Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

29.09.2017 07:10

29. september 1833 - Jón Sigurðsson hélt til Kaupmannahafnar

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879) frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

29. september 1833 -

Jón Sigurðsson hélt til Kaupmannahafnar
 

Jón Sigurðsson, 22 ára stúdent, hélt með skipi frá Hafnarfirði til Kaupmannahafnar þann 29. september 1833, þar sem hann bjó síðan. 

Skipið hreppti slæmt veður en kom að landi við vestanvert Jótland. 

Jón komst til Hafnar fyrir jól en fór ekki aftur til Íslands fyrr en tólf árum síðar, þegar endurreist Alþingi tók til starfa.

 

Morgunblaðið - Dagrar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

Hrafnseyri við Arnarfjörð. Ljósm.: BJörn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður

 

28.09.2017 06:29

Menningarmánuðurinn október 2017 - Dagskrá mánaðarins

 

 

 

 Menningarmánuðurinn október 2017

 

 

Fjöldi áhugaverðra viðburða er í mánuðinum sem byrjar strax 30. september í Húsinu á Eyrarbakka.

Hver viðburðinn rekur svo annan fram í nóvember og ættu allir að finna eitthvað áhugavert við sitt hæfi.

Hluti af dagskrá menningarmánaðarins er til að minnast 70 ára afmæli Selfosskaupstaðar og 120 ára ártíð Eyrarbakka og verður það gert með tónleikum, sögum og fleiri uppákomum.

Sjá má dagskránna hér að neðan og verður henni dreift inná öll heimili í sveitarfélaginu:

 

Menningarmánuðurinn október 2017 – Dagskrá

 

30. sept. Næturdrottning í Húsinu á Eyrarbakka kl. 21:00

Næturdrottning tekur á móti gestum í Húsinu á síðasta sýningardegi sumarsýningarinnar „Kjóllinn“. Frítt inn.

 

1. október Sumarsýningu lýkur í Húsinu á Eyrarbakka kl. 14:00 – 17:00

Sumarsýningunni „Kjóllinn“ lýkur með pompi og prakt. Kjólaflóð verður í stofum Hússins, söngdíva gleður gesti, hönnuður sýnir einstakan grjótakjól, rithöfundur veltir vöngum, verslunarkonur segja bransasögur og kjólakaffi verður í boði safnsins. Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkir viðburðinn. Frítt inn.

 

7. október „SKÁLASÖGUR“ – Tryggvaskáli á Selfossi kl. 16:00

Formleg opnun menningarmánaðarins október 2017. Í tilefni af 70 ára afmæli Selfossbæjar verður saga Tryggvaskála sögð í lifandi frásögn þeirra Bryndísar Brynjólfsdóttur, Þóru Grétarsdóttur, Þorvarðar Hjaltasonar og fleirum. Kristjana Stefáns syngur við undirleik Kjartans Valdemarssonar og Mánarnir Labbi og Bassi spila nokkur lög. Frítt inn.

 

8. október Tónleikar í Eyrarbakkakirkju kl. 16:00

Notalegir tónleikar í Eyrarbakkakirkju í tilefni af 120 ára ártíð Eyrarbakka og 140 ára afmæli Sigfúsar Einarssonar, tónskálds. Á meðal flytjanda eru Kammerkór Suðurlands, Örlygur Benediktsson, Karen Dröfn Hafþórsdóttir ásamt fleirum. Frítt inn.

 

14.–15. / 21.–22.október „SÖGUR OG SÖNGUR“ í Húsinu á Eyrarbakka kl. 14:30

Ásta Kristrún les kafla úr óútkominni bók sinni um formæður í fjóra ættliði. Þrjár hinna sögulegu kvenna ýmist bjuggu eða fæddust í Húsinu á 19. öld. Valgeir Guðjónsson leikur og syngur sín ljúfustu lög fyrir og eftir upplestur. Rauða húsið með sérstakt menningarkaffi að loknum viðburði. Frítt inn.

 

22.október Stokkseyrartónleikar í Stokkseyrarkirkju kl. 20:00

Hermundur Guðsteinsson og Kolbrún Hulda Tryggvadóttir syngja íslensk og erlend sönglög við undirleik Jóns Bjarnasonar, píanóleikara. Frítt inn.

 

26.október „SELFOSSTÓNAR“ – Selfosskirkja kl. 20:00

Í tilefni af 70 ára afmæli Selfossbæjar er rifjuð upp tónlistarsaga svæðisins með sérstaka áherslu á kóra- og tónlistarskólastarfið. Tónlistarstjóri er Jóhann Stefánsson og fram koma meðal annars Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Kirkjukór Selfosskirkju og Lúðrasveit Selfoss. Heiðursgestir kvöldsins eru Ásgeir Sigurðsson og Jón Ingi Sigurmundsson. Frítt inn.

 

18. nóv. „ÁRVAKAN“ – Selfossbíó kl. 16:00

Már Ingólfur og Þorsteinn Tryggvi Mássynir stýra Árvöku í Selfossbíói. Árvaka er menningarhátíð Selfossbæjar og var haldin fyrst árið 1972 þegar bærinn fagnaði 25 ára afmæli. Viðeigandi er við þau tímamót sem 70 ára afmælið er að líta til baka og skoða með augum dagsins í dag þá atburði og fólkið sem mótaði Selfossbæ. Þorsteinn og Már munu fara yfir sögu Selfoss frá brúarsmíði og jafnvel lengra aftur og til dagsins í dag. Stiklað verður á stóru um söguna og frásögn þeirra krydduð með innskotum og upprifjunum valin kunnra Selfyssinga á Selfossi æsku sinnar. Myndefni er frá Gunnari Sigurgeirssyni sem hefur safnað í sarpinn miklu magni myndefnis sem gefur skemmtilega og lifandi mynd af bæ í sífelldri þróun. Frítt inn.

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitafélagsins Árborgar.
 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

27.09.2017 07:14

Unglingar unnu við hlið fanga

 

 

 

Unglingar unnu við hlið fanga

 

Þegar vantaði fólk í frysti­húsið til að bjarga verðmæt­um voru börn sótt í skól­ann og fang­ar á Litla-Hraun. Lífið var fisk­ur hjá þeim sem bjuggu á Eyr­ar­bakka.

 

Þess­ar mynd­ir eru dýr­mæt heim­ild um horf­inn heim og horfið fólk. Frysti­húsið setti held­ur bet­ur svip sinn á þorpið, það var þunga­miðjan hér í fimm­tíu ár og ríf­lega það,“ seg­ir Magnús Kar­el Hann­es­son sem sendi ný­lega frá sér ljós­mynda­bók­ina Frysti­húsið, en hún hef­ur að geyma ljós­mynd­ir sem hann tók í frysti­hús­inu á Eyr­ar­bakka á ár­un­um 1976 til 1978.

„Ég er fædd­ur og upp­al­inn hér á Bakk­an­um og bjó við hliðina á frysti­hús­inu. Ég á góðar minn­ing­ar tengd­ar þessu húsi og þessi her­skari fólks sem vann í frysti­hús­inu setti mik­inn svip á þorpið. Ég sé ljós­lif­andi fyr­ir mér kon­urn­ar í hvít­um slopp­um ganga heim í há­deg­inu frá þessu húsi, en þá tíðkaðist það að þær færu heim til að elda mat handa börn­un­um og jafn­vel bónd­an­um. Þær ruku svo aft­ur í frysti­húsið eft­ir klukku­tíma há­deg­is­hlé.“

 

Krakk­arn­ir slitu hum­ar

 

Magnús seg­ir að vinn­an í frysti­hús­inu og hið dag­lega líf þorps­búa hafi verið ein heild, þetta hafi allt runnið sam­an. „Þegar ég var að al­ast upp tengd­ust lang­flest heim­ili þorps­ins frysti­hús­inu á einn eða ann­an hátt, þetta var vinnustaður nán­ast allra. En fang­elsið var vissu­lega líka stór vinnustaður hér á Eyr­ar­bakka,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við að stund­um hafi verið hóað í fang­ana þegar mik­ill fisk­ur barst að landi og vantaði fólk í frysti­húsið til að bjarga verðmæt­um. „Vist­menn­irn­ir í fang­els­inu voru fyr­ir vikið hluti af sam­fé­lag­inu. En það var líka hvers­dags­legt að hóað væri í okk­ur krakk­ana úr skól­an­um á þess­um sömu dög­um sem mikið lá við. Eft­ir á að hyggja var þetta ein­stakt; að við ung­ling­arn­ir vær­um að vinna með föng­un­um, en það gekk alltaf vel. Og fang­arn­ir komu ekki aðeins í frysti­húsið til að vinna held­ur voru þeir líka ráðnir á báta,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við að hon­um sé í fersku bernskuminni þegar fang­ar mættu í jóla­mess­una í Eyr­ar­bakka­kirkju á aðfanga­dags­kvöld.

 

„Þeir sátu á ákveðnum stað uppi á lofti í kirkj­unni. En þessi ágæti siður er fyr­ir margt löngu aflagður.“

Magnús fædd­ist 1952 og hann var far­inn að vinna í frysti­hús­inu 12 ára, rétt eins og flest­ir krakk­ar í þorp­inu.

 

„Við krakk­arn­ir feng­um fyrst að vera á humar­vertíðinni á sumr­in, vor­um lát­in slíta hum­ar, það var nógu létt fyr­ir okk­ur. Á þess­um árum kom humar­inn í land með haus og hala, en haus­inn var alltaf slit­inn frá og send­ur í gú­anóið, í fiski­mjöls­verk­smiðjuna. Seinna fóru sjó­menn­irn­ir að slíta humar­inn úti á sjó, en nú þykja mest verðmæti í því að fá humar­inn heil­an í land og sem fal­leg­ast­an.“

Þegar Magnús er spurður hvernig stemn­ing­in hafi verið í frysti­hús­inu á þeim árum sem hann vann þar seg­ir hann hana hafa verið góða. „Í end­ur­minn­ing­unni var þetta frek­ar já­kvæður vinnustaður, þótt auðvitað hafi fólk orðið þreytt og pirrað, eins og geng­ur og ger­ist á öll­um vinnu­stöðum. Þarna vann fólk á öll­um aldri og eldra fólkið tók vel á móti okk­ur krökk­un­um sem kom­um þangað til vinnu og af þeim lærðum við hand­tök­in.“ Þegar Magnús kom svo í frysti­húsið rúm­lega tví­tug­ur maður til að taka mynd­ir naut hann góðs af því að vera strák­ur úr þorp­inu sem fólk þekkti. „Fyr­ir vikið var fólk af­slappað þegar ég nálgaðist það með mynda­vél­ina, og það end­ur­spegl­ast í mynd­un­um.“

 

Eng­an óraði fyr­ir breyt­ing­um

 

Magnús seg­ist hafa tekið mynd­ir alla tíð, al­veg frá því hann fékk in­sta­matic-filmu­vél í ferm­ing­ar­gjöf.

 

„Þetta hef­ur fylgt mér í gegn­um lífið, ætli ég flokk­ist ekki sem áhuga­ljós­mynd­ari. Ástæðan fyr­ir því að ég fór í frysti­húsið að taka mynd­ir á átt­unda ára­tugn­um er sú að mig langaði til að eiga þetta fólk á mynd. En mig óraði ekki fyr­ir að þessi heim­ur myndi hverfa, þá hélt maður að fisk­vinnsla í frysti­hús­inu yrði til ei­lífðar í pláss­inu. En það hafa orðið mikl­ar breyt­ing­ar í sjáv­ar­út­vegi og fisk­vinnslu und­an­farna ára­tugi, sem hafa haft gríðarleg áhrif á hin minni þorp alls staðar á land­inu. Kvóta­kerfið og tækniþró­un­in spila þar stærst­an þátt. Á þess­um árum sem ég tók þess­ar mynd­ir sá hvorki ég né aðrir þær breyt­ing­ar fyr­ir.“

Mjög marg­ir þeirra sem eru á mynd­um Magnús­ar í bók­inni eru horfn­ir úr þessu jarðlífi og fyr­ir vikið eru mynd­irn­ar afar dýr­mæt­ar, ekki aðeins fyr­ir þorpið og lífið þar held­ur einnig fyr­ir þá sem tengj­ast þessu fólki. „Þetta fólk setti ekki aðeins svip sinn á sam­fé­lagið með því að stunda verðmæta­sköp­un í frysti­hús­inu held­ur byggði það líka upp sam­fé­lagið með sín­um hætti. Kon­urn­ar í frysti­hús­inu sinntu sam­fé­lagsþjón­ustu mikið á kvöld­in og um helg­ar, þær voru í kven­fé­lag­inu og karl­arn­ir dunduðu við bú­skap meðfram sinni vinnu, voru með kind­ur og hesta. Svo fátt eitt sé nefnt.“

 

Bók­in fæst í Lauga­búð á Eyr­ar­bakka. Einnig er hægt að panta hana á face­booksíðu búðar­inn­ar eða á: magn­us.kar­el@eyr­ar­bakki.is.
 


Morgunblaðið 27. september 2017
Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir
khk@mbl.is


 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

24.09.2017 19:59

Helgistund á Sólvöllum 24. sept. 2017

 

 

 

Helgistund á Sólvöllum 24. sept. 2017

 

Helgistund var á Dvalarheimilinu Sólvöllum að Eyrargötu 26 á Eyrarbakka sunnudaginn 24. september 2017.

 

 Séra Kristján Björnsson, prestur í Eyrarbakkaprestakalli, sá um helgistundina sem var sérlega notaleg og vel sótt af íbúum Sólvalla sem og nokkrum fermingarbörnum af Eyrarbakka.


Hinn 1. nóvember n.k. verða liðin 30 ár frá því fyrsti íbúinn kom á Dvalarheimilið Sólvelli. Öll umgjörð og umönnun hefur verið til mikillar fyrirmyndar á Sólvöllum alla tíð.


Björn Ingi Bjarnason færði helgistundina til myndar.Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/284135/

 

Nokkrar myndir:

 

 

.

.

.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður

24.09.2017 16:23

Merkir Íslendingar - Bergur Jónsson

 

 

Bergur Jónsson

af forsetaættum frá Hrafnseyri.

 

Merkir Íslendingar - Bergur Jónsson

 

Bergur fæddist í Reykjavík 24. september 1898. Foreldrar hans voru Jón Jensson háyfirdómari, og k.h., Sigríður Hjaltadóttir húsfreyja.
 

Jón var sonur Jens Sigurðssonar, rektors Lærða skólans í Reykjavík og fyrsta kennara við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, elsta barnaskóla landsins, bróður Jóns Sigurðssonar forseta frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Móðir Jóns var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stærðfræðings, stjörnufræðings og yfirkennara. Sigríður var dóttir Hjalta Ólafssonar Thorberg, bónda á Gunnsteinsstöðum í Langadal, bróður Bergs Thorberg landshöfðinga. Móðir Sigríðar var Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja.
 

Systir Bergs lögfræðings var Ólöf, móðir Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra, föður Ólafar Nordal f.v. innanríkisráðherra.
 

Fyrri kona Bergs var Guðbjörg Lilja Jónsdóttir og eignuðust þau þrjú börn, Sigríði Þórdísi húsfreyju, móður Bergs S. Oliverssonar lögmanns, Jón deildarstjóra og Þóri tryggingastærðfræðing.
 

Seinni kona Bergs var Ólafía Valdimarsdóttir.
 

Bergur lauk stúdentsprófi 1919, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1923, öðlaðist hdl.-réttindi 1947 og hrl.-réttindi 1953. Hann var fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík 1923-27, sýslumaður í Barðastrandarsýslu 1927-28, var skipaður bæjarstjóri í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1935-45, var sakadómari í Reykjavík 1945-47 og starfrækti lögfræðiskrifstofu í Hafnarfirði og Reykjavík frá 1947 og til æviloka.
 

Bergur var alþingismaður Barðastrandarsýslu 1931-42, sat í milliþinganefnd í kjördæmaskipunarmálinu fræga 1931, var formaður lögfræðinganefndar um réttarfarslöggjöf 1934, átti sæti í milliþinganefnd til að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðar 1938, var formaður og gjaldkeri Eyrarsparisjóðs á Patreksfirði, sat í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1934, sat í landskjörstjórn frá 1943 og til æviloka og í stjórn Dómarafélags Íslands 1941-47.
 

Bergur lést 18. október 1953.

 

Morgunblaðið - Merkir Íslendingar - Jónas Ragnarsson.


Skráð af Menningar-Staður

24.09.2017 10:57

Eftirherman og orginalinn í Bæjarbíói Hafnarfirði

 


Bæjarbíó í Hafnarfirði.
 

 

Eftirherman og orginalinn í Bæjarbíói Hafnarfirði

 

Bæjarbíó í Hafnarfirði fagnar komu þeirra Guðna Ágústssonar fyrrum ráðherra og Jóhannesar Kristjánssonar eftirhermu. Þeir hafa gert allt vitlaust um land allt með skemmtidagskrá sinni Eftirherman og Orginallinn. Það fara þeir mikinn með þjóðsögum og eftirhermum.

 

Þetta er ein albesta skemmtun sem í boði er á landinu og hreint með ólíkindum hvað þeir ná vel saman, svo vel að stundum má vart greina í sundur Jóhannes og Guðna.

 

Láttu þetta ekki fram hjá þér fara.
 

Næstu sýningartímar:

 • sunnudaginn 24. september, kl. 20:00
 • sunnudaginn 1. október, kl. 20:00
 • sunnudaginn 8. október, kl. 20:00
   

  Guðni Ágústsson og Jóhannes Kristjánsson.
  .  Skráð af Menningar-Staður

23.09.2017 20:47

Húsið á Eyrarbakka þann 30. mars 2007

 

 

Lýður Pálsson.

 

Húsið á Eyrarbakka þann 30. mars 2007.


Úr ljósmyndasafni Björns Inga Bjarnasonar.

 


F.v.: Erlingur Brynjólfsson, Helgi Ívarsson og Páll Lýðsson (allir látnir).
.
.
 
 
.
 
.
 
 Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

23.09.2017 19:26

Helgistund á Sólvöllum

 


Dvalarheimilið Sólvellir á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

Helgistund á Sólvöllum

 

Helgistund verður á Dvalarheimilinu Sólvöllum að Eyrargötu 26 á Eyrarbakka

sunnudaginn 24. september 2017 kl. 14:00

 

Sr. Kristján BjörnssonEyrarbakkaprestakall.
 

 Skráð af Menningar-Staður

23.09.2017 09:17

VG stærsti flokk­ur­inn

 


Fylgi flokk­anna sam­kvæmt könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar.
.


Þannig myndu þing­sæt­in dreifast miðað við skoðana­mæl­ingu

Féklags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir Morg­un­blaðið.

 

VG stærsti flokk­ur­inn

 

Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð er orðin stærsti flokk­ur lands­ins sam­kvæmt skoðana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sem gerð var fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 19. til 21. sept­em­ber 2017.

Flokk­ur­inn nýt­ur fylg­is 30% kjós­enda og fengi sam­kvæmt því 22 þing­menn. Hann hef­ur nú 10 þing­menn. Um­tals­verður mun­ur er á fylgi VG eft­ir kynj­um. Ætla 20% karla að kjósa flokk­inn en 40% kvenna.
 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tap­ar veru­legu fylgi frá þing­kosn­ing­un­um í fyrra, sam­kvæmt könn­un­inni. Stuðning­ur við hann mæl­ist 23% og fengi hann 15 þing­menn í stað 21 sem hann hef­ur nú. Flokk­ur fólks­ins fengi 5 þing­menn kjörna, en hef­ur eng­an þing­mann núna. Björt framtíð næði ekki manni á þing.
 

Viðbrögð leiðtoga flokk­anna ein­kenn­ast af óvissu um stöðu mála. Vísa marg­ir í „rót“, „flot“ og „hreyf­ingu“ á fylg­inu. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kveðst hlakka til að fara á fund kjós­enda en Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins seg­ir að könn­un­in gefi flokks­mönn­um byr und­ir báða vængi.

77% töldu rétt að rjúfa þing

Þannig myndu þing­sæt­in dreifast miðað við skoðana­mæl­ingu Féklags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir Morg­un­blaðið.


Könn­un­in leiddi enn­frem­ur í ljós að 57% kjós­enda telja að rétt hafi verið að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu og er áber­andi stuðning­ur við það meðal kvenna og yngra fólks. 77% töldu að rétt hefði verið að rjúfa þing og efna til kosn­inga frem­ur en að mynda nýja rík­is­stjórn. Þá kom fram að 87% telja „mjög lík­legt“ að þeir greiði at­kvæði í þing­kosn­ing­un­um í októ­ber.

 


Katrín Jak­obs­dótt­ir finn­ur fyr­ir stuðningi og meðbyr.

 

 

Morgunblaðið 23. september 2017.


Skráð af Menningar-Staður

22.09.2017 21:26

22. september 2017 - Haustjafndægur

 

 

 

22. september 2017 - Haustjafndægur

 

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar. Þessi atburður er á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um haustjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og styttist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.
 

Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.
 

Ástæða þessa fráviks er af tvennum toga. Í fyrsta lagi miðast sólarupprás og sólarlag ekki við augnablikið þegar sólmiðjuna ber við sjónbaug (láréttan sjóndeildarhring), heldur er miðað við fyrstu og síðustu geisla sólar, þ.e. efri rönd sólkringlunnar. Í öðru lagi veldur ljósbrot í lofthjúpi jarðar því að við getum séð í sólina þar til sólmiðjan er komin um 1,1° niður fyrir sjónbaug.

VeðurstofanSkráð af Menningar-Staður