Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.02.2018 14:20

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

 

 

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

 

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.

 

Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:


• Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi


• Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi


• Að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðni aukandi verkefni á Suðurlandi

 

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480 8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn www.sass.is .

 

Athugið að umsækjandi þarf að skrá sig inn á umsóknarformið með íslykli. Íslykil má sækja um á slóðinni: https://innskraning.island.is/?panta=1


Starfandi fyrirtæki eru sérstaklega hvött til að sækja um í nýsköpunarverkefni.


Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna hér

 

Tekið er við umsóknum til 13. mars 2018 kl. 12.00Skráð af Menningar-Staður

24.02.2018 11:27

Samfylkingin í Árborg velur á framboðslista

 

 

 

Samfylkingin í Árborg velur á framboðslista

 

Félagsfundur Samfylkingarinnar í Árborg ákvað í síðustu viku að hefja vinnu við uppstillingu á framboðlista félagsins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg í vor.

 

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér á lista flokksins eða hafa ábendingar um mögulega frambjóðendur eru beðnir og hvattir til að senda tölvupóst á netfangið: fjallafia@gmail.com.

 


Skráð af Menningar-Staður

 

24.02.2018 11:09

24. febrúar 1924 - Stytta af Ingólfi gefin landi og þjóð

 

 

 

- 24. febrúar 1924 -

 

Stytta af Ingólfi gefin landi og þjóð

 

Stytta af landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni var afhjúpuð á Arnarhóli í Reykjavík þennan mánaðardag árið 1924 að viðstöddu miklu fjölmenni.

 

Í fréttum frá þeim tíma er reyndar talað um líkneski en ekki styttu eins og nú tíðkast. Líkneskið var gert af Einari Jónssyni myndhöggvara en hann var ekki viðstaddur vígslu þess því hann var á ferð í útlöndum.

 

Það var Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sem kostaði gerð listaverksins og gaf það landi og þjóð. Formaður félagsins, Jón Halldórsson trésmíðameistari frá Vöðlum í Önundarfirði, afhenti landsstjórninni verkið við afhjúpun og Sigurður Eggerz forsætisráðherra þakkaði fyrir gjöfina.


 

Skráð af Menningar-Staður 

 

 

24.02.2018 08:36

Viðreisn stofnar félag í Árnessýslu

 


Ingunn Guðmundsdóttir.
 

 

Viðreisn stofnar félag í Árnessýslu

 

Félagið Viðreisn Árnessýslu var stofnað í Tryggvaskála þann 15. febrúar síðastliðinn. Tilgangur þess er að halda uppi félagsstarfi stjórnmálasamtakanna Viðreisnar í Árnessýslu í samræmi við stefnu flokksins og annast framboð Viðreisnar í sveitastjórnarkosningum á starfssvæðinu.

 

Á fundinum var gengið frá starfs- og skipulagsreglum félagsins og kosinn formaður og stjórn. Formaður er Ingunn Guðmundsdóttir, aðrir í stjórn eru Hrafnhildur Árnadóttir Þorlákshöfn, Jóna Sólveig Elínardóttir Selfossi, Sigurjón Vídalín Guðmundsson Selfossi og Skúli Kristinn Skúlason Þorlákshöfn. Varamenn stjórnar eru Axel Sigurðsson Selfossi og Sigurður Steinar Ágústsson Þorlákshöfn.

 

Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður var gestur á fundinum og sagði frá starfi Viðreisnar á sveitarstjórnarstigi en víða um land er verið að huga að framboðum. Líflegar umræður urðu um sveitarstjórnarmál og kom fram mikill áhugi fundarmanna á að bjóða fram undir merkjum Viðreisnar. Eftirfarandi ályktun var samþykkt í lok fundar:

 

„Sveitarstjórnir og önnur stjórnvöld þurfa að stuðla að góðum stjórnarháttum með gegnsæi og gott siðferði að leiðarljósi. Málefnaleg og opin umræða er nauðsynleg til að hægt sé að taka réttar ákvarðanir.

Almannahagsmunir eiga alltaf að ganga framar sérhagsmunum við stefnumörkun, fjárútlát af almannafé og alla ákvarðanatöku sveitarstjórna.

 

Það er hagur einstaklinga, heimila og fyrirtækja að jafnræðis sé gætt við úthlutun þjónustu, fjármuna, starfa eða verkefna hjá sveitarfélögum.

 

Jafnrétti og frjálslyndi stuðlar að aukinni velmegun og tryggir einstaklingum tækifæri til að nýta hæfileika sína og krafta til fulls.“

 

Framundan eru skemmtilegir og annasamir tímar í pólitíkinni, þeir sem hafa hug á að taka þátt í starfi Viðreisnar geta gerst félagar með því að skrá sig á vidreisn.is og við höfum samband.

 

Eins og alltaf á fjögurra ára fresti munu kjósendur ákveða hverja þeir vilja ráða til starfa við að reka sveitarfélögin í landinu. Viðreisnarfélagar munu blanda sér í þá umræðu og bjóða sig fram til starfa undir leiðarljósinu ,,almannahagsmunir framar sérhagsmunum“.

 

 

Ingunn Guðmundsdóttir formaður Viðreisnar Árnessýslu.

 

 
Skráð af Menningar-Staður

 

 

21.02.2018 23:28

Aðalfundur Flóaáveitufélagsins

 

 

Guðmundur Stefánsson í pontu.   Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Aðalfundur Flóaáveitufélagsins
 


Aðalfundur Flóaáveitufélagsins var haldinn í Félagslundi í kvöld, miðvikudagskvöldið 21. febrúar 2018 - og drukkið 100 ára afmæliskaffi félagsins.

 

Þann 8. febrúar 1918 var Flóaáveitufélagið stofnað í Fjölni á Eyrabakka.

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvar var á staðnum í Félagslundi eins og vera ber. 

 

Meira síðar. 
 


F.v.: Þórður Grétar Árnason, Hannes Sigurðsson, Kristján Runólfsson

og Björn Harðarson.

.


F.v.: Grétar Sigurjónsson, Már Ólafsson, Björn Harðarson

og Guðmundur Stefánsson.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður.

21.02.2018 19:29

Framboð Pírata í Árborg

 

 

 

               Framboð Pírata í Árborg
 


Skráð af Menningar-Staður

21.02.2018 06:40

TAKA VIÐ ÞINGEYRARVEFNUM

 

 

Arnar Sigurðsson og Arnhildur Lilý Karlsdóttir.

 

TAKA VIÐ ÞINGEYRARVEFNUM

 

Þeir Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason hafa látið af störfum sem umsjónarmenn Þingeyrarvefjarins, en þeir ritstýrðu vefnum um langt árabil. 

Þingeyrarvefurinn hefur um langa hríð verið fróðleg og skemmtileg fréttaveita um málefni Dýrafjarðar í víðum skilningi.

 

Forsvarsfólk Blábankans á Þingeyri, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Arnar Sigurðsson, hafa tekið við stjórnartaumunum á Þingeyrarvefnum.

 

Blábankinn er þjónustu- og nýsköpunarmiðstöð sem tók til starfa síðastliðið haust og hefur eftir fremsta megni stuðlað að bættri þjónustu við íbúa Þingeyrar auk þess að bjóða vinnuaðstöðu fyrir aðila í nýsköpun og skapandi greinum.

 


F.v.: Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason.

Myndin er tekin sl. sumar í Simbahöllinni á Þingeyri á ársfundi Vestfirska forlagsins

þar sem m.a. var rætt um Þingeyrarvefinn.

Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason hafa séð um Þingeyrarvefinn í rúm

fjögur ár í nafni Vestfirska forlagsins á Þingeyri.Skráð af Menningar-Staður.

 

 

20.02.2018 20:36

Framsókn kallar á fólk í framboð

 

 

 

     Framsókn kallar á fólk í framboð
Skráð af Menningar-Staður

20.02.2018 20:22

Miðflokkurinn býður fram á Suðurlandi

 

 

 

Miðflokkurinn býður fram á Suðurlandi

 

Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis (MFS) hefur tekið ákvörðun um að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum sem haldnar verða laugardaginn 26. maí nk. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn félagsins sendi frá sér 18. febrúar sl.

 

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér á framboðslista flokksins í sínu sveitarfélagi geta sent eftirfarandi upplýsingar á sudur@midflokkurinn.is: nafn, heimilisfang, starfsheiti, símanúmer og netfang ásamt því sæti sem óskað er eftir. Lokafrestur til að skila inn framboðum er kl. 12:00, laugardaginn 3. mars nk.

 

Undir tilkynninguna rita fyrir hönd Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, Einar G. Harðarson formaður (s. 662 5599) og Sigrún Gísladóttir Bates varaformaður (896 4509).

 

 

Einar G. Harðarson.Skráð af Menningar-Staður

20.02.2018 06:58

Merkir Íslendingar - Guðlaugur Pálsson

 


Guðlaugur Pálsson (1896 - 1993).
 

 

Merkir Íslendingar - Guðlaugur Pálsson

 

Guðlaug­ur Páls­son fædd­ist á Blönduósi 20. febrúar 1896, son­ur Páls Hall­dórs­son­ar skósmiðs og Jó­hönnu Ing­ólfs­dótt­ur.

 

Jó­hanna var norðlensk en faðir hans var aust­firsk­ur í föðurætt, en að móðerni af Rauðnefsstaðakyni á Rangár­völl­um. Páll fór til Eng­lands og stundaði þar sína iðn í ára­tugi, gift­ist þarlendri konu, en flutti svo að henni lát­inni heim til Íslands.

 

Eig­in­kona Guðlaugs var Ingi­björg Jón­as­dótt­ir, sem lést 1984. Þau hjón­in eignuðust sjö börn og áttu eina upp­eld­is­dótt­ur.

 

Guðlaug­ur flutti tveggja ára til Eyr­ar­bakka og ólst þar upp hjá ömmu sinni, Ing­veldi Þorgils­dótt­ur, og föður­syst­ur, Þor­gerði Hall­dórs­dótt­ur.

 

Guðlaug­ur lærði skó­smíði.

 

Hann starfaði við mjólk­ur­flutn­inga frá Eng­ey á ár­un­um 1911-13 og var næsta sum­ar á síld á Sigluf­irði en vann við skó­smíðar á vetr­um. Hann fór til Sig­urðar Guðmunds­son­ar, kaup­manns og póst­meist­ara á Eyr­ar­bakka, og starfaði hjá hon­um í tvö ár en að þeim tíma liðnum leigði Guðlaug­ur versl­un­ar­plássið af Sig­urði og keypti af hon­um vöru­birgðirn­ar. Fyrstu tvö árin verslaði hann við Búðar­stíg en keypti þá versl­un­ar­plássið þar sem hann verslaði síðan til dán­ar­dags.

 

Guðlaug­ur hóf rekst­ur sinn­ar eig­in versl­un­ar 4.12. 1917, þá 21 árs að aldri, og rak hana til dán­ar­dags, eða í rúm 76 ár, leng­ur en nokk­ur ann­ar kaupmaður í ver­öld­inni, sam­kvæmt heims­meta­bók Guinn­ess.

 

Síðustu 10-15 árin sem Guðlaug­ur sinnti versl­un­ar­rekstri sín­um, birt­ust oft viðtöl við hann í fjöl­miðlum vegna hans óvenju­langa versl­un­ar­rekst­urs. En hann var ætíð hóg­værðin upp­máluð og lét sér fátt um finn­ast.

 

Guðlaug­ur var sæmd­ur fálka­orðunni 1985, gerður að heiðurs­fé­laga Kaup­manna­fé­lags Suður­lands 1991 og hlaut auk þess viður­kenn­ing­ar fyr­ir versl­un­ar­störf..

 

Guðlaug­ur lést 16. desember 1993.

 

Morgunblaðið
 

 

Guðlaugur sést hér árið 1992 við afgreiðsluborðið í búðinni þar sem

hann stóð vaktina í 76 ár.

Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur

 Skráð af Menningar-Staður