Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

14.04.2017 06:18

Tímamótamáltíð á skírdegi

 

 

 

Tímamótamáltíð á skírdegi

 

Siggeir Ingólfsson, Yfir-strandvörður og Staðarhaldari á Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka hefur marga fjöruna sopið í meðferð og nytjum á sjávarfangi.

Það bar til í gær, á skírdegi 13. apríl 2017, að aukið var við reynsluheima  Siggeirs þegar honum var boðið til máltíðar þar sem eldaður hafði verið steiktur rauðmagi.  Hann eins og fleiri Sunnlendingar þekkja bara „vorboðann rauða  -rauðmaga“ sem soðinn á borð borið.

Vestfirðingar þekkja allir að steikja rauðmagann og borða þannig,  að ekki sé talað um reyktan rauðmaga sem er sælgæti á brauð.

Siggeir Ingólfsson var sérlaga ánægður með þessa skírdagsmáltíð sem honum var boðið í að Ránargrund á Eyrarbakka. Stefnumótun fór í ferli til frekari kynningar á þessari vestfirsku matarmenningu til Sunnlendinga.Hér er óður til rauðmagans eftir Guðmund Inga Kristjánsson (1907 – 2002) skáld á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði.

Rauðmagi sem reyktur er

ríkulega kosti ber.
Vel  í  munni  fitan fer
fiskibragðið líkar mér.


 

.

.

.
Siggeir Ingólfsson og steiktur rauðmagi. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.
Skráð af Menningar-Staður

13.04.2017 17:27

Vesturbúðin á Eyrarbakka flutt á sinn stað

 

 

 

Vesturbúðin á Eyrarbakka flutt á sinn stað

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, og Guðmundur Sæmundsson í  „Vinum alþýðunnar“  - fluttu í morgun líkanið glæsilega af Vesturbúðinni til sumarsetu vestan við Stað.

 

Þar hefur Vesturbúðin staðið um aldir; í fyrstu sem ein veglegustu verslunarhús landsins og nú síðustu árin sem vandað líkan og minnisvarði hinnar glæstu verslunartíma á Eyrarbakka.

 

Menningar-Staður færði til myndar opg er albúm komið hér á Menningar-Stað.

 

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282536/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

13.04.2017 16:59

Eldri borgara í sveitarstjórnir

 

 

Sigurður Jónsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

 

 

Eldri borgara í sveitarstjórnir

 

 

Eldri borgarar landsins eru stór hópur kjósenda á Íslandi og fer fjölgandi. Mörgum í þessum hópi finnst vanta þónokkuð upp á að nægjanlegt tillit sé tekið til þessa stóra hóps. Auðvitað eru kjör eldri borgara misjöfn, en það er verulega stór hópur sem hefur það ekki gott fjárhagslega.

Eldri borgarar þurfa að láta mun meira í sér heyra. Það eru fjölmörg baráttumál sem við eldri borgarar þurfum að berjast fyrir. Landsfundur eldri borgara verður 23. og 24. maí nk., þar verður stefnan mörkuð til næstu tveggja ára.

Að undanförnu hafa Öldungaráð verið stofnuð í mörgum sveitarfélögum. Þau eru skipuð fulltrúum félaga eldri borgara ásamt fulltrúum, sem valdir eru af sveitarstjórnum. Öldungaráð eru til ráðgjafar sveitarstjórnarfólki um hagsmunamál eldri borgara. Vissulega gott og þarft framtak, en er það nóg?

 

Kjósum okkar fulltrúa í sveitarstjórnir

Við þurfum að láta mun meira að okkur kveða í réttindabaráttu okkar eldri borgara. Það verður best gert með því að komast til beinna áhrifa í sveitarstjórnum og á vettvangi Alþingis.

Nú er aðeins rúmt ár þar til gengið verður að kjörborðinu til að velja fulltrúa í sveitarstjórnir landsins. Það á að vera okkar næsti áfangi til að við eldri borgarar höfum vettvang til beita okkur við að hafa áhrif á okkar nærumhverfi. Ég er ekki að tala um sérframboð eldri borgara, heldur verðum við að berjast til að koma okkar fólki í eitt eða fleiri af efstu sætunum á þeim lista sem við teljum okkur eiga samleið með.

Það er góð byrjun að leita eftir áhrifum í sveitarstjórnum. Það er væntanlega lengra í alþingiskosningar, en við eigum einnig að setja stefnuna á að ná árangri á þeim vettvangi.

Við eldri borgarar náum ekki árangri nema við berjumst sjálf fyrir úrbótum á stöðu okkar í samfélaginu.

 

Eftir Sigurð Jónsson

Höfundur er formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

 

Morgunblaðið 13. apríl 2017.


Skráð af Menningar-Staður

13.04.2017 16:38

Rán um hábjartan dag

 

 

Torfi H. Tulinius - prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands.

 

Rán um hábjartan dag

 

Ríkisstjórn Bjartrar framtíðar og ríku frændanna boðar fimm ára áætlun í fjármálum ríkisins sem gengur í berhögg við fyrri yfirlýsingar um endurreisn heilbrigðiskerfis og sókn í menntamálum. Það á ekki að bæta úr rekstrarvanda sjúkrastofnana. Menntakerfið mun búa við skort. Kjör öryrkja verða áfram til skammar og ólíðandi fátækt látin viðgangast í landinu. Þessi áætlun svíkur því flest loforð sem flokkarnir þrír gáfu fyrir kosningar. Í raun réttri er hún lítt dulbúin áform um stórfelldan þjófnað, því með henni á að láta þjóðarauðinn renna að mestu til fámennrar auðstéttar. 

Um samfélagið flæða nú peningar sem verða til í krafti vinnu almennings, auðlinda í eigu þjóðarinnar og erlendra gesta sem vilja njóta landsins fagra sem við tókum í arf. Arðurinn hafnar að mestu í vösum ríka fólksins, vegna þess að við búum ekki við skattkerfi í líkingu við hin norrænu ríkin, með hæfilegum auðlindagjöldum, fjármagns- og hátekjusköttum og eðlilegri endurdreifingu verðmæta í gegnum menntun, velferð og heilbrigðisþjónustu. 

Mikill hagvöxtur sem nú setur svip á þjóðlífið fer því mest í að efla sjóði auðmanna fremur en hlúa að ungu kynslóðinni, öldruðum og öryrkjum um leið og búið er í haginn fyrir framtíðina með menntun, rannsóknum og nýsköpun. Ríka fólkið skapaði ekki þennan auð en hirðir stærstan hluta hans. 

Úrelt hagfræði og hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar réttlæta ránið. Svo er talað um aðhald gegn þenslu. Gegn ofhitnun hagkerfisins væri nær að beita skattkerfinu fremur en að skera niður til velferðar-, heilbrigðis- og menntamála. Fjármálaáætlun ríku frændanna er fyrirætlun um arðrán og misskiptingu. Auðmenn geta vel við unað, því þeir eiga sér trygga framtíð í þjóðarauðnum sem þeir hafa sölsað undir sig; og ef hann bregst, í leynireikningum erlendis. Þeim er líka alveg sama um þig, lesandi góður, um börn þín og framtíð þeirra. Það er sorglegt að þingmenn Bjartrar framtíðar og aðrir í meirihlutanum skuli styðja áætlun sem er bæði siðlaus og andstæð þjóðarhag.

 


Torfi H. Tulinius prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ.

 

Fréttablaðið 12. apríl 2017.


Skráð af Menningar-Staður

13.04.2017 13:16

13. apríl 1844 - Jón Sigurðsson kosinn á Alþingi

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

13. apríl 1844 - Jón Sigurðsson kosinn á Alþingi

 

Jón Sigurðsson var kosinn á þing í fyrsta sinn, á kjörfundi sem haldinn var í kirkjunni á Ísafirði þann 13. apríl 1844.
Hann hlaut 50 atkvæði af 52 sem er 96.2%.

Alþingi kom saman 1. júlí 1845 og var Jón yngstur þingmanna, 34 ára. Hann sat á þingi til 1879 og var oft þingforseti.


Varaþingmaður Jón Sigurðssonar í kosningunum 1844 var kosinn Magnús Einarsson á Hvilft í Önundarfirði. Hann var helsti stuðningsmaður Jóns vestra og í raun fyrsti önfirski kosningasmalinn sem sögur fara af og sýndi með kjöri Jóns mikilvægi kosningasmalanna. Jón  Sigurðsson hafði búið í Kaupmannahöfn í rúman áratug þegar hann bauð sig fram til Alþingis og hafði ekki tök á kosningavinnu á vettvangi í Vestur-Ísafjarðarsýslu. 
 

Önfirðingar hafa margir fetað í fótspor Magnúsar Einarssonar sem dugmiklir kosningasmalar allt til þessa dags.


Foreldrar Jón Sigirðssonar voru Þórdís Jónsdóttir, prestsdóttir frá Holti í Önundarfirði og séra Sigurður Jónsson á Hrafnseyri. Jón var fæddur 17. júní árið 1811 og var 200 ára afmælis hans minnst með ýmsum hætti á Hrafnseyri árið 2011.Skráða f Menningar-Staður

13.04.2017 12:53

Merkir Íslendingar - Rúnar Júlíusson

 

 

Hjónin Rúnar Júlíusson og María Baldursdóttir á góðri stund.

 

Merkir Íslendingar - Rúnar Júlíusson

 

Guðmundur Rúnar Júlíusson, hljómlistarmaður og útgefandi, fæddist í Keflavík 13. apríl 1945 og átti þar heima alla tíð. Hann hefði ekki viljað að hér stæði að hann hefði átt heima í Reykjanesbæ. Hann var Keflvíkingur og mjög mótfallinn því að fæðingarbær hans væri endurskírður af skrifstofublókum inni í Reykjavík.
 

Rúnar var sonur Júlíusar Eggertssonar málarameistara og Guðrúnar Bergmann Stefánsdóttur.

Guðrún var systir Jóhanns Bergmann, föður Árna Bergmann rithöfundar. Hún var dóttir Stefáns Bergmann ljósmyndara, bróður Jónínu, ömmu Guðlaugs Bergmann í Karnabæ.
 

Eftirlifandi eiginkona Rúnars er María Baldursdóttir söngkona og eignuðust þau tvo syni en María er systir Þóris Baldurssonar tónlistarmanns.
 

Rúnar var í hópi þekktustu popptónlistarmanna landsins á síðari helmingi síðustu aldar og í fjölmennum hópi popptónlistarmanna sem komu frá Bítlabænum Keflavík um og eftir 1963.
 

Rúnar lék með Hljómum 1963-69 og síðar, Trúbroti 1969-73, Ðe lónlí blú bojs 1976, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni, GCD og Bubba og Rúnari. Hann vann fjölda hljómplatna með þessum hljómsveitum, gaf út fjölda sólóplatna og var flytjandi og söngvari á fjölda hljómplatna með öðrum tónlistarmönnum. Auk þess samdi hann mikinn fjölda laga og starfrækti hljóðverið og útgáfufyrirtækið Geimstein sem gaf út fjölda hljómplatna.
 

Rúnar æfði og lék knattspyrnu með ÍBK um árabil, lék með meistaraflokki liðsins og varð Íslandsmeistari með ÍBK 1959 og 1964.
 

Rúnar sat í stjórn SFH og SHF, í stjórn FTT, sat í fulltrúaráði STEF, var formaður skólanefndar Tónlistarskóla Keflavíkur og var geysilega fróður um rokksöguna, hvort sem það var rokksaga Keflavíkur, eða annarra staða í veröldinni.
 

Rúnar lést 5. desember 2008.

 

Morgunblaðið 13. apríl 2017.


Skráð af Menningar-Staður

13.04.2017 09:15

Elfar Guðni Þórðarson á -ÍNN-

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson og Elfar Guðni Þórðarson.
Skjámyndir. Björn Ingi Bjarnason.

 

Elfar Guðni Þórðarson á -ÍNN-


Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri,

í fróðlegu viðtali á sjónvarpsstöðinni -ÍNN- hjá Ásmundi Friðrikssyni.

Þátturinn er -Auðlindakistan-

 

Má sjá á ÍNN í allan dag.

 

.

Við verkið - Föstudagurinn langi-

.

 

Við verkið -Brennið þið vitar-

 

 
Skráð af Menningar-Staður

 

13.04.2017 07:00

Kirkjustarf í Eyrarbakkaprestakalli um páska og næstu vikur

 

 

 

Kirkjustarf í Eyrarbakkaprestakalli um páska og næstu vikur

 

Kirkjustarfi í apríl (og áfram) .

 

Dymbyldagar og páskar eru miklir helgidagar. Svo verður vorhátíð og þá fermingar, hvítasunna og sjómannadagsmessur.

 

Skírdagskvöld 13. apríl kl. 20 í Stokkseyrarkirkju.
Föstudagurinn langi 14. apríl kl. 11 í Eyrarbakkakirkju.
Páskadagsmorgun 16. apríl kl. 8 í Eyrarbakkakirkju.
Páskadagsmorgun 16. apríl kl. 11 í Stokkseyrarkirkju.
Annan dag páska 17. apríl kl. 14 í Gaulverjabæjarkirkju.

 

Vorhátíð barna- og æskulýðsstarfsins verður sunnudaginn 23. apríl og hefst með helgistund fyrir fjölskylduna í Stokkseyrarkirkju kl. 12. Á eftir verða ratleikir og pylsugrill.

 

Fermingarmessa sunnudag 30. apríl kl. 11 í Eyrarbakkakirkju.
Fermingarmessa sunnudag 7. maí kl. 11 í Stokkseyrarkirkju.
Fermingarmessa hvítasunnudag 4. júní kl. 14 í Gaulverjabæjarkirkju.

 

Sjómannadagsmessur verða 11. júní í Stokkseyrarkirkju kl. 11 og Eyrarbakkakirkju kl. 14.

 

Ég bið ykkur að setja þetta í dagbókina og skrifa uppá ískápinn svo enginn missi af þessum merku messudögum. Kirkjusóknin skiptir miklu máli og gerir þjónustuna betri. 


Kær kveðja,


Sr. Kristján Björnsson.

 

 
 
Skráð af Menningar-Staður
 
 

 

 

12.04.2017 10:55

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. apríl 2017

 

.

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. apríl 2017

 


Fjörmenni voru í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í morgun.

Vinir alþýðunnar lýstu því m.a. yfir að  
-kosningavöktun-  vegna sveitarstjórnarkosninga í Árborg, síðla í maí á næsta ári, væri hafin.

Þessu var fagnað og má búast við hitatíð þessu samfara.


 

.

Skráð af Menningar-Staður
 

 

12.04.2017 07:48

Fólk fær útrás í hlátrinum með Guðna og Jóhannesi

 

 

Fólk fær útrás í hlátrinum með Guðna og Jóhannesi

 

„Það er létt yfir salnum og mikið hlegið,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra. Hann og Jóhannes Kristjánsson fara nú um landið með skemmtidagskrána Eftirherman og orginalinn og á laugardagskvöld voru þeir félagar í Salnum í Kópavogi. Það var 6. skemmtun þeirra og hafa allar verið vel sóttar.

Í kvöld, miðvikudagskvöld, 12. apríl, verða þessi gleðimenn aftur í Salnum, svo og að kvöldi sumardagsins fyrsta og svo 27. apríl. Einnig eru fleiri sýningar í Landnámssetrinu í Borgarnesi á dagskrá og meira eftir atvikum.

 

Eins og bræður

„Við höfum jafnan fengið fullt hús. Fólk fær útrás í hlátrinum og segist ekki hafa skemmt sér vel jafn lengi, sem eru mikil meðmæli,“ segir Guðni Ágústsson. Fyrirkomulag skemmtana þessara er þannig að Guðni og Jóhannes eru sitt á hvað á sviðinu – þar sem sá fyrrnefndi segir sögur en hinn bregður sér í líki ýmissa manna. Saman koma þeir svo í lokin – og hafa þá jafnan verið klappaðir fram. „Við Jóhannes erum eins og bræður, höfum lengi þekkst og þessar kvöldstundir eru afar skemmtilegar,“ segir Guðni.

 

Benedikt bætist í hópinn

Jóhannes Kristjánsson segist afar ánægður með hvernig til takist á samkomum þeirra Guðna. Þar fylgi þeir ákveðnum þræði sem ákveðinn sé fyrir fram. Svo bætist alltaf eitthvað nýtt við – rétt eins og atburðir líðandi stundar gefi tilefni til. Meðal þekktra fyrirmynda Jóhannesar eru Ólafur Ragnar Grímsson, Halldór Blöndal, Alfreð Þorsteinsson og Vilhjálmur Egilsson svo nokkrir séu nefndir.

Á skemmtunum nú hefur Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra bæst í þennan hóp – og hefur hann á skemmtununum fjallað um hagfótinn og vegi í völundarhúsi viðskiptalífsins. Einnig hefur sést til sjónvarpsmannsins breska David Attenborough, sérfræðings í náttúruvísindum, en í gervi Attenborough hefur Jóhannes sagt frá sköpunarsögu Guðna Ágústssonar, sem er maður margra alda.


Morgunblaðið


Skráð af Menningar-Staður