Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.04.2018 09:53

Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018

 

 

 

Lýðháskólinn á Flateyri

 

tekur til starfa haustið 2018

 

Kennsla og starfsemi við nýjan skóla, Lýðháskólann á Flateyri, mun hefjast haustið 2018. Undirbúningur starfsins hefur staðið yfir seinustu tvö ár. Starfsemi skólans fyrsta árið verður að mestu leyti fjármagnað af styrkjum frá Ísafjarðarbæ. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Vinnumálastofnun og sveitarfélögum, ráðuneytum, fyrirtækjum og einstaklingum. 

Á félagsfundi sem haldin var á skírdag var samþykkt að auglýsa og kynna starfsemi skólans þann 15.apríl næstkomandi Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

 

Lýðháskólinn á Flateyri mun vera samfélag kennara og nemenda sem býður fólki tækifæri til að mennta sig og þroskast í samstarfi við íbúa í bæjarfélaginu. 

Einkunnarorð skólans eru frelsi, þekking og þroski. Lögð verður áhersla á samveru, sjálfsskoðun, sjálfsrækt og lífsleikni. Helena Jónsdóttir sálfræðingur er framkvæmdastjóri skólans.


Skráð af Menningar-Staður

04.04.2018 07:01

Kiriyama Family til Danmerkur og Noregs

 

 

 

 

Kiriyama Family til Danmerkur og Noregs

 

Draumur hljómsveitarmeðlima í Kiriyama Family um að komast út að kynna tónlistina er að verða að veruleika.

 

Breska umboðsskriftofan ITB sem þau skrifuðum undir hjá fyrir stuttu er nú þegar búin að bóka Kiriyama Family á festivöl í Evrópu í sumar.


HEARTLAND FESTIVAL - Danmörk 31. maí - 2. júní 2018

BERGENFEST - Noregur 12. júní - 16. júní 2018


 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

03.04.2018 06:51

Koma fram á Iceland Airwaves

 


Hljómsveitin Kiriyama Family.
Ljósm.: Hanna Siv Bjarnardóttir.

 

 

Koma fram á Iceland Airwaves

 

Iceland Airwaves-hátíðin 2018 verður haldin dagana 7. til 10. nóvember 2018 á ýmsum tónleikastöðum í Reykjavík.

 

Aðstandendur hátíð- arinnar hafa gefið út fyrsta listann yfir þá listamenn og hljómsveitir sem koma fram og meðal erlendu gestanna verða sveitir víða að, frá Norðurlöndum, fleiri Evrópulöndum og Bandaríkjunum, svo sem:

Fontaines D.C., Girlhood, Girl Ray, Jade Bird, Jockstrap, Mavi Phoenix, Naaz, The Orielles, Sassy 009, Scarlet Pleasure, Soccer Mommy, Superorganism og Tommy Cash.

Þá var greint frá því að eftirfarandi íslenskir flytjendur træðu upp: Agent Fresco, Auður, Between Mountains, Bríet, Cyber, Hugar, Júníus Meyvant, Kiriyama Family, Rythmatik, Snorri Helgason, Sykur, Úlfur úlfur, Una Stef, Valdimar og Warmland.

 

Í tilkynningu frá Iceland Airwaves segir að á næstu mánuðum verði allt að 100 aðrir flytjendur og hljómsveitir kynnt til leiks.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.04.2018 15:53

Vorkoma við Vöðin í Önundarfirði þann 1. apríl 2018

 

 

 

Vorkoma við Vöðin í Önundarfirði

 

þann 1. apríl 2018


Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

.

.

.

.

 

.

.

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

02.04.2018 06:55

Metaðsókn á Aldrei fór ég suður 2018

 

 

 

Metaðsókn á Aldrei fór ég suður 2018

 

Tónlistarhátíðin -Aldrei fór ég suður- var haldin á Ísafirði nú um páskana; föstudags- og laugardagskvöld.

 

Mikill mannfjöldi var í Ísafjarðarbæ og nutu bæði heimamenn og aðkomufólk skemmtilegra viðburða og þjónustu í veðurblíðunni á Ísafirði sem og í öðrum nálægum bæjum.

 

Tónlistarhátíðin er líkt og fyrri ár fjölskylduhátíð og veitto frían aðgang öllum sem vildu njóta tónlistarinar, en hátíðin hefur unnið sér sess sem mikilvægur þáttur í menningar- og tónlistarlífi landsins. 

 

Talið er að metfjöldi gesta hafi haldið páskana hátíðlega á - Aldrei fór ég suður-. Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri hátíðarinnar segir að hátt í fimm þúsund tónleikagestir hafi komið vestur og íbúafjöldi Ísafjarðar hafi því rúmlega tvöfaldast. „Í fyrra þá slógum við öll met en núna held ég að við séum að toppa okkur. Sem ég hélt að væri hreinlega ekki hægt.

 

 Skráð af Menningar-Staður

01.04.2018 22:53

Polskie Swieta Wielkiej Nocy - Pólskir páskar í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

 

Polskie Swieta Wielkiej Nocy

– Pólskir páskar í Húsinu á Eyrarbakka

 

Páskasýning safnsins er tileinkuð pólskum páskum.  Í borðstofu Hússins verður dregið fram það helsta sem fylgir páskahefðum í Póllandi en þar fagna flestir samkvæmt kaþólskum sið.

 

Á sýningunni má sjá myndskreytt egg sem kallast pisanki, matarkörfu með páskamat sem er blessaður í kirkjunni á páskadagsmorgun, litríka handgerðir vendi sem eru tákn fyrir pálmagreinar og ýmislegt fleira.  Á páskum er föstunni að ljúka og tákn um vorkomu er víða sjáanlegur í páskasiðunum. Sýningin verður svo sannarlega í þeim anda.  Monika Figlarska hefur aðstoðað safnið við gerð sýningarinnar.

 

Sýningin opnaði laugardaginn 24. mars og verður opin alla daga kl. 13-17  fram yfir páska.

 

Síðasti sýningardagur verður sem sagt annar í páskum.

 

Frítt verður í safnið á meðan á sýningu stendur.

 

Allir velkomnir. Zapraszamy wszystkich serdecznie.Skráð af Menningar-Staður

27.03.2018 20:54

Vilja kosn­ing­ar um miðbæj­ar­mál á Sel­fossi

 

 

 

Vilja kosn­ing­ar um miðbæj­ar­mál á Sel­fossi

 

Haf­in er í Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg und­ir­skrifta­söfn­un sem miðar að því að til­laga til breyt­inga á aðal­skipu­lagi miðbæj­ar­ins á Sel­fossi, sem ger­ir ráð fyr­ir því að þar verði reist­ar bygg­ing­ar í göml­um stíl, sbr. áform Sig­túns þró­un­ar­fé­lags, fari í at­kvæðagreiðslu meðal íbúa.

 

Bæj­ar­stjórn samþykkti til­lög­una í síðasta mánuði og bíður hún nú staðfest­ing­ar Skipu­lags­stofn­un­ar.

 

Að und­ir­skrifta­söfn­un­inni standa Davíð Kristjáns­son, Gísli Ragn­ar Kristjáns­son og Al­dís Sig­fús­dótt­ir. Þurfa þau að hafa safnað 1.900 und­ir­skrift­um 29% at­kvæðis­bærra íbúa fyr­ir 20. apríl eigi efni til­lög­unn­ar að öðlast líf, það er kosn­ing­ar sem sveit­ar­fé­lagið þarf þá að efna til inn­an eins árs.Morgunblaðið 26. mars 2018.
 Skráð af Menningar-Staður

27.03.2018 18:10

Páska "Fuglatónleikar Valgeirs" fyrir alla fjölskylduna

 

 

Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaðurinn ástsæli.

 

Páska „Fuglatónleikar Valgeirs“ fyrir alla fjölskylduna

 

Valgeir Guðjónsson heldur árlega Fuglatónleika sína um páskana í Eyrarbakkakirkju. Ásta Kristrún í Bakkastofu segir að hugmyndin að þessari hefð, Fuglatónleikum um páska, hefði kviknað þegar þau Valgeir fluttust á Eyrarbakka. Þau hefðu verið hugfangin af sögu þorpsins og ekki síður af náttúrunni og Fuglafriðlandinu allt um kring.

 

„Eggjaskúrinn við Byggðasafnið, vestan við Húsið, á sér magnaða sögu. Hann er tákn snemmbærra náttúruvísinda sem skiluðu sér síðar inn í Náttúrugripasafn Íslands. Á blómaskeiði Eyrarbakka gerðust undur og stórmerki á mörgum sviðum. Hvort sem það var joð sem unnið var úr þangi í lækingaskyni eða það að elsti barnaskóli landsins var stofnaður á þessum stað,“ segir Ásta. Hún bætir við að margt megi telja markvert tengt náttúrufræði frá fyrri tíð svo sem merkt steinasafn fólksins í Húsinu. Það hafi verið gefið safni fyrrum Lærða skólans, sem nú heitir Menntaskólinn í Reykjavík.

 

„Á Eyrarbakka var ekki aðeins ein stærsta verslun landsins, heldur hélt tónlistin á Suðurlandi innreið sína hér á Eyrarabakka. Fyrsta píanóið kom til landsins með frú Sylvíu Thorgrimsen sem var orðin stórpíanisti í Kaupmannahöfn en flutti heim á ný með eiginmanni sínum verlsunarstjóra Lefolii verslunarinnar.“

 

Valgeir hefur samið gullfalleg grípandi lög um íslenska fugla við kvæði skáldsins góða, Jóhannesar úr Kötlum. Í gegnum lög og texta geta gestir í Eyrarbakkakirkju kynnst þekktum íslenskum fuglum um páskana og læra örlítið um líf þeirra og kúnstir. Líf fugla höfðar til allra aldurshópa enda eru þeir um margt mannlegir í hegðun. Þannig er upplagt að tengja kynslóðir saman með tónlist og fuglum nú í páskfríinu, með vorið handan við hornið.

 

Tónleikarnir verða á Skírdag og laugardaginn 31. mars og hefjast báða dagana kl. 15. Miðsala er á tix.is og við innganginn.

 

Sérstakt fjölskylduverð fullorðnir kr. 1.500 börn eldri en fjögurra ára kr. 500
 Skráð af Menninagr-Staður

25.03.2018 09:15

Flóaáveitufélagið 100 ára

 


Guðmundur Stefánsson talar með tilþrifum á afmælisfundinum. 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars. 

 

Flóaáveitufélagið 100 ára

 

 

Þann 8. febrúar 1918 var Flóaáveitufélagið stofnað í Fjölni á Eyrabakka. Það er því 100 ára.

Lög um áveitu yfir Flóann voru samþykkt á Alþingi árið 1917. Þar var kveðið á um að stofna skyldi félag um áveituna og yrðu ¾ fundarmanna lögmæts fundar að samþykkja stofnun áveitufélags.

 

Fjölmennur fundur

Á stofnfundinn mættu 103 bændur. Tveir voru farnir þegar að tillagan um félagsstofnunina kom til atkvæðagreiðslu. Sjötíu og níu samþykktu tillöguna (78%), tuttugu og einn voru mótfallnir og einn sat hjá.

Á 19. öld var framfaravakning meðal þjóðarinnar, sem svo oft hafði haft knappt til matar. Á síðari hluta aldarinnar vaknaði áhugi fyrir áveitum á engjalönd, til þess að tryggja og auka heyfeng og þar með framleiðslu búsafurða. Tún voru þá almennt lítil og meiri hluti heyskaparins var á útjörð.

Þó Flóinn hafi lögnum blautur verið, þá höfðu Flóamenn áhuga á að fá áveitu á lönd sín með skipulegum hætti og kannske ekki síður, að geta síðan veitt því af, þegar að slætti leið.

 


Flóðgáttin opnuð 1927

Flóinn var þrímældur til könnunar og til að skipuleggja um hann áveitukerfi. Fyrst var hann mældur árið 1886, svo 1906 og loks 1914–15. Framkvæmdir við áveituna hófust 22. maí 1922 og var flóðgáttin við Hvítá á Brúnastaðflötum opnuð í fyrsta sinn og vatni hleypt úr ánni inn á áveitukerfið 27. maí 1927.

Uppskera jókst með tilkomu áveitunnar og heyfengur varð auðteknari. Samkvæmt forðagæsluskýrslum náði heyskapur á áveitusvæðunum hámarki árið 1940, 78.000 hestburðum. Talsvert var um það að utanhéraðsmenn fengju leigðar slægjur á áveitusvæðunum og eitthvað var um heysölu af teig. Það hey er ótalið á forðagæsluskýrslum úr Flóanum.Mjólkurbú Flóamanna

Til þess að koma auknum búsafurðum á markað gekkst Flóaáveitufélagið fyrir stofnun Mjólkurbús Flóamanna, sem tók til starfa 5. desember 1929.

 Um þær mundir sem Flóaáveitan komst loks í gagnið voru möguleikar til túnræktar að aukast. Tilbúinn áburður og grasfræ var kominn á markað og plógar og önnur hestaverkfæri kominn til.

 

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða

Þegar kom fram á 5. áratuginn fór áhugi á framræslu og þurrkun lands til túnræktar vaxandi og þá þegar farið að bæta afrennslisskurðina, svo hægt væri að ræsa í þá, jafnframt því sem þeir gegndu áfram því hlutverki að taka við áveituvatninu, þegar því var hleypt af engjunum fyrir slátt. Árið 1946 beitti Flóaáveitufélagsið sér fyrir stofnun Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, sem keypti þá þegar vinnuvélar til ræktunarstarfa.

Með vaxandi túnrækt á 6. áratugnum dró svo áfram jafnt og þétt úr engjaheyskap. Árið 1962 er talið að ekki dugi lengur minni háttar lagfæringar á skurðakerfi áveitunnar. Samþykkt var að láta gera heildaráætlun um framræslu Flóans og á aðalfundi Flóaáveitufélagsins árið 1964 er samþykkt að hrinda áætluninni í framkvæmd. Árið 1970 var að mestu lokið þeim framkvæmdum, sem áætlunin gerði ráð fyrir.

Á kalárunum fyrir 1970 bættu sumir sér upp grasbrestinn með engjaheyskap, en þegar batnaði var engjaheyskap á áveituengjum Flóans endanlega lokið.

 

Vatnsmiðlun

Hlutverki skurðakerfis Flóaáveitunnar var þó ekki þar með lokið. Það er nýtt sem vatnsmiðlun. Það er viðtaki vatns úr framræsluskurðum bænda og fleytir fram leysingavatni í hlákutíð, jafnframt því sem í þurrkaköflum á sumrin en hleypt vatni inn á skurðakerfið til þess að halda uppi grunnvatnsstöðu og tryggja búfénaði vatn í högum. Vegna hraunsins sem er undirliggjandi hættir Flóanum við ofþornun í langvarandi þurrkum á sumrin.

Viðhald áveitukerfisins felst í því að halda við flutningsgetu skurðanna og stuðla að sem jafnastri dreifingu vatnsrennslis um þá. Sveitarfélögin í Flóanum eru fjárhagslegir bakhjarlar áveitunnar, en áður fyrr var innheimtur áveituskattur á hvern hektara áveitulands.

Ég held að skurðakerfi Flóaáveitunnar sé hið eina á Íslandi sem er tvíhliða og virkar sem vatnsmiðlun. Flóamenn mega ekki vanrækja þetta æðakerfi sveitarinnar, það er lífsnausyn, hvort sem ganga úrfelli eða þurrkar.

 


Aðalfundur og afmæliskaffi í Félagslundi

Aðalfundur Flóaáveitufélagsins var haldinn í Félagslundi miðvikudagskvöldið 21. febrúar sl. og sóttu hann um 40 manns. Fundurinn fór hið besta fram og fundargerð ritaði Margrét Jónsdóttir á Syðra-Velli. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa; Björn Harðarson í Holti sem er stjórnarformaður, Már Ólafsson í Dalbæ og Grétar Sigurjónsson í Smjördölum.  Umsjónarmaður Flóaáveitunnar er Guðmundur Stefánsson í Hraungerði.
Að loknum aðalfundarstörfum var drukkið afmæliskaffi Flóaaáveitufélagsins 100 ára og héldu nokkrir fundarmanna ræður í tilefni afmælisins.

Meðal gesta var Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi og ávarpaði forseti félgsins, Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka samkomuna. Hann færði einnig fundinn og afmælið til myndar eins hér má sjá.
 

Guðmundur Stefánsson,

Hraungerði.

Bændablaðið fimmtudaginn 22. mars 2018.


 

Myndaalbúm á Menningar-Stað
Þessi slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/285560/

 

.

.


Stjórn Flóaáveitufélagsins.

F.v.: Grétar Sigurjónsson í Smjördölum, Már Ólafsson í Dalbæ, Björn Harðarson

í Holti og umsjónarmaður Flóaáveitunnar Guðmundur Stefánsson í Hraungerði.

.

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars.

F.v.: Þórður Grétar Árnason á Selfossi, Hannes Sigurðsson að Hrauni í Ölfusi

og Kristján Runólfsson í Hveragerði og lengst til hægri er Björn Harðarson í Holti,

stjórnarformaður Flóaáveitunnar.

.

 

Frá talningu í stjórnarkjöri.

F.v.: Eydís Þorbjörg Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps

og Guðmundur Stefánsson í Hraungerði.

.

 

Fundarritarinn, Margrét Jónsdóttir á Syðra-Velli.

.

 

Björn Harðarson í Holti.

.

 

Guðmundur Stefánsson í Hraungerði.

.

 

Geir Ágústsson frá Gerðum.

.

 

Elvar Ágústsson frá Hamri.

.

 

Brynjólfur Þór Jóhannsson frá Kolsholtshelli.

.

 

Árni Eiríksson frá Skúfslæk.

.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður.

 

 

24.03.2018 08:32

Fræðist um þátt ljósmynda

 

 

 

Fræðist um þátt ljósmynda

 

Inga Lára Baldvinsdóttir, sérfræðingur í Ljósmyndasafni Íslands, ætlar að vera með leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn, ferðalag um íslenskan myndheim á morgun sunnudag 25. mars 2018 kl. 14.

 

Leiðsögn Ingu Láru verð- ur um þátt ljósmynda á sýningunni, sem er í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.

 

Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafnsins, Listasafnsins, Náttúruminjasafnsins, Þjóðskjalasafnsins, Landsbókasafnsins og Stofnunar Árna Magnússonar.

 

Leiðsögnin er ókeypis og allir velkomnir.


Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður