Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

23.06.2016 20:24

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 23. júní 2016

 

.

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 23. júní 2016

 

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

23.06.2016 12:51

Gengið um StokksEyrarbakka

 

.

 

 

Gengið um StokksEyrarbakka

 

.
Siggeir Ingólfsson með gönguhóp á Eyrarbakka.  Sími Siggeirs er: 898-4240
,

 Skráð af Menningar-Staður.

23.06.2016 08:46

Forsetakosningar 25. júní 2016

 

 

 

Forsetakosningar 25. júní 2016Skráð af Menningar-Staður

22.06.2016 13:34

Stefnumótun forseta Hrútavinafélagsins Örvars

 

 

F.v.: Guðni Ágústsson, heiðursforseti og Björn Ingi Bjarnason, forseti.Stefnumótun forseta Hrútavinafélagsins ÖrvarsForsetar Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, þeir Björn Ingi Bjarnason, Hrútavinaforseti frá Flateyri og StokksEyrarbakka og Guðni Ágústsson, Heiðursforseti Hrútavina frá Brúnastöðum, Selfossi og Reykjavík hittust í Reykjavík til margþættrar stefnumótunar í morgun, miðvikudaginn 22. júní 2016.Efst á baugi þeirra forseta var  -Samvinnuferðin-Landsferð-  Hrútavinafélagsins um Ísland á Hrútadaginn á Raufarhöfn og mun ferðin standa dagana 30. september - 3. október 2016. Ferðin verður í boði Menningarsjóðs Allrahanda.Forsetakosningar lýðveldisins Íslands hinn 25. júní n.k. voru ekki ræddar.Eins og flestir vita er Hrútavinafélagið Örvar  -SAMAFL-  brottfluttra Vestfirðinga á Suðurlandi og heimamanna þar á slóð. 

 

.

 
 


Skráð af Menningar-Staður


 

22.06.2016 06:29

24. júní 2016 - Jónsmessutónleikar Frystiklefans - Kiriyama Family, Gylfi Örvars & One Week Wonder

 

 

Kiriyama Family.

 

 

24. júní 2016 -  Jónsmessutónleikar Frystiklefans

- Kiriyama Family, Gylfi Örvars & One Week Wonder


Jónsmessutónleikar Frystiklefans á Rifi er árleg sumarveisla þar sem íslensk gleðisveit stígur á stokk og ungir heimamenn fá tækifæri til að láta ljós sitt skína..

Í þetta sinn er það hin ótrúlega skemmtilega hljómsveit Kiriyama Family sem mætir í Rif til þess að hrista saman sveitunga. Um upphitun sér hinn ótrúlega efnilegi rappari og ólsari, Gylfi Örvarsson og einnig mun hljómsveitin One Week Wonder stíga á stokk.

 

Sannkölluð tónlistarveisla! 

 

Föstudagur 24. júní 2016 - 

 klukkan 20:00 - 23:00Miðaverð : Frjáls framlög!

 

 

Frystiklefinn á Rifi.
 


Skráð af Menningar-Staður

 

21.06.2016 16:15

21. júní 2016 - Þjóðhátíðardagur Grænlendinga

 

 

 

21. júní 2016 – Þjóðhátíðardagur Grænlendinga

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

21.06.2016 10:39

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 25. júní 2016

 

 

Eyrarbakki_blatt

 

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 25. júní 2016
 

 

09:00    Fánar dregnir að húni við upphaf 18. Jónsmessuhátíðarinnar á Eyrarbakka

Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.

Kjörfundur vegna forsetakosninga hefst á Stað og stendur til kl. 22. Nýtum kosningaréttinn snemma.

Björgunarsveitin Björg býður upp á ókeypis veiði í Ölfusá fyrir landi Eyrarbakka allan daginn.

 

09:00-21:00    Verslunin Bakki við Eyrargötu

Verslunin verður opin allan daginn og langt fram á kvöld. – Kíkið við í spjall og börnin fá skrímslaís um miðbik dagsins.

 

09:15-11:00    Morgunstund í skógarlundi

Skógræktarfélag Eyrarbakka tekur á móti gestum á svæði félagsins í Hallskoti og býður upp á hressingu í morgundögginni.

 

10:30-17:00    Laugabúð í Sjónarhóli

Bókamarkaður í kjallaranum – mikið úrval nýrra og gamalla bóka á frábæru verði.
Sögur og skemmtilegheit allan daginn og farandkaupmenn úr höfuðstaðnum á öllum hæðum.

 

11:00-22:00    Rauðahúsið á Eyrarbakka

Rauða Húsið verður með tvö tilboð allan daginn: Tveggja rétta máltíð með fiskiþrennu og Þjórsárhrauni í í eftirrétt á 5.800 kr. eða kaffi og heimatilbúin kökusneið á 1.250 kr.

 

11:00-18:00    Fortíðin í söfnunum á Eyrarbakka

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og Kirkjubær eru opin. Í borðstofu Hússins er sýningin Dulúð í Selvogi. Í Kirkjubæ er sýningin Draumur aldamótabarnsins. Boðið uppá ferskjur og rjóma að hætti Guðrúnar húsfreyju í Kirkjubæ milli kl. 13 og 14.
Komið og vitjið fortíðarinnar í söfnunum á Eyrarbakka. Ókeypis aðgangur á Jónsmessuhátíðinni.

 

11:00    Unga kynslóðin skemmtir sér

Hinn sívinsæli Brúðubíl kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu með nýtt leikrit. Vatnaboltar og bubblu-boltar í boði Ungmennafélagsins og Björgunarsveitarinnar á eftir. Hestar verða teymdir undir börnum.

 

12:00-14:00    Heimboð í Garðshorn

Árleg Jónsmessusúpa og rabarbaragrautur upp á gamla mátann í Garðshorni í boði húsráðenda Elínbjargar og Vigfúsar. Allir velkomnir.

 

14:00-15:15    Saga music – í Gamla-Gónhóli í Frystihúsinu

Valgeir Guðjónsson flytur Saga Music dagskrána í tali og tónum þar sem persónulýsingar úr Íslendingasögunum eru efniviðurinn. Sjá nánar á www.bakkastofa.com.          Aðgangseyrir kr. 1.000.

 

14:00-16:00    Gallerí 973 – Garðbær við Gónhól

Stúdíó listamannanna Kristínar og Max er opið að Eyrargötu 73 – Garðbæ. Sjá nánarwww.gallery973.com .

 

14:00-16:00    Ljósmyndasýning á Háeyrarvöllum

Anný og Valgeir bjóða upp á spjall og ljósmyndasýningu á heimili sínu á Háeyrarvöllum 32.

 

15:00-17:00    Spjallað í Hausthúsum

Margrét Sverrisdóttir og Pétur Hilmarsson taka á móti fólki við hús sitt Hausthús að Eyrargötu 39.

 

16:00-18:00    Diskótek fyrir yngri kynslóðina

DJ Sveppz sér um diskóið við Sjóminjasafnið. Mikið fjör og mikið gaman. 

 

20:15-21:30    Sameinaði Bakkakórinn þenur raddböndin í Húsinu

Heimir Guðmundsson leikur undir almennan söng, þar sem hver syngur með sínu nefi.

 

22:00    Jónsmessubrenna

Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp. Eyrbekkingurinn Sandra Dís Hafþórsdóttir ávarpar gesti. Hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.

 

23:00    Rauða húsið

Kjallarinn opinn og Grétar í Sólvangi ætlar að spila. 

 

Tjaldsvæðið vestan þorpsins, sem Björgunarsveitin Björg rekur, hefur verið stækkað – ÖLL ÞÆGINDI OG NÓG PLÁSS.

 

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg


Af wwww.eyrarbakki.is

Eyrarbakki_blatt
 

                                             -Saga Music Hall- í Gónhól á Eyrarbakka.Skráð af Menningar-Staður

20.06.2016 19:26

UM 124.000 FERÐAMENN Í MAÍ 2016

 

 

 

UM 124.000  FERÐAMENN Í MAÍ 2016

 

 

Ferðamenn í maí 2016

Um 124 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 33 þúsund fleiri en í maí á síðasta ári. Aukningin nemur 36,5% milli ára.

Ferðamönnum heldur því áfram að fjölga milli ára en aukningin var 23,6% í janúar, 42,9% í febrúar, 38,1% í mars og 32,5% í apríl. Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótum er um 513 þúsund, eða 35,2% fleiri miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til maí árið 2015.

Bandaríkjamenn og Bretar um 40% ferðamanna í maí

10 fjölmennustu þjóðernin

Um 77% ferðamanna í nýliðnum maí voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 26,2% af heildarfjölda en næstir komu Bretar, 12,8%. Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar (7,8%), Kanadamenn (6,0%), Norðmenn (5,2%), Svíar (4,9%), Frakkar (4,5%), Danir (3,6%), Hollendingar (2,8%) og Pólverjar (2,7%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum, Kanadamönnum, Þjóðverjum og Frökkum mest milli ára en 12.296 fleiri Bandaríkjamenn komu í maí í ár en í sama mánuði í fyrra, 5.143 fleiri Bretar, 2.946 fleiri Kanadamenn, 2.870 fleiri Þjóðverjar og 1.022 fleiri Frakkar. Þessar fimm þjóðir báru uppi aukninguna í maí að miklu leyti milli ára eða 73,1% af heildaraukningu.

Ferðamenn eftir markaðssvæðum

Níföldun N-Ameríkana frá 2010

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum maímánuði má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010. Þannig hefur fjöldi ferðamanna frá Norðurlöndunum meira en tvöfaldast, fjöldi Breta fimmfaldast, fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu meira en þrefaldast, fjöldi N-Ameríkana nífaldast og fjöldi ferðamanna frá löndum sem lenda í hópnum ,,annað“ fimmfaldast.

Hlutfall N-Ameríkana hækkar en Norðurlandabúa lækkar

Samsetning ferðamanan eftir markaðssvæðum

Samsetning ferðamanna eftir markaðssvæðum hefur breyst töluvert frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í maí síðastliðnum voru Norðurlandabúar tæp 16% ferðamanna en hlutfall þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár, hefur farið úr 32,5% ferðamanna árið 2010 í að vera 15,8% árið 2015. Hlutdeild N-Ameríkana hefur hins vegar farið vaxandi, var 15,4% af heild árið 2010 en var komin í 23,5% í ár. Hlutdeild annarra markaðssvæða hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010 til 2016. 

Ferðir Íslendinga utan

Um 47 þúsund Íslendingar fóru utan í maí síðastliðnum eða 5.300 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 12,8% fleiri brottfarir en í maí 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Tafla yfir fjölda ferðamanna

 

Af www.ferdamalastofa.is


Skráð af Menningar-Staður

 

20.06.2016 17:42

Hjallastefnan í Ögri við Ísafjarðardjúp

 

.

.

 

 

Hjallastefnan í Ögri við Ísafjarðardjúp


Vinir alþýðunnar af Eyrarbakka voru í Ögri við Ísafjarðardjúp á dögunum

og færðu Hjallastefnuna þar til myndar.

 

 

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

20.06.2016 09:07

20. júní 2016 - Lengsti dagur ársins

 

 

Herðubreið.                                                  Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.

 

20. júní 2016 - Lengsti dagur ársins

 

Sumarsólstöður eru í dag, mánudaginn 20. júní, en þá er sólargangur lengstur. Sólstöður eru klukkan 22:34, samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands. Lengsti dagur ársins er því í dag, en nýliðin nótt var sú stysta.

Sólstöður verða þegar stefna mönduláss jarðar er til miðju sólar. Gerist þetta tvisvar sinnum á ári, sumarsólstöður á tímabilinu 20. til 22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur, og vetrarsólstöður 20. til 23. desember, þegar sólargangurinn er stystur.

Eftir daginn í dag fer sólin aftur að lækka á lofti og dagarnir munu því styttast jafnt og þétt þangað til á vetrarsólstöðum, sem í ár verða 21. desember.


Morgunblaðið mánudagurinn 20. júní 2016


 

 
Skráð af Menningar-Staður