Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

19.05.2018 19:35

Kristján Eyrarbakkaprestur vígslu­bisk­up í Skál­holti

 


Séra Kristján Björnsson í Eyrarbakkakirkju. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Kristján Eyrarbakkaprestur vígslu­bisk­up í Skál­holti

 

Kristján Björns­son prestur á Eyrarbakka hef­ur verið kjör­inn til embætt­is vígslu­bisk­ups í Skál­holtsum­dæm­is. Kosið var á milli hans og Ei­ríks Jó­hanns­son­ar.

 

Á kjör­skrá voru 939 manns. Kosn­ingaþátt­taka var um 73%, að því er seg­ir á vefn­um kirkj­an.is.

 

Alls greiddu 682 at­kvæði,þar af voru sjö seðlar auðir og þrír ógild­ir. Úrslit urðu þannig að sr. Ei­rík­ur Jó­hanns­son hlaut 301 at­kvæði eða 44% og sr. Kristján Björns­son hlaut 371 at­kvæði eða 54 %.

 

 

Séra Kristján Björnsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.05.2018 07:01

Ölfus sigraði í Útsvarinu

 

 

Ölfusingar með sigurlaunin, Ómarsbjölluna eftir viðureignina við Ísfirðinga.

F.v.: Hannes Stefánsson. Árný Leifsdóttir og Magnþóra Kristjánsdóttir.

 

 

 

Ölfus sigraði í Útsvarinu

 

Sveitarfélagið Ölfus sigraði Ísafjarðarbæ með 75 stigum gegn 51 í úrslitaþætti spurningaþáttarins Útsvars í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Ölfus vinnur keppnina.

 

Eftir jafna og spennandi viðureign framan af átti Ölfus frábæran endasprett og að lokum var sigurinn mjög öruggur, 75-51. Mikil fagnaðarlæti brutust út í sjónvarpssal, og líklega víða í Ölfusi, þegar sigurinn var í höfn.

 

Lið Ölfuss skipa þau Árný Leifsdóttir, Hannes Stefánsson og Magnþóra Kristjánsdóttir. 

 

Þau hömpuðu farandgripnum Ómarsbjöllunni í leikslok auk þess sem liðið fékk 250 þúsund krónur í verðlaun til þess að gefa til góðs málefnis í heimabyggð. Liðið ákvað að gefa Félagi eldri borgara í Ölfusi peningagjöfina.
 

 

Mynd f..v: : Gylfi Ólafsson, Tinna Ólafsdóttir og Greipur Gíslason.
Skráð af Menningar-Staður

17.05.2018 20:18

Eyrarbakki með Framsókn og óháðum - 18. maí

 

 

 

Eyrarbakki með Framsókn og óháðum - 18. maí 2018

 

Kynningarfundur Framsóknar og óháðra í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.Framboð Framsóknar og óháðra í Árborg heldur fund með íbúum á Eyrarbakka og nágrenni til að kynna áherslur framboðsins í samstarfi við íbúa sveitarfélagsins.Haldnir verða opnir fundir í þéttbýliskjörnum Árborgar þar sem íbúum gefst tækifæri á að kynna sér og spyrja út í áherslur framboðs Framsóknar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí nk.Fundurinn verður haldinn í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka, föstudaginn 18. maí kl. 9:30.Allir velkomnir

og hlökkum til að heyra álit og skoðanir íbúa á stefnu Framsóknar og óháðra. 

17.05.2018 17:17

Kiriyama Family á Húrra í kvöld

 

 

Kiriyama Family á Húrra í kvöld


fimmtudagskvöldið 17. maí 2018

klukkan 20:00 - 23:00Húrra

Tryggvagata 22,


101 Reykjavík, Iceland

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.05.2018 06:44

Táknmyndir fangelsanna

 

 

 

Táknmyndir fangelsanna

 

*Vísir að minjasafni

* Merkir munir í Grensáskirkju

* Frumkvæði fangaprestsins

* Skrifar sögu Litla-Hrauns 


Í síðustu viku var í Grensáskirkju í Reykjavík opnuð sýningin Drög að Fangelsisminjasafni Íslands. Þar er að finna ýmis gögn og gripi úr fangelsum landsins sem hefur verið komið fyrir í glerskápum en á veggjum eru ýmsar blaðaúrklippur, myndir og fleira. Gjarnan eru þetta munir sem fangaverðir hafa haldið til haga og svo falið Hreini S. Hákonarsyni, fangapresti Þjóðkirkjunnar, til varðveislu en hann stendur að þessari sýningu. 

 

Frelsissvipting er ekkert gamanmál

 

„Eðli og starfsemi fangelsa er ef til vill þannig að fólk vill og kýs að gleyma reynslu og sögu, því frelsissvipting er ekkert gamanmál. Mér finnst hins vegar mikilvægt að halda þessu til haga, meðal annars svo koma megi betur en ella á framfæri því uppbyggjandi starfi sem unnið er í fangelsum landsins. Þaðan eiga brotamenn að fara eftir afplánun sem betri menn og sú er vonandi oft raunin,“ segir Hreinn S. Hákonarson sem hefur verið fangaprestur síðastliðin 25 ár.

Meðal þess sem á sýningunni er má nefna einkennisbúninga og búnað fangavarða, fatnað gæsluvarðhaldsfanga, vímumæla, gripi úr iðnframleiðslu í fangelsinu á Litla-Hrauni, dagbækur og smámuni ýmiskonar.

Eitt af því sem sérstaka athygli vekur er eintak af Nýja testamentinu; þar sem innan bókbandsins í blaðsíð- urnar er skorin lítil hola; væntanlega í þeim tilgangi að koma þar fyrir vímuefnum og bera þannig milli manna. Margt fleira er tiltækt og verður ef til vill uppi við síðar. Sýningin í Grens- áskirkju verður opin út þennan mánuð og hugmyndir eru svo uppi um að einhver hluti hennar að minnsta kosti verði uppi við í fangelsinu að LitlaHrauni. 

 

Rimlar í ruslið

 

Bollaleggingar hafa verið um að stofna til sérstaks réttarvörslusafns með ýmsu því er tengist lögreglu, tollgæslu, dómstólum og fangelsum. Hefur verið nefnt að koma slíku safni fyrir í gamla Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í Reykjavík. Engin ákvörðun liggur þó fyrir. Má í því sambandi nefna að víða eru til fangelsissöfn erlendis, svo sem í Horsens á Jótlandi í Danmörku en þegar þar var reist nýtt fangelsi var því gamla breytt í safn sem margir sækja.

Á líðandi stundu í fangelsum jafnt sem annarsstaðar er ekki alltaf mikið sinnt um söguna sem sprettur fram og skapast hvern einasta dag. Margt hefur því farið forgörðum.

„Já, mér fannst ansi leitt að rimlar sem voru fyrir gluggum fangelsins á Litla-Hrauni skyldu glatast þegar þeim var skipt út fyrir hert gler. Rimlar hafa um margt verið táknmyndir fangelsanna, en þeir fóru allir í ruslið sem er hálfgerð synd. Ég hefði viljað halda í rimla úr að minnsta kosti einum glugga, þeir hefðu sómt sér vel á safni,“ segir Hreinn sem hefur síðustu árin verið að skrifa sögu Litla-Hrauns en fangelsið þar var opnað 8. mars 1929. Sagan spannar því orðið bráðum níutíu ár og því er af mörgu að taka.

 

Sinnir fimm fangelsum

 

„Ég sinni þjónustu í öllum fangelsunum. Þá mæti ég föngunum jafnan í þeirra aðstæðum; inni í klefum, á göngunum eða á vinnustöðum þeirra,“ segir Hreinn. Hann sinnir öllum fangelsum landsins sem eru alls fimm talsins; það er Litla-Hraun, Sogn í Ölfusi, Hólmsheiði, Kvíabryggja við Grundarfjörð og Akureyri. Á hverjum tíma eru þar í haldi oft um 160 manns og geta allir notið þjónustu fangaprestsins sem sinnir sálgæslu á þessum stöðum, helgihaldi og annari þjónustu eftir atvikum.

 

Frelsissvipting erfið á tímum snjallsíma 

 

„Sem fangaprestur hef ég kynnst mörgum góðum mönnum, sem hafa lent á villigötum vegna vímuefna,“ segir Hreinn S. Hákonarson.

„Margir þessara manna komast á rétta braut aftur og sumir halda sambandi við mig áfram eftir afplánun, sem er ánægjulegt. Flestum heyri ég þó ekkert meira í, sem er eðlilegt. Fangar eru hvorki trúaðri eða trúlausari en gengur og gerist með fólk. Hitt er annað að þegar fólk hefur verið svipt frelsi sínu er það stundum móttækilegra fyrir boðskap kristinnar trúar en við aðrar og betri að- stæður.“

 

Það liggur í málanna eðli liggi að fangavist er fólki jafnan erfið, segir Hreinn, og jafnvel erfiðari miðað við aðstæður nútímans en áður var.

 

„Samfélagið hefur gjörbreyst á undanförnum árum með tilkomu netsins og síðar snjallsíma, sem eru bannaðir inni í fangelsunum. Því eru fangar ekki bara sviptir réttinum til að fara frjálsir ferða sinna heldur líka þeirri vídd sem til er í stafrænni veröld. Að hafa ekki aðgang að henni hefur reynst mörgum föngum talsvert erfitt,“ segir Hreinn.


Morgunblaðið fimmtudagurinn 17. maí 2018.

-----------------------------------------------------------------


Fangaverðir á Litla-Hrauni voru við opnun sýningarinnar laugardaginn 12. maí sl. 
 

Menningar-Staður færði til myndar.
 

Myndaalbúm með 38 myndum:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286171/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

 

.

.

.

.

 

.

.

.

.


Sýningin verður opin í Grensáskirkju í tvær vikur.
Skráð af Menningar-Staður

 

13.05.2018 17:43

Mæðradagurinn er í dag - 13. maí 2018

 

 
 

 

Mæðradagurinn er í dag - 13. maí 2018

 

SMÁMUNIR UM MÆÐRADAGINN-- Mæðradagurinn er í dag. Hann er ekki haldinn hátiðlegur á sama degi alls staðar . Frá árinu 1980 hefur annar sunndagur í maí verið mæðradagurin á Íslandi.Saga dagsins nær aftur til ársins 1907 þegar fyrst var haldinn mæðradagur í heiminum, nánar tiltekið í Banaríkjunum

 


Á Íslandi var fyrsti mæðradagurinn haldinn árið 1934.Það var séra Sigurður Z. Gíslason, sóknarprestur á Þingeyri sem fyrstur vakti máls á þvi hér á landi að helga mæðrum einn dag á ári. þetta gerði hann í blaðagrein árið 1932--um leið hvatti hann menn til að " senda fjarstöddum mæðrum skeyti, kveðju, bréf og gjafir "

Það kemur ýmislegt gott að vestan !!!
Skráð af Menningar-Staður

13.05.2018 08:02

Miðflokkurinn kemur á Eyrarbakka

 

 

 

Miðflokkurinn kemur á Eyrarbakka

 

Frambjóðendur M-lista Miðflokksins í Árborg verða á ferðinni á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag, sunnudaginn 13. maí 2018 frá kl. 15-17. Hittum, spjöllum og hlustum á íbúa um hvað betur má fara í sveitarfélaginu. 


Frá 15-16 verðum við á Eyrarbakka að sötra kaffi, frá 16-17 verðum við á Stokkseyri að fá okkur ís í góða veðrinu sem spáð er.

 

Í bakaleiðinni tökum við svo rúntinn um Tjarnarbyggðina og sveitirnar.
Hlökkum til að hitta ykkur og heyra ykkar sjónarmið


Skráð af Menningar-Staður

12.05.2018 07:17

Aðalfundur Eyrarbakkakirkju

 

 

 

Aðalfundur Eyrarbakkakirkju

 

Miðvikudaginn 16. maí 2018
 

kl. 20:00 í Eyrarbakkakirkju
Skráð af Menningar-Staður

11.05.2018 18:29

Merkir Íslendingar - Gunnlaugur Finnsson

 

 

Gunnlaugur Finnsson (1928 - 2010)

 

Merkir Íslendingar - Gunnlaugur Finnsson

 

Gunnlaugur Finnsson var fæddur á Hvilft í Önundarfirði 11. maí 1928.

 

Foreldrar: Finnur Finnsson (fæddur 29. desember 1876, dáinn 14. ágúst 1956) bóndi þar og kona hans Guðlaug Sveinsdóttir (fædd 28. febrúar 1885, dáin 20. febrúar 1981) húsmóðir.

 

Maki (14. júní 1952): Sigríður Jóhanna Bjarnadóttir (fædd 19. mars 1926) húsmóðir. Foreldrar: Bjarni Einar Einarsson og kona hans Halldóra Sæmundsdóttir.

Börn:

Sigurlaug (1953), Halldóra Valgerður (1955), María (1956), Finnur Magnús (1958), Bergljót (1960), Birna (1961), Einar Þór (1964).

 

Stúdentspróf MA 1949.

 

Bóndi á Hvilft síðan 1950. Kennari við Héraðsskólann á Núpi 1953–1954 og við barna- og unglingaskóla á Flateyri 1959–1974. Kaupfélagsstjóri á Flateyri 1980–1988.

 

Í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1954–1958 og 1962–1968, oddviti 1966–1970 og 1974–1978. Formaður Fjórðungssambands Vestfjarða 1970–1974. Kirkjuþingsmaður frá 1970 og í kirkjuráði íslensku þjóðkirkjunnar frá 1976. Í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar frá 1983.

 

Alþingismaður Vestfirðinga 1974–1978 (Framsóknarflokkur).

 

Varaþingmaður Vestfirðinga febrúar–mars 1979.

 

Gunnlaugur Finnsson lést 13. janúar 2010.

 


Gunnlaugur Finnsson í ræðustól á 70 ára afmæli

Flateyrarhrepps í júní 1992.
Ljósm.: BIB


Gunnlaugur Finnsson í góðum gír með gömlum nemendum sínum

úr Flateyrarskóla.
Ljósm.: BIB 

Skráð af Menningar-Staður

11.05.2018 17:33

Lokadagurinn 11. maí

 

Vinir alþýðunnar í morgunspjalli í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka 11. maí 2017.
F.v.: Guðmundur Sæmundsson, Haukur Jónsson, Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson,

Jón Gunnar Gíslason og Ólafur Ragnarsson. Jóhann Jóhannsson var farinn upp að Ölfusá.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Lokadagurinn 11. maí

 

Hinn hefðbundni lokadagur vetrarvertíðar 11. maí er í dag.

 

Minna fer nú fyrir vertíðarlokum en áður þar sem nær allar veiðar eru takmarkaðar í kvótum.

 

Horft er nú frekar til lokadags sem hluta af atvinnumenningu þjóðarinnar.Skráð af Menningar-Staður