Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

03.04.2017 08:09

Minningarstund á Litla-Hrauni

 

 

 

Minningarstund á Litla-Hrauni

 

Þann 31. mars 2017, voru 80 á frá því skoski togarinn Loch Morar strandaði í brimgarðinum milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, um það bil 500 faðma frá skerjagarðinum út undan Gamla Hrauni, á stað sem kallast Framnesrif eða Hraunstangar.


Á togaranum vor 12 menn og fórust allir. Lík 6 þeirra fundust í fjörum við Eyrarbakka næstu vikur og mánuði og voru jarðsett í Eyrarbakkakirkjugarði.


Loch Morar lagði úr höfn í Aberdeen 22. mars 1937 áleiðis til Íslandsmiða undir stjórn Walter Edward Barber sem var reyndur og dugandi skipstjóri. En hvað varð til þess að skipið strandaði í brimgarðinum á Eyrarbakka verður víst aldrei vitað.


Nöfn sem skipið hafði áður borið voru: 


Giovanni Guinti 1918,  Idaho 1919 Cymrea 1920,  Sir Mark Sykes 1932,  og síðast Loch Morar (A361) 1935. 

Skipið var byggt hjá Ailsa Ship Building Co Ltd 1918 og var 277 tonn að stærð. Nafn skipsins –Loch Morar- er eftir dýpsta stöðuvatni Skotlands sem er 310 metrar að dýpt.


Þessi atburður tengist Litla-Hrauni því skipsbjalla -Loch Morar- (Giovanni Guianti eins og það hét upphaflega) er þar varðveitt og minnig skipverjanna 12 þannig heiðruð.


Við lok vinnudags á Litla-Hrauni þann 31. mars sl. var minningarstund við bjölluna og henni hringt 12 sinnum í minningu þeirra 12 sem fórust.

Blessuð sé minnig þeirra skosku sjómanna og virðing sem sýnileg er á Litla-Hrauni og í Eyrarbakkakirkjugarði.


 

.
Þessi atburður tengist Litla-Hrauni því skipsbjalla -Loch Morar-

(Giovanni Guianti eins og það hét upphaflega)

er þar varðveitt og minnig skipverjanna 12 þannig heiðruð.

.
Skráð af Menningar-Staður

02.04.2017 06:16

Árni Valdimarsson - Fæddur 31. desember 1936 - Dáinn 2. mars 2017 - Minning

 Árni Valdimarsson (1936 - 2017)

 

Árni Valdimarsson - Fæddur 31. desember 1936

- Dáinn 2. mars 2017 - Minning

 

Árni Valdimarsson fæddist í Reykjavík 31. desember 1936. Hann lést að heimili sínu á Selfossi 2. mars 2017.

Foreldrar hans voru Ólafía Dagbjört Þorsteinsdóttir frá Hafnarfirði og Valdimar Guðmundsson frá Kílhrauni á Skeiðum. Bræður Árna voru Þorsteinn Alfreðsson, sem er látinn, og Erlendur Valdimarsson, sem býr í Hafnarfirði. Eftirlifandi eiginkona Árna er Nína Björg Knútsdóttir, f. 10.12. 1940. Foreldrar hennar voru Elínborg Anna Kjartansdóttir og Knútur Guðjónsson. Fósturfaðir Nínu Bjargar var Arnþór Guðnason. Nína og Árni eignuðust sex börn, elstur var Guðmundur Árni, sem lést 1958, en upp komust Anna Sigríður, f. 1958, sambýlismaður hennar er Hörður Sverrisson.

Börn hennar: Drengur, f. og d. 1978, Lóa Dagbjört, f. 1979. Unnusti hennar er Albert Þór Magnússon. Börn þeirra eru: Daníel Victor, Magnús Valur og Anna Sóley. Drífa Björk, f. 1983. Eiginmaður hennar er Haraldur Logi Hrafnkelsson. Börn þeirra eru Haraldur Logi og Björk Linnet. Drífa átti fyrir eina dóttur, Söru Jasmín.

Steinar, f. 1960, eiginkona hans er Friðsemd Erla Soffía Þórðardóttir. Börn þeirra eru: Sóldís Malla, f. 2005, Þórður Már, f. 2008, og Steinn Steinarr, f. 2011. Fyrir átti Steinar Nínu Björgu, f. 1979. Eiginmaður hennar er Kristinn Valgeirsson. Börn þeirra eru Júlía Sól og Steinar Þór.

Árni, f. 1982. Dætur hans eru Thelma, Brynja og Anna.

Friðsemd, f. 1988. Unnusti hennar er Nikos Dyzma. Sonur þeirra er óskírður, en fyrir átti Friðsemd Baltasar.

Þröstur, f. 1964. Börn hans eru Karen Lind, f. 1985. Sonur hennar er Gabríel. Sarah, f. 1988, Axel Arnþór, f. 1992, unnusta hans er Anna Margrét Kristjánsdóttir. Sonur þeirra er Aron. Aron Leeví, f. 1994, og Þórður Atli, f. 2005.

Elínborg Arna, f. 1968, eiginmaður hennar er Magnús Vignir Árnason. Börn þeirra eru Árni, f. 1988. Unnusta hans er Bára Sif Guðlaugsdóttir. Sonur þeirra er Rúrik Leví. Anna Júlía, f. 1999.

Valdimar, f. 1969. Synir hans eru Ásgeir Karl, f. 1996, og Árni, f. 2003.

 

Árni var einn af frumbyggjum á Selfossi, mikill athafnamaður og frumkvöðull.

Hann stofnaði ásamt félögum sínum Bifreiðastöð Selfoss, síðar Fossnesti. og Inghól og var framkvæmdastjóri þar. Eftir það rak hann Straumnes, útgerð og fiskvinnslu á Selfossi, og átti í félagi við Jóhann Alfreðsson vélbátinn Árnesing ÁR 25. Hann var einn stofnenda jarðvinnslufélagsins Aflvéla, sá um allt bókhald og reikningsfærslur fyrir Byggingavöruverslun Steinars Árnasonar á Selfossi og útbjó skattaskýrslur fyrir fjöldamarga samborgara sína áratugum saman.

Hann starfaði í Landsbankanum í 25 ár, þar af var hann í 11 ár útibússtjóri í Þorlákshöfn, á Eyrarbakka og Stokkseyri. Sextugur hóf hann nám í Háskóla Íslands þar sem hann lauk prófi sem lögg. fasteigna- og skipasali, keypti Fasteignasöluna Bakka og rak hana í áratug.

Sjötugur keypti hann svo Hraðfrystihúsið á Eyrarbakka þar sem hann rak ásamt fjölskyldu sinni ferðaþjónustu, gistihús, bændamarkað, kaffihús, bílageymslur og fleira undir nafninu Gónhóll.

 

Útför Árna fór fram í kyrrþey.
__________________________________Minningarorð Ársæls Þórðarsonar

 

Með nokkrum orðum kveð ég nú frænda minn og vin, Árna Valdimarsson.

Arnbjörg, föðuramma Árna, og Þórunn, móðuramma mín, voru systur og það var Valdimar, föður Árna, að þakka að frændtengsl voru ræktuð af alúð því bræðurnir og bændurnir á Kílhrauni buðu á hverju sumri Þórunni frænku sinni til nokkurra daga dvalar en amma dvaldi á sumrin á æskuheimili mínu á Borg og þangað var hún sótt og þangað var henni skilað að orðlofsdvöl lokinni. Þessar heimsóknir ömmu að Kílhrauni voru viðburðir sem heimilisfólkið á Borg bar virðingu fyrir og styrktu viðhorf til frændrækni.

Valdi kom auk þess oft í heimsókn að Borg, greindur, skemmtilegur og ákaflega ættfróður maður, sem ég kynntist vel. Minnisstæður öðlingsmaður. Þegar þau Lóa voru flutt til Reykjavíkur og einnig ég, heimsótti ég þau og Erlend, sem þá rak heimili með foreldrum sínum.

Ég var um tvítugt þegar ég kynntist Árna sem þá hafði fest ráð sitt og bjó á Selfossi. Ég var alltaf dálítið montinn yfir að eiga þennan myndarlega frænda sem alltaf var hress og glaður og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var. Árni vann og þekkti öll störf til sjós og lands, hann átti því dýrmætan sjóð reynslu þegar athafnamaðurinn Árni Valdimarsson steig fram á sjónarsviðið sem framkvæmdastjóri við fyrirtæki sem hann var eigandi í eða stjórnaði.

Eftir að ég flutti til Reykjavíkur og Árni hóf störf við Landsbankann sem útibússtjóri í útibúum bankans í þorpunum á ströndinni sýndi hann sína ræktarsemi og heimsótti mömmu, sem bjó á Eyrarbakka, reglulega. þannig viðhéldust og efldust tengslin.

Það kom mér ekkert á óvart þegar Árni, á miðjum aldri, hóf nám og varð löggiltur fasteignasali. Árni lét sjaldan sitja við orðin tóm og rak lengi fasteignasöluna Bakka í Sigtúnum, því virðulega húsi á Selfossi, sem jafnframt var/er heimili þeirra hjóna, hans og Nínu, sem stóð jafnan eins og klettur við hlið eiginmannsins. Í Sigtún heimsótti ég þau hjónin og naut mikillar gestrisni.

Það var aldrei stöðnun í athafnaþrá Árna og þegar fiskvinnslu var hætt í Hraðfrystistöð Eyrarbakka keypti Árni húsin og rak í þeim margþætta starfsemi undir nafninu Gónhóll en efnahagshrunið fræga gerði frænda mínum óleik og draumar hans rættust aldrei nema að hluta varðandi þann rekstur.

Að upplagi var Árni andlegt og líkamlegt hraustmenni, bjartsýnin og dugnaðurinn hélt honum gangandi því um árabil herjuðu á heilsu hans illvígir sjúkdómar. Hann erfði frá foreldrum sínum manngæsku og átti trúarstyrk í gleði og þraut. Blessuð sé minning góðs vinar.

Ég bið öllum aðstandendum Árna Guðs friðar og blessunar.

 

Ársæll Þórðarson.


Morgunblaðið 28. mars 2017


Skráð af Menningar-Staður


 

01.04.2017 06:44

Prins­essupeysa úr Fló­an­um

 

 

 

Prins­essupeysa úr Fló­an­um

 

Meðal góðra gjafa sem Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, af­henti norsku kon­ungs­fjöl­skyld­unni í op­in­berri heim­sókn sinni til Nor­egs á dögunum var prjónuð lopa­peysa til handa Mette-Ma­rit krón­prins­essu.

Flík­in er með fal­legu rósam­ynstri og er hönn­un Mar­grét­ar Jóns­dótt­ir á bæn­um Syðra-Velli í Flóa. Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir á Stokks­eyri hafði það hlut­verk að prjóna eft­ir upp­skrift­inni, en sjálf gekk Mar­grét frá peys­unni, prjónaði lista fram­an á og setti renni­lás.

Geislandi alþýðustúlka

„Það var núna í byrj­un mánaðar­ins sem haft var sam­band við mig frá skrif­stofu for­seta Íslands og fal­ast eft­ir fal­legri gjöf til Mette-Ma­rit. Ég á nokk­urn lag­er af peys­um og fann til tólf slík­ar til kynn­ing­ar. Rósam­ynst­ur­speys­an þótti hæfa best. Já, ég hef lengi fylgst með Mette-Ma­rit, sem var alþýðustúlka í Ósló en varð prins­essa. Hún er geislandi og geðug,“ seg­ir Mar­grét Jóns­dótt­ir, sem hannaði og prjónaði sína fyrstu peysu með rósam­ynstri fyr­ir átján árum. Þá flík fékk dótt­ir henn­ar, Ing­veld­ur Þor­steins­dótt­ir, og peys­urn­ar eru orðnar marg­ar síðan. Mar­grét prjón­ar alltaf eitt­hvað sjálf en sinn­ir nú einkum hönn­un og hef­ur falið Ragn­hildi á Stokks­eyri prjóna­skap­inn sjálf­an.

„Að prjóna er ástríða mín, ég byrjaði í þessu fimm ára göm­ul,“ seg­ir Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir. Peys­una sem fór til Nor­egs seg­ir hún hafa verið tals­vert kúnst­verk. Í mynstri henn­ar sé átta blaða rós sam­kvæmt upp­skrift­inni og nokk­urt lag þurfi svo allt stemmi. „Ég næ gjarn­an að prjóna tvær til þrjá peys­ur á viku og mér finnst þetta alltaf jafn gam­an. Og það er skemmti­legt og auðvitað ákveðin upp­hefð að vita nú af peysu af mín­um prjón­um sem prins­ess­an mun vænt­an­lega bregða sér í. “

Prjóna­upp­skrift­ir seg­ir Mar­grét Jóns­dótt­ir að þró­ist með tím­an­um þó að meg­in­lín­an haldi sér. Þá skipti máli að lop­inn sem prjónað er úr sé góður, en hún not­ar ein­göngu lopa sem er úr sér­val­inni lambaull sem er unn­in hjá Ístex fyr­ir Ull­ar­vinnsl­una á Þing­borg í Flóa, en Mar­grét er meðal kvenn­anna sem þar starfa. Þar er einnig unnið band sem litað er með jurt­um lág­sveita Fló­ans; svo sem gul­möðru, mjaðjurt, birki­laufi, smára­blóm­um, lúpínu og fleira.

Kon­ung­leg mynstur

Marg­ar út­gáf­ur af peys­um og fleira fal­legt er að finna í ull­ar­vinnsl­unni á Þing­borg. Mar­grét hef­ur raun­ar látið víða til sín taka í hand­verks­menn­ing­unni og prjóna­skap. Má nefna bók­ina Lopal­ist sem hún og Anna Dóra syst­ir henn­ar tóku sam­an. Eru þar alls 26 upp­skrift­ir að peys­um og fleira í ýms­um út­gáf­um og með kon­ung­leg­um mynstr­um.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

31.03.2017 06:42

Ægir Hafberg hættir eftir tuttugu ára starf

 

 

Ægir Hafberg á skrifstofunni í Landsbankanum. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Ægir Hafberg hættir eftir tuttugu ára starf

 

Nú um mánaðamótin mars/apríl 2017 verða tímamót í Landsbankanum í Þorlákshöfn. Ægir E. Hafberg, sem verið hefur útibússtjóri s.l. 20 ár, lætur af störfum, samhliða verður útibúinu breytt í afgreiðslu frá Selfossi.

 

Valgerður Guðmundsdóttir sem verið hefur þjónustustjóri útibúsins sl. 35 ár mun veita afgreiðslunni forstöðu og aðrir núverandi starfsmenn starfa áfram í afgreiðslunni. Almenn banka– og póstþjónusta verður óbeytt að mestu en fyrirtækjum verður veitt þjónusta frá Selfossi.

 

Það er von Landsbankans að breyting þessi hafi sem minnst áhrif á almenn dagleg bankaviðskipti á svæðinu og starfsfólk mun hér eftir sem hingað til bjóða viðskiptavinum almenna banka – og póstþjónustu, eins og verið hefur.

 

Vegna þessara tímamóta verður boðið uppá léttar veitingar í útibúinu milli kl. 14:00 og 16:00 í dag, föstudaginn 31. mars 2017. 

Landsbankafólkið í Þorlákshöfn hvetur alla til að koma í útibúið, þiggja veitingar og kveðja „gamla“ útibússtjórann.

 

Starfsfólk Landsbankans í Þorlákshöfn

 

 


Skráð af Menningar-Staður

30.03.2017 05:58

Minningar-máltíð á Menningar-Stað

 


Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað
við upphaf minningar-máltíðarinnar í gær.

 

 

Minningar-máltíð á Menningar-Stað

 

Seint í kvöld, 30. mars 2017, eru 80 á frá því skoski togarinn  Loch Morar strandaði í brimgarðinum milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, um það bil 500 faðma frá skerjagarðinum út undan Gamla Hrauni, á stað sem kallast Framnesrif eða Hraunstangar.

Á togaranum vor 12 menn og fórust allir. Lík 6 þeirra fundust í fjörum við Eyrarbakka næstu vikur og mánuði og voru jarðsett í Eyrarbakkakirkjugarði.


Loch Morar lagði úr höfn í Aberdeen 22. mars 1937 áleiðis til Íslandsmiða undir stjórn Walter Edward Barber sem var reyndur og dugandi skipstjóri. En hvað varð til þess að skipið strandaði í brimgarðinum á Eyrarbakka verður víst aldrei vitað.

Gunnar Olsen hefur í áratugi séð um að halda við krossum á leiðum þeirra 6 skipverja sem hvíla í Eyrarbakkakirkjugarði. Árið 2012 smíðaði Reynir Jóhannsson nýja krossa að frumkvæði Gunnars Olsen og Jóns Hákons Magnússonar  með stuðningi frá breska sendiráðinu á Íslandi.

Í hádeginu í gær, 29. mars 2017, komu um 30 menn héðan úr Flóanum saman  á Menningar-Stað á Eyrarbakka til minningar-máltíðar um skipverjana 12 á Loch Morar og var á borðum siginn fiskur sem verkaður hefur verið af Hjallastenunni við Félagsheimilið Stað.Kristján Runólfsson orti:

Aldrei hef ég auðan disk,

ýmsar krásir fæ að smakka,

senn ég fer í siginn fisk,

hjá Siggeiri á Eyrarbakka.


Jafnframt heiðruðum viðstaddir minningu þeirra Gunnars Olsen og Jóns Hákons Magnússonar sem báðir hafa látist nú á síðustu misserum.

Siggeir Ingólfsson og Reynir Jóhannsson lýstu því yfir að þeir mundu taka við merki þeirra Gunnars Olsen og Jóns Hákons Magnússonar og sjá um viðhald krossana á leiðum skipverjanna af Loch Morar í Eyrarbakkakirkjugarði.

Vestfirska forlagið á Þingeyri lagði til bækur í bókalottó eins og það gerir gjarnan á samkomum Vina alþýðunnar sem stóðu fyrir þessari minningarstund í gær.Menningar-Staður færði til myndar.


Myndaalbúm með 37 myndum er komið á Menningar-Stað.


Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282426/
 

Nokkrar myndir:
 

.


Loch Morar lagði úr höfn í Aberdeen 22. mars 1937 áleiðis til Íslandsmiða

undir stjórn Walter Edward Barber sem var reyndur og dugandi skipstjóri. 

.

 

.

 

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

29.03.2017 15:30

Siggeir á Sölvabakka í Auðlindakistunni í kvöld

 


F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

Siggeir á Sölvabakka í Auðlindakistunni í kvöld

 

Í kvöld, miðvikudaginn 29. mars 2017 -  klukkan 20.30 verður Auðlindakistan á ÍNN á dagskrá.

Að þessu sinni ræðir Ásmundur Friðriksson við Siggeir Ingólfsson menningarmógúl og vin alþýðunnar á Sölvabakka og Stað á Eyrarbakka.
 

Spennandi viðmælandi og hrútavinur segir Ásmundur Friðriksson réttilega á Facebook-síðu sinni í dag.

 F.v.: Helga Einarsdóttir, Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson.

 


Skráð af Menningar-Staður

29.03.2017 11:04

Gosdrunur um allt land

 

 

 

Gosdrunur um allt land

 

• Sjötíu ár í dag frá upphafi mesta Heklugoss síðari tíma

• Fjallið vaknaði eftir aldarsvefn

• 800 metra háar eldsúlur
 

 

Sjötíu ár eru í dag liðin frá upphafi Heklugossins 1947, þess mesta í fjallinu á síðari tímum. Það var snemma á sjöunda tímanum að morgni sem fólk á Suðurlandi varð vart við snarpan jarðskjálftakipp og nánast á sömu stundu sáust gosmekkir stíga upp frá fjallinu. Staðfest upphafsstund gossins var kl. 6:41. „Hálfri klukkustund síðar var Hekla öll umlukt gosmekki frá rótum og bar mökkinn við himinn. Við og við sjást gosglampar gegnum þykkan reykjarstrókinn, en á bæjum, sem nálægt eru Heklu, heyrast drunur miklar og hurðir og gluggar hristast í húsum,“ segir í frétt Morgunblaðsins.

 

Ótal gígar um allt fjallið

Morgunblaðið var í tveimur útgáfum 29. mars 1947, þannig að þegar fregnir af gosinu bárust var skipt um forsíðu í prentun og fréttir af eldgosinu settar inn. Og gosið hélt áfram og í Morgunblaðinu 30. mars voru ítarlegri fréttir. „Það er nú orðið, að Hekla er eitt logandi eldhaf þvert yfir háfjallið. Miklir gígar eru á báðum Hekluöxlum ... Er engu líkara, en að ótal gígir hafi myndast um allt fjallið ... Eldsúlurnar á háfjallinu ná um 800 metra í loft upp ... Stórbjörgin þeytast í loft upp með kyngikrafti, en falla svo niður í eldhafið aftur.“

Víða má finna lýsingar á upphafi gossins, svo sem í bókinni Skrifað í skýin, minningum Jóhannesar R. Snorrasonar flugstjóra sem flaug austur á fyrstu klukkustundum gossins. „Svartir reykjar- og öskubólstrar hnykluðust upp með ógnarraða en efst varð mökkurinn steðjalaga, flattist út eins og éljaklakkar og þrumuský í háloftunum,“ segir Jóhannes, sem greinir frá því að aðeins örfáum klukkustundum hafi kraftur gossins dvínað verulega – en þó ekki meira en svo að sprengingar og drunur frá umbrotunum heyrðust um allt land, svo sem í Bolungarvík, á Patreksfirði og í Grímsey.

 

Þrettán mánuðir

Á fyrstu dögum eldgossins 1947 var mikið öskufall, svo sem á ofanverðum Rangárvöllum. Varð það til að bæirnir Þorleifsstaðir og Rauðnefsstaðir fóru í eyði, svo mikið spilltust jarðirnar. Einnig féll mikil aska í Fljótshlíð, undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum. Þá barst fíngerður gossalli með háloftavindum yfir höf og varð vart meðal annars í Finnlandi.

En þetta var ekki síður mikið hraungos. Strax í upphafi hamfaranna rifnaði Hekla eftir endilangri háegg sinn svo opnaðist löng gjá eftir fjallhryggnum. Um hana féll hraunelfur til NV og SV næstu mánuði en heildarflatarmál hraunsins frá 1947 er 40 ferkílómetrar lands.

Eldgosið stóð í alls þrettán mánuði, fram í aprílok 1948. Þá eins og nú vakti gosið áhuga margra og margir gerðu sér ferð austur, leikir sem lærðir. Það var 2. nóvember 1947 sem Steinþór Sigurðsson náttúrufræðingur sem var við rannsóknir við jaðar hraunsins fékk á sig stein sem flaug fram úr hraunjaðrinum. Steinþór lést samstundis, en hann meðal vísindamanna sem fylgdust með framvindu eldgossins.

 

Hækkaði í 1.503 metra

Gerðar voru ítarlegar rannsóknir á gosinu í Heklu sem þegar hér var komið sögu hafði ekki bært á sér í 102 ár. Þá varð þetta mikla gos fyrir sjötíu árum til þess að hækka hátind Heklu úr 1.447 metrum í 1.503 metra, en hann fór þó fljótlega niður í 1.491 og hefur haldist svo allt fram til þessa dags.

 Morgunblaðið 29. mars 2017


Skráð af Menningar-Staður

 

27.03.2017 21:34

Sjónvarpsstöðin -ÍNN- á Eyrarbakka

 


F.v.: Helga Einarsdóttir, Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Sjónvarpsstöðin -ÍNN- á Eyrarbakka

 

Sjónvarpsstöðin vinsæla -ÍNN- var á dögunum við upptökur á Eyrarbakka.

Þar voru á ferð þau Ásmundur Friðriksson og Helga Einarsdóttir við upptökur á þættinum -Auðlindakistan-

Viðmælandi þeirra var Siggeir Ingólfsson á Sölvabakka.
 


Þátturinn verður sýndur von bráðar.

 

.
.
Skráð af Menningar-Staður 

23.03.2017 22:52

23. mars 1663 - Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir lést


 

 

Brynjólfskirkja í Skálholti.

 


23. mars 1663 - Ragnheiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir lést

 

Ragnheiður Brynjólfsdóttir Sveinssonar frá Holti í Önundarfirði, biskupsdóttir, lést í Skálholti, 21 árs þann 23. mmars 1663. 

Við útför hennar var sálmur Hallgríms Péturssonar Um dauðans óvissa tíma (Allt eins og blómstrið eina) líklega fluttur í fyrsta sinn, en hann hefur verið sunginn við flestar jarðarfarir síðan.

 

Morgunblaið 23. mars 2017 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.Skráð af Menningar-Staður

23.03.2017 08:43

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 


Sundhöllin í Reykjavík sem Eyrbekkingurinn

Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 

Sundhöllin í Reykjavík var vígð þann 23. mars 1937 að viðstöddu fjölmenni.

 

Hún hafði verið átta ár í byggingu.

 

Morgunblaðið sagði að þetta væri „dýrasta og veglegasta íþróttastofnun landsins“.
 

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði bygginguna.


Morgunblaðið 23. mars 2017.


 


Guðjón Samúelsson.
 
Skráð af Menningar-Staður