Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

27.04.2017 11:40

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. apríl 2017

 


F.v.: Ólafur Ragnarsson, Haukur Jónsson, Siggeir Ingólfsson, Jóhann Jóhannsson
og Guðmundur Sæmundsson.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. apríl 2017

Vinir alþýðunnar

 

 

.

.

.

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

27.04.2017 10:48

Ingveldur Guðlaugsdóttir - Fædd 31. jan. 1928 - Dáin 5. apríl 2017 - Minning

 Ingveldur Guðlaugsdóttir (1928 - 2107).

 

 

Ingveldur Guðlaugsdóttir - Fædd 31. jan. 1928

- Dáin 5. apríl 2017 - MinningIng­veld­ur Guðlaugs­dótt­ir fædd­ist á Eyr­ar­bakka 31. janú­ar 1928. Hún lést 5. apríl 2017.

 

For­eldr­ar henn­ar voru Ingi­björg Jón­as­dótt­ir hús­móðir, f. 22. mars 1905, d. 4. nóv­em­ber 1984, og Guðlaug­ur Páls­son kaupmaður, f. 20. fe­brú­ar 1896, d. 16. des­em­ber 1993.

Systkini Ing­veld­ar eru:

1) Guðrún, f. 1924, 2) Jón­as, f. 1929, 3) Hauk­ur, f. 1931, 4) Páll, f. 1939, 5) Stein­unn, f. 1942, og 6) Guðleif, f. 1945 sem öll eru á lífi.

 

Ing­veld­ur var gift Geir Gunn­ars­syni rit­stjóra, f. 9. apríl 1916, d. 10. júlí 1978. Þau skildu.

Ing­veld­ur og Geir eignuðust fimm dæt­ur:

1) Jó­hanna fram­halds­skóla­kenn­ari, f. 27. maí 1951. Henn­ar maður var Gunn­ar Hauks­son for­stöðumaður, f. 1. fe­brú­ar 1951, d. 26. ág­úst 2009. Börn Jó­hönnu eru: a) Aðal­björg hand­verks­kona, f. 1976, b) Hauk­ur, f. 1977, banka­starfsmaður, maki Rakel Svans­dótt­ir kenn­ari, f. 1977. Þeirra dæt­ur eru: a) Helena Bryn­dís, f. 2001, b) Hild­ur Telma, f. 2004, c) Hekla Katrín f. 2015, c) Val­ur fram­halds­skóla­kenn­ari, f. 1982, sam­býl­is­kona Ragn­hild­ur Sig­urðardótt­ir kenn­ari, f. 1982. Þeirra börn eru: a) Gunn­ar Freyr, f. 2009, Ásdís, f. 2011, Kári og Daði, f. 2016.

2) Gígja, f. 22. apríl 1953, list­hönnuður í Englandi. Fyrri eig­inmaður henn­ar var Guðmund­ur Ein­ars­son, f. 19. nóv­em­ber 1952. Seinni eig­inmaður Gígju var Leon­ard Guttridge logsuðumaður, f. 30. júlí 1949, d. 14. júní 2016.

3) Edda mynd­list­ar­kona, f. 14. ág­úst 1954.

4) Sig­ríður Dögg viðskipta­fræðing­ur, f. 15. fe­brú­ar 1961. Henn­ar maður var Heiðar Haf­steins­son vél­fræðing­ur, f. 26. júlí 1959, d. 20. apríl 2007. Sam­býl­ismaður Sig­ríðar er Guðjón Árna­son hót­el­stjóri, f. 6. júní 1958. Börn Sig­ríðar og Heiðars eru: a) Andri raf­virki, f. 1988, b) Ing­veld­ur Dís tölv­un­ar­fræðing­ur, f. 1991, sam­býl­ismaður Andri Már Birg­is­son tækni­maður, f. 1988, og c) Gígja vakt­stjóri, f. 1995.

5) Ingi­björg Dís viðskipta­fræðing­ur, f. 18. apríl 1962. Fyrri eig­inmaður henn­ar var Robin Gunn­ar Estcourt Boucher flug­stjóri, f. 15. sept­em­ber 1947, d. 26. mars 1992. Seinni eig­inmaður Ingi­bjarg­ar er Maggnús Vík­ing­ur Gríms­son, fram­kvæmda­stjóri, f. 12. maí 1951. Börn Ingi­bjarg­ar og Maggnús­ar eru: a) Hjalti Robin Vík­ing­ur húsa­smiður, f. 1994, og b) Maggnús Hlini Vík­ing­ur verk­stjóri, f. 1995.

 

Æsku­ár­in átti Ing­veld­ur á Bakk­an­um og var þar í barna­skóla. Hún stundaði einnig nám við Verzl­un­ar­skóla Íslands og skilaði framúrsk­ar­andi náms­ár­angri. Hún starfaði í nokk­ur ár við hlið föður síns í versl­un hans á Eyr­ar­bakka. Þegar hún flutti til Reykja­vík­ur var hún versl­un­ar­stjóri í bóka­búð Helga­fells í Aðalstræti, sam­hliða námi við leik­list­ar­skóla Ævars R. Kvar­an. Síðar rak hún blaða- og tíma­rita­út­gáfu með eig­in­manni sín­um.

Eft­ir að Ing­veld­ur skildi starfaði hún m.a. sem þjónn á Hót­el Garði, á Hót­el Val­höll á Þing­völl­um og í Þjóðleik­hús­kjall­ar­an­um. Seinna starfaði hún sem gjald­keri og bók­ari hjá Silla og Valda í Glæsi­bæ, síðar Slát­ur­fé­lagi Suður­lands. Síðast starfaði hún sem gjald­keri hjá Verzl­un­ar­banka Íslands, síðar Íslands­banka.

 

Ing­veld­ur verður jarðsung­in frá Lang­holts­kirkju í dag, 27. apríl 2017, og hefst at­höfn­in klukk­an 13.

____________________________________________________________________________________________


MInningarorð Maggnúsar Víkings Grímssonar


Nú hef­ur sú ágæta kona Ing­veld­ur Guðlaugs­dótt­ir kvatt okk­ar til­veru­stig og horfið yfir á annað, þar sem henni er efa­laust vel tekið og fagnað. Þess­ari konu fæ ég að kynn­ast þegar ást­ir tak­ast með mér og dótt­ur henn­ar Ingu Dís. Þá var hún al­mennt kölluð „Amma í Ljós“ af því hún bjó jú í Ljós­heim­um.

 

Hún hafði þá þegar marga súp­una sopið og marg­an bar­dag­ann háð. Hún þurfti ung og ein að fram­fleyta dætr­um sín­um fimm eins og gæ­samamma og koma þeim til manns og mennta. Inga var vafa­laust of­ur­dug­leg mann­eskja sem í upp­hafi svalg í sig þá kennslu sem henni stóð til boða í æsku. Æ síðan drakk hún í sig all­an þann fróðleik sem í boði var á henn­ar heima­slóð á Eyr­ar­bakka til 12 ára ald­urs. En þar rak faðir henn­ar Verzl­un Guðlaugs Páls­son­ar, eins og þekkt er, í 76 ár, ásamt því á sama tíma að sjá átta manna fjöl­skyldu sinni far­borða. 13 ára hef­ur Inga nám við Verzl­un­ar­skóla Íslands í Reykja­vík, enda þá þegar kom­in með nokkra reynslu af búðar­störf­um með föður sín­um. En við þann skóla skil­ar hún af­burðaár­angri. Þarna var lík­lega lagður grunn­ur að því að Inga gat tekið að sér hin ýmsu versl­un­ar og banka­störf, sem hún sinnti af fá­dæma natni og sam­visku­semi.

 

En þegar ég var 12 ára gam­all, sat á traktor sem kaupa­maður á Spóa­stöðum og las ástar­sög­ur í tíma­rit­inu Amor og Eva, meðan ég var að snúa hey­inu á tún­inu aust­ur með á, gleymdi mér al­gjör­lega og þar með að stjórna traktorn­um, því sag­an var svo spenn­andi. Grunaði mig ekki að mann­eskj­an sem þýddi þess­ar sög­ur átti eft­ir að verða náin sam­ferðamaður minn. En um þetta leyti gaf hún út nokk­ur tíma­rit með manni sín­um Geir Gunn­ars­syni.

 

Inga verður sem sagt, án þess að fá nokkru þar um ráðið, tengda­móðir mín þegar við Inga Dís dótt­ir henn­ar tök­um hönd­um sam­an.

 

Það var alltaf gott að koma í Ljós­heima til „Ömmu í Ljós“ og einkan­lega líkaði barna­börn­um það vel, því þar fengu öll börn að njóta sín. Þar voru hvorki stytt­ur né staðir sem börn máttu ekki snerta, heim­ili Ömmu í Ljós var heim­ili barna henn­ar og barna­barna og öll­um leið þeim vel að koma til henn­ar. Kannski þótti mér full­langt gengið þegar kem þar að son­um mín­um á eld­hús­gólf­inu að leika sér með hveit­i­stamp­inn og syk­ur að kasta fram­an í hvor ann­an. Ég segi við ömmu hvort þetta sé ekki full­mikið, svar­ar hún: „Maggi minn, sérðu ekki að þeir hafa gam­an af þessu? Ég get alltaf náð í nýtt hveiti.“ Svona var „Amma í Ljós“. Hún fórnaði hik­laust sín­um ver­ald­legu eig­um fyr­ir börn sín og barna­börn sem í staðinn nutu þess að vera sam­vist­um við hana og þess vegna munu þau sakna „Ömmu í Ljós“ eins og við hin, vegna þess að hún var stór og mik­il per­sóna.

 

Ég þakka sam­fylgd þína amma Inga í Ljós.

 

Maggnús Vík­ing­ur Gríms­son.
 


Morgunblaðið 27. apríl 2017


Skráð af Menningar-Staður

27.04.2017 07:33

Eggert Valur Guðmundsson: - Betri Árborg

 

 


Af baksíðu Suðra þann 30.mars 2017.
 Eggert Valur Guðmundsson: - Betri Árborg

 

Nú er rétt um það bil eitt ár þar til gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Það má reikna með að í Svf Árborg komi fram fjöldinn allur af framboðum, og því ekki ljóst hvaða áherslur við eigum í vændum. Umræðan um frekari sameiningar sveitarfélaga hefur verið hávær að undanförnu, og vinna þegar komin af stað um hugsanlegar sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu og Rangárvallarsýslu.

 

Það er mín skoðun að næstu kosningar verði þær síðustu sem fólk gengur að kjörborðinu samkvæmt þeirri sveitarfélagaskiptingu sem við þekkjum í dag á Suðurlandi. Búast má við því að strax á haustdögum fari stjórnmálaflokkarnir og frambjóðendur, að keppast við að kynna sig til þess að ná athygli kjósenda. Samvinna minnihlutaflokkana í bæjarstjórn Árborgar undanfarin tvö kjörtímabil hefur verið, afar góð og farsæl og því ekki fráleitt að mínum dómi að huga að sameiginlegu framboði félagshyggjuflokkanna fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.

 

Í mínum huga þarf að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að Sjálfstæðisflokkurinn, fái hreinan meirihluta þriðja kjörtímabilið í röð í Svf Árborg. Til þess að hægt verði að bjóða fram sameiginlega lista félagshyggjuflokkanna og óháðra almennra íbúa þurfa allir að koma að borðinu með heilindi og hreinskilni í farteskinu. Við eigum ekki að vera feimin við að hugsa upphátt og setja fram nýjar hugmyndir, sem hugsanlega gætu orðið að einhverju stóru.

 

Nú er ekki svo að margt hefur gott verið gert á valdatíma núverandi meirihluta, en allt hefur sinn tíma og nú er þörf á nýjum áherslum. Ég hvet alla sem áhuga hafa á bæjarmálum og sínu nærumhverfi, að leiða hugann að því hvort sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna og annarra óháðra íbúa eigi ekki hljómgrunn í kosningunum næsta vor.

 

Baksíðan á Suðra 30. mars 2017
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg


 

.
Eggert Valur Guðmundsson við verslun sína á Eyrarbakka.
.

 

Eggert Valur Guðmundsson í Bakkanum.


Skráð af Menningar-Staður

  

27.04.2017 07:22

Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur fékk Menningarviðurkenningu Árborgar

 

 

F.v.: ÁstaStefánsdóttir Árborg, Gísli Jónsson, Smári Kristjánsson, Vignir Þór Stefánsson,

Kristjana Stefánsdóttir og Kjartan Björnsson Árborg.

 

Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur

fékk Menningarviðurkenningu Árborgar

 

Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur fékk sl. föstudagskvöld afhenta í Tryggvaskála á Selfossi „Menningarviðurkenningu Árborgar 2017.“ 

Viðurkenningin var afhent af íþrótta- og menningarnefnd Árborgar á menningar- og listahátíðinni Vor í Árborg. Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar og Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar afhentu viðurkenninguna.

 

Kvartett Kristjörnu Stefánsdóttur skipa auk hennar,

Gunnar Jónsson trommuleikari,

Smári Kristjánsson kontrabassaleikari

og Vignir Þór Stefánsson píanóleikari.

 

Þessir fjórir einstaklingar hafa mikið lagt af mörkum til tónlistarmenningar í sveitarfélaginu á liðnum áratugum í hljómsveitum og tónlistarhópum. Kvartett Kristjönu sem hefur verið starfandi í 25 ár hefur gefið út einn geisladisk og árlegir jólatónleikar kvartettsins hafa verið fastur punktur í aðdraganda jóla á Selfossi.

 

Af wwwdfs.is


Skráð af Menningar-Staður

27.04.2017 07:16

Guðni og Jóhannes á Hótel Selfossi 28. apríl

 

 

 

Guðni og Jóhannes á Hótel Selfossi 28. apríl 2017

 
Skráð af Menningar-Staður

26.04.2017 12:32

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. apríl 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. apríl 2017


Vinir alþýðunnar

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

26.04.2017 11:56

Hjallastefnan á Eyrarbakka

 

 

 

Hjallastefnan á Eyrarbakka

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

26.04.2017 10:49

Gísli á Uppsölum á lofti Gamla-bankans á Selfossi föstudaginn 28. apríl nk. kl. 20:00

 

 

Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.

 

Gísli á Uppsölum á lofti Gamla-bankans á Selfossi

föstudaginn 28. apríl nk. kl. 20:00

 

Einleikurinn “Gísli á Uppsölum” verður sýndur á lofti Gamla-bankans á Selfossi að Austurvegi 21, föstudaginn 28. apríl. nk. kl. 20:00.  Sýningin er samin af þeim Elfari Loga Hannessyni og Þresti Leó Gunnarssyni, en Elfar leikur. Elfar hefur samið og leikið í fjölda leikverka má þar nefna verðlaunaleikinn Gísla Súrsson og Gretti.

 

Boðið verður upp á umræður að sýningu lokinni um sýninguna og efni hennar.

 

Miðaverð er 3500 kr. Þeir sem vilja tryggja sér miða geta gert það með því að hringja í síma 894-1275 milli 8:00 og 10:00 á kvöldin eða sent tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is 

 

Húsið mun opna kl. 19:30 og gengið er inn að norðanverðu.

 

Gísli á leikferð um landið apríl- júlí:

Fim. 20. apríl kl. 20.00 VOPNAFJÖRÐUR MIKLIGARÐUR

Fös. 21. apríl kl.20.00 FRÆÐASETUR UM FORYSTUFÉ SVALBARÐSSKÓLA

Lau. 22. apríl kl. 20.00 EGILSSTAÐIR SLÁTURHÚSIР

Sun. 23. apríl kl.16.00 BREIÐDALSVÍK FRYSTIHÚSIÐ

Fös. 28. apríl kl.20.00 SELFOSS FISCHERSETUR

Lau. 29. apríl kl. 20.00 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR KIRKJUHVOLL

Sun. 30. apríl kl.16.00 UNDIR EYJAFJÖLLUM HEIMALAND

Sun. 30. apríl kl. 20.00 UNDIR EYJAFJÖLLUM FOSSBÚÐ

Lau. 13. maí kl.17.00 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

Sun. 14. maí kl.17.00 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

Lau. 3. júní kl.16.00 VESTMANNAEYJAR

Lau. 3. júní kl.20.00 VESTMANNAEYJAR

Lau. 24. júní kl.11.00 BÍLDUDALUR FÉLAGSHEIMILIÐ/BÍLDUDALS GRÆNAR

Sun. 2. júlí kl.15.00 ÞINGEYRI FÉLAGSHEIMILIÐ/DÝRAFJARÐARDAGAR 

Sun. 23. júlí kl. 17.30 GÍSLASTAÐIR HAUKADAL - UPPSELT
 


Gamli bankinn á Selfossi.


Skráð af Menningar-Staður
 

26.04.2017 08:16

Á því herrans ári - sýning í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

Helgi Ívarsson frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009).

 

Á því herrans ári – sýning í Húsinu á Eyrarbakka

 

Mánudaginn 1. maí næstkomandi opnar ný sýning í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Hún nefnist „Á því herrans ári“.

 

Á sýningunni er varpað ljósi á myntsafn Helga Ívarssonar frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009) en hann var myntsafnari mikill og arfleiddi Héraðsskjalasafn Árnesinga að myntsafni sínu að sér gengnum. Er myntsafn Helga fágætt að gæðum. Til sýnis eru ýmsar myntir og ljósi varpað á söguna þegar myntin var slegin.

 

Á því herrans ári er samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga.  

 

Sýningin opnar kl 16 þann 1. maí og stendur til 28. maí. Opnunartími safnanna á Eyrarbakka er alla daga  kl. 11-18.

 


Helgi lét af störfum í stjórn Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps eftir nær 40 ára
stjórnarsetu.

Þetta var á aðalfundi félagsins fyrir nákvæmlega 10 árum þann  26. apríl 2007.


F.v.: Sigurfinnur Bjarkarsson, Tóftum,  Helgi Ívarsson, Hólum  og Björn Harðarson, Holti.
 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnasom.
 


Skráð af Menningar-Staður.

 

24.04.2017 07:02

Gylfi Pétursson 60 ára

 


Gylfi Pétursson lengst til vinstri. Hrútavinasviðið á Stokkseyrarbryggju.
 

 

Gylfi Pétursson 60 ára

 

Meðal afmælisbarna dagsins,  24. apríl 2017,  

er Gylfi Pétursson á Stokkseyri 60 ára.


Afmæliskveðjur. 

 

 


Skráð af Menningar-Staður