Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

29.07.2016 08:16

Merkisatburður - Minnisvarði um Kollabúðarfundina afhjúpaður 29. júlí 1979

 


Fangaverðir af Litla-Hrauni fóru í fimm daga ferð um Vestfirði sumarið 2009.

M.a var komið við á Kollabúðum í Þorskafirði.
F.v.: Hlynur Gylfason. Ásmundur Sigurðsson, Gunnar Marel Friðþjófsson, Einar Loftur Högnason, Jóhann Páll Helgason, Bjarkar Snorrason, Hafliði Magnússon, Einar Valur Oddsson og Friðrik Sigurjónsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Merkisatburður - Minnisvarði um Kollabúðarfundina

afhjúpaður þann 29. júlí 1979

 

Þann 29. júlí 1979 var afhjúpaður minnisvarði um Kollabúðafundi í Þorskafirði. 

Á þeim fundum ræddu Vestfirðingar stefnumálin 1849 til 1895.

 

Þegar komið er niður í byggð af Þorskafjarðarheiði, liggur leiðin yfir Músará fram hjá hinum forna þingstað, þar sem Þorskafjarðarþing voru háð.

Kollabúðarfundir voru haldnir á Músaráreyrum um og eftir miðja 19. öld. Voru þeir tilraun til þess að vekja að nýju í breyttri mynd, forna þjóðhætti og stuðluðu vafalaust að því að endurvekja sjálfstæðisþrá og fornan þjóðarmetnað.


 


Skráð af Menningar-Staður

29.07.2016 08:05

Síðasti ríkisráðsfundur Ólafs Ragnars í gær - 28. júlí 2016

 

 

 

Síðasti ríkisráðsfundur Ólafs Ragnars í gær - 28. júlí 2016

 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, stýrði sínum síðasta ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær, fimmtudaginn 28. júlí 2016. 

Til slíkra funda er boðað samkvæmt stjórnarskrá. Nýr forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður settur i embætti á mánudaginn, 1. ágúst 2016.

 
 

Forsetasetrið Bessastaðir á Álftanesi.
 


Skráð af Menningar-Staður

27.07.2016 08:37

Blíðan á Bakkanum

 

.

 

 

Blíðan á Bakkanum
 


Við Stað að kveldi - 27. júlí 2016
 


Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

27.07.2016 07:13

Austfirðingar og Vestfirðingar taka höndum saman og gefa út leiðbeiningar til ferðalanga

 

 

Hagnýt ráð og leiðbeiningar fyrir erlenda ferðamenn.

Samvinna Vestfirðinga og Austfirðinga í bókaútgáfu.

 

Austfirðingar og Vestfirðingar

taka höndum saman og gefa út leiðbeiningar til ferðalanga

 

Ný bók á ensku fyrir erlenda ferðamenn er komin út hjá Vestfirska forlaginu. Bókin er eftir séra Vigfús Ingvar Ingvarsson á Egilsstöðum og nefnist Travelling Safely in Iceland - Hearing the Land Speak. Í tilkynningu frá Vestfirska forlagin segir að þar með hafi Vestfirðingar og Austfirðingar tekið höndum saman um almennar leiðbeiningar vegna ferðalaga um Ísland.
 

Í bókinni er margvíslegur fróðleikur fyrir erlent ferðafólk. Áhersla er lögð á sérstöðu Íslands sem ferðamannalands og þær áskoranir sem fylgja því að ferðast um landið – breytileg og stundum óblíð veðrátta, vegakerfi af misjöfnu tagi og ýmsar hættur og hindranir. Mörg alvarleg slys á erlendum ferðamönnum hérlendis tengjast einmitt ókunnugleika á aðstæðum. 

Höfundur hefur nokkuð fengist við leiðsögn erlendra ferðamanna og gert sér far um að tala við þá og heyra sjónarmið þeirra. Auk margvíslegra hagnýtra upplýsinga fyrir ferðafólk er í bókinni leitast við að fræða um tengsl náttúru, þjóðar og tungu hérlendis. Gamansamar og lýsandi teikningar eftir Ómar Smára Kristinsson greiða efninu leið til lesenda.

Hrífandi náttúra Íslands er kynnt og leiðbeint er um umgengni við hana og grein gerð fyrir nokkrum sérkennum íslenskrar menningar og mannlífs. Í lokakaflanum er svo fjallað um íslenskt mál. Þar eru allmörg orð eða orðstofnar sem koma oft fyrir í örnefnum, útskýrð í máli og myndum. Dæmi: Lækjargata. Hvers vegna ber gatan það nafn? Þá er fjallað um ýmis skilti við veginn.

Í stuttu máli: Hvernig eiga erlendir gestir að haga sér á Íslandi? Hagnýt ráð og leiðbeiningar á einu bretti. Bók sem líklega á sér ekki hliðstæðu á íslenskum bókamarkaði í dag. Í henni er að finna í samþjöppuðu formi nánast allt sem erlendur ferðamaður þarf nauðsynlega að vita um Ísland áður en hann leggur landið undir fót. Sennilega hefðu margir Íslendingar einnig gott af að kynna sér þessa handhægu bók!

 

.

 Skráð af Menningar-Staður

26.07.2016 13:15

Blíðan á Bakkanum

 

.

 

Rúnar Eiríksson og Siggeir Ingólfsson.

 

Blíðan á Bakkanum
 

Á útsýnispallinum við Stað í morgun - 27. júlí 2016

 

.

Skráð af Menningar-Staður

26.07.2016 12:45

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. júlí 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. júlí 2016

 

Myndaalbúm komið á Menningar-Stað.

 

Smellið á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279628/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

26.07.2016 06:48

1.8 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

 

 

1.8 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

Vefurinn Menningar-Stað var rétt í þessu að fara yfir 1.800.000 

(eina komma átta milljón) flettinga.

Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar.

 
Skráð af Menningar-Staður

25.07.2016 20:28

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 25. júlí 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 25. júlí 2016

 

Myndaalbúm komið á Menningar-Stað.

Smellið á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279623/

 

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður

25.07.2016 17:12

Þjóðbúningar í Bæjarbrekkunni á Ísafirði

 

 

Í Bæjarbrekkuni á Ísafirði þann 16. júlí 2016. Ljósm.: GÚSTI

 

Þjóðbúningar í Bæjarbrekkunni á Ísafirði

 

Yfir 150 konur og karlar komu saman í íslenska þjóðbúningnum í Bæjarbrekkunni á Ísafirði þann 16. júlí 2016.
 

Tilefnið var 150 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar.
 

Þann 16. júlí 1866 kusu Ísfirðingar sína fyrstu bæjarstjórn.
 

Þá eru 20 ár síðan sex sveitarfélög, þar á meðal Ísafjarðarkaupstaður, sameinuðust undir nafni Ísafjarðarbæjar.Skráð af Menningar-Staður

25.07.2016 12:48

Skötumessan í Garði veitti styrki: - Úthlutað var styrkjum upp á rúmlega sjö milljónir króna

 

 

Ásmundur Friðriksson, -Skötumessumeistari.

 

Skötumessan í Garði veitti styrki:

 -  Úthlutað var styrkjum upp á rúmlega sjö milljónir króna
 

Skötumessan í Garði afhenti síðastliðið miðvikudagskvöld, 20. júlí 2016. styrki að heildarverðmæti rúmlega sjö milljónir króna.

 

Skötumessan var nú haldin tíunda árið í röð á Þorláksmessu á sumri og sagði Ásmundur Friðriksson, frumkvöðull Skötumessunnar, að af því tilefni hefði verið gert sérstakt átak til að fá fyrirtæki og velunnara til samstarfs með þessum góða árangri.

 

Gjafabréfvegna styrkjanna voru afhent í lok Skötumessunnar, eftir að um 400 gestir höfðu gætt sér á kæstri og saltaðri skötu, saltfiski og plokkfiski auk þess að hlýða á skemmtiatriði.

 

Öll innkoman rennur til góðgerðarmála

Stærsta styrkinn fékk Velferðarsjóður Suðurnesja frá Icelandair Cargo. Ekki hafa allar fjölskyldur ráð á að kaupa skólamáltíðir fyrir börn sín. Icelandair Cargo skuldbatt sig til að gefa ákveðna fjárhæð á hverju ári næstu fimm árin svo börn frá fátækum heimilum fái að borða í skólanum. Fyrirtækið Skólamatur ákvað að gefa myndarlegan afslátt af þessum máltíðum svo hægt verður að gefa skólabörnum alls 12.500 máltíðir að verðmæti alls 4,3 milljónir á næstu fimm árum.

Björgin geðræktarstöð fékk styrk fyrir óvissuferð fyrir 50 manns, fyrirtækið Áfangar ehf. styrkti Ferðasjóð NES Íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum um 400 þúsund kr. og fötluð kona fékk styrk til að fara í sumarbúðir.

Fyrirtækið Dynjandi ehf. gaf tíu starfsmönnum Dósasels, sem er rekið af Þroskahjálp á Suð- urnesjum, vinnufatnað.

Þá fékk Hæfingarstöðin í Reykjanesbæ að gjöf gróðurhús að verðmæti ein milljón króna og komu ýmis fyrirtæki og einstaklingar til liðs við Skötumessuna til að gera þann draum að veruleika.

Einnig var veittur 150.000 króna styrkur til menningarverkefna í Garðinum.

Fjölskylda sem er að gera upp heimili sitt eftir að það eyðilagðist í eldsvoða fékk gefins alla málningu á húsið. Fjölskylda ungs manns sem fórst nýlega í umferðarslysi var styrkt líkt og fjölskylda ungs drengs sem glímir við langvinn veikindi.

 

„Ég er ákaflega þakklátur þeim fyrirtækjum sem komu til liðs við okkur á tíu ára afmælinu og eins öllum þeim sem hafa staðið með okkur í gegnum árin,“ sagði Ásmundur Friðriksson.Frétt úr Morgunblaðinu föstudaginn 22. júlí 2016.
 

.

Skötumessumeistarahjónin Sigríður Magnúsdóttir og Ásmundur Friðriksson.

.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður.