Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

02.05.2017 08:24

Jón í yfir fimmtíu litum  Afsteypurnar af Jóni Sigurðssyni áfram vinsælar

 

 

Jón í yfir fimmtíu litum

• Afsteypurnar af Jóni Sigurðssyni áfram vinsælar

 

Hönn­un­ar­var­an Jón í lit hef­ur slegið í gegn á ís­lensk­um heim­il­um á síðustu árum. Nýj­asti lit­ur­inn, fyr­ir árið 2017, er föl­grænn og hef­ur platt­inn nú verið gef­inn út í yfir fimm­tíu lit­um frá því að hug­mynd­in um að lita af­steyp­ur af Jóni Sig­urðssyni spratt upp hjá vöru­hönnuðinum Alm­ari Al­freðssyni.
 

„Ég keypti kop­ar­lág­mynd af Jóni Sig­urðssyni í Góða hirðinum sum­arið 2010. Um vet­ur­inn var ég í af­steypukúrsi í Lista­há­skól­an­um og datt í hug að taka af­steypu af þess­ari mynd og gefa fjöl­skyldumeðlim­um í jóla­gjöf. Þetta sló ræki­lega í gegn og spurðist fljótt út,“ seg­ir Alm­ar. „Árið 2011 ákváðum við hjón­in svo að koma þessu út á markaðinn. Þetta ár voru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns og ákváðum við að gera tutt­ugu lág­mynd­ir í lit og kom­um þessu í nokkr­ar versl­an­ir um landið. Þá byrjaði bolt­inn að rúlla og hef­ur ekki hætt síðan og er Jón nú seld­ur í 20 versl­un­um um land allt.“

 

Lit­irn­ir lýsa heim­il­un­um

 

Fyrstu tutt­ugu lit­irn­ir spönnuðu allt lit­rófið og síðan þá hef­ur Alm­ar bætt við ýms­um lit­brigðum. Hann seg­ir að stór þátt­ur í vin­sæld­um hönn­un­ar­inn­ar sé að fólk get­ur per­sónu­gert hönn­un­ina með því að velja og raða lit­un­um á þann veg sem hent­ar heim­il­inu best.

 

„Þegar við velj­um nýja liti skoðum við vel hvað er að ger­ast úti í heimi og hvernig þeir lit­ir passa við litap­all­ett­una okk­ar. Í dag eru 36 lit­ir í boði og því nóg um að velja þegar finna á rétta liti inn á heim­ilið. Við erum alltaf að sjá nýj­ar uppraðanir og lita­sam­setn­ing­ar hjá fólki, og lýs­ir þetta heim­il­un­um og íbú­un­um oft mjög vel.“
 

Alm­ar út­skrifaðist sem vöru­hönnuður úr Lista­há­skól­an­um árið 2011 og hafa platt­arn­ir tekið mikið af tíma hans síðan þá. „Við tók­um þá ákvörðun í upp­hafi að við mynd­um gera þetta sjálf frá grunni en ekki panta þetta að utan. Ferlið er um 5 til 6 dag­ar frá dufti til full­unn­ins eintaks í umbúðum. Við sjá­um alls ekki eft­ir því vegna þess að hvert ein­tak er ein­stakt. “

Fyr­ir þrem­ur árum ákváðu Alm­ar og eig­in­kona hans, Heiða Björk Vil­hjálms­dótt­ir, að opna minnstu og einu hönn­un­ar­sjoppu lands­ins í Listagil­inu á Ak­ur­eyri, sem kall­ast Sjopp­an vöru­hús, og selja þar hönn­un­ar­vör­urn­ar út um lúgu.
 

Erfiðara að selja útlendingum

 

Lág­mynd­irn­ar af Jóni Sig­urðssyni urðu fljót­lega vin­sæl inn­flutn­ings­gjöf. Alm­ar seg­ir að hönn­un­in hafi komið á markaðinn á hár­rétt­um tíma, eft­ir hrunið hafi fólk horft inn á við og leitað í þjóðleg ein­kenni. Hann tel­ur að lág­mynd­in hafi fyrst verið steypt fyr­ir Lýðveld­is­hátíðina árið 1944 þar sem ýmis fé­lög hafi selt hana og eft­ir hátíðina hafi mátt finna lág­mynd­irn­ar á mörg­um heim­il­um. Vegna vís­un­ar þeirra í sögu Íslands seg­ir Alm­ar að erfiðara sé að markaðssetja þær gagn­vart út­lend­ing­um. „Við ákváðum að ein­blína á ís­lensk­an markað því út­lend­ing­ar þurfa mun meiri út­skýr­ingu á mik­il­vægi Jóns for­seta en hægt er að gera í búðarápi. En þeim sem þekkja sög­una og Jón finnst þetta skemmti­leg hönn­un.“
 

Morgunblaðið 2. maí 2017.

 

 


Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

Fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

01.05.2017 14:17

"Þurfum að vinna gegn sívaxandi misskiptingu"

 


Elín Björg Jónsdóttir í Þorlákshöfn, formaður BSRB. Ljósm.: RUV

 

„Þurfum að vinna gegn sívaxandi misskiptingu“

 

Misskipting í samfélaginu hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Þetta segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Á meðan sumir eiga varla til hnífs og skeiðar og horfa á aðra greiða sjálfum sér margföld árslaun venjulegs launafólks í bónusa eða arð verður engin sátt og enginn stöðugleiki,“ segir Elín Björg. Eftir því sem misskiptingin í samfélaginu verði meiri muni þau átök sem einkennt hafa samfélag okkar undanfarið harðna.

 

Þetta kemur fram í ræðu Elínar í tilefni af baráttudegi verkalýðsins í dag.

 

Elíns segir að jöfnuður í samfélaginu sé ein helsta forsenda stöðugleika, þar á meðal efnahagslegs stöðugleika. Ef stjórnmálamönnum og öðrum sem tala um stöðugleika sé einhver alvara verði að byrja á því að tryggja launafólki og almenningi öllum mannsæmandi lífskjör og draga úr misskiptingunni frekar en að halda áfram að auka ójöfnuð. „Markmið okkar allra á að vera að auka lífsgæði í landinu og koma á velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd sem við getum öll verið stolt af.“

 

Elín áréttar að enn sé þörf á verkalýðshreifingunni. „Þó mikið hafi áunnist frá því í árdaga verkalýðshreyfingarinnar hafa grundvallarþarfirnar ekki breyst. Öll þurfum við að hafa í okkur og á. Öll þurfum við að hafa einhverstaðar höfði að halla. Öll þurfum við að búa við öryggi. Það eru grundvallarþarfirnar,“ segir Elín.

 

„Við þurfum líka að búa í samfélagi sem við erum sátt við. Samfélagi þar sem félagslegt réttlæti ríkir, þar sem allir búa við mannsæmandi lífskjör. Til að svo megi verða þurfum við að vinna gegn sívaxandi misskiptingu í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að auka jöfnuð.“Af www.ruv.isSkráð af Menningar-Staður

01.05.2017 12:50

Sýningin -Á því herrans ári- opnuð í Húsinu á Eyrarbakka í dag

 

 

Helgi Ívarsson (1929 - 2009).

 

Sýningin -Á því herrans ári-

opnuð í Húsinu á Eyrarbakka í dag

 

Ný sýning opnar í dag í borðstofu Hússins á Eyrarbakka.  Hún nefnist  -Á því herrans ári- 

 

Á sýningunni er varpað ljósi á myntsafn Helga Ívarssonar frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929–2009) en hann var myntsafnari mikill og arfleiddi Héraðsskjalasafn Árnesinga að myntsafni sínu að sér gengnum. Er myntsafn Helga fágætt að gæðum.

Til sýnis eru ýmsar myntir og ljósi varpað á söguna þegar myntin var slegin.

-Á því herrans ári- er samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga.

 

Sýningin opnar kl. 16 í dag, þann 1. maí og stendur til 28. maí.

 

Opnunartími safnanna á Eyrarbakka er alla daga kl. 11–18.

 
Skráð af Menningar-Staður

01.05.2017 08:16

Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins

 

 

Frá 1. maí göngu á Ísafirði 2016. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir. 

 

Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins

 

Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur í dag, 1. maí.

 

Fjölbreytt baráttudagskrá hefur verið skipulögð um allt land. 

 

Í Reykjavík fer kröfuganga frá Hlemmi klukkan hálf tvö, og útifundur settur á Ingólfstorgi að henni lokinni. Stóru stéttarfélögin í Reykjavík eru með kaffisamsæti víðsvegar um borgina eftir að útifundinum á Ingólfstorgi líkur.


Á Akureyri fer kröfuganga frá Alþýðuhúsinu klukkan tvö, sem lýkur með hátíðardagskrá í HOFI. Á Ísafirði fer kröfuganga frá Baldurshúsinu klukkan tvö og skipulögð hátíðardagskrá verður í Edinborgarhúsi. 


Þá verða kröfugöngur á Akranesi, Suðureyri og á Selfossi.

 

Hægt er að finna upplýsingar um dagskrá víðar um landið á heimasíðum verkalýðsfélaganna og Alþýðusambands Íslands.  


Af www.ruv.is


Skráð af Menningar-Staður

01.05.2017 07:31

Í dag er 1. maí um land allt

 

 

 

  Í dag er 1. maí um land allt


 

 

 

 

 Skráða f Menningar-Staður


 

30.04.2017 07:08

Bætt aðgengi á sjóvarnargarðinn að vestanverðu

 

 

Siggeir Ingólfsson, yfirstrandvörður, við nýja stigann. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Bætt aðgengi á sjóvarnargarðinn að vestanverðu

 

Nú á dögunum var settur upp veglegur stigi uppá sjávarnargarðinn vestast í Eyrarbakkaþorpi - ofan við höfnina.

Þetta gerir aðgengi á göngustíginn ofan á garðinum  mjög auðvelt og er til mikilla bóta fyrir þá fjölmörgu heimamenn og gesti sem þarna ganga um og njóta útsýnis yfir hafið og þorpið.

Það voru strafsmenn Sveitarfélagsins Árborgar sem unnu verkið þeir: Finn Nílssen, Þórður Tindur Gunnarsson og verkstjóri var Óðinn Andersen.

Menningar-Staður færði til myndar.


 

.

.
Skráð af Menningar-Staður

29.04.2017 06:15

1. maí 2017 á Eyrarbakka

 

 

 

1. maí 2017 á Eyrarbakka

 

Kaffisala Kvenfélags Eyrarbakka
 

á Stað kl. 15 - 17

 

 

 

.

 


Skráð af Menningar-Staður

28.04.2017 22:27

1. maí 2017 á Selfossi

 

 

 

 

1. maí 2017 á Selfossi

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

28.04.2017 06:47

Merkir Íslendingar - Skúli Halldórsson

 


Skúli Halldórsson (1914 - 2004).

 

 

Merkir Íslendingar - Skúli Halldórsson

 

Skúli fædd­ist á Flat­eyri við Önund­ar­fjörð 24. apríl 1914. For­eldr­ar hans voru Hall­dór G. Skúla­son, lækn­ir í Reykja­vík, og Unn­ur Skúla­dótt­ir Thorodd­sen hús­móðir.
 

Móðir Hall­dórs var Mar­grét Eggerts­dótt­ir, bónda á Fossi í Vest­ur­hópi, bróður Helgu, lang­ömmu­Björg­vins Schram, for­seta KSÍ, föður Ell­erts B. Schram, fyrrv. for­seta ÍSÍ og fyrrv. rit­stjóra og alþing­is­manns.
 

Unn­ur var syst­ir Guðmund­ar lækna­pró­fess­ors, Katrín­ar, alþm. og yf­ir­lækn­is, Krist­ín­ar, yf­ir­hjúkr­un­ar­konu og skóla­stjóra, Bolla borg­ar­verk­fræðings og Sig­urðar verk­fræðings, föður Dags skálds og afa Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur mennta­málaráðherra.

Unn­ur var dótt­ir Skúla Thorodd­sen alþm. og Theo­dóru Thorodd­sen skáld­konu. Bróðir Skúla var Þórður, faðir Em­ils Thorodd­sen tón­skálds.
 

Eig­in­kona Skúla var Stein­unn Guðný Magnús­dótt­ir sem lést 1997, en börn þeirra eru Magnús arki­tekt og Unn­ur fiski­fræðing­ur.
 

Skúli lauk prófi frá VÍ, prófi í kontra­punkti, tón­smíðum og út­setn­ingu frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1947 og prófi í pí­anó­leik frá sama skóla 1948.
 

Skúli var skrif­stofumaður hjá SVR 1934-44 og skrif­stofu­stjóri þar til 1985. Hann kenndi pí­anó­leik 1948-52, var und­ir­leik­ari hjá fjölda óperu­söngv­ara og leik­ara.
 

Skúli er í hópi þekkt­ustu ís­lenskra tón­skálda síðustu ald­ar.

Hann samdi á annað hundrað söng­lög,  svo sem Smaladrenginn og Smalastúlkuna, um tutt­ugu hljóm­sveit­ar­verk og kammer­verk og um tíu pí­anó­verk. Þá komu út eft­ir hann tólf söng­lög við ljóð Jóns Thorodd­sen og tíu söng­lög við ljóð Theo­dóru Thorodd­sen.

Hann fékk verðlaun frá Rík­is­út­varp­inu fyr­ir laga­flokk sinn við ástar­ljóð Jónas­ar Hall­gríms­son­ar.

 

Skúli var í stjórn Tón­list­ar­fé­lags­ins og STEF í tæp 40 ár, var formaður STEF í 20 ár og sat í stjórn BÍL í ára­tug.
 

Skúli lést 23. júlí 2004.

 

Morgunblaðið 28. apríl 2017.

 


Skúli Halldórsson og Vigdís Finnbogadótir í 80 ára afmælisfagnaði Skúla

sem Önfirðingafélagið hélt honum til heiðurs í Gamlabíói í Reykjavík.


Skráð af Menningar-Staður.

 

27.04.2017 18:35

Íslenskar sjókonur um aldir

 

 

 

Íslenskar sjókonur um aldir
 

Bókin Survival on the Edge: Seawomen of Iceland, eftir mannfræðinginn dr. Margaret Willson, kom út hjá University of Washington Press, í Seattle, Bandaríkjunum, á síðasta ári.

Með einstökum hætti rekur höfundur sögu Íslenskra sjókvenna frá Þuríði formanni á Stokkseyri til Sigrúnar stýrimanns frá Djúpavogi og nokkurra enn yngri kvenna. Margrét samvefur reynsluheim Íslenskra sjókvenna og eigin reynslu því sjálf sótti hún sjóinn sem ung kona við strendur Ástralíu. Frásagnarmáti bókarinnar er athyglisverður því Willson skrifar í fyrstu persónu og rekur í inngangi bókarinnar hvatann að því að hún fékk áhuga á efninu, hvernig var að hefja rannsókn á efni sem lítið hafði verið skoðað og aðferðir sínar við gagnaöflun. Í máli hennar kemur glöggt fram að þrátt fyrir að hafa gjarnan fengið þau svör að fáar konur hafi stundað sjó frá hinum eða þessu bæjarfélaginu þá hafi alla jafna allt annað komið á daginn og þær séu fjölmargar Íslensku konurnar sem sótt hafa sjóinn, þótt þær hafi ekki gert sjóskókn að ævistarfi sínu.

 

Í texta bókarinnar tekst Willson með athyglisverðum hætti að flétta saman ítarlega heimildavinnu og vitnisburð Íslenskra kvenna af eigin reynslu, ásamt tilvísunum í fjöldan allan af þjóðsagnakenndum frásögnum um sjósókn þeirra á ólíkum tímum. Hún leitar víða fanga og nýtir sér jafnt varðveittar sjóferðabækur sem og stökur og kvæði, s.s. eftir Ólínu Andrésardóttur, frá 1924, þar sem segir: „þær saumuðu, spunnu, styrðu skeið, / þeim var kunnug láar leið / lögð yfir grunna svæðin breið“ (bls. 40), til að varpa ljósi á margbrotið lífshlaup kvenna um aldir.

 

Í fyrsta kafla bókarinnar, „Survival on the edge, a hidden history“ (bls. 23-53), leggur Willson upp í ferðalag um Ísland og byrjar á Snæfellsnesi, – í Dritvík og við Breiðafjörð. Hún rekur byggðasögu svæðisins, segir frá lifnaðar- og atvinnuháttum, einokun Dana, harðindum og nauðung ýmiskonar. Hún heimsækir þá staði sem fjallað er um og fléttar saman eigin upplifun og reynslu kvennanna sem hún er að fjalla um í rannsókn sinni. Hún furðar sig á fjöldanum því „hundruðir kvenna höfðu sótt sjóinn“ (bls. 53), sérstaklega á vestur- og suðurlandi á 18. og 19. öld. Örlagatrú, erfiði, atgervi og úthald verður henni tíðrætt um í örðum kafla bókarinnar (bls. 53-80), enda eiginleikar sem jafnt konur og karlar þurftu að búa yfir til að lifa af. „Róðu betur, kæri karl, / kenndu ei brjóst um sjóinn / harðar taktu herðafall / hann er á morgun gróinn“, segir í kvæði eftir Björgu Einarsóttur, frá miðri 16. öld, og Willson vísar til máli sínu til staðfestingar. Hún rekur sögur fjölmargra nafngreindra kvenna og veltir upp spurningunni um hvernig á því standi að flestar þeirra – utan Þuríði og e.t.v. Látra Björgu – séu fallnar í gleymsku. Hún nýtir svo uppgrafnar upplýsingar og vitnisburði um æviskeið viðkomandi kvenna til að bregða ljósi á ýmsar tegundir útgerðarhátta, aðbúnað sæfarenda, vosbúð og elju þeirra sem í hlut áttu.


Í þriðja kafla bókarinnar gerir Willson byggðaþróun á Íslandi á nítjándu og fyrri hluta tuttugustu aldar ítarleg skil. Flutningur fólks úr sveitum til þorpa, umskipti í sjávarútvegi, framfarir í skipasmíðum, uppbygging fiskvinnslustöðva, réttindabarátta sjómanna og fiskverkafólks o.fl. setur hún í samhengi við fækkun kvenna í sjómannastétt. Auk þess sem almenningsálitið hafði sitt að segja, en hún vísar til fjölda niðrandi ummæla um sjókonur sem óhæfar mæður, skjækur, hálfkarla og kaldlyndra hörkutóla.

 

Í seinni hluta bókarinnar teflir Wilson því næst fram hverjum vitnisburðinum á fætur öðrum og varpar ljósi á sögu sem fáir þekkja. Hún gerir grein fyrir atvinnuþátttöku kvenna til sjós á 20. öld og segir um leið frá ferðum sínum um landið og aðferðum við að grafa upp lítt þekktar sögur og upplýsingar. Í síðasta kafla bókarinnar gerir hún svo kvótakerfinu skil og fjallar sérstaklega um verksmiðjuútgerð. Hún veltir upp spurningum um kynjuð viðhorf til hinna ýmsu atvinnuvega og hvort fleiri eða færri konur muni í framtíðinni sækjast eftir plássum til sjós. Lokaorðin sækir hún til viðmælenda síns, Ingu Fanneyjar, en þau hverfast um að rétt eins og gróður á Íslandi berjist í sífellu við að halda lífi og þannig hafi málum verið háttað með konur til sjós um aldir.

 

Í bók sinni tekst Margaret Willson að skapa það sem Níels Einarsson kallar: „Captivating read due to the breath of knowledge the author conveys through her personal style“ og það sem Kristín Loftsdóttir telur vera „newly told story of empowerment“ og „beautifully written and empirically rich ethnography“. Prófessor Charles Menzies, frá University of British Columbia, í Kanada, kemst svo að þeirri niðurstöðu að bókin sé; „a fabulous book, part memoir, part ethnography“. Hann bendir því næst á að: „Too often the presence of women at sea has been treated as an exception to be explained, but in this book the history and reality of seawomen is treated as fact and the stories follow from that. It´s about time!.“

 

Með orðum Unnar Dísar Skaptadóttur tekst Margaret Willson „með líflegum sögum sínum að glæða Íslenskar sjókonur lífi“, eins og segir á bókarkápu og víst er að í bók sinni um Íslenskar sjókonur gerir höfundurinn mikið úr því sem fræðimaðurinn Michael Faucoult skilgreindi sem staðbundna þekkingu og útskýrði að fæli í sér vald og áhrif þess eða þeirra sem hafa hana á takteinum.

 

Í samfléttaðri ferðasögu sinni um útgerðarstaði á Íslandi, um völundarhús lítt kunnra heimilda og flækjuverk áður óskráðra frásagna af Íslenskum sjókonum sviptir höfundur bókarinnar Survival on the Edge: Seawomen of Iceland (2016) hulunni af einstakri reynslu og þekkingu fjölda kvenna sem aðrir hafa ekki á valdi sínu og legið hefur í þagnarbrunni (!) allt of lengi.

 

 

Dr. Margaret Willson hefur dvalið á Stokkseyri síðustu vikur vegna efnisöflunar í næstu bók sína.
Hún leit við að Ránargrund á Eyrarbakka og þá var þessi mynd tekin.
F.v.: Birna Gunnlaugsdóttir, dr. Margaret Willson og Björn Ingi Bjarnason.

Ljósm.: Jóna Guðrún Haraldsdóttir.
 Skráð af Menningar-Staður