðshorn

Árleg Jónsmessusúpa og rabarbaragrautur í Garðshorni í boði húsráðenda Elínbjargar og Vigfúsar.

Allir velkomnir.

 

13:00-14:30   Diskótek fyrir yngri kynslóðina

DJ Sveppz sér um diskótek við Sjóminjasafnið og allir dansa með.

 

14:00-16:00  Tekið á móti gestum

Guðlaug Einarsdóttir og Jón Matthíasson á Túngötu 41 bjóða gestum heim til sín í spjall.

Esther Helga Guðmundsdóttir í Einarshöfn 4 – Jakobsbænum opnar hús sitt fyrir gestum og gangandi.

 

16:00-18:00  Marþari

Ásta Villa Guðmundsdóttir á Kaldbak fremur gjörning á Vesturbryggjunni.

 

16:00-17:00  Fuglasöngur og annað kvak

Valgeir Guðjónsson skemmtir ungum og öldnum með fuglasöng og öðru kvaki í Eyrarbakkakirkju.

 

20:15-21:30  Blandaði Bakkakórinn

Heimir Guðmundsson leikur undir almennan söng í stássstofu Hússins. Húsið opnað kl. 20 – þeir sem fyrstir koma fá sæti!

 

22:00             Jónsmessubrenna

Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp. Eiríkur Már Rúnarsson ávarpar gesti og hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu fram eftir kvöldi.

 

23:00             Rauða húsið

Kjallarinn opinn og Grétar í Sólvangi ætlar að spila og syngja.

 

Tjaldsvæðið vestan þorpsins er opið – öll þægindi og nóg pláss.

 

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg, Versluninni Bakka, MS, Guðnabakaríi, Krás, Árhúsum Hellu, Bakkahestum, Ungmennafélagi Eyrarbakka og Björgunarsveitinni Björg.

 

Af www.eyrarbakki.isSkráð af Menningar-Staður

24.06.2017 01:23

Frábærir tónleikar Kiriyama Family

 


Kiriyama Family og troðfullur salur í Tjarnarbíói.
 

 

Frábærir tónleikar Kiriyama Family

Hljómsveitin Kiriyama Family var í gærkvöldi með frábæra útgáfutónleika í troðfullu Tjarnarbíói í Reykjavík.


Menningar-Staður færði til myndar.

 


Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður