Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.07.2018 06:48

20. júlí - Þorláksmessa að sumri

 


Í Skálholti.

Þorláksbúð og Skálholtsdómkirkja sem Hörður Bjarnason teiknaði.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

20. júlí - Þorláksmessa að sumri

 

Þorláksmessa á sumri er 20. júlí. Verndardýrlingur Íslendinga er Þorlákur helgi. Sumarið 1198 var helgi Þorláks Þórhallssonar samþykkt á Alþingi og bein hans tekin upp og skrínlögð 20. júlí. Þorláksmessa á vetur er 23. desember, á dánardegi hans. Þorláksmessa á sumar var til siðaskipta einn helsti hátíðisdagur sunnanlands  og þá var haldin mikil samkoma í Skálholti.

 


Síðustu ár eru einnig til dæmi um skötuveislur þennan dag.

 

 
Skráð af Menningar-Staður.

20.07.2018 06:41

Merkir Íslendingar - Sigurður Helgason

 


Sigurður Helgason (1921 - 2009).

 

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Helgason

 

 

Sig­urður Helga­son fædd­ist 20. júlí 1921 í Reykja­vík.

For­eldr­ar hans voru Helgi Hall­gríms­son, f. 1891, d. 1979, full­trúi og k.h. Ólöf Sig­ur­jóns­dótt­ir, f. 1890, d. 1970, kenn­ari.

 

Sig­urður lauk námi í viðskipta­fræðum frá Col­umb­ia-há­skóla í New York árið 1947. Hann var fram­kvæmda­stjóri Orku hf. og Steypu­stöðvar­inn­ar 1948-61, vara­formaður stjórn­ar Loft­leiða hf. 1953-74, fram­kvæmda­stjóri Loft­leiða í New York 1961-74, fram­kvæmda­stjóri Flug­leiða hf. 1974-79 og for­stjóri Flug­leiða hf. 1979-84. Hann var síðan stjórn­ar­formaður Flug­leiða til árs­ins 1991. Hann sat í stjórn Car­golux í Lúx­em­borg 1977-86, þar af sem vara­formaður árin 1980-86.

 

Sig­urður sat í stjórn In­ternati­onal Hou­se í New York frá 1986, var meðlim­ur Wings Club í New York frá 1962 og sat í stjórn 1972-75. Hann var formaður Íslensk-am­er­íska fé­lags­ins 1975-87, í Rot­ary­klúbbi Reykja­vík­ur frá 1978, í full­trúaráði Landa­kots­spít­ala 1979-90, í stjórn American Scandi­navi­an Foundati­on í New York 1970-75 og frá 1982, stjórn­ar­formaður Álafoss hf. 1986-91, stjórn­ar­maður í Versl­un­ar­ráði Íslands 1982-91, í fram­kvæmda­stjórn VSÍ 1978-87, í lands­nefnd Alþjóðaversl­un­ar­ráðsins 1984-91, í stjórn­ar­nefnd Alþjóðasam­taka flug­fé­laga (IATA) 1988-90 og Sam­taka Evr­ópuflug­fé­laga 1979-90 og sat í stjórn The Must­ique Comp­any og formaður fjár­hags­nefnd­ar þess fé­lags 1994-98. Hann sat einnig í stjórn Stang­veiðifé­lags­ins Hofs­ár ehf. frá ár­inu 1999.

 

Sig­urður varð heiðurs­borg­ari Winnipeg 1965, hlaut ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1972, Grand Officier af Chè­ne-orðuna í Lúx­em­borg 1986, gull­merki Flug­mála­fé­lags Íslands 1986 og Harry Ed­monds-viður­kenn­ingu In­ternati­onal Hou­se 2007.

 

Eig­in­kona Sig­urðar var Unn­ur Haf­dís Ein­ars­dótt­ir, f. 20.2. 1930, d. 1.10. 2005, hús­móðir. Börn þeirra eru Ólöf, Edda Lína, Helgi og Sig­urður Ein­ar.

 

Sig­urður lést 8. fe­brú­ar 2009


Morgunblaðið föstudagurinn 20. júlí 2018.

 


Skráð af Menningar-Staður.

19.07.2018 21:23

Fánasetur Suðurlands flaggaði sænskum

 

 

 

 

Fánasetur Suðurlands flaggaði sænskum
 


Fánasetur Suðurlands að Ránargrund á Eyrarbakka flaggaði sænska þjóðfánanum í dag, fimmtudaginn 19. júlí 2018. 


 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.07.2018 06:47

Merkir Íslendingar - Guðmundur Guðmundarson

 

 

Guðmundur Guðmundarson (1920 - 2009).

 

 

Merkir Íslendingar - Guðmundur Guðmundarson

 

Guðmund­ur Guðmund­ar­son fædd­ist 18. júlí 1920 á Eyr­ar­bakka.

For­eldr­ar hans voru Ragn­heiður Lár­us­dótt­ir Blön­dal, f. 1875, d. 1957, hús­freyja, og Guðmund­ur Guðmunds­son, f. 1876, d. 1967, kaup­fé­lags­stjóri á Eyr­ar­bakka. Guðmund­ur var yngst­ur níu systkina og sá síðasti sem fædd­ist í Hús­inu á Eyr­ar­bakka þar sem fjöl­skyld­an bjó.

 

Guðmund­ur braut­skráðist frá Verzl­un­ar­skóla Íslands 1938 og hlaut þá sér­stök rit­gerðar­verðlaun. Hann hóf skrif­stofu­störf hjá Héðni hf. og vann þar síðar sem aðal­gjald­keri til árs­ins 1956. Hann var meðeig­andi í Hljóðfæra­versl­un Sig­ríðar Helga­dótt­ur 1947-1964 og fram­kvæmda­stjóri þar 1956-58, fram­kvæmda­stjóri og meðeig­andi Lindu­um­boðsins frá 1958 og síðar eig­andi og fram­kvæmda­stjóri heild­versl­un­ar­inn­ar ABC hf.

 

Guðmund­ur var gjald­keri í stjórn Heimdall­ar 1937-45, í stjórn styrkt­ar- og sjúkra­sjóðs VR frá 1964 í mörg ár, gjald­keri í um­dæm­is­stjórn Li­ons 1963-64, formaður Li­ons­klúbbs Ægis 1969, var í fyrstu stjórn Fé­lags aldraðra, í stjórn SÍBS frá 1962 og rit­ari þar frá 1974 í mörg ár. Hann sat í stjórn Múla­lund­ar frá 1963 og var stjórn­ar­formaður þar frá 1972 í mörg ár.

 

Guðmund­ur var hagyrðing­ur og samdi m.a. gaman­vís­ur fyr­ir Bláu stjörn­una, texta við spænsk barna­lög sem dótt­ur­dótt­ir hans, Katla María, söng inn á hljóm­plöt­ur og texta við lagið Bella síma­mær.

 

Um þrjá­tíu ára skeið skrifaði Guðmund­ur grein­ar í Morg­un­blaðið þar sem hann gagn­rýndi órímaðan kveðskap, atóm­ljóðin svo­kölluðu, en hon­um fannst slík­ur kveðskap­ur ekki verðskulda að kall­ast ljóð.

 

Guðmund­ur var kvænt­ur Gróu Helga­dótt­ur, f. 17.4. 1917, d. 13.1. 1988, pí­anó­kenn­ara.

Börn þeirra eru:
Helga Sesselja, f. 1945, Guðmund­ur Steinn, f. 1948, og Sig­urður Ingi, f. 1949.

 

Guðmund­ur lést 16. desember 2009.Morgunblaðið fimmtudagurinn 19. júlí 2018.

 

 
 Skráð af Menningar-Staður.

18.07.2018 06:58

Íbúakosning um miðbæjarskipulagið verður 18. ágúst 2018

 

 

 

 

Íbúakosning um miðbæjarskipulagið verður 18. ágúst 2018

 

 

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum á dögunum að íbúakosning um miðbæjarskipulag á Selfossi fari fram laugardaginn 18. ágúst næstkomandi.

 

Stefnt er að því að kosningin verði með hefðbundnum hætti í kjördeildum og kjörstaðir verði opnir frá kl. 9:00 – 18:00.

 

Á fundi bæjarstjórnar þann 14. maí voru samþykktar þær spurningar sem lagðar verða fyrir í íbúakosningunni. Þær eru eftirfarandi:

 

Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss?
Hlynnt(ur)
Andvíg(ur)

 

Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss?
Hlynnt(ur)
Andvíg(ur)

 

Verði kosningaþátttaka meiri en 29% verður niðurstaða kosninganna bindandi fyrir bæjarstjórn en ef færri en 29% taka þátt verður niðurstaðan ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar um skipulagið.

 

Ákveðið hafði verið að kosningin færi fram með rafrænum hætti en nú liggur fyrir að Þjóðskrá Íslands nær ekki að undirbúa og vinna gögn fyrir sveitarfélagið nægjanlega fljótt svo það sé unnt. Því verður kosningin með hefðbundnu fyrirkomulagi í kjördeildum.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

17.07.2018 06:53

SUMARTÓNLEIKAR 17. júlí 2018 - Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

 

 

Sigrún, Elena og Kristín.

 

 

 SUMARTÓNLEIKAR 17. júlí 2018

 

- Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

 

 

Þriðjudaginn 17. júlí - kl. 20:30

 

„Í dag skein sól“

 

Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzosópran, 

Sigrún Björk Sævarsdóttir sópran

og Elena Postumipíanóleikari

 


Í dag skein sól“
 

Söng­lög eftir Pál Ísólfss­on, Jón Leifs, Emil Thorodd­sen, Edvard Grieg

og fleiri tón­skáld sem öll lærðu eða störf­uðu í Leipzig,

og eru flytj­end­urn­ir þar í námi og starfi.

 


Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:30 og standa án hlés í því sem næst eina klukkustund.

 

Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleikana og gefst gestum kostur á að hitta flytjendur þar. 

 

Kristín Einarsdóttir Mäntylä

söng í kórum Langholtskirkju frá átta ára aldri og fékk þar sína fyrstu söngkennslu. Sem meðlimur Graduale Nobili söng hún á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur Biophilia árið 2011 sem leiddi til tveggja ára tónleikaferðalags víða um heim.

Hún útskrifaðist úr Söngskóla Reykjavíkur árið 2013 hjá Hörpu Harðardóttur og hóf haustið 2014 söngnám hjá Reginu Werner-Dietrich við Tónlistarháskólann í Leipzig.

Kristín hlaut árið 2016 verðlaun Junge Stimmen Leipzig og var í ár valinn Bayreuth styrkþegi Richard Wagner félagsins í Leipzig og styrkþegi Yehudi Menuhin, Live Music Now Leipzig. Síðastliðinn vetur söng hún í óperunni í Leipzig sem fylgdarsveinn í Töfraflautunni og blómastúlka í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Í vor fór hún með hlutverk Nireno í óperunni Júlíus Cesar eftir Händel í tónlistarháskólanum í Leipzig og í óperunni í Dessau. Í nóvember mun Kristín syngja hlutverk Óla Lokbrár í uppfærslu íslensku óperunnar á Hans og Grétu eftir Engelbert Humperdinck.

 

Sigrún Björk Sævarsdóttir

stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík árin 2009–2013 hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Samhliða því nam hún verkfræði við Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist með BSc gráðu í Heilbrigðisverkfræði vorið 2012. Hún hóf nám í óperusöng við Tónlistarháskólann í Leipzig 2013 hjá KS. R. Schubert og lauk meistaranámi í október 2016. Nú stundar hún nám í meistaradeild skólans.

 

Sigrún kemur reglulega fram sem einsöngvari í kirkjulegum verkum, á ljóðatónleikum og með hljómsveitum. Meðal óperuhlutverka hennar eru Barbarina í Brúðkaupi Fígarós, Alcina í töfraóperunni Spuk im Händelhaus og Saad og Banjospielerin í Schahrazade, allt við óperuhúsið í Halle. Við óperuna í Leipzig söng hún hlutverk fylgdarsveins í Töfraflautunni og kom fram á jólatónleikum óperunnar. Í uppfærslum háskólans hefur hún sungið hlutverk Ännchen í Der Freischütz og hlutverk Donnu Önnu í Don Giovanni í Jena og Leipzig. Árið 2017 var hún valin Bayreuth styrkþegi Richard Wagner félagsins í Leipzig.

 

Elena Postumi

er fædd og uppalin á Ítalíu. Fimm ára byrjaði hún að læra á píanó og tólf ára hóf hún nám við Conservatorio G.B. Martini í Bologna. Árið 2014 útskrifaðist hún með einleikarapróf frá Conservatorio Santa Cecilia í Róm undir handleiðslu Elisabetta Pacelli, og með meistaragráðu í kammermúsik árið 2016. Árið 2015 var hún í skiptinámi við Tónlistarháskólann í Leipzig hjá Alexander Schmalcz og Hanns-Martin Schreiber. Hún hefur tekið þátt í fjölda námskeiða, meðal annars hjá Genevieve Ibanez, Bruno Canino og Phillip Moll. Nú stundar hún meistaranám við Tónlistarháskólann í Leipzig hjá Alexander Schmalcz.

 

Elena hefur komið víða fram sem einleikari og meðleikari og hún hefur einnig getið sér gott orð sem tónskáld. Í janúar í ár fékk Elena sérstök verðlaun sem besti meðleikarinn í keppni sem kennd er við Albert Lortzing og haldin var á vegum Tónlistarháskólans í Leipzig.

 

 

Listasafn Eyrbekkingsins Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi í Reykjavík.


Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

 

17.07.2018 06:46

Merkir Íslendingar - Ingvar Guðjónsson

 

 

Ingvar Guðjónsson (1888 - 1943). 

 

 

Merkir Íslendingar - Ingvar Guðjónsson

 

Ingvar Jónadab Guðjóns­son fædd­ist 17. júlí 1888 að Neðra-Vatns­horni á Vatns­nesi, V-Hún.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðjón Helga­son, f. 1864, d. 1940, bóndi, síðar verk­stjóri hjá Ásgeiri Pét­urs­syni kaup­manni og fiski­matsmaður, ættaður úr Vopnafirði, og Krist­ín Árna­dótt­ir, f. 1868, d. 1923, frá Hörgs­hóli.

 

Ingvar var elst­ur átta systkina og fór á barns­aldri til vanda­lausra og ólst upp á ýms­um stöðum í Húna­vatnsþingi. Hann fór fyrst til sjóróðra suður í Hafn­ir í Gull­bringu­sýslu, er hann var 17 ára og fór gang­andi að norðan. Ingvar hóf for­mennsku árið 1909 og 1915 tók hann far­manna­próf við Stýri­manna­skól­ann. Árin 1916-1920 rak hann út­gerð í fé­lagi við fyrr­nefnd­an Ásgeir og var skip­stjóri á skip­um sem þeir áttu sam­an.

 

Ingvar hóf síld­ar­sölt­un árið 1920 og lok 3. ára­tug­ar­ins var hann orðinn stærsti síld­ar­salt­andi á Norður­landi. Ein skýr­ing­in er tal­in vera sú að hann bjó skip sín bet­ur að veiðarfær­um og öðrum búnaði en flest­ir aðrir. Hann fékk því hæfa skip­stjórn­ar­menn til liðs við sig og skip hans voru ætíð meðal þeirra sem mest öfluðu. Mest­ur var út­flutn­ing­ur hans árið 1932, næst­um 50.000 tunn­ur.

 

Ingvar var þó ekki ein­ung­is í síld því hann sótti einnig þorskveiðar með góðum ár­angri. Skip sín bjó Ingvar frá Ak­ur­eyri og var þar bú­sett­ur að mestu en nær all­an síld­ar­feng sinn lagði hann upp á Sigluf­irði. Hann stundaði einnig mikla rækt­un á jörðinni sinni, Kaupangi í Eyjaf­irði. Ingvar var hjálp­sam­ur og gaf stór­fé til menn­ing­ar­mála, svo sem barna­heim­ila og kirkna.

 

Ingvar kvænt­ist 1918 Ólafíu Hafliðadótt­ur en þau skildu. Dótt­ir þeirra var Krist­ín, f. 1918. Önnur börn Ingvars: Björn, f. 1917, Helga, f. 1924, Hulda, f. 1926, Gunn­ar, f. 1930, Hjör­dís, f. 1932, Inga, f. 1933, og Sig­urður, f. 1935, allt hálf­systkin. Öll eru þau lát­in nema Inga.

 

Ingvar lést 8. des­em­ber 1943.Morgunblaðið 17. júlí 2018.


 


Skráð af Menningar-Staður

16.07.2018 06:39

Merkir Íslendingar - Hafliði Magnússon

 

 

Hafliði Magnússon (1935 - 2011) við fossinn Dynjanda

í Arnarfirði sumarið 2009.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Merkir Íslendingar - Hafliði Magnússon

 

 

Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, var fæddur þann 16. júlí 1935 og í dag eru því 83 ár frá fæðingun hans. Hafliði lést þann 25. júní 2011  á heimili sínu á Selfossi.
 

Hafliði var fæddur í Hergilsey á Breiðafirði. Hann fluttist þaðan 6 ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af bjó hann á Bíldudal. Hann bjó einnig um tíma í Reykjavík.
 

Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
 

Frá árinu 1998 bjó Hafliði síðan á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni Evu Þórarinsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð. Á Selfossi vann hann ýmis störf, síðast hjá SG við trésmíðar þar sem hann lauk hefðbundinni starfsævi árið 2002.
 

En Hafliði Magnússon var fyrst og fremst rithöfundur, ljóðskáld, söngleikjahöfundur og málari. Þá lagði hann mikla rækt við sagnaþætti af ýmsum toga og flest í því tengdist Bíldudal og Arnarfirði. Hann var svo sannarlega margþættur listamaður og þeim störfum helgaði hann sig alfarið eftir að hann hætti störfum hjá SG.

 

_____________________________________________________________________________

 

Minningarorð Björns Inga Bjarnasonar á útfarardegi

Hafliða Magnússonar þann 2. júlí 2011.

 

Krossgátuhöfundurinn Hafliði Magnússon fallinn frá

 

Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, lést þann 25. júní s.l.  á heimili sínu á Selfossi.

 

Hafliði fæddist í Hergilsey á Breiðafirði þann 16. júlí 1935. Hann fluttist þaðan 6 ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af bjó hann á Bíldudal. Hafliði  bjó einnig um tíma í Reykjavík.

 

Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Frá árinu 1998 bjó Hafliði síðan á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni Evu Þórarinsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð. Á Selfossi vann hann ýmis störf, síðast hjá SG við trésmíðar þar sem hann lauk hefðbundinni starfsævi árið 2002.

 

En Hafliði Magnússon var fyrst og fremst rithöfundur, ljóðskáld, söngleikjahöfundur og málari. Þá lagði hann mikla rækt við sagnaþætti af ýmsum toga og flest í því tengdist Bíldudal og Arnarfirði. Hann var svo sannarlega margþættur listamaður og þeim störfum helgaði hann sig alfarið eftir að hann hætti störfum hjá SG.

 

Hafliði var félagslyndur og hrókur alls fagnaðar í hópi vina sinna. Hann vann mikið með leikfélaginu Baldri á Bíldudal og var formaður þess um tíma.. Hann samdi ótal gamanbragi sem fluttir voru við sérstök tækifæri. Þó nokkur leikrit og söngleikir eftir hann voru fluttir á Bíldudal og víðar um land og einnig erlendis. Hann skrifaði fjölmörg ritverk, bækur og greinar. Hafliði var mikilvirkur máttarstólpi fyrir Vestfirska forlagið á Þingeyri í hinni fjölbreyttu útgáfu þess forlags allt frá stofnun árið 1994 og var með athyglisverð verk í vinnslu er hann féll frá.

  

Sem púki og ungur maður á Flateyri við Önundarfjörð vissi ég af Hafliða Magnússyni sem eins hinna vönduðu og kraftmiklu félags- og listamanna á Bíldudal sem stóðu þar fyrir margþættu lista- og menningarlífi svo eftir var tekið í þorpunum á Vestfjörðun og reyndar víðar um land. Leikritin frá Leikfélaginu Baldri, sem þeir fóru með um alla Vestfirði og sýndu, voru ógleymanleg og er ekki hallað á nein leikfélög vestra þegar sagt er að Bílddælingarnir voru öllum fremri. Hljómsveitin Facon á Bíldudal varð til og starfaði í þessari traustu menningarlegu umgjörð sem Arnarfjörðurinn var. Frá þessum tíma fylgdist ég með Hafliða Magnússyni og því sem hann var að gera án þess þó að hitta hann nokkurn tímann í návígi.

 

Á þessu varð síðan breyting er ég og fjölskyldan fluttum til Stokkseyrar árið 1999 og síðan á Eyrarbakka. Eins og Vestfirðinga er gjarnan háttur á nýjum slóðum krunka þeir sig saman til þátttöku í félags- og menningarlífi. Þeir reyna að blanda þar við innslögum að vestan því ekki eru Vestfirðingar ragir við að kunngjöra sitt upprunastolt og öllu sem því fylgir. Í þessum anda og umgjörð lágu leiðir okkar Hafliða Magnússonar saman í Flóanum.

 

Báðir höfðum við Hafliði verk á höndum fyrir Sunmnlenska fréttablaðið á Selfossi. Hann sem krossgátuhöfundur og smásagnaritari og ég sem frétta og greinaskrifari. Með okkur Hafliða varð strax náin og góð vinátta og stóðum við í ýmsu félags- og menningarstarfi og þá oftar en ekki með Vestfirðingum syðra. Meðal þessa varð síðustu árin skemmtilegt samstarf við Vestfirska forlagið á Þingeyri og kynningar á útgáfu þess á Suðurlandi og víðar og samkomuhald vegna verkefnisins.  Þessar samkomur voru vel heppnaðar og fjölsóttar þannig að þær eiga mörg aðsóknarmet slíkra samkoma. Hæfileikar og framganga Hafliða á þessum samkomum voru lykilatriði þessa góða gengis. Nefni ég aðeins til samkomurnar árið 2008 en þá kom út ævisaga Jóns Kr. Ólafssonar söngvara á Bíldudal, “Mélódíur minninganna” sem Hafliði skráði með sínum skemmtilega hætti.

 

Í lok ágúst árið 2009 fóru nokkrir Hrútavinir af Suðurlandi og fangaverðir á Litla-Hrauni í fræðslu- og skemmtiferð um Vestfirði. Leiðsögumenn vorum við Hafliði hvor á sínu svæði. Gist var að Sólbakka á Flateyri og á Bíldudal. Þessi ferð er rómuð af öllum sem í fóru. Vestfjarðaferðin var hluti af afmælishaldi vegna 10 ár afmælis Hrútavinafélagsins Örvars.

 

Hafliði Magnússon samdi í rúman áratug vikulegar krossgátur fyrir Sunnlenska fréttablaðið sem nutu mikilla vinsælda. Myndtök hans og orðaval í krossgátunum voru með sterka tengingu við líðandi stund samfélagsins í bland við mennigararfleiðina.

 

Fyrir um ári síðan færði ég það í tal við Hafliða hvort ekki væri gaman að krossgáta í þessum anda kæmist í vikublaðið Bæjarins besta á Ísafirði sem mun hafa verið krossgátulaust blað frá upphafi. Tók hann þessu vel og komst á samstarf Veitingahússins Cafe Catalina í Kópavogi og Bæjarins besta um að hleypa þessu af stokkunum í nóvember s.l. Gekk þetta samstarf prýðilega og voru myndtök krossgátunnar í bland af lífi og leikjum Vestfirðinga syðra og á heimaslóðinni vestra en þó í meirihluta þaðan eins og vera bar.

 

Í upphafi árs 2011 ákváðu Hrútavinir á Suðurlandi að ráðast í útgáfu mánaðarrits sem hlaut nafnið “Séð og jarmað” og er Myndrit af lífi og leikjum Hrútavina um víðan völl. Fljótlega komu upp vangaveltur hjá okkur Hafliða um það hvort krossgáta að hans hætti ætti ekki heima í þessu nýja riti. Þróuðust málin þannig að í 5. tölublaðinu var krossgáta eftir Hafliða með sömu efnistökum og fyrri krossgátur hans í öðrum blöðum. Samhliða þessu var blásið til krossgátueinvígis um gátuna á Sumarblóti Hrtavina þann 15 .maí í Íþróttahúsinu á Stokkseyri. Fyrirmynd þessarar keppni sótti Hafliði til Bandaríkjanna þar sem hann vissi um mjög vinsælar krossgátukeppnir. Keppendur voru Bjarkar Snorrason á Stokkseyri og Hafþór Gestsson á Eyrarbakka sem sigraði eftir skemmtilega keppni og er Hafþór því krossgátumeistari Suðurlands og jafnvel Íslands því ekki er vitað af keppni sem þesari hér á landi. Gestir Sumarblótsins gátu einnig reynt við krossgátuna en enginn skákaði Hafþóri.

 

Síðasta vikulega krossgáta Hafliða Magnússonar hefur áður birst í Sunnlenska fréttablaðinu. Sem loka krossgáta Hafliða í blaðinu er nú birt krossgáta sem hann hafði gert fyrir Séð og jarmað eftir krossgátueinvígið á Stokkseyri. Jafnframt verður hún verðlaunakrossgáta með 10 bókaverðlaunum frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri. Lausnum verði skilað á Sunnlenska fréttablaðið fyrir 16. júlí n.k. sem er afmælisdagur Hafliða. Dregið verður úr réttum lausnum þann dag kl. 16:00 í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.

 

Minningarathöfn um Hafliða Magnússon fór fram í Laugardælakirkju við Selfoss fimmtudaginn 30 júní. Kistu Hafliða við þá athöfn báru tveir tengdasynir Hafliða og Evu þeir Magnús B. Óskarsson og Sigþór Þórarinsson, einnig fjórir vinir hans af Suðurlandi; þeir Bjarkar Snorrason, Einar Loftur Högnason, Jóhann Páll Helgason og Björn Ingi Bjarnason. Þessir fjórir voru allir með í Vestfjarðaferðinni góðu sumarið 2009 og hafa einnig hitst reglulega í hverjum mánuði síðustu misserin í “menningarkakói” í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.

 

Hafliði Þórður Magnússon var jarðsunginn frá Bíldudalskirkju laugardaginn 2. júlí 2011.

 

Blessuð sé minning Bílddælingsins Hafliða Magnússonar á Selfossi.

 

Eyrarbakka þann 2. júlí 2011, 

á útfarardegi Hafliða

 

Björn Ingi Bjarnason

frá Flateyri við Önundarfjörð

 


Með Hafliða Magnússyni á Menningarstund í Bókakaffinu á Selfossi.
Sitjandi f.v:

Hafliði Magnússon, Jóhann Páll Helgason og Einar Loftur  Högnason.
.
.

 

Björn Ingi Bjarnason, forseti hrútavina, afhendir verðlaunin í krossgátueinvíginu.
F.v.:
Bjarkar Snorrason, Hafþór Gestsson og Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður
 
 

15.07.2018 14:42

Fánasetur Suðurlands flaggar frönskum

 

 

 

 

Fánasetur Suðurlands flaggar frönskum
 Fánasetur Suðurlands að Ránargrund á Eyrarbakka flaggar þjóðfána Frakklands í dag, sunnudaginn 15. júlí 2018.


Í dag leika Frakkar til úrslita á HM í knattspyrnu við Króata í Moskvuborg í Rússlandi.Þá var þjóðhátíðardagur Frakklands í gær 14. júlí.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

15.07.2018 08:45

SUMARTÓNLEIKAR 2018 - Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

 

 

Sigrún, Elena og Kristín.

 

 

SUMARTÓNLEIKAR 2018

 

- Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
 


Þriðjudaginn 17. júlí - kl. 20:30

 

„Í dag skein sól“

 

Kristín Einarsdóttir Mäntylä mezzosópran, Sigrún Björk Sævarsdóttir sópran og Elena Postumipíanóleikari


„Í dag skein sól“
 

Söng­lög eftir Pál Ísólfss­on, Jón Leifs, Emil Thorodd­sen, Edvard Grieg

og fleiri tón­skáld sem öll lærðu eða störf­uðu í Leipzig,

og eru flytj­end­urn­ir þar í námi og starfi.

 

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:30 og standa án hlés í því sem næst eina klukkustund.

Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleikana og gefst gestum kostur á að hitta flytjendur þar. 

 


Listasafn Eyrbekkingsins Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi í Reykjavík.


 

 

Sigurjón Ólafsson 

fæddist á Eyrarbakka árið 1908.

 

Fyrstu tilsögn í myndlist hlaut hann hjá Ásgrími Jónssyni listmálara og síðar Einari Jónssyni myndhöggvara. Samhliða listnáminu lauk Sigurjón sveinsprófi í húsamálun frá Iðnskólanum í Reykjavík vorið 1927 og ári síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar, þar sem hann hóf nám í Konunglegu Akademíunni hjá prófessor Utzon-Frank. Námið sóttist honum vel og haustið 1930 hlaut hann gullverðlaun Akademíunnar fyrir styttu af Verkamanni, (LSÓ 1017) sem nú er í eigu Listasafns Íslands. Sigurjón hlaut skjótan frama erlendis, og eftir námsdvöl í Rómaborg 1931−32 og lokapróf frá Akademíunni árið 1935 var hann talinn meðal efnilegustu myndhöggvara yngri kynslóðarinnar í Danmörku.Verk Sigurjóns frá Danmerkurtímanum vekja enn forvitni og áhuga manna. Má þar nefna Saltfiskstöflun, styttur af Fótboltamönnum (1936−37), (LSÓ 247LSÓ 004 , LSÓ 005) auk abstraktverka eins og Maður og kona (1939) sem olli deilum á sínum tíma í Danmörku. Fyrir portrettið Móðir mín (1938) hlaut Sigurjón hin eftirsóttu Eckersberg-verðlaun. Afsteypa af því verki er til í ríkislistasöfnunum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og í Listasafni Íslands. Á árunum 1941−44 vann Sigurjón að stærsta verki sínu í Danmörku, tveimur granítstyttum fyrir ráðhústorg Vejleborgar, (LSÓ 1062LSÓ 1063) sem í upphafi ollu miklum deilum, en í dag eru álitin snjöll og áhrifarík.

 

 

Þegar Sigurjón sneri heim að loknu stríði varð hann meðal brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi. Auk þess var hann talinn einn helsti portrettlistamaður sinnar samtíðar. Á langri starfsævi var Sigurjóni falið að gera fjölda opinberra verka og í Reykjavík eru eftir hann á annan tug útilistaverka og veggskreytinga. Stærst verka hans er án efa lágmyndirnar ástöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar sem hann vann á árunum 1966−69, en þekktari eru ef til vill Öndvegissúlurnar við Höfða, styttan af séra Friðrik við Lækjargötu, og Íslandsmerki á Hagatorgi.Auk hinna hefðbundnu verkefna vann Sigurjón alltaf frjáls verk þar sem hugmyndaflug og tilraunir með efni og form fengu að ráða. Þannig eru allar steinmyndir hans frá 1946−56 frjáls verk og ekki gerð eftir pöntunum. Mörg þeirra eru nú í eigu safna og opinberra aðila.Sigurjón vann í afar fjölbreyttan efnivið; leir, gifs, tré, málma, stein og steinsteypu. Síðustu ár ævinnar notaði listamaðurinn oft tré eða rekavið í verk sín.Sigurjón lést í Reykjavík í desember 1982 og hvílir í Eyrarbakkakirkjugarði.

 

.
Á Eyrarbakka. Séð austur að listaverki Sigurjóns Ólafssonar  -Krían-
.

.

 

                -Krían-

 

Skráð af Menningar-Staður.