Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

20.04.2017 06:38

Vor í Árborg - Gleðilegt sumar

 

.

 

 

Vor í Árborg - Gleðilegt sumar

 

.Skráð af Menningar-Staður

20.04.2017 06:24

Upplestur og myndlist í bókasafninu á Selfossi

 


Heiða mætir í bókasafnið ásamt Steinunni Sigurðardóttur.

 

Upplestur og myndlist í bókasafninu á Selfossi

 

Það verður líf og fjör á bókasafninu á Selfossi í dag,  á sumardaginn fyrsta.

Þær Steinunn Sigurðardóttir og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir munu mæta á svæðið klukkan 13:00 og spjalla um tilurð bókarinnar „Heiða: fjalldalabóndinn“ og lesa úr kaflanum um vorið.

Siggi Jóns opnar sýningu sína Vinnugleði í Listagjánni klukkan tólf á hádegi þennan sama dag. Sigurður Jónsson er fæddur 1948 og er Selfyssingum að góðu kunnur. Hann  fór að mála eftir mikið áfall sem hann varð fyrir í lok árs 2007 þegar hann lamaðist hægra megin í líkamanum.

Hann málar með vinstri hendi en var rétthentur fyrir áfallið. Sigurður byrjaði að mála á steina en í dag málar hann einnig á striga.
 

 

.
Steinunn Sigurðardóttir.
,
 

 

Gleðilegt sumar.

19.04.2017 07:27

Sesselja Ásta Erlendsdóttir - Fædd 28. sept. 1921 - Dáin 2. apríl 2017 - Minning

 

Sesselja Ásta Erlendsdóttir (1921 - 2017)

 

Sesselja Ásta Erlendsdóttir - Fædd 28. sept. 1921

- Dáin 2. apríl 2017 - Minning
 

Sesselja Ásta Erlendsdóttir fæddist í Reykjavík 28. september 1921. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Selfossi 2. apríl 2017.

Foreldrar hennar voru Erlendur Jónsson, skipstjóri á Stokkseyri, og Vigdís Guðmundsdóttir húsmóðir. Systkini hennar eru Guðbjörg sem er látin, eftirlifandi er Jón.

Þann 31. mars 1945 giftist hún Hirti Leó Jónssyni, Hjörtur Leó fæddist á Kambi í Deildardal í Skagafirði 26. maí 1918, hann lést 24. apríl 2007. Foreldrar hans voru Hólmfríður Rannveig Þorgilsdóttir og Jón Halldór Árnason, bændur á Kambi.

Börn Hjartar og Ástu eru:
1) Jón Erlendur, f. 8. mars 1946, d. 16. ágúst 2001,

2) Vigdís, f. 2. mars 1951, gift Þórði Grétari Árnasyni, f. 26. mars 1950. Börn þeirra eru: a) Þórdís Erla, börn hennar og Guðjóns Ægis Sigurjónssonar sem er látinn eru: Hjörtur Leó og Harpa Hlíf. Sambýlismaður Þórdísar eru Sigurlaugur Birgir Ólafsson. b) Árni Leó, hann á Vigdísi Höllu.

3) Hreinn, f. 13. mars 1956, kvæntur Iðunni Ásu Hilmarsdóttur, f. 22. maí 1961. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Ásta Huld, dóttir hennar er Iðunn Gígja sambýlismaður Ástu Huldar er Trausti Einarsson. b) Hjördís Gígja, sambýlismaður hennar er Arnór Brynjarsson, börn þeirra eru Emil Gauti og Sunneva Ýr. c) Hreinn Orri.

 

Á sínum bernskuárum bjó Ásta með fjölskyldu sinni í Gaulverjabæ og gekk í barnaskóla þar. Hún fór í Húsmæðraskólann á Hverbökkum. Hún og eiginmaður hennar bjuggu ásamt börnum sínum lengst af á Eyrarbakka. Meðfram húsmóðurstörfum sem hún sinnti af mikilli kostgæfni tók hún þátt í kartöflu- og jarðrækt sem þau hjónin voru með, þá vann hún einnig í frystihúsinu. Þau hjón áttu um tíma bústað í Skagafirði, voru þar í skógrækt og nutu góðra stunda.

 

Útför Sesselju Ástu verður gerð frá Selfosskirkju í gær, 18. apríl 2017

__________________________________________________________________________

 

Minningarorð Þórðar Grétars Árnasonar
 

Fallin er nú frá tengdamóðir mín, Sesselja Ásta Erlendsdóttir, á 96. aldursári.

Mín fyrstu kynni af Ástu, eins og hún var jafnan nefnd, voru árið 1969 er ég kynntist dóttur hennar sem síðar varð eiginkona mín. Ásta tók mér vel er ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra hjóna Ástu og Hjartar. Gjarnan voru þessar fyrstu heimsóknir eftir böll og var maður ekki alltaf rishár þegar kallað var í sunnudagssteikina og graut á eftir. Ásta gaf sér varla tíma til að borða sjálf því hún var að passa upp á að allir fengju nóg. Hún var þessi dæmigerða húsmóðir af gamla skólanum sem því miður eru að tína tölunni. Ekki leið á löngu eftir að við Vigdís fórum að vera saman, þar til bankaði ungur piltur upp í Káragerði og vildi hafa tal af Ástu, og erindið var að hann vildi vara hana við að dóttirin væri farin að vera með strák frá Stokkseyri, sem væntanlega þætti ekki gott.

Ásta var sannarlega húsmóðir af gamla skólanum því hún var alltaf fyrst fram á morgnana og var búin að hella á kaffi og smyrja þegar aðrir komu fram og gjarnan var hún síðust í háttinn.

Fyrst í stað bjuggum við Vigdís heima í Káragerði. Ég vann á Selfossi og passaði tengdamóðir mín vel upp á að nesta tengdasoninn. Ásta var fróð og minnug og fylgdist vel með öllum í fjölskyldunni og öðrum sem hún þekkti. Hún var afar orðvör og fann að, ef henni líkaði ekki eitthvað sem sagt var.

Þau Ásta og Hjörtur eignuðust sumarhús norður í Skagafirði og nutu þau þess að dvelja þar. Oft fórum við norður að heimsækja þau þar, þó ekki væri nema um helgi.

Eftir að hafa búið á Eyrarbakka í 49 ár fluttust þau á Selfoss og varð það til þess að enn oftar var litið inn til þeirra. Ásta var afar trygg og hjálpsöm og nutum við þess hjónin er okkur vantaði barnapíu eða eitthvað annað og var það alltaf sjálfsagt.

Eftir 47 ára samfylgd er margs að minnast en fyrst og fremst minnist ég hversu trygg og traust hún var og hvað hún reyndist mér vel.

 

Takk fyrir samfylgdina, Ásta. Þinn tengdasonur,
 

Þórður Grétar Árnason.

Morgunblaðið 18. apríl 2017Skráð af Menningar-Staður

19.04.2017 06:51

Vor í Árborg 20.-23. apríl - dagskráin komin á netið

 

 

 

 Vor í Árborg 20.-23. apríl

– dagskráin komin á netið

 

Hátíðardagskrá fyrir Vor í Árborg er nú aðgengileg hérna á heimasíðunni. Dagskráin er fjölbreytt að vanda enda fjölmargar sýningar, tónleikar og opin hús þessa fjóra daga sem hátíðin stendur yfir.

 

Opnunarhátíð Vors í Árborg fer fram fim. 20. apríl kl. 17:00 á Stað á Eyrarbakka þar sem Örlygur Ben ásamt hljómsveit spila, afhentar verða heiðursviðurkenningar og ungir listamenn sýna.

 

Kvartett Kristjönu Stefáns spilar í Tryggvaskála á föstudagskvöldinu kl. 20:00 og á laugardeginum spilar Þorvaldur Halldórsson og Karítas Harpa í Stokkseyrarkirkju kl. 17:00. Björgvin Halldórsson flytur svo sín bestu lög í Hvíta Húsinu á laugardagskvöldinu.

 

Stimpilleikurinn „Gaman Saman“ verður í gangi alla helgina og geta börnin fengið stimpil í vegabréfið á ákveðnum viðburðum. Síðan er hægt að skila inn vegabréfinu og eiga möguleika á veglegum verðlaunum.  

 

Dagskrá Vors í Árborg er hægt að sjá hérna að neðan:

Vor í Árborg – dagskrá 2017

Af www.arborg.is


 

 


 
Skráð af Menningar-Staður


 

19.04.2017 06:27

Móðurminning Kristjáns Runólfssonar

 

 

Sesselja Ásta Erlendsdóttir.

 

Móðurminning Kristjáns Runólfssonar
 

 

Í gær var til grafar borin Sesselja Ásta Erlendsdóttir frá Káragerði.


Hef þekkt hana í um 50 ár og á bara góðar minningar um hana.


Hún var yndisleg kona, og var mér sem önnur móðir.


Set ég því hér kvæðið mitt "Móðurminning" til minningar um hana.

 

Sáran söknuð finn,
sorg í hjarta ber,
létt ei lífið er,
laugast tári kinn.
Finn ei faðmlag þitt,
framar lífs á slóð,
þjáðum varst þú góð,
þú varst skjólið mitt.

 

Elsku móðir mín,
mér þú varst svo kær,
líkt og lindin tær,
ljúf var ásýnd þín.
Bak við himins hlið,
heilsar englaval,
Guðs í sælum sal,
seinna hittumst við.


Kristján Runólfsson.

 Skráð af Menninagr-Staður


 

18.04.2017 06:44

Vantar strafskraft í Bakkann

 

 

 

 

Vantar strafskraft í Bakkann

 


 


Eggert Valur Guðmundsson og Eygló Har Sigríðardóttir,

verslunarmenn í Bakkanum á Eyrarbakka.

Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl
 

 


Skráð af Menningar-Staður


 

17.04.2017 10:28

Páskaguðsþjónusta á Litla-Hrauni

 F.v.: Hjalti Jón Sverrisson og séra Hreinn S. Hákonarson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Páskaguðsþjónusta á Litla-Hrauni


Páskaguðsþjónusta var í Íþróttahúsinu á Litla-Hrauni í gær páskadag, 16. apríl 2016 kl. 16.

Tónlistarmaðurinn Hjlati Jón Sverrisson lék á gítar og leiddi söng.

Prestur var séra Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur þjóðkirkjunnar.


 

 Skráð af Menningar-Staður.

17.04.2017 09:42

Merkir Íslendingar - Gylfi Gröndal

 

 

Gylfi Gröndal (1936 - 2006).Merkir Íslendingar - Gylfi Gröndal

 

Gylfi fæddist í Reykjavík 17. apríl 1936. Foreldrar hans voru Sigurður B. Gröndal, veitingamaður og rithöfundur, og Mikkelína Sveinsdóttir Gröndal húsfreyja frá Hvilft í Önundarfirði. Systir Mikkelínu var Áslaug kona Sigurðar Þórðarsonar tónskálds sem fæddur var að Gerðhömrum í Dýrafirði. 


Meðal systkina Gylfa eru Benedikt, fyrrv. forsætisráðherra, Halldór, fyrrv. sóknarprestur, og Ragnar Þórir, framkvæmdastjóri.


Gylfi var kvæntur Þórönnu Tómasdóttur Gröndal, íslenskufræðingi og framhaldsskólakennara og eignuðust þau fjögur börn.


Gylfi lauk stúdentsprófi frá MR 1957 og stundaði nám í íslenskum fræðum við HÍ. Hann starfaði við blaðamennsku í rúm þrjátíu ár, lengst af ritstjóri og sinnti ritstörfum. Gylfi átti ljóð í Ljóðum ungra skálda sem Magnús Ásgeirsson gaf út og Árbók skálda sem Kristján Karlsson annaðist. Hann gaf út alls sjö ljóðabækur og ljóð eftir hann hafa verið valin í kvæðasöfn. Ljóðabækur hans: Náttfiðrildi; Draumljóð um vetur; Döggslóð; Hernámsljóð; Eilíft andartak; Undir hælinn lagt, og Eitt vor enn?


Gylfi skrifaði 30 ævisögur og viðtalsbækur. Sjö af bókum hans fjalla um ævi kvenna, ekki síst þeirra sem voru á undan samtíð sinni í jafnréttismálum, eins og Ástu Árnadóttur málara, Helgu M. Níelsdóttur ljósmóður og Jóhönnu Egilsdóttur verkalýðsforingja. Hann ritaði sögu þriggja fyrstu forseta lýðveldisins, Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns auk fjölda annarra merkra Íslendinga.


Gylfi var virkur í Rótarýklúbbi Kópavogs um árabil og forseti klúbbsins 2005-2006. Hann átti sæti í stjórn Bókasafns Kópavogs 1978-86 og Héraðsskjalasafns Kópavogs 2001-2005.
 

Gylfi var m.a. tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2001 fyrir bók sína um Stein Steinar, kjörinn eldhugi Rótarýklúbbs Kópavogs 2001, valinn heiðurslistamaður Kópavogs 2003 og hlaut Steininn, viðurkenningu Ritlistarhóps Kópavogs, árið 2005.
 

Gylfi lést 29. október 2006.

 

Morgunblaðið.Skráð af Menningar-Staður

15.04.2017 21:17

Eyrarbakkaprestakall á páskadag - 16. apríl 2017

 

 

 

Eyrarbakkaprestakall á páskadag - 16. apríl 2017
 

 

Komum saman á gleðilegum páskum í Eyrarbakkaprestakalli.

 

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis í Eyrarbakkakirkju og hátíðarguðsþjónusta kl. 11 í Stokkseyrarkirkju á páskadagsmorgni, 16. apríl.

 

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Gaulverjabæjarkirkju annan dag páska 17. apríl með skírnum og barnastund.


Eyrarbakkaprestakall.

 


Gleðilega páska.
 Skráð af Menningar-Staður

15.04.2017 20:31

15. apríl 2017- afmælisdagur Vigdísar Finnbogadóttur

 

 

Fyrsta embættisverk Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands var á Hrafnseyri

þann 3. ágúst 1980. Ljósm.: BIB

 

15. apríl 2017

- afmælisdagur Vigdísar Finnbogadóttur

 

Fjórði forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, er fædd 15. apríl 1930.

 

Vigdís var kjörin forseti 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996.

 

Vigdís varð stúdent árið 1949, stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.

Hún hefur verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við eftirfarandi háskóla: Háskólinn í Grenoble, Frakklandi (1985), Háskólinn í Bordeaux, Frakklandi (1987), Smith College, Bandaríkjunum (1988), Luther College, Bandaríkjunum (1989), Háskólinn í Manitoba, Kanada (1989), Háskólinn í Nottingham, Bretlandi (1990), Háskólinn í Tampere, Finnlandi (1990), Háskólinn í Gautaborg, Svíþjóð (1990), Gashuin háskólinn í Tokyo, Japan (1991), Háskólinn í Miami, Bandaríkjunum (1993), St. Mary´s háskólinn í Halifax, Kanada (1996), Háskólinn í Leeds, Bretlandi (1996), Memorial University, St John, Nýfundnalandi, Kanada (1997) Háskólinn í Guelph, Kanada (1998) og Háskóli Íslands, 2000. 

Hún var blaðafulltrúi Þjóðleikhússins 1954-1957 og aftur 1961-1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962-1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967-1972. Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu. 


 

.

.

.

.Skráð af Menninfgar-Staður