Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.04.2019 09:44

Opin íbúafundur á Selfossi um atvinnu- og menningarmál

 

 

 

 

 

Opin íbúafundur á Selfossi

 

um atvinnu- og menningarmál

 

 

Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS) standa fyrir fundaherferð um Suðurlandið þessa dagana í tengslum við mótun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024.

 

Opin íbúafundur verður haldin í Tryggvaskála á Selfossi þriðjudaginn 9. apríl nk. og skiptist fundurinn í tvennt:

 

Súpufundur kl. 12:00 – 14:00 um atvinnumál

 

og kaffifundur kl. 16:00 – 18:00 um menningarmál.

 

Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og koma sínum skoðunum og ábendingum í ljós við mótun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024.
 

 

 
 

Skráð af Menningar-Staður

07.04.2019 08:20

Tækifæri í framhaldi af úttekt á rekstri og stjórnsýslu Árborgar

 

 

Guðmundur Ármann Pétursson.

 

 

Tækifæri í framhaldi af úttekt á

 

rekstri og stjórnsýslu Árborgar

 

 

Það var skynsöm ákvörðun bæjarstjórnar Árborgar að staldra við og láta gera úttekt á rekstri og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Það sést glöggt á lestri skýrslunnar að vandað var til verka. Á borðinu eru 132 tillögur sem geta gert þjónustuna betri og reksturinn hagkvæmari.

 

Meðal atriða er að hvatt er til rafrænnar stjórnsýslu og bent á mikilvægi staðsetningar mismunandi þjónustuþátta sveitarfélagsins s.s. að þjónustver verði staðsett á fyrstu hæð Ráðhússins og skrifstofurými opin.

 

Staðsetning skiptir máli og við þá vinnu sem nú á sér stað varðandi mat og innleiðingu á þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram er mikilvægt að huga að staðsetningu.

 

Forsvarsmenn Árborgar hafa sótt það fast þegar kemur að flutningi ríkisstofnana á landsbyggðina að ríkisstofnanir verði staðsettar á Selfossi. Nú þurfa forsvarsmenn sveitarfélagsins að vera tilbúnir til að horfa inn á við.

 

Spurningin í dag er; Hvernig getur sveitarfélagið best staðsett stofnanir sínar innan Árborgar?

 

Stofnanir sveitarfélagsins og þjónustusvið eiga að geta veitt góða þjónustu og stutt við mismunandi svæði samfélagsins með staðsetningu sinni.

 

Það er mjög æskilegt að þegar unnið verður úr þeim tillögum sem liggja á borðinu að horft verði til þess að með rafrænni stjórnsýslu, breyttu vinnufyrirkomulagi, öflugu netsambandi, bættum almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum að þá eru ný tækifæri til staðsetningar.

 

Nú er til dæmis tækifæri til þess að staðsetja þjónustuþætti, stofnanir og störf við ströndina. Frumkvæði sveitarfélagsins við að færa störf á Eyrarbakka og Stokkseyri mun auðvelda frekari uppbyggingu og hjálpa til við að gera samfélögin þar að enn betri búsetukosti. Árborg allri til heilla.

 

 

Guðmundur Ármann Pétursson, íbúi á Eyrarbakka
Skráð af Menningar-Staður

06.04.2019 19:52

Sandra Dís ráðinn sviðsstjóri fjármála, stjórnsýslu og menningarsviðs Ölfuss

 

 

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir.

 

 

Sandra Dís ráðinn sviðsstjóri fjármála,

 

stjórnsýslu og menningarsviðs Ölfuss

 

 

Eyrbekkingurinn Sandra Dís Hafþórsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra fjármála, stjórnsýslu og menningarsviðs Ölfuss.

 

„Að afloknum viðtölum við þá fjóra umsækjendur sem Hagvangur taldi hæfasta af umsækjendum um starf sviðsstjóra fjármála, stjórnsýslu og menningarsviðs var ákveðið að fara að ráði Hagvangs sem annaðist umsóknarferlið og bjóða Söndru Dís Hafþórsdóttur starfið. Hún hefur þegar þegið þá stöðu. Tillaga um ráðningu hennar mun liggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs, þótt sjálfsagt sé þar um formsatriði að ræða enda fulltrúar bæði meiri- og minnihluta þátttakendur í ákvörðuninni.“ Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, í tilkynningu um ráðninguna.

 

Sandra Dís er fædd árið 1974 og gift Reyni Jóhannssyni fangaverði og húsasmiði. Þau eiga tvö börn, 11 og 14 ára. Sandra Dís er lærð viðskiptafræðingur og hefur starfað sem fjármálastjóri Árvirkjans seinustu ár. Áður starfaði hún til að mynda hjá KPMG og Kaupþingi. Hún hefur auk þess ríka þekkingu af sveitarstjórnarmálum. Sat í bæjarstjórn Árborgar í tvö kjörtímabil og sinnti þar fjölmörgum trúnaðarstörfum. Sat meðal annars í bæjarráði 2012-2016, var forseti bæjarstjórnar 2017-2018, formaður fræðslunefndar 2010-2018, sat í stjórn Tónlistarskóla Árnesinga 2010-2018, fulltrúi í Héraðsnefnd Árnesinga, sat í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í 6 ár, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Suðurlands ásamt því að sinna ýmsum öðrum störfum sem fulltrúi sveitarfélagsins.

 

„Sem sviðsstjóri mun Sandra Dís taka þátt í yfirumsjón með stjórnsýslu, fjármálum og starfsmannahaldi sveitarfélagsins og stofnana þess, auk menningarmála í víðasta skilningi þess orðs. Hún verður staðgengill bæjarstjóra og hefur ásamt aðalbókara og bæjarstjóra yfirumsjón með fjármálastjórnun bæjarins og stofnana,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

 

Hafnarfréttir.
 Skráð af Menningar-Staður

06.04.2019 07:19

Björn Jensen er áttræður í dag

 

 

 

 

Björn Jensen er áttræður í dag 

 

6. apríl 2019

 

 

Slær ekki af í vinnu

 

 

Afmælisdagurinn verður spennandi, en konan mín er búin að bjóða mér í óvissuferð sem ég hlakka mikið til. Á sumardaginn fyrsta, 25. apríl, ætla ég svo að bjóða stórfjölskyldunni í kaffi, eins og ég hef jafnan gert á stórafmælum mínum,“ segir Björn Jensen, rennismiður á Selfossi, sem er áttræður í dag. Hann rekur eigið verkstæði og slær hvergi af þótt áttræður sé orðinn enda heilsan góð.

 

„Sem barn var ég farinn að velta fyrir mér hvernig vélar virkuðu og snerust. Ég skrúfaði alls konar tæki sundur og saman og sem snúningsstrákur í sveit gerði ég við traktorinn. Því kom nánast af sjálfu sér að ég yrði járniðaðarmaður. Margir telja nánast nauðsyn að hætta að vinna sjötugir, sem er að mínum dómi algjör misskilningur. Auðvitað er misjafnt milli fólks hve lengi það vill og getur unnið, en sjálfur ætla ég að halda áfram. Vinnan er mín leið til þess að taka þátt í lífinu en starfsdagurinn nú er sjaldan nema 7-8 tímar. Það er talsvert skemmra en fyrr á árum,“ segir Björn, sem hefur unnið við rennismíði frá árinu 1955, þegar hann hóf störf í smiðjum Kaupfélags Árnesinga.

 

Um dagana hefur Björn ferðast víða erlendis, ekið um mörg Evrópulönd og Bandaríkin. „Ég fer til dæmis oft út til Þýskalands þar sem yngri sonur minn býr. Mér finnst alltaf gaman að fara um nýjar slóðir og koma á áhugaverða staði. Svo á ég líka hús og jarðarpart í Grímsnesinu og fer þangað oft,“ segir Björn, sem er í sambúð með Auðbjörgu Guðmundsdóttur á Eyrarbakka. Fyrri kona Björns var Guðrún Ásgerður Halldórsdóttir frá Búrfelli í Grímsnesi, sem lést árið 2001. Þau eignuðust tvo syni: Halldór leiðsögumann og Róbert flugtæknifræðing. Barnabörnin eru þrjú.


Morgunblaðið 6. apríl 2019 - sbs@mbl.isSkráð af Menningar-Staður

06.04.2019 06:32

Merkir Íslendingar - Berglind Bjarnadóttir

 

 

Berglind Bjarnadóttir (1957 - 1986).

 

 

Merkir Íslendingar - Berglind Bjarnadóttir

 

 

Berg­lind Bjarna­dótt­ir fædd­ist 6. apríl 1957 í Hafnar­f­irði,

dótt­ir hjón­anna Bjarna Ólafs­son­ar, f. 1920, d. 2006, skó­smíða- og pípu­lagn­inga­meist­ara í Hafnar­f­irði, og Fríðu Ásu Guðmunds­dótt­ur, f. 1924, hús­freyju í Hafnar­f­irði.

 

Berg­lind ólst upp í Hafnar­f­irði og var meðal stofn­enda Kórs Öldu­túns­skóla árið 1965. Þegar kór­inn hélt í sína fyrstu ut­an­lands­ferð til Finn­lands árið 1968 var Berg­lind fyrsti ein­söngv­ari kórs­ins. Hún söng síðar m.a. með Kór Hafn­ar­fjarðar­kirkju, Pólý­fón­kórn­um og Þjóðleik­hús­kórn­um.

 

Berg­lind gekk til liðs við þjóðlaga­sveit­ina Lítið eitt árið 1972 og söng með sveit­inni inn á tvær plöt­ur, var tíður gest­ur í sjón­varp­inu og varð landsþekkt söng­kona. Hún sá einnig um þátt fyr­ir börn í Rík­is­út­varp­inu á sem hét. „Und­ir tólf.“

 

Stúd­ents­prófi lauk hún frá Flens­borg­ar­skóla og vorið 1978 tók hún burt­farar­próf í ein­söng frá Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs. Árið 1979 flutti hún til Svíþjóðar ásamt unn­usta sín­um og síðar eig­in­manni, hún fór að læra söng og hann sál­fræði. Berg­lind lauk ein­söngs­kenn­ara­námi við Stockholms Musikpedagogiska Instituti­on árið 1984 en hélt áfram námi við Opera Works­hop Auk söngnáms­ins lagði hún stund á tón­list­ar­sögu og þýsku. Berg­lind hélt tón­leika bæði hér á landi og í Svíþjóð. Að loknu kenn­ara­prófi þjálfaði hún tvo kóra og kenndi ein­söng við Kurs­verk­sam­heten vid Stockholms Uni­versit­fit.

 

Söng Berg­lind­ar er ekki að finna á mörg­um plöt­um öðrum en þeim sem Lítið eitt sendi frá sér. Hún söng inn á vísna­plöt­una Út um græna grundu (1976) og jóla­plöt­una Jóla­streng­ir (1977), auk þess að syngja bakradd­ir með hljóm­sveit­inni Eik á litla plötu þeirra sem út kom 1975.

 

Berg­lind var gift Rún­ari Matth­ías­syni sál­fræðingi, f. 12.12. 1953, sem nú er bú­sett­ur í Hafnar­f­irði.

 

Berg­lind veikt­ist af krabba­meini og lést 10. des­em­ber 1986.Morgunblaðið 6. apríl 2019.Skráð af Menningar-Staður
.

05.04.2019 06:46

Merkir Íslendingar - Hákon Loftsson

 

 
Hákon Loftsson (1919 - 1977)

 

 

Merkir Íslendingar - Hákon Loftsson

 

 

Há­kon Ólaf­ur Franz Lofts­son fædd­ist í Reykja­vík 5. apríl 1919. For­eldr­ar hans voru Loft­ur Guðmunds­son, f. 1892, d. 1952, ljós­mynd­ari og fyrri kona hans, Stef­an­ía Gríms­dótt­ir, f. 1898, d. 1940, hús­freyja.

 

Há­kon stundaði nám í Skotlandi 1935-36 og komst þar í kynni við kaþólskt fólk. Leiddi það til, ásamt öðru, að hann tók kaþólska trú 1937.

 

Há­kon varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1940 og nam nor­rænu við Há­skóla Íslands 1940-41 en ákvað þá að ger­ast kaþólsk­ur prest­ur á Íslandi og fór þess vegna út í nám í presta­skóla í Banda­ríkj­un­um. Hann stundaði nám í guðfræði, heim­speki og sál­ar­fræði við St. Mary's Semin­ary and Uni­versity í Baltimore og lauk þaðan BA-prófi 1943 í kirkju­sögu Íslands 1000-1500. Hann tók djákna­vígslu þar 1946 og var braut­skráður til prest­vígslu 1947. Séra Há­kon vígðist til prests í Krists­kirkju, Landa­koti árið 1947 og var það fyrsta kaþólska prest­vígsl­an sem fór fram hér á landi eft­ir siðaskipt­in.

 

Í Landa­koti starfaði Há­kon sem prest­ur til árs­ins 1952 þegar hann flutt­ist til Ak­ur­eyr­ar og gerðist prest­ur kaþólskra manna á Norður­landi. Hann var enn frem­ur stunda­kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri. Hann flutt­ist síðan til Reykja­vík­ur og var einka­rit­ari bisk­ups kaþólsku kirkj­unn­ar í Landa­koti um skeið. Hann var síðan prest­ur í Stykk­is­hólmi frá 1972 til æviloka.

 

Há­kon skrifaði margt og þýddi fyr­ir kaþólsku kirkj­una. Hann samdi messu­tónlist, byggða á greg­orískri og ís­lenskri tón­list­ar­hefð, og voru þau lög sung­in við há­mess­ur í kap­ellu systr­anna í Stykk­is­hólmi. Hann leitaðist við í störf­um sín­um að sam­tvinna kaþólska trú og ís­lenska menn­ing­ar­arf­leifð.

 

Há­kon lést 30. maí 1977 í New York á leiðinni til Baltimore þar sem hann ætlaði að heim­sækja há­skól­ann sinn í til­efni af 30 ára af­mæli prest­vígslu sinn­ar.

 

 

Morgunblaðið  föstudagur, 5. apríl 2019

 


Skráð af Menningar-Staður

03.04.2019 19:45

Jónsmessuhátíðin 2019 - íbúafundur

 

 

 

 

Jónsmessuhátíðin 2019 - íbúafundur

 

 

Opinn íbúafundur um Jónsmessuhátíðina á Eyrarbakka sumarið 2019 verður haldinn á morgun, fimmtudagskvöldið 4. apríl 2019 klukkan 20:00 í kjallaranum á Rauða húsinu.Ný skipulagsnefnd mun kynna sig á fundinum og óskum eftir fleirum til að starfa með okkur.Allir velkomnir og allar hugmyndir vel þegnar.Hjálpumst að í að gera þessa hátíð að lyftistöng fyrir þorpið okkar.


 

Kveðja

Jónsmessunefndin

03.04.2019 15:00

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019-2020

 

 

 

 

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns

 

í Kaupmannahöfn 2019–2020

 

 

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 28. ágúst 2019 til 25. ágúst 2020. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss

 

Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúðinni, sem er á 2. hæð Jónshúss. Íbúðin er tveggja herbergja og fylgir henni allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Afnotin eru endurgjaldslaus en þeim sem fá úthlutað ber þó að greiða fyrir þrif íbúðarinnar og rekstrarkostnað, alls kr. 60.000. 

 

Dvalartími í íbúðinni fer eftir umfangi verkefnis og öðrum atvikum en er þó venjulega ekki lengri en tveir mánuðir. Úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn.

 

Við úthlutun íbúðarinnar er höfð hliðsjón af eftirfarandi atriðum: 

1. Að verkefnið hafi fræðilegt eða hagnýtt gildi og þyki áhugavert. 

2. Að umsókn sé vandlega unnin. 

3. Að sem eðlilegust skipting sé milli kynja og fræðigreina.

4. Að verkefnið verði ekki unnið annars staðar en í Kaupmannahöfn eða nágrenni.

 

Þeir sem eru í námi, þar á meðal doktorsnámi, eiga að jafnaði litla möguleika á úthlutun. Þá er höfð hliðsjón af því hvort sótt er um dvöl í fyrsta skipti en þegar umsækjendur eru jafnsettir skulu þeir ganga fyrir sem sækja um dvöl í fyrsta skipti. 

Úthlutunarnefnd ráðgerir að ljúka störfum í maí. 

 

Umsóknir um íbúðina skulu vera á sérstöku eyðublaði  sem nálgast má á vef Jónshúss og skulu berast skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 23. apríl nk. 

 

Umsóknir merkist: 

Umsókn um fræðimannsíbúð
b.t. Jörundur Kristjánsson
Skrifstofu Alþingis
101 Reykjavík.
Skráð af Menningar-Staður

03.04.2019 08:45

6.000 tonn af sæeyrum

 

 

 

 

 

6.000 tonn af sæeyrum

 

 

Hyggjast byggja 25 lóðréttar eldisstöðvar um land allt

 

 

Sæbýli ehf., sem ræktar japönsk sæeyru á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn stefnir að um 5-6 þúsund tonna eldi á sæeyrum í 25 eldisstöðvum um land allt á næstu árum.

 

Að sögn Kolbeins Björnssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, er stefnt að því að hver og ein eldisstöð verði um fjögur þúsund fermetrar að stærð. Hann segir það mikilvægt að vera með margar litlar og umhverfisvænar eldisstöðvar sem hafi ekkert kolefnisspor, þurfi 20-30 starfsmenn hver, og starfsemin passi þannig fyrir lítil samfélög víða um landið. „Ég hef starfað með frumkvöðli verkefnisins, Ásgeiri Guðnasyni, síðan 2009 að hönnun lóðrétta eldiskerfisins og er þetta eitt flottasta tæknifyrirtæki landsins og algjör bylting í landeldi á verðmætum botnlægum sjávartegundum.

 

Þetta er mjög verðmæt afurð og gerir eldistæknin okkur kleift að lækka framleiðslukostnað í eldinu um faktor 2-3 miðað við venjulegt kvíaeldi erlendis,“ segir Kolbeinn Björnsson við ViðskiptaMoggann í dag.


Morgunblaðið 3. apríl 2019Skráð af Menningar-Staður

03.04.2019 08:21

Litla-Hraun

 

 

 

 

             

           Litla-Hraun 
                                                                að morgni 3. apríl 2019


                                                   Ljósm.: Halldór Páll Kjartansson.

 Skráð af Menningar-Staður