Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.05.2018 07:17

Aðalfundur Eyrarbakkakirkju

 

 

 

Aðalfundur Eyrarbakkakirkju

 

Miðvikudaginn 16. maí 2018
 

kl. 20:00 í Eyrarbakkakirkju
Skráð af Menningar-Staður

11.05.2018 18:29

Merkir Íslendingar - Gunnlaugur Finnsson

 

 

Gunnlaugur Finnsson (1928 - 2010)

 

Merkir Íslendingar - Gunnlaugur Finnsson

 

Gunnlaugur Finnsson var fæddur á Hvilft í Önundarfirði 11. maí 1928.

 

Foreldrar: Finnur Finnsson (fæddur 29. desember 1876, dáinn 14. ágúst 1956) bóndi þar og kona hans Guðlaug Sveinsdóttir (fædd 28. febrúar 1885, dáin 20. febrúar 1981) húsmóðir.

 

Maki (14. júní 1952): Sigríður Jóhanna Bjarnadóttir (fædd 19. mars 1926) húsmóðir. Foreldrar: Bjarni Einar Einarsson og kona hans Halldóra Sæmundsdóttir.

Börn:

Sigurlaug (1953), Halldóra Valgerður (1955), María (1956), Finnur Magnús (1958), Bergljót (1960), Birna (1961), Einar Þór (1964).

 

Stúdentspróf MA 1949.

 

Bóndi á Hvilft síðan 1950. Kennari við Héraðsskólann á Núpi 1953–1954 og við barna- og unglingaskóla á Flateyri 1959–1974. Kaupfélagsstjóri á Flateyri 1980–1988.

 

Í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1954–1958 og 1962–1968, oddviti 1966–1970 og 1974–1978. Formaður Fjórðungssambands Vestfjarða 1970–1974. Kirkjuþingsmaður frá 1970 og í kirkjuráði íslensku þjóðkirkjunnar frá 1976. Í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar frá 1983.

 

Alþingismaður Vestfirðinga 1974–1978 (Framsóknarflokkur).

 

Varaþingmaður Vestfirðinga febrúar–mars 1979.

 

Gunnlaugur Finnsson lést 13. janúar 2010.

 


Gunnlaugur Finnsson í ræðustól á 70 ára afmæli

Flateyrarhrepps í júní 1992.
Ljósm.: BIB


Gunnlaugur Finnsson í góðum gír með gömlum nemendum sínum

úr Flateyrarskóla.
Ljósm.: BIB 

Skráð af Menningar-Staður

11.05.2018 17:33

Lokadagurinn 11. maí

 

Vinir alþýðunnar í morgunspjalli í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka 11. maí 2017.
F.v.: Guðmundur Sæmundsson, Haukur Jónsson, Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson,

Jón Gunnar Gíslason og Ólafur Ragnarsson. Jóhann Jóhannsson var farinn upp að Ölfusá.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Lokadagurinn 11. maí

 

Hinn hefðbundni lokadagur vetrarvertíðar 11. maí er í dag.

 

Minna fer nú fyrir vertíðarlokum en áður þar sem nær allar veiðar eru takmarkaðar í kvótum.

 

Horft er nú frekar til lokadags sem hluta af atvinnumenningu þjóðarinnar.Skráð af Menningar-Staður

10.05.2018 20:05

Eyrarbakkafundur Áfram-Árborgarlistans

 

 

 

Eyrarbakkafundur Áfram-Árborgarlistans

Fimmtudaginn 10. maí 2018 kl. 15:00

 

Menningar-Staður færði til myndar.
 

Myndaalbúm

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286125/

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

10.05.2018 07:04

Sjálfstæðismenn freista þess að ná meirihluta þriðja kjörtímabilið í röð

 

 

 

Sjálfstæðismenn freista þess

ná meirihluta þriðja kjörtímabilið í röð

 

Sjálfstæðismenn fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar og freista þess að halda honum þriðja kjörtímabilið í röð. Ný könnun sýnir að róðurinn gæti orði þungur, þótt flokkurinn sé með mesta fylgið í bænum. Staða Miðflokksins og VG er sterk. 

 

 

Árborg

 

Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihluta sinn í Árborg ef kosið væri nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert.

 

Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 30 prósent. Hann er þó langstærsti flokkurinn í sveitarfélaginu.

Mið- flokkurinn og VG yrðu næstir Sjálfstæðisflokknum, Miðflokkurinn með tæplega 14 prósenta fylgi en VG með rúmlega 13 prósent.

Samfylkingin fengi svo rúmlega 12 prósent, Áfram Árborg, sem er kosningabandalag Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi tæplega tólf prósent og Framsókn og óháðir fengju rúm 8 prósent. Öll fyrrgreind stjórnmála- öfl hafa tilkynnt framboð í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 26. maí næstkomandi.

Svarendur Fréttablaðsins nefna hins vegar einnig fjölmörg önnur framboð sem þeir gætu hugsað sér að kjósa og fengju þau samanlagt rúmlega ellefu prósenta fylgi.

 

Fengi Sjálfstæðisflokkurinn 30 prósent greiddra atkvæða myndi það skila honum fjórum bæjarfulltrúum af níu í bæjarstjórn. Mið- flokkurinn, VG, Samfylkingin og Framsókn og óháðir myndu fá einn mann hver. Áfram Árborg, sem er kosningabandalag Viðreisnar og Pírata, myndi líka fá einn mann. Það yrði talsvert breytt staða frá kosningunum 2014, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk kjörna fimm menn og hreinan meirihluta. Samfylkingin fékk tvo menn kjörna, Framsókn fékk einn mann og Björt framtíð einn mann. 

 

VG fékk ekki kjörinn fulltrúa í kosningunum 2014 og því kæmi fulltrúi flokksins nýr inn í sveitarstjórnina núna, eins og fulltrúi Mið- flokksins. Miðbæjarskipulagið á Selfossi og fráveitumál sveitarfélagsins munu verða í brennidepli í komandi kosningabaráttu.

 

Aðferðafræðin

 

Hringt var í 669 manns með lögheimili í Árborg þar til náðist í 605 samkvæmt lagskiptu úrtaki 3. maí. Svarhlutfallið var 90,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tók 48,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 13,3 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 25,8 prósent sögðust óákveðin og 12,9 prósent vildu ekki svara spurningunni.

 

Efstu sæti:

 
Fréttablaðið 4. maí 2018.Skráð af Menningar-Staður

10.05.2018 06:51

Undirskriftahlutfall endaði í 32,4% og 32,6%

 

 

 

Undirskriftahlutfall endaði í 32,4% og 32,6%

 

Þjóðskrá Íslands hefur endurmetið niðurstöður undirskriftasöfnunar um miðbæjarskipulagið á Selfossi en vegna mistaka þá voru rafrænar undirskriftir ekki inn í fyrstu tölum Þjóðskrár Íslands.

 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forráðamönnum undirskriftarsöfnunarinnar.

 

Þess vegna er niðurstaða Þjóðskrár Ísland að hærra hlutfall kjósenda óskaði eftir íbúakosningu en áður hafði verið talið.

 

Alls óskuðu 2.125 eða 32,4% kjósenda eftir því að aðalskipulagið færi í íbúakosningu og 2.138 eða 32,6% kjósenda óskuðu eftir því að deiliskipulagið færi í íbúakosningu. Þetta er um 12% hærra hlutfall en nauðsynlegt er samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins, sem er 29%.

 

„Vegna umræðu á netinu um afhendingu gagnanna til Þjóðskrár Íslands þá viljum við benda á að það er krafa um það í reglugerð 155/2013 að ábyrgðarmenn undirskriftasöfnunar komi upplýsingum á rafrænt form. Þess vegna sendi Þjóðskrá Íslands okkur undirskriftalistana til baka til að koma ákveðnum upplýsingum á rafrænt form. Við gerðum það samkvæmt þeirra leiðbeiningum, gögnin innsigluð aftur og sent aftur til Þjóðskrár Ísland. Með öðrum orðum; þetta var gert eins og lög og reglur kveða á um,“ segir í fréttatilkynningunni.

 

„Vegna yfirlýsingar framkvæmdastjóra Árborgar um það að undirskriftalistarnir skuli birtir er

þau fá þá í hendurnar þá er rétt að benda á það að lögfræðingur dómsmálaráðuneytis benti okkur á það að undirskriftirnar væru persónuupplýsingar og því bæri að fara með þær í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Og það sé Persónuvernd sem fer með eftirlit á þessu sviði. Samkvæmt samtali við Persónuvernd er ekki heimild fyrir að birta þessa lista opinberlega samkvæmt persónuverndarlögum. Sveitarstjórn þarf að sýna fram á lögmætan tilgang ef undirskriftirnar verða meðhöndlaðar á einn eða annan hátt,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni.


 

Skráð af Menningar-Staður

 

09.05.2018 07:00

Áfram - Árborg funda 10. maí 2018

 

 

 

Áfram - Árborg funda 10. maí 2018


Rauða-húsið á Eyrarbakka


fimmtudaginn 10. maí kl. 15:00
 

06.05.2018 21:44

5. maí - Karl Marx fæddist þennan dag árið 1818

 

 

Karl Marx (1818 - 1883).

 

5. maí -

 

Karl Marx fæddist þennan dag árið 1818

 

Karl Heinrich Marx var áhrifamikill þýskur hagfræðingur, heimspekingur, byltingarleiðtogi og stjórnmálaspekingur. Hann er frægastur fyrir greiningu sína á mannkynssögunni í anda þráttarhyggju Hegels sem röð átaka milli stétta. Hann greindi samfélag kapítalismans og taldi meðal annars að reglulegar og sívaxandi efnahagskreppur væru innbyggðar í hagkerfi og myndu á endanum leiða til hruns þar sem stéttlaust samfélag tæki við.

 

Marx tók virkan þátt í stjórnmálahræringum um og eftir miðja 19. öld. Hann skrifaði Kommúnistaávarpið ásamt Friedrich Engels 1848 og var leiðandi við stofnun Fyrstu alþjóðasamtaka verkalýðsins í London 1864. Höfuðrit hans Auðmagnið (Das Kapital) kom út 1867, en hann vann við rannsóknir meira eða minna til dauðadags 1883.

 

Útfærslur á jafnaðarstefnunni sem byggja á verkum Marx eru oft kallaðar marxismi. Marxismi hafði gríðarleg áhrif á stjórnmál og vísindi á 19. og 20. öld. Karl Marx lést þann 14. mars 1883.
 

Heimild: Wikipedia

 

 

Björn Ingi Bjarnason, einn af Vinum alþýðunnar á Eyrarbakka,

við styttu af Karli Karx í Berlín fyrir nokkru.

Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.Skráð af Menningar-Staður

 

 

06.05.2018 21:13

5. maí 1639 - Brynj­ólf­ur Sveins­son var vígður Skál­holts­bisk­up

 

Brynjólfur biskup Sveinsson

(f. 1605 - d. 1675)

 

 

5. maí 1639 -

Brynj­ólf­ur Sveins­son var vígður Skál­holts­bisk­up

 

Þann 5. maí 1639 var Brynj­ólf­ur Sveins­son frá Holti í Önundarfirði vígður Skál­holts­bisk­up. 


Hann lét m.a. reisa veg­lega kirkju í Skál­holti og var einn helsti talsmaður Íslend­inga við erfðahyll­ing­una í Kópa­vogi.

 

Brynjólfskirkja í Skálholti.

 

 

Holt í Önundarfirði. Ljósm.: BIB

 

Skráð af Menningar-Staður

 

05.05.2018 08:27

Á-listinn í Árborg tilbúinn

 

 

Nokkrir af frambjóðendum Á-listans í Árborg.

Ljósmynd/Áfram Árborg

 

 

Á-listinn í Árborg tilbúinn

 

Listi bæjarmálafélagsins Áfram Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor er nú fullskipaður. Það eru Píratar og Viðreisn, ásamt óháðum, sem standa að framboðinu.

 

Áður höfðu sex efstu frambjóðendur á listanum verið kynntir en listinn er nú fullskipaður. Eyrún Magnúsdóttir, núverandi bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar og Jóna Sólveig Elínardóttir, fyrrum þingmaður Viðreisnar, skipa heiðurssætin.

 

Í tilkynningu frá framboðinu kemur fram að það leggi áherslu á skýra framtíðarsýn fyrir Árborg, faglega og opna starfshætti við stjórnun og rekstur sveitarfélagsins og aukna aðkomu íbúanna að stefnumarkandi ákvörðunum.

 

Á-listinn í Árborg er þannig skipaður:


  1. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur, Selfossi
  2. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur, Selfossi
  3. Sigurður Ágúst Hreggviðsson, öryrki, Selfossi
  4. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari, Selfossi
  5. Gunnar E. Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Selfossi
  6. Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur, Selfossi
  7. Viðar Arason, bráðatæknir , Selfossi
  8. Selma Friðriksdóttir, sjúkraflutningamaður, Stokkseyri
  9. Kristinn Ágúst Eggertsson, húsasmiður, Selfossi
10. Sigrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur, Selfossi
11. Grímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Selfossi
12. Valgeir Valsson, starfsmaður Fagform, Selfossi
13. Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur, Selfossi
14. Eva Ísfeld, starfsmaður MS, Eyrarbakka
15. Axel Sigurðsson, búfræðingur, Selfossi
16. Auður Hlín Ólafsdóttir, nemi í lyfjafræði, Stokkseyri
17. Eyrún Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari og stjórnsýslufræðingur, Selfossi
18. Jóna Sólveig Elínardóttir. Alþjóðastjórnmálafræðingur, Selfossi


Skráð af Menningar-Staður