Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.07.2018 16:37

Yfir 20 langreyðar komnar á land

 


Frá Hvalstöðinni í Hvalfirði á síðustu helgi.
 

 

Yfir 20 langreyðar komnar á land

 

• Veiðar farið ágætlega af stað í sumar,

segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals

 

 

22 langreyðar hafa veiðst í sum­ar frá því veiðar hóf­ust 20. júní sl. sagði Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf. í sam­tali við mbl.is í gær. Kristján seg­ir hval­veiðar hafa farið ágæt­lega af stað í sum­ar þótt veður hafi verið erfitt og skyggni slæmt á fyrstu þrem­ur vik­um hval­veiða.

 

„Þetta hef­ur gengið svona upp og niður. Skyggnið hef­ur verið erfitt og ann­ar bát­anna fór af stað held­ur seinna en áætlað var,“ sagði Kristján. Hval­ur 9 var skipið sem var sjó­sett seinna vegna þess að bið eft­ir vara­hlut­um var lengri en gert var ráð fyr­ir.

 

Þegar Kristján ræddi við mbl.is í gær stefndu bát­arn­ir á miðin eft­ir að hafa legið við bryggju í Hval­f­irði síðustu tvo sól­ar­hringa á und­an. Hef­ur mesta veiðin það sem af er verið suðvest­ur af Garðskaga að sögn Kristjáns.

 

Tæp­lega 200 dýra veiðiheim­ild

 

Hval­ur hf. hef­ur heim­ild­ir til þess að veiða tæp­lega 200 dýr á þessu ári. Eft­ir að búið er að gera að hvöl­un­um, er kjötið geymt í frysti á meðan það bíður út­flutn­ings. Kjötið verður vænt­an­lega selt til Jap­an í haust, að því er fram kem­ur í sam­tali Kristjáns við mbl.is í lok júní.

 

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 11. júlí 2018.

 

.

.

 

.

.

 
Tveir hvalbátar sem búið er að leggja eru upp í fjöru rétt innan við Hvalstöðina.

 Skráð af Menningar-Staður. 

10.07.2018 16:46

Skötuveislan í Garði 11. júlí 2018

 

 

Ásmundur Friðriksson.

 

 

Skötuveislan í Garði 11. júlí 2018

 

Nú er komið að því enn eitt árið. Skötumessan í Garði verður að þessu sinni miðvikudaginn 11. júlí 2018 í Gerðaskóla í Garði og hefst kl. 19.00.

Gestir mæti tímanlega.


Við ættlum enn og aftur að borða samfélaginu til blessunar eins og Dómkirkjupresturinn Hjálmar Jónsson ræðumaður kvöldsins hefur orðað það svo skemmtilega.

 

Takið með ykkur gesti og deilið þessari fréttatilkynningu á vini og vandamenn.

 

SKÖTUMESSAN 2018


VERÐUR HALDIN Í MIÐGARÐI GERÐASKÓLA Í GARÐI
Miðvikudaginn 11. júlí, borðhald hefst kl. 19.00

 

Glæsilegt hlaðborð;

skata, saltfiskur, plokkfiskur og meðlæti.


• Dói og Baldvin, harmonikkuleikur. 
• Andri Páll Guðmundsson.
• Geir Ólafsson og Þórir Baldursson
• Andri Páll Guðmundsson
• Sr. Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur ræðumaður kvöldsins
• Styrkir afhentir
• Hljómsveitin Gullkistan og Gunnar Þórðarsson.


Verð 4,000- kr.
Greiðið inn á reikning Skötumessunnar; 0142-05-70506, kt. 580711-0650


Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra.


Rúmlega 400 manns mæta árlega á Skötumessuna og leggja saman samfélaginu lið.
Vilt þú ekki verða einn af þeim.


Helstu stuðningsaðilar Skötumessunnar eru;

Fiskmarkaður Suðurnesja, Skólamatur ehf, Icelandair Cargo, Sv. Garður og Sandgerði og fl.

 

Upplýsingar gefa; 
Theodór Guðbergsson 8936867
Þórarinn Guðbergsson 8937100
Guðlaugur Sigurjónsson 8606020
Ásmundur Friðriksson 8943900


 

.

..

.

.

.

.

 

.

.

.

.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 
 
 
 
 
 
 

10.07.2018 09:35

Ísjakarnir á leið út Húnaflóa

 


Stóri jakinn á Húnaflóa og trilla lengst til hægri.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Ísjakarnir á leið út Húnaflóa

 

Ísjakarnir í Húnaflóa eru nú báðir á leið út flóann. Annar þeirra er nú mun stærri en hinn og stefnir hraðbyri út á rúmsjó og varð hans vart við bæinn Björg í fyrradag. Sá minni fór mun hægar yfir og var sama dag við Örlygsstaði, nær Skagaströnd þar sem hann virtist hafa strandað.

 

Stóran borgarísjaka, um 120 til 130 metra á lengd og breidd, rak inn Húnafjörð í síðustu viku. Síðar velti hann sér og brotnaði í tvo. Sjaldgæft er að mikill hafís sé á svæðinu á þessum árstíma.

 

Nokkur fjöldi ferðamanna virti jakana fyrir sér og tók af þeim myndir frá landi. Varað er við siglingum upp við stóra ísjaka þar sem þeir geta velt sér snögglega og komið af stað stórum bylgjum.


Menningar-Staður var við Húnaflóa og færði stærri jakann til myndar áður en hann brotnaði. Litil trilla var á siglngu vuð jakann eins og sjá má er hún lítil í samanburði við ísjakann.


 

.

Ísjakinn og hér er trillan lengst til vinstri.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður

10.07.2018 08:23

18 sóttu um stöðu bæjarstjóra í Ölfusi

 

 
 

 

18 sóttu um stöðu bæjarstjóra í Ölfusi

 

Staða bæjarstjóra Sveitarfélagsins Ölfuss var auglýst laus til umsóknar í júní og rann umsóknarfrestur út 2. júlí síðastliðinn.

 

Alls sóttu 18 um stöðuna og þar af fimm fyrrum bæjarstjórar en það eru þau Elliði Vignisson, Ásta Stefánsdóttir, Björn Ingi Jónsson, Magnús Stefánsson og Gísli Halldór Halldórsson. Fimm drógu umsókn sína til baka.

 

 

Nöfn umsækjenda í stafrófsröð eru þessu:

 

 1. Anna Greta Ólafsdóttir, sérfræðingur
 2. Ármann Halldórsson, framkvæmdastjóri
 3. Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri
 4. Baldur Þórir Guðmundsson, útibússtjóri
 5. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri
 6. Björn S. Lárusson, verkefnastjóri
 7. Daði Einarsson, verkefnastjóri
 8. Edgar Tardaguila, móttaka
 9. Elliði Vignisson, bæjarstjóri
 10. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
 11. Glúmur Baldvinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
 12. Gunnar Björnsson, forstjóri
 13. Linda Björk Hávarðardóttir, verkefnastjóri
 14. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri
 15. Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri
 16. Rúnar Gunnarsson, sjómaður
 17. Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri
 18. Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri  Skráð af Menningar-Staður

06.07.2018 08:01

Bryggjuhátíð Stokkseyrar 2018

 

 
 

 

 Bryggjuhátíð Stokkseyrar 2018

                               

        6.  7. og 8. júlí 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

 

06.07.2018 07:27

Merkir Íslendingar - Jens Sigurðsson

 

 

Jens Sigurðsson (1813 - 1872)

frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Merkir Íslendingar - Jens Sigurðsson

 

Jens fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 6. júlí  1813.

Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, prestur á Hrafnseyri, og k.h., Þórdís Jónsdóttir húsfreyja sem var prestsdóttir frá Holti í Önundarfirði.
 

Foreldrar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, prestur á Hrafnseyri, og Ingibjörg Ólafsdóttir, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættar Jónssonar. Foreldrar Þórdísar voru Jón Ásgeirsson, prestur í Holti í Önundarfirði, og Þorkatla Magnúsdóttir.
 

Bróðir Jens var Jón Sigurðsson forseti, alþingismaður og skjalavörður. Systir Jens var Margrét, húsfreyja í Steinanesi, móðir Sigurðar Jónssonar, alþingismanns og sýslumanns.
 

Eiginkona Jens var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stjörnufræðings og yfirkennara, og Ragnheiðar Bjarnadóttur og eignuðust þau níu börn. Meðal þeirra voru Sigurður Jensson, prestur og alþingismaður í Flatey; Jón Jensson, dómstjóri og alþingismaður, faðir Bergs Jónssonar alþingismanns, Björn Jensson, tengdafaðir Péturs Halldórssonar, borgarstjóra og alþingismanns, og Þórdís Jensdóttir, tengdamóðir Sigurjóns Jónssonar alþingismanns.
 

Jens lauk stúdentsprófi á Bessastöðum 1837 og embættisprófi í guðfræði frá Hafnarháskóla 1845.
 

Jens var barnakennari á Eyrarbakka veturinn 1845-46,

kennari við Lærða skólann í Reykjavík 1846-69 og rektor Lærða skólans frá 1869 og til æviloka. Hann var auk þess ritstjóri „Tíðinda frá þjóðfundi Íslendinga“ sem haldinn var á Alþingi, í Lærða skólanum (á sal MR) árið 1851.
 

Jens var reyndar sjálfur þjóðfundarmaður fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu á þessum fræga þjóðfundi, árið 1851, þegar Jón, bróðir hans, mælti hin frægu orð er Trampe greifi sleit fundinum: „Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til þess að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“
 

Jens lést 2. nóvember 1872.

 


Hrafnseyri við Arnarfjörð.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 
Skráð af Menningar-Staður

05.07.2018 10:40

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. júlí 2018

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. júlí 2018Vinir alþýðunnar


Myndaalbúm á þessari slóð:


http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286612/


Nokkrar myndir:

.

.

,

,

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

  

05.07.2018 07:17

5. júlí 1851 - Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík

 

 

Menntaskólinn í Reykjavík - áður Lærði skólinn.

 

 

5. júlí 1851 -

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík

 

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík þann 5. júlí 1851. Fundurinn stóð í rúman mánuð og var rætt um frumvarp dönsku stjórnarinnar um réttarstöðu Íslands.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

04.07.2018 23:54

Undir Eyjafjöllum 4. júlí 2018

 

 

 

 

Undir Eyjafjöllum 4. júlí 2018


 

.
.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

04.07.2018 23:38

Merkir Íslendingar - Jónmundur J. Halldórsson

 


Jónmundur J. Halldórsson (1874 - 1954).

 

 

Merkir Íslendingar - Jónmundur J. Halldórsson

 

Jón­mund­ur Júlí­us Hall­dórs­son fædd­ist á Vigg­belgs­stöðum í Innri-Akra­nes­hreppi 4. júlí 1874. For­eldr­ar hans voru Hall­dór Jóns­son húsmaður þar og í Hólms­búð, síðast múr­ari í Reykja­vík, og Sesselja Gísla­dótt­ir hús­freyja.

 

Hall­dór var son­ur Jóns Hall­dórs­son­ar, bónda á Eystra-Reyni og á Króki á Akra­nesi, og k.h., Þuríður Bjarna­dótt­ir, en Sesselja var dótt­ir Gísla Jó­hann­es­son­ar, bónda í Bæ í Miðdal og á Leys­ingja­stöðum í Hvamms­sveit, og k.h., Guðfinnu Sig­urðardótt­ur.

 

Kona Jón­mund­ar var Guðrún hús­freyja, dótt­ir Jóns Guðmunds­son­ar, bónda á Valda­stöðum og í Eyr­ar-Upp­koti í Kjós, og Guðrún­ar Korts­dótt­ur, for­föður Möðru­valla­ætt­ar Þor­varðar­son­ar.

 

Börn Jón­mund­ar og Guðrún­ar sem upp komust voru Guðmund­ur loft­skeytamaður í Reykja­vík; Sesselja, bú­sett á Stað í Grunn­vík; Guðrún, hjúkr­un­ar­kona í Dan­mörku, og Hall­dór, bú­fræðing­ur, kenn­ari og yf­ir­lög­regluþjónn á Ísaf­irði.

 

Jón­mund­ur lauk stúd­ents­prófi frá Lærða skól­an­um 1896 og guðfræðiprófi frá Presta­skól­an­um árið 1900. Hann var aðstoðarprest­ur í Ólafs­vík um skeið, fékk Barð í Fljót­um 1903, Mjóa­fjarðarprestakall 1915, bjó þá í Þing­hól í Brekkuþorpi, fékk lausn ári síðar en bjó þar áfram og réri til fiskj­ar á sumr­in en var þingskrif­ari á Alþingi á vetr­um.

 

Jón­mund­ur varð sókn­ar­prest­ur á Stað í Grunna­vík 1918-54. Hann gekkst fyr­ir stofn­un Kaup­fé­lags Fljóta­manna, sat þar í hrepps­nefnd og var odd­viti um skeið, var sýslu­nefnd­armaður í Skagaf­irði 1908-15, odd­viti Grunna­vík­ur­hrepps og sat í sýslu­nefnd Norður-Ísa­fjarðar­sýslu 1921-54, kenndi ung­menn­um og var virk­ur í ung­menna­fé­lags­starfi og sund­kennslu Grunn­vík­inga.

 

Vest­f­irðing­ar kunna ógrynni skemmtisagna af séra Jón­mundi, enda maður­inn góðmenni, ramm­ur af afli, sér­lundaður og orðhepp­inn.

 

Séra Jón­mund­ur lést 9. júlí 1954.
 


Morgunblaðið miðvikudagurinn 4. júlí 2018.

 


Grunnavík í Jökulfjörðum á Vestfjörðum.
 


 


Skráð af Menningar-Staður.