Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

15.02.2017 14:36

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 15. febrúar 2017

 


F.v.: Siggi Björns. Haukur Jónsson, Jóhann Jóhannsson og Siggeir Ingólfsson. Ljósm.: BIB

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 15. febrúar 2017

 

Sérstakur gestur  -Vina alþýðunnar-  í morgun, miðvikudaginn 15. febrúar 2017, í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka var Siggi Björns, Vestfirðingurinn og tónlistarmaðurinn í Berlín í Þýskalandi.

Siggi hefur búið erlendis í rúm 30 ár og starfað við tónlist; fyrst í Danmörku og síðan í Þýskalandi.

Sigga var vel fagnað í Alþýðuhúsinu og á eftir var farið í gamla beitingaskrúinn vestan við Sölvabakka en Siggi var beitustrákur og sjómaður um árabil áður en hann hélt erlendis. Síðasta vertíðin hans var á Flateyri vetrarvertíðina 1983-1984 sem er fræg á margan hátt.

 

 

.
Siggi Björns segir Berlínar- og Vestfjarðasögur.
F.v.: Siggi Björns, Siggeir Ingólfsson og Rúnar Eiríksson.

.

.
Og svo var farið á gamla beitingaskúrin á Bakkanum.
.

.

.

 


Skráð af Menningar-Stað
 

15.02.2017 08:21

Mynd úr Vesturbúðinni 15. feb. 2013

 

 

 

Mynd úr Vesturbúðinni 15. feb. 2013
 

 

Jón Bjarni Stefánsson hefur hér orðið á fundi Vitringa í Vesturbúðinni á Eyrarbakka
þann 15. febrúar 2013.Skráð af Menningar-Staður

14.02.2017 04:56

Maður orðsins er 62 ára

 

 

Guðbjartur Jónsson í Vagninum á Flateyri

sem hann stofnsetti og rak með glæsibrag í mörg ár.

 

Maður orðsins er 62 ára

 

Guðbjartur Jónsson frá Flateyri  - Maður orðsins- er 62 ára í dag 14.  febrúar 2017.
Margir þekkja hans frábæru orðatiltæki í gegnum tíðina sem sumhver hafa birtst í skemmtisögum sem Vestfirska forlagið á Þingeyri hefur gefið út á liðnum þeim tæplega aldarfjórðungi sem forlagið hefur starfað.


Um uppruna sinn sagði Guðbjartur Jónsson:
„Ég er upphaflega fæddur í Hafnarfirði, síðan inná Hesti og eftir það á Flateyri.“


Guðbjartur Jónsson býr nú í Hveragerði.

 

 

Afmæliskveðjur frá Vinum alþýðunnar í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka.


 


Guðbjartur Jónsson.
Teikning Ómar Smári Kristinsson.

 

 

Myndir er tekin í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 1. maí 2013 þegar

nokkrir fyrrverandi formenn og stjórnarmenn í Verkalýðsfélagini Skildi á Flateyri

héldu uppá 80 ára afmæli félagsins með nokkrum heimamönnum á EyrarbakkaSkráð af Menningar-Staður
 

14.02.2017 04:34

14. febrúar 1966 - Íslendingum gefið Jónshús í Kaupmannahöfn

 

 

 

14. febrúar 1966

- Íslendingum gefið Jónshús í Kaupmannahöfn

 

Íslenskur stórkaupmaður í Danmörku, Carl Sæmundsen, gaf íslenska ríkinu þann 14. febrúar 1966 húseign sína að Östervoldgade 12 í Kaupmannahöfn. 

Jón Sigurðsson forseti frá Hrafnseyri við Arnarfirði og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans bjuggu um langt skeið. 

Þar er nú Jónshús.

 

Morgunblaðið 14. febrúar 2017 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 


Jón Sigurðsson (1811 - 1879) og Ingibjörg Einarsdóttir (1804 - 1879.
 

Jónshús í Kaupmannahöfn.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

12.02.2017 15:00

Svíðavísa Kristjáns Runólfssonar

 

Image result for kristján runólfsson

Kristján Runólfsson.

 

Svíðavísa Kristjáns Runólfssonar

 

Kappinn fiktar kálið við,
kannske flesta daga,
en nú er hann að sjóða svið,
senn þau lenda í maga.

 

 

Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.Skráð af Menningar-Staður

11.02.2017 18:54

Hrafnar í Selfosskirkju sunnudaginn 12. feb. 2017

 

 

 

Hrafnar í Selfosskirkju sunnudaginn 12. feb. 2017

 

Kl. 20, sunnudagskvöldið 12. febrúar 2017, verður kvöldmessa í Selfosskirkju þar sem hljómsveitin Hrafnar sér um tónlistina.  

Þetta verður létt og skemmtileg kvöldstund.  

Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Selfosskirkja.
Sskráða f Menningar-Staður

10.02.2017 10:05

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 10. febrúar 2017

 

 

Siggeir Ingólfsson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 10. febrúar 2017Vinir alþýðunnar

 

.
F.v.: Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.
.

 

F.v.: Rúnar Eiríksson, Haukur Jónsson Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson, Reynir Jóhannsson

og Eggert Valur Guðmundsson.

Ljósm: Björn Ingi Bjarnason og Haukur Jónsson.
Skráð af Menningar-Staður

10.02.2017 08:41

Bakkasöl til sölu

 

 

 

Bakkasöl til sölu

 

Upplýsingar og pantanir:


Siggeir Ingólfsson


Sími: 898-4240

 

 

Siggeir Ingólfsson.


Skráð af Menningar-Staður

08.02.2017 16:13

Heimsmet í logni

 

 

 

Heimsmet í logni

 

BIBarinn við myndaskoðun í safni þúsunda.
 

Í Önundarfirði.

Séð frá Veðrará og yfir til Vaðla. Fjöllin Kaldbakur og Messuhorn.

Árið er 2006.Skráð af Menningar-Staður

07.02.2017 17:57

Tímamótamaður í íslenskum stjórnmálum

 

 

 

Tímamótamaður í íslenskum stjórnmálum

 

Í dag, 7. febrúar 2017, minnumst við þess, að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Gylfa Þ. Gíslasonar, eins fremsta leiðtoga jafnaðarmanna á seinni helmingi liðinnar aldar. Hann lést 18. ágúst árið 2004 á áttugasta og áttunda ári.
 

Gylfi varð stúdent frá MR árið 1936. Hann lauk kandídatsprófi í hagfræði frá háskólanum í Frankfurt am Main árið 1939, í þann mund sem seinni heimsstyrjöldin var að brjótast út. Árið 1954 lauk Gylfi doktorsprófi frá sama skóla. Gylfi var ásamt Ólafi Björnssyni prófessor brautryðjandi í hagfræðikennslu við Háskóla Íslands, þar sem hann starfaði sem dósent og síðar prófessor í næstum þrjá áratugi.
 

Gylfi var þingmaður Alþýðuflokksins í 32 ár, frá 1946-1978. Hann var menntamálaráðherra í alls 15 ár (1956-71) og mennta- og viðskiptaráðherra 1958-1971. Hann var formaður Alþýðuflokksins frá 1968-1974. Hann gegndi þess utan fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum, t.d. átti hann sæti í Þjóðleikhúsráði í rúma þrjá áratugi, í Norðurlandaráði 1971-78 og var formaður Norræna félagsins og í stjórn Norræna hússins á árunum 1978-93.
 

Auk þessa var Gylfi afkastamikill rithöfundur um hagfræði og stjórnmál. Hann samdi fjölmargar kennslubækur í fræðum sínum, auk fjölda ritgerða, greina og bókakafla í innlendum og erlendum ritum. Meðfram öllu þessu var Gylfi tónskáld – höfundur margra sönglaga sem komið hafa út á hljómplötum í flutningi ýmissa listamanna.
 

Kona Gylfa var Guðrún Vilmundardóttir, Jónssonar landlæknis. Þau eignuðust þrjá syni, sem allir hafa látið að sér kveða í íslensku þjóðlífi, hver á sínu sviði: Þorsteinn, heimspekiprófessor, Vilmundur, alþingismaður og ráðherra, og Þorvaldur, hagfræðiprófessor við HÍ.
 

Gylfi þótti snemma andlega bráðger og hæfileikaríkur. Auk yfirburða hagfræðiþekkingar, sem var fágæt meðal Íslendinga á fyrri helmingi seinustu aldar, var hann fjölkunnugur málamaður, tónskáld og listrænn fagurkeri. Þetta voru óvenjulegir eiginleikar í fari þeirra sem fóru fyrir alþýðuhreyfingum þeirra tíma, í harðri baráttu gegn fátækt og réttleysi en fyrir mannréttindum og bættum hag alþýðufólks. Sjálfur sagði Gylfi að hann hefði orðið jafnaðarmaður vegna þess að honum rann til rifja fátækt og umkomuleysi fólks á kreppuárum. Jafnaðarstefna Gylfa var því ekki síður byggð á siðferðilegu gildismati um réttlæti og jöfnuð en hagfræðilegri hugsun um leiðir til aukinnar hagsældar og velmegunar.

 

Tímamótamaður

Þegar litið er yfir langan starfsferil Gylfa Þ. Gíslasonar á vettvangi íslenskra þjóðmála er auðvelt að færa fyrir því rök að hann hafi reynst vera tímamótamaður á mörgum sviðum, þar sem hann lagði gjörva hönd á plóg.
 

Gylfi var, eins og áður sagði, brautryðjandi í hagfræðikennslu á háskólastigi, og þar með íslenskun þeirrar fræðigreinar. Margir nemenda hans hafa orðið til þess, síðar á lífsleiðinni, að ljúka lofsorði á kennarahæfileika Gylfa. Frá hans hendi eru margar kennslubækur sem Gylfi tók saman í fræðigreinum sínum. Eftir að Gylfi lét af stjórnmálaafskiptum eftir langan og farsælan feril hvarf hann aftur að hagfræðikennslu við háskólann. Segja má að hann hafi þá gengið í endurnýjun lífdaga sem fræðimaður. T.d. gerðist hann brautryðjandi í kennslu í fiskihagfræði, sem ekki hafði áður verið kennd við HÍ.
 

Um og upp úr miðri síðustu öld gerðist Gylfi helsti frumkvöðull nútímajafnaðarstefnu á Íslandi. Hann var þeirrar skoðunar að lýðræði fengi ekki staðist nema þar sem hið efnahagslega ákvörðunarvald dreifðist á marga aðila. Sú röksemdafærsla leiðir til niðurstöðu sem við kennum við blandað hagkerfi. Eignaréttarform geta verið margvísleg, og hinu efnahagslega valdi er dreift. Þarna var opnaður gluggi til nýrra átta í hugmyndafræði lýðræðis-jafnaðarmanna. Hinn kosturinn, að ríkið fari eitt með þetta gríðarlega vald, endar óhjákvæmilega í lögregluríki. Gildir þá einu hvort böðulshöndin er brún eða rauð – eins og Tómas kvað á sinni tíð.

 

Viðreisnarmaður

Á grundvelli þessarar nútímajafnaðarstefnu gerðist Gylfi hinn pólitíski frumkvöðull að þeim efnahagsumbótum sem kenndar eru við Viðreisnarstjórnina (1959-71). Í heimskreppunni miklu á millistríðsárunum höfðu flestar þjóðir brugðist við markaðsbresti ameríska kapítalismans með verndarstefnu; ytri tollmúrum til að takmarka innflutning og niðurgreiðslum og millifærslum til að byggja upp innlenda framleiðslu í skjóli tollmúra. Þetta kerfi þróaðist yfir í allsherjar ríkisforsjárkerfi, þar sem efnahagsstarfsemin var að mestu háð leyfisveitingum og fyrirgreiðslu í skjóli ráðandi stjórnmálaflokka. Íslendingar bjuggu við haftakerfi af þessu tagi allt frá kreppuárum fram að Viðreisn, um 1960.
 

Eftir lok seinni heimsstyrjaldar höfðu flestar vestrænar þjóðir horfið frá hafta- og skömmtunarkerfi stríðsáranna. Í staðinn reyndi ríkisvaldið að stuðla að frjálsum viðskiptum og samkeppni undir eftirliti í þágu neytenda. Þetta er hið blandaða hagkerfi sem Gylfi hafði pólitískt frumkvæði um að innleiða á Íslandi, að vísu hálfum öðrum áratug síðar en flestar grannþjóðir. Skömmtunar- og millifærslukerfið var afnumið, og gengið var skráð „rétt“. Innflutningsverslun var að mestu gefin frjáls. Þessar breytingar voru umdeildar en skiluðu brátt árangri, að hluta til vegna hagstæðra ytri skilyrða. En það voru takmörk fyrir því sem Gylfi og nánustu samstarfsmenn hans fengu áorkað í umbótaátt. Eftir sem áður var ekki hróflað við ríkisreknu banka- og sjóðakerfi, einokun í útflutningsverslun og ríkisreknu landbúnaðarkerfi. Helmingaskiptaregla sérhagsmunaafla og -flokka lifði af.
 

Undir lok Viðreisnartímabilsins fylgdi Gylfi þessum umbótum eftir með því að beita sér fyrir inngöngu Íslands í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA). Meginrök hans fyrir aðild voru þau að vaxandi markaður íslenskra sjávarafurða í EFTA-löndunum væri í hættu ef Íslendingar gerðust ekki aðilar, þar sem um 40% af heildarútflutningi Íslands voru til þessara landa. Hætta væri á því að fiskveiðiþjóðir innan samtakanna mundu ella treysta stöðu sína á kostnað Íslendinga. Umbætur Viðreisnarstjórnarinnar í átt til markaðsbúskapar og aðildin að EFTA urðu síðar forsenda þess að Ísland uppfyllti inntökuskilyrðin í Evrópska efnahagssvæðið, EES, á árunum 1989-94. Og þá aftur að frumkvæði Alþýðuflokksins.

 

Menntamálaráðherrann

En sennilega eru það hinar róttæku umbætur sem menntamálaráðherrann Gylfi Þ. Gíslason beitti sér fyrir í skólamálum á öllum skólastigum og í eflingu tónlistarmenntunar um landið allt sem lengst munu halda nafni hans á lofti. Um afrek Gylfa á þessu sviði segir m.a. eftirfarandi í nýútkominni bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um sögu Alþýðuflokksins (bls. 350-355):

„Á sínum langa menntamálaráðherraferli tókst honum smám saman að umbylta öllu skólakerfinu, ekki síst í þeim tilgangi að auðvelda ungu fólki skólagöngu, auka fjölbreytni og stuðla að nútímalegum kennsluháttum – en hlú jafnframt verulega að listum og vísindum. Jón Þórarinsson tónskáld sagði í minningargrein um Gylfa, að íslenskir listamenn hefðu aldrei átt tryggari talsmann eða tryggari vin í hópi stjórnmálamanna en Gylfa.“
 

Í sömu bók segir enn fremur (sjá bls. 354-355): „Líklega hefur Gylfi þó skilið eftir sig stærstu sporin í tónmenntun landsmanna. Þegar hann tók við embætti menntamálaráðherra var engin löggjöf til um tónlistarfræðslu, og tónlistarlífið fáskrúðugt ... Árið 1977 voru tónlistarskólarnir orðnir 43. Síðan hefur þeim fjölgað um meir en helming.“

Fyrir daga Gylfa var Háskóli Íslands fyrst og fremst útungunarvél embættismanna ríkisins. Gylfi tók sér fyrir hendur að efla vísindahlutverk háskólans og fjölga þar námsleiðum. Hann beitti sér fyrir stofnun Vísindasjóðs, sem gerbreytti aðstæðum til vísindarannsókna á Íslandi. Hann beitti sér fyrir stofnun rannsóknarstofnana, sem kenndar eru við hafrannsóknir, fiskiðnað, byggingariðnað, iðnað – og landbúnað.
 

Sumir segja að hápunkturinn á ferli menntamálaráðherrans hafi verið endurheimt handritanna frá Danmörku. Um það segir Jónas Kristjánsson prófessor eftirfarandi: „Það má aldrei gleymast, að Gylfi átti allra manna mestan þátt í lausn handritamálsins. Það hefði áreiðanlega ekki verið til lykta leitt, ef hans hefi ekki notið við ...“

 

Húmanistinn

Sjálfur skýrði Gylfi grundvallarviðhorf sín til mennta og menningar með eftirfarandi orðum (sjá Sögu Alþýðuflokksins bls. 355):
 

„Áhugi minn á menntamálum átti sér djúpar rætur. Ég hef aldrei verið þeirrar skoðunar, að jafnaðarstefna fjalli einungis um stjórnmál og efnahagsmál. Jafnaðarstefnan í Evrópu er sprottin úr aldagömlum jarðvegi mannúðarstefnu og siðgæðishugmynda sígildrar heimspeki og kristilegrar siðfræði. Þjóðfélag þarf ekki aðeins að grundvallast á batnandi hag samfara vaxandi afkomuöryggi ... jafnframt verður að stefna að fegurra mannlífi. Þess vegna verður menning að vera einn af hornsteinum góðs og réttláts þjóðfélags“. – Þannig talar hinn mikli húmanisti í íslensku stjórnmálalífi 20. aldar.

Flestir stjórnmálamenn eru þeirrar gerðar að það fennir fljótt í sporin þeirra, þótt þeir hafi virst vera fyrirferðarmiklir í augum samtímamanna. Lýðræðið kallar marga til þessa leiks en fáir reynast útvaldir. Hinir fáu útvöldu verða hins vegar í æ meiri metum hafðir í vitund þeirra sem á eftir koma þegar verk þeirra eru metin í hæfilegri sögulegri fjarlægð. Það er óhætt að slá því föstu að Gylfi Þ. Gíslason er einn hinna fáu útvöldu. Hann mun vaxa af verkum sínum því meir sem fjær dregur sleggjudómum samtímans.
 

Gylfi var alla tíð umdeildur stjórnmálamaður, eins og títt er um þá sem ryðja braut nýjum hugmyndum og beygja sig hvergi fyrir ofríki rótgróinna sérhagsmuna. Nú viðurkenna flestir líka þeir sem honum voru hvað andsnúnastir, að hann var framsýnni en flestir samtímamenn hans. Þess vegna er hann nú metinn að verðleikum.

 

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson

Höfundur er fv. formaður Alþýðuflokksins.

Morgunblaðið 7. febrúar 2017


Skráð af Menningar-Staður