Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.06.2019 09:05

29. júní 1980 - Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna

 

 

Vigdís Finnbogadóttir.

 

 

29. júní 1980 -

 

Vigdís Finnbogadóttir forseti fyrst kvenna

 

 

Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna, á þessum degi árið 1980. Hún varð um leið fyrsta konan í heiminum til að verða lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi.

 

Mótframbjóðendur Vigdísar í kosningunum voru þeir Guðlaugur Þorvaldsson, Albert Guðmundsson og Pétur J. Thorsteinsson.

 

Svo fór að lokum að Vigdís hlaut 33,8 prósent atkvæða, rétt meira en Guðlaugur sem hlaut 32,3%. Á þeim munaði rétt tæpum tvö þúsund atkvæðum í heildina. Albert og Pétur komu nokkru á eftir. Albert hlaut 19,8 prósent atkvæða og Pétur 14,1.

 

Vigdís var fjórði forseti Íslands og gegndi hún embætti allt þar til 1996 þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við. Sama ár var henni

veittur stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslensku þjóðarinnar.

 

Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands var tekin í mars síðastliðnum. Byggingin mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu í Reykjavík.


 

 

Vigdís Finnbogadóttir.
Skráð af Menningar-Bakki.

28.06.2019 06:45

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

 

Hjörtur Hjálmarsson (1905 - 1993). Ljósm.: BIB

 

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

 

28. júní 2019 - 114 ár frá fæðingu Hjartar Hjálmarssonar


Hundrað og fjórtán ár eru í dag frá fæðingu Hjartar Hjálmarssonar fyrrum skólastjóra og sparisjóðsstjóra á Flateyri.


Hann fæddist á Þorljótsstöðum í Skagafirði 28. júní 1905. Hann lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 17. nóvember 1993 á 89. aldursári.

 
Árið 1931 fluttist Hjörtur til Flateyrar og gerðist kennari við barnaskólann, fyrst sem almennur kennari. Árið 1959 tók hann við skólastjórn og gegndi því starfi til ársins 1970. Hann kvæntist Aðalheiði Rögnu Sveinsdóttur, dóttur Sveins Gunnlaugssonar þáverandi skólastjóra á Flateyri og Sigríðar Benediktsdóttur. Hjörtur og Ragna eignuðust tvo syni, þá Emil Ragnar kennara og skólastjóra og Grétar Snæ starfsmannastjóra.

Ragna var lengi kirkjuorganisti og söngkennari á Flateyri. Hjörtur var oddviti Flateyrarhrepps á árunum 1938 til 1946, hreppstjóri var hann frá 1948 til 1972 og sat í sýslunefnd árin 1942 til 1972. Hann sat í stjórn og var stjórnarformaður Kaupfélags Önfirðinga frá 1944 til 1973. Hjörtur var síðasti heiðursborgari Flateyrarhrepps.

Auk þess var Hjörtur, samhliða kennslu og skólastjórn, forystumaður í vel flestum félögum og samtökum á Flateyri um áratuga skeið og hafði þannig mjög mótandi áhrif á allt mannlíf á staðnum um langt árabil.Skráð af Menningar-Bakki

26.06.2019 18:05

Hraunteigsstígur á Eyrarbakka

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Hraunteigsstígur á Eyrarbakka

 

 

ÚTBOÐ

 

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í :

„Frágangur og malbikun 2019“

 

Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti þar sem það á við á göngustígum í Árborg.


D:

Hraunteigsstígur, Eyrarbakka:

Verktaki skal grafa óburðarhæf jarðlög upp úr stíg, leggja út styrktarlag, burðarlag og að lokum malbika stíg, malbiksbreidd 2,5 m á aðalstíg og tengistígum 2,0 m.
 
Skráð af Menningar-Bakki

 

 

26.06.2019 17:58

Strandstígur -klárað að malbika

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Strandstígur -klárað að malbika-

 

 

ÚTBOÐ

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í :

„Frágangur og malbikun 2019“

 

Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti þar sem það á við á göngustígum í Árborg.

 

A:

 

Strandstígur:

Verktaki skal malbika stíg frá Hraunsá – að stígsenda við Eyrarbakka. Búið er að leggja út burðarlag í stíg. Verktaki skal því jafna og þjappa burðarlag, bæta burðarlagi í ef vantar og því næst malbika stíg. Um er að ræða malbiksbreidd upp á 2,5 m.

 

 

Skráð af Menningar-Bakki

26.06.2019 06:40

26. júní 1 9 6 8 - Guðni Jóhannesson fæddist

 

Image result for guðni th. jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson og frú Elíza Reid.

 

 

26. júní 1 9 6 8 - Guðni Jóhannesson fæddist

 

 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fæddist í Reykjavík 26. júní árið 1968 og er því 51 ára í dag. 

Hann er sonur hjónanna Margrétar Thorlacius, kennara og blaðamanns, og Jóhannesar Sæmundssonar, íþróttakennara og landsliðsþjálfara, sem lést árið 1983. Guðni ólst upp í Garðabæ og á tvo bræður, Patrek, íþróttafræðing og handboltaþjálfara, og Jóhannes kerfisfræðing. Á vef embættis forseta Íslands kemur fram að Guðni útskrifaðist árið 1987 með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. 

Hann stundaði nám í sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan með BAgráðu árið 1991. 

Eftir það lærði hann þýsku við háskólann í Bonn í Þýskalandi. 

Hann nam rússnesku á árunum 1993-1994 við Háskóla Íslands. Guðni útskrifaðist með meistaragráðu í sagnfræði frá HÍ árið 1997. 

Hann nam sagnfræði á árunum 1998-1999 við Oxfordháskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan árið 1999 með MSt-gráðu í sögu.

Árið 2003 lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá Queen Mary, University of London. 

Um starfsferil Guðna segir á vef forsetaembættisins að árin 2013-2016 var Guðni kennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, lektor, dósent og síðast prófessor. 

Áður var hann lektor við Háskólann í Reykjavík og stundakennari við Háskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og University of London. 

Jafnframt vann hann um árabil við afleysingar á fréttastofu Ríkisútvarpsins.

 

Guðni er kvæntur Elizu Reid og kynntust þau á námsárum sínum við Oxford-háskóla á Englandi. 

Eliza er frá Kanada og lauk prófgráðum í nútímasögu í Oxford og í alþjóðasamskiptum við Torontoháskóla. Guðni og Eliza hafa verið búsett hérlendis frá árinu 2003. 

Börn þeirra eru:

Duncan Tindur (f. 2007), Donald Gunnar (f. 2009), Sæþór Peter (f. 2011) og Edda Margrét (f. 2013). 

Guðni á dótturina Rut (f. 1994) með fyrri eiginkonu sinni, Elínu Haraldsdóttur, viðskiptafræðingi og listakonu.


Skráð af Menningar-Bakki.

25.06.2019 20:32

Tímamót hjá Fánasetri Suðurlands

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Tímamót hjá Fánasetri Suðurlands

 

 

Merk tímamót voru hjá fánasdetri Suðurlands á Eyrarbakka í dag, þriðjudaginn 25. júní 2019, þegar flaggað var þjóðfána Kúbu.

 

Tilkynnist þetta hér með vegna fjölda fyrirspurna.

 

 

Mynd frá Björn Ingi Bjarnason.

 
Skráð af Menningar-Bakki
 

24.06.2019 18:22

24. júní 1000 - Kristnitakan

 

 
Þingvellir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

 

24. júní 1000 - Kristnitakan

 

 

Kristnitakan. Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum við Öxará þann 24. júní árið 1000. Þar hafði skorist í odda með kristnum mönnum og heiðnum en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði úrskurðaði að „allir menn skyldu kristnir vera“ og sagði: 

„Höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“


 Skráð af Menningar-Bakki.

23.06.2019 13:24

Jónsmessunóttin - aðfaranótt 24. júní -

 

 
Frá Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka.              Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Jónsmessunóttin

 

 - aðfaranótt 24. júní -

 

 

Jónsmessan er kennd við Jóhannes skírara enda eru Jón og Jóhannes aðeins tvö afbrigði sama nafns og hún er sögð fæðingardagur hans.

 

Um þetta má lesa nánar í svarinu Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? eftir Unnar Árnason.

 

Jónsmessunóttin, aðfaranótt 24. júní, er ein þeirra fjögurra nátta í íslenskri þjóðtrú sem taldar eru hvað magnaðastar og þá geta alls kyns dularfullir hlutir gerst. Hinar næturnar eru allar í skammdeginu: Jólanótt, nýársnótt og þrettándanótt. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp ýmiss konar náttúrusteinar sem geta komið að góðu gagni. Þá má einnig finna ýmis nýtileg grös.Skráð af Menningar-Bakki.

23.06.2019 09:02

Merkir Íslendingar - Pétur Þórarinsson

 

 

Pétur Þórarinsson (1951 - 2007).

 

 

Merkir Íslendingar - Pétur Þórarinsson

 

 

Pétur fæddist á Akureyri 23. júní 1951, sonur hjónanna Halldóru Elínar Jónsdóttur, lengst af kennara við Oddeyrarskóla á Akureyri, og Þórarins Snæland Halldórssonar, stýrimanns, frystihússtjóra og síðar skrifstofumanns hjá KEA.


 

Foreldrar Þórarins voru Halldór Jónsson, sjómaður og verkamaður á Akureyri, og k.h., Hrefna Pétursdóttir húsfreyja, en foreldrar Elínar voru Jón Almar Eðvaldsson, verkamaður á Akureyri, og k.h., Jakobína Guðbjartsdóttir húsfreyja.

 

Systkini Péturs: Aníta Þórarinsdóttir, lengst af kennari á Hlíðarenda, Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur í Hafnarfirði, og Erna Þórarinsdóttir, kennari og söngvari.


 

Pétur kvæntist 1971 Ingibjörgu Svöfu Siglaugsdóttur hjúkrunarfræðingi og eignuðust þau þrjú börn, Þórarinn Inga, Jón Helga og Heiðu Björk.
 

 

Pétur lauk stúdentsprófi frá MA 1971 og embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1976. Hann vígðist prestur 1976, var sóknarprestur í Hálsprestakalli 1976-82, í Möðruvallaprestakalli 1982-89, í Glerárprestakalli frá 1989-91 og í Laufásprestakalli frá 1991. Pétur var prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi 1999-2006 og sat á kirkjuþingi 1998-2002.


 

Pétur starfaði mikið að æskulýðsmálum innan kirkjunnar og að málefnum ungmennahreyfingarinnar og gegndi trúnaðarstörfum fyrir sauðfjárbændur. Hann var áhugasamur sauðfjárræktandi og bóndi af ástríðu og þau hjónin bæði ástsæl og virt af söfnuði sínum og kollegum Péturs. Pétur hafði greinst með sykursýki á háu stigi, níu ára að aldri, var oft mjög veikur og missti báða fætur í baráttunni við sjúkdóminn, en sýndi þó ætíð ótrúlegt æðruleysi og karlmennsku og var öðrum stoð og huggun í eigin mótlæti.


 

Pétur samdi m.a. sálminn Í bljúgri bæn, og árið 1996 kom út bókin Lífskraftur, baráttusaga séra Péturs og Ingu í Laufási, þar sem m.a. er fjallað um langa sjúkdómssögu Péturs, sorgir og sigra.


 

Pétur lést 1. mars 2007.
 Skráð af Menningar-Bakki.

22.06.2019 08:14

Jónsmessuhátíð Eyrarbakka 2019

 

 

Laugardagur 22. júní

Kl. 08:30 Fánar dregnir að húni.

 

 

Jónsmessuhátíð Eyrarbakka 2019

 

 

Hin árlega Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka verður haldin hátíðlega þann 22.júní 2019~Föstudagur 21. júní


Jónsmessubolti hverfa-litanna kl. 18:00~

Mæting á fótboltavöll Eyrbekkinga Merkisteinsvöllum. Veitingar í boði og forlátur farandbikar fyrir vinningsliðið.Laugardagur 22. júní

Kl. 08:30 Fánar dregnir að húni

Kl. 09:00–11:00 Morgunverður í Hallskoti

Skógræktarfélag Eyrarbakka býður til morgunverðar og samverustundar í skógræktinni, sem félagið annast um í Hallskoti. Ekið um Sólvangs- og Flóagaflsveg.

Kl. 09:00 Jóga í Hallskoti

Helga Guðný Jónsdóttir verður með rólega jógastund í rjóðri í Hallskoti.

Kl. 09:00–22:00 Verslunin Bakkinn

Verslunin verður opin til kl. 22:00. Frír ís fyrir börnin um miðjan daginn.

Kl. 10:30–17:00 Hundrað ár í Sjónarhól

Í ár eru 100 ár liðin síðan Guðlaugur Pálsson kaupmaður flutti verslun sína úr Kirkjuhúsi í Sjónarhól. Verslunin verður opin af því tilefni og kl. 11 og 15 verður saga hússins Sjónarhóls og Laugabúðar rakin í stuttu máli á tröppunum við verslunina.

Kl. 11.00 -18.00 Söfnin á Eyrarbakka

Opið í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafninu og Kirkjubæ. Í borðstofu Hússins er ljósmyndasýningin Rófubóndinn þar sem Vigdís Sigurðardóttir sýnir eitt ár í lífi rófubóndans Guðmundar Sæmundssonar á Sandi sem hefur ræktað gulrófur á Eyrarbakka í 53 ár. Gamli slökkviliðsbíllinn verður til sýnist úti á túni og ókeypis aðgangur í öll safnhúsin.

Ókeypis aðgangur.

Kl. 12:00 Leikhópurinn Vinir við Sjóminjasafnið

Leikhópurinn Vinir skemmtir ungum sem öldnum með leiksýningunni Karíus og Baktus.

Kl. 12:30 Þrautabraut á Garðstúninu
Þrautabrautir fyrir 2-5 ára, 6 -10 ára og 11-14 ára.

Kl. 13:00-14:00 Hestar á Garðstúninu
Teymt verður undir börnum.

Kl. 13:00–15:00 Andlitsmálun í safninu
Andlitsmálun fyrir börn verður í fjárhúsinu á Garðtúni bak við Húsið. Ókeypis.

Kl. 13:00-15:00 Brunavarnir Árnessýslu á bílastæðinu við Stað
Brunavarnir Árnessýslu mæta á bílastæðið við samkomu húsið Stað með brunabíl til sýnis.

Kl. 13:00–16:00 Sölubásar á bílastæði Rauða hússins og byggðasafnsins
Þrír sölubásar verða staðsettir við bílastæði Rauða hússins og Hússins.

Kl. 14.00 Dansað við safnið
Þjóðdansafélag Reykjavíkur gleður gesti með dansi í garðinum fyrir framan Húsið.

Kl. 14:00-16:00 Boðið upp á kjötsúpu hjá Rauða Húsinu
Rauðahúsið mun matreiða íslenska kjötsúpu. Frítt fyrir þá sem mæta með eigin ílát!

Kl. 14:00-16:00 Sætaferðir bjóðast á hestvagni
Sætaferðir á hestvagni stuttan spöl um Eyrarbakka bjóðast frá Sjóminjasafninu.

kl. 14:00-16:00 Opið hlað
Skessan Ólöf Lilja mun skarta sínu fegursta við Mangaskúra vestast á Túngötunni, einnig verða traktorar til sýnis á hlaðinu fyrir áhugasama.

Kl. 14:00–16:00 Heimboð á þrjá staði
Guðrún og Ólafur taka á móti gestum í Kirkjuhúsi sem stendur við Eyrargötu beint á móti byggðasafninu.

Jóna Björg og Júlli í Björgvin á Hjallavegi 3 verða með opið hús og markað úti í garði.

Júlía Laufey og Hjörtur á Háeyrarvegi 5 bjóða gestum heim.

Kl. 14:00–16:00 Sólvangur – Miðstöð íslenska hestsins
Opið hús á Sólvangi.

Kl. 15:00 Sprite Zero Klan
Sprite Zero Klan flytja tónlist við Sjóminjasafnið

Kl. 20:00-21.20 Samsöngur í Húsinu
Heimir Guðmundsson leikur undir söng á elsta píanó á Suðurlandi. Sungið verður úr skólaljóðunum og hver syngur með sínu nefi.

Kl. 22:00 Jónsmessubrenna
Að venju verður Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakka. Að þessu sinni ávarpar Íris Böðvarsdóttir samkomugesti. Söngur, glens og gaman að hætti Eyrbekkinga.

Kl. 22:00–04:00 Kjallarinn á Rauða Húsinu
Fjörið heldur áfram að venju fram eftir kvöldi í Kjallaranum á Rauða. Aldurstakmark 18 ára.Björgunarsveitin Björg býður ungum og öldnum að veiða frítt í Ölfusárósi fyrir landi Eyrarbakka dagana 22. til 24. júní 2019.Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg, Björgunarsveitinni Björg, Ungmennafélagi Eyrarbakka, Slysavarnadeildinni Björg á Eyrarbakka, Rauða húsinu, Versluninni Bakkanum, Mjólkursamsölunni og Southdoor.

 

 


Laugardagur 22. júní

Kl. 08:30 Fánar dregnir að húni.
Skráð af Menningar-Bakki.