Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

06.05.2017 06:29

Framkvæmdir við Hof á Eyrarbakka

 

 

 

Framkvæmdir við Hof á Eyrarbakka

 

5. maí 2017
 

 

Menningar-Staður færði til myndar:

Myndalbúm komið á Menningar-Stað


Smella á þessa slóð
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282800/

 

.

.

.

.Skráð af Menningar-Staður

06.05.2017 06:16

Merkir Íslendingar - Jón Þorkelsson Thorcillius

 

 

Minn­is­merkið um Jón Þorkels­son.

 

Merkir Íslendingar - Jón Þorkelsson Thorcillius

 

Jón Þorkels­son fædd­ist í Innri-Njarðvík 1697, einka­son­ur Þor­kels Jóns­son­ar, bónda og lögréttu­manns þar, f. 1658, d. 1707, og konu hans, Ljót­unn­ar Sig­urðardótt­ur, f. 1668, d. 1.1. 1739. Jón, sem nefndi sig Thorcillius, var helsti menntafrömuður Íslend­inga á sín­um tíma og lík­lega fyrsti boðberi upp­lýs­ing­ar­stefn­unn­ar á Íslandi.
 

Jón nam við Skál­holts­skóla og fór síðan í Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla. Jón varð skóla­meist­ari í Skál­holti 1728. Hann þótti strang­ur kenn­ari en var vel að sér og mjög áhuga­sam­ur um bætta mennt­un. Hann lagði meðal ann­ars til að sett­ur yrði á stofn sér­stak­ur presta­skóli, sagði af sér skóla­meist­ara­embætt­inu og hélt til Kaup­manna­hafn­ar til að reyna að fá stjórn­völd til að gera um­bæt­ur í mennta­mál­um Íslend­inga. Hon­um varð á end­an­um ágengt með er­indi sitt og varð úr að Jón og danski prest­ur­inn Ludvig Har­boe voru send­ir til Íslands til að kanna fræðslu­mál og mennt­un­ar­ástand þjóðar­inn­ar og gera til­lög­ur um úr­bæt­ur.
 

Jón og Har­boe ferðuðust um allt landið og könnuðu m.a. lestr­arkunn­áttu og mennt­un barna, at­huguðu kunn­áttu presta, bóka­eign og margt fleira. Þeir luku störf­um sín­um sum­arið 1745 og héldu þá til Dan­merk­ur og settu fram marg­ar til­lög­ur um úr­bæt­ur. Sum­ar þeirra komust fljótt í fram­kvæmd, aðrar ekki.
 

Jón sett­ist að í Kaup­manna­höfn og bjó þar til æviloka 1759. Hann var vel stæður en var ókvænt­ur og barn­laus og átti enga nána ætt­ingja á lífi. Skömmu fyr­ir and­lát sitt gerði hann erfðaskrá þar sem kveðið var á um að all­ar eig­ur hans skyldu renna til stofn­un­ar skóla þar sem fá­tæk­ustu börn í Kjal­ar­nesþingi hlytu kristi­legt upp­eldi með hús­næði, klæðum og fæði uns þau gætu unnið fyr­ir sér sjálf. Ekki varð af því strax en stofnaður var sjóður, Thorcilli-sjóður­inn (eða Thorkelli-sjóður­inn), og árið 1792 var loks reist­ur barna­skóli á Hausa­stöðum á Álfta­nesi á kostnað sjóðsins og var það ann­ar barna­skól­inn á Íslandi. Allt fram á 20. öld fengu börn við barna­skóla Reykja­vík­ur styrk úr Thorkelli­sjóðnum til náms.
 

Minn­is­varði um Jón, gerður af Rík­arði Jóns­syni mynd­höggv­ara, var reist­ur í Innri-Njarðvík 1965.
 

Jón lést 5. maí 1759.

 

 

Morgunblaðið 5. maí 2017.


Skráð af Menningar-Staður

06.05.2017 05:58

5. maí 1639 - Brynj­ólf­ur Sveins­son var vígður Skál­holts­bisk­up

 

 

Brynjólfur biskup Sveinsson (1605 - 1675).

 

5. maí 1639

- Brynj­ólf­ur Sveins­son var vígður Skál­holts­bisk­up

 

Þann 5. maí 1639 var Brynj­ólf­ur Sveins­son frá Holti í Önundarfirði vígður Skál­holts­bisk­up. 
Hann lét m.a. reisa veg­lega kirkju í Skál­holti og var einn helsti talsmaður Íslend­inga við erfðahyll­ing­una í Kópa­vogi.

 

Morgunblaðið 5. maí 2017 - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

 

 

 

Brynjólfskirkja í Skálholti.
 

 

 

Holt í Önundarfirði. Ljósm.: BIBSkráð af Menningar-Staður

 

05.05.2017 22:05

2.1 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

 

 

2.1 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

Rétt í þessu gerðist það  að  -Vefurinn Menningar-Staður-  fár yfir 2.100.000 flettinga

(tvær milljónir og eitthundraðþúsuns flettinga).

 

Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar og sýnir enn frekar að vefurinn er einn af kjölfestu netmiðlum á Suðurlandi.
 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

05.05.2017 19:41

5. maí - Karl Marx fæddist þennan dag árið 1818

 


Karl Marx (1818 - 1883).
 

 

5. maí - Karl Marx fæddist þennan dag árið 1818

 

Karl Heinrich Marx var áhrifamikill þýskur hagfræðingur, heimspekingur, byltingarleiðtogi og stjórnmálaspekingur. Hann er frægastur fyrir greiningu sína á mannkynssögunni í anda þráttarhyggju Hegels sem röð átaka milli stétta. Hann greindi samfélag kapítalismans og taldi meðal annars að reglulegar og sívaxandi efnahagskreppur væru innbyggðar í hagkerfi og myndu á endanum leiða til hruns þar sem stéttlaust samfélag tæki við.

 

Marx tók virkan þátt í stjórnmálahræringum um og eftir miðja 19. öld. Hann skrifaði Kommúnistaávarpið ásamt Friedrich Engels 1848 og var leiðandi við stofnun Fyrstu alþjóðasamtaka verkalýðsins í London 1864. Höfuðrit hans Auðmagnið (Das Kapital) kom út 1867, en hann vann við rannsóknir meira eða minna til dauðadags 1883.

 

Útfærslur á jafnaðarstefnunni sem byggja á verkum Marx eru oft kallaðar marxismi. Marxismi hafði gríðarleg áhrif á stjórnmál og vísindi á 19. og 20. öld. Karl Marx lést þann 14. mars 1883.
 

Heimild: Wikipedia

 


Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi,

við styttu af Karli Karx í Berlín fyrir nokkru. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.


Skráða f Menningar-Staður

05.05.2017 06:42

...fagnið með Kiriyama Family

 


Hljómsveitin Kiriyama Family.

 

...fagnið með Kiriyama Family

 

Hljóm­sveit­in Kiriyama Family hef­ur gefið út sína aðra plötu, Wait­ing For...,

og fagn­ar henni með út­gáfu­tón­leik­um á Hard Rock Café í Reykjavík frá klukk­an tíu til miðnætt­is í kvöld, föstu­dag­inn 5. maí 2017.


Morgunblaðið 5. maí 2017.


Skráð af Menningar-Staður


 

04.05.2017 07:03

4. maí 1880 - Útför Jóns Sig­urðsson­ar for­seta og Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur konu hans

 

 

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.

 

4. maí 1880 - Útför Jóns Sig­urðsson­ar for­seta

og Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur konu hans

 

Þann 4.  maí 1880 for fram útför Jóns Sig­urðsson­ar for­seta og Ingi­bjarg­ar Ein­ars­dótt­ur konu hans fór fram í Reykja­vík með mik­illi viðhöfn og að viðstöddu fjöl­menni. 

Þau lét­ust í Kaup­manna­höfn í des­em­ber 1879.

Á silf­ur­skildi á kistu Jóns stóð: „Óska­barn Íslands, sómi þess, sverð og skjöld­ur.“

 

Morgunblaðið 4. maí 2017 - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

Frá útför Jón og Ingibjargar í Reykjavík

þann 4. maí 1880.

 

Skráð af Menningar-Staður

02.05.2017 19:54

Lífsleikniferð fangavarða

 

 

 

 

Lífsleikniferð fangavarðaNú síðla vetrar fóru tíu fangaverðir af Litla-Hrauni í lífsleikniferð um Suðurland og er hópurinn um fimmtungur af starfandi fangavörðum á Litla-Hrauni. Slíkar lífsleikniferðir eru fastur þáttur í félags- sögu- mannlífs og menningarstarfi fangavarða þar og mjög mikilvægar til eflingar liðsheildar. Þá eru þær oft; upplýsandi um fyrri störf og uppruna fangavarða, gefandi tenging við núverandi starfandi fangaverði og bakland þeirra og síðan einnig mannlífsauki við fyrrverandi starfsmenn Litla-Hrauns og ræktun á sambandi við þá.

Ásamýri

Fyrsti viðkomustaðurinn var að Ásamýri í Holtum hjá fangaverðinum Sigurbirni Tryggva Gunnarssyni og Magneu Bjarnadóttur konu hans. Tekið var á móti gestunum með veglegu morgunverðarhlaðborði. Í lok  veislu var skálað fyrir Ásamýrarhjónum og þeim færðar bókagjafir frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri. Forlagið er máttugur styrktaraðili í lifsleikni fangavarða á Litla-Hrauni og tók m.a. veglega á móti fangavörðum á Þingeyri í lifsleikniferð þeirra um Vestfirði á árinu 2009 sem var fimm daga ferð í heildina. Síðan var farin skoðunarferð um hið ágæta bú þeirra hjóna sem eru aðallega með hesta og kindur.

 

 

Við veisluborð að Ásamýri. F.v.: Magnea Bjarnadóttir, Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson,

Guðmundur Ingi Einarsson, Björn H. Hilmarsson, Jónn Ingi Jónsson, Guðmundur Magnússon,

Grétar B. Þorsteinsson og Hafsteinn Jónsson.

.

 

 

Í vélaskemmunni að Ásamýri. F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Ingvar Magnússon,

Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson, Guðmundur Magnússon, Björn H. Hilmarsson,

Hafsteinn Jónsson, Guðmundur Ingi Einarsson, Þórarinn Theódór Ólafsson,

Jón Ingi Jónsson og Grétar B. Þorsteinsson.LAVA á Hvolsvelli

Þá var ekið á Hvolsvöll  og skoðað –LAVA-  eldfjalla- og jarðskjálftasetrið sem þar er í byggingu og opnar hinn 1. júní n.k.  Ásbjörn Þ. Björgvinsson, kynningar- og markaðsstjóri LAVA veitti þarna fræðandi og innihaldsríka leiðsögn. Hann er jafnframt bassaleikari Hljómsveitarinnar –ÆFINGAR- sem er í miklum metum meðal fangavarða. Við loknin í –LAVA- var ÆFING heiðruð með nafnspjöldum meðlima hljómsveitarinnar sem búin voru til á Litla-Hrauni í tilefni ferðarinnar. Ásbjörn og  Árni Benediktsson, hljómsveitarstjóri ÆFINGAR og verslunarstjóri í Húsasmiðjunni á Selfossi,  ásamt fleirum úr fjölskyldu –ÆFINGAR-  veittu nafnspjöldunum viðtöku. Þess má geta að Hljómsveitin -ÆFING- verður 50 ára síðla árs 2018 og hefur verið ákveðið að afmælishaldið verði með veglegum hætti í Sveitarfélaginu Árborg.

 

 

 

Í LAVA á Hvolsvelli. F.v.: Ingvar Magnússon, Grétar B. Þorsteinsson, Þórarinn Theódór Ólafsson

og Ásbjörn Þ. Björgvinsson kynningar- og markaðsstjóri LAVA.   

 

 

Hljómsveitin –ÆFING- á spjöldum sögunnar frá Litla-Hrauni. F.v.: Elsa Jónsdóttir, eiginkona Árna,

Ásbjörn Þ. Björgvinsson, bassaleikari, Árni Benediktsson, hljómsveitarstjóri, Hildur Guðnadóttir,

eiginkona Ásbjörns,  og Björn Ingi Bjarnason, menningarfulltrúi ÆFINGAR. Eyjafjöll og Landeyjahöfn

Því næst var ekið undir Eyjafjöll og að Skógum þar sem Byggðasafnið var skoðað en fangaverðir eru  mjög áhugasamir um að komið verði á fót Fangelsisminjasafni á Eyrarbakka. Rifjaðar voru upp tengingar fangavarða við þetta svæði; svo sem í búskap í Leirnahverfi og vera í Héraðsskólanum að Skógum. Á leiðinni til baka var komið við í Landeyjahöfn og  þar fræddi fangavörðurinn Hafsteinn Jónsson ferðafélagna um skipsströnd á þessu svæði í síðustu öld.

 

 

Í Skógasafni. F.v.: Þórarinn Theódór Ólafsson, Jón Ingi Jónsson og Björn H. Hilmarsson.

 

 

Í Skógasafni. F.v.: Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson, Ingvar Magnússon, Guðmundur Magnússon

og Þórarinn Theódór Ólafsson.  NONNI á Hellu

Síðasti viðkomustaðurinn í lífsleikniferðinni um Suðurland  var í ferðamannasetrið NONNA á Hellu sem Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir, f.v. launafulltrúi á Litla-Hrauni, rekur ásamt fjölskyldu sinni. Þar var borðuð þjóðleg kjötsúpa af bestu gerð sem Sigurbjörg og dóttir hannar Margrét Helga báru fram. Í lokin voru Sigurbjörgu færðar bækur frá Vestfirska forlaginu.

 

 

Í NONNA ferðamannasetri á Hellu. Sitjandi f.v.: Björn H. Hilmarsson, Guðmundur Ingi Einarsson,

Ingvar Magnússon, Þórarinn Theódór Ólafsson, Hafsteinn Jónsson, Jón Ingi Jónsson,

Sigurbjörn Tryggi Gunnarsson, Grétar B. Þorsteinsson og Guðmundur Magnússon.

Standandi eru mæðgurnar Margrét Helga Sigurbjargardóttir og Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir.Rútan í ferðinni var frá –ÞÁ- bílum á Selfossi og bílstjóri var Guðmundur Magnússon, fangavörður.

Ljósmyndarar voru fangaverðirnir; Ingvar Magnússon og Björn Ingi Bjarnason.

Lífsleiknihópur fangavrða af Litla-Hrauni þakkar frábærar móttökur allra þeirra þar sem komið var í þessari vel heppnuðu lífsleikniferð.

 


Bílstjórinn í Lífsleikniferð fangavrða á Litla-Hrauni um Suðurland var Guðmundur Magnússon.


Héraðsfréttablaðið Suðri 27. apríl 2017.


Skráð af Menningar-Staður
 

02.05.2017 17:08

Klappaðir þrisvar upp

 

 

Mikið var hlegið á sagnakvöldinu á Hótel Selfossi með þeim Guðna og Jóhannesi.

 

Klappaðir þrisvar upp

 

Fjölmenni var á sagnakvöldi hjá eftirhermunni Jóhannesi Kristjánssyni og orginalnum Guðna Ágústssyni á Hótel Selfoss föstudagskvöldið 28. apríl sl., um 200 manns og troðfullur salur. Guðni segir að svona sé þetta búið að vera í hvert skipti sem þeir troða upp en þeir eru m.a. búnir að vera í Salnum í Kópavogi, Landnámssetrinu í Borgarnesi, á Hvolsvelli og á Hótel Selfoss.

 

„Það var gaman að koma heim á Selfoss og fá þessar góðu móttökur. Sumir sögðu mér að þeir hefðu ekki hlegið svona mikið frá því þeir voru krakkar. Nú svo höfum við alls staðar verið klappaðir þrisvar upp. Jóhannes á það sannarlega skilið. Hann er listamaður og einstakur í sinni röð sem skemmtikraftur,“ segir Guðni.


Af www.dfs.is


 

 
Skráð af Menningar-Staður

02.05.2017 13:22

30 ára - Guðmundur Kr. Sigurðsson

 


Guðmundur Kr. Sigurðsson.

 

30 ára - Guðmundur Kr. Sigurðsson

 

30 ára er í dag, 2. maí 2017,

Guðmund­ur Kr. Sigurðsson sem ólst upp á Eyr­ar­bakka, býr á Sel­fossi og er þjón­ustu­full­trúi hjá Toyota á Sel­fossi.

 

Maki: Lauf­ey Ósk Magnús­dótt­ir, f. 1988, ljós­mynd­ari með Stúd­íó Stund á Sel­fossi.

 

For­eldr­ar: Sig­urður Guðmunds­son, fædd­ur 1961, vél­virki, og Sig­ríður Sverr­is­dótt­ir, f. 1960, hús­móðir.

Þau búa á Eyr­ar­bakka.


Morgunblaðið 2. maí 2017
 


Afmælisbarnið, Guðmundur Kr. Sigurðsson, með nokkrum Flóamönnum á dögunum.

Ljósm.: BIB


Skráð af Menningar-Staður.