Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

30.07.2016 17:10

Harmóníur orgels í Strandarkirkju

 

.
Strandarkirkja í Selvogi.

Sálmar og sönglög - Það verða m.a. fluttir sálmar og Maríubænir eftir Bach og Pál Ísólfsson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 

 

Harmóníur orgels í Strandarkirkju 

 

Söngvararnir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran og Ágúst Ólafsson barítón koma fram á lokatónleikum í tónleikaröðinni Englar og menn á morgun, sunnudaginn 31. júlí 2016 - í Strandarkirkju í Selvogi, en með þeim leikur Jón Bjarnason á orgel.

Yfirskrift tónleikanna er  -Stóðum tvö í túni-  og koma þrímenningarnir til með að flytja dagskrá sem hæfir vel gömlu íslensku sveitakirkjunni og harmóníum orgelsins eins og segir í tilkynningu.

Flutt verða trúarleg lög, meðal annars sálmar og Maríubænir eftir Bach og Pál Ísólfsson ásamt íslenskum og erlendum þjóðlögum og sönglagaperlum.

 

Heimamenn hafa stutt vel við hátíðina með veitingasölu, sem mörgum þykir yndælt að nýta sér eftir stundina í kirkjunni. Aðrir taka með sér teppi og nesti og finna sér laut í fallegri náttúrunni og njöta fegurðar strandarinnar og Selvogsins, þar sem helgi og dulmögnun staðarins svífur yfir.

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er listrænn stjórnandi hátíðarinnar, sem er styrkt af Nýsköpunarsjóði Suðurlands, Tónlistarsjóði og Strandarkirkjunefnd.

 

Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 2.000. Ekki er tekið við greiðslukortum.


Tónleikarnir á morgun, 31. júlí 2016, hefjast klukkan 14.

 

 

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

29.07.2016 23:08

Kvöldvísa Kristjáns Runólfssonar

 

 

 

Kvöldvísa Kristjáns Runólfssonar

 
 


Skráð af Menningar-Staður
 

29.07.2016 22:22

29. júlí 2016 - þjóðhátíðardagur Færeyinga - Ólafsdagur - Ólafsvaka

 

 


29. júlí 2016

- þjóðhátíðardagur Færeyinga - Ólafsdagur - Ólafsvaka

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

29.07.2016 17:28

Fundur í Menningarráði Hrútavinafélagsins

 

.

 

 

Fundur í Menningarráði Hrútavinafélagsins

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars fundaði í dag, föstudaginn 29. júlí 2016, í Bókaskaffinu á Selfossi,

á þjóðhátíðardegi Færeyinga.

 

Þátttakendur voru:
Jóhann Páll Helgason
Sigurgeir H. Friðþjófsson
Hjörtur Þórarinsson
Bjarni Harðarson
Björn Ingi Bjarnason

Guðmundur Brynjólfsson
Elín Gunnlaugsdóttir

Vísa dagsins frá Hirti Þórarinssyni:

.

.

 

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður.

29.07.2016 08:48

29. júlí 2015 - þjóðhátíðardagur Færeyinga - Ólafsdagur - Ólafsvaka

 

 

 

29. júlí 2016 - þjóðhátíðardagur Færeyinga

- Ólafsdagur - Ólafsvaka

 
Skráð af Menningar-Staður

29.07.2016 08:16

Merkisatburður - Minnisvarði um Kollabúðarfundina afhjúpaður 29. júlí 1979

 


Fangaverðir af Litla-Hrauni fóru í fimm daga ferð um Vestfirði sumarið 2009.

M.a var komið við á Kollabúðum í Þorskafirði.
F.v.: Hlynur Gylfason. Ásmundur Sigurðsson, Gunnar Marel Friðþjófsson, Einar Loftur Högnason, Jóhann Páll Helgason, Bjarkar Snorrason, Hafliði Magnússon, Einar Valur Oddsson og Friðrik Sigurjónsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Merkisatburður - Minnisvarði um Kollabúðarfundina

afhjúpaður þann 29. júlí 1979

 

Þann 29. júlí 1979 var afhjúpaður minnisvarði um Kollabúðafundi í Þorskafirði. 

Á þeim fundum ræddu Vestfirðingar stefnumálin 1849 til 1895.

 

Þegar komið er niður í byggð af Þorskafjarðarheiði, liggur leiðin yfir Músará fram hjá hinum forna þingstað, þar sem Þorskafjarðarþing voru háð.

Kollabúðarfundir voru haldnir á Músaráreyrum um og eftir miðja 19. öld. Voru þeir tilraun til þess að vekja að nýju í breyttri mynd, forna þjóðhætti og stuðluðu vafalaust að því að endurvekja sjálfstæðisþrá og fornan þjóðarmetnað.


 


Skráð af Menningar-Staður

29.07.2016 08:05

Síðasti ríkisráðsfundur Ólafs Ragnars í gær - 28. júlí 2016

 

 

 

Síðasti ríkisráðsfundur Ólafs Ragnars í gær - 28. júlí 2016

 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, stýrði sínum síðasta ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær, fimmtudaginn 28. júlí 2016. 

Til slíkra funda er boðað samkvæmt stjórnarskrá. Nýr forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður settur i embætti á mánudaginn, 1. ágúst 2016.

 
 

Forsetasetrið Bessastaðir á Álftanesi.
 


Skráð af Menningar-Staður

27.07.2016 08:37

Blíðan á Bakkanum

 

.

 

 

Blíðan á Bakkanum
 


Við Stað að kveldi - 27. júlí 2016
 


Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

27.07.2016 07:13

Austfirðingar og Vestfirðingar taka höndum saman og gefa út leiðbeiningar til ferðalanga

 

 

Hagnýt ráð og leiðbeiningar fyrir erlenda ferðamenn.

Samvinna Vestfirðinga og Austfirðinga í bókaútgáfu.

 

Austfirðingar og Vestfirðingar

taka höndum saman og gefa út leiðbeiningar til ferðalanga

 

Ný bók á ensku fyrir erlenda ferðamenn er komin út hjá Vestfirska forlaginu. Bókin er eftir séra Vigfús Ingvar Ingvarsson á Egilsstöðum og nefnist Travelling Safely in Iceland - Hearing the Land Speak. Í tilkynningu frá Vestfirska forlagin segir að þar með hafi Vestfirðingar og Austfirðingar tekið höndum saman um almennar leiðbeiningar vegna ferðalaga um Ísland.
 

Í bókinni er margvíslegur fróðleikur fyrir erlent ferðafólk. Áhersla er lögð á sérstöðu Íslands sem ferðamannalands og þær áskoranir sem fylgja því að ferðast um landið – breytileg og stundum óblíð veðrátta, vegakerfi af misjöfnu tagi og ýmsar hættur og hindranir. Mörg alvarleg slys á erlendum ferðamönnum hérlendis tengjast einmitt ókunnugleika á aðstæðum. 

Höfundur hefur nokkuð fengist við leiðsögn erlendra ferðamanna og gert sér far um að tala við þá og heyra sjónarmið þeirra. Auk margvíslegra hagnýtra upplýsinga fyrir ferðafólk er í bókinni leitast við að fræða um tengsl náttúru, þjóðar og tungu hérlendis. Gamansamar og lýsandi teikningar eftir Ómar Smára Kristinsson greiða efninu leið til lesenda.

Hrífandi náttúra Íslands er kynnt og leiðbeint er um umgengni við hana og grein gerð fyrir nokkrum sérkennum íslenskrar menningar og mannlífs. Í lokakaflanum er svo fjallað um íslenskt mál. Þar eru allmörg orð eða orðstofnar sem koma oft fyrir í örnefnum, útskýrð í máli og myndum. Dæmi: Lækjargata. Hvers vegna ber gatan það nafn? Þá er fjallað um ýmis skilti við veginn.

Í stuttu máli: Hvernig eiga erlendir gestir að haga sér á Íslandi? Hagnýt ráð og leiðbeiningar á einu bretti. Bók sem líklega á sér ekki hliðstæðu á íslenskum bókamarkaði í dag. Í henni er að finna í samþjöppuðu formi nánast allt sem erlendur ferðamaður þarf nauðsynlega að vita um Ísland áður en hann leggur landið undir fót. Sennilega hefðu margir Íslendingar einnig gott af að kynna sér þessa handhægu bók!

 

.

 Skráð af Menningar-Staður

26.07.2016 13:15

Blíðan á Bakkanum

 

.

 

Rúnar Eiríksson og Siggeir Ingólfsson.

 

Blíðan á Bakkanum
 

Á útsýnispallinum við Stað í morgun - 27. júlí 2016

 

.

Skráð af Menningar-Staður