Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

23.04.2017 21:19

Opin æfing á -SAGA MUSIC- í Gónhól

 


F.v.: Pálmi Sigurhjartarson, Valgeir Guðjónsson og Dagný Halla Björnsdóttir.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Opin æfing á -SAGA MUSIC- í Gónhól á Eyrarbakka

 

Opin æfing var í dag á tónlistarverkefninu magnaða  -SAGA MUSIC- í Gónhól í gamla frystihúsinu á Eyrarbakka en þar eru höfuðstöðvar  -SAGA MUSIC-

Þau sem flytja -SAGA MUSIC- eru Valgeir Guðjónsson, Pálmi Sigurhjartarson og  Dagný Halla Björnsdóttir.

Heimamenn og aðrir kunnu vel að meta Íslendingasögur í sungnu formi, en sungnar sögur má telja til nýnæmis. Sögur um forna Íslendinga og fyrirrennara þeirra sem elska, þrá, drepa og yrkja framkalla krassandi, ljúfsára og seiðmagnaða upplifun.

SAGA MUSIC hefur sýnt og sannað að eiga jafnt erindi við landann sem og erlenda gesti sem vilja skyggnast inn í forna tíma.

Fljótlega hefjast líka sýningar í -SAGA MUSIC- Gamla bíó í Reykjavík.

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er hér á Menningar-Stað:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282642/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.Skráð af Menningar-Staður

 

23.04.2017 08:29

23. apríl - alþjóðlegur dagur bókarinnar

 

 

Hjónin Auður og Halldór Laxness.
Auður á sínar rætur á Eyrarbakka.
Því má segja að Halldór sé tengdasonur Eyrarbakka.

 

23. apríl - alþjóðlegur dagur bókarinnar

 

Dagur bókarinnar er 23. apríl en Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) átti frumkvæðið að því að gera þennan dag að alþjóðadegi bóka.

Ástæðan fyrir valinu er að 23. apríl, messa heilags Georgs, hefur um langa hríð verið dagur bókarinnar í Katalóníu og bóksalar Barcelóna jafnan gefið rós eða önnur blóm með hverri seldri bók þennan dag. 

Svo vill til að þessi dagur er einnig fæðingar- eða dánardagur nokkurra þekktra rithöfunda. Dagurinn er fæðingardagur Halldórs Laxness 1902 (lést 8. febrúar 1998) og dánardagur Williams Shakespeare 1623 og Miguel de Cervantes 1616 sem var spænskur leikritahöfundur og ljóðskáld.

 

Markmið UNESCO með alþjóðadegi bókarinnar er að hvetja fólk og þá einkum ungt fólk til að lesa meira og kynna sér verk þeirra fjölmörgu höfunda sem hafa auðgað líf mannkyns um aldir. 
 

Vestfirska forlagið sendir bókafólki bestu kveðjur í tilefni dagsins og þakkar sínu bókafólki sem og öðrum farsæla samleið á þeim tæpa aldarfjórðungi sem Vestfirska forlagið hefur gefið út bækur en þær telja rúmlaga 300 alls. 
 

 Skráð af Menningar-Staður

22.04.2017 19:57

Verslunin Bakkinn á Eyrarbakka

 

 

Verslunin Bakkinn á Eyrarbakka og Eggert Valur Guðmundsson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Verslunin Bakkinn á Eyrarbakka

Í dag - 22. apríl 2017.

 

.
:

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

22.04.2017 15:37

Straumur fólks á Sölvabakka

 


F.v.: Valgeir Guðjónsson, Siggeir Inólfsson, Ingólfur Hjálmarsson og Lýður Pálsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Straumur fólks á Sölvabakka
 

Fiskispjall á Sölvabakka í dag - 22. apríl 2017

Kl. 13:00 – 17:00 í dag - 22. apríl 2017

Fiskispjall – Sölvabakki á Eyrarbakka (vestast í frystihúsinu).

Opið hús og mun Siggeir Ingólfsson staðarhaldari taka á móti fólki og sýna starfsemina. 
 

Allir velkomnir

og straumur fólks hefur verið á Sölvabakka

 

.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður

22.04.2017 13:52

Fiskispjall á Sölvabakka í dag - 22. apríl

 

 

 

Fiskispjall á Sölvabakka í dag - 22. apríl 2017

 

 

Kl. 13:00 – 17:00 í dag - 22. apríl 2017

 

Fiskispjall – Sölvabakki á Eyrarbakka (vestast í frystihúsinu).

 

Opið hús og mun Siggeir Ingólfsson staðarhaldari taka á móti fólki og sýna starfsemina. 

 

Allir velkomnir

 

.

Áhöfnin á Sölva ÁR 150.

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Gísli Nílssen og Ingólfur Hjálmarsson. Ljósm.: BIB

.

 


 

22.04.2017 07:33

Fiskispjall á Sölvabakka í dag - 22. apríl

 


F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.

 

 

Fiskispjall á Sölvabakka í dag - 22. apríl 2017

 

Kl. 13:00 – 17:00 í dag - 22. apríl 2017

 

Fiskispjall – Sölvabakki á Eyrarbakka (vestast í frystihúsinu).

 

Opið hús og mun Siggeir Ingólfsson staðarhaldari taka á móti fólki og sýna starfsemina. 

.

 
 
 


Skráð af Menningar-Staður

21.04.2017 11:27

Vinir alþýðunnar sátu fyrir

 


F.v.: Lýður Geir Guðmundsson og Siggeir Ingólfsson.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Vinir alþýðunnar sátu fyrir

 


Lýður Geir Guðmundsson, ljósmyndari á Selfossi, var sérstakur gestur - Vina alþýðunnar-  í Alþýðuhúsini á Eyrarbakka í morgun.

Margir sátu fyrir hjá ljósmyndaranum og var þetta hin ánægjulegasta morgunstund.

 


Takk fyrir komuna Lýður Geir Guðmundsson.

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður.

21.04.2017 07:39

Magnús Sigurðsson - Fæddur 28. sept. 1925 - Dáinn 10. apríl 2017 - Minning

 Magnús Sigurðsson (1925 - 2017)

 

 

Magnús Sigurðsson - Fæddur 28. sept. 1925

- Dáinn 10. apríl 2017 - MinningMagnús Sigurðsson fæddist í Reykjavík 28. september 1925. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík 10. apríl 2017.

 

Foreldrar hans voru Sigurður Hólmsteinn Jónsson, f. 30.6. 1896, d. 1.12. 1985, búfræðingur frá Hvanneyri og blikksmíðameistari, stofnandi og eigandi Blikksmiðju Reykjavíkur, og Sigríður Elísabet Guðmundsdóttir, f. 28.5. 1898, d. 17.9. 1976, kvennaskólagengin og húsmóðir á Mímisvegi 6. Föðurforeldrar hans voru Jón Sigurðsson, f. 21.7. 1863, d. 22.4. 1944, bóndi, fisk-og ullarmatsmaður í Hólsbúð í Flatey á Breiðafirði, og Júlíana Hansdóttir, f. 25.1. 1861, d. 11.8. 1922, húsmóðir. Móðurforeldrar hans voru Guðmundur Eiríkur Engilbertsson, bóndi, ferjumaður og leiðsögumaður á Gemlufalli við Dýrafjörð, f. 22.5. 1860, d. 6.11. 1940, og Anna Jónína Bjarnadóttir, húsfreyja á Gemlufalli, f. 20.6. 1864, d. 12.1. 1930, þau bjuggu síðustu ár sín á Ísafirði. Systkini Magnúsar eru Baldur Sigurðsson, f. 30.9. 1922, d. 1.5. 2000, blikksmiður, Ólöf Helga Sigurðardóttir Brekkan, f. 22.11. 1928, tannlæknir, og Hólmsteinn Sigurðsson, f. 26.10. 1939, viðskiptafræðingur.

 

Magnús giftist 1974 Kristjönu Karlsdóttur, f. 1952, þau skildu árið 1997.
Börn þeirra eru:
Sigríður Sif Magnúsdóttir, f. 5.5. 1975, maki Sigurður Dagur Sigurðarson, f. 1967. Börn þeirra eru Magnús Máni, f. 1997, Krista Björt, f. 2000, og Sigurður Logi, f. 2010. María Kristín Magnúsdóttir, f. 17.5. 1976, maki Þór Agnarsson, f. 1972. Börn þeirra eru Emil Þór, f. 2004, Jakob Nói, f. 2007, og Þórey Dís, f. 2012. Sigurður Hólmsteinn Magnússon, f. 7.3. 1978. Börn hans eru Steinn Darri, f. 1999, Nökkvi Már, f. 2004, og Carmen María, f. 2016. Karl Magnús Magnússon, f. 15.3. 1979, maki Katrín Magnúsdóttir, f. 1983. Börn þeirra eru Ragnar Karl, f. 2017, og fyrir á Katrín Ástu Kristínu, f. 2007.

 

Eftir að Magnús tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 stundaði hann nám við Háskóla Íslands, Universität Hamburg og Medizinische Akademie í Düsseldorf í Þýskalandi, þar sem hann lauk prófi í læknisfræði árið 1959. Hann vann á ýmsum sjúkrahúsum frá árinu 1960 í Þýskalandi og á Íslandi.

Magnús var héraðslæknir á Eyrarbakka frá 1974-1979 og síðar yfirlæknir á Heilsugæslustöð Selfoss þar sem hann vann lengst af til ársins 1995.

 

Þegar læknisárunum lauk lagði Magnús stund á nám í íslensku í Háskóla Íslands með áherslu á orðabókafræði og lauk BA-námi árið 2005. Samhliða námi vann hann ötullega að hinu mikla og merkilega hugsjónastarfi sínu, orðasöfnun á sviði hestamennskunnar. Hann lauk við verkið „Orðfák“ árið 2010, sem nú er hægt að nálgast á www.snara.is. Háskólinn á Hólum varðveitir öll handrit Magnúsar að þessu verki.

 

Útför Magnúsar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 21. apríl 2017, og hefst athöfnin klukkan 15.

__________________________________________________________________________________________

 

Minningarorð Kristins Hugasonar

 

Látinn er í hárri elli velgjörðarmaður Söguseturs íslenska hestsins, Magnús Sigurðsson læknir, en þann 5. febrúar árið 2010 kom hann heim að Hólum og færði Sögusetrinu að gjöf mikið safn gagna, bóka, blaða og tímarita íslenskra og erlendra o.fl. í sambandi við hesta og hestamennsku.

Hæst bar þó safn orða og orðatiltækja, ýmiskonar málsögulegt efni, bókmennta- og fjölfræðiefni, þýðingu norrænna, enskra og þýskra orða og hugtaka um þetta efni. Fékk safnið heitið Orðfákur en hugsjón Magnúsar var lengi búin að vera sú að efla áhuga á söfnun heimilda, þjóðfræðiefnis, orða o.s.frv. um hesta og hestamennsku til að forða því frá gleymsku.

Til marks um hve skipulega Magnús gekk til verks í þessu hugsjónastarfi sínu er að hann innritaðist að nýju í HÍ, eftir að hafa látið af læknisstörfum en nú í íslensku þar sem hann lauk BA prófi í greininni árið 2005 með áherslu á orðabókafræði. Jafnhliða náminu vann hann af alefli að samantekt Orðfáks.

Sögusetrið lagði fram töluverða vinnu næstu misserin eftir afhendingu gjafarinnar í vinnslu Orðfáks gagnvart opinberri birtingu og gerði í þeim tilgangi samning við Snöru þann 19. janúar 2013 um birtingu hans á netinu.

Sú vinna stóð yfir með nokkrum hléum en þann 23. mars árið 2016 náðist sá mikilvægi áfangi að orðasafnið Orðfákur varð aðgengilegt á vefsvæðinu snara.is og er það vonandi að sem allra flestir unnendur íslenska hestsins og íslenskrar þjóðmenningar njóti Orðfáks vel og minnist um leið eljustarfs þessa velunnara hestsins.

Hafi Magnús Sigurðsson læknir heila þökk fyrir sitt eljustarf og blessuð sé minning hans.

 

Fyrir hönd Söguseturs íslenska hestsins,

Kristinn Hugason,

forstöðumaður.

Morgunblaðið 21. apríl 2017

 Skráð af Menningar-Staður

21.04.2017 07:31

Annette hlaut Verðlaun Jóns Sig­urðsson­ar

 

 

Annette Lassen og Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir sem veitti henni verðlaun­in.

 

Annette hlaut Verðlaun Jóns Sig­urðsson­ar

 

Annette Lassen, rann­sókn­ar­dós­ent í nor­ræn­um bók­mennt­um við Árna­safn og Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla, hlaut Verðlaun Jóns Sig­urðsson­ar 2017. Verðlaun­in voru veitt á hátíð Jóns Sig­urðsson­ar í Jóns­húsi í Kaup­manna­höfn í gær, sum­ar­dag­inn fyrsta.
 

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, for­seti Alþing­is, setti hátíðina og af­henti verðlaun­in. 

Annette hef­ur með kynn­ingu á forn­bók­mennt­un­um haldið ríku­lega á loft fram­lagi Íslands til heims­bók­mennt­anna. Hún hef­ur skipu­lagt fjölda ráðstefna, haldið fyr­ir­lestra, skrifað fjölda greina og kynnt forn­bók­mennt­ir Íslend­inga í fjöl­miðlum. Þá rit­stýrði hún, og þýddi að hluta, hinni dönsku út­gáfu Íslend­inga­sagn­anna og þátta, sem var þjóðar­gjöf Íslend­inga til Dana í tengsl­um við op­in­bera heim­sókn for­seta Íslands til Dan­merk­ur í ár. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

 

________________________________

Um Verðlaun Jóns Sigurðssonar

 

Alþingi veitir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. 

 

Dagskrá hátíðarinnar í gær

  • Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, setur hátíðina.
  • Kórinn Staka flytur íslenska tónlist.
  • Gerður Kristný rithöfunur flytur hátíðarræðu.
  • Kórinn Staka flytur íslenska tónlist.
  • Forseti Alþingis afhendir verðlaun Jóns Sigurðssonar.
  • Kórinn Staka flytur lag í tilefni sumardagsins fyrsta.    

Léttar veitingar að lokinni dagskrá.

Karl M. Kristjánsson, formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, stjórnar dagskrá

 
Skráð af Menningar-Staður

21.04.2017 06:57

Vor í Árborg sett að Stað

 

 

 

Vor í Árborg sett að Stað

 

Hátíðarsetning bæjarhátiðarinnar  -Vor í Árborg- fór fram að Stað á Eyrarbakka sumardaginn fyrsta, í gær.


Bæjarfélagið heiðraði á þessum tímamótum fimm skólastjóra úr sveitarfélögunum sem sameinuðust í Árborg en Selfoss verður 70 ára í haust og Eyrarbakki 120 ára.


Skólastórarnir höfðu allir verið kennarar og skólastjórar á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi. Það var lán samfélagsins að hafa sömu menn áratugum saman í brúnni til að stjórna og koma skólastarfinu af stað.


Mikil ánægja ríkti með þessa ákvörðun Íþrótta- og menningarráðs Árborgar en þau Kjartan Björnsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir bæjarfulltrúar fluttu tölu og afhentu skólastjórunum blómvendi sem þakklætisvott fyrir mikið og óeigingjarnt framlag þeirra til skóla- og menntamála í áratugi.Ásmundur Friðriksson skrifar á Facebook-síðu sinni.


Skráð af Menningar-Staður