Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.09.2019 08:58

Kvikmyndahátíð á Eyrarbakka 28. sept. 2019

 

 

 

 

  -Kvikmyndahátíð- 

 

á Eyrarbakka 28. sept. 2019

 

 

Brim kvikmyndahátíð hefst á Eyrarbakka þann 28. september 2019 og fjallar hún um plast og áhrif þess á umhverfið. Guðmundur Ármann er umsjónarmaður hátíðarinnar og segir í samtali við Suðra að hann hafi fengið þá hugmynd að hrinda í framkvæmd kvikmyndahátíð á Eyrarbakka, þar sem fjallað verður um plast og áhrif þess á umhverfið og okkur. „Við verðum með með 3 erlendar kvikmyndir, fræðsluerindi og er að reyna að draga samfélagið sem mest inn í verkefnið, s.s. með kvikmyndasýningum í heimahúsum, samstarfið við Barnaskólann, Litla-Hraun og fleira, segir Guðmundur.

 

Kvikmyndasýningar verða haldnar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka og eru þær opnar og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram aðeins að mæta og njóta. Það er ókeypis á allar sýningar og viðburði.

 

Kvikmyndasýningar verða einnig haldnar á heimilum íbúa og á þær er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram. Þannig getur fólk notið fræðslu og samveru á nýjum stað með forvitnilegu og skemmtilegu fólki. Á einu heimili eru mögulega tveir gestir og á öðru tuttugu gestir.

 

Unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri mun sýna stuttmyndir og annað miðlunartengt efni er varðar plastmengun sjávar. Verkefni nemenda verða unnin með samþættingu námsgreina, þ.e. náttúrufræði, ensku og upplýsingatækni. Verkefni nemenda eru hluti þeirra kvikmynda og fræðsluefnis sem sýnt verður á BRIM kvikmyndahátíð.

 

Fangelsið Litla-Hrauni tekur   þátt í verkefninu og verður kvikmyndasýning fyrir fanga hluti af hátíðinni. Litla Hraun er eitt þeirra „heimila“ sem mun bjóða almenning að koma og horfa á eina af myndum hátíðarinnar. Að lokinni sýningu á Litla Hrauni verður fræðsluerindi en þá mun aðili frá fangelsinu segja frá því hvernig fangelsið vinnur að umhverfismálum.

 

Fræðsluerindi  verða í boði á hátíðinni og er ekki nauðsynlegt að skrá sig á þau.  Markmiðið er að fræða um þann vanda sem plastnotkun og plastmengun er bæði á heimsvísu og í okkar nærumhverfi. Einnig er horft til lausna og verður sagt frá því starfi sem verið er að vinna á því sviði.


 

Sjá: https://brimkvikmyndahatid.is/Skráð af Menningar-Bakki

 

19.09.2019 17:15

FYNDNASTA KVIKMYNDAHÁTÍÐ ÍSLANDS Á FLATEYRI

 
 
 

 

 

  -FYNDNASTA- 

 

KVIKMYNDAHÁTÍÐ ÍSLANDS Á FLATEYRI

 

 

Iceland Comedy Film Festival hefur göngu sína í dag, í fjórða sinn. Dagsrá hátíðarinnar hefur aldrei verið eins vegleg og nú og stendur hátíðin yfir í fimm daga. Hátíðin hefur göngu sína á 48 stunda gamanmyndakeppni, þar sem fjöldi þátttakanda hefur skráð sig til leiks og fær það verkefni að fullklára gamanmynd á 48 klst undir handleiðslu Arnórs Pálma, sem hefur meðal annars leikstýrt áramótaskaupinu undanfarin tvö ár.

 

Á hátíðinni í ár verða sýnda á fjórða tug íslenskra og erlenda gamanmynda. Hátíðin leggur áherslu á að sýna skemmtilegar og fyndnar kvikmyndir, bæði stuttar og í fullri lengd. Fyrir vikið hefur hátíðin vaxið gríðalega undanfarin ár og er orðin ein mest sótta kvikmyndahátíð landsins, enda fátt skemmtilegra en að hlæja saman yfir góðri gamanmynd.

 

Heiðursgestur ársins í ár er Edda Björgvinsdóttir og verður hún heiðruð fyrir framlag sitt til gamanmyndagerðar á Flateyri, með sérstakri hátíðarsýningu á Stellu í Orlofi.

 

Fyrir utan gamanmyndasýningar eru er dagskrá hliðarviðburða mjög fjölbreytt, þar má til að mynda nefna yfirtöku Jómfrúnnar á Vagninum, kvöldvöku Tvíhöfða, Laxaveislu Arctic Fish, setningu Lýðskóla Flateyrar, Flugeldasýning, að ógleymdu fyrsta sveitaballi Á móti sól á Vagninum.

 

Í ár verður einnig lögð mikil áhersla á dagskrá fyrir börn, þökk sé Barnamenningarsjóði Íslands. Meðal annars mun Leiklistarskóli Borgarleikhússins bruna vestur og halda námskeið í persónusköpun fyrir börn auk þess sem Steypustöðin mun bjóða börnum upp á 10 ára afmælissýningu á Algjör Sveppi og leitin að Villa, þar sem Sveppi sjáfur mun mæta og sprella með krökkunum á undan sýningunni.

 

Þá hefur Tónlistarskóli Ísafjarðar verið með vinnusmiðjur fyrir nemendur sína í sumar þar sem þeir hafa æft tónlist við Buster Keaton myndina The Boat. Verður myndin sýnd á hátíðinni þar sem nemendur munu leika undir.


 

 

Tankurinn á Flateyri.
 

 
 
 

Vagninn á Flateyri.Skráð af Menningar-Bakki.

 

18.09.2019 21:27

Brim kvikmyndahátíð á Eyrarbakka lau. 28. september 2019

 

 

 

 

 -Brim kvikmyndahátíð- 

 

á Eyrarbakka lau. 28. september 2019

 

 

Kvikmyndahátíðin BRIM mun fara fram á Eyrarbakka laugardaginn 28. september 2019 en sýndar verða verðlaunakvikmyndir um plast og áhrif þess.

 

Ókeypis er á alla viðburði tengda hátíðinni en dagskráin samanstefndur af kvikmyndum og fyrirlestrum.

 

Nánari upplýsingar um viðburði og dagskrá er að finna inn á heimasíðu hátíðarinnar

 www.brimkvikmyndahatid.is.  

 Skráð af Menningar-Bakki.

15.09.2019 06:51

Sólaruppkoma 15. mars 2019

 

 
-Sólaruppkoma 15. september 2019-

 

Hekla og Kría Sigurjóns Ólafssonar.

 

 

 

 

Skráð af Menninagr-Bakki.

14.09.2019 20:51

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars var að störfum í Reykjavík - 14. sepember 2014

 


Kristján Runólfsson við eitt af verkum Sigurjóns Ólafssonar
í ferð  -Menningarráðs-  "Hrútavinafélagsins Örvars" til
Reykjavíkur þann 14. september 2014. Kristján er nú látinn.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars

 

var að störfum í Reykjavík - 14. sepember 2014


Í þeirri ferð var heiðruð minning Eyrbekkingsins og myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar (1908 - 1982)  í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg í Reykjavík. 
 

 

Eftir þá ferð skrifaði Kristján Runólfsson í óbundnu- og bundnu máli: 

 

"Mér finnst eins og megi lyfta upp minningu um Sigurjón Ólafsson myndhöggvara á hans fæðingarslóðum.


En enginn er spámaður í sínu heimalandi, segir einhversstaðar."
 


Segja má af Sigurjóni,
sögu, þó að nýtt við prjóni.
Enginn hefur fyrr á Fróni,
fetað slíka glæsislóð.
Listin var hans líf og blóð.
Nú skal lista þörfum þjóni,
þökkuð æviverkin,
víða sjást um landið minnismerkin.


 Skráð af Menningar-Bakki.

14.09.2019 17:15

HVATNINGARVERÐLAUN Á SVIÐI MENNINGARMÁLA Á SUÐURLANDI

 

 

 

 

HVATNINGARVERÐLAUN

 

Á SVIÐI MENNINGARMÁLA Á SUÐURLANDI

 

 

Hér með er óskað eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi.

 

Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) mun veita formlega á ársfundi sínum í október 2019. Hvatningarverðlaunin í ár eru þau fyrstu sem veitt verða á sviði menningar fyrir landshlutann Suðurland.

 

Tilnefningar skulu hafa borist á netfangið menningarverdlaun@sass.is eigi síðar en 30. september 2019. Einnig má senda tilnefningar til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56, Selfossi.

 

Markmið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undanfarin ár sem vert er að fagna og verðlauna gott starf.

 

Verðlaunin má veita einstaklingi, fyrirtæki, stofnun, söfnum, sýningum, hópi og/eða verkefni. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning á sviði menningar en menning er víða hornsteinn hvers samfélags og skiptir íbúa og gesti á Suðurlandi miklu máli.

 

Tilnefningunni skal fylgja rökstuðningur þar sem eitthvað af eftirfarandi er haft til hliðsjónar:

  • Hefur tilnefndi gefið jákvæða mynd af Suðurlandi og/eða ákveðnu svæði á Suðurlandi?
  • Hefur tilnefndi stuðlað að þátttöku íbúa og/eða gesta á menningarviðburðum á Suðurlandi?
  • Hefur tilnefndi vakið sérstaka athygli á menningararfi Sunnlendinga?
  • Hefur tilnefndi aukið samstöðu og virkni í tengslum við menningu meðal íbúa?
  • Hefur tilnefndi skapað nýtt menningartengt verkefni sem vakið hefur eftirtekt?
  • Hefur tilnefndi stuðlað að aukinni menningu með einhverjum hætti hjá börnum og ungmennum?

Veitt verður viðkurkenning og peningarverðlaun sem nýtt verði í áframhaldandi menningarstarfi á Suðurlandi.

 

 

 

Skráð af Menningar-Bakki

 

 

14.09.2019 12:39

Haustupplestur í Bókakaffinu á Selfossi

 

 

Bókakaffið við Austurveg á Selfossi.

 

 

Haustupplestur í Bókakaffinu á Selfossi

 

 

Í dag,  laugardaginn 14. september 2019, standa Bókakaffið við Austurveg á Selfossi og Bókabæirnir fyrir óreglulegum upplestri í Bókakaffinu.Sigurður Ingólfsson kynnir nýútkomna bók sína Í orðamó.Svikaskáldin Þóra Hjörleifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Melkorka Ólafsdóttir lesa ljóð eins og þeim einum er lagið.Vilborg Davíðsdóttir, höfundur þríleiksins um Auði djúpúðgu les úr verkum sínum, gömlum og nýjum.Dagskráin hefst kl. 17:00.Kaffi á könnunni og aðgangur ókeypis uns út á götu flæðir.

 Skráð af Menningar-Bakki.

14.09.2019 08:53

"Endurheimta réttmætan sess Sigurjóns"

 

 

 

„Endurheimta réttmætan sess Sigurjóns“

 

• Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar opnuð

 

í Danmörku í dag, 14. september 2019

 

 

Birgitta Spur, ekkja mynd­höggv­ar­ans Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar, opn­ar í dag yf­ir­grips­mikla yf­ir­lits­sýn­ingu á verk­um lista­manns­ins í Lista­safn­inu í Tønd­er í Dan­mörku.

Sýn­ing­unni, sem nefn­ist  -Mang­foldige for­mer - eða -Fjöl­breytt form-, er ætlað að gefa yf­ir­lit yfir lang­an og fjöl­breytt­an fer­il lista­manns­ins sem vann í ýms­um stíl­um og ólík­um form­um.

 

„Sig­ur­jón hef­ur árum sam­an verið sniðgeng­inn listamaður í dönsku sam­hengi. Þessu vill Lista­safnið í Tønd­er ráða bót á með sýn­ing­unni og út­gáfu bók­ar sam­hliða,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Lista­safn­inu í Tønd­er. Þar kem­ur fram að safnið líti á það sem ábyrgð sína að beina kast­ljós­inu að mik­il­vægri nor­rænni list.

 

„Sig­ur­jón var nor­rænn listamaður sem deildi lífi sínu milli Íslands og Dan­merk­ur. Verk hans eru greini­lega inn­blás­in af listaum­hverf­inu og þeirri list­rænu þróun sem átti sér stað í báðum lönd­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu og rifjað upp að þrátt fyr­ir að Sig­ur­jón hafi verið áber­andi í dönsku list­a­lífi hafi hann fallið í gleymsk­unn­ar dá í Dan­mörku þegar hann flutti al­farið heim til Íslands eft­ir seinna stríð.

 

„Með sýn­ing­unni er ætl­un­in að end­ur­heimta rétt­mæt­an sess Sig­ur­jóns í dönsku lista­sög­unni,“ seg­ir í til­kynn­ingu og bent á að Sig­ur­jón hafi átt mik­il­væg­an sess í ís­lensku lista­sög­unni enda „leiddu hæfi­leik­ar hans til þess að hann var beðinn að þjóna þjóð, sem ný­verið hafði end­ur­heimt sjálf­stæði sitt, og skapa fjölda op­in­berra verka“.

 

Bent er á að stofn­un Lista­safn Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar í árs­lok 1984 sem opnað var al­menn­ingi 1988 hafi átt mik­il­væg­an þátt í að halda orðspori lista­manns­ins á lofti í ís­lenskri lista­sögu.

 

Sýn­ing­in stend­ur til 1. mars 2020.
 

 

Sjá þessa slóð:

https://msj.dk/sigurjon-olafsson-mangfoldige-former/Morgunblaðið laugardagurinn 14. sepetmber 2019.

 

 

Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson ( 1908 - 1982).
Skráð af Menninga-Bakki.

12.09.2019 20:08

Félagsstarf veturinn 2019 - 2020

 

 

 

 

Félagsstarf veturinn 2019 - 2020

 


Félag eldri borgara á Eyrarbakka
 Skráð af Menningar-Bakki

12.09.2019 06:50

Merkir Íslendingar - 12. september - Freymóður Jóhannsson

 

 

 

Freymóður Jóhannsson (1895 - 1973).

 

 

Merkir Íslendingar

 

- 12. september - Freymóður Jóhannsson

 

 

 

Freymóður Jóhannsson, málarameistari, listmálari og tónskáld, fæddist 12. september 1895, enda notaði hann höfundarnafnið -Tólfti september- á lög sín.

 

Freymóður fæddist í Stærra-Árskógi, sonur Jóhanns T. Þorvaldssonar og Hallfríðar Jóhannsdóttur.

 

Freymóður lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, stundaði málaranám hjá Ástu málara, framhaldsnám í Kaupmannahöfn, nám við Teknisk Selskabs Skole og í Kunstakademiet, listmálaranám á Ítalíu og í Danmörku og nám í leiktjaldagerð við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn. Hann var málarameistari á Akureyri, listmálari í Óðinsvéum 1936-39 og vann síðan við Hagstofuna í Reykjavík.

 

Málverk Freymóðs voru yfirleitt landslagsmyndir í súper-realískum stíl enda var honum meinilla við aðrar stefnur, einkum abstraktverk. Sem fyrsti sérmenntaði leiktjaldamálari Leikfélags Reykjavíkur vann hann mjög raunsæjar útimyndir á sviði. Margir lofuðu Freymóð fyrir vikið, en aðrir gagnrýndu hann fyrir glansmyndir sem drægju athygli frá leiknum. Deilur um leiktjöld LR hörðnuðu síðan er Lárus Ingólfsson kom heim frá leiktjaldanámi með nýjar hugmyndir árið 1933.

 

Freymóður var bindindismaður  (límonaðidrengur)  og frumkvöðull að hinum frægu dægurlagakeppnum SKT sem haldnar voru í Gúttó og Austurbæjarbíói á sjötta áratugnum.

 

Freymóður samdi texta og melódísk og grípandi dægurlög sem sum hver urðu afar vinsæl. Meðal þekktustu laga hans eru Frostrósir; Draumur fangans; Litla stúlkan við hliðið og Litli tónlistarmaðurinn.

 

Freymóður og Kristján Albertsson gagnrýndu harkalega sænsku kynlífsfræðslumyndina Táknmál ástarinnar, sem sýnd var í Hafnarbíói um 1970. 68-kynslóðin kunni ekki að meta þessa siðvendni og hafði skoðanir þessara öldnu menningarforkólfa í flimtingum. En þeir voru hins vegar ýmsu vanir á langri og stormasamri ævi.

 

Freymóður lést 6. mars 1973.

 

 

Draumur fangans eftir Freymóð Jóhannsson -  http://www.youtube.com/watch?v=z899zGn_R1c

Litli tónlistarmaðurin eftir FreymóðJóhannsson - http://www.youtube.com/watch?v=R-zi21ibN0g

 Skráð af Menningar-Bakki.