Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

19.05.2017 15:36

Guðlaug nýr deildarstjóri á Ljósheimum og Fossheimum

 

 

Guðlaug Einarsdóttir.

 

Guðlaug nýr deildarstjóri á Ljósheimum og Fossheimum

 

Guðlaug Einarsdóttir á Eyrarbakka, settur hjúkrunardeildarstjóri, hefur verið ráðin í stöðu hjúkrunardeildarstjóra á hjúkrunardeildum HSU á Selfossi, Ljósheimum og Fossheimum.

Tveir umsækjendur voru um stöðuna.

 

Guðlaug er fædd árið 1969. Hún lauk námi í hjúkrunarfræði frá Hí árið 1994, embættisprófi í ljósmóðurfræði frá H.Í. 1998, MPM námi frá Verkfræðideild H.Í. 2011 og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu árið 2013.

 

Guðlaug hefur viðtæka reynslu en hún hefur starfað við Heilbrigðistofnun Suðurlands sem ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur á BMT, verkefnastjóri og nú síðast sem hjúkrunardeildarstjóri á sameinuðum hjúkrunardeildum. Hún var á árunum 2005-2011 formaður og framkvæmdarstjóri Ljósmæðrafélags Íslands. 
 


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

19.05.2017 11:41

Merkir Íslendingar - Ásgeir Hannes Eiríksson

 

 

Ásgeir Hannes Eiríksson (1947 - 2015).

 

Merkir Íslendingar - Ásgeir Hannes Eiríksson

 

Ásgeir Hann­es Ei­ríks­son fædd­ist í Reykja­vík 19. maí 1947. 

For­eldr­ar hans voru Ei­rík­ur Ket­ils­son stór­kaupmaður og Sig­ríður Ásgeirs­dótt­ir lög­fræðing­ur.

 

Móðir Ei­ríks var Guðrún Ei­ríks­dótt­ir, veit­inga­kona í Reykja­vík og hót­eleig­andi í Hafnar­f­irði, frá Járn­gerðar­stöðum, en Sig­ríður var dótt­ir Ásgeirs Þor­steins­son­ar, efna­verk­fræðings og for­stjóra, og El­ín­ar Jó­hönnu Guðrún­ar, dótt­ur Hann­es­ar Haf­stein, skálds og ráðherra, og k.h., Ragn­heiðar Haf­stein.
 

Syst­ur Ásgeirs Hann­es­ar, sam­feðra: Guðrún Birna og Dag­mar Jó­hanna, en systkini hans, sam­mæðra: Bald­vin Haf­steins­son og Elín Jó­hanna Guðrún Haf­steins­dótt­ir.
 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Ásgeirs Hann­es­ar: Val­gerður Hjart­ar­dótt­ir og börn þeirra: Sig­ríður Elín, Sig­urður Hann­es, og Sigrún Helga.
 

Ásgeir Hann­es lauk prófi við Versl­un­ar­skóla Íslands 1967 og prófi frá Hót­el- og veit­inga­skóla Íslands 1971. Hann stundaði versl­un­ar­störf í Reykja­vík, var aug­lýs­inga­stjóri DB við stofn­un blaðsins og rak m.a. Pylsu­vagn­inn við Lækj­ar­torg.

Ásgeir Hann­es gekk til liðs við Al­bert Guðmunds­son við stofn­un Borg­ara­flokks­ins vorið 1987 og var þingmaður flokks­ins 1989-91.
 

Ásgeir Hann­es var for­seti Sam­bands dýra­vernd­un­ar­fé­laga á Íslandi, sat í stjórn sam­tak­anna Gamli miðbær­inn, var formaður Kara­tefé­lags Reykja­vík­ur, sat í stjórn Vernd­ar, SÁÁ og Krýsu­vík­ur­sam­tak­anna og Fé­lags áhuga­manna um frjáls­an út­varps­rekst­ur. Ásgeir Hann­es skrifaði fjölda dag­blaðsgreina, var rit­stjóri blaða og sendi frá sér bæk­ur, m.a. um gam­an­sög­ur og hnytt­in til­svör eft­ir­minni­legra ein­stak­linga. Hann var vin­sæll og hlý per­sóna, um­hyggju­sam­ur gagn­vart sam­borg­ur­um sem stóðu höll­um fæti, hafði skarp­ar og oft frum­leg­ar skoðanir, var ann­álaður sagnamaður og sjálf­ur hnytt­inn í til­svör­um.
 

Ásgeir Hann­es lést 14. febrúar 2015.

 

Morgunblaðið 19. maí 2017.
 


Skráð af Menningar-Staður

19.05.2017 08:40

Í Beitingaskúrnum á Eyrarbakka 18. maí 2017

 

.

F.v.: Kjartan Þór Helgason og Siggeir Ingólfsson.

.

 

 

Í Beitingaskúrnum á Eyrarbakka 18. maí 2017
 

Fleiri myndir síðar.

 

.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.

.

.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.

.

.

.
F.v.: Ragnar Emilsson, Ólafur Ragnarsson, Ástrós Werner Guðmundsdóttir, Rúnar Eiríksson

og Linda Ásdísardóttir. 
.

.
Björn Ingi Bjarnason beitir.
.
 

F.v.: Ólafur Ragnarsson, Siggeir Ingólfsson, séra Úlfar Guðmundsson og Kristján Runólfsson.

 


Skráð af Menningar-Staður

18.05.2017 05:57

18. maí 2017 - Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi

 


Við Húsið á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

18. maí 2017 - Alþjóðlegi safnadagurinn á Íslandi

 

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag,  18. maí 2017 og munu söfn víðsvegar um landið bjóða upp á sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Markmið alþjóðlega safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum. Yfirskriftin fyrir árið 2017 er:
Söfn og umdeild saga: Að segja það sem ekki má segja í söfnum.

 

Dagskráin á Íslandi

 

Sýnileiki á samfélagsmiðlum

Í tilefni af safnadeginum verður mikil virkni á samfélagsmiðlum þar sem söfn sýna frá starfi sínu og dagskrá. Safnasnappið mun sýna frá safnastarfi og myndir frá deginum og aðdraganda hans verða merktar með myllumerkinu #safnadagurinn á instagram og facebook.

 

Söfn um allan heim

 

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum. Söfn um allan heim skipuleggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert öll árin síðan 1977.

 

 

Í Beitingaskúrnum á Eyrarbakka. Ljósm.: Linda Ásdísardóttir.
 


Skráð af Menningar-Staður

17.05.2017 19:47

Atvinnulífsmyndir hjá -Vinum alþýðunnar-

 


F.v.: Jóhann Jóhannsson, Óskar Magnússon og Siggeir Ingólfsson.
 

 

Atvinnulífsmyndir hjá  -Vinum alþýðunnar-

 

Eins og fram hefur komið hér á Menningar-Stað var í morgun, miðvikudaginn 17. maí 2017, var sérstakur myndadagur hjá  -Vinum alþýðunnar-  í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Skoðaðar og greindar voru gamlar myndir frá Eyrarbakka og sagan í spjalli.

 


Hér fyrir néðan má sjá þrjár af þeim myndum sem voru til umfjöllunar í morgun.

Þær eru nær því 100 ára og teknar framan við "Beitingaskúrinn" en hann er nú í vörslu Byggðasafns Árnesinga.

 

Á morgun, fimmtudaginn 18. maí kl. 17:00 - 19:00, á -Alþjóða safnadeginum- verður samkoma í og við "Beitingaskúrina"

 

Allir velkomnir.

 

.

.

.
.


Og svo er það nútíminn.Skráð af Menningar-Staður

  

17.05.2017 17:41

Merkir Íslendingar - Bjarni Pálsson

 


Nes­stofa á Seltjarnarnesi.

- Fyrsta lækna­set­ur og lyfja­búð lands­ins.

 

Merkir Íslendingar - Bjarni Pálsson

 

Bjarni Páls­son land­lækn­ir fædd­ist á Ups­um á Upsa­strönd 17. maí 1719, son­ur Páls Bjarna­son­ar, prests á Ups­um, og k.h., Sig­ríðar Ásmunds­dótt­ur hús­freyju.
 

Eig­in­kona Bjarna var Rann­veig, dótt­ir Skúla Magnús­son­ar, land­fógeta við Viðey, og k.h., Stein­unn­ar Björns­dótt­ur Thorlacius.

Meðal barna Bjarna og Rann­veig­ar voru Stein­unn, hús­freyja á Hlíðar­enda, kona Vig­fús­ar Þór­ar­ins­son­ar sýslu­manns og móðir Bjarna Thor­ar­en­sen, skálds og amt­manns; Skúli lyfja­fræðinemi sem tal­inn er hafa lát­ist í Kína; Eggert, prest­ur í Staf­holti, og Þór­unn, kona Sveins Páls­son­ar, nátt­úru­fræðings og héraðslækn­is.
 

Bjarni út­skrifaðist úr Hóla­skóla 1945, lagði síðan stund á nátt­úru­fræði og lækn­is­fræði við Hafn­ar­há­skóla, lauk bacc.phil.-prófi 1748 og ex.med.-prófi „með efsta æru­titli“ 1759.
 

Bjarni fékk rann­sókn­ar­styrk, ásamt Eggerti Ólfas­syni, til að fara um Ísland og taka sam­an skýrslu um jarðir og lands­hagi hér á landi og er Ferðabók Eggerts Ólafs­son­ar og Bjarna Páls­son­ar afrakst­ur þeirra ferða 1752-57.

Bjarni var skipaður fyrsti land­lækn­ir Íslands árið 1760, sat á Bessa­stöðum til 1763 en síðan í Nesi á Seltjarn­ar­nesi. Hann var í Kaup­manna­höfn vet­ur­inn 1665-66 við und­ir­bún­ing lækna­skip­un­ar hér, en hann lét sér ein­mitt mjög annt um skip­an þeirra mála, koma á skip­an fjórðungs­lækna á Íslandi, hafði for­göngu um fyrstu lyf­söl­una hér og skip­an fyrsta lyfsal­ans og fékk til lands­ins fyrstu lærðu ljós­móður­ina.
 

Bjarni hafði lækna­nema alla tíð og kenndi alls 13 lækna­nem­um, rak sjúkra­vist í þar til gerðu bæj­ar­hús­in í Nesi og var for­stöðumaður lyfja­búðar þar uns fyrsti lyfsal­inn kom til lands­ins 1772.
 

Bjarni ritaði m.a. rit um Varn­ir gegn fjár­kláða og bólu­sótt og var mik­ill áhugamaður um nátt­úru­fræði.
 

Bjarni lést 8. september 1779.

 

Morgunblaðið 17. maí 2017.


Skráð af Menningar-Staður

17.05.2017 10:39

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 17. maí 2017

 

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson og Óskar Magnússon.

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 17. maí 2017


Í morgun, miðvikudaginn 17. maí 2017, var sérstakur myndadagur hjá  -Vinum alþýðunnar-  í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Skoðaðar og greindar voru gamlar myndir frá Eyrarbakka og sagan í spjalli.


Menningar-Staður færði til myndar.


 

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson og Óskar Magnússon.

.

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson, Óskar Magnússon og Siggeir Ingólfsson.

.

 

F.v.: Jón Gunnar Gíslason og Sigurður Egilsson.

.

 

F.v.: Rúnar Eiríksson, Siggeir Ingólfsson, Jón Gunnar Gíslason, Sigurður Egilsson,

Jóhann Jóhannsson og Óskar Magnússon.

.


F.v.: Rúnar Eiríksson, Siggeir Ingólfsson, Jón Gunnar Gíslason og Sigurður Egilsson.
 


Skráð af Menningar-Staður  

16.05.2017 18:52

Safnadagurinn 18. maí 2017 - Myntsýning og Beitingaskúrinn

 


Við Húsið á Eyrarbakka.

 

Safnadagurinn 18. maí 2017 - 

Myntsýning og Beitingaskúrinn

 

Í tilefni af Íslenska safnadeginum fimmtudaginn 18. maí 2017 býður Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka gestum uppá hádegisleiðsögn.

Síðdegis verður Beitingaskúrinn opinn þar sem sýnd verða handbrögðin við beitingu.

 

Hádegisleiðsögnin verður í Húsinu í umsjón Þorsteins Tryggva Mássonar héraðsskjalavarðar á sýninguna -Á því herrans ári- og hefst kl. 12.00.

Á sýningunni sem er samstarfsverkefni safnsins og Héraðsskjalasafns Árnesinga er varpað nýju ljósi á myntsafn Helga Ívarssonar frá Hólum.

 

Aðgangur ókeypis á leiðsögn.

---------------------------------------------

 

Í Beitingaskúrnum við sjógarðinn verður beitt í bala frá 17.00 – 19.00.

 

Þá gefst gestum bæði færi á að sjá vana menn þá Siggeir Ingólfsson og Björn Inga  Bjarnason að störfum sem og skoða sjálfan skúrinn.

 

Léttar veitingar  í boði og aðgangur ókeypis.

 

 

Í Beitingaskúrnum. F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Siggeir Ingólfsson.
 Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka.


Skráð af Menningar-Staður

16.05.2017 09:57

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 16. maí 2017

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Sigurður Egilsson, Ragnar Emilsson,

Jóhann Jóhannsson, Bjarnfinnur Hjaltason og Ingólfur Hjálmarsson. 
 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 16. maí 2017

 

Glatt var á hjalla í morgun, þriðjudaginn 16. maí 2017,  í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka hjá  -Vinum alþýðunnar-  á hefðbundnum morgunfundi.

Sérstakir gestir komnir úr Reykjavík með ilmandi bakkelsi voru Eyrbekkingarnir brottfluttu; Bjarnfinnur Hjaltason og Guðmundur Ingi Guðmundsson.

Þeim var vel fagnað og horfðu þeir yfir götuna við Alþýðuhúsið Stað til sinnu gömlu heimila á Eyrarbakka.
 


Takk fyrir komuna.
 


Menningar-Staður færði til myndar.   

 

.

F.v.: Guðmundur Ingi Guðmundsson, Sigurður Egilsson, Haukur Jónsson, Ragnar Emilsson

og Jóhann Jóhannsson.

.


F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson og Bjarnfinnur Hjaltason.
 

 

F.v.: Guðmundur Ingi Guðmundsson, Guðmundur Sæmundsson og Bjarnfinnur Hjaltason.
.

 

F.v.: Ragnar Emilsson Jóhann Jóhansson, Guðmundur Ingi Guðmundsson,

Guðmundur Sæmundsson og Bjarnfinnur Hjaltason.

 

 

F.v.: Sigurður Egilsson, Siggeir Ingólfsson, Haukur Jónsson, Ragnar Emilsson,

Jóhann Jóhannsson, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Guðmundur Sæmundsson

og Bjarnfinnur Hjaltason. 

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Rúnar Eiríksson og Sigurður Egilsson.

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

16.05.2017 07:44

160 milljónir í átak í landvörslu í sumar

 

 

Frá aðalfundi Landvarðafélagsins í vor.

F.v.: Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Júlía Björnsdóttir, landvörður.

 

160 milljónir í átak í landvörslu í sumar

 

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra að ráðast í átak í landvörslu í sumar. Verður 160 milljónum veitt aukalega til landvörslu á stöðum í náttúru Íslands sem fjölsóttir eru af ferðamönnum. Um er að ræða 70% aukningu landvarðavikna sem ráðið er í til skemmri tíma.
 

Aukin landvarsla og umsjón með viðkvæmum svæðum er að mati ráðuneytisins ein skilvirkasta leiðin til að vernda náttúru Íslands nú þegar stefnir í metár í heimsókn ferðamanna til landsins. Viðvera landvarða er einnig öryggismál og er ekki síst mikilvæg á þeim svæðum sem enn vantar upp á að innviðir séu fullnægjandi.
 

Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður munu hafa umsjón með verkefninu sem beinist m.a. að lengingu viðveru landvarða nú í vor og haust í samræmi við lengingu ferðamannatímabilsins. 


Stjórnarráðið greinir frá.Skráð af Menningar-Staður