Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.11.2019 06:57

Merkir Íslendingar - Þuríður Einarsdóttir

 

 
 

 

 

Merkir Íslendingar - Þuríður Einarsdóttir

 

 

Þuríður Ein­ars­dótt­ir, oft­ast nefnd Þuríður formaður, fædd­ist árið 1777 á Stétt­um í Hrauns­hverfi á Eyr­ar­bakka. For­eldr­ar henn­ar voru Ein­ar Ei­ríks­son, bóndi þar, og k.h. Helga Bjarna­dótt­ir.

 

Þuríður bjó í for­eldra­hús­um þar til hún varð 25 ára göm­ul. Hún byrjaði að róa á vor­vertíð hjá föður sin­um 11 ára göm­ul og gerðist full­gild­ur há­seti á vetr­ar­vertíð hjá Jóni í Mó­hús­um, þá rúm­lega tví­tug að aldri. Hún fékk leyfi frá sýslu­manni til að klæðast karl­manns­föt­um og klædd­ist ekki kven­manns­föt­um eft­ir það.

 

Síðan bjó hún í Stokks­eyr­ar­hverfi, lengst af á Götu og var formaður þar, fyrst á vor- og haust­vertíð, síðan á vetr­ar­vertíðum. Hún flutti á Eyr­ar­bakka 1830 og bjó þar til æviloka að und­an­skild­um ár­un­um 1840-1847 þegar hún dvald­ist við versl­un­ar­störf í Hafnar­f­irði. Fyrsta ára­tug­inn sem hún bjó á Eyr­ar­bakka var hún formaður í Þor­láks­höfn á vetr­ar­vertíðum og stýrði át­tær­ingi og aflaði vel. Hún var lengst af sjálfr­ar sín, ým­ist við smá­búhok­ur eða sem hús­kona á Skúms­stöðum þar til sein­ustu 8-9 árin sem hún lifði, er hún varð að þiggja sveit­ar­styrk.

 

Þuríður bjó um tveggja ára skeið með manni að nafni Er­lend­ur Þor­varðar­son í Eystri-Mó­hús­um. Þau eignuðust stúlku sem hét Þór­dís en hún lést fimm ára göm­ul. Löngu síðar, eða árið 1820, gift­ist hún vinnu­manni sín­um, Jóni Eg­ils­syni, sem þá var 21 árs, en þeirra hjóna­band stóð ekki lengi.

 

Þuríður varð fræg fyr­ir að koma upp um Kambs­ránið, en það var rán sem framið var á bæn­um Kambi í Flóa 1827. Ræn­ing­arn­ir skildu eft­ir sig verks­um­merki m.a. skó, járn­flein og vett­ling. Hún taldi sig þekkja hand­bragðið á skón­um og að för á járn­flein­in­um pössuðu við steðja í eigu Jóns Geir­munds­son­ar á Stétt­um í Hraun­gerðis­hreppi, sem var einn ráns­mann­anna.

 

Þuríður formaður lést í Ein­ars­höfn 13. nóvember 1863.

 

 

Þuríður Ein­ars­dótt­ir (1777 - 1860).
Skráð af Menningar-Bakki.

12.11.2019 17:13

Hverfaráð Stokkseyrar efnir til opins íbúafundar

 


Barnaskólinn á Stokkseyri.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Hverfaráð Stokkseyrar

 

efnir til opins íbúafundar

 

 

Hverfaráð Stokkseyrar efnir til opins íbúafundar í dag, þriðjudaginn 12. nóvember 2019 kl. 20:00 í sal Barnaskólans á Stokkseyri.


Á fundinum verða bæjarstjóri Árborgar ásamt bæjarfulltrúum og munu þau sitja fyrir svörum.


Hverfaráðið hvetur alla til að mæta.

 


Skráð af Menningar-Bakki.

11.11.2019 06:40

Merkir Íslendingar - Matthías Jochumsson

 

 

Matthías Jochumsson (1835 - 1920)

 

 

Merkir Íslendingar - Matthías Jochumsson

 

 

Matthías Jochumsson fæddist 11. nóvember 1835 að Skógum í Þorskafirði, sonur Jochums Magnússonar og Þóru Einarsdóttur. Þóra var systir Guðmundar, pr. á Kvennabrekku, föður Ásthildar, móður Muggs, og föður Theodóru Thoroddsen skáldkonu, ömmu Dags Sigurðarsonar skálds.
 

 

Foreldrar Matthíasar bjuggu við barnaómegð og gestanauð á harðæristímum og fór því Matthías til vandalausra 11 ára. Hann var til sjós og í vinnumennsku og sinnti verslunarstörfum í Flatey þar sem hann kynntist fólki sem kom honum til mennta. Hann útskrifaðist frá Prestaskólanum þrítugur að aldri.
 

 

Matthías var prestur á Kjalarnesi en þar missti hann fyrstu og aðra eiginkonu sína með stuttu millibili. Hann sagði þá af sér prestsskap, fór utan og varð síðan ritstjóri Þjóðólfs. Eftir að Matthías giftist þriðju konu sinni var hann prestur að Odda á Rangárvöllum í nokkur ár en síðan á Akureyri.
 

 

Matthías og Steingrímur Thorsteinsson voru helstu skáldmæringar síðrómantísku stefnunnar. Vinátta þeirra var einlæg þótt oft hvessti á milli þeirra. Matthías var skáld mannlífs, örlaga og tilfinninga en Steingrímur skáld hinnar ósnortnu náttúru. Matthías var mælskur, andríkur og tilfinninganæmur en Steingrímur vitsmunalegra og líklega vandvirkara skáld. Matthías var auk þess eitt mesta trúarskáld þjóðarinnar. Hann orti lofsönginn sem síðar varð þjóðsöngur Íslands. Þá samdi hann leikritið Skugga-Svein, sem var klassískt leikhúsverk hér á landi á fyrstu áratugum íslenskrar leiklistar.


 

Að Skógum er minnismerki um Matthías, lágmynd eftir Helga Gíslason og bautasteinn úr Vaðalfjöllum.

Að Sigurhæðum á Akureyri er safn helgað minningu hans.

Ævisaga hans, eftir Þórunni Valdimarsdóttur, Upp á Sigurhæðir, kom út haustið 2006.


 

Matthías lést 18. nóvember 1920.
 Skráð af Menningar Bakki.

07.11.2019 20:13

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi 20 ára

 

  
 

.

 

Hrútavinafélagið Örvar er upphafsaðili Bryggjuhátíðar á Stokkseyri árið 2004.

Félagið lét síðan árið 2006 byggja glæsilegt  -Svið-  á bryggjunni sem staðið hefur

af sér öll vetrarbrim og er veglegt staðartákn.

 

 

 - Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi 20 ára -

 

 

Það bar til síðla í september árið 1999 að boð komu frá Bjarkari Snorrasyni, bónda á Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna, að til hrútasýningar væri boðað að Tóftum. Þangað skyldu sauðfjárbændur í hreppnum mæta með hrúta sína til mælinga og dóma hvað þeir gerðu allir með sóma.

Hrútasýningar hafa í gegn um tíðina verið hinar merkilegustu samkomur bæði út frá faglegum atriðum og ekki síður hin besta skemmtan með ýmsum hætti. Svo hefur vissulega verið á Tóftum og samkomurnar hafist með kjötsúpumáltíð að hætti Bjarkars bónda áður en haldið er til fagstarfa í fjárhúsinu. Vegna þessa hafa hrútasýningar að Tóftum verið fjölmennar um langa tíð.

 

Afdrifarík óvissuferð

 

Athafna- og félagsmálamaður vestan af fjörðum, Björn Ingi Bjarnason, hafði flutt til Stokkseyrar sumarið 1999 og var svo lánsamur að lenda í slagtogi við sauðfjárbændur í hreppnum. Svo heppilega vildi til að sama dag og hrútasýningin var á Tóftum að til Önfirðingsins komu þrír sveitungar hans úr Hljómsveitinni Æfingu í heimsókn. Þetta voru; Árni Benediktsson, og bræðurnir Ingólfur Björnsson og Siggi Björns. Var strax ákveðið að fara með gestina í óvissuferð á hrútasýninguna. Þoka var yfir öllu og rigningarúði þegar haldið var af stað og gestirnir hlaðnir kvíða yfir því hvað væri í vændum enda höfðu þeir reynt nýbúann á Stokkseyri af ýmsu á fyrri tíð fyrir vestan.

Árni býr nú á Selfossi, Ingólfur í Noregi og Siggi Björns í Berlín í Þýskalandi.

 

Mikil upplifun

 

Ekki var að sökum að spyrja að þetta kvöld á Tóftum var mikil upplifun og góð skemmtun fyrir gestina að vestan því enginn þeirra hafði farið á hrútasýningu áður. Þarna var fastmælum bundið að að mæta árið eftir að Tóftum á hrútasýninguna og þá með nokkur skemmtiatriði sem og var gert.

 

Örvar

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi var orðið til upp úr þessari óvissuferð að Tóftum haustið 1999. Hrútavinafélagið fagnar því í ár tuttugu ára afmæli og mun það verða gert með ýmsum hætti og ber þar hæst „Listasjóð alþýðu.“. Hrútavinafélagið Örvar hefur komið að og haft frumkvæði til ýmissa mannlífs- og menningarmála á Suðurlandi og víðar. Verður það ekki rakið hér að þessu sinni en aðeins nefnd til Bryggjuhátíð á Stokkseyri sem félagið  stóð fyrir með aðilum á staðnum og fleirum að koma í framkvæmd  sumarið  2004. Einnig „Samvinnuferðin – landsferð“ með forystusauðinn GORBA frá Brúnastöðum sem Hrútivinafélagið gaf í Forystufjársetrið að Svalbarði í Þistilfirði.

 

Þjóðlegt

 

Hrútavinafélagið vinnur í anda þess “að viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita og er samafl- brottfluttra Vestfirðinga og heimamanna á Suðurlandi” og sýna verkin vissulega slíkt á margan hátt. Grunnur félagsins liggur í bændamenningunni í Flóanum og vestfirskum sjómönnum og beitustrákum  eins og sést á því hvernig félagið varð til.

 

Félagið hefur fengið góða svörun við starfinu sem sést best á því að samkomur og uppákomur þess eru ætíð mjög vel sóttar. Hrútavinafélaginu er gríðarlega kær einstök viðurkenning sem það fékk nokkru eftir stofnun á samkomu í troðfullu félagsheimilinu Þjórsárveri. Sigurður Sigurðarson f.v. yfirdýralæknir kvaddi sér þar hljóðs og veitti félaginu áratuga heilbrigðisvottorð vegna hins margþætta mannlífs og menningarstarfs Hrútavina. Þetta vottorð er í fullu gildi enn.

 

 

Afmæliskveðjur
Björn Ingi Bjarnason

forseti Hrútavinafélagsins Örvars

á Suðurlandi. 


Eftir verðlaunaveitingu Hrútavinafélagsins Örvars á hrútasýningu að Tóftum árið 2001.

F.v.: Steingrímur Pétursson, Hörður Jóelsson, Guðmundur Valur Pétursson,

Einar Jóelsson, Sigurfinnur Bjarkarsson, Sævar Jóelsson, Bjarkar Snorrason

og Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins. Síðan lengst til hægri eru;

Karl Þorgrímsson, Efri-Gegnishólum og Tryggvi Ágústsson frá Brúnastöðum.

 

 

Þegar Hrútavinafélagið Örvar heiðrar þá er heiðrað bæði alþýða og aðrir.

Heiðraðir á 10 ára afmæli Hrútavinafélagsins 2009 voru.  

F.v.:   Kristrún Ósk Kalmannsdóttir, húsmóðir, hagleikskona og umboðsmaður

Morgunblaðsins, Margrét S. Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni,

f.v. oddviti og alþingismaður, Guðrún Kristmannsdóttir húsmóðir og fiskverkakona

í rúma hálfa öld, Ragnhildur Jónsdóttir, húsmóðir og meðhjálpari í Stokkseyrarkirkju,

Grétar Zópaníasson, starfsmaður Árborgar og síðasti sveitarstjóri á Stokkseyri,

Kristján Friðbergsson f.v. forstöðumaður á Kumbaravogi, Sigríður Kolbrún Guðjónsdóttir,

f.v. hjúkrunarforstjóri á Kumbaravogi, Helga Jónasdóttir, húsmóðir og starfskona

við Barnaskólann á Stokkseyri í rúm 30 ár, Theódór Guðjónsson f.v. skólastjóri

Barnaskólans á Stokkseyri um árabil, og séra Úlfar Guðmundsson f.v. sóknarprestur

á Eyrarbakka og Stokkseyri í áratugi.

 

 

Þegar Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi varð 10 ára á árinu 2009 voru heiðraðir

10 af frumkvöðlum og kraftaverkamönnum félagsins. F.v.: Sigurður Sigurðarson

f.v. yfirdýralæknir, Selfossi, Kristinn Jóhann Níelsson, tónlistarkennari og meðlimur

í Hljómsveitinni GRANÍT í Vík í Mýrdal, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, Selfossi,

Siggeir Ingólfsson, yfirstrandvörður Hrútavinafélagsins, Eyrarbakka, Guðni Ágústsson,

f.v. alþingismaður og ráðherrra, heiðursforseti Hrútavinafélagsins, Selfossi,

Björn Harðarson, bóndí í Holti og formaður Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps,

Guðrún Jóna Borgarsdóttir, bóndi að Tóftum, Stokkseyrarhreppi, Sævar Jóelsson,

bóndi í Brautartungu, Stokkseyrarhreppi,  Bjarkar Snorrason, bóndi að Tóftum

(Brattsholti) Stokkseyrarhreppi og guðfaðir Hrútavinafélagsins og Árni Johnsen,

f.v. alþingismaður, Vestmannaeyjum.  

 

 

 

Karlakór Selfoss og Jórukórinn á Selfossi á tónleikum í Menningarverstöðinni

Hólmaröst á Stokkseyri. Hrútavinafélagið Örvar á stóran þátt í því hvernig

Hraðfrystihúsi Stokkseyrar var breytt í Menningarverstöð.

 

 

21. október 2008, á 100 ára afmæli myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar frá Eyrarbakka,

stóð Hrútavinafélagið með fleirum fyrir 100 ljósa blysför að listaverki hans -Krían-

sem stendur í Hraunprýði austan Litla-Hrauns.

 

 

Samkomuhúsið Gimli á Stokkseyri varð 90 ára á árinu 2011. Hrútavinafélagið stóð

fyrir afmælistónleikum þar á Bryggjuhátínni 2011 með Hljómsveitinni GRANÍT frá

Vík í Mýrdal og söngkonunni Hlín Pétursdóttur frá Stokkseyri. F.v.: Hróbjartur Vigfússon,

Sveinn Pálsson, Auðbert Vigfússon, Guðmundur Pétur Guðgeirsson, Hlín Pétursdóttir,

Kristinn J. Níelsson og Bárður Einarsson.

 

 

Stór stund í sögu Hrútavinafélagsins Örvars var þegar forystusauðurinn Gorbachev

frá Brúnastöðum í Flóa var gefinn Forystufjársetrinu að Svalbarði í Þistilfirði haustið

2014. F.v.: Skúli Ragnarsson, Ytra-Álandi, Björn Ingi Bjarnason, forseti Örvars, Tryggvi

Ágústsson, GORBI milli þeirra bræðra, Guðni Ágústsson, heiðursforseti Örvars,

Daníel Hansen, Svalbarði og Hargrét Hauksdóttir.

 

 


Þegar Hrútavinir koma saman þá er gaman. Hér er Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal 70 ára

þann 22. ágúst 2010 og nokkrir Vestfirðingar með afmælisbarninu á Hvolsvelli.

F.v.: Jón Kr. Ólafsson, Magnús Björnsson, Ólafur Helgi Kjartansson, Hafliði Magnússon

og Pétur Bjarnason.

 

 

Hrútavinafélagið Örvar hefur gefið út dægurrit -Séð og jarmað- og er það gríðarlega

vinsælt. Það er í stóru broti á burðarmiklum pappír og plastað þykku plasti.

Upplagið hverju sinni er eitt eintak og staðsett í Skálanum á Stokkseyri fyrir gesti

og gangandi. Síðan  hefur -Séð og jarmað- verið lánað til lestrar víku í senn á: heimili,

fyrirtæki og stofnanir á Suðurlandi. Á myndinni er -Séð og jarmað- að koma í hús til

Guðrúnar Kristmannsdóttur í Brekkholt. Með henni eru; t.v.  Jón Jónsson og t.h.

er Þórður Guðmundsson.    

 

 

Kristján Runólfsson er höfuðskáld Hrútavinafélagsins Örvars. Hér flytur hann ljóð

á samkomu hjá Hrútavinafélaginu í maí 2011. Blessuð sé minning hans.

 

 

Á 10 ár afmæli Hrútavinafélagsins Örvars árið 2009 var farið í fimm daga sögu-

og menningarferð um Vestfirði. Hér eru Hrútavinir við minnisvarðann um

Kollabúðafundina á Kollabúðaeyrum í Þorskafirði  sem haldnir voru á árunum

1849 til 1868. „Að viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita“

er eitt af markmiðum Hrútavinafélagsins Örvars. F.v.: Hlynur Gylfason,

Ásmundur Sigurðsson, Gunnar Marel Friðþjófsson, Einar Loftur Högnason,

Jóhann Páll Helgason, Bjarkar Snorrason, Hafliði Magnússon, Einar Valur Oddsson

og Friðrik Sigurjónsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


 

 

Einn af hápunktum í 20 ára afmælishaldi Hrútavinafélagsins Örvars á síðustu vikum

var heimsókn forseta félagsins, Björn Inga Bjarnasonar, á skrifstofu bæjarstjórans

í Árborg, Gísla Halldórs Halldórssonar. Vel fór á með þeim Vestfirðingunum.

 

 

 

  

Bændablaðið fimmtudagurinn 7. nóvember 2019.

 Skráð af Menningar-Bakki.

   

 

06.11.2019 17:41

Merkir Íslendingar - Ólafur Hannibalsson

 

 

Ólafur Hannibalsson (1935 - 2015).

 

 

Merkir Íslendingar - Ólafur Hannibalsson

 

 

Ólaf­ur Hanni­bals­son fædd­ist á Ísaf­irði 6. nóv­em­ber 1935.

For­eldr­ar hans voru Sól­veig Sig­ríður Ólafs­dótt­ir hús­freyja, f. 1904 á Strand­selj­um í Ögur­sveit, d. 1997, og Hanni­bal Gísli Valdi­mars­son, alþing­ismaður og ráðherra, f. 1903 í Fremri-Arn­ar­dal við Skutuls­fjörð, d. 1991.


 

Ólaf­ur lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Laug­ar­vatni árið 1956 og stundaði nám við há­skól­ann í Delaware í Banda­ríkj­un­um og við hag­fræðihá­skól­ann í Prag í Tékklandi á ár­un­um 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loft­leiðum í New York, var rit­stjóri Frjálsr­ar þjóðar 1964-1970, með árs­hléi 1968 þegar hann vann að haf­rann­sókn­um. Hann var skrif­stofu­stjóri ASÍ 1971-1977. Ólaf­ur var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Vest­fjarðakjör­dæmi 1995-1999.
 

 

Um tíu ára skeið til árs­ins 1987 var Ólaf­ur bóndi í Selár­dal og síðan blaðamaður, rit­höf­und­ur og rit­stjóri. Ásamt Jóni Hjalta­syni og Hjalta Ein­ars­syni skrifaði hann 50 ára sögu Sölu­miðstöðvar hraðfrysti­hús­anna, sem út kom 1997. Hann þýddi Sögu þorsks­ins eft­ir Mark Kurlan­sky og skráði ásamt konu sinni Sól­ar­meg­in, end­ur­minn­ing­ar Her­dís­ar Eg­ils­dótt­ur kenn­ara. Síðustu árin vann Ólaf­ur að Djúp­manna­tali, skrá ábú­enda við Ísa­fjarðar­djúp frá 1801 til 2011 og er ritið komið út.


 

Ólaf­ur lét sig þjóðmál miklu varða, tók virk­an þátt í ýms­um aðgerðum, ritaði ótal grein­ar og hélt út­varps­er­indi um inn­lend og er­lend mál­efni.


 

Eig­in­kona Ólafs er Guðrún Pét­urs­dótt­ir lífeðlis­fræðing­ur, f. 1950. For­eldr­ar henn­ar voru Pét­ur Bene­dikts­s­son, alþing­ismaður og banka­stjóri, og Guðrún Eggerts­dótt­ir Briem. Dæt­ur Ólafs og Guðrún­ar eru Ásdís og Marta. Börn Ólafs með fyrri eig­in­konu sinni, Önnu G. Kristjáns­dótt­ur kenn­ara, f. 1935, eru Hugi, Sól­veig og Krist­ín.
Skráð af Menningar-Bakki.

03.11.2019 09:46

Sviðaveisla Björns Hilmarssonar og félaga

 

 

 

 

Sviðaveisla Björns Hilmarssonar og félaga

 

 

Sviðaveisla Björns Hilmarssonar og félaga var haldin að Stað á Eyrarbakka í gærkvöldi,  2. nóv. 2019.

 

Fjölmenni var í sviðaveislunni eins og sjá má á myndum sem Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi færði til filmu.

 

Á þessari slóð eru 32 myndir:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/292474/


 

Nokkrar myndir hér:

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Bakki.

02.11.2019 09:09

"Áfram um að gera umhverfið hér á landi betra"

 

 

 

"Áfram um að gera umhverfið hér á landi betra“

 

 Yfirlitssýning um Guðjón Samúelsson opnuð í Hafnarborg 

 

 

Yfirlitssýningin  Eyrbekkingsins Guðjón Samúelsson  húsameistari verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag, laugardaginn 2. nóvember 2019 kl. 17, í tilefni þess að öld er liðin frá því að Guðjón lauk háskólaprófi í byggingarlist árið 1919 og var í framhaldinu skipaður húsameistari ríkisins árið 1920. „Það er ekki hægt að ala upp góða menn nema í fallegu umhverfi,“ er haft eftir Guðjóni á boðskorti sýningarinnar. Aðspurð segir Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og sýningarstjóri ásamt Pétri H. Ármannssyni arkitekt, sýningartextana að stærstum hluta byggjast á frásögn Guðjóns sjálfs um eigin byggingar.

 

„Á sýningunni er lögð áhersla á sýn Guðjóns sjálfs á eigin verk, stílþróun í byggingarlist hans og líklega áhrifavalda. Þar verða til sýnis teikningar, ljósmyndir og líkön af byggingum Guðjóns, ásamt ýmsum tillögum sem ekki urðu að veruleika,“ segir Ágústa og bendir á að sýningin sé unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands sem veittu ómetanlegt aðgengi að safnkosti sínum. 

 

Spurð um tilurð sýningarinnar rifjar Ágústa upp að Pétur hafi um margra ára skeið rannsakað Guðjón. „Fyrir fjórum árum ákváðum við Pétur að um það bil þegar rannsókn hans væri tilbúin til útgáfu í bókarformi myndum við gera saman sýningu á verkum Guðjóns,“ segir Ágústa og bendir á að bók Péturs sé væntanleg á næsta ári, en sýningin stendur til 12. janúar 2020.

 

„Guðjón starfaði hérlendis sem arkitekt frá því rétt fyrir 1920 og fram til 1950. Lengst af gegndi hann embætti húsameistara ríkisins og var sem slíkur mjög mikilvirkur í því að teikna allar helstu byggingar landsins sem hið nýfullvalda ríki og síðan nýstofnaða lýðveldi þurfti á að halda til að staðfesta stöðu sína sem þjóð meðal þjóða,“ segir Ágústa, en meðal bygginga sem Guðjón teiknaði eru Þjóðleikhúsið, aðalbyggingar Háskóla Íslands og Landspítalans, Hallgrímskirkja, Flensborg, verkamannabústaðirnir við Hringbraut og apótekið við Strandgötu í Hafnarfirði, sem í dag er einkennandi hluti af sýningarrými Hafnarborgar.

 

„Guðjón var mjög áfram um það að reyna að gera umhverfið hér á landi betra, en umhverfið sem hann kom inn í þegar hann var að stíga sín fyrstu skref var Reykjavík strax í kjölfar Reykjavíkurbrunans þar sem miðbærinn var að stórum hluta í rúst. Hans beið því mikið og stórt hlutverk,“ segir Ágústa og bendir á að Guðjón hafi verið frumkvöðull á mörgum sviðum og átt veigamikinn þátt í nútímavæðingu íslensks samfélags.

 

„Opinber staða Guðjóns gaf honum einstakt tækifæri til áhrifa á byggingar- og skipulagsmál heillar þjóðar sem fáum arkitektum hefur hlotnast fyrr né síðar,“ segir Ágústa sem verður með sýningarstjóraspjall á morgun, sunnudaginn 3. nóvember 2019 kl. 14, en Pétur leiðir slíkt spjall 24. nóvember kl. 14.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 2. nóvember 2019.

 

 
Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson  (1887 - 1950)

 

 Eyrarbakkaaustrið 2. nóvember 2019. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki.

 

02.11.2019 07:49

D-listinn í Árborg - Hádegisfundur 2. nóv. 2019

 

 

Ásmundur Friðriksson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

 - D-listinn í Árborg  -

 

Hádegisfundur 2. nóv. 2019

 

 

Hádegisfundur verður haldinn í sal Tryggvaskála á Selfossi í dag,  laugardaginn 2. nóvember 2019 kl. 11:30.


Ásmundur Friðriksson alþingismaður ræðir stjórnmálin.
 

Súpa dagsins fyrir fundarmenn gegn vægu gjaldi.
 

 

Allir velkomnir.
 

 

Sjálfstæðisfélagið Óðinn


 

 
 

Eyrarbakkaaustrið 2. nóvember 2019.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 Skráð af Menningar-Bakki.

31.10.2019 22:02

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 

 

Einar Benediktsson (1865 - 1940).

 

 

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 

 

Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður, fæddist að Elliðavatni 31. október 1865.

 

Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður, og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir og var húsmóðir. Einar gekk í Lærða skólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist árið 1884. Því næst nam hann lögfræði og útskrifaðist úr Hafnarháskóla 1892.

 

Einar var athafnasamur maður alla tíð. Stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn. Hann átti þátt í að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1906 og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð.

 

Á árunum 1907-21 ferðaðist Einar mikið erlendis, meðal annars til Noregs, Skotlands og Danmerkur auk þess að eyða sjö árum í London. Hann sneri endanlega aftur heim til Íslands árið 1921 og bjó í Reykjavík næstu árin, þó svo að hann hafi oft verið langdvölum erlendis, meðal annars í Þýskalandi, á Spáni og í Norður-Afríku. Þá lét hann fara fram rannsóknir á námum í Miðdal, til þess að skoða möguleikana á málmvinnslu og sementsframleiðslu. Síðustu átta árum ævi sinnar eyddi Einar í Herdísarvík í Selvogi í Árnessýslu.

 

Um Einar varð snemma til fjöldi sagna, um stórlyndi hans, höfðingsskap og tröllaukna drauma um stóriðju og verksmiðjuframkvæmdir. Ljóð hans eru þess eðlis að aðdáendur hans nánast dýrkuðu hann og töluðu þá gjarnan um Skáldið með stóru essi. Þórbergur Þórðarson var á tímabili ritari hans og undir miklum áhrifum frá honum og til eru sagnir af fundum hans með ungum skáldum, s.s. Tómasi Guðmundssyni, Halldóri Laxness og Steini Steinarr. Ýmsir hafa skrifað um Einar en ítarleg og stórskemmtileg ævisaga hans, eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing, kom út í þremur bindum á árunum 1997-2000.

Einar lést 21. janúar 1940 í Herdísarvík og var jarðsettur, fyrstur Íslendinga, í heiðursgrafreit á Þingvöllum.Skráð af Menningar-Bakki.