Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

24.05.2017 06:37

Risaþorskur á sjóstöng

 

 

Erlendir sjóstangveiðimenn hópast til Íslands.

 

Risaþorskur á sjóstöng

 

Tveir þýskir félagar, þeir Markus og Kai, fóru nýlega á Bobby 17 frá Flateyri og dró annar risaþorsk sem sést á myndinni. Hann mældist 148 sentí- metrar og 31,6 kíló. '

„Þeir eru að draga stórþorska, frá 20 og upp í 31,6 kíló, þegar gefur á sjó,“ sagði Róbert Schmidt, rekstrarstjóri Iceland Profishing. „Einn fékk góðan ufsa á sunnudaginn og það er mokveiði á steinbít. Svo slysast með ýsa, karfi og skötuselur. Keppikeflið er að veiða stóra fiska og að fá sem flestar tegundir. 

Við erum með bestu þorskmið heimsins hér rétt fyrir utan.“ Iceland Profishing gerir út sextán frístundabáta frá Suðureyri og Flateyri sem allir heita Bobby.

Morgunblaðið 24. maí 2017.Skráð af Menningar-Staður

23.05.2017 06:57

23. maí 1965 - Danir samþykktu að afhenda íslensku handritin

 

 

 

Þinghhúsið í Kaupmannahöfn - Christiansborg.

 

23. maí 1965

- Danir samþykktu að afhenda íslensku handritin
 

Þann 23. maí 1965 samþykktu Danir að afhenda íslensku handritin, sem lengi höfðu verið bitbein þjóðanna.

 

21. apríl 1971
 

Danska eftirlitsskipið Vædderen lagðist að hafnarbakkanum framan við Hafnarhúsið í Reykjavík kl. 11.00 þann 21. apríl 1971 og hafði innanborðs Flateyjarbók og Sæmundar-Eddu.
 

Varðskipið Ægir sigldi til móts við eftirlitsskipið deginum áður og fylgir því til hafnar. Lúðrasveit Reykjavíkur hóf Ieik á hafnarbakkanum kl. 10,30, en skátar og lögreglumenn stáðu heiðursvörð.
 

Meðal viðstaddra, er skipið lagðist að bryggju, voru ríkisstjórn Íslands, forseti sameinaðs Alþingis, forseti Hæstaréttar, sendiherra Dana, núverandi og fyrrverandi sendiherrar  Íslands í Danmörku, borgarstjórinn í Reykjavík, og ýmsir embættismenn.
 

Forsætisráðherra íslands, Jóhann  Hafstein og Paul Hartling utanríkisráðherra Danmerknr fluttu  ávörp á hafnarbakkanum, en formleg afhending handritanna fór fram síðdegis í Háskólabíói. Meðal gesta við afhendinguna voru forsetahjónin.

Útvarpað og sjónvarpað var beint frá hafnarbakkanum og útvarpað frá Háskólabíói. Vinna var víða felld niður frá kl. 10,30 til hádegis og kennsla felld niður í skólum um allt land. Um kvöldið efndi ríkisstjórnin til veislu að Hótel Borg.
 


Af forsíðu Morgunblaðsins þann 21. apríl 1971.Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

 

21.05.2017 09:44

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2017

 

 

 

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2017

 

Alþjóðlegi safnadagurinn er 18. maí og er haldinn hátíðlegur um heim allan.  Á Eyrarbakka voru tvær samkomur.

Í hádeginu var leiðsögn Þorsteins Tryggva Mássonar í Húsinu um Myntsýningu Helga Ívarssonar frá Hólum.

Síðdegis kl. 17 – 19 var samkoma með lettum veitingum í Beitingarskúrnum á Eyrarbakka. Þar sýndu Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason ýmis handbrögð sem snúa að beitingu og línuveiðum. Einnig voru sýndar gamlar ljósmyndir frá Eyrarbakka.

Jafnframt voru sagðar sögur af Sunnlendingum og Vestfirðingum í beitingaskúrum liðins tíma.

Meðal fjölmargra gesta var Kristján Runólfsson skáld í Hveragerði og sagði hann svo frá á Facebook-síðu sinni:

Fór eftir vinnu í beituskúrinn á Eyrarbakka, en þar var sýning á beitningu.

Björn Ingi Bjarnason sýndi þar svokallaða konfektbeitningu, sem hann fann sjálfur upp og kann einn.

Sagðar voru sögur af frægum beitningarmönnum, svo sem af einum frægum fyrir vestan, sem sagði að „það væri ekki lengi verið að beita í hálftíma.“

Sýning Björns stóð yfir í sirka hálftíma.
 

Kristján orti:

Ekki lengi leið sú törn,

-línu greiddi úr flóka,-

metið reyndi að bæta Björn,

og beitti á níu króka.Björn Ingi Bjarnason svaraði með vísu um konfektbeitinguna:

"Konfekt-beiting kalla þeir

karlarnir á Mána.

Orðspor þetta aldrei deyr

öðrum hvöt að skána.


Samkoman var fjölmenn og tókst mjög vel.

Til myndar færðu: Björn Ingi Bjarnason, Ástrós Werner Guðmundsdóttir og Linda Ásdísardóttir.

75 myndir eru komnar á Menningar-Stað.


Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282938/

 

Nokkrar myndir hér:
 

.

.

.

 

.

 

.

.

 

.

 

.

.

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 
 

20.05.2017 07:59

20. maí 1950 - Gull­foss kom til lands­ins

 

 

Gullfoss, skip Eimskipafélags Íslands hf. Gullfoss var smíðaður í Danmörku árið 1950.

Var lengst af í áætlunarsiglingum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar.

 

20. maí 1950 - Gull­foss kom til lands­ins

 

Farþega­skipið Gull­foss kom til lands­ins þann 20. maí 1950. 

Þúsund­ir Reyk­vík­inga fögnuðu skip­inu sem rúmaði 210 farþega og 60 manna áhöfn. 

Gull­foss var í för­um fyr­ir Eim­skipa­fé­lag Íslands til 1973.

Gullfoss var smíðaður í Danmörku árið 1950 og var lengst af í áætlunarsiglingum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar.

 

Morgunblaðið 20. maí 2017.

 

 

Gullfoss í Larsens Plads sem nú heitir Amalienhavn í Kaupmannahöfn. 
Mynd: Holger Petersen.

Skráð af Menningar-Staður

19.05.2017 15:36

Guðlaug nýr deildarstjóri á Ljósheimum og Fossheimum

 

 

Guðlaug Einarsdóttir.

 

Guðlaug nýr deildarstjóri á Ljósheimum og Fossheimum

 

Guðlaug Einarsdóttir á Eyrarbakka, settur hjúkrunardeildarstjóri, hefur verið ráðin í stöðu hjúkrunardeildarstjóra á hjúkrunardeildum HSU á Selfossi, Ljósheimum og Fossheimum.

Tveir umsækjendur voru um stöðuna.

 

Guðlaug er fædd árið 1969. Hún lauk námi í hjúkrunarfræði frá Hí árið 1994, embættisprófi í ljósmóðurfræði frá H.Í. 1998, MPM námi frá Verkfræðideild H.Í. 2011 og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu árið 2013.

 

Guðlaug hefur viðtæka reynslu en hún hefur starfað við Heilbrigðistofnun Suðurlands sem ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur á BMT, verkefnastjóri og nú síðast sem hjúkrunardeildarstjóri á sameinuðum hjúkrunardeildum. Hún var á árunum 2005-2011 formaður og framkvæmdarstjóri Ljósmæðrafélags Íslands. 
 


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

19.05.2017 11:41

Merkir Íslendingar - Ásgeir Hannes Eiríksson

 

 

Ásgeir Hannes Eiríksson (1947 - 2015).

 

Merkir Íslendingar - Ásgeir Hannes Eiríksson

 

Ásgeir Hann­es Ei­ríks­son fædd­ist í Reykja­vík 19. maí 1947. 

For­eldr­ar hans voru Ei­rík­ur Ket­ils­son stór­kaupmaður og Sig­ríður Ásgeirs­dótt­ir lög­fræðing­ur.

 

Móðir Ei­ríks var Guðrún Ei­ríks­dótt­ir, veit­inga­kona í Reykja­vík og hót­eleig­andi í Hafnar­f­irði, frá Járn­gerðar­stöðum, en Sig­ríður var dótt­ir Ásgeirs Þor­steins­son­ar, efna­verk­fræðings og for­stjóra, og El­ín­ar Jó­hönnu Guðrún­ar, dótt­ur Hann­es­ar Haf­stein, skálds og ráðherra, og k.h., Ragn­heiðar Haf­stein.
 

Syst­ur Ásgeirs Hann­es­ar, sam­feðra: Guðrún Birna og Dag­mar Jó­hanna, en systkini hans, sam­mæðra: Bald­vin Haf­steins­son og Elín Jó­hanna Guðrún Haf­steins­dótt­ir.
 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Ásgeirs Hann­es­ar: Val­gerður Hjart­ar­dótt­ir og börn þeirra: Sig­ríður Elín, Sig­urður Hann­es, og Sigrún Helga.
 

Ásgeir Hann­es lauk prófi við Versl­un­ar­skóla Íslands 1967 og prófi frá Hót­el- og veit­inga­skóla Íslands 1971. Hann stundaði versl­un­ar­störf í Reykja­vík, var aug­lýs­inga­stjóri DB við stofn­un blaðsins og rak m.a. Pylsu­vagn­inn við Lækj­ar­torg.

Ásgeir Hann­es gekk til liðs við Al­bert Guðmunds­son við stofn­un Borg­ara­flokks­ins vorið 1987 og var þingmaður flokks­ins 1989-91.
 

Ásgeir Hann­es var for­seti Sam­bands dýra­vernd­un­ar­fé­laga á Íslandi, sat í stjórn sam­tak­anna Gamli miðbær­inn, var formaður Kara­tefé­lags Reykja­vík­ur, sat í stjórn Vernd­ar, SÁÁ og Krýsu­vík­ur­sam­tak­anna og Fé­lags áhuga­manna um frjáls­an út­varps­rekst­ur. Ásgeir Hann­es skrifaði fjölda dag­blaðsgreina, var rit­stjóri blaða og sendi frá sér bæk­ur, m.a. um gam­an­sög­ur og hnytt­in til­svör eft­ir­minni­legra ein­stak­linga. Hann var vin­sæll og hlý per­sóna, um­hyggju­sam­ur gagn­vart sam­borg­ur­um sem stóðu höll­um fæti, hafði skarp­ar og oft frum­leg­ar skoðanir, var ann­álaður sagnamaður og sjálf­ur hnytt­inn í til­svör­um.
 

Ásgeir Hann­es lést 14. febrúar 2015.

 

Morgunblaðið 19. maí 2017.
 


Skráð af Menningar-Staður

19.05.2017 08:40

Í Beitingaskúrnum á Eyrarbakka 18. maí 2017

 

.

F.v.: Kjartan Þór Helgason og Siggeir Ingólfsson.

.

 

 

Í Beitingaskúrnum á Eyrarbakka 18. maí 2017
 

Fleiri myndir síðar.

 

.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.

.

.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.

.

.

.
F.v.: Ragnar Emilsson, Ólafur Ragnarsson, Ástrós Werner Guðmundsdóttir, Rúnar Eiríksson

og Linda Ásdísardóttir. 
.

.
Björn Ingi Bjarnason beitir.
.
 

F.v.: Ólafur Ragnarsson, Siggeir Ingólfsson, séra Úlfar Guðmundsson og Kristján Runólfsson.

 


Skráð af Menningar-Staður

18.05.2017 05:57

18. maí 2017 - Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi

 


Við Húsið á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

18. maí 2017 - Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi

 

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag,  18. maí 2017 og munu söfn víðsvegar um landið bjóða upp á sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Markmið alþjóðlega safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum. Yfirskriftin fyrir árið 2017 er:
Söfn og umdeild saga: Að segja það sem ekki má segja í söfnum.

 

Dagskráin á Íslandi

 

Sýnileiki á samfélagsmiðlum

Í tilefni af safnadeginum verður mikil virkni á samfélagsmiðlum þar sem söfn sýna frá starfi sínu og dagskrá. Safnasnappið mun sýna frá safnastarfi og myndir frá deginum og aðdraganda hans verða merktar með myllumerkinu #safnadagurinn á instagram og facebook.

 

Söfn um allan heim

 

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum. Söfn um allan heim skipuleggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert öll árin síðan 1977.

 

 

Í Beitingaskúrnum á Eyrarbakka. Ljósm.: Linda Ásdísardóttir.
 


Skráð af Menningar-Staður

17.05.2017 19:47

Atvinnulífsmyndir hjá -Vinum alþýðunnar-

 


F.v.: Jóhann Jóhannsson, Óskar Magnússon og Siggeir Ingólfsson.
 

 

Atvinnulífsmyndir hjá  -Vinum alþýðunnar-

 

Eins og fram hefur komið hér á Menningar-Stað var í morgun, miðvikudaginn 17. maí 2017, var sérstakur myndadagur hjá  -Vinum alþýðunnar-  í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Skoðaðar og greindar voru gamlar myndir frá Eyrarbakka og sagan í spjalli.

 


Hér fyrir néðan má sjá þrjár af þeim myndum sem voru til umfjöllunar í morgun.

Þær eru nær því 100 ára og teknar framan við "Beitingaskúrinn" en hann er nú í vörslu Byggðasafns Árnesinga.

 

Á morgun, fimmtudaginn 18. maí kl. 17:00 - 19:00, á -Alþjóða safnadeginum- verður samkoma í og við "Beitingaskúrina"

 

Allir velkomnir.

 

.

.

.
.


Og svo er það nútíminn.Skráð af Menningar-Staður

  

17.05.2017 17:41

Merkir Íslendingar - Bjarni Pálsson

 


Nes­stofa á Seltjarnarnesi.

- Fyrsta lækna­set­ur og lyfja­búð lands­ins.

 

Merkir Íslendingar - Bjarni Pálsson

 

Bjarni Páls­son land­lækn­ir fædd­ist á Ups­um á Upsa­strönd 17. maí 1719, son­ur Páls Bjarna­son­ar, prests á Ups­um, og k.h., Sig­ríðar Ásmunds­dótt­ur hús­freyju.
 

Eig­in­kona Bjarna var Rann­veig, dótt­ir Skúla Magnús­son­ar, land­fógeta við Viðey, og k.h., Stein­unn­ar Björns­dótt­ur Thorlacius.

Meðal barna Bjarna og Rann­veig­ar voru Stein­unn, hús­freyja á Hlíðar­enda, kona Vig­fús­ar Þór­ar­ins­son­ar sýslu­manns og móðir Bjarna Thor­ar­en­sen, skálds og amt­manns; Skúli lyfja­fræðinemi sem tal­inn er hafa lát­ist í Kína; Eggert, prest­ur í Staf­holti, og Þór­unn, kona Sveins Páls­son­ar, nátt­úru­fræðings og héraðslækn­is.
 

Bjarni út­skrifaðist úr Hóla­skóla 1945, lagði síðan stund á nátt­úru­fræði og lækn­is­fræði við Hafn­ar­há­skóla, lauk bacc.phil.-prófi 1748 og ex.med.-prófi „með efsta æru­titli“ 1759.
 

Bjarni fékk rann­sókn­ar­styrk, ásamt Eggerti Ólfas­syni, til að fara um Ísland og taka sam­an skýrslu um jarðir og lands­hagi hér á landi og er Ferðabók Eggerts Ólafs­son­ar og Bjarna Páls­son­ar afrakst­ur þeirra ferða 1752-57.

Bjarni var skipaður fyrsti land­lækn­ir Íslands árið 1760, sat á Bessa­stöðum til 1763 en síðan í Nesi á Seltjarn­ar­nesi. Hann var í Kaup­manna­höfn vet­ur­inn 1665-66 við und­ir­bún­ing lækna­skip­un­ar hér, en hann lét sér ein­mitt mjög annt um skip­an þeirra mála, koma á skip­an fjórðungs­lækna á Íslandi, hafði for­göngu um fyrstu lyf­söl­una hér og skip­an fyrsta lyfsal­ans og fékk til lands­ins fyrstu lærðu ljós­móður­ina.
 

Bjarni hafði lækna­nema alla tíð og kenndi alls 13 lækna­nem­um, rak sjúkra­vist í þar til gerðu bæj­ar­hús­in í Nesi og var for­stöðumaður lyfja­búðar þar uns fyrsti lyfsal­inn kom til lands­ins 1772.
 

Bjarni ritaði m.a. rit um Varn­ir gegn fjár­kláða og bólu­sótt og var mik­ill áhugamaður um nátt­úru­fræði.
 

Bjarni lést 8. september 1779.

 

Morgunblaðið 17. maí 2017.


Skráð af Menningar-Staður