Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

06.09.2017 17:32

Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól

 

 

 

Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól 

 

Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól á Eyrarbakka hófst í gær 5. sept. 2017 og stendur næstu daga.

 

Hér er sagan.

 

Hér versluðu Sunnlendingar öldum saman hjá dönskum kaupmönnum, en oftar voru verslunarstjórarnir íslenskir.

 

Það verður fróðlegt að sjá hvað fornleifarannsóknir undir stjórn Eyrbekkingsins Ágústu Edwald Maxwell mun leiða í ljós.


Af Facebook-síðu Byggðasafns Árnesinga.


Skráð af Menningar-Staður

 

05.09.2017 18:27

5. sept­em­ber 1972 - beitti tog­vír­aklipp­um í fyrsta sinn

 

 

Varðskipið Ægir við bryggju á Flateyri skömmu eftir þorskastríðin. Ljósm.: BIB
 

 

5. sept­em­ber 1972

- beitti tog­vír­aklipp­um í fyrsta sinn

 

Varðskipið Ægir beitti tog­vír­aklipp­um á bresk­an land­helg­is­brjót í fyrsta sinn. Þetta gerðist inn­an 50 sjó­mílna mark­anna norður af Horni, nokkr­um dög­um eft­ir út­færslu land­helg­inn­ar. 
 


Á rúmu ári tókst í 82 skipti að klippa á víra tog­ara.

 

Morgunblaðið þriðjudaginn 5. september 2017.


Skráð af Menningar-Staður

04.09.2017 19:43

4. september 1845 - Jón forseti og Ingibjörg gefin saman

 

 

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.

 

4. september 1845 -

Jón forseti og Ingibjörg gefin saman

 

Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, 34 ára skjalavörður (síðar nefndur forseti), og Ingibjörg Einarsdóttir, 40 ára, voru gefin saman í hjónaband þann 4. september 1845, en þau höfðu verið í festum í tólf ár. 

 

Þau stofnuðu  heimili í Kaupmannahöfn. Hjónin bjuggu á þremur stöðum í Kaupmannahöfn, áður en þau fluttu í stóra og glæsilega íbúð við Øster Voldgade (Jónshús) árið 1852 en þar bjuggu þau síðan til æviloka og héldu uppi mikilli risnu. 

Haustið 1859 tóku þau til sín fósturson, Sigurð Jónsson 8 ára, systurson Jóns vestan af fjörðum, og ólu hann upp sem sinn eigin son en sjálf voru þau barnlaus.

Jón og Ingibjörg létust bæði í desember 1879.

 

Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

Øster Voldgade (Jónshús)

í Kaupmannahöfn.


Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

03.09.2017 17:42

Guðni góður prestur

 

 

Guðni Ágústsson prédikar í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 25. maí sl.

Séra Hjálmar Jónsson situr inn við altarið. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Guðni góður prestur

 

Guðni Ágústsson, f.v. landbúnaðarráðherra og heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, prédikaði við messu hjá séra Hjálmari Jónssyni í Dómkirkjunni í Reykjavík í vor. Það var á uppstigningardegi sem jafnframt var dagur aldraðra.

 

Séra Hjálmar Jónsson hefur eftir messuna sett í góða vísu hvar hann sér hvað Guðni hefði orðið frábær prestur ef hann hefði lagt það fyrir sig…

 

Það sem Guðni gerir best

gleður allan múginn

en þar fór afbragsefni í prest

algjörlega í súginn.

 

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið

 
Skráð af Menningar-Staður


 

03.09.2017 08:29

Messa í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 3. sept. 2017 kl. 11

 

 

 

Messa í Eyrarbakkakirkju

sunnudaginn 3. sept.  2017 kl. 11

 

Næsta messa verður í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 3. sept. 2017 kl. 11 og fjallar um sæluboð.

 

Altarisganga og ferming. Fermdur verður Björn Ásgeir Kristjánsson, Egilsgötu 32, 101 Reykjavík (sonur prestshjónanna).

 

Allir velkomnir og sérstaklega fermingarbörn vetrarins og foreldrar.

 

Kór Eyrarbakkakirkju syngur.

 

Organisti Haukur Arnarr Gíslason.

 

Sr. Kristján Björnsson.

 

.
Skráð af Menningar-Staður

01.09.2017 19:41

Hilmar Andrésson 80 ára í dag

 


Hilmar Andrésson.

 

Hilmar Andrésson  í Smiðshúsum á Eyrarbakka

 

er 80 ára í dag föstudaginn 1. september 2017.


Hamingjuóskir
 


Skráð af Menningar-Staður

31.08.2017 18:50

Hjalladæl - Fallegasta gatan í Árborg 2017

 

 

F.v.: Guðbjörg Víglundsdóttir Jóhann Jóhannsson
og Sandra Dís Hafþórsdóttir.

 

Hjalladæl - Fallegasta gatan í Árborg 2017

 

 

Föstudaginn 11. ágúst sl. var afhent viðurkenning fyrir fallegustu götuna í Sveitarfélaginu Árborg árið 2017.

 

Þetta árið var gatan Hjalladæl á Eyrarbakka fyrir valinu og tóku íbúar götunnar á móti skiltinu sem fær að prýða götuna næstu árin.

 

Það var Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi sem afhjúpaði skiltið með elsta og yngsta íbúa götunnar. 

 

 Af www.arborg.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður

30.08.2017 17:36

Kosið milli þriggja sunnlenskra presta

 

 

Skálholtsdómkirkja. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Kosið milli þriggja sunnlenskra presta

 

Sr. Kristján Björnsson, sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Axel Árnason Njarðvík verða í kjöri til vígslubiskups í Skálholti.

 

Þeir þrír hlutu flestar tilnefningar sem vígslubiskupsefni en 108 af 136 nýttu sér tilnefningarréttinn. Kristján hlaut 54 tilnefningar, Eiríkur 45 og Axel 35. Næstir þeim komu Jón Helgi Þórarinsson með 30 tilnefningar og Sighvatur Karlsson með níu. Alls voru 54 einstaklingar tilnefndir.

 

Sr. Kristján er sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli, sr. Eiríkur er prestur við Háteigskirkju í Reykjavík og fyrrverandi prestur í Hruna og sr. Axel er héraðsprestur á Suðurlandi.

 

Vígslubiskupskjörið fer fram með póstkosningu sem hefst þann 28. september og lýkur þann 9. október.

 

.

 
 Skráð af Menningar-Staður 

29.08.2017 18:22

Höfuðdagurinn - 29. ágúst 2017

 

 

Í Skálholti. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Höfuðdagurinn - 29. ágúst 2017

 

Í dag er höfuðdagur og samkvæmt gamalli veðurtrú segir að veðurfar muni batna með Höfuðdegi og haldast þannig í þrjár vikur.

 

Höfuðdagurinn er samkvæmt gildandi tímatali 29. ágúst. Þann dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn.

 

Á Vísindavefnum kemur fram að árið 1700 hafi tímatali verið breytt. Þá fluttist „gamli“ höfuðdagurinn yfir á 9. september og trúðu ýmsir á veðrabreytingar þann dag. Nú er dagurinn ávallt tengdur 29. ágúst. Trúnni á höfuðdaginn fylgdi bæði von og ótti. Mikilvægt þótti að hafa lokið heyskap fyrir höfuðdag ef tíð var góð en einnig lifðu margir í þeirri von að úr rættist við höfuðdag ef sumarið hafði verið vætusamt. 

 

Vísindavefurinn upplýsir ennfremur að íslenska heitið höfuðdagur virðist fyrst koma fyrir í bréfi frá 15. öld en þó þannig að nafnið var tengt Jóhannesi skírara, það er ákveðinn verknaður fór fram „á höfuðdaginn Johannis baptiste“. Þessi siður hélst lengi.

 

Liðið var fram á 19. öld áður en farið var að nefna daginn án tilvísunar til Jóhannesar.

 

 
Skráð af Menningar-Staður

29.08.2017 07:07

Tungumálið togar í mig

 

 

„Fyrir utan allt annað þá eru það forréttindi fyrir mig

að fá verðlaun sem afhent eru í fínasta skáldskaparbæ á landinu,

sjálfu Reykholti,“ sagði Steinunn meðal annars í ræðu sinni.

 

Tungumálið togar í mig

 

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur hlaut nýlega verðlaun úr Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar, skálds á Kirkjubóli í Hvítársíðu, og Ingibjargar Sigurðardóttur, konu hans.

Það er mér sérstakur heiður og innileg ánægja að veita við- töku þessum fínu, sjaldgæfu ljóðaverðlaunum sem kennd eru við Guðmund Böðvarsson, uppáhaldsskáld – ljúfling og bónda. Takk fyrir mig, af öllu afli,“ sagði Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur á samkomu í Reykholti í Borgarfirði sem bar upp á afmælið hennar síðasta laugardag, 26. ágúst 2017. 

Fyrst fór hún með ljóðið  Kyssti mig sól  eftir Guðmund, hélt tölu um tengsl skálda við sveitina og fór með tvö ný ljóð úr eigin smiðju.

„Verðlaunin voru rausnarleg og athöfnin öll dásamleg. Hún Steinunn Jóhannesdóttur rithöfundur, sem situr í dómnefnd, flutti fyrirlestur um mig og verk mín og gerði það af alúð og innlifun. Þjóðlagasveitin Slitnir strengir, sem hlaut borgfirsku menningarverðlaunin, spilaði tvo írska ræla mér til heiðurs af því ég lærði í Dublin! Svo voru þjóðlegar veitingar,“ segir Steinunn ánægð að viðburðinum loknum. 

Guðmundur Böðvarsson lést 1974. Fyrst var veitt úr minningarsjóði hans og konu hans árið 1994 og þetta var 10. úthlutun. 

Steinunn segist hafa átt hamingjudaga á Kirkjubóli meðan þar var rithöfundaból og saman tvinnuðust skriftir og skemmtilegar stundir með fjölskyldunni á bænum. Ekki ryðgar Steinunn í tungumálinu þó hún dvelji löngum stundum í Frakklandi.

„Ég bý nú með tónskáldinu mínu, honum Þorsteini og svo les ég alltaf mikið á íslensku. En stundum finn ég fyrir því að mig langar að tala meira á íslensku og það sem togar í mig heim er ekki síst tungumálið.“ 

Hún hefur áhyggjur af lestrargetu íslenskra barna og því að þegar hún skoði smart heimili á Íslandi á netinu sjáist þar aldrei bók. „Eitt af því sem er aðlaðandi við Frakkland er að þar er bóklestur í tísku,“ segir hún og telur auðvelt að hlúa að íslenskri bókaútgáfu með því að afnema virðisaukaskatt og styðja betur við starf bókasafna. „En það sem er vel gert hér á landi eru starfslaunasjóðir listamanna. Án þeirra væri ég fyrir löngu farin út í blómaskreytingar.“

Fréttablaðið.

 Reykholtskirkja í Borgarfirði. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 
Skráð af Menningar-Staður.