![]() |
|
17. maí 2019
Þjóðhátíðardagur Norðmanna
Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag en 205 ár eru síðan landið fékk stjórnarskrá.
17. maí 1814 fékk Noregur stjórnarskrá, en varð sjálfstætt land 7. júní árið 1905 af völdum sambandslita á milli Noregs og Svíþjóðar. Eftir það hefur 17. maí alltaf verið þjóðhátíðardagur Noregs.
Saga þessa dags er allmerkur þ á t t u r í sögu norskrar sjálfstæðisbaráttu, og hann öðlaðist nýtt gildi á stríðsárunum, þegar Norðmenn urðu að heyja nýja b a r á t t u um líf eða dauða við öflugri fjendur en nokkru sinni fyrr.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Vorþing Vitafélagsins 18. maí 2019
Verður haldið á Þingeyri við Dýrafjörð.
Skráð af Menningar-Staður
|
||||
Þann 16. maí 2009 varð Dýrfirðingurinn Jóhanna Guðrún Jónsdóttir í öðru sæti í Evrópusöngvakeppninni með lagið Is it true?
„Yndislegur dýrðardagur,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýsson í samtali við Fréttablaðið.
Þegar Jóhanna Guðrún kom til landsins var henni fagnað á Austurvelli „eins og þjóðhetju.“
Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Aðalfundur
Skógræktarfélags Eyrarbakka
29. maí 2019
Verður haldinn í Hallskoti miðvikudaginn 29. maí kl. 20:00.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Siggi Björns, Ásbjörn Björgvinsson og á trommunum er Óskar Þormarsson. |
Hljómsveitin Æfing frá Flateyri hélt upp á með tónleikum á laugardaginn, 11. maí sl., að 50 ár eru liðin síðan hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika.
Tónleikarnir voru í Bæjarbíó í Hafnarfirði og var húsfyllir, nærri 300 manns.
Hljómsveitin var starfandi einkum fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð. Kristján féll frá 2006.
Aðrir Flateyringar voru meðal annarra Sigurður Björnsson, trúbadúr og Jón Ingiberg Guðmundsson, en þeir eru nú báðir búsettir erlendis. Þá má nefnda til viðbótar Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Gunnar Pálsson og Önund Hafstein Pálsson.
Frá 1990 hefur hljómsveitin komið saman við sérstök tilefni, sér og öðrum til skemmtunar.
Fjölmargir Vestfirðingar og reyndar fleiri lögðu leið sína í Bæjarbíó á laugardagskvöldið og skemmtu sér vel. Var salurinn líflegur og tók vel undir þegar Æfing tók gömlu slagarana. Sigurður Björnsson sagði inn á milli gamlar og góðar sögur af valinkunnum Flateyringum við rífandi undirtektir og bar þar mest á frásögnum þar sem Guðbjartur Jónsson, Vagninum kom við sögu.
Tónleikarnir stóðu nærri þrjá klukkutíma og var ekki að sjá að aldurinn væri nokkuð farinn að færast yfir gömlu rokkarana.
Af: www.bb.is
![]() |
||
. Húsfyllir var á lokadagstónleikum ÆFINGAR 11. maí í Bæjarbíói í Hafnarfirði. .
Skráð af Menningar-Staður |
![]() |
Friðland í Flóa.
Vinnudagur í Friðlandi í Flóa 18. maí 2019
Fuglavernd hefur umsjón með Friðlandinu í Flóa og er ætlunin að stefna þangað fólki laugardaginn 18. maí nk. milli kl. 09:00 og kl. 15:00 til þess að taka til hendinni.
Verkefni dagsins verða fyrst og fremst hreinsun svæðisins með ruslatýnslu og málningarvinna við fuglaskoðunarhúsið og flotbrýr/göngustíga.
Fólk er beðið að athuga að tímasetningar geta breyst þegar nær dregur, eftir veðurspá. Þátttakendur koma sér sjálfir á staðinn. Stígvél eru bráðnauðsynlegur skófatnaður.
Félagsmenn og aðrir áhugamenn um fugla velkomnir.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Togarinn Jón forseti.
Fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga.
Vökulögin voru samþykkt á Alþingi þann 11. maí 1921.
Samkvæmt þeim áttu hásetar á togurum að hafa „að minnsta kosti 6 klst. óslitna hvíld í sólarhring hverjum,“ en áður höfðu sjómenn þurft að standa vaktir í tvo til þrjá sólarhringa.
Hvíldartíminn var lengdur í 8 klst. árið 1928 og í 12 klst. árið 1955.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Guðmundur Magnússon og fáni Hrútavinafélagsins Ljósm.: Vilbergur Prebensson.
Sauðburður á Eyrarbakka
Hjá Eyrarbakkabændum er sauðburður á fullu þessa dagana og í mörgu að snúast.
Eyrarbakkabændur gleðjast því og þeir allra sælustu láta gleði sína í ljós með því að flagga fána Hrútavinafélagsins Örvars eins og Guðmundur Magnússon gerir með glæsibrag.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Gunnlaugur Finnsson (1928 - 2010). |
Gunnlaugur Finnsson fæddist á Hvilft í Önundarfirði 11. maí 1928.
Foreldrar hans voru Finnur Finnsson, bóndi þar, og kona hans, Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja. Gunnlaugur stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og brautskráðist þaðan með stúdentsprófi árið 1949. Hann var bóndi á Hvilft frá árinu 1950 fram til 2007. Samhliða bústörfum kenndi hann lengstum við Héraðsskólann á Núpi og síðar við barna- og unglingaskóla á Flateyri þar til hann var kjörinn á þing. Árið 1980 varð hann kaupfélagsstjóri á Flateyri og gegndi því starfi í átta ár.
Gunnlaugur Finnsson tók virkan þátt í félagsmálum sveitar sinnar og héraðs. Hann sat um aldarfjórðung í hreppsnefnd Flateyrarhrepps og var oddviti tvö kjörtímabil. Þá var hann formaður Fjórðungssambands Vestfjarða í fjögur ár á þessum tíma. Drjúgum tíma af starfsævi sinni varði Gunnlaugur í þágu þjóðkirkjunnar, sat á kirkjuþingi og í kirkjuráði hálfan þriðja áratug og var jafnframt um tíma í stjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar. Auk þeirra starfa sem nú hafa verið talin átti hann sæti í ýmsum opinberum og stjórnskipuðum nefndum.
Í alþingiskosningunum 1974 var Gunnlaugur í framboði í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Vestfjarðakjördæmi og hlaut kosningu. Sat hann á þingi til 1978. Í kosningunum 1978 var hann á ný í framboði en náði ekki kjöri í þeim sviptingum sem þá voru í íslenskum stjórnmálum. Hann tók þó sæti sem varamaður á útmánuðum 1979 og sat samtals á sex þingum. Á Alþingi var hann formaður félagsmálanefndar neðri deildar og lét sér einkum annt um mennta-, atvinnu-, samgöngu- og byggðamál.
Gunnlaugur Finnsson var gegnheill samvinnu- og félagshyggjumaður. Hann var sannfærður um að bæði einstaklingum og samfélagi vegnaði best þegar menn ynnu af einlægni saman að sameiginlegu markmiði. Þannig vann hann hin fjölmörgu störf sem hann sinnti fyrir byggðarlag sitt, samvinnuhreyfinguna, kirkjuna og fyrir þjóðina sem alþingismaður.
Gunnlaugur Finnsson, bóndi á Hvilft í Önundarfirði og fyrrverandi alþingismaður, lést 13. janúar 2010.
Af vef Alþingis.
|
||
Hvilft í Önundarfirði. |
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Sænski sendiherrann t.v. og Eyrbekkingarnir Anna Söderström og Birgir Edwald.
Þann 29. apríl síðastliðinn kom sænski sendiherrann Håkan Juholt í heimsókn í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Markmiðið var að fræðast um skólastarfið og ræða norrænt samstarf.
Sendiherrann gekk um skólann ásamt skólastjórnendum og Önnu Söderström, safnstjóra skólabókasafnsins. Á leiðinni spjallaði sendiherrann við nemendur og kennara, skoðaði verkefni nemenda og hreifst verulega af starfsemi og nemendum. Þá hafði hann mikla ánægju af að sjá verkefni 4. bekkjar um Astrid Lindgren og Smálöndin sem eru hans æskustöðvar.
Sendiherrann færði síðan skólanum sænskar bækur að gjöf.
Dagskráin.
Skráð af Menningar-Staður.
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is