Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

11.06.2016 09:56

Sjómannadagurinn á Flateyri 2016 - Sýndu mynd um ömmu sína og afa á Flateyri

 
 
 

 

Sjómannadagurinn á Flateyri 2016 -

Sýndu mynd um ömmu sína og afa á Flateyri

 

Á sjómannadagshátíðinni  á Flateyri var kynning á myndinni  -Ýtt úr vör-  sem er verk í vinnslu hjá systkinunum Júlíu og Víði Björnsbörnum að Ránargrund á Eyrarbakka. Sýnir myndin frá störfum móðurafa og ömmu þeirra, þeim Haraldi Jónssyni, sem lést árið 1988 og Gróu Björnsdóttur, sem hefur verið  búsett á Hlíf á Ísafirði frá 2013. Þau hjónin voru í áratugi sjálfstætt starfandi við útgerð og vinnslu á Flateyri og Görðum í Önundarfirði.

 

Myndefnið er sótt í smiðju Ernu Sigrúnar Egilsdóttur og Katrínar Kingu Jósefsdóttur sem voru farandverkakonur á Flateyri á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Þær heilluðust af hjónunum Hadda og Gróu, störfum þeirra og lífi í þessu litla sjávarplássi. Báðar eru þær áhugakonur um kvikmyndagerð og ljósmyndun og fengu þær leyfi hjá hjónunum til að taka upp daglegt líf þeirra við fiskvinnslustörfin. Fyrirtækið Screenshot í Berlín sá um að skanna 8mm filmurnar og yfirfæra þær á stafrænt form og yfirumsjón með því verki hafði Þórir Ingvarsson, maður Júlíu, sem er kvikmyndaforvörður að mennt.
 

Júlía setti sig í samband við þær Ernu og Katrínu árið 2014, en myndefnið sem var tekið upp á árunum 1982-3, hafði þá legið nánast óhreyft fram að því. Í framhaldinu hófst vinna við að útbúa myndefnið til miðlunar og fræðslu. Júlía og Víðir hafa unnið myndefnið áfram, endurklippt, og tekið upp hljóð og nýjar myndir. Samtöl við Gróu hafa verið hljóðrituð þar sem hún lýsir lífi og starfi sínu og Hadda yfir kvikmyndaupptökunum, sem eru hljóðlausar.
 

Í umfjöllun um verkefnið segir að eftir mikla yfirlegu margra aðila sé ljóst að þarna séu að finna einstakar myndir úr menningar- og atvinnusögu vestfirsks sjávarþorps. Ýtt úr vör hlaut styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og vinna þau systkinin nú hörðum höndum að því að fullvinna myndina sem þau vonast til að verði tilbúin á haustmánuðum.
 

Í myndinni koma vel fram verkunaraðferðir einyrkja og hið meitlaða handbragð sem þarf til þess að ná hámarks árangri við veiðar og vinnslu þá sem um ræðir svo sem; handfæraveiðar, harðfiskverkun, grásleppu- og rauðmagaveiðar og vinnslu á öllum stigum.


 Sýndur  var 20 mínúta kafli úr myndinni  í Samkomuhúsinu á Flateyri laugardaginn 4. júní og var þetta hluti af glæsilegri dagskrá sjómannadagshelgarinnar á Flateyri sem Björgunarsveitin Sæbjörg stóð fyrir. Sýningargestir lýstu mikilli ánægju með myndina  og var Gróu Björnsdóttur fagnað með lófaklappi í lok sýningar en hún verður 90 ára í desember n.k.

Menningar-Staður var á sýningunni og færði til myndar.

Á þessari slóð eru myndir frá kvikmyndasýningunni:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278932/

 

 

Júlía Björnsdóttir flytur inngangstölu að myndinni  -Ýtt úr vör- 

 

 

F.v.: Víðir Björnsson og Þórir Ingvarsson.
 

 

Húsfyllir var í Flateyrarbíói.

 

.

 

Gróu Björnsdóttur var fagnað við sýningarlok.
 

 

 

 

Spjall við sýningarlok í Flateyrarbíói þann 4. júní s.l. F.v.: Guðmundur Ragnar Björgvinsson,

formaður Íbúasamtaka Önundarfjarðar, Ránagrundarfólkið af Eyrarbakka Þórir Ingvarsson,

Júlía Björnsdóttir og Víðir Björnsson og síðan Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarmaður.
 

 


Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

11.06.2016 09:03

Annar hluti pílagrímagöngu 12. júní 2016

 

Ströndin

 

 

Annar hluti pílagrímagöngu 12. júní 2016
 

 

Á morgun, sunnudaginn 12. júní 2916,  verður önnur dagleið í nýrri fimm daga pílagrímagöngu frá Strandarkirkju alla leið í Skálholt, gengin. Það er Ferðafélag Íslands sem skipuleggur gönguna ásamt undirbúningsnefnd.

 

Fyrsti hlutinn frá Strandarkirkju í Þorlákshöfn var genginn í maí, en metþátttaka var í þá göngu eða rétt tæplega 60 manns. Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og er þessar göngur hluti af því ferli þar sem þær eru fyrstu prufugöngur um þessa leið.  Göngustjórar verða þau Barbara Guðnadóttir og Axel Árnason Njarðvík.

 

Í þessum öðrum hluta göngunnar verður gengið sunnudaginn 12. júní frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, um sandfjöruna að Hafinu Bláa áfram með sjónum, framhjá Eyrarbakka og eftir nýrri gönguleið til Stokkseyrar.  Lagt verður af stað með rútu frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri kl. 9:30. Þessi ganga er um 19 km löng og er gott að vera í góðum gönguskóm og með nesti.

 

Næstu dagleiðir eru síðan eftirfarandi:

 

26. júní. Stokkseyri – Villingaholt.

Brottför með rútu frá Villingaholtskirkju kl. 9:30. Gengið frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri um fallegt svæði að Gaulverjabæjarkirkju og áfram að Villingaholti um 21 km.

 

10. júlí. Villingaholt í Flóa – Ólafsvallakirkja á Skeiðum.

Brottför með rútu frá Ólafsvallakirkju kl. 9:30. Gengið um Flóann og upp Skeiðin um 20 km leið um sunnlenska sveit.

 

24.júlí. Ólafsvallakirkja á Skeiðum – Skálholtsdómkirkja.

Brottför með rútu frá Skálholti kl. 7:00. Gengið um 17 km leið frá Ólafsvallakirkju á Skeiðum sem leið liggur um fallega sveit norður í Skálholti. Göngunni lýkur á Skálholtshátíð þar sem pílagrímar koma einnig úr Borgarfirði þennan dag.

 

 

Hver ferð kostar kr. 9.000 (6.000 kr fyrir félaga í FÍ) og er það Ferðafélag Íslands sem heldur utanum skráningu í ferðirnar en nánari upplýsingar má finna á vefsíðu FÍ: http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/1918/ eða í síma 5682533.

 

 

  Lagt verður af stað með rútu frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri kl. 9:30  Ljósm.: BIB

 Skráð af Menningar-Staður


 

 

10.06.2016 13:04

Jón Ingi sýnir að Stað á Eyrarbakka

 

 

Jón Ingi segir þessa sýningu vera eina þá albestu hjá sér.     Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Jón Ingi sýnir að Stað á Eyrarbakka

 

Jón Ingi Sigurmundsson opnaði málverkasýningu í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 4. júní og stendur hún enn.

 

Þetta er 12. sýning Jóns Inga á Eyrarbakka, en hann er fæddur og uppalinn þar, en býr á Selfossi.

 

Myndefni frá Eyrarbakka er honum hugleikið og líklega hefur engin sýning hans verið án mynda þaðan.

Jón Ingi hefur haldið fjölda sýninga víðs vegar á Suðurlandi, Akureyri, Hjalteyri, Hafnarfirði og í Danmörku.

 

Að þessu sinni er Jón Ingi með fleiri olíuverk en áður og hefur hann breytt efnistökum þar á ýmsan hátt. Vatnslitamyndir eru þó í meirihluta. Auk landslagsmynda og götuvið- fangsefna má einnig sjá blóma- og dýramyndir.

 

Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00–18.00 auk 17. júní.

 

Sýningunni lýkur sunnudaginn 19. júní 2016.Allir hjartanlega velkomnir.Hér er Jón Ingi Sigurmundsson við sýninguna á Stað.

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

09.06.2016 19:22

Gengið um Stokkseyrarbakka

 

 

Siggeir Ingólfsson með gönguhóp á Eyrarbakka í dag.        Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Gengið um Stokkseyrarbakka

 

Eyrarbakki og Stokkseyri hafa löngum verið vinsæl þorp fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.

 

Gömlu kotin í Skúmsstaðahverfi á Eyrarbakka frá seinni hluta nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu eru vinsælt myndefni líkt og Húsið, sem er elsta timburhús landsins.

 

Siggeir Ingólfsson er manna fróðastur um þetta svæði. Hann hefur undanfarin ár séð um ferðamiðstöð í Stað, félagsheimili Bakkans, þar sem hann hefur veitt upplýsingar um Eyrarbakka, Stokkseyri og nærliggjandi svæði.

 

Siggeir, sem hefur mikla reynslu í að leiðsegja ferðamönnum um hið sögufræga strandsvæði, hefur einnig boðið upp á mislangar skoðunarferðir þar sem hann eys úr viskubrunni sínum. Til dæmis hefur verið vinsæl tuttugu mínútna ganga um Eyrarbakka sem liggur um vesturbakkann frá Vesturbúð að Húsinu, byggðasafni Árnesinga og þaðan austur eftir sjó- garðinum að gamla slippsvæð- inu og loks niður í Gjárhverfi.

Hann hefur einnig leitt hópa um Stokkseyri og jafnvel gengið á milli þorpanna tveggja.

 

Þeir sem vilja vita meira geta haft samband við Siggeir í síma 898- 4240 eða í netfanginu siggeiri@ simnet.is.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.06.2016 13:58

1.7 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

 
 

 

1.7 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

Vefurinn Menningar-Stað var rétt í þessu að fara yfir 1.700.000 

(eina komma sjö milljón) flettinga.

Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.06.2016 12:19

Endurbætur að Stað á Eyrarbakka

 

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Þórður Grétar Árnason.                  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Endurbætur að Stað á Eyrarbakka

 

Þórður Grétar Árnason, smiður og tengdasonur Eyrarbakka, var í morgun að ljúka við að skipta um gler á annari hæð vesturhliðarinnar í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Þar er Jón Friðrik Matthíasson, byggingafræðingur  með aðstöðu.

Menningar-Staður færði til myndar þegar síðasta rúðan fór í.

Myndalabúm komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278939/


Nokkrar myndir hér:
 

.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður.

08.06.2016 07:07

Hjallastefnan á Ísafirði

 

 

Í Neðstakaupstað á Ísafirði.                                                               Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Hjallastefnan á Ísafirði
 

.

.

 

.

 

Húsbóndinn í Faktorshúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði, og þar með -húsbóndi-

Hjallatefnunnar,  er Þorsteinn Traustason frá Flateyri. Ljósm.: BIB

 Skráð af Menningar-Staður

02.06.2016 06:53

Sjómannadagurinn 5. júní 2016

 

 

 

Sjómannadagurinn 5. júní 2016

 

 

Óskum sjómönnum, fjölskyldum þeirra sem

og landsmönnum öllum til hamingju með daginn.

 
Skráð af Menningar-Staður

01.06.2016 16:48

Sjómannadagsmessa á Eyrarbakka

 

Eyrarbakkakirkja og flaggað dönskum sem forðum.  Ljósm.: BIB

 

Sjómannadagsmessa á Eyrarbakka

 

Sjómannadagur, sunnudaginn 5. júní 2016, verður dagur sjómanna og er það aðalefni dagsins í Stokkseyrarkirkju kl. 11 og Eyrarbakkakirkju kl. 14.

Messan á Stokkseyri er einnig vísitasíumessa sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, vígslubiskups í Skálholti.

Guðsþjónustan á Eyrarbakka verður auk þess innsetning sr. Kristjáns Björnssonar sem sóknarprests fyrir prestakallið. Innsetninguna annast prófastur, sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir.

Í sjómannadagsguðsþjónustuna kl. 14 í Eyrarbakkakirkju koma sr. Pálmi Matthíasson til að prédika og Jónas Þórir organisti, ásamt söngfólki, til að syngja með okkur og fyrir okkur með kór kirkjunnar og leika á orgelið ásamt organista okkar, Hauki Arnarr Gíslasyni.

Við lok beggja guðsþjónustanna leggjum við blómsveig að minnisvarða drukknaða við kirkjurnar og eftir guðsþjónustuna á Eyrarbakka fylkjum við svo liði í sjómannadagskaffið að styðja við Björgunarsveitina.


Af Facebook-síðu Eyrarbakkaprestakalls.

.

.Skráð af Menningar-Staður

01.06.2016 08:34

Jón Ingi sýnir á Eyrarbakka

 

 

 

 

Jón Ingi sýnir á Eyrarbakka

 

Jón Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 4. júní 2016 kl. 14.00.

 

Þetta er 48. sýning Jóns Inga og sú 12. á Eyrarbakka, en Jón Ingi er fæddur og uppalinn á Eyrarbakka enda myndefnið þaðan honum hugleikið og líklega hefur engin sýning verið án mynda af Bakkanum.

 

Að þessu sinni er Jón Ingi með fleiri olíuverk en áður og hefur hann breytt efnistökum þar á ýmsan hátt t.d. með „blautt í blautt“ aðferð. Vatnslitamyndir eru þó í meirihluta. Auk landslagsmynda og götuviðfangsefna má einnig sjá blóma og dýramyndir t.d. hesta og kindur.

 

Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00 – 18.00 auk 17. júní og aðra daga, ef Geiri lofar !

 

Sýningunni lýkur sunnudaginn 19. júní 2016.Héraðsfréttablaðið Suðri.

 

.

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, var í morgun að gera klárt fyrir sýningu Jóns Inga.


Sjómannadagskaffi

verður að venju nú á sunnudaginn 5. júní 2016 að Stað.

.

 Skráð af Menningar-Staður