Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.12.2018 06:49

Jólastund með Heru í Húsinu

 

 

 

Jólastund með Heru í Húsinu

 

 

Við bjóðum unga safngesti sérlega velkomna á jólaopnun sunnudaginn 9. desember 2018 sem hefst kl. 13.00 á húslestri.

Leikkonan Hera Fjord mun lesa nokkrar jólasögur fyrir börn í stássstofu Hússins þar sem ríkir kyrrð og ró.

Í borðstofu er jólasýning safnsins þar sem gömul jólatré eru í aðalhlutverki og handgerðar jólasveinabrúður prýða eldhúsið.

 

Í litla alþýðuhúsinu Kirkjubæ er opin vinnusmiðja  þar sem gestir mega föndra músastiga.

 

Jólakaffi á boðstólum og frítt inn allan daginn og opið kl. 13.00 – 17.00. 

 

Verið innilega velkomin.


Byggðasafn Árnesinga


Húsið Eyrarbakka.
 

 

Hera Fjord í Húsinu á Eyrarbakka. Ljósm.: BIB

.

 

Húsið á Eyrarbakka Ljósm.: BIB

 


Skráð af Menningar-Staður

 

08.12.2018 09:20

Merkir Íslendingar - Ólafur Þ. Þórðarson

 

 

Ólafur Þ. Þórðarson (1940 - 1998).

 

Merkir Íslendingar - Ólafur Þ. Þórðarson

 

Ólaf­ur Þ. Þórðar­son fædd­ist á Stað í Súg­andafirði 8. desember 1940.

For­eldr­ar hans voru Jó­fríður Pét­urs­dótt­ir og Þórður Ágúst Ólafs­son, bænd­ur þar.

 

Ólaf­ur var ná­skyld­ur Kjart­ani Ólafs­syni, fv. alþing­is­manni og rit­stjóra Þjóðvilj­ans. Feður þeirra voru bræður en mæður syst­ur.

 

Systkini Ólafs: Arn­dís, nú lát­in, hús­freyja og bóndi í Bessa­tungu í Saur­bæ í Döl­um, Þóra, kenn­ari á Suður­eyri; Lilja sem lést í barnæsku, Pét­ur Ein­ir, raf­magns­verk­fræðing­ur hjá RARIK, og Þor­vald­ur Helgi, bóndi á Stað.

 

Fyrri kona Ólafs er Þórey Ei­ríks­dótt­ir kenn­ari en börn þeirra eru Áslaug trygg­ingaráðgjafi, og Ar­in­björn, fram­kvæmda­stjóri hjá Lands­bank­an­um.

 

Seinni kona Ólafs er Guðbjörg Elín Heiðars­dótt­ir, bú­sett á Stíflu á Hvols­velli og eru börn þeirra Heiðbrá lög­fræðing­ur, og Ágúst Heiðar, starfar á Grund­ar­tanga.

 

Ólaf­ur lauk bú­fræðiprófi frá Bænda­skól­an­um á Hvann­eyri 1960 og kenn­ara­prófi frá KÍ 1970. Hann var skóla­stjóri Barna­skól­ans á Suður­eyri 1970-78 og skóla­stjóri Héraðsskól­ans í Reyk­holti frá 1978. Hann kjör­inn á Alþingi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn í Vest­fjarðakjör­dæmi og sat á þingi þar til hann lét af störf­um vegna veik­inda 1994.

 

Ólaf­ur var odd­viti Suður­eyr­ar­hrepps 1974-78 og formaður Fjórðungs­sam­bands Vest­f­irðinga á sama tíma. Hann sat í stjórn Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar Íslands, í stjórn Fram­kvæmda­stofn­un­ar rík­is­ins, síðar Byggðastofn­un­ar og sat á alls­herj­arþingi Sþ 1982.

 

Ólaf­ur var skemmti­leg­ur stjórn­mála­maður og óháður tísku og yf­ir­borðskenndu al­menn­ings­áliti. Hann vildi banna áfram bjór­inn, barðist gegn rýmk­un fóst­ur­eyðinga og var öt­ull talsmaður þess að allt nám væri nem­end­um að kostnaðarlausu hér á landi. Hann var mik­ill hestamaður og stofn­andi og formaður hesta­manna­fé­lags­ins Storms.

 

Ólaf­ur lést 6. september 1998.


Morgunblaðið 8. desember 2018.

 

 
Héraðsfréttablaðið Bæjarins besta á Ísafirði þann 2. ágúst 2007.

 

 

 

Jóhann Páll Helgason, fangavörður á Litla-Hrauni, við minnisvarðann um

Ólaf Þ. Þórðarson frænda sinn í fangavarðaferð júlí 2009.  Ljósm.: BIB

 


Skráð af Menningar-Staður

07.12.2018 18:04

7. desember 1881 - Minnisvarði um Jón Sigurðsson var afhjúpaður

 

 

Minnisvarðinn í Hólavallakirkjugarði.

Ljósm.: Þjóðminjasafn Íslands - Sarpur.

 

7. desember 1881 - Minnisvarði

um Jón Sigurðsson var afhjúpaður

 

Minnisvarði um Jón Sigurðsson var afhjúpaður á gröf hans í Hólavallagarði í Reykjavík þann 7. desember 1881, tveimur árum eftir að hann lést. Varðinn var reistur fyrir samskotafé og var afhjúpaður „í viðurvist mesta fjölmennis af öllum stéttum,“ eins og sagði í Árbókum Reykjavíkur.

 

 

Minnisvarðinn í Hólavallakirkjugarði.
 Skráð af Menningar-Staður.

07.12.2018 17:47

7. desember 1879 - Jón Sigurðsson forseti lést

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

7. desember 1879 -

Jón Sigurðsson forseti lést

 

Jón Sigurðsson forseti lést í Kaupmannahöfn,  68 ára, þann 7. desember 1879.Hann var jarðsettur í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur konu sinni, sem lést 16. desember 1879.

 

Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.
 

Kona Jóns var Ingibjörg Einarsdóttir fædd 9. október 1804, látin 16. desember 1879 í Kaupmannahöfn, húsmóðir. Þau voru gefin saman 4. september 1845. Foreldrar Imbu eru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir.
 

Í bókinni Frá Bjargtöngum að Djúpi 5. hefti, sem kom út árið 2012, er ítarleg frásögn eftir Einar Sigurbjörnsson af útför Jóns Sigurðsson og Ingibjargar Einarsdóttir í Reykjavík 4. maí 1890.
 

 

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.
 Skráð af Menningar-Staður

06.12.2018 21:51

Vestfirska forlagið gjörir kunnugt:

 

 

 

 

       Vestfirska forlagið gjörir kunnugt:


       
       
Vestfjarðabækurnar 2018Skráð af Menningar-Staður

06.12.2018 06:37

Upplestur í Bókakaffinu 6. des. 2018

 

 

 

 

Upplestur í Bókakaffinu

 

   6. desember 2018

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

05.12.2018 07:08

Jólabingó Kvenfélags Eyrarbakka

 

 

 

 

Jólabingó Kvenfélags Eyrarbakka

 

á Stað miðvikudaginn 5. desember 2018

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

05.12.2018 07:01

"Hefði sjálf viljað lesa þessa bók sem unglingur"

 

 

Erna Kristín Stefánsdóttir.

 

„Hefði sjálf viljað lesa þessa bók sem unglingur“

 

Nýverið kom út bókin Fullkomlega ófullkomin eftir Selfyssinginn Ernu Kristínu Stefánsdóttur.

 

„Bókin er um jákvæða líkamsímynd. Ég myndi segja þetta vera hvatningarbók fyrir konur,“ segir Erna Kristín í samtali við sunnlenska.is

 

„Ég hef sjálf glímt við neikvæða líkamsímynd og búlimíu lengi og fékk í raun bara alveg nóg af þessum niðurrifum frá mér sjálfri alla daga. Ég fékk kvíðakast í fyrra sumar og ákvað að snúa blaðinu við að alvöru og byrjaði að iðka jákvæða líkamsímynd og sjálfsást af fullum krafti. Það hjálpaði mér einstaklega mikið og er ég komin á þann stað í dag sem ég óska öllum að komast á og þess vegna varð þessi bók til,“ segir Erna Kristín.

 

Aldrei of seint að byrja að elska líkamann sinn


„Ég tileinka konum bókina. Ég myndi þó samt segja þetta góðan lestur fyrir alla. Hvað varðar aldurshóp þá myndi ég segja að því fyrr því betra. Sjálf hefði ég viljað lesa þessa bók sem unglingur og einnig vil ég taka fram að það er aldrei of seint að byrja elska líkama sinn eins og hann er hér og nú,“ segir Erna Kristín.

 

Að sögn Ernu Kristínar gekk vel að vinna bókina. „Ég myndi segja að ég hafi verið löngu búin að skrifa hana, bæði í gegnum alls konar kvíðaköst, niðurrif og einmitt í gegnum mín fyrstu skref í self love ferðalaginu. Einnig er að finna mikið af ljósmyndum af konum af alls konar stærðum og gerðum. Reynslusögur og gagnlega punkta í átt að jákvæðri líkamsímynd,“ segir Erna Kristín.

 

Tilraun til að fella niður óraunhæfar staðalímyndir


Fullkomlega ófullkomin er fyrsta bók Ernu Kristínar. „Bókin er heiðarleg tilraun til þess að fella niður óraunhæfar staðalímyndir og gefa konum meira rými til þess að læra elska sjálfan sig og líkama sinn eins og hann er í dag,“ segir Erna Kristín og bætir því við að það sé aldrei að vita nema að hún gefi út aðra bók sem þessa.

 

„Bókin fæst í Lindex og Hagkaup á Selfossi. Fólk getur fylgst með mér á Snappinu eða Instagram undir Ernuland en þar tala ég mikið um jákvæða líkamsímynd sem hefur vakið góð áhrif. Svo minni ég á Facebook hópinn Jákvæð líkamsímynd en hann er algjör snilld,“ segir Erna Kristín að lokum.
 

 

 

F.v.: Embla Rún, Víðir Björns­son og Erna Krist­ín Stef­áns­dótt­ir. 

Ljósm.:mbl.is/?Elsa Katrín Ólafs­dótt­ir


sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

04.12.2018 06:22

4. desmber 2018 - 157 ár frá fæðingu Hannesar Hafstein

 

Image result for hannes hafstein

Hannes Hafstein ( 1861 - 1922).

 

4. desmber 2018 -

157 ár frá fæðingu Hannesar Hafstein

 

Fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 4. des. 1861, d. 13. des. 1922.
 

 

For.: 
Pétur Havstein (f. 17. febr. 1812, d. 24. júní 1875) alþm. og amtmaður þar og 3. k. h. Kristjana Gunnarsdóttir Havstein (f. 20. sept. 1836, d. 24. febr. 1927) húsmóðir. 


Kona.

(15. okt. 1889) Ragnheiður Stefánsdóttir Hafstein (f. 3. apríl 1871, d. 18. júlí 1913) húsmóðir. For.: Stefán Thordersen alþm. og k. h. Sigríður Ólafsdóttir Stephensen, sem áður var 2. kona Péturs föður Hannesar. 
Börn: 
Sigurður (1891), Kristjana (1892), Ástríður (1893), Þórunn (1895), Sigríður (1896), Sofía Lára (1899), Elín Jóhanna Guðrún (1900), Ragnheiður (1903), Kristjana (1911), Sigurður Tryggvi (1913).      Stúdentspróf Lsk. 1880. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1886.      Settur sýslumaður í Dalasýslu 1886, sat að Staðarfelli. Málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1887. Sinnti síðan lögfræðistörfum um hríð. Landshöfðingjaritari frá 1889 og jafnframt að nýju málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1890—1893. Sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1896—1904. Skip. 31. jan. 1904 ráðherra Íslands frá 1. febr. að telja, lausn 31. mars 1909. Bankastjóri við Íslandsbanka 1909—1912. Skip. 24. júlí 1912 ráðherra Íslands að nýju frá 25. júlí, lausn 21. júlí 1914. Varð aftur bankastjóri við Íslandsbanka 1914 og gegndi því starfi til 1917, er hann varð að láta af því vegna vanheilsu.      Endurskoðandi Landsbankans 1890—1896. Átti sæti í millilandanefndinni 1907, varaformaður hennar og formaður íslenska hlutans. Skip. 1911 í mþn. um rannsókn á fjármálum landsins og í aðra um skattamál, skip. 1914 í velferðarnefnd. Foringi Heimastjórnarflokksins 1901—1912.      Alþm. Ísf. 1900—1901, alþm. Eyf. 1903—1915, landsk. alþm. 1916—1922, sat síðast á þingi 1917 (Heimastjfl., Sambfl., Heimastjfl.).
      Ráðherra Íslands 1904—1909 og 1912—1914.
      Forseti Sþ. 1912.      Kvæði hans hafa birst í mörgum útgáfum.   

    

Ritstjóri: Verðandi (1882).
 Skráð af Menningar-Staður.

03.12.2018 06:47

Fiskur að handan eftir Sigvalda Gunnlaugsson frá Hofsárkoti í Svarfaðardal

 

 

 

 

Fiskur að handan

eftir Sigvalda Gunnlaugsson frá Hofsárkoti í Svarfaðardal

 

Ný bók frá Vestfirska forlaginu:

 

 

Út er komin hjá Vestfirska forlaginu bókin Fiskur að handan eftir Sigvalda Gunnlaugsson. Hann var fæddur og uppalinn í Hofsárkoti í Svarfaðardal. Var bóndi á þeim bæ í rösk þrjátíu ár og vann þar enn kominn á áttræðisaldur. 

 

   Í skóla á Laugum, hjá Arnóri skólasjóra, kviknaði áhugi til skrifta, um fólkið í landinu og örlög þess. Brauðstrit búskaparára olli því að fátt varð um skriftir um langan aldur. En þegar ellin færðist yfir og hans var ekki lengur þörf í fjósi, hóf Sigvaldi að rita minningar frá atburðum æsku sinnar og frásögnir af viðburðum á langri ævi. 

 

   Bókin er samstarfsverkefni Vestfirska forlagsins og systkinanna frá Hofsárkoti. Hún er prentuð í Ásprenti á Akureyri.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.