Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.04.2019 08:44

Lilja í Vöfflukaffinu

 

 

 

 

 

Lilja í Vöfflukaffinu

 

 

 

21. „Vöfflukaffi“ þessa vetrar hjá Framsóknarfólki í Sveitarfélaginu Árborg var haldið föstudaginn 5. apríl sl. í Framsóknarsalnum við Eyravegi á Selfossi.  

 

Sérlegur gestur þessa Vöfflukaffis var  Lilja Alfreðsdóttir,  mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Lilja hafði frá mörgu að segja í viðburðaríku starf ríkistjórnarinnar  þessar vikurnar og þá tók hún sérstaklega fyrir sinn málaflokk í mennta- og menningarmálum.

 

Húsfyllir var á Vöfflukaffinu eins og oftast á þessum frábæru mannlífsaukandi samkomum sem aldrei verða ofþakkaðar.

 

Meðal gesta var Flateyringurinn Björn Ingi Bjarnason sem búið hefur á Eyrarbakka í tuttugu ár. Hann ávarpaði ráðherrann og þakkaði skilning og mikilvægan stuðning hennar og fjárveitingavaldsins við Lýðháskólann á Flateyri sem gjörbreytt hefur samfélaginu þar til hins betra. Orðum sínum fylgdi Björn Ingi efir með gjöfum til Lilju sem voru tveir önfirskir menningarmolar. Bókin „Nú brosir nóttin“ sem bókaútgáfn Sæmundur á Selfossi gaf út fyrir síðustu jól. Bókin er ævisaga Guðmundar Einarssonar bónda og refaskyttu að Brekku á Ingjaldssandi í Önundarfirði. Einnig diskur með „Hljómsveitinni ÆFINGU“ frá Flateyri sem er nú að fagna 50 ára afmæli hljómsveitarinnar. Hann gat þess að hljómsveitarstjórinn, Árni Benediktsson, hefur búið á Selfossi í tuttugu ár og hljómsveitarstarfinu stýrt héðan úr Flóanum með góðum mannlífs- og menningarlegum árangri. 

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

09.04.2019 11:03

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 9. apríl 2019

 

 

 

 

       Alþýðuhúsið  á Eyrarbakka 9. apríl 2019

 

 

              -Vinir alþýðunnar-
               

                    Kleinudagur

 

.

.

.

.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

09.04.2019 07:06

Landbúnaðarráðherrastarfið skemmtilegast

 

 

 

Landbúnaðarráðherrastarfið skemmtilegast

 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra – 70 ára

 

 

Guðni Ágústs­son fædd­ist á Brúna­stöðum í Hraun­gerðis­hreppi 9. apríl 1949. Hann gekk í barna­skóla í Þing­borg, fór í Héraðsskól­ann á Laug­ar­vatni, lauk þaðan gagn­fræðaprófi 1966 og varð bú­fræðing­ur frá Land­búnaðarskól­an­um á Hvann­eyri 1968.

 

Guðni var í sveit á Syðri-Bæg­isá í Öxna­dal. Hann starfaði við til­rauna­búið í Laug­ar­dæl­um,vann hjá Sig­fúsi Krist­ins­syni Staðarsmið á Sel­fossi, var bú­stjóri á Hamri í Mos­fells­sveit og var mjólkureft­ir­litsmaður hjá Mjólk­ur­búi Flóa­manna 1976-1987. Guðni var kjör­inn alþing­ismaður Sunn­lend­inga 1987 og var land­búnaðarráðherra 1999-2007. Hann var formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands 1990-1993 og bankaráðsmaður til 1998, jafn­framt formaður Stofn­lána­deild­ar land­búnaðar­ins og síðar formaður Lána­sjóðs land­búnaðar­ins. Hann varð formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins 2007 en lét af þing­mennsku haustið 2008. Guðni starfaði sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka afurðastöðva í mjólk­uriðnaði til árs­ins 2015.

 

Guðni var sæmd­ur stór­ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu og hlaut enn frem­ur úr hendi Sví­a­kon­ungs Kungliga Nord­stjär­neor­d­en. Guðni er formaður orðunefnd­ar hinn­ar ís­lensku fálka­orðu. Hann er enn frem­ur formaður rit­nefnd­ar um Flóa­manna­bók. Guðni er rit­höf­und­ur og hef­ur gefið út tvær bæk­ur auk ævi­sögu sinn­ar sem Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son skráði.

 

„Ég var al­inn upp við skrá­argat stjórn­mál­anna og var sjö ára þegar faðir minn var kos­inn á Alþingi, þetta var í genun­um að vilja taka þátt í fé­lags­mál­um. For­mennska í ung­menna­fé­lagi sveit­ar minn­ar mótaði mig strax og leik­sviðið bæði á Laug­ar­vatni og Hvann­eyri hreinsaði mig af feimn­inni og ég hafði gam­an strax af því að beita rödd minni í lestri og leik­rit­um. Ég lék m.a. þrjár hetj­ur af ólíkri gerð: Jón Hreggviðsson, snær­isþjóf frá Rein, Lykla-Pét­ur í Gullna hliðinu og Svart þræl í Ný­árs­nótt­inni. Ég þótti nokkuð orðhvat­ur í fram­boðsræðum til að byrja með en faðir minn ávítaði mig: „Vertu aldrei per­sónu­leg­ur eða vond­ur við and­stæðinga þína, þetta er gott fólk og þú get­ur þurft á vináttu þess að halda.“

 

Skemmti­leg­ast þótti mér að verða land­búnaðarráðherra og geta látið verk­in tala. Það er erfitt starf að vera þingmaður hvað þá ráðherra en gæf­an féll mér í skaut, þjóðin var mér góð, ekki síst eft­ir að ég mildaðist. Ég lít á ræðumennsku sem list­grein, en í henni þarf að vera smá uppistand, efn­is­rík og skemmti­leg þarf ræðan að vera. Enn er ég eft­ir­sótt­ur ræðumaður og fund­ir mín­ir vel sótt­ir af fólki eins og á Kanarí og ég ávarpaði stærsta þorra­blót heims­ins í Kópa­vogi í vet­ur.

 

Sagt er að þessi af­mæl­is­dag­ur sé sá erfiðasti á lífs­leiðinni, þarna liggi skil­in á milli þess að vera maður eða gam­al­menni, því­líkt bull. Ég ætla að lifa sam­kvæmt því að fög­ur sál er ávallt ung und­ir silf­ur­hær­um. Flug­stjór­inn minn er auðvitað Guð al­mátt­ug­ur, nú seg­ir hann: spennið belt­in, en ég vona að það sé langt til lend­ing­ar.“

 

Fjöl­skylda

Eig­in­kona Guðna er Mar­grét Hauks­dótt­ir, f. 3.4. 1955: For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Hauk­ur Gísla­son, bóndi og hrepp­stjóri á Stóru-Reykj­um í Flóa, f. 1920, d. 2002, og Sig­ur­björg Geirs­dótt­ir, f. 1932, d. 2018.

 

Börn Guðna og Mar­grét­ar eru:

1) Brynja, f. 7.3. 1973. Maki: Auðunn Sól­berg Vals­son, f. 1964. Börn: Guðni Val­ur, f. 2000; Salka Mar­grét, f. 2002; Oli­ver Tumi, f. 2005; son­ur Auðuns: Jök­ull Sól­berg, f. 1986; son­ur hans: Rökkvi Sól­berg, f. 2010. Unn­usta Jök­uls: Sunna Björk Gunn­ars­dótt­ir, f. 1992.

2) Agnes, f. 20.11. 1976. Börn: Freyja, f. 2003. Snorri, f. 2006. Barns­faðir: Guðni Vil­berg Björns­son, f. 1979.

3) Sig­ur­björg, f. 15.4. 1984. Maki: Arn­ar Þór Úlfars­son, f. 1980. Börn: Eva, f. 2012, og Eik, f. 2015.

 

Systkini Guðna:

Ásdís, f. 1942; Þor­vald­ur, f. 1943; Ketill Guðlaug­ur, f. 1945; Gísli, f. 1946, d. 2006; Geir, f. 1947; Hjálm­ar, f. 1948; Auður, f. 1950; Valdi­mar, f. 1951; Bragi, f. 1952; Guðrún, f. 1954; Tryggvi, f. 1955; Þor­steinn, f. 1956; Hrafn­hild­ur, f. 1957; Sverr­ir, f. 1959; Jó­hann, f. 1963.

 

For­eldr­ar Guðna voru hjón­in Ágúst Þor­valds­son, f. 1.8. 1907, d. 12.11. 1986, bóndi og alþing­ismaður á Brúna­stöðum í Flóa, og Ing­veld­ur Ástgeirs­dótt­ir, f. 15.3. 1920, d. 6.8. 1989, hús­freyja.

 

 Morgunblaðið 9. apríl 2019.Skráð af Menningar-Staður

08.04.2019 18:02

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórðarson

 

 
 

Sigurður Þórðarson (1895 - 1968).

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórðarson

 

 

Sigurður fæddist að Gerðhömrum í Dýrafirði 8. apríl 1895, sonur hjónanna Þórðar Ólafssonar, prófasts á Söndum, og Maríu Ísaksdóttur húsfreyju.
 

Eiginkona Sigurðar var Áslaug Sveinsdóttir frá Hvilft í Önundarfirði og eignuðust þau tvö börn, sem bæði dóu ung.
 

Sigurður lauk prófi frá Verzlunarskólanum í Reykjavík 1915, var verslunarmaður á Akureyri um skeið, starfaði í Landsbankanum í Reykjavík en lærði á orgel, píanó og fiðlu og stundaði nám í tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni, frú Önnu Pétursson, móður dr. Helga Pjeturss, Oscar Johansen og Páli Ísólfssyni, sem hvatti hann til að fara utan til frekara náms.

Hann lagði stund á píanó- og fiðlunám og hljómfræði í Tónlistarskólanum í Leipzig 1916-18 en hvarf þá heim vegna fjárskorts, var skrifstofumaður hjá G. Copland & Co og síðan skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins frá stofnun þess 1930 og þar til hann fór á eftirlaun. Auk þess gegndi hann oft útvarpsstjórastarfinu í fjarveru útvarpsstjóra.

 

Þó að Sigurður sinnti tónlistinni í hjáverkum varð hann einn þekktasti kórstjóri landsins og var auk þess prýðilegt tónskáld. Hann stjórnaði karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði 1923-26, stofnaði Karlakór Reykjavíkur 1926 og stjórnaði honum til 1966. Á þeim árum gerði kórinn víðreist til Norðurlandanna, Mið-Evrópu, Bandaríkjanna, Kanada og Miðjarðarhafslanda.
 

Sigurður samdi óperettu, kantötur, tónsmíðar fyrir píanó, orgel, hljómsveit og fjölda sönglaga.
 

Eitt þekktasta tónverk hans er Alþingishátíðarkantata frá 1930, en þar er alkunnur kaflinn „Sjá, dagar koma.“ Hann var ljóðrænt sönglagatónskáld og átti hægt með að semja eftir ljóðforminu.
 

Sigurður var sæmdur fálkaorðunni, Buffalo-orðunni, æðsta heiðursmerki Manitobafylkis, sæmdur medalíu af páfanum og var heiðursfélagi Winnipeg-borgar, Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og fjölda söngfélaga.
 

Sigurður lést 28. október 1968.

 

Morgunblaðið.Skrá af Menningar-Staður.

08.04.2019 17:53

Söngfugl úr Flóanum

 

 

 

Söngfugl úr Flóanum

 

 

Hjör­dís Geirs­dótt­ir fædd­ist 8. apríl 1944 í Byggðar­horni í Flóa. „Ég ólst upp við al­menn sveita­störf á stóru sveita­heim­ili hjá ást­rík­um for­eldr­um.“ Hjör­dís gekk í barna- og ung­linga­skóla Sel­foss og fór eft­ir skóla­göngu að vinna versl­un­ar­störf á Sel­fossi hjá Kaup­fé­lag­inu Höfn og síðan Kaup­fé­lagi Árnes­inga. Hún lauk námi frá Hús­mæðraskóla Suður­lands á Laug­ar­vatni vorið 1962.

 

Hún fór 15 ára að syngja með hljóm­sveit Giss­ur­ar bróður síns, Tóna­bræðrum, og söng síðan jafn­hliða vinnu og námi með ann­arri hljóm­sveit bróður síns, Caroll Quin­tet, og síðan Safír­sex­t­ett, sem voru skipaðir ung­um mönn­um af Suður­landi. Hún flutti til Reykja­vík­ur og vann við versl­un­ar­störf og söng dans- og dæg­ur­lög með ýms­um hljóm­sveit­um, m.a. Hljóm­sveit Karls Lillendahl, Hljóm­sveit Jóns Sig­urðsson­ar, stór­sveit­inni Perlu­band­inu und­ir stjórn Karls Jónatans­son­ar, Hljóm­sveit Harmonikku­unn­enda með ýms­um harmonikku­leik­ur­um og Rokksveit Ólafs Þór­ar­ins­son­ar (Labba) á Sel­fossi. „Ég var í mörg ár svo­kölluð „freel­ance“ söng­kona og söng og stjórnaði síðan eig­in hljóm­sveit í ára­tug. Ég syng með Stór­sveit Íslands við ýmis tæki­færi.“

 

Hjör­dís lauk sjúkra­liða- og snyrti­fræðinámi frá Fjöl­brauta­skól­an­um í Breiðholti 1991 og starfaði á ýms­um deild­um Land­spít­al­ans í Foss­vogi og á snyrti­stof­unni Okk­ar á Hót­el Esju. Hún starfaði jafn­hliða sem skemmt­ana­stjóri fyr­ir ís­lensk­ar ferðaskrif­stof­ur er­lend­is.

 

Hjör­dís hef­ur gert tvær hljóm­plöt­ur, sú fyrri er Para­dís á jörð, frá 1990. Þar léku und­ir fé­lag­ar úr Mezzof­orte ásamt fleir­um. Sú seinni er Hjör­dís Geirs­dótt­ir ásamt göml­um og glöðum fé­lög­um, frá 2001. „Þar spiluðu með mér 17 tón­list­ar­menn sem höfðu spilað með mér mis­lengi gegn­um fer­il­inn. Ald­urstak­markið var 50 ára og eldri nema bakradd­irn­ar fengu und­anþágu en þær voru dótt­ir mín Hera Björk og Kristjana Stef­áns­dótt­ir.“ Hjör­dís söng með Árnes­ingakórn­um í Reykja­vík og var formaður hans um ára­bil. Hún söng með Kór Selja­kirkju um ára­bil og syng­ur nú með Álfta­neskórn­um og Gafl­arakórn­um. Hún stjórnaði söng­hóp í fé­lags­miðstöðinni við Hæðarg­arð og söng­hópn­um Haf­meyj­un­um um ára­bil. „Ég starfa nú með söng­fé­lög­um mín­um Fjör­fisk­un­um og harmonikku­leika, og heim­sæki reglu­lega dag­vist­ar­stofn­an­ir fyr­ir minn­is­sjúka og fleiri stofn­an­ir þar sem rifjuð eru upp göm­ul dans- og dæg­ur­lög og söng­lög.“

 

Fjöl­skylda

Eig­inmaður Hjör­dís­ar er Þór­hall­ur Geirs­son, f. 6.8. 1945, bif­reiðastjóri og bankamaður. For­eldr­ar hans voru hjón­in Geir Ásmunds­son frá Víðum í Reykja­dal, bóndi og tré­smiður, f. 28.4. 1906, d. 24.11. 1972, og Lilja Hrafn­hild­ur Jóns­dótt­ir frá Seyðis­firði, hús­móðir og verka­kona, f. 16.6. 1922 d. 17.2. 1997.

 

Börn Hjör­dís­ar og Þór­halls eru:

1) Þór­dís Lóa, rekstr­ar­hag­fræðing­ur og formaður borg­ar­ráðs, f. 7.12. 1965. Maki: Pét­ur Jóns­son, fjár­mála- og rekstr­ar­ráðgjafi, f. 14.9. 1966, börn: Davíð Örn Ingimars­son, Ástrós og Pat­rik;

2) Hera Björk, söng­kona og fast­eigna­sali, f. 29.3. 1972. Maki: Hall­dór Ei­ríks­son rekstr­ar­hag­fræðing­ur, f. 29.1. 1965, börn: Þór­dís Petra Ólafs­dótt­ir og Víðar Kári Ólafs­son;

3) Geir sjúkraþjálf­ari, f. 10.6. 1975. Maki: Auður Ýr Stein­ars­dótt­ir lög­fræðing­ur, f. 27.12. 1979, börn: Hjör­dís Lilja, Helgi Þór og Hekla Dís;

4) Giss­ur tölv­un­ar­fræðing­ur, f. 10.12. 1978. Maki: Rósa Björk Ómars­dótt­ir, söng­kona og hjúkr­un­ar­fræðing­ur, f. 1.4. 1982, börn: Álfrún Hanna og Lóa Björk.

 

Systkini:

Giss­ur, f. 17.7. 1939, d. 27.5. 1976, tón­list­armaður og tré­smiður. Maki: Ásdís Lilja Svein­björns­dótt­ir talsíma­vörður, bús. á Seltjarn­ar­nesi, f. 24.7. 1944; Úlf­hild­ur, tón­list­ar­kona og skólaliði, bús. í Mos­fells­bæ, f. 27.3. 1942. Maki: Sig­valdi Har­alds­son vefari, f. 10.3. 1942; Gísli, bóndi og bif­reiðastjóri, bús. á Sel­fossi, f. 3.8. 1945. Maki: Ingi­björg Krist­ín Inga­dótt­ir bóka­safnsvörður, f. 20.9. 1949, d. 8.3. 2018; Bryn­hild­ur, fé­lags- og skólaliði, bús. í Hraun­prýði í Flóa, f. 10.6. 1951. Maki: Kristján Ein­ars­son, fv. slökkviliðsstjóri og tré­smiður, f. 16.7. 1949.

 

For­eldr­ar Hjör­dís­ar voru hjón­in Geir Giss­ur­ar­son, bóndi í Byggðar­horni, f. 30.5. 1916, d. 11.4. 2004, og Jón­ína Sig­ur­jóns­dótt­ir, hús­freyja í Byggðar­horni, f. 20.10. 1911, d. 10.7. 1988.

 Morgunblaðið 8. apríl 2019
 Skráð af Menningar-Staður

07.04.2019 09:44

Opin íbúafundur á Selfossi um atvinnu- og menningarmál

 

 

 

 

 

Opin íbúafundur á Selfossi

 

um atvinnu- og menningarmál

 

 

Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS) standa fyrir fundaherferð um Suðurlandið þessa dagana í tengslum við mótun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024.

 

Opin íbúafundur verður haldin í Tryggvaskála á Selfossi þriðjudaginn 9. apríl nk. og skiptist fundurinn í tvennt:

 

Súpufundur kl. 12:00 – 14:00 um atvinnumál

 

og kaffifundur kl. 16:00 – 18:00 um menningarmál.

 

Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og koma sínum skoðunum og ábendingum í ljós við mótun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024.
 

 

 
 

Skráð af Menningar-Staður

07.04.2019 08:20

Tækifæri í framhaldi af úttekt á rekstri og stjórnsýslu Árborgar

 

 

Guðmundur Ármann Pétursson.

 

 

Tækifæri í framhaldi af úttekt á

 

rekstri og stjórnsýslu Árborgar

 

 

Það var skynsöm ákvörðun bæjarstjórnar Árborgar að staldra við og láta gera úttekt á rekstri og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Það sést glöggt á lestri skýrslunnar að vandað var til verka. Á borðinu eru 132 tillögur sem geta gert þjónustuna betri og reksturinn hagkvæmari.

 

Meðal atriða er að hvatt er til rafrænnar stjórnsýslu og bent á mikilvægi staðsetningar mismunandi þjónustuþátta sveitarfélagsins s.s. að þjónustver verði staðsett á fyrstu hæð Ráðhússins og skrifstofurými opin.

 

Staðsetning skiptir máli og við þá vinnu sem nú á sér stað varðandi mat og innleiðingu á þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram er mikilvægt að huga að staðsetningu.

 

Forsvarsmenn Árborgar hafa sótt það fast þegar kemur að flutningi ríkisstofnana á landsbyggðina að ríkisstofnanir verði staðsettar á Selfossi. Nú þurfa forsvarsmenn sveitarfélagsins að vera tilbúnir til að horfa inn á við.

 

Spurningin í dag er; Hvernig getur sveitarfélagið best staðsett stofnanir sínar innan Árborgar?

 

Stofnanir sveitarfélagsins og þjónustusvið eiga að geta veitt góða þjónustu og stutt við mismunandi svæði samfélagsins með staðsetningu sinni.

 

Það er mjög æskilegt að þegar unnið verður úr þeim tillögum sem liggja á borðinu að horft verði til þess að með rafrænni stjórnsýslu, breyttu vinnufyrirkomulagi, öflugu netsambandi, bættum almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum að þá eru ný tækifæri til staðsetningar.

 

Nú er til dæmis tækifæri til þess að staðsetja þjónustuþætti, stofnanir og störf við ströndina. Frumkvæði sveitarfélagsins við að færa störf á Eyrarbakka og Stokkseyri mun auðvelda frekari uppbyggingu og hjálpa til við að gera samfélögin þar að enn betri búsetukosti. Árborg allri til heilla.

 

 

Guðmundur Ármann Pétursson, íbúi á Eyrarbakka
Skráð af Menningar-Staður

06.04.2019 19:52

Sandra Dís ráðinn sviðsstjóri fjármála, stjórnsýslu og menningarsviðs Ölfuss

 

 

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir.

 

 

Sandra Dís ráðinn sviðsstjóri fjármála,

 

stjórnsýslu og menningarsviðs Ölfuss

 

 

Eyrbekkingurinn Sandra Dís Hafþórsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjármála, stjórnsýslu og menningarsviðs Ölfuss.

 

„Að afloknum viðtölum við þá fjóra umsækjendur sem Hagvangur taldi hæfasta af umsækjendum um starf sviðsstjóra fjármála, stjórnsýslu og menningarsviðs var ákveðið að fara að ráði Hagvangs sem annaðist umsóknarferlið og bjóða Söndru Dís Hafþórsdóttur starfið. Hún hefur þegar þegið þá stöðu. Tillaga um ráðningu hennar mun liggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs, þótt sjálfsagt sé þar um formsatriði að ræða enda fulltrúar bæði meiri- og minnihluta þátttakendur í ákvörðuninni.“ Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, í tilkynningu um ráðninguna.

 

Sandra Dís er fædd árið 1974 og gift Reyni Jóhannssyni fangaverði og húsasmiði. Þau eiga tvö börn, 11 og 14 ára. Sandra Dís er lærð viðskiptafræðingur og hefur starfað sem fjármálastjóri Árvirkjans seinustu ár. Áður starfaði hún til að mynda hjá KPMG og Kaupþingi. Hún hefur auk þess ríka þekkingu af sveitarstjórnarmálum. Sat í bæjarstjórn Árborgar í tvö kjörtímabil og sinnti þar fjölmörgum trúnaðarstörfum. Sat meðal annars í bæjarráði 2012-2016, var forseti bæjarstjórnar 2017-2018, formaður fræðslunefndar 2010-2018, sat í stjórn Tónlistarskóla Árnesinga 2010-2018, fulltrúi í Héraðsnefnd Árnesinga, sat í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í 6 ár, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Suðurlands ásamt því að sinna ýmsum öðrum störfum sem fulltrúi sveitarfélagsins.

 

„Sem sviðsstjóri mun Sandra Dís taka þátt í yfirumsjón með stjórnsýslu, fjármálum og starfsmannahaldi sveitarfélagsins og stofnana þess, auk menningarmála í víðasta skilningi þess orðs. Hún verður staðgengill bæjarstjóra og hefur ásamt aðalbókara og bæjarstjóra yfirumsjón með fjármálastjórnun bæjarins og stofnana,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

 

Hafnarfréttir.
 Skráð af Menningar-Staður

06.04.2019 07:19

Björn Jensen er áttræður í dag

 

 

 

 

Björn Jensen er áttræður í dag 

 

6. apríl 2019

 

 

Slær ekki af í vinnu

 

 

Afmælisdagurinn verður spennandi, en konan mín er búin að bjóða mér í óvissuferð sem ég hlakka mikið til. Á sumardaginn fyrsta, 25. apríl, ætla ég svo að bjóða stórfjölskyldunni í kaffi, eins og ég hef jafnan gert á stórafmælum mínum,“ segir Björn Jensen, rennismiður á Selfossi, sem er áttræður í dag. Hann rekur eigið verkstæði og slær hvergi af þótt áttræður sé orðinn enda heilsan góð.

 

„Sem barn var ég farinn að velta fyrir mér hvernig vélar virkuðu og snerust. Ég skrúfaði alls konar tæki sundur og saman og sem snúningsstrákur í sveit gerði ég við traktorinn. Því kom nánast af sjálfu sér að ég yrði járniðaðarmaður. Margir telja nánast nauðsyn að hætta að vinna sjötugir, sem er að mínum dómi algjör misskilningur. Auðvitað er misjafnt milli fólks hve lengi það vill og getur unnið, en sjálfur ætla ég að halda áfram. Vinnan er mín leið til þess að taka þátt í lífinu en starfsdagurinn nú er sjaldan nema 7-8 tímar. Það er talsvert skemmra en fyrr á árum,“ segir Björn, sem hefur unnið við rennismíði frá árinu 1955, þegar hann hóf störf í smiðjum Kaupfélags Árnesinga.

 

Um dagana hefur Björn ferðast víða erlendis, ekið um mörg Evrópulönd og Bandaríkin. „Ég fer til dæmis oft út til Þýskalands þar sem yngri sonur minn býr. Mér finnst alltaf gaman að fara um nýjar slóðir og koma á áhugaverða staði. Svo á ég líka hús og jarðarpart í Grímsnesinu og fer þangað oft,“ segir Björn, sem er í sambúð með Auðbjörgu Guðmundsdóttur á Eyrarbakka. Fyrri kona Björns var Guðrún Ásgerður Halldórsdóttir frá Búrfelli í Grímsnesi, sem lést árið 2001. Þau eignuðust tvo syni: Halldór leiðsögumann og Róbert flugtæknifræðing. Barnabörnin eru þrjú.


Morgunblaðið 6. apríl 2019 - sbs@mbl.isSkráð af Menningar-Staður

06.04.2019 06:32

Merkir Íslendingar - Berglind Bjarnadóttir

 

 

Berglind Bjarnadóttir (1957 - 1986).

 

 

Merkir Íslendingar - Berglind Bjarnadóttir

 

 

Berg­lind Bjarna­dótt­ir fædd­ist 6. apríl 1957 í Hafnar­f­irði,

dótt­ir hjón­anna Bjarna Ólafs­son­ar, f. 1920, d. 2006, skó­smíða- og pípu­lagn­inga­meist­ara í Hafnar­f­irði, og Fríðu Ásu Guðmunds­dótt­ur, f. 1924, hús­freyju í Hafnar­f­irði.

 

Berg­lind ólst upp í Hafnar­f­irði og var meðal stofn­enda Kórs Öldu­túns­skóla árið 1965. Þegar kór­inn hélt í sína fyrstu ut­an­lands­ferð til Finn­lands árið 1968 var Berg­lind fyrsti ein­söngv­ari kórs­ins. Hún söng síðar m.a. með Kór Hafn­ar­fjarðar­kirkju, Pólý­fón­kórn­um og Þjóðleik­hús­kórn­um.

 

Berg­lind gekk til liðs við þjóðlaga­sveit­ina Lítið eitt árið 1972 og söng með sveit­inni inn á tvær plöt­ur, var tíður gest­ur í sjón­varp­inu og varð landsþekkt söng­kona. Hún sá einnig um þátt fyr­ir börn í Rík­is­út­varp­inu á sem hét. „Und­ir tólf.“

 

Stúd­ents­prófi lauk hún frá Flens­borg­ar­skóla og vorið 1978 tók hún burt­farar­próf í ein­söng frá Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs. Árið 1979 flutti hún til Svíþjóðar ásamt unn­usta sín­um og síðar eig­in­manni, hún fór að læra söng og hann sál­fræði. Berg­lind lauk ein­söngs­kenn­ara­námi við Stockholms Musikpedagogiska Instituti­on árið 1984 en hélt áfram námi við Opera Works­hop Auk söngnáms­ins lagði hún stund á tón­list­ar­sögu og þýsku. Berg­lind hélt tón­leika bæði hér á landi og í Svíþjóð. Að loknu kenn­ara­prófi þjálfaði hún tvo kóra og kenndi ein­söng við Kurs­verk­sam­heten vid Stockholms Uni­versit­fit.

 

Söng Berg­lind­ar er ekki að finna á mörg­um plöt­um öðrum en þeim sem Lítið eitt sendi frá sér. Hún söng inn á vísna­plöt­una Út um græna grundu (1976) og jóla­plöt­una Jóla­streng­ir (1977), auk þess að syngja bakradd­ir með hljóm­sveit­inni Eik á litla plötu þeirra sem út kom 1975.

 

Berg­lind var gift Rún­ari Matth­ías­syni sál­fræðingi, f. 12.12. 1953, sem nú er bú­sett­ur í Hafnar­f­irði.

 

Berg­lind veikt­ist af krabba­meini og lést 10. des­em­ber 1986.Morgunblaðið 6. apríl 2019.Skráð af Menningar-Staður
.