Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.04.2019 09:42

Sumarsýning Elfars Guðna

 

 

 

 

Sumarsýning Elfars Guðna

 

 

Listmálarinn Elfar Guðni Þórðarson opnaði „sumarsýningu“ að Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri á skírdag, fimmtudaginn 18. apríl 2019 kl. 14:00.

 

Fjöldi gesta hefur komið á sýninguna fyrstu dagana. Opið verður alla páskadagana kl. 14:00 – 18:00.

 

Síðan verður opið allar helgar (föstu- laugar- og sunnudaga) og aðara helgidaga fram að sjómannadeginum 2. júní 2019.


 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.

21.04.2019 08:18

Í dag er páskadagur. Gleðilega hátíð

 

 

 

 

 Í dag er páskadagur - Gleðilega hátíð

 

 

Myndin við guðspjall páskdags er eftir ítalska málarann Giovanni Bellini (1430-1516). Hún var máluð 1475-1479 fyrir Marino Zorzi kapelluna í Feneyjum. Nú er hún í eigu þýsks listasafns í Berlín – eða frá 1903.

 

Bellini var sonur listmálara og margir slíkir í hans ætt. Trúarlegar myndir voru helsta viðfangsefni hans alla ævi.

 

Kristur er upprisinn, þrjár konur nálgast gröfina, sú hvítklædda er María Magdalena. Tveir hermenn eru furðu lostnir en sá þriðji sefur enn. Einn þeirra er hálfnakinn og gæti verið tákn um endalok hins heiðna heims og upphaf kristni. - Stærð verksins 1.48x1.28, olíuverk.

 

Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. Þá varð landskjálfti mikill því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir. 
En engillinn mælti við konurnar: „Þið skuluð eigi óttast. Ég veit að þið leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: Hann er upp risinn frá dauðum, hann fer á undan ykkur til Galíleu. Þar munuð þið sjá hann. Þetta hef ég sagt ykkur.“ 
Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin. 


Allt í einu kemur Jesús á móti þeim og segir: „Heilar þið!“ En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. Þá segir Jesús við þær: „Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum og systrum[ að halda til Galíleu. Þar munu þau sjá mig.“


-Matteusargðspjall 28.1-10. Í dag er páskadagur. Gleðilega hátíð!
 


Séra Hreinn Hákonarson,

fangaprestur Þjóðkirkjunnar,

skrifar.

 

 

 

Séra Hreinn Hákonarson. Ljósm.: BIB

 Skráð af Menningar-Staður. 

21.04.2019 08:04

60 MANNS Í KIRKJUGÖNGU Í ÖNUNDARFIRÐI

 

 

Gönguhópurinn við kirkjuna í Holti.   Mynd: Fjölnir Ásbjörnsson.

 

 

60 MANNS Í KIRKJUGÖNGU Í ÖNUNDARFIRÐI

 

 

Á föstudeginum langa, var farið í árlega kirkjugöngu í Önundarfirðinum. Kirkjugöngurnar hófust 2005 og er þetta því 15. skiptið.

 

Að sögn séra Fjölnis Ásbjörnssonar var metaðsókn í ár og gengu 60 manns frá Dalskirkju í Valþjófsdal til Holtskirkju. Lesið var úr píslarsögunni bæði í upphafi göngunnar og í lokin.

 

Eftir gönguna var snædd fiskisúpa í Friðarsetrinu í Holti.

 

Sr. Fjölnir sagðist vera mjög ánægður með þátttökuna og kirkjugönguna.

 

 

Göngumenn á leiðinni frá Valþjófsdal inn fjörðinn að Holti.  Mynd: Fjölnir Ásbjörnsson.

Skráð af Menningar-Staður.

20.04.2019 07:20

Eiríkur Runólfsson - Fæddur 17. sept. 1928 - Dáinn 12. apríl 2019 - Minning

 

 
Eiríkur Runólfsson (1928 - 2019).

 

 

Eiríkur Runólfsson - Fæddur  17. sept. 1928

 

- Dáinn 12. apríl 2019 - Minning

 

 

Ei­rík­ur Run­ólfs­son fædd­ist á Fá­skrúðsfirði 17. sept­em­ber 1928. Hann lést af slys­för­um 12. apríl 2019.

 

Hann var son­ur Run­ólfs Guðmunds­son­ar og Em­erentíönu Guðlaug­ar Ei­ríks­dótt­ur. Hann var yngst­ur í röð fimm systkina en þau voru Ragn­ar, Sigrún, Sig­ur­björg og Helga.

 

Ei­rík­ur kvænt­ist 30. des­em­ber 1950 Stef­an­íu Þórðardótt­ur, f. 20.10. 1930, d. 1.12. 2013.

Börn þeirra eru:
Rún­ar, f. 29.11. 1950, maki Auður Hjálm­ars­dótt­ir, Jón Sig­ur­björn, f. 19.1. 1952, maki Þór­dís Þórðardótt­ir, Emma Guðlaug, f. 14.10. 1954, maki Hafþór Gests­son, og Þórður, f. 25.9. 1959, maki Erla Karls­dótt­ir. Barna­börn Ei­ríks og Stef­an­íu eru 12 og barna­barna­börn­in eru 28.

 

Ei­rík­ur vann ýmis störf, svo sem við sjó­mennsku, síma­vinnu og fanga­vörslu auk þess sem hann sinnti ýms­um fé­lags­störf­um. Hann var um ára­bil formaður verka­lýðsfé­lags­ins Bár­unn­ar á Eyr­ar­bakka.

 

Útför Ei­ríks verður gerð frá Eyr­ar­bakka­kirkju í dag, 20. apríl 2019, og hefst at­höfn­in klukk­an 13.

__________________________________________________________________________________________________
Minningarorð Hafþórs Gestssonar.

 

Enn er hoggið í knérunn!

 

Í dag verður bor­inn til graf­ar maður­inn í lífi mínu, Ei­rík­ur Run­ólfs­son. Leiðir okk­ar lágu sam­an fyr­ir rúm­um fimm­tíu árum þegar ég kynnt­ist einka­dótt­ur hans og Stebbu, Emmu. Í þá daga var maður villt­ur og óstýri­lát­ur en það tók þau hjón og Emmu ekki lang­an tíma að koma bönd­um á pilt­inn, siða hann og koma til manns og gera ábyrg­an. Aldrei hefði ég trúað því fyr­ir fram að maður gæti eign­ast í ein­um og sama mann­in­um tengda­föður, föður, já, hann gekk mér í föðurstað og tókst það hlut­verk einkar vel, og minn besta vin, trúnaðar­vin. Ei­rík­ur var fædd­ur á Fá­skrúðsfirði sem var hon­um einkar kær. Rifjaði oft upp bernsku­ár­in, fylgd­ist vel með öllu sem þar fór fram og sagði okk­ur marg­ar sög­ur, allt var best er þaðan kom.

 

Fyr­ir nokkr­um árum fór­um við hjón­in með þeim Ei­ríki og Stebbu aust­ur á Fá­skrúðsfjörð til að taka þátt í frönsk­um dög­um. Ynd­is­legt var að fylgj­ast með gleðinni og fagnaðar­fund­um þegar æsku­vin­ir hitt­ust, ógleym­an­leg ferð.

 

Ei­rík­ur var hóg­vær maður og ávallt til­bú­inn að leiðbeina og hjálpa til. Sam­an eydd­um við löng­um stund­um, bæði í leik og starfi. Ei­rík­ur var vel liðinn í starfi hvar sem hann starfaði. Það þekkti ég af eig­in raun því ég varð þeirr­ar gæfu aðnjót­andi að starfa með hon­um bæði til sjós og lands. Sam­an unn­um við til dæm­is á Litla-Hrauni í hart­nær tvo ára­tugi. Á eng­an er hallað þegar ég segi að fáir ef nokkr­ir starfs­menn hafi náð jafn góðu sam­bandi við fang­ana og var hann sann­ar­lega góð fyr­ir­mynd fyr­ir alla aðra.

 

Barna­börn­in voru í sér­stöku upp­á­haldi hvar hann fylgd­ist vel með þeim öll­um og spurði margs. Ósjald­an birt­ist hann glott­andi með báðar hend­ur í vasa og lét skrjáfa í nammi­pok­an­um sem ætlaður var börn­un­um og þau soguðust að eins og mý á mykju­skán.

 

Ei­rík­ur og Stebba höfðu einkar gam­an af öll­um ferðalög­um, bæði utan og inn­an­lands, nutu þess að skoða, njóta og vera inn­an um fólk. Marg­ar ferðir fór­um við sam­an með tjald­vagn­ana, í sum­ar­bú­staði og til út­landa, allt ógleym­an­leg­ar ferðir, stút­full­ar af góðum minn­ing­um. Vegna veik­inda Stebbu urðu þau hjón að yf­ir­gefa heim­ili sitt að Vest­ur­brún og flytja á dval­ar­heim­ilið að Sól­völl­um. Veik­ind­in ágerðust og ótrú­legt var að fylgj­ast með æðru­leysi og þol­in­mæði Ei­ríks í henn­ar garð. Hann sá um alla hluti, fór með hana í ond­úl­er­ingu og keypti á hana föt svo fátt eitt sé talið. Þann 1. des­em­ber 2013 lést Stebba af slys­för­um, hún féll úr tröpp­um á Sól­völl­um sem varð henn­ar bana­mein. Það má segja að það sé kald­hæðni ör­lag­anna að þann 12. þessa mánaðar biðu Ei­ríks sömu ör­lög er hann féll í sömu tröpp­un­um.

 

Á þess­ari stundu er mér efst í huga ósegj­an­legt þakk­læti fyr­ir að hafa fengið að vera sam­ferða þess­um ein­staka manni, læra af hon­um og deila með hon­um súru og sætu. Öllum aðstand­end­um votta ég mína dýpstu samúð og bið ykk­ur Guðs bless­un­ar.

 

Ei­rík­ur, takk fyr­ir allt.

 

Þinn tengda­son­ur,

 

Hafþór.

 Morgunblaðið laugardagurinn 20. apríl 2019.
Skráð af Menningar-Staður

19.04.2019 18:11

Mykines leggur í Atlandshafið frá Þorlákshöfn

 

 

 

 

Mykines

 

leggur í Atlandshafið

 

frá Þorlákshöfn

19. apríl 2019

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

18.04.2019 20:35

Fjöldi á fyrsta degi Elfars Guðna

 

 

Elfar Guðni Þórðarson við nokkrar myndir á sýningunni.   Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Fjöldi á fyrsta degi Elfars Guðna

 

 

Listmálarinn Elfar Guðni Þórðarson opnaði „sumarsýningu“ að Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri í dag, skírdag, fimmtudaginn 18. apríl 2019 kl. 14:00.

 

Fært var til myndar er fyrstu gestirnir komu á slaginu tvö; þau Jón Gunnlaugsson og Helga Guðrún Guðmundsdóttir.

 

Fjöldi gesta kom á sýninguna í dag sem verður opin alla páskadagana kl. 14:00 – 18:00.

 

Síðan verður opið allar helgar fram að sjómannadeginum 2. júní 2019.


 

 

Elfar Guðni Þórðarson.
.
 

 

F.v.: Jón Gunnlaugsson, Elfar Guðni Þórðarson og Helga Guðrún Guðmundsdóttir.
 
Skráð af Menningar-Staður.

 

18.04.2019 07:16

Sýning Elfars Guðna í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri

 Elfar Guðni Þórðarson.

 

 

Sýning Elfars Guðna

 

 

í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri

 

 

Þér og þínum er boðið á sýningu mína sem opnuð verður á skírdag, 18. apríl 2019, kl.14:00 í Gallery Svartakletti – Menningarverstöðinni, Hafnargötu 9 á Stokkseyri


Sýningin er opin alla páskadagana og þar fyrir utan verður sýningin opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14:00 til 18:00 í apríl og maí, en henni lýkur á sjómannadaginn 2. júní. 2019.


Verið velkomin.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.04.2019 17:30

Sig­urður Ingi sló í gegn

 

 

 

Sig­urður Ingi sló í gegn

 

„Eft­ir­vænt­ing og gleði lá í loft­inu þegar langþráðum áfanga var náð í sam­göngu­bót­um með því að slá í gegn í Dýra­fjarðargöng­um,“ skrif­ar Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra, en í dag var síðasta haftið á milli Dýra­fjarðar og Arn­ar­fjarðar sprengt.

 

„Verkið geng­ur vel og þegar ein­um áfanga er náð þá eykst þrýst­ing­ur á að aðrar sam­göngu­bæt­ur haldi áfram. Veg­ur um Dynj­and­is­heiði er á áætl­un og veg­ur um Gufu­dals­sveit þolir ekki lengri bið,“ seg­ir Sig­urður Ingi enn­frem­ur.

 

Mik­il vinna er eft­ir í göng­un­um sjálf­um. Eft­ir að slegið verður í gegn þarf að ljúka styrk­ing­um og klæða þar sem vatn sæk­ir að. Leggja þarf raf­magn í göng­in og lagn­ir í gólf. Þá þarf að leggja burðarlag og mal­bik. Byrjað er á lagna­vinnu í gólf­inu Arn­ar­fjarðarmeg­in.

 

Áætlað er að göng­in verði opnuð til um­ferðar 1. sept­em­ber á næsta ári.


WWW.mbl.isSkráð af Menningar-Staður

16.04.2019 06:50

Gegnumbrot Dýrafjarðarganga - Viðhafnarsprenging 17. apríl 2019

 

 

 

Gegnumbrot Dýrafjarðarganga -

 

Viðhafnarsprenging 17. apríl 2019

 

Á morgun, hinn 17. apríl 2019,  verður hátíðleg stund í Dýrafjarðargöngunum en þá verður síðasta færan sprengd sem jafnframt verður viðhafnarsprenging. Vel hefur gengið við gangnagröft bæði Arnarfjarðarmegin fyrir áramót og nú eftir áramót Dýrafjarðarmegin. Á föstudaginn 12. apríl var gegnumbrot þar sem mátti sjá í gegn milli gangnahluta. Vegna viðhafnarsprengingarinnar miðvikudaginn 17. apríl býður verktakinn Suðurverk áhugasömum að taka þátt í hátíðarhöldum. Tvær rútur munu ferja fólk frá Ísafirði inn að göngum og aftur til baka eftir dagskrárlok. Hátíðardagskrá: 

12:45 Stór rúta ferjar fólk frá bílastæði við Kjaranstaði og inn á vinnusvæðið. Smárútur verktaka ferja fólk inn í útskot J sem er rúma 800 m inni í göngum. Þaðan mun fólk ganga inn í útskot I sem er um 500m innar. 

14:00 Ávörp

14:15 Karlakórinn Ernir flytur 2-3 lög

14:30 Viðhafnarsprenging. Í kjölfarið gefst fólki kostur á að ganga inn að gegnumbroti.

15:00 Kaffiveitingar í útskoti I þar sem fólki gefst kostur á að næla sér í skrautsteina úr göngunum.

15:30 Smárútur ferja fólk út úr göngum og í stærri rútur

17:00 Síðasti útmokstur verktaka Athugið að mikilvægt er að allir fari eftir merkingum og sýni mikla aðgát því enn er þetta hættulegt vinnusvæði en starfsmenn verktaka munu leiðbeina fólki á svæðinu. Þar sem um er að ræða gegnumbrot þá er æskilegt að minna á að tekið sé mið af aðstæðum við val á skóbúnaði og fatnaði. Einnig skal skýrt tekið fram að því miður er ekki stætt á því að hleypa undir 18 ára inn á vinnusvæðið eins og gefur að skilja. Skráð af Menningar-Staður

15.04.2019 20:10

15. apríl 2019- afmælisdagur Vigdísar Finnbogadóttur

 


Fyrsta embættisverk Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands

var á Hrafnseyri þann 3. ágúst 1980

 

 

15. apríl 2019 -

 

afmælisdagur Vigdísar Finnbogadóttur

 

 

Fjórði forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, er fædd 15. apríl 1930.

 

Vigdís var kjörin forseti 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996.

 

Vigdís varð stúdent árið 1949, stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.

Hún hefur verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við eftirfarandi háskóla: Háskólinn í Grenoble, Frakklandi (1985), Háskólinn í Bordeaux, Frakklandi (1987), Smith College, Bandaríkjunum (1988), Luther College, Bandaríkjunum (1989), Háskólinn í Manitoba, Kanada (1989), Háskólinn í Nottingham, Bretlandi (1990), Háskólinn í Tampere, Finnlandi (1990), Háskólinn í Gautaborg, Svíþjóð (1990), Gashuin háskólinn í Tokyo, Japan (1991), Háskólinn í Miami, Bandaríkjunum (1993), St. Mary´s háskólinn í Halifax, Kanada (1996), Háskólinn í Leeds, Bretlandi (1996), Memorial University, St John, Nýfundnalandi, Kanada (1997) Háskólinn í Guelph, Kanada (1998) og Háskóli Íslands, 2000. 

Hún var blaðafulltrúi Þjóðleikhússins 1954-1957 og aftur 1961-1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962-1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967-1972. Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu. 
Skráð af Menningar-Staður