Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.05.2019 17:23

FÉLAG UM FANGELSISMINJASAFN - Stofnfundur

 

 

 

 

FÉLAG UM FANGELSISMINJASAFN - Stofnfundur

 

 

Miðvikudaginn 8. maí 2019 kl. 20.00 verður haldinn stofnfundur í

Húsinu á Eyrarbakka um Fangelsisminjasafn Íslands.
 


Allt áhugafólk um málefnið velkomið.

 

Undirbúningsnefndin
Skráð af Menningar-Staður

05.05.2019 10:06

Æfing 50 ára - Lokadagstónleikar í Bæjarbíói

 

 

Hljómsveitin Æfing.

F.v.: Jón Ingiberg Guðmundsson, Siggi Björns, Árni Benediktsson, Ásbjörn Björgvinsson

og Halldór Gunnar Pálsson.

 

 

 

Æfing 50 ára -

 

Lokadagstónleikar í Bæjarbíói

 

 

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri fagnar 50 ára afmæli með lokadagstónleikum í Bæjarbíói Hafnarfirði laugardaginn 11. maí n.k. kl. 20:30.

 

Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri kom fram í fyrsta sinn á fundi Verkalýðsfélagsins Skjaldar í Samkomuhúsinu á Flateyri. Í hljómsveitinni voru: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson.

 

Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.

 

Seinna tímabilið er frá 1990 og þá bæði á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík kom að með einum eða öðrum hætti og við önnur sérstök tækifæri, s.s. afmæli, brúðkaup og útgáfutónleika.

 

Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið; Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigurður Björnsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Gunnar Pálsson, Önundur Hafsteinn Pálsson auk Óskars Þormarssonar og Magnúsar Magnússonar.

 

Árið 2013 ákváðu félagarnir í Æfingu að taka upp disk sem fékk nafnið: Æfing - fyrstu 45 árin. Meðal laga á þessum diski Æfingar eru: "Fínn kall kellingin hans", "Kem eftir rétt strax", "Allabúð", "Púki að Vestan" og "Heima er best"

 

Meðlimir Æfingar á þessum tímamótatónleikum eru:

Árni Benediktsson - gítar – söngur,

Sigurður Björnsson (Siggi Björns) - gítar – söngur,

Ásbjörn Björgvinsson - bassi – söngur,

Jón Ingiberg Guðmundsson - gítar – söngur,

Halldór Gunnar Pálsson - gítar – söngur

og Óskar Þormarsson – trommur.Þess má geta sérstaklega að hljómsveitarstjóri Æfingar, Árni Benediktsson, hefur búið á Selfossi í tuttugu og fimm ár og hefur hljómsveitarstarfinu þann tíma verið stýrt héðan úr Flóanum með góðum mannlífs- og menningarlegum árangri.Miðasala á www.midi.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

04.05.2019 09:49

4. maí 1880 - Útför Jóns Sig­urðsson­ar for­seta og Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur konu hans

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879) og Ingibjörg Einarsdóttir (1804 - 1879).

 

 

4. maí 1880 -

Útför Jóns Sig­urðsson­ar for­seta og

Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur konu hans

 

 

Þann 4.  maí 1880 for fram útför Jóns Sig­urðsson­ar for­seta og Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur konu hans fór fram í Reykja­vík með mik­illi viðhöfn og að viðstöddu fjöl­menni. Þau lét­ust í Kaup­manna­höfn í des­em­ber 1879.Á silf­ur­skildi á kistu Jóns stóð: „Óska­barn Íslands, sómi þess, sverð og skjöld­ur.“

 

 

Morgunblaðið  - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

 

Frá útför Jón og Ingibjargar í Reykjavík þann 4. maí 1880.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

03.05.2019 06:18

Vibeke Nørgaard Nielsen hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2019

 

 

Vibeke Nørgaard Nielsen tekur við Verðlaunum Jóns Sigurðssonar úr hendi

Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.

 

 

Vibeke Nørgaard Nielsen

 

hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2019

 

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, 25. apríl 2019, á sumardaginn fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.

Aðalræðumaður að þessu sinni var Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. 

Ræðu Helga má lesa hér. 

 

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2019 féllu í hlut Vibeke Nørgaard Nielsen, rithöfundar og fyrrverandi kennara. Framlag Vibeke við kynningu á Íslandi og íslenskri menningu í Danmörku með sýningum, kynningum og fyrirlestrum um Ísland um langt árabil er ómetanlegt. Einnig hefur hún skipulagt fjölmargar Íslandsferðir fyrir Dani. Þá er bók hennar um Íslandsferðir danska listmálarans Johannesar Larsens, Listamaður á söguslóðum, sem út kom í Danmörku 2004, og í íslenskri þýðingu 2015, mikilvægt framlag til menningartengsla landanna.

 

 

Eftirfarandi hafa áður hlotið verðlaun Jóns Sigurðssonar: 

 •  2018 Tryggvi Ólafsson 
 •  2017 Annette Lassen 
 • 2016 Dansk - Islandsk Samfund 
 • 2015 Sigríður Eyþórsdóttir 
 • 2014 Bertel Haarder 
 • 2013 Erling Blöndal Bengtsson 
 • 2012 Dr. phil. Pétur M. Jónasson 
 • 2011 Frú Vigdís Finnbogadóttir 
 • 2010 Søren Langvad 
 • 2009 Erik Skyum - Nielsen 
 • 2008 Guðjón Friðriksson 
 •  
 

Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jón Sigurðssonar (1811 - 1879). Ljósm.: BIB

.

 

.

.

 

 Skráð af Menningar-Staður

 

 

02.05.2019 17:15

Tímamót á Menningar-Stað

 

 
 

 

Tímamót á Menningar-Stað

 

 

Merkileg tímamót voru rétt í þessu, 2. maí 2019,  á vefnum  "Menningar-Staður"  þegar flettingar á vefnum náðu fjöldanum 3.000.000, þrjár milljónir.Einnig gerðist það nú rétt fyrir mánaðamótin að gestafjöldi sem skoðað hefur vefinn  "Menningar-Staður"  náði 300.000, þrjúhundruð þúsund gestir.Þökkum þessa frábæru tryggð við vefinn Menningar-Staður.

 
Skráð af Menningar-Staður

02.05.2019 06:02

Marteinn og Gunnar fengu menningarviðurkenningu Árborgar

 

 
 

Arna Ír, Gunnar, Marteinn og Guðbjörg við afhendingu viðurkenningarinnar.

Ljósmynd/Árborg

 

 

Marteinn og Gunnar

 

fengu menningarviðurkenningu Árborgar

 

 

Bræðurnir Marteinn og Gunnar Sigurgeirssynir hlutu menningarviðurkenningu Sveitarfélagsins Árborgar árið 2019 en viðurkenningin var afhent á opnunarhátíð Vors í Árborg á sumardaginn fyrsta.

 

Marteinn og Gunnar hafa í gegnum tíðina verið duglegir við að taka þátt í skipulagningu menningarviðurða, taka upp hreyfimyndefni af fjölbreyttum viðburðum í samfélaginu og viðtöl við einstaklinga á svæðinu sem varðveita stóran hluta af sögu svæðisins. Viðurkenninguna fá þeir fyrir framlag sitt til menningar og varðveislu söguminja á svæðinu.

 

Báðir hafa þeir um langt skeið komið að kvikmyndagerð og ljósmyndun og liggur m.a. eftir þá fjöldi heimildarmynda sem teng­ist bernsku- og uppvaxtarslóðum þeirra á Selfossi.


Marteinn er kenn­ari að mennt og hefur stærstan hluta ævi sinnar unnið við einhverskonar kennslu og miðlun ásamt gerð heimild­ar­mynda.
Gunnar rak Ljósmyndastofu Suðurlands/Filmverk í 20 ár eða fram til ársins 2009. Hann mynd­að m.a. mannlíf og ýmsa viðburði er tengjast sögu Sel­foss. Einnig safnaði hann þús­und­um ljós­mynda fyrir Héraðs­skjalasafn Árnes­inga

 

Það voru þær Guðbjörg Jónsdóttir, formaður Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar og Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, sem afhentu Marteini og Gunnari viðurkenninguna.
Skráð af Menningar-Staður

26.04.2019 20:17

Ómar Vignir tekinn inn í heiðurshöllina

 

 

Ómar Vignir Helgasonásamt börnum sínum og Þóri Haraldssyni, formanni

handknattleiksdeildar við heiðrunina.  Ljósmynd: Umf. Selfoss/HH

 

 

Ómar Vignir tekinn inn í heiðurshöllina

 

 

Ómar Vignir Helgason var tekinn inn í heiðurshöll handknattleiksdeildar Selfoss í hálfleik í leik Selfoss og ÍR síðastliðinn laugardag.

 

Til þess að komast inn í heiðurshöll Selfoss þurfa leikmenn að hafa leikið með félaginu í 10 ár. Ómar Vignir, hið alræmda varnartröll frá Eyrarbakka, lék 221 leik á árunum 1999-2015 og skoraði í þeim 141 mark. Hann er næst leikjahæsti leikmaður Selfoss frá upphafi.

 

Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildarinnar, þakkaði Ómari framlag hans til liðsins í gegnum árin og að því loknu var afhjúpað skilti í Hleðsluhöllinni, Ómari til heiðurs.

 

 

.

.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

25.04.2019 07:34

Vor í Árborg 2019


 

Geðilegt sumar

 

 

 

 

 

Vor í Árborg 2019

 

 

Bæjar- og menningarhátíðin Vor í Árborg verður í gangi næstu daga

í Sveitarfélaginu Árborg með fjölbreyttu úrvali viðburða.

Hátíðin hefst í dag, á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl 2019. 

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

22.04.2019 09:42

Sumarsýning Elfars Guðna

 

 

 

 

Sumarsýning Elfars Guðna

 

 

Listmálarinn Elfar Guðni Þórðarson opnaði „sumarsýningu“ að Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri á skírdag, fimmtudaginn 18. apríl 2019 kl. 14:00.

 

Fjöldi gesta hefur komið á sýninguna fyrstu dagana. Opið verður alla páskadagana kl. 14:00 – 18:00.

 

Síðan verður opið allar helgar (föstu- laugar- og sunnudaga) og aðara helgidaga fram að sjómannadeginum 2. júní 2019.


 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.

21.04.2019 08:18

Í dag er páskadagur. Gleðilega hátíð

 

 

 

 

 Í dag er páskadagur - Gleðilega hátíð

 

 

Myndin við guðspjall páskdags er eftir ítalska málarann Giovanni Bellini (1430-1516). Hún var máluð 1475-1479 fyrir Marino Zorzi kapelluna í Feneyjum. Nú er hún í eigu þýsks listasafns í Berlín – eða frá 1903.

 

Bellini var sonur listmálara og margir slíkir í hans ætt. Trúarlegar myndir voru helsta viðfangsefni hans alla ævi.

 

Kristur er upprisinn, þrjár konur nálgast gröfina, sú hvítklædda er María Magdalena. Tveir hermenn eru furðu lostnir en sá þriðji sefur enn. Einn þeirra er hálfnakinn og gæti verið tákn um endalok hins heiðna heims og upphaf kristni. - Stærð verksins 1.48x1.28, olíuverk.

 

Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. Þá varð landskjálfti mikill því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir. 
En engillinn mælti við konurnar: „Þið skuluð eigi óttast. Ég veit að þið leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: Hann er upp risinn frá dauðum, hann fer á undan ykkur til Galíleu. Þar munuð þið sjá hann. Þetta hef ég sagt ykkur.“ 
Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin. 


Allt í einu kemur Jesús á móti þeim og segir: „Heilar þið!“ En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. Þá segir Jesús við þær: „Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum og systrum[ að halda til Galíleu. Þar munu þau sjá mig.“


-Matteusargðspjall 28.1-10. Í dag er páskadagur. Gleðilega hátíð!
 


Séra Hreinn Hákonarson,

fangaprestur Þjóðkirkjunnar,

skrifar.

 

 

 

Séra Hreinn Hákonarson. Ljósm.: BIB

 Skráð af Menningar-Staður.