Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

02.05.2017 17:08

Klappaðir þrisvar upp

 

 

Mikið var hlegið á sagnakvöldinu á Hótel Selfossi með þeim Guðna og Jóhannesi.

 

Klappaðir þrisvar upp

 

Fjölmenni var á sagnakvöldi hjá eftirhermunni Jóhannesi Kristjánssyni og orginalnum Guðna Ágústssyni á Hótel Selfoss föstudagskvöldið 28. apríl sl., um 200 manns og troðfullur salur. Guðni segir að svona sé þetta búið að vera í hvert skipti sem þeir troða upp en þeir eru m.a. búnir að vera í Salnum í Kópavogi, Landnámssetrinu í Borgarnesi, á Hvolsvelli og á Hótel Selfoss.

 

„Það var gaman að koma heim á Selfoss og fá þessar góðu móttökur. Sumir sögðu mér að þeir hefðu ekki hlegið svona mikið frá því þeir voru krakkar. Nú svo höfum við alls staðar verið klappaðir þrisvar upp. Jóhannes á það sannarlega skilið. Hann er listamaður og einstakur í sinni röð sem skemmtikraftur,“ segir Guðni.


Af www.dfs.is


 

 
Skráð af Menningar-Staður

02.05.2017 13:22

30 ára - Guðmundur Kr. Sigurðsson

 


Guðmundur Kr. Sigurðsson.

 

30 ára - Guðmundur Kr. Sigurðsson

 

30 ára er í dag, 2. maí 2017,

Guðmund­ur Kr. Sigurðsson sem ólst upp á Eyr­ar­bakka, býr á Sel­fossi og er þjón­ustu­full­trúi hjá Toyota á Sel­fossi.

 

Maki: Lauf­ey Ósk Magnús­dótt­ir, f. 1988, ljós­mynd­ari með Stúd­íó Stund á Sel­fossi.

 

For­eldr­ar: Sig­urður Guðmunds­son, fædd­ur 1961, vél­virki, og Sig­ríður Sverr­is­dótt­ir, f. 1960, hús­móðir.

Þau búa á Eyr­ar­bakka.


Morgunblaðið 2. maí 2017
 


Afmælisbarnið, Guðmundur Kr. Sigurðsson, með nokkrum Flóamönnum á dögunum.

Ljósm.: BIB


Skráð af Menningar-Staður.

 

 


 

02.05.2017 08:24

Jón í yfir fimmtíu litum  Afsteypurnar af Jóni Sigurðssyni áfram vinsælar

 

 

Jón í yfir fimmtíu litum

• Afsteypurnar af Jóni Sigurðssyni áfram vinsælar

 

Hönn­un­ar­var­an Jón í lit hef­ur slegið í gegn á ís­lensk­um heim­il­um á síðustu árum. Nýj­asti lit­ur­inn, fyr­ir árið 2017, er föl­grænn og hef­ur platt­inn nú verið gef­inn út í yfir fimm­tíu lit­um frá því að hug­mynd­in um að lita af­steyp­ur af Jóni Sig­urðssyni spratt upp hjá vöru­hönnuðinum Alm­ari Al­freðssyni.
 

„Ég keypti kop­ar­lág­mynd af Jóni Sig­urðssyni í Góða hirðinum sum­arið 2010. Um vet­ur­inn var ég í af­steypukúrsi í Lista­há­skól­an­um og datt í hug að taka af­steypu af þess­ari mynd og gefa fjöl­skyldumeðlim­um í jóla­gjöf. Þetta sló ræki­lega í gegn og spurðist fljótt út,“ seg­ir Alm­ar. „Árið 2011 ákváðum við hjón­in svo að koma þessu út á markaðinn. Þetta ár voru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns og ákváðum við að gera tutt­ugu lág­mynd­ir í lit og kom­um þessu í nokkr­ar versl­an­ir um landið. Þá byrjaði bolt­inn að rúlla og hef­ur ekki hætt síðan og er Jón nú seld­ur í 20 versl­un­um um land allt.“

 

Lit­irn­ir lýsa heim­il­un­um

 

Fyrstu tutt­ugu lit­irn­ir spönnuðu allt lit­rófið og síðan þá hef­ur Alm­ar bætt við ýms­um lit­brigðum. Hann seg­ir að stór þátt­ur í vin­sæld­um hönn­un­ar­inn­ar sé að fólk get­ur per­sónu­gert hönn­un­ina með því að velja og raða lit­un­um á þann veg sem hent­ar heim­il­inu best.

 

„Þegar við velj­um nýja liti skoðum við vel hvað er að ger­ast úti í heimi og hvernig þeir lit­ir passa við litap­all­ett­una okk­ar. Í dag eru 36 lit­ir í boði og því nóg um að velja þegar finna á rétta liti inn á heim­ilið. Við erum alltaf að sjá nýj­ar uppraðanir og lita­sam­setn­ing­ar hjá fólki, og lýs­ir þetta heim­il­un­um og íbú­un­um oft mjög vel.“
 

Alm­ar út­skrifaðist sem vöru­hönnuður úr Lista­há­skól­an­um árið 2011 og hafa platt­arn­ir tekið mikið af tíma hans síðan þá. „Við tók­um þá ákvörðun í upp­hafi að við mynd­um gera þetta sjálf frá grunni en ekki panta þetta að utan. Ferlið er um 5 til 6 dag­ar frá dufti til full­unn­ins eintaks í umbúðum. Við sjá­um alls ekki eft­ir því vegna þess að hvert ein­tak er ein­stakt. “

Fyr­ir þrem­ur árum ákváðu Alm­ar og eig­in­kona hans, Heiða Björk Vil­hjálms­dótt­ir, að opna minnstu og einu hönn­un­ar­sjoppu lands­ins í Listagil­inu á Ak­ur­eyri, sem kall­ast Sjopp­an vöru­hús, og selja þar hönn­un­ar­vör­urn­ar út um lúgu.
 

Erfiðara að selja útlendingum

 

Lág­mynd­irn­ar af Jóni Sig­urðssyni urðu fljót­lega vin­sæl inn­flutn­ings­gjöf. Alm­ar seg­ir að hönn­un­in hafi komið á markaðinn á hár­rétt­um tíma, eft­ir hrunið hafi fólk horft inn á við og leitað í þjóðleg ein­kenni. Hann tel­ur að lág­mynd­in hafi fyrst verið steypt fyr­ir Lýðveld­is­hátíðina árið 1944 þar sem ýmis fé­lög hafi selt hana og eft­ir hátíðina hafi mátt finna lág­mynd­irn­ar á mörg­um heim­il­um. Vegna vís­un­ar þeirra í sögu Íslands seg­ir Alm­ar að erfiðara sé að markaðssetja þær gagn­vart út­lend­ing­um. „Við ákváðum að ein­blína á ís­lensk­an markað því út­lend­ing­ar þurfa mun meiri út­skýr­ingu á mik­il­vægi Jóns for­seta en hægt er að gera í búðarápi. En þeim sem þekkja sög­una og Jón finnst þetta skemmti­leg hönn­un.“
 

Morgunblaðið 2. maí 2017.

 

 


Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

Fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

01.05.2017 14:17

"Þurfum að vinna gegn sívaxandi misskiptingu"

 


Elín Björg Jónsdóttir í Þorlákshöfn, formaður BSRB. Ljósm.: RUV

 

„Þurfum að vinna gegn sívaxandi misskiptingu“

 

Misskipting í samfélaginu hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Þetta segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Á meðan sumir eiga varla til hnífs og skeiðar og horfa á aðra greiða sjálfum sér margföld árslaun venjulegs launafólks í bónusa eða arð verður engin sátt og enginn stöðugleiki,“ segir Elín Björg. Eftir því sem misskiptingin í samfélaginu verði meiri muni þau átök sem einkennt hafa samfélag okkar undanfarið harðna.

 

Þetta kemur fram í ræðu Elínar í tilefni af baráttudegi verkalýðsins í dag.

 

Elíns segir að jöfnuður í samfélaginu sé ein helsta forsenda stöðugleika, þar á meðal efnahagslegs stöðugleika. Ef stjórnmálamönnum og öðrum sem tala um stöðugleika sé einhver alvara verði að byrja á því að tryggja launafólki og almenningi öllum mannsæmandi lífskjör og draga úr misskiptingunni frekar en að halda áfram að auka ójöfnuð. „Markmið okkar allra á að vera að auka lífsgæði í landinu og koma á velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd sem við getum öll verið stolt af.“

 

Elín áréttar að enn sé þörf á verkalýðshreifingunni. „Þó mikið hafi áunnist frá því í árdaga verkalýðshreyfingarinnar hafa grundvallarþarfirnar ekki breyst. Öll þurfum við að hafa í okkur og á. Öll þurfum við að hafa einhverstaðar höfði að halla. Öll þurfum við að búa við öryggi. Það eru grundvallarþarfirnar,“ segir Elín.

 

„Við þurfum líka að búa í samfélagi sem við erum sátt við. Samfélagi þar sem félagslegt réttlæti ríkir, þar sem allir búa við mannsæmandi lífskjör. Til að svo megi verða þurfum við að vinna gegn sívaxandi misskiptingu í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að auka jöfnuð.“Af www.ruv.isSkráð af Menningar-Staður

01.05.2017 12:50

Sýningin -Á því herrans ári- opnuð í Húsinu á Eyrarbakka í dag

 

 

Helgi Ívarsson (1929 - 2009).

 

Sýningin -Á því herrans ári-

opnuð í Húsinu á Eyrarbakka í dag

 

Ný sýning opnar í dag í borðstofu Hússins á Eyrarbakka.  Hún nefnist  -Á því herrans ári- 

 

Á sýningunni er varpað ljósi á myntsafn Helga Ívarssonar frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929–2009) en hann var myntsafnari mikill og arfleiddi Héraðsskjalasafn Árnesinga að myntsafni sínu að sér gengnum. Er myntsafn Helga fágætt að gæðum.

Til sýnis eru ýmsar myntir og ljósi varpað á söguna þegar myntin var slegin.

-Á því herrans ári- er samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga.

 

Sýningin opnar kl. 16 í dag, þann 1. maí og stendur til 28. maí.

 

Opnunartími safnanna á Eyrarbakka er alla daga kl. 11–18.

 
Skráð af Menningar-Staður

01.05.2017 08:16

Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins

 

 

Frá 1. maí göngu á Ísafirði 2016. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir. 

 

Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins

 

Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur í dag, 1. maí.

 

Fjölbreytt baráttudagskrá hefur verið skipulögð um allt land. 

 

Í Reykjavík fer kröfuganga frá Hlemmi klukkan hálf tvö, og útifundur settur á Ingólfstorgi að henni lokinni. Stóru stéttarfélögin í Reykjavík eru með kaffisamsæti víðsvegar um borgina eftir að útifundinum á Ingólfstorgi líkur.


Á Akureyri fer kröfuganga frá Alþýðuhúsinu klukkan tvö, sem lýkur með hátíðardagskrá í HOFI. Á Ísafirði fer kröfuganga frá Baldurshúsinu klukkan tvö og skipulögð hátíðardagskrá verður í Edinborgarhúsi. 


Þá verða kröfugöngur á Akranesi, Suðureyri og á Selfossi.

 

Hægt er að finna upplýsingar um dagskrá víðar um landið á heimasíðum verkalýðsfélaganna og Alþýðusambands Íslands.  


Af www.ruv.is


Skráð af Menningar-Staður

01.05.2017 07:31

Í dag er 1. maí um land allt

 

 

 

  Í dag er 1. maí um land allt


 

 

 

 

 Skráða f Menningar-Staður


 

30.04.2017 07:08

Bætt aðgengi á sjóvarnargarðinn að vestanverðu

 

 

Siggeir Ingólfsson, yfirstrandvörður, við nýja stigann. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Bætt aðgengi á sjóvarnargarðinn að vestanverðu

 

Nú á dögunum var settur upp veglegur stigi uppá sjávarnargarðinn vestast í Eyrarbakkaþorpi - ofan við höfnina.

Þetta gerir aðgengi á göngustíginn ofan á garðinum  mjög auðvelt og er til mikilla bóta fyrir þá fjölmörgu heimamenn og gesti sem þarna ganga um og njóta útsýnis yfir hafið og þorpið.

Það voru strafsmenn Sveitarfélagsins Árborgar sem unnu verkið þeir: Finn Nílssen, Þórður Tindur Gunnarsson og verkstjóri var Óðinn Andersen.

Menningar-Staður færði til myndar.


 

.

.
Skráð af Menningar-Staður

29.04.2017 06:15

1. maí 2017 á Eyrarbakka

 

 

 

1. maí 2017 á Eyrarbakka

 

Kaffisala Kvenfélags Eyrarbakka
 

á Stað kl. 15 - 17

 

 

 

.

 


Skráð af Menningar-Staður

28.04.2017 22:27

1. maí 2017 á Selfossi

 

 

 

 

1. maí 2017 á Selfossi

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður